Hoppa yfir valmynd

Viðskipti

Árið 2016 voru Færeyjar 22. mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Viðskipti landanna byggja á víðtækum fríverslunarsamningi, Hoyvíkursamningnum frá 2006. Í framhaldi af gerð þess samnings voru opnaðar sendiskrifstofur bæði í Þórshöfn og í Reykjavík. Í Hoyvíkursamningnum er gert ráð fyrir auknu samstarfi í menningarmálum, orkumálum, umhverfismálum, heilbrigðismálum, fjarskiptum og ferðaþjónustu. Upplýsingar um Hoyvíkursamninginn og hagtölur er að finna hér að neðan undir Fríverslun. Sjá einnig Hagtölur.

Viðskiptaráð

Upplýsingar um Færeysk-íslenska viðskiptaráðið má finna hér.

Hoyvíkursamningurinn

Hoyvíkursamningurinn var gerður 31. ágúst 2005 og tók hann gildi 1. nóvember 2006. Með samningnum er komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði á yfirráðasvæðum Íslands og Færeyja. Mörg ákvæði Hoyvíkursamningsins eiga sér beina fyrirmynd í EES-samningnum. Hoyvíkursamningurinn er víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert. Hann tekur til vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, frjálsrar farar fólks og búseturéttar, fjármagnsflutninga og fjárfestinga, samkeppni, ríkisaðstoðar og opinberra innkaupa. Inntak samningsins er gagnkvæmni. Mælir samningurinn fyrir um bann við mismunun á grundvelli ríkisfangs, staðfestustaðar eða upprunastaðar vöru innan efnislegs gildissviðs hans. Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar og gagnkvæmt. Í samningnum er kveðið á um fulla fríverslun með landbúnaðarvörur og hefur Ísland ekki áður samið um slíkt. Færeyjar hafa um langa hríð verið mikilvægur markaður fyrir íslenskt lambakjöt. Þarlendir neytendur þekkja þannig vel gæði íslenskra búvara og eru vafalítið móttækilegir fyrir fjölbreyttara úrvali og meira framboði úr þeirri átt.

Texti Hoyvíkursamningsins er birtur í Stjórnartíðindum.

Markaðsmál og samgöngur

Í Færeyjum búa yfir 50 þúsund manns. Þar er markaður sem er í senn áhugaverður og af hentugri stærð fyrir íslensk fyrirtæki. Samgöngur milli landanna eru með ágætum. Tíðar siglingar eru til helstu hafna á eyjunum á vegum Eimskipa og Samskipa, auk ferjusiglinga Smyril Line. Áætlunarflug milli landanna er í höndum færeyska flugfélagsins Atlantic Airways. Það tekur farþegaþotur þess einungis klukkustund að fljúga milli Reykjavíkur og Færeyja. Flogið er frá Keflavíkurflugvelli yfir háveturinn.

Útflutningur til Færeyja er umtalsverður, m.a. fiskur, tækjabúnaður og aðrar vörur fyrir sjávarútveg, byggingarvörur og lambakjöt. Ráðrúm er til að auka fjölbreytni íslenskrar matvöru í verslunum.

Þjónustuviðskipti milli Íslands og Færeyja eru allveruleg (sjá HAGTÖLUR). 

Íslenskra verktakafyrirtæki starfa í Færeyjum og eitthvað af sjálfstætt starfandi iðnaðarmönnum eru hér starfandi.

Þjónustu- og vöruviðskipti Íslands of Færeyja 2013-16

Árið 2016 voru Færeyjar 22. mikilvægasta viðskiptaland Íslands, en lang mikilvægast miðað við höfðatölu í Færeyjum, ISK 350.000 á mann. Viðskiptin jukust um 8% 2015 og 17% 2016. Velta viðskipta 2013-16 var ISK 58,6 milljarðar. Velta viðskipta Íslands við Færeyjar 2016 var meiri en við Finnland og 14 önnur ESB-ríki, meiri en við BRIC-ríkin, Brasilíu, Rússland og Indland og meiri en við stór ríki eins og Suður-Kóreu, Tyrkland eða Indónesíu.

(í millj. ísl. kr. - Heimild: Hagstofa Íslands)   
ÞjónustaÚtflutningur þjónustuInnflutningur þjónustuÞjónustu-jöfnuðurVelta þjónustuBreyting frá fyrra ári
20132.339,92.864,1-524,25.204,0 
20142.585,83.316,8-731,05.902,613%
20152.305,25.459,5-3.154,37.764,732%
20162.129,84.755,9-2.626,16.885,7-11%
Samtals 2013-169.360,716.396,3-7.035,625.757,0 
      
VörurÚtflutningur vöruInnflutningur vöruVöruskipta-jöfnuðurVelta vöru-viðskipta 
20136.241,72.122,54.119,28.364,2 
20145.245,02.281,22.963,87.526,2-10%
20154.126,82.663,81.463,06.790,6-10%
20166.154,34.030,82.123,510.185,150%
Samtals 2013-1621.767,811.098,310.669,532.866,1 
      
Þjónusta og vörurÚtflutningur þjónustu og vöruInnflutningur þjónustu og vöruJöfnuður þjónustu- og vöuviðskiptaVelta þjónustu- og vöruviðskipta 
20138.581,64.986,63.595,013.568,2 
20147.830,85.598,02.232,813.428,8-1%
20156.432,08.123,3-1.691,314.555,38%
20168.284,18.786,7-502,617.070,817%
Samtals 2013-1631.128,527.494,63.633,958.623,1 

 

Vöru og þjónustuviðskipti Íslands við útlönd eftir löndum 2016

(velta vöru- og þjónustuviðskipta í millj. ísl. kr. - Heimild: Hagstofa Íslands)

1Bandaríkin362.099,6
2Bretland237.302,4
3Holland (Niðurland)233.770,8
4Þýskaland168.815,0
5Noregur125.322,2
6Danmörk121.321,5
7Spánn99.825,1
8Frakkland94.563,7
9Kína72.567,3
10Svíþjóð66.968,5
11Kanada51.299,6
12Sviss42.490,1
13Belgía41.767,8
14Ítalía39.439,3
15Japan32.211,1
16Írland29.376,0
17Pólland27.547,5
18Sádi-Arabía26.539,0
19Ástralía24.186,5
20Malta18.927,1
21Lettland17.142,1
22Færeyjar17.070,8
23Finnland16.538,4
24Portúgal14.100,1
25Brasilía13.931,1
26Kórea, Suður-13.010,6
27Bermúda12.764,5
28Tékkland12.583,4
29Ungverjaland11.591,7
30Indland10.281,2
31Singapor10.138,1
32Litháen10.017,0
33Austurríki8.939,2
34Rússland8.866,5
35Ótilgreint á land8.703,9
36Taiwan8.697,6
37Tyrkland8.695,4
38Hong Kong8.541,3
39Grænland8.395,6
40Lúxemborg7.450,4
41Papúa Nýja-Guinea7.098,0
42Nikaragua6.252,9
43Thailand6.174,7
44Slóvakía5.807,0
45Eistland5.577,4
46Grikkland5.099,9
47Víetnam5.039,7
48Nýja-Sjáland5.012,9
49Katar3.862,7
50Malasía3.861,4

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum