Hoppa yfir valmynd
31. mars 2016 Innviðaráðuneytið

Máli varðandi ríkisaðstoð til Íbúðalánasjóð vísað frá dómi

Höfðaborg þar sem ÍLS er til húsa
Höfðaborg þar sem ÍLS er til húsa

EFTA dómstóllinn vísaði í dag frá dómi máli sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) höfðuðu til ógildingar á ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) varðandi ríkisaðstoð til Íbúðalánasjóðs.

Árið 2011 komst ESA að þeirri niðurstöðu að yfirstandandi aðstoð ríkisins við Íbúðalánasjóð samræmdist ekki EES-samningnum. Mælti stofnunin fyrir um viðeigandi ráðstafanir af hálfu íslenska ríkisins og var þeirri niðurstöðu ekki andmælt af þess hálfu. ESA staðfesti samþykki íslenska ríkisins að þessu leyti með ákvörðun 16. júlí 2014 og lauk þar með málinu. Það var þessi ákvörðun ESA, þ.e. um lyktir málsins með viðeigandi ráðstöfunum íslenska ríkisins, sem SFF fór fram á að ógilt yrði með dómi. ESA krafðist aftur á móti frávísunar málsins eða í öllu falli sýknu og niðurstaðan í dag var á þá lund að málinu var vísað frá dómi.

Í úrskurði EFTA dómstólsins kemur m.a. fram að SFF hafi ekki sýnt fram á að markaðsstaða meðlima sinna hafi orðið fyrir verulegum áhrifum vegna samþykkis ríkisins á þeim ráðstöfunum sem ESA mælti fyrir um. Er m.a. bent á að markaðshlutdeild bankanna í húsnæðislánum hafi aukist úr 24% árið 2011 í 38% árið 2014 þegar markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs hafi afur á móti farið úr 60% þegar hún náði hámarki árið 2011 niður í 49% árið 2014.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta