Hoppa yfir valmynd

Hafnarfjarðarkaupstaður - Röð varamanna þegar listi er ekki borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálasamtökum

Valgerður Halldórsdóttir
3. júní 2005
FEL05060003/1001

Merkurgötu 2b

220 HAFNARFJÖRÐUR

Vísað er til erindis yðar, dags. 1. júní 2005, þar sem óskað er álits ráðuneytisins á því hvort

framboðslista sem ekki er borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálaflokkum eða samtökum

sé heimilt að hafa anna hátt á boðun varamanna en greinir í 1. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga,

nr. 45/1998, með síðari breytingum. Óskað er svars við því hvort aðalmenn slíks

framboðslista megi koma sér saman um aðra röð varamanna en kveðið er á um í umræddu

lagaákvæði.

Því er til að svara að 1. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga felur í sér þá meginreglu að varamenn

taka sæti í sveitarstjórn í þeirri röð sem þeir eru kosnir þegar aðalfulltrúar þess lista sem þeir

eru kosnir af forfallast. Röð varamanna liggur þannig fyrir að loknum kosningum og af því

leiðir að ekki skal boða 2. varamann á sveitarstjórnarfund nema ljóst sé að 1. varamaður

komist ekki á fundinn. Einnig á röð varamanna að koma fram á kjörbréfum sem gefin eru út

að loknum sveitarstjórnarkosningum. Er því hér um að ræða eina skýra reglu um röð

varamanna.

Rétt er að taka fram að við setningu sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 var fellt brott ákvæði eldri

sveitarstjórnarlaga sem heimilaði aðalmanni í sveitarstjórn að ákveða hvaða varamaður lista

tæki sæti í sinn stað vegna forfalla um stundarsakir. Aðalmenn lista eiga því ekki lengur val í

þessum efnum heldur ræður röð varamanna á framboðslista eins og áður segir.

Í 2. og 3. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga er að finna undantekningu frá framangreindri

meginreglu, sem aðeins á við þegar framboðslisti er borinn fram af tveimur eða fleiri

stjórnmálaflokkum eða samtökum. Um túlkun þessarar undantekningarreglu vísast nánar til

meðfylgjandi úrskurðar ráðuneytisins frá 23. apríl 2003 varðandi Vestmannaeyjabæ, en í

samræmi við þá niðurstöðu sem þar kemur fram ber að túlka allar undantekningar frá

meginreglu 1. mgr. 24. gr. laganna þröngt.

F. h. r.

Guðjón Bragason (sign.)

Þorgerður Benediktsdóttir (sign.)

Hafnarfjarðarkaupstaður - Röð varamanna þegar listi er ekki borinn fram af tveimur eða fleiri stjórnmálasamtökum. (PDF)

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum