Jafnréttisþing 2015
Félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð boða til jafnréttisþings í samræmi við lög nr. 10/2008, um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd.
Staður og stund: Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 25. nóvember frá kl. 8:30-17:15 og er öllum opið. Aðgangur er ókeypis en boðið verður upp á hádegsiverð gegn vægu gjaldi.
Á jafnréttisþingi leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015. Hlutverk þingsins er að efna til umræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnumótun í jafnréttismálum. Að þessu sinni verður lögð áhersla á stöðu kvenna og kynjaðar birtingarmyndir á opinberum vettvangi. Markmiðið er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í fjölmiðlum og kvikmyndum annars vegar og hins vegar að fjalla um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu. Jafnréttisþingið er haldið á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaksins sem lýkur 10. desember á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna.Aðalfyrirlesarar þingsins verða Maria Edström, lektor við Fjölmiðladeild Háskólans í Gautaborg og verkefnisstjóri Nordicom–verkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar um aukið jafnrétti í fjölmiðlum, og Anna Serner, forstöðumaður sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar. Kynntar verða niðurstöður nýrra rannsókna um hlut kvenna og karla í íslenskum fjölmiðlum.
- Skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013 - 2015
- Skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013 - 2015 (E-Pub)
- Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs var veitt að lokinni dagskrá þingsins.
DAGSKRÁ
08:30 - 09:00 |
Skráning og afhending ráðstefnugagna |
---|---|
09:00 - 09:10 |
Fanný Gunnarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs.Ávarp og setning Jafnréttisþings 2015. |
09:10 - 09:30 | Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.Skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013 - 2015 |
09:30 - 09:45 | Rósa Guðrún Erlingsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Viðmælendur í fréttum og völdum umræðuþáttum fjölmiðla – niðurstöður könnunar velferðarráðuneytisins og Fjölmiðlavaktarinnar. |
09:45 - 10.10 | Guðný Gústafsdóttir, doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands.Kjarnmestu konur í heimi. |
10:10 - 10.30 | Kaffi |
10:30 - 11:00 | Maria Edström, lektor við rannsóknarstofnun um fjölmiðla og upplýsingamál við Háskólann í Gautaborg. Gender Equality in Media in a Nordic Perspective – how to make Change. |
11:00 - 11:30 |
Viðbrögð og umræður:
|
11:30 - 11:45 |
Uppistand. Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari. Vertu ung, vertu sæt! |
11:45 - 12:45 | Hádegismatur |
12:45 - 14:30 |
MÁLSTOFUR
|
14:30 - 14:50 | Kaffi |
14:50 - 15:10 |
Málstofustjórar gera grein fyrir umræðum úr málstofum. |
15:10 - 15:40 |
Elsku stelpur! Siguratriði Hagaskóla í Skrekk 2015 sýnt á tjaldi. Pallborðsumræður um ungt fólk og kynjajafnrétti með fulltrúum sigurliðsins og alþingismönnunum Unni Brá Konráðsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Umræðum stýrir Eva María Jónsdóttir, fjölmiðlakona. |
15:40 - 16:10 | Anna Serner, forstöðumaður sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar. Gender Equality in Film Funding in a Nordic Perspective – how to ensure Fairness and Equality when Funding Film Productions. |
16:10 - 16:40 |
Viðbrögð og umræður:
|
16:40 - 16:55 | Uppistand.Hugleikur Dagsson, uppstandari. Um birtingarmyndir kvenna og karla. |
16:55 - 17:15 | Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Ávarp og slit. |
17:15 - 17:45 | Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2015 í Vox Home. |
17:45 | Móttaka |
Málstofur
Málstofa 1 Kyn og fjölmiðlar
- Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og doktor í fjölmiðlafræði. Svona eru konur.
- Valgerður Anna Jóhannsdóttir, aðjúnkt í blaða- og fréttamennsku við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Ísland í alþjóðlegri fjölmiðlavöktun.
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu. Þátttakendur eða þiggjendur. Endurspegla fjölmiðlar samfélagið? Fjölmiðlaverkefni FKA 2013 – 2017.
Málstofustjóri: Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Málstofa 2 Kyn og kvikmyndir
- Margrét Örnólfsdóttir, handritshöfundur og formaður Félags leikskálda og handritshöfunda. Erum við kynóð?
- Hilmar Oddsson, kvikmyndaframleiðandi og rektor Kvikmyndaskóla Íslands. Hvernig nýtum við skóla sem jafnréttistæki? – Kvikmyndanám og konur.
- Skúli Friðrik Malmqvist, kvikmyndaframleiðandi.
Málstofustjóri: María Reyndal, leikstjóri og handritshöfundur.
Málstofa 3 Kyn og hatursorðræða
- Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hvað má gera til að vinna gegn hatursorðræðu? – Ábendingar til framtíðar.
- María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Sussex. Hatursorðræða: álitaefni um ábyrgð.
- Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, yfirlögfræðingur lögfræðisviðs Embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hatursorðræða frá sjónarhóli lögreglu.
Málstofustjóri: Þórður Kristinsson, mannfræðingur.