Hoppa yfir valmynd

Hvar á ég að kjósa?


Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni sem þýðir að kjósendur geta með einföldum hætti kannað hvar þeir eru skráðir á kjörskrá í komandi sveitarstjórnarkosningum. 

Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí 2018. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Yfirleitt birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þrem vikum fyrir kjördag, þann 5. maí 2018. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

Rétt er að geta þess að ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrám. Strax að loknum kosningadegi er vefhlutinn tekinn niður og þar með er lokað fyrir aðgang að kjörskránni.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira