Efst á baugi - Nýjustu fréttir

Lyf

Drög að reglugerð um skömmtun lyfja til umsagnar

Drög að endurskoðaðri reglugerð heilbrigðisráðherra um skömmtun lyfja hefur verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 10. september næstkomandi.
Engin mynd með frétt

Drög að frumvarpi um framlengingu og víkkun gildissviðs laga um svæðisbundna flutningsjöfnun til umsagnar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi þar sem lagt er til að gildistími laga um svæðisbundna flutningsjöfnun verði framlengdur til ársloka 2025. Skilyrði flutningsjöfnunarstyrkja verði jafnframt rýmkuð til að fjölga þeim framleiðendum á landsbyggðinni sem mögulega geta notið slíkra styrkja. Opið er fyrir umsagnir til og með 30. ágúst nk.
Mynd/Hari

Skýrsla starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

Starfshópur sem unnið hefur að endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis hefur skilað skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.

Fundir stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað um ýmis viðfangsefni sem lúta að samskiptum vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá því í desember 2017.
Forsætisráðherra tilkynnir Elízu Gígju í gær að hún hafi orðið fyrir valinu.

Elíza Gígja spennt að sjá Úganda með augum unglingsins

Elíza Gígja Ómarsdóttir fimmtán ára reykvísk stúlka hefur verið valin til að taka þátt í gerð heimildarmyndar um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðuneytið fyrir hönd íslenskra stjórnvalda stendur að í samvinnu við auglýsingastofuna Hvíta húsið og RÚV. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti Elízu Gígju óvænt niðurstöðuna í gær á Víkingsvellinum í Fossvogi. “Fimmtán ára stúlka trúði vart sínum eigin augu og eyrum í dag þegar forsætisráðherra tilkynnti henni óvænt að hún færi fyrir Íslands hönd til Úganda,” sagði í frétt RÚV í gærkvöldi.
Nýr aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra - Mynd

Nýr aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.
Mikilvægi Evrópusamvinnu fyrir rannsóknir og nýsköpun - Mynd

Mikilvægi Evrópusamvinnu fyrir rannsóknir og nýsköpun

Vinna er hafin við níundu rannsóknar- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, og birti framkvæmdastjórn ESB drög að henni í byrjun júní.
Lyf

Viðvaranir Embættis landlæknis vegna misnotkunar lyfja

Vegna frétta undanfarið um notkun ungmenna á ávanabindandi lyfjum hefur embættið tekið saman upplýsingar um alvarleg áhrif og afleiðingar misnotkunar. Fjallað er um bráðar og óafturkræfar afleiðingar sem hlotist geta af því að taka inn of stóran skammt af tilteknum lyfjum.
Guðlaugur Þór og Ine Ine Marie Eriksen Søreide ásamt bændunum á Refsstöðum, þeim Brynjari Bergssyni og Önnu Lísu Hilmarsdóttur, auk fréttamanns RÚV.

Norski utanríkisráðherrann í vinnuheimsókn

Utanríkisráðherra Noregs heimsótti í dag bændur í Borgarfirði sem ætla að selja hey til norskra bænda. Þau Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra ræddu ýmis málefni í vinnuheimsókn hennar hingað til lands.
Góð mæting var á fundinum.

Endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum hafin

Húsfyllir var á upphafsfundi umhverfis- og auðlindaráðherra vegna endurskoðunar laga um mat á umhverfisáhrifum. Fundurinn var haldinn á Grand hóteli í gær með þjóðfundarsniði.
Fremri röð f.v.: Anu Vehviläinen Finnlandi og Nina Fellman Álandseyjum. Aftari röð f.v.: Hans B. Thomsen Danmörku, Sigurður Ingi Jóhannsson, Aase Marthe J. Horrigmo Noregi og Klara Cederlund Svíþjóð.

Norrænir sveitarstjórnarráðherrar funda í Finnlandi

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, situr nú fund norrænna sveitarstjórnarráðherra í bænum Porvoo i Finnlandi. Meðal umræðuefna er stefnumörkun landanna og umbætur á sveitarstjórnarstiginu. Flest ríkin hafa staðið fyrir talsverðum breytingum sem miða að því að styrkja sveitarstjórnarstigið og gera því betur kleift að sinna lögbundnum verkefnum og taka við fleiri verkefnum frá ríkinu.

Umhverfis- og auðlindaráðherra heldur kynningarfundi um drög að frumvarpi um nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi

Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til funda með sveitarfélögum, umhverfisverndarsamtökum, ferðamálasamtökum og útivistarsamtökum þar sem kynnt verða drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn