Hoppa yfir valmynd

Reglur um auglýsingar

[Stofnreglur, breytt með reglum nr. 479/2002, breytt með reglum nr. 107/2013]

1. gr.

Reglur þessar gilda um þá starfmenn ríkisins sem falla undir skilgreiningu 1. mgr. 1. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og teljast ekki embættismenn samkvæmt 22. gr. sömu laga.

2. gr.

Auglýsa skal laus störf, þannig að umsóknarfrestur sé a.m.k. tvær vikur frá birtingu auglýsingar.

Ekki er skylt að auglýsa störf í eftirfarandi tilvikum:

 1. Störf sem aðeins eiga að standa í tvo mánuði eða skemur.
 2. Störf við afleysingar, svo sem vegna orlofs, veikinda, barnsburðarleyfis, námsleyfis, leyfis til starfa á vegum alþjóðastofnana o.þ.u.l., enda sé afleysingu ekki ætlað að standa lengur en 12 mánuði samfellt.
 3. Störf sem auglýst hafa verið innan síðustu sex mánaða og í þeirri auglýsingu hafi þess verið getið að umsóknin geti gilt í sex mánuði.
 4. [Störf vegna tímabundinna vinnumarkaðsúrræða á vegum stjórnvalda og aðila vinnu­markaðarins.]1)

1) Reglur nr. 107/2013 um breytingu á reglum nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum

3. gr.

Laust starf telst nægjanlega auglýst ef auglýst er annað hvort þannig:

 1. að auglýsing birtist á netinu á sérstöku vefsvæði um laus störf hjá ríkinu og til hennar sé jafnframt vísað að minnsta kosti einu sinni í yfirliti um laus störf hjá ríkinu sem birtist í dagblaði sem gefið er út á landsvísu. Í yfirlitinu skal tilgreina starfsheiti, nafn stofnunar, í hvaða sveitarfélagi starfsmaður verður staðsettur og hvert leita skuli varðandi frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur skal miðast við fyrstu birtingu yfirlits í dagblaði, eða
 2. að auglýsing birtist að minnsta kosti einu sinni í dagblaði sem gefið er út á landsvísu.]1)

1) Reglur nr. 479/2002 um breytingu á reglum nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum

4. gr.

Í auglýsingu um laust starf skulu að minnsta kosti vera upplýsingar um eftirfarandi:

 1. Hver veitir nánari upplýsingar um starf.
 2. Hvert á umsókn að berast.
 3. Hvort hún eigi að vera á sérstökum eyðublöðum og ef svo er hvar sé hægt að fá þau.
 4. Umsóknarfrestur.
 5. Hvaða starf/starfssvið er um að ræða. Þar komi fram lýsing sem sé nægjanlega greinargóð til þess að væntanlegur umsækjandi geti gert sér glögga grein fyrir því í hverju starfið felst.
 6. Starfshlutfall.
 7. Hvaða menntunar- og/eða hæfniskröfur gerðar eru til starfsmanns.
 8. Hvaða starfskjör eru í boði.
 9. Stjórnunarleg staða starfsins innan stofnunar/ríkisfyrirtækis.
 10. Hvenær starfsmaður skuli hefja störf.
 11. Að öllum umsóknum verði svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

5. gr.

Reglur þessar, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 13. ágúst 1996.

 

Friðrik Sophusson.
_______________
Magnús Pétursson.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira