Hoppa yfir valmynd
14. desember 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nær tvöföldun frítekjumarks örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega: Fyrsta hækkun á frítekjumarkinu í 14 ár

Frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um hækkun frítekjumarks örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur verið samþykkt á Alþingi. Frítekjumarkið nær tvöfaldast og fer úr tæpum 110.000 kr. á mánuði og upp í 200.000 kr. á mánuði eða 2,4 milljónir króna á ári.

Um er að ræða fyrstu hækkun á frítekjumarkinu frá árinu 2009 eða í tæp 14 ár. Breytingarnar taka gildi strax 1. janúar 2023.

„Hækkunin markar vatnaskil. Þetta er auk þess gríðarlega mikilvægur áfangi í að endurskoða í heild sinni örorkulífeyriskerfið á Íslandi. Því kerfi vil ég og ætla að ná að umbylta,“ segir Guðmundur Ingi.

„Endurskoðun örorkulífeyriskerfisins er stærsta áherslumál mitt sem félags- og vinnumarkaðsráðherra. Það er því einkar ánægjulegt að ná þessum áfanga í dag.“

 
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta