24. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti
Fundarheiti og nr. fundar: 24. fundur aðgerðahóps um launajafnrétti.
Staður og stund: Velferðarráðuneytið, 4. febrúar 2015. Kl. 14.00–16.00.
Málsnúmer: VEL12100264.
Mætt: Anna Kolbrún Árnadóttir formaður (í síma, AKÁ), Ása Sigríður Þórisdóttir (ÁSÞ, BHM), Berglind Eva Ólafsdóttir (BEÓ, Svf), Hafdís Dögg Guðmundsdóttir (HDG, KÍ), Maríanna Traustadóttir (MT, ASÍ), Sonja Ýr Þorbergsdóttir (SÝÞ, BSRB), Rósa G. Erlingsdóttir (RGE, VEL), starfsmaður aðgerðahóps, og Eva Margrét Kristinsdóttir (EMK, VEL).
Forföll boðuðu: Guðný Einarsdóttir (GE, FJR), Hannes G. Sigurðsson (HGS, SA) og Jóna Pálsdóttir (JP, MRN).
Fundarritarar: Eva Margrét Kristinsdóttir og Rósa G. Erlingsdóttir.
Dagskrá:
1. Fundargerð 23. fundar lögð fram til samþykktar.
Fundargerð samþykkt.
2. Tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals
a. Námskeið hjá Starfsmennt.
Starfsmaður aðgerðahópsins fór yfir stöðu mála. Stýrihópur (Guðný Einarsdóttir FJR, Einar Mar Þórðarson FJR, Hulda A. Arnljótsdóttir Starfsmennt, Björg Valsdóttir Starfsmennt, Marta G. Jörgensen og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir HÍ) hefur fundað reglulega og eru komin drög að námskrá. Verið er að dýpka námsefnið í vinnustofu um starfaflokkun og velja kennara á hinar vinnustofurnar.
a. Námskeið um vottun jafnlaunakerfa.
Starfsmaður aðgerðahópsins fór yfir stöðu mála og kynnti drög að uppbyggingu og innihaldi námskeiðsins sem sérfræðihópur hefur unnið fyrir hönd velferðarráðuneytisins en ráðuneytið skal skv. reglugerð um vottun jafnlaunakerfa standa fyrir námskeiði á þriggja ára fresti. Nauðsynlegt er að námskeiðið uppfylli allar þær kröfur sem fram koma í 6. gr. reglugerðar nr. 929/2014, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85:2012. Endurmenntun Háskóla Íslands hefur verið falið að halda utan um námskeiðið sem hefst 7. apríl og lýkur með prófi 19. maí.
3. Kostnaðaráætlun rannsóknarverkefna
Starfsmaður aðgerðahópsins fór yfir kostnaðaráætlun vegna hönnunarsamkeppni um jafnlaunamerki sem og þeirra rannsóknarverkefna sem aðgerðahópurinn stendur fyrir. Upplýst var að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi ákveðið að greiða lægri upphæð til rannsóknarverkefna aðgerðahópsins en önnur samtök sem að honum standa. Þá ákvað stjórn BHM að taka ekki þátt í kostnaði vegna hönnunarsamkeppninnar.
4. Ráðstefna um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði 20. maí 2015.
a. Dagskrá: fyrstu hugmyndir.
Starfsmaður aðgerðahópsins kynnti drög að dagskrá vegna ráðstefnu um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði sem aðgerðahópurinn hyggst halda 20. maí 2015. Á umræddri ráðstefnu verða niðurstöður rannsóknarverkefna aðgerðahópsins kynntar. Ákveðið að ráðstefnan verði hálfur dagur, fyrir hádegi, með kaffihléi. Fulltrúum aðgerðahópsins leist almennt vel á fyrstu drög að dagskrá og starfsmaður hópsins mun vinna áfram að henni. Rætt var um að halda blaðamannafund í lok ráðstefnunnar þar sem niðurstöður fyrrnefndra rannsóknarverkefna yrðu kynntar fjölmiðlum.
a. Kostnaðaráætlun.
Starfsmaður aðgerðahópsins fór yfir drög að kostnaðaráætlun vegna ráðstefnu um jafnlaunamál og jafnrétti á vinnumarkaði. Stefnt er að því að ráðstefnan verði fjármögnuð með innheimtu skráningargjalda.
5. Önnur mál
Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 3. mars í velferðarráðuneytinu kl. 13–15. Ný skipunarbréf munu berast fulltrúum aðgerðahópsins frá velferðarráðuneytinu á næstu dögum. Greint verður frá framlengingu á skipunartíma hópsins með frétt á heimasíðu velferðarráðuneytisins.
Eva Margrét Kristinsdóttir og Rósa Guðrún Erlingsdóttir.