Hoppa yfir valmynd

RSS

Hvað er RSS?

RSS-fréttaveitur auðvelda notendum að fylgjast með birtingu efnis á vefsvæðum án þess að heimsækja þau sérstaklega. Nýjustu fréttum og öðru vefefni sem notandi velur er safnað saman á einn stað. Vefir sem bjóða upp á RSS-fréttaáskrift auðkenna efnið gjarnan með appelsínugulum hnappi við það efni sem í boði er.

Notkun

Til að skoða RSS-fréttaveitur þarf að nota sérstök forrit, svokallaða RSS-lesara. Þeir sjá um að vakta nýjasta efni á vefsíðum sem notendur gerast áskrifendur að. Þegar RSS-lesari hefur verið sóttur á netinu og settur upp í tölvunni þarf notandinn að setja inn þær slóðir sem hann vill vakta. Slóð fréttaveitu er þá afrituð og síðan límd inn í RSS-lesarann. RSS-lesarinn vaktar alla þræði og lætur notanda vita þegar nýtt efni er birt. Einnig bjóða sumir vafrar upp á sjálfvirka RSS-þjónustu.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira