Verkefnisstjórn og faghópar

Verkefnisstjórn 

Sex manna verkefnisstjórn ber ábyrgð á gerð aðgerðaáætlunarinnar og að tryggja gæði og samræmingu í vinnu sex faghópa, sem móta tillögur að aðgerðum sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá ólíkum geirum samfélagsins. Í verkefnisstjórninni sitja:

 • Hugi Ólafsson, formaður, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðuneyti
 • Anna Sigríður Arnardóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti
 • Erla Sigríður Gestsdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
 • Héðinn Unnsteinsson, tilnefndur af forsætisráðuneyti
 • Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti
 • Þórunn Pétursdóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneyti

Með verkefnisstjórninni starfa Helga Barðadóttir, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Sigurður Ingi Friðleifsson, sérfræðingur á Orkusetri.

Faghópar

Faghópar bera ábyrgð á að markmið og tillögur að aðgerðum innan hvers geira séu unnar á faglegan og samræmdan hátt. Áhersla er lögð á samráð við haghafa og almenning í starfi hópanna.

Samgöngur

Samgöngur voru ábyrgar fyrir um 19% af heildarútstreymi gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi árið 2014. Faghópi um samgöngur er ætlað að setja fram tillögur sem ýta undir orkuskipti í samgöngum, en í honum sitja:

 • Friðfinnur Skaftason, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu - formaður
 • Erla Sigríður Gestsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
 • Stefán Einarsson, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
 • Benedikt S. Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðuneytinu

Orka og iðnaður   

Faghópur um orku og iðnað hefur það verkefni að rýna hvaða aðgerðir eru mögulegar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá jarðvarmavinnslu og byggingariðnaði og vegna útstreymis frá efnaferlum. ETS viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir tekur hins vegar á útstreymi vegna stóriðju. Í faghópi um orku og iðnað sitja:

 • Hreinn Hrafnkelsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, formaður
 • Helga Barðadóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Sjávarútvegur  

Talsverð losun gróðurhúsalofttegunda er frá fiskiskipum vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, aðallega gasolíu og svartolíu. Faghópur um sjávarútveg rýnir hvaða aðgerðir eru mögulegar til að draga úr losun frá sjávarútvegi. Í hópnum sitja:

 • Annas Jón Sigmundsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, formaður
 • Helga Barðadóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
 • Sigurjón Arason, MATÍS

Með hópnum starfar Sigríður Ragna Sverrisdóttir, Hafinu öndvegissetri.

Ferðaþjónusta 

Ferðaþjónustan er orðin ein stærsta atvinnugrein Íslands og hefur mikil áhrif á magn útstreymis gróðurhúsalofttegunda hérlendis og alþjóðlega. Faghópi um ferðaþjónustu er ætlað að draga fram meginlosunarþætti ferðaþjónustunnar og leita leiða til að draga úr útstreymi frá greininni. Í faghópi um ferðaþjónustu sitja:

 • Steinunn Valdís Óskarsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, formaður
 • Helga Barðadóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Landnotkun og landbúnaður    

Nettó útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar var um 11,890 tonn CO2 ígilda árið 2014, mest frá framræstu votlendi. Faghópur um landnotkun og landbúnað hefur það verkefni að greina hvaða leiðir landnotendur og aðrir haghafar hafa til að draga úr þessu útstreymi. Þá er hópnum ætlað að rýna hvaða leiðir eru færar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði, en hún stafar fyrst og fremst frá húsdýrum og tilbúnum áburði. Í faghópi um landnotkun og landbúnað sitja:

 • Björn Helgi Barkarson, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, formaður
 • Níels Árni Lund, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Bætt meðferð úrgangs og minni sóun  

Útstreymi frá úrgangi var um 6% af heildarútstreymi Íslands árið 2014. Því er brýnt að draga úr myndun úrgangs, m.a. með því að sporna við sóun. Faghópi um bætta meðferð úrgangs og minni sóun er ætlað að greina möguleika í þessu sambandi. Í honum sitja:

 • Laufey Helga Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, formaður   
 • Lúðvík Gústafsson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 • Guðmundur B. Ingvarsson, Umhverfisstofnun

 

 

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn