Hoppa yfir valmynd
3. desember 2015 Innviðaráðuneytið

Frumvarp til breytinga á húsaleigulögum lagt fram á Alþingi

Íbúðarhús
Íbúðarhús

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á húsaleigulögum. Markmið frumvarpsins er að auka réttaröryggi leigjenda og skapa betri umgjörð um samskipti leigusala og leigutaka.

Frumvarpið var samið í framhaldi af tillögum verk­efnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála, sem skipuð var samkvæmt þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila og samþykkt var á Alþingi 28. júní 2013. Það var einnig lagt fram á 144. löggjafarþingi og er því lagt fram öðru sinni en með tilteknum breytingum sem byggjast á umsögnum sem bárust Alþingi þegar velferðarnefnd þingsins hafði frumvarpið til meðferðar á síðasta þingi.

Meðal breytinga sem frumvarpið felur í sér eru skilyrði um brunavarnir, skýrari ákvæði um úrræði sem leigjandi getur gripið til þegar ástand leiguhúsnæðis er ófullnægjandi, breytt ákvæði um uppsagnarfrest leigusamnings og ákvæði sem tryggja eiga leigjendum sama rétt og eigendum íbúðarhúsnæðis ef húsnæði er selt nauðungarsölu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta