Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2009 Innviðaráðuneytið

Rýmri reglur um lán til endurbóta á húsnæði

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur sett reglugerð um breytingu á reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, nr. 522/2004, sem veitir Íbúðalánasjóði rýmri heimildir til útlána vegna endurbóta á húsnæði og húsnæðisbreytinga sem stuðla að orkusparnaði. Auk þessa er heimild til útlána vegna endurbóta og viðauka við íbúðir rýmkuð sem gerir fólki kleift að fá lán vegna lóðaframkvæmda, til dæmis vegna hellulagnar eða smíði sólpalla.

Meðal nýmæla er að nú þurfa aðeins að líða tíu ár frá fokheldi íbúðarhúsnæðis til að unnt sé að fá lán til orkusparandi breytinga á húsnæðinu í stað fimmtán ára áður. Unnt er að taka lán vegna viðauka og til endurbóta til skemmri tíma en áður, allt niður í fimm ár. Þá er sá tími sem má líða frá því að framkvæmdum er lokið þar til að lán er veitt lengdur úr sex mánuðum í tólf mánuði. Það er einnig nýmæli að nú er heimilt að veita lán vegna viðauka og til endurbóta áður en framkvæmdum er lokið. Slíkt lán er þó aðeins veitt að nægt veðrými sé fyrir hendi og gegn ábyrgð fjármálafyrirtækis sem gildir þar til Íbúðalánasjóður veitir lán til framkvæmdanna.

Tenging frá vef ráðuneytisinsReglugerð nr. 402/2009, um breytingu á reglugerð ÍLS-veðbréf og íbúðabréf nr. 522/2004

Skjal fyrir Acrobat ReaderSamsett reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf nr. 522/2004, með öllum breytingareglugerðum (PDF, 59KB)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta