Gæðaviðmið
Ein af grunnforsendum eftirlits er að fyrir liggi gæðaviðmið til að unnt sé að meta gæði og öryggi þjónustunnar með samræmdum hætti.
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) annast þróun og útgáfu gæðaviðmiða, á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk og laga um málefni aldraðra. Viðmiðin eru þróuð í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og að höfðu samráði við hagsmunasamtök. Viðmiðin byggja á lögum og reglugerðum, en einnig framkvæmdaáætlunum og sáttmálum, eftir því sem við á hverju sinni. Markmiðið er að efla gæði og öryggi þjónustunnar og stuðla að samræmingu hennar.
- Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk (PDF)
- Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk – Auðlesinn texti (PDF)
- English: Introducion to Icelandic Social Care Standards (PDF)
Gæða- og eftirlitsstofnun
Sjá einnig:
Lög og reglugerðir
Stofnanir
Áhugavert
Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.