Hoppa yfir valmynd

Samgönguvernd

Í samgönguvernd felst annars vegar flugvernd og hins vegar siglingavernd. Í samgönguvernd felast ýmis úrræði sem miða að því að vernda samgöngur í lofti og á sjó gegn hryðjuverkum eða annarri ógn sem stafar af ólöglegum aðgerðum.

Markmiðið með flugvernd er að tryggja með fyrirbyggjandi ráðstöfunum öryggi þeirra sem ferðast með loftförum, þ.e. farþega og áhafna, starfsmanna og annarra sem hafast við á flugvöllum sem og að tryggja flugvellina sjálfa. 

Markmiðið með siglingavernd er á sama hátt að tryggja öryggi þeirra sem ferðast með skipum, farþega, áhafna og farms eða hafast við í höfnum og á hafnarsvæðum sem og að tryggja hafnirnar sjálfar. Reglur á sviði samgönguverndar taka að mestu leyti mið af alþjóðlegum skuldbindingum íslenska ríkisins.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ber ábyrgð á stefnumótun í málaflokknum og hefur yfirumsjón með samgönguvernd hér á landi. Samgöngustofa fer með stjórnsýslu og eftirlit með flug- og siglingavernd og veitir auk þess þær heimildir, samþykki og leyfi sem regluverkið gerir ráð fyrir.

Sjá einnig:

Gagnlegir tenglar

Hér að neðan eru tenglar á frekari upplýsingar um ýmis svið samgönguverndar á vef Samgöngustofu.

Síðast uppfært: 7.12.2022
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum