Húsaleigusamningar
Stöðluðu eyðublaði fyrir húsaleigusamninga, sem finna má á heimasíðu félagsmálaráðuneytis, hefur verið breytt þannig að nú er í lið 2, lýsing á leiguhúsnæði, að finna reit fyrir fastanúmer eignar.
Breyting þessi var gerð vegna þess skilyrðis að umsókn um húsaleigubætur, samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997, fylgi frumrit leigusamnings sem ber það með sér að honum hafi verið þinglýst.
Í 2. mgr. 6. gr. þinglýsingalaga, nr. 39/1978, kemur fram að vísa skuli skjali frá þinglýsingu ef það varðar bein eða óbein eignarréttindi að fasteign og ekki er getið fastanúmers eignar. Því er nauðsynlegt að fastanúmers fasteignar sé getið á húsaleigusamningum sem lagðir eru inn til þinglýsingar.