Efst á baugi - Nýjustu fréttir

Íþróttamál á Íslandi vekja athygli Eista - Mynd

Íþróttamál á Íslandi vekja athygli Eista

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hóf ferð sína til Eistlands á fundi með Indrek Saar menningarmálaráðherra.
Velferðarráðuneytið Skógarhlíð

Hlutur kynjanna í nefndum ráðuneytanna aldrei jafnari

Hlutur kynjanna í nefndum ráðuneytanna hefur aldrei verið jafnari, hvort heldur litið er til allra starfandi nefnda eða nýskipana á starfsárinu 2017. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Jafnréttisstofu um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Stjórnarráðsins.

Samgönguþing hefst kl. 13 í dag – útsending á vefnum

Á annað hundrað manns eru skráðir til þátttöku á samgönguþingi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og samgönguráð boða til á Hótel Sögu kl. 13-16.30 í dag. Hægt verður að fylgjast með streymi frá þinginu hér á vefnum.
Engin mynd með frétt

Óskað eftir umsögnum um drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir umsögnum á samráðsgátt stjórnvalda um drög að lagafrumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð.
Svipmynd frá fundi samstarfsráðherra Norðurlandanna í Lundi í Svíþjóð.

Ungt fólk, ferðaþjónusta og hafið til umræðu á fundi samstarfsráðherra Norðurlandanna

Formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, sem hefst um næstu áramót, var til umræðu á fundi samstarfsráðherra Norðurlandanna sem fram fór í Lundi í Svíþjóð í dag.
Forsætisráðherra heimsækir Háskóla Íslands

Forsætisráðherra opnar EURAM ráðstefnu og heimsækir Háskóla Íslands

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, opnaði ráðstefnu EURAM (European Academy of Management) í Háskólabíó í dag.
Innritunum í verk- og starfsnám fjölgar um 33% - Mynd

Innritunum í verk- og starfsnám fjölgar um 33%

Nemendum sem innritast á verk- eða starfsnámsbrautir framhaldsskóla fjölgar umtalsvert, eða hlutfallslega um 33% frá síðasta ári.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Markmiðin með nýju greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu hafa náðst

Nýtt greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu hefur aukið jöfnuð eins og að var stefnt og varið þá sem veikastir eru fyrir fyrir miklum útgjöldum. Útgjöld barnafjölskyldna hafa lækkað og hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu styrkst. Þetta er niðurstaða úttektar um reynslu af kerfinu ári eftir innleiðingu þess.
Ráðherra og Þorlákur

Starfshópur um bættar félagslegar aðstæður fanga að lokinni afplánun

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað starfshóp sem fjalla á um leiðir til að bæta félagslegar aðstæður einstaklinga sem lokið hafa afplánun refsingar í fangelsi.
Engin mynd með frétt

Frumvarp til laga um leigubifreiðar – áform um lagasetningu til umsagnar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur tekið ákvörðun um að í ráðuneytinu skuli hefja undirbúning að frumvarpi til nýrra laga um leigubifreiðar með hliðsjón af tillögum starfshóps. Ráðgert er að leggja frumvarpið fram á haustþingi Alþingis 2019 og eru áform um lagasetninguna nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Opið er fyrir umsagnir til og með 19. júlí nk.
Tæpum 100 milljónum króna úthlutað úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní - Mynd

Tæpum 100 milljónum króna úthlutað úr Jafnréttissjóði Íslands 19. júní

Í dag var styrkjum úr Jafnréttissjóði Íslands úthlutað við hátíðlega athöfn á Hótel Borg. Að þessu sinni hlutu 28 umsækjendur styrk til verkefna og rannsókna sem er ætlað að efla kynjajafnrétti í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. „Börn á tímum kynlífsvæðingar og stafrænnar tækni: Rannsóknir og aðgerðir", verkefni Önnudísar Grétu Rúdólfsdóttur, hlaut hæsta styrkinn, samtals 10 milljónir króna. Næsthæsta styrkinn, níu milljónir króna, hlaut Arnhildur Gréta Ólafsdóttir fyrir gerð heimildarmyndarinnar „Full Steam Ahead.“
Velferðarráðuneytið í Skógarhlíð

Breytt skipan velferðarráðuneytis í undirbúningi

Forsætisráðherra, að höfðu samráði við félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra, hyggst hefja undirbúning að breyttri skipan velferðarráðuneytis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn