Hoppa yfir valmynd

Ræður og greinar Jóns Kristjánssonar

Áskriftir
Dags.TitillEfni
16. júní 2006Starfsmannaskortur ræddur á ársfundi

<p align="center"><strong><span>Ávarp ráðherra á ársfundi LSH</span></strong></p> <p align="center"></p> <p><strong><em><span>Ágætu ársfundargestir.</span></em></strong></p> <p><strong><em><span>&nbsp;</span></em></strong></p> <p><span>Landspítalinn er og verður ein meginstoðin í heilbrigðisþjónustunni í landinu. Þetta er staðreynd sem þarf ekki frekari umræðu við. Eðli málsins samkvæmt hlýtur hér að vera mesta þekkingin, mesta reynslan, og á flestum sviðum fagleg forysta í heilbrigðisþjónustunni á spítalastigi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Staða spítalans og fyrirferð í heilbrigðisþjónustunni, staða spítalans í hinum opinbera rekstri og hlutverkið sem spítalinn hefur sem endastöð í heilbrigðisþjónustunni, veldur því í sjálfu sér að spítalinn verður, og á að vera sú deigla sem nauðsynleg er til að okkur skili hratt áfram á þekkingarbraut og þjónustu á heilbrigðissviði í landinu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Af sjálfu leiðir að hér mun áfram takast á gamall tími og nýr, hér munu áfram takast á fagstéttir og hér takast á sjónarmið um rekstur og fyrirkomulag.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég ákvað um leið og ég tók við embætti heilbrigðismálaráðherra, sem er fremur annasamt starf, að leggja mig fram um að heimsækja spítaladeildirnar svo fljótt sem verða mátti. Þetta gerði ég fyrst og fremst til að hlusta.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Fyrir heilbrigðismálaráðherra er afar mikilvægt að eiga þess kost að heyra og sjá og ekki síst að ræða við starfsmenn milliliðalaust á heimavelli þeirra. Ekki til að tala upp í eyrun á þeim heldur til að geta mætt þeim á jafnréttisgrundvelli.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það var líka hollt að heyra í starfsmönnum og fulltrúum þeirra einmitt nú vegna þess að við stöndum þessi misserin á tímamótum í rekstri og þjónustu Landspítalans.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Við sem erum eldri en tvævetur munum að spítalarnir tveir, sem nú er Landspítali &ndash; háskólasjúkrahús, voru oft á tíðum reknir langt umfram fjárheimildir. Það eru því söguleg tíðindi nú, að Landspítali &ndash; háskólasjúkrahús er rekinn á pari.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Því ber að fagna alveg sérstaklega.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þessi staða er staðfesting á agaðri vinnubrögðum í rekstri og breyttum aðstæðum sem er staðfesting á að það var unnt að slá á útgjaldaaukninguna með því að sameina spítalana.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En þótt þessi árangur sé glæsilegur, þá er hann eðli málsins samkvæmt ekki hin endanlega lausn, og árangurinn hefur ekki náðst án fórna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Árangur í rekstri byggist vitaskuld fyrst og fremst á framlagi starfsmanna. Og það er ekkert launungamál að álag á starfsmenn hefur aukist hin síðari misseri. Hugsanlega svo mikið að við erum farin að nálgast þolmörk í einhverjum tilvikum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Skýringarnar á auknu álagi á starfsmenn tengjast breytingum í rekstri, en líka því að þeir sem hingað koma eru veikari en áður, þeir eru sumpart eldri, og síðast en ekki síst verðum við að horfast í augu við að hér vantar fleira fagfólk.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hér vantar fyrst og fremst sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og ófaglært starfsfólk.<span>&nbsp;</span> Ég hef þegar óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra um þá stöðu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á vegum heilbrigðismálaráðuneytisins er Hagfræðistofnun Háskóla Íslands nú að leggja síðustu hönd á vandaða skýrslu um mannaflaspá og mun hún verða mikilvægt innlegg í umræðurnar við menntamála-ráðuneytið til að fjölga starfsmönnum í þessum hópum sérstaklega.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Mér er það ljóst að hér þarf að taka verulega á &ndash; ef við gerum það ekki gæti orðið uppnám í heilbrigðisþjónustunni innan áratugar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En mönnun er vandamál bæði í bráð og lengd, og nú þurfum við einnig að bregðast við vandanum í bráð. Við verðum að bregðast við mönnunarvandanum saman, - spítalinn, háskólinn, starfsmenn og yfirvöld - og leysa hann.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Verið er að vinna að lausnum innan spítalans og ég hef beðið landlækni að fylgjast með gangi mála og koma með tillögur um hvernig megi bæta stöðuna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><em><span>Ágætu ársfundargestir.</span></em></strong></p> <p><strong><em><span>&nbsp;</span></em></strong></p> <p><span>Framundan eru spennandi tímar. Í augsýn er fyrsti áfangi nýs Landspítala. Bygging hans er nauðsynleg faglega og hún er afar æskileg rekstrarlega.<span>&nbsp;</span> Gert er ráð fyrir að 10% árleg hagræðing náist í nýjum spítala vegna bættrar aðstöðu og mun því byggingin borga sig upp á 10-15 árum m.v. rekstrarframlög sem til spítalans renna.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á fundum mínum með mörgum ykkur undanfarið og í heimsóknum til ykkar hef ég lagt áherslu á að við verðum að standa saman og vinna í sameiningu að uppbyggingu nýja spítalans. Þetta hef ég sagt, ekki síst vegna þeirra radda sem hafa verið fáar, en háværar, og hafa krafist þess að framkvæmdum verði frestað eða þær jafnvel slegnar af.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Skoðanakönnun Fréttablaðsins á dögunum þar sem kom í ljós að aðeins 15 af hundraði aðspurðra vildu fresta byggingu nýja Landspítalans var því einkar ánægjuleg.<span>&nbsp;</span> Það voru miklum mun fleiri sem vildu fresta byggingu nýs tónlistarhúss og Sundabrautar. Undirtektirnar sem hvatningarorð mín fengu innan spítalans og þessi niðurstaða segir mér að nú þurfum við að spýta í lófana til að tryggja að þessi bjarta framtíð verði að veruleika á tilsettum tíma. Almenningur er almennt meðvitaður um nauðsyn framkvæmdanna og þá staðreynd að framkvæmdir hefjast einmitt þegar slaknar aftur á í framkvæmdum í landinu. Ef við stöndum saman þá verða hér aðstæður sem við verðum hreykin af að geta boðið sjúklingum upp á í framtíðinni.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég er tilbúin í þennan slag og ég er einnig reiðubúin til að leggja mitt af mörkum til að leysa þau tímabundnu vandamál sem alltaf skjóta upp kollinum á starfssviði Landspítalans. En við þurfum að vinna saman eða eins og<span>&nbsp;</span> skáldið sagði:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><em><span>Ef þú ert fús að halda á haf, þótt hrönnin sé óð,</span></em></p> <p><em><span>og hefur enga ábyrgð keypt í eilífðarsjóð,</span></em></p> <p><em><span>en lætur bátinn bruna djarft um boða og sker,</span></em></p> <p><em><span>þá skal ég sæll um sjóinn allan sigla með þér.</span></em></p> <p><em><span>&nbsp;</span></em></p> <p><span>Ég talaði um tímamót hér áðan.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Drög að nýjum heilbrigðisþjónustulögum hafa verið til umræðu undanfarin misseri og svokölluð Jónínunefnd hefur skilað áliti sínu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Hvort með sínum hætti eru þetta prýðileg plögg, góður grundvöllur ásamt heilbrigðisáætlun og forgangsröðunarskýrslu, til að laga stefnuna í heilbrigðisþjónustunni að breyttum aðstæðum í samfélagi okkar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Í heilbrigðisþjónustufrumvarpinu er, svo dæmi séu tekin, lagt til að:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span> <span>Landinu verði skipt í heilbrigðisumdæmi</span></p> <p><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span> <span>Í hverju heilbrigðisumdæmi verði starfrækt ein heilbrigðisstofnun sem veiti almenna heilbrigðisþjónustu.</span></p> <p><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span> <span>Stefnumótunarhlutverk ráðherra er styrkt.</span></p> <p><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span> <span>Stefnt er að því að þjónustan sé ávallt veitt á viðeigandi þjónustustigi og að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður sjúklinga, og að</span></p> <p><span>·<span>&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</span></span> <span>heilbrigðisþjónusta sé skilgreind og flokkuð í almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Eins og kunnugt er hefur þróun í þessa veru þegar átt sér stað með sameiningu heilbrigðisstofnana á Austurlandi og á Suðurlandi og hefur reynslan af sameiningunni þar þótt góð og leitt til betri, öruggari og sveigjanlegri þjónustu við íbúana.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Jónínunefndarálitið, sem svo er nefnt fjallar um verkaskiptingu, verksvið og að sumu leyti um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar. Þetta álit er eins og frumvarpsdrögin yfirgripsmikið og áhugavert &ndash; góður grundvöllur áframhaldandi umræðu eins og efnt var til.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Að óbreyttu horfum við fram á vaxandi fjárþörf í heilbrigðisþjónustunni og því eðlilegt að ræða fjármögnunarleiðir í því sambandi. Öldruðum fjölgar á næstu 20 árum langt umfram fólksfjölgun og þessu þarf að mæta með endurskipulagningu þjónustunnar eða auknum framlögum.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég hafna því sem í daglegu tali kallast tvöfalt heilbrigðiskerfi í þeim skilningi að menn fái mismunandi þjónustu eftir efnahag og félagslegri stöðu eins og ég veit að þjóðin gerir almennt. Ég hef líka sagt að það sé eitt meginhlutverk heilbrigðisyfirvalda að nýta sem best það fé sem rennur til heilbrigðismála. <span>&nbsp;</span>Forgangsröðun er í þessu sambandi lykilatriði.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Þetta segi ég vegna þess að vandi í heilbrigðisþjónustunni er oft skilgreindur sem útgjaldavandi. Útgjöldin stjórnast að nokkru leyti af framboði þjónustunnar, nýrri þekkingu og getu, og af viðfangsefninu og eðli þjónustunnar. Þegar við erum að tala um forgangsröðun þá erum við að tala um að koma böndum á kostnað með einum eða öðrum hætti án þess að tefla í tvísýnu þeim frábæra árangri sem íslenskt heilbrigðiskerfi hefur skilað og kemur fram í alþjóðlegum samanburði eins og heyra mátti í fréttum ekki alls fyrir löngu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>En þetta mál snýst líka um pólitík og skilgreiningu velferðarþjónustunnar í breiðum skilningi. Full atvinna, heilbrigðisþjónustan, mennta- og menningarmál, og almenn umönnun þetta eru þær grunnstoðir sem nútímalegt velferðarkerfi hvílir á. Á þessum sviðum ætlast ég til, og minn flokkur, að menn standi sem jafnastir. Að menn eigi sem jafnasta möguleika.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er á þessum pólitíska grundvelli sem ég og til dæmis forsætisráðherra höfum hafnað mismunun eftir efnahag og félagslegri stöðu í heilbrigðisþjónustunni. Það er á þessum pólitíska grundvelli sem við leggjum áherslu á öfluga atvinnuuppbyggingu sem staðið getur undir öflugu velferðarkerfi &ndash; öflugri heilbrigðisþjónustu fyrir alla.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Brjóstvitið, almenn skynsemi, og erlendar rannsóknir kenna okkur til dæmis að einkagreiðslur í almennri heilbrigðisþjónustu eru ávísun á meiri ójöfnuð en við Íslendingar sættum okkur við. Og einmitt markmiðunum um jöfnuð megum við ekki fórna. <span>&nbsp;</span>Heilbrigðisþjónusta sem fjármögnuð er af skattfé skilar alla jafna bestum árangri og það er ekki rétt að láta undir höfuð leggjast að taka mið af því.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er hins vegar afar mikilvægt í þessu sambandi að við beitum ráðdeild og sparnaði í heilbrigðis- og umönnunarþjónustunni, forgangsröðum og leiðréttum kerfislægar veilur, sem ef til vill eru útgjaldahvetjandi.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er líka mikilvægt að almenningur sé vel upplýstur um það hver kostnaðurinn er við tilteknar aðgerðir, eða hvað menn eru að fá fyrir það sem þeir leggja sameiginlega til heilbrigðisþjónustunnar. Í þessu sambandi vil ég nefna:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Botnlangaskurður án aukakvilla kostar 320 þúsund krónur, gallblöðrunám kostar um 410 þúsund krónur og gerviliðaaðgerðin 840 þúsund krónur. <span>Annað dæmi: Hver legudagur á spítalanum kostar einhvers staðar á milli 60 og 70 þúsund krónur.</span></span></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><em><span>Ágætu ársfundargestir.</span></em></strong></p> <p><strong><em><span>&nbsp;</span></em></strong></p> <p><span>Stærð Landspítalans í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi og mikilvægi þessarar stofnunar er slík að það verður ávallt nokkur umræða um bæði rekstur spítalans og þjónustuna, um stöðu starfsmanna og ekki síður um aðstöðu þeirra, eins og ég vék að hér að framan.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég fagna þeirri umræðu. Hún er stundum óvægin finnst mér, og oft mætti umræðan vera meira upplýsandi, en fyrst og fremst sanngjarnari. Stundum verður mönnum svo heitt í hamsi að þeir beita jafnvel fyrir sig mannréttindaákvæðum í málflutningi sínum, eða fullyrða að frelsi manna sé skert, að þeir geti ekki eða megi ekki tjá sig. <span>&nbsp;</span>Slíkur málflutningur endurspeglar fjarri því raunveruleikann að mínu mati miðað við þá starfsemi sem hér fer fram.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Heilbrigðisþjónustan kostar mikið, það er varið miklu skattfé til heilbrigðisþjónustunnar af því meðal annars að það er almenn sátt um það í samfélaginu að þannig viljum við hafa það.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Skattpeningabrunnurinn er ekki ótæmandi, en stundum mætti halda að svo væri. Og stundum eru það sömu aðilarnir sem krefjast hinnar fullkomnustu heilbrigðisþjónustu í anda samhjálpar með annarri hendinni og svo skattalækkana í anda einstaklingshyggju með hinni. Hér þurfa menn að gæta stillingar og gæta að samhenginu í hinni opinberu umræðu.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><strong><em><span>Ágætu starfsmenn.</span></em></strong></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Nýja sjúkrahúsið &ndash; háskólaspítalinn sem ég hef gert að umtalsefni hér verður endahnúturinn á sameiningarferlinu sem hófst fyrir nokkrum árum. Það á að skila okkur faglega og rekstrarlega betri spítala, því hér við Hringbraut mun þróast stofnun í tengslum við háskólasamfélagið sem verður aflvaki þekkingar og reynslu á sviði heilbrigðisvísinda. Miðstöð lækninga og hjúkrunar fyrir landið allt &ndash; stofnun sem við erum og verðum stolt af.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Liður í þessari uppbyggingu er undirritun hins nýja háskólasamningsins hér á eftir sem rektor mun gera nánari grein fyrir. <span>&nbsp;</span>Enn einn mikilvægur áfangi á langri leið.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég vil þakka öllu starfsfólki LSH fyrir dugnað í krefjandi störfum sínum, störfum sem eru mjög mikilvæg í samfélagi metnaðarfullrar þjóðar.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Sú sem hér stendur var um skeið formaður bygginganefndar Barnaspítalans. Ég stóð þá af fremsta megni með sjúkrahúsinu í sókninni. Það samstarf veitti mér bæði gleði og kraft. Ég mun standa með Landspítalanum og þeim sem hingað þurfa að leita á sama hátt &ndash; og helst á þeim forsendum orða skáldsins sem ég gerði að mínum:</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><em><span>Ef þú ert fús að halda á haf, þótt hrönnin sé óð,</span></em></p> <p><em><span>og hefur enga ábyrgð keypt í eilífðarsjóð,</span></em></p> <p><em><span>en lætur bátinn bruna djarft um boða og sker,</span></em></p> <p><em><span>þá skal ég sæll um sjóinn allan sigla með þér.</span></em></p> <p><strong><span>&nbsp;</span></strong></p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p>

16. maí 2006Félag fólks með þroskahömlun

<p align="left"><span>Ágætu fundarmenn,</span></p> <p><span>Það er mér bæði ánægja og heiður að fá tækifæri til að ávarpa ykkur á þessum stórfundi um stefnumál þroskahamlaðra. Dagskráin ber með sér að hér er kröftuglega að verki staðið, fjölmörg áhugaverð erindi um mikilvæg hagsmunamál. Það er ennfremur gert ráð fyrir að stjórnmálamenn fái tækifæri til að tjá sig um þau baráttumál sem fjallað verður um á fundinum. Það er lofsvert, að fólk með þroskahömlun skuli sjálft standa fyrir slíkum fundi. Það hefði sennilega þótt óhugsandi fyrir aðeins 15-20 árum. Þetta er að þakka því fólki með þroskahömlun sem tók það mikilvæga frumkvæði fyrir 13 árum að stofna með sér félag um hagsmunamál sín. Þetta var öflugt og merkt brautryðjendastarf sem sýnir okkur að það eru nýir tímar með nýjum viðhorfum. Fólk sem býr við fötlun verður sífellt virkari þátttakendur í samfélaginu, jafnt í leik sem starfi, og það er að sjálfsögðu afar jákvæð þróun.</span></p> <p><span>En betur má ef duga skal og í þeim efnum vill félagsmálaráðuneytið leggja hönd á plóginn. Á næstu vikum verður kynnt ný stefna ráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að fjalla um nokkur atriði í stefnunni sem snúa að högum og stöðu fatlaðs fólks. Um það er sérstakur kafli sem nefnist <em>Staða og áhrif notenda</em>, þ.e.a.s. þeirra sem njóta þjónustu af einhverju tagi vegna fötlunar sinnar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra.</span></p> <p><span>Ég vil nefna eftirtalin atriði en tek fram að þau eru mun fleiri í stefnunni. Þetta eru markmið um:</span></p> <ul> <li><span>að skýr ákvæði séu um það í lögum og reglugerðum hvar og hvernig fatlað fólk geti leitað réttar síns ef það telur á sér brotið, t.d. ef það telur sig ekki fá þá þjónustu sem það á rétt á; fólki verði ennfremur gefinn kostur á persónulegum talsmönnum til að gæta hagsmuna sinna ef sérstök þörf krefur,</span></li> <li><span>að ákvarðanir sem varða fatlað fólk og aðstandendur þess persónulega séu ekki teknar nema í samráði við það sjálft, t.d. um staðsetningu búsetu, breytingar á sambýlisfólki ef svo ber undir og breytingar á þjónustu; þetta er í raun það sem orðað hefur verið “ekkert um okkur án okkar”.</span></li> <li><span>að myndað verði þjónustuteymi sem fjalli um málefni þess er í hlut á þegar um flókna eða viðamikla þjónustu er að ræða; sá sem býr við fötlunina eða aðstandandi hans sé þá hluti af teyminu,</span></li> <li><span>að fjölmiðlar séu hvattir til þess að birta efni þannig að fatlað fólk hafi greiðan aðgang að því, t.d. með auðlesnu efni og talgervlum,</span></li> <li><span>að fatlað fólk fái hvatningu og aðstoð við að fylgjast með þjóðmálum ef það óskar þess, einnig við að láta í ljós skoðanir sínar, hvort sem er við starfsfólk þjónustustofnana eða opinberlega og við að nýta sér kosningarétt sinn,</span></li> <li><span>að fatlað fólk fái hvatningu og aðstoð við þekkja réttindi sín og skyldur, fylgjast með og taka þátt í umræðum um slík mál,</span></li> <li><span>að fatlað fólk fái hvatningu og aðstoð við að vera eigin talsmenn í málum sem varða það sjálft; í því sambandi verði haldin námskeið í valdeflingu,</span></li> <li><span>að unnið verði að því að leiða í ljós og koma í veg fyrir kynferðislega misnotkun og annað ofbeldi gagnvart fötluðu fólki,</span></li> <li><span>og að ráðuneytið hafi reglulegt samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks og aðstandenda þess um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni.</span></li> </ul> <p><span> </span></p> <p><span>Ágætu fundarmenn,</span></p> <p><span>Ég hef hér nefnt nokkur markmið sem er að finna í drögum að nýrri stefnu ráðuneytisins. Ég tel að þau séu til þess fallin að styrkja stöðu og áhrif fatlaðs fólks í samfélaginu bæði<span> </span> gagnvart þeirri þjónustu sem það nýtir sér og þátttöku þess í þjóðlífinu almennt. Það er síðan tilgreint nánar í stefnunni hvernig ætlunin er að ná þessum markmiðum. Þar þurfa allir að leggjast á eitt, stjórnvöld, starfsfólk og ekki síst einstaklingarnir sjálfir. Fatlað fólk kynnir sig og málefni sín best sjálft. Einmitt þess vegna eru hagsmunasamtök á borð við Átak svo mikilvæg.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum ítreka ánægju mína með það lofsverða framtak sem þessi fundur er og óska ykkur öllum velfarnaðar.</span></p> <p><span>Þakka ykkur fyrir.</span></p> <br /> <br />

12. maí 2006XXI. vornámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/vorthing/20060511_0391.JPG"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/vorthing/20060511_0391.JPG?proc=singleNewsItem" alt="Vorþing Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins" class="media-object" /></a><figcaption>Vorþing Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins</figcaption></figure></div> <p>Ágætu námskeiðsgestir,</p> <p><span>Það er mér sérstakt fagnaðarefni að fá að eiga þess kost að ávarpa og setja þetta 21. vornámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar. Þar kemur hvort tveggja til: að fá tækifæri til að fylgja úr hlaði með nokkrum orðum svo metnaðarfullu námskeiði í svo mikilvægum málaflokki og að fá jafnframt ráðrúm til þess að óska starfsfólki stöðvarinnar og okkur öllum opinberlega til hamingju með tuttugu ára afmælið um s.l. áramót. Það segir vissulega sitt um öfluga starfsemi og faglegan styrk stöðvarinnar að námskeið sem þetta hafa verið haldin óslitið allan starfstíma hennar. Þau hafa verið og eru mikilvægur faglegur vettvangur í málefnum fatlaðra barna þar sem kynntar eru nýjustu rannsóknir, hugmyndir og aðferðir hverju sinni. Þátttakendur á námskeiðunum á þessum tveimur áratugum skipta þúsundum. Það segir sína sögu um gildi þeirra fyrir starfsmenn og aðra sem láta sig varða þennan málaflokk.</span></p> <p><span>Þau skipta einnig þúsundum börnin og fjölskyldur þeirra sem notið hafa þjónustu stöðvarinnar á þessum tuttugu árum. Það skiptir að sjálfsögðu sköpum. Og mér er fullkunnugt um að mikil ánægja hefur verið með þá þjónustu. Það gefur augaleið að vönduð greining, unnin af færustu sérfræðingum, er grundvöllur vandaðrar íhlutunar, auk nauðsynlegrar ráðgjafar, stuðnings og eftirfylgdar við aðstandendur og starfsfólk sem annast um börnin að öðru leyti. Ég tek heilshugar undir þau orð sem viðhöfð hafa verið um að Greiningarstöðin sé, að öðrum ólöstuðum, flaggskipið á þessu málasviði.</span></p> <p><span>Ég gat um að mikil ánægja hafi verið með þjónustu Greiningarstöðvarinnar en hinu er ekki að leyna að all margir hafi þurft að bíða hennar lengur en við verður unað. Staðið hefur yfir sameiginlegt átak félagsmálaráðuneytisins og yfirstjórnar stöðvarinnar til þess að færa þau mál til betri vegar. Starfsfólki hefur verið fjölgað og fleiri ráðstafanir gerðar til þess að stytta biðtímann. Og meira er í bígerð. Í nýrri stefnu ráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna 2007-2016, sem nú er á lokastigi, eru sett fram skýr og ákveðinn markmið í þeim efnum. Þar er beinlínis kveðið á um hver hámarksbiðtími skuli vera eftir þeirri þjónustu sem stöðin veitir.</span></p> <p><span>Alltaf má deila um hvað teljist viðundandi í því tilliti en ég vil upplýsa hér að í stefnunni segir að sérhæfð greining verði efld frekar á árunum 2007-2008 þannig að í lok þess tímabils verði biðtími að jafnaði ekki lengri en 6 mánuðir og ekki lengri en 3 mánuðir fyrir börn á aldrinum 0-3 ára. Þetta þýðir m.a. að fjölga þarf starfsfólki Greiningarstöðvarinnar enn frekar á næstu tveimur árum. Fyrir því er fullur vilji af hálfu ráðuneytisins og ég mun ekki láta mitt eftir liggja í því efni.</span></p> <p><span>Önnur markmið um greiningu og ráðgjöf í hinni nýju stefnu eru að frumgreining barna með þroskaraskanir verði til reiðu fyrir öll börn fyrir árslok 2009 í samstarfi þjónustustofnana fyrir fötluð börn, heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi sérfræðinga vestan-, norðan-, austan- og sunnanlands. Jafnfram verði á árunum 2008-2010 komið á fót á þessum svæðum fagteymum sem búa yfir færni til sérhæfðrar greiningar og ráðgjafar varðandi a.m.k. þroskaraskanir sem krefjast ekki ítrustu sérþekkingar. Í því felst svonefnd annars stigs þjónustu eða ítarþjónusta. Það leiðir hugann að framtíðarhlutverki Greiningarstöðvarinnar. Með þessu móti flyst hluti af þeim verkefnum sem hún sinnir nú til annarra sérhæfðra greiningaraðila. Stöðin mun því þegar fram í sækir fyrst og fremst annast greiningu og ráðgjöf vegna sjaldgæfra og flókinna þroskaraskana og jafnframt veita öðrum sérhæfðum greiningaraðilum ráðgjöf eftir því sem þörf krefur.</span></p> <p><span>Þess er nú skammt að bíða að stefna ráðuneytisins verði kynnt í heild sinni. Ég hef ákveðið að það verði gert á allra næstu vikum, eftir að hún hefur verið send til trúnaðarumsagnar til þeirra heildarsamtaka sem gæta hagsmuna fatlaðra barna og fullorðinna og aðstandenda þeirra svo afla megi ábendinga þeirra áður en til opinberrar kynningar kemur. Stefnan hefur verið unnin í góðu samráði við fulltrúa þessara samtaka sem og starfsfólk í málaflokknum sem tók þátt í mótun hennar á upphafsstigi. Að umsögn lokinni verður hún gerð tiltæk á vefsíðu ráðuneytisins, einnig sérstök samantekt hennar og útgáfa á auðlesnu formi. Þar verður leitað umsagna um efni hennar meðal alls almennings. Ég geri ráð fyrir að stefnan verði komin í endanlegt horf í sumar.</span></p> <p><span>Mikil vinna hefur verið lögð í hugmyndafræðilega undirstöðu stefnunnar og umfjöllun um mannréttindi enda lítur félagsmálaráðuneytið svo á að réttindabarátta fatlaðra sé fyrst og fremst mannréttindabarátta. Hugmyndafræðin er ígrunduð rækilega sem og greining á þeim aðstæðum sem hún sprettur úr og mótast af. Sú hugmyndafræði sem sett var fram með lögunum um aðstoð við þroskahefta 1979 og síðan áréttuð í lögum um málefni 1983 og 1992 olli straumhvörfum í málaflokknum.</span></p> <p><span>Óhætt er að segja að hún hafi staðist all vel tímans tönn. Engu að síður var orðið tímabært að endurskoða þær grundvallarhugmyndir sem hugmyndafræðin byggir á. Við þurfum stöðugt að vera opin fyrir nýjum viðhorfum og leiðum, m.a. þeim sem gefist hafa vel í öðrum löndum. Ég tel þess gæta vel í hinni nýju stefnu og því er óhætt að fullyrða að hún standi á traustum grunni. Þess er einnig að geta að ekki hefur áður verið sett fram stefna í málaflokknum þar sem meginmarkmið hennar eru brotin upp í einstök starfsmarkmið og leiðir að markmiðum tilgreindar með tímasetningum og ábyrgðaraðilum í sérstakri framkvæmdaáætlun. Slík vinnubrögð eru til fyrirmyndar enda eiga stjórnvöld og ráðuneytin að leggja mikla áherslu á vel undirbyggða stefnumótun á sem flestum sviðum.</span></p> <p><span>Skýrslan um stefnuna er orðin mikil að vöxtum og eftir því ítarleg. Ekki er ráðrúm til að tíunda hana að neinu marki hér en ég vil þó nefna nokkur atriði til viðbótar sem varða sérstaklega þann hóp sem er einkum til umfjöllunar á þessu námskeiði, fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Þar eru sett fram meginmarkmið á þessu málasviði, m.a.</span></p> <ul> <li><span>að þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra sé sniðin að þörfum notenda hverju sinni samkvæmt mati í kjölfar greiningar,</span></li> <li><span>að hún byggi á heildstæðri, einstaklingsmiðaðri þjónustuáætlun sem sé endurskoðuð reglulega,</span></li> <li><span>að með því móti verði sveigjanleiki tryggður sem og réttur barna til þess að alast upp hjá fjölskyldum sínum,</span></li> <li><span>að stuðningur við fjölskyldur miðist við að foreldrar geti stundað nám eða gegnt starfi og notið frístunda til jafns við aðra,</span></li> <li><span>að ábyrgð á þjónustunni sé samhæfð hjá einum þjónustuaðila í heimabyggð í samráði við fjölskylduna.</span></li> </ul> <p><span>Þá er það nýmæli í stefnunni að þegar þroskaröskun eða fötlun barns verður ljós sé það á ábyrgð og að frumkvæði þjónustuaðila, t.d. svæðisskrifstofu, að hafa samband við aðstandendur til að kynna þeim hvaða þjónusta og félagslegur stuðningur þeim standi til boða. Jafnframt verði þarfir fyrir þjónustu og stuðning kannaðar ítarlega. Þessari tilhögun verði komið á árið 2007. Hún hefur í för með sér að það verði þá á ábyrgð greiningaraðila að tilkynna viðkomandi þjónustuaðila um þá röskun sem um er að ræða þegar hún liggur fyrir svo bregðast megi án tafar við þörf fyrir þjónustu.</span></p> <p><span>Af öðrum einstökum markmiðum sem heyra til nýmæla vil ég nefna</span></p> <ul> <li><span>að eigi síðar en 2008 verði komið á <em>þjónustuteymum</em>, skipuðum fulltrúum notenda og veitenda þjónustu við fötluð börn, sem hafi umsjón með þjónustu við hvert barn og fjölskyldu þess þegar við á,</span></li> <li><span>að séð verði til þess með nánar skilgreindum hætti að skammtímavistun og þjónusta stuðningsfjölskyldna verði rýmri kostur en nú er og komið til móts við eftirspurn í því efni; þau markmið hafa verið tímasett og kostnaðargreind,</span></li> <li><span>að skammtímaþjónusta á borð við skammtímavistun á sérstöku heimili verði einnig til reiðu frá árinu 2007 á eigin heimilum fatlaðra barna þegar það þykir hentugra,</span></li> <li><span>að á árinu 2007 verði undirbúið að foreldrar eigi þess kost frá árinu 2008 að njóta þjónustu sem þeir verkstýra sjálfir heima eða að heiman, þ.e.a.s. <em>notendastýrðrar þjónustu</em> sem svo hefur verið nefnd – eða beinna greiðslna óski þeir að annast þjónustu við börnin sjálfir eða hluta hennar. </span></li> </ul> <p><span> </span></p> <p><span>Og er þá fátt eitt nefnt af markmiðum stefnunnar.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Ágætu námskeiðsgestir,</span></p> <p><span>Ég gat um það fyrr að þess er nú skammt að bíða að ykkur gefist kostur á að kynna ykkur stefnudrögin á vefsíðu ráðuneytisins og hvernig áformað er að fara að því að ná þeim markmiðum sem í henni felast. Ráðuneytið leggur drögin fram með ánægju og stolti og væntir þess að fá margar gagnlegar og uppbyggilegar ábendingar um efni hennar og framsetningu. Því betur sjá augu en auga. Ef vel tekst síðan til með framkvæmdina og við leggjumst öll á árarnar þá tel ég að þessi vegvísir geti stuðlað að því að koma okkur á næsta tíu árum í fremstu röð þjóða hvað varðar þjónustu við þá sem búa við fötlun.</span></p> <p><span>Ég ítreka að lokum afmælisóskir mínar, segi þetta 21. vornámskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sett og óska ykkur öllum alls velfarnaðar í leik og starfi.</span></p> <p><span> </span></p> <p><span>Þakka ykkur fyrir.</span>&nbsp;</p> <br />

27. apríl 2006Ráðstefna í tilefni af afmæli Þroskahjálpar

<div class="single-news__big-image"><figure><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/throskahjalp/20060427_0358.JPG"><img src="/media/velferdarraduneyti-media/media/myndir/throskahjalp/20060427_0358.JPG?proc=singleNewsItem" alt="Ráðstefna í tilefni af afmæli Þroskahjálpar" class="media-object" /></a><figcaption>Ráðstefna í tilefni af afmæli Þroskahjálpar</figcaption></figure></div> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Það er mér mikil ánægja að eiga þess kost að ávarpa ykkur hér í dag og samfagna ykkur á þrítugasta afmælisári Landssamtakanna Þroskahjálpar. Ég er nú óðum að kynnast betur því sviði sem þið látið ykkur varða og sé að þar er mjög margt vel gert. Það er dýrmætt fyrir mig sem hef starfað á vettvangi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins að fá nú tækifæri til þess að kynnast öðrum hliðum okkar ágæta velferðarkerfis á vettvangi félagsmálaráðuneytisins. Ég finn það vel hve snertifletirnir eru margir á milli þessara tveggja ágætu ráðuneyta og það er afar mikilvægt að við séum meðvituð um þá og látum ekki uppbyggingu stjórnsýslunnar okkar koma í veg fyrir að þjónusta sé veitt þeim sem hennar þurfa með.</span></p> <p><span>En þetta er ekki einungis afmælishátíð hér hjá ykkur í dag heldur einnig metnaðarfull ráðstefna sem haldin er af þessu tilefni í samvinnu Landssamtakanna, Öryrkjabandalags Íslands og félagsmálaráðuneytisins. Því ber að fagna að frumkvæði af slíku tagi sé tekið og það er einnig til marks um frjóa og jákvæða samvinnu ráðuneytisins og þessara tveggja heildarsamtaka.</span></p> <p><span>Það er engum vafa undirorpið að bæði samtökin hafa lagt þung lóð á vogarskálarnar til þess að þoka áfram réttindamálum, þjónustu og öðrum málefnum fatlaðra barna og fullorðinna á undanförnum áratugum. Okkur er öllum ljóst að fyrsta baráttumál Þroskahjálpar, ný lög um aðstoð við þroskahefta sem tóku gildi 1980, olli á sínum tíma straumhvörfum í málaflokknum svo líkja má við byltingu. Þá varð til sá lagagrunnur og sett fram sú hugmyndafræði sem við höfum í meginatriðum byggt á síðan og hefur staðist vel tímans tönn. Og lögin um málefni fatlaðra sem samþykkt voru 1983 og breytt 1992 sameinuðu síðan undir einum hatti öll málefni fatlaðra barna og fullorðinna.</span></p> <p><span>Enn er stefnt fram á við – <em>Nýir tímar - ný sýn</em> er yfirskrift þessarar ráðstefnu. Sannarlega eru nýir tímar og ég tel óhætt að fullyrða að ný sýn komi fram í hinni umfangsmiklu stefnumótun félagsmálaráðuneytisins í málaflokknum fyrir næsta áratug. Að henni hefur verið unnið vel á annað ár og hún er nú á lokastigi. Hún hefur verið unnin í góðu samráði við fulltrúa Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins sem og starfsfólk í málaflokknum sem tók þátt í mótun hennar á upphafsstigi. Ég áforma að kynna stefnuna í næsta mánuði eftir að skýrsla um hana hefur verið send báðum samtökunum til trúnaðarumsagnar svo unnt sé að fara yfir ábendingar þeirra og bregðast við þeim áður en til opinberrar kynningar kemur. Eftir það verður hún tiltæk á vefsíðu ráðuneytisins, einnig sérstök samantekt hennar og útgáfa á auðlesnu formi. Ég geri ráð fyrir að stefnan verði komin í endanlegt horf í sumar.</span></p> <p><span>Mikil vinna hefur verið lögð í hugmyndafræðilega undirstöðu stefnunnar og umfjöllun um mannréttindi enda lítur ráðuneytið svo á að réttindabarátta fatlaðra sé fyrst og fremst mannréttindabarátta. Hugmyndafræðin er ígrunduð rækilega og greining á þeim aðstæðum sem hún sprettur úr og mótast af. Því er óhætt að fullyrða að stefnan standi á traustum grunni. Ég vil fara nokkrum orðum um þann grunn.</span></p> <ul> <li><span>Í hinni nýju stefnu er lögð áhersla á að fötlun felst ekki einungis í þeirri skerðingu á færni eða sjúkdómi sem einstaklingur kann að búa við. Mikilvægt er að hafa hugfast að fyrir því eru einnig félagslegar ástæður að fólk með skerta færni eigi þess ekki kost að taka fullan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Með því er athygli beint að þeim félags- og umhverfisþáttum sem takmarka jafnræði, til dæmis tjáskiptum og aðgengi að upplýsingum og menntun. Ennfremur ber að nefna tækifæri til eðlilegra búsetuhátta og þátttöku í atvinnulífinu. Aukið jafnræði og ráðstafanir til að draga úr fötlun snúa því bæði að því að styrkja forsendur einstaklingsins til þátttöku og laga aðgengi að samfélaginu að þörfum hans.</span></li> <li><span>Þá eru almenn mannréttindi fyrirferðarmikil í þeim grunni sem stefnan byggir á. Það er gert í ljósi þess að réttindi fatlaðs fólks séu fyrst og fremst mannréttindi eins og ég gat um áðan. Í stjórnarskránni er að finna þau grunngildi sem við viljum byggja á þegar kemur að almennum mannréttindum landsmanna, hvort sem þeir búa við fötlun eður ei. Fatlað fólk nýtur að sjálfsögðu allra þeirra réttinda sem ófatlaðir njóta en um það gilda einnig sérstök réttindi sem eru til komin vegna fötlunarinnar.</span></li> </ul> <p><span>Ég vil í því sambandi rifja upp hér það sem segir í 65. gr. stjórnarskrárinnar, jafnræðisreglunni, sem kveður á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Það er óumdeilt að orðalagið „<strong>stöðu að öðru leyti</strong>“</span> <span>nær einnig til fólks sem býr við fötlun. Dæmi er um að Hæstiréttur Íslands hafi vísað til jafnræðisreglunnar við uppkvaðningu dóms um jafnan rétt fatlaðs fólks til náms við Háskóla Íslands. Mikilvægi jafnræðisreglunnar felst fyrst og fremst í því að vera almenn leiðbeiningarregla um bann við mismunun sem beri ávallt að hafa að leiðarljósi bæði við lagasetningu og skýringu laga.</span></p> <p><span>Hins vegar er að geta 76. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að öllum sem þess þurfa skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Þar er að finna rétt fatlaðs fólks til þjónustu.</span></p> <p><span>Ég sé á dagskrá þessarar ráðstefnu að eitt meginþema hennar er það sem nefnt hefur verið notendastýrð þjónusta. Ég get upplýst hér að þeirri leið í þjónustu við fatlað fólk er gefinn sérstakur gaumur í drögum að nýrri stefnu ráðuneytisins. Reyndar er þetta ekki ný leið hér á landi því fyrstu tilraunir í þessa veru voru gerðar 1994 og æ síðan hefur þetta þjónustuform verið við lýði með ýmsum hætti þótt það hafi ekki verið í stórum stíl.</span></p> <p><span>Enn fremur má segja að svonefnd frekari liðveisla, sem hefur verið viðhöfð hérlendis um langt árabil, sé grein á sama meiði. En í nýju stefnudrögunum er tekið fram að áfram skuli unnið að þróun notendastýrðrar þjónustu hérlendis enda hefur hún reynst vel í ýmsum nágrannalöndum okkar austan hafs og vestan og því full ástæða til þess að þróa hana áfram. Að þessu leyti eins og svo mörgu öðru eru hagsmunasamtök fatlaðs fólks og ráðuneytið samstíga. Ef við lítum til norrænna nágranna okkar þá hefur þjónusta af þessu tagi verið lengst við lýði í Danmörku, um aldarfjórðung. Nýleg rannsókn þar í landi leiðir í ljós að yfirgnæfandi meirihluti notenda er ánægður með tilhögun þjónustunnar og fram kemur að svo er einnig í Noregi og Svíþjóð. Raunar er fullyrt af notendum að erfitt sé að hugsa sér betra fyrirkomulag.</span></p> <p><span>Ég vil einnig geta hér um nokkur grundvallarsjónarmið og meginmarkmið sem koma fram í hinni nýju stefnu til þess að gefa ykkur nokkra innsýn í hana. Þar segir m.a. um réttindagæslu að brýnt sé að skýr ákvæði séu í lögum um öfluga og virka réttindagæslu til handa fötluðum börnum og fullorðnum í því skyni að tryggja rétt þeirra til þjónustu og sjálfsákvörðunarrétt fullorðinna. Í því sambandi hefur vaknað sú hugmynd, sem ég varpa hér fram til umhugsunar, að víkka út jafnréttishugtak jafnréttislaga þannig að það nái einnig til fatlaðs fólks. Í stað sérstakrar löggjafar um réttindagæslu þeirra sem búa við fötlun yrðu þau málefni hluti af almennri löggjöf um jafnréttismál. Það er í anda viðhorfa um að dregið sé úr sérgreiningu þeirra.</span></p> <p><span>Þá kemur fram í drögum að nýrri stefnu að félagsmálaráðuneytið muni leita etir því við umboðsmann barna að fylgjast sérstaklega með réttindamálum fatlaðra barna. Jafnframt er því varpað fram í drögunum að fötluðu fólki verði gefinn kostur á að kalla til sérstaka persónulega talsmenn sé þess óskað í tilteknum málum. Ráðuneytið telur þörf fyrir að þeir sem búa við fötlun geti óskað eftir slíkum talsmanni eða trúnaðarmanni til að gæta hagsmuna sinna þegar sérstakar aðstæður kalla á og velji eftir föngum sjálfir hvern þeir vilja fá til þess. Það getur átt við þegar fólk telur brotið á hagsmunum sínum eða er ósátt við þá þjónustu sem það nýtur og treystir sér ekki sjálft til þess að leita til viðkomandi stjórnvalds eða þjónustuaðila til að fylgja málum sínum eftir eða treystir ekki þessum aðilum. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess að svo komnu máli hvernig farið yrði að því að finna aðila til að gegna slíku hlutverki en vel má hugsa sér að hagsmunasamtök fatlaðs fólks hefðu milligöngu í einhverjum tilvikum, aðstandendur þeirra sem í hlut eiga ellegar þeir sjálfir með beinum hætti.</span></p> <p><span>Ég vil undirstrika það hér að málefni fatlaðs fólks varða öll svið þjóðlífsins; menntamál, atvinnumál, fjármál, samgöngumál, dóms- og kirkjumál, húsnæðismál, heilbrigðis- og tryggingamál og umhverfismál svo helstu svið séu hér nefnd. Þar eru hvorki ríki né sveitarfélög eða stofnanir þeirra undanskilin. Því þarf að hafa hugfast að ábyrgðin á jafnrétti, jafnræði og aðgengi fatlaðs fólks hvílir hvarvetna sem teknar eru ákvarðanir um umgjörð og innviði samfélagsins, hvort sem er af félagslegum eða fjárhagslegum toga. Þetta er undirstrikað í fyrirliggjandi drögum að stefnu í málefnum fatlaðra.</span></p> <p><span>Önnur mikilvæg atriði sem ég vil nefna eru fagleg þekking og gæðastarf. Í þeim efnum er í stefnudrögunum lögð áhersla á að byggð verði enn frekar upp fagleg þekking og gæðastarf í þjónustu við fötluð börn og fullorðna. Þjónustan sé einstaklingsmiðuð, byggð á heildstæðri og sveigjanlegri þarfagreiningu í samráði við notendur á hverjum tíma. Gæðum þjónustunnar og viðhorfum notenda til hennar verði fylgt eftir með reglubundnum hætti, meðal annars könnunum meðal notenda og starfsfólks og mati á árangri út frá sérstökum mælikvörðum sem komið verði á í því skyni til ytra og innra eftirlits. Með því móti verði fylgst með því að settum markmiðum sé náð. Áhersla er lögð á að skapa traust milli stjórnenda, starfsfólks, notenda og aðstandenda þeirra, meðal annars með því að bregðast fljótt og örugglega við kvörtunum og ábendingum. Þá sé fylgst vel með nýjungum í þjónustunni jafnframt því að gæta hagkvæmni í rekstri.</span></p> <p><span>Ég vil að lokum víkja hér stuttlega að meginmarkmiðum fjögurra þeirra fyrstu málasviða sem gengið er útfrá í drögum að nýrri stefnu og fela í sér hina eiginlegu, beinu þjónustu við notendur. Það er jú allra mikilvægasti þátturinn, snertiflöturinn við fólkið sjálft. Fólkið sem við stjórnmálamennirnir erum kjörnir til þess að þjóna.</span></p> <p><span>Hvað varðar börn 0–17 ára og fjölskyldur þeirra leggur ráðuneytið megináherslu á að þjónustan sé sniðin að þörfum notenda hverju sinni samkvæmt mati í kjölfar greiningar. Hún byggi því á heildstæðri, einstaklingsmiðaðri þjónustuáætlun sem sé endurskoðuð reglulega. Með því móti verði sveigjanleiki tryggður sem og réttur barna til þess að alast upp hjá fjölskyldum sínum. Stuðningur við fjölskyldur miðist ennfremur við að foreldrar geti stundað nám eða gegnt starfi og notið frístunda til jafns við aðra. Ábyrgð á þjónustunni sé samhæfð hjá einum þjónustuaðila í heimabyggð í samráði við fjölskylduna. Það nýmæli er í stefnunni að þegar þroskaröskun barns verður ljós hafi þjónustuaðili frumkvæði að því að gera aðstandendum ljóst hvaða þjónusta og stuðningur þeim býðst.</span></p> <p><span>Í allri stoðþjónustu við þá sem eru 18 ára og eldri er lögð áhersla á þá meginreglu að fatlað fólk njóti almennrar félags- og heilbrigðisþjónustu en að jafnframt sé í boði öflug sértæk stoðþjónusta á borð við skammtímavistun, sálfræðilega ráðgjöf og félagsráðgjöf, þroska- og iðjuþjálfun og aðra sérfræðiráðgjöf eða þjálfun ef þörf krefur. Kostur sé ennfremur á fjárhagslegum stuðningi til náms og til þess að fólk geti skapað sér sjálfstætt starf. Jafnframt sé í boði liðveisla til heimilishalds og frístunda og fjölbreytileg ferðaþjónusta í því skyni að stuðla að sem sjálfstæðastri búsetu og innihaldsríku lífi.</span></p> <p><span>Hvað búsetu áhrærir er áhersla lögð á þá meginreglu að fatlað fólk velji sjálft búsetuhætti sína og að þeir séu hliðstæðir því sem almennt gerist. Stuðningur til búsetu sé þannig sniðinn að einstaklingsbundnum þörfum íbúans með hliðsjón af óskum hans og/eða aðstandenda hans. Hvatt sé til eins sjálfstæðs heimilishalds og kostur er. Húsnæðið sé almenn eignar- eða leiguíbúð eða sérstök þjónustuíbúð í almennu íbúðahverfi. Sé íbúðarhúsnæði með sameiginlegu rými eigi hver íbúi þess kost að halda sjálfstætt heimili með nægilegu einkarými. Sé húsnæði ætlað fleirum en einum eigi íbúar val um sambýlisfólk.</span></p> <p><span>Í atvinnumálum er undirstrikað að allt fatlað fólk fái tækifæri til atvinnu eða annarra verka í samræmi við áhuga, styrk og hæfileika og sé haft með í ráðum þar að lútandi. Það er ein helsta lífæð þess við samfélagið. Í því skyni lítur félagsmálaráðuneytið svo á að í boði þurfi að vera fjölbreytt og sveigjanleg úrræði en vinna á almennum vinnumarkaði gangi þó ávallt framar öðrum kostum og sé keppikefli þegar fólk óskar þess og á þess nokkurn kost.</span></p> <p><span>Réttur fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði sé ennfremur í hvívetna hinn sami og annarra landsmanna og stuðningi til atvinnuleitar og atvinnuþátttöku sé skipað með þjónustu við aðra landsmenn.</span></p> <p><span>Þetta er að mínu mati eitt af grundvallaratriðunum þegar við ræðum um réttindi fatlaðra og ég vil segja hér réttindi samfélagsins alls til þess að njóta krafta þeirra. Þetta er ekki bara á annan veginn því í þessum hópum sem við erum að fjalla um hér býr mikill mannauður, mikill og dýrmætur mannauður. Það vil ég undirstrika hér. Ég hef sjálfur kynnst því hve fatlaðir einstaklingar geta auðgað mannlífið og ég tel að það sé afar mikilvægt fyrir þá sem teljast heilbrigðir að fá tækifæri til þess að vinna með þessu fólki.</span></p> <p><span>Ég hef nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um vinnumarkaðsaðgerðir sem er ætlað að skapa grundvöll og ramma að framtíðaruppbyggingu starfsendurhæfingar. Meginmarkmið með frumvarpinu er horft sé til getu hvers og eins og möguleika viðkomandi til þess að starfa með sérhæfðum úrræðum eða á almennum vinnumarkaði. Ég bind miklar vonir við þetta frumvarp og þá sýn sem þar birtist. Hún er í anda þess að við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu sem ekki byggir fyrirfram á flokkun í tiltekna hópa. Ég vil líka geta þess hér að sérstök nefnd starfar nú á vegum forsætisráðuneytisins þar sem m.a. mun verða fjallað um fjármögnun starfsendurhæfingarúrræða í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 15. nóvember sl. Þar er gert ráð fyrir því að ríkissjóður og aðilar vinnumarkaðarins komi sameiginlega að fjármögnun starfsendurhæfingarúrræða til frambúðar. Ég hef fundið fyrir miklum áhuga hjá fulltrúum atvinnulífsins og lífeyrissjóða fyrir því að koma að þessum málum í framtíðinni og er það vel. Um þetta ætti að skapa þjóðarsátt, ef svo má að orði komast og við ættum öll að vinna saman að því að svo gæti orðið.</span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir.</span></p> <p><span>Ég hef hér í stuttu máli kynnt meginatriði í drögum nýrri stefnu félagsmálaráðuneytisins í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna. Með því vil ég gefa ykkur nokkra hugmynd um hverjar megináherslur ráðuneytisins eru. Réttmætt er að spyrja hvað sé nýtt í stefnunni. Það er fjölmargt eins og þið munið sjá þegar hún verður kynnt. Ég vil aðeins árétta hér þá áherslu sem lögð er á einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu, aukinn stuðning við fjölskyldur fatlaðra barna sem heild, aukna þjónustu utan stofnana og að ábyrgð á þjónustunni sé samhæfð og á höndum eins þjónustufulltrúa. Ennfremur er það nýlunda þegar gert er ráð fyrir því að þjónustuaðilar hafi frumkvæði að því að kynna aðstandendum hvaða stuðningur er í boði þegar þroskaröskun barns verður ljós. Þá er þess að geta að ekki hefur áður verið sett fram stefna í málaflokknum þar sem meginmarkmið eru brotin upp í einstök starfsmarkmið og leiðir að markmiðum tilgreindar með tímasetningum og ábyrgðaraðilum. Slík vinnubrögð eru til fyrirmyndar enda eiga stjórnvöld og ráðuneytin að leggja mikla áherslu á vel undirbyggða stefnumótun á sem flestum sviðum.</span></p> <p><span>Eins og ég gat um í upphafi er þess nú skammt að bíða að stefnan verði kynnt og gerð verði frekari grein fyrir henni. Þá gefst ykkur tækifæri til þess að sjá hvernig við hyggjumst útfæra nánar þau meginatriði sem ég hef nefnt. Ég bind miklar vonir við stefnudrögin og hlakka til að kynna hana í næsta mánuði. Ég er þess fullviss að hér er á ferðinni vegvísir til framtíðar sem mun koma okkur í fremstu röð þjóða ef vel tekst til með framkvæmd hennar.</span></p> <p><span>Þau þrjú almennu markmið sem í stefnudrögunum felast eru metnaðarfull:</span></p> <ul> <li><span>Að árið 2016 njóti allt fatlað fólk á Íslandi sambærilegra lífskjara og lífsgæða og aðrir þegnar þjóðfélagsins.</span></li> <li><span>Að árið 2016 verði fagleg þekking og færni starfsfólks á við það sem best gerist í Evrópu.</span></li> <li><span>Að árið 2016 verði verklag og gæði þjónustunnar á við það sem best gerist í Evrópu.</span></li> </ul> <p><span>Þetta eru háleit markmið og í þeim felst mikil áskorun fyrir okkur öll; stjórnvöld, hagsmunasamtök og síðast en ekki síst einstaklingana sjálfa.</span></p> <p> </p> <p><span>Þakka ykkur fyrir.</span></p>

03. apríl 2006Íbúafundir á Þórshöfn og Bakkafirði

<p><span>Fundarstjóri og ágætu íbúar.</span></p> <p><span>Eins og þið þekkið hefur umræða um nauðsyn þess að sameina sveitarfélög verið ofarlega á baugi hér á landi undanfarna áratugi. Hún hefur farið mishátt á mismunandi svæðum og tímabilum. Hæst hefur umræðan farið í kjölfar flutnings grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, og sameiginlegra átaksverkefna ríkis og sveitarfélaga í upphafi 10. áratugarins og aftur á síðasta ári.</span></p> <p><span>Árangur okkar Íslendinga í fækkun og stækkun sveitarfélaga er umtalsverður, ekki síst þegar haft er í huga að það eru íbúar viðkomandi sveitarfélaga sem ákveða hvort sveitarfélag þeirra verður sameinað eða ekki. Íbúarnir hafa þannig alltaf síðasta orðið. Frá 1990 hefur sveitarfélögunum fækkað með frjálsum sameiningum úr 213 í 80 í dag. Sveitarfélögum er með öðrum orðum að fækka ört. Auðvitað eru sum sveitarfélög búin að ganga í gegnum margar sameiningar. Frá 1997 hef ég til dæmis átt heima í Egilsstaðabæ, Austur-Héraði og Fljótsdalshéraði án þess að hafa flutt frá Egilsstöðum. Í hvert sinn sem sameiningarumræðan fer af stað kemur upp neikvæð umræða um að flest fari á versta veg í hinu nýja sveitarfélagi. Eftir að sameining hefur verið samþykkt þagna þær raddir að mestu, enda sér fólk að það er svo margt sem breytist til batnaðar.</span><span> </span></p> <p><span>Ég trúi því að almennt sé sameining sveitarfélaga til þess fallin að efla viðkomandi svæði og gera þau betur í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem fyrir hendi eru. Auk þess hefur reynslan sýnt að sveitarfélög sem hafa gengið í gegnum sameiningar hafa átt auðveldara með að grípa margvísleg tækifæri sem hafa komið upp. Reynslan af sameiningu sveitarfélaganna sem mynda Fjarðabyggð er gott og velþekkt dæmi. Fljótsdalshérað er annað nýlegra dæmi. </span><span> </span></p> <p><span>Reynslan í sameinuðum sveitarfélögum er á heildina litið mjög jákvæð. Þjónustustigið hefur vaxið, bolmagn til að laða að sér nýja atvinnustarfsemi hefur aukist og þátttaka íbúanna í málefnum samfélagsins hefur vaxið. Auðvitað hefur lífið ekki breyst á einni nóttu þannig að smjör drjúpi nú af hverju strái, en margt hefur breyst og ég leyfi mér að fullyrða, flest til batnaðar. </span><span> </span></p> <p><span>Sem dæmi má nefna að með aukinni fjarlægð milli íbúa og stjórnsýslu dregur úr því mikla návígi sem oft einkennir sveitarstjórnarmálin. Náin tengsl sveitarstjórnarmanna og íbúa eru í mörgum tilvikum jákvæð, en ákveðnir málaflokkar sveitarfélaganna, ekki síst félagsþjónustan, kalla á ákveðna fjarlægð. Í einstaka tilvikum geta líka komið upp vandamál tengd hæfi sveitarstjórnarmanna til að taka ákvarðanir í einstökum málum. Sem dæmi má nefna að ráðuneytið hefur fengið mál til meðferðar frá fámennu sveitarfélagi þar sem nánast allir sveitarstjórnarmennirnir voru vanhæfir til að taka ákvörðun um úthlutun byggðakvóta. Sumir myndu kannski líta á það sem mikla blessun að losna við þann kaleik.</span><span> </span></p> <p><span>Niðurstöður viðhorfskannana sem IMG Gallup vann fyrir félagsmálaráðuneytið á síðasta ári styðja þessar fullyrðingar. Niðurstöðurnar sýna að yfir 70% íbúa í sameinuðum sveitarfélögum, svo sem í Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Skagafirði, Árborg og Borgarfirði eru hlynntir sameiningu sveitarfélaga. Þær niðurstöður segja okkur að skrefin virðast ekki hræða þá sem reynsluna hafa af því að sameinast.</span><span> </span></p> <p><span>Samfélagsgerðin á Íslandi og raunar í heiminum öllum hefur breyst mikið undanfarna áratugi. Nýjar kynslóðir eru að vaxa úr grasi sem eru ekki eins bundnar fæðingar- eða uppeldisstað við val á vinnu og búsetu og áður tíðkaðist. Sú staðreynd hefur leitt til mikillar samkeppni um fólk og fyrirtæki því ekkert svæði, ekkert sveitarfélag og ekkert ríki getur lengur treyst því að íbúarnir og atvinnulífið haldi tryggð við uppeldisstað sinn um aldur og ævi. Upp er komin sú staða að þau sveitarfélög sem best geta uppfyllt óskir og þarfir íbúanna og atvinnulífsins hafa betur í þeim skilningi að þar verður mestur vöxtur. </span></p> <p><span>Af ýmsum ástæðum hefur íslenska sveitarstjórnarkerfið ekki aðlagast breyttum aðstæðum nógu hratt og á það ekki síst við um þau sveitarfélög sem byggja afkomu sína á frumvinnslugreinum. Fjölmennari sveitarfélög sem bjóða upp á fjölbreytta atvinnu og þjónustu eru líklegri en önnur til að geta tekið þátt í samkeppninni um fólk og fyrirtæki til framtíðar.</span><span> </span></p> <p><span>Góðir fundarmenn. Sú tillaga sem þið þurfið að taka afstöðu til er lögð fram af sveitarstjórnum Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps. Ráðuneytið og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hafa ákveðnum skyldum að gegna gagnvart sameinuðum sveitarfélögum hvað varðar leiðbeiningar og fjárhagslegan stuðning. Ekki liggur hversu mikinn stuðning hið sameinaða sveitarfélag mun fá úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en reynslan segir okkur að sameinuð sveitarfélög fá umtalsverða fjármuni til að undirbúa hið nýja sveitarfélag og bæta þjónustu sína.</span><span> </span></p> <p><span>Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur að sameinast, enda er það ekki í mínum verkahring að ákveða slíkt, heldur ykkar, íbúanna sjálfra. Það sem ég vil biðja ykkur að gera, er að kynna ykkur málið vel, mæta á kjörstað og taka afstöðu. Sameiningarnefndin undir forystu Áka Guðmundssonar og Björns Ingimarssonar hefur skilað afskaplega góðu starfi sem meðal annars má sjá af vönduðum bæklingi sem nefndin gaf út.</span><span> </span></p> <p><span>Ég sé margt sem mælir með sameiningu þessara sveitarfélaga. Það eru mörg tækifæri framundan. En ykkar er valið í þessu sambandi. Endanlegt ákvörðunarvald liggur hjá ykkur, íbúunum. Til að sameiningartillagan verði samþykkt þarf einfaldur meirihluti þátttakenda í hverju sveitarfélagi að segja já. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málið og taka þátt þann 8. apríl næstkomandi.</span></p> <br /> <br />

31. mars 2006Úthlutun úr starfsmenntasjóði

<p><span>Blaðamannafundurinn er haldinn til að kynna úthlutun úr starfsmenntasjóði. Um sjóðinn gilda lög um starfsmenntun í atvinnulífinu sem voru samþykkt á Alþingi vorið 1992.<span> </span> Setning laganna átti sér nokkurn aðdraganda. Á árunum 1984 og 1985 var starfandi nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem hafði það hlutverk að gera úttekt á áhrifum nýrrar tækni á atvinnulífið. Nefndin skilaði af sér áliti um það hvernig skyldi bregaðst við tæknibreytingum. Nefndin lagði megináherslu á að fjölga kostum til endurmenntunar og endurþjálfunar.</span></p> <p><span>Með lögum um starfsmenntun í atvinnulífinu var stofnað starfsmenntaráð skipað sjö fulltrúum, þremur fulltrúum samtaka atvinnurekanda og þremur fulltrúum samtaka launafólks. Félagsmálaráðherra skipar sjöunda fulltrúann. Aðilar skiptast á um að gegna formennsku þannig að eitt árið gegnir fulltrúi félagsmálaráðhera formennsku og næsta fulltrúi atvinnurekanda og þriðja árið fulltrúi launafólks Þetta er gert til að undirstrika að hér er um að ræða sameiginlegt viðfangsefni þessara þriggja aðila.</span></p> <p><span>Markmið laga er fyrst og fremst að hvetja til aukinnar starfsmenntunar í atvinnulífinu, t.d. í þeim tilgangi að auka framleiðni, greiða fyrir tækninýjungum, bæta verkkunnáttu og auka hæfni starfsmanna til að mæta nýjum kröfum og breyttum aðstæðum. Með lögunum var farin nokkuð önnur leið en flest nágrannalönd okkar höfðu farið. Í stað þess að leggja áherslu á miðstýrðar starfsmenntunar- og starfsþjálfunarmiðstöðvar var með lögunum mörkuð sú stefna<span> </span> að hvetja samtök atvinnurekenda og launafólks til að taka þessi mál í sínar hendur.</span></p> <p><span>Á þeim rúma áratug sem liðin eru frá því lögin um starfsmenntun í atvinnulífinu voru sett hafa miklar breytingar orðið á því umhverfi sem starfsmenntaráð starfar í.<span> </span> Þróun atvinnulífsins hefur einkennst af stórstígum tækniframförum, breytingum á starfsemi fyrirtækja og stofnana og þeim störfum sem þar eru unnin.<span> </span> Sama gildir um starfsumhverfið sem einkennist stöðugt meir af alþjóðlegum samanburði, samstarfi og samkeppni.<span> </span></span></p> <p><span>Samhliða hefur einnig orðið mikil breyting á uppbyggingu og framboði á starfsmenntun hér á landi.<span> </span> Fræðslustofnanir atvinnulífsins hafa eflst mjög á síðustu árum og gegna stöðugt mikilvægara hlutverki á sviði endur- og símenntunar.<span> </span> Á árinu 2000 gerðu samtök atvinnulífsins samninga við Flóabandalagið, Starfsgreinasambandið og verslunarmannafélögin um stofnun sérstakra fræðslusjóða á almennum vinnumarkaði til að sinna starfsfræðsluþörfum ófaglærðs starfsfólks á vinnumarkaði.<span> </span> Áður höfðu verið gerðir sambærilegir samningar við iðnaðarmannafélögin.<span> </span> Á árinu 2002 gerðu Samtök atvinnulífsins og Landssamband íslenskra útvegsmanna samkomulag við Sjómannasamband Íslands um stofnun fræðslusjóðs sjómanna.<span> </span></span></p> <p><span>Því má segja að lögin hafi þjónað vel því markmið sem þeim var sett.</span></p> <p><span>Það er ljóst að sí – og endurmenntun gegna lykilhlutverki í möguleikum vinnumarkaðarins bæði hvað varðar möguleika fyrirtækjanna til framþróunar og einnig einstaklinganna á vinnumarkaðinum.<span> </span></span></p> <p><span>Árið 2004 var gefin út skýrsla á vegum félagsmálaráðuneytisins, um stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.<span> </span> Niðurstaða skýrslunnar er m.a. að endur- og símenntun virðist vera áhrifaþáttur varðandi möguleika miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði sem sífellt er í tæknilegri gerjun og breytingar krefjast þess að fólk sé í námi alla starfsævina.<span> </span> Í skýrslunni kemur fram að upp úr fimmtugu dregur úr þátttöku fólks í sí- og endurmenntun og er það byggt á gögnum frá starfsmenntasjóðum. Á vegum félagsmálaráðuneytis starfar nú verkefnisstjórn sem ætlað er að stýra fimm ára verkefni sem hefur það meginmarkmið að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.<span> </span> Ljóst er að verkefnisstjórnin mun m.a. beina sjónum sínum að sí- og endurmenntun þessa hóps.<span> </span></span></p> <p><span>Starfsmenntaráð auglýsti í febrúar s.l. eftir umsóknum um styrki til starfsmenntunar í atvinnulífinu.<span> </span> Að þessu sinni var ákveðið að leggja ekki áherslu á tiltekin verkefni eða málaflokka.<span> </span> Hins vegar var lögð áhersla á að verkefni fælu í sér frumkvæði og nýsköpun í starfsmenntun og væru líkleg til að efla viðkomandi starfsgrein eða atvinnusvæði.<span> </span></span> <span>Þær umsóknir yrðu látnar njóta forgangs til styrkja umfram aðrar.<span> </span> Þá var einnig lögð áhersla á að verkefni sem sótt væri um styrk til, væru vel undirbúin og umsóknir vandaðar.</span></p> <p><span>Samtals bárust 83 umsóknir frá 50 aðilum. Samtals var sótt um styrki að upphæð 156.882.000. Að tillögu starfsmenntaráðs var ákveðið að styrkja 42 verkefni frá 30 aðilum. Að þessu sinni var úthlutað rúmlega 54 milljónum kr. úr starfsmenntasjóði.</span></p> <p><span>Okkur fannst vel við hæfi að tilnefna að þessu sinni verkefni Fræðsluráðs Hótel og matvælagreina “Sérstök matargerð” sem áhugavert sýnishorn þeirra verkefna sem borist hafa Starfsmenntaráði þetta árið. Markmið verkefnisins er að hanna og semja námsefni fyrir sérfæði sem ætlað verður til kennslu í framhaldsskólum og á endurmenntunarnámskeiðum.<span> </span> Efnið mun jafnframt nýtast öllum þeim sem matreiða sérfæði, bæði fagfólki og almenningi.<span> </span> Sérfæði er fæði fyrir fólk með ýmsa sjúkdóma, ofnæmi og óþol.<span> </span> Styrkurinn er kr. 2.800.000</span></p> <p><span>Fulltrúar þessa aðila eru hér og vil ég óska þeim til hamingju með þetta áhugaverða verkefni sitt.</span></p> <p><span>Síðan er hér í gögnunum fyrir framan ykkur listi yfir styrkveitingar ársins og eru þar að finna mörg áhugaverð verkefni. Ég vil sérstaklega nefna styrk til Rafiðnaðarskólans. Hann sótti um styrk til að setja upp námskeið sem hefur að markmiðið að gefa rafiðnaðarmönnum kost á að búa sig undir fyrirhugaða ljósleiðaravæðingu. Einnig eru veittir styrkir til að viðhalda og þróa íslenskt handverk. Ef vel tekst til getur þetta skapað störf ekki síst í dreifbýlinu og stutt við uppbyggingu ferðaþjónustu. Myndarlegur styrkur er veittur Miðstöðu símenntunar á Suðurnesjum. Öllum má vera ljóst að þörf er á viðtækri samstöðu um að bregaðst við breytingum sem þar eiga sér stað. Loks má nefna að nokkur verkefni sem hafa innflytjendur sem markhóp fá stuðning við þessa úthlutun.</span></p> <p><span> </span></p> <br /> <br />

13. febrúar 2006Öldrunarþjónusta í Hafnarfirði

<p><span>Góðir Hafnfirðingar.</span></p> <p><span>Nefnd um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði hefur skilað tillögum sínum.</span></p> <p><span>Nefndina skipaði ég 31. október síðastliðinn og ætlaði henni að vinna hratt. Það hefur hún svo sannarlega gert og skilað góðu verki. Í tillögum hennar endurspeglast heildstæð framtíðarsýn í öldrunarþjónustu enda snúa þær jafnt að bæjarfélaginu og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Ég tek heilshugar undir tillögur nefndarinnar sem ég tel einkennast af framsýni og fyrirhyggju.</span></p> <p><span>Ég ætla formanni nefndarinnar að gera grein fyrir tillögunum hér á eftir en nefni þó strax að þær eru á fimm sviðum. Ýmist eru þetta tillögur sem unnt er að hrinda hratt í framkvæmd eða þær þurfa lengri meðgöngu, undirbúning og aðdraganda.</span></p> <p><span>Í fyrsta lagi eru aðgerðir vegna fækkunar rýma á Sólvangi sem þegar eru komnar vel á veg. Í öðru lagi uppbygging þjónustu til að styðja sjálfstæða búsetu aldraðra. Í þriðja lagi tillögur um sérhæfða sjúkrahús- og stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Í fjórða lagi eru tillögur um uppbyggingu Miðstöðvar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði - og ég vil nefna að þar er horft er til þess að húsnæði Sólvangs sem ég veit að Hafnfirðingar bera sterkar taugar til, geti öðlast nýtt og verðugt hlutverk. Í fimmta lagi eru tillögur um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði þar sem byggt verði á nýrri hugmyndafræði sem miðar að því að efla og styrkja sjálfstæði og sjálfræði aldraðra þótt orðnir séu sjúkir og mikillar hjúkrunar og umönnunar þurfi.</span></p> <p><span>Tillögurnar eru afrakstur samstarfs Hafnarfjarðarbæjar og ráðuneytisins. Þær sýna glöggt hvað samstarf í þessum málaflokki er nauðsynlegt og gefa fyrirheit um hverju er unnt að áorka með góðu samstarfi. Fyrir það vil ég þakka Hafnfirðingum sérstaklega en þeir hafa sýnt svo ekki verður um villst hvað áhugi þeirra á því að gera vel í þessum málaflokki er mikill.</span></p> <p><span>Ég vil líka þakka nefndinni fyrir framúrskarandi gott starf, skjót og markviss vinnubrögð og þá góðu yfirsýn yfir málaflokkinn sem fram kemur í skýrslunni. Þessi yfirsýn grundvallast á þeim vinnubrögðum nefndarinnar sem ég tel til fyrirmyndar, þ.e. að kalla á sinn fund fjölda fólks sem vinnur að öldrunarmálum í Hafnarfirði og ræða við aldraða sjálfa. Þá skipta miklu máli kannanir sem nefndin réðist í og einnig kannanir sem Hafnarfjarðarbær lét gera, til að greina stöðu málaflokksins og væntingar fólks til hans, nú og í framtíðinni.</span></p> <p><span>Um það leyti sem ég skipaði nefndina voru miklar umræður um stöðu öldrunarmála í Hafnarfirði, einkum um aðstæður á hjúkrunarheimilinu Sólvangi. Og þær voru vissulega erfiðar vegna þrengsla, þar sem flestir íbúar bjuggu í fjölbýli og sameiginlegt rými ekki fallið fyrir svo margt heimilisfólk. Starfsfólki Sólvangs hefur tekist að gera það allra besta úr aðstæðum og ég veit að umönnun aldraðra á Sólvangi hefur ávallt þótt afar góð. En það er staðreynd að Sólvangur hefur ekki uppfyllt kröfur nútímans hvað aðstöðu varðar og því þurfti að breyta. Til að bregðast við ákvað ég í desember að stöðva inntöku nýrra vistmanna á Sólvangi og er miðað við að þar muni ekki búa fleiri en hið mesta 60 einstaklingar í árslok 2006. Ég lét einnig hefjast handa við að útbúa sérstaka aðstöðu fyrir heilabilaða, en þá aðstöðu skorti sárlega. Deildin er tilbúin, rúmar sjö vistmenn og er tvímælalaust til þess fallin að bæta verulega þjónustu við íbúa Sólvangs.</span></p> <p><span>Til að koma til móts við fækkun hjúkrunarrýma á Sólvangi var samið við Hrafnistu um að breyta 10 dvalarrýmum í hjúkrunarrými í samræmi við tillögur nefndarinnar sem hér er verið að kynna. Einnig hefur verið samið um tímabundinn forgang Hafnfirðinga að þeim 5 rýmum á Vífilsstöðum sem Hrafnista hefur til ráðstöfunar.</span></p> <p><span>Fleira vil ég nefna sem til framfara horfir í öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Ég hef ákveðið að koma nú þegar á fót fjórum nýjum rýmum til hvíldarinnlagna í Hafnarfirði. Eins ætla ég að veita fé til að bæta við einu stöðugildi hjúkrunarfræðings í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að efla heimahjúkrun og sinna næturþjónustu og munu Hafnfirðingar njóta góðs af því.</span></p> <p><span>Í þessari viku verður formlega tekin í notkun dagþjálfun fyrir minnissjúka í Drafnarhúsinu við Strandgötu 75 þar sem verða rými fyrir 20 manns. Að rekstrinum stendur Félag aðstandenda alzheimersjúklinga og annarra minnissjúkra en daggjöld eru greidd af ríkinu. Þá hefur tekið til starfa ný og glæsileg heilsugæslustöð í Hafnarfirði sem að sjálfsögðu verður til þess að efla og bæta nærþjónustu við alla Hafnfirðinga, unga sem aldna.</span></p> <p><span>En aftur að tillögum nefndar um uppbyggingu heildrænnar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði.</span></p> <p><span>Eins og Vilborg Ingólfsdóttir, formaður nefndarinnar, mun gera grein fyrir hér á eftir, skiptast tillögurnar í fimm flokka eftir markmiðum þeirra og eru allmargar tillögur í hverjum flokki. Flestar eru þær í flokknum sem snýr að uppbyggingu þjónustu til að styðja við sjálfstæða búsetu aldraðra, enda kemur afar skýrt fram í skýrslu nefndarinnar það skuli ávallt vera meginmarkmið öldrunarþjónustu. Undir þetta tek ég, sannfærður um að með sterkari þjónustu og stuðningi við aldraða sem búa heima megi draga úr eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum - og það sem ekki er síður mikils virði - að bæta lífsgæði aldraðra.</span></p> <p><span>Aukin heimahjúkrun og þjónusta allan sólarhringinn eftir þörfum, fjölgun dagvistarrýma, efling félagslegrar heimaþjónustu, bætt upplýsingaþjónusta við aldraða um þjónustutilboð og réttindi þeirra, allt þetta og margt fleira er að finna í tillögum nefndarinnar. Þá er lagt til að unnið verði að formlegri samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu með sameiginlegri faglegri stjórn. Þetta veit ég að er mikilvægt og ég horfi bjartsýnn til þeirrar vinnu þar sem ég er sannfærður um að það góða samstarf sem endurspeglast í tillögum nefndarinnar sem hér er verið að kynna muni leiða til áframhaldandi árangursríkrar samvinnu.</span></p> <p><span>Ég veit að mörg sveitarfélög hafa mikinn hug á því að taka alfarið í sínar hendur þjónustu við aldraða ásamt heilsugæsluþjónustu og telja þá leið farsælasta til að sinna nærþjónustu við íbúa sína. Þessi mál eru í deiglunni og kunna að verða þar um sinn áður en af slíkum verkefnaflutningi getur orðið. En við getum nýtt tímann með því að því að bræða sem mest saman þá þjónustu sem ríkið sinnir annars vegar og sveitarfélögin hins vegar með auknu samstarfi og samþættingu.</span></p> <p><span>Ég lít svo á að með vinnu Hafnarfjarðarnefndarinnar hafi verið stigin skref í þessa átt. Mín von er sú að þetta samstarf sem hófst með starfi nefndarinnar geti orðið mikilvægur undirbúningur að mögulegri tilfærslu verkefna þegar fram líða stundir, - ekki aðeins fyrir Hafnarfjörð heldur einnig sem verkefni til að draga af lærdóm í víðara samhengi.</span></p> <p><span>Hálfnað er verk þá hafið er, svo nú erum við komin hálfa leið að settu háleitu marki. En við þurfum að halda áfram og tryggja öruggan framgang tillagna nefndarinnar til skemmri og lengri tíma.</span></p> <p><span>Ég hvet til áframhaldandi góðs samstarfs ráðuneytis míns og Hafnarfjarðarbæjar sem ég tel hafa verið til fyrirmyndar. Því vil ég nota tækifærið og óska eftir því við bæjaryfirvöld hér í Hafnarfirði að þau tilnefni tvo til þrjá aðila til samstarfs við ráðuneytið þannig að við getum átt formlegan vettvang til samráðs um framkvæmd tillagnanna.</span></p> <p><span>Að lokum þakka ég nefndinni enn og aftur fyrir gott verk og vísa því til Vilborgar Ingólfsdóttur að kynna ykkur betur tillögur nefndarinnar.</span></p> <p> </p> <p> </p> <br /> <br />

04. janúar 2006Um stefnumótun í heilbrigðisþjónustu

<p align="center"><strong>Stefna og stefnuleysi að gefnu tilefni</strong></p> <p>Mikið hefur verið gert úr þeirri skoðun Ríkisendurskoðunar að nauðsynlegt sé að skýra stefnuna í heilbrigðisþjónustunni, sem minnst er á í annars ágætri skýrslu um sameiningu spítalanna í Reykjavík. Þetta er hraustlega mælt og sama gildir það sem haft er eftir forstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss í Morgunblaðinu að leiðsögn frá heilbrigðismálaráðherra um stefnu spítalans mætti vera skýrari. Það er ágætt að menn tali hreint út en ég verð að viðurkenna að ég er orðinn frekar leiður á sífelldum stefnuleysisumræðum, einkum um Landspítala - háskólasjúkrahús, vegna þess að mér finnst mönnum stundum sjást yfir að í daglegu starfi og í ákvörðunum sem verið er að taka frá degi til dags er fólgin stefna og stefnumótun. Einmitt þess vegna finnst mér ástæða til að leggja hér orð í belg.</p> <p>Fyrst vil ég hins vegar óska starfsmönnum Landspítalans til hamingju með vitnisburðinn sem þeir fá í skýrslu Ríkisendurskoðunar, en í mati stofnunarinnar á góðum árangri sameiningar spítalanna í Reykjavík felst mikill og góður vitnisburður um starfsmenn spítalans sem ber að lofa.</p> <p><strong>Landspítali – háskólasjúkrahús</strong> </p> <p>Landspítali - háskólasjúkrahús er öflugasti og í mörgum tilvikum eini bráðaspítali landsins. Það er veigamikið hlutverk í starfsemi spítalans. Þannig hefur það verið og þannig verður það. Í hlutverkinu felst bæði ytri stefnumótun og krafa um innri stefnumótun svo notuð séu hugtök sérfræðinga.</p> <p><span> </span>Landspítali - háskólasjúkrahús er öflugasti aðgerðaspítali landsins fyrir alla landsmenn. Þar eru til dæmis gerðar aðgerðir sem ekki eru gerðar annars staðar og verða ekki gerðar annars staðar af faglegum og fjárhagslegum ástæðum. Í því hlutverki spítalans felst stefna í heilbrigðisþjónustunni.</p> <p>Landspítali - háskólasjúkrahús er líka svæðissjúkrahús fyrir höfuðborgarsvæðið og nærliggjandi sveitir. Honum ber því að sinna, eins og hann gerir, hefðbundnu hlutverki svæðisbundinnar heilbrigðisstofnunar. Í því hlutverki spítalans felst stefna og stefnumótun.</p> <p>Landspítali - háskólasjúkrahús er öflugasta rannsókna- og kennslustofnun landsins, ein af frumforsendum þess að hér er hægt að halda uppi akademísku námi í heilbrigðisvísindum og ein veigamikil forsenda þess að hér er rekin öflug rannsóknastarfsemi. Þarf að fjölyrða um stefnumótunina sem í þessu felst, eða er hér auglýst eftir því að heilbrigðisráðherra sé með nefið ofan í hvers manns koppi í þessu sambandi?</p> <p><strong>Lagasetning – stefnumótun</strong></p> <p>Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að mjög hafi dregið úr vexti þjónustu sérfræðilækna, en sá vöxtur hefur oftsinnis orðið tilefni gagnrýni og opinberra umræðna. Í skýrslunni virðist það hins vegar vera samspilið milli reksturs spítalans og sérfræðiþjónustunnar sem tilfært er sem dæmi um stefnuleysi. Umfangið í þessari þjónustu sérfræðilækna er skýrt að hluta til í skýrslunni. Er það gert með því að benda á starfsemi dag- og göngudeilda Landspítala - háskólasjúkrahúss og er sá vöxtur er bæði eðlilegur og æskilegur. Skýringarnar sem Ríkisendurskoðun nefnir ekki eru hins vegar tvær og báðar veigamiklar.</p> <p>Í fyrsta lagi voru sett lög um sérstaka samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á tímabilinu sem um ræðir, nefnd sem ætlað var að halda betur utan um þjónustuna sem veitt er á þessu sviði. Nefndinni var jafnframt ætlað það hlutverk að vera tæki heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra til að forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni og að skapa ráðherra skilyrði til að geta hrint í framkvæmd vilja löggjafar- og fjárveitingavaldsins á þessu sviði.</p> <p>Í öðru lagi hefur Landspítali - háskólasjúkrahús gert þá kröfu til yfirlækna sem ráðnir eru til spítalans að þeir reki ekki einkastofur samhliða því að gegna lykilhlutverki í þjónustu spítalans við sjúklinga. Hvort tveggja hefur að mínum dómi haft þau áhrif að dregið hefur úr vexti í þjónustu sérfræðilækna, þjónustu sem er mjög mikilvægur þáttur heilbrigðisþjónustunnar og rétt að halda því til haga. Þessi breyting er ekki gerð án samráðs eða vitundar heilbrigðismálaráðherra. Hér eru stjórnendur Landspítala að halda fram stefnu ráðherra, með stuðningi hans, og óþarfi að kalla það annað, eða jafnvel stefnuleysi.</p> <p>Þessi tvö atriði fela í sér stefnu, eða stefnumótun, sem hefur haft umtalsverð áhrif í heilbrigðisþjónustunni og ekki bara rétt heldur líka skylt að draga fram. Í þessu felst stefna og vilji ráðherra fyrst og fremst til viðbótar við stefnu Alþingis að því er varðar fyrrnefnda atriðið. Af því minnst er á Alþingi þá er rétt að draga fram að heilbrigðisþjónustan þessi árin er líka byggð upp í samræmi við Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú áætlun var samþykkt sem ályktun Alþingis við miklar og góðar undirtektir fyrir ekki löngu síðan.</p> <p><strong>Undir sama þaki</strong></p> <p>Sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík er ákvörðun sem ræður miklu um stefnuna í heilbrigðisþjónustunni við landsmenn. Þetta segi ég vegna þess að hér verður aðeins rekinn einn Landspítali í tengslum við Háskóla Íslands. Þrjú hundruð þúsund manna þjóð á þann kost einan að reka einn slíkan háskólaspítala, eina þekkingarmiðstöð, ef þessi þáttur í heilbrigðiskerfinu á að geta staðið undir nafni. Hér verða í þessum skilningi ekki reknir margir háskólaspítalar með þessu umfangi. Því var sameiningin í hæsta máta stefnumarkandi.</p> <p>Annar þáttur í stefnumótun heilbrigðisþjónustunnar er svo að koma sem mestu af starfsemi háskólasjúkrahússins undir eitt þak. Það mun í senn efla bráða- og slysaþjónustu spítalans, efla hann sem kennslu- og rannsóknastofnun og leiða til þess smám saman, að raunhæfar forsendur skapast til að endurskilgreina heilbrigðisþjónustuna í landinu í heild sinni. Það verður hvorki gert í eitt skipti fyrir öll, né án þess að hafa hliðsjón af því hvernig við kjósum að þróa heilbrigðisþjónustuna á næstu árum. Heilbrigðismálaráðherra getur aldrei neglt sig svo í skilgreiningarnar að þær verði mönnum fjötur um fót í þjónustunni við sjúka. Í þessum efnum er ekkert eitt patent, ein einföld skilgreining.</p> <p><strong>Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu</strong></p> <p>Í því felst einnig klár stefna í heilbrigðisþjónustunni að stórefla þjónustu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, en á næsta ári sér fyrir endann á því verkefni. Þá verður bætt við nýrri heilsugæslustöð í Voga- og Heimahverfinu, fyrir utan nýju stöðina í Kópavogi og Hafnarfirði sem senn tekur til starfa. Í uppbyggingu heilsugæslunnar felst ótvíræð stefnumótun, sem hefur bæði áhrif á rekstur og þjónustu Landspítala og þjónustu sérfræðilækna. Þar fyrir utan felast bæði stefna ráðuneytis og stefnuáherslur heilbrigðismálaráðherra í samningum um aukna og breytta þjónustu í heilsugæslunni.</p> <p>Allt þetta flókna samspil verða menn að hafa í huga þegar þeir draga ályktanir, stjórna heilbrigðisstofnunum eða skrifa og flytja útvarpsfréttir. Veruleikinn er ekki og getur aldrei orðið rödd eins manns, jafnvel þótt hún sé látin endurtaka skoðanir sínar þrettán sinnum eða oftar.</p> <p><strong>Jón Kristjánsson</strong></p> <p><strong> </strong></p> <p><em>Grein heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra birtist í Morgunblaðinu 3. janúar 2006</em></p> <p> </p> <br /> <br />

24. október 2005„Sterk bein fyrir góða daga“

<h3 align="center"><span>„Sterk bein fyrir góða daga“</span></h3> <p align="center"><span><strong>Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra<br /> </strong></span><span><strong>á námsstefnu í tilefni af alþjóðlegum beinverndardegi<br /> </strong></span><span><strong>20. október 2005.</strong></span></p> <p><span>Góðir námsstefnugestir.</span></p> <p><span>Fyrst af öllu vil ég þakka félaginu Beinvernd og samstarfsaðila þess, Íþróttasambandi Íslands, fyrir að efna til þessarar námsstefnu í dag. Umfjöllunarefni námsstefnunnar verður hreyfing og beinþynning og er hún ætluð fagfólki í hreyfingu og líkamsþjálfun.</span></p> <p><span>Það er til marks um hve málefnið er mikilvægt að um 180 beinverndarfélög innan alþjóða beinverndarsamtakanna í yfir 80 löndum láta sig það varða og vekja sérstaka athygli á því nú í dag sem er alþjóðlegi beinverndardagurinn.</span></p> <p><span>Yfirskrift dagsins að þessu sinni er „<strong>Sterk bein fyrir góða daga“.</strong> Þetta er vel valið kjörorð sem lýsir á einfaldan hátt kjarna málsins.</span></p> <p><span>Afleiðingar beinþynningar eru ávísun á erfiðleika og þjáningar fyrir þá sem fyrir verða. Hér á landi má reikna með að um 20.000 konur séu með beinþynningu og um 5.000 karlmenn. Talið er að árlega megi rekja allt að 1.500 beinbrot til beinþynningar, þar af meira en 200 mjaðmabrot.</span></p> <p><span>Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um þennan illskeytta sjúkdóm og afleiðingar hans né heldur að fjalla um áhættuþætti eins og erfðir eða lífsstíl. Til þess eru aðrir betur fallnir. Það sem mér er hins vegar efst í huga er sú staðreynd að við getum haft áhrif og dregið stórlega úr tíðni beinþynningar og brota af hennar völdum. Með réttum aðgerðum, fræðslu, áróðri og öðrum forvörnum er mögulegt að koma í veg fyrir þennan sjúkdóm að verulegu leyti til lengri tíma er litið.</span></p> <p><span>Ég læt mér sjaldnast úr greipum renna tækifæri til þess að hamra á ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu og geri ekki undantekningu á því í dag. Reykingar og óhófleg áfengisneysla auka hættu á beinþynningu ásamt mörgum öðrum fylgikvillum. Hreyfingarleysi er sömuleiðs áhættuþáttur. Mataræði skiptir verulegu máli, einkum að tryggja líkamanum nægilega mikið kalk og D-vítamín. Við berum ábyrgð á þessum þáttum hvert fyrir sig og enginn getur létt henni af okkur.</span></p> <p><span>Þrátt fyrir að hver og einn beri ábyrgð á því hvernig hann hagar lífi sínu er ábyrgð samfélagsins rík þegar kemur að lífsháttum þjóðarinnar. Viðhorf, gildismat, hegðun og væntingar, allt eru þetta atriði sem hægt er að hafa áhrif á með áróðri, fræðslu og upplýsingum. Reykingar eru gott dæmi um þetta. Einu sinni þótti fínt að reykja. Það var smart, það var ögrandi, það var til marks um listrænt eðli og háleitar hugsanir. Nú eru reykingar fyrst og fremst vísbending um slæma félagslega stöðu eða skort á sjálfsaga. Reykingamenn eru hornreka og eiga erfitt – enda fjölgar þeim ár frá ári sem velja að reykja ekki.</span></p> <p><span>Ábyrgð á lífsháttum þjóðar er flókið fyrirbæri. Foreldrar, skólakerfið, heilbrigðiskerfið, - stjórnvöld öll, bera mikla ábyrgð á því hvert samfélagið stefnir í stóru og smáu. Hlutverk stjórnvalda er að vera framsýn, móta ábyrga stefnu, koma henni á framfæri og afla henni stuðnings og fylgis og loks að fylgja henni eftir.</span></p> <p><span>Ég nefndi sérstaklega að stjórnvöld þurfa að vera framsýn. Ástæðan er sú að forvarnir krefjast jafnan mikillar þolinmæði og sýnilegur, mælanlegur ávinningur kemur oft ekki í ljós fyrr en eftir áratuga þrotlaust starf.</span></p> <p><span>Mögulegar forvarnir gegn beinþynningu sýna þetta ágætlega. Grunnurinn að sterkum beinum er lagður á fyrstu þremur áratugum ævi fólks. Tíðahvörf eru áhættutími hjá konum sem þarf að gæta að og aftur þarf að leggja mikla áherslu á nægilegt kalk og D vítamín þegar kemur fram yfir sextugt. Forvarnir þurfa því að taka mið af ólíkum æviskeiðum. Forvarnir sem felast í öðru en lífsstíl og mataræði geta einnig verið nauðsynlegar, s.s. notkun lyfja sem vernda eða byggja upp bein hjá þeim sem þess þurfa með. Beinþéttnimælingar eru mikilvægt tæki til forvarna þar sem þær gera kleift að grípa inní áður en í óefni er komið.</span></p> <p><span>Forvarnir kosta tíma, vinnu og fjármuni. Í fjárfreku heilbrigðiskerfi þar sem dag hvern eru til umræðu vandamál sem krefjast skjótra lausna og tafarlausra útgjalda getur reynst þrautin þyngri að skapa forvörnum viðeigandi sess. Þegar biðlistar eftir tilteknum aðgerðum eru óviðunandi langir liggur beinna við að veita fé til að stytta þá snarlega fremur en að veita fé til forvarna sem í fyrsta lagi skila árangri eftir tíu til tuttugu ár.</span></p> <p><span>Forvarnir hafa fyrst og fremst langtímamarkmið. Sem betur fer færir aukin þekking okkur sífellt betri möguleika til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir og hámarka ávinning þeirra fyrir samfélagið. Þess vegna fá forvarnir sífellt aukið vægi í samfélaginu og fleiri og fleiri láta þær sig varða. Félagið Beinvernd er eitt af mörgum dæmum um þetta. Þar sameinast lærðir og leikir um þau markmið helst: að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli – að fylgjast með helstu nýjungum og veita fræðslu um beinþynningu og varnir gegn henni - og - að stuðla að auknum rannsóknum á þessu sviði.</span></p> <p><span>Ég styð markmið Beinverndar og lýsi ánægju með störf félagsins sem og allra þeirra sem láta forvarnir til sín taka.</span></p> <p><span>Góðar stundir.</span></p> <p><span>----------------------</span><span> </span></p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <br /> <br />

14. október 2005Matvæladagur MNÍ

<p align="center"><strong><span>Ávarp ráðherra</span></strong></p> <p align="center"><span><strong>Matvæladagur MNÍ (Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands) 2005</strong></span></p> <p align="center"><span><strong>haldinn föstudaginn 14. október kl. 13:00 á Grand Hótel.</strong></span></p> <p><span></span></p> <p><span>Ágætu ráðstefnugestir !</span></p> <p><span>Það er mér sönn ánægja að ávarpa ráðstefnu þessa sem ber yfirskriftina "Stóreldhús og mötuneyti."<span>&nbsp;</span> Af metnaðarfullri dagskránni má ráða að efnið verður skoðað frá fjölmörgum hliðum þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar leggja sitt af mörkum. Það endurspeglar einmitt umfang málaflokksins því starfssemi stóreldhúsa og mötuneyta hefur snertifleti á svo ótal mörgum sviðum.</span></p> <p><span>Ég tók einnig eftir blaðinu &ldquo;Matur er mannsins megin&rdquo; sem út kom í vikunni<span>&nbsp;</span> þar sem afar fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar komu fram. Ég fagna slíku framtaki því fræðsla og upplýsingar til almennings er eitt af því sem fagstéttir eins og matvæla- og næringarfræðingar þurfa að leggja áherslu á þar eð matur og næring er sá þáttur sem <span>&nbsp;</span>í vaxandi mæli er viðurkenndur sem áhrifaþáttur á heilsu fólks. Það þarf líklega ekki að hafa mörg orð um það í þessum hópi.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ég nefni hér sem dæmi heilbrigðisáætlun til ársins 2010, sem Alþingi samþykkti árið 2001. Markmiðin og forgangsverkefnin í áætluninni eru fjölþætt en þ</span><span>ar er lögð megin áhersla á forvarnir, fræðslu og ýmsar aðgerðir sem hvetja til heilbrigðra lífshátta.</span> <span>Nú stendur yfir endurskoðun á forgangsverkefnum heilbrigðisáætlunarinnar og er þegar ljóst að einn málaflokkur bætist þar við, en það er ofþyngd og offita og sá<span>&nbsp;</span> vandi sem einstaklingar og samfélagið<span>&nbsp;</span> kljást við<span>&nbsp;</span> vegna þessa.<span>&nbsp;</span> En sá vandi einskorðast ekki við Ísland.</span></p> <p><span>Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, má rekja 70% af sjúkdómsbyrði þjóða til lífshátta, umhverfisþátta og annars sem<span>&nbsp;</span> hver og einn getur haft áhrif á, í misjafnlega ríku máli þó. Þar á bæ telja menn að lífsháttabreytingar sem m.a. felast í óhollu<span>&nbsp;</span> mataræði sé mesta heilsufarsógnin sem menn standa frammi fyrir.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Á norrænni ráðstefnu um lýðheilsu sem haldin var í byrjun vikunnar í Reykjavík kom einnig fram að offita og hjarta- og æðasjúkdómar, sem sumir nefna &ldquo;lífsstíls-sjúkdóma&rdquo; eru meðal alvarlegustu heilbrigðisvandamála í Evrópu. Ýmsar leiðir voru nefndar til að taka á þeim vanda. Þar var meðal annars getið um niðurstöður úr rannsókn frá Bretlandi þar sem fram kemur að tekist hefur að minnka salt í fæði almennings um 30% á sl. tíu árum. Þetta hefur fyrst og fremst tekist með samstarfi við iðnaðinn eða matvælaframleiðendur. Aðferðirnar felast m.a. í því að minnka salt í mat, fræðslu og <span>&nbsp;</span>betri merkingum.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er því ljóst að beita þarf fjölbreyttum aðferðum við að hafa áhrif<span>&nbsp;</span> á fæðu og mataræði fólks. Hér má auðvitað ekki gleyma þætti stjórnvalda<span>&nbsp;</span> sem tengist<span>&nbsp;</span> stefnumótun ýmiss konar, laga- og reglugerðasetningu og skattlagningu.</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að geta þess hér að Alþingi samþykkti sl. vor þingsályktunartillögu<span>&nbsp;</span> um að grípa til aðgerða<span>&nbsp;</span> til að bæta heilbrigði Íslendinga. Í samþykktinni er ríkisstjórninni falið að undirbúa áætlun um samræmdar aðgerðir<span>&nbsp;&nbsp;</span> til að efla lýðheilsu á Íslandi með hollara mataræði<span>&nbsp;</span> og aukinni hreyfingu. Í forsætisráðuneytinu<span>&nbsp;</span> fer nú fram undirbúningur að skipan faghóps til að greina þann vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi. Í framhaldinu<span>&nbsp;</span> er gert ráð fyrir að faghópurinn geri tillögur að framkvæmdaáætlun sem lögð<span>&nbsp;</span> verði fyrir ríkisstjórnina vorið 2006.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>Góðir gestir.</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Árið 2003 voru útskriftir af sjúkrahúsum landsins yfir 46 þúsund talsins. Á Landspítala- háskólasjúkrahúsi einu starfa nálægt 5 þúsund manns. Hjúkrunar- og dvalarrýmin telja hátt í<span>&nbsp;</span> 4000 og svo mætti lengi telja.</span></p> <p><span>Stóreldhús og sá matur sem þar er fram borinn er því mikilvægur liður<span>&nbsp;</span> í heilbrigðisþjónustunni.</span></p> <p><span>Við vitum einnig að næring getur verið mikilvægur þáttur í meðferð sjúklinga. Á Landspítala- háskólasjúkrahúsi hefur á umliðnum árum verið leitað ýmissa leiða til<span>&nbsp;</span> þess að tryggja gæði<span>&nbsp;</span> matarins m.a. <span>&nbsp;</span>út frá næringarsjónarmiði, bragðgæðum og öryggi. Þar ríkir mikill metnaður og hefur verið lögð áhersla á að ráða inn <span>&nbsp;</span>fólk með fagþekkingu og bæta alla aðstöðu. <span>&nbsp;</span>Ég hef reyndar orðið var við þennan metnað í eldhúsum fleiri sjúkrahúsa m.a. á Akureyri,<span>&nbsp;</span> Sauðárkróki og Húsavík svo eitthvað sé nefnt.&nbsp;</span><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Ýmsar leiðir eru farnar til að tryggja gæði matarins og nefni ég her sem dæmi að á Á Landspítala &ndash; háskólasjúkrahúsi stendur nú yfir innleiðing á samhæfðu árangursmati, eða Balanced Scorecard, og þar er einnig unnið að því að fá gæðavottun skv. ISO 9001 staðli. <span>&nbsp;</span>Þar mun jafnframt<span>&nbsp;</span> fara fram undirbúningur á því að gefa fólki kost á að velja milli tveggja rétta í öllum máltíðum.</span></p> <p><span>Við höfum séð í þeim könnunum sem gerðar hafa verið á gæðum sjúkrahúsþjónustu frá sjónarhóli sjúklinga að einna minnst ánægja er meðal sjúklinga með matinn á sjúkrahúsum landsins. Það er auðvitað ljóst að erfitt er að gera öllum til hæfis og margir hafa litla matarlist vegna veikinda og annarra aðstæðna meðan dvalið er á sjúkrahúsi. Ég er þó sannfærður um það mun bæta nokkuð úr að gefa sjúklingum kost á að velja sinn mat.</span><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Önnur stóreldhús m.a<span>&nbsp;</span> í skólum og leikskólum svo og aðgangur <span>&nbsp;</span>vinnandi fólks að góðum og hollum mat er auðvitað mikilvægur þáttur<span>&nbsp;</span> fyrir heilsufar landsmanna eins og þið þekkið best. Mig langar að geta þess hér að nýlega kom út á vegum Lýðheilsustöðvar endurskoðuð útgáfa að handbók fyrir skólamötuneyti með hagnýtum ábendingum fyrir<span>&nbsp;</span> starfsfólk um matseðla, hollustu, matreiðslu, hreinlæti og innkaup. Ég vil einnig geta þess að í þessari viku var væntanleg úr prentun handbók fyrir leikskólaeldhús sem unnin var af vinnuhópi á vegum<span>&nbsp;</span> Lýðheilsustöðvar. Með þessu framtaki Lýðheilsustöðvar er þess vænst að handbækurnar komi að gagni við að bjóða börnum góðan og hollan mat á öllum skólastigum.</span></p> <p><span>Góðir gestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span><span>Ég hef oft sagt, og ítreka það, að<span>&nbsp;</span> forvarnir og heilsuefling eru ekki bundnar við eina aðferð, stofnun eða aldurshóp. Forvarnir felast í því að fá hvern og einn, og samfélagið allt, til að taka höndum saman um að samræma aðgerðir til að bæta aðstöðu og breyta viðhorfi í samfélaginu í baráttunni fyrir bættri heilsu. Mér sýnist dagskráin hér í dag vera í þeim anda. Ég vænti þess að dagurinn verði í senn ganglegur og skemmtilegur.</span></p> <p><span>Ráðstefnan er sett.</span></p> <p>&nbsp;</p> <p><span>--------------------------</span></p> <p><strong><span>(Talað orð gildir)</span></strong></p> <p><span><span>&nbsp;</span></span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

12. október 2005Úrslit hugmyndasamkeppni

<p><strong>Ávarp Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við<br /> afhendingu dómnefndar á niðurstöðu í samkeppni<br /> um skipulag lóðar vegna nýs spítala</strong><br /> <strong>12. október 2005</strong></p> <p>Ágætu fundargestir!</p> <p>Ég hef nú fengið í hendur niðurstöður dómnefndar, en ég, eins og svo margir hér í þessum sal, hef beðið eftir því með nokkurri eftirvæntingu. Að baki þessa álits liggur mikil vinna og vil ég hefja mál mitt í dag á þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn og tilkynna um það hver fer með sigur af hólmi í samkeppninni en það er hópur, skipaður arkitektastofunni Arkitektur.is, Verkfræðistofu Norðurlands, norsku verkfræðistofunni SWECO Gröner og dönsku arkitekta-og landslagsarkitektastofunum C.F. Möller og Scönherr Landskab. Þetta eru vinningahafarnir og mig langar að biðja fulltrúa þessa hóps að koma hér upp og að við gefum þeim gott klapp.</p> <p>Góðir gestir!</p> <p>Ég vil þakka dómnefndinni og öllum þeim sem hafa lagt mikla vinnu og alúð í allan undirbúning málsins fyrir þeirra mikilvæga þátt, en of langt mál er að telja þá alla upp hér. Ég vil hins vegar sérstaklega þakka formanni dómnefndarinnar, Ingibjörgu Pálmadóttur fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra, en hún bæði hratt af stað sameiningu stóru spítalanna tveggja í Reykjavík og þeirri vinnu við að ákveða hvar framtíðaruppbygging nýs spítala ætti að vera.</p> <p>Ég tel að sameiningin hafi verið heillaspor. Landspítalinn hefur styrkst faglega og hann hefur einnig náð árangri í rekstri sínum og með þeim skrefum sem stigin eru í dag nálgumst við það að ljúka sameiningunni en ég hef haldið því fram að með því að sameina starfsemi spítalans á einn stað náum við að fullu þeim markmiðum sem við settum okkur við sameininguna. Ingibjörg gat ekki verið með okkur hér í dag af persónulegum ástæðum, en við sendum henni okkar bestu kveðjur.</p> <p>Í dómsorðum sínum segir dómnefndin um vinningstillöguna meðal annars að hún sé vönduð og sterk og hafi mikla möguleika til nánari útfærslu. Tillagan hefur heildstætt yfirbragð og gefur skýra mynd af svæðinu. Skipulag A-hluta lóðarinnar er mjög vel leyst, með rólegu yfirbragði í góðum tengslum við aðliggjandi byggð. Flest rými spítalans njóta dagsbirtu og nálægðar við útirými hans.</p> <p>Umferð sjúkrabíla, gesta og starfsmanna er vel aðgreind en staðsetning þyrlupalls er ekki eins og best verður á kosið. Umferð gangandi og akandi um svæðið er ágætlega leyst en skýra þarf aðkomu gangandi frá nýju Hringbraut. Aðalinngangar HÍ og LSH um sameiginlegt torg þarfnast frekari útfærslu en tenging spítalans við HÍ undir aðkomutorgi er vel leyst. Innri tenging starfseininga er góð en bæta má tengingu barnadeildar við bráðakjarna. Áfangaskipting tillögunnar er mjög skýr og sannfærandi.</p> <p>Það er talin kostur að fyrsti áfangi samkvæmt tillögunni er byggður næst núverandi spítala, sem þýðir að um heilsteypt spítalasvæði er að ræða í lok hvers áfanga.<br /> Þróunarmöguleikar tillögunnar eru miklir og er þá meðal annars litið til fyrirkomulags skurð- og greiningadeilda. Og síðan segir að dómnefndin sé sammála um að þessi tillaga uppfylli vel flest þau atriði sem samkeppnislýsing kveður á um <span></span>og telur hana því besta kostinn til áframhaldandi vinnu við skipulag svæðisins. Ég vil aftur þakka vinningshöfum og þeim öðrum sem tóku þátt í samkeppninni fyrir sinni þátt, og dómnefndinni fyrir sinn.</p> <p>Niðurstaða hugmyndasamkeppninnar markar tímamót í því stóra og viðamikla verkefni að byggja nýjan spítala. Draumurinn um öflugan háskólaspítala á einum stað er kominn til ára sinna en skipuleg vinna við að hrinda honum í framkvæmd hófst fyrir tæplega fjórum árum þegar nefnd um framtíðarskipulag og uppbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss skilaði mér nefndaráliti sínu í janúar 2002. Í því nefndaráliti var lagt til <em>í fyrsta lagi</em> að starfsemi Landspítala - háskólasjúkrahúss yrði á einum stað, <em>og í öðru lagi</em> að framtíðarsjúkrahúsið yrði við Hringbraut og nýbyggingar rísi aðallega sunnan núverandi Hringbrautar. Frá þeim tíma hefur verið stefnt að því að háskólaspítalinn risi við Hringbraut og unnið stöðugt að því marki, enda verkefnið af óvenjulegri stærðargráðu. Í október 2002 var síðan skipuð nefnd til þess að stýra næstu skrefum við uppbyggingu Landspítalans á þessum stað. Hún hefur meðal annars gert samninga við Reykjavíkurborg um það svæði, sem nú verður tekið til deiliskipulags.</p> <p>Framundan er undirbúningur að deiliskipulagi og áframhaldandi hönnun spítalans og háskólans á þessu svæði. Það er nýr áfangi og krefst töluverðs mannafla. Ég hef því ákveðið að skipa byggingarnefnd á þessum tímamótum til þess að fara með yfirstjórn þessara mála næstu misserin og mun ég kynna samsetningu nefndarinnar á næstunni.</p> <p>Ég vil gjarnan að hana skipi einvalalið sérfræðinga á þessu sviði og ég vil líka að það verði tryggt með byggingarnefndinni að um verkið eða verkefnið skapist til langrar framtíðar sú breiða pólitíska samstaða sem nú ríkir og þarf að ríkja um uppbyggingu nýs spítala fyrir alla landsmenn. Þetta segi ég vegna þess að öllum er ljóst að svo stórt verkefni eins og bygging nýs Landspítala nær yfir að minnsta kosti tvennar kosningar.</p> <p>Ágætu fundargestir!</p> <p>Stærstu þáttaskilin í málinu, og forsenda þess að við sjáum nýja framtíð handan skipulagssamkeppninnar, urðu að sjálfsögðu þegar að ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að leggja 18 milljarða af söluandvirði Símans til uppbyggingar hins nýja spítala. Fyrir heilbrigðisráðherra er ánægjulegast að geta lagt sitt af mörkum til að efla heilbrigðisþjónustuna til hagsbóta fyrir borgara þessa lands. Verkefnið sem bíður okkar nú er hins vegar ekki bara að reisa hús og byggingar heldur ekki síður að taka ákvarðanir um starfsemina sem hér fer fram og þar með hvað gert er á öðrum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Landspítalinn hefur verið og verður meginstoð íslensku heilbrigðisþjónustunnar í skilningi lækninga og hjúkrunar að ekki sé talað um rannsóknir og kennslu.</p> <p>Þegar ákvörðun ríkisstjórnarinnar lá fyrir var mín fyrsta hugsun að kynna niðurstöðuna fyrir starfsmönnum og stjórnendum Landspítalans og Háskóla Íslands. Við það tækifæri sagði ég eitthvað á þá leið að mikilvægi rannsókna og vísinda á heilbrigðissviði færi vaxandi og þar gegndu einmitt háskólasjúkrahúsin lykilhlutverki. Ég sé fyrir mér að þetta verði eitt meginhlutverka hins nýja Landspítala. Ég sé fyrir mér nýjan Landspítala sem veitir fyrirtaks þjónustu og þar sem unnt er að framkvæma flóknar aðgerðir á sem flestum sviðum, spítala sem verður í senn hornsteinn heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar og spítalinn sem tengir saman heilbrigðisþjónustuna í landinu öllu.</p> <p>Við erum hér í raun og veru að tala um miðstöð, eða háskólaspítala sem allir aðrir geta sótt í þekkingu, hátækni- og sérfræðiþjónustu. Þegar vinningstillagan og framtíðin er skoðuð er mikilvægt að hafa einmitt þessi sjónarmið í huga, því þau liggja til grundvallar öllum okkar ákvörðunum.</p> <p>Ágætu fundarmenn.</p> <p>Við okkur blasir óvenjulega spennandi verkefni og tækifæri til þess að hafa áhrif á mótun nýs sjúkrahúss og nýrra háskólabygginga í miðborginni. Þessi uppbygging mun hafa mikil áhrif á Reykjavíkurborg og breyta ásýnd hennar. Jafnframt munu þessar byggingar þjóna landsmönnum öllum og bera vitni framsækni okkar á sviði heilbrigðisþjónustu. Það er sannarlega tilhlökkunarefni að halda áfram þessu verki.</p> <p>Takk fyrir.</p> <p>------------------------</p> <p><strong>(Talað orð gildir)</strong></p> <br /> <br />

08. október 2005Hátíðardagskrá í tilefni alþjóðageðheilbrigðisdagsins

<p align="center"><strong>Ávarp Jóns Kristjánssonar,</strong></p> <p align="center"><strong>heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra</strong></p> <p align="center"><strong></strong></p> <p><span>Gleðilega hátíð góðir gestir.</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>Það er ánægjulegt að vera hér við hátíðardagskrá í tilefni alþjóðageðheilbrigðisdagsins. Það er gleðilegt að sjá hve margir búa yfir krafti og vilja til að láta gott af sér leiða. Það er stórkostlegt að fá tækifæri til að kynnast öllum þeim fjölda fólks sem hefur hugsjónir og kjarkinn og eljuna sem þarf til að láta þær rætast.</span></p> <p><span>Sem heilbrigðisráðherra hefi ég fengið tækifæri til að kynnast mörgum eldhugum sem starfa að geðheilbrigðismálum. Þeir hafa margir komið á minn fund og kynnt mér hugmyndir að nýjum verkefnum til að stuðla að bættri geðheilsu almennings og betra lífi þeirra sem þjást af geðsjúkdómum.</span></p> <p><span>Því miður hef ég oft þurft að vera í hlutverki úrtölumannsins sem stendur með báða fætur ofaní svörð, bendir á vandkvæði og heldur fast um pyngjuna. Þetta er jafnan hlutskipti ráðherra sem þurfa að vera hæfilega jarðbundnir og ráðdeildarsamir. En þegar hugmyndir eru góðar og verkefni vel undirbúin verður ráðherra líka að vera opinn fyrir nýjungum og reiðubúinn að veita þeim brautargengi. Og sem betur fer hef ég átt þess kost og séð ýmis þjóðþrifamál verða að veruleika.</span></p> <p><span>Það er öflugur hópur fólks sem setið hefur í undirbúningshópi alþjóðageðheilbrigðisdagsins. Þetta eru fulltrúar frá Hugarafli, Klúbbnum Geysi, Geðhjálp, Geðverndarfélagi Íslands og athvörfum Rauða kross Íslands: Vin og Læk, auk fulltrúa frá Landlæknisembættinu og Geðræktarverkefninu hjá Lýðheilsustöð.</span></p> <p><span>Geðheilbrigðisdeginum eru enda gerð afar góð skil með fjölbreyttri dagskrá þar sem haldið er á lofti boðskap Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem minnir þjóðir heims á að tengsl milli andlegrar og líkamlegrar heilsu séu órjúfanleg og að því þurfi að huga á öllum æviskeiðum. Í þessu felst að við erum því aðeins heilbrigð að við búum við góða andlega og líkamlega heilsu. Þetta tvennt verður ekki aðskilið og því þarf að leggja rækt við hvoru tveggja.</span></p> <p><span>,,Heilsuefling hefst hjá þér&rdquo; var heiti samstarfsverkefnis landlæknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins sem hófst árið 1993 með það að markmiði að efla heilsu og vellíðan landsmanna. Ég er einstaklega hrifinn af þessu slagorði sem mér finnst í senn jákvæð hvatning og áminning til okkar allra um að fyrst og fremst berum við sjálf ábyrgð á eigin heilsu.</span></p> <p><span>Við getum viðhaldið góðri heilsu eða bætt heilsu okkar með heilbrigðu og skynsamlegu líferni. Grunnur heilbrigðis okkar veltur á því að við umgöngumst líkama okkar og sál af virðingu, ábyrgð og væntumþykju. Auðvitað getur út af brugðið og vissulega höfum við ekki allt í hendi okkar. Þá eigum við gott heilbrigðiskerfi þangað sem við getum sótt leiðbeiningar, stuðning, lækningu og endurhæfingu. En fyrst og<span>&nbsp;</span> fremst þurfum við að taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu og varðveita heilbrigða sál í hraustum líkama.</span></p> <p><span>Góðar stundir.</span></p> <p align="justify">----------------------</p> <p>(Talað orð gildir)</p> <br /> <br />

07. október 2005Andlegt og líkamlegt heilbrigði

<h4 align="left"><span>,,Andlegt og líkamlegt heilbrigði"<br /> </span><span>Ráðstefna haldin í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins<br /> </span><span>7. október á Hótel Loftleiðum</span></h4> <h4 align="left"><span>Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.</span></h4> <h4 align="left"></h4> <p><span>Góðir gestir - ágætu forsvarsmenn þessarar ráðstefnu.</span></p> <p><span>Það er vel við hæfi að efna til þessarar umræðu um geðheilbrigðismál í tengslum við alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin stendur fyrir ár hvert þann 10. október.</span></p> <p><span>Lýsing á stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi í dag, umfjöllun um forvarnir á sviði geðheilsu og kynning á áhugaverðum úrræðum í geðheilbrigðismálum eru umfjöllunarefni dagsins.</span></p> <p><span>Mér finnst ánægjulegt að sjá hvað nálgun umræðunnar hér í dag er jákvæð þegar horft er til þeirra málefna sem verða á dagskrá. Sjálfur er ég mikill talsmaður forvarna á sviði heilbrigðismála almennt og þar eru geðheilbrigðismálin síst undanskilin. Ég tel einnig að á sviði geðheilbrigðismála sé mikil þörf fyrir fjölbreytt verkefni, hvort sem um er að ræða forvarnir, stuðning við sjúka og aðstandendur þeirra, meðferð eða endurhæfingu.</span></p> <p><span>Heilbrigðisráðherrar aðildarríkja Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar samþykktu sameiginlega yfirlýsingu á ráðstefnu stofnunarinnar um geðheilbrigðismál sem haldin var í Helsinki í janúar síðast liðinn. Þar segir meðal annars að við, þ.e. ráðherrar yfirlýsingarinnar, teljum meginmarkmið geiðheilbrigðismála að ,,stuðla að vellíðan fólks og starfshæfni með því að beina sjónum að styrkleika þess og getu, auka sveigjanleika og leggja áherslu á utanaðkomandi forvarnarþætti". Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að áhersla á geðheilbrigði, forvarnarstarf, meðferð og umönnun og endurhæfingu vegna geðrænna vandamála sé forgangsverkefni hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.</span></p> <p><span>Samhliða yfirlýsingu okkar ráðherranna var á fundinum í Helsinki samþykkt evrópsk aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum með yfirskriftinni ,,Leitað lausna á brýnum verkefnum". Áætlunin byggist á tólf skilgreinum meginmarkmiðum. Sum þeirra eru almenn og snúast um að bæta þekkingu, vinna gegn fordómum og breyta viðhorfum með aukinni fræðslu og upplýsingagjöf til almennings, fagfólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Önnur eru sértækari, svo sem að:</span></p> <ul> <li><span>...efla starfsemi sem tekur mið af viðkvæmum lífsskeiðum...</span></li> <li><span>koma í veg fyrir geðraskanir og sjálfsvíg...</span></li> <li><span>tryggja góða geðheilbrigðisþjónustu hjá almennri heilsugæslu...</span></li> <li><span>koma á þverfaglegu samstarfi...</span></li> <li><span>sjá til þess að ekki skorti hæft starfsfólk...</span></li> <li><span>leggja fram nægar fjárveitingar...</span></li> <li><span>og að meta skilvirkni og koma nýrri þekkingu á framfæri.</span></li> </ul> <p><span>Ég hef í starfi mínu sem heilbrigðisráðherra orðið var við ört vaxandi áhuga í samfélaginu á geðheilbrigðismálum. Á þetta jafnt við um almenning, fagfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu að ógleymdum ýmsum grasrótarsamtökum aðstandenda, sjúklinga og annarra sem láta sig þessi mál varða. Í raun má segja að um vakningu hafi verið að ræða og að hún hafi leitt til mun opnari umræðu um geðheilbrigði og geðheilbrigðisþjónustu en áður. Þessi umræða er tímabær og þörf - og af henni má einnig sjá að fordómar eru á hröðu undanhaldi.</span></p> <p><span>Ég neita því ekki að mér hefur á stundum þótt umræðan nokkuð óvægin í garð heilbrigðisyfirvalda. Í versta falli höfum við verið gagnrýnd fyrir úrræðaleysi og stefnuleysi og fyrir að vanrækja málaflokkinn bæði faglega og fjárhagslega. - En járn brýnir járn og maður brýnir mann - og ég vil skoða hörkuna sem stundum hefur einkennt gagnrýnina í ljósi þess.</span></p> <p><span>Mig langar að fara nokkrum orðum um markmið evrópsku aðgerðaáætlunina í geðheilbrigðismálum í ljósi þeirra verkefna sem við höfum unnið að á síðustu misserum.</span></p> <p><span>Við höfum lagt áherslu á að bæta geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga og aðstandendur þeirra. Stækkun Barna- og unglingageðdeildar er í undirbúningi. Áhersla hefur verið lögð á að efla og auka hlutverk og þjónustu heilsugæslunnar á þessu sviði, m.a. með áherslu á aðkomu fleiri fagstétta, s.s. sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Verkefni við heilsugæsluna í Grafarvogi er byggt á þessari hugsun og fellur að markmiði aðgerðaáætlunarinnar um að koma á þverfaglegu samstarfi sem og því að tryggja góða geðheilbrigðisþjónustu hjá almennri heilsugæslu.</span></p> <p><span>Ég hef lengi verið talsmaður þess að efla og auka hlutverk og þjónustu heilsugæslunnar, meðal annars á sviði geðheilbrigðismála. Síðsumars staðfesti ég samning til tveggja ára milli Landspítala &ndash; háskólasjúkrahúss og heilbrigðisstofnana Ísafjarðarbæjar, Austurlands og Heilsugæsluna í Reykjavík sem miðar að því að efla sérhæfða sálfræðiþjónustu innan heilsugæslunnar og fjölga úrræðum fyrir sjúklinga með geðraskanir. Með tilstyrk geðsviðs Landspítalans verður byggð upp aukin þekking innan heilsugæslustöðvanna á geðrænum vandamálum og starfsfólki veitt kennsla í að takast á við þau á viðeigandi hátt. Einnig tekur spítalinn að sér að veita sálfræðiþjónustu með hugrænni atferlismeðferð á heilsugæslustöðvunum.</span></p> <p><span>Skelfilegasta afleiðing alvarlegra geðraskana eru sjálfsvíg og eitt markmiða evrópsku aðgerðaáætlunarinnar er að koma í veg fyrir þau. Undirbúningur verkefnisins Þjóð gegn þunglyndi hófst í ársbyrjun 2002 þegar ráðinn var til landlæknisembættisins verkefnisstjóri sjálfsvígsforvarna og skipað fagráð til að útfæra tillögur og hugmyndir um forvarnir. Ég tel að gildi þessa verkefnis hafi verið mikið og sama máli gegnir um verkefnið Geðrækt sem er fræðslu og forvarnarverkefni um geðheilsu og áhrifaþætti hennar.</span></p> <p><span>Það gefst ekki tími hér til að telja einstök verkefni á sviði geðheilbrigðismála sem ráðist hefur verið í á síðustu misserum. Mestu varðar að það hefur verið lögð áhersla á að bæta þjónustu og fjölga úrræðum. Ríkisstjórnin hefur sýnt þessum málaflokki skilning og stórauknu fé hefur verið veitt til málaflokksins á síðustu fjórum árum.</span></p> <p><span>Verkefni og fjárveitingar að undanförnu endurspegla áherslur mínar í málaflokknum, ekki síst áhersla á aukið þverfaglegt samstarf, eflingu heilsugæslunnar á þessu sviði, aukið samstarf á milli stofnana sem veita þjónustu á þessu sviði og viðleitni til að færa þjónustuna sem mest út fyrir stofnanirnar sjálfar sem næst notendunum og þeirra eðlilega umhverfi. Ég vil einnig eiga gott samstarf við grasrótarsamtök sjúklinga og aðstandenda og nýta drifkraft þeirra og þekkingu til að þróa ný úrræði.</span></p> <p><span>Eins og fram er komið er eitt meginmarkmiða evrópsku aðgerðaáætlunarinnar að efla starfsemi sem tekur mið að viðkvæmum lífsskeiðum. Á síðustu misserum höfum við beint kröftum okkar mjög að málefnum barna og ungmenna með geðraskanir. Margt hefur verið unnið á þeim vettvangi sem til bóta horfir og við munum svo sannarlega halda því starfi áfram.</span></p> <p><span>Í evrópsku aðgerðaáætluninni segir að ungbörn, börn og unglingar, sem og aldraðir séu einkum í áhættuhópi af völdum félagslegra, sálfræðilegra, líffræðilegra og umhverfistengdra þátta. Vegna varnarleysis síns eigi ungt fólk og aldrað að vera í algjörum forgangshópi varðandi framgang í geðheilbrigðismálum, forvarnarstarfi og umönnun geðsjúkra.</span></p> <p><span>Ég tel þarft að sérstaklega sé tekið á málefnum aldraðra í aðgerðaáætluninni og í samræmi við það þurfum við að gefa aðstæðum aldraðra á þessu sviði meiri gaum en við höfum gerð hingað til.</span></p> <p><span>Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka skýrt fram að aldraðir eiga auðvitað sama rétt til geðheilbrigðisþjónustu og aðrir aldurshópar. Oft er hins vegar þörf á annars konar þjónustu og úrræðum þar sem greining og meðferð geðsjúkdóma hjá öldruðum krefst í mörgum tilvikum sérþekkingar.</span></p> <p><span>Við vitum að þunglyndi er nokkuð algengur sjúkdómur meðal aldraðra. Sé það ekki greint og meðhöndlað á réttan hátt skerðir það verulega lífsgæði fólks og neikvæðar afleiðingarnar geta verið margvíslegar, bæði andlegar, líkamlegar og félagslegar. Hér tel ég að heilsugæsla hafi verk að vinna og þarft að efla hana í því skyni.</span></p> <p><span>Við þurfum einnig að meta þörf fyrir sérhæfð úrræði vegna alvarlegra geðsjúkdóma meðal aldraðra. Við þurfum að skoða hvernig við getum byggt þjónustuna á þeim stofnunum og úrræðum sem þegar eru til staðar og jafnframt að hvaða leyti við þurfum að bæta við nýjum úrræðum sem eru sérstaklega ætluð öldruðum. Og við þurfum að vera framsýn og sjá fyrir eins og kostur er hvernig best er að haga uppbyggingu á þessu sviði með hliðsjón af hækkandi meðalaldri þjóðarinnar.</span></p> <p><span>Það er mér ánægja að segja frá því að ég hefi ákveðið að kalla til liðs við mig hóp fagfólks á þessu sviði og fela þeim hópi að gera tillögur til úrbóta. Á alþjóðageðheilbrigðisdaginn 10. október 2005 munu 10 fagaðilar úr hópi félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðinga, lækna og sálfræðinga, auk fulltrúa aldraðra, fá skipunarbréf frá mér til setu í þessum faghópi. Þessum hópi er ætlað að vinna mjög hratt og skila mér tillögum um áherslur í geðheilbrigðisþjónustu við aldraða innan þriggja mánaða.</span></p> <p><span>Til að fylgja eftir evrópsku aðgerðaáætluninni í geðheilbrigðismálum hef ég átt viðræður við fjölda fagaðila og hagsmunaaðila um hvernig megi fylgja málum eftir og hrinda í framkvæmd stefnumiðum áætlunarinnar. Eins er nauðsynlegt að á grundvelli hennar verði markaðar skýrar áherslur í samræmi við íslenskar aðstæður og stöðu geðheilbrigðismála hér á landi. Til að svo megi verða mun ég áfram leita samstarfs við þá aðila sem best til þekkja og málið brennur heitast á.<span>&nbsp;</span></span></p> <p><span>Það er mikið fagnaðarefni að ríkisstjórnin skuli hafa ákveðið að verja einum milljarði króna af söluandvirði Landssíma Íslands til að hefja nú þegar uppbyggingu búsetuúrræða fyrir geðfatlaða. Þetta er verkefni sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið munu standa að sameiginlega.</span></p> <p><span>Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um þau verkefni sem bíða okkar á þessu sviði. Þau eru ærin og tækifærin til góðra verka því óþrjótandi.</span></p> <p><span>&nbsp;----------------------</span></p> <p><span>(Talað orð gildir)</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p><span>&nbsp;</span></p> <p>&nbsp;</p> <br /> <br />

15. apríl 2005Ráðstefna um málefni fanga

<p>Landlæknisembættið, Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-neytið, Fangelsismálastofnun ríkisins og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar efndu í dag til ráðstefnu um málefni fanga. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra setti ráðstefnuna.</p> <p><img alt="pdf-takn" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Icon/pdf-takn.gif" /><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Radstefna_um_tjonustu_vid_fanga_-_rada_radherra.pdf">Ávarp ráðherra</a>...</p> <br /> <br />

13. apríl 2005Ávarp við undirritun samnings í Kópavogi

<p>Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við undirritun samnings um nýtt húsnæði heilsugæslunnar í Kópavogi.</p> <p><img alt="pdf-takn" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Icon/pdf-takn.gif" /> <a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Avarp_JK_heilsugasla_i_Kopavogi.pdf">Ávarpið</a>...</p> <br /> <br />

07. apríl 2005Heilbrigð sál í hraustum líkama

<p><span>Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á ráðstefnunni ,,Heilbrigð sál í hraustum líkama" sem haldin var á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í samstarfi við menntamálaráðuneytið, Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð þann 7. apríl.</span></p> <p><span><img alt="pdf-takn" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Icon/pdf-takn.gif" /><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Avarp_radherra_-_Heilbrigd_sal_i_hraustum_likama.pdf">Ávarpið</a>...</span></p> <br /> <br />

03. febrúar 2005Ráðstefna um börn með hegðunarvanda og geðraskanir

<p><span><span>Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið að efla geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni á landsbyggðinni og mun á þessu ári leggja fram hátt í 20 milljónir króna til viðbótar því sem er bundið við einstakar stofnanir. Þetta kom fram í ávarpi ráðherra á ráðstefnu um hegðunarvanda og geðraskanir barna og unglinga í dag.</span></span></p> <p><span><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra/Avarp_rh_gedraskanir_feb_2004.pdf">Ávarp ráðherra</a>...</span></p> <br /> <br />

22. desember 2004Samningur um rafræn læknabréf

<p>Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flutti ávarp við undirritun samnings um rafræn læknabréf milli Heilsugæslunnar í Reykjavík og Landspítala - háskólasjúkrahúss sem undirritaður var í dag. Samingurinn er gerður milli þessara stofnana, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Theriak ehf.</p> <p><img alt="pdf-takn" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Icon/pdf-takn.gif" /></p> <p><a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra04/Avarp_rafran_laknabref.pdf">Ávarp ráðherra</a>...</p>

14. desember 2004Nýtt segulómtæki LSH

<p>Landspítali - háskólasjúkrahús stígur stórt skref fram á veginn sem hátæknispítali og hátæknisjúkrahús sagði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra í ávarpi í tilefni þess að nýtt segulómtæki var formlega tekið í notkun við sjúkrahúsið í dag.</p> <p><img alt="pdf-takn" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Icon/pdf-takn.gif" /> <a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/radherra04/Segulomtaki_tekid_i_notkun.pdf">Ávarp ráðherra</a>...</p> <br /> <br />

12. nóvember 2004Ráðstefna um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu

<p>Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) og Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri héldu í dag ráðstefnu um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Sextán fyrirlestrar voru haldnir um efnið, en fulltrúar heilbrigðismálaráðuneytisins, stjórnmálaflokka, stofnana og hagsmunasamtaka tóku þátt í umræðunum. Til stóð að heilbrigðismálaráðherra ávarpaði ráðstefnuna í upphafi, en vegna anna á Alþingi flutti Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, kveðjur og ávarp ráðherra.</p> <p><img alt="pdf-takn" src="/media/velferdarraduneyti-media/media/Icon/pdf-takn.gif" /> <a href="/media/velferdarraduneyti-media/media/Ymsir_vidaukar/Jon_Kristjansson_-_Avarp_forgangsrodun.pdf">Ávarpið</a>...</p> <br /> <br />

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum