Hoppa yfir valmynd
%C3%9Arskur%C3%B0arnefnd%20velfer%C3%B0arm%C3%A1la%20-%20Almannatryggingar

Nr. 106/2019 - Úrskurður

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Mál nr. 106/2019

Þriðjudaginn 30. apríl 2019

A

gegn

Tryggingastofnun ríkisins

Ú R S K U R Ð U R

Mál þetta úrskurða Rakel Þorsteinsdóttir lögfræðingur, Eggert Óskarsson lögfræðingur og Jón Baldursson læknir.

Með kæru, dags. 12. mars 2019, kærði B lögmaður, f.h. A, til úrskurðarnefndar velferðarmála ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins frá X 2018 um upphafstíma örorkumats kæranda.

I.  Málsatvik og málsmeðferð

Með örorkumati, dags. X 2018, var umsókn kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur samþykkt. Gildistími örorkumatsins var ákvarðaður frá X til X.

Kæra barst úrskurðarnefnd velferðarmála 12. mars 2019. Með tölvupósti til Tryggingastofnunar ríkisins 18. mars 2019 óskaði úrskurðarnefnd velferðarmála eftir upplýsingum um stöðu málsins. Með tölvupósti 19. mars 2019 upplýsti Tryggingastofnun að stofnunin myndi fara yfir mál kæranda að nýju og hefði óskað eftir frekari gögnum. Með tölvupósti til lögmanns kæranda 10. apríl 2019 óskaði úrskurðarnefndin eftir upplýsingum um stöðu málsins. Með tölvupósti 15. apríl 2019 upplýsti lögmaðurinn að málið væri í skoðun hjá Tryggingastofnun og að frekari gögn hafi verið send stofnuninni.

II.  Sjónarmið kæranda

Kærandi krefst þess að úrskurðarnefnd velferðarmála endurskoði ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um upphafstíma örorkumats hennar og staðfesti rétt hennar til örorkulífeyris aftur í tímann.

III.  Niðurstaða

Mál þetta varðar ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins frá X 2018 um upphafstíma örorkumats kæranda.

Með örorkumati, dags. X 2018, var umsókn kæranda um örorkulífeyri og tengdar greiðslur samþykkt. Gildistími örorkumatsins var ákvarðaður frá X til X. Með tölvupósti lögmanns kæranda til Tryggingastofnunar ríkisins 8. mars 2019 var óskað eftir rökstuðningi fyrir því að ekki hafi verið samþykkt örorkumat aftur í tímann. Þá var óskað eftir að málið yrði tekið til endurskoðunar. Með tölvupósti Tryggingastofnunar ríkisins til lögmanns kæranda 19. mars 2019 var kæranda tilkynnt um að til þess að stofnunin gæti tekið beiðni um endurskoðun á upphafstíma örorkumats til skoðunar væri nauðsynlegt að frekari gögn bærust þar sem fram kæmu meðal annars upplýsingar um hvort endurhæfing hafi átt sér stað.

Úrskurðarnefnd velferðarmála telur að ráðið verði af framangreindu að kærandi hafi óskað eftir endurupptöku málsins hjá Tryggingastofnun ríkisins, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, og að málið sé nú í vinnslu hjá stofnuninni. Sá skilningur úrskurðarnefndarinnar var staðfestur með tölvupóstum, annars vegar frá Tryggingastofnun 19. mars 2019 og hins vegar lögmanni kæranda 15. apríl 2019, þar sem fram kom að Tryggingastofnun hygðist fara yfir mál kæranda að nýju og að gagnaöflun væri enn í gangi.

Þegar aðili máls sættir sig ekki við stjórnvaldsákvörðun standa honum til boða ýmsar leiðir til þess að fá ákvörðunina endurskoðaða. Hann getur til dæmis óskað eftir endurupptöku málsins eða kært ákvörðunina. Aðili máls getur aftur á móti ekki valið báðar þessar leiðir samtímis. Í ljósi þess að kærandi óskaði eftir endurupptöku málsins hjá Tryggingastofnun ríkisins áður en kæra barst úrskurðarnefnd velferðarmála ber að vísa kærunni frá. Með vísan til þess er kæru vísað frá úrskurðarnefndinni.

Úrskurðarnefndin telur rétt að benda kæranda á að stjórnvaldsákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins vegna endurupptökubeiðninnar er kæranleg til úrskurðarnefndarinnar.


 

Ú R S K U R Ð A R O R Ð

Kæru A, er vísað frá úrskurðarnefnd velferðarmála.

F.h. úrskurðarnefndar velferðarmála

Rakel Þorsteinsdóttir


Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum