Hoppa yfir valmynd

Verkefnastjórn heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Forræði og utanumhald með eftirfylgd heimsmarkmiðanna hérlendis er á hendi verkefnastjórnar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Verkefnastjórnin er leidd af forsætisráðuneytinu í nánu samstarfi við utanríkisráðuneytið. Verkefnastjórnin er skipuð fulltrúum frá öllum ráðuneytum Stjórnarráðsins ásamt fulltrúum frá Hagstofu Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þá eru ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og Félag Sameinuðu þjóðanna með áheyrnarfulltrúa í verkefnastjórninni sem taka virkan þátt í vinnu verkefnastjórnarinnar þegar það á við.

Meginhlutverk verkefnastjórnarinnar er að vinna að innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi og greiningu á stöðu Íslands gagnvart undirmarkmiðunum. Verkefnastjórnin mun jafnframt sinna alþjóðlegu samstarfi um heimsmarkmiðin og hafa umsjón með framkvæmd landsrýni (e. Voluntary National Review) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, er formaður verkefnastjórnarinnar. Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við hana í gegnum fanney.karlsdottir[hja]for.is

Heimsmarkmiðin

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira