Hoppa yfir valmynd
3. desember 2013 Innviðaráðuneytið

Teymi þrjú: Fimmti fundur um skilvirk félagsleg úrræði í húsnæðismálum

  • Nefndarheiti: Teymi  3 – Skilvirk félagsleg úrræði í húsnæðismálum.
  • Nr. fundar: 5.
  • Staður og stund: Velferðarráðuneytinu, 3. desember 2013, kl. 13.
  • Fundarstjóri: Elsa Lára Arnardóttir.
  • Mætt: Arnaldur Máni Finnsson (Innangarðs), Ásta G. Hafberg (Samtök leigjenda), Björn Arnar Magnússon (Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins), Gunnhildur Gunnarsdóttir (Íbúðalánasjóður), Gyða Hjartardóttir (Samband íslenskra sveitarfélaga), Hólmsteinn Brekkan (Þingflokkur Pírata), Kristinn Dagur Gissurarson (Þingflokkur Framsóknarflokksins), Magnús Norðdahl (Alþýðusamband Íslands) og og.
  • Forföll: Björk Vilhelmsdóttir (Reykjavíkurborg), Þorbera Fjölnisdóttir (Sjálfsbjörg) og Þorsteinn Kári Jónsson (Þingflokkur Bjartrar framtíðar).
  • Fundarritari: Sigrún Jana Finnbogadóttir.

D A G S K R Á

1. Fyrstu drög að tillögum teymis um skilvirk félagsleg úrræði á húsnæðismarkaði.

Á fundinum var farið yfir fyrstu drög að tillögum teymisins.

Í umræðum um tillögurnar kom fram að úrræðin yrðu að vera skilvirk í þeim skilningi að tryggja verði að stuðningurinn gangi til greiðslu á húsnæðiskostnaði. Enn fremur kom fram að gera verði kerfið aðlaðandi fyrir leigusala og lágmarka þurfi þá áhættu sem til staðar er. Bent var á að skilvirkni felist einnig í því að árangur sjáist af úrræðunum og að kerfið sé tiltölulega vel varið gegn áföllum.

Bent var á að verkefni hópsins snúist ekki eingöngu um skilvirk félagsleg úrræði á leigumarkaði heldur jafnframt um úrræði til aðstoðar fasteignareigendum. Í því sambandi var jafnframt bent á að í skýrslu vinnuhóps um húsnæðisbætur væri lögð áhersla á að jafna stöðu þeirra sem leigja húsnæði og þeirra sem kaupa húsnæði.

Þá kom fram að mikilvægt væri að það húsnæði sem til er yrði tekið í notkun og breytt eftir því sem nauðsynlegt væri. Jafnframt kom fram sú hugmynd að heppilegt gæti verið að taka upp færanlegt húsnæði í auknum mæli. Þannig yrði hægt að flytja húsnæðið á milli staða eftir því hvar þörfin væri mest.

Ákveðið var að drög að tillögum yrðu send meðlimum teymisins í tölvupósti og unnið yrði í þeim á milli funda.

 

Fleira var ekki tekið fyrir.

Sigrún Jana Finnbogadóttir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta