Hoppa yfir valmynd

Launastefna velferðarráðuneytisins

Ráðuneytisstjóri ber ábyrgð á launastefnu ráðuneytisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu (STE-011) og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt. Skrifstofustjóri skrifstofu rekstrar og innri þjónustu er tilnefndur fulltrúi yfirstjórnar varðandi jafnlaunakerfi.

Velferðarráðuneytið greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð. 

  1. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af fjölmörgum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfshæfileikum, stjórnun og verkefnum. 
  2. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við launauppbyggingu ráðuneytisins, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf. 
  3. Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af yfirstjórn ráðuneytisins sem fer yfir laun allra starfsmanna ráðuneytisins árlega eða oftar til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum. Starfsmenn geta fengið viðtal við yfirmann (skrifstofustjóra) um endurskoðun launa. Telji yfirmaður (skrifstofustjóri) þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við skrifstofu rekstrar og innri þjónustu um framhald málsins. 
  4. Hjá ráðuneytinu eiga að vera til starfslýsingar fyrir öll störf. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.
  5. Launastefnan samræmist mannauðsstefnu Stjórnarráðsins. 
  6. Markmið ráðuneytisins er að tryggja öllum starfsmönnum þess jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

September 2017

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira