Hoppa yfir valmynd

Viðskipti

Markmið viðskiptasviðs Utanríkisráðuneytisins er að efla samkeppnisstöðu og árangur íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum. Þar er unnið að því að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara, íslenskra fyrirtækja og neytenda með því að tryggja þeim aðgang að alþjóðamörkuðum og efla fríverslun.

Frekari upplýsingar má finna á vef viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins.

Íslandsstofa er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og miðar að því að auka gjaldeyristekjur þjóðarinnar með því að efla markaðssókn Íslendinga erlendis. Íslandsstofa aðstoðar íslensk fyrirtæki og einstaklinga sem huga að útflutningi og býður m.a. upp á fræðslufundi og námskeið sem efla samkeppnisfærni íslenskra fyrirtækja og skýra innviði erlendra markaða. Jafnframt er íslenskum fyrirtækjum boðið uppá faglega aðstoð við sölu á vörum, þjónustu og þekkingu á erlendum mörkuðum í samstarfi við sendiráðin sem styður við kynningu á íslenskri menningu ytra.

Nytsamlegir tenglar í sænsku viðskiptalífi:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum