Hoppa yfir valmynd
Ráðstefnan Að skilja vilja og vilja skilja á vegum réttindavaktar velferðarráðuneytisins

 

Ráðstefnan var haldin á Hótel Natura, föstudaginn 24. nóvember 2017, á  vegum réttindavaktar velferðarráðuneytisins í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Samband íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands. Um það bil 300 gestir sóttu ráðstefnuna sem einnig mátti fylgjast með í beinni útsendingu á netinu (sjá upptöku á YouTube). Nálgast má glærur fyrirlesara og upptökur af einstökum fyrirlestrum hér að neðan.#viljaskiljavilja  Facebook: Að skilja vilja og vilja skilja Twitter: Að skilja vilja og vilja skilja Instagram: Að skilja vilja og vilja skilja

DAGSKRÁ

Vinsamlegast mætið tímanlega.

Ingibjörg Broddadóttir formaður réttindavaktar Ingibjörg Broddadóttir formaður réttindavaktar velferðarráðuneytisins opnar ráðstefnuna og flytur jafnframt ávarp ráðherra í forföllum hans.

Ingibjörg hefur lokið BA-prófi í sálfræði, MA í félagsráðgjöf og MPA í stjórnsýslu. Hún hefur verið sérfræðingur í velferðarráðuneytinu um langt árabil. Á starfsferli sínum hefur hún einkum unnið að barnavernd, félagsþjónustu sveitarfélaga, málefnum innflytjenda og flóttafólks auk málefna fatlaðs fólks og réttindagæslu þess hóps.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherraIngibjörg Broddadóttir flytur ávarp ráðherra í forföllum hans, sjá hér að ofan.

 

 dr. Joanne Watson

Listening to people rarely heard: Supporting Decision making for people who communicate informally

Dr. Joanne Watson frá Deakin University í Melbourne, Ástralíu, kynnir rannsókn sína.

Dr. Joanne Watson, er talmeinafræðingur, hefur stundað fræðimennsku og rannsóknir á þessu sviði, og er með þrjátíu ára reynslu af því að starfa með fötluðu fólki. Starfsvettvangur hennar teygir sig víða, því hún hefur unnið á þessu sviði í þremur heimsálfum, í Ástralíu, Kína, Hong Kong og Bandaríkjunum. Síðast en ekki síst er hún þekktur fyrirlesari, auk þess að hafa skrifað fræðigreinar og verið meðhöfundur bóka á sínu sérsviði. Sem stendur starfar Joanne við Dekain University í Melbourne.

Inntak erindis: Joanne mun á ráðstefnunni greina frá doktorsrannsókn sinni og lýsa verklagi sem hún hefur þróað til að lesa í vilja fólks sem ekki getur tjáð sig á hefðbundinn hátt.


10:00 KAFFIHLÉ

Dr. Guðrún V. Stefánsdóttir

Guðrún V. Stefánsdóttir er prófessor í fötlunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að lífssögum, háskólamenntun og  sjálfræði fatlaðs fólks, þar með talið þeirra sem þurfa mikinn stuðning i daglegu lífi og tjá sig ekki með orðum.

Í erindinu verður fjallað um niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem beindist að sjálfræði og fólki með þroskahömlun. Kynnt verða nokkur dæmi úr rannsókninni um jákvæðan stuðning sem miðaði að því að laða fram og styðja við sjálfræði einstaklinga sem tjá sig ekki með orðum.

Gísli og Hrafnhildur segja frá samstarfi sínu; hvernig þau vinna í stöðugri hönnun og bestun á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA þjónustu) Gísla. Þau greina frá því hvernig NPA nýtist Gísla til að taka fullan þátt í samfélaginu og hvernig þau nota samskipti til að skilja hvort annað, finna nýjar lausnir og meta árangur.

Hrafnhildur Jóhannesdóttir
Hrafnhildur JóhannesdóttirBS í viðskiptafræði og MA í samfélagsvænni frumkvöðlafræði. Hefur starfað sem verkefnastjóri og aðstoðarkona Gísla undanfarin ár. Hefur einnig unnið verkefni sem ljósmyndari og hönnuður fyrir rannsóknarverkefnið Jafnrétti fyrir alla og sendiherra Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hún stundar MA nám í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands með sérstakan áhuga á því hvernig hægt er að stuðla að jákvæðari birtingarmyndum fatlaðs fólks í fjölmiðlum.

Gísli Björnsson
Gísli BjörnssonÚtskrifaðist úr starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun við Háskóla Íslands árið 2013. Hefur verið virkur í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks um árabil. Er sendiherra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, er í starfi hjá menntavísindadeild Háskóla Íslands í rannsóknarverkefninu Jafnrétti fyrir alla og sem aðstoðarmaður á rektorsgangi. Hann leikur einnig á hljómborð í sunnudagaskóla Laugarneskirkju.


11:55 HÁDEGISHLÉ

Acknowledging, interpreting and acting on the will and preference of people rarely heard

 dr. Joanne Watson Dr. Joanne Watson kynnir verklag sem varð til við rannsókn hennar.

Dr. Joanne Watson, er talmeinafræðingur, hefur stundað fræðimennsku og rannsóknir á þessu sviði, og er með þrjátíu ára reynslu af því að starfa með fötluðu fólki. Starfsvettvangur hennar teygir sig víða, því hún hefur unnið á þessu sviði í þremur heimsálfum, í Ástralíu, Kína, Hong Kong og Bandaríkjunum. Síðast en ekki síst er hún þekktur fyrirlesari, auk þess að hafa skrifað fræðigreinar og verið meðhöfundur bóka á sínu sérsviði. Sem stendur starfar Joanne við Dekain University í Melbourne.

Inntak erindis: Joanne mun á ráðstefnunni greina frá doktorsrannsókn sinni og lýsa verklagi sem hún hefur þróað til að lesa í vilja fólks sem ekki getur tjáð sig á hefðbundinn hátt.

Helle KristensenHelle Kristensen er tónmenntakennari (B.Ed.) og er í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á sérkennslu (M.Ed.) við Háskóla Íslands. Hún hefur margvíslega reynslu af vinnu með fólki með óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Hún hefur verið kennari hjá Fjölmennt frá árinu 2007 og verkefnastjóri um notkun spjaldtölvu í kennslu og daglegu lífi síðan 2012..

Í erindinu verður námsbrautin „Líf mitt með öðrum“ kynnt. Námsbrautin er tveggja anna nám sem var þróað hjá Fjölmennt árið 2015. Á námsbrautinni voru fjórir einhverfir þátttakendur sem eiga erfitt með að tjá sig í töluðu máli og þurfa mikinn stuðning í daglegu lífi. Markmið með námsbrautinni voru meðal annars að auka möguleika til tjáningar og stuðla að lifandi þátttöku í náminu og lífinu almennt. Sagt verður frá því hvaða leiðir voru farnar til þess að ná þessum markmiðum. Áhersla verður lögð á að segja frá því sem gekk vel en einnig verður sagt frá áskorunum sem komu upp við þróun námsbrautarinnar.

Arne Friðrik Karlsson og Tinna Björg Sigurðardóttir á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Sagt verður frá tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um starfsemi þriggja búsetukjarna fyrir fatlaða einstaklinga með flóknar samsettar raskanir. Meginmarkmið verkefnisins er að bæta gæði þjónustu og efla vald íbúa yfir aðstæðum sínum og lífi. Við mat á þjónustunni voru tekin viðtöl við íbúa um viðhorf þeirra til þjónustunnar þar sem flestir tjá sig ekki með orðum, sem kallaði á að þróaðar yrðu leiðir til að gera þátttöku aðgengilega.

Tinna Björg SigurðardóttirTinna Björg Sigurðardóttir: B.A. í stjórnmálafræði, M.Sc. í viðskiptafræði-stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnastjóri í deild gæða og rannsókna á velferðarsviði Reykjavíkurborgar í rúm 5 ár. Vinnur að rannsóknum, stefnumótun og mati á árangri í velferðarsþjónustu Reykjavíkurborgar, sér í lagi í málaflokki fatlaðs fólks.

Friðrik Arne KarlssonArne Friðrik Karlsson: B.A. í þroskaþjálfafræðum og starfar sem leiðandi forstöðumaður á skrifstofu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þar vinnur hann að ýmsum verkefnum tengdum þjónustu við fatlað fólk. Friðrik hefur starfað að málefnum fatlaðra í rúm 26 ár eða frá árinu 1991 þegar hann hóf störf á Sólborg á Akureyri. Friðrik hefur lengst af starfað sem deildarstjóri eða forstöðumaður.


14:30 KAFFIHLÉ

Guðrún Guðmundsdóttir og Kristinn Már Torfason, forstöðumenn á búsetusviði Akureyrar.

Guðrún Guðmundsdóttir 
Guðrún GuðmundsdóttirBA í þroskaþjálfafræðum, lauk námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun. Hefur unnið sem forstöðumaður í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk til margra ára. Hefur stýrt þjónustu við fólk með þroskahömlun,  geðfatlaða og fíkniefnaneytendur. Hefur unnið sem forstöðumaður hjá Akureyrarbæ í rúm tuttugu ár og kynntist þjónandi leiðsögn þegar hún hóf störf hjá bænum og hefur unnið eftir þeirri hugmyndafræði síðan þá

Erindi
Til stendur að leggja niður eitt sambýli á Akureyri. Erindi Guðrúnar fjallar um viðtöl sem hún tók við íbúa á sambýlinu til að fá sem bestu mynd af því hvernig húsnæði þeir óska eftir að búa í og hvort þeir vilja búa með einhverjum öðrum eða búa einir. Þessir íbúar eru mjög misjafnlega staddir hvað varðar tjáningu og því þurfti að sníða viðtölin að getu þeirra, meðal annars voru notaðar myndir til auðvelda þeim að láta skoðanir sínar í ljós. Guðrún segir frá þessum viðtölum, hvað kom mest á óvart og hverju þetta skilaði. 

Kristinn Már Torfason
Kristinn Már TorfasonHefur unnið að málefnum fatlaðra frá árinu 1988 og sérhæft sig í hugmyndafræðinni „þjónandi leiðsögn“. Hann hefur stýrt innleiðingarferli hugmyndarinnar hjá Akureyrarbæ í málefnum fatlaðra og aldraðra, haldið fjölda fyrirlestra auk fræðslu bæði innanlands og erlendis. Kristinn hefur unnið sem forstöðumaður hjá búsetusviði Akureyrar í mörg ár og er varaforseti Gentle Teaching International-samtakanna.

Erindi
Guðrún, í forföllum Kristins Más, segir frá innleiðingu „þjónandi leiðsagnar“ hjá Akureyrarbæ og tilurð þess að farið var í vinnu með íbúum til að finna hverjar óskir þeirra væri vegna breyttrar búsetu.

Fatlaðir einstaklingar og aðgengi að refsivörslukerfinu; skýrsla starfshóps ríkissaksóknara um meðferð kynferðisbrotamála þegar um fatlaða sakborninga og/eða brotaþola er að ræða.

Þórdís IngadóttirÞórdís er lögfræðingur, er með framhaldsmenntun í alþjóðalögum.  Hún er dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavik.  Sérfræðisvið Þórdísar eru meðal annars alþjóðalög, mannréttindi, tengsl þjóðaréttar og landsréttar og hefur hún birt fjölda fræðigreina á þessu sviði, hérlendis sem erlendis.  Þá hefur hún tekið þátt í  og stýrt fjölda alþjóðlegra rannsóknarverkefna á sviði alþjóðalaga.   Auk kennslu hefur Þórdís setið í fjölda stjórna og nefnda  og situr hún meðal annars í stjórn Landsamtaka Þroskahjálpar og Mannréttindaskrifstofu Íslands. 

Ávarp – Áki Friðriksson, formaður Átaks, fólks með þroskahömlun.

Freyja HaraldsdóttirFreyja Haraldsdóttir er þroskaþjálfi og kynjafræðingur að mennt. Hún hefur unnið í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðasta áratuginn, fyrst sem framkvæmdastýra í NPA miðstöðinni og nú sem talskona í feminísku fötlunarhreyfingunni Tabú. Freyja er einnig stundakennari og sinnir rannsóknarstarfi á félagsvísindasviði og menntavísindasviði við Háskóla Íslands.

Halldór Gunnarsson, sérfræðingur á réttindavakt Halldór Gunnarsson er félagsráðgjafi að mennt og hefur um árabil unnið að réttindamálum fatlaðs fólks og fjölskyldna þess, var m.a. formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar 1999-2005. Halldór var réttindagæslumaður fatlað fólks í Reykjavík 2011-12 og hefur síðan starfað hjá velferðarráðuneytinu að málum sem tengjast réttindagæslunni.


  • Fundarstjórar: Snædís Hjartardóttir, háskólanemi og formaður Fjólu, félags fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og Áslaug Hjartardóttir, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands.
  • Tónlist: Gísli Björnsson og Halldór Gunnarsson leika ljúfa tóna hvar og hvenær sem því verður við komið.

Ráðstefnan er kostuð af framkvæmdaáætlun velferðarráðuneytisins í málefnum fatlaðs fólks.

Eftirfarandi standa að ráðstefnunni

 
#viljaskiljavilja Facebook: Að skilja vilja og vilja skiljaTwitter: Að skilja vilja og vilja skiljaInstagram: Að skilja vilja og vilja skilja
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira