Hoppa yfir valmynd

Úrskurður nr. 637/2015

ÚRSKURÐUR ÚRSKURÐARNEFNDAR UM LEIÐRÉTTINGU VERÐTRYGGÐRA FASTEIGNAVEÐLÁNA

 NR. 637/2015

 

Ár 2015, föstudaginn 13. nóvember, er tekið fyrir mál nr. 630/2015; kæra A, dags. 5. október 2015. Í málinu úrskurða Eva Dís Pálmadóttir, Ingi Tryggvason og Kristján Jónasson. Upp er kveðinn svofelldur

 

ú r s k u r ð u r :

 

I.

 

Málavextir eru þeir að með erindi til ríkisskattstjóra, dags. 13. maí 2015, gerði kærandi athugasemd við framkvæmd leiðréttingar.

Með kæru, dags. 5. október 2015, hefur kærandi kært framkvæmd leiðréttingar,  sbr. 11. gr. laga nr. 35/2014. Kærandi óskar eftir því að leiðréttingin fari inn á lífeyrissjóðslán nr. 1 og verði ekki ráðstafað til kæranda í formi persónuafsláttar. Lífeyrissjóðslánið hafi verið tekið vegna fasteignakaupa í desember árið 2007 og sé með lánsveði í íbúð ömmu hennar, B. Lífeyrissjóðslánið sé ekki uppgreitt.

 

II.

 

Í bréfi kæranda til ríkisskattstjóra, dags. 13. maí 2015, var greint frá því að kærandi væri skuldari að fasteignaveðláni. Ekki verður séð að þessar upplýsingar hafi áður legið fyrir í málinu. Að þessu athuguðu verður að telja að ríkisskattstjóra hafi verið rétt og skylt að líta á erindi kæranda sem beiðni um endurupptöku, enda bar erindið það með sér efni sínu samkvæmt, sbr. 13. gr. laga nr. 35/2014 og 1. tölul. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt upplýsingum sem aflað var frá ríkisskattstjóra og bárust úrskurðarnefndinni þann 8. október 2015 er ljóst að embættið gerði það. Jafnframt liggur fyrir að endurupptökubeiðni kæranda er ennþá óafgreidd hjá embættinu.

Við aðstæður sem þessar rofnaði kærufrestur til úrskurðarnefndarinnar þann 13. maí 2015, en tekur að líða að nýju frá þeim tíma þegar niðurstaða ríkisskattstjóra um endurupptöku er tilkynnt kæranda, sbr. 4. mgr. 27. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt framansögðu og í samræmi við réttaráhrif endurupptökubeiðna er máli kæranda vísað frá úrskurðarnefndinni og gögn sem hafa borist úrskurðarnefnd framsend ríkisskattstjóra þar sem embættið hefur til meðferðar beiðni um endurupptöku.

 

Ú r s k u r ð a r o r ð :

             Kærunni er vísað frá úrskurðarnefndinni og gögn sem hafa borist nefndinni send ríkisskattstjóra.


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum