Hoppa yfir valmynd

Starfatorg - laus störf hjá ríkinu

Þjónustuliði í ræstingu - Mynd

Þjónustuliði í ræstingu

Kvennaskólinn í Reykjavík
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Kvennaskólinn í Reykjavík auglýsir laust til umsóknar starf þjónustuliða í ræstingu.

Verkefnastjóri/ aðstoðarmaður deildarstjóra - Mynd

Verkefnastjóri/ aðstoðarmaður deildarstjóra

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Geðendurhæfingardeild auglýsir laust til umsóknar fullt starf verkefnastjóra/ aðstoðarmanns deildarstjóra. Um er að ræða tímabundið afleysingastarf til eins árs frá og með 3. janúar 2022. Leitað er eftir öflugum liðsmanni í fjölbreytt, krefjandi og skapandi starf á frábærum vinnustað. Unnið er í dagvinnu, virka daga.

Geðendurhæfingardeild innan meðferðareiningu lyndisraskana samanstendur af tveimur starfseiningum með mismunandi þjónustuform, annars vegar 12 rúma legudeild sem sinnir meðferð einstaklinga með lyndisraskanir og fjölþættan vanda. Hins vegar Batamiðstöð sem sinnir hreyfingu, virkni og tengingu út í samfélagið fyrir einstaklinga í geðþjónustuGeðendurhæfingin er fjölþætt eftir þörfum, óskum og færni hvers og eins. Áhersla er lögð á að heildræna batamiðaða þjónustu með það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að bata.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Aðstoðarmaður á skurðlækningadeild - Mynd

Aðstoðarmaður á skurðlækningadeild

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus eru til umsóknar 90% staða aðstoðarmanns í dagvinnu á skurðlækningadeild. Staðan veitist frá 1.janúar 2022 eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er Anna Lilja Filipsdóttir forstöðuhjúkrunarfræðingur

Lektor við Viðskiptafræðideild HA - Mynd

Lektor við Viðskiptafræðideild HA

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausa 100% stöðu lektors við Viðskiptadeild Viðskipta- og raunvísindasviðs.

Framkvæmdastjóri lækninga við  Sjúkrahúsið á Akureyri - Mynd

Framkvæmdastjóri lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Stjórnunarstörf

Staða framkvæmdastjóra lækninga við Sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Framkvæmdastjóri lækninga gegnir einnig starfi framkvæmdastjóra handlækningasviðs og er um 100% stöðu að ræða. Staðan veitist frá og með 1. febrúar 2022 eða eftir samkomulagi. Framkvæmdastjóri heyrir beint undir forstjóra og á sæti í framkvæmdastjórn.

Framkvæmdastjóri lækninga er faglegur læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkrahússins. Um faglega ábyrgð vísast til 10 gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. 

Undir handlækningasvið falla skurðlækningar, bæklunarskurðlækningar, svæfinga- og gjörgæslulækningar, fæðinga- og kvensjúkdómalækningar ásamt undirsérgreinum þar sem það á við, skurðlækningadeild með innritunarmiðstöð, skurðstofa og sótthreinsun, svæfingadeild, gjörgæsludeild, fæðingadeild og miðstöð heilbrigðisgagnafræðinga. 

Teymisstjóri Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna - Mynd

Teymisstjóri Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar ótímabundið starf teymisstjóra við Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember nk. Við Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna munu starfa geðlæknir, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingur og ritari. 

Samskiptastjóri - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - Mynd

Samskiptastjóri - Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf Samskiptastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH). Samskiptastjóri HH ber ábyrgð á upplýsingamiðlun til innri og ytri viðskiptavina heilsugæslunnar. Hann ber ábyrgð á samskiptum við fjölmiðla og gerð fréttatilkynninga. Viðkomandi er forstjóra innan handar við að uppfylla skilyrði um samvinnu og þróun heilbrigðisþjónustu sbr. reglugerð um heilbrigðisumdæmi. Samskiptastjóri ber ábyrgð á samhæfingu vegna heildarímyndar stofnunar.

Um er að ræða nýtt 100% ótímabundið starf á skrifstofu forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því spennandi tækifæri til að þróa og móta verkefni samskiptastjóra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi. 

Starfsemi HH er mjög víðtæk og fjölbreytt. HH rekur fimmtán heilsugæslustöðvar ásamt því að sinna umfangsmikilli geðheilbrigðisþjónusta fyrir fullorðna og börn. Önnur starfsemi innan HH eru Heimahjúkrun á suðursvæði og Mosfellsumdæmi, Göngudeild sóttvarna, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana. Jafnframt sinnir HH sýnatökum og bólusetningum vegna COVID-19. Fjöldi starfsmanna er um 1000 sem hefur aukist ört undanfarin ár.

 

Matvælastofnun óskar eftir forritara - Mynd

Matvælastofnun óskar eftir forritara

Matvælastofnun
Suðurland / Sérfræðistörf

Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling til að vinna að forritun í nýjum hugbúnaðarverkefnum. á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi. Um er að ræða starf í upplýsingatækniteymi Matvælastofnunar, en teymið mótar stefnu í upplýsingatæknimálum og annast þróun hugbúnaðar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. apríl 2022.

Landvörður - Gullfoss og Geysir - Mynd

Landvörður - Gullfoss og Geysir

Umhverfisstofnun
Suðurland / Önnur störf

Umhverfisstofnun auglýsir eftir heilsárs landverði fyrir friðlýstu svæðin Gullfoss og Geysi. 

Verkefnin á svæðunum eru fjölbreytt og krefjandi enda fjölfarin árið um kring. Við leitum að öflugum starfsmanni með brennandi áhuga á fræðslu og miðlun upplýsinga og þekkingu á náttúruvernd.

Hjúkrunarfræðingur - Spennandi starf á nýrri einingu - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Spennandi starf á nýrri einingu

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Ný sérhæfð móttökugeðdeild í meðferðareiningu geðrofssjúkdóma mun opna í janúar n.k. við Hringbraut. Við leitum að öflugum hjúkrunarfræðingum til að móta starfið frá upphafi. Sérstök áhersla deildar er móttaka, meðferð og endurhæfing sjúklinga með geðrofssjúkdóma. Þjónustan verður mótuð í samvinnu við notendur þjónustunnar. 

Hér er einstakt tækifæri fyrir reynda og nýja hjúkrunarfræðinga til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu deildarinnar. Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall og vinnufyrirkomulag og upphaf starfs samkomulagsatriði.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Hjúkrunarfræðingur - Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Upplýsingamiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi til starfa við nýstofnaða upplýsingamiðstöð HH. Um er að ræða 100% ótímabundið starf. Að mestum hluta er starfið á dagvinnutíma en með stöku kvöld- og helgarvöktum. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Upplýsingamiðstöð HH hefur tvíþætt hlutverk: 

Að þjónusta þau sem þangað leita hvort sem er í síma eða netspjalli á heilsuvera.is, þannig að málin séu leyst eða komið í viðeigandi farveg. Öllum erindum er sinnt hvaðan úr heiminum sem þau koma.

Skrifa, viðhalda og þróa þekkingarvef heilsuveru sem kemur á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu, áhrifaþætti heilbrigðis, sjúkdóma, frávik og einkenni.

Símsvörun og netspjallið er opið alla daga frá kl. 8 til 22.

Sjúkraþjálfari - fjölbreytt, þverfaglegt starf á bráðasjúkrahúsi - Mynd

Sjúkraþjálfari - fjölbreytt, þverfaglegt starf á bráðasjúkrahúsi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraþjálfun Landspítala í Fossvogi óskar eftir sjúkraþjálfurum í þrjú stöðugildi. Um er að ræða eina fastráðningu og tvær tímabundnar ráðningar. Starfshlutfall er 80-100% eða samkvæmt samkomulagi. 

Hér gefst frábært tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af sterkri liðsheild. Mikil áhersla er lögð á færnimiðaða nálgun í þverfaglegri teymisvinnu og skilvirkar umbætur.

Sjúkraþjálfun í Fossvogi sinnir bráðadeildum og göngudeildum og möguleiki er að sinna gæsluvöktum á kvöldin og um helgar. Boðið verður upp á sérhæfða, markvissa þjálfun í störfin hjá sérfróðum sjúkraþjálfurum innan hverrar sérgreinar. 

Laus staða lögreglumanns á Ísafirði - Lögreglan á Vestfjörðum - Mynd

Laus staða lögreglumanns á Ísafirði - Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum
Vestfirðir / Löggæslustörf

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum auglýsir til umsóknar lausa stöðu lögreglumanns við embættið, með aðsetur á Ísafirði.

Sett verður í stöðurna frá og með 1. janúar nk. eða eftir samkomulagi.

Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landsambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%. Um er að ræða sólarhringsvaktir.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til þess að sækja um.

Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknum skal skilað annað hvort með bréfpósti á skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, eða með því að fylla út umsókn á meðfygjandi hlekk.

 

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum,

Karl Ingi Vilbergsson.

 

Þjónustufulltrúar í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi - Mynd

Þjónustufulltrúar í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi

Vatnajökulsþjóðgarður
Suðurland / Önnur störf

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að þjónustulunduðum einstaklingum með góða umhverfisvitund til starfa í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi. Störfin heyra undir þjóðgarðsverði á suðursvæði. Um er að ræða tímabundnar ráðningar til 30. apríl 2022 með möguleika á framlengingu. 

Sérfræðingur í tölvuviðgerðum - Deild rafrænnar þjónustu HH - Mynd

Sérfræðingur í tölvuviðgerðum - Deild rafrænnar þjónustu HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í tölvuviðgerðum í deild rafrænnar þjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, HH. Deildin heyrir undir svið fjármála og rekstrar sem staðsett er í Álfabakka 16. Um er að ræða tímabundið 100% starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Yfirlæknir við geðheilsuteymi - Mynd

Yfirlæknir við geðheilsuteymi

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Við auglýsum eftir yfirlækni við geðheilsuteymi stofnunarinnar. Um er að ræða 100% framtíðarstarf.

Fram undan er mikil umbótarvinna við stofnun nýs þverfaglegs geðheilsuteymis. Geðheilsuteymi mun sinna einstaklingum með alvarleg geðræn vandamál, sem þurfa á fjölþættri þjónustu að halda. Í geðheilsuteymi er áætlað að starfa muni geðlæknir, barnageðlæknir, geðhjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, félagsráðgjafi og iðjuþjálfi. Yfirlæknir ber faglega ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem er veitt af teyminu og kemur til með að þróa og móta þjónustuna við þjónustuþega teymisins. Yfirlæknir kemur einnig til með að vera ráðgefandi fyrir aðra fagaðila innan stofnunarinnar. 

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Landverðir í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi - Mynd

Landverðir í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi

Vatnajökulsþjóðgarður
Suðurland / Önnur störf

Laus eru til umsóknar störf landvarða í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi. Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og skemmtileg störf sem heyra undir þjóðgarðsverði á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Ráðningarnar eru tímabundnar til 30. apríl 2022 með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Ritari í leyfisveitingateymi hjá embætti landlæknis - Mynd

Ritari í leyfisveitingateymi hjá embætti landlæknis

Landlæknir
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Svið eftirlits og gæða í heilbrigðisþjónustu óskar eftir að ráða ritara í leyfisveitingateymi. Teymið sér m.a. um veitingu starfsleyfa og sérfræðileyfa heilbrigðisstétta og tilkynningar um rekstur heilbrigðisþjónustu. Afgreiðsla umsókna um undanþágu frá aldursákvæði laga um heilbrigðisstarfsmenn til að reka starfsstofu í heilbrigðisþjónustu heyrir jafnframt undir teymið. Starfið er laust frá og með 1. janúar 2022 eða eftir samkomulagi. 

Fjölbreytt og líflegt starf hjá rekstrarþjónustu Landspítala - Mynd

Fjölbreytt og líflegt starf hjá rekstrarþjónustu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Rekstrarþjónusta Landspítala vill ráða til starfa öflugan starfsmann sem finnst gaman að þjónusta og vera á hreyfingu. Starfið er unnið í vaktavinnu og felst í ýmsum flutningastörfum innan veggja spítalans, aðallega á vörum, mat og sorpi. Starfsstöð er ýmist við Hringbraut og í Fossvogi. 


Hjá rekstrarþjónustu starfa um 70 manns að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Starfsmenn rekstrarþjónustu starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum lífleg störf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og 36 stunda vinnuviku.

Við viljum ráða jákvæðan, þjónustulipran einstakling sem er samviskusamur, nákvæmur og sveigjanlegur og sem hefur gaman af því að hreyfa sig í vinnunni. Unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum. Góð íslenskukunnátta er áskilin og viðkomandi skal hafa gilt ökuskírteini og reynslu af akstri beinskiptra bíla.

Skrifstofumaður - Mynd

Skrifstofumaður

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Norðurland / Skrifstofustörf

Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns við embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra á aðalskrifstofu á Blönduósi. 

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á blóð- og krabbameinslækningadeild - Mynd

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á blóð- og krabbameinslækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast til starfa á blóð- og krabbameinslækninga við Hringbraut. Á deildinni starfar 120 manna þverfaglegur hópur sem sinnir sjúklingum með blóðsjúkdóma og krabbamein. 

Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér hlutina, með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Starfið veitist frá 15.desember 2021 eða eftir samkomulagi. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Nýdoktor í hjartalífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands - Mynd

Nýdoktor í hjartalífeðlisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf nýdoktors í lífeðlisfræði innan Læknadeildar Háskóla Íslands. 

 

Hjúkrunarfræðingur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana - Mynd

Hjúkrunarfræðingur hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Um er að ræða nýtt ótímabundið,100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi. 

Samhæfingarstöð krabbameinsskimana fer með skipulag og utanumhald lýðgrundaðra skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum og krabbameinum í ristli og endaþarmi. 

Nánari upplýsingar um Samhæfingarstöð krabbameinsskimana má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Hjúkrunarfræðingur með áhuga á hjúkrun aldraðra - Mynd

Hjúkrunarfræðingur með áhuga á hjúkrun aldraðra

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Öldrunarlækningadeild á Landakoti vill ráða til sín hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að sinna öldruðum. Um er að ræða deildirnar L4 og L5 sem eru sérhæfðar meðferðar- og endurhæfingardeildir sem eru opnar sjö daga vikunnar allt árið. Á deildunum er veitt sérhæfð meðferð fyrir einstaklinga með sjúkdóma sem valda skerðingu á heilastarfsemi og síðan mun líknardeild fyrir aldraða opna í byrjun desember.

Á deildinni starfa um 55 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Náms- og starfsráðgjafi - Mynd

Náms- og starfsráðgjafi

Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Markmið með náms- og starfsráðgjöf er að veita öllum nemendum skólans þjónustu í málum sem tengjast persónulegum högum þeirra, námi - og starfsvali. Auk þess að veita foreldrum, kennurum og öðru starfsfólki ráðgjöf/fræðslu í málefnum einstakra nemenda.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra. Þá sér hann einnig um málefni er tengjast stoðþjónustu og kynningu á námi skólans.

Ráðning er frá 1. janúar 2022.


 

Varðstjóri í Umferðardeild - Mynd

Varðstjóri í Umferðardeild

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI. 

Við embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er laus til umsóknar staða varðstjóra í umferðardeild. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna frá og með 1. janúar 2022 með skipun í huga að 6 mánaða reynslutíma loknum. 

Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár að prófi loknu, sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfstig innan lögreglu.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Varðstjórar í almennri löggæslu - Mynd

Varðstjórar í almennri löggæslu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI. 

Við embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru lausar til umsóknar 6 stöður varðstjóra á vöktum. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. janúar 2022 með skipun í huga að 6 mánaða reynslutíma loknum. 

Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár að prófi loknu, sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfstig innan lögreglu.

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Rannsóknarlögreglumenn - Mynd

Rannsóknarlögreglumenn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Höfuðborgarsvæðið / Löggæslustörf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni. Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI. 

Við embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru lausar til umsóknar 6 stöður rannsóknarlögreglumanna. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. janúar 2022 með skipun í huga að 6 mánaða reynslutíma loknum. 

Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar og hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár að prófi loknu, sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006 um starfstig innan lögreglu. 

Í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um.

Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi - Mynd

Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Heilbrigðisþjónusta

Auglýst er staða yfirlæknis heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi.  

Vélfræðingur - Viðhaldsdeild Landspítala - Mynd

Vélfræðingur - Viðhaldsdeild Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Iðnstörf

Þjónustusvið Landspítala auglýsir laust til umsóknar fullt starf vélfræðings á vélaverkstæði sem tilheyrir fasteignaþjónustu Landspítala. Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi. Í fasteignaþjónustu starfa um 40 starfsmenn sem sinna viðhaldi alls húsnæðis Landspítala auk þess að vinna að margs konar stærri breytingaverkefnum.

Verkefni vélfræðings á Landspítala eru fjölbreytt og gefandi og oft unnin við aðstæður sem markast af þeirri þjónustu sem Landspítali veitir. Vélaverkstæði Landspítala ber ábyrgð á rekstri margra tæknikerfa Landspítala, svo sem loftræsikerfa, lyfjaloftskerfa o.fl. auk þess að sinna viðhaldi ýmiss búnaðar.

Leitað er eftir sjálfstæðum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum. Gerð er krafa um vélfræðingsmenntun.

Sérfræðingur í gerð viðbragðsáætlana hjá sóttvarnalækni - Mynd

Sérfræðingur í gerð viðbragðsáætlana hjá sóttvarnalækni

Landlæknir
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á sóttvarnasvið við gerð viðbragðsáætlana, framkvæmd þeirra og æfinga auk annarra starfa.

Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á almenna þekkingu í heilbrigðisfræðum, samskiptafærni og fagmennsku. Næsti yfirmaður er sóttvarnalæknir en viðkomandi mun vinna í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga embættisins sem og sérfræðinga almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 

Verkefni sóttvarnalæknis lúta fyrst og fremst að sóttvörnum og öðrum ógnum sem steðjað getað að landsmönnum af völdum smitsjúkdóma, eiturefna, geislavirkra efna, eða annarra óvæntra atburða sem ógnað geta heilsu landsmanna. Sóttvarnalæknir ber ábyrgð á því að veita ráðleggingar á sviði sóttvarna til stjórnvalda, almennings og annarra aðila sem koma að almannavörnum, gera viðbragðsáætlanir, skipuleggja æfingar þeirra og framkvæmd  í samvinnu við almannavarnadeild lögreglustjóra og grípa til opinberra og einstaklingsbundinna sóttvarnaaðgerða sem geta hindrað farsóttir í landinu. Sóttvarnalæknir starfar í samræmi við sóttvarnalög nr.19/1997.

Nánar um verkefni sóttvarnalæknis má sjá á heimasíðu embættis landlæknis 

https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item27477/Hlutverk-svida-hja-Embaetti-landlaeknis

Deildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar HVE - Mynd

Deildarstjóri heilbrigðisgagnadeildar HVE

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Vesturland / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Vesturlands auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra heilbrigðisupplýsinga HVE á Akranesi. Deildarstjóri er yfirmaður heilbrigðisgagnafræðinga á HVE Akranesi og jafnframt fagstjóri heilbrigðisgagnafræðinga á HVE. Meginhlutverk er meðferð heilbrigðisupplýsinga, s.s. skipuleg skráning, kóðun, úrvinnsla og vistun. Annast m.a. kennslu og gæðaeftirlit með skráningu í rafræna sjúkraskrá ásamt eftirliti með meðferð upplýsinga og miðlun þeirra til lögmætra aðila.

Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga.

 

Mannauðsstjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri - Mynd

Mannauðsstjóri við Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Stjórnunarstörf

Staða mannauðsstjóra við Sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Mannauðsstjóri stýrir skrifstofu forstjóra ásamt því að eiga sæti í framkvæmdastjórn. Um 100% stöðu er að ræða og veitist staðan frá og með 1. janúar 2022 eða eftir samkomulagi. Mannauðsstjóri heyrir beint undir forstjóra. 

Yfirverkstjóri á höfuðborgarsvæðinu - Mynd

Yfirverkstjóri á höfuðborgarsvæðinu

Vegagerðin
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Starf yfirverkstjóra við þjónustustöðina á höfðuborgarsvæðinu er laust til umsóknar. Þjónustustöðin er staðsett í Garðabæ. Yfirverkstjóri ber ábyrgð á rekstri og verkefnum þjónustustöðvarinnar. Hann sér til þess að verkefni séu leyst samkvæmt verklagsreglum, skipuriti og markmiðum Vegagerðarinnar

Skrifstofustjóri - Heilsugæslan Hlíðum - Mynd

Skrifstofustjóri - Heilsugæslan Hlíðum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar 100% starf skrifstofustjóra við Heilsugæsluna  Hlíðum. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf 1. janúar  eða eftir nánara samkomulagi. Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt sérnámslæknum, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, hreyfisstjóra og riturum. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

TÆKNILEGUR VÖRUSTJÓRI HJÁ STAFRÆNU ÍSLANDI - Mynd

TÆKNILEGUR VÖRUSTJÓRI HJÁ STAFRÆNU ÍSLANDI

Fjármálaráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið/Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Fjármála og efnahagsráðuneytið leitar að tæknilegum vörustjóra (e. technical product manager) til að leiða innleiðingu á straumnum (e. X-Road), öruggu gagnaflutningslagi hins opinbera, og þróun á vefþjónustum ríkisins í náinni samvinnu við fjölmargar stofnanir hins opinbera. 

Straumnum er  ætlað að auðvelda samskipti á milli upplýsingakerfa á öruggan hátt og er byggður á opnum hugbúnaði sem fyrst var þróaður af Finnlandi og Eistlandi. Nánari upplýsingar á: https://island.is/straumurinnhttps://www.niis.org/https://x-road.global/ 

Stafrænt Ísland er starfseining innan fjármála-og efnahagsráðuneytisins. Hlutverk hennar er að vinna með ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum að því að efla stafræna þjónustu við almenning og tryggja þannig skýr, einföld og hraðvirk samskipti. Stærsta verkefni Stafræns Íslands er þróun þjónustugáttarinnar Ísland.is. 

Þróunarverkefni á vegum Stafræns Íslands eru unnin með svokallaðri kvikri (e. agile) aðferðarfræði í hugbúnaðarþróun, unnið er í sprettum og stuðst er við notendamiðaða þjónustuhönnun. 

Leitað er að drífandi sérfræðingi sem á auðvelt með að fá fólk með sér í lið og ná því besta fram í öðrum. 

Móttökuritari óskast tímabundið í afgreiðslu HSU Selfossi - Mynd

Móttökuritari óskast tímabundið í afgreiðslu HSU Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Skrifstofustörf
  • Laus er til umsóknar tímabundin afleysingarstaða móttökuritara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
  • Um er að ræða 27% starfshlutfall.
  • Vinnufyrirkomulag er vaktavinna.
  • Um er að ræða fasta dagvakt einn dag í viku og vaktir sjöttu hverja helgi.
  • Starfið veitist frá 6. desember 2021 - 31. maí 2022 eða samvæmt nánara samkomulagi.
Yfirlandvörður - Mývatnssveit og Goðafoss - Mynd

Yfirlandvörður - Mývatnssveit og Goðafoss

Umhverfisstofnun
Norðurland / Önnur störf

Umhverfisstofnun auglýsir eftir yfirlandverði á Norðurlandi eystra. 

Starfssvæðið nær til friðlýstra svæða við Mývatn og náttúrvættisins Goðafoss. Uppsetning nýrrar gestastofu er fyrirhuguð í Gíg að Skútustöðum og verður starfsaðstaða yfirlandvarðar þar.

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild Fossvogi - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á lyflækningadeild Fossvogi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á lyflækningadeild B7 í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.

Deildin er 16 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga og einnig sérhæfð bráðadeild fyrir gigtarsjúklinga. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Við sækjumst bæði eftir hjúkrunarfræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Í boði er einstaklingsbundin aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Rögnu Maríu, deildarstjóra og Rut, aðstoðardeildarstjóra. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Skurðstofur Landspítala Hringbraut óska eftir skurðhjúkrunarfræðingum/ hjúkrunarfræðingum - Mynd

Skurðstofur Landspítala Hringbraut óska eftir skurðhjúkrunarfræðingum/ hjúkrunarfræðingum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við leitum eftir að ráða inn skurðhjúkrunarfræðinga á skurðstofur Landspítala við Hringbraut. Einnig kemur til greina að ráða inn hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að sækja sér viðbótarmenntun í skurðhjúkrun. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum auk bakvakta samkvæmt vaktskipulagi deildar eftir að þjálfun lýkur. Störfin eru laus frá 1. janúar 2022 eða eftir nánari samkomulagi.

Á skurðstofum Landspítala við Hringbraut eru 11 skurðstofur sem þjóna 7 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 10 þúsund aðgerðir. 

Á deildinni starfa um 90 manns; hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, skrifstofumenn og sérhæfðir starfsmenn við fjölbreytt og krefjandi verkefni, sem unnin eru í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar, öryggi sjúklinga og teymisvinna eru höfð í fyrirrúmi á báðum starfseiningum. Í boði er einstaklings aðlöguð þjálfun eftir þörfum hvers og eins á skemmtilegum vinnustað.

Sjúkraþjálfari á Ísafirði - Mynd

Sjúkraþjálfari á Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa á Ísafirði. Hér gefst kjörið tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins, vinna með skemmtilegu fólki og verða hluti af góðri liðsheild. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. 

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.

Sjúkraliði á taugalækningadeild - Mynd

Sjúkraliði á taugalækningadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við sækjumst eftir metnaðarfullum sjúkraliða til að starfa með okkur á taugalækningadeild í Fossvogi. Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan sjúkraliða í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Í boði er einstakt tækifæri til að sérhæfa sig í hjúkrun sjúklinga með taugasjúkdóma. Starfshlutfall, vinnufyrirkomulag og upphaf starfs er samkomulag en æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi. 

Taugalækningadeild þjónar sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 manns í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum.

Sjúkraliði á lyflækningadeild Fossvogi - Mynd

Sjúkraliði á lyflækningadeild Fossvogi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliðar óskast til starfa á  lyflækningadeild B7 í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. 

Deildin er 16 rúma bráðalegudeild almennra lyflækninga og einnig sérhæfð bráðadeild fyrir gigtarsjúklinga. Á deildinni starfa um 70 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum og framþróun. 

Við sækjumst bæði eftir sjúkraliðum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum sjúkraliðum í okkar góða hóp því við teljum gott að hafa breidd í þekkingu og reynslu. Starfið býður upp á tækifæri til að þróa með sér mikla faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Góð aðlögun er í boði. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Rögnu Maríu, deildarstjóra og Rut, aðstoðardeildarstjóra. 

Stundakennari í efnafræði - Mynd

Stundakennari í efnafræði

Menntaskólinn í Kópavogi
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir stundakennara í efnafræði frá og með 1. janúar 2022. Menntaskólinn í Kópavogi er framhaldsskóli sem kennir samkvæmt áfangakerfi og býður upp á kennslu til stúdentsprófs á bóknámsbrautum, einnig kennslu á iðn- og verknámsbrautum á matvælasviði og kennslu í ferðagreinum, einkum í kvöldnámi. Um 100 starfsmenn starfa við skólann og nemendur eru um 890.

Fiskstofa óskar eftir metnaðarfullum forritara í fullt starf á Akureyri - Mynd

Fiskstofa óskar eftir metnaðarfullum forritara í fullt starf á Akureyri

Fiskistofa
Norðurland / Sérfræðistörf

Vegna aukinna umsvifa leitum við eftir hressum liðsfélaga í góðan hóp forritara hjá Fiskistofu. Ef þú hefur áhuga á nýsmíði og nýjungum í upplýsingatækni þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

Hugbúnaðarsérfræðingur hjá hugbúnaðarlausnum - Mynd

Hugbúnaðarsérfræðingur hjá hugbúnaðarlausnum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala (HUT) leitum eftir jákvæðum og öflugum liðsmanni sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og axla ábyrgð við umsjón og rekstur hugbúnaðarkerfa. 

Hugbúnaðarlausnaeining HUT sér um rekstur fjölda klínískra hugbúnaðarkerfa og er meginhluti þeirra á sviði rafrænnar sjúkraskrár. Auk þess fer fram á vegum einingarinnar umfangsmikil þróun og samþætting kerfa. Um er að ræða gott starfsumhverfi, spennandi verkefni auk virkrar endurmenntunar og möguleikum á starfsþróun. Starfið er laust 1. janúar 2022.

Næringarráðgjafi við Sjúkrahúsið á Akureyri - Mynd

Næringarráðgjafi við Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 100% staða næringarráðgjafa (möguleiki á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi) við Sjúkrahúsið á Akureyri, staðan er laus frá 1. janúar 2022. Næsti yfirmaður er Guðjón Kristjánsson forstöðulæknir Lyflækninga. 

Teymisstjóri í teymi rafrænna upplýsingakerfa hjá embætti landlæknis - Mynd

Teymisstjóri í teymi rafrænna upplýsingakerfa hjá embætti landlæknis

Landlæknir
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Heilbrigðisupplýsingasvið hjá embætti landlæknis óskar eftir að ráða teymisstjóra í teymi rafrænna upplýsingakerfa en sviðið hefur yfirumsjón með innri upplýsingakerfum embættisins. Starfið felur í sér ábyrgð á daglegum rekstri vél- og hugbúnaðarkerfa og þróun rafrænna upplýsingakerfa og rafrænna veflausna. Sviðið rekur gagnasöfn á landsvísu og er gagnasöfnun og gagnagreiningu embættisins ætlað að uppfylla margs konar þarfir. Má þar nefna stuðning við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda, stuðning við heilsueflandi samfélög, nýtingu vegna eftirlitsskyldu embættisins og til almennrar vefbirtingar tölfræði um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. Sviðið annast einnig afgreiðslu umsókna um aðgang að gögnum til vísindarannsókna.

Leitað er að einstaklingi sem hefur stjórnunarhæfileika, getu til að halda góðri yfirsýn og býr yfir metnaði til að þróa framsækið vinnuumhverfi. Starfið felur í sér fjölbreyttar áskoranir til að ná markmiðum embættisins.

Nýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2022 - umsóknarfrestur framlengdur - Mynd

Nýdoktorasjóður Háskóla Íslands 2022 - umsóknarfrestur framlengdur

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Háskóli Íslands auglýsir allt að 7 nýdoktorastörf sem ætluð eru þeim sem hafa lokið doktorsprófi á síðastliðnum sjö árum (janúar 2016 og síðar) og þar með talin þau sem koma til með að ljúka doktorsprófi fyrir 1. júlí 2022. Tekið er tillit til veikinda og fæðingarorlofs við mat á tíma að loknu doktorsprófi. Styrkirnir verða veittir til allt að þriggja ára. Sérstök úthlutunarnefnd skipuð af rektor annast mat, forgangsröðun umsókna og úthlutun.

Hjúkrunarfræðingur - Umsjón útskrifta á lungnadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Umsjón útskrifta á lungnadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi til starfa, megináhersla starfsins er skipulag og umsjón með útskrift sjúklinga lungnadeildar A6 í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag (50-100%). Unnið er að öllu jöfnu með viðveru a.m.k. 4-6 klst í dagvinnu virka daga, einnig er möguleiki að vinna vaktir að hluta. Ráðið verður í starfið 1. janúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi. 

Deildin er 18 rúma legudeild og þjónar sjúklingum með bráða og langvinna sjúkdóma í öndunarfærum auk annarra bráðra sjúkdóma og vandamála á sviði lyflækninga. Lögð er áhersla á að skapa uppbyggjandi starfsumhverfi og veita einstaklingshæfða hjúkrun. 

Á deildinni starfa um 65 manns og byggir þjónustan á þverfaglegri teymisnálgun. Mjög góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við vinnum markvisst að því að gera deildina okkar betri og fögnum nýjum hugmyndum. 

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - Mynd

Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslu - Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.

Um er að ræða 80% til 100% störf, eða eftir samkomulagi, í dagvinnu.  Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun.

Deildarstjóri hjartarannsóknarstofu - Mynd

Deildarstjóri hjartarannsóknarstofu

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Landspítali auglýsir eftir kraftmiklum stjórnanda til að leiða og efla starfsemi hjartarannsóknarastofu Landspítala í nánu samstarfi við forstöðumann, framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Viðkomandi skal hafa starfsleyfi sem lífeindafræðingur. 

Deildin heyrir undir hjarta- og æðaþjónustu á aðgerðasviði  og starfa þar um 20 manna samhent teymi reyndra starfsmanna í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans við ýmsar sérhæfðar hjartarannsóknir.

Deildarstjóri er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. febrúar 2022 eða skv. samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðumaður hjarta- og æðaþjónustu.

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Efra-Breiðholt - Mynd

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Efra-Breiðholt

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar 60% tímabundið starf sálfræðings til eins árs, fyrir börn og unglinga við Heilsugæsluna Efra Breiðholti. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir reyndan sálfræðing með þekkingu á ýmsum meðferðarformum í sálfræði.  Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. 

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is) 

Verkefnastjóri fjárreiðudeild Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins - Mynd

Verkefnastjóri fjárreiðudeild Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra í Fjárreiðudeild hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Deildin heyrir undir svið fjármála og rekstrar sem staðsett er í Álfabakka 16. Um er að ræða 100% ótímabundið starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

 

Ritstjóri Náttúrufræðingsins - Mynd

Ritstjóri Náttúrufræðingsins

Náttúruminjasafn Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

 

Ritstjóri Náttúrufræðingsins - laust starf til umsóknar

Náttúruminjasafn Íslands og Hið íslenska náttúrufræðifélag auglýsa laust til umsóknar starf ritstjóra tímaritsins Náttúrufræðingsins sem safnið og félagið gefa út saman. 
 

Náttúrufræðingurinn er fræðslurit um náttúrufræði með áherslu á efni sem byggir á athugunum og rannsóknum á náttúru Íslands. Tímaritið er ætlað lærðum sem leikum, ungum sem öldnum, og hefur komið út samfleytt í 90 ár. Fjögur hefti eru að jafnaði gefin út á ári og er hver árgangur um 160 blaðsíður. 
 

Náttúruminjasafn Íslands (nmsi.is) er eitt þriggja höfuðsafna landsins, stofnað 2007, og heyrir til mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hið íslenska náttúrufræðifélag (hin.is) eru frjáls félagasamtök, stofnuð 1889, sem hafa að meginmarkmiði að efla áhuga almennings á náttúru Íslands, miðla náttúrurannsóknum og koma á framfæri fróðlegu efni um náttúrfræði og umhverfismál.

Starf verkefnastjóra á skrifstofu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands - Mynd

Starf verkefnastjóra á skrifstofu Hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Við Hugvísindasvið Háskóla Íslands er laust til umsóknar starf verkefnastjóra á skrifstofu sviðsins. Tveir verkefnastjórar mun sinna sameiginlega þeim verkefnum sem falla undir starfið og er verið að auglýsa eftir öðrum þeirra.

Verkefnisstjóri rannsóknaupplýsinga og notendafræðslu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands - Mynd

Verkefnisstjóri rannsóknaupplýsinga og notendafræðslu. Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Skrifstofustörf

Bókasafn Menntavísindasviðs og Menntavísindastofnun auglýsa laust til umsóknar fullt starf verkefnastjóra rannsóknaupplýsinga og notendafræðslu. Starfið er fjölbreytt og felur í sér fræðslu, kynningar og upplýsingaþjónustu fyrir nemendur og starfsmenn. 

Bókasafn Menntavísindasviðs er sérhæft safn á sviði menntavísinda og þeirra faggreina sem kenndar eru á sviðinu. Eitt helsta markmið safnsins er að veita nemendum og starfsfólki góða þjónustu og aðgang að upplýsingum vegna náms, kennslu og rannsókna. 

Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun við Menntavísindasvið. Hlutverk stofnunarinnar er meðal annars að styðja fræðafólk við rannsóknir, vinna með greiningu og úrvinnslu gagna og halda utan um útgáfu fræðirita á vegum sviðsins. 

 

Stjórnandi reksturs og stoðþjónustu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands - Mynd

Stjórnandi reksturs og stoðþjónustu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Menntavísindasvið Háskóla Íslands auglýsir eftir metnaðarfullum og kröftugum einstakling í starf stjórnanda reksturs og stoðþjónustu sviðsins. Við leitum af styðjandi stjórnanda með framúrskarandi samskiptafærni, drifkraft og metnað til að framfylgja leiðarljósum Háskóla Íslands um áherslu á gæði, traust og snerpu í allri starfsemi skólans. 

Í starfinu felst fyrst og fremst að tryggja framúrskarandi stjórnsýslu og góðan vinnustað með það að markmiði að tryggja umhverfi sem styður með sem bestum hætti nemendur og starfsfólk.   

Stjórnandinn ber ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins og er næsti yfirmaður þeirra sem stýra stoðþjónustu sviðsins.  Viðkomandi hefur yfirumsjón með fjárhagsáætlun og almennum rekstri í samvinnu við fjármálastjóra og aðra stjórnendur innan sviðsins. Auk þess situr viðkomandi fundi stjórnar Menntavísindasviðs og starfar með sameiginlegri stjórnsýslu háskólans. Stjórnandinn vinnur samkvæmt stefnu og skipuriti Menntavísindasviðs sem í gildi eru á hverjum tíma og mun eitt af fyrstu verkefnum vera að taka þátt í að innleiða metnaðarfulla nýja stefnu Háskóla Íslands. 

Stjórnandi stoðþjónustu og reksturs heyrir undir sviðsforseta og starfar náið með forseta sviðsins. 

 

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vöktum og gott ef viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

Hjúkrunarfræðingur á meltingar- og nýrnadeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á meltingar- og nýrnadeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á meltingar- og nýrnadeild 12E við Hringbraut. Unnið er í vaktavinnu sem hefur marga kosti umfram dagvinnu og er starfshlutfall samkomulag. Ráðið er í starfið sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Deildin er 19 rúma legudeild og þjónar sjúklingum með bráða og langvinna sjúkdóma í meltingarfærum og nýrum auk annarra sjúkdóma á sviði bráðra lyflækninga. Lögð er áhersla á að skapa uppbyggjandi starfsumhverfi og veita einstaklingshæfða hjúkrun. Á deildinni starfa um 60 manns í þverfaglegu teymi. Mjög góður starfsandi er ríkjandi og ótalmörg tækifæri eru til að vaxa í starfi og styðja við umbætur í þjónustu við skjólstæðinga okkar. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Guðrúnu Yrsu deildarstjóra. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir sem getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.

Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heimahjúkrun HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heimahjúkrun HH leitar eftir hjúkrunarfræðingi vaktavinnu. Um er að ræða ótímabundið starf í morgun, kvöld og helgar vaktir, starfshlutfall er 80%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirð og Mosfellsumdæmi og er með aðsetur að Hlíðarsmára 17.  Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf er höfð að leiðarljósi. Einstaklingshæfð heimahjúkrun er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu. - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslu stofnunarinnar á Ísafirði.  Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum.  Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum.

Ísafjarðarbær er paradís útivistarfólks og skiptir þá litlu í hvaða byggðarkjarna eða sveit fólk kemur sér fyrir. Óvíða ef nokkurs staðar er jafn stutt að fara úr iðandi mannlífi yfir í ósnortna náttúru og möguleikar til útivistar eru óteljandi, hvort sem er að sumri eða vetri.

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Efstaleiti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Efstaleiti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi tímabundið í 80-100% starf til eins árs. Ráðið verður í starfið frá 1. janúar n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu.

Heilsugæslan Efstaleiti leggur áherslu á þverfaglega teymisvinnu. Góður starfsandi er á stöðinni og öflugt félagslíf, starfsaðstaða og starfsumhverfi eru til fyrirmyndar.

Öflug kennsla sérnámshjúkrunarfræðinga í heilsugæsluhjúkrun, hjúkrunarnema, sálfræðinema, sérnámslækna í heimilislækningum, kandidata og læknanema fer fram á stöðinni í akademísku umhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á rannsóknir og gæðastarf. Starfsmenn taka almennt þátt í rannsókna- og gæðastarfi.
Mikil þróunarvinna er í gangi á stöðinni og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Má sem dæmi nefna sykursýkismóttöku, lífsstílsmóttöku, fjölskylduteymi og heilsuvernd eldra fólks.

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands - Mynd

Sjúkraliði - Neskaupstaður - Sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða sjúkraliða á sjúkradeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupstað. Starfshlutfall er 80 - 100% eða samkvæmt samkomulagi. Unnið er á vötkum og gott ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. HSA er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 420 manns starfa á þrettán starfsstöðvum. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og byggir HSA þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.
 

Sjúkraliði á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild - Mynd

Sjúkraliði á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við auglýsum eftir sjúkraliða til starfa á HNE-, lýta- og æðaskurðdeild í Fossvogi. Starfshlutfall er samkomulag og er starfið laust frá 1. febrúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Einstaklega góður starfsandi ríkir á deildinni, mikil teymisvinna og lögð er áhersla á að taka vel á móti nýju fólki og veita góða einstaklingsmiðaða aðlögun. 

Deildin er 18 rúma og sérhæfir sig í meðferð og hjúkrun háls-, nef- og eyrnasjúklinga sem og lýta- og æðasjúklinga. Sjúklingahópurinn er afar fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Nýútskrifaðir sjúkraliðar eru velkomnir.

Skjalastjóri - Mynd

Skjalastjóri

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Laust er til umsóknar starf skjalastjóra hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu og reynslu af skjalastjórnun til að leiða þróun skjalamála stofnunarinnar. Stærsta verkefnið framundan er að fylgja eftir reglum um skjalavistun og sjá um skráningu, frágang og skil á gögnum til Þjóðskjalasafns Íslands.

Embætti skólameistara Flensborgarskólans í Hafnarfirði - Mynd

Embætti skólameistara Flensborgarskólans í Hafnarfirði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er með elstu starfandi skólum á Íslandi.  Hann var upphaflega stofnaður árið 1877 sem barnaskóli en hefur frá árinu 1975 verið framhaldsskóli.

Í dag er Flensborgarskólinn bóknámsskóli sem leggur áherslu á nám til stúdentsprófs af félagsvísinda-, raunvísinda- og viðskipta og hagfræðibraut, auk opinnar námsbrautar þar sem nemendur geta hannað sína eigin námsbraut úr námsframboði skólans. Íþróttaafrekssvið er starfrækt við skólann sem nemendur geta samtvinnað öllum námsbrautum. Einnig býður skólinn nám á starfsbraut sem er ætluð nemendum sem þurfa einstaklingsmiðað nám vegna fötlunar eða sértækra náms örðugleika.  Nemendur skólans eru ríflega 700 og starfsmenn skólans eru um 85.

Ráðgjafar - Mynd

Ráðgjafar

Barnaverndarstofa
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Barnaverndarstofa hefur í  aldarfjórðung verið leiðandi í þjónustu við börn, þróun vandaðra vinnubragða og innleiðingu gagnreyndra aðferða. Stofnunin leitar nú að fjórum öflugum starfsmönnum til starfa á stuðningsheimilinu Fannafold. 

Vilt þú taka þátt í krefjandi og spennandi starfi með unglingum? Um er að ræða fjórar tímabundnar stöður í 100% starfshlutfalli í vaktavinnu á stuðningsheimilinu Fannafold. Stuðningsheimilið er deild útfrá Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga.

Sérhæfður starfsmaður - Hefurðu gaman að þjónusta og vera á hreyfingu? - Mynd

Sérhæfður starfsmaður - Hefurðu gaman að þjónusta og vera á hreyfingu?

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Rekstrarþjónusta Landspítala vill ráða til starfa öflugan starfsmann í dagvinnu. Starfið felst í ýmsum flutningastörfum innan veggja spítalans, aðallega á sjúklingum, sýnum, blóði, lyfjum, pósti o.þ.h. Einnig sótthreinsun og uppábúningur rúma. Starfsstöð er ýmist við Hringbraut og í Fossvogi. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu og æskilegt að hafa bílpróf.

Hjá rekstrarþjónustu starfa um 70 manns að fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við deildir, sjúklinga og gesti spítalans. Starfsmenn rekstrarþjónustu starfa eftir þjónustustefnu þar sem markmiðið er að vera til fyrirmyndar í þjónustu. Við bjóðum lífleg störf hjá traustum vinnuveitanda, góðan starfsanda, gott mötuneyti og 36 stunda vinnuviku.

Við viljum starfsfólk sem er samviskusamt, nákvæmt, jákvætt og sveigjanlegt og sem hefur gaman af því að hreyfa sig í vinnunni. Vinnutími er á bilinu 8:00 til 18:00 alla virka daga. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Virkniþjálfi - Hjúkrunarheimilið Dyngja - Egilsstaðir - Mynd

Virkniþjálfi - Hjúkrunarheimilið Dyngja - Egilsstaðir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða virkniþjálfa á hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum. Starfshlutfall er 70-80% og er vinnutími sveigjanlegur. Staðan er laus nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi.

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hlíðum - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - Heilsugæslan Hlíðum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Hlíðum óskar eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið 100% starf í hjúkrunarmóttöku ásamt heilsueflandi móttöku. Æskilegt að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 


Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Á heilsugæslustöðinn Hlíðum eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingi, hreyfistjóra og riturum. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Sjúkraþjálfari - fjölbreytt starf innan geðþjónustu Landspítala - Mynd

Sjúkraþjálfari - fjölbreytt starf innan geðþjónustu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Viltu vinna í þverfaglegu samstarfi innan geðþjónustu Landspítala, vera hluti af liðsheild sem starfar í skemmtilegu umhverfi og tekst á við fjölbreyttar áskoranir? 

Hér gefst tækifæri fyrir áhugasaman og sjálfstæðan sjúkraþjálfara að öðlast þekkingu innan þessa fjölbreytta sviðs. Miklir möguleikar eru á að þróa starf sjúkraþjálfara innan geðsviðs og vera leiðandi í umbótastarfi. Sérstök áhersla er lögð á einstaklings- og batamiðaða þjónustu sem og virkt samstarf við aðstandendur.

Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Unnið er í dagvinnu og er upphaf starfs samkomulagsatriði.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Iðjuþjálfi - fjölbreytt afleysingastarf á bráðadeildum í Fossvogi - Mynd

Iðjuþjálfi - fjölbreytt afleysingastarf á bráðadeildum í Fossvogi

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Viltu öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins?
Iðjuþjálfun vill ráða til starfa öflugan liðsmann sem hefur áhuga á fjölbreyttu og líflegu starfi á Landspítala. Um er að ræða afleysingastarf til eins árs. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Á bráðadeildum sinna iðjuþjálfar sjúklingum sem eiga erfitt með athafnir daglegs lífs eftir slys og veikindi. Vinnan felst í mati á færni, þjálfun og ráðgjöf og fer fram á legudeildum og dag- og göngudeildum spítalans. Í boði er fjölbreytt og líflegt starf og tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Auk þess eru góðir sí- og endurmenntunar möguleikar.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

LÖGLÆRÐUR FULLTRÚI SÝSLUMANNS  -  AKUREYRI - Mynd

LÖGLÆRÐUR FULLTRÚI SÝSLUMANNS - AKUREYRI

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Norðurland / Sérfræðistörf

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra auglýsir starf löglærðs fulltrúa laust til umsóknar. Starfsstöð er á Akureyri. Starfið felur í sér stjórnsýslumeðferð mála á grundvelli barnalaga, hjúskaparlaga, lögræðislaga, erfðalaga o.fl. Um fullt starf er að ræða og ráðgert er að nýr starfsmaður hefji störf í upphafi ársins 2022 skv. nánara samkomulagi.

Starfsmaður á rekstrardeild - Mynd

Starfsmaður á rekstrardeild

Vegagerðin
Höfuðborgarsvæðið / Önnur störf

Laust er starf a rekstrardeild Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu.

 

Lyfjatæknir hjá lyfjaþjónustu Landspítala - Mynd

Lyfjatæknir hjá lyfjaþjónustu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lyfjaþjónusta Landspítala auglýsir eftir lyfjatækni til starfa við lyfjaskömmtun sjúkrahúsapóteksins. Í lyfjaþjónustu starfa um 80 manns, lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæfðir starfsmenn í þverfaglegu teymi. Verkefni lyfjaþjónustu eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf. 

Við leitum eftir öflugum lyfjatækni sem er skipulagður, með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Unnið er í dagvinnu og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Starfsmaður hjá lyfjaþjónustu Landspítala - Mynd

Starfsmaður hjá lyfjaþjónustu Landspítala

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Lyfjaþjónusta Landspítala auglýsir eftir öflugum liðsmanni í sjúkrahúsapótek Landspítala. Starfið felst í að þjónusta deildir spítalans með tiltekt pantana og skömmtun lyfja. Í lyfjaþjónustu Landspítala starfa um 80 manns, lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæfðir starfsmenn í þverfaglegu teymi. Verkefni lyfjaþjónustu eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf. 

Við leitum eftir öflugum einstaklingi sem er skipulagður, með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Boðið er upp á aðlögun með reyndu og frábæru starfsfólki. Unnið er í dagvinnu og er æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. 

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Starfsmaður í þjónustudeild - Vopnafjörður - Ræsting - Mynd

Starfsmaður í þjónustudeild - Vopnafjörður - Ræsting

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða starfsmann í störf hjá þjónustudeild HSA á Vopnafirði. Starfshlutfall er 30%. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar eða eftir nánara samkomulagi.

Flokksstjóri Reyðarfirði - Mynd

Flokksstjóri Reyðarfirði

Vegagerðin
Austurland / Önnur störf

Starf flokkstjóra við þjónustustöðina á Reyðarfirði er laust til umsóknar.

Hjúkrunarfræðingur í krabbameinsþjónustu - Mynd

Hjúkrunarfræðingur í krabbameinsþjónustu

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í krabbameinsþjónstu. Í boði er starf á geislameðferðardeild 10K og á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga. Starfið felst í hjúkrun sjúklinga sem fá meðferð við krabbameini.

Starfið er fjölbreytt og tækifæri til að taka þátt í að móta og efla hjúkrun sjúklinga í krabbameinsþjónustu. Viðkomandi þarf að búa yfir samskiptahæfni, hafa áhuga á framþróun þjónustu, bættum ferlum og eiga auðvelt með að starfa í teymi.
Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og er upphaf starfs samkomulagsatriði.

Í boði er einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum, möguleikar á starfsþróun og þátttaka í þróunarverkefnum í hjúkrun sjúklinga með krabbamein. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Þórunni deildarstjóra.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.

Yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar BUGL - Mynd

Yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar BUGL

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Starf yfirlæknis barna- og unglingageðdeildar BUGL Landspítala er laust til umsóknar. Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi; þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð. Auk þess gegnir yfirlæknir mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs. Næsti yfirmaður er forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu.

Leitað er eftir sérfræðilækni í barna- og unglingageðlæknisfræði með reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við forstöðumann, framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið 1. janúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi.

Staða sjúkraliða S á hjúkrunarsviði HSN Blönduósi er laust til umsóknar - Mynd

Staða sjúkraliða S á hjúkrunarsviði HSN Blönduósi er laust til umsóknar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir áhugasömum og metnarðarfullum sjúkraliða til starfa á hjúkrunarsvið á Blönduósi. Um er að ræða stjórnunarstöðu undir deildarstjóra sem mun hafa umsjón með B gangi þar sem eru hjúkrunar- og dvalarrými. .  

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Lögfræðingur - Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa - Mynd

Lögfræðingur - Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Neytendastofa
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Neytendastofa auglýsir eftir lögfræðingi til starfa fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Um 100% starf er að ræða sem ráðið verður í frá 1. janúar 2022. 

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri - Mynd

Hjúkrunarfræðingur/hjúkrunarnemi á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar 40-100% staða hjúkrunarfræðings en einnig kemur til greina að ráða 4 árs hjúkrunarnema. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.  

Á bráðamóttöku fer fram fjölbreytt starfsemi en meginverkefni deildarinner er móttaka bráðveikra og slasaðra en annar stór hluti starfseminnar felst í að sinna þeim sjúklingum sem koma í endurkomu/eftirlit vegna áverka sinna eða veikinda.

Næsti yfirmaður er Kristín Ósk Ragnarsdóttir, forstöðuhjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku.

Laust 50% starf skrifstofumanns á sýsluskrifstofunni á Egilsstöðum - Mynd

Laust 50% starf skrifstofumanns á sýsluskrifstofunni á Egilsstöðum

Sýslumaðurinn á Austurlandi
Austurland / Skrifstofustörf

Laust er til umsóknar 50% starf skrifstofumanns á skrifstofu sýslumannsins á Austurlandi á  Egilsstöðum. Um ráðningar og starfskjör fer eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Sameykis. Þá gildir stofnanasamningur embættisins við Sameyki um starfið.  

Hjúkrunarfræðingur á göngu- og samfélagsdeild Landakoti - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á göngu- og samfélagsdeild Landakoti

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á göngu- og samfélagsdeild Landakoti. Á deildinni fer fram greining, meðferð, eftirlit og stuðningur við einstaklinga, 67 ára og eldri, sem glíma við langvarandi heilsubrest og versnandi færni. Starfið býður uppá fjölbreytt verkefni þar sem unnið er í þverfaglegri teymisvinnu. Lögð er rík áhersla á jákvæðni, fagmennsku og virðingu gagnvart vinnustaðnum og samstarfsfólki. 

Við viljum ráða hjúkrunarfræðing sem er lausnamiðaður og hvetjandi og tilbúinn að taka virkan þátt í faglegri þróun og uppbyggingu deildar. Sérnám í öldrunarhjúkrun, þekking á þjónustuúrræðum og reynsla í hjúkrun aldraðra er æskileg. 
Starfshlutfall er 100% eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er í dagvinnu og er upphaf starfs samkomulagsatriði. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.

Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. 

Deildarstjóri mönnunar- og starfsumhverfisdeildar - Mynd

Deildarstjóri mönnunar- og starfsumhverfisdeildar

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Landspítali auglýsir eftir öflugum einstaklingi, með mikla reynslu af mannauðsmálum, til að leiða mönnunar- og starfsumhverfisdeild spítalans og byggja upp sterka liðsheild. Á deildinni er unnið að mótun og innleiðingu verklags við mönnunarferli, þ.e. öflun umsækjenda og ráðningaferla, auk þróunarvinnu við vinnuskipulag og vaktakerfi og umsjón með miðlægri heilsuvernd starfsmanna. Einnig sinnir deildin móttöku nýliða, fræðslu, starfsumhverfiskönnunum og umbótaverkefnum á sviði starfsumhverfis, vinnuverndar og öryggismála. Á deildinni eru um 19 stöðugildi í þremur teymum og tilheyrir deildin skrifstofu mannauðsmála. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri mannauðsmála.  
 
Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir málstað spítalans og sem hefur þekkingu og reynslu af starfssviðinu. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni. 
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust í byrjun janúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi.  

Óskum eftir starfsfólki til að taka þátt í baráttunni gegn Covid-19 - Mynd

Óskum eftir starfsfólki til að taka þátt í baráttunni gegn Covid-19

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir starfsmönnum til að taka þátt í sýnatökum vegna Covid-19. Um er að ræða störf í tímavinnu. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Um störf á höfuðborgarsvæðinu er að ræða. Unnið er úr umsóknum jafnt og þétt er þær berast.

Hjúkrunarfræðingur-Heilsugæslan Miðbæ - Mynd

Hjúkrunarfræðingur-Heilsugæslan Miðbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Miðbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið 80-100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. 

Um er að ræða spennandi starfsvettvang fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á að taka þátt í þróun heilsugæsluhjúkrunar. Á stöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, sálfræðingar og ritarar.

Heilsugæslan Miðbæ þjónar fyrst og fremst íbúum í 101 Reykjavík en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina Góður starfsandi er á stöðinni og lögð er áhersla á góða samvinnu allra starfsstétta. . Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is). 

Hjúkrunarfræðingur á barnadeild - Komdu í lið með okkur - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á barnadeild - Komdu í lið með okkur

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Við viljum fjölga í okkar öfluga og góða teymi á barnadeild og óskum því eftir hjúkrunarfræðingi til starfa. Við bjóðum jafnt velkominn áhugasaman reynslubolta sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing í okkar góða teymi. Um er að ræða tvö 60-100% störf í vaktavinnu og eru þau laus frá 6. janúar 2022 eða eftir samkomulagi. 

Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og líflegt starfsumhverfi. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu í barnahjúkrun og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Deildin sinnir breiðum skjólstæðingahóp barna frá fæðingu að 18 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Þar er veitt fjölbreytt heilbrigðisþjónusta með hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar að leiðarljósi.

Sjúkraflutningar  - Egilsstaðir - Mynd

Sjúkraflutningar - Egilsstaðir

Heilbrigðisstofnun Austurlands
Austurland / Heilbrigðisþjónusta

HSA óskar eftir að ráða tvo sjúkraflutningamenn til starfa á starfsstöð HSA á Egilsstöðum til að sinna sjúkraflutningum á dagvinnutíma ásamt bakvöktum utan dagvinnu, ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Um áhugavert og fjölbreytt starf er að ræða. Áhugasamir, konur jafnt sem karlar, eru hvattir til þess að sækja um starfið. Ráðið verður í stöðurnar frá 1. janúar 2022.

Yfirlæknir líknarlækninga - Mynd

Yfirlæknir líknarlækninga

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Starf yfirlæknis líknarlækninga á Landspítala er laust til umsóknar. Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi; þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð. Auk þess gegnir yfirlæknir mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs. Næsti yfirmaður er forstöðumaður krabbameinsþjónustu.

Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, öryggismál og uppbyggingu mannauðs í nánu samstarfi við forstöðumann, framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið 1. maí 2022 eða eftir nánara samkomulagi.

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Miðbæ - Mynd

Sálfræðingur barna og unglinga - Heilsugæslan Miðbæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 80-100% tímabundið starf sálfræðings fyrir börn og unglinga við Heilsugæsluna Miðbæ. Um er að ræða afleysingu til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.  

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

 

Sjúkraliði á barnadeild, Barnaspítala hringsins - Mynd

Sjúkraliði á barnadeild, Barnaspítala hringsins

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Áhugasamur og metnaðarfullur sjúkraliði óskast til starfa á barnadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er starfið laust frá 6. janúar 2022 eða eftir samkomulagi. Í boði er góð einstaklingshæfð aðlögun undir leiðsögn reyndra sjúkraliða og gott starfsumhverfi. Gott tækifæri til að þróa með sér faglega þekkingu og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum. Við bjóðum jafnt velkominn sjúkraliða sem býr yfir þekkingu sem og nýútskrifaða sjúkraliða. 

Deildin veitir sérhæfða þjónustu í meðferð og umönnun barna og unglinga, frá fæðingu til 18 ára aldurs og fjölskyldna þeirra. Stefna deildarinnar er að veita faglega og fjölskyldumiðaða þjónustu þar sem öryggi, fagmennska og umhyggja er höfð að leiðarljósi. 

Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.

Hefur þú áhuga á loftslagsmálum? Sérfræðingur - losunarheimildir ETS - Mynd

Hefur þú áhuga á loftslagsmálum? Sérfræðingur - losunarheimildir ETS

Umhverfisstofnun
Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Umhverfisstofnun auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í teymi loftgæða og losunarheimilda. 

Megin verkefni sérfræðings felast í vinnu við viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda vegna losunar frá flugi og staðbundnum iðnaði, auk tengdra verkefna sem falla undir kerfið. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga þar sem áhersla er lögð á framsýni, samstarf og árangur í þverfaglegri teymisvinnu. Mikil samskipti eru við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir.

Hefur þú áhuga á loftslagsmálum? Sérfræðingur - losun Íslands - Mynd

Hefur þú áhuga á loftslagsmálum? Sérfræðingur - losun Íslands

Umhverfisstofnun
Án staðsetningar / Sérfræðistörf

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar starf sérfræðings í teymi losunarbókhalds.

Megin verkefni sérfræðingsins verða söfnun gagna frá stofnunum og fyrirtækjum, utanumhald og útreikningar á losun gróðurhúsalofttegunda og  loftmengunarefna, sem og þátttaka í úttektum á losunarbókhaldi og vinnu við regluverk. Í starfinu  felst jafnframt greining á þróun losunartalna og túlkun bókhaldsins. Sérfræðingurinn mun taka þátt í miðlun upplýsinga um losunarbókhaldið og loftslagsmál almennt, bæði til hagsmunaaðila og almennings. Sérfræðingurinn mun starfa í öflugu teymi þar sem áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Mikil samskipti eru við evrópskar og alþjóðlegar stofnanir.

Lektor í skyn- og hugfræði við Sálfræðideild - Mynd

Lektor í skyn- og hugfræði við Sálfræðideild

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir, auk stjórnunarskyldu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. ágúst 2022.

Rannsóknastjóri - Mynd

Rannsóknastjóri

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Stjórnunarstörf

Háskólinn á Akureyri leitar að rannsóknastjóra. Um er að ræða fullt starf við Háskólann á Akureyri. Starfið er við Miðstöð doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna sem heyrir undir skrifstofu rektors. Miðstöðin er persónulegur vinnustaður sem býður upp á fjölbreytt verkefni og góðan starfsanda. Rannsóknastjóri vinnur með öllum einingum háskólans. Næsti yfirmaður er forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Hjúkrunarfræðingur - efling geðhjúkrunar - Viltu taka þátt? - Mynd

Hjúkrunarfræðingur - efling geðhjúkrunar - Viltu taka þátt?

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í meðferðareiningu lyndisraskana í geðþjónustu Landspítala. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í starfi. Meðferðeining lyndisrasakana býður hjúkrunarfræðingum upp á einstaklingsmiðaða aðlögun með áherslu á fagmennsku og starfsþróun. Upphaf starfs er samkomulag.  
Frá 1. janúar 2022 mun nýjum hjúkrunarfræðingum sem starfa í geðþjónustu Landspítala standa til boða markvisst staðlað aðlögunar- og þjálfunarferli sem inniheldur sértæk námskeið, fagþjálfun í starfi og jafningaeflingu.

Innan meðferðareiningar lyndisraskana er legudeild, batamiðstöð og sex sérhæfð göngudeildarteymi. Legudeildin er tólf rúma deild og byggir þjónustan á batamiðaðri hugmyndafræði þar sem notendur eru virkir þátttakendur í eigin meðferð. Legudeild vinnur í nánu samstarfi við sérhæfð teymi innan meðferðareiningar lyndisraskana. Á göngudeild er unnið í þverfaglegum sérhæfðum teymum þar sem lögð er áhersla á greiningu og viðeigandi gagnreynda meðferð við geðrænum áskorunum sem og að mæta heildrænt þjónustuþörf notenda og aðstandenda þeirra. Hjúkrunarfræðingar taka virkan þátt í meðferðarstarfi en áhersla er á málastjórn og meðferð í teymunum. 

Hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild - Mynd

Hjúkrunarfræðingur á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G við Hringbraut. Hjúkrun skjólstæðinga deildarinnar er mjög fjölbreytt og krefjandi og snýr að einstaklingum sem farið hafa í aðgerðir vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Einnig sinnir deildin bráðainnlögnum sem tengjast brjóstholi og einstaklingum með augnsjúkdóma sem þarfnast innlagnar. 

Á deildinni starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi og frábær starfsandi ríkir á deildinni sem og mikill faglegur metnaður. Margvísleg tækifæri eru til að þróa með sér góða þekkingu á hjúkrun brjóstholsskurðsjúklinga og hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum sem og tækifæri til náms. 

Við bjóðum jafnt velkominn reynslubolta sem og nýútskrifaðan hjúkrunarfræðing í okkar góða hóp, en breidd í þekkingu og reynslu er grunnþáttur í góðri teymisvinnu á deildinni. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. Unnið er á þrískiptum vöktum og er starfshlutfall og upphaf starfs samkomulag.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í  formi starfsþróunarárs Landspítala.

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi - Mynd

Sálfræðingur fullorðinna - Heilsugæslan Mosfellsumdæmi

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar 60% ótímabundið starf sálfræðings fullorðinna við Heilsugæsluna Mosfellsumdæmi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. janúar nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Sálfræðingur starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á að sálfræðingar HH fái handleiðslu og símenntun í faginu.

Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)

Sjúkraliðar á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild - Mynd

Sjúkraliðar á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Sjúkraliðar óskast til starfa á hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G við Hringbraut. Hjúkrun skjólstæðinga deildarinnar er mjög fjölbreytt og krefjandi og snýr að einstaklingum sem farið hafa í aðgerðir vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Einnig sinnir deildin bráðainnlögnum sem tengjast brjóstholi og einstaklingum með augnsjúkdóma sem þarfnast innlagnar. 

Á deildinni starfa um 50 manns í þverfaglegu teymi og frábær starfsandi ríkir á deildinni sem og mikill faglegur metnaður. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum, veitum góða aðlögun og leitum jafnt að reynsluboltum sem og nýútskrifuðum sjúkraliðum í okkar góða hóp. Unnið er á þrískiptum vöktum og er starfshlutfall og upphaf starfs samkomulag.

Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari. 

Teymisstjóri trans teymis barna- og unglingageðdeildar - Mynd

Teymisstjóri trans teymis barna- og unglingageðdeildar

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Staða teymisstjóra trans teymis BUGL er laus til umsóknar frá og með 6. janúar 2022 eða eftir nánara samkomulagi.

Á BUGL er veitt sérhæfð og fjölskyldumiðuð geðheilbrigðisþjónusta við börn að 18 ára aldri. Unnið er í þverfaglegum teymum og er mikil samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi. Lögð er áhersla á alúð í samskiptum og gott samstarf við foreldra/ forsjáraðila. 

Hjúkrunarfræðingur  Heilsugæslan Glæsibæ - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Heilsugæslan Glæsibæ

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan Glæsibæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% tímabundið  starf til eins árs.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar eða eftir nánara samkomulagi.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi hjúkrunarfræðingar, heimilislæknar, ljósmæður, sálfræðingar, sjúkraþjálfari og ritarar.

Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í  framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. 

Heilsugæslan er fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Starf iðjuþjálfa á HSN laust til umsóknar - Mynd

Starf iðjuþjálfa á HSN laust til umsóknar

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN auglýsir 60% starf iðjuþjálfa með starfsstöð á Akureyri. Starfið felst í heilsueflandi heimsóknum til íbúa 80 ára og eldri á Akureyri og nágrenni og ráðgjöf iðjuþjálfa við heilsugæsluna á Akureyri. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs.

Starfsmaður þarf að geta byrjað vinnu í febrúar 2022.

Sérfræðilæknir í hjartalækningum - Mynd

Sérfræðilæknir í hjartalækningum

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í hjartalækningum. Við sérgreinina starfa um 25 sérfræðilæknar í öflugu þverfaglegu teymi og í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir spítalans. 

Leitað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum sérfræðilækni til að annast sérhæfða meðferð og eftirfylgd við sjúklinga okkar. Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Starfið veitist frá 1. janúar 2022 eða eftir samkomulagi. 

Nýdoktor eða doktorsnemi við Lífvísindasetur Háskóla Íslands - Mynd

Nýdoktor eða doktorsnemi við Lífvísindasetur Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er starf fyrir áhugasaman einstakling sem vill vinna sem nýdoktor eða mögulega doktorsnemi að metnaðarfullu rannsóknarverkefni á rannsóknarstofu Hans Tómasar Björnssonar (https://notendur.hi.is/htb/) við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. 

Viðkomandi ætti helst að hefja störf í janúar 2022 eða samkvæmt samkomulagi.

Lektor í velferðarþjónustu við börn og málastjórnun, Félagsráðgjafardeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands - Mynd

Lektor í velferðarþjónustu við börn og málastjórnun, Félagsráðgjafardeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands er laust til umsóknar fullt starf lektors á sviði samþættrar þjónustu við börn, með áherslu á virka þátttöku barna og þverfaglegt samstarf og málastjórn.

Starf lektors er auglýst skv. samstarfssamningi Háskóla Íslands og félagsmálaráðuneytis í tiilefni af nýrri löggjöf um samþætta þjónustu við börn.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til þriggja ára. Miðað er við að ráðið verði í starfið frá 1. apríl 2022, þó ekki fyrr en lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna fjalla. Við ráðningu verður horft til þess að hæfni umsækjanda falli sem best að aðstæðum og þörfum Félagsráðgjafardeildar og Félagsvísindasviðs.

Lektor í nytja- og kostnaðargreiningu á sviði velferðarþjónustu við börn, Félagsráðgjafardeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands - Mynd

Lektor í nytja- og kostnaðargreiningu á sviði velferðarþjónustu við börn, Félagsráðgjafardeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands er laust til umsóknar hálft starf lektors á sviði samþættrar þjónustu við börn, með áherslu á rétt barna til þjónustu og þátttöku og hagræn áhrif laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Starf lektors er auglýst skv. samstarfssamningi Háskóla Íslands og félagsmálaráðuneytis í tilefni af nýrri löggjöf um samþætta þjónustu við börn.

Ráðið verður í starfið tímabundið til þriggja ára, miðað við 1. apríl 2022, þó ekki fyrr en lokið er störfum þeirra nefnda sem um ráðninguna fjalla. Við ráðningu verður horft til þess að hæfni umsækjanda falli sem best að aðstæðum og þörfum Félagsráðgjafardeildar og Félagsvísindasviðs.

Sérfræðilæknir í lyflækningum krabbameina - Mynd

Sérfræðilæknir í lyflækningum krabbameina

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis í lyflækningum krabbameina. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. janúar 2022 eða eftir samkomulagi. Starfið felur m.a. í sér teymisvinnu með öðrum starfsstéttum og sérgreinum spítalans. Leitast er við að hafa meðferð sjúklinga þannig að hver sjúklingur sem vísað er til sérgreinarinnar fái ábyrgan sérfræðilækni.

Sérnámsstaða í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri - Mynd

Sérnámsstaða í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Heilsugæslunni á Akureyri (HAk). Námsstaðan veitist til 5 ára og er upphafstími frá 1. janúar 2022 eða eftir samkomulagi. Sérnámslæknir vinnur að skipulagi námsins í samvinnu við mentor og/eða kennslustjóra sérnáms. Námið fer fram á heilsugæslustöð. Góðir tekjumöguleikar og húsnæðisstyrkur í boði. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri lækninga og yfirlæknir HAk.

Lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun - Mynd

Lektor við Námsbraut í sjúkraþjálfun

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf lektors við Námsbraut í sjúkraþjálfun innan Læknadeildar á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur fyrst og fremst í sér kennslu og rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda, auk stjórnunarskyldu. 

Við ráðningu verður miðað við að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum námsbrautarinnar.

 

Hjúkrunarfræðingur Efra-Breiðholti - Mynd

Hjúkrunarfræðingur Efra-Breiðholti

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Heilsugæslan í Efra-Breiðholti auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið 80% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  sem fyrst. Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, ljósmæðrum, hreyfistjóra, klínískum lyfjafræðingi og riturum. Heilsugæslan Efra Breiðholti þjónar fyrst og fremst íbúum Efra-Breiðholts en öllum er frjálst að skrá sig á stöðina. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. 

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
 

HSN á Blönduósi leitar að starfsmanni í aðhlynningu - Mynd

HSN á Blönduósi leitar að starfsmanni í aðhlynningu

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Blönduósi óskar eftir starfsmanni í aðhlynningu  á hjúkrunarsviði. Ráðningartími er eftir samkomulagi og er ráðningin ótímbundin, æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

HSN á Blönduósi leitar að hjúkrunarfræðingum í fast starf - Mynd

HSN á Blönduósi leitar að hjúkrunarfræðingum í fast starf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunardeild. Æskilegt er að umsækjendur geti byrjað sem fyrst eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall samkomulag. 

Unnið er á þrískiptum vöktum. HSN getur útvegað starfsmanni húsnæði.

HSN á Blönduósi leitar að sjúkraliðum í fast starf - Mynd

HSN á Blönduósi leitar að sjúkraliðum í fast starf

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Heilbrigðisþjónusta

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Blönduósi óskar eftir sjúkraliðum á hjúkrunarsvið.  

Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.

Tvö störf doktorsnema í jarðvísindum - Mynd

Tvö störf doktorsnema í jarðvísindum

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Tvö störf doktorsnema í jarðvísindum eru laus til umsóknar.  Doktorsverkefnin eru á sviðum (1) líkanreikninga á áhrifum Kröfluelda á jarðhitasvæðið í Kröflu og (2) líkanreikninga á aflögun á Kröflusvæðinu.  Verkefnin eru hluti af IMPROVE, netverki sem styrkt er af Marie-Curie áætluninni.  Að IMPROVE verkefninu koma 12 háskóla- og vísindastofnanir en samtals eru 15 doktorsnemastöður (Early Stage Researcher ¿ ERS) innan þess.  Upplýsingar um önnur doktorsverkefni innan IMPROVE má finna á vefsíðu netverksins:  http://www.improve-etn.eu/

Leitað er að aðila sem hefur mikinn áhuga á rannsóknum og því að starfa í þverfaglegu og alþjóðlegu teymi. 

Verkefnastjóri hjúkrunar á Patreksfirði - Mynd

Verkefnastjóri hjúkrunar á Patreksfirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Vestfirðir / Heilbrigðisþjónusta

Við óskum eftir að ráða verkefnastjóra hjúkrunar í 70 til 100% starf á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði. Starfið hentar reynslumiklum hjúkrunarfræðingum og er einnig kjörið fyrir nýútskrifaða sem viljast öðlast fjölbreytta reynslu í alhliða hjúkrun. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. 

Embætti forstöðumanns Rannsóknamiðstöðvar Íslands - Mynd

Embætti forstöðumanns Rannsóknamiðstöðvar Íslands

Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Höfuðborgarsvæðið / Stjórnunarstörf

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.

Rannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) er þjónustu- og umsýslustofnun sem hefur það hlutverk að treysta stoðir íslensks samfélags með stuðningi við rannsóknir, nýsköpun, menntun og menningu.

Starfssvið
Rannís styður þekkingarsamfélagið með rekstri samkeppnissjóða á sviði innviða, rannsókna og nýsköpunar, auk markáætlunar stjórnvalda á sviði vísinda og tækni. Rannís fer með umsýslu helstu sjóða á sviði menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar Rannís veitir aðstoð og fer með kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum, ásamt því að greina og kynna áhrif rannsókna, menntunar og menningar á þjóðarhag. Þá veitir Rannís  faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Hjá Rannís starfa um 60 starfsmenn á fjórum sviðum stofnunarinnar.

Nýdoktor í máltækni við Háskóla Íslands - Mynd

Nýdoktor í máltækni við Háskóla Íslands

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Sérfræðistörf

Rannsóknarstofan Mál og tækni við Háskóla Íslands, sem er stýrt af Dr. Antoni Karli Ingasyni, auglýsir eftir umsóknum um starf nýdoktors í máltækni. Starfið er í upphafi til 12 mánaða en getur verið framlengt sem nemur 18 mánuðum til viðbótar vegna styrkveitingar. 

Lektorsstöður við Hjúkrunarfræðideild HA - Mynd

Lektorsstöður við Hjúkrunarfræðideild HA

Háskólinn á Akureyri
Norðurland / Kennsla og rannsóknir

Háskólinn á Akureyri auglýsir lausar til umsóknar tvær 100% stöður lektora við Hjúkrunarfræðideild HA. Einnig er möguleiki á ráðningu í hlutastarf.

Rannsóknamaður í efnagreiningartækni - Mynd

Rannsóknamaður í efnagreiningartækni

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands (http://systemsbiology.hi.is) í samstarfi við Kerecis ehf. (www.kerecis.com) auglýsir eftir rannsóknamanni til að taka þátt í verkefni við efna- og lífefnagreiningar á sáragróanda. Við Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands eru stundaðar fjölþátta rannsóknir á efnaskiptasvari frumna við líffræðilegu áreiti. Kerecis ehf. er íslenskt líftæknifyrirtæki sem vinnur að þróun fiskroðs m.a. til notkunar við meðhöndlun sára.

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild Selfossi - Mynd

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Suðurland / Heilbrigðisþjónusta

Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á Lyflækningadeild Helbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Doktorsnemi í lyfjafræði - Mynd

Doktorsnemi í lyfjafræði

Háskóli Íslands
Höfuðborgarsvæðið / Kennsla og rannsóknir

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema til að vinna að þróun augnlyfjasamsetninga sem byggja á sýklódextrín örtækni ætlaðri til að koma lyfjum til bakhluta augans. Verkefnið er hluti af evrópsku rannsóknarsamstarfi sem inniheldur 14 aðra doktorsnema.

Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands verður leiðbeinandi í þessu verkefni. Aðrir meðlimir í doktorsnefnd eru erlendir samstarfsaðilar í verkefninu.

Verkefnið hefur hlotið styrk úr rannsóknaráætlun Evrópusambandsins (Horizon 2020 - Marie Sklodowska-Curie Actions No 813440) í 18 mánuði með möguleika á frekari fjármögnun.  Miðað er við að verkefnið hefjist 1. desember 2021 eða samkvæmt nánara samkomulagi.  Umsækjandi má ekki hafa búið á Íslandi í meira en 12 mánuði á síðustu 3 árum skv. skilmálum styrks. Athugið að fjármögnun er aðeins tryggð að fullu í 18 mánuði og frekari fjármögnun eftir það er háð styrkjum sem verður sótt um.

Hjúkrunarnemi/ hlutastarf á bráðageðdeild 32C - Mynd

Hjúkrunarnemi/ hlutastarf á bráðageðdeild 32C

Landspítali
Höfuðborgarsvæðið / Heilbrigðisþjónusta

Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarnemi á 3. eða 4. námsári óskast til starfa á bráðageðdeild 32C. Starfshlutfall er 20-30% eða skv. samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulag vakta. Starfið er laust í nóvember 2021 eða eftir samkomulagi.

Á bráðageðdeild er veitt sérhæfð þjónusta í meðferð og umönnun einstaklinga með bráð geðræn einkenni. Gagnreynd þekking, viðurkenndir verkferlar og hugmyndafræði um geðgjörgæslu eru í fyrirrúmi. Á deildinni starfa um 50 starfsmenn í þverfaglegu meðferðarteymi. Vinnuandinn einkennist af samvinnu, lipurð, stuðningi, metnaði og góðum liðsanda.

Lífeindafræðingur á rannsóknastofu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - Mynd

Lífeindafræðingur á rannsóknastofu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Viltu slást í hópinn og taka þátt í spennandi uppbyggingu?

Framundan er mikil uppbygging á HSS og leitum við að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að slást í okkar frábæra hóp.

Við leitum eftir að ráða lífeindafræðing til starfa tímabundið á rannsóknastofu HSS í Reykjanesbæ. Um er að ræða 80% tímabundið starf í eitt ár með möguleika á framlengingu.  Unnið er í dagvinnu, ásamt bakvöktum.  Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt. Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og hér ríkir góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða og einstaklingshæfða aðlögun. 

Viltu vera á skrá? Liðsmenn óskast í baráttunni við Covid-19 - Mynd

Viltu vera á skrá? Liðsmenn óskast í baráttunni við Covid-19

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Önnur störf

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leitar eftir starfsfólki í sýnatökur vegna Covid-19.

Hér geta einstaklingar sótt um sem vilja taka þátt í baráttunni við Covid-19. Umsækjendum er ekki svarað sérstaklega en unnið er úr umsóknum um leið og þær berast.

Á stofnuninni er góð samvinna milli deilda, boðleiðir eru stuttar og góður starfsandi. Við tökum vel á móti nýju fólki og góð þjálfun er í boði.

Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða".

Viltu vera á skrá? Almenn umsókn - Mynd

Viltu vera á skrá? Almenn umsókn

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Önnur störf

Hér er hægt að skrá almenna umsókn um starf hjá HSS, ekki er verið að auglýsa ákveðið starf. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.
Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.
Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega.

Bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan sl. 6 mánaða"

Viltu vera á skrá? Læknanemar - Mynd

Viltu vera á skrá? Læknanemar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Suðurnes / Heilbrigðisþjónusta

Hér geta læknanemar skráð almenna umsókn. Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega.
Sérstakar óskir um staðsetningu skal skrá í reitinn "annað sem þú vilt taka fram í umsókn"
 

Viltu vera á skrá hjá HSN Fjallabyggð - Mynd

Viltu vera á skrá hjá HSN Fjallabyggð

Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Norðurland / Sumarstörf

Hér geta umsækjendur skráð almenna umsókn. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega. Vinsamlega skráið sérstakar óskir varðandi starf í reitinn "annað sem þú vilt að komi fram" í umsókn. Til dæmis væri hægt að skrifa þar: - Starf við aðhlynningu/eldhús/ræstingu - Lækna-, móttöku- eða heilbrigðisritari - Hjúkrunarfræðingur - Sjúkraliði - Ljósmóðir Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega og í því sambandi skal bent á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingarskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l 6 mánuða".

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira