Hoppa yfir valmynd
30. október 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla um nýskipan almannatrygginga

Verkefnisstjórn um endurskoðun almannatrygginga hefur skilað skýrslu með tillögum sínum til Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að markmið tillagna að breyttu kerfi sé „að auka sanngirni í almannatryggingakerfinu, hvetja til sparnaðar og aukinnar atvinnuþátttöku lífeyrisþega, einkum öryrkja.“ Skýrsluhöfundar leggja til að ráðist verði sem fyrst í einföldun kerfisins, enda leiði hún ekki til kostnaðarauka heldur bæti kerfið og auki skilvirkni þess. Til lengri tíma litið er gert ráð að frítekjumörk verði hækkuð og dregið úr tekjuskerðingum.

Hagsmunasamtök hafa fengið skýrsluna til umsagnar og eru umsagnir þeirra birtar sem fylgiskjöl með henni. Unnið er að því í ráðuneytinu að fara yfir efni skýrslunnar með hliðsjón af þeim ábendingum sem borist hafa frá umsagnaraðilum. Stefnt er að því að frumvarp um nýskipan almannatrygginga verði lagt fyrir Alþingi eftir áramót.

Skjal fyrir Acrobat Reader Nýskipan almannatrygginga: Tillögur um breytingar á lífeyriskerfinu



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta