Hoppa yfir valmynd
 

Ekki liggur fyrir skilgreind aðferðafræði varðandi þrjá mælikvarða:

2.3.1 Framleiðslumagn á starfseiningu, flokkað eftir umfangi búskapar/ hjarðmennsku/skógræktar.

2.3.2 Meðaltekjur lítilla matvælaframleiðenda, eftir kyni og hvort um frumbyggja er að ræða.

2.4.1 Hlutfall landbúnaðarsvæðis til framleiðslu og sjálfbærs landbúnaðar.

Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru þrír sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu. Þeir eru:

2.1.2 Algengi nokkurs eða alvarlegs fæðuóöryggis hjá þjóðinni, byggt á mælikvarðanum um fæðuóöryggi (FIES - Food Insecurity Experience Scale).

2.c.1 Mælikvarði fyrir frávik í matvælaverði.

2.5.1 Fjöldi erfðaauðlinda plantna og dýra á sviði matvæla og landbúnaðar sem komið hefur verið tryggilega fyrir í varðveisluaðstöðu til meðallangs og langs tíma.

Verið er að kanna fýsileika þess að greina fjóra mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:

2.1.1 Algengi vannæringar.

2.2.1 Algengi kyrkings í vexti (hæð m.v. aldur <-2 staðalfrávik frá meðaltali Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)) meðal barna undir 5 ára aldri.

2.2.2 Algengi lélegs næringarástands (þyngd m.v. hæð >+2 eða <-2 staðalfrávik frá meðaltali barnavaxtarstuðuls Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar) meðal barna undir 5 ára aldri, eftir tegund (vanþrif og ofþyngd).

2.a.2 Heildartilfærslur hins opinbera (opinber þróunaraðstoð að viðbættum öðrum opinberum tilfærslum) til landbúnaðargeirans.

Þá var það metið svo að einn mælikvarði eigi ekki við á Íslandi:

2.a.1 Leitnistuðull fyrir landbúnað í útgjöldum hins opinbera.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira