Upplýsingar um tekjur lífeyrisþega í kjölfar lagabreytinga
Félags- og jafnréttismálaráðherra var á Alþingi spurður um tekjudreifingu aldraðra og öryrkja með og án atvinnutekna, fyrir og eftir gildistöku laga nr. 116/2017 um síðustu áramót.
Í skriflegu svari ráðherra við fyrirspurninni koma fram upplýsingar um tekjudreifingu þessara hópa 1. febrúar 2016 og 1. febrúar 2017. Upplýsingarnar eru sundurgreindar eftir tíundum og einnig koma fram upplýsingar um meðaltal og miðgildi tekna hjá hvorum hópi fyrir sig. Með tekjum er m.a. átt við greiðslur úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur, bætur frá Tryggingastofnun ríkisins og meðlagsgreiðslur. Vaxta- og barnabætur og húsnæðis- og húsaleigubætur teljast ekki til tekna.
Meðaltekjur ellilífeyrisþega eru nú rúmar 384.000 kr. á mánuði og meðaltekjur öryrkja tæpar 333.000 kr.
Mesta hækkunin hjá tekjulægstu ellilífeyrisþegunum
Á meðfylgjandi mynd má sjá hlutfallslega breytingu á tekjum lífeyrisþega eftir tíundum milli ára. Ef skoðaðar eru tekjur ellilífeyrisþega má sjá að tekjur hafa hækkað hjá öllum öðrum en þeim sem eru í efstu tíund (ath. þeirri níundu, því upplýsingar fyrir þá tíundu eru ómarktækar, væntanlega vegna einskiptisgreiðslna). Hækkunin er mest hjá þeim tekjulægstu. Hún nemur um 25% hjá þeim sem eru í fyrstu tíund og er yfir 20% milli ára hjá þeim ellilífeyrisþegum sem tilheyra fimm lægstu tíundunum.
TAFLA: Tekjur lífeyrisþega í kr. fyrir skatt. Greiðslur frá TR auk lífeyrissjóðstekna, atvinnutekna, meðlags og fjármagnstekna.
Ár | 2016 | 2017 | Breyting, % | 2016 | 2017 | Breyting, % | ||
Hópur lífeyrisþega | Ellilífeyrir | Ellilífeyrir | Ellilífeyrir | Örorkulífeyrir | Örorkulífeyrir | Örorkulífeyrir | ||
Eining | Krónur | Krónur | Krónur | Krónur | ||||
Meðaltal | 349.567 | 384.409 | 10,0% | 324.744 | 332.875 | 2,5% | ||
Miðgildi | 286.037 | 348.471 | 21,8% | 280.624 | 296.439 | 5,6% | ||
1. tíund | 217.263 | 272.116 | 25,2% | 212.776 | 227.883 | 7,1% | ||
2. tíund | 238.141 | 293.650 | 23,3% | 227.509 | 243.722 | 7,1% | ||
3. tíund | 251.845 | 313.810 | 24,6% | 246.902 | 269.635 | 9,2% | ||
4. tíund | 267.418 | 330.896 | 23,7% | 260.712 | 280.000 | 7,4% | ||
5. tíund | 286.037 | 348.471 | 21,8% | 280.624 | 296.439 | 5,6% | ||
6. tíund | 309.436 | 369.390 | 19,4% | 305.598 | 322.920 | 5,7% | ||
7. tíund | 341.827 | 397.818 | 16,4% | 335.308 | 354.599 | 5,8% | ||
8. tíund | 391.665 | 439.813 | 12,3% | 376.378 | 397.353 | 5,6% | ||
9. tíund | 517.376 | 509.457 | -1,5% | 450.893 | 460.756 | 2,2% | ||
10. tíund | 53.084.909 | 13.198.130 | -75,1% | 29.137.732 | 23.000.000 | -21,1% |