Hoppa yfir valmynd

Danskt-íslenskt samstarfsverkefni um stuðning við dönskukennslu á Íslandi

Árið 1996 var komið á samstarfi milli menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur um sérstakan stuðning við dönskukennslu og eru samningar þar að lútandi gerðir á fjögurra ára fresti.

Markmið samstarfsverkefnisins eru að

  • styðja við dönskukennslu í íslenskum skólum með sérstöku tilliti til munnlegrar færni,
  • miðla danskri menningu í íslenskum skólum,
  • auka áhuga á dönsku og vitund um mikilvægi málskilnings fyrir Íslendinga.

Af hálfu Dana er um að ræða árlega rammafjárveitingu í fjárlögum sem nemur 3 milljónum danskra króna á árunum 2019 til 2024 og af hálfu Íslendinga er um að ræða árlega rammafjárveitingu sem nemur 6,0 milljónum íslenskra króna.

Í samstarfsnefndinni eiga sæti tveir fulltrúar Íslendinga og þrír fulltrúar Dana.

Fyrirspurnir má senda á nefangið [email protected].

Síðast uppfært: 4.4.2023 1
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum