Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Jafnréttisþing 2015

Félags- og húsnæðismálaráðherra og Jafnréttisráð boða til jafnréttisþings í samræmi við lög nr. 10/2008, um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd.

Staður og stund: Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica 25. nóvember frá kl. 8:30-17:15 og er öllum opið. Aðgangur er ókeypis en boðið verður upp á hádegsiverð gegn vægu gjaldi.

Á jafnréttisþingi leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015. Hlutverk þingsins er að efna til umræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnumótun í jafnréttismálum. Að þessu sinni verður lögð áhersla á stöðu kvenna og kynjaðar birtingarmyndir á opinberum vettvangi. Markmiðið er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í fjölmiðlum og kvikmyndum annars vegar og hins vegar að fjalla um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu. Jafnréttisþingið er haldið á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaksins sem lýkur 10. desember á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna.Aðalfyrirlesarar þingsins verða Maria Edström, lektor við Fjölmiðladeild Háskólans í Gautaborg og verkefnisstjóri Nordicom–verkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar um aukið jafnrétti í fjölmiðlum, og Anna Serner, forstöðumaður sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar. Kynntar verða niðurstöður nýrra rannsókna um hlut kvenna og karla í íslenskum fjölmiðlum. 

Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs var veitt að lokinni dagskrá þingsins.


Þingstjóri: Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri

DAGSKRÁ

08:30 - 09:00 
Skráning og afhending ráðstefnugagna
09:00 - 09:10
Fanný Gunnarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs.Ávarp og setning Jafnréttisþings 2015.
09:10 - 09:30  Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.Skýrsla félags- og húsnæðismálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2013 - 2015
09:30 - 09:45  Rósa Guðrún Erlingsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Viðmælendur í fréttum og völdum umræðuþáttum fjölmiðla – niðurstöður könnunar velferðarráðuneytisins og Fjölmiðlavaktarinnar. 
09:45 - 10.10  Guðný Gústafsdóttir, doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands.Kjarnmestu konur í heimi. 
10:10 - 10.30   Kaffi 
10:30 - 11:00  Maria Edström, lektor við rannsóknarstofnun um fjölmiðla og upplýsingamál við Háskólann í Gautaborg. Gender Equality in Media in a Nordic Perspective – how to make Change. 
11:00 - 11:30 

Viðbrögð og umræður:

  • Eva María Jónsdóttir, fjölmiðlakona og miðaldafræðingur. 
  • Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri á 365 miðlum.
11:30 - 11:45 
Uppistand. Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari. Vertu ung, vertu sæt!
11:45 - 12:45 Hádegismatur 
12:45 - 14:30

MÁLSTOFUR

  • Kyn og fjölmiðlar
  • Kyn og kvikmyndir 
  • Kyn og hatursorðræða
14:30 - 14:50 Kaffi 
14:50 - 15:10  Málstofustjórar gera grein fyrir umræðum úr málstofum. 
15:10 - 15:40
Elsku stelpur! Siguratriði Hagaskóla í Skrekk 2015 sýnt á tjaldi. Pallborðsumræður um ungt fólk og kynjajafnrétti með fulltrúum sigurliðsins og alþingismönnunum Unni Brá Konráðsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Umræðum stýrir Eva María Jónsdóttir, fjölmiðlakona.
15:40 - 16:10 Anna Serner, forstöðumaður sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar. Gender Equality in Film Funding in a Nordic Perspective – how to ensure Fairness and Equality when Funding Film Productions. 
16:10 - 16:40

Viðbrögð og umræður:

  • Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. 
  • Hilmar Sigurðsson, formaður SÍK - Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
16:40 - 16:55 Uppistand.Hugleikur Dagsson, uppstandari. Um birtingarmyndir kvenna og karla.
16:55 - 17:15  Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Ávarp og slit. 
17:15 - 17:45  Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2015 í Vox Home. 
17:45  Móttaka 

Málstofur

Málstofa 1 Kyn og fjölmiðlar

Málstofustjóri: Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.

Málstofa 2 Kyn og kvikmyndir

Málstofustjóri: María Reyndal, leikstjóri og handritshöfundur.

Málstofa 3 Kyn og hatursorðræða

Málstofustjóri: Þórður Kristinsson, mannfræðingur.

Jafnréttisþing 2013 - Velferðarráðuneytið og jafnréttisstofa

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta