Hoppa yfir valmynd
15. júlí 2003 Innviðaráðuneytið

Rafræn könnun um húsaleigubætur

Félagsmálaráðuneytið hefur hafið sína árlegu könnun varðandi húsaleigubætur. Sú könnun sem nú á sér stað markar tímamót því framkvæmdin fer nú fram í fyrsta skipti með rafrænumhætti til hagræðingar fyrir sveitarfélög og ráðuneytið.

Sérstakt rafrænt eyðublað hefur verið vistað á vefsíðu ráðuneytisins og er gert ráð fyrir að sveitarfélög slái þar inn umbeðnar upplýsingar í viðeigandi reiti. Með því einu að staðfesta skil upplýsinga í framhaldi af innslætti á vefsíðunni hefur sveitarfélag komið upplýsingum sínum til skila eins og óskað hefur verið eftir.

Sýnishorn úr kerfinu

Þessi rafræna aðferð upplýsingaöflunar skilar síðan ráðuneytinu sjálfkrafa einni heildarskrá með upplýsingum allra þeirra sveitarfélaga sem þátt tóku í könnuninni. Skráin er á excel-formi svo öll frekari úrvinnsla gagnanna verður auðveld.

Þetta fyrirkomulag hefur mikið hagræði í för með sér við meðferð upplýsinga hjá sveitarfélögum og sparar mikla vinnu við innslátt gagna hjá ráðuneytinu. Hina rafrænu aðferð við upplýsingaöflun mun ráðuneytið nýta sér í framhaldinu ef þessi frumraun skilar þeim árangri sem til er ætlast.

Til að tryggja öryggi upplýsinga hefur framkvæmdastjóra hvers sveitarfélags verið afhent sérstakt notendanafn og lykilorð. Þannig hefur verið tryggt að upplýsingar misfarist ekki við skil þeirra og úrvinnslu.

Fyrirtækið Forsvar ehf. á Hvammstanga hefur séð um alla tæknilega vinnu við uppsetningu eyðublaðsins og úrvinnslumöguleika kerfisins í samráði við starfsmenn félagsmálaráðuneytis og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Til þess að skila inn á rafrænan hátt er farið á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins þar sem smellt er á Húsaleigubætur - Könnun 2003. Þá kemur innskráning og skráð er inn notendanafn og lykilorð. Að lokinni innskráningu eru upplýsingar um húsaleigubætur 2003 skráðar á viðeigandi hátt. Þau sveitarfélög sem ekki hafa netaðgang eru beðin að fylla út eyðublöð sem nú þegar hafa verið send til þeirra og senda þau til félagsmálaráðuneytisins, til Ýmis Arnar Finnbogasonar sem jafnframt veitir allar upplýsingar í síma 545-8100 eða á netfangi [email protected].

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta