Hoppa yfir valmynd
 

Alls eru sjö mælikvarðar án skilgreindrar aðferðafræði:

16.1.2. Átakatengd dauðsföll á hverja 100.000 íbúa, eftir kyni, aldri og orsök.

16.4.1. Heildarvirði ólögmæts inn- og útflæðis fjármagns (í gildandi bandaríkjadölum).

16.4.2. Hlutfall haldlagðra, fundinna eða afhentra vopna þar sem lögbært stjórnvald hefur rakið eða sýnt fram á ólögmætan uppruna eða aðstæður í samræmi við alþjóðlega gerninga.

16.6.2. Hlutfall íbúa sem eru ánægðir með síðustu upplifun sína af opinberri þjónustu.

16.7.1. Hlutfall stöðugilda (eftir kyni, aldri, fötluðum einstaklingum og þjóðfélagshópum) hjá opinberum stofnunum (innlendir og staðbundnir löggjafar, opinber þjónusta og dómskerfi) borið saman við skiptingu í samfélaginu.

16.7.2. Hlutfall íbúa sem telja ákvarðanatöku vera fyrir alla og að brugðist sé við slíku, eftir kyni, aldri, fötlun og þjóðfélagshóp.

16.b.1. Hlutfall íbúa sem tilkynnt hafa um persónulega reynslu af mismunun eða áreitni á síðastliðnum 12 mánuðum á grundvelli mismununar sem bönnuð er samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum.

Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði er einn sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu:

16.5.1. Hlutfall einstaklinga sem hafa átt samskipti við opinberan embættismann í a.m.k. eitt skipti og greitt mútur til opinbers embættismanns eða fengið beiðni um það frá þessum opinberu embættismönnum á síðastliðnum 12 mánuðum.

Þá var það metið svo að einn mælikvarðinn eigi ekki við á Íslandi:

16.8.1. Hlutfall aðildarríkja og atkvæðisréttur þróunarlanda innan alþjóðastofnana.

Verið er að kanna fýsileika þess að greina átta mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:

16.1.3. Hlutfall íbúa sem orðið hefur fyrir líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi á síðastliðnum 12 mánuðum.

16.2.1. Hlutfall barna á aldrinum 1-17 ára sem orðið hafa fyrir einhvers konar líkamlegum refsingum og/eða andlegu ofbeldi af hálfu umönnunaraðila síðastliðinn mánuð.

16.2.2. Fjöldi mansalsfórnarlamba á hverja 100.000 íbúa, eftir kyni, aldri og tegund misneytingar.

16.2.3. Hlutfall ungra kvenna og karla á aldrinum 18-29 ára sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

16.3.2. Hlutfall ósakfelldra gæslufanga af heildarfjölda í fangelsum.

16.5.2. Hlutfall rekstraraðila sem hafa átt samskipti við opinberan embættismann í a.m.k. eitt skipti og greitt mútur til opinbers embættismanns eða fengið beiðni um það frá þessum opinberu embættismönnum á síðastliðnum 12 mánuðum.

16.6.1. Frumgjöld ríkissjóðs sem hlutfall af upprunalegum, samþykktum fjárlögum, eftir geira (eða fjárlagalínum eða þess háttar).

16.a.1. Fyrir liggja sjálfstæðar mannréttindastofnanir í samræmi við Parísar-reglur Sameinuðu þjóðanna.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira