Reglugerðir er varða Íbúðalánasjóð
Annars vegar er um að ræða breytingu á reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, er felur í sér hækkun brunabótamatsviðmiðunar úr 85% í 100% af brunabótamati íbúðar. Lánveitingar sjóðsins takmarkast jafnframt áfram af hámarkslánsfjárhæð, sem nú er 11,5 m.kr. af almennum lánum og 13 m.kr. ef jafnframt er veitt viðbótarlán.
Hins vegar er um að ræða breytingu á reglugerð um lánshlutfall og hámarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 521/2004, með síðari breytingum, er felur í sér að áhvílandi lán frá Byggingarsjóði ríkisins og Byggingarsjóði verkamanna dragast frá hámarksfjárhæð íbúðalána líkt og önnur áhvílandi lán Íbúðalánasjóðs.
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 522/2004, um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf.