Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Forræði og utanumhald með eftirfylgd Heimsmarkmiðanna hérlendis er á hendi verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnastjórnin er leidd af forsætisráðuneytinu í nánu samstarfi við utanríkisráðuneytið en auk fyrrnefndra ráðuneyta eiga umhverfis- og auðlindaráðuneytið, velferðarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið einnig sæti ásamt fulltrúa Hagstofu Íslands. Önnur ráðuneyti eiga jafnframt tengiliði inn á fundi verkefnastjórnarinnar og koma þannig með virkum hætti að vinnunni auk þess sem Samband íslenskra sveitarfélaga á þar áheyrnarfulltrúa.

Meginhlutverk verkefnastjórnarinnar er að greina stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðum Heimsmarkmiðanna og að rita stöðuskýrslu til ríkisstjórnar með tillögum að forgangsröðun markmiða og framtíðarverklagi fyrir innleiðingu markmiðanna. Þá hefur hún jafnframt umsjón með kynningu á markmiðunum hér innanlands og einnig kynningu á innleiðingu Íslands á markmiðunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn