Hoppa yfir valmynd
 

Ekki liggur fyrir skilgreind aðferðafræði varðandi fjóra mælikvarða:

1.4.1 Hlutfall íbúa sem búa í húsnæði með aðgangi að grunnþjónustu.

1.a.1 Hlutfall innlendra úrræða sem stjórnvöld úthluta beint til áætlana um að draga úr fátækt.

1.a.3 Heildarfjárhæð allra styrkja og óafturkræfra fjárveitinga sem veitt er beint til áætlana um að draga úr fátækt, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.

1.b.1 Hlutfall opinberra rekstrar- og stofnkostnaðarfjárveitinga til atvinnugreina sem konur, fátækir og viðkvæmir hópar njóta umfram aðra.

Af þeim mælikvörðum sem hvíla á skilgreindri aðferðafræði eru fimm sem gögnum er ekki safnað um á reglubundinn hátt að svo stöddu. Þeir eru:

1.4.2 Hlutfall allra fullorðinna íbúa með örugg leiguréttindi á landi, með lagalega viðurkennd gögn og sem meta réttindi sín til lands sem örugg, eftir kyni og tegund ábúðar.

1.5.1 Fjöldi dauðsfalla, týndra einstaklinga og fólks sem orðið hefur fyrir beinum áhrifum af völdum hamfara á hverja 100.000 íbúa.

1.5.2 Beint efnahagslegt tap í tengslum við hamfarir miðað við verga landsframleiðslu.

1.5.3 Fjöldi landa sem hafa samþykkt og komið til framkvæmda innlendum áætlunum um að draga úr áhrifum hamfara í samræmi við Sendai-rammaáætlunina um forvarnir gegn náttúruvá 2015-2030.

1.5.4 Hlutfall sveitarstjórna sem hafa samþykkt og komið til framkvæmda staðbundnum áætlunum um að draga úr áhrifum hamfara í samræmi við innlendar áætlanir um það.

Verið er að kanna fýsileika þess að greina þrjá mælikvarða á grundvelli fyrirliggjandi gagna:

1.2.2 Hlutfall karla, kvenna og barna á öllum aldri, sem búa við fátækt í öllum sínum birtingarmyndum samkvæmt skilgreiningum í hverju landi.

1.3.1 Hlutfall íbúa sem njóta félagslegrar lágmarksverndar/félagslegra verndarkerfa, eftir kyni, þar sem greint er á milli barna, atvinnulausra einstaklinga, eldri borgara, fatlaðra, barnshafandi kvenna, nýbura, fórnarlamba vinnuslysa og fátækra og annarra í viðkvæmri stöðu.

1.a.2 Hlutfall heildarútgjalda hins opinbera til nauðsynlegrar þjónustu (menntunar, heilbrigðismála og félagsverndar).

Þá var það metið svo að einn mælikvarði eigi ekki við á Íslandi:

1.1.1 Hlutfall íbúa undir alþjóðlegum fátæktarmörkum eftir kyni, aldri, atvinnustöðu og landfræðilegri staðsetningu (þéttbýli/dreifbýli).

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira