Hoppa yfir valmynd

Fréttir


Dags.TitillEfni
19.09.2019„Verður heimurinn betri?“ komin út í þriðja sinn

<span></span> <p>Nýkomin er út í þriðja sinn kennslubókin „Verður heimurinn betri?“ ásamt þýddum og staðfærðum kennsluleiðbeiningum sem sniðnar eru að nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla og nemendum í framhaldsskólum. Bókin fjallar um þróunina í heiminum og hefur að leiðarljósi að efla ungt fólk til umræðu um alþjóðasamvinnu og þróunarmál með hvatningu til þeirra um að taka virkan þátt í að móta framtíð heimsins.</p> <p>Félag Sameinuðu þjóðanna, með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, stendur að útgáfu bókarinnar, og hefur dreift henni í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. „Í bókinni er heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sjálfbæra þróun lýst, en þau marka leiðina að sjálfbærri framtíð bæði fyrir fólk og jörðina fram til ársins 2030,“ segir Harpa Júlíusdóttir hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Hún segir að þátttaka ungu kynslóðarinnar í framkvæmd heimsmarkmiðanna skipti sköpum og fræðsla í skólum sé fyrsta skrefið. „Í bókinni er leitað svara við spurningum eins og: Hvað er þróun? Hvernig er hún mæld? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Hvað er fátækt og hvernig hafa loftslagsbreytingar áhrif á hana? Af hverju höldum við að heimurinn sé verr staddur en hann er í raun og veru? Og síðast en ekki síst: Verður heimurinn betri? Í bókinn er fjallað um þróun í veröldinni á auðskiljanlegan, upplýsandi og jákvæðan hátt, velt upp spurningum og umræðum og vísað í staðreyndir og nýja tölfræði,“ segir Harpa.</p> <p>Bókin er þýdd úr sænsku og kom fyrst út á vegum Norðurlandaskrifstofu Þróunaráætlunar Sameinuðu Þjóðanna (UNDP) árið 2005. Þetta er sjöunda útgáfa bókarinnar, uppfærð og endurskoðuð. Nálgast má bæði bókina og kennsluleiðbeiningarnar á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna og bókina má einnig sækja á vef Menntamálastofnunar. Óski skólar eftir aðstoð við að innleiða efni bókarinnar í kennslu og/eða óskar eftir að fá eintak af bókinni má senda beiðni á Félag Sameinuðu þjóðanna. </p>

18.09.2019Lífið víðast hvar erfiðara fyrir stelpur en stráka

<span></span> <p>Fæðingarstaður er enn besti vísirinn um framtíð barns. Það gildir einu hvar barn er fætt, ef barnið er stúlka er lífið erfiðara fyrir hana en stráka. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum í nýrri árlegri skýrslu Gates samtakanna, <a href="https://www.gatesfoundation.org/goalkeepers/report/2019-report/#ExaminingInequality" target="_blank">Goalkeepers Report</a>, sem hefur það markmið að varpa ljósi á framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p>Þrátt fyrir framfarir í menntun stúlkna eru möguleikar kvenna takmarkaðir vegna félagslegra viðhorfa, lagasetningar sem mismunar kynjunum, og kynbundins ofbeldis, segir í skýrslunni.</p> <p>Bill og Melinda Gates hafa gegnum samtökin Gates Foundation lengi verið leiðandi stuðningsaðilar í verkefnum sem tengjast þróun og lýðheilsu. Samkvæmt nýju skýrslunni – sem er eins og margar aðrar birtar í aðdraganda allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna – hefur um það bil hálfur milljarður jarðarbúa ekki aðgang að grunnmenntun eða heilbrigðisþjónustu. Á báðum sviðum hallar mjög á stelpur.</p> <p>Skýrsluhöfundar segja ljóst að fjárfestingar í þróun séu ekki að ná til allra. Þannig sé mikið bil milli þjóða, milli svæða, og milli stúlkna og pilta. „Háskinn er bæði kyn- og svæðabundinn,“ segir Sue Desmond-Hellmann framkvæmdastjóri Gates Foundation.</p> <p>Hún vitnar í gögn í skýrslunni sem sýna til dæmis að fleiri börn deyja í Tjad á degi hverjum en í Finnlandi árlega. Að meðaltali ljúki Finnar námi á háskólastigi en í Tjad ljuki börn að meðaltali ekki námi í grunnskóla. „Höfum í huga að ef þú ert stúlkubarn sem fæðist í einu af fátækustu svæðum Afríku er ekki aðeins kynið þér í óhag heldur líka landfræðilega. Það er einfaldlega ekki í lagi að barn í Tjad sé 55 sinnum líklegra til að deyja en í barn í Finnlandi,“ segir hún.</p> <p>Í skýrslunni er ekki dregin dul á framfarir á mörgum sviðum þróunar víða um heim, svo sem varðandi lífslíkur, heilsu og velmegun, en undirstrikað er að „viðvarandi gjá“ sé milli margra sem merki að ýmsir lendi utangarðs. </p> <p>Eitt meginstef heimsmarkmiðanna er að skilja engan útundan. Í skýrslunni er því kallað eftir nýjum nálgunum til að brúa bilin, beina sjónum að fátækasta fólkinu, auka stafræna tækni og styðja bændur í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.</p>

17.09.2019Tólf milljónir barna setjast aldrei á skólabekk

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri tölfræðilegri úttekt Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) koma að óbreyttu um tólf milljónir barna aldrei til með að setjast á skólabekk, þar af níu milljónir stelpna.</p> <p>„Samkvæmt okkar útreikningum koma níu milljónir stelpna á grunnskólaaldri aldrei til með að stíga fæti inn í skólastofu, borið saman við þrjár milljónir stráka,“ segir Audrey Azouley framkvæmdastjóri UNESCO. Stofnunin hefur um árabil tekið saman yfirlit um börn utan skóla og samkvæmt tölfræðilegum gögnum hafa litlar sem engar framfarir mælst á rúmum áratug.</p> <p>Fjórar milljónir af þeim níu milljónum stelpna sem eru utan skóla búa í löndum sunnan Sahara í Afríku. „Það sýnir að við verðum áfram að einbeita okkur að menntun stúlkna og kvenna, það verður að vera forgangsmál,“ segir Azouley.</p> <p>Á síðasta ári voru um það bil 258 milljónir barna og ungmenna utan skóla, á aldrinum frá sex til sautján ára.</p> <p>Þessi gögn sýna að langt er í land með að ná heimsmarkmiði fjögur en þar segir að eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega menntun.&nbsp;</p> <p>Að óbreyttu verður eitt barn af hverjum sex utan grunnskóla árið 2030 og þá benda þessir útreikningar til þess að einungis sex af hverjum tíu ungmennum ljúki námi sem er sambærilegt íslensku grunnskólaprófi.</p> <p>Gögn UNESCO sýna gífurlegan mun milli ríkra og fátækra þjóða. Samkvæmt tölfræðinni eru 19 prósent barna á aldrinum sex til ellefu ár í lágtekjuríkjum utan skóla en aðeins 2 prósent meðal þeirra efnameiri. Og þegar horft er á ungmenni á aldreinum 15 til 17 ára verður munurinn enn meiri, þá er 61 prósent ungmenna lágtekjuríkja utan skóla en 8 prósent meðal hátekjuríkja. </p> <p>„Við höfum aðeins ellefu ár til þess að standa við fyrirheitin um að sérhvert barn eigi kost á því að ganga í skóla og mennta sig,“ segir Silvia Montoya yfirmaður hagdeildar UNESCO í <a href="https://news.un.org/en/story/2019/09/1046272" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Menntun barna og ungmenna er eitt af áherslusviðum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Í báðum samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda, er myndarlega stutt við bakið á héraðsstjórnum í skólamálum með stuðningi um úrbætur varðandi menntun barna og ungmenna.</p> <p><a href="http://uis.unesco.org/sites/default/files/documents/new-methodology-shows-258-million-children-adolescents-and-youth-are-out-school.pdf" target="_blank">Skýrsla UNESCO</a></p>

16.09.2019Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu

<span></span> <p>Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem hefur það markmið að aðstoða þarlend yfirvöld við sjálfbæra fiskveiðistjórnun og tillögugerð um fiskeldi í sjó. Með verkefninu á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita bankanum aðgang að sérfræðiþekkingu á Íslandi.</p> <p>Gunnar Þórðarson svæðisstjóri Matís á Vestfjörðum var í Indónesíu á dögunum ásamt fulltrúum Alþjóðabankans. Fundir voru haldnir með starfsmönnum ráðuneyta til að undirbúa verkefnið og leggja línurnar til að auka fiskeldi og matvælaframleiðslu þjóðarinnar. „Ljóst er að&nbsp; Matís hefur margt fram að færa til að bæta úr og koma öflugu fiskeldi í sjó á rekspöl í Indónesíu. Með þekkingu sem byggð hefur verið upp við laxeldi væri hægt að koma miklu til leiðar við framleiðslu á eldisfiski, sem myndi koma Indónesíu, Asíu og reyndar öllum þjóðum heims til góða,“ segir Gunnar í aðsendri <a href="http://www.bb.is/2019/09/ad-faeda-heiminn-til-framtidar-samstarfsverkefni-matis-utanrikisraduneytisins-og-althjodabankans/">grein</a>&nbsp;sem birtist á dögunum í blaðinu Bæjarins bestu á Ísafirði.</p> <p>Eldi í sjó og vatni er umfangsmikið í Indónesíu og aðeins í Kína er framleiðslan meiri. Fram kemur í grein Gunnars að ræktun á þangi nemi rúmlega 99 prósentum af framleiðslunni og því sé álitið að tækifæri í fiskeldi séu mikil. „Sjóeldi er ein umhverfisvænasta prótein framleiðsla sem þekkist, með umtalsvert minna sótspor en landbúnaður,“ segir Gunnar og bætir við síðar í greininni. „Í dag kemur um helmingur af öllu fiskmeti úr eldi, enda takmörk fyrir því hvað hægt er að veiða af villtum fiski. Fiskeldi er einnig með sérlega lágt kolefnisspor og því leynast umtalsverð tækifæri eldinu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.“</p> <p>Gunnar bendir á að vandamál sjóeldis í Indónesíu felist meðal annars í mikilli sóun á fóðri sem er stór hluti kostnaðarins. Hann segir að með nútíma eldisaðferðum, eins og þekkist á kaldari svæðum, megi lyfta grettistaki með því að nota hátækni og þekkingu til að framleiða holla fæðu fyrir fjölmennasta svæði veraldar. „Í dag er lax alinn á norðlægum slóðum og fluttur ferskur með flugi til borga í Asíu, með ærnum fjárhagslegum og umhverfislegum kostnaði. Það liggja því mikil tækifæri í að setja upp eldi til að sinna þessum markaði, en í kringum Indónesíu eru mörg fjölmennustu ríki heimsins, enda býr þar nærri helmingur jarðarbúa. Áætlað er að auka þurfi matvælaframleiðslu um 70 milljón tonn til ársins 2050, þegar íbúar jarðar verða rúmar níu milljarðar talsins.“</p> <p>Gunnar segir að Matís hafi burði til að aðstoða aðrar þjóðir til að bæta lífsgæði sín og nágranna sinna. „Þó þessi þekking sé ekki öll innan veggja Matís getur fyrirtækið nálgast hana í gegnum sitt tengslanet og samstarfsaðila. Svona verkefni koma öllum til góða og er dæmi um þekkingu sem Íslendingar eiga að flytja út,“ skrifar hann í Bæjarins bestu og bætir við að Matís hafi einnig tekið að sér verkefni á Filippseyjum með utanríkisráðuneytinu og Alþjóðabankanum sem lýtur að ræktun á þangi. </p>

16.09.2019Alvarleg vannæring ógnar lífi barna í Mósambík

<span></span> <p>Tæplega ein milljón íbúa Mósambíkur býr við vannæringu og matarskort, þar af 160 þúsund börn yngri en fimm ára, segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem álítur að ástandið eigi eftir að versna á komandi mánuðum. Þetta hörmungarástand er bein afleiðing fellibyljanna Idai og Kenneth sem herjuðu á Mósambík og grannríki í mars og apríl á þessu ári. </p> <p>Fellibyljirnir skildu eftir sig slóð eyðileggingar í miðríkjum og norðurhluta landsins, flóð eyðilögðu akra á 780 þúsund hektara svæði og tugir þúsunda íbúa þurftu að flýja heimili sín. Að mati fulltrúa UNICEF eru miklar líkur á því að börnum sem búi við alvarlega vannæringu fjölgi á þessum slóðum og að þau verði allt að 200 þúsund í febrúar á næsta ári. Um 38 þúsund börn gætu orðið svo alvarlega vannærð að þau gætu dáið, segir í frétt UNICEF.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/i-t-s2QiwWQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að sögn Marcoluigi Corsi fulltrúa UNICEF í Mósambík hafa afleiðingar flóðanna, sem fylgdu í kjölfar fellibyljanna, á landbúnað leitt til þess að börn fá ekki nægilega næringarríkan mat til þess að þroskast á heilbrigðan hátt. Að nokkrum mánuðum liðnum verði ástandið orðið enn alvarlegra og því sé bráðnauðsynlegt að fá stuðning við áframhaldandi mannúðaraðastoð.</p> <p>Hann bendir jafnframt á að á tímum matarskorts sé hætta á að öryggi barna sé ógnað. Stighækkandi verð á matvælum geti leitt til þess að fjölskyldur grípi til óyndisúrræða eins og að gifta dætur sínar barnungar eða senda börnin í nauðungarvinnu. Corsi segir að nýleg könnun bendi til þess að barnabrúðkaupum sé að fjölga og dæmi séu um að stúlkur yngri en 13-14 ára séu komnar í hjónaband.</p> <p><a href="https://reliefweb.int/report/mozambique/appeal-launched-humanitarian-response-cyclone-devastation-mozambique" target="_blank">Neyðarkall mannúðarsamtaka vegna barna í Mósambík</a></p>

13.09.2019Fjárfestingar vegna loftslagsbreytinga skila sér margfalt til baka

<span></span> <p>Fjárfestingar sem tengjast aðlögun að loftslagsbreytingum skila sér margfalt til baka, að mati alþjóðlegs ráðgjafahóps undir forsæti Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði í vikunni í kynningu á nýútkominni skýrslu hópsins að tæplega 260 milljarða króna fjárfestingar á fimm lykilsviðum gætu skilað rúmlega 900 milljarða króna hagnaði.</p> <p>Meginskilaboð skýrslunnar eru þau að brýnt sé að draga úr losun skaðlegra lofttegunda og á sama tíma verði að hefja aðlögun að loftslagsbreytingum með kröftugu viðnámi. „Að draga úr losun og hefja aðlögun fer einkar vel saman enda tvær jafn mikilvægar undirstöður Parísarsamkomulagsins. Aðlögun er ekki aðeins rétt leið heldur líka snjöll leið til að auka hagvöxt og skapa heim sem bregst við loftslagsvandanum,“ sagði Ban Ki-moon en ásamt honum eru þau Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Kristina Georgieva, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, í framkvæmdastjórn Global Commission for Adoption.</p> <p>Í skýrslunni <span></span>- <a href="https://gca.org/global-commission-on-adaptation/adapt-our-world">Adapt Now: A Gobal Call for Leadership on Climate Resilience</a> - eru færð rök fyrir því að aðlögun tengd loftslagsbreytingum geti skilað „þreföldum arði“ með því að takmarka tjón í framtíðinni, skila jákvæðum efnahagslegum ábata með nýsköpun, og skila nýjum félagslegum og umhverfislegum ávinningi.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/mbHIzuFTAAg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Ein þeirra fjárfestinga sem ráðgjafahópurinn bendir á er viðvörunarkerfi sem myndi gera fólki viðvart um öfgafull veðurfyrirbæri eins og hitabylgjur, flóð, fellibylji eða aðrar náttúrhamfarir. Slíkt viðvörunarkerfi gæti á skömmum tíma dregið verulega úr tjóni. Aðrar ábendingar hópsins um arðvænlegar fjárfestingar snúa meðal annars að sterkari innviðum, umbótum í landbúnaði, vernd leiriviðar (tré&nbsp;sem vaxa við sjávarstrendur, þau einu sem eru fær um að vaxa í söltu vatni) og lokum vernd&nbsp;vatnsbóla.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að loftslagsbreytingar hafi áhrif á alla jarðarbúa en þó mest á þá sem síst skyldi, þær fátæku þjóðir sem eiga minnstan þátt í að skapa vandann en líða mest fyrir breytingarnar. Milljónir manna verði enn fátækari og hætta aukist á átökum og óstöðuleika. „Fólk upplifir alls staðar hrikaleg áhrif loftslagsbreytinga,“ segir Bill Gates. „Þau bitna mest á milljónum smábænda og fjölskyldum þeirra í þróunarríkjunum sem glíma við fátækt og hungur vegna lítillar uppskeru og vegna mikilla breytinga á hitastigi og úrkomu.“</p>

12.09.2019Vísindamenn draga upp dökka mynd af framtíðinni

<span></span> <p>Aukinn ójöfnuður og loftslagsbreytingar koma ekki aðeins til með að draga úr framförum í átt að heimsmarkmiðunum um sjálfbærni heldur ógna sjálfri tilvist mannsins á jörðinni. Þetta er meðal niðurstaðna fimmtán vísindamanna sem eru höfundar nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og framgang heimsmarkmiðanna.</p> <p>Skýrslan - <a href="https://sustainabledevelopment.un.org/globalsdreport/2019" target="_blank">“The Future is Now: Science for Achieving Sustainable Development”</a>&nbsp;– er birt í aðdraganda leiðtogafundar um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum og verður aðal umfjöllunarefni fundarins. Að mati skýrsluhöfunda er heimurinn ekki á réttri leið með heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af öllum aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og eiga að vera í höfn árið 2030. Þeim er lýst í frétt frá Reuters sem einskonar „verkefnalista“ til að takast á við átök, hungur, landhnignun, jafnrétti kynjanna og loftslagsbreytingar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/szdVa7pLKww" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Vísindamennirnir kalla eftir skjótum og hnitmiðuðum aðgerðum til að forða því að framfarir síðustu ára verði að engu. „Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir því hversu brýnt er að bregðast við strax,“ sögðu þeir á fundi með fréttamönnum þegar skýrslan var kynnt í gær.</p> <p>Í skýrslunni segir að enn sé unnt að tryggja velsæld og útrýma fátækt á jörðinni fyrir árið 2030 – sem þá telur um 8,5 milljarða íbúa – en til þess að svo megi verða þurfi skjótt að breyta sambandi manns og náttúru og draga úr félagslegum og kynbundum ójöfnuði.</p>

11.09.2019Skólatöskugrafreitur fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>„Þessar myndir láta engan ósnortinn og sýna svo ekki verður um villst að gera þarf meira til að vernda börnin. Börn eiga aldrei sök á stríði,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. &nbsp;Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stilltu upp í vikunni, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, 3.758 skólatöskum sem litu út eins og legsteinar. Hver taska táknaði eitt barn sem lést á átakasvæðum á síðasta ári.</p> <p>Með þessum táknræna skólatöskugrafreit sendir UNICEF skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga sem sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á næstunni, nú þegar skólar eru víða nýhafnir eða að hefjast. Samkvæmt frétt UNICEF fer enginn bakpokanna til spillis því þeim verður síðan komið áfram til barna til að styðja við menntun þeirra.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/5DNz0yUY3FQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Bakpokar UNICEF hafa alltaf verið tákn um von og möguleika æskunnar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Eftir hálfan mánuð munu þjóðarleiðtogar koma hér saman á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Þessi sýning ætti að minna þá á hvað er í húfi.“</p> <p>Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á stríðssvæðum létu tólf þúsund börn lífið eða slösuðust alvarlega á átakasvæðum í fyrra. Þau hafa aldrei verið fleiri frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu að fylgjast með og greina frá þessum alvarlegu brotum. UNICEF segir að þetta séu aðeins staðfestu tilfellin, rauntölur séu að líkindum miklu hærri. </p>

11.09.2019Samfélagsleg skylda okkar að gera heiminn betri

<span></span> <p>Samstarfsátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ náði hápunkti í gærmorgun þegar fram fór málstofan „Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu.“ Átakið er samstarfsverkefni allra helstu íslensku félagasamtakanna í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu auk utanríkisráðuneytisins en að þessu sinni er markmið þess að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, til samstarf og til að leggja lóð sín á vogarskálar alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</p> <p>Samstarf sem þetta má nefna Te og kaffi og&nbsp;UNICEF&nbsp;sem hefur varað í yfir áratug. Fyrirtækið styður baráttu&nbsp;UNICEF&nbsp;gegn mænusótt,&nbsp;ebólu&nbsp;og vannæringu barna með ýmsum leiðum, meðal annars með hlutfalli af hverjum seldum kaffibolla á ákveðnu tímabili, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur viðskiptavina fyrirtækisins.&nbsp;</p> <p>Málstofan heppnaðist vel og á henni voru flutt mörg fræðandi erindi um ávinning og tækifæri fyrirtækja í því að styðja þróunarsamvinnu.</p> <p>Á mælendaskrá voru auk Sturlu Sigurjónssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sem flutti opnunarávarp, þau Hrund&nbsp;Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu–miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, Viktoría Valdimarsdóttir, sérfræðingur hjá Ábyrgum lausnum, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN&nbsp;Women, Sigurlilja Albertsdóttir, sérfræðingur hjá&nbsp;utanríkisráðuneytinu,&nbsp;auk þess sem fyrirtækin Marel,&nbsp;Íslandsbanki og&nbsp;Áveitan sögðu stuttar reynslusögur af sinni þátttöku í þróunarsamvinnu. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og Kaffi, fór yfir tíu ára samstarf fyrirtækisins við&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi.</p> <p><strong>Rétt að vera í samstarfi við UNICEF á Íslandi</strong></p> <p>Í erindi sínu fór Guðmundur meðal annars yfir það í hvað peningarnir hafa farið sem safnast hafa í því samstarfi frá árinu 2008.</p> <p>„Framlögin sem hafa safnast hafa farið í réttindabaráttu fyrir börn um allan heim, baráttuna gegn mænusótt, baráttu gegn&nbsp;ebólu&nbsp;og menntaverkefni fyrir börn í Kólumbíu,“ sagði Guðmundur og benti á að síðastnefnda verkefnið væri í héraði þaðan sem kaffi sem fyrirtækið selur í fyrirtækjasölu sé ræktað.</p> <p>Um ávinning samstarfs við&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi sagði Guðmundur að frá árinu 2008 hafi samstarfið verið hryggjarstykkið í stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð.</p> <p>„Við eigum í samstarfi við&nbsp;UNICEF&nbsp;því okkur finnst rétt að gera það. Við eigum í þessu samstarfi því okkur ber samfélagsleg skylda til að gera heiminn betri.“</p> <p>Að&nbsp;vitundarvakningunni&nbsp;Þróunarsamvinna ber ávöxt standa auk&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Rauði Krossinn, UN&nbsp;Women, SOS barnaþorpin, Barnaheill,&nbsp;ABC&nbsp;barnahjálp, Kristniboðssambandið, Hjálparstarf kirkjunnar, Sól í Tógó og utanríkisráðuneytið.</p> <p><a href="https://unicef.is/samfelagsleg-skylda-okkar-ad-gera-heiminn-betri" target="_blank">Frétt frá UNICEF á Íslandi</a></p>

10.09.2019Allt að 200 milljónir til ráðstöfunar til fyrirtækja í þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Allt að tvö hundruð milljónir króna verða til ráðstöfunar úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á þessu ári. Utanríkisráðuneytið auglýsti á dögunum öðru sinni eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tvö íslensk fyrirtæki, Marel og Thoregs, hlutu styrki úr sjóðnum fyrr á árinu þegar úthlutað var úr honum í fyrsta sinn.<br /> &nbsp;<br /> Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til &nbsp;þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnustefnu íslenskra stjórnvalda.</p> <p>Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna er allt að 200 þúsund evrur yfir þriggja ára tímabil. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis.<br /> &nbsp;<br /> Veitt verða framlög til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmdar í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum en listi yfir gjaldgeng lönd er að finna á vef ráðuneytisins. &nbsp;Styrkt verkefni eiga að vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á frumkvöðlastarf, atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif.<br /> &nbsp;<br /> Að þessu sinni verður líka boðið upp á að sækja um forkönnunarstyrki, sem geta numið allt að tveimur milljónum króna. Styrkirnir verða fimm talsins og þeim er ætlað að styðja við hugmyndir eða verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni, líkt og „Fræ“ sem er fyrirtækjastyrkur hjá tækniþróunarsjóði Rannís. <br /> &nbsp;<br /> Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 15. október 2019. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í desember á þessu ári.<br /> &nbsp;<br /> Nánar á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/?fbclid=IwAR0lRgp6wEgAyM2Z6TxOPnr0iqp1J4y1AKl9PgItPqf6Al0ueGr2F-0KLqQ">vef</a>&nbsp;Samstarfssjóðsins.</p>

09.09.2019Hægt að útrýma malaríu fyrir miðja öldina

<span></span> <p>Að mati fræðimanna ætti að vera unnt að útrýma malaríu eða mýrarköldu um miðja þessa öld. Malaría er einn skæðasti og banvænasti sjúkdómur sem mannkynið hefur glímt við um aldir. Hópur rúmlega fjörutíu fræðimanna birti grein í gær í læknatímaritinu The Lancet þar sem þeir staðhæfa með vísan í faraldsfræðilegar og fjárhagslegar greiningar að fyrir árið 2050 sé mögulega unnt að útrýma malaríu „með réttum tækjum, réttum aðferðum og nægu fjármagni,“ eins og þeir segja í grein sinni.</p> <p>„Útrýming malaríu hefur alltof lengi verið fjarlægur draumur, en nú höfum við sannanir fyrir því að unnt sé að uppræta malaríu fyrir árið 2050,“ segir Richard Feachem sem stýrir alþjóðlegum lýðheilsuhóp við Kaliforníuháskóla í San Francisco.</p> <p>Á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir í baráttunni gegn malaríu. Malaríutilvikum hefur fækkað um 36% og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fækkað um 60%. Í greininni í The Lancet er hins vegar varað við því að árangri tveggja síðustu áratuga sé teflt í tvísýnu vegna skorts á fjármagni og þeirrar staðreyndar að í 55 þjóðríkjum í Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku fjölgi malaríutilvikum. Þau eru langflest í Afríkuríkjum og rúmlega þriðjungur tilvika í aðeins tveimur löndum: Nígeríu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>Á síðasta ári greindust 219 milljónir manna með malaríu og þar af létust 435 þúsund, mikill meirihluti börn og sérstaklega kornabörn. Samkvæmt tölfræðinni deyr barn af völdum malaríu aðra hverja mínútu.</p>

09.09.2019Málstofa á morgun um þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu

<p>Á morgun verður haldin málstofa um þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. Málstofan er hluti af vitundarvakningunni Þróunarsamvinna ber ávöxt sem öll helstu íslensku félagasamtökin í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Átakið hófst í morgun og stendur út alla vikuna. Markmið málstofunnar í fyrramálið er að kynna fyrir fyrirtækjum, stórum sem smáum, tækifæri og ávinning þess að styðja við alþjóðlega þróunarsamvinna.</p> <p>Málstofan fer fram á Nauthóli á morgun, 10. september, frá kl. 9:00-11:30. Fyrirtæki á borð við Marel, Íslandsbanka, Te og kaffi og Áveituna á Akureyri koma til með segja frá reynslu sinni af þátttöku í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Á málstofunni verður jafnframt myndband frumsýnt sem fjallar um ýmis samstarfstækifæri fyrirtækja og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fthrounarsamvinna.ber.avoxt%2Fvideos%2F383716912327035%2F&amp;show_text=0&amp;width=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Að mati forsvarsmanna Þróunarsamvinnu ber ávöxt geta íslensk fyrirtæki lagt þung lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu. „Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er gert skýrt ákall eftir þátttöku fyrirtækja í brýnustu verkefnum á heimsvísu, sem eru meðal annars loftlagsaðgerðir ásamt útrýmingu hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum. Með því að leggja til þekkingu, búnað, vinnuafl eða fjármuni hafa mörg fyrirtæki breytt lífskjörum fjölda fólks, víðs vegar um heiminn,“ segir í kynningartexta um málstofuna.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur opnunarávarp en fyrsta erindið er flutt af Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Festu og kallast „Ásetningur fyrirtækja að gera heiminn a betri stað.“ Þá ræðir Viktoría Valdimarsdóttir sérfræðingur hjá ábyrgum lausnum um ávinning fyrirtækja af þróunarsamvinnu. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women segir frá samstarfstækifærum fyrirtækja og félagasamtaka í þróunarsamvinnu og Sigurlilja Albertsdóttir sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu kynnir samstarfssjóð við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þá verða sagðar reyslusögur fyrirtækja af þátttöku í þróunarsamvinnu.</p> <p>Fundarstjóri er Logi Bergmann Eiðsson.</p> <p>Að átakinu standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Rauði Krossinn, UN Women, UNICEF, SOS barnaþorpin, Barnaheill, ABC barnahjálp, Kristniboðssambandið, Hjálparstarf kirkjunnar, Sól í Tógó, ásamt utanríkisráðuneytinu.</p>

05.09.2019UNICEF: Þriðjungur ungmenna orðið fyrir einelti á netinu

<span></span> <p>Um það bil þriðjungur ungmenna í þrjátíu ríkjum segist hafa orðið fyrir einelti á netinu og fimmtungur segist hafa sleppt því að mæta í skólann af þeim sökum. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun sem birt var í gær af hálfu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og skrifstofu sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum.</p> <p>Ungmennin svöruðu spurningum í könnuninni nafnlaust í gegnum samskiptagáttina <a href="https://ureport.in/" target="_blank">U-Report</a>. <span></span>Af svörum þriðjungs þeirra að dæma eru samfélagsmiðlar helsti vettvangur eineltis á netinu, svo sem Facebook, Instagram, Snapchat og Twitter. Alls náði könnunin til 170 þúsund ungmenna, 13 til 24 ára.</p> <p><span>&nbsp;Að mati þriðjungs unga fólksins ættu stjórnvöld í hverju landi að koma í veg fyrir einelti á netinu, rúmlega 30 prósent svarenda taldi ábyrgðina liggja hjá unga fólkinu sjálfu og tæplega 30 prósent skelltu skuldinni á internetfyrirtæki.</span></p> <p>„Hvarvetna í heiminum, meðal ríkra og fátækra þjóða, eru ungmenni að segja okkur að það verði fyrir einelti á netinu, það hafi áhrif á menntun þeirra og þau vilja að þessu linni,“ segir Henriette Fore framkvæmdastýra UNICEF sem kynnti niðurstöður könnunarinnar í gær. </p> <p>Hún minnir á að senn verði fagnað þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það verði að tryggja rétt barna varðandi stafrænt öryggi með öllum tiltækum leiðum.</p>

04.09.2019Sex hundruð börn látin í ebólufaraldrinum í Kongó

<span></span> <p>Tæplega 600 börn hafa látið lífið af völdum ebólufaraldurs í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Alls hafa 850 börn smitast af þessari banvænu veiru frá því faraldurinn braust út í ágúst 2018 og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. „Sú staðreynd ætti að vekja alla til vitundar um mikilvægi þess að ráða niðurlögum þessa skelfilega smitsjúkdóms,“ segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Kongó.</p> <p>Samkvæmt frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vinnur stofnunin náið með samstarfsaðilum á svæðinu að því markmiði að ráða niðurlögum ebólufaraldursins. Það gerir UNICEF með því að:</p> <ul> <li>Upplýsa, vernda og virkja samfélögin. UNICEF vinnur náið með áhrifafólki, trúarleiðtogum, íbúum og fjölmiðlum á svæðinu til að fræða fólk um einkenni, forvarnir og meðhöndlun á sjúkdómnum.</li> <li>Draga úr útbreiðslu með smitvörnum. UNICEF hefur komið upp handlaugum í meira en 2.500 heilsugæslustöðvum, 2.300 skólum og rúmlega 7 þúsund mikilvægum samgöngustöðum. Þá hefur Unicef séð um dreifingu á hitamælum og klór til að meðhöndla vatn og gert rúmlega tveimur milljónum manns kleift að nálgast hreint og öruggt drykkjarvatn.</li> <li>Senda átta næringarsérfræðinga til að veita börnum jafnt sem fullorðnum aðstoð í meðhöndlunarmiðstöðvum fyrir ebólasjúklinga. Þetta er í fyrsta skipti sem slík sérfræðiaðstoð er nýtt til að bregðast við ebólufaraldri og hún hefur mælst vel fyrir.</li> <li>Starfa í yfir 6.509 skólum vítt og breitt um svæðið og svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði og byggja þannig upp verndað umhverfi fyrir börn. Þetta felur í sér að dreifa vatni og hreinlætisvörum. Þá hafa rúmlega 32 þúsund kennarar og skólastjórar og hátt í milljón nemendur fengið fræðslu um ebólaveiruna.</li> </ul> <p>„Nú þegar tilfellum fjölgar er mikilvægt að muna að hvert þeirra er ekki bara tölfræði á blaði heldur sonur einhvers, dóttir, móðir, faðir, bróðir eða systir einhvers. Hvert dauðsfall skilur eftir syrgjandi fjölskyldu í sárum og sívaxandi ótta,“ segir Beigbeder. Hann segir lykilatriði í því að ráða niðurlögum faraldursins sé að koma í veg fyrir smit meðal barna enda séu þau hlutfallslega í meirihluta þeirra sem smitast. UNICEF sé að vinna með samstarfsaðilum sínum að því að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra bæði í bráð og lengd með ofangreindum leiðum. En betur má ef duga skal, segir Beigbeder.</p> <p>„Raunveruleikinn er sá að við þurfum miklu meiri alþjóðlegan stuðning. Ebólufaraldrar þurfa einstaklega mikla fjárfestingu samanborið við aðra faraldra því það er nauðsynlegt að meðhöndla 100 prósent tilfella með tilheyrandi eftirliti og eftirfylgni. UNICEF þarf 126 milljónir bandarískra dala til að mæta þörfum barna og samfélaga hér núna og í nánustu framtíð. Eins og er hefur UNICEF aðeins fjármagnað 31 prósent af þeirri upphæð.“</p> <p><a href="https://unicef.is/heimsforeldrar" target="_blank">Heimsforeldrar</a> taka virkan þátt í baráttu UNICEF um allan heim, meðal annars í baráttunni við ebólufaraldurinn. Á Íslandi eru yfir 27 þúsund heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF í verkefnum sínum.</p>

03.09.2019Herferðir gegn plastmengun í september

<span></span> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) tekur ásamt Evrópusambandinu og fleirum þátt í strandhreinsunarátakinu #EUBeachCleanUp. Í frétt á vef skrifstofunnar segir að gott sé að hreinsa strendur af plasti, enn betra sé að höggva að rótum vandans. „Plast er orðinn svo snar þáttur í lífi okkar að við tökum varla eftir því lengur. Það er ódýrt, þægilegt og alls staðar.“</p> <p>Markmiðið er að efla vitund almennings og hvetja til aðgerða. Fram kemur í fréttinni að ekki sé víst að allir átti sig á því að á 70% plasts sé ekki endurunnið og mikið af því fjúki á haf út eða í á og læki, eins og plastmengunin á ströndum sé til marks um. Talið er að fimm milljón milljónir stórra og smárra plasteininga séu á floti í hafinu</p> <p>Blái herinn hefur verið samstarfsaðili þeirra sem að átakinu standa á Íslandi.&nbsp;<a href="https://unric.org/is/frettir/27448-strie-a-hendur-plasti-i-september">Marglytturnar, hópur áhugakvenna um útivist og náttúruvernd</a>&nbsp;ætlar að synda yfir Ermasunds á næstu dögum til stuðnings Bláa hernum og til að vekja athygli á plastmengun í sjónum. Strendur verða hreinsaðar í rúmlega 80 löndum frá Belgíu til Grænhöfðaeyja í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, skóla og æskulýðssamtök.&nbsp;Ungmennafulltrúi Sameinuðu þjóðanna tekur líka þátt í átakinu, en í hverjum mánuði beitir hann sér fyrir 31 dags herferð ungs fólks í tengslum við&nbsp;<a href="https://www.un.org/en/climatechange/youth-summit.shtml">Loftslagsráðstefnu unga fólksin</a>s í New York.</p> <p>Minna má á að hér heima er í gangi herferðin „<a href="https://plastlausseptember.is/um_atakid/" target="_blank">Plastlaus september</a>“ sem er árvekniátak til að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega, ásamt því að leita leiða til að minnka notkunina.</p>

02.09.2019Menntun flóttabarna í miklum ólestri

<span></span> <p>„Við verðum að fjárfesta í menntun flóttafólks eða greiða ella það gjald sem fylgir því að heilli kynslóð hefur verið meinað að vaxa úr grasi og verða sjálfstæðir einstaklingar, sem finna sér störf og leggja til samfélagsins,“ sagði Filippo Grandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þegar hann kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar um skólamál flóttabarna. Innan við helmingur barna á skólaaldri sem er á flótta fær formlega menntun, segir í skýrslunni: <a href="https://www.unhcr.org/steppingup/" target="_blank">Stepping Up, Refugees Education in Crisis.</a></p> <p>Tæplega 26 milljónir flóttamanna eru einstaklingar yngri en átján ára. Það þýðir að annar hver flóttamaður í heiminum er barn. Samkvæmt skýrslunni eru 3,7 milljónir barna á flótta utan skóla, af 7,1 milljón ungmenna sem telst vera á flótta. Hlutfallið er langhæst meðal háskólanema þar sem einungis 3% ungs fólks á flótta hefur tækifæri til að sækja sér háskólamenntun. Í framhaldsskólum eru aðeins 24% unglinga á flótta á skólabekk en í grunnskólum fer hlutfallið upp í 63%.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur ríkisstjórnir og framlagsríki til að taka frumkvæði og byggja skóla, mennta kennara og greiða skólagjöld ungmenna á flótta. Með því að grípa ekki til aðgerða sé flóttabörnum neitað um tækifæri til að byggja upp hæfni fyrir framtíðina auk þess sem líkurnar á því að þau snúi á óheillabraut verði meiri. </p> <p>Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember verður stuðningur við eflingu menntunar flóttabarna á gagnfræða- og menntaskólaaldri helsta umræðuefniö. Grandi segir skóla vera helstu von flóttamanna um annað tækifæri í heiminum.</p> <p>Ísland er öflugur bakhjarl Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þriggja ára samningur um föst framlög utanríkisráðuneytisins til hennar er í gildi en hann var undirritaður árið 2017. Einnig hafa verið veitt framlög þegar alvarleg áföll dynja á eða aðstæður versna verulega á tilteknum svæðum, líkt og gerðist á síðasta ári í Venesúela, svo dæmi sé tekið.</p>

30.08.2019Hvatt til aðgerða vegna horfinna flóttamanna

<span></span> <p>Í dag, á alþjóðadegi fórnarlamba mannshvarfa, hvetja Sameinuðu þjóðirnar ríki heims til að grípa til aðgerða vegna horfinna flóttamanna, að þau bregðist skjótt við í leit að horfnum einstaklingum og rannsaki afdrif þeirra. Í tilkynningu frá samtökunum í tilefni dagsins er bent á þá þróun að sífellt hvíli meiri leynd yfir flótta fólks og það fari í lengri og hættulegri ferðir. Þessi þróun auki hættuna á mannréttindabrotum, þar á meðal „þvinguðum“ mannshvörfum.</p> <p>„Ég heiti Maria Elana Lorios. Ég er að leita að syni mínum, Heriberto Antonio Gonzales Larios. Hann var átján ára þegar hann fór, svo hann er 27 ára í dag. Ég kvaddi hann þegar hann fór og síðan hef ég engar fregnir af honum. Nokkrum mánuðum áður en hann hvarf sagði hann mér að hann hygðist fara, en ég reyndi að telja hann ofan af því vegna þess að hann ætti engan ákvörðunarstað vísan. Ég sagði honum það væri ekki góð hugmynd af fara í burtu þar sem aðstæður væru hættulegar á leiðinni.“</p> <p>„Saga Maríu Elenu er ein af þúsundum frásagna um mannlegan harmleik sem hefur áhrif á þúsundir fjölskyldna flótta- og farandfólks sem hefur horfið,“ segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna. Þeir benda jafnframt sérstaklega á að mannshvörfin tengist oft stöðum þar sem farandfólki er komið fyrir og sé oft afleiðing smygls eða mansals. Því þurfi að leggja áherslu á að auka forvarnir, vernd, leit og rannsóknir á þessum mannshvörfum. </p>

29.08.2019Börn í Afríku verða í meirihluta sárafátækra í heiminum árið 2030

<span></span> <p>Fátækt meðal barna í Afríku kemur til með að aukast á næstu árum, að mati fræðimanna hjá Overseas Development Institute (ODI) í Bretlandi. Í nýrri grein er bent á að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun geri ráð fyrir að útrýma fátækt í heiminum fyrir árið 2030. Það markmið fjarlægist fyrir einn aldurshóp í einni heimsálfu: börn í Afríku, segir í greininni.</p> <p>Framtíðarspár ODI miðað við núverandi ástand gera ráð fyrir að hartnær 305 milljónir barna í Afríku – tvö börn af hverjum fimm – komi til með að búa við sára fátækt árið 2030, eða helmingur allra jarðarbúa í sárri fátækt. Að meðaltali fæðist 87 milljónir barna inn í sára fátækt allan næsta áratug, segja fræðimenn ODI, þau Kevin Watkins og Maria Quat.</p> <p>„Birtingarmynd fátæktar í heiminum breytist hratt,“ segja þau.<span>&nbsp; </span>„Í þessari <a href="https://www.odi.org/sites/odi.org.uk/files/resource-documents/12863.pdf" target="_blank">grein</a>&nbsp;skoðum við eina erfiðustu en jafnframt minnst rannsökuðu hlið á þessum breytingum: augljósa hlutfallslega fjölgun afrískra barna í heildarmyndinni um sárafátækt í heiminum. Heimsmarkmiðin fela í sér fyrirheit þjóða heims að útrýma sárri fátækt fyrir árið 2030 „í allri sinni mynd alls staðar“ en eins og staðan er núna verður ekki staðið við þau fyrirheit gagnvart börnum í Afríku. Samkvæmt uppfærðum spám teljum við að 304,7 milljónir barna í Afríku sunnan Sahara komi til með að búa við sárafátækt árið 2030. Hlutfall þessara barna í heildarfjölda sárafátækra í heiminum verður þá 55%, borið saman við 43% árið 2018 – og þrisvar sinnum hærra hlutfall en árið 2000,“ segir í greininni.</p> <p>Að mati ODI hefði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Heimsmarkmiðin á mörgum sviðum ef ekki tekst að ráða fram úr fátækt barna í Afríku. „Fylgifiskur fátæktar barna er aukin hætta á heilsuleysi og fjölgun dauðsfalla, vannæring og takmarkaðri námstækifæri,“ segir í greininni. Þá segir að grípa þurfi til skjótra og markvissra aðgerða. „Það er tímabært að ríkisstjórnir í Afríku, framlagsríki, alþjóðlegar stofnanir og frjáls félagasamtök taki höndum saman um að þróa heildstæð viðbrögð í baráttunni gegn fátækt barna. Trúverðugleiki Heimsmarkmiðanna veltur á því og það sem mikilvægara er: framtíð barna í þessum heimshluta.“</p>

28.08.2019Skortur á hreinu vatni hættulegri börnum en byssukúla

<span></span> <p>„Það hefur aldrei verið brýnna að tryggja rétt barna að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu,“ segir fulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í tilefni af nýrri skýrslu um þann vanda sem steðjar af börnum víðs vegar um heiminn vegna skorts á aðgengi að hreinu neysluvatni.</p> <p>Í fyrsta bindi nýrrar skýrslu, Water on Fire, kemur fram að aðgengi að ómenguðu drykkjarvatni séu réttindi sem skipti sköpum um líf barna. Engu að síður búi 210 milljónir barna við skert aðgengi að hreinu vatni og tvöfalt fleiri, eða 420 milljónir barna, hafi ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu.</p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur víða sérhæft sig í WASH verkefnum, meðal annars í stóru verkefni í Mósambík með íslenska utanríkisráðuneytinu, en skammstöfunin stendur fyrir vatn, salernisaðstöðu og hreinlæti. „Ástandið er víða hræðilegt fyrir börn eins og í Cox Bazar, Úkraínu og Jemen, og álíka viðkvæmum svæðum,“ segir Kelly Ann Naylor aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF í WASH verkefnum. Hún bendir á fjölgun átakasvæða í heiminum, segir átök dragast á langinn og skaða sífellt fleira fólk.</p> <p>UNICEF hóf fyrr á árinu átak undir heitinu „Water Under Fire“ með vísun í að skortur á hreinu vatni geti verið jafn hættulegur og byssukúla því fleiri börn látist af vatnsbornum sjúkdómum en í beinum átökum, þrjátíu sinnum fleiri yngrir en fimm ára og þrisvar sinnum fleiri yngri en 15 ára. Skýrslan sem kom út í gær er liður í átakinu og áminning um þann mikilvæga rétt barna að hafa greiðan aðgang að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu.</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2019/08/1045051" target="_blank">Byggt á frétt frá Sameinuðu þjóðunum.</a></p>

27.08.2019Parísarsamkomulagið dugar of skammt

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Parísarsamkomulagið um aðgerðir í loftslagsmálum dugi of skammt og hvetur ríki heims til að gera betur. „Það er afar brýnt að ríki skuldbindi sig til að bæta við fyrirheitin í París, því þau duga of skammt,“ sagði Guterres að loknum leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims (G7) í Biarritz í Frakklandi.</p> <p>Guterres telur að þörf sé á meiri metnaði í aðgerðum gegn hamfarahlýnun jarðar og öflugri skuldbindingu. Hann bendir jafnframt á að aðgerðum í samræmi við Parísarsamkomulagið hafi ekki öllum verið hrint í framkvæmd.</p> <p>Á fundi með fréttamönnum sagði Guterres að hann hafi sótt leiðtogafund G7 sem gestur í því skyni vekja athygli á leiðtogafundi um loftslagsaðgerðir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Hann sagði G7 fundinn fela í sér gott tækifæri til að kalla eftir öflugum aðgerðum alþjóðasamfélagsins.</p> <p>„Við höfum séð almenna borgara fylkja liði, ungt fólk fylkja liði og við vonumst til að fulltrúar ríkja heims komi til New York til að skuldbinda sig til að ná kolefnisjöfnuði fyrir árið 2050,“ sagði Guterres. „Til þess þarf að endurskoða landsáætlanir um loftslagsaðgerðir sem endurnýja ber eftir 2020. Og við verðum að hafa hugfast að skattleggja ber kolefni ekki fólk. Binda ber enda á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og hætta að byggja kolaorkuver eftir 2020.“</p> <p>„Ung fólk hefur verið í fararbroddi og við munum byrja fundinn með leiðtogafundi ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum, en við þurfum á góðum fordæmum að halda, ekki síst af hálfu þeirra sem tilheyra G7 ríkjunum,” sagði aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Eins og áður hefur komið fram var Esther Hallsdóttir á dögunum kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa. Esther kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í næsta mánuði.&nbsp;</p> <h6>Byggt á frétt UNRIC - Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.</h6>

26.08.2019Ákall eftir þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Öll helstu íslensku félagasamtökin í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu hafa tekið höndum saman og ætla í næsta mánuði, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, að endurvekja átakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ og leggja að þessu sinni áherslu á þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. </p> <p>Vitundarvakningin&nbsp;fer fram dagana 9.-13. september og einn helsti viðburðurinn verður málstofa um þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. „Íslensk fyrirtæki geta lagt þung lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu. Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er gert skýrt ákall eftir þátttöku fyrirtækja í brýnustu verkefnum á heimsvísu, sem eru meðal annars loftlagsaðgerðir ásamt útrýmingu hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum. Með því að leggja til þekkingu, búnað, vinnuafl eða fjármuni hafa mörg fyrirtæki, stór og smá, breytt lífskjörum fjölda fólks, víðsvegar um heiminn. Markmið málstofunnar er að kynna afrakstur slíkra verkefna og ávinninginn sem þau geta haft fyrir fyrirtæki,“ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu átaksins.</p> <p>Þar segir enn fremur að starfsfólk, viðskiptavinir og fjárfestar geri æ meiri kröfur til fyrirtækja um samfélagslega ábyrga hegðun. Með þátttöku í þróunarsamvinnu geti fyrirtæki aukið stolt starfsmanna sinna og gefið viðskiptavinum og fjárfestum skýran og ábyrgan valkost.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fthrounarsamvinna.ber.avoxt%2Fvideos%2F383716912327035%2F&amp;show_text=0&amp;width=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Á málstofunni, sem haldin verður á veitingahúsinu Nauthóli 10. september frá klukkan 9:00 til 11:30, verður einnig bent á hagnýtar leiðir til þess að vinna að framgangi heimsmarkmiðanna og tengjast alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Málstofan er gjaldfrjáls og öllum opin.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/throunarsamvinna.ber.avoxt/" target="_blank">Fésbókarsíða Þróunarsamvinnu ber ávöxt</a></p>

21.08.2019Alþjóðabankinn varar við hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða

<p><span>Heimurinn stendur frammi fyrir hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða víða um heim. Mengað vatn ógnar velferð manna og umhverfis og skerðir efnahagslega möguleika þessara svæða. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í <a href="https://www.worldbank.org/en/news/feature/2019/08/20/quality-unknown" target="_blank">nýrri skýrslu Alþjóðabankans</a>&nbsp;um vatnsgæði í heiminum.&nbsp;</span></p> <p><span>Á sumum svæðum eru ár og vötn svo menguð að það bókstaflega kviknar í þeim. Dæmi um slíkt er <a href="https://www.nationalgeographic.com/news/2018/02/bangalore-india-lake-bellandur-catches-fire-pollution/" target="_blank">Bellandur-vatnið á Indlandi</a>, sem hefur ítrekað verið þakið eldi og reyk undanfarin ár. Mörg önnur vatnssvæði eru svo menguð af bakteríum, skólpi, úrgangsefnum og plasti, að allt súrefni er horfið úr vatninu sem gerir það eitrað. Skýrsluhöfundar fullyrða að án brýnna aðgerða muni vatnsgæði halda áfram að versna í heiminum sem muni hafa umtalsverð áhrif á heilsu manna, draga stórlega úr matvælaframleiðslu og, þar af leiðandi, hægja á efnahagslegum framförum víða um heim.&nbsp;</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Zm4UoafYCMs" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Notkun köfnunarefnis í áburð í landbúnaði er einkum vandmeðfarin þegar kemur að því að viðhalda vatnsgæðum. Köfnunarefni umbreytist í nítrat þegar það berst í ár og vötn, en nítratmengað vatn er óhæft til neyslu. Efnið er einkum skaðlegt ungum börnum og hefur áhrif á vöxt þeirra og þroska. Þá hefur aukin selta í vatni, ein afleiðing aukinna þurrka, mikil áhrif á landbúnað. Áætlað er að á hverju ári tapist matur sem myndi nægja til að fæða um 170 milljónir manna, sem jafngildir íbúum Bangladess, vegna aukinnar seltu vatns.&nbsp;</span></p> <p><span>Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að aðgerðum sem ríki geta gripið til í þeim tilgangi að bæta vatnsgæði, svo sem að taka upp betri umhverfisstefnur og staðla, efla eftirlit með mengandi starfsemi og bæta upplýsingagjöf.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

15.08.2019Esther kjörin ungmennafulltrúi Íslands

<span>Esther Hallsdóttir hefur verið kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.&nbsp;<br /> <br /> Fulltrúaráð Landssambands ungmennafélaga, LUF, kaus Esther á fundi sínum í gær en 28 aðildarfélög sambandsins gátu boðið fram sinn fulltrúa. Esther er mannfræðingur og hefur starfað hjá UNICEF á Íslandi síðan hún lauk námi.&nbsp;<br /> <br /> „Þetta er auðvitað bara ótrúlega skemmtilegt og mikill heiður að vera valin úr öllum þessum flottu framboðum. Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir öll ungmenni á Íslandi að fá loksins þennan ungmennafulltrúa á sviði mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum,“ sagði Esther í samtali við RÚV&nbsp;í gær.&nbsp;<br /> <br /> Í síðasta mánuði greindi <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/26/Island-skipar-i-fyrsta-sinn-ungmennafulltrua-hja-Sameinudu-thjodunum/">Heimsljós </a>frá því að til stæði að kjósa íslenskan ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrsta sinn. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum.&nbsp;<br /> <br /> Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</span>

12.08.2019Genfarsamningar í sjötíu ár

<p><span>Sjötíu ár eru í dag liðin frá samþykkt Genfarsamninganna fjögurra. Þessir samningar, sem byggðir eru á fyrri Genfarsamningum og Haagsamningnum, marka þáttaskil í þróun alþjóðlegra mannúðarlaga. Með þeim er lögfest mun ríkari vernd en áður þekktist fyrir fórnarlömb stríðsátaka.&nbsp;</span></p> <p><span>Í tilefni þessara tímamóta er fjallað ítarlega um Genfarsamninganna í <a href="https://www.frettabladid.is/timamot/med-mannud-ad-leidarljosi/">Fréttablaðinu</a>&nbsp;í dag og er þar meðal annars rætt við Guðlaug Þór Þórðarsson utanríkisráðherra um þýðingu þeirra. „Við þurfum sífellt að minna á þá og auka þekkingu almennt á alþjóðlegum mannúðarlögum, bæði meðal herja og almennings um þá vernd sem honum ber. Jafnframt þarf að halda áfram að draga til ábyrgðar fyrir glæpi í vopnuðum átökum,“ segir Guðlaugur Þór í grein Fréttablaðsins.&nbsp;</span></p> <p><span>Genfarsamningarnir eiga að tryggja fólki lágmarksmannréttindi á ófriðartímum. Þeim er sérstaklega ætlað að vernda réttindi þeirra sem ekki taka þátt í átökunum: óbreyttra borgara, stríðsfanga, særðra hermanna og einnig lækna og hjúkrunarfólks sem sinna þeim sem særst hafa á átakasvæðum. Árið 1977 voru gerðar tvær bókanir við samningana sem takmarka enn frekar þær aðferðir sem leyfilegt er að beita í stríði. Sú fyrri varðar alþjóðleg átök en seinni bókunin tekur sérstaklega til innanlandsófriðar. Er litið svo á að margar af þeim reglum, sem eru í samningunum og bókununum við þá séu orðnar þjóðréttarvenja og þar með reglur sem öll ríki heims eru bundin af.&nbsp;</span></p> <p><span>Á vefsíðu Rauða kross Íslands er að finna <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/mannudarlog/genfarsamningar/">margvíslegan fróðleik</a>&nbsp;um Genfarsamningana en Alþjóðaráð Rauða krossins hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast með að samningarnir séu virtir af þeim ríkisstjórnum sem hafa undirritað þá og eiga þátt í átökum. Það eru því einkum særðir og sjúkir hermenn, stríðsfangar og almennir borgarar sem njóta verndar á grundvelli samninganna.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

09.08.2019Tveir íslenskir sendifulltrúar til Sýrlands á vegum Rauða krossins

<p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur tilkynnt að tveir íslenskir sendifulltrúar hefðu í nýliðnum mánuði farið til Sýrlands þar sem þeir starfa í neyðartjaldssjúkrahúsi í Al-Hol flóttamannabúðunum.&nbsp;<br /> <br /> Al-Hol flóttamannabúðirnar eru í norðurhluta Sýrlands en neyðartjaldssjúkrahúsið hefur verið starfrækt þar frá því í maí síðastliðnum. 70 þúsund manns dvelja í búðunum, þorri þeirra eru konur og börn sem flúið hafa stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi undanfarna mánuði. Veitir sjúkrahúsið þeim nauðsynlega þjónustu.&nbsp;<br /> <br /> Að því er fram kemur í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-til-vidbotar-hafa-verid-starfandi-i-syrlandi-sidan-i-juli">fréttatilkynningu Rauða krossins</a>&nbsp;starfa sendifulltrúarnir tveir, þau Jón Eggert Víðisson og Lilja Óskarsdóttir, á sjúkrahúsinu fram á haustið. Jón Eggert sinnir fjármálastjórnun og almennum umsýslurekstri spítalans á næstu mánuðum en Lilja starfar sem deildarhjúkrunarfræðingur til loka ágúst. Lilja hefur verið sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára og hefur m.a. starfað í neyðartjaldsjúkrahúsum í Bangladess, Filippseyjum, Nepal, Haítí og víðar. Jón Eggert er í sinni fyrstu starfsferð fyrir Rauða krossinn á erlendum vettvangi en hann hefur áður sinnt störfum í Afríku og Asíu fyrir samtökin Læknar án landamæra.<br /> <br /> Í byrjun árs 2018 gerðu Rauði krossinn á Íslandi og utanríkisráðuneytið með sér rammasamning um alþjóðlega mannúðaraðstoð og gildir hann til loka árs 2020. Samningurinn nær til allra óbundinna framlaga ráðuneytisins til mannúðaraðstoðar RKÍ, þar á meðal til verkefna í Sýrlandi, og er ætlað að auka viðbragðsflýti og skilvirkni í mannúðaraðstoð. Áhersla á Sýrland er í samræmi við viljayfirlýsingu utanríkisráðherra frá því fyrra um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi og nágrannaríkjum þess sem miða að því að veita sýrlensku flóttafólki nauðsynlega aðstoð.</span></p>

08.08.2019WFP áætlar að 40 milljarða þurfi í matvælaaðstoð í Zimbabwe

<p><span>Þriðjungur íbúa Zimbabwe, um 5,5 milljónir manna, býr við fæðuskort og þarf á matvælaaðstoð að halda. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) telur að jafnvirði 40 milljarða króna þurfi til að aðstoða bágstadda í Zimbabwe.&nbsp;<br /> <br /> Zimbabwe hefur löngum verið talin ein helsta matarkista Afríku en á undanförnum árum hefur þar mjög syrt í álinn. Til viðbótar við efnahagslegan og stjórnmálalegan óstöðugleika hafa náttúrulegar aðstæður farið stigversnandi. Að því er fram kemur í <a href="https://www.bbc.com/news/world-africa-49259678">frétt á vefsíðu BBC</a>&nbsp;hafa miklir þurrkar valdið uppskerubresti með tilheyrandi hækkunum á matarverði. <br /> </span></p> <p><span>Þurrkarnir hafa líka valdið því að vatnsaflsvirkjanir skila ekki nægilegu afli og því er orkuskortur víða. Til að bæta gráu ofan á svart olli fellibylurinn Idai mikilli eyðileggingu þegar hann fór yfir suðaustanverða Afríku fyrr á árinu. Talið er að 570.000 íbúar Zimbabwe hafi misst heimili sín í óveðrinu.&nbsp;</span></p> <p><span>WFP hefur nú kynnt <a href="https://reliefweb.int/report/zimbabwe/government-un-launch-revised-humanitarian-appeal">endurskoðaða áætlun</a>&nbsp;fyrir Zimbabwe fyrir tímabilið frá janúar 2019 til apríl 2020. Þar kemur fram að 5,5 milljónir íbúa, um það bil þriðji hver landsmaður, þurfi á matvælaaðstoð að halda. 2,5 milljónir líða sérstaklega sáran skort og eru við hungurmörk. BBC hefur eftir David Beasley, yfirmanni WFP, að margir þeirra búi við neyðarástand og rambi á barmi hungursneyðar.</span></p> <p><span>Ástandið er sagt sérstaklega alvarlegt til sveita en þar er talið að yfir þrjár milljónir, um 38 prósent þeirra sem búsettir eru í dreifbýli, séu í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Tvær milljónir íbúa í þéttbýli búa ekki við fæðuöryggi.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>WFP áætlar að 331 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 40 milljarða króna, þurfi til að mæta þörfum þessa hóps. Þegar hefur tekist að tryggja rétt tæpan helming fjárhæðarinnar, um 133 milljónir dala. Frá því í janúar hafa tvær milljónir hlotið lífsbjargandi neyðaraðstoð, þar af hafa 1,2 milljónir fengið matvælaaðstoð, 400.000 aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, 600.000 grunnþjónustu á sviði heilsugæslu og 16.000 stúlkur og drengir barnaverndarþjónustu.&nbsp;</span></p> <p><span>Matvælaáætlunin gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna og er WFP ein af áherslustofnunum Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Núverandi rammasamningur við stofnunina gildir fyrir tímabilið 2017-2021 og hljóðar upp á 50 milljón króna árlegt framlag.&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

02.08.2019Malaví grípur til aðgerða vegna plastmengunar

<p><span>Malaví hefur bæst í hóp Afríkuríkja sem tekið hafa upp bann við plastpokum og öðrum hlutum úr þunnum plastefnum. Hæstiréttur landsins felldi í gær dóm þar sem plastbannið var staðfest.&nbsp;</span></p> <p><span>Stjórnvöld í Malaví lögðu árið 2015 bann við dreifingu næfurþunnra plastefna en plastframleiðendur í landinu höfðuðu mál í kjölfarið. Að því er fram kemur í umfjöllun breska blaðsins The Guardian var banninu hnekkt á lægri dómsstigum en í gær komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að bannið stæðist lög. Fyrirtæki sem ekki hlíta dóminum eiga yfir höfði sér fjársektir og jafnvel lokanir.</span></p> <p><span>Malaví hefur þar með bæst í hóp Afríkjuríkja sem reyna að sporna við plastmengun með lagasetningu. Tansanía, Rúanda og Kenía eru þar á meðal og eru lögin sýnu ströngust í síðastnefnda ríkinu þar sem fangelsisdómar og háar fjársektir liggja við brotum. 62 lönd í heiminum hafa sett lög til að draga úr plastmengun, Ísland er þar á meðal.&nbsp;</span></p> <p><span>Í Malaví eru framleidd 75.000 tonn af plasti árlega, þar af er aðeins fimmtungur hæfur til endurvinnslu. The Guardian hefur eftir Tiwonge Mzumara-Gawa, formanni umhverfissamtakanna Wildlife and Environmental Society of Malawi að plastefnabannið sé nauðsynlegt vegna þess að það sé „eina leiðin til að til að draga úr magni plasts sem endar í okkar dýrmætu stöðuvötnum.“&nbsp;</span></p> <p><span>Þar munar mestu um Malavívatn, ellefta stærsta stöðuvatn heims og það þriðja stærsta í Afríku en fiskurinn úr vatninu sér íbúum landsins fyrir stórum hluta alls dýraprótíns. Í nýlegri skýrslu stjórnvalda og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna UNDP segir að verði ekkert gert til að stemma stigu við örplastmengun gætu fiskisstofnar í Malavívatni orðið útdauðir fyrir árið 2050. „Örplast sem kemst í fiskinn varðar þannig fæðuöryggi, lífsafkomu og heilsu fólks,“ segir Mzumara-Gawa og bætir við að þótt endurvinnsla og hreinsunarátök séu góðra gjalda verð dugi þau skammt.</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/tvihlida-samvinna-/malavi/">Malaví </a>er annað tveggja samstarfslanda Íslands á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu, hitt er Úganda. Íbúar Mangochi-héraðs, þar sem þróunarsamvinnan í Malaví fer fram, byggja afkomu sína að stórum hluta á veiðum og vinnslu fisks úr Malavívatni. Á sínum tíma voru þróunarsamvinnuverkefni Íslands í Malaví einkum á sviði fiskveiða. Þá má nefna að Ísland er stofnaðili að nýjum <a href="https://www.worldbank.org/en/news/press-release/2018/09/26/world-bank-announces-new-global-fund-for-healthy-oceans">ProBlue-sjóði Alþjóðabankans</a>&nbsp;sem fjallar um málefni hafsins í víðu samhengi. Mengunarmál í hafi verða sérstök áherslusvið í þessum sjóði og framlag Íslands til hans eru einkum til verkefna á sviði fiskimála og plastmengunar í hafi.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

31.07.2019Tólf þúsund börn myrt eða alvarlega særð í átökum á síðasta ári

<span></span> <p>Aldrei í sögunni hafa fleiri börn tekið þátt í vopnuðum átökum eins og á síðasta ári og aldrei fyrr hafa jafn mörg börn fallið eða verið alvarlega særð í átökum frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu skráningu á slíkum ofbeldisverkum. Samkvæmt nýrri skýrslu voru rúmlega 12 þúsund börn ýmist myrt og lífshættulega særð á síðasta ári.</p> <p>Árleg <a href="https://www.un.org/sg/sites/www.un.org.sg/files/atoms/files/26-07-2019_SG_CAAC_report_advance_copy_0.pdf" target="_blank">skýrsla</a>&nbsp;aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök kom út í gær og nær til tuttugu átakasvæða í heiminum. António Guterres segir gróf ofbeldisverk gagnvart börnum vera svívirðileg. </p> <p>Í skýrslunni kemur fram að börnum sé áfram beitt í bardögum, einkanlega í Sómalíu, Nígeríu og Sýrlandi. Alls voru um sjö þúsund börn sett í fremstu víglínu átaka í heiminum á síðasta ári. Börnum var einnig rænt og þau beitt kynferðisofbeldi. Langflest tilvik um misnotkun eru frá Sómalíu, um 2.500. Tilkynnt var um 933 tilvik kynferðislegs ofbeldis gagnvart drengjum og stúlkum, en skýrsluhöfundar telja að tölurnar séu til muna hærri því margir veigri sér við að tilkynna slíka glæpi af ótta við hefndaraðgerðir.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni á árásum á skóla og sjúkrahús hafi fækkað en þó aukist á ákveðnum átakasvæðum eins og í Afganistan og Sýrlandi. </p>

30.07.2019Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi

<span></span> <p>Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna veltir því fyrir sér hvort heimurinn sé orðinn algerlega dofinn gagnvart linnulausum árásum í Sýrlandi. Hún segir að nýlegum mannskæðum loftárásum sé mætt með almennu tómlæti og gagnrýnir sérstaklega valdamestu þjóðir heims. </p> <p>„Þrátt fyrir ítrekað ákall Sameinuðu þjóðanna um þá meginreglu að fyllstu varúðar sé gætt í ófriði hefur þessi síðasta hrina loftárása af hálfu ríkisstjórnarinnar og bandamanna hennar dunið á sjúkrahúsum, skólum, mörkuðum og öðrum borgaralegum stofnunum,“ segir Michelle Bachelet og bætir við að afar ólíklegt sé að skotmörkin séu tilviljunum háð.</p> <p>Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. „Loftárásir drepa þó nokkurn fjölda óbreyttra borgara í hverri viku og viðbrögðin einkennast af tómlæti,“ segir hún. Fulltrúar alþjóðlegra hjálparsamtaka í Sýrlandi hafa lýst síðasta blóðuga kaflanum í átta ára stríði sem algerri martröð.</p> <p>„Skipulagðar árásir gegn óbreyttum borgurum eru stríðsglæpir og þeir sem fyrirskipa þá og framkvæma eru ábyrgir,“ segir Michelle Bachelet. Á síðustu tíu dögum hefur mannfall í átta árásum á Idlib og tveimur í Aleppi <span></span>kostaði 103 lífið, þar af um 26 börn. Mannréttindastjórinn óttast að blóðbaðið í Sýrlandi sé horfið af alþjóðlegu ratsjánni.</p> <p>„Það er bráðnauðsynlegt að hætta öllum hernaðaraðgerðir til að gefa pólitískum samningaviðræðum andrými. Hinn kosturinn er áframhald á tilgangslausum dauða og tortímingu í stríði án endis,“ segir hún.</p> <p>Utanríkisráðuneytið veitir stofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem starfa í Sýrlandi og nágrannalöndum, mannúðaraðstoð. Framlögin nema á þessu ári 225 milljónum króna og verða 250 milljónir á næsta ári.</p>

29.07.2019WFP tvöfaldar dreifingu matvæla í Kongó

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hyggst tvöfalda dreifingu á matvælum til íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem smitast hafa af ebólu og vandamanna þeirra, alls um 440 þúsund manns. Verkefnið stendur yfir næstu sex mánuði en eins og kunnugt er af fréttum hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýst yfir neyð á heimsvísu vegna faraldursins sem stigmagnast í Kongó og hefur borist til landamæraborgarinnar Goma, auk nokkurra tilvika í grannríkinu Úganda.</p> <p>Með yfirlýsingu WHO fyrir tveimur vikum fólust skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að herða baráttuna gegn faraldrinum og <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/neydar-og-mannudaradstod/wfp/">Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;– ein lykilstofnana í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands í mannúðarmálum – setti þegar af stað áætlun til að bregðast við aukinni neyð á svæðinu.</p> <p>Fulltrúar WFP segja að matvælaaðstoðin miði að því að veita nauðsynlega næringu til þeirra þúsunda einstaklinga sem þegar eru smitaðir af ebólu veirunni. Viðtakendur fá mat í 28 daga, viku lengur en meðgöngutímabil veirunnar er, en frá því sýking verður líða þrjár vikur þar til einkenni koma fram. Verkefnið gerir einnig stjórnvöldum og heilbrigðisstofnunum sem berjast gegn útbreiðslu sjúkdómsins kleift að fylgjast betur með heilsufari fólksins því það þarf að sækja matinn á heilsugæslustöðvar og þarf í leiðinni að undirgangast heilsufarsskoðun.</p> <p>Herve Verhoosel talsmaður WFP segir að þeir einstaklingar sem hafi læknast af faraldrinum fái matvælaaðstoð í eitt ár. Þá ætlar stofnunin að fjórfalda matvælaaðstoð til skóla á ebólusvæðum með næringarríkum heitum hádegismat en börn á þessum stríðshrjáðu svæðum eru flest alvarlega vannærð. Sjötíu þúsund börn koma til með að fá heita máltíð dag hvern í stað sautján þúsunda áður.</p>

26.07.2019Ísland skipar í fyrsta sinn ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum

<span></span> <p>Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda verður valinn í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.</p> <p>Landsamband ungmennafélaga (LUF) kallar á <a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-mannrettinda/" target="_blank">vef</a>&nbsp;sínum eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðunni. Aðildarfélög sambandsins geta tilnefnt fulltrúa sem verður lýðræðislega kjörinn á fundi fulltrúaráðs LUF 14. ágúst næstkomandi. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ísland hefur ekki tekið þátt í þessu starfi fyrr en sækir reynslu í umsóknarferlinu til ríkja sem hafa skipað ungmennafulltrúa um áratugaskeið. Algengast er að val þeirra og skipun sé í höndum landssambands ungmennafélaga í hverju ríki og á vef LUF er að finna upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og framboðsfrest.</p> <p><a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-mannrettinda/" target="_blank">Nánar á vef LUF</a></p>

26.07.2019„Lítil áhersla lögð á að græða félagsleg sár af völdum ebólunnar“

<span></span> <p>„Mestur þungi aðgerða á sviði endurhæfingar hefur verið lagður í efnahagslega endurreisn landsins og almennt hefur lítil áhersla verið lögð á að græða félagsleg sár sem ebóluveiran skildi eftir sig innan berskjaldaðra samfélaga í landinu,“ segir Ívar Schram verkefnastjóri Rauða krossins í Síerra Leone. Hann stýrir þróunarverkefni á vegum Rauða krossins á Íslandi sem hófst á síðasta ári og nýtur stuðnings utanríkisráðuneytisins. Markmið þess er að stuðla að samfélagslegri endurhæfingu vegna afleiðinga ebólufaraldursins en verkefnið á að bæta lífskjör 150 þúsund íbúa Síerra Leone.</p> <p>Ebólufaraldurinn, sá útbreiddasti til þessa, geisaði í Síerra Leone, Gíneu og Líberíu á árunum 2013 til 2016 og varð rúmlega 11 þúsund manns að aldurtila. Nú, þremur árum eftir að faraldurinn var upprættur, glíma íbúar Síerra Leone við afleiðingarnar sem Ívar lýstir í viðtali á vef Rauða krossins sem „sviðinni jörð“ í sárafátæku landi sem er í fimmta neðsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ívar segir verulega hafa skort á fræðslu til almennings. ,,Í fyrsta lagi er það uppruni veirunnar og hvernig hún berst til manna. Í öðru lagi eru það svo smitleiðir veirunnar og hvernig hún verður að svokölluðum faraldri eða farsótt. Varðandi uppruna veirunnar er talið að ebóla smitist frá tilteknum dýrum í menn, en í löndum eins og Síerra Leóne er til dæmis algengt að fólk veiði sér villt dýr á borð við apa og leðurblökur til matar. Það var einmitt eitt af því sem verkefnið okkar beindi sjónum sínum að, þ.e. að fræða almenning um uppruna ebóluveirunnar til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.“</p> <p>Í viðtalinu segir Ívar meðal annars að ellefu ára borgarastyrjöld í Síerra Leone frá 1991 til 2002 hafi grafið verulega undan trausti almennings í garð yfirvalda og opinberra stofnana. “Af því leiddi að opinberar upplýsingar frá yfirvöldum voru gjarnan dregnar í efa og fólk reiddi sig fremur á óformlegar boðleiðir upplýsinga sem oft og tíðum byggðu á fölskum grunni og orðrómi einum. Sem dæmi flaug sú fiskisaga víða um Síerra Leóne að ebóluveiran væri pólitísks eðlis og alfarið á valdi stjórnvalda í landinu. Við upptök ebólufaraldursins áttu áreiðanlegar upplýsingar frá yfirvöldum því ekki greiða leið til almennings, sem varð til þess að fólk fylltist hræðslu og einangraði sig í stað þess að leita til læknis þegar upp komu einkenni ebóluveirunnar. Þetta varð til þess að smitaðir reyndust oft og tíðum of langt komnir á meðgöngutíma sjúkdómsins þegar tilfelli rötuðu loks undir hendur lækna, sem enn fremur vakti upp hræðslu og ótta gagnvart heilsugæslustöðvum og læknisaðstoð á svæðinu.“</p> <p>Sjá <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/throunarsamvinna-a-vegum-rauda-kross-islands-hefur-baett-lifskjor-um-150.000-manna-i-sierra-leone" target="_blank">viðtalið</a>&nbsp;í heild á vef Rauða krossins á Íslandi.</p>

25.07.2019Neyðarkall: Fimmtán milljónir á barmi hungursneyðar

<span></span> <p>Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum. Löndin í þessum heimshluta sem hafa orðið verst úti í yfirstandandi þurrkum eru Eþíópía, Kenya og Sómalía.</p> <p>Í frétt frá Oxfam segir að aðeins hafi tekist að afla fjár fyrir þriðjungi þeirrar neyðaraðstoðar sem metin var nauðsynleg til að bjarga mannslífum. Ekki sé með núverandi fjármagni hægt að hjálpa öllum og viðbótarfjármagn dragi úr hættunni á enn frekari neyðarástandi. </p> <p>Óveruleg úrkoma að undanförnu hefur leitt til uppskerubrests og skortur á öðrum bjargráðum til tekjuöflunar hefur leitt til þess að 7,6 milljónir manna í löndunum þremur eru við hungurmörk. Vandinn er enn verri vegna þess að milljónir manna á þessu svæði hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, auk þess sem þurrkarnir hafa flæmt fólk á vergang.</p> <p>Hungursneyð í þessum heimshluta árið 2011 leiddi til þess að rúmlega 260 þúsund manns vesluðust upp og dóu. Svipað ástand skapaðist árið 2017 en þá var hungursneyð afstýrt með framlögum sem söfnuðust í skyndi og umfangsmiklu hjálparstarfi. Milljónir manna eru þó enn að koma undir sig fótunum eftir þá þurrkatíð og eru því enn í viðkvæmari stöðu, að mati Oxfam.</p> <p><span></span>„Við getum ekki beðið eftir því að myndir af vannærðu fólki og dauðum skepnum fylli sjónvarpsskjáina. Við þurfum að bregðast við strax til að forðast hörmungarástand,“ segir Lydia Zigomo, svæðisstjóri Oxfam.</p>

24.07.2019Heimsmarkmiðin: Of lítil framfaraskref

<span></span> <p>Of lítil framfaraskref. Það er niðurstaða árlegs ráðherrafundar um framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem lauk á dögunum í New York. Ísland var meðal þjóða sem <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/17/Island-kynnti-landsryni-sina-a-heimsmarkmidunum/">kynnti</a>&nbsp;landarýni um innleiðingu markmiðanna. Tæp fjögur ár eru liðin frá því þjóðarleiðtogar sammæltust um sautján heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Ljóst er eftir fundinn í New York að þjóðir heims þurfa að herða róðurinn til þess að uppfylla heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030.</p> <p>Heimsmarkmiðin sautján eru samþætt og órjúfanleg og fela í sér fimm meginþemu: mannkyn, jörð, hagsæld, frið og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir.&nbsp;Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem kom út á ráðherrafundinum segir að þrátt fyrir árangur á ákveðnum sviðum, meðal annars hvað varðar að draga úr fátækt og bæta heilsu, þurfi þjóðir heims að bregðast við með skilvirkari og hraðari hætti en hingað til.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qHyAZX95k8A" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Við förum okkur of hægt í viðleitni okkar að binda enda á mannlega þjáningu og skapa öllum tækifæri,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að tryggja að enginn sé undanskilinn og að innanlandsaðgerðir hafi stuðning alþjóðlegrar samvinnu.“ </p> <p>Í skýrslunni er bent á loftslagsbreytingar og ójöfnuð sem tvö brýnustu úrlausnarefnin. Þar segir að hamfarir vegna loftslagsbreytinga hafi gífurleg áhrif í lágtekjuríkjum og auki fátækt, hungur og sjúkdóma þeirra fátækustu og viðkvæmustu í heiminum.</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/348480548" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>Að mati Oli Henmans, samræmingarstjóra heimsmarkmiðanna, má rekja hægar framfarir til nokkurra þátta. Hann segir í samtali við <a href="http://www.ipsnews.net/2019/07/will-global-fund-help-deliver-uns-development-agenda/" target="_blank">IPS</a>&nbsp;fréttaveituna að í fyrsta lagi búti margar þjóðir heimsmarkmiðin niður, hafi takmarkaðar landsáætlanir, einbeiti sér aðeins að fáum markmiðum og horfi þar af leiðandi framhjá flestum þeirra. Í öðru lagi virðist að hans dómi ekki vera nægilegur pólitískur vilji í nokkrum lykilríkjum sem gætu verið í broddi fylkingar. Hann segir að í mörgum löndum á norðurhveli jarðar aukist meira að segja ójöfnuður og útlendingahatur. Og í þriðja lagi hafi framlög til þróunarsamvinnu ekki aukist til stuðnings þeirri umbyltingu sem heimsmarkmiðin feli í sér.</p>

23.07.2019UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra

<span></span> <p><span class="caps">Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Ntaganda var stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og var sakfelldur í þrettán liðum fyrir stríðsglæpi og í fimm liðum fyrir glæpi gegn mannkyni sem framdir voru á árunum 2002 til 2003.</span></p> <p><span class="caps">Í&nbsp;<a href="http://www.unwomen.org/en/news/stories/2019/7/statement-ed-conviction-of-bosco-ntaganda-by-the-international-criminal-court"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">yfirlýsingu</span></a>&nbsp;frá Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóra UN Women, segir að sakfellingin sé gríðarlega þýðingarmikil. Verði hún staðfest sé það í fyrsta sinn sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sakfellir í kynferðisglæpamáli. Niðurstaða dómstólsins þykir jafnframt merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn sakfellir Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fyrir kynlífsánauð og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem sakborningur er dæmdur fyrir að beita eigin hermenn kynferðislegu ofbeldi.</span></p> <p><span class="caps">Í yfirlýsingu UN Women kemur fram að þótt kynferðisglæpir séu ekki nýnæmi, heyri það til undantekninga að sakfellt sé í slíkum málum. Þar segir einnig að UN Women hafi sent sérfræðing í kynferðis- og kynbundnum ofbeldisglæpum til að aðstoða saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins við úrvinnslu gagna í málinu og til að tryggja að sönnunargögn í málinu spillist ekki. </span></p> <p><span class="caps">Í <a href="https://unwomen.is/un-women-fagnar-nidurstodu-althjodlega-sakamaladomstolsins-i-mali-stridsherra/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women segir að stofnunin vinni áfram náið með sakamáladómstólnum svo hægt sé að draga stríðsglæpamenn til saka, samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá þakkar UN Women þolendum sem báru vitni í málinu gegn Ntaganda fyrir hugrekki. Stofnunin hvetur til þess að þeim og öðrum fórnarlömbum stríðsins í Kongó verði veittur viðeigandi stuðningur og aðstoð svo þau megi endurreisa líf sitt og geti unnið að því að koma á kynjajafnrétti í nærsamfélagi sínu.</span></p>

22.07.2019Eitt barn sveltur en annað ekki – í sömu fjölskyldu

<span></span> <p>Fátækt dreifist með mjög misjöfnum hætti innan þjóða og jafnvel innan fjölskyldna. Þetta sýnir ný skýrsla frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Í Pakistan eru þess dæmi að sum börn svelta en önnur ekki, í einni og sömu fjölskyldu.</p> <p>Vísindamenn hafa á síðustu árum beitt nýjum og nákvæmari aðferðum til að varpa ljósi á ólíkar birtingarmyndir fátæktar. UNDP hefur á síðustu árum í samstarfi við rannsóknarteymi frá háskólanum í Oxford þróað svokallallaða MPI vísitölu, sem hefur ekki tekjuviðmið, heldur byggist á næringu, barnadauða, skólagöngu, orkugjöfum til eldunar, neysluvatni, salernisaðstöðu, aðgengi að rafmagni og húsnæði. Samkvæmt nýjustu MPI vísitölunni sem birt var í síðustu viku býr 1,3 milljarður jarðarbúa við fátækt. Það fólk býr í lágtekju-, meðaltekju- og hátekjuríkum. Tveir af hverjum þremur búa í meðaltekjuríkjum.</p> <p>„Of margir lifa í fátækt,“ segir Achim Steiner, yfirmaður UNDP. Hann telur að draga megi þann lærdóm af skýrslunni, sem ber yfirskriftina „<a href="http://hdr.undp.org/sites/default/files/mpi_2019_publication.pdf?utm_source=nl_landingpage&amp;utm_medium=web&amp;utm_campaign=timestop10_daily_newsletter" target="_blank">Illuminate Inequalities</a>“ (Birtingarmyndir ójöfnuðar) að þjóðir séu ekki fyrst og fremst „ríkar“ eða „fátækar“ því innan þjóða sé munurinn gífurlegur. Í skýrslunni er bent á að í skugga tölfræðilegra meðaltalsútreikninga leynist fátækt meðal ríkra þjóða. Þó sé munurinn mestur þar sem fátæktin er mest.</p> <p>Í skýrslunni er Úganda, annað tveggja samstarfslanda Íslands í þróunarsamvinnu, tekið sem dæmi um það hvað meðaltöl segja takmarkaða sögu. Samkvæmt MPI vísitölunni búa 55% þjóðarinnar við fátækt en sé frekar rýnt í tölurnar kemur í ljós mikill munur milli landshluta. Í höfuðborginni Kampala eru til dæmis um 6% íbúanna fátækir meðan 96% falla í þann flokk í fátækasta héraði Úganda, Karamoja. </p> <p>„Til þess að útrýma fátækt þurfum við fyrst að vita hvar fátækir búa. Þeir dreifast hvorki jafnt yfir þjóðir eða heimili,“ segir Achim Steiner og telur að skýrslan í ár veiti mikilsverðar upplýsingar fyrir ráðamenn sem vilja grípa til ráðstafana í baráttunni gegn fátækt.&nbsp;</p> <p><strong>Börn líða mest fyrir fátækt</strong></p> <p>Ein helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að fátækt bitnar harðar á börnum en fullorðnum. Af þeim 1,3 milljörðum jarðarbúa sem skilgreindar eru fátækir eru 663 milljónir barna undir átján ára aldri, flest yngri en tíu ára. Um 85% þessara fátæku barna búa í sunnanverðri Asíu og í Afríku sunnan Sahara. Verst er ástandið í Afríkuríkjunum Burkina Faso, Tjad, Eþíópíu, Níger og Suður-Súdan þar sem níu af hverjum tíu börnum yngri en tíu ára eru skilgreind fátæk samkvæmt MPI vísitölunni.</p> <p>Munurinn innan fjölskyldna er mestur í Suður-Asíu. Þar er víða að finna heimili þar sem gert er upp á milli barna, eitt barn sækir skóla, annað ekki, eitt barn fær minni mat en annað, eða jafnvel eitt barn sveltur meðan annað fær mat, eins og <span></span>Í Pakistan. Bæði þar og í Afganistan er kynjamunurinn sláandi, þar bitnar fátækt miklu meira á stelpum en strákum. Dæmið snýst við í Bangladess.</p> <p>MPI vísitalan náði 101 þjóðar, lágtekjuríkin voru 31, meðaltekjuríkin 68, og hátekjuríkin 2. Áformað er að rannnsaka betur á næstu árum fátækt innan hátekjuríkja.</p>

19.07.2019Margfalda þarf framlög til mæðraverndar

<span></span> <p>Fjármagn til að koma í veg fyrir að konur látist af barnsförum þarf að sexfaldast ef horft er til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, segir í frétt frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Sjóðurinn hefur látið reikna út fjármagnsþörf til að draga úr mæðradauða í samræmi við heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030. Heimsmarkmiðin kveða á um að ekki fleiri en 70 mæður látist af barnsförum miðað við hundrað þúsund fædd börn.</p> <p>Bein árleg útgjöld, til þess að standa straum af kostnaði vegna heilbrigðisstarfsfólks, lyfja og búnaðar sem tengist fæðingu, þyrftu að vera 7,8 milljaðrar bandarískra dala, en til samanburðar var fjármagn til málaflokksins einungis 1,4 milljarðar á síðasta ári. Þetta er mat vísindamanna frá UNFPA og Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum.</p> <p>Framlagsríki hafa dregið úr framlögum á þessu sviði á síðustu árum. Á árunum 2013 til 2017 minnkuðu framlög úr 4,4 milljörðum bandarískra dala niður í 3,9 milljaðra. Þar munar mestu um þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að stöðva fjárveitingar til UNFPA sem stjórnvöld telja að taki þátt í þvinguðu þungunarrofi eða ófrjósemisaðgerðum. Sjóðurinn hefur ítrekað gefið út yfirlýsingar um að hann styðji hvorugan verknaðinn.</p> <p>Samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) létust 216 konur af barnsförum árið 2015 miðað við hundruð þúsund fædd börn. Í fátækustu ríkjum heims hækkar hlutfallið í 436 konur. Nýjar tölur eru væntanlegar síðar á árinu.</p> <p>Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur verið lögð mikið áhersla á lýðheilsu og sérstaka að draga úr mæðra- og ungbarnadauða. Í öðru samstarfsríkinu, Malaví, var snemma á þessu ári opnuð ný glæsileg fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi-bænum. Á sömu lóð er rekin miðstöð ungbarnaeftirlits og mæðraverndar. Á síðasta ári voru enn fremur teknar í notkun sex fæðingardeildir og jafnmörg biðskýli fyrir verðandi mæður í strjálbýli Mangochi héraðs, auk þess sem héraðsstjórnin fékk fimm sjúkrabifreiðar sem nýtast meðal annars konum í barnsnauð.</p> <p>Á árunum 2012 til 2017 fækkaði konum í héraðinu sem deyja af barnsförum um 40%.</p>

18.07.2019WHO: Neyðarástandi ekki lýst yfir til fjáröflunar

<span></span> <p>„Að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu er ekki til fjáröflunar heldur viðleitni til þess að afstýra útbreiðslu sjúkdómsins. WHO veit ekki til þess að nokkurt framlagsríki hafi haldið að sér höndum vegna þess að ekki var búið að lýsa yfir neyðarástandi. En hafi það verið afsökun gildir hún ekki lengur,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>Faraldurinn er orðinn sá annar skæðasti í sögunni. Óttast er að sjúkdómurinn eigi eftir að breiðast út, en hans hefur þegar orðið vart utan landamæra Kongó, í Úganda. Með yfirlýsingunni í gær væntir WHO þess að þjóðir bregðist við og að aukinn kraftur verði settur í að hefta útbreiðslu ebólunnar. Alvarleiki faraldursins komst á nýtt stig þegar sýktur einstaklingur greindist í landamæraborginni Goma í grennd við Rúanda. Fimmtán þúsund manns fara yfir landamærin til Rúanda dag hvern.</p> <p>„Nú þegar tæpt ár er liðið frá faraldurinn kom upp, í því ótrausta ástandi sem ríkir austurhluta landsins, er tímabært að þjóðir heims taki höndum saman með stjórnvöldum í Kongó, kveði niður sjúkdóminn og byggi upp betra heilbrigðiskerfi,“ segir Ghebreyesus.</p> <p>Alls hafa verið greind 2,522 sjúkdómstilvik ebólu í Kongó frá 1. ágúst á síðasta ári þegar lýst var yfir að faraldur geisaði í landinu. Tæplega 1700 einstaklingar hafa látist, 717 eru á batavegi og tæplega 165 þúsund einstaklingar hafa verið bólusettir. Langflestir látinna hafa verið íbúar héraðanna Ituri og norður Kivu þar sem skálmöld hefur ríkt um langt skeið.</p> <p>Lítil hætta er sögð á því að sjúkdómurinn breiðist út á heimsvísu. Talsmenn WHO segja hins vegar mikla hættu á útbreiðslu í nágrannaríkjum Kongó og hátt viðbúnaðarstig þurfi að vera í Úganda, Rúanda, Búrúndi og Suður-Súdan.</p>

17.07.2019Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni

<span></span> <p>Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni, menntun og atvinnutækifæri á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í Sameinuðu þjóðunum í New York í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði málstofuna og lagði meðal annars áherslu á mikilvægi þess að öll börn hefðu aðgengi að viðeigandi menntun. </p> <p>Aðrir sem fluttu ávörp voru Susanna Moorehead, formaður OECD/DAC, Judith Msusa, deildarstjóri í málefnum ungmenna í ungmenna,- íþrótta-, og menningarmálaráðuneyti Malaví, Neven Mimica, framkvæmdastjóri ESB á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, og Gilbert Happy Lwetutte, Ungmennafulltrúi Úganda hjá Sameinuðu þjóðunum. Robert Jenkins, forstjóri menntasviðs UNICEF, stýrði fundinum.</p> <p>Um 1,8 milljarðar einstaklinga í heiminum eru á aldrinum 15-29 ára. Þar af búa um 87 prósent í þróunarríkjum, flest í Suður-Asíu og Afríku. Með réttri menntun, færni og valdeflingu kemur þetta unga fólk til með að umbreyta samfélögum sínum og hagkerfum. En sívaxandi heimshagkerfi krefst sérhæfðari hæfni á tímum þegar mörg menntakerfi eiga undir högg að sækja. Þá var einnig vakin athygli á þeirri staðreynd að þótt svo að ungmenni hljóti menntun séu atvinnutækifæri af skornum skammti í mörgum þróunarríkjum. Tíu af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fjalla beint um ungmenni og eflingu þeirra, en á málstofunni var þeirri spurningu meðal annars velt upp hvernig tryggja megi þátttöku og tækifæri ungs fólks í þróunarríkjum við innleiðingu markmiðanna. </p> <p>Á málstofunni var einnig sýnt <a href="https://drive.google.com/file/d/1QUTh7BCwcOTRR4e1uV-tw-4qu7OfiGQE/view?ts=5d2967ba" target="_blank">myndband</a>&nbsp;með viðtölum við ungmenni í Malaví sem hlotið höfðu sérhæfða menntun sem nýtist þeim í starfi.</p> <p><a href="http://webtv.un.org/watch/-the-big-push-for-africa-bridging-youths-education-and-employment/6059978188001/" target="_blank">Viðburðurinn í heild</a></p> <p>&nbsp;</p>

17.07.2019Ísland kynnti landsrýni sína á heimsmarkmiðunum

<span></span><span></span> <p>Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a84add6a-a7ec-11e9-9446-005056bc4d74">stöðu innleiðingar Ísland</a>s&nbsp;á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kynnir landsrýni sína á framkvæmd heimsmarkmiðanna á vettvangi SÞ en landsrýniskýrsla Íslands var gefin út í júní síðastliðnum.&nbsp;<br /> <br /> Í kynningunni fór forsætisráðherra yfir helstu áskoranir og árangur í innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi, með sérstakri áherslu á loftslagsmálin en aðgerðir ríkja í loftslagsmálum munu hafa áhrif á framgang allra heimsmarkmiðanna. Hún sagði loftslagsbreytingar hafa áhrif á landið okkar, vistkerfi, hagkerfið og samfélagið allt. Brýnt væri að innleiða sjálfbærnihugsun í alla opinbera stefnumótun. Auk forsætisráðherra tóku þátt í kynningunni fyrir Íslands hönd tveir fulltrúar Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Kristbjörg Mekkín Helgadóttur og Sigurði Einarssyni Mäntylä, auk Eddu Sif Pind Aradóttur, fulltrúa CarbFix.<br /> <br /> „Til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þurfum við að leiðrétta ójafnvægi milli kynslóða og það efnahagslega ójafnrétti sem innbyggt er í vandann. Við þurfum á félagslegu réttlæti að halda, við þurfum á friði að halda og við þurfum að ná jafnrétti kynjanna. Stjórnvöld, nærsamfélög, atvinnulífið, félagasamtök, menntakerfið og almenningur þurfa öll að vinna saman. Og við þurfum á alþjóða samvinnu að halda meira en nokkru sinni fyrr,” segir forsætisráðherra á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/16/Forsaetisradherra-kynnir-innleidingu-Islands-a-heimsmarkmidum-Sameinudu-thjodanna-a-radherrafundi-STh-i-New-York/">vef</a>&nbsp;Stjórnarráðsins.<br /> <br /> Árlegur fundur Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (High Level Political Forum, HLPF) stendur nú yfir í New York dagana 9.–18. júlí. Meginþema fundarins er: Empowering people and ensuring inclusiveness and equality. Áherslumarkmiðin 2019 eru menntun fyrir alla (SDG 4), góð atvinna og hagvöxtur (SDG), aukinn jöfnuður (SDG 10), aðgerðir í loftslagsmálum (SDG 13), friður og réttlæti (SDG 16) og samvinna um markmiðin (SDG 17), það síðastnefnda er til umfjöllunar á hverju ári.&nbsp;<br /> <br /> Í tengslum við ráðherrafundinn tekur forsætisráðherra einnig taka þátt í þremur mismunandi hliðarviðburðum sem Ísland stendur að í samvinnu við; Norrænu ráðherranefndina; Malaví; og Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OECD) og Rúmeníu. Þá átti forsætisráðherra í gær tvíhliðafundi með Helen Clark, framkvæmdastjóra Þróunarstofnunar SÞ (UNDP) og Luis Alfonso de Alba, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra SÞ fyrir leiðtogafund um loftslagsmál sem fram fer í New York í september næstkomandi í tengslum við Allsherjarþing SÞ.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=a84add6a-a7ec-11e9-9446-005056bc4d74">Kynning um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum</a></p>

16.07.2019Tæplega 20 milljónir barna óbólusettar

<span></span> <p>Rúmlega eitt af hverjum tíu börnum í heiminum eða tæplega 20 milljónir barna voru ekki bólusett á síðasta ári gegn lífshættulegum sjúkdómum. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, meðal annars svæðisbundin átök, kostnaður og andúð á bólusetningum. Þetta kemur fram í sameiginlegri rannsókn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF.</p> <p>Flest óbólusettu barnanna búa í tíu þjóðríkjum, eða 11,7 milljónir þeirra 19,4 milljóna sem voru ekki bólusett. Flest barnanna eru í Nígeríu, Indlandi og Pakistan. Rannsóknin leiðir enn fremur í ljós að bólusetningar á heimsvísu gegn fjórum skaðlegustu sjúkdómunum hefur ekkert breyst frá árinu 2010 og stendur í stað í 86 prósentum. Um er að ræða sjúkdóma í hálsi og öndunarvegi (difteríu), stífkrampa, kíghósta og mislinga.</p> <p>Að mati fulltrúa fyrrnefndra stofnana er brýnt að auka bólusetningar gegn sjúkdómum þar sem bóluefni er á annað borð til og koma þannig í veg fyrir faraldra. Alls tókst 118 þjóðum að ná 90 prósenta hlutfalli bólusettra barna í árslok 2018 en sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja æskilegast að hlutfallið sé 95 prósent í heiminum öllum. „Bólusetningar eru eitt mikilvægasta verkfæri okkar til að koma í veg fyrir útbreiðslu og halda heiminum öruggum," er haft eftir Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Mörg óbólusettu barnanna eru í hvað mestri hættu á fá sjúkdóma, segir í fréttinni, eins og börn á átakasvæðum og börn fátækra foreldra. Mesta þekjun bólusetninga var í Evrópu á síðasta ári, rúmlega 90 prósent, 18 prósentustigum ofar en Afríka, sem er sú heimsálfa þar sem fæst börn eru bólusett.</p> <p>Utanríkisráðuneytið lagði alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI til 120 milljónir króna í ársbyrjun í þeim tilgangi að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á þriggja ára tímabili en þekjun bólusetninga í Malaví er enn innan við 90 prósent. </p>

15.07.2019Enn fjölgar fólki sem lifir við hungurmörk

<span></span> <p>Þriðja árið röð fjölgar fólki í heiminum sem lifir við hungurmörk. Einn af hverjum níu jarðarbúum býr nú við sult. Alvarlega vannærðum fjölgaði um tíu milljónir milli ára, voru 811 milljónir 2017 en 821 milljón í lok síðasta árs, að því er fram kemur í árlegri stöðuskýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um matvælaöryggi og næringu - <a href="http://www.fao.org/3/ca5162en/ca5162en.pdf">The State of Food Security and Nutrition in the World (SOFI).</a></p> <div class="infogram-embed" data-id="cb8da3aa-149a-460e-925f-279ce8347a1f" data-type="interactive" data-title="FAO - vannærðir í heiminum 2005-2018">&nbsp;</div> <script>!function(e,t,s,i){var n="InfogramEmbeds",o=e.getElementsByTagName("script")[0],d=/^http:/.test(e.location)?"http:":"https:";if(/^\/{2}/.test(i)&&(i=d+i),window[n]&&window[n].initialized)window[n].process&&window[n].process();else if(!e.getElementById(s)){var r=e.createElement("script");r.async=1,r.id=s,r.src=i,o.parentNode.insertBefore(r,o)}}(document,0,"infogram-async","https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js");</script> <p>Þeir sem búa við sult eru á nýjanleik orðnir álíka margir og fyrir áratug en í fjölda ára fækkaði hungruðum ár frá ári. Auk þeirra sem búa við alvarlegan fæðuskort búa milljónir manna við fæðuóöryggi. Samtals lifa því að mati FAO um tveir milljarðar manna í óvissu í fæðumálum. Vaxtarhömlun hrjáir 149 milljónir barna.</p> <p>Skýrsluhöfundar benda á að staðan í dag sýni þá stóru áskorun sem felst í heimsmarkmiði númer tvö, að útrýma hungri fyrir árið 2030. Þróunin sé illu heilli ekki í samræmi við það markmið að útrýma hungri og tryggja öllum jarðarbúum nægan mat.</p> <p>Hlutfallslega flestir hungraðir í heiminum búa í Afríku, þar er hlutfallið einn á móti hverjum fimm. Hungur færist líka í aukana í vestanverðri Asíu. Vopnuð átök og loftslagsbreytingar ráða mestu um aukið hungur í heiminum.</p> <p>Í skýrslunni í ár eru sjónum sérstaklega beint áhrifum efnahagslegra niðursveifla. Hungur færist í aukana í mörgum löndum þar sem efnahagsástand hefur verið á niðurleið, einkum í meðaltekjuríkjum. Í skýrslunni er bent á að ógnin sé mest þar sem sameinaðir kraftar eru að verki, eins og átök, loftslagsbreytingar og niðursveifla í efnahagslífinu.</p> <p>FAO gaf skýrsluna út í dag í sam­starfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna (WFP), Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­ina (WHO) og Alþjóðasjóð um þróun land­búnaðar&nbsp;(IFAD).&nbsp;</p>

15.07.2019Ungmenni í forgrunni á fundi um heimsmarkmiðin

<span></span> <p>Ísland kynnir á morgun stöðu innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi í New York. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur þá ávarp fyrir Íslands hönd, en auk þess ávarpa tveir fulltrúar úr ungmennaráði heimsmarkmiðanna fundinn, þau Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä. </p> <p>„Svo lengi sem það er einhver tilbúinn að hlusta af alvöru tel ég að rödd okkar geti alltaf haft áhrif,“ segir Kristbjörg. „Það er samt svo mikilvægt að halda áfram að nýta rödd sína þó manni finnist maður á tímum vera að kalla inn í tómið. Við vonumst til þess að með þessu erindi okkar munum við koma röddum ungmenna á Íslandi eins vel til skila og við getum, það er svo bara að krossa putta að einhver sé tilbúinn að hlusta.“</p> <p>Sigurður tekur í sama streng. „Af hverju ættum við ungmennin ekki að fá að taka þátt í þeim ákvörðunum sem teknar eru í dag og munu fyrst og fremst hafa áhrif á okkar framtíð?“ spyr hann. „Valdhafar þurfa að eiga samráð við öll ungmenni, líka þau sem hafa ekkert endilega áhuga á stjórnmálum og loftslagsbreytingum því aðeins þá getum við tryggt sanna samvinnu.“</p> <p><strong>Tveir hliðarviðburðir um ungmenni</strong></p> <p>Ísland skipuleggur þar að auki tvo hliðarviðburði sem fara fram á morgun og fjalla þeir báðir um ungmenni. Sá fyrri er skipulagður í samstarfi við Malaví, samstarfsland Íslands í þróunarsamvinnu, og fjallar um menntun og atvinnuþátttöku ungs fólks í Afríku. Sá seinni er unninn í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þar sem Ísland gegnir nú formennsku, og fjallar um ungmenni, loftslagsaðgerðir og lýðræði. </p> <p>Í dag er alþjóðadagur kunnáttu ungmenna, en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli á því að ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára eru þrisvar sinnum líklegri til þess að vera atvinnulaus en þau sem eldri eru og þá er þessi vaxandi hópur einnig ólíklegri til þess að finna vinnu við hæfi að loknu námi. Þátttaka ungmenna er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum og því nauðsynlegt að tryggja þeim gott aðgengi að menntun og atvinnutækifærum við hæfi.<span></span></p> <p>Hægt verður að fylgjast með fulltrúum ungmennaráðsins á Instagram <a href="https://www.instagram.com/ungruv.is/" target="_blank">síðu UngRÚV</a>.</p>

12.07.2019Aðeins 0,5% af framlögum til mannúðarmála til barnaverndar

<span></span> <p>Börn á stríðshrjáðum svæðum voru á síðasta ári um 50 milljónir talsins, eða tvöfalt fleiri en árið 1990, og síðustu níu árin hefur þreföldun orðið á tilkynningum um alvarleg brot gegn börnum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er sáralitlu fé varið í sértækar aðgerðir til verndar börnum á átakasvæðum, að því er fram kemur í skýrslu alþjóðasamtakanna Save the Children sem kom út í dag. Aðeins um 0,5% af mannúðarfé er sérstaklega eyrnamerkt slíkum aðgerðum í þágu barna.</p> <p>Að mati Save the Children sýnir skýrslan að börn á átakasvæðum eru berskjölduð gagnvart ofbeldi, misnotkun, vanrækslu og mansali. Skýrslan er unnin í aðdraganda leiðtogafundar í New York í dag – í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - <span></span>þar sem fjallað er um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan ber yfirskriftina: <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/Upload_20190630-182416.pdf" target="_blank">Unprotected: Crisis in Humanitarian Funding for Child Protection</a>. Í henni er rýnt í framlög til barnaverndar á milli áranna 2010 og 2018 með ítarlegri greiningu á þrettán átakasvæðum, þar á meðal í Sýrlandi, Jemen, Írak og Afganistan.</p> <p>Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að framlög almennt til mannúðaraðstoðar hafi aukist á síðustu tíu árum, þar á meðal framlög til verndar börnum, hafi þörfin fyrir aukin fjárframlög til barnaverndar aukist margfalt meira. Þannig hafi einungis 18% af fjárþörfinni verið mætt í Afganistan og 25% í Miðafríkulýðveldinu.</p> <p>Í skýrslunni er því haldið fram að sameining barna við fjölskyldur þeirra sé gott dæmi um árangursríka leið í barnavernd og aðgerðir í Suður-Súdan teknar sem dæmi. Þar tókst að sameina þúsundir barna og fjölskyldur þeirra sem höfðu tvístrast í borgarstyrjöldinni sem enn geisar í landinu. „Bæði mannúðarsamtök og framlagsríki verða að bæta sig gagnvart þeim sem standa höllum fæti eins og börnum sem skilin eru eftir óvernduð frammi fyrir margvíslegum ógnum. Mannúð okkar verður á endanum mæld út frá því hvernig við komum fram við börn, þau viðkvæmustu okkar á meðal. Í dag býr fimmta hvert barn á átakasvæðum og þau reiða sig á okkur, að við grípum til sameiginlegra og skjótra aðgerða þeim til verndar,“ er haft eftir Gunvor Knag Fylkesnes framkvæmdastýru Save the Children í Noregi í frétt á <a href="https://reliefweb.int/report/world/unprotected-crisis-humanitarian-funding-child-protection" target="_blank">vef</a>&nbsp;samtakanna.</p>

12.07.2019SOS: Stuðningur við sex hundruð barnafjölskyldur á Filippseyjum

<span></span> <p class="MsoNormal">SOS Barnaþorpin á Ísland hófu í apríl síðastliðnum undirbúning verkefnis til stuðnings 600 barnafjölskyldum í nágrenni tveggja SOS barnaþorpa í Calbayog og Tocloban. Starfið hefur gengið samkvæmt áætlun og í gær var lokið við að velja þær fjölskyldur sem samtökin ætla að styðja næstu þrjú árin. Alls er um 57 milljónum króna varið til verkefnisins en það er fjármagnað af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með styrk frá utanríkisráðuneytinu.</p> <p class="MsoNormal">Markmiðið með verkefninu er að gera fjölskyldurnar fjárhagslega sjálfstæðar til þess að þær geti mætt grunnþörfum barnanna en í þessum 600 barnafjölskyldum eru um 1800 börn og ungmenni. <span style="mso-spacerun:yes;"></span>„Fyrstu mánuðirnir hafa farið í starfsmannaráðningar, uppsetningu á skrifstofum, mati á aðstæðum fólksins á svæðinu og viðtölum við fjölskyldurnar sem þurfa á hjálp okkar að halda. Nú í júlí verður lokið við að útvega skólagögn fyrir 1500 börn,“ segir í frétt á <a href="https://www.sos.is/fjolskylduefling-sos/nanar/8442/buid-ad-velja-fjolskyldurnar-a-filippseyjum" target="_blank">vef</a>&nbsp;SOS Barnaþorpanna.</p> <p class="MsoNormal">Í fréttinni segir að eitt af hverjum 20 börnum á Filippseyjum hafi ýmist verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt. „Nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum eru í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum. Þetta er yfir 30% barnafjölskyldna. Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjölduð fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“</p> <p class="MsoNormal">Verkefnið á Filippseyjum er fjórða fjölskyldueflingarverkefnið sem SOS á Íslandi fjármagnar. Það fyrsta var í Gíneu Bissá og nú eru þrjú yfirstandandi verkefni, á Filippseyjum, í Eþíópíu og Perú.</p> <p class="MsoNormal"><span></span>&nbsp;</p>

11.07.2019Reiknað með tvöföldun íbúafjölda í Afríku fram til 2050

<span></span> <p>Fyrir rúmum þrjátíu árum voru íbúar jarðarinnar fimm milljarðar. Það hafði tekið mannkynið þúsundir ára að ná þeirri stærð. Á síðustu þremur áratugum hefur fjölgað um þrjá milljarða. Jarðarbúar eru núna hartnær átta milljarðar – og heldur áfram að fjölga. Mismikið þó eftir heimshlutum og hvergi jafn mikið og í Afríkuríkjum. Í dag er alþjóðlegi mannfjöldadagurinn.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar kynntu þennan alþjóðadag til sögunnar árið 1989 í þeim tilgangi að beina sjónum að þeim vandamálum sem fylgja fjölgun mannkyns. Jarðarbúar eru núna 7,7 milljarðar og samkvæmt mannfjöldaspám fjölgar íbúum jarðar um tvo milljarða fram til ársins 2050. Sú fjölgun verður langmest í Afríku og þar er reiknað með að íbúafjöldinn tvöfaldist, fari úr 1,3 milljörðum í 2,5 milljarða árið 2050. </p> <p>Innan Afríku verður mannfjölgun mest í Níger. Þar þrefaldast íbúatalan fram til 2050. Þess sjást reyndar greinileg merki að hægt hefur á barnsfæðingum í Afríku. Meðaltalið 4,7 börn á hverja konu í Níger þykir há tala en hefði ekki þótt það fyrir fáeinum árum. Í 25 þjóðríkjum hefur meðaltalið lækkað ár frá ári, um heilt prósentustig frá árinu 2010. Þar munar miklu um færri fæðingar í Kína og Japan. Á árinu 1990 áttu konur í heiminum að meðaltali 3,2 börn en í dag stendur þessi tala í 2,5 og spáð er frekari fækkun barnsfæðinga.</p> <p>Lífslíkur fólks hafa aukist hratt á síðustu árum, mismikið þó eftir heimshlutum. Spáð er áframhaldandi hækkun meðalaldurs og reiknað með að hann hafi hækkað úr 72,6 árum í 77,1 ár árið 2050. Í fátækustu ríkjunum er meðaltalið 7,4 árum lægra, að langmestu leyti vegna þess að barna- og mæðradauði er útbreiddur í lágtekjuríkjum og eins taka vopnuð átök sinn toll í löndum þar sem ófriður ríkir.</p> <p>Meðalaldur jarðarbúa hækkar nánast hvarvetna í heiminum, þó mest í Afríkuríkjum. Og á síðasta ári gerðist það í fyrsta sinn að fólk eldra en 65 ára varð fjölmennara en börn yngri en fimm ára. Með öðrum orðum: lengra líf, færri börn. Þeirri þróun fylgja nýjar efnahagslegar og félagslegar áskoranir. </p>

11.07.2019Sjö milljónir íbúa Suður-Súdan við hungurmörk

<span></span> <p>Alvarlegur matarskortur hrjáir tæplega sjö milljónir íbúa Suður-Súdan, eða 61% þjóðarinnar, fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu yngstu þjóðarinnar í heiminum. Í vikunni voru átta ár liðin frá sjálfstæði Suður-Súdan en nánast allan þann tíma hefur verið ófriður í landinu. Rúmlega 2,3 milljónir íbúa hafa flúið yfir landmæri til grannþjóða og hafast þar við sem flóttamenn. Innan lands eru 1,9 milljónir íbúa á vergangi.</p> <p>Að mati hjálparsamtakanna Save the Children hefur íbúum á barmi hungursneyðar fjölgað um eina milljón frá undirritun friðarsamninga í september á síðasta ári. Þrátt fyrir þá hafa byssurnar ekki þagnað og þúsundir fjölskyldna misst eigur sínar og lífsviðurværi vegna átakanna. </p> <p>Salva Kir, forseti Suður-Súdan, ávarpaði þjóð sína á þjóðhátíðardaginn og baðst afsökunar á mistökum ríkisstjórnarinnar, meðal annars þeim að hafa ekki tekist að greiða ríkisstarfsmönnum laun vegna efnahagskreppunnar í landinu. Kir hefur verið forseti frá upphafi sjálfstæðis landsins 2011 og sama ár sakaði hann varaforsetann, Riek Marchar, um tilraun til valdaráns.</p> <p>Í þessum heimshluta er matvælaskortur útbreiddur en að mati Save the Children hefur Suður-Súdan þá sérstöðu að matvælaskorturinn er fyrst og fremst til kominn vegna átakanna en ekki þurrka eins og í Eþíópíu, Kenya og Sómalíu.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) telur fjárþörfina vegna flóttafólks frá Suður-Súdan vera 1,4 milljarða dala en aðeins hefur tekist að afla fimmtungs þess fjár. Í norðurhluta Úganda&nbsp;eru um 1,3 milljónir flóttamanna, flestir frá Suður-Súdan. Þorri þeirra eru konur og börn. Í desember á síðasta ári var skrifað undir samning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)&nbsp;um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna. Um er að ræða nýmæli því að verkefnið samþættir aðstoð við flóttafólk&nbsp;og heimafólk. Þótt alþjóðasamfélagið leggi áherslu á samþættingu þróunarsamvinnu&nbsp;og mannúðaraðstoðar eru þess háttar verkefni fátíð. Eftir eitt ár verður metið hvernig til hefur tekist og hvort halda eigi stuðningi áfram.</p> <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"> </span> <p>Ragnheiður Kolsöe sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis hefur dvalið langdvölum í Suður-Súdan og sagði hlustendum <a href="https://podcasts.apple.com/gb/podcast/um-h%C3%A1lf-millj%C3%B3n-%C3%B6rnefna-%C3%A1-%C3%ADslandi/id1210680958?i=1000444024674">Rásar 2</a>&nbsp;í vikunni af landi og þjóð.&nbsp;</p>

10.07.2019Jafnréttisskólinn með námskeið um kynjajafnrétti í Malaví og Úganda

<span></span> <p>Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna við Háskóla Íslands (UNU-GEST) hefur staðið fyrir tveimur fimm daga námskeiðum í samstarfslöndum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu það sem af er árinu. Námskeiðið „Teaching Gender to Youth“ var haldið í Malaví í apríl og í síðustu viku lauk námskeiðinu „Gender and Climate Change“ í Úganda.</p> <p>Námskeiðið um fræðslu til ungs fólks um kynjafræði var haldið í Mangochi héraði í Malaví í samstarfi við sendiráð Íslands í Lilongwe. Þátttakendur voru 56 og í hópnum voru kennaranemar, kennarar og skólastjórnendur. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Kristín Ragnarsdóttir, kennari við Lækjarskóla, og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Kristín og Þórður hafa reynslu af kynjafræði- og jafnréttiskennslu á grunn- og menntaskólastigi. </p> <p>Námskeiðið var haldið undir merkjum samstarfsverkefna íslenskra stjórnvalda með héraðsstjórninni í Mangochi héraði og markmið þess var að innleiða kynjafræði í námskrá sem styður við framgang kvenna og jafnrétti kynjanna í Malaví.<span>&nbsp; </span></p> <p>Námskeiðið í Úganda fjallaði um kynjafræði og loftslagsbreytingar. Það var haldið í borginni Mbale þar sem sérfræðingum frá Karamoja héraði var boðið að taka þátt. Námskeiðið var byggt á fyrra námskeiði sama efnis sem haldið var í Úganda árin 2012-2013. Námskeiðið í ár var unnið í samstarfi við kvenna- og kynjafræðideild Makerere háskóla, umhverfisráðuneyti Úganda og jafnréttisráðuneyti Úganda með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru sömu og árið 2013, Beatrice Mukasa, Maria Nandago, Lawrence Aribo og Bob Natifu. </p> <p>Þátttakendur námskeiðsins voru 35 talsins og<span>&nbsp; </span>komu bæði úr opinbera og einkageiranum, meðal annars starfsmenn héraðsstjórna, félagasamtaka og fjölmiðla. Með námskeiðinu „Gender and Climate Change“ er lögð áhersla á að hugað sé að kynjajafnrétti í aðgerðum gegn loftslagshamförum. Námskeiðið tengir aðila sem vinna að loftslagsmálum og við stefnumótun á ólíkum svæðum Úganda.</p> <p>Bæði námskeiðin eru til marks um mikilvægi samstarfs Jafnréttisskólans við Malaví og Úganda. Skólinn stefnir að því að bjóða upp á samskonar námskeið í fleiri löndum.</p>

09.07.2019Fundur um heimsmarkmiðin hafinn í New York

<span></span> <p>Í gær hófst í New York árlegur <a href="https://sustainabledevelopment.un.org/hlpf/2019/" target="_blank">ráðherrafundur</a>&nbsp;um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland er þar meðal 47 þjóða sem kynna landrýniskýrslur. Í <a href="http://heimsmarkmidin.is/library/Heimsmarkmid/VNR_skyrsla_web">skýrslunni</a>&nbsp;er að finna umfjöllun um helstu áskoranir Íslands við innleiðingu markmiðanna sem dregnar eru fram í þeim tilgangi að koma auga á jaðarsetta hópa og kortleggja næstu skref í innleiðingunni. Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á börn – kynslóðina sem tekur við eftir að gildistími heimsmarkmiðanna hefur runnið sitt skeið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir skýrsluna í New York í næstu viku.</p> <p>Fundurinn í New York er svokallaður fundur háttsettra fulltrúa, High Level Political Forum (HLPF), þar sem ráðherrar taka þátt í umræðum í þrjá daga, 16. til 18. júlí. Þema fundarins er „Valdefling fólks, þátttaka allra og jafnrétti.“</p> <p>Heimsmarkmiðin voru samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015. Þau tóku gildi í ársbyrjun 2016 og eiga að nást fyrir árslok 2030. Heimsmarkmiðin fylgdu í kjölfar þúsaldarmarkmiðanna sem giltu frá 2000 til 2015. Þau tóku til þróunarríkja en heimsmarkmiðin eru algild og ná til allrar heimsbyggðarinnar. Á síðasta ári gáfu íslensk stjórnvöld út stöðuskýrslu um framgang heimsmarkmiðanna og landrýniskýrslan byggir að verulegu leyti á henni. Mælst er til þess að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum til Sameinuðu þjóðanna landrýniskýrslum á gildistíma heimsmarkmiðanna.</p> <p>Samkvæmt nýrri evrópskri <a href="https://ec.europa.eu/eurostat/web/products-statistical-books/-/KS-02-19-165" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;um framgang heimsmarkmiðanna hafa Evrópusambandsríkin náð mestum árangri í því að ná þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan. Árangurinn er líka góður í ákveðnum þáttum fyrsta heimsmarkmiðsins um að draga úr fátækt auk þess sem vel miðar með ellefta heimsmarkmiðið um sjálfbærar borgir og samfélög. Þá hefur bætt efnahagsástand innan ESB einnig haft jákvæð áhrif á áttunda heimsmarkmiðið um góða atvinnu og hagvöxt.</p> <p>Í skýrslunni – frá Hagstofu Evrópusambandsins – segir að ríki Evrópu þokist almennt nokkuð áfram í því að ná heimsmarkmiðunum en árangurinn sé mismikill. Skýrslan sýnir meðal annars að velmegun mæld í hagvexti hafi aukist en sá vöxtur hafi orðið á kostnað umhverfisins.</p>

09.07.2019Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið

<span></span> <p>Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðuneytið kynnti á síðasta ári nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu, með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum ríkjum.&nbsp;Þetta eru fyrstu styrkirnir sem veittir eru úr sjóðnum.</p> <p>Bæði verkefnin styðja við heimsmarkmið nr. 8 um mannsæmandi atvinnutækifæri og sjálfbæran hagvöxt, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á fjölmörg önnur heimsmarkmið. </p> <p>Styrkþegar eru fyrirtækin Marel og Thoregs.</p> <p>Marel hlaut rúmlega sjö milljóna króna styrk fyrir verkefni sem snýst um að efla mannauð í víetnömskum fiskvinnslum í meðhöndlun og vinnslu á tilteknum fiskafurðum með það að markmiði að bæta gæði og auka söluverðmæti afurða. Verkefnið kemur til með að hafa bein áhrif á uppbyggingu atvinnumöguleika og stuðla að sjálfbærum hagvexti í Víetnam. </p> <p>Thoregs slf. hlaut fimm milljóna króna styrk vegna verkefnis sem unnið er í samstarfi íslenskra og indverskra aðila. Markmið verkefnisins er tækniyfirfærsla í mjólkur- og matvælavinnslu, með sérstakri áherslu á próteinríkar vörur. Byggðir verða upp klasar sjálfstæðra framleiðslueininga á Indlandi sem starfa á staðbundinn og sjálfbæran hátt.&nbsp;</p> <p>Alls bárust níu umsóknir í sjóðinn. </p> <p><span></span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/">Upplýsingar um samstarf við atvinnulífið á sviði þróunarsamvinnu</a></p>

08.07.2019Þór H. Ásgeirsson ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskólans

<span></span> <p>Þór Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og tekur við starfinu um næstu mánaðamót.</p> <p>Þór hefur gengt stöðu aðstoðarforstöðumanns skólans frá árinu 1999 og komið að stjórnun skólans, þróun hans og námskeiðahaldi um tuttugu ára skeið. Hann var einnig starfandi forstöðumaður árin 2008 og 2009 í fjarveru Tuma Tómassonar sem þá gegndi starfi umdæmisstjóra þróunarsamvinnu á Srí Lanka. Þór hefur því yfirgripsmikla þekkingu á allri starfsemi skólans, þar með talið stjórnun, skipulagningu náms, fjármálum og starfsmannahaldi og hefur séð um gerð kennslu- þjónustu- og samstarfssamninga bæði innanlands og utan. </p> <p>Þór er með tvöfalda meistaragráðu, M.Ed. í raungreinakennslu frá Boston University og M.Sc. í sjávarvistfræði frá University of Massachusetts.</p> <p>Alls voru 11 umsækjendur um starfið. Valnefnd samþykkti einróma að leggja til að Þór yrði boðið starfið og tillaga þess efnis var samþykkt einróma af stjórn skólans í síðustu viku.</p>

05.07.2019Ofbeldi innan fjölskyldna oft lífshættulegt konum

<span></span> <p>Í nítján löndum eru konur enn lagalega skyldar til að hlýða eiginmönnum og þrír milljarðar kvenna búa í löndum þar sem nauðgun í hjónabandi er ekki refsiverð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri árlegri skýrslu UN Women um framgang jafnréttismála en skýrslan í ár er helguð fjölskyldunni í breytilegum heimi. Í skýrslunni segir að þótt réttindabarátta kvenna hafi þokast áfram síðastliðna áratugi eigi kynjamismunun sér enn stað og grundvallarmannréttindabrot séu framin innan veggja heimilisins.</p> <p>Samkvæmt skýrslunni er ofbeldi innan fjölskyldna oft á tíðum lífshættulegt en 137 konur eru myrtar daglega af ásettu ráði af fjölskyldumeðlimi. Í fimmta hverju landi hafa konur ekki jafnan erfðarétt á við karla og þriðja hver gifta kona hefur ekkert ákvörðunarvald yfir eigin heilsu og ákvörðunum tengdum eigin heilsufari í lágtekjulöndum. </p> <p>Í skýrslunnni – <a href="http://www.unwomen.org/-/media/headquarters/attachments/sections/library/publications/2019/progress-of-the-worlds-women-2019-2020-en.pdf?la=en&amp;vs=3512" target="_blank">Progress of the World´s Women 2019-2020</a>&nbsp;– benda höfundar á að ábyrgð stjórnvalda sé mikil og nauðsynlegt sé að þau móti stefnu til stuðnings fjölskyldum og konum. Með öðrum hætti sé ekki unnt að tryggja jafnan rétt kvenna í samfélögum. Margbreytileiki fjölskylduformsins er sérstaklega skoðaður í skýrslunni út frá stöðu kvenna í dag í tengslum við miklar efnahagslegar, lýðfræðilegar, pólitískar og félagslegar breytingar. Í skýrslunni er að finna tölulegar staðreyndir um fjölskyldur út frá heimsálfum, landssvæðum og einstökum ríkjum. Fjölskyldulög, réttindi kvenna, atvinnaþátttaka, ólaunuð umsjá barna og heimilisstörf, ofbeldi gegn konum og stúlkum eru meðal efnisatriða í skýrslunni. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/PAaocGuGHpY" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í frétt frá UN Women á Íslandi segir að meðalgiftingaraldur hafi hækkað um allan heim, fæðingartíðni lækkað og heilt yfir hafi konur aukið efnahagslegt sjálfstæði. Konur taki aukin þátt á vinnumarkaði, en hjónabönd og móðurhlutverkið dragi fyrst og fremst úr þátttöku kvenna á vinnumarkaði.</p> <p>„Hins vegar vinna konur þrisvar sinnum meiri ólaunuð heimilisstörf, ásamt því að annast börnin og fjölskyldumeðlimi, heldur en karlmenn. Þessi kynjahalli ýtir mest undir slakari þátttöku kvenna á vinnumarkaði en karlmanna. Samkvæmt skýrslunni eru feðraorlofskvótar og bætt dagvistunarkerfi taldir helst líklegir til að draga úr þeim kynjahalla og ýta undir aukna atvinnuþátttöku kvenna. Með því að búa okkur fjölskylduvænt samfélag sköpum við umhverfi þar sem einstaklingurinn þrífst og dafnar, en stuðlum einnig að hagsæld og friði,“ segir í fréttinni.</p> <p>Skýrsluhöfundar ráðleggja eftirfarandi:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Bæta og endurmóta fjölskyldulög sem tryggja konum val um hvort, hvenær og hverjum þær giftast og tryggja konum jafnt aðgengi að fjölskylduauði.</li> <li>Viðurkenna og samþykkja fjölbreytt fjölskylduform, sem og hinsegin sambönd og hjónabönd.</li> <li>Fjárfesta í opinberri þjónustu, sérstaklega meðgöngu- og fæðingarþjónustu.</li> <li>Þrýsta á myndun kerfa sem tryggja félagslega vernd, líkt og fæðingarorlof, barnavernd og þjónustu við aldraða.</li> <li>Tryggja öryggi kvenna með því að setja í framkvæmd lög um útrýmingu ofbeldis gegn konum og stúlkum og tryggja þolendum ofbeldis réttláta meðferð fyrir lögum og viðunandi stuðning og þjónustu.</li> <li>Fjárfesta í kynjuðum tölum og gögnum um fjölskyldur og heimilishald sem munu auðvelda stjórnvöldum að móta opinbera stefnu sem styður við fjölskyldur og þannig við kynjajafnrétti.</li> </ul>

04.07.2019Alþjóðlegt flóttamannaráð sett á laggirnar

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur ákveðið að setja á laggirnar alþjóðlegt flóttamannaráð (<a href="https://www.unhcr.org/global-refugee-forum.html">Global Refugee Forum</a>) og boðar jafnframt til fyrsta fundar ráðsins um miðjan desember í Genf í Sviss.</p> <p>Ríkisstjórn Sviss verður ásamt UNHCR gestgjafi viðburðarins, sem verður á ráðherrastigi, en einnig er boðað til hans í nafni Tyrklands, Þýskalands, Eþíópíu og Kostaríka. Verið er að leita til fleiri landa um aðkomu að viðburðinum og verður það tilkynnt síðar. Reiknað er með að Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sæki viðburðinn.</p> <p>„Nú þegar tugir milljóna einstaklinga glíma við afleiðingar stríðs, átaka og ofsókna, verður hnattrænn umræðuvettvangur um málefni flóttafólks tækifæri fyrir lönd til að meta núverandi stöðu og efla viðbragðsaðgerðir á heimsvísu. Hann er til kominn í kjölfar nýs sáttmála um málefni flóttamanna sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember síðastliðnum og er hluti af innleiðingu hans,“ segir í <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/27395-flottamannastofnun-sameinudu-thjodanna-stofnar-til-hnattraens-umraeduvettvangs-um-malefni-flottafolks.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Flóttamannastofnunar.</p> <p>Þar segir enn fremur að sáttmáli um málefni flóttafólks, í samræmi við meginregluna um sanngjarnt álag og deilingu ábyrgðar, leitist við að bæta viðbragðsaðgerðir vegna málefna flóttafólks á heimsvísu með því að veita löndum og samfélögum sem taka á móti flóttafólki aukinn stuðning á sama tíma og flóttafólki eru veitt úrræði til að verða meira sjálfbjarga. „Hann miðar einnig að því að fjölga stöðum sem flóttafólk í viðkvæmri stöðu getur sest að á og öðrum lagalegum leiðum til að komast til öruggra þriðju landa, og bæta aðstæður í upprunalöndum flóttafólksins.“</p> <p>Í fréttinni segir að alþjóðlega flóttamannaráðið sé einstakt tækifæri fyrir ríki og aðra til að koma saman og finna áræðnar, nýjar leiðir til að minnka álag á móttökulöndin, efla sjálfstæði flóttafólks og leita lausna. Flóttamannaráðið leiði saman stjórnvöld, alþjóðleg samtök, sveitarfélög, félagasamtök, einkageirann, íbúa móttökusamfélaga og flóttafólkið sjálft. </p> <p>Á fyrsta fundi ráðsins í desember verður einblínt á sex þætti: úrræði vegna álags og deilingu ábyrgðar, menntun, störf og lífsviðurværi, orku og innviði, lausnir og getu til verndar.</p>

04.07.2019Nemendafjöldinn tvöfaldaðist meðan á námskeiðinu stóð

<span></span> <p>Efnalitlar konur í Bashay þorpi í norður Tansaníu luku nýlega valdeflingarnámskeiði á vegum Women Power samtakanna sem fékk styrk frá utanríkisráðuneytinu og fjölmörgum öðrum bakhjörlum til verkefnisins. Að sögn Önnu Elísabetar Ólafsdóttur formanns samstakanna er fátækt nokkuð útbreidd í Tansaníu og sérstaklega í smærri þorpum á landsbyggðinni.</p> <p>„Á námskeiðinu, sem haldið var í fjórða sinn í síðasta mánuði, var lögð áhersla á sjálfsstyrkingu, skapandi hugsun og gerð einfaldra viðskiptaáætlana. Aðsókn að námskeiðinu var góð, en á fyrsta degi sóttu rúmlega 30 konur námskeiðið. Svo góður rómur var gerður af námskeiðinu að nemandafjöldinn tvöfaldaðist meðan á námskeiðinu stóð,“ segir Anna Elísabet.</p> <p>Women Power samtökin fengu einnig styrk til að halda tveggja daga vinnustofu byggða á aðferðafræði <span></span>sem UN Women hefur þróað og kennd er við rakarastofu (Barbershop). Um 20 konum og 20 körlum var boðið að sitja vinnustofuna en umræðuefni fyrri dagsins var jafnrétti kynjanna en seinni daginn var rætt um kynbundið ofbeldi. „Um 40 prósent tansanískra kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafa einhvern tíma á ævinni upplifað ofbeldi,“ segir Anna Elísabet. „Barbershop vinnustofan var unnin í samstarfi við heimamenn sem hafa reynslu af að fjalla um kynjamisrétti en fundirnir gengu með eindæmum vel. Bæði konur og karlar tóku virkan þátt í samræðum um mál sem gjarnan er viðkvæmt að ræða um í þessum menningarheimi. Það er alveg ljóst að stórt skref var tekið í að efla mátt kvenna og auka skilning karla á mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna og draga úr kynbundnu ofbeldi,“ segir hún.</p> <p>Félagasamtökin Women Power voru stofnuð á alþjóðadegi kvenna 2015. Tilgangur félagsins er að bæta velferð íbúa fátækra ríkja með sérstakri aðstoð við efnalitlar konur. Engin félagsgjöld eru í félaginu en félagsmönnum er frjálst að leggja verkefnum samtakanna lið með frjálsum framlögum í takt við þeirra áhuga og getu. Félagið hefur lagt megin áherslu á frumkvöðlaþjálfun meðal kvenna. Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur verið formaður Women Power samtakanna frá upphafi en hún hefur síðastliðin ellefu ár byggt upp góð tengsl við íbúa og leiðtoga í þorpinu Bashay í norður Tanzaníu í gegnum ýmis verkefni á eigin vegum og á vegum samtakanna.</p> <p><a href="http://www.tanzanice.net/" target="_blank">Nánar</a></p>

03.07.2019Sendifulltrúi Rauða krossins til Úganda vegna ebólu

<span></span> <p>Magna Björk Ólafsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er nýfarin til Úganda þar sem hún tekur þátt í forvarnarstarfi vegna ebólu. Rauði krossinn í Úganda hefur þjálfað hundruð sjálfboðaliða að undanförnu, með stuðningi frá Alþjóðaráði Rauða krossins, en sú þjálfun er liður í forvarnarstarfi gegn sjúkdómnum sem geisað hefur í grannríkinu Kongó undanfarna mánuði. Það kemur í hlut íslenska sendifulltrúans að veita aðstoð og ráðgjöf um sjúkdóminn og varnir gegn honum. Eitt tilvik ebólu var staðfest í síðasta mánuði í Úganda.</p> <p>Fimm ára drengur sem ferðaðist með fjölskyldu sinni frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó greindist þá með sjúkdóminn og síðar tveir aðrir í fjölskyldu hans. Drengurinn lést og amma hans einnig. Rauði krossinn í Úganda hefur undanfarið unnið náið með stjórnvöldum og öðrum hluteigandi aðilum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu ebólu í landinu. </p> <p>Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að styrkur Rauða krossins á svæðinu felist í því að njóta trausts og starfa í nærsamfélögum fólks. „Það skiptir öllu máli að hefta frekari útbreiðslu ebólu,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en samtökin hafa stutt aðgerðir Alþjóða Rauða krossins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. „Við erum sérlega þakklát utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins fyrir þann stuðning. Hann er ómetanlegur og það er mikilvægt að muna það að framlag Íslands skiptir sannarlega máli, hvert einasta framlag skiptir máli.“</p> <p><strong>Reyndur sendifulltrúi</strong></p> <p>Magna Björk Ólafsdóttir kemur til með að starfa í Úganda um mánaðarskeið. <span></span>Hún er reyndur bráðahjúkrunarfræðingur sem hefur farið fjölmargar ferðir til neyðarsvæða á vegum Rauða krossins á Íslandi, meðal annars til Haití, Filippseyja, Írak, Kenya, Suður-Súdan, Bangladess og Síerra Leóne. </p> <p>Magna er hluti af viðbragðmatsteymi Alþjóða Rauða krossins, FACT (Field Assessment Coordination Team) sem kallað var til í kjölfar staðfestingar á ebólu tilviki í Úganda. Magna er sérhæfður lýðheilsusérfræðingur og hlutverk hennar er að liðsinna Rauða krossinum í Úganda við vinnslu forvarna og viðbragsáætlana vegna áhættumats í tengslum við sjúkdóminn. Hún tekur meðal annars þátt í gerð heildarstefnumótunar, samhæfinga með öðrum heilbrigðisaðilum og verður í viðbragðstöðu til að veita stuðning í neyðartilvikum varðandi útbreiðslu sjúkdómsins.</p>

03.07.2019Heimsmarkmiðagátt opnuð

<span></span> <p>Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur opnað <a href="http://heimsmarkmidin.is/">Heimsmarkmiðagátt</a>&nbsp;þar sem fólki gefst kostur á að koma verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á framfæri. </p> <p>Tilgangurinn með gáttinni er að virkja samfélagið í heild sinni við innleiðingu heimsmarkmiðanna og tryggja góða upplýsingamiðlun milli stjórnvalda og hagsmunaaðila um markmiðin. </p> <p>Innsendingu verkefna í gáttina er ætlað að vera hvetjandi fyrir ýmsa aðila til að auka sjálfbærni í daglegri starfsemi. Þá getur innsending verkefna verið góð leið til þess að vekja athygli á hagnýtum og nýstárlegum verkefnum á sviði sjálfbærrar þróunar. Gáttin getur einnig nýst til þess að leita sér innblásturs og jafnvel til þess að finna mögulega samstarfsaðila að verkefnum.</p> <p>Heimsmarkmiðagáttin byggir á erlendum fyrirmyndum, meðal annars frá Finnlandi. Öllum er frjálst að senda inn verkefni í Heimsmarkmiðagáttina og skulu verkefnin uppfylla þau skilyrði að þau feli í sér mælanleg markmið sem stuðli að sjálfbærri þróun og þar með framgangi heimsmarkmiðanna. Þá skal sett fram tímasett áætlun og tiltekið hvenær áætlað er að markmiðum verði náð.&nbsp;</p>

02.07.2019Tekið á móti 75 flóttamönnum á þessu ári

<span></span> <p>Á þessu ári verður tekið á móti 75 flóttamönnum af hálfu íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), innlend sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi. Rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á flótta í heiminum og hafa aldrei verið jafn margir í sjötíu ára sögu Flóttamannastofnunar. Flóttafólkið sem Íslendingar taka á móti eru annars vegar Sýrlendingar sem hafa dvalist í Líbanon og hins vegar fólk af afrísku bergi brotið sem hefur dvalist í flóttamannabúðum í Kenya.</p> <p>Á dögunum gerði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, samning við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn frá Sýrlandi. Fólkið kom til landsins í maí síðastliðnum ásamt 42 öðrum flóttamönnum sem settust að á Hvammstanga og á Blönduósi. Þetta er í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld.</p> <p>„Móttaka flóttafólks hér á landi hefur gengið vel og er um að ræða farsælt samstarf á milli sveitarfélaga, ríkis og Rauða krossins á Íslandi. Ég bind vonir við að svo verði áfram,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/01/Felags-og-barnamalaradherra-gerir-samning-vid-Arborg-um-mottoku-flottafolks/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá ráðuneytinu.</p>

02.07.2019Dvalarheimili á Indlandi fjármagnað með íslenskri erfðagjöf

<span></span> <p>Byggingu dvalarheimilis fyrir SOS mæður á eftirlaunum í Hojai á Indlandi er nú lokið. Framkvæmdirnar voru að stórum hluta fjármagnaðar með erfðagjöf frá íslenskri konu, <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/nanar/8436/15-milljona-krona-arfi-til-sos-hefur-verid-radstafad" target="_blank">Önnu Kristínu Ragnarsdóttur</a>.&nbsp;Húsið var formlega afhent SOS Barnaþorpunum og opnað síðastliðinn sunnudag.&nbsp;</p> <p>Anna Kristín lést árið 2010 en hafði 17 árum áður gert erfðaskrá sem kvað á um að eigur hennar skyldu renna til SOS Barnaþorpanna. Erfðagjöfinni, 15 milljónum króna, hefur nú allri verið ráðstafað samkvæmt óskum Önnu í þremur úthlutunum.</p> <p>Framlag SOS á Íslandi, í nafni Önnur Kristínar til byggingar dvalarheimilisins, nam 10 milljónum króna en heildarkostnaður framkvæmdanna nam 27 milljónum króna.</p> <p><strong>Tíu fyrrverandi SOS mæður fá heimili</strong></p> <p>Með framlaginu vill SOS á Íslandi stuðla að velferð þeirra fyrrverandi SOS mæðra sem fá þar heimili á efri árum sínum. Jafnframt vilja samtökin sýna mæðrum sem starfa við uppeldi barna í barnaþorpinu að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum eftir að þær hætta að vinna.</p> <p>Á þessu nýja heimili fá tíu konur herbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Hvert herbergi er 30 fermetrar og sameinleg aðstaða 90 fermetrar.</p> <p><strong>Flestir Íslendingar styrkja á Indlandi</strong></p> <p>Á Indlandi eru 32 SOS barnaþorp og þar búa 4.500 munaðarlaus og yfirgefin börn. Fjölmargir Íslendingar styrkja börn í þessum þorpum en Indland er það land sem langflestir Íslendingar styrkja í gegnum SOS Barnaþorpin.</p>

01.07.2019Ísland tekur í dag sæti í stjórn Alþjóðabankans

<span></span> <p>Geir H. Haarde, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, tók í dag við stöðu aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hjá Alþjóðabankanum. Hann kemur til með að stýra skrifstofu kjördæmisins í höfuðstöðvum bankans í Washington um tveggja ára skeið og situr í 25 manna stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins. Ísland er fámennasta aðildarríki bankans sem skipar í stöðu aðalfulltrúa í stjórn hans.&nbsp; </p> <p><span></span>„<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/althjodabankinn-the-world-bank-group/">Alþjóðabankinn</a> er stærsta þróunarsamvinnustofnun í heiminum og aðalfulltrúinn gegnir umfangsmiklu samræmingarstarfi kjördæmisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Alþjóðabankinn hefur lengi verið ein helsta samstarfsstofnun okkar í þróunarmálum og á síðustu árum hefur okkur tekist að koma íslenskri sérþekkingu á framfæri í verkefnum bankans, einkum á sviði jarðhita, fiskimála og jafnréttis- og mannréttindamála,“ segir Guðlaugur Þór, sem tók jafnframt sæti í þróunarsamvinnunefnd&nbsp;bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisins.</p> <p>Næstu tvö árin kemur í hlut Íslands að halda utan um samstarf kjördæmislandanna og samskipti við skrifstofu kjördæmisins og höfuðborgir landanna, en sérstök deild innan þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins sinnir verkefninu með sjónarmið allra þjóðanna átta að leiðarljósi. </p> <p>Af þeim fimm stofnunum sem Alþjóðabankinn samanstendur af, fer stór hluti íslenskra framlaga til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) sem veitir fátækustu ríkjum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum. Að sögn Þórarinnu Söebech, fulltrúa Íslands á skrifstofu Alþjóðabankans, er <a href="http://ida.worldbank.org/replenishments/ida19-replenishment" target="_blank">endurfjármögnun</a>&nbsp;IDA mikilvægasta verkefnið sem bankinn fæst við um þessar mundir. Af öðrum stórum verkefnum nefnir hún Mannauðsverkefnið, <a href="http://pubdocs.worldbank.org/en/228051531311025044/HCI-Sept-2018-website.pdf" target="_blank">Human Capital Project</a>, sem bankinn kynnti í lok síðasta árs og lýtur að fjárfestingu í mannauði komandi kynslóða.</p> <p>Milli kjördæmislandanna ríkir samkomulag um að Norðurlöndin fimm útnefni til skiptis aðalfulltrúa í stjórn bankans og leiði á sama tíma samræmingarstarf kjördæmisins. Samræmingarhlutverkið krefst þess að fulltrúar Íslands fylgjast náið með allri starfsemi bankans, geti sett sig efnislega inn í öll helstu mál og myndað ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem eru á dagskrá hverju sinni og leitt samræmingu á afstöðu kjördæmisins í málefnum bankans.</p> <p>Til marks um gífurleg umsvif Alþjóðabankans má nefna að árið 2017 samþykkti bankinn lán og fjárveitingar til verkefna að upphæð 67 milljarða Bandaríkjadala. Verkefni á vegum bankans eru samtals 13.730 í 174 þjóðríkjum.</p>

28.06.2019Á hverjum degi deyr eitt barn á flótta

<span></span> <p>Á síðustu fjórum árum hefur eitt barn á flótta látið lífið á degi hverjum, segir í frétt frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Frá því stofnunin hóf gagnasöfnun um afdrif flóttafólks árið 2014 hafa 32 þúsund einstaklingar látist á flótta í leit að betra lífi, þar af 1600 börn. Fyrr í vikunni vakti ljósmynd af líkum tvítugus föður og tveggja ára dóttur hans á árbakka Rio Grande árinnar mikinn óhugnað en þau voru á flótta frá Mexíkó yfir til Bandaríkjanna. <span></span></p> <p>Samkvæmt nýlegri skýrslu UNHCR – <a href="https://www.unhcr.org/statistics/unhcrstats/5d08d7ee7/unhcr-global-trends-2018.html">Þróun á heimsvísu (Global Trends)</a>&nbsp;– hafa að minnsta kosti 70,8 milljónir einstaklinga verið þvingaðir á flótta, eða tvöfalt fleiri en fyrir 20 árum og 2,2 milljónum fleiri en fyrir ári. Talan 70,8 milljónir er reyndar varlega áætluð, sérstaklega þar sem neyðarástandið í Venesúela endurspeglast einungis að hluta í henni. Alls hafa um fjórar milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið land sitt, samkvæmt gögnum frá yfirvöldum í þeim löndum sem tekið hafa við þeim, sem gerir þetta meðal stærsta nýlega flóttamannavanda veraldar. Þótt meirihluti þeirra þurfi á alþjóðlegri flóttamannavernd að halda hefur aðeins um hálf milljón tekið það skref að óska formlega eftir hæli.</p> <p>„Það sem við sjáum í þessum tölum er enn frekari staðfesting á langtíma fjölgun þeirra sem þurfa öryggi frá stríði, átökum og ofsóknum. Þótt orðræða um flóttafólk og farandfólk sé oft umdeild sjáum við líka mikið af örlæti og samkennd, sérstaklega í samfélögum sem hýsa mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Filippo Grandi flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Við þurfum að byggja á þessum jákvæðu dæmum og efla enn frekar samkennd okkar með þeim þúsundum saklausra einstaklinga sem á hverjum degi eru þvingaðir á flótta frá heimilum sínum.“</p> <p>Þrír meginhópar eru innan þessara 70,8 milljóna sem talað er um í skýrslunni um Þróun á heimsvísu. Sá fyrsti er&nbsp;flóttafólk,&nbsp;en með því er átt við fólk sem hefur neyðst til að flýja land sitt vegna átaka, stríðs eða ofsókna. Árið 2018 var fjöldi flóttamanna á heimsvísu 25,9 milljónir, 500 þúsund fleiri en árið 2017. Innan þessarar tölu eru 5,5 milljónir flóttamanna frá Palestínu sem eru undir vernd Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNWRA).</p> <p>Annar hópurinn er&nbsp;hælisleitendur&nbsp;– fólk sem er utan heimalands síns og nýtur alþjóðlegar verndar en bíður niðurstöðu umsóknar sinnar um stöðu flóttamanns. Í lok árs 2018 voru 3,5 milljónir hælisleitenda í heiminum.</p> <p>Þriðji og stærsti hópurinn, 41,3 milljónir, er fólk sem er á vergangi á öðrum svæðum&nbsp;innan eigin heimalands, vegalaust fólk eins og oft er sagt eða IDP (Internally Displaced People).</p> <p>Fólki á flótta og á vergangi heldur áfram að fjölga hraðar en lausnir finnast fyrir þá sem lenda á vergangi. Í skýrslu Flóttamannastofnunar segir að besta lausnin fyrir flóttafólk sé að geta snúið aftur heim sjálfviljugt, í öryggi og með reisn. Aðrar lausnir væru að verða hluti af samfélagi móttökulandsins eða setjast að í þriðja landi. Þrátt fyrir það settust aðeins 92.400 flóttamenn að í þriðja landi árið 2018, innan við 7 prósent þeirra sem biðu eftir því. Um 593.800 flóttamenn gátu snúið aftur heim, og 62.600 fengu ríkisborgararétt.</p> <p>„Í hverjum flóttamannavanda, hvar sem hann á sér stað og hve lengi sem hann hefur staðið, verður að vera stöðug áhersla á lausnir og að fjarlægja hindranir í vegi þess að fólk geti snúið aftur heim,“ sagði Grandi. „Þetta er flókið verk sem UNHCR er stöðugt að vinna að en sem kallar líka á að öll lönd taki höndum saman með hagsmuni allra í huga. Þetta er ein mesta áskorun okkar tíma.“</p>

27.06.2019Samningur Íslands og FAO ræddur á ársfundi stofnunarinnar

<span></span> <p>Nýgerður samningur milli Íslands og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kom til umræðu á ársfundi stofnunarinnar í vikunni. Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands hjá FAO tók til máls á fundinum undir umræðum um fiskveiðimál og gerði þinginu grein frá <span></span>samningnum sem snýr að áformum í baráttunni gegn ólöglegum og stjórnlausum fiskveiðum og rusli í hafi. </p> <p>Þá minnti hann á að á næsta ári verður fagnað 25 ára afmæli sáttmála um stjórn fiskveiða, Code of Conduct, en ætlunin er að aðildarþjóðirnar sameinist um nýja og stefnumarkandi yfirlýsingu. Stefán Jón hvatti ríkin til að taka fullan þátt í gerð þeirrar yfirlýsingar, en hún verður meðal annars á borði framkvæmdaráðs fiskveiðinefndarinnar þar sem Ísland situr fyrir hönd Evrópuríkja.</p> <p>Á ársfundinum í Róm var Qu Dongyu frá Kína var kjörinn nýr framkvæmdastjóri FAO eftir spennandi kosningabaráttu. Hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð, 108, gegn 71 atkvæði Catherine&nbsp;Geslain-Lanéelle, franska frambjóðandans, sem borinn var fram af Evrópusambandinu og 12 atkvæðum Davit Kirvalidze, Georgíumanns, sem Bandaríkin studdu opinberlega. </p> <p>Qu Dongyu tekur við starfinu af Jose Graziano da Silva frá Brasilíu.</p>

27.06.2019Hækkun framlaga stjórnvalda til UNICEF 160% milli ára

<span></span> <p>Framlög íslenskra stjórnvalda, almennings og fyrirtækja á Íslandi til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. Á ársfundi landsnefndar UNICEF í gær kom fram að vöxturinn milli ára hafi verið 10,2% og hækkun framlaga frá íslenskum stjórnvöldum á milli áranna 2017 og 2018 hafi sjaldan verið meiri, eða tæp 160%. Árið 2018 komu næst hæstu framlögin til UNICEF frá Íslandi miðað við höfðatölu, aðeins hlutur Norðmanna var hærri. </p> <p>„Þetta er alveg frábær árangur og við erum almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum innilega þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning. Það er auðvitað mjög gleðilegt að sjá þessi auknu framlög frá ríkinu til baráttu UNICEF alþjóðlega, og þessi aukning gerir UNICEF kleift að ná til enn fleiri barna um allan heim,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. </p> <p><strong>Metár hjá UNICEF á Íslandi</strong></p> <p>Á fundinum í dag kynnti Bergsteinn helstu niðurstöður ársins 2018. Þar bar einna hæst að söfnunarfé UNICEF á Íslandi var rúmar 730 milljónir króna árið 2018, sem er 10,2% vöxtur milli ára. Alls kom 81% af söfnunarfé frá <a href="file:///O:/THSS/11.%20Fr%C3%A6%C3%B0slu-,%20kynningar-%20og%20uppl%C3%BDsingam%C3%A1l%20-%20%C3%BEr%C3%B3unarsamvinna/Veft%C3%ADmarit/Wordskj%C3%B6l/unicef.is/heimsforeldrar">heimsforeldrum</a>, mánaðarlegum stuðningsaðilum sem styðja baráttu UNICEF um allan heim. Auk þess studdi almenningur dyggilega við börn í Jemen á árinu, en rétt tæplega 30 milljónir söfnuðust fyrir neyðarhjálp UNICEF í Jemen. Metsala var síðan á sölum „Sannra gjafa“ fyrir jólin, en landsmenn keyptu hjálpargögn á borð við bóluefni, teppi, hlý föt og vatnsdælur fyrir rúmlega 30 milljónir króna á árinu. </p> <p><strong>Nýr formaður stjórnar</strong></p> <p>Á aðalfundi UNICEF tók Kjartan Örn Ólafsson við sem nýr stjórnarformaður af Ernu Kristínu Blöndal sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. Erna Kristín, sem gegnir nú stöðu skrifstofustjóra barna- og fjölskyldumála í&nbsp; félagsmálaráðuneytinu, situr áfram í stjórn. Aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Hálfdánardóttir, varaformaður, Guðrún Nordal, Svafa Grönfeldt, Sigríður Thorlacius og Styrmir Gunnarsson. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir og Jökull Ingi Þorvaldsson eru fulltrúar ungmennaráðs.</p> <p><a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/unicef_arssk_2018_low_pr2.pdf" target="_blank">Ársskýrsla UNICEF á Íslandi</a> </p>

26.06.2019FAO veitir þremur milljónum íbúa Eþíópíu neyðaraðstoð

<span></span> <p>Úrkoma undir meðallagi í febrúar fram í maí og miklir þurrkar síðustu árin leiða til þess að tæplega níu milljónir íbúa Eþíópíu þurfa á mannúðar- og matvælaaðstoð að halda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa átök hrakið fólk á vergang í þúsundavís. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) ætlar af þessum sökum að grípa til neyðaraðstoðar sem beinist að þeim þremur milljónum íbúa sem búa við mestu þrengingar.</p> <p>Fatouma Seid, fulltrúi FAO í Eþíópíu, segir að bændur og hirðingjar verði harðast úti í þurrkunum, neyðin sé mikil og brýnt að bregðast við áður en þurrkatímabilið dregst á langinn. Veðurútlit næstu mánaðanna gefur til kynna að úrkoma verði áfram undir meðallagi, einkum í suðausturhluta landsins. Spár gera einnig ráð fyrir uppskerubresti og meðfylgjandi matvælaskorti. Þá er óttast að skortur verði á fóðri og vatni fyrir búpening, auk þess sem hætta er talin á útbreiðslu dýrasjúkdóma.</p> <p>Samkvæmt viðbragðsáætlun stjórnvalda í Eþíópíu um mannúðaraðstoð þurfa rúmlega þrjár milljónir heimila á aðstoð að halda. FAO hyggst grípa til aðgerða þar sem þörfin er mest, að stórum hluta meðal þeirra sem hafa hvað minnst að bíta og brenna. Í <a href="http://www.fao.org/ethiopia/news/detail-events/en/c/1199250/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá FAO kemur fram að fjárþörfin vegna aðstoðarinnar nemi 36 milljónum bandarískra dala.</p> <p><strong>Ísland og FAO</strong></p> <p>Á síðustu misserum hefur verið unnið að því að efla samstarf við FAO&nbsp;<span></span>á sviði þróunarsamvinnu&nbsp;<span></span>með sérstaka áherslu á að aðstoða þróunarstrandríki og smáeyríki við innleiðingu alþjóðasamnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Skrifað var undir samning við FAO um fjárstuðning til verkefnisins fyrr á þessu ári. Fastafulltrúi Íslands í Róm situr margvíslega fundi um matvælaástandið í heiminum og tekur þátt í stefnumótandi aðgerðum. Þá situr Ísland í stýrinefnd fyrir undirnefnd í fiskveiðimálum fyrir hönd Evrópuríkja árin 2018–2020.</p>

25.06.2019Námskeið í Mongólíu um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga

<span></span> <p>Fyrir skömmu lauk í Mongólíu sjö daga námskeiði á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga. Markmið námskeiðsins var að þjálfa heimamenn í miðlun og nýtingu þekkingar á vöktun beitilanda með það fyrir augum að styrkja skilvirka stefnumótun um sjálfbæra landnýtingu.</p> <p>Þetta er í annað sinn sem Landgræðsluskólinn efnir til slíks námskeiðs í Mongólíu en í þetta sinn var það var haldið í grennd við höfuðborgina Ulaanbaatar. Meirihluti þeirra 25 þátttakenda sem sóttu námskeiðið voru umhverfis- og landbúnaðarsérfræðingar frá héraðsstjórnum í Mongólíu en einnig sóttu námskeiðið sérfræðingar frá ríkisstofnunum og háskólum. </p> <p>Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, vettvangsferð og verkefnavinnu í vinnuhópum. Allir þættir námskeiðsins miðuðu að því að auka hæfni þátttakenda til að greina á milli áhrifa landnýtingar og loftslagsbreytinga á vistkerfi, greina á milli vandaðra og óvandaðra gagna og upplýsinga, og nýta vönduð gögn og upplýsingar í stefnumótun er varða nýtingu vistkerfa. Í Mongólíu er gróður- og jarðvegsauðlind landsins metin reglulega samkvæmt matskerfi sem hefur verið þróað og aðlagað að aðstæðum þar og var stuðst við það að hluta í kennslu á námskeiðinu.</p> <p>Að námskeiðinu stóðu, auk Landgræðsluskólans, Landbúnaðarháskólinn í Mongólíu (Mongolian University of Life Sciences), mongólsk frjáls félagasamtök sem vinna með hirðingjum að því að bæta landnýtingu og afkomu þeirra (National Federation of Pasture User Groups of Herders), og Veður-, vatna- og umhverfisstofnun Mongólíu (Information and Research Institute of Meteorology, Hydrology and Environment). Sex kennarar frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans sáu um kennslu, auk þriggja kennara frá Íslandi sem starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðsluna og Landgræðsluskólann. Jafnframt aðstoðuðu fjórir fyrrverandi nemar Landgræðsluskólans við útikennslu og ýmsa hagnýta hluta námskeiðsins.</p> <div style="padding: 0cm 0cm 1pt; border-top: none; border-right: none; border-bottom-width: 1pt; border-bottom-style: solid; border-left: none;"> <p style="padding: 0cm; border: none;">Auk námskeiðahalds hér á Íslandi stendur Landgræðsluskólinn meðal annars að þjálfun sérfræðinga í þróunarlöndum til að efla færni þeirra í málefnum sem tengjast vistheimt og sjálfbærri landnýtingu. </p> </div>

24.06.2019Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu

<span></span> <p>Ísland kemur til með að halda áfram frumkvæði í gagnrýni á Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en þessi lota er sú þriðja sem Ísland sækir sem kjörinn meðlimur ráðsins.</p> <p>Í ræðu sinni í morgun gagnrýndi Bachelet stjórnvöld í Sádí-Arabíu fyrir viðbrögð þeirra við skýrslu sem liggur fyrir mannréttindaráðinu og fjallar um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hún gagnrýndi einnig aftökur 37 manna í landinu í apríl og aftökur tveggja drengja undir átján ára aldri í Íran í sama mánuði. </p> <p>Skýrslan um morðið á blaðamanninum Khashoggi hefur þegar verið rædd nokkuð ítarlega í alþjóðlegum fjölmiðlum, en þess er skemmst að minnast að Ísland flutti sameiginlegt ávarp fyrir hönd 36 ríkja um mannréttindaástand í Sádí-Arabíu í mars-lotu mannréttindaráðsins. „Sádar höfðu aldrei áður sætt slíkri samstilltri gagnrýni í ráðinu og ljóst er að íslensk stjórnvöld ætla áfram fylgjast grannt með stöðu mannréttindamála í landinu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Jafnréttismál eru í forgrunni þessarar 41. fundarlotu ráðsins. Af því tilefni, og á grundvelli setu Íslands í ráðinu, ávarpar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mannréttindaráðið næstkomandi fimmtudag. Hún tekur einnig þátt í sérstakri umræðu um jafnréttismál en meðal annarra þátttakenda verða Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi, og Coly Seck, forseti mannréttindaráðsins.</p> <p>Bachelet kom víða við í yfirlitsræðu sinni í morgun og vék sérstaklega að ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Hún sagði meðal annars að jafnvel þótt tala þeirra sem drepnir hafa verið án dóms og laga í svokölluðu stríði stjórnvalda gegn eiturlyfjum væri 5.425 samkvæmt opinberum tölum en ekki 27.000 eins og haldið er fram, þá væri það nægilega alvarlegt til að valda miklum áhyggjum. Hún fagnaði ákalli fjölda sérstakra skýrslugjafa á vegum mannréttindaráðsins til aðildarríkja ráðsins að leggja fram ályktun um mannréttindaástandið í landinu. Ísland hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að ráðið verði við þessu ákalli í fundarlotunni sem nú fer í hönd, og það byggir á frumkvæði sem Ísland hefur áður sýnt í málefnum Filippseyja á vettvangi ráðsins.</p> <p>Ísland hyggst einnig leggja fram aðra ályktun í mannréttindaráðinu sem víkur að jöfnum launum karla og kvenna. Ísland hefur ekki áður lagt fram ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ísland var kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí í fyrra og situr þar út árið 2019. Alls eiga 47 ríki sæti í ráðinu en það á fundi þrisvar sinnum á ári í þriggja vikna löngum lotum.</p>

23.06.2019Þrettán milljónum varið til verkefnis SÞ til stuðnings hinsegin réttindum

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrettán milljónum króna til UN Free &amp; Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks (LGBTI) hvarvetna í heiminum.&nbsp;</span>Framlagið er í samræmi við áherslur Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en ráðið kemur til síns 41. reglulega fundar á morgun í Genf í Sviss.&nbsp;</p> <p><span>Réttindi hinsegin fólks hafa verið meðal helstu áhersluþátta Íslands í mannréttindaráði SÞ en Ísland var fyrir réttu ári kjörið til setu í mannréttindaráðinu. Þannig bar til dæmis Ísland upp fleiri tilmæli en nokkuð annað ríki er snertu LGBTI-réttindi í allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí sl. Auk þess er réttindum hinsegin fólks iðulega haldið til haga í málatilbúnaði Íslands í ræðum og yfirlýsingum.<br /> </span></p> <p><span>„Hinsegin sambönd teljast enn glæpur í meira en þriðjungi ríkja heims. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks í mannréttindaráðinu og þróunarsamvinnu leggjum við okkar lóð á vogarskálar í þeirri viðleitni að breyta þessu. Við kunnum að vera ólík, en öll eigum við að njóta sömu mannréttinda,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Fjárframlagið er sömuleiðis í samræmi við nýja stefnu Íslands í þróunarsamvinnu fyrir árin 2019-2023, sem Alþingi samþykkti í maí sl., og nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins þar sem mörkuð er sú nálgun að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega grannt með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu.<br /> <br /> Jafnréttismál eru efst á dagskrá í komandi fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Sérstakur skýrslugjafi ráðsins um réttindi hinsegin fólks tekur þátt í umræðum og fyrir liggur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016.<br /> <br /> <br /> </span></p>

21.06.2019Mikilvægt að kynjasjónarmið séu höfð að leiðarljósi í jarðhitaverkefnum

<span>Jafnréttismálin hafa löngum átt undir högg að sækja innan orkugeirans, þar á meðal í jarðhitaverkefnum. Stórfelld innviðauppbygging getur haft víðtæk efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg áhrif á nærsamfélög og geta haft ólík áhrif á fólk eftir kyni. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þegar kynjasjónarmið eru höfð að leiðarljósi eru verkefnin líklegri til þess að bera árangur og bæta orkuöryggi. Þá eru verkefnin einnig líklegri til þess að stuðla að félagslegum framförum og efnahagslegum tækifærum fyrir bæði konur og karla. Hluti af vandamálinu er skortur á kyngreindum gögnum og heimildum um árangursríkar aðferðir.<br /> <br /> <a href="http://www.worldbank.org/en/news/feature/2019/06/12/promoting-gender-equality-in-the-geothermal-sector" target="_blank">Í nýrri skýrslu orkusjóðs Alþjóðabankans</a> (e. Energy Sector Management Assistance Programme, ESMAP) um jafnréttismál og jarðhita er sett fram aðferðafræði sem mun nýtast beint við hönnun og framkvæmd jarðhitaverkefna Alþjóðabankans og styrkja árangursmælingar í tengslum við jafnréttismál í jarðhitaverkefnum. Skýrslan varpar meðal annars ljósi á hvernig jarðhitaverkefni geta haft áhrif á umhverfið, heilsu fólks og atvinnutækifæri – og hvernig þessi áhrif bitna með ólíkum hætti á konum og körlum.&nbsp;<br /> <br /> Ísland hefur um árabil veitt framlög í orkusjóð Alþjóðabankans og hefur einnig fjármagnað stöðu jarðhitasérfræðings hjá bankanum. Í þessu samstarfi hefur Ísland lagt áherslu á að koma jarðhitanýtingu á dagskrá bankans sem og á jafnréttismál almennt í orkugeiranum. Ísland studdi meðal annars við gerð áðurnefndrar skýrslu, en henni er ætlað að veita hagnýtar upplýsingar til þeirra sem starfa í jarðhitaþróun hjá bankanum og öðrum stofnunum og fyrirtækjum, um hvernig best verði unnið að jafnréttismálum og valdeflingu kvenna í jarðhitaverkefnum. Í tengslum við þetta samstarf tók fulltrúi utanríkisráðuneytisins einnig þátt í vinnufundi bankans um jafnréttismál og jarðhita í smáeyþróunarríkjum sem haldinn var í Guadalupe í mars.&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

18.06.2019Rauði krossinn á Íslandi veitir 25 milljónir í neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs

<p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Afríku með 25 milljóna króna framlagi. Framlag Rauða krossins á Íslandi er hluti af stuðningi utanríkisráðuneytisins vegna alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar sem ætlað er að gera félaginu kleift að bregðast skjótt við hamförum á borð við þessar með skilvirkum hætti. Stuðningurinn kemur til viðbótar framlagi að upphæð 46 milljónum króna sem félagið ráðstafaði til sömu neyðaraðgerða árið 2018. Alls mun Rauði krossinn á Íslandi því verja rúmlega 70 milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna ebólufaraldursins í Austur-Afríku með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins. Frá þessu er greint á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/mestu-mali-skiptir-ad-stodva-frekari-utbreidslu-faraldursins-raudi-krossinn-bregst-skjott-vid-aukinni-utbreidslu-ebolu-i" target="_blank">vef Rauða krossins á Íslandi</a>.</span></p> <p><span>Ebóluveiran hefur herjað á fólk í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó frá því að sjúkdómurinn gerði vart við sig á ný í maí 2018. Síðan þá hefur faraldurinn gengið yfir landið og orðið um 1300 manns að bana af þeim um það bil 2000 tilfellum sem hafa verið greind. Þann 11. júní síðastliðinn tilkynntu heilbrigðisyfirvöld í Úganda að veiran hafi borist til landsins með fólki sem ferðast yfir landamærin við austurhluta Kongó. Ísland á sem kunnugt er í nánu samstarfi við stjórnvöld í Úganda, en í gegnum sendiráð Íslands í Kampala styður Ísland bæði stjórnvöld og félagasamtök í þróunar- og hjálparstarfi þar í landi.&nbsp;</span></p> <p><span>Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir mestu máli skipta að stöðva enn frekari útbreiðslu faraldursins. „Með framlagi okkar leggjum við okkar af mörkum til að ráða niðurlögum ebólu í Austur-Afríku,“ segir hann. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið með umfangsmikið hjálparstarf til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem leitað hefur skjóls í Úganda vegna vopnaðra átaka í&nbsp; heimalandi sínu. Úganda hefur skotið skjólshúsi yfir vel á aðra milljón flóttamanna og þurft á stuðningi alþjóðasamfélagsins að halda við það, þar á meðal frá Íslandi. „Nú þegar ljóst er að ebóla hefur stungið sér niður innan landamæra Úganda er ljóst að enn meiri stuðning þarf og það er allra hagur að það takist að hefta frekari útbreiðslu ebólu því við viljum ekki að hún breiðist út til annarra nágrannaríkja eða jafnvel á milli heimsálfa“ segir Atli ennfremur.&nbsp;</span></p> <p><span>Ebóla getur breiðst hratt út ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í samstarfi við WHO (World Health Organization) eru stjórnvöld í Úganda að hefja bólusetningar á svæðum þar sem óttast er að veiran breiðist út. Allt starf Rauða krossins er í fullu samræmi við áherslur stjórnvalda við að hefta útbreiðslu og ráða niðurlögum ebólu, þar er þáttur sjálfboðaliða Rauða krossins mjög mikilvægur.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

06.06.2019Flóttamannastofnun býr til samráðsvettvang um réttindi LGBTI flóttafólks ​

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hleypti á dögunum af stokkunum samráðsvettvangi til að kanna leiðir til að tryggja að LGBTI flóttafólk hljóti betri vernd og geti leitað réttlætis og stuðnings þegar það verður fyrir ofbeldi og mismunun. „Fólk getur óskað eftir stöðu flóttamanns, og gerir það, á grundvelli ótta við ofsóknir vegna kynhneigðar og/eða kynvitundar. Það á skilið sömu mannréttindi og allir aðrir. Það skal koma fram við alla lesbíska, samkynhneigða, tvíkynhneigða, trans og intersex (LGBTI) einstaklinga á flótta, vegalaust fólk í eigin landi og ríkisfangslausa einstaklinga sem jafningja að virðingu og réttindum,“ segir í grein á vef UNHCR.</p> <p>Þar segir að í mörgum löndum séu sambönd fólks af sama kyni refsiverð, jafnvel að viðurlagðri dauðarefsingu. LGBTI flóttafólk sé varnarlaust á ferð sinni í leit að öryggi í heimalöndum sínum og meðan það er vegalaust.</p> <p>Fram kemur í greininni að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vinni að því að halda LGBTI flóttafólki öruggu með verkefnum sem eru örugg og mismuna ekki, í samvinnu við utanaðkomandi aðila til að veita stuðning, örugg rými og finna lausnir. „Á tímum þegar hatursorðræða um flóttafólk er í sögulegu hámarki verðum við að taka harða afstöðu gegn hvers kyns andúð, þar á meðal hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ segir í greinni.</p> <p>Fyrsta samráðið við LGBTI-samtök og -baráttufólk fór fram í Genf um miðjan maí og þar endurómaði þema ársins sem valið var fyrir alþjóðlegan dag gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu (IDAHOT), „réttlæti og vernd fyrir alla“. Frekara samráð mun eiga sér stað víða um heim á næstu mánuðum.</p> <p>„UNHCR hefur unnið af krafti að því að tryggja að LGBTI hælisleitendur og flóttafólk sé verndað hvar sem það er, en við þurfum að vera virkari. Þess vegna er svo mikilvægt að heyra frá og vinna með einstaklingum og samtökum sem hafa sérþekkingu á þessum málum,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Á meðan sambönd fólks af sama kyni eru enn refsiverð í yfir 70 löndum um allan heim verður enn margt LGBTI fólk fyrir alvarlegum mannréttindabrotum og ofsóknum í heimalöndum sínum. Þessir einstaklingar eru þvingaðir til að leita öryggis og verndar erlendis og standa oft frammi fyrir svipaðri eða jafnvel meiri hættu við komu til nágrannalandanna.</p> <p>„Það er mikilvægt að við búum til öruggt rými fyrir LGBTI hælisleitendur og flóttafólk svo það finni sig ekki knúið til að fela kynhneigð sína og kynvitund í sjálfsvörn,“ sagði Grandi og benti á að UNHCR hefði á undanförnum árum fjárfest í leiðbeiningum, verkfærum og þjálfun um LGBTI málefni fyrir starfsfólk sitt og samstarfsaðila.</p> <p>Flóttamannafulltrúinn sagði að á undanförnum árum hafi margt gott verið gert, svo sem samstarf með LGBTI leiðtogum í Afríku til að ná til fólks og fjölga þeim sem nýta sér þjónustu, uppbygging á tengslaneti við atvinnurekendur til að skapa&nbsp; atvinnutækifæri&nbsp; fyrir LGBTI flóttafólk í Ameríkuríkjum og stofnun LGBTI stuðningshópa fyrir ungmenni í Mið-Austurlöndum.</p> <p>„Baráttan fyrir LGBTI réttindum er um okkur öll. Hún snýst um fjölbreytileika okkar og manngæsku. Við ættum öll að vera virk í baráttunni gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ sagði hann.</p> <p><a href="https://www.unhcr.org/neu/is/26325-idahot-unhcr-hefur-samrad-um-rettindi-lgbti-flottafolks.html" target="_blank">Grein UNHCR</a></p>

06.06.2019Fæðingarkostnaður mörgum fjölskyldum ofviða

<span></span> <p>Barnshafandi konur setja líf sitt og barna sinna í hættu vegna „skelfilegs“ og óhóflegs kostnaðar á heilsugæslustöðvum, fyrir fæðingu, meðan á fæðingu stendur, og eftir fæðingu. Þetta er mat fulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í nýrri <a href="https://data.unicef.org/resources/healthy-mothers-healthy-babies/" target="_blank">samantekt</a>&nbsp;er sjónum beint að skorti á menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem samtökin segja blasa við fátækustu barnshafandi konum í heiminum – á þeim tíma þegar þær þurfa mest á læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að halda.</p> <p>Á hverjum degi látast 800 konur af barnsförum eða vegna fylgikvilla sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Á hverjum degi fæðast 7 þúsund andvana börn, helmingur þeirra er á lífi við upphaf fæðingar, og önnur 7 þúsund börn deyja áður en mánuður er liðinn frá fæðingu.</p> <p>„Fyrir alltof margar fjölskyldur geta útgjöld vegna barnsfæðinga verið skelfileg. Og fyrir fjölskyldur sem hafa ekki tök á því að greiða þann kostnað geta afleiðingarnar verið banvænar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastýra UNICEF. „Þegar fjölskyldur freista þess að skera niður útgjöld í tengslum við fæðingar eru það mæðurnar og börnin sem þjást,“ bætir hún við.</p> <p>Ef matarútgjöld heimila eru dregin frá verja fimm milljónir fjölskyldna að minnsta kosti 40 prósentum á ári í útgjöld sem tengjast fæðingum, segir í skýrslu UNICEF. Þessar fjölskyldur eru flestar í Asíu, tæplega þrjár milljónir og tæplega tvær milljónir í Afríku. Í flestum þróuðum ríkjum er menntað heilbrigðisstarfsfólk viðstatt fæðingar en víða meðal fátækari þjóða er ekki sjálfgefið að sérmenntað starfsfólk sé til aðstoðar við barnsfæðingu, til dæmis aðeins í 9,4 prósent tilvika í Sómalíu. Þá er einnig mikill munur innan þjóða og nefnt sem dæmi að efnameiri fjölskyldur fá fjórum sinnum fleiri vitjanir hjúkrunarfræðings eða ljósmóður vegna nýfæddra barna en efnaminni fjölskyldur.</p> <p>UNICEF vekur athygli á því að þótt pottur sé víða brotinn í þessum efnum í heiminum hafi miklar framfarir orðið á síðustu árum. Konum og stúlkum sem láta lífið í tengslum við þungun eða fæðingu hefur fækkað stórlega fækkað eða um rúmlega 40 prósent á árunum 1990 til 2015, úr 532 þúsundum niður í 303 þúsund.</p> <p>Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu lagt mikla áherslu á ungbarna- og mæðravernd, einkum í tvíhliða samstarfinu í Malaví. Þar var fyrr á þessu ári tekin í notkun ný glæsileg fæðingardeild og miðstöð ungbarna- og mæðraverndar við héraðssjúkrahúsið í Mangochi. Aðrar sex fæðingardeildir og biðskýli fyrir verðandi mæður voru reist fyrir íslenskt þróunarfé í sveitum héraðsins, ásamt því að afhentir voru fimm sjúkrabílar. Konum sem deyja af barnsförum í héraðinu hefur fækkað gríðarlega eftir að samstarfið hófst, eða um 40 prósent á árabilinu 2012-2017. </p>

05.06.2019Dauðaþögn um neyðina í Kamerún

<span></span> <p>Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. „Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún. Óhugnanleg morð, brennd þorp og hundruð þúsunda íbúa á hrakhólum – öllu þessu hefur verið mætt með dauðaþögn,“ sagði Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins þegar listinn var kunngerður í gær.</p> <p>Átök hafa leitt til þess að hálf milljón íbúa í suðvestur og norðvestur Kamrún eru á vergangi, hundruð þorpa hafa verið brennd, ráðist hefur verið á sjúkrahús, heilbrigðisstarfsfólk verið numið á brott eða myrt og skólum tæplega 800 þúsund barna hefur verið lokað. „Þúsundir íbúa eru í felum í kjarrlendi og fá enga mannúðaraðstoð. Enn hefur engin raunveruleg tilraun verið gerð til að semja um frið, engar meiriháttar áætlanir um að draga úr þjáningu íbúanna, lágmarks umfjöllun í fjölmiðlum og of lítill þrýstingur á vígasveitir að hætta árásum á óbreytta borgara,“ segir norska flóttamannaráðið.</p> <p>Þessi árlegi <a href="https://www.nrc.no/news/2019/june/cameroon-tops-list-of-most-neglected-crises/" target="_blank">listi</a>&nbsp;byggir á þremur meginforsendum: skorti á fjármagni til mannúðar, skorti á umfjöllun fjölmiðla og pólitískri vanrækslu.</p> <p>Aðrar þjóðir á listanum eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Miðafríkulýðveldið, Búrúndí, Úkraína, Venesúela, Malí, Líbía, Eþíópía og Palestína.</p>

04.06.2019„Við þurfum grænt hagkerfi, ekki grátt“

<span></span> <p>Loftmengun veldur einu af hverjum níu dauðsföllum í heiminum, alls sjö milljónum ótímabærra dauðsfalla á ári hverju. Í þeim hópi eru 600 þúsund börn. „Það er kominn tími til að grípa til róttækra aðgerða. Skilaboð mín til ríkisstjórna heimsins eru skýr: leggið skatt á mengun, hættið að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti og hættið að byggja ný kolaorkuver. Við þurfum grænt hagkerfi, ekki grátt,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni af Alþjóðlega umhverfisdeginum sem er á morgun, 5. júní.</p> <p>„Sigrumst á loftmengun“ er yfirskrift Alþjóða umhverfisdagsins í ár. Fulltrúar Kína, gestgjafa umhverfisdagsins að þessu sinni, völdu þemað. Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/frettir/27420-skattleggjum-mengun-og-haettum-nieurgreieslum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) er almenningur hvattur til að leggja sitt af mörkum í daglegu lífi til þess að draga úr loftmengun af mannavöldum og draga jafnframt úr hlýnun jarðar.</p> <p>„Talið er að sjö milljónir manna látist ár hvert af völdum loftmengunar. Hún veldur líka langtíma heilbrigðisvandamálum á borð við astma og dregur úr andlegum þroska barna. Að mati Alþjóðabankans kostar loftmengun heiminn fimm trilljónir Bandaríkjadala á ári auk þess að stuðla að hlýnun jarðar,“ segir í fréttinni.&nbsp;<br /> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/vbrjGPledsg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <br /> Í ávarpi António Guterres fyrir Alþjóðlega umhverfisdaginn beinir hann spjótum sínum að svokölluðu svörtu kolefni. „Það er afurð díselvéla, bruna á rusli og mengandi eldstæða og veldur miklum skaða við innöndun. Með því að draga úr losun slíkrar mengunar bætum við ekki aðeins lýðheilsu, heldur getum við dregið úr hlýnun jarðar um hálfa gráðu á celsíus á næstu áratugum,“ segir aðalframkvæmdastjórinn.</p> <p>„Það felst tvöfalt tækifæri í því að draga úr loftmengun. Margar aðgerðir draga í senn úr loftmengun og minnka losun gróðurhúsalofttegunda, eins og að taka úr notkun orkuver sem brenna kolum og efla mengunarsnauðan iðnað, samgöngur og orkugjafa heimila.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Ld1EMdIIl6c" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Bílar hafa á síðustu áratugum leyst reiðhjólið af hólmi í Kína sem helsta farartækið í takt við aukna velsæld og stækkun borga. Aukin loftmengun í borgum Kína er alvarleg afleiðing þeirrar þróunar og sums staðar er hún yfir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Á síðustu árum hefur reiðhjólum hins vegar á nýjanleik fjölgað í Kína til að auka loftgæði, meðal annars vegna stafrænnar tækni og smáforrits sem hvetur fólk til að hjóla og safna „grænum orkupunktum“ sem nýttir eru til að planta trjám. Gegnum „Ant Forest“ appið hefur nú þegar 13 milljónum trjáa verið plantað en notendurnir eru um 300 milljónir (sjá myndband).</p> <p>Nánar: <a href="https://www.downtoearth.org.in/news/pollution/poor-air-quality-can-affect-pregnancy-raise-death-risk-64899" target="_blank">Poor air quality can affect pregnancy, raise death risk/ Down To Earth</a></p>

04.06.2019Starfshópur skilar skýrslu um mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Öll verkefni og aðgerðir í tvíhliða þróunarsamvinnu eiga að vera í samræmi við meginreglur mannréttinda og byggja á vönduðum greiningum á stöðu mannréttinda, áhrifum inngripa og öðrum viðeigandi þáttum, segir í nýrri <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=e0392bdb-85df-11e9-943f-005056bc530c&amp;" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins um mannréttindamiðaða nálgun í tvíhliða þróunarstarfi. Starfshópurinn sem vann skýrsluna leggur til að mótuð verði heildræn stefnumið um mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu og áréttar að mannréttindi verði lögð til grundvallar í þróunarsamvinnu með þátttöku íslensks atvinnulífs.<br /> &nbsp;<br /> „Í nýrri stefnu Íslands í þróunarsamvinnu sem Alþingi samþykkti á dögunum er tekið mið af þeim alþjóðlegu sáttmálum sem Ísland hefur fullgilt á sviði mannréttinda og þar er mörkuð sú róttæka stefna að allt starf okkar byggist á mannréttindamiðaðri þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég skipaði starfshóp í lok síðasta árs til að greina og útfæra heppilegar leiðir fyrir Ísland til að nýta við innleiðinguna og skýrslan er byggð á niðurstöðum hans. Nú tekur við vinna við útfærslu stefnumiðanna,“ segir utanríkisráðherra.<br /> &nbsp;<br /> Starfshópurinn kynnti sér stefnuviðmið utanríkisráðuneytisins, stefnu nágrannalanda og helstu strauma á sviði mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða starfi. Rætt var við starfsfólk í tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands, sérfræðinga, talsmenn mann­réttinda og starfsfólk hins opinbera í samstarfslöndunum, Malaví og Úganda. Þá var rætt við þingmenn og sérfræðinga á Norðurlöndunum sem hafa langa reynslu á þessu sviði, bæði innan þróunarsamvinnuskrifstofa nágrannalandanna og við Mannréttindastofnun Danmerkur. <br /> &nbsp;<br /> Í niðurstöðum starfshópsins er 21 tillaga sett fram auk tillögu að framkvæmdaáætlun. &nbsp;Þar segir meðal annars að Ísland eigi að vinna að umbreytandi mannréttindaverkefnum í samstarfslöndum og móta nýtt samstarf til að ná mannréttindatengdum markmiðum sínum. Enn fremur segir að mannréttindi verði lögð til grundvallar þegar íslenskt atvinnulíf er virkjað í tengslum við tvíhliða þróunarsamvinnu og að málsvarastarf verði mótað á markvissan hátt og vægi þess aukið til muna. Þá er lagt til að starfsfólk í þróunarsamvinnu fái hagnýta fræðslu um mannréttindamiðaða nálgun og hafi greiðan aðgang að sérfræðiþekkingu, tæknilegri aðstoð og verkfærakistu.</p>

03.06.2019Ríki, sveitarfélög og atvinnulíf tengja við heimsmarkmiðin

<span></span> <p>„Við sjáum stórkostlegar breytingar í atvinnulífinu, þar sem fyrirtæki nánast keppast við að tengja við þróun, sjálfbærni og siðferði í viðskiptum. Greinilegt er að fyrirtæki vilja mæta eftirspurn og vaxandi kröfu neytenda. Sveitarfélög hafa mörg hver unnið ötullega og með markvissum hætti að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í starfi sínu. Ríkisstjórnin tengir nú öll markmið í fjármálaáætlun sinni við heimsmarkmiðin, sem er til fyrirmyndar meðal ríkja OECD. Þá verður landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum kynnt í New York í júní 2019,“ segir Þröstur Freyr Gylfason fráfarandi formaður Félags Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í&nbsp;<a href="http://www.un.is/wp-content/uploads/2019/05/%C3%81rssk%C3%BDrsla_FS%C3%9E_2017-2018-.pdf">ársskýrslu</a>&nbsp;en ársfundur félagsins fór fram á dögunum.</p> <p>Eitt stærsta verkefni síðasta árs var þátttaka í heimildaþáttaröðinni „Hvað höfum við gert – Hvað getum við gert?“ sem framleidd var í samstarfi við Sagafilm og RÚV. Þættirnir voru tíu talsins og um 30 mínútna langir. Umsjónarmaður var Sævar Helgi Bragason. RÚV sýndi þættina á sunnudagskvöldum og þeir fengu góðar móttökur og mikla umfjöllun. Félagið stóð vorið 2018 fyrir vitundarvakningu um skaðsemi plasts undir yfirskriftinni „Hreinsum Ísland“, hannaði og gaf út „Friðarleikana,“ spil sem afhent var öllum skólum landsins síðastliðið haust, og kynnti heimsmarkmiðin með ýmsum hætti, til dæmis með þáttum á RÚV og með dreifingu á veggspjöldum í skóla. Enn fremur var mikil vinna af hálfu félagsins í tengslum við UNESCO skólana auk þess sem þriðja útgáfa kennslubókarinnar „<a href="http://www.un.is/wp-content/uploads/2019/05/%C3%81rssk%C3%BDrsla_FS%C3%9E_2017-2018-.pdf" target="_blank">Verður heimurinn betri?</a>“ er nýkomin út í rafrænu formi.</p> <p><strong>Nýr formaður</strong></p> <p>Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi forseti Alþingis var á fundinum kosin formaður samtakanna. Hún tekur við af Þresti Frey sem hefur verið formaður félagsins síðastliðin sex ár. Aðrir í stjórn eru Berglind Orradóttir, aðstoðarforstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), listamaður og aðgerðasinni, María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands, Páll Ásgeir Davíðsson, lögmaður, Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík (UNESCO skóli)&nbsp; og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST)</p> <p>Á fundinum var kynnt&nbsp;ársskýrsla félagsins fyrir árin 2017-2018. Í skýrslunni má nálgast ársreikninga félagsins fyrir árin 2017 og 2018, ásamt ávarpi frá formanni og yfirliti yfir verkefni félagsins á árunum 2017- maí 2019.</p> <p><strong>Samfélagsábyrgð í framkvæmd</strong></p> <p>Í fyrramálið, þriðjudaginn 4. júní, verður morgunfundur um heimsmarkmiðin með yfirheitinu „Samfélagsábyrgð í framkvæmd.“ Fundurinn fer fram í atvinnuvegaráðuneytinu og þar verða kynnt tól og tæki sem gagnast fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum sem vilja efla samfélagslegu ábyrgð sína og starfa í anda heimsmarkmiðanna. Aðgangur er<span>&nbsp; </span>ókeypis og allir velkomnir.</p>

03.06.2019Tveir sendifulltrúar frá Íslandi taka þátt í að reisa vettvangssjúkrahús í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi

<span></span> <p>„Ástandið í Sýrlandi er víða mjög slæmt vegna vopnaðra átaka þar í landi undanfarin átta ár og einna verst er það í Al-Hol búðunum“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjá Rauða krossinum. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á að veita mannúðaraðstoð til Sýrlands undanfarin ár og nágrannaríkja Sýrlands sem hýsa milljónir flóttamanna. Það eru fá eða engin samtök sem hafa viðlíka aðgengi að þolendum átaka innan Sýrlands. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans eru auðvitað heimafólk og þekkja aðstæður betur út og inn. Sömuleiðis hefur Alþjóðaráð Rauða krossins starfað í Sýrlandi frá því í sex daga stríðinu 1967.“ </p> <p>Rauði hálfmáninn í Sýrlandi (SARC), Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði krossinn í Noregi hafa nú reist vettvangssjúkrahús í flóttamannabúðunum Al-Hol í Sýrlandi. Þörfin fyrir að hjúkra sjúklingum sem særst hafa í átökum eða þjást af veikindum fer sífellt vaxandi. Tveir sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi taka þátt í þessu verkefni, þau Orri Gunnarsson, tæknimaður í vatns-, salernis- og hreinlætismálum (WASH) og Jóhanna Elísabet Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.</p> <p>Sífellt fleiri flýja stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi og neyðast til þess að setjast að í flóttamannabúðunum Al-Hol. Samkvæmt frétt Rauða krossins á Íslandi búa í dag um 74 þúsund manns í búðunum. Um 90% af fólkinu eru konur og börn. „Aðstæðurnar í Al-Hol eru afar átakanlegar. Fleiri en 63 þúsund manns sem komið hafa í flóttamannabúðirnar síðan í desember, koma frá svæðum þar sem ekkert aðgengi er að heilbrigðisþjónustu vegna átaka, vegna skorts á lyfjum eða vegna þess að heilsugæslur hafa verið lagðar í rúst,“ segir í fréttinni.</p> <p>Sjúkrahúsið var ekki aðeins sett á fót til þess að mæta mannúðarþörfum fólks í flóttamannabúðunum, heldur einnig til þess koma fórnarlömbum flóðanna sem urðu í dreifbýli við borgina Hassakeh í mars og apríl til hjálpar. Þar hafa sjálfboðaliðar sýrlenska hálfmánans verið í kappi við tímann við að reyna að bjarga fólki, segir í fréttinni. „Þar sem sumarið er að ganga í garð, hefur starfsfólk Rauða krossins á svæðinu einnig áhyggjur af þeim áhrifum sem sífellt hækkandi hitastig kann að hafa á fólkið í Al-Hol. Í byrjun mun sjúkrahúsið hýsa 30 rúm, neyðarherbergi, herbergi fyrir aðgerðir og hvíldarherbergi fyrir fólk nýkomið úr aðgerð. Teymi fyrstu vaktarinnar á vettvangssjúkrahúsinu mun samanstanda af heilbrigðisstarfsfólki frá Rauða krossinum Íslandi, Noregi, Danmörku og Finnandi.“</p> <p>Sendifulltrúarnir tveir hafa báðir starfað á neyðartjaldsjúkrahúsum áður, meðal annars í Bangladess á síðasta ári. Að auki hefur Hólmfríður Garðarsdóttir verið á svæðinu frá því í mars og sinnt störfum sem ráðgjafi í heilbrigðismálum í sendinefnd Alþjóða Rauða krossins.</p> <p>„Neyðartjaldsjúkrahúsið sem nú er sett upp er ætlað til að koma til móts við þarfir þeirra sem hafast við í Al-Hol búðunum og er gott dæmi um hversu öflugt og lífsnauðsynlegt hjálparstarf er unnið á vettvangi vopnaðra átaka í Sýrlandi“, segir Atli Viðar.</p> <p> Sjá nánar frétt og myndband á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-fra-islandi-taka-thatt-i-ad-reisa-vettvangssjukrahus-i-al-hol-flottamannabudunum-i-syrlandi">vef</a>&nbsp;Rauða krossins á Íslandi.</p>

31.05.2019Friðargæsla er í senn nauðsyn og von

<span></span> <p>Vernd óbreyttra borgara er orðið eitt helsta verkefni friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Í <a href="https://unric.org/is/frettir/27416-frieargaesla-ae-vernda-folk-og-gaeta-friear" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu SÞ (UNRIC) segir að nú starfi rúmlega 90% friðargæsluliða við verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að vernda almenning. Í vikunni var alþjóðlegur dagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna með yfirskriftinni: Að vernda óbreytta borgara, að gæta friðar.</p> <p><span></span>„Í augum milljóna manna í stríðshrjáðum löndum um allan heim er friðargæsla í senn nauðsyn og von,“ segir António Guterrers, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Friðargæsluliðar í Darfur, Mið-Afríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Haítí, Líbanon, Malí og Suður-Súdan starfa samkvæmt umboði sem miðar að því að vernda almenning. Friðargæsluliðarnir hætta lífi sínu við að vernda óbreytta borgara fyrir ofbeldi á hverjum degi.&nbsp;<br /> <br /> Fyrsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar 29. maí 1948. Frá þeim hefur ein milljón karla og kvenna starfað í 72 friðargæslusveitum og haft bein áhrif á líf milljóna manna, vernda þá sem höllustum standa fæti og bjargað óteljandi mannslífum. Fjórtán friðargæslusveitir starfa á vegum Sameinuðu þjóðanna í dag. Þær skipa 88 þúsund her- og lögreglumenn frá 124 aðildarríkjum, 13 þúsund óbreyttir borgarar og 1300 sjálfboðaliðar SÞ.<br /> <br /> „Á þessum degi heiðrum við alla þá sem hafa lagt af mörkum ómetanlegan skerf í þágu samtakanna og heiðrum þá þrjú þúsund og átta hundruð friðargæsluliða sem hafa týnt lífi undir fána Sameinuðu þjóðanna frá 1948, þar af 98 á síðasta ári,“ segir Guterres.</p> <p>Á síðasta ári ýtti aðalframkvæmdastjórinn úr vör frumkvæði sem nefnist Átak í þágu friðargæslu (Action for Peacekeeping, A4P) sem miðar að því að endurskipuleggja friðargæslu með það fyrir augum að hún hafi raunsæ markmið; efla friðargæslusveitir og auka öryggi þeirra og auka stuðning við pólitískar lausnir, auk þessa að bæta búnað og þjálfun friðargæsluliða.</p> <p><strong>Íslensk friðargæsla</strong></p> <p>Íslenska friðargæslan er rekin af utanríkisráðuneytinu. Á liðnu ári tóku fjórtán einstaklingar þátt í langtímaverkefnum á hennar vegum á sviði öryggis- og varnarmála, sjö konur og sjö karlar. Sérfræðingarnir störfuðu víða á vettvangi, meðal annars í Afganistan, á tengiliðaskrifstofu í Georgíu og&nbsp;í samstöðuaðgerðum í Eistlandi og Litháen. Sérfræðingar sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar tóku&nbsp;þátt í þjálfunarverkefni fyrir sprengjueyðingarsérfræðinga í Írak í&nbsp;samstarfi við Kanada síðastliðið&nbsp;sumar og Ísland stefnir að áframhaldandi stuðningi við slík verkefni, ávallt á borgaralegum forsendum.</p> <p>Þá tóku á liðnu ári fjórtán manns þátt í kosningaeftirliti í Rússlandi, Aserbaídsjan, Svartfjallalandi, Tyrklandi, Georgíu, Makedóníu<span></span>og Armeníu, á vegum Mannréttinda-&nbsp;og lýðræðisstofnunar&nbsp;ÖSE,&nbsp;<span></span>ODIHR.</p>

29.05.2019Mjög þarfar aðgerðir hjá stjórnvöldum að mati UNICEF

<span></span> <p><span>UNICEF á Íslandi fagnar verkefnum sem félags- og barnamálaráðherra upplýsti um í gær og segir um mjög þarfar aðgerðir að ræða. „Fræðslumiðstöð um ofbeldi gegn börnum, sem ráðherra mun setja á fót, gegnir til dæmis öllum þeim meginhlutverkum sem við hjá UNICEF höfum viljað að hið svokallaða „ofbeldisvarnarráð“ sinni. Við gleðjumst því mjög yfir því að ákall okkar um ofbeldisvarnarráð hafi loksins náð hljómgrunni. Það er þó enn mikil vinna framundan og nú bíðum við eftir viðbrögðum frá sveitarfélögunum,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</span></p> <p>Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, birti í gær upplýsingar um ýmis verkefni og aðgerðir sem ráðist verður í til að bregðast við þeim veruleika sem fram kemur í tölfræðigögnum sem UNICEF á Íslandi kynnti í tengslum við átak sitt gegn ofbeldi á börnum.&nbsp;<a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/stadabarnaaislandi_final_0.pdf">Tölfræðigögn UNICEF</a>&nbsp;sýna að ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Átakið hófst í síðustu viku undir yfirskriftinni&nbsp;<a href="https://feluleikur.unicef.is/">Stöðvum feluleikinn</a>&nbsp;og stendur enn.</p> <p>Bergsteinn segir að viðbrögð ráðherra sýni hvað samtakamátturinn sé sterkur á Íslandi. „Þetta hefði ekki verið hægt án stuðnings almennings sem hefur tekið vel í ákallið okkar og skrifað undir á unicef.is,“ segir Bergsteinn. Nú þegar hafa ríflega níu þúsund manns skrifað undir ákallið, þrýst með því á stjórnvöld að grípa til aðgerða og um leið fengið sendar hagnýtar upplýsingar um hvernig best sé að bregðast við ofbeldi gegn börnum.</p> <p><strong>Hvar eru karlarnir?</strong></p> <p>Bergsteinn segir að viðbrögðin hafi verið afar jákvæð en að stefnan sé þó sett mun hærra. „Á Íslandi búa rúmlega 80 þúsund börn og að minnsta kosti 13 þúsund þeirra verða fyrir líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Okkar draumur er að einn fullorðinn skrifi undir fyrir hvert einasta barn. Þá myndum við svo sannarlega breiðfylkingu fólks sem heitir því að gæta að velferð barna hér á landi.“</p> <p>Bergsteinn segir að skiptingin á milli kynjanna hafi komið sér á óvart, en karlar eru ekki nema 21% þeirra sem skrifa undir. „Við höfum ekki skýringu á þessum mun, hvers vegna mun færri karlmenn skrifa undir en konur, en það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að öll kyn taki þátt í þessari byltingu með okkur. Hvar eru karlarnir?“ spyr Bergsteinn.</p> <p><strong>Mikilvægt að læra fyrstu viðbrögð</strong></p> <p>Eftir að átakið hófst hefur UNICEF fengið fjölda símtala, tölvupósta og skilaboða frá fólki sem deilir reynslu sinni og tekur undir mikilvægi þess að gripið sé til aðgerða. „Hingað hefur hringt fólk með erfiðar sögur á bakinu, sumir eru að deila reynslu sinni af ofbeldi í æsku í fyrsta sinn sem fullorðnir einstaklingar. Þetta sýnir okkur enn og aftur hvað svona átak er mikilvægt og hversu mikilvægt það er að stöðva þennan feluleik“ segir Bergsteinn.</p> <p>Dæmin sýna að mörg börn reyna margsinnis að segja frá ofbeldinu áður en nokkuð er gert. Sum þeirra deila reynslu sinni aldrei með neinum. Að sama skapi sýna dæmi að almenningur bregst ekki við þegar grunur leikur á að ofbeldi eigi sér stað, oft vegna þess að fólk veit ekki hvað sé best að gera. Að þurfa að burðast með slíkan sársauka getur haft alvarlegar afleiðingar á barnið til frambúðar.</p> <p>„Þetta sýnir okkur enn fremur hversu mikilvægt það er að við lærum öll fyrstu viðbrögðin til þess að geta verið þeir einstaklingar sem börnin þurfta á að halda. Ofbeldi þrífst í þögn, en saman getum við rofið þögnina,“ segir Bergsteinn</p> <p>Hægt er að skrifa undir ákallið&nbsp;<a href="https://feluleikur.unicef.is/">hér</a>&nbsp;og um leið fá sendar sendar upplýsingar um fyrstu viðbrögð.</p> <p>Aðgerðir og verkefni félags- og barnamálaráðherra má nálgast&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/05/28/Tillogur-felags-og-barnamalaradherra-til-adgerda-i-ljosi-nyrrar-tolfraedi-um-ofbeldi-gegn-bornum-a-Islandi/">hér</a>.</p>

29.05.2019Framtíð barna aldrei bjartari en núna

<span></span> <p>Aldrei í sögunni hafa nýfædd börn betri möguleika en nú til að vaxa úr grasi heilbrigð, menntuð og örugg, með tækifæri til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Aðeins fyrir tuttugu árum áttu helmingi fleiri börn á hættu að deyja fyrir fimm ára aldur, 70% barna voru þá líkleg til að vera neydd í barnaþrælkun og 20% fleiri áttu á hættu að vera líflátin. Enn eru þó fjórðungur barna sviptur réttinum til öruggrar og heilbrigðrar bernsku. Börn sem búa á átakasvæðum eða eru á flótta eru verst sett.</p> <p>Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children,&nbsp;<a href="https://www.barnaheill.is/static/files/pdf/pdf2019/global-childhood-report_2019_embargoed_lowres.pdf" target="_blank">Changing Lives in our Lifetime – Global Childhood Report 2019</a>. Í þessari árlegu skýrslu er lagt mat á 176 lönd með tilliti til aðgengis barna að heilbrigðisþjónustu, menntun, næringu og verndar gegn skaðlegum áhrifaþáttum eins og barnavinnu og barnahjónaböndum. Skýrslan sýnir að náðst hefur umtalsverður árangur í heiminum við að vernda börn á bernskuárum.</p> <p>Árið 2000 var áætlað að 970 milljónir barna væru rændar bernskunni vegna þess að þau voru látin ganga í hjónaband, vegna þungunar, voru útilokuð frá menntun, voru veik, vannærð eða létu lífið vegna ofbeldis. Þessi tala hefur nú lækkað í 690 milljónir – sem þýðir að í það minnsta 280 milljónir barna hafa það betra í dag en þau hefðu haft fyrir tveimur áratugum.</p> <p>Skýrslan byggist á viðmiðum sem notuð hafa verið síðustu ár og kallast End of Childhood Index. Niðurstöður sýna að frá árinu 2000 hefur staða barna batnað í 173 löndum af 176. Það þýðir að:</p> <ul> <li>4,4 milljónum færri börn deyja á hverju ári</li> <li>49 milljónum færri börn eru með þroskaskerðingu af völdum vannæringar</li> <li>130 milljónum fleiri börn ganga í skóla</li> <li>94 milljónum færri börn stunda vinnu</li> <li>11 milljónum færri stúlkur eru þvingaðar í hjónaband</li> <li>3 milljónum færri fæðingar eru meðal unglingsstúlkna</li> <li>12 þúsund færri börn eru myrt á ári hverju</li> </ul> <p>Af þeim átta áhrifaþáttum sem eiga mestan þátt í að ræna börn bernskunni, og fjallað er um í skýrslunni, er vergangur vegna átaka sá eini sem versnar. En 30,5 milljónum fleiri börn eru vegalaus nú en árið 2000. Það er aukning um 80%.</p> <p>Singapúr trónir á toppnum yfir þau lönd sem búa best að börnum sínum ásamt átta öðrum löndum í Vestur-Evrópu og Suður-Kóreu sem verma tíu efstu sætin. Ísland er í 11. sæti. Mestu framfarirnar voru í sumum af fátækustu löndum heims eins og Síerra Leóne, Rúanda, Eþíópíu og Níger. Mið-Afríkulýðveldið er í neðsta sæti, Níger í því næst neðsta, þrátt fyrir nýlegar framfarir þar í landi, og Tsjad í þriðja neðsta. Í þessum þremur löndum er bernskunni hvað mest ógnað.</p> <p>Sjá nánar á <a href="https://www.barnaheill.is/">vef</a>&nbsp;Barnaheilla - Save the Children á Íslandi</p>

28.05.2019Malaví: Mutharika endurkjörinn – konum fjölgar á þingi og sveitarstjórnum

<span></span> <p><span>Peter Mutharika sór embættiseið öðru sinni sem forseti Malaví um hádegisbil í dag eftir umdeildar kosningar og ásakanir stjórnarandstöðunnar um kosningasvik. Yfirkjörstjórn tilkynnti í gær að Mutharika, leiðtogi Lýðræðislega framsóknarflokksins (DPP), hafi unnið nauman sigur í kosningunum í síðustu viku með 38,57% atkvæða. Þá hafði verið aflétt lögbanni á tilkynningu um úrslit forsetakosninganna meðan könnuð voru tilvik þar sem stjórnarandstaðan taldi að stjórnarflokkurinn hefði haft rangt við. </span></p> <p><span>Klerkurinn Lazarus Chakwera, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og formaður Malavíska þingflokksins (MCP), hlaut 35,41% atkvæða í forsetakosningunum, eða rétt tæplega 160 þúsundum atkvæðum færri en Mutharika. Talsmaður flokksins sagði í dag að niðurstaða kosninganna endurspegli ekki vilja kjósenda. Ekki hefur komið til alvarlegra átaka vegna kosninganna en minni háttar róstur hafa verið í sumum kjördæmanna.</span></p> <p><span>Í kosningunum sem fram fóru fyrir réttri viku var auk forsetakosninganna kosið til þings og sveitarstjórna. Íslendingar hafa í þróunarsamvinnu stutt við átak um fjölgun kvenna í sveitarstjórnum, svokallaða 50:50 herferð. Stuðningurinn náði til kvenna í samstarfshéraði Íslands, Mangochi. „Á heildina litið er konum að fjölga bæði á þingi og í sveitarstjórnum þótt þess séu einnig dæmi að sterkar konur hafi fallið út af þingi. Góðu fréttirnar koma hins vegar frá Mangochi þar sem alls voru kjörnar sjö konur í sveitarstjórnina, þar sem engin kona var fyrir,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongwe.</span></p> <p><span>Hún segir að þessi niðurstaða sé mikill sigur fyrir baráttuna um fjölgun kvenna í sveitarstjórnum, nú séu konur tæplega 30 prósent fulltrúa í sveitarstjórninni í Mangochi, eða 7 af 24, sú yngsta 23 ára. Lilja Dóra nefnir einnig að tvöfalt fleiri konur frá Mangochi eigi nú sæti á þingi, fjórar konur í stað tveggja áður. „Ég tel bæði að sá stuðningur sem við veittum sérstaklega í 50:50 herferðina í Mangochi og svo sérstök HeforShe rakarastofa í nóvember í fyrra hafi hjálpað mikið til. Mangochi er mjög íhaldssamt hérað og þetta er algjört met,“ segir Lilja Dóra.</span></p>

27.05.2019Ísland hækkar framlag vegna kynbundins ofbeldis á neyðarsvæðum

<span></span> <p><span>Ísland lýsti yfir fullum stuðningi í baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundu ofbeldi á neyðarsvæðum á áheitaráðstefnu sem haldin var í Ósló í lok síðustu viku. Mikil áhersla er lögð á málaflokkinn í mannúðarstarfi Íslands. „Ein af hverjum þremur konum og stúlkum verða fyrir kynferðislegu ofbeldi á ævinni og þetta hlutfall er enn hærra þar sem neyð ríkir eins og á átakasvæðum og hamfarasvæðum. Ísland leggur sitt lóð á vogarskálar til að bregðast við þessu ófremdarástandi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Kristín A. Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, ávarpaði ráðstefnuna og tilkynnti fyrir Íslands hönd um eitt hundrað þúsund Bandaríkjadala viðbótarframlag til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til stuðla að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna og stúlkna í Jemen. Fram kom að fyrr á þessu ári lagði Ísland fram 550 þúsund Bandaríkjadali til sama verkefnis og heildarframlagið nemur því 650 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 78 milljónir íslenskra króna. Einnig kom fram í máli hennar að Ísland leggur víðar fram stuðning til baráttunnar gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi, þar á meðal í Malaví, Mósambík og meðal sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi. </span></p> <p><span>Þetta var fyrsta ráðstefna sinnar tegundar og markmið hennar var að auka pólitíska vitund um vandamálið og tryggja meira fjármagn til baráttunnar gegn því. Stjórnvöld Noregs, Íraks, Sómalíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, ásamt Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA), Mannfjöldasjóði SÞ (UNFPA) og Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC), stóðu að ráðstefnunni með stuðningi frá Hjálparstarfi kirkjunnar í Noregi. </span></p> <p><span>Á ráðstefnunni voru leidd saman fórnarlömb ofbeldis sem sögðu sögur sínar, sérfræðingar í málaflokknum, á þriðja hundrað staðbundin og alþjóðleg borgarasamtök, hreyfing Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans, fulltrúar 90 þjóðríkja, ásamt fjölda alþjóðaleiðtoga og fulltrúa fjölþjóðastofnana. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, opnaði ráðstefnuna og hvatti til að við hættum að sætta okkur við að nauðganir séu notaðar sem vopn í átökum. Denis Mukwege, kongólski kvensjúkdómalæknirinn og handhafi friðarverðlauna Nóbels árið 2018, sagði í ræðu að kynferðisleg og kynbundin ofbeldisverk væru skipulega notuð í hernaði og að gerendur væru næstum aldrei dregnir til ábyrgðar. Hann lagði áherslu á að réttlæti verði að ná fram að ganga, um væri að ræða hulinn hrylling og sár sem væru ósýnileg.</span></p> <p><span>Um fimmtíu ríki, SÞ stofnanir, félagasamtök og aðrir lögðu fram skriflegar skuldbindingar um aðgerðir eða fjármuni. Því til viðbótar greindu margir aðrir aðilar frá sérstökum aðgerðum og pólitískum vilja til að taka þátt í baráttunni um að binda enda á ofbeldið. Hundruð áheita voru tilkynnt um umbætur í regluverki, lagarömmum og útfærslu, bætta þjónustu á sviði varna og viðbragða, forystu og samhæfingu, ásamt öðrum sérstökum aðgerðum tengdum tilteknum svæðum og málefnum. Sérstök áhersla var lögð á útfærslu lagaramma og stefnumótunar, sem og að auka stuðning til að tryggja að þjónusta sem mæti þörfum fórnalamba, ummönnum og vernd séu til staðar á öllum neyðarsvæðum.</span></p> <p><span>Ríflega 20 framlagsríki tilkynntu um áheit upp á samtals 363 milljónir Bandaríkjadala til málaflokksins næstu ár, þar af 226 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2019. Til viðbótar var tilkynnt um óeyrnamerkt framlög til mannúðarstofnana til að vinna að því að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegu ofbeldi. </span></p>

24.05.2019UNICEF: Rúmlega sex þúsund skrifuðu undir á fyrstu tveimur sólarhringunum

<span></span> <p>„Átakið fer vel af stað, á fyrstu tveimur sólarhringunum hafa rétt yfir 6000 manns skrifað undir ákallið,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við setjum stefnuna þó mun hærra, á Íslandi búa rúmlega 80 þúsund börn og okkar draumur er að ná einni undirskrift fyrir hvert barn. Þá myndum við svo sannarlega breiðfylkingu fólks sem heitir því að gæta að velferð barna hér á landi.“</p> <p>UNICEF á Íslandi hóf á dögunum átak undir yfirskriftinni „Stöðvum feluleikinn – líðum aldrei ofbeldi gegn börnum“ en að mati UNICEF er ofbeldi helsta ógnin sem steðjar að börnum á Íslandi. Sú staðhæfing er byggð á nýjum <a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/stadabarnaaislandi_final_0.pdf" target="_blank">gögnum</a>&nbsp;um ofbeldi gegn börnum sem unnin voru af Rannsóknamiðstöðinni Rannsóknir &amp; greining og Stígamótum. Í þeim gögnum kemur fram að 16,4% barna á Íslandi verði fyrir líkamlega eða kynferðislegum ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn, eða rúmlega 13 þúsund börn. Átakinu fylgir ákall til almennngs um að ganga í breiðfylkingu fólks sem tekur afstöðu gegn ofbeldi á börnum. Hægt er að skrifa undir ákallið <a href="https://feluleikur.unicef.is/" target="_blank">hér</a>.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/_uZVfrx9A28" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>UNICEF á Íslandi hefur áður vakið athygli á því að ofbeldi sé ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Árið 2013 gaf UNICEF út skýrsluna Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir. Þar kallaði UNICEF eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við ofbeldi gegn börnum. Þó margt hafi breyst til betri vegar á síðustu árum vantar enn mikið upp á að mati samtakanna. Nú er ætlunin að nota slagkraftinn sem myndast með átakinu til að þrýsta á stjórnvöld tað stofna Ofbeldisvarnarráð og eins að sveitarfélög setji sér skýra viðbragðsáætlun gegn ofbeldi.</p> <p>„Við erum einnig ánægð með hversu vel hefur verið tekið í ákall okkar af stjórnvöldum. Við höfum fengið þær fregnir að ákall okkar um Ofbeldisvarnarráð verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. Nú þurfum við að þrýsta á að þetta mikilvæga mál komist í gegn, í krafti fjöldans. Saman getum við breytt samfélaginu fyrir börnin okkar,“ sagði Bergsteinn í samtali við Heimsljós í morgun.</p>

23.05.2019Íslandi miðar vel í átt að heimsmarkmiðunum

<span></span> <p>Ísland hefur þegar náð talsverðum hluta undirmarkmiða Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, einkum þeim sem snúa að fræðslu fullorðinna, kunnáttu í upplýsingatækni, hlutfalli endurnýjanlegrar orku og loftgæðum. Hins vegar erum við fjarri því að ná 5% undirmarkmiðanna, meðal annars hvað varðar orkunýtingu og spilliefni.</p> <p>Mörg þróaðra ríkja í heiminum eiga talsvert í land með að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem eiga að vera í höfn árið 2030, eftir aðeins ellefu ár. Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, skortir helst upp á markmiðin um að draga úr fátækt, atvinnu ungs fólks, menntun og þjálfun, jafnrétti og talnalæsi. Mælikvarðar 105 undirmarkmiða af 169 voru rýndir.</p> <p>Flestar velmegandi þjóðanna standa vel þegar kemur að aðgengi að rafmagni, farsímanetum og hreinlæti, þjóðirnar hafa uppfyllt markmið sem tengjast mæðra- og ungbarnadauða, og miklar framfarir eru sýnilegar í baráttunni gegn sjúkdómum á borð við alnæmi, berkla og lifrarbólgu B, auk þess sem umferðarslysum fækkar. Sömuleiðis hefur verulega dregið úr reykingum og þróaðar þjóðir tileinka sér í vaxandi mæli endurnýjanlega orkugjafa. Hins vegar reynist þeim örðugra með markmið eins og að draga úr kynjamun og ójöfnuði. Þá er lýst áhyggjum af minnkandi hagvexti og framleiðni í mörgum landanna.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að einn af hverjum sjö íbúum OECD þjóðanna búi við fátækt, og fjórðungur unglinga og fullorðinna skorti grunnfærni í talnalæsi. Þá segir í skýrslunni að offita og atvinnuleysi hafi aukist í þriðjungi ríkjanna frá árinu 2005, og í þrettán ríkjum hafi hlutfall bólusettra minnkað á síðustu árum.</p> <p>Skýrsluhöfundar benda á að skortur er á gögnum á mörgum sviðum sem breytt gætu niðurstöðunni umtalsvert. Einkum er skortur á gögnum um höfin, sjálfbæra framleiðslu, borgir og leiðir til að draga úr ójöfnuði. Á þessum sviðum eru innan við 40% undirmarkmiðanna mæld. Hins vegar er rúmlega 90% markmiða mæld á sviðum eins og heilsu, innviðum og menntun.</p> <p>Skýrsla íslenskra stjórnvalda um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum verður skilað til Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði sem hluti af landsrýni Íslands. Skýrslan, unnin af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin, var á þriggja vikna tímabili í samráðsgátt stjórnvalda og alls bárust átta umsagnir. Endanleg útgáfa skýrslunnar tekur mið af þeim.</p> <p>Skýrslan: <a href="https://www.oecd.org/sdd/measuring-distance-to-the-sdg-targets-2019-a8caf3fa-en.htm" target="_blank">Measuring Distance to the SDG Targets 2019/ OECD</a></p>

21.05.2019Jafnréttisskólinn útskrifar nemendur frá þrettán þjóðríkjum

<span></span> <p><span>Í dag útskrifuðust 23 nemendur með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá&nbsp; <a href="https://gest.unu.edu/en">Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna</a> (HSÞ) við Háskóla Íslands. „Við vitum að kynjajafnrétti er ekki aðeins undirstaða mannréttinda heldur einnig forsenda fyrir friðsæla, blómlega og sjálfbæra veröld. Kynjajafnréttið er reyndar þungamiðja allra heimsmarkmiðanna sautján – sem snúast meðal annars að því að útrýma fátækt og hungri, kynda undir framfarir, grósku og uppbyggingu friðsælla samfélaga, til að tryggja verndun jarðarinnar og náttúruauðlinda,” sagði Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri í ávarpi við útskriftina í dag.</span></p> <p><span>Sturla nefndi í ávarpi sínu að kynjajafnrétti og valdefling kvenna og stúlkna væri bæði sérstakt markmið í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem nýlega var samþykkt á Alþingi en einnig þverlægt málefni sem ætti hvarvetna að hafa í hávegum í þróunarstarfi. „Jafnréttisskólinn hefur og verður áfram mikilvægur samstarfsaðili við að efla jafnrétti í þróunarsamvinnu Íslands. Sú menntun sem skólinn hefur veitt hefur haft jákvæð áhrif í heimalöndum nemenda eins og staðfest var í óháðri úttekt fyrir tveimur árum,“ sagði hann.</span></p> <p><span>Þetta er í tólfa sinn sem Jafnréttisskólinn útskrifar nema en að þessu sinni komu nemendur frá Afganistan, Bosníu &amp; Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Kenya, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu, Úganda og í fyrsta sinn frá Kosovo og Indlandi. Alls hafa 132 nemendur frá 22 löndum verið útskrifaðir en markmið skólans er að veita sérfræðingum frá þróunarríkjum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sviði jafnréttismála og efla þá í að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna og almennri valdeflingu jaðarsettra hópa í heimalöndum sínum.</span></p> <p><span>Jón Atli Benediktsson háskólarektor sagði í ræðu útskriftarnemana vera von um bætta framtíð fyrir komandi kynslóðir. Hassan Waddimba frá Úganda var valinn af samnemendum til að halda erindi fyrir hönd útskriftarnema. “Við höfum lært að þrátt fyrir ólík þjóðerni, trú, félagslegan bakgrunn, kyn og kynhneigð, þá glímum við öll við sömu áskoranirnar,” sagði hann.</span></p> <p><span><strong>Najla Attaallah hlaut verðlaun Vigdísar</strong></span></p> <p><span>Frú Vigdís Finnbogadóttir, sem jafnframt er verndari skólans, afhenti verðlaun Jafnréttisskólans fyrir framúrskarandi lokaverkefni sem við hana eru kennd. Aldrei hafa jafn mörg framúrskarandi verkefni komið til greina en sex verkefni hlutu ágætiseinkunn. Eitt verkefni stóð þó upp úr og verðlaunin komu í hlut Najlaa Attaallah frá Gaza í Palestínu fyrir verkefnaáætlun um árangursríka kynjasamþættingu við hönnun og byggingu skóla hjá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna í Gaza (UNRWA). Leiðbeinandi Najlaa við lokaverkefnið var Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur. </span></p> <p><span>Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands en starfsemi hans og áherslur eru þverfaglegar. Á Íslandi starfa fjórir skólar undir hatti Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þeir eru auk Jafnréttisskólans, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn og þeir eru allir hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</span></p>

20.05.2019Óvissa og spenna daginn fyrir kjördag í Malaví

<span></span> <p>Þrennar kosningar fara fram í Malaví á morgun, þriðjudag. Þá verða samtímis forseta,- þing- og sveitarstjórnakosningar í landinu. Á kjörskrá eru 6,7 milljónir manna eða aðeins rúmlega þriðjungur þjóðarinnar. Þetta er til <span>&nbsp;</span>marks um fjölda barna og ungmenna í landinu en alls eru íbúar Malaví um 18,6 milljónir talsins. Athyglin beinist að venju einkum að forsetakosningunum og spennan er óvenju mikil að þessu sinni því stjórnmálaskýrendur telja fullkomna óvissu ríkja um það hver fari með sigur af hólmi.</p> <p>Sjö frambjóðendur eru í kjöri til forseta en kjörtímabilið er fimm ár. Af frambjóðendunum sjö eru þrír taldir hafa raunhæfa möguleika á því að ná kjöri en þeir eru Peter Mutharika, núverandi forseti, Saulus Klaus Chilmia varaforseti og Lazarus Chakwera leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Þótt spennan hafi sjaldan verið meiri frá því fjölflokkakerfi var tekið upp árið 1993 hefur kosningabaráttan verið friðsamleg að kalla.</p> <p>Peter Mutharika býður sig fram öðru sinni fyrir Lýðræðislega framsóknarflokkinn ( e. Democratic Progressive Party, DPP) en hann hafði betur gegn Joyce Banda í kosningunum 2014. Hún hafði tekið við embætti forseta eftir skyndilegt fráfall Bingu wa Mutharika, bróður Peters. Joyce hafði tilkynnt að hún yrði í framboði á þessu ári en tilkynnti í mars að hún hefði hætt við að gefa kost á sér. Hins vegar er annar keppinautur forsetans frá baráttunni 2014 í kjöri, kristni klerkurinn Lazarus Chakwera en flokkur hans nefnist Malavíski þingflokkurinn ( e. Malawi Congress Party, MCP). Þriðji frambjóðandinn sem talinn er eiga möguleika á forsetaembættinu er varaforsetinn Chilima sem leiðir Sameinuðu umbótahreyfinguna ( e. United Transformation Movement, UTM). Hann segist hafa slitið samstarfi við stjórnarflokkinn vegna spillingar.</p> <p>Stjórnarandstaðan segir bæði spillingu og frændhygli vera helstu kosningamálin. Frændhyglin sé yfirgengileg í stjórnkerfinu en forsetinn hafnar þeirri fullyrðingu. Hann segir við kjósendur að verði hann kjörinn komi ríkisstjórnin til að halda áfram á framfarabraut og bendir á að á kjörtímabilinu hafi ríkisstjórnin byggt 94 brýr víðsvegar um landið.</p> <p>Margt ungt fólk og fleiri konur en áður eru á framboðslistum. Meðal ungra frambjóðenda stjórnarflokksins er Tay Grin, rapparinn góðkunni sem kom til Íslands fyrir tveimur árum. Þá hefur sendiráð Íslands í höfuðborginni Lilongwe stutt fjárhagslega við átakið 50:50 sem hefur það markmið að fjölga konum í sveitarstjórnum.</p> <p>Talið er að úrslit kosninganna á morgun liggi fyrir 29. maí. Malaví er sem kunnugt er annað tveggja samstarfsríkja Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</p>

16.05.2019Framtíðarsýn heimsmarkmiðanna grundvöllur nýrrar stefnu í þróunarsamvinnu

<span></span> <p><span>Yfirmarkmið Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu verður að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar, segir í nýsamþykktri þingsályktunartillögu um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands sem gildir fyrir árin 2019 til 2023. „Það hefur verið mér sérstakt kappsmál að eiga samstarf við atvinnulífið og nýta enn betur þá sértæku þekkingu sem við búum yfir á fjölmörgum sviðum við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum. Nýjum samstarfssjóði við atvinnulífið er ætlað að styrkja verkefni í fátækum ríkjum og þær áherslur endurspeglast vel í stefnunni," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.althingi.is/altext/pdf/149/s/1424.pdf">stefnunni</a>&nbsp;verða íslenskir aðilar í atvinnulífi og stofnanir hvött til samfélagslegrar ábyrgðar og til að styðja við sjálfbæra uppbyggingu í þróunarlöndum í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, til dæmis með tekju- og atvinnuskapandi fjárfestingum og verkefnum sem stuðla að aukinni hagsæld og hjálpa fólki að brjótast úr viðjum fátæktar. Unnið verður að því að nýta íslenska virðisaukandi sérþekkingu í verkefnum og innan fjölþjóðastofnana og einnig að horft sé til þess að fjármögnun þróunarverkefna geti leitt til aukinna fjárfestinga annarra ríkja, stofnana eða aðila atvinnulífs.&nbsp;</p> <p>Í stefnunni segir að Ísland styðji framtíðarsýn heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra veröld þar sem meðal annars hungri og sárafátækt hefur verið útrýmt. Enn fremur verður leitast við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkis- og þróunarmálum með tilliti til hnattrænna viðfangsefna sem sett eru fram í heimsmarkmiðunum. Áréttað er í stefnunni að alþjóðleg þróunarsamvinna sé áfram ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu og mikilvægur hlekkur í þjóðaröryggisstefnu Íslands.</p> <h2>Mannréttindi í öndvegi</h2> <p>Mannréttindi eru lögð til grundvallar í þessari nýju þróunarsamvinnustefnu „með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnahagslegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum,“ eins og segir orðrétt í þingskjalinu. Jafnrétti kynjanna og réttindi barna eiga að vera í öndvegi og sérstök áhersla er lögð á berskjaldaða hópa. Einnig á að leggja meiri áherslu á að vernda jörðina og koma í veg fyrir hnignun hennar. „Með hliðsjón af því verður settur slagkraftur í loftslags- og umhverfismál í þróunarsamstarfi Íslands,“ segir í stefnunni.</p> <p>Í kafla um framkvæmd segir að íslensk stjórnvöld beini stuðningi sínum til valinna samstarfslanda og svæðaverkefna, fjölþjóðastofnana og félagasamtaka og verkefna á þeirra vegum. Auka á jafnframt áherslu á samlegðaráhrif þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar. „Stuðningurinn byggist á fyrirsjáanlegum en jafnframt sveigjanlegum framlögum svo að bregðast megi skjótt við og beina stuðningi þangað sem þörfin er talin mest og framlögin koma helst að gagni. Eignarhald heimamanna verði enn fremur virt þegar hafist er handa við uppbyggingu í þeim löndum sem fá aðstoð og grundvöllur lagður að áframhaldandi framförum,“ segir í stefnunni og þar kemur fram að við val á samstarfsaðilum verði litið til áherslna Íslands í þróunarsamvinnu og miðað við að sem best samsvörun sé á milli þarfa viðtakenda og þess sem Ísland hefur fram að færa. </p> <p>Um framlög til þróunarsamvinnu segir að veruleg hækkun hafi orðið á tímabilinu 2013 til 2017 og að stefnt sé að Ísland auki framlög sín á næstu árum upp í 0,35% af þjóðartekjum árið 2022.</p>

15.05.2019Heimurinn stendur frammi fyrir umfangsmeiri ógnum en áður hafa þekkst

<span></span> <p>Heimurinn stendur frammi fyrir áður óþekktum ógnum sem eru bæði nær okkur í tíma og umfangsmeiri en áður hafa þekkst og tengjast breytingum á loftslagi og hnignun umhverfis, segir í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem kom út í dag. Þar segir líka að líkurnar á því að eitt hörmungarástand leiði til annarra fari vaxandi.</p> <p>Skýrslan nefnist <a href="https://gar.unisdr.org/" target="_blank">The Global Assessment Report 2019</a>&nbsp;(GAR 2019) og kemur út annað hvort ár. Skýrslan er gefin út af sérstakri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna sem hefur það hlutverk að gefa út áhættumat fyrir líf á jörðinni, allt frá loftmengun til líffræðilegra ógna, þar með talda jarðskjálfta, þurrka og loftslagsbreytinga.</p> <p>„Öfgafullar breytingar á jörðinni og félagsfræðilegum kerfum eru að gerast í nútímanum. Við búum ekki lengur við þann munað að geta frestað. Ef við höldum áfram að lifa með þessum hætti og umgöngumst hvort annað og jörðina eins og við höfum gert þá er sjálf tilvera okkar í húfi,“ segir Mami Mizutori sérlegur fulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að grípi ríkisstjórnir ekki til viðeigandi aðgerða geti þessar ógnir hægt á framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eða jafnvel breytt þeim andhverfu sína, einkum þeim sem snúa að fátækt og hungri og aðgerðum vegna loftslagsbreytinga.</p> <p>„Mannkynið hefur aldrei áður staðið frammi fyrir jafn umfangsmiklum og flóknum ógnum,“ sagði Mizutori þegar skýrslan var kynnt í London í dag.</p> <p><a href="https://www.unisdr.org/archive/65444" target="_blank">Nánar á vef UNISDR</a></p>

14.05.2019Íslenskur stuðningur við konur, frið og öryggi í Malaví

<span></span><span></span> <p>Ísland styður fyrstu aðgerðaráætlun Malaví um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Í gær var skrifað var undir samstarfssamning milli sendiráðs Íslands í Lilongwe og UN Women í Malaví um slíka aðgerðaráætlun og framkvæmdaramma. Verkefnið er til eins árs og hefst í byrjun næsta mánaðar.</p> <p>Að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur forstöðumanns sendiráðsins ætla fulltrúar UN Women að vinna eftir svokallaðri þátttökunálgun með bæði innlendum og alþjóðlegum stofnunum sem vinna að framgangi ályktunarinnar um konur, frið og öryggi í landinu. Þar má nefna forsetaskrifstofuna, félags- og jafnréttismálaráðuneytið, innanríkisráðuneytið, frjáls félagasamtök, framlagsríki og stofnanir Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>„Meginmarkmið aðgerðaráætlunarinnar verður að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og framþróun í malavísku samfélagi marki spor í átt til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, en þær verða oftar en ekki út undan í þess háttar ferlum og áætlunum,“ segir Lilja Dóra.</p> <p>Hún bendir á að þrátt fyrir að í Malaví hafi ríkt friður frá sjálfstaði árið 1964 hafi öðru hvorki komið til átaka og óeirða á undanförnum árum. Hún segir það sýna ákveðinn óstöðuleika í landinu og aukna hættu á alvarlegri átökum. „Kynbundið ofbeldi gegn konum er mikið í landinu og því mikilvægt að vinna málefninu framgang innan lögreglu og hers landsins. Malaví sendir hermenn í friðargæslusveitir Afríkusambandsins víðsvegar um álfuna, til dæmis til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og Sómalíu.“ </p> <p>Aðstæður í Malaví eru að sumu leyti viðsjárverðar að sögn Lilju Dóru. Hún nefnir ýmsa þætti sem gætu raskað friði í landinu, þar á meðal mikla fólksfjölgun, skort á náttúruauðlindum eins og ræktarlandi og vatni, afleiðingar loftslagsbreytinga og hryðjuverkahópa eins og þá sem skapað hafa ógn í <span>Cabo Delegado fylki í norðurhluta </span>Mósambík. „Aðgerðaráætluninni er ætlað að fyrirbyggja átök og draga úr líkum á þeim undir formerkjum áframhaldandi friðar og öryggis,“ segir hún. </p>

14.05.2019Rafiðnaðarsambandið gerist bakhjarl UN Women á Íslandi

<span></span> <p>Rafiðnaðarsamband Íslands samþykkti á þingi sínu á dögunum að gerast bakhjarl landsnefndar UN Women á Íslandi til næstu fjögurra ára. Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins afhenti UN Women á Íslandi styrk við lok þingsins.</p> <p>Í kjölfar þingsetningar á fimmtudaginn var hófst Rakarastofuráðstefna á vegum UN Women á Íslandi undir yfirskriftinni „Kynjajafnrétti snertir okkur öll – vertu breytingin“, þar sem Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður UN Women og Þorsteinn V. Einarsson ritstjóri Karlmennskunnar, héldu erindi en Þórey Vilhjálmsdóttir, stjórnarkona UN Women stýrði fundinum. Að erindum loknum ræddu þátttakendur þingsins í smærri hópum kynbundna mismunun, hvernig virkja megi karlmenn enn frekar í jafnréttisbaráttunni og hvernig<span>&nbsp; </span>skapa megi menningu þar sem við öll njótum okkar óháð kyni. </p> <p>Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ segir sambandið leggja mikla áherslu á að fjölga konum í fagstéttum sambandsins enda sé það hagur allra að hafa kynjahlutföllin sem jöfnust. „Við reynum hvað við getum til þess að stuðla að umræðu um jafnréttismál og tryggja að öllum sé tekið opnum örmum í okkar greinum, úti á vinnumarkaði, í félagsstarfinu eða hvar sem við erum. Það að hafa efnt til umræðna um kynjajafnrétti á þingi sambandsins teljum við vera skref í rétta átt, það er heilmikið verkefni framundan hjá okkur og við hlökkum til þessa samstarfs á komandi árum.“ </p> <p>„Við hjá UN Women á Íslandi erum gríðarlega þakklát og stolt af samstarfinu við Rafiðnaðarsamband Íslands. Samstarfið gefur okkur hjá UN Women byr undir báða vængi í baráttunni fyrir bættum mannréttindum kvenna um allan heim. Með samstarfinu og fjárstyrknum tekur RSÍ þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum um allan heim og valdefla konur og stúlkur efnahagslega sem og á sviði stjórnmála. Síðast en ekki síst tekur RSÍ þátt í að gera líf kvenna og stúlkna á átaka- og hamfarasvæðum bærilegra með því að veita þeim helstu nauðsynjar til að viðhalda reisn sinni í erfiðum aðstæðum,“ segir Marta Goðadóttir, herferða- og kynningarstýra UN Women á Íslandi. „RSÍ má vera stolt af þessu skrefi og taka þetta eldfima málefni á þingi sínu fyrir sem snertir jú okkur öll.“</p> <p>Markmið Rakarastofuráðstefna UN Women er að skapa rými til að ræða jafnréttismál og hvernig við öll, með sérstakri áherslu á karlmenn og stráka, getum orðið virkari í baráttunni fyrir kynjajafnrétti enda um heildarhagsmuni samfélagsins að ræða. </p>

13.05.2019Aldrei fleiri á hrakhólum innan eigin lands

<span></span> <p>Aldrei í sögunni hafa fleiri einstaklingar verið á hrakhólum innan eigin lands vegna átaka, ofbeldis og náttúruhamfara. Samkvæmt nýrri <a href="http://www.internal-displacement.org/global-report/grid2019/" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;voru 41,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi um síðustu áramót, fleiri en nokkru sinni fyrr. Alls flosnuðu upp 28 milljónir manna á síðasta ári, tæplega 11 milljónir vegna átaka og ofbeldis, og rúmlega 17 milljónir vegna náttúruhamfara. Milli ára fjölgaði fólki á vergangi um rúmlega eina milljón.</p> <p>Útgefendur skýrslunnar eru alþjóðleg samtök sem sérhæfa sig í málefnum fólks á hrakningum innan eigin lands, Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) og norska flóttamannaráðið (NRC). Í skýrslunni kemur fram að áframhaldandi átök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Sýrlandi skýri að stórum hluta þennan fjölda sem neyðist til að flýja heimili sín vegna ófriðar, auk vaxandi spennu í Eþíópíu, Kamerún og Nígeríu.</p> <p>Eins og tölurnar bera með sér eiga öfgar í veðurfari í vaxandi mæli þátt í því að fólk lendir á vergangi, 17,2 milljónir manna, meðal annars vegna fellibylja og flóða á Filippseyjum, Kína og Indlandi. Ennfemur neyddust hundruð þúsunda til að flýja ógurlega skógarelda í Kaliforníu eins og mörgum er í fersku minni.</p> <p>Í allmörgum stríðshrjáðum löndum voru líka náttúruhamfarir eins og í Afganistan þar sem þurrkar leiddu til þess að fleiri þurftu að taka sig upp en vegna átákanna í landinu. Svipaða sögu er að segja af norðausturhluta Nígeríu nema hvað þar voru flóð sem stökktu fólki á flótta.</p> <p>"Niðurstöður skýrslunnar eru áminning til leiðtoga heimsins. Bæði ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið hafa brugðist þeim milljónum einstaklinga sem neyddust til að flýja heimili sín á síðasta ári,“ segir Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins, og bætir við að vegna þess að umrætt fólk fari ekki yfir landamæri fái það sorglega litla athygli fjölmiðla. „Allir flóttamenn eiga rétt á vernd og alþjóðasamfélaginu er skylt að tryggja hana," segir hann.</p>

13.05.2019Grípa verður til aðgerða vegna metfjölda flóttamanna

<span></span> <p class="MsoNormal">Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi fyrir öryggisráðinu í síðustu viku að grípa til aðgerða vegna metfjölda vegalausra einstaklinga. Hann minnti þjóðarleiðtoga á að þeir gegni lykilhlutverki í því að bregðast við neyðarástandinu sem ríkir vegna flótta- og farandfólks, nú þegar hatursorðræða gegn því færist sífellt í aukana.</p> <p class="MsoNormal">„Að mínu mati er ekki rétt að tala um þetta sem neyðarástand á heimsvísu sem ekki er hægt að takast á við,“ sagði hann. „Með pólitískum vilja, og þið hér eruð ein öflugasta birtingarmynd hans, og með því að bregðast við í auknum mæli eins og kveðið er á um í alþjóðasamningi um flóttafólk sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember, er mögulegt og nauðsynlegt að bregðast við þessu neyðarástandi. Þar eruð þið í öryggisráðinu í lykilhlutverki.“</p> <p class="MsoNormal">Rúmlega 68,5 milljónir einstaklinga um allan heim hafa neyðst til að flýja heimili sín. Þar á meðal eru um 25,4 milljónir flóttamanna og meira en helmingur þeirra er yngri en 18 ára. Mikill meirihluti flóttafólks dvelur í þróunarríkjum. „85 prósent af flóttafólki í heiminum er í fátækum löndum eða&nbsp; meðaltekjulöndum. Það er þar sem neyðarástandið ríkir“.</p> <p class="MsoNormal">Flóttamannastjóri SÞ hvatti meðal annars öryggisráðið til að vinna saman að því að takast á við ófrið og skort á öryggi, sem er undirliggjandi orsök neyðarástandsins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/IPlrUwqnfPg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p class="MsoNormal">„Af næstum því 70 miljónum einstaklinga sem eru vegalausir eða flóttafólk eru flestir að flýja vopnuð átök,“ benti hann á. „Ef komið væri í veg fyrir slík átök, eða leyst úr þeim, myndi það draga að miklu leyti úr fjölda flóttafólks. Engu að síður virðist friðargæsla unnin með ómarkvissum hætti sem nægir ekki til að byggja upp frið.“</p> <p class="MsoNormal">Fulltrúar öryggisráðsins tóku undir áhyggjur Grandi varðandi mikinn fjölda vegalausra einstaklinga og ítrekuðu ákvörðun sína um að styðja við þau samfélög sem það hefur áhrif á. Þeir áttuðu sig á tengslum átaka og fólksflutninga og hversu mikilvægt það væri að vinna markvisst að því að vinna úr grundvallarorsökum átaka.</p> <p class="MsoNormal">Fulltrúar fjölda aðildarríkja lýstu yfir von um að alþjóðasamningurinn um flóttafólk myndi hvetja til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu til að&nbsp; bregðast við landflótta og stuðla að þátttöku nýrra aðila úr þróunar- og einkageiranum. Margir tóku einnig undir orð Grandi um rétt flóttafólks til að snúa aftur til síns heimalands sjálfviljugt, upplýst og með mannlegri reisn.</p> <p class="MsoNormal">Lengri grein upp úr ræðu flóttamannastjóra Sameinuðu þjóðanna er að finna á íslensku á <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/26114-flottamannastjori-sameinudu-thjodanna-brynir-fyrir-oryggisradinu-ad-gripa-til-adgerda-vegna-metfjolda-vegalausra-einstaklinga.html" target="_blank">vef</a>&nbsp;Flóttamannastofnunar SÞ, UNHCR.</p>

10.05.2019Dansað fyrir neyðarhjálp UNICEF í Mósambík

<span></span> <p>Dansaðu fyrir lífinu! hefst klukkan 11:30 í World Class Laugum á morgun, laugardag. Viðburðurinn er opinn öllum meðan pláss leyfir. „Miðað við hve margir mættu á síðasta viðburð þá gerum við ráð fyrir allt að 100 manns núna,” segir Friðrik Agni skipuleggjandi Zumbagleðinnar&nbsp;Dansaðu fyrir lífinu!&nbsp; </p> <p>Friðrik Agni og fleiri sprækir Zumbakennarar leiða danstíma þar sem aðgangseyrir rennur til neyðaraðgerða UNICEF í Mósambík. Síðast fór ágóði viðburðarins til neyðarhjálpar barna í Sýrlandi en nú rennur söfnunarfé til uppbyggingar og neyðarhjálpar í Mósambík eftir tvo mannskæða fellibylji þar í landi.</p> <p>„Ég safnaði saman flestum Zumbakennurunum í World Class til að vera með og það má búast við heilmikilli partýstemningu, orku og gleði. Í Zumba er dansað við glaðværa og kraftmikla tónlist svo fólk getur ekki annað en komist í gott skap. Svo er það auðvitað tilgangurinn með þessum viðburði, að bæta líf barna sem þurfa hjálp, sem ég held að láti fólki einnig líða vel,“ segir Friðrik.</p> <p><strong>Vildi leggja sitt af mörkum</strong></p> <p>„Ég fékk hugmyndina að&nbsp;Dansaðu fyrir lífinu&nbsp;jólin 2017 þegar ég rakst á auglýsingu frá UNICEF þar sem kallað var eftir hjálp vegna ástandsins í Sýrlandi. Ég hugsaði með mér að mig langaði til að leggja mitt af mörkum. Helst hefði ég viljað fara til Sýrlands og huga að þessum börnum persónulega en ég gat að minnsta kosti sett saman viðburð þar sem hægt var að styrkja UNICEF í krafti fjöldans sem er svo gríðarlega mikilvægt. Mér fannst eitthvað fallegt við að sameina þessa ástríðu fyrir dansinum og andlegri heilsu og að gefa af sér til þessa málefnis.”</p> <p>Meira en tvær milljónir barna eiga nú um sárt að binda eftir fellibyljina tvo sem skullu á Mósambík í síðasta mánuði. Gífurleg neyð ríkir á svæðinu og UNICEF hefur sérstakar áhyggjur af smitsjúkdómum á borð við kóleru sem geta breiðst hratt út við neyðaraðstæður sem þessar. UNICEF leggur allt kapp á að útvega hreint drykkjarvatn, útdeila vatnshreinsitöflum og nú stendur yfir bólusetningarátak gegn kóleru sem nær til 900 þúsund manns.</p> <p>„Við hvetjum alla til þess að mæta, sameinast í Zumba og láta gott af sér leiða á sama tíma. Þannig gerum við okkur sjálfum og öðrum gott.“ segir Friðrik Agni að lokum.</p> <p>Þau sem ekki komast að dansa en vilja styðja málefnið geta sent SMS-ið BARN í 1900 og gefa þannig 1900 krónur í neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík.</p> <p>Á hverju ári bregst UNICEF við neyðarástandi í yfir 50 löndum. Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg þegar neyðarástand brýst út. Neyðarsjóður UNICEF gerir stofnuninni kleift að bregðast samstundis við þegar hamfarir verða einsog í sunnanverðri Afríku.</p>

09.05.2019Kapp lagt á að hefta útbreiðslu kóleru

<span></span> <p>Yfirvöld í Mósambík berjast við að hefta útbreiðslu kóleru í norðurhluta landsins í kjölfar fellibylsins Kenneth og úrhellis síðustu dagana. Í síðustu viku var lýst yfir að kóluerufaraldur geisaði á hamfarasvæðunum eftir að tilvikum sjúkdómsins fjölgaði ört. Beðið er eftir hálfri milljón skammta af bóluefni.</p> <p>Kenneth var annar öflugra fellibylja sem fór yfir Mósambík á aðeins fimm vikum. Hann kom að landi í norðurhluta Mósambík og olli mestri eyðileggingu í fylkingu Cabo Delgado þar sem rúmlega 2017 þúsund manns urðu illa úti og 41 fórst. Mikið tjón varð líka í Nampula fylki. <span>&nbsp;</span>Tugir þúsundir íbúa misstu heimili sín í ofviðrinu og hafast við í tjöldum og skýlum.</p> <p>Mannskaði varð enn meiri í fellibylnum Idai í mars en þá fórust flestir í borginni Beira og nágrenni, auk íbúa í Malaví og Zimbabwe, alls hátt í eitt þúsund manns.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að hátt í tvö hundruð þúsund íbúar nyrst í landinu þurfi á heilbrigðisþjónustu að halda. Mikil hætta er á útbreiðslu smitsjúkdóma og hjálparsamtök eins og Læknar án landamæra styðja við bakið á stjórnvöldum í baráttunni gegn kólerunni. „Við höfum tvö meginmarkmið, annars vegar að bjarga lífi alvarlegra veikra einstaklinga og hins vegar að freista þess að hefta kólerufaraldurinn,“ er haft eftir Danielle Borges sem stjórnar aðgerðum samtakanna í héraðshöfuðborginni Pemba.</p> <p>Að mati Sameinuðu þjóðanna skortir mikið á alþjóðlegan fjárstuðning til hjálparstarfs í Mósambík eftir þessa mannskæðu fellibylji.</p>

08.05.2019Umsóknarfrestur um ungmennaráð heimsmarkmiðanna að renna út

<span></span> <p>Eftir fáeina daga rennur út umsóknarfrestur um fulltrúa í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Ungmennaráðið tók fyrst til starfa í apríl á síðasta ári en nú er komið að árlegri endurnýjun fulltrúa. Opnað var fyrir umsóknir í síðasta mánuði á vef Stjórnarráðsins og óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí, sem er næstkomandi mánudagur.</p> <p>Tólf fulltrúar verða valdir í ráðið. Þeir koma til með að fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórn. </p> <p>Ungmennaráðið á fundi sex sinnum á ári en þar að auki hefur starfandi ungmennaráð tekið þátt í fjölmörgum viðburðum á síðastliðnu ári. Má þar meðal annars nefna þátttöku í Hringborði Norðurslóða í Hörpu, heimsþingi kvenleiðtoga, friðarráðstefnu Höfða friðarseturs og hátíðarhöldum í tengslum við fullveldisafmæli Íslands þann 1. desember síðastliðinn.</p> <p>Stofnun ungmennaráðsins er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að framfylgja skuli ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um aukin áhrif barna í samfélaginu. Eitt af meginstefum heimsmarkmiðanna er jafnframt samvinna hagsmunaaðila. Með stofnun ungmennaráðs um heimsmarkmiðin er leitast við að gefa ungmennum vettvang til að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun og skapa þannig jafningjum tækifæri til að láta rödd sína heyrast um fyrrgreind málefni.</p> <p>Fyrir ári þegar auglýst var í fyrsta sinn eftir fulltrúum í ungmennaráði var mikill áhugi meðal ungmenna í landinu á þátttöku. Þá bárust rúmlega 140 umsóknir um setu í ráðinu.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/heimsmarkmidin/umsokn-um-thatttoku-i-ungmennaradi/">Umsóknarform&nbsp;fyrir ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna</a></p> <p>Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á&nbsp;<a href="https://heimsmarkmidin.is/">heimsmarkmidin.is</a></p>

07.05.2019Sendiráð í Úganda lýsa yfir áhyggjum af mál- og fundafrelsi í landinu

<span></span> <p>Sendiráð Íslands í Úganda og fulltrúar fjölmargra annarra þjóða lýstu á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis í síðustu viku yfir áhyggjum vegna aðgerða stjórnvalda í Úganda gegn mál- og fundafrelsi í landinu. Í yfirlýsingu eru nýlegar aðgerðir fjölmiðlanefndar Úganda gegn fjölmiðlum gagnrýndar og ennfremur misnotknun á lögregluvaldi gegn mótmælendum og stjórnarandstöðumönnum.</p> <p>„Tjáningar- og málfrelsi eru stjórnarskrárvarin í Úganda, en fjölmörg lagaákvæði, þar með talin refsilöggjöf, er í andstöðu við þessi réttindi,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Kampala. „Túlkun og framkvæmd gildandi laga ganga einnig gegn þessum réttindum. Frumvarp til lagabreytinga sem takmarkar mjög heimildir listamanna til að skipuleggja viðburði er augljóslega beitt gegn forsetaframbjóðandanum Bobi Wine, en að hans sögn hefur lögregla nú þegar stöðvað 124 tónleika hans frá í október 2017.“</p> <p>Forsetakosningar fara fram í Úganda snemma árs 2021. Skoðanakannanir sýna að í fyrsta sinn frá því Yoweri K. Museveni tók við völdum árið 1986, njóti hann stuðnings innan við 50% þjóðarinnar. Þingmaðurinn og tónlistarmaðurinn Bobi Wine, 37 ára, er leiðtogi pólitísku hreyfingarinnar „People Power Movement" og yfirlýstur forsetaframbjóðandi. Hann heitir réttu nafni Robert Kyagulanyi Ssentamou en er þekktari undir listamannsnafni sínu. Hann var handtekinn í þriðja sinn á skömmum tíma í lok aprílmánaðar fyrir að hafa hvatt til mótmæla í júlí 2018 gegn skattlagningu á samfélagsmiðla en var leystur úr haldi gegn tryggingu og þarf að mæta aftur fyrir rétt síðar í mánuðinum. Aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar, sérstaklega Kifefe-Kizza Besigye, núverandi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hafa einnig orðið fyrir barðinu á lögreglu og fjölmiðlanefnd. </p> <p>Unnur segir augljóst af fréttaflutningi að fjölmiðlar og samfélagsmiðlar séu beittir þrýstingi því lítið sé um fréttaflutning af ákveðnum viðburðum undanfarna daga, sérstaklega mótmælum almennings og aðgerðum lögreglu gegn stjórnarandstæðingum. Undanfarna daga hafi fjölmiðlanefnd eða lögregla lokað á útsendingar útvarpsstöðva og svipt tugi blaðamanna og útvarps- og sjónvarpsstöðva leyfi tímabundið. </p> <p>„Það má búast við að allar tilraunir til að stöðva stjórnarandstöðuleiðtogana í Úganda, kalli á hörð viðbrögð almennings, sérstaklega hjá hinni fjölmennu ungu kynslóð Úganda, sem er stærsti stuðningshópur Bobi Wines og kynntist honum fyrst í gegnum tónlist hans og textum gegn félagslegu óréttlæti og harðræði. Þótt nánast ekkert megi lesa um þessar mundir um mótmæli almennings í Kampala, var þeirra þó greinilega vart í síðustu viku í næsta umhverfi sendiráðsins. Það er þó ekki ástæða til að gefa út neinar viðvaranir,“ segir Unnur.</p> <p>Að yfirlýsingunni standa Bandaríkin, aðildarríki ESB í Kampala og sendinefnd ESB, Noregur, S-Kórea, Japan og Ísland.<span>&nbsp; </span></p>

06.05.2019Utanríkisráðueytið eykur stuðning við jarðhitanám í Rómönsku Ameríku

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur tekið við hlutverki Norræna þróunarsjóðsins (NDF) sem aðalstyrktaraðili jarðhitanáms á vegum LaGeo, jarðhitafyrirtækis í El Salvador. Námið er sniðið að Rómönsku Ameríku og fer fram á spænsku við Háskóla El Salvador. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna styrkir einnig námið og leggur til kennara líkt og undanfarin ár.</p> <p>Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu milli Jarðhitaskólans og LaGeo um áframhaldandi samstarf á sviði jarðhitaleitar og uppbyggingu jarðhitaþekkingar í þessum heimshluta&nbsp;<span>og sérstakan samning til tveggja ára um fimm mánaða diplómanám við Háskóla El Salvador.</span></p> <p><span>Að sögn Lúðvíks S. Georgssonar forstöðumanns Jarðhitaskólans skiptir mikilvægi aukinnar nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum sífellu meira máli við að draga úr losun á gróðurhúsaloftegundum. “Í baráttunni gegn hlýnun jarðar er ávinningurinn af minni notkun á jarðefnaeldsneyti mikils virði. Þessi aðstoð Íslands við uppbyggingu endurnýjanlegrar orku til framleiðslu rafmagns eða hitunar húsa með jarðvarma styður viðkomandi þjóðir efnahagslega og samfélagslega, en ekki hvað síst á sviði umhverfis- og loftlagsmála. Með verkefnum sem þessum getur Ísland lagt sitt af mörkum í samstarfi við aðrar þjóðir um að nýta endurnýjanlega orku og draga þannig úr notkun jarðefnaeldsneytis og losun gróðurhúsalofttegunda. Það gagnast öllum þjóðum, óháð landamærum, í baráttunni við hlýnun jarðar,” segir hann.</span></p> <p><span>Richardo Salvador Flores framkvæmdastjóri leiddi fjögurra manna sendinefnd frá LaGeo sem kom hingað til lands sérstaklega vegna samninganna við utanríkisráðuneytið og Jarðhitaskólann. Auk hans voru með í för tveir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans, Rosa Escobar og Kevin Padiall, jarðhitasérfræðingar hjá LeGeo, og fjölmiðlafulltrúi.</span></p> <p><span>Lúðvík S. Georgsson forstöðumaður Jarðhitaskólans undirritaði samningana fyrir hönd skólans og María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu fyrir hönd utanríkisráðuneytisins.</span></p> <p><span>Jarðhiti er mjög mikilvægur fyrir El Salvador&nbsp; Árið 2016 komu 24% af framleiddri raforku í landinu frá &nbsp;tveimur jarðvarmavirkjunum, Ahuachapan og Berlín, sem hafa framleiðslugetu upp á 204 MWe.</span></p>

03.05.2019Óttast að ebóla berist yfir til Úganda

<span></span> <p>Óttast er að ebólufaraldurinn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó berist yfir til nágrannaríkisins Úganda því allmargir kongólskir íbúar hafa á síðustu vikum flúið átök í heimalandinu og farið ólöglega yfir landamærin inn í Úganda. Að mati hjálparsamtaka hafa rúmlega 60 þúsund manns frá North Kivu héraði hrakist burt af heimilum sínum frá því vopnuð átök hófust á svæðinu í lok marsmánaðar.</p> <p>Samkvæmt frásögn átján hjálparsamtaka hafa sumir fengið skjól með löglegum hætti í Úganda, undirgengist heilsufarsskoðun og fengið skráningu sem flóttafólk, en aðrir hafa neyðst til að fara ólöglega yfir landamærin gegnum skógaþykkni eða stöðuvatn á landamærunum. Með því fólki eykst hættan á því að ebóla stingi sér niður í Úganda.</p> <p>„Þegar flóttafólkið kemur ólöglega til Úganda forðast það einnig opinbera innflytjendskráningu - sem þýðir að enginn veit hvort fólkið er sýkt eða ekki og það fær þar af leiðandi ekki aðgang að þeirri þjónustu og meðferð sem þeim stæði ella til boða," segir Francis Iwa framkvæmdastjóra úgandskra samtaka í málefnum flóttamanna, Care for Forced Migrants (CAFOMI).</p> <p>Haft er eftir Musa Ecweru ráðherra flóttamannamála að ríkisstjórn Úganda muni áfram halda landamærum sínum opnum fyrir flóttamönnum enda sé það stefna ríkisstjórnarinnar. „Við verðum að leyfa þeim sem þurfa skjól að koma yfir til Úganda en við verðum einnig að vera á varðbergi og gæta þess að ógna ekki heilsu þjóðarinnar,“ segir ráðherrann.</p> <p>Fyrstu tilvik ebólu í Kongó komu upp í ágúst á síðasta ári. Um 1500 manns hafa sýkst og 984 eru látnir í Norður Kivu og Ituri héruðum. Eins og kunnugt er geisaði ebólufaraldur í vesturhluta Afríku á árunum 2013 til 2016 og þá létust rúmlega ellefu þúsund manns.</p> <p>Ofbeldisverk vígasveita í Kongó gagnvart óbreyttum borgurum hafa torveldað tilraunir til að stemma stigu við faraldrinum í Kongó. Talsmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna segir ógerning að komast að ákveðnum svæðum í landinu þar sem margir íbúar eru á vergangi.</p> <p>Úganda, annað tveggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu, hefur tekið á móti 1,3 milljónum flóttamanna á síðustu árum, fleirum en nokkurt annað Afríkuríki. Flestir flóttamanna koma frá Suður-Súdan en á síðustu mánuðum hefur flóttafólki frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó fjölgað mjög. Nú er unnið hálfu Íslands að verkefni með Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna í norðurhluta Úganda.</p> <p><a href="https://reliefweb.int/report/democratic-republic-congo/eastern-drc-tens-thousands-forcibly-displaced-surge-violence" target="_blank">Eastern DRC: Tens of thousands forcibly displaced by surge in violence/ ReliefWeb</a></p> <p><a href="https://www.unhcr.org/news/briefing/2019/5/5ccbf72f4/attacks-congos-north-kivu-province-push-tens-thousands-flee-unhcr.html" target="_blank">Attacks in Congo’s North Kivu province push tens of thousands to flee – UNHCR</a></p>

02.05.2019Fjórar milljónir barna notið góðs af sjötíu ára starfi SOS Barnaþorpanna

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin, stærstu sjálfstæðu barnahjálparsamtök í heimi, fagna um þessar mundir 70 ára afmæli. SOS Íslandi fagnar á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Samtökin voru stofnuð formlega 25. apríl 1949 til að bregðast við mikilli neyð eftir seinni heimsstyrjöldina sem skildi eftir sig mörg munaðarlaus börn.</p> <p>Í <a href="https://www.sos.is/assets/SOS_70_years_of_impact_report_single_8148868.pdf" target="_blank" title="SOS_70_years_of_impact_report_single_8148868.pdf">nýútkominni skýrslu</a> kemur fram að í sjö áratugi hafi SOS Barnaþorpin hjálpað fjórum milljónum barna um allan heim með því að veita þeim fjölskyldu og heimili og með fjölskyldeflingu. Börn þeirra og barnabörn hafa notið góðs af og er niðurstaða skýrslunnar að SOS Barnaþorpin hafi haft jákvæð áhrif á 13 milljónir einstaklinga á 70 árum. Börnunum er forðað frá fátækt og ofbeldi, þau fá gæðamenntun, eiga möguleika á góðri vinnu og búa við jafnrétti.</p> <p>Ávinningurinn af&nbsp;starfi SOS Barnaþorpanna er mikill og útreikningar fyrir skýrsluna leiða í ljós að fyrir hverjar eitt þúsund krónur sem almenningur leggur til&nbsp;samtakanna fær samfélagið 5 þúsund krónur til baka. Skýrslan var unnin í tilefni 70 ára afmælisins og ber yfirskriftina „70 Years of Impact“ eða „Áhrif í 70 ár". SOS Barnaþorpin Íslandi fagna á sama tíma 30 ára starfsafmæli. Um 74 þúsund Íslendingar hafa á þessum tíma gefið framlög til samtakanna. 29 þúsund Íslendingar gáfu framlög á árinu 2018.</p>

30.04.2019Kappsmál í þróunarsamvinnu að nýta sértæka þekkingu Íslendinga

<span></span> <p>„Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar er þróunarsamvinna vaxandi liður í störfum utanríkisþjónustunnar. Í ár tekur Ísland við umfangsmiklu samræmingarstarfi kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Alþjóðabankanum með formennsku í samstarfinu til tveggja ára. Á vettvangi Alþjóðabankans hefur tekist að koma á framfæri íslenskri sérþekkingu á sviði jarðhitanýtingar sem kemur þar að miklu gagni og til stendur að auka enn frekar aðkomu Íslands að verkefnum tengdum sjávarútvegi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag þegar hann kynnti <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=80444bfc-6a95-11e9-943a-005056bc4d74">skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál </a>fyrir Alþingi.</p> <p>&nbsp;</p> <div class="infogram-embed" data-id="_/asM94zexsIMtyqnSap7b" data-type="interactive" data-title="Skýrsla ráðherra &amp;#39;19 - Fjölþjóða þróunarsamvinna 2018">&nbsp;</div> <script>!function(e,t,s,i){var n="InfogramEmbeds",o=e.getElementsByTagName("script")[0],d=/^http:/.test(e.location)?"http:":"https:";if(/^\/{2}/.test(i)&&(i=d+i),window[n]&&window[n].initialized)window[n].process&&window[n].process();else if(!e.getElementById(s)){var r=e.createElement("script");r.async=1,r.id=s,r.src=i,o.parentNode.insertBefore(r,o)}}(document,0,"infogram-async","https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js");</script> <p>Ráðherra sagði að honum væri það sérstakt kappsmál að nýta enn betur þá sértæku þekkingu sem Íslendingar byggju yfir á fjölmörgum sviðum við uppbyggingu innviða og atvinnuvega í þróunarríkjum. Hann sagði þessar áherslur endurspeglast vel í nýrri þróunarsamvinnustefnu sem lögð hefur verið fyrir þingið.</p> <div class="infogram-embed" data-id="_/JaS0zN6UBhUvS9So2xlN" data-type="interactive" data-title="Skýrsla ráðherra &amp;#39;19 - Tvíhliða þróunarsamvinna 2018">&nbsp;</div> <script>!function(e,t,s,i){var n="InfogramEmbeds",o=e.getElementsByTagName("script")[0],d=/^http:/.test(e.location)?"http:":"https:";if(/^\/{2}/.test(i)&&(i=d+i),window[n]&&window[n].initialized)window[n].process&&window[n].process();else if(!e.getElementById(s)){var r=e.createElement("script");r.async=1,r.id=s,r.src=i,o.parentNode.insertBefore(r,o)}}(document,0,"infogram-async","https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js");</script> <p>Þróunarsamvinnustefnan, sem verður væntanlega til umræðu á vorþinginu, byggist á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Ráðherra sagði að heimsmarkmiðin náist aðeins með mikilli samvinnu, ekki síst við almenning og atvinnulíf. „Heimsmarkmiðin eru samverkandi og hvíla ekki síst á þeirri grundvallarhugmynd að árangur náist ekki án þess að unnið verði heildstætt að þeim. Þannig dregur til dæmis aukin nýting sjálfbærra orkuauðlinda úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, menntun fyrir alla og aukin nýsköpun gerir okkur kleift að takast á við áskoranir nútímans, og samvinna allra, þar með talið einkageirans, er nauðsynleg til að auka velsæld á heimsvísu,“ sagði hann. </p> <div class="infogram-embed" data-id="_/hU2l16gVbYUKYvpqyMZQ" data-type="interactive" data-title="Skýrsla ráðherra &amp;#39;19 - ÞSS Skipting framlaga árið 2018">&nbsp;</div> <script>!function(e,t,s,i){var n="InfogramEmbeds",o=e.getElementsByTagName("script")[0],d=/^http:/.test(e.location)?"http:":"https:";if(/^\/{2}/.test(i)&&(i=d+i),window[n]&&window[n].initialized)window[n].process&&window[n].process();else if(!e.getElementById(s)){var r=e.createElement("script");r.async=1,r.id=s,r.src=i,o.parentNode.insertBefore(r,o)}}(document,0,"infogram-async","https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js");</script> <p>Ráðherra nefndi í ræðunni að fyrir nokkrum vikum hafi hann fengið tækifæri til að <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/01/29/Utanrikisradherra-kynnir-ser-arangur-throunarsamvinnu-i-Malavi/">heimsækja Malaví</a>&nbsp;þar sem Ísland hefur tekið þátt í þróunarsamvinnu í þrjá áratugi. Hann sagði það hafa verið einstaka upplifun að sjá þann árangur sem náðst hefði í samstarfi þjóðanna. „Með því að tryggja þúsundum aðgang að hreinu vatni og heilbrigðisþjónustu hafa Íslendingar bjargað fjölda mannslífa. Ég er sannfærður um að við getum gert enn betur þegar fram í sækir með uppbyggingu atvinnulífs og betri nýtingu náttúruauðlinda í þessu fallega en fátæka landi. Þar getur íslensk sérþekking skipt sköpum,“ sagði Guðlaugur Þór.</p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=80444bfc-6a95-11e9-943a-005056bc4d74">Skýrslu utanríkisráðherra</a> má lesa í heild sinni hér á Stjórnarráðsvefnum en jafnframt hefur verið gefið út <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1c29d072-6b31-11e9-943a-005056bc4d74">sérstakt hefti með útdrætti </a>úr skýrslunni. Fjölmargar tölulegar upplýsingar koma fram í skýrslunni sem settar eru fram á <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/toluleg-samantekt/skyrsla-utanrikisradherra-til-althingis-2019/">myndrænan hátt</a>.&nbsp;</span></p>

29.04.2019Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert

<span></span> <p>Á átta ára tímabili frá 2010 til 2018 er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) en alþjóðleg bólusetningarvika er haldin árlega síðustu daga aprílmánaðar.</p> <p>„Frækornum mislinga sem herja á heiminn þessa stundina var sáð fyrir mörgum árum,” segir Henrietta Fore, framkvæmdastýra UNICEF. „Mislingaveiran leitar alltaf uppi og finnur óbólusett börn. Ef við viljum í alvöru hindra útbreiðslu þessa hættulega en fyrirbyggjandi sjúkdóms verður að bólusetja hvert einasta barn, jafnt í ríkum sem fátækum löndum.”</p> <p>Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var tilkynnt um 110 þúsund mislingatilfelli í heiminum sem er 300% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Árið 2017 urðu mislingar 110 þúsund manns að bana, börnum í miklum meirihluta. Það var 22% aukning frá fyrra ári.</p> <p>Tvo skammta af bóluefni gegn mislingum þarf til að vernda börn gegn sjúkdómnum. Í frétt UNICEF segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að börn fái ekki báða skammtana, meðal annars hræðsla og efasemdir um virkni og öryggi bóluefna. Þannig sýna tölur frá árinu 2017 að á heimsvísu fengu 85% barna fyrsta skammtinn en aðeins 67% báða skammtana. Tölur frá hátekjuþjóðum sýna að 94% barna hafa fengið fyrri bólusetninguna en 91% báðar. Langflest óbólusett börn ríkra þjóða eru í Bandaríkjunum, 2,5 milljónir.</p> <p>Í meðaltekju- og lágtekjuríkjum er staðan alvarleg. UNICEF segir að fjórar milljónir barna, yngri en eins árs, í Nígeríu, hafi ekki fengið fyrsta skammt. Tæplega þrjár milljónir barna á sama aldri eru óbólusett á Indlandi, og rúmlega ein milljón í Pakistan, Indónesíu og Eþíópíu. </p> <p>UNICEF segir rúmlega 17 milljónir kornabarna vera í áhættu að fá mislinga. Margir þjóðir hafi ekki innleitt skuldbindingar um síðari bólusetninguna, meðal annars níu þeirra þjóða þar sem flest börn eru óbólusett, auk tuttugu þjóða í Afríku sunnan Sahara.</p> <p>Íslensk stjórnvöld ákváðu fyrr á árinu að styrkja alþjóðlegu bólusetningarsamtökin Gavi um 120 milljónir króna til þess að auka bólusetningar barna í Malaví sem er annað tveggja samstarfslanda Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</p> <p><a href="https://www.unicef.org/press-releases/over-20-million-children-worldwide-missed-out-measles-vaccine-annually-past-8-years" target="_blank">Frétt UNICEF</a></p> <p><a href="https://www.unric.org/is/frettir/27392-ma-rekja-mislingafaraldur-til-anduear-a-bolusetningum" target="_blank">Frétt UNRIC</a></p>

26.04.2019Ísland og UNESCO gera rammasamning um þróunarsamvinnu

<p><span>Ísland og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hafa gert með sér samstarfssamning á sviði þróunarsamvinnu. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, og Xing Qu, aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu rammasamning þess efnis fyrr í vikunni.&nbsp;<br /> <br /> Rammasamningurinn er sá fyrsti sem Ísland og UNESCO gera um þróunarsamvinnu. Hann felur í sér að Ísland styður við tvö verkefni á vegum stofnunarinnar. Annars vegar er um að ræða framlag til verkefnis sem miðar að því að styrkja getu fátækra ríkja við að innleiða umbætur á sviði menntamála. Hins vegar er framlag til að stuðla að tjáningarfrelsi og öryggi blaðamanna í þróunarlöndum. Miðað er við að framlögin nýtist sérstaklega í starfi UNESCO í Afganistan, einu af áherslulöndum Íslands í þróunarsamvinnu, bæði til að bæta aðgengi að menntun þar í landi, sem og til að tryggja öryggi blaðamanna.&nbsp;<br /> <br /> „Menntun er undirstaða framfara og frjálsir fjölmiðlar ein af forsendum lýðræðis. Þess vegna er afar mikilvægt að styrkja hvort tveggja í ríkjum sem standa veikt. Ísland hefur mikið fram að færa í þessum efnum og því er mér það mikið fagnaðarefni að við höfum nú undirritað rammasamning við UNESCO á þessu sviði,“ segir Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri.&nbsp;<br /> <br /> Alls verja íslensk stjórnvöld um 174 milljónum króna á næstu fimm árum til þessara tveggja verkefna. Til viðbótar munu íslensk stjórnvöld senda íslenska sérfræðinga til starfa á vettvangi við innleiðingu ofangreindra verkefna og veita til þess um 45 milljónum króna.</span></p> <p><span>Meginmarkmið UNESCO er að efla alþjóðlega samvinnu á sviði menntunar, vísinda og menningarmála. UNESCO ber höfuðábyrgð á því meðal alþjóðastofnana að innleiða fjórða heimsmarkmiðið um menntun, og gegnir einnig lykilhlutverki við innleiðingu annarra heimsmarkmiða. Markmið og áherslur UNESCO falla vel að stefnu Íslands í þróunarsamvinnu, sérstaklega hvað varðar menntamál, mannréttindi og jafnrétti kynjanna.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

24.04.2019Skýrsla um heimsmarkmiðin í samráðsgátt stjórnvalda

<span></span> <p>Skýrsla um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verður afhent fulltrúum Sameinuðu þjóðanna í júlí í sumar sem hluti af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum. Skýrslan er skrifuð af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin og hefur verið birt í <a href="https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1374http://" target="_blank">samráðsgátt</a>&nbsp;stjórnvalda. Endanleg útgáfa hennar tekur mið af athugasemdum sem berast gegnum samráðsgáttina.</p> <p>Skýrslan byggir á grunni stöðuskýrslu verkefnastjórnarinnar sem kom út á síðasta ári. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Einn kafli er um hvert heimsmarkmið og dæmi um innleiðingu markmiða. Í lokin er fjallað um næstu skref í innleiðingunni. Skýrslunni fylgir tölfræðiviðauki með mælingum sem tekinn hefur verið saman af fulltrúum Hagstofu Íslands.</p> <p>Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi samráðs og samstarfs um innleiðingu heimsmarkmiðanna. „Heimsmarkmiðin eru víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika,“ segir í kynningu á samráðsgáttinni. Þar kemur ennfremur fram að í skýrslunni megi sjá að þótt Ísland standi vel af vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna séu ýmsar áskoranir sem kalli á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega.</p> <p>Skýrslan verður í samráðsgáttinni til 8. maí næstkomandi.</p> <p><strong>Upplýsingagátt opnuð í maí</strong></p> <p>Því er við að bæta að á vegum verkefnastjórnarinnar verður í næsta mánuði opnuð sérstök upplýsingagátt um heimsmarkmiðin. Eins og áður hefur verið greint frá hafa tveir af hverjum þremur á Íslandi heyrt um heimsmarkmiðin, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Vitund almennings um markmiðin hefur aukist jafnt og þétt á síðustu misserum.</p>

23.04.2019Malavísk börn þau fyrstu sem fá mótefni gegn malaríu

<span></span> <p>Börn í Malaví eru þau fyrstu í heiminum sem bólusett verða gegn malaríu með mótefni sem þróað hefur verið gegn þessum banvæna sjúkdómi. Fyrstu börnin voru bólusett í morgun. Hundruð þúsunda barna í tveimur öðrum Afríkuríkjum, Gana og Kenya, koma til með að taka þátt í þessari fyrstu bólusetningarherferð gegn sjúkdómnum. Malaría dregur tugþúsundir til dauða árlega, einkum börn yngri en fimm ára, og þorri þeirra sem veikjast býr í Afríku sunnan Sahara.</p> <p>Miklar vonir eru bundnar við þessa tilraunabólusetningu en þó hefur verið varað við of mikilli bjartsýni því afbrigði sjúkdómsins eru mörg. Lyfið sem um ræðir nefnist Mosquirix og á að styrkja ónæmiskerfið til að bregðast til varna á fyrstu stigum sýkingar skömmu eftir að malaríusníkillinn fer inn í blóðrásina eftir bit moskítóflugunnar. </p> <p>Lyfið er framleitt af breska lyfjarisanum GlaxoSmithKline og hefur fengið vottun frá Lyfjastofnun Evrópu (EMA). Heildarkostnaður við herferðina er talinn verða um einn milljarður bandarískra dala, vel á annað hundrað milljónir íslenskra króna, en lyfjaframleiðandinn gefur milljónir skammta af lyfinu, að því er fram kemur í fréttum. </p> <p>Bóluefni gegn malaríu hefur verið í þróun í þrjá áratugi og því er bólusetningarherferðin sem hófst í Malaví í morgun tímamótaviðburður að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilraunaverkefnið stendur yfir fram til ársins 2022. Malaríutilvikum hefur á síðustu árum fjölgað á heimsvísu en hins vegar hefur dauðsföllum fækkað um tvo þriðju frá aldamótum. Alls greindust 219 þúsund tilvik árið 2017.</p> <p>Utanríkisráðuneytið fól í byrjun þessa árs alþjóðabólusetningarsjóðnum GAVI að ráðstafa 120 milljónum íslenskra króna til bólusetninga á börnum í Malaví og framlagið verður nýtt yfir þriggja ára tímabil. </p>

17.04.2019Breyta örvæntingu í von

<span></span> <p>Rúmum einum mánuði eftir að fellibylurinn Idai fór hamförum yfir Mósambík og nágrannaríki hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) veitt einni milljón íbúa mataraðstoð. WFP er önnur tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem íslensk stjórnvöld fólu að ráðstafa 25 milljónum króna til nauðstaddra á hamfarasvæðunum.</p> <p>„Strax eftir að óveðrinu slotaði var fólk mjög örvæntingarfullt,“ segir Lola Castro svæðisstjóri WFP í Suður-Afríku. „Það lögðust allir á eitt að veita stuðning og með vinnusemi með útsjónarsemi hefur okkur tekist að bregðast hratt við og breytt örvæntingunni í von.“</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna vinnur í nánu samstarfi við Náttúruhamfarasjóð Mósambíkur (INGC) og stjórnvöld í landinu og stefnir að því að koma matvælaaðstoð til 1,7 milljóna íbúa í fjórum fylkjum, Sofala, Manica, Tete og Zambezíu.</p> <p>WFP segir í frétt að tekist hafi fyrir örlæti framlagsríkja og annarra að grípa til skjótra aðgerða á vettvangi. Stofnunin þakkar það ekki síst ríkjum ,eins og Íslandi, sem veitir að stærstum hluta kjarnaframlög til WFP, en það eru sveigjanleg framlög sem hægt er að grípa til þar er neyðin er mest hverju sinni. Utanríkisráðuneytið greiðir 50 milljónir króna árlega til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Enn skortir þó talsvert upp á framlög til uppbyggingarstarfs á þeim svæðum sem verst urðu úti í fellibylnum. Í frétt WFP segir 130 milljónir bandarískra dala skorta til þess að standa undir áætlunum sem gerðar hafi verið fram til júníloka. </p>

16.04.2019Páskasöfnun í þágu ungmenna í fátækrahverfum Kampala

<span></span><strong><span></span></strong> <p>Börn og unglingar í fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda, koma til með að njóta fjármuna sem safnast í páskasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. „Til fátækrahverfanna liggur þungur straumur straumur ungs fólks í von um betra líf en því miður bíður flestra þeirra atvinnuleysi og eymdarlíf í og mörg ungmenni leiðast út á glæpabraut og vændi til að lifa af,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. </p> <p>„Við viljum að unga fólkið fái þjálfun sem gefur þeim möguleika á að fá störf og að þau geti komið undir sig fótunum. Við veitum því aðstoð í samstarfi við Lútherska heimssambandið (LWF) í Úganda og samtökin Uganda Youth Development Link, UYDEL, sem halda úti menntasmiðjum í fátækrahverfum borgarinnar.“</p> <p>Í nýútkomnu blaði Hjálparstarfs kirkjunnar, sem nefnist Margt smátt, er að finna eftirfarandi lýsingu á aðstæðunum í fátækrahverfum Kamapala:</p> <p>„Ekkert rennandi vatn, engin sorphirða, engar almenningssamgöngur. Salernið er sameiginlegur kamar í hverfinu. Stundum er hægt að stelast í rafmagn og kveikja ljós. Stundum flæðir regnvatnið inn í kofann og þá er eins gott að geta hengt húsbúnað upp á vegg. Nesti í skólann er hnefafylli af hnetum. Oft er enginn skóli vegna peningaleysis. Stundum þarf að selja líkama sinn til að brauðfæða systkinin. Oft er betra að taka þátt í þjófnaði glæpagengja. Ekkert af þessu er val.“ </p> <p>Í menntasmiðjunum YUDEL velur unga fólkið sér námssvið og öðlast nægilega færni til að verða gjaldgengt á vinnumarkaði svo sem við hárgreiðslu, matreiðslu, rafvirkjun, saumaskap og sápugerð. Þau stunda íþróttir, dans og tónlist ásamt því að fá þar fræðslu um kynheilbrigði og rétt sinn til heilbrigðisþjónustu. Verkefnið náði til yfir eitt þúsund barna og ungmenna á aldrinum 13-24 ára á síðustu tveimur árum. </p> <p>„Já, verkefnið hefur gefið góða raun og við höldum því ótrauð áfram. Við viljum gefa ungu fólki sem býr við örbirgð tækifæri til betra lífs og höfum því sent valgreiðslu í heimabanka landsmanna á aldrinum 30-80 ára að upphæð 2400 krónur,“ segir Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnið í Kampala.</p>

15.04.2019Rauði krossinn: Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku enn í gangi

<span></span> <p>Alvarlegt ástand ríkir enn í sunnanverði Afríku eftir að fellibylurinn Idai skall á svæðið fyrir rúmum fjórum vikum. Flóðin sem fylgdu fellibylnum ollu gríðarlegum skaða í Mósambík, Malaví og Simbabwe en af þessum þremur ríkjum er ástandið hvað verst í Mósambik og þar breiðist smitsjúkdómurinn kólera hratt út.&nbsp;</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-vegna-ofsafloda-i-sunnanverdri-afriku-enn-i-gangi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum segir að í heildina hafi fellibylurinn haft áhrif á rúmlega þrjár milljónir manna í þessum heimshluta og um 250 þúsund manns hafi misst heimili sín. „Tugir þúsunda heimila hafa jafnast við jörðu. &nbsp;Þar af auki eyðilagði fellibylurinn þúsundir akra af uppskeru sem mun hafa veruleg áhrif á mataröryggi á svæðinu. &nbsp;Þá eru stór svæði og borgir án rafmagns og fjarskipti liggja niðri. Ástandið er talið eitt það versta á svæðinu í áratugi, en að minnsta kosti 960 manns eru taldir af. Í Mósambík er tala látinna komin yfir 600 og rúmlega 4 þúsund kólerusmit hafa þar verið greind,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir ennfremur:</p> <p>„Viðamiklar aðgerðir á vegum Rauða krossins eru nú í gangi og sjálfboðaliðar og starfsfólk vinna hörðum höndum við að hjálpa fólki á svæðinu. Allt kapp er lagt á að bæta aðgengi hreinlætisaðstöðu og hreinu vatni til að hefta útbreiðslu smitsjúkdóma. Rauði krossinn veitir læknis- og mataraðstoð, húsaskjöl ásamt því að aðstoða fólk að finna týnda fjölskyldumeðlimi. Róbert Þorsteinsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er á svæðinu og hefur umsjón með fjármálum neyðaraðgerðanna í Malaví. Þar af auki vill svo til að sendifulltrúarnir Halldór Gíslason og Bjarni Sigurðsson, starfsmenn Íslandsbanka sem lánaðir voru Rauða krossinum til að styðja við uppbyggingu malavíska landsfélagsins á sviði upplýsingatækni voru nýlega í Malaví ásamt Guðnýju Nielsen, verkefnastjóra Rauða krossins sem sinnir langtímaþróunarsamstarfi í þremur héruðum í sunnanverðu landinu.</p> <p>Á undanförnum árum og áratugum hefur Rauði krossinn á Íslandi starfað náið með systurfélögum sínum á þessu svæðum bæði í Malaví og Mósambík. Náin tengsl hafa myndast á þessum tíma milli okkar og þessara landsfélaga og segja má að málið standi okkur nærri.</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi er afar þakklátur fyrir allan þann stuðning sem borist hefur frá almenningi. Fjölmargir hafa lagt söfnuninni lið og barst neyðarsöfnuninni meðal annars 500.000 kr. styrkur frá einstaklingi. Deildir Rauða krossins á Íslandi hafa einnig lagt söfnuninni lið með rúmlega 4 milljóna króna framlögum.“</p> <p>Söfnun Rauða krossins til hjálpar fórnarlömbum fellibylsins í sunnanverðri Afríku er í fullum gangi. Hægt er að styðja starfið með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS skilaboðin HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 - 12, kt. 530269-2649.</p>

12.04.2019Hæsta framlagið þriðja árið í röð frá Íslandi ​– óháð höfðatölu!

<span></span> <p>Framlag landsnefndar UN Women á Íslandi til alþjóðlegra verkefna nam á síðasta ári 107 milljónum króna og hækkaði um þrettán milljónir milli ára. Þriðja árið í röð er framlag Íslands hæst allra framlaga frá þrettán landsnefndum UN Women víðs vegar um heiminn – óháð höfðatölu! Þetta kom fram á aðalfundi UN Women á Íslandi sem haldinn var í gærkvöldi.</p> <p>Arna Grímsdóttir stjórnarformaður UN Women flutti stutta tölu á fundinum um helstu verkefni og árangur í starfi samtakanna á síðasta ári. Ársskýrsla samtakanna var lögð fram ásamt ársreikningi.</p> <p>Engar breytingar urðu á <a href="https://unwomen.is/stjorn/">stjórn landsnefndarinnar</a> og því sitja eftirfarandi meðlimir áfram í stjórn: Arna Grímsdóttir, formaður, Fanney Karlsdóttir, varaformaður, Kristín Ögmundsdóttir, gjaldkeri auk þeirra sitja í stjórn Bergur Ebbi Benediktsson, Magnús Orri Schram, Ólafur Stefánsson, Soffía Sigurgeirsdóttir, Örn Úlfar Sævarsson og Þórey Vilhjálmsdóttir. Stjórnin er annað árið í röð skipuð til jafns konum og körlum, fyrst allra landsnefnda UN Women.</p> <p>Mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna á Íslandi eru rúmlega 7.300.</p>

12.04.2019Utanríkisráðherra sækir vorfundi Alþjóðabankans

<span></span><span></span> <p>Þessa vikuna standa yfir vorfundir Alþjóðabankans í Washington. Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og stærsta þróunarsamvinnustofnun heims. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður viðstaddur fundina í höfuðstöðvunum í Washington í dag og á morgun. Hann situr meðal annars fund Þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem skipuð er ráðherrum 25 landa og hittist tvisvar á ári. Utanríkisráðherra situr í nefndinni árið 2019 fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og flytur ávarp þar sem áherslumálum kjördæmisins er komið á framfæri .</p> <p>Utanríkisráðherra tekur einnig þátt í margvíslegum viðburðum sem tengjast samstarfi Íslands og Alþjóðabankans. Þar má nefna þátttöku í stofnviðburði nýs mannréttindasjóðs Alþjóðabankans, Human Rights and Development Trust Fund.&nbsp;&nbsp;Ísland er einn stofnaðila þessa nýja sjóðs, sem hefur það hlutverk að auka veg mannréttinda í verkefnum Alþjóðabankans og þekkingu innan bankans á málaflokknum.</p> <p>Þá tekur utanríkisráðherra þátt í fundi smáríkja þar sem rætt verður um bláa hagkerfið svonefnda en Ísland er þátttakandi í nýstofnuðum ProBlue-sjóði Alþjóðabankans sem tekur á málefnum hafsins á heildrænan hátt. Ísland leggur sjóðnum til fjármagn í verkefni sem snúa að fiskimálum og plastmengun í hafi.</p> <p>Í sumar tekur Ísland sæti í stjórn Alþjóðabankans til næstu tveggja ára en Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin skiptast á að gegna stjórnarsetu í bankanum. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra leiðir starfið fyrir Íslands hönd.</p>

11.04.2019Þjóðir í neyð finna mest fyrir samdrætti í framlögum

<span></span><span></span> <p>Opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum drógust saman um tæplega þrjú prósent á árinu 2018 miðað við árið á undan. Samkvæmt gögnum sem Efnahags-og framfarastofnunin (OECD) birti í vikunni urðu þjóðir í neyð verst úti í niðurskurðinum. Til neyðar- og mannúðaraðstoðar lækkuðu framlögin um átta prósent og til Afríkuríkja um fjögur prósent.</p> <p>Fulltrúar OECD lýsa yfir áhyggjum af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í ljósi lækkunar á framlögum til opinberrar þróunarsamvinnu. Í gögnum OECD kemur reyndar fram, að ef kostnaður vegna flóttafólks er tekinn út fyrir sviga, eru framlögin óbreytt milli ára. Engu að síður telur OECD að niðurstaðan sé uggvekjandi því framlagsríki hafi heitið auknum framlögum árið 2015 þegar heimsmarkmiðin voru samþykkt.</p> <p>Þjóðir innan þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC, verja að meðaltali 0,31 prósenti af þjóðartekjum til þróunarmála. Framlög Íslands eru nánast þau sömu og meðaltalið en þau koma til með að hækka á næstu árum upp í 0,35% samkvæmt stjórnarsáttmála. Íslensku framlögin hækkuðu um 17% milli ára, mest vegna aukins stuðnings við fjölþjóðastofnanir, eins og segir í gögnum OECD. Bandaríkin verja mestu fé til þróunarmála en þegar horft er til hlutfalls af þjóðartekjum sést að framlagið nemur 0,17 prósentum, lækkar um fimm prósent milli ára.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækir vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington. Fundirnir hófust í vikubyrjun og standa yfir fram til sunnudags. Ísland tekur sæti norrænu þjóðanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans í sumar, en bankinn er stærsta þróunarstofnun heims.</p> <p><span><a href="http://www.oecd.org/dac/financing-sustainable-development/development-finance-data/ODA-2018-detailed-summary.pdf" target="_blank">Development aid drops in 2018, especially to neediest countries/ OECD</a></span></p>

10.04.2019Fátækar konur og jaðarsettar njóta minnstra kyn- og frjósemisréttinda

<span></span> <p>Verulegur ávinningur hefur náðst í kyn- og frjósemisréttindum frá árinu 1969 þegar Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) var stofnaður. Þrátt fyrir framfarir á þeirri hálfu öld sem liðin er standa hundruð kvenna í dag frammi fyrir meðal annars efnahagslegum og félagslegum hindrunum sem koma í veg fyrir að þær geti tekið ákvarðanir um það hvort, hvenær og hversu oft þær vilja verða barnshafandi. </p> <p>Á þessa leið hefst árleg skýrsla UNFPA um mannfjöldann í heiminum: <a href="https://www.unfpa.org/sites/default/files/pub-pdf/UNFPA_PUB_2019_EN_State_of_World_Population.pdf" target="_blank">State of World Population 2019</a>, sem kom út í morgun. Í henni er tíundaður árangur síðustu fimmtíu ára sem tengist kyn- og frjósemisréttindum. Fram kemur að konur áttu árið 1969 að meðaltali 4,8 börn en í dag 2,5; í þróunarríkjum hafa þessar tölur farið úr 6,8 niður í 3,9 á sama tíma; konum sem deyja af barnsförum – miðað við 100 þúsund lifandi fædd börn – hefur fækkað úr 369 niður í 216, og hlutfall kvenna sem notar getnaðarvarnir hefur aukist úr 24% í 58% á síðustu fimm áratugum.</p> <p>Í skýrslunni segir að milljónir kvenna fái hins vegar ekki enn notið kyn- og frjósemisréttinda og að UNFPA telji þær vera um 200 milljónir sem vilji forðast þungun en fái hvorki aðgang að þjónustu né upplýsingar um getnaðarvarnir. „Án þessa aðgangs skortir konurnar vald til að taka ákvarðanir um eigin líkama, þar með talið hvort eða hvenær þær vilja verða barnshafandi,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA í <a href="https://www.globenewswire.com/news-release/2019/04/10/1801751/0/en/World-must-work-harder-to-secure-sexual-and-reproductive-rights-for-all-says-new-UNFPA-report.html" target="_blank">frétt</a>.</p> <p>Fátækar konur, jafnt í borgum sem sveitum, eru meðal þeirra hópa sem njóta minnst kyn- og frjósemisréttinda, auk kvenna sem eru jaðarsettar, eins og þær sem tilheyra fámennum kynþáttum, hinsegin fólki, eru ógiftar eða ungar.</p> <p>Fram kemur í skýrslu UNFPA að um 800 milljónir núlifandi kvenna hafi gifst á barnsaldri. Þá segir að meðal þjóða þar sem neyð ríkir deyi á hverjum degi rúmlega 500 konur á meðgöngu eða við fæðingu.</p> <p>Utanríkisráðuneytið þrefaldi framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Í febrúar í fyrra undirritaði ráðherra samning við UNFPA um stuðning Íslands við verkefni stofnunarinnar í Sýrlandi. Þá studdi Ísland UNFPA við gerð manntals í Malaví síðastliðið haust og veitti enn fremur framlög til UNFPA í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og í Jemen.</p>

09.04.2019Allt að 120 milljónir til verkefna í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið ætlar að verja allt að 120 milljónum króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála í gegnum félagasamtök. Umsóknarfrestur um verkefnin er til 20. maí og niðurstöður um úthlutun fjár til verkefna ættu að liggja fyrir í júlí. Tiltölulega fá íslensk félagasamtök eru virk í alþjóðlegu starfi á þessum sviðum en utanríkisráðuneytið hefur á síðustu misserum kallað eftir þátttöku fleiri samstarfsaðila, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið.</p> <p>Að auki auglýsir ráðuneytið styrki til fræðslu- og kynningarverkefna félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Allt að tvær milljónir króna eru til úthlutunar að þessu sinni og styrkupphæðin getur numið allt að 80% heildarkostnaðar. </p> <p>Til <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=47953cd2-5a1a-11e9-9439-005056bc530c">þróunarsamvinnuverkefna</a>&nbsp;er heimilt að veita styrki til sama verkefnis að hámarki í fjögur ár og styrkupphæðir til slíkra verkefna geta numið allt að 80% heildarkostnaðar. Að þessu sinni eru til úthlutunar allt að 70 milljónir króna.</p> <p>Til <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=47953cd3-5a1a-11e9-9439-005056bc530c">mannúðarverkefna</a>&nbsp;eru framlög veitt í samræmi við alþjóðleg neyðarköll og í þeim tilvikum getur styrkupphæð numið allt að 95% heildarkostnaðar. Að þessu sinni eru til úthlutunar 50 milljónir króna, en þar af er 31,5 milljón króna eyrnamerkt til verkefna sem tengjast Sýrlandi, annars vegar verkefni í samræmi við <a href="https://www.unocha.org/syria">neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum</a> (OCHA) eða <a href="http://www.3rpsyriacrisis.org/">viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna</a> (UNHCR). Styrkupphæð getur numið allt að 95% af heildarkostnaði mannúðarverkefna. </p> <p>Ítarlegar upplýsingar um framlögin, mat á umsóknum, styrkhæfni félagasamtaka og önnur atriði sem fram þurfa að koma þegar sótt um styrkina er að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-borgarasamtok/">vef</a> utanríkisráðuneytisins undir flokknum „Samstarf við borgarasamtök“.</p> <p>Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar, eftir því sem við á, og einum fulltrúa utanríkisráðuneytisins.</p>

08.04.2019Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum

<span></span><span></span> <p>Það er ekki á hverjum degi sem einn af æðstu mönnum heims hrósar ungmennum fyrir að skrópa í skólann, en það gerði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna nýverið. Í blaðagrein sem hann skrifaði lauk hann lofsorði á nemendur sem skrópuðu í skólann til þess að ganga fylktu liði til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. „Þessir skólabörn hafa skilið það sem hefur farið framhjá eldra fólki: að við erum í kapphlaupi við tímann og erum að tapa. Tíminn til að grípa til aðgerða er að renna út. Við höfum ekki þann munað að geta beðið. Frestanir eru næstum jafnhættulegar og afneitun.”</p> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) fjallar um málið:</p> <p>Loftslagsaðgerðir ungmenna eiga rætur að rekja til Svíþjóðar en þar fór hin 16 ára gamla Greta Thunberg í verkfall á föstudegi og settist á tröppur við sænska þingið með skilti sem á stóð „verkfall fyrir loftslagið.” Fyrsta föstudaginn var hún ein en smátt og smátt fjölgaði þeim sem slógust í hópinn og nú hafa þúsundir ungmenna um allan heim tekið þátt í loftslags-verkföllum.</p> <p>Í desember síðastliðnum var Thunberg boðið á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice. Þar sakaði hún leiðtoga heimsins um að haga sér eins og ábyrgðarlausir krakkar. Nýlega var hún tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.<br /> <br /> Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. Agla Elín Davíðsdóttir, þrettán ára er ein af þeim sem hafa mætt reglulega á Austurvöll á föstudögum til að krefjast aðgerða.</p> <p>„Viðbrögð hafa verið mjög góð, flestir foreldra vina minna styðja okkur og meira að segja kennarar líka, þótt við séum að skrópa í skólanum.”</p> <p>Agla Elín segir að þetta átaka hafi orðið til þess að minnsta kosti í hennar bekk og skóla að krakkar hafi farið að tala um loftslagsmál. „Þetta skiptir mig og vini mína miklu máli. Fólk heldur að börn hafi ekki endilega áhuga á þessu og sé ekki upplýst um þetta, en það er ekki rétt. Það er fullt af börnum vilja breytingar og eru að berjast fyrir þessu.</p> <p>Helsta krafa unga fólksins er að stjórnmálamenn grípi til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins um að hiti á jörðinni hækki ekki um meir en eina og hálfa gráðu miðað við fyrir iðnbyltingu.</p> <p>Fréttin birtist fyrst í <a href="https://unric.org/is/frettabref" target="_blank">Norrænu fréttabréfi UNRIC</a></p>

05.04.2019Loftslagsbreytingar ógna lífi og framtíð rúmlega 19 milljóna barna í Bangladess

<span></span> <p>Flóð, fellibyljir og aðrar náttúruhamfarir sem rakin eru til loftslagsbreytinga ógna nú lífi og framtíð fleiri en 19 milljóna barna í Bangladess. Þetta kemur fram í <a href="https://weshare.unicef.org/archive/Report---A-Gathering-Storm--Climate-Change-Clouds-the-Future-of-Children-in-Banglaesh-2AMZIF3JCWRS.html">nýrri skýrslu UNICEF</a>, A Gathering Storm, sem kom út í dag. Þar kemur einnig fram að þrátt fyrir að íbúar Bangladess hafi sýnt aðdáunarverða þrautseigju í erfiðum aðstæðum undanfarinna ára er ljóst að fleiri úrræði og nýjar aðgerðir þurfa að líta dagsins ljós til að takast á við þær hættur sem steðja að yngstu íbúum landsins vegna loftslagsbreytinga. </p> <p>„Loftslagsbreytingar auka enn á þær hættur sem ógna fátækustu fjölskyldum Bangladess og gerir það að verkum að börn fá ekki viðunandi húsaskjól, næringu, heilsugæslu eða menntun,” sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Hún bætti því við að í Bangladess og mörgum af fátækari samfélögum heimsins geti skaði af völdum&nbsp; loftslagsbreytinga mögulega þurrkað út þann árangur sem hefur náðst við að auka lífslíkur og lífsgæði barna í heiminum á undanförnum árum. </p> <p><strong>Öfgar í veðurfari skerða lífsgæði barna</strong><br /> Í skýrslunni er einnig bent á að flatt landslag, þéttbýli og veikir innviðir geri Bangladess sérstaklega útsett fyrir miklum og ófyrirsjáanlegum náttúruöfgum sem loftslagsbreytingar valda. Áhrifanna gætir tilfinnanlega í láglendinu í norðurhluta landsins þar sem þurrkar og flóð ganga yfir og alla leið að stormasamri strandlengjunni við Bengalflóa. </p> <p>Öfgar í veðurfari á borð við flóð, storma, þurrka og fellibylji og aðstæður sem rekja má beint til loftslagsbreytinga eins og hækkun sjávarmáls, veldur því að fátækar fjölskyldur búa við enn þrengri kost, óvissu og erfiðari aðstæður en áður. Það bitnar á möguleikum barna meðal annars til þess að njóta menntunar og heilsugæslu.</p> <p>Um 12 milljónir þeirra barna sem eru í mestri hættu búa í nágrenni mikils árkerfis sem rennur í gegnum Bangladess. Árnar flæða reglulega yfir bakka sína en árið 2017 olli flóð í ánni Brahmaputra skemmdum á að minnsta kosti 480 heilsugæslustöðvum og 50 þúsund vatnsbrunnum, sem eru nauðsynlegir til að tryggja samfélögum heilnæmt drykkjarvatn. 4,5 milljónir barna búa við strandlengjuna þar sem tíðir fellibyljir valda mikilli eyðileggingu. Þar af eru um hálf milljón Róhingja-flóttabarna sem hafast við í lélegu skjóli úr bambus og plasti. 3 milljónir barna búa í landbúnaðarhéruðum landsins þar sem enn tíðari tímabil þurrka valda ítrekað skaða. </p> <p> <strong>Flótti til borganna skapar aðrar hættur<br /> </strong>Skýrslan varpar ljósi á að loftslagsbreytingar eru aðalorsökin fyrir því að fátækari íbúar Bangladess yfirgefa heimili sín og samfélög og freista þetta að lifa betra lífi annars staðar. Margir leggja leið sína til Dhaka og annarra stórborga. Þar steðjar önnur hætta að börnum en mörg þeirra verða fórnarlömb barnaþrælkunar og barnungar stúlkur eru gefnar í hjónaband. </p> <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"> Þegar fjölskyldur neyðast til að yfirgefa heimili sín í dreifbýlinu og flytjast til borganna lýkur oft æsku barnanna eins og Sigríður Thorlacius varð vitni að í ferð sinni á vegum UNICEF á Íslandi til Dhaka árið 2017. Veðuröfgar og náttúruhamfarir neyða fjölskyldur til þess að flýja sveitirnar í yfirfullar borgirnar. Nú þegar er fjöldi barna sem býr og sefur á götunni, <a href="https://www.youtube.com/watch?v=mblC3ngtlzY&amp;t=87s">líkt og hin 9 ára gamla Habiba</a>. Enn fleiri <a href="https://www.youtube.com/watch?v=DmYxr1FQL9c&amp;t=65s">vinna hættulega erfiðisvinnu</a> til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða. Fleiri en 6 milljónir manna hafa þegar flust búferlum innan Bangladess vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Sú tala gæti tvöfaldast fyrir árið 2050.</span>

05.04.2019Brugðist við útbreiðslu kóleru í Mósambík

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), í samstarfi við Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO), hóf umfangsmikið bólusetningarátak gegn kóleru í Mósambík á dögunum. Bólusetningarátakið á að ná til 900 þúsund íbúa. Um er ræða eitt umfangsmesta bólusetningarátak gegn kóleru sem UNICEF hefur ráðist í. </p> <p>“Frá því að fellibylurinn Idai reið yfir sunnanverða Afríku hafa UNICEF og samstarfsaðilar keppst við að&nbsp; stöðva útbreiðslu kóleru sem smitast hratt við neyðaraðstæður sem þessar. Nú þegar eru yfir eitt þúsund staðfest smit og er ástandið einna verst í hafnarborginni Beira í Mósambík. Frá því að fellibylurinn reið yfir hafa UNICEF og samstarfsaðilar lagt kapp á að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisgögnum og koma upp læknisaðstöðu til að sinna þeim sem hafa smitast af sjúkdómnum. Það var því mikið ánægjuefni þegar byrjað var að bólusetja fyrstu börnin gegn sjúkdómnum í gær,“ segir í <a href="https://unicef.is/utbreidsla-koleru-mosambik" target="_blank">frétt </a>frá UNICEF.</p> <p>„Fellibylurinn kann að vera yfirstaðinn en eyðileggingin er svo gífurleg að Idai mun hafa áhrif á líf hundruð þúsunda barna til lengri tíma. Innviðir eru í rúst, hundruð þúsunda hafa misst heimili sín og vatnsveitukerfi, brýr og vegir hafa gjöreyðilagst sem hefur gert hjálpastarf mun erfiðara. Það er því mikilvægt að hefja uppbyggingu strax,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi.</p> <p>Talið er að yfir 3 milljónir manns þurfi nauðsynlega hjálp í Mósambík, Simbabve og Malaví, þar af um helmingurinn börn. UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun til að bregðast við hamförunum og styðja neyðarviðbrögð UNICEF á svæðinu. Hægt er að styðja söfnunina <a href="file:///C:/Users/gunnars/AppData/Local/Temp/notesB16980/unicef.is/styrkja">hér</a>. </p> <p><strong>900 þúsund skammtar af bóluefni </strong></p> <p>Kólera er bráðsmitandi þarmasýking og dreifist til að mynda með menguðu vatni. Við erfiðar aðstæður sem þessar er mikil hætta á að smitsjúkdómar á borð við kóleru breiðist hratt út. Kólera getur verið banvæn, sérstaklega ungum börnum, en með réttri meðhöndlun ná börnin sér þó á undraverðum tíma og því mikilvægt að sinna fræðslu og forvörnum sem og að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu.&nbsp;Bólusetningarátak UNICEF og WHO felur meðal annars í sér að:&nbsp;</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>900.000 skammtar af bóluefni eru komnir á vettvang og byrjað er að bólusetja börn gegn sjúkdómnum;&nbsp; </li> <li>Áhersla er lögð á að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma með fræðslu og dreifingu á vatnshreinsitöflum, hreinlætisvörum og öðrum hjálpargögnum.</li> </ul> <p>„Bólusetningarátakið er eitt af mörgum inngripum UNICEF og samstarfsaðila til að sporna gegn útbreiðslu kóleru,“ segir Michel Le Pechoux, talsmaður UNICEF í Mósambík. „Auk þess er verið að laga vatnsveitukerfi, dreifa vatnshreinsitöflum og viðbragðsteymi veita fræðslu um hvernig eigi að þekkja einkennin og hvernig fjölskyldur geta verndað sig gegn smiti, til dæmis með auknu hreinlæti og bólusetningum.“ </p> <p><strong>UNICEF á Íslandi safnar fyrir börn í sunnanverðri Afríku</strong></p> <p>Ljóst er að hamfarirnar hafa kostað fjölda mannslífa og mikið verk er fyrir höndum næstu mánuði til að tryggja öryggi barna. UNICEF er á vettvangi og hefur þegar hafið umfangsmiklar neyðaraðgerðir. Í forgangi er að tryggja öryggi og heilsu barna og útvega þeim hreint drykkjarvatn, hreinlætisaðstöðu og næringu. Einnig er lögð áhersla á að sameina börn fjölskyldum sínum.</p> <p>Þá vinnur UNICEF náið með yfirvöldum að því að veita þeim sem komist hafa í skjól í hjálparmiðstöðvar hreint vatn, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu, auk þess að tryggja áframhaldandi menntun barna á skólaaldri með því að setja upp bráðabirgða námssvæði á barnvænum svæðum og dreifa skólagögnum. </p> <p>Neyðin er gífurleg og því biðlar UNICEF á Íslandi til almennings að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík, Simbabve og Malaví. </p>

04.04.2019Eitt af hverjum 20 börnum á Filippseyjum yfirgefið, munaðarlaust eða vanrækt

<span></span> <p>Fjölskyldueflingarverkefni SOS Barnaþorpanna á Filippseyjum hófst með formlegum hætti í byrjun mánaðarins. SOS á Íslandi fjármagnar verkefnið með stuðningi utanríkisráðuneytisins sem lagði til rúmar 45 milljónir króna. Mótframlag SOS eru rúmar 11 milljónir króna og það er fjármagnað af styrktaraðilum SOS á Íslandi sem kallast SOS-fjölskylduvinir.</p> <p>Í frétt á <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8413/fjolskylduefling-sos-a-hafin-a-filippseyjum" target="_blank">vef</a>&nbsp;SOS kemur fram að verkefnið á Filippseyjum sé til þriggja ára. Það nær til 1800 barna og ungmenna og snýst um klæðskerasniðna aðstoð við barnafjölskyldur „sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna,“ eins og segir í fréttinni. Þar kemur fram að eitt af hverjum tuttugu börnum á Filippseyjum hafi verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt.</p> <p>SOS á Íslandi hefur haft nokkra aðkomu að útfærslu verkefnisins, meðal annars umfang þess og staðsetningar í samráði við heimamenn. Þeir sjá þó um aðaláherslur og útfærslu þess. „Með formlegu upphafi verkefnisins á mánudaginn hófst ferli ráðninga á starfsfólki, uppsetning skrifstofu og önnur skipulagning en skjólstæðingar hafa þegar verið valdir eftir mati fagfólks á svæðinu,“ segir í fréttinni.</p> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nú þrjú fjölskyldueflingarverkefni en hin eru í Eþíópíu og Perú.</p>

03.04.2019Alvarlegur matarskortur meðal 113 milljóna jarðarbúa

<span></span> <p>Alvarlegur matarskortur hrjáði um það bil 113 milljónir íbúa í 53 ríkjum á síðasta ári, samkvæmt nýrri sameiginlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins, sem birt var í gær. Í skýrslunni er staðhæft að þessi útbreiddi matarskortur stafi einkum af tvennu: átökum og loftslagsbreytingum. Tveir af hverjum þremur sem búa við sult draga fram lífið í aðeins átta löndum: Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Súdan, Sýrlandi og Jemen.</p> <p>„<a href="http://www.fsinplatform.org/global-report-food-crises-2019" target="_blank">Global Report on Food Crisis 2019</a>“ er yfirheiti skýrslunnar en að henni standa meðal annars Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og Evrópusambandið. Fram kemur í skýrslunni að hungraðir í heiminum hafi á síðustu þremur árum ævilega verið yfir hundrað milljónir talsins en þeir dreifist nú á fleiri lönd en áður. </p> <p>Auk fyrrnefndra 113 milljóna manna sem búa við alvarlegan matarskort eru 143 milljónir til viðbótar í öðrum 42 löndum sem eru nærri hungurmörkum. Þeir eru þó líkast til fleiri því skortur er á tölfræðigögnum um matvælaóöryggi frá 13 ríkjum, þar á meðal bæði Norður-Kóreu og Venesúela.</p> <p>Miðað við tölur frá árinu 2017 fækkaði hungruðum í heiminum um 11 milljónir milli ára. „Það er ljóst af skýrslunni að þrátt fyrir lítilsháttar fækkun í fjölda þeirra sem upplifir mikinn matarskort er þessi hópur alltof fjölmennur,“ sagði José Graziano da Silva framkvæmdastjóra FAO á tveggja daga ráðstefnu sem efnt var til í Brussel í tilefni af útgáfu skýrslunnar.</p>

02.04.2019„Ekki koma með ræðu, komið með áætlun“

<span></span> <p>Efnt verður til leiðtogafundar um loftslagsmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í haust, nánar tiltekið 23. september. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ hvetur þjóðarleiðtoga ekki aðeins til þess að sækja fundinn heldur til að kynna raunhæfar aðgerðir. „Ekki koma með ræðu, komið með áætlun,“ segir hann. „Vísindin segja okkur að þetta sé nauðsynlegt. Og þetta er það sem ungt fólk um allan heim er réttilega að krefjast.“</p> <p>Guterres skrifar ávarp í nýútkomna skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnuninnar þar sem hann ítrekar áskoranir um aðgerðir. Í skýrslunni – <a href="https://library.wmo.int/doc_num.php?explnum_id=5789" target="_blank">Statement of the State of The Global Climate in 2018</a>&nbsp;– er sýnt fram á að aukin samþjöppun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu aukist hratt og það er mat stofnunarinnar að þessi þróun nálgist hættumörk. Í skýrslunni segir að áþreifanleg merki um loftslagsbreytingar komi sífellt betur í ljós og jafnframt félagsleg og efnahagsleg áhrif þeirra. Þá er vakin athygli á hækkandi yfirborði sjávar og óvenjuháum loft- og sjávarhita síðustu fjögur árin. Hlýnunin hafi verið samfelld frá síðustu aldamótum og reiknað sé með að hún haldi áfram.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/I8p1DgwbxTE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í <a href="https://www.unric.org/is/frettir/27385-gerie-tae-sem-unga-folkie-og-visindin-krefjast" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að fjölgun náttúruhamfara og hættuástands sem tengist loftslagsbreytingum sé að mati António Guterres enn ein viðvörunin til heimsins um að finna verði með hraði sjálfbærar lausnir. „Skýrslan sannar það sem við höfum sagt: hraðinn í loftslagsbreytingar en meiri en viðleitni okkar til að takast á við breytingarnar. "</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2019/03/1035681" target="_blank">Frétt UN News: New UN Global Climate report ‘another strong wake-up call’ over global warming: Guterres</a></p>

01.04.2019UNICEF biðlar til almennings um stuðning við neyðaraðgerðir

<span></span> <p>Að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) eiga rúmlega 1,5 milljónir barna um sárt að binda á hamfarasvæðunum í sunnanverðri Afríku. „Þegar feillibylurinn Idai reið yfir suðurströnd Afríku með tilheyrandi flóðum þann 15. mars varð eyðileggingin gífurleg, þá sérstaklega í hlutum Mósambík, Simbabve og Malaví. Hamfarirnar eru taldar þær verstu í sunnanverðri Afríku síðustu áratugi.&nbsp;Innviðir á svæðunum eru í rúst - skólar, heimili, spítalar, vatnsveitukerfi, brýr og vegir hafa gjöreyðilagst -&nbsp; og ljóst að uppbygging mun taka langan tíma. Það sem verra er að spáð er áframhaldandi rigningu á svæðinu næstu vikur,“ segir í frétt á <a href="https://unicef.is/">vef&nbsp;UNICEF</a>.</p> <p>Þar segir að gífurleg neyð ríki á svæðinu og að UNICEF hafi sérstakar áhyggjur af smitsjúkdómum á borð við kóleru sem geta breiðst hratt út við neyðaraðstæður sem þessar. „UNICEF leggur því allt kapp við að útvega hreint drykkjarvatn, útdeila vatnshreinsitöflum og undirbúa bólusetningarátak gegn kóleru sem mun ná til 900 þúsund manns.“</p> <p><strong>Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg&nbsp;</strong></p> <p>Fram kemur í fréttinni að UNICEF sé á vettvangi og hafi þegar hafið umfangsmiklar neyðaraðgerðir. Í forgangi sé að tryggja öryggi og heilsu barna og útvega þeim hreint drykkjarvatn, hreinlætisaðstöðu og næringu. Einnig sé lögð áhersla á að tryggja að börn verði ekki viðskilja við foreldra sína og jafnframt að sameina börn sem misst hafi fjölskyldumeðlimi.</p> <p>„Þá vinnur UNICEF náið með yfirvöldum að því að veita þeim sem komist hafa í skjól í hjálparmiðstöðvar hreint vatn, heilbrigðisþjónustu og hreinlætisaðstöðu, auk þess að tryggja áframhaldandi menntun barna á skólaaldri með því að setja upp bráðabirgða námssvæði og dreifa skólagögnum,“ segir í frétt UNICEF. </p> <p><strong>Biðla til almennings</strong></p> <p>„Ljóst er að hamfarirnar hafa kostað fjölda mannslífa en mun fleiri eru nú í hættu vegna uppskerubrests og smitsjúkdóma. Mikið verk er fyrir höndum næstu mánuði til að tryggja öryggi barna. Því biðlar UNICEF á Íslandi til almenning um að styðja neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík, Simbabve og Malaví.</p> <p>Á hverju ári bregst UNICEF við neyðarástandi í yfir 50 löndum. Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg þegar neyðarástand brýst út. Neyðarsjóður UNICEF gerir okkur kleift að bregðast samstundis við þegar hamfarir verða eins og í sunnanverðri Afríku. Hægt er að <a href="https://unicef.is/stakur-styrkur">styðja neyðaraðgerðir UNICEF hér</a>,“ segir í frétt UNICEF á Íslandi.</p>

29.03.2019Rúmlega 25 milljónir til neyðaraðstoðar í Mósambík og Malaví

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) að ráðstafa 200 þúsund Bandaríkjadölum – um 25 milljónum íslenskra króna – til björgunarstarfa á hamfarasvæðunum í Mósambík og Malaví.</span></p> <p><span>Óttast er að yfir eitt þúsund íbúar hafi látist í ofsaflóðum í kjölfar fellibylsins Idai sem gekk yfir sunnanverða Afríku fyrir hálfum mánuði. Þegar hefur verið staðfest að rúmlega 760 hafi farist en hundruð íbúa er enn saknað, flestra í Beira og nágrenni, þar sem tæplega 34 þúsund heimili eyðilögðust algjörlega.</span></p> <p><span>„Eyðileggingin af völdum fellibylsins Idai er meiri en orð fá lýst og íbúar hamfarasvæðanna hafa liðið ómældar þjáningar. Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá slíkum hörmungum heldur ber okkur siðferðisleg skylda til að hjálpa þeim sem um sárt eiga binda, ekki síst í ljósi þess að um samstarfsríki Íslands til margra ára er að ræða. Ég bind vonir við að framlag okkar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna hafi verulega þýðingu fyrir þá sem verst hafa orðið úti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p>Þúsundir íbúa á flóðasvæðunum hafa misst allt sitt og björgunarsveitir leggja nú áherslu á matvæla- og lyfjaaðstoð, vatn- og salernisaðstöðu, auk þess sem kapp er lagt á að koma upp neyðarskýlum. Heilbrigðisstarfsfólk leggur nótt við dag að bólusetja íbúa gegn kóleru til að freista þess að afstýra faraldri. Þegar hafa verið staðfest 139 tilvik þessa banvæna smitsjúkdóms í Mósambík. Aðrir vatnsbornir sjúkdómar hafa líka látið á sér kræla.</p> <p><span>Filipe Nyusi forseti Mósambík segir hamfarirnar þær mestu í sögu landsins. Mikil þörf er fyrir stuðning alþjóðasamfélagsins og ljóst að enduruppbygging tekur langan tíma.</span></p> <p><span>Mikil eyðilegging og manntjón varð einnig í Zimbabwe og Malaví af völdum veðurofsans og flóðanna. Malaví er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og Íslendingar styðja áfram þróunarstarf í Mósambík þótt sendiráði Íslands hafi verið lokað þar fyrir rúmu ári. Báðar þjóðirnar eru meðal fátækustu þjóða í heimi.</span></p> <p><span>Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir 35 milljarða króna framlagi til uppbyggingarstarfs í Mósambík næstu þrjú árin.</span></p>

28.03.2019Nýr nemendahópur við Landgræðsluskólann

<span></span> <p><span>Nýr hópur nema hefur hafið nám við Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og hýstur af Landbúnaðarháskóla Íslands í samvinnu við Landgræðsluna. Í ár eru nemarnir alls 21, 10 karlar og 11 konur, og koma frá 10 löndum í Afríku og Asíu. Nemarnir eru allir starfandi sérfræðingar í sínum heimalöndum og hafa fengið leyfi frá störfum til að sækja sex mánaða nám Landgræðsluskólans um landhnignun og afleiðingar hennar, sjálfbæra landnýtingu og landgræðslu. </span></p> <p><span>Nemarnir koma frá Gana, Malaví, Úganda, Níger, Lesótó og Eþíópíu í Afríku og frá Mongólíu, Tadsíkistan, Kirgistan og Úsbekistan í Asíu. Í heimalöndum sínum starfa þau á sviði landnýtingar og landverndarmála, ýmist við rannsókna- og eftirlitsstofnanir, héraðsstjórnir, ráðuneyti eða háskóla, auk frjálsra félagasamtaka. Að loknu námi við Landgræðsluskólann fara þau aftur til starfa sinna, þar sem námið mun nýtast þeim í þeim áskorunum sem þau þurfa að takast á við í vinnu sinni.</span></p> <p><span>Skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) hafa um áratugaskeið verið mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslendinga, enda er innan þeirra hagnýtt sú sér- og tækniþekking sem til staðar er á Íslandi og henni miðlað til íbúa þróunarlandanna.&nbsp;Hlutverk Landgræðsluskólans er að vinna að vernd, endurheimt og sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærri stjórnun skógarauðlinda, baráttu gegn eyðimerkurmyndun, stöðvun jarðvegseyðingar, endurheimt landgæða og mótspyrnu við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni.&nbsp;</span></p>

28.03.2019Tæplega 66% þjóðarinnar þekkir eða hefur heyrt um heimsmarkmiðin

<span></span> <p><span>Alls segjast 65,6 prósent landsmanna annað hvort þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þannig segjast 15,1 prósent þekkja til heimsmarkmiðanna en 50,6 prósent segjast hafa heyrt um þau. </span></p> <p><span>Þetta er í þriðja sinn sem Gallup, í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, kannar vitund almennings á heimsmarkmiðunum. Í janúar 2018 sögðust 46,6 prósent landamanna annað hvort þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmiðin og í maí 2018 var hlutfallið komið upp í 57,4 prósent. Vitund almennings á heimsmarkmiðunum hefur því farið ört vaxandi á undanförnu ári.&nbsp; </span></p> <p><span>Verkefnastjórn heimsmarkmiða leggur sérstaka áherslu á að miðla upplýsingum um heimsmarkmiðin til almennings enda ljóst að þeim verður ekki náð án víðtækrar þátttöku almennings, atvinnulífs, fræðasamfélags og félagasamtaka. Í því skyni hefur meðal annars verið ráðist í tvær kynningarherferðir á heimsmarkmiðunum á undanförnu ári auk þess sem veggspjöld með heimsmarkmiðunum voru send í alla skóla og félagsmiðstöðvar í haust í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna. Þá er verkefnastjórnin í samstarfi við Festu og Almennaheill um kynningu á heimsmarkmiðunum til fyrirtækja og félagasamtaka. </span></p> <p><span>Samkvæmt könnuninni er fólk í yngstu aldurshópunum líklegra til að þekkja heimsmarkmiðin en þeir sem eldri eru, sem gæti skýrst af því að hlutfall þeirra sem segjast hafa fengið upplýsingar um heimsmarkmiðin í skóla fer vaxandi. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf mun líklegri til að segjast þekkja heimsmarkmiðin en þeir sem eru með grunnskóla- eða framhaldsskólapróf. </span></p> <p><span>Þeir sem sögðust þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru einnig spurðir hvar þeir hefðu heyrt eða séð upplýsingar um heimsmarkmiðin. Flestir segjast hafa séð upplýsingar um heimsmarkmiðin í fréttum eða sjónvarpi. Þá fer þeim vaxandi sem segjast fá upplýsingar um heimsmarkmiðin í dagblöðum, í tengslum við starf sitt og í skóla. </span></p> <p><span>Nánari upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að finna á <a href="http://www.heimsmarkmidin.is/">www.heimsmarkmidin.is</a>. </span></p>

27.03.2019Alþjóðlegt netnámskeið um þróun viðskiptalíkana fyrir endurheimt landgæða ​

<span></span> <p>Hvernig er hægt að skapa atvinnu- og viðskiptatækifæri með því að vinna að landbótum og endurheimt vistkerfa? Svarið við þeirri spurningu er að finna á nýju netnámskeiði sem Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur þróað ásamt samstarfsaðilum í ENABLE verkefninu. Það verkefni snýr að framleiðslu námsefnis á háskólastigi um landgræðslu og sjálfbæra landnýtingu þar sem tengt er saman vist- og náttúrufræði annars vegar og viðskipta- og atvinnulíf hins vegar.&nbsp;&nbsp;</p> <p><span>Netnámskeiðið, svokallað MOOC (Massive Open Online Course), ber heitið „<a href="https://www.coursera.org/learn/bmi-sustainable-landscape-restoration">Business Model Innovation for Sustainable Landscape Restoration</a>“ og þar þróa þátttakendur eigin viðskiptalíkön í hópum eða einir sér, allt eftir áhugasviði. Netnámskeiðið tekur átta vikur, er ókeypis og opið öllum á vef <a href="https://www.coursera.org/learn/bmi-sustainable-landscape-restoration">Coursera.org</a> þar sem hægt er að skrá sig.</span></p> <p><span>Námskeiðið &nbsp;leiðir þátttakendur frá hugmyndum og skilgreiningum á áskorunum, til hönnunar og framkvæmdar nýs viðskiptamódels sem leiðir til landbóta eða endurheimt vistkerfa. Haft er að leiðarljósi að aukin landgæði og heil vistkerfi stuðli að ávinningi fyrir samfélög og atvinnulíf, sem styður við velferð einstaklinga og samfélaga til framtíðar. Til að auka skilning þátttakenda á efninu og hagnýtingu þess eru þrjú raunveruleg verkefni skoðuð, rýnd og unnið með þau allt námskeiðið. Verkefnin þrjú eru endurheimt birkiskóga í kringum Heklu, breyttar ræktunaraðferðir á akurlöndum á Spáni sem auka landgæði, og áskoranir sem tengjast skógareldum og landnýtingu í Portúgal. </span></p> <p><span>Þetta er annað netnámskeiðið sem ENABLE hópurinn hefur þróað en það byggir á fyrra námskeiðinu sem &nbsp;gaf heildstæða þekkingu á landhnignun og landgræðslu, bæði út frá sjónarhóli náttúruvísinda og viðskipta- og atvinnulífs. Bæði netnámskeiðin eru sérstaklega sniðin að nemendum og sérfræðingum í náttúruvísindum, viðskiptum og stjórnun en nýtist öllum sem hafa áhuga á að stuðla að sjálfbærri þróun samfélaga og viðskipta- og atvinnulífs með ábyrgri landnýtingu.</span></p> <p><span>Með netnámskeiðum er hægt að ná til fjölda fólks og gefa breiðum hópi einstaklinga tækifæri til að mennta sig óháð staðsetningu og efnahag. Jafnframt skapa slík námskeið sóknarfæri til að vekja athygli á aðkallandi málefnum samtímans. Að ENABLE verkefninu standa, auk Landgræðsluskólans, Rotterdam School of Management, Erasmus University; Commonland; Spanish National Research Council; og Nova School of Business and Economics. Við þróun og gerð námskeiðsins átti Landgræðsluskólinn einnig mjög gott samstarf við sérfræðinga Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslunnar. ENABLE verkefnið er styrkt af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. </span></p> <p><span>Nánari upplýsingar um ENABLE verkefnið má finna á heimasíðu <a href="https://www.rsm.nl/enable/home/">ENABLE</a> hópsins en þar er einnig hægt að skoða <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wSZrNkXrGuE&amp;feature=youtu.be">kynningarmyndband</a> námskeiðsins.</span></p>

27.03.2019Fjögur ár frá upphafi stríðsins í Jemen og 10 milljónir á barmi hungursneyðar

<span></span> <p>Í gær voru fjögur ár liðin frá því stríð braust út í Jemen. Síðustu tólf mánuði hafa að minnsta kosti 226 jemensk börn látið lífið og 217 slasast í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna þeirra. Það eru 37 börn í hverjum einasta mánuði. Sprengjum er varpað á þéttbýla staði, skóla, sjúkrahús og aðra innviði og <span>19 þúsund loftárasir hafa verið gerðar&nbsp;</span>frá því stríðið braust út.</p> <p>Í frétt á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/i-hverjum-manudi-deyja-eda-saerast-37-jemensk-born" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, segir að áætlað sé að 24 milljónir Jemena séu hjálpar þurfi þar sem ekki er hægt að koma til þeirra mat eða öðrum hjálpargögnum. „Milljónir barna eru á barmi hungursneyðar í einum mestu hörmungum okkar tíma. Stríðið og ofbeldið hefur hrakið þrjár milljónir manna frá heimilum sínum, þar af er helmingurinn börn,“ segir í fréttinni.</p> <p>Talsmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP)<a href="https://news.un.org/en/story/2019/03/1035501" target="_blank"> sagði</a> í gær að því sem næst 10 milljónir væru á barmi hungursneyðar.</p> <p>Í frétt Barnaheilla segir: „Börn sem búa við slíkar hörmungar líða óbærilegar þjáningar bæði líkamlega og andlega. Sameer - nafni breytt vegna persónuverndarsjónarmiða – sem er átta ára, er eitt af fórnarlömbum loftárásanna. Hann slasaðist alvarlega þegar árás var gerð á þorp nærri Hodeidah, en hann var á leið heim ásamt afa sínum eftir kvöldbænir. Hann rifjar upp: „Ég heyrði flugskeytið koma, það heyrðist búm, og það leið yfir mig. Pabbi minn hélt á mér í sjúkrabílinn sem keyrði mig á spítalann. Ég vaknaði eftir þrjá daga (…) ég vildi að stríðið myndi hætta, að það myndi allt verða rólegra.“</p> <p>Sameer slasaðist á höfði og þurfti að fara í aðgerð. Hann er enn lamaður í annarri hendinni. Barnaheill – Save the Children hafa hjálpað honum ásamt öðrum börnum sem hafa slasast í loftárásum með því að greiða læknisþjónustu og lyf og í sumum tilvikum með því að útvega börnum, sem hafa hlotið sálrænan skaða vegna reynslu sinnar, sérfræðiaðstoð. Samtökin hafa einnig komið upp barnvinsamlegum stöðum þangað sem börn geta komið og leikið sér og lært og látið sér líða eins og börn aftur.</p> <p>Barnaheill – Save the Children hvetja ríkisstjórnir til þess að stöðva vopnasölu&nbsp;til stríðandi fylkinga&nbsp;og að þjóðir beiti sér í Öryggisráði SÞ til að&nbsp;stöðva stríðið&nbsp;eða í það minnsta fylgja eftir friðarsamkomulagi sem náðist í Stokkhólmi í desember síðastliðnum. Þá þarf að&nbsp;tryggja að neyðar- og mannúðaraðstoð berist&nbsp;til allra þeirra sem á þurfa að halda. Sömuleiðis að tryggja að brot gegn alþjóðalögum sem varða vernd barna og almennra borgara séu rannsökuð og að&nbsp;þeir sem gerast brotlegir verði dregnir til ábyrgðar.</p>

26.03.2019Rúanda á heimsmetið í þátttöku kvenna á þingi

<span></span> <p>Konur eru 67,5% þingmanna í Rúanda. Hvergi í heiminum skipa konur jafn mörg þingsæti og í Rúanda. Síðastliðið haust setti Rúanda nýtt heimsmet í þátttöku kvenna á þingi þegar nýtt landsþing tók til starfa. Konur skipa nú 54 þingsæti af 80 og eru þar með 67,5% þingmanna en áður höfðu þær verið&nbsp;&nbsp;64% þingmanna. Til samanburðar hafa íslenskar þingkonur flestar verið 44,4% þingmanna, árið 2015.</p> <p>Í frétt á <a href="https://unwomen.is/ruanda-a-heimsmetid-i-thatttoku-kvenna-a-thingi/" target="_blank">vef</a>&nbsp;landsnefndar UN Women segir að árið 2003 hafi rúanska þingið samþykkt lög sem tryggja jafnari þátttöku kvenna í þingstörfum, meðal annars með kynjakvótum. Sama ár fjölgaði þingkonum töluvert og þær urðu um helmingur þingmanna. Rúanskar stjórnmálakonur segjast þó enn upplifa það að efast sé um hæfni þeirra og getu til þingstarfa.</p> <p>Nýlega kynnti&nbsp;Martin Chungong,&nbsp;framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU), niðurstöður rannsóknar á kynferðisofbeldi og áreitni innan þjóðþinga Evrópu á morgunverðarfundi á Grand Hótel á vegum íslensku stjórnmálaflokkanna. Fundurinn bar yfirskriftina #METOO og stjórnmálin.</p> <p>„Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 85% þingkvenna í 45 löndum Evrópu hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi, áreitni og kynjamisrétti í vinnunni. En 47% kvennanna&nbsp;sögðu að þær hefðu fengið morðhótanir, verið hótað að þeim yrði nauðgað eða beittar líkamlegu ofbeldi. Þá kom í ljóst að þingkonur undir 40 ára aldri eru líklegri til að verða fyrir kynferðislegri áreitni og að kvenkyns starfsmenn þinga verða frekar fyrir kynferðislegu ofbeldi en þingkonur. Skýrslan er sú fyrsta í röð svæðisbundinna rannsókna sem Alþjóðaþingmannasambandið stendur fyrir um kynbundið ofbeldi og áreiti gagnvart konum í þjóðþingum heims,“ segir í frétt UN Women.</p> <p>Chungong sagði í tölu sinni á fundinum að ofbeldi og áreitni fæli konur frá þingstörfum. „Þegar þingkonur verða fyrir kynferðislegu&nbsp;ofbeldi, áreitni og kynjamisrétti í vinnunni geta þær ekki látið til sín taka að fullnustu. Málfrelsi þeirra er skert og þær upplifa sig óöruggar láta því síður að sér kveða. Þetta hefur bein áhrif á störf þinganna og bein áhrif á lýðræðið því lönd með veik þing standa síður vörð um lýðræði.“</p> <p>Frétt UN Women lýkur á þessum orðum: „Þegar konur eru virkir þátttakendur í stjórnmálum eru teknar ákvarðanir sem hagnast bæði konum og karlmönnum. Valdeflandi leiðtogaþjálfun við þátttöku kvenna í stjórnmálum og í atvinnulífi eru lykilatriði við að lagfæra þennan halla. UN Women styður konur til forystu og áhrifa um allan heim meðal annars með því að þrýsta á stjórnvöld að fá lögum breytt konum í hag til að tryggja konum greiðan aðgang að kjörklefum sem og þingsætum. UN Women veitir einnig konum valdeflandi frumkvöðla- og leiðtogaþjálfun víða um heim, þar á meðal í Rúanda.“</p> <p>Því er við að bæta að utanríkisráðuneytið styrkir verkefni í Malaví sem ætlað er að fjölga konum í sveitarstjórnum í komandi kosningum, í maí. Í íslenskri þróunarsamvinnu er almennt mjög mikill stuðningur við kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna eins og sást í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/03/14/Yfir-80-framlaga-til-throunarsamvinnu-stydja-jafnretti-kynjanna/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;um nýlega kynjajafnréttisstiku DAC, þróunarsamvinnunefndar OECD.</p>

25.03.2019Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku

<span></span> <p>Fórnarlömb ofsaflóða í sunnanverðri Afríku telja 5,3 milljónir íbúa. Tíu dögum eftir hörmungarnar berjast hjálparsveitir við að koma nauðþurftum til fólks á flóðasvæðunum. Í morgun var staðfest að 705 væru látnir, flestir í Mósambík þar sem fellibylurinn Idai gekk á land við borgina Beira. Manntjón varð einnig í Malaví, Simbabve og Madagaskar. Endanlegar tölur um þá sem fórust í hamförunum verða ekki ljósar fyrr en vatn tekur að sjatna á flóðasvæðunum sem ná yfir rúmlega tvö þúsund ferkílómetra.</p> <p>Á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-vegna-ofsafloda-i-sunnanverdri-afriku" target="_blank">vef</a>&nbsp;Rauða krossins segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins vinni nótt sem nýtan dag við það að bjarga mannslífum. Fjölskyldur sem misst hafi allt sitt hafist nú við í fjöldahjálparstöðvum. Rauði krossinn á Íslandi tekur þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna ofsaflóðanna í sunnanverðri Afríku</p> <p>Þjóðirnar sem hafa orðið fyrir barðinu á ofsaflóðunum eru með þeim fátækustu í heimi. Íbúar á flóðasvæðinu lifa margir hverjir á sjálfsþurftarbúskapi.&nbsp;„ Á þessum slóðum þekkir fólk þessar hörmulegar afleiðingar loftslagsbreytinga því miður vel og ljóst er að lífsviðurværi margra er tapað. Umfang flóðanna nú er óvenjumikið og eru meira en 228 þúsund hektarar lands undir vatni. Á þessum tímapunkti er þörfin mest fyrir húsaskjól, mat, öruggt drykkjarvatn og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu,“ segir í frétt Rauða krossins. </p> <p>Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfsmánans hefur þegar sent útkall til allra landsfélaga þar sem óskað er eftir aðstoð. Ljóst er að neyðin er gríðarleg á þessu svæði þar sem fólk er berskjaldað og innviðir oft veikir. Rauði krossinn á Íslandi hefur í gegnum árin starfrækt verkefni á þessum svæðum, t.d. með uppbyggingu á heilsugæslu, öruggu drykkjarvatni og aðgengi að hreinlætis- og salernisaðstöðu.&nbsp; Rauði krossinn á Íslandi hefur þegar sent einn sendifulltrúa á svæðið vegna flóðanna og er í viðbragsstöðu að senda fleiri.</p> <p>Þú getur stutt starf Rauða krossins í sunnanverðri Afríku með 2900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.</p>

22.03.2019Stjórnvöld skrifa undir samkomulag við FAO

<span></span> <p>„Fiskveiðar, bláa hagkerfið og heilbrigð höf eru lykilþættir fyrir Ísland og stefnu okkar í þróunarsamvinnu. Við lítum því á samkomulagið við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) sem góða leið til þess að styðja heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun,“ segir María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem skrifaði í gær fyrir Íslands hönd undir rammasamning við FAO.</p> <p>Samkvæmt samkomulaginu ætla FAO og Ísland að vinna náið saman að verkefnum sem stuðla að langtímavernd vistkerfa sjávar og felur í sér meðal annars fjárhagslegan og tæknilegan stuðning af Íslands hálfu. Þrír meginþætti samkomulagins eru baráttan gegn ólöglegum fiskveiðum, meðal annars með innleiðingu alþjóðlegs samnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar; í öðru lagi aðgerðir gegn rusli í höfum, sérstaklega plasti, glötuðum veiðafærum og drauganetum; og í þriðja lagi stuðning við sjóð innan FAO þar sem ein stoðin nefnist ,,Blue growth”.</p> <p>Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs FAO fagnaði undirritun samningsins og sagði að stofnunin hafi ævinlega átt stuðning Íslands vísan, einkanlega á sviði fiskimála.</p> <p>Samkomulag FAO og Íslands tengist beint fjórtánda heimsmarkmiðinu, um líf í vatni, en einnig öðrum heimsmarkmiðum eins og baráttunni gegn hungri.</p>

22.03.2019Íslensk þróunarsamvinna: Vatnsból fyrir hálfa milljón íbúa

<span></span> <p>Íslensk stjórnvöld hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu komið upp vatnsbólum fyrir hálfa milljón íbúa í Afríkuríkjum. „Vatn er undirstaða alls lífs og ekkert bætir líf fátæks fólks meira en greiður aðgangur að hreinu vatni. Við leggjum kapp á að koma upp vatnspóstum í grennd við heimili íbúa í samstarfshéruðum okkar því við vitum að hreint vatn bætir stórkostlega heilsu íbúanna og dregur úr óþarfa tímaeyðslu við vatnsburð,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins í dag, 22. mars.</p> <p>Af samstarfslöndum Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu hafa flestir fengið hreint neysluvatn í Malaví, eða um 350 þúsund manns í Mangochi héraði. Í Úganda hefur verið komið upp vatnsveitum fyrir um það 90 þúsund íbúa Kalangala og Buikwe héruðum, að meðtöldum smærri vatnsverkefnum við Kyogo og Albertsvatn. Ennfremur hafa um 60 þúsund íbúar héraða í Sambesíufylki í Mósamík fengið hreint vatn fyrir tilstuðlan Íslendinga gegnum samstarf við UNICEF. Þá eru ótaldir nokkuð hundruð frumbyggjar af Ovahimba ættbálki í norðurhluta Namibíu sem fengu tæplega 40 vatnsból á sínum tíma.</p> <p>Hvarvetna þar sem Íslendingar reisa vatnsveitur í samstarfshéruðum er kappkostað að tryggja gæði vatnsins og miðað er við að íbúar þurfi ekki að ganga meira en hálfan kílómetra eftir vatni. Áður fóru heilu og hálfu dagarnir í erfiðan og slítandi vatnsburð sem einkum bitnaði á konum og stúlkum. Þær gátu þá ekki sinnt öðrum störfum eða námi á sama tíma. Aðgengi að hreinu vatni er þó fyrst og heilbrigðismál því mengað vatn veldur ýmsum sjúkdómum, sumum alvarlegum, eins og iðrakreppu og kóleru. „Ég heyrði þau ánægjulegu tíðindi nokkrum sinnum í heimsókn minni til Malaví fyrr á árinu að kólera hafi ekki komið upp í Mangochi héraði síðustu þrjú árin. Fjárfestingar í vatnsbólum eru því mikilvægt framfaraskref fyrir þessi samfélög,“ segir Guðlaugur Þór.</p> <p>Á næstunni bætast við tugþúsundir manna sem fá hreint drykkjarvatn fyrir íslenskt þróunarfé. Í nýju samstarfsverkefni Íslendinga í vesturhluta Afríku, Líberíu og Síerra Leone, er áætlað að um 50 þúsund íbúar fái hreint vatn á næstu tveimur árum. Og samkvæmt nýgerðum samningi við UNICEF í Úganda er reiknað með að milli 15 og 20 þúsund flóttamenn frá Suður-Súdan og heimamenn í flóttamannabyggðum í norðurhluta landsins verði komnir með vatnspósta í grennd við heimili sín síðar á þessu ári. </p>

21.03.2019Sýrlenskur flóttadrengur á stjörnuhimni Cannes

<span></span> <p>Æska Zain Al Rafeaa sem flóttadrengs í Beirút var honum innblástur í aðalhlutverki <span></span>verðlaunamyndarinnar Capernaum sem skaut honum upp á stjörnuhimininn í Cannes og jafnvel lengra. Þannig hefst frásögn á vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna sem segir frá ferðalagi ungs flóttadrengs frá Sýrlandi frá götum Beirút á rauða dregilinn í Cannes.</p> <p>„Hann brosir feimnislega í sjónvarpsmyndavélarnar áður en hann fer á svið fyrir framan fullan sal áhorfenda í Cannes. Hinn 13 ára gamli flóttadrengur Zain Al Rafeaa drakk í sig fagnaðarlæti þekktra leikara, leikstjóra og annarra stjarna kvikmyndaiðnaðarins.</p> <p>„Ég var lamaður, gjörsamlega lamaður,“ sagði Zain þegar hann rifjaði upp þetta súrrealíska kvöld þegar myndin „Capharnaum“, sem hann leikur aðalhlutverkið í, fékk hin virtu dómnefndarverðlaun í Cannes. „Ég hafði aldrei áður upplifað standandi fagnaðarlæti. Þau voru það besta.“</p> <p>Þetta var allt svo langt frá baráttu daglegs lífs hans sem sýrlensks flóttamanns í Beirút, höfuðborg Líbanon, þar sem þessi heillandi og sniðugi unglingur sást úti á götu og var fenginn í prufu fyrir aðalhlutverkið í mynd líbanska leikstjórans Nadine Labaki.</p> <p>Zain var bara sjö ára þegar hann flúði frá Daraa í Suður-Sýrlandi með fjölskyldu sinni árið 2012, og leitaði skjóls í Líbanon. Hann hafði rétt lokið fyrsta bekk þegar ástand öryggismála í heimabæ hans versnaði. „Líf okkar voru í hættu. Við móðir hans þurftum að fórna því sem við héldum að yrði bara eitt skólaár, vegna öryggis hans,“ segir faðir hans, Ali Mohammed Al Rafeaa.</p> <p>Aðalpersóna myndarinnar, sem ber sama nafn og hann, er óskráður strákur sem býr á götunni í fátækasta hverfi Beirút og þarf að vinna til að styðja fjölskylduna sína í stað þess að fara í skóla. Án þess að hafa nokkra formlega þjálfun nýtti Zain eigin reynslu í hlutverkið, sem flóttamaður sem gekk ekki í skóla og bjó við erfiðar aðstæður.</p> <p>„Það hefur verið erfitt,“ sagði hann um æsku sína í útlegð, þar sem hann hefur undanfarin sex ár sofið á slitinni dýnu ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum í þröngri og rakri íbúð. „Ég hefði svo gjarnan viljað fara í skóla. Ég man daginn sem við komum hingað og ég fór út að leika. Ég lenti í slag við krakka.“</p> <p>„Þegar ég sá Zain fannst mér alveg augljóst að hann yrði hetjan okkar,“ sagði Labaki. „Það er einhver sorg í augnaráði hans. Hann veit líka hvað við erum að tala um [í kvikmyndinni] og það sést í augnaráðinu.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-s57u4IzYvE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Þessi líbanski leikstjóri vissi að hún var að taka áhættu með því að hafa bara óreynda leikara en hún segir að það hafi að lokum gefið myndinni kraft sinn. „Það eru engir atvinnuleikarar í myndinni minni. Þeir eru allir að leika sjálfa sig, sitt eigið líf. Þeir lýsa allir eigin lífi á einn eða annan hátt, baráttu sinni og erfiðleikum“.</p> <p>Labaki segir að Zain hafi spunnið og bætt sínum eigin orðum við handritið á nokkrum stöðum á meðan á tökum stóð. „Zain getur varla skrifað nafnið sitt, samt gat hann axlað sex mánaða tökutíma á sínum litlu öxlum. Hann bætti meira að segja við sínum eigin orðatiltækjum og látbragði – sem átti sér stað á svo áreynslulausan hátt og gerði senurnar enn sterkari,” sagði hún.</p> <p>Capharnaum, sem verður frumsýnd í Beirút í september, tekst á við félagsleg málefni sem hafa áhrif bæði á Líbani og flóttamenn: vinnu barna, hjónabönd á unga aldri, ríkisfangsleysi og fátækt. Núna búa um 967.000 sýrlenskir flóttamenn í Líbanon – meira en helmingurinn eru konur og börn – sem gerir landið að stærsta viðtakanda flóttamanna miðað við fólksfjölda.</p> <p>Zain finnur enn fyrir stjörnuáhrifunum, þar sem Capharnaum var valin sem framlag Líbanon til Óskarsverðlaunanna 2019 sem besta erlenda myndin og 22. janúar hlaut hún tilnefningu bandarísku kvikmyndaakademíunnar í þeim flokki.</p> <p>Fjölskyldan hans hefur líka fengið langþráða hjálp, en með stuðningi Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna var samþykkt að þau fengju hæli sem kvótaflóttamenn í Noregi.</p> <p>En þrátt fyrir allt sem þau hafa gengið í gegnum í Líbanon var ekki auðvelt að fara þaðan. Á heitu sumarkvöldi í Beirút, kvöldið fyrir brottför þeirra, var litla íbúðin sem Rafeaa fjölskyldan hefur kallað heimili sitt í sex ár full af fjölskyldumeðlimum, vinum og nágrönnum sem komu til að kveðja.</p> <p>Iman, yngri systir Zain, var að fara með nokkur af norsku orðunum sem hún hafði lært í menningarfræðslunni sem hún hafði sótt í Berút ásamt foreldrum sínum og systkinum. En tilfinningar Zain voru tvíbentar. „Ég er bæði glaður og leiður. Ég mun sakna frændfólks míns hérna, en þar mun ég geta farið í skóla og lært að lesa og skrifa.“</p> <p>Zain og fjölskylda hans eru núna að aðlagast sínu nýja lífi í Noregi. Zain hefur rúm til að sofa í og hann er byrjaður að fara í skóla eins og önnur börn á hans aldri. „Við sjáum sjóinn út um gluggann okkar. Mér finnst gaman að sitja við sjóinn, en ég get ekki synt í honum því hann er ískaldur!“ segir hann.</p> <p>Þau eru í hópi innan við eins prósents flóttafjölskyldna í heiminum sem fá tækifæri til að hefja nýtt líf í þriðja ríki. Zain segir að kannski muni hann ákveða að verða atvinnuleikari. En eins og er sé hann alsæll með að geta loksins látið draum sinn um að ganga í skóla rætast.“</p>

20.03.2019Neyðarsjóður SÞ leggur fram fjármagn til hamfarasvæðanna í sunnanverðri Afríku

<span></span> <p>Óttast er um afdrif þúsunda íbúa þriggja ríkja í sunnanverði Afríku eftir hamfarirnar af völdum fellibylsins Idai í lok síðustu viku. Mósambíska hafnarborgin Beira varð verst úti þegar fellibylurinn Idai lagði borgina nánast í rúst. Óttast er að tala látinna eigi eftir hækka mikið næstu daga. Fellibylurinn olli líka manntjóni í Simbabve, Malaví og víðar í sunnanverðri álfunni. <span></span>Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Mósambík.</p> <p>Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í morgun að Neyðarsjóður SÞ (CERF) myndi leggja fram 20 milljónir bandarískra dala til hjálparstarfs á neyðarsvæðunum. Í dag, fimm dögum eftir versta óveðrið, er fólk enn fast uppi á þökum húsa eða upp í trjám, og víða er erfitt að koma hjálpargögnum til fólks vegna flóða. Samgöngur hafa líka farið úr skorðum því vegir og brýr hafa skemmst.</p> <p>Fellibylurinn Idai er einn versti hitabeltisstormur sem sögur fara af í Afríku. Þegar hefur verið upplýst að rúmlega fjögur hundrað manns hafi látist af völdum veðurofsans og flóðanna sem fylgdu í kjölfarið. Hundruð íbúa á hamfarasvæðunum er saknað, flestra í Beira og nágrenni en íbúar borgarinnar eru um hálf milljón. Samkvæmt nýjustu tölum eru flestir látnir í Mósambík, 268, í Simbabve 98, í Malaví 56, 7 í Suður-Afríku og 3 á Madagaskar. </p> <p>Talið er ein og hálf milljón íbúa í þessum heimshluta hafi orðið illa úti í hamförunum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur að helmingur þeirra séu börn sem þurfi á tafarlausri aðstoð að halda. Að mati Rauða krossins hafa um 400 þúsund manns misst heimili sín.</p> <p>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF) var stofnaður 2006 til að gera SÞ meðal annars kleift að bregðast hratt við neyðarástandi.&nbsp;Fast framlag Íslendinga til sjóðsins er 50 milljónir króna árlega.</p>

19.03.2019Fátækir greiða hærra verð fyrir vatn en ríkir

<span></span> <p>Rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Fátækasta fólkið í heiminum býr fyrst og fremst við vatnsskort og ófullnægjandi salernisaðstöðu, samkvæmt nýrri árlegri stöðuskýrslu um vatnsmálin í veröldinni frá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Skýrslan var birt í dag en alþjóðlegur dagur vatnsins er á föstudag, 22. mars.</p> <p>„Enginn útundan“ (Leaving No One Behind) er yfirheiti skýrslunnar að þessu sinni. Þar er dregin fram sú staðreynd að 2,1 milljarður jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og tvöfalt fleiri, 4,3 milljarðar, hafa ekki aðgang að viðunandi salernis- og hreinlætisaðstöðu.</p> <p>"Að bæta stjórnun vatnsauðlinda og tryggja aðgengi að öruggu vatni og salernisaðstöðu fyrir alla er nauðsynlegt til að útrýma fátækt, byggja upp friðsæl og búsældarleg samfélög og tryggja að „enginn verði útundan“ á vegferðinni til sjálfbærrar þróunar", segir í skýrslu UNESCO. Þar kemur fram að helmingur allra þeirra sem búa við skort á hreinu vatni séu íbúar í Afríku og aðeins 24% íbúa í sunnanverðri álfunni hafi aðgang að öruggu drykkjarvatni.</p> <p>Eins og titill skýrslunnar ber með sér er sjónum beint að þeim ójöfnuði sem við blasir þegar litið á aðgengi að heilnæmu drykkjarvatni. Þar segir að fátækt fólk eða jaðarsett sé líklegra en annað til að hafa takmarkaðan aðgang að vatni og salernisaðstöðu. Ritstjóri skýrslunnar bendir meðal annars á að íbúar fátækrahverfa þurfi margir hverjir að kaupa vatn úr vörubílum, söluturnum eða gegnum aðra seljendur og greiða fyrir það tuttugu til þrjátíu prósent hærra verð en vel stæðir íbúa í borgum sem skrúfa frá krana á heimilum sínum.</p> <p>Aukinn vatnsskortur í heiminum er fyrirsjáanlegur og hann kemur til með að hafa neikvæð efnahagsleg áhrif, segir í skýrslunni.</p> <p>Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðum lagt mikla áherslu á bætt aðgengi íbúa að hreinu neysluvatni. Meira um það á föstudaginn.</p>

19.03.2019„Mörg barnanna þekkja ekkert annað en stríð“

<span></span> <p>„Mörg sýrlensk börn hafa vaxið úr grasi án þess að þekkja nokkuð annað en stríð og þau hafa séð og reynt hluti sem ekkert barn ætti að þurfa að upplifa. Sýrlensku börnin sem við töluðum við eru óörugg og ein á báti vegna aðskilnaðar frá fjölskyldum sínum. Alþjóðasamfélagið verður að draga til ábyrgðar alla þá sem hafa framið gróft ofbeldi gegn börnum í Sýrlandi í þessu grimmilega stríði,“ segir Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children, í tilefni af Sýrlandsráðstefnunni í síðustu viku sem haldinn var nákvæmlega átta árum eftir að vopnuð átök hófust í Sýrlandi. </p> <p>Helle Thorning-Schmidt hvatti leiðtogana sem hittust í Brussel til að hlusta á börnin í Sýrlandi. „Þrátt fyrir allar þær hörmungar og raunir sem þau hafa gengið í gegnum eru þau bjartsýn og staðráðin í að skapa betri framtíð. Þau krefjast friðar, stöðugleika og menntunar – og það er í höndum þessa fundar á vegum alþjóðasamfélagsins að stuðla að því að svo verði.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/nsd96i1iYQ8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í frétt á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/atta-ar-fra-upphafi-syrlandsstridsins-15-mars" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla segir að í könnun Save the Children komi fram að þriðjungur barna í Sýrlandi upplifi óöryggi „alltaf eða oft“&nbsp; og börnin séu hrædd og sorgmædd. Þau krefjist friðar og vilji komast aftur í skóla. „Eftir átta ára átök og stríð segist þriðjungur sýrlenskra barna „alltaf eða oft“ finna fyrir óöryggi, neyð og einsemd.“</p> <p>Niðurstöðurnar eru birtar í nýrri skýrslu Barnaheilla – <a href="https://campaigns.savethechildren.net/sites/campaigns.savethechildren.net/files/FINAL%20Syria%20Anniversary%20report%20AW%20small.pdf" target="_blank">Save the Children,&nbsp;A Better Tomorrow: Syria’s Children Have Their Say.</a>&nbsp;Börn í fjórum héruðum í Sýrlandi, sem hafa orðið illa úti í stríðinu, svöruðu spurningalista auk þess sem umræður fóru fram í rýnihópum.</p> <p>„Helmingur þeirra barna sem tóku þátt í könnuninni taldi ofbeldi, aðskilnað frá fjölskyldu, eyðileggingu heimilis og innviða auk skort á grunnþjónustu, svo sem menntun og heilsugæslu „mjög alvarlegan“ vanda fyrir þau sjálf og samfélagið. Þrátt fyrir þetta er meirihluti barnanna vongóður um framtíðina og hlutverk sitt í að skapa betra Sýrland svo lengi sem friður og stöðugleiki ríkir.&nbsp;<a href="https://www.unicef.org/press-releases/half-syrias-children-have-grown-only-seeing-violence-conflict-nears-eight-year-mark">Frá því stríðið í Sýrlandi hófst, fyrir átta árum, hafa fæðst fjórar milljónir barna sem flest þekkja ekkert annað en stríð.</a>&nbsp;Könnunin veitir örlitla innsýn í reynslu barna og þörf er á frekari aðstoð og ráðgjöf til að hægt sé að greina þörf allra barna og samfélaga þeirra fyrir endurhæfingu og bata,“ segir í fréttinni.</p>

18.03.2019Næstu tíu ár lykilár í örlögum komandi kynslóða

<span></span> <p>„Nauðsynlegt er þó að gleyma ekki að þið hafið valdið og vonandi viljann til breytinga því næstu tíu árin eru lykilár í að ráða örlögum komandi kynslóða. Við þekkjum öll frestunaráráttu í okkar daglega lífi og hvernig dagar, mánuðir, jafnvel ár geta liðið án nokkurs árangurs. Klukkan tifar, tíminn heldur áfram en spurningin er, hvenær mun seinasta sandkornið falla?,“ segir í inngangi að aðgerðaráætlun sem Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna afhenti ríkisstjórninni á föstudag. Ungmennaráðið átti þá fund með ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.</p> <p>Í <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=8a359992-4726-11e9-9436-005056bc4d74" target="_blank">aðgerðaráætluninni</a>&nbsp;eru fimm verkefni sem unga fólkið telur mikilvæg við innleiðingu stjórnvalda á heimsmarkmiðunum. Þessi atriði eru nývæðing menntakerfisins, andleg líðan ungmenna, stöðvun frekari stjóriðju, samhæfing flokkunarkerfisins og endurheimt votlendis.</p> <p>„Ef ekkert verður gert þá verðum við ungmennin síðasta kynslóðin sem nýtur þeirra lífsgæða sem við höfum í dag,“ sagði Hulda Margrét Sveinsdóttir fulltrúi Norðurlands í ungamennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eftir fundinn. Hún sagði jafnframt að jörðin væri komin að þolmörkum.</p> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráherra sagði í frétt frá forsætisráðuneytinu að fundurinn hefði verið góður og gagnlegur. „Við fengum mikilvæg skilaboð í aðgerðaáætluninni sem þau hafa unnið mjög vandlega. Allar ákvarðanir sem stjórnvöld taka í dag munu hafa áhrif á komandi kynslóðir og þess vegna er þetta samtal svo mikilvægt,“ sagði forsætisráðherra.</p> <p>Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Ungmennaráðið fundar sex sinnum á ári og þar á meðal árlega með ríkisstjórn. Þá veitir ráðið stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna.</p> <p>Hægt er að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/Ungmennar%C3%A1%C3%B0-Heimsmarkmi%C3%B0a-Sameinu%C3%B0u-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0anna-138997356796527/" target="_blank">Facebook</a>&nbsp;síðu þess og þá hefur ungmennaráðið einnig miðlað frá deginum í dag á&nbsp;<a href="https://www.instagram.com/UNAIceland/" target="_blank">Instagram</a>-reikningi Félags Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman'; font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman'; color: #4a4a4a;"> <br /> </span></p>

15.03.2019Rúmlega tvö hundruð milljóna króna framlag Íslands vegna átakanna í Sýrlandi

<span></span> <p>Þriðju <a href="https://www.unocha.org/story/syria-record-us7-billion-pledged-one-great-crises-our-time" target="_blank">Sýrlandsráðstefnunni</a>&nbsp;í Brussel lauk í gær, nákvæmlega átta árum frá upphafi átakanna í Sýrlandi. Hörmungarnar hafa haft í för með sér umfangsmesta flóttamannavanda í heiminum til þessa. Rúmlega fimm og hálf milljón Sýrlendinga hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og flýja til nágrannaríkja. Fulltrúi Íslands á Sýrlandsráðstefnunni ítrekaði fyrirheit stjórnvalda frá síðasta ári um 225 milljóna króna framlag til mannúðarstarfs á þessu ári í tengslum við átökin í Sýrlandi og 250 milljóna króna framlag á næsta ári.</p> <p>Af framlagi Íslands á þessu ári ráðstafar Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR) 27 milljónum íslenskra króna og Barnahjálp SÞ (UNICEF) sömu upphæð. Þá ráðstafar Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) rúmlega tuttugu milljónum króna. </p> <p><strong>Dauðsföll barna flest í fyrra</strong></p> <p><span></span>„Það virðist ríkja sá alvarlegi misskilningur að átökin í Sýrlandi séu á hröðu undanhaldi – það er rangt. Börn, sérstaklega á ákveðnum svæðum, eru í jafn mikilli hættu í dag og á síðastliðnum átta árum,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Dagurinn í dag, 15. mars, markar þau sorglegu tímamót að átta ár eru liðin frá því að Sýrlandsstríðið hófst. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, minnir stríðandi aðila og alþjóðasamfélagið enn einu sinni á, að það eru börn Sýrlands sem þjást mest og það er þeirra framtíð sem er í húfi,“ segir í frétt á <a href="https://unicef.is/8ar-strid-syrlandi" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF.</p> <p>Þar kemur fram að árið 2018 hafi verið það mannskæðasta fyrir börn í sögu stríðsins, en á síðasta ári létust 1106 börn í Sýrlandi vegna átakanna. „Þetta eru þau dauðsföll sem Sameinuðu þjóðirnar hafa getað fengið staðfest, og því líklegt að raunverulegur fjöldi látinna barna sé mun hærri. Jarðsprengjur eru ein helsta orsök meiðsla og dauðsfalla barna, en vetrarkuldi og heft aðgengi lækna og hjálparstofnana að ákveðnum svæðum landsins ógna lífi barna á hverjum einasta degi. Á síðasta ári voru auk þess gerðar 262 árásir á skóla og heilsugæslur,“ segir í fréttinni.<br /> &nbsp;<br /> „Við höfum sérstaklega miklar áhyggjur af ástandinu í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands. Á síðustu vikum hafa um 60 börn látið lífið vegna vaxandi átaka í héraðinu,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Aðstæður fjölskyldna í Rukban, við landamæri Jórdaníu, eru skelfilegar þar sem aðgengi hjálparstarfsfólks hefur verið mjög takmarkaður og fólkið sem þar er býr við ömurlegar aðstæður og getur hvergi farið. Nýfædd börn deyja vegna þess að enga læknisþjónustu er að fá,“ segir Bergsteinn.<br /> &nbsp;<br /> Versnandi skilyrði í Al-Hol flóttamannabúðunum eru einnig mikið áhyggjuefni. Í flóttamannabúðunum búa nú 65.000 manns, þar af 240 fylgdarlaus börn. Flóttamannabúðirnar eru yfirfullar af konum og börnum sem flúðu bardaga í austurhluta landsins, langa vegalengd yfir eyðimörkina. Þau komu þangað bæði vannærð og örmagna.<br /> &nbsp;<br /> „Það er ótrúlega sorglegt að þurfa að færa þessar fréttir frá Sýrlandi núna áttunda árið í röð. Með hverjum deginum sem líður er verið að ræna milljónir barna barnæsku sinni og óttinn við óvissu framtíðarinnar vofir yfir. Það er löngu orðið tímabært að segja stopp,“ segir Bergsteinn.</p>

14.03.2019Reyna að afstýra ofbeldi gegn kvenframbjóðendum

<span></span> <p><span>Utanríkisráðuneytið hefur gegnum sendiráðið í Lilongwe í Malaví ákveðið að veita tæplega fimm milljóna króna viðbótarstuðning við 50:50 herferðina í Mangochi héraði, samstarfshéraði Íslendinga í þróunarsamvinnu. Skrifað var undir samning þess efnis á dögunum en markmiðið er að afstýra ofbeldi gegn kvenframbjóðendum í kosningabaráttunni fyrir þing- og sveitarstjórnakosningar sem verða í maí á þessu ári.</span></p> <p><span>Að sögn Ágústu Gísladóttur forstöðukonu íslenska sendiráðsins í Lilongwe hafa í undanfara kosninganna komið upp ljót mál sem tengjast ofbeldi gegn frambjóðendum, einkum konum, síðast í Mangochi fyrir nokkrum vikum. „Mikilvægt er að hagsmunaaðilar, svo sem grasrótarfólk innan stjórnmálaflokka, lögregla, trúarlegir og hefðbundnar leiðtogar, verði virkjaðir til að hafna, tilkynna og fordæma ofbeldi gegn frambjóðendum,“ segir Ágústa.</span></p> <p><span>50:50 herferðin snýst um að fjölga konum í sveitarstjórnum og Ágústa segir að konum sem bjóði sig fram í héraðinu hafi fjölgað umtalsvert frá fyrri kosningum. Alls hafi </span><span style="color: black;">37 konur boðið sig fram til sætis í héraðsstjórn – í 30 kjördeildum – og 15 konur berjist um sæti á þingi fyrir Mangochi hérað sem telur tólf kjördæmi.</span></p> <p><span style="color: black;">„Það standa því vonir til þess að hlutfall kvenna í héraðsstjórn og á þingi hækki verulega eftir kosningarnar í vor. Af þrjátíu fulltrúm í héraðsstjórninni er engin kona og aðeins tvær konur á þingi fyrir héraðið sem á tólf þingmenn. Því er mjög mikilvægt að koma í veg fyrir að frambjóðendurnir og þeirra fylgismenn verði ekki fyrir aðkasti eða séu beittir líkamlegu og/eða andlegu ofbeldi í kosningabaráttunni og þannig dregið úr sóknarfærum þeirra,“ segir Ágústa.</span></p>

14.03.2019Yfir 80% framlaga til þróunarsamvinnu styðja jafnrétti kynjanna

<span></span> <p><span>Ísland er í þriðja sæti á nýbirtum lista DAC,&nbsp; þróunarsamvinnunefndar OECD, um hlutfall þróunarfjár sem rennur til jafnréttismála. Tölurnar eru frá árunum 2016 og 2017 og samkvæmt greiningu DAC nýttust rúmlega 80 prósent íslenskra framlaga í baráttuna fyrir kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Svíþjóð og Írland voru fyrir ofan Ísland á listanum en allar þjóðirnar þrjár vörðu ríflega 80 prósentum af framlögum til þróunarsamvinnu til jafnréttismála.</span></p> <p>Framlög þjóða sem eru aðilar að þróunarsamvinnunefndinni eru greind eftir ýmsum þáttum. Fram til ársins 2010 náði slík greining eingöngu til svokallaðra „geira“ en frá þeim tíma hefur flokkunin orðið nákvæmari og jafnréttismálin eru meðal þeirra málaflokka sem sérstaklega eru rýnd. Sú aðferðafræði, svonefnd kynjajafnréttisstika (Gender Equality Marker), hefur reynst mikilvægur hluti af umsjón með framlögum til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar hér á landi.</p> <p>Í nýrri <a href="http://www.oecd.org/dac/stats/Aid-in-support-of-gender-equality-and-womens-empowerment-WEB.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;OECD um framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu sést að samkvæmt kynjajafnréttisstikunni eru samstarfsþjóðir okkar í tvíhliða þróunarsamvinnu efstar á blaði yfir viðtakendur, 100% af fjármagni til Malaví er eyrnamerkt jafnrétti og 97% í Úganda. Þá renna 96% af fjármunum mannúðarmála vegna Sýrlands til málaflokksins og til Mósambíkur var hlutfallið það sama.</p> <p><span>Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna eru einn af hornsteinum þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar Íslands. Íslensk stjórnvöld hafa um árabil lagt áherslu á að verkefni og framlög, bæði í tvíhliða eða </span>fjölþjóðlegri samvinnu, styðji við jafnrétti kynjanna og bæti <span>stöðu stúlkna og kvenna. </span></p>

13.03.2019Nemendur frá fimmtán löndum útskrifast frá Sjávarútvegsskólanum

<span>Í gær útskrifuðust 24 nemendur frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, þar af níu konur. Nemendurnir koma frá 15 löndum í Eyjaálfu, Asíu, Afríku, Mið-Ameríku og Karíbahafi. Níu nemendur sérhæfðu sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar, átta á sviði stofnmats og veiðafæratækni og sjö á sviði gæðastjórnunar í meðferð og vinnslu á fiski og fiskafurðum. Í lok útskriftarinnar var Tuma Tómassyni, forstöðumanni skólans, færðar góðar þakkir fyrir frábært starf í þágu skólans síðastliðin tuttugu ár, en hann hyggst draga sig í hlé síðar á árinu.&nbsp;<br /> <br /> Í ávarpi við útskriftina lagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, áherslu á mikilvægi Sjávarútvegsskólans fyrir framfarir á sviði fiskveiða í þróunarríkjum. Hann sagði fiskveiðar vera mikilvæga uppsprettu næringar og forsendu matvælaöryggis víða um heim, ekki síst í viðkvæmum strand- og eyríkjum. Þar að auki hafi þrír milljarðar manna lífsviðurværi sitt af líffræðilegum fjölbreytileika sjávar og strandar.&nbsp;<br /> <br /> „Þetta þekkjum við vel hér á Íslandi þar sem fiskur hefur verið lífsbjörg þjóðarinnar í aldanna rás, sem uppistaða í fæðu okkar, sem okkar aðal útflutningsvara og grundvöllur hagkerfisins,“ sagði Guðlaugur Þór <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/03/12/Raeda-radherra-vid-utskrift-i-Sjavarutvegsskola-Haskola-Sameinudu-thjodanna/" target="_blank">í ávarpi sínu</a>.&nbsp;<br /> <br /> Heimsmarkmið 14 áréttar mikilvægi hafsins með því að kalla á eftir sjálfbærari nýtingu sjávarauðlindarinnar. Þjálfun og efling þekkingar í sjávarútvegi er þannig veigamikið framlag í því að ná heimsmarkmiði 14, sem er forsenda þess að ná mörgum öðrum heimsmarkmiðum og undirmarkmiðum þeirra.&nbsp;<br /> <br /> Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfræktur frá árinu 1998 og er markmið skólans að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum. Nám við skólann felst í sex mánaða þjálfun fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndum, en þeir sérhæfa sig á því sviði sem starf þeirra snýr að í þeirra heimalandi. Til viðbótar því námi sem fer fram á Íslandi skipuleggur Sjávarútvegsskólinn stutt námskeið í þróunarríkjum í samvinnu við heimamenn og alþjóðlegar stofnanir, en alls hafa tæplega 1100 sérfræðingar sótt slík námskeið. Auk þess styður skólinn sérfræðinga til meistara- og doktorsnáms á Íslandi.<br /> <br /> Starfsemi skólans er að mestu fjármögnuð með opinberum framlögum til þróunarsamvinnu. Skólinn er rekinn í samstarfi við Hafrannsóknastofnun, í nánu samstarfi við Matís, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum, en auk þeirra kemur fjöldi annarra stofnana og fyrirtækja að starfseminni með einum eða öðrum hætti. Þetta er 21. útskrift skólans en frá upphafi hafa 392 nemendur frá yfir 50 löndum lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum.<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

12.03.2019Forsætisráðherra fer fyrir sendinefnd Íslands á fundi kvennanefndar SÞ

<span></span> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og aðrir norrænir ráðherrar jafnréttismála á Norðurlöndunum afhentu Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóra UN Women <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=ec302306-43eb-11e9-9436-005056bc4d74" title="Viljayfirlýsing ráðherra jafnréttismála á Norðurlöndum">viljayfirlýsingu</a>&nbsp;um að leggja áherslu á árangur í jafnréttismálum við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Viljayfirlýsingin var afhent við upphaf 63. fundur kvennanefndarinnar SÞ sem hófst höfðuðstöðvum samtakanna í New York í gær. Félagsleg vernd fyrir konur, aðgengi að almenningsþjónustu og uppbygging innviða sem tekur mið af þörfum kvenna og gerir þeim kleift að njóta öryggis og lífsgæða eru helstu umræðuefni fundarins.</p> <p>„Jöfn staða kvenna og karla heima fyrir er forsenda jafnréttis á vinnumarkaði og það skiptir öllu máli að átta sig á samhenginu þar á milli,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og ráðherra jafnréttismála í frétt á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/03/11/Norraenir-radherrar-jafnrettismala-beita-ser-fyrir-auknum-arangri-i-jafnrettismalum-a-heimsvisu?fbclid=IwAR1A4dqRMMT2iL_D_4IP5DoNiXVTq8kWNsmTwd0tcXiprbW9m_rIrFQDuZ0" target="_blank">vef</a>&nbsp;Stjórnarráðsins. Hún <span>&nbsp;</span>fer fyrir sendinefnd Íslands á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem er ein fjölsóttasta ráðstefna heims. Ráðstefnuna sækir fólk hvaðanæva úr heiminum, þjóðarleiðtogar, fulltrúar frjálsra félagasamtaka, fólk úr einkageiranum, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna og fleiri.</p> <p>Á <a href="https://unwomen.is/fundur-kvennanefndar-sth-er-hafinn/" target="_blank">vef</a>&nbsp;landsnefndar UN Women segir að nauðsynlegt sé að tryggja að í öllum samfélögum geti konur gengið óttalausar um almenningssvæði. „Það þarf að sjá til þess að konur hafi aðgang að hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu og barnagæslu fyrir sig og börnin sín. Það þarf að tryggja þeim rétt til ellilífeyris og skjóta skjólshúsi yfir þolendur heimilisofbeldis. Þegar grunnstoðir samfélaga eru veikar og skortur er á opinberri þjónustu og félagslegum verndarkerfum kemur það helst niður á konum og stúlkum. Það þarf að taka mið af þörfum kvenna þegar stefnur eru mótaðar í málefnum sem snúa að þeirra veruleika. Þegar konur koma að samningaborðinu og öðlast rétt til að taka ákvarðanir eiga sér stað breytingar sem varða öll samfélög og þjóðir. Konur og stúlkur eru leiðandi í baráttunni fyrir kerfislegum breytingum sem mæta þörfum allra, allt frá því að endurskipuleggja almenningsgarða með öryggi og aðgang kvenna að leiðarljósi til þess að tala fyrir lagabreytingum á réttindum heimavinnandi kvenna.“</p> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/03/12/Forsaetisradherra-fundar-med-adalframkvaemdastjora-Sameinudu-thjodanna/" target="_blank">fund</a>&nbsp;með António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tengslum við kvennanefndarfund Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum var rætt um áskoranir í jafnréttismálum og Katrín vakti sérstaklega athygli á árangri Norðurlandanna á því sviði en Ísland fer nú með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Þá ræddu þau um aðgerðir í loftslagsmálum, komandi loftslagsfund í haust og mikilvægi þess að öll ríki leggi sitt af mörkum við lausn loftslagsvandans.</p> <p>Ísland hefur síðastliðin tíu ár sem kunnugt er verið í efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest. Önnur Norðurlönd fylgja þar fast á eftir. Með viljayfirlýsingunni vilja ráðherrar Norðurlandanna hvetja önnur aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til aukins samstarfs á alþjóðavettvangi í jafnréttismálum og innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</p>

11.03.2019Fánar í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Fánar blakta víða í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í dag. Að minnsta kosti 22 starfsmenn samtakanna voru í Boeing þotunni sem fórst í Eþíópíu í gær. António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði í yfirlýsingu að hann væri „ákaflega hryggur vegna hörmulegra dauðsfalla“ og sendi innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldna og ástvina þeirra sem létust, þeirra á meðal samstarfsfélaga hjá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Flugleiðin á milli Addis Ababa í Eþíópíu og Næróbí í Kenía er mikið notuð af starfsfólki Sameinuðu þjóðanna og starfsfólki alþjóðlegra samtaka sem sinna mannúðar- og þróunarmálum. Af þeim sem fórust voru sjö starfsmenn Matvælaáætlunar SÞ (WFP), sex frá höfuðstöðvum SÞ í Næróbí, <span></span>tveir frá Flóttamannastofnun SÞ (UNHCR), tveir frá Aðalfjarskiptasambandinu (ITU) og einn frá Landbúnaðar- og matvælastofnun SÞ (FAO), Alþjóðlega fólksflutningastofnuninni (IOM) og Sendinefnd SÞ til stuðnings Sómalíu (UNSOM). Þá er vitað einn starfsmann Alþjóðabankans í Washington fórst með vélinni, einn starfsmann Save the Children og einn starfsmann Rauða krossins í Noregi.</p> <p>Margir farþeganna um borð í eþíópísku flugvélinni sem fórst voru á leið á fjórða ráðherrafund Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNIEP) í Næróbí sem hófst í morgun og stendur yfir næstu fimm daga. Fánar blöktu í hálfa stöng við fundastaðinn í morgun.</p>

08.03.2019Nánast óbreytt atvinnuþátttaka kvenna og karla síðustu þrjá áratugi

<span></span> <p>Síðustu þrjá áratugina hefur hlutfall atvinnuþátttöku karla og kvenna í heiminum nánast staðið í stað. Á síðasta ári voru 45% kvenna eldri en fimmtán ára í launuðu starfi samanborið við 71% karla. Á 27 árum hefur munurinn aðeins minnkað um tvö prósent, segir í nýrri skýrslu Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO), einni af stofnunum Sameinuðu þjóðanna. <a href="https://www.ilo.org/global/publications/books/WCMS_674831/lang--en/index.htm" target="_blank">Skýrslan</a>&nbsp;kemur út í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna í dag, 8. mars.</p> <p>Kynjamunurinn er ekki tilkominn vegna þess að konur vilji ekki vinna utan heimilis. ILO kannaði sérstaklega þennan þátt og 70% kvenna meðal þjóða sem könnunin náði til kváðust helst kjósa að vera í launuðu starfi. Meirihluti karla lýsti einnig yfir stuðningi við atvinnuþátttöku kvenna.</p> <p>Ein skýringin á ójafnvægi milli kynjanna í atvinnulífinu tengist ólaunuðum heimilisstörfum og umönnun barna og annarra fjölskyldumeðlima. Konur vinna slík ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf að jafnaði í fjórar klukkustundir og 25 mínútur en karlar í eina klukkustund og 23 mínútur. „Síðustu tuttugu árin hefur tíminn sem konur verja til ólaunaðra umönnunar- og heimilisstarfa varla breyst, og þáttur karla hefur aukist um aðeins átta mínútur á hverjum degi. Með þessum hraða tekur það 200 ár að jafna þann tíma sem karlar og konur verja til umönnunar- og heimilisstarfa,“ segir <span></span>Manuela Tomei hjá ILO í fréttatilkynningu.</p> <p>Þegar litið er yfir heiminn sést að atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist hlutfallslega mest í Afríku en minnst í Asíu. Konur fá enn umtalsvert lægi laun en karlar fyrir sambærileg störf og samkvæmt skýrslu ILO er launamunur kynjanna á heimsvísu um 20%. Þá kemur fram í skýrslunni að konum í stjórnunarstöðum fjölgar hægt. Árið 2018 voru 27,1% kvenna í stjórnunarstöðum og hlutfallið hefur aðeins hækkað um tvö prósentustig frá árinu 1991.</p> <p>Alþjóðlegur baráttudagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur af hálfu Sameinuðu þjóðanna í rúma fjóra áratugi eða frá árinu 1977. Að þessu sinni er dagurinn helgaður nýsköpun kvenna og stúlkna í þágu þeirra sjálfra og baráttunnar fyrir því að fjarlægja hindranir á leiðinni til jafnréttis kynjanna.</p> <p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/OUT5UZsOMSM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>&nbsp;</p> <p>Myndband frá UN Women í tilefni dagsins.</p> <p><span></span></p>

07.03.2019„Ég var svo spennt þegar ég fékk fyrstu launagreiðsluna!“

<span></span> <p>„Frá því ég man eftir mér hefur faðir minn stritað dag og nótt til að geta haldið fjölskyldunni uppi en samt nægðu tekjur hans ekki til að láta enda ná saman. Öll systkini mín eru yngri en ég og mig langaði að leggja mitt af mörkum,“ segir Aleeza Hafeez sem hlaut starfsþjálfun hjá UN Women í Pakistan á vegum verkefnis sem miðar að því að styrkja stöðu kvenna sem starfa í fataverksmiðjum. Í dag hefur hún umsjón með tveimur deildum innan verksmiðjunnar og notar tekjurnar til að sjá fyrir fjölskyldu sinni ásamt föður sínum.</p> <p>Þegar hún byrjaði að leita sér að vinnu var hún óviss um að hún fyndi eitthvað við hæfi þar sem hún hafði enga starfsreynslu. Hún sótti starfsþjálfun á vegum UN Women og fékk lærlingsstöðu í fataverksmiðju.</p> <p>„Ég var fljót að&nbsp;læra og bæta við mig kunnáttu. Að þjálfun lokinni var mér falin umsjón yfir tveimur deildum. Ég var svo spennt þegar ég fékk fyrstu launagreiðsluna mína! Að þéna rúmar 12.000 rúpíur (um 20.000 kr.) á mánuði var draumi líkast. Á þessum tíma hef ég öðlast mikið sjálfsöryggi.“</p> <p>Í starfsþjálfuninni hlaut Aleeza fræðslu um réttindi kvenna á vinnumarkaði. „Nú er ég meðvituð um lögbundinn rétt minn til ýmiss konar vinnutengdra fríðinda á borð við félagsbætur, matarpening, eftirlaun og fleira. Þessi atriði eru gríðarlega mikilvæg fyrir konur á vinnumarkaði. Ef fleiri konur öðlast vitneskju um þessi réttindi mun það auka öryggi okkar á vinnumarkaði og styrkja stöðu okkar innan heimilisins“.</p> <p>Þátttaka Aleezu í verkefninu hefur umbylt stöðu hennar innan fjölskyldunnar. Nú hefur faðir Aleezu hana ávallt með í ráðum þegar kemur að því að taka ákvarðanir varðandi heimilisrekstur en áður var sá ákvörðunarréttur alfarið hjá karlkyns meðlimum fjölskyldunnar.</p> <p>UN Women er í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á heimsvísu. Hún er <span>&nbsp;</span>eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu að jafnrétti kynjanna, en stofnunin hefur þríþætt hlutverk. Hún starfar á vettvangi, sinnir samræmingarhlutverki meðal stofnana SÞ og er leiðandi í stefnumótun SÞ á alþjóðavettvangi um málaflokkinn. Ísland leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna á heimsvísu og utanríkisráðuneytið hefur veitt framlög til stofnunarinnar frá því hún var sett á laggirnar árið 2011.</p> <p>Saga Allezu er sögð á <a href="https://unwomen.is/eg-var-svo-spennt-thegar-eg-fekk-fyrstu-launagreidsluna/" target="_blank">vef</a>&nbsp;Landsnefndar UN Women.</p>

05.03.2019Ráðherra stýrði árlegum samráðsfundi NB8 ríkjanna með forseta Alþjóðabankans

<p><span>Jarðhiti, málefni hafsins, jafnréttismál og mannréttindi voru til umræðu á tvíhliða fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Kristalina Georgieva, starfandi forseta Alþjóðabankans í dag. Einnig var rætt um fyrirhugaða stjórnarsetu Íslands í bankanum fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja&nbsp;til næstu tveggja ára.</span></p> <p><span>Í dag var að auki haldinn fundur ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í kjördæmi Alþjóðabankans með Georgieva. Um er að ræða árlegan samráðsfund þar sem tækifæri gefst til að ræða þau mál sem efst eru á baugi í starfi bankans. Guðlaugur Þór stýrði fundinum.&nbsp;</span></p> <p><span>Á fundinum var rætt um hvernig versnandi horfur í alþjóða efnahagsmálum, aukinn skuldavandi þróunarríkja og áskoranir í loftslagsmálum gera ríkjum heims erfiðara að ná markmiðum Alþjóðabankans um að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Einnig var rætt um málefni Alþjóðaframfarastofnunarinnar, sem er ein af stofnunum Alþjóðabankahópsins, en hún veitir lán og styrki til allra fátækustu ríkja heims. Nú standa yfir viðræður um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar til næstu þriggja ára.</span></p> <p><span>„Það er mjög mikilvægt fyrir kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja að eiga fund sem þennan með forseta Alþjóðabankans til að koma áherslum okkar að varðandi helstu stefnumál bankans. Einnig er ánægjulegt að finna að framlag Íslands til bankans er mikils metið og bankinn óskar raunar eftir nánara samstarfi við íslensk stjórnvöld, meðal annars varðandi nýtingu á jarðvarma í þróunarlöndunum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.&nbsp;</span></p> <p><span>Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, kom til landsins í gær, mánudag, og tók meðal annars þátt í málstofu sem utanríkisráðuneytið hélt í samstarfi við bankann um lagalega stöðu kvenna á vinnumarkaði. Kristín A. Árnadóttir sendiherra jafnréttismála var fundarstjóri og stýrði jafnframt pallborðsumræðum í lok málstofunnar. Þátttakendur voru Kristalina Georgieva, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ulla Tørnæs, þróunarmálaráðherra Danmerkur.</span></p> <p><span>Horfa má á málstofuna í heild sinni hér að neðan:<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/bvouINP0WQA" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

05.03.2019Verðandi forseti Alþjóðabankans á fundi með ráðherrum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

<span></span><span></span> <p>„Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í bankanum hefur tekið virkan þátt í starfi og stefnumótun bankans. Kjördæmið hefur meðal annars verið leiðandi í umræðunni um jafnan rétt karla og kvenna í þróunarstarfi. Þegar Ísland tekur sæti í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins síðar á þessu ári gefst enn betra tækifæri til að fylgja eftir þessum áherslum í starfi bankans“, sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fund með David Malpass aðstoðarfjármálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Fundinn sátu einnig ráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í kjördæmi Alþjóðabankans.</p> <p>David Malpass er frambjóðandi Bandaríkjanna í stöðu forseta bankans en sú staða losnaði óvænt við afsögn Jim Young Kim í byrjun árs. Ísland tekur sæti í stjórn Alþjóðabankans í sumar fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Kjördæmið hefur eitt atkvæði af 25 í stjórn bankans, sem tekur ákvörðun um nýjan forseta.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Á fundinum kynntu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin þau málefni sem ríkin átta leggja áherslu á í málflutningi sínum innan Alþjóðabankans. Þau eru einkum á sviði jafnréttismála, mannréttinda, loftslags- og auðlindamála auk málefna sem lúta að viðkvæmum og óstöðugum ríkjum. Þá leggja löndin áherslu á að bæta mannauð í þróunarríkjum og að Alþjóðabankinn verði leiðandi á alþjóðavettvangi á sviði efnahags- og þróunarmála.&nbsp;</p> <p>Á fundinum var jafnframt rætt um nýlega hlutafjáraukningu bankans og hvernig hún nýtist við að ná tveimur megin markmiðum bankans, að útrýma sárri fátækt fyrir árið 2030 og auka velsæld þeirra 40 prósent jarðarbúa sem búa við hvað lökust kjör.</p>

04.03.2019Fulltrúar einkafyrirtækja í sendiför til Gana

<span></span> <p>Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason starfsmaður Íslandsbanka og Árdís Björk Jónsdóttir starfsmaður Sýnar héldu til Gana um nýliðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins&nbsp;„Brúun hins stafræna bils“&nbsp;sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, svo þau geti sinnt hjálparstarfi á skilvirkari og árangursríkari hátt. </p> <p>Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk sitt, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. </p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/sendifulltruar-til-ghana" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi segir að félagið vinni verkefnið í samstarfi við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans ásamt landsfélögum hreyfingarinnar í Afríku. „Vonir eru bundnar við að landsfélögin muni geta byggt upp sértæka og metnaðarfulla en jafnframt raunsæja áætlun um uppbyggingu á sviði upplýsinga- og samskiptatækni þannig að berskjaldað fólk geti betur notið neyðar- og þróunaraðstoð landsfélaganna í lágtekjuríkjum Afríku,“ segir í fréttinni.</p>

04.03.2019Íslendingur opnar brugghús í Úganda

<span></span> <p>Páll Kvaran, Íslendingur búsettur í Úganda, vinnur nú að því að opna brugghús þar í landi ásamt kanadískum samstarfsmanni. Páll hefur búið í Úganda í um sjö ár og unnið að beinni þróunarsamvinnu með frjálsum félagasamtökum og alþjóðastofnunum í nærri tíu ár, fyrst sem starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala.</p> <p>Páll hefur helst einbeitt sér að einkageiranum, það er aðgengi að lánum fyrir fjárfestingum og atvinnusköpun í landbúnaði. Að sama skapi segir hann bruggið vera atvinnuskapandi. „Við erum með fólk í vinnu og smábændur rækta byggið sem við notum og fá greitt meira fyrir en aðrar afurðir sem þeir gætu ræktað,“ segir Páll. „Að mínu mati er munurinn því ekki mikill. Afríkumarkaðurinn er ört stækkandi og hér eru gríðarleg fjárfestingatækifæri. Í Kenía, á næsta bæ við Úganda, eru til að mynda fleiri en tíu minni brugghús en ekkert hér. Það að vera fyrstur inn á markað er auðvitað dýrmætt. Með ört stækkandi neyslugetu hér er hægt að segja sömu sögu af fleiri geirum, sérstaklega þegar kemur að innlent framleiddri neysluvöru. Tækifærin eru gríðarleg.“</p> <p>Brugghúsið kallast 'Banange' sem er algeng upphrópun á Lúganda, algengasta tungumáli Úganda. Að sögn Páls þýðir það eitthvað í ætt við „Jeminn almáttugur“, án þess að vera með trúarlegar skírskotanir. „Við stefnum á að brugga um 12 þúsund lítra af kraftbjór á mánuði til að byrja með,“ heldur Páll áfram. „Við erum með um 15 fjárfesta á bakvið okkur, blanda af Úgandabúum úr ýmsum geirum og fólki sem hefur búið hér í lengri tíma og komið á fót ýmsum sprotafyrirtækjum tengdum þróunarmálum.“</p> <p>Páll segist stefna á útflutning í framtíðinni. „Hér er að finna gríðarlega mikið af ódýrum hágæða ávöxtum á borð við mangó, ananas, kókoshnetur, banana og fleira. Þetta hráefni notuð við í ýmsa áhugaverða bjóra sem geta verið samkeppnishæfir á erlendum markaði þrátt fyrir útflutningskostnað,“ fullyrðir hann. „Í þessu samhengi erum við að skipuleggja samstarf við samvinnufélög smábænda sem rækta bygg fyrir okkur. Útflutningur myndi gera okkur kleift að greiða þeim enn hærra verð fyrir afurðirnar. Útkoman verður nokkurs konar „beint frá býli“ bjór, sem gerir fólki mögulegt að kynnast því hvaðan hráefnin sem notuð eru koma.“</p>

01.03.2019Starfandi forseti Alþjóðabankans ræðir stöðu kvenna á vinnumarkaði á málstofu í Reykjavík

<span></span> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Kristalina Georgieva starfandi forseti Alþjóðabankans tekur þátt í málstofu á vegum utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um stöðu kvenna á vinnumarkaði næstkomandi mánudag. Þar verður fjallað um niðurstöður nýrrar skýrslu bankans sem benda til þess að ríki veiti konum að meðaltali 75% af réttindum karla á vinnumarkaði. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur opnunarávarp á málstofunni sem hefst klukkan 18:00 á Hilton Nordica Reykjavík hótelinu.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Skýrsla Alþjóðabankans –<a href="https://openknowledge.worldbank.org/bitstream/handle/10986/31327/WBL2019.pdf" target="_blank"> Women, Business and the Law 2019</a> – sýnir 10 ára samantekt á lagalegri stöðu kvenna á vinnumarkaði í 187 ríkjum, þau tækifæri og áskoranir sem konur standa frammi fyrir þegar kemur að jafnri stöðu á vinnumarkaði og í viðskiptum. Lagaumhverfi 187 ríkja er metið yfir tímabilið 2009 til 2017, með tilliti til hvernig það styður við atvinnuþátttöku kvenna. Þau ríki sem fá fullt hús stiga eru meðal annars Danmörk, Svíþjóð, Lettland og Frakkland. Ísland er meðal efstu ríkja hvað varðar lagalega stöðu kvenna á vinnumarkaði á síðastliðnum áratug en rými er enn til umbóta &nbsp;þegar litið er til kynjabils í lífeyrismálum.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Af þeim þáttum sem mældir eru benda niðurstöður skýrslunnar til þess að ríki veiti konum að meðaltali 75% af réttindum karla á vinnumarkaði. Löggjöf og regluverk margra ríkja er enn fyrirstaða fyrir efnahagsleg tækifæri og framgang kvenna og jafna atvinnuþátttöku þeirra á við karla. Konur í Mið-Austurlöndum og Suður-Asíu hafa til dæmis einungis tæplega helming af réttindum karla á vinnumarkaði. Þetta sýnir að þrátt fyrir töluverðar umbætur á lagaumhverfi og regluverki á undanförnum áratug um stöðu kvenna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu, er konum enn mismunað á margvíslegan hátt víða um heim.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Auk ávarps frá Kristalinu Georgieva, starfandi forseta Alþjóðabankans, verða fluttar þrjár örkynningar á málstofunni á mánudag. Stefán Sigurðsson forstjóri Sýnar ræðir leiðir sem einkafyrirtæki hefur farið til að stuðla að jafnrétti í atvinnulífinu, Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður samtakanna Women Political Leaders fer yfir árangursríkar aðgerðir sem löggjafinn hefur tekið til að jafna stöðu kynjanna og Kondwani Macdonald Mhone nemi við Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og sérfræðingur í kvenna- og barnamálaráðuneyti Malaví talar um stöðu jafnréttismála í Malaví.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Í lok fundar verða pallborðsumræður um efni skýrslunnar. Í pallborði sitja Kristalina Georgieva, Guðlaugur Þór Þórðarson, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ulla Tørnæs þróunarmálaráðherra Danmerkur.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Fundarstjóri verður Kristín A. Árnadóttir sendiherra jafnréttismála sem stýrir einnig umræðum í pallborði. Streymt verður beint frá málstofunni.&nbsp;</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;"><a href="https://www.facebook.com/events/313310649539815/" target="_blank">Hér má finna viðburðinn á Facebook</a>.</span></p>

28.02.2019Ný samstarfsverkefni í þróunarsamvinnu í Sierra Leone og Líberíu

<span></span> <p><span style="font-family: Calibri;">Skrifað var undir samstarfssamninga við Sierra Leóne og Líberíu um ný þróunarsamvinnuverkefni fyrr í mánuðinum sem styðja sérstaklega við heimsmarkmið nr. 14 um sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og verndun hafsins. Bæði löndin hafa umtalsverða möguleika á að byggja upp atvinnulíf og störf tengd fiskveiðum, enda góð fiskimið undan ströndum þeirra.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Verkefnin hafa verið undirbúin í náinni samvinnu við Alþjóðabankann og stjórnvöld í viðkomandi löndum og byggja á samstarfi Íslands við Alþjóðabankann í fiskimálum. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) á Íslandi er lykilsamstarfsaðili verkefnisins í þjálfunarmálum. Skólinn kemur til með að bjóða upp á þjálfun sem verður sérsniðin að markmiðum verkefnisins. Verkefnið tekur á heildrænan hátt á áskorunum sem tengjast fiskveiðum og virðiskeðju fiskafurða í löndunum tveimur. </span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Sierra Leóne og Líbería eru meðal fátækustu landa heims en samkvæmt þróunarstuðli Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index) er Líbería í 181. sæti og Sierra Leóne í 184. sæti af 189 löndum. Bæði ríki eru stríðshrjáð en borgarastyrjaldir herjuðu í löndunum á tíunda áratug síðustu aldar og þeim lauk þeim ekki fyrr en í byrjun aldarinnar. Ebólufaraldurinn 2014 hjó einnig stórt skarð í efnahag, stjórnsýslu og almenna velferð beggja landa. Þessi saga hefur dregið báðar þjóðirnir niður hvað varðar félagslega og efnahagslega þróun.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Samstarfsverkefnin Íslands í löndunum taka á heildrænan hátt á áskorunum sem tengjast fiskveiðum og virðiskeðju fiskafurða í löndunum tveimur. Verkþættir eru samhangandi og takast á við vandamálin á heildstæðan og sjálfbæran hátt til að bæta lífsviðurværi þeirra sem vinna í fiskitengdum geirum í sjávarplássum landanna. Þá er aukin skilvirkni og sjálfbær fiskveiðistjórnun landanna mikilvæg í þeirri viðleitni að auka viðnámsþrótt samfélaga og örva hagvöxt á grundvelli jafnaðar og sjálfbærrar auðlindanýtingar, líkt og drög að stefnu um þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023 leggur áherslu á.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Meginverkefnaþættir eru eftirfarandi:</span></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li><span style="font-family: Calibri;">Bætt vinnsluaðstaða, þar með taldir umhverfisvænir reyk- og þurrkofnar fyrir fiskvinnslu til að bæta gæði, draga úr heilsuspillandi áhrifum reyks á konur, minnka brennslu eldiviðar og auka nýtingu og virði fiskafurða.</span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Inniviðir í fiskisamfélögum, sérstaklega aðgengi að hreinu vatni og salernis- og hreinlætisaðstöðu, sem bæði bætir heilsufar og stuðlar að betri meðferð afla. </span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Þjálfun og uppbygging getu ráðuneyta og stofnana fyrir skilvirka og sjálfbæra fiskveiðistjórnun.</span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Aðgengi að fjármagni fyrir konur í virðiskeðju sjávarafurða.</span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Barátta gegn mengun í hafi og hreinsun strandlengjunnar í kringum löndunarstöðvar.</span></li> <li><span style="font-family: Calibri;">Uppbygging rannsóknarstofu fyrir fiskiðnaðinn í Líberíu.</span></li> </ul> <p><span style="font-family: Calibri;">Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við stjórnvöld og lykilstofnanir í löndunum tveimur auk staðbundinna fiskveiðisamfélaga og félagasamtaka sem tryggir eignarhald heimamanna og stuðlar að sjálfbærni verkefnanna. Þá er verkefnið framkvæmt í nánu samstarfi við <em>West Africa Regional Fisheries Program</em> (WARFP) verkefni Alþjóðabankans í þessum löndum. Það hefur í för með sér mikla kosti fyrir Ísland sem hefur hingað til ekki verið í þróunarsamstarfi á þessum slóðum. Að hluta til er einnig markmiðið að einstaka verkþættir í verkefni Íslands geti verið skalaðir upp með fjármagni frá Alþjóðabankanum á seinni stigum ef vel tekst til. Með þessu samstarfi má ætla að slagkraftur aðgerðanna geti orðið meiri þar sem þær tengjast umfangsmeiri verkefnum Alþjóðabankans.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Þá verður hluti verkefnisins framkvæmdur af UNICEF enda hefur stofnunin mikla reynslu af framkvæmd verkefna í vatns- og hreinlætismálum og vinnur í nánu samstarfi með stjórnvöldum í löndunum. Samstarfið við UNICEF fellur undir rammasamning ráðuneytisins og UNICEF, en fyrr í mánuðinum var skrifað undir viðauka vegna þeirra verkefnisþátta sem UNICEF framkvæmir fyrir Ísland í Líberíu og Sierra Leóne. Fulltrúar ráðuneytisins voru á dögunum á ferðinni í fiskimannasamfélögum ásamt fulltrúum UNICEF og stjórnvalda til að hefja undirbúning framkvæmda. </span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Bætt aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu eru lykilþættir í verkefninu. Nefna má sem dæmi að í einni helstu verstöð Sierra Leóne, sem heitir Tombo, búa liðlega 40 þúsund manns. Þar er sáralítið rennandi vatn og engin almenn salernisaðstaða.&nbsp; Þó er áætlað að þarna sé landað um 30 þúsund tonnum af fiski á hverju ári. Eftir tvö ár er reiknað með að allir hafi aðgang að hreinu rennandi vatni með um 300 vatnspóstum og nægur fjöldi almenningssalerna gjörbreyti hreinlætisástandi í bænum og fari langt með að útrýma vatnsbornum sjúkdómum.&nbsp; Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi vatns og hreinlætis fyrir meðferð á aflanum. Vatnsveitan í Tombo mun þá þjóna fleiri einstaklingum en allar íslenskar vatnsveitur að undanskildum Veitum.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri; color: black;">Þessi fyrsti hluti verkefnasamstarfsins er skilgreindur til tveggja ára og áætluð framlög til verkefnisins á því tímabili eru um 6 milljónir Bandaríkjadala. Vonir standa til að verkþættir sem skila góðum árangri geti orðið hluti af framtíðar fiskveiðiverkefnum Alþjóðabankans og sérstökum samstarfsverkefnum landanna og Íslands á þessum sviðum til lengri tíma litið. Á sama tíma er lagt upp með að eftir þessi tvö ár standi eftir skýr árangur af innleiðingu verkefnisins, fátækt fólk í fiskimannabyggðum verði komið með aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu og löndunaraðstaða og umhverfi þess verði hreinna. Betri reykofnar og fiskvinnsluaðstaða verði til staðar og þekking verkenda á auknum gæðum og verðmæti afurða. Dregið hafi úr mengun og heilsuspillandi áhrifum reykingar á fiski og fjöldi sérfræðinga hafi fengið þjálfun í því hvernig á að byggja upp fiskveiðistjórnun og virðiskeðju sjávarafurða.</span></p>

27.02.2019Viðkvæmt ástand hjá SOS í Venesúela en allir heilir

<span></span> <p><span style="font-family: Calibri;">Staðfesting hefur borist á því að öll börn og starfsfólk í SOS barnaþorpunum í Venesúela og handan landamæranna eru heil á húfi. Öryggið er þó ekki tryggt og starfsfólk er í viðbragðsstöðu ef bregðast þarf við hættuástandi. Mikil ólga ríkir í landinu og átök eiga sér stað sem hafa kostað mannslíf vegna hins pólitíska óstöðugleika sem skekur þjóðina.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Í <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8404/vidkvaemt-astand-hja-sos-i-venesuela-en-allir-heilir">frétt</a>&nbsp;á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi kemur fram að 58 Íslendingar eru ýmist styrktarforeldrar eða barnaþorpsvinir barna og barnaþorpa í Venesúela en þar eru þrjú SOS barnaþorp. Þar að auki eru SOS á Íslandi og Utanríkisráðuneytið að styrkja mannúðarverkefni SOS í Kólumbíu við landamæri Venesúela um rúmar 20 milljónir króna. Ein milljón af þremur milljónum flóttamanna frá Venesúela hafa flúið yfir landamærin til Kólumbíu frá árinu 2015.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">SOS í Kólumbíu útvegar flóttafólki vatn, matvæli og pakka með öllum nauðsynlegustu hreinlætisvörum. Annar mikilvægur þáttur í vinnu SOS Barnaþorpanna er að verja börn á svæðinu fyrir ýmsum hættum eins og ofbeldi, kynjamisrétti og kynferðislegri misnotkun. SOS rekur sérstök <strong><span style="color: #555555; font-family: Calibri, sans-serif;">barnvæn svæði</span></strong> þar sem börn geta stunduð nám og leik. Engin truflun hefur orðið á því starfi enn sem komið er.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">„Það eru allir óhultir en það þýðir samt ekki að hversdagslegar áskoranir séu leystar. Við erum á hæsta viðbúnaðarstigi og erum með aðgerðaáætlun tilbúna til að tryggja öryggi barnanna ef ástandið breytist. SOS Barnaþorpin eru viðurkennd um heim allan sem öruggt skjól fyrir börn og að sjá þeim fyrir öllum grunnþörfum. Það er engin breyting að verða á því,“ segir Ilvania Martins framkvæmdastjóri SOS í Venesúela.</span></p> <p><span style="font-family: Calibri;">Utanríkisráðuneytið styrkti <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8398/yfir-20-milljonir-i-adstod-fra-islandi-vegna-flottafolks-fra-venesuela" target="_blank">neyðarverkefni SOS í Kólumbíu um um tæpa 19 og hálfa milljón króna</a> fyrr á árinu og mótframlag SOS á Íslandi er rúm ein milljón króna. </span></p>

27.02.2019Verkefni Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins bjarga mannslífum í Sierra Leóne

<span></span> <p>Með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi sett af stað verkefni sem veitir lífsbjargandi aðstoð í Sierra Leóne og bætir velferð þúsunda. „Það er eiginlega ótrúlegt hvað hægt er að hjálpa mörgu fólki fyrir ekki meiri pening,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins eftir vettvangsferð til Sierra Leóne þar sem umfangsmikið vatns- og heilbrigðisverkefni er að fara af stað.</p> <p>Sierra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og þar er einnig barna- og mæðradauði með því hæsta sem gerist í heiminum. Til að mæta þessum alvarlegu áskorunum ákváðu Rauði kross félögin í Sierra Leóne, Finnlandi, Svíþjóð og á Íslandi að taka höndum saman með sameiginlegu verkefni sem er ætlað að bæta heilbrigði íbúa í fjórum af þrettán héruðum landsins. Verkefnið framundan er að stórbæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, veita fræðslu um heilbrigði og draga úr ofbeldi gegn konum og börnum.</p> <p>„Við erum ótrúlega þakklát Íslandi fyrir stuðninginn og mig langar til að þakka utanríkisráðherra Íslands persónulega fyrir að veita okkur þennan stuðning,“ segir Kpawuru Sandy framkvæmdastjóri Rauða krossins í Sierra Leóne. „En við vitum að Ísland er mjög þróað samfélag í dag en við vitum líka að Ísland var einu sinni fátækt, en með mikilli áræðni og aðstoð utanaðkomandi vina tókst því að brjótast úr fátækt til bjargálna. Það má því segja að við lítum til Íslands og ætlum okkur að læra mikið af samstarfinu við Ísland og af vinum okkar á Íslandi. Það sama má segja um Finnland og okkar finnsku vini.“</p> <p>Fá alþjóðleg hjálparsamtök eru starfandi í Sierra Leóne, öfugt við það sem var þegar ebólufaraldurinn geisaði þar á árunum 2014-2016. Flest þeirra hafa horfið á braut þrátt fyrir að mikla neyð. Það mæðir meira á Rauða krossinum í dag, vegna þess hve fá alþjóðleg samtök eru starfandi í landinu. „Sérstaða Rauða krossins er meðal annars sú að í öllum löndum eru starfandi Rauða kross félög sem eru á svæðinu áður en hamfarir verða, á meðan hamfarir eru og eftir að þeim lýkur. Enginn þekkir aðstæður betur á vettvangi en starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem skipta milljónum á heimsvísu,“ segir Atli og bætir við að „vegna vinnu sjálfboðaliða Rauða krossins megi nýta hverja krónu betur heldur en þegar vinnu er haldið uppi af starfsfólki sem sinnir öllum störfum. Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Sierra Leóne stuðla líka að aukinni uppbyggingu og þekkingarsköpun á heimaslóðum sínum og þar með aukinni sjálfbærni verkefna.“</p> <p>Þrjú Rauða kross félög á Norðurlöndum koma að verkefninu ásamt Rauða krossinum í Sierra Leone. „Þetta er vonandi vísir að áframhaldandi farsælu samstarfi þessara þriggja norrænu Rauða kross félaga í Sierra Leóne. Í sameiningu ætlum við að bjarga mannslífum, stuðla að auknu heilbrigði, fæðuöryggi og valdeflingu kvenna og stúlkna,“ segir Terhi Heinäsmäki svæðisfulltrúi finnska Rauða krossins í Afríku. Sandy og Atli taka undir það og segja það forgangsverkefni að stuðla að aukinni valdeflingu stúlkna og kvenna í löndum á borð við Sierra Leóne. „Á þann hátt tryggjum við best framþróun, stöðugleika og drögum úr fátækt til frambúðar.“</p>

26.02.2019Aukin framlög Íslands til bágstaddra í Jemen

<p><span>Guðlaugur Þór utanríkisráðherra tók í morgun þátt í sérstakri framlagaráðstefnu um Jemen sem Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss stóðu fyrir. Þar hét hann 30 milljóna króna viðbótarframlagi íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðstoðar í landinu, sem verður ráðstafað í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA).<br /> <br /> „Stærsta neyðin í heiminum í dag ríkir í Jemen þar sem áttatíu prósent þjóðarinnar þurfa á neyðaraðstoð að halda. Við höfum lagt áherslu á að aðstoðin nái til barna og kvenna sem eru í sérstaklega bágri stöðu í Jemen,“ sagði Guðlaugur Þór. <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/26/Avarp-radherra-a-framlagaradstefnu-vegna-Jemen/">Í ræðu sinni</a>&nbsp;lagði hann jafnframt áherslu á að bundinn verði endi á átökin sem hafa staðið frá árinu 2015.<br /> <br /> Fyrr á árinu lögðu íslensk stjórnvöld 36 milljónir til UNFPA og vörðu rúmum 19 milljónum til aðstoðar við jemensk börn í samstarfi við Barnaheill. Markmiðið með framlögum til UNFPA er að bæta heilsugæslu í Jemen til að mæta bágborinni stöðu kvenna sem sætt hafa ofbeldi og veita mæðrum og þunguðum konum neyðarþjónustu.<br /> <br /> Með framlaginu er ljóst að framlög til mannúðaraðstoðar í Jemen nema að lágmarki 85 milljónum á þessu ári og hafa þá náð rúmum 150 milljónun á undanförnum mánuðum. Framlögunum hefur einnig verið ráðstafað í samstarfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC).<br /> <br /> Guðlaugur Þór flutti einnig <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/26/Raeda-utanrikisradherra-i-mannrettindaradi-STh-fyrir-hond-NB8-rikjanna-gegn-daudarefsingum/">ræðu í mannréttindaráðinu</a>&nbsp;fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltslandanna gegn dauðarefsingum. Hann sagði áhyggjuefni hversu oft dauðarefsingum væri beitt gegn minnihlutahópum og þeim sem minnst mega sín. Hann lagði þó áherslu á að töluverðar framfarir hefðu orðið á undanförnum árum og dauðarefsing viðgengist nú í innan við þriðjungi ríkja heims.<br /> <br /> Í dag hitti utanríkisráðherra einnig Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, og ræddi við hana um mannréttindi, framlag Íslands til skrifstofu mannréttindastjórans og <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/02/22/Island-fullgildir-bokun-vid-samning-um-bann-vid-pyntingum/">nýlega fullgildingu bókunar</a>&nbsp;við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum.<br /> <br /> Guðlaugur Þór hefur einnig átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum nokkurra ríkja sem staddir eru í Genf. Í gær hitti hann Mariu Ubach, utanríkisráðherra Andorra, og ræddi við hana um Evrópumál. Á fundi þeirra Mariju Pejcinovic Buric, utanríkisráðherra Króatíu, voru mannréttindamál og málefni Evrópuráðsins til umfjöllunar.<br /> <br /> Í dag hitti Guðlaugur Þór Josep Borrell Fontelles, utanríkisráðherra Spánar, og ræddi við hann um málefni Katalóníu og tvíhliða samskipti Íslands og Spánar, meðal annars á sviði viðskipta og ferðamennsku. Á fundi með Retno Lestari Priansari Marsudi, utanríkisráðherra Indónesíu, var helst rætt um tvíhliða viðskipti ríkjanna og mögulegan tvísköttunarsamning þeirra á milli en nýverið var gengið frá fríverslunarsamningi EFTA og Indónesíu. Einnig ræddu ráðherrarnir samstarf í jarðahita- og sjávarútvegsmálum. Marsudi gegndi á sínum tíma embætti sendiherra Indónesíu gagnvart Íslandi og þekkir ágætlega til Íslands. Guðlaugur hitti sömuleiðis utanríkisráðherra Belgíu, Didier Reynders, og ræddi við hann mannréttindamál og málefni Evrópuráðsins.<br /> <br /> Að endingu hitti Guðlaugur Þór framkvæmdastjóra EFTA, Henri Gétaz, til að ræða stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna samtakanna.</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/26/Avarp-radherra-a-framlagaradstefnu-vegna-Jemen/">Ræða utanríkisráðherra á framlagaráðstefnu vegna Jemen</a><br /> <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/26/Raeda-utanrikisradherra-i-mannrettindaradi-STh-fyrir-hond-NB8-rikjanna-gegn-daudarefsingum/">Ræða utanríkisráðherra gegn dauðarefsingum</a></span></p>

25.02.2019Tæplega þúsund börn féllu í Afganistan á síðasta ári

<span></span> <p>Vopnuð átak í Afganistan kostuðu 3800 mannslíf óbreyttra borgara á síðasta ári, segir í nýrri skýrslu&nbsp;&nbsp;Sameinuðu þjóðanna. Af þessum fjölda féllu 927 börn. Þau hafa aldrei verið fleiri meðal látinna á síðustu tíu árum. Rúmlega sjö þúsund borgarar særðust og allar þessar tölur eru til marks um harðnandi átök að mati UNAMA, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um Afganistan.</p> <p>Aukið ofbeldi og aukið mannfall er rakið til annars vegar fleiri sjálfsmorðsárása vígasveitar Íslamskra ríkisins, ISKP, og hins vegar til fjölgunar aðgerða í lofti og láði á vegum stjórnarhersins.</p> <p>„Sú staðreynd að aldrei fyrr hafi jafn mörg börn verið drepið er hreint út sagt skelfilegt,“ segir Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.</p> <p><a href="https://unama.unmissions.org/sites/default/files/afghanistan_protection_of_civilians_annual_report_2018_final_24_feb_2019_v3.pdf" target="_blank">Skýrsla</a> UNAMA er sú tíunda í röðinni um þjáningar afgönsku þjóðarinnar vegna vopnaðra átaka í landinu sem hafa leitt til 32 þúsund ótímabærra dauðsfalla óbreyttra borgara á einum áratug. Tvöfalt fleiri, eða um 60 þúsund manns, hafa særst í átökum á þessum tíma.</p> <p>Afganistan er eitt þriggja áherslulanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland veitir framlög beint í aðgerðaáætlun UN Women í Afganistan. Meðal verkefna má nefna stuðning við miðstöðvar fyrir upplýsinga- og fjarskiptatækni og vitundavakningu um Kvennasáttmálann (CEDAW) meðal háskólanema, embættismanna og fulltrúa borgarasamtaka í gegnum vinnustofur og námskeið. Einnig veitir stofnunin ríkistjórninni stuðning við gerð áætlunar um og eftirlit við framkvæmd ályktunar um konur, frið og öryggi.</p>

22.02.2019Sendifulltrúi Rauða krossins til Nígeríu

<span></span> <p>Baldur Steinn Helgason sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi hélt í síðustu viku af stað til Nígeríu. Hann starfar þar í matsteymi Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC) og stýrir birgðastjórnun fyrir skrifstofu sambandsins í Abuja. Verkefnið tengist neyðarviðbrögðum vegna flóða sem urðu í mið- og suðurhluta Nígeríu á síðasta ári.</p> <p>Mikil flóð verða oft á þessu svæði og ósjaldan mannskaði. Rúmlega eitt hundrað íbúar fórust í flóðunum síðastliðið haust. Þá flosnuðu upp af heimilum sínum rúmlega ein milljón íbúa í tíu héruðum.</p> <p>Baldur er þróunar- og skipulagsfræðingur og hefur verið á Veraldarvakt Rauða krossins í rúman áratug eða frá 2005. Hann hefur komið að fjölda verkefna á vegum Rauða krossins á þessum árum. Hann hefur víðtæka þjálfun og þekkingu á þessu sviði og Rauði krossinn hefur meðal annars notið góðs af störfum hans í verkefnum í Indónesíu, Níger, Malí.</p>

21.02.2019Ungmenni eru kyndilberar heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>„Þátttaka ungs fólk í ákvarðanatöku hvað varðar sjálfbæra þróun er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030.&nbsp;Ef við ætlum að takast almennilega á við stærstu áskoranir samtímans, þar með talið áhrif loftslagsbreytinga, fátækt, kynjamismun, átök og fólksflutninga þá þurfum við á kröftum ungs fólks að halda,“ sagði í Fésbókarfærslu Ungmennaráðs Sameinuðu þjóðanna í gær í tilefni útgáfu Sameinuðu þjóðanna á skýrslu um ungmenni og heimsmarkmiðin.</p> <p>Skýrslan sem nefnist „<a href="https://www.un.org/development/desa/youth/world-youth-report/wyr2018.html?fbclid=IwAR3g17iemFzCi2AP_ccedEFp-4D1s30Va9cwpfpc7E9-6gEPiypkGafp-Vg" target="_blank">Youth and the 2030 Agenda for Sustainable Development</a>“ fjallar bæði um hlutverk ungmenna sem þátttakenda í beinum aðgerðum í þágu sjálfbærrar þróunar en einnig þann ávinning sem ungt fólk á að fá með heimsmarkmiðunum. Þau voru sem kunnugt er samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015, meginmarkmiðin eru sautján talsins, og skilgreind undirmarkmið 169. Þau eiga að vera komin í höfn árið 2030.</p> <p>Í nýju skýrslunni segir að ungmenni séu kyndilberar heimsmarkmiðanna og hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Eins og ungmennaráðið bendir á í <a href="https://www.facebook.com/Ungmennar%C3%A1%C3%B0-Heimsmarkmi%C3%B0a-Sameinu%C3%B0u-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0anna-138997356796527/">stöðufærslu</a>&nbsp;sinni eru ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára um 16% mannkyns.</p> <p>Tólf fulltrúar á aldrinum þrettán til átján ára voru á síðasta ári skipaðir í ráðið og þeir halda reglulega&nbsp;fundi undir handleiðslu sérfræðings í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi.</p> <p>Meginmarkmið ungmennaráðsins er að vekja athygli á heimsmarkmiðunum og sjálfbærri þróun, bæði meðal ungmenna og innan samfélagsins í heild. Hlutverk ráðsins verður að fræðast og fjalla um Heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið mun jafnframt veita stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að funda árlega með ríkisstjórn.</p>

21.02.2019Íslendingar í lið með FAO gegn ólöglegum fiskveiðum

<span></span> <p>„Samstarfið lagar sig einkar vel að pólitískri stefnu Íslands í alþjóðamálum með ríkum áherslum á málefni hafsins. Það gefur okkur tækifæri til að nýta íslenska þekkingu í stórum alþjóðlegum verkefnum. Og bæði íslensk fyrirtæki og íslenskir sérfræðingar fá tækifæri til að leggja sitt af mörkum sem er fagnaðarefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýjan samstarfssamning ráðuneytisins við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO.</p> <p>Að sögn utanríkisráðherra lýtur verkefnið að baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum, rusli í höfum og öðrum þáttum sem snúa að svonefndum „bláum vexti“. Hann segir samvinnuverkefnið hafa verið í undirbúningi frá því á síðasta ári og það feli bæði í sér bein fjárframlög og framboð á íslenskri sérfræðiþekkingu. Heildarvirði samkomulagsins nálgast tvær milljónir Bandaríkjadala á fjórum árum, sem skiptist nokkuð jafnt á milli beinna framlaga og framlaga í formi sérfræðiaðstoðar.</p> <p><strong>Þrír meginþættir samkomulagsins</strong></p> <p>Þrír meginþættir hafa verið greindir þar sem framlög Íslands koma til með að nýtast vel.</p> <p>Í fyrsta lagi er um að ræða baráttuna gegn ólöglegum fiskveiðum, hnattrænt verkefni sem þegar er í gangi undir samheitinu ,,Illegal, unreported, and unregulated fisheries” (IUU).<span>&nbsp; </span>Verkþættir innan þessa stóra verkefnis hafa verið skilgreindir þar sem aðstoð Íslands er talin koma að mestum notum, ekki síst fyrir smáeyjaríki (Small Island Development States, SIDS) og önnur þróunarríki sem vilja taka fullan þátt í baráttu gegn ólöglegum veiðum. Þar er sérstaklega átt við innleiðingu alþjóðlegs samnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar (PSMA). Þann samning hefur Ísland staðfest, en þar kveður meðal annars á um að þróuð ríki veiti þróunarlöndum aðstoð við að uppfylla kröfur samningsins. Innan þessa fellur að sögn Guðlaugs Þórs augljóslega áhersla Íslands um stuðning við smáeyjaríki (Small Island Development States, SIDS).<br /> <br /> Í öðru lagi er um að ræða aðgerðir gegn rusli í höfum, sérstaklega plasti og glötuðum veiðafærum, drauganetum (Abandoned, lost and otherwise discarded fishing gear, ALDFG). FAO hefur þegar kynnt verkefni sem eru í vændum á þessu sviði. Sérfræðiaðstoð frá Íslandi getur nýst í þeim.<br /> <br /> Í þriðja lagi er um að ræða fjölþjóðlegan sjóð innan FAO (Multipartner Programme Support Mechanism, FMM) þar sem ein stoðin nefnist ,,Blue growth”. FAO hefur ítrekað óskað eftir þátttöku Íslands í FMM og nú hefur verið heimilað að ,,Blue growth” stoðin geti nýtt sér sérfræðiaðstoð frá Íslandi innan ramma samkomulagsins. FMM hefur notið stuðnings Svía, Belga, Svisslendinga og Hollendinga undanfarin áratug og hefur nýlega gengið í gegnum endurskoðun. „Komi fram óskir um sérfræðiaðstoð vegna ,,Blue growth” verður hægt að meta þær hverju sinni,“ segir utanríkisráðherra.</p> <p>Samningur um samstarf og framlög Íslands í baráttunni gegn ólöglegum fiskveiðum hefur þegar verið undirritaður og innan tíðar verður skrifað undir heildstætt samkomulag Íslands og FAO um alla ofangreinda þætti. Því er við að bæta að þau verkefni sem til stendur að styðja laga sig vel að þeim áherslum sem fram koma í samstarfi Íslands og Alþjóðabankans, ProBlue.</p> <p>Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands í Róm hefur unnið að undirbúningi þessa samstarfs að undanförnu og notið ráðgjafar Ara Guðmundssonar fyrrverandi starfsmanns fiskideildar FAO.</p>

20.02.2019Tæplega helmingur tungumála í útrýmingarhættu

<span></span> <p><span>Færri en eitt hundrað þeirra 6500 tungumála sem töluð eru í heiminum eru notuð á stafrænan hátt og örfá hundruð tungumála eru kennd í skólum heimsins. Í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að 43% tungumála heimsins séu í útrýmingarhættu. „Á tveggja vikna fresti deyr tungumál út og með því hverfur menningarleg og vitsmunlaeg arfleifð,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>Haldið hefur verið upp á Alþjóðadag móðurmálsins á hverju ári frá síðustu aldamótum til þess að efla fjölbreytni tungumála í heiminum og fjöltungu. Sá dagur er á morgun, 21. febrúar, en dagurinn varð fyrir valinu vegna þess að þann dag árið 1952 skaut lögregla í Dhaka í Bangladess á mannfjölda sem krafðist þess að móðurmál þeirra, Bangla, yrði viðurkennt. Þessi atburður hratt af stað tungumálahreyfingu sem kennd er við Bengal.</span></p> <p><span>Þema dagsins er “Tungumál frumbyggja skiptir máli fyrir þróun, friðarvæðingu og sættir“ og það kallast á við Alþjóðlegt ár frumbyggjamála.</span></p> <p><span>Í frétt UNRIC segir að Samar séu eina frumbyggjaþjóðin sem skráð sé í Evrópu. Þeir tali tíu mismunandi tungumál og búi í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Þá segir að í Noregi hafi verið sett lög og reglugerðir í því skyni að verja tungumál Sama því dagleg notkun fari minnkandi. 25 þúsund tali norður-samísku, sem sé stærsta einstaka og útbreiddasta mállýska Sama-mála. Þá segir að öll tungumál Sama séu á lista UNESCO yfir tungumál í útrýmingarhættu.</span></p> <p><span>„40% jarðarbúa hafa ekki aðgang að menntun á máli sem þeir tala eða skilja. Framfarir hafa þó orðið í fjöltungumenntun sem byggir á þekkingu á móðurmáli. &nbsp;Tungumál eru öflugasta tækið til að varðveita og þróa áþreifanlega og óáþreifanlega arfleifð. Barátta fyrir móðurmálinu þjónar einnig þeim tilgangi að efla fjölbreytni tungumála og fjöltungumenntun og auka vitund um hefðir tungumála og menningar.“</span></p>

19.02.2019Nýtt verkefni SOS Barnaþorpanna um fjölskyldueflingu

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt SOS Barnaþorpunum á Íslandi rúmlega 45 milljóna króna styrk til að fjármagna fjölskyldueflingu á Filippseyjum. Slík verkefni á vegum SOS á Íslandi eru því orðin þrjú talsins samtökin eru þegar að styðja við bakið á sárafátækum barnafjölskyldum að verða sjálfbærar í Eþíópíu og Perú. Mótframlag SOS fyrir verkefnið á Filippseyjum eru rúmar 11 milljónir króna sem fjármagnaðar eru af SOS-fjölskylduvinum, mánaðarlegum styrktaraðilum SOS á Íslandi</p> <p>Fjölskyldueflingin á Filippseyjum verður á Samar-eyju skammt frá SOS barnaþorpunum Calbayog og Tacloban. Það&nbsp;hefst 1. apríl næstkomandi og er til þriggja ára. Fram kemur á vef SOS Barnaþorpanna að verkefnið nái til 1800 barna og ungmenna „og snýst um að klæðskerasniðna aðstoð til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna.“</p> <p>Þar segir ennfremur að nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum séu í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum eða yfir 30% barnafjölskyldna. „Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjöldið fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“</p> <p>Einu fjölskyldueflingarverkefni á vegum SOS á Íslandi er nú þegar lokið með mjög góðum árangri í Gíneu Bissá. <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8400/mikill-arangur-a-skommum-tima" target="_blank">Verkefnið í Eþíópíu</a> hófst í janúar 2018 og gengur framar vonum. Í Perú er verkefnið í yfirumsjón SOS í Noregi en með aðkomu SOS á Íslandi. SOS á Íslandi fjármagnar því þrjú fjölskyldueflingarverkefni í heiminum í dag.</p>

15.02.2019Rúmlega hálf milljón ungbarna látist vegna stríðsátaka á fimm árum

<span></span> <p>Áætlað er að í það minnsta 550 þúsund ungbörn hafi látið lífið vegna stríðsátaka á árabilinu 2013 og 2017 í þeim tíu löndum sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt greiningu Barnaheilla – Save the Children. Það er að meðaltali yfir 100 þúsund börn á ári hverju. Ungbörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp.</p> <p>Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka fer upp í 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Til samanburðar hafa Barnaheill – Save the Children áætlað út frá fyrirliggjandi gögnum að á ofangreindu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum.</p> <p>Tölur yfir heildarfjölda látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsins eru birtar í skýrslu Barnaheilla – Save the Children <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/stop-the-war-on-children-2019.pdf" target="_blank">Stop the War on Children</a>&nbsp;(Stöðvum stríð gegn börnum) sem kynnt var í gær í tengslum við upphaf Öryggisráðstefnunnar í München. Í skýrslunni eru upplýsingar um fjölda barna sem býr á svæðum þar sem stríðsátaka gætir. Þær leiða í ljós að nærri eitt af hverjum fimm börnum býr á svæðum þar sem vopnuð átök og stríð geisa, fleiri en nokkru sinni síðustu 20 ár.</p> <p>Ný rannsókn Friðarrannsóknarsetursins í Osló (PRIO), gerð að tilstuðlan Barnaheilla – Save the Children, sýndi að 420 milljónir barna bjuggu á stríðshrjáðum svæðum árið 2017 eða 18% allra barna í heiminum. Það er aukning um 30 milljónir frá síðasta ári. Afganistan, Jemen, Suður-Súdan, Mið-Afríkulýðveldið, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Sýrland, Írak, Malí, Nígería og Sómalía eru þau lönd þar sem börn liðu hvað mest vegna átaka árið 2017.</p> <p><span></span>„Skýrsla okkar sýnir að þær aðferðir sem beitt er við stríðsrekstur nú á dögum valda börnum meiri þjáningum. Fjöldi þeirra barna sem hafa látist eða örkumlast hefur meira en þrefaldast og við sjáum óhugnanlega aukningu á að neyðaraðstoð sé notuð sem vopn í stríði,“ segir Helle Thorning-Schmidt, framkvæmdastjóri Save the Children International. „Það er átakanlegt að við skulum, á 21. öld, sjá slíkt bakslag í að fylgja eftir siðferðislegum viðmiðum sem eru svo einföld – börn og almennir borgarar skulu aldrei vera skotmörk.</p> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sent alþingismönnum skýrsluna „Stop the war on children“ og hvetja Alþingi og stjórnvöld til þess að beita sér fyrir því á vettvangi alþjóðasamfélagsins að viðurkenndum viðmiðum sé fylgt í stríðsátökum. Að þeir sem brjóta alþjóðalög og alþjóðasamninga verði dregnir til ábyrgðar og að gripið sé til aðgerða til að vernda börn sem búa við stríðsástand og hjálpa og styðja við þau börn sem þegar hafa mátt þola þjáningar vegna stríðsátaka.</p> <p>Barnaheill – Save the Children á Íslandi skora jafnframt á stjórnvöld, atvinnulífið og almenning að sýna samhug í verki og styðja við börn sem búa við þær skelfilegu aðstæður sem stríðsástand er. „Brýnustu verkefnin nú eru að börn sem búa við slíkt ástand eða eru á flótta undan stríðsátökum eigi þess kost að njóta gæðamenntunar og fá sálfélagslegan stuðning til að takast á við þær hræðilegu raunir sem á þeim dynja,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/stodvum-strid-gegn-bornum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Barnaheilla.</p>

14.02.2019Sjö manna fjölskylda í tíu fermetra íbúð

<span></span> <p>Emebet og eiginmaður hennar Behailu búa ásamt fimm börnum sínum í um það bil 10-15 fermetra húsi í smábænum Iteye í Eþípíu. Þau eru ein af 566 fjölskyldum í fjölskyldueflingu sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna og hjálpa yfir 1600 börnum sem eru í þessum fjölskyldum. Utanríkisráðuneytið styrkir verkefnið að stærstum hluta ásamt Fjölskylduvinum SOS á Íslandi.</p> <p>Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi, heimsótti&nbsp;fjölskyldu Emebet og tók hana tali. Frásögnin birtist á <a href="https://www.sos.is/sos-sogur/nanar/8401/ykkur-ad-thakka-ad-vid-getum-sent-bornin-i-skola?fbclid=IwAR2GccH9CM3Q6KithytZD4Bbn8n0HCuJZtv0PE1LHNXt65UxDRe4kb1BceE">vef</a>&nbsp;SOS Barnaþorpanna.</p> <p><strong>Eiginmaðurinn sjónskertur</strong></p> <p>Behailu, eiginmaður Emebet, er sjónskertur og getur því aðeins að takmörkuðu leyti tekið þátt í að framfleyta fjölskyldu sinni. Emebet starfaði áður fyrir aðrar fjölskyldur við að baka þjóðlegu pönnukökurnar „injera“ sem heimafólk borðar með nær öllum mat en nú starfar hún sjálfstætt. SOS skaffaði henni yfir 100 kg af teff grjónum til injera-gerðar sem hún selur á markaði. Áður gátu börnin ekki sótt skóla að fullu því þau þurftu að afla tekna fyrir heimilið. En nú er staða fjölskyldunnar mun betri.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/E6jUXMG_vKM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>Ykkur að þakka að við getum sent börnin í skóla</strong></p> <p>„Með tilkomu fjölskyldueflingar SOS þurfa börnin ekki lengur að vinna með skólanum til að hjálpa við framfærslu heimilisins. Börnin kunna vel við sig í skólanum og vegna ykkar aðstoðar hafa þau nú fengið skólabúninga og námsgögn. Það er ykkur að þakka að við getum sent börnin í skóla. -- Við sjáum fram á bjarta framtíð ef þið haldið áfram að styðja okkur,“ segir Emebet.</p> <p>Eldri sonurinn, Yohanis, náði ekki nógu góðum einkunnum til að komast í framhaldsskóla en fyrir tilstilli fjölskyldueflingar SOS hefur honum boðist starfsmenntun í iðnnámi. Þannig getur hann aflað tekna fyrir heimilið meðan hann er í launuðu starfsnámi.</p> <p><strong>Löggur, læknar og flugmaður</strong></p> <p>Börnin eru með skýr markmið fyrir framtíðina. Þau voru spurð hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór.</p> <p>„Mig langar að verða flugmaður og líka að læra að tala ensku eins vel og þú.“ segir Yohanis. Systur hans Bereket og Minilik ætla að verða læknar, hin fjögurra ára Mezgiboshal ætlar að verða lögga eins og 12 ára bróðir hennar, Tekle. En af hverju lögga?</p> <p>„Af því að það eru svo margir þjófar í landinu okkar sem ég ætla að handtaka.“ segir Tekle við mikinn fögnuð spyrilsins, Hans Steinars frá Íslandi, sem varð fyrir því óláni að símanum hans var stolið í höfuðborginni Addis Ababa. „Geturðu hjálpað mér að finna símann minn? Honum var stolið.“ -„Já!“ svaraði Tekle að bragði.</p>

13.02.2019„Vonum að þrátt fyrir tilhlökkunina fjölgi ekki fæðingum“

<span></span> <p>„Með tilkomu fæðingardeildarinnar verða miklar breytingar, miklar framfarir. Héraðssjúkrahúsið sinnir öllum íbúafjölda héraðsins, 1,2 milljónum íbúa. Að jafnaði fæðast hér 35 börn á degi hverjum, eða sem næst eitt þúsund börn á hverjum mánuði,“ segir Henry Chibowa héraðsyfirlæknir í Mangochi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra opnaði formlega á dögunum glæsilega fæðingardeild í Mangochi bænum, en eins og kunnugt er hafa Íslendingar stutt við héraðsyfirvöld á síðustu árum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu í viðleitni þeirra við að veita íbúunum grunnþjónustu.</p> <p>Henry segir að húsnæði gömlu fæðingardeildarinnar sé í fermetrum talið aðeins um þriðjungur nýju deildarinnar. „Þar voru mikil þrengsli og konur fæddu börn á gólfinu eða á göngum og í rauninni var miklum erfiðleikum bundið að bjóða konum gæðaumönnun. Með nýju deildinni höfum við ekki aðeins meira rými heldur einnig fleiri hjúkrunarfræðinga sem hafa notið stuðnings íslenska sendiráðsins og því getum við aukið gæði þjónustunnar í þágu kvenna og nýfæddra barna.“</p> <p><strong>Biðröð í ungbarnaeftirlitið</strong></p> <p>Henry Chibowa segir að mikil ánægja ríki í Mangochi með nýju aðstöðuna, bæði fæðingardeildina en ekki síður ungbarnaeftirlitið þar sem hann segir ævinlega vera biðröð mæðra með ungbörn frá því snemma að morgni fram eftir degi. Þar fer fram ungbarnaeftirlit,<span>&nbsp; </span>bólusetningar, fræðsla um fjölskylduáætlanir, alnæmi og fleira. „Strax á fyrsta degi sem við opnuðum ungbarnaeftirlitið var biðröðin löng og á fyrstu dögum fæðingardeildarinnar fæddust yfir eitt hundrað börn. Við vonum að þrátt fyrir tilhlökkunina með nýju fæðingardeildina leiði það ekki til þess að fæðingum fjölgi,“ segir héraðsyfirlæknirinn með brosi á vör.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/i51kSxPka1Q" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Hann bætir við að í héraðsstuðningi íslenskra stjórnvalda við Mangochi hafi á síðustu misserum verið reistar níu fæðingardeildir úti í sveitum, sex þeirra hafi þegar verið opnaðar, og þrjár þær síðustu verði teknar í gagnið síðar á árinu. Hann segir að sú stefna í samstarfinu að færa þjónustuna nær fólki sé afar mikils virði, ekki síst fyrir barnshafandi konur sem áður þurftu að fara um langan veg á næstu fæðingardeild. Hann nefnir sérstaklega „biðstofurnar“ sem byggðar hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé, byggingar þar sem konur langt að komnar geta fundið skjól í grennd við fæðingardeild og beðið átekta eftir að barnið sýnir merki þess að vilja komast í heiminn.</p> <p><strong>Fæðingartíðnin mesta ógnin</strong></p> <p>Henry segir mestu lýðheilsuógnina í Mangochi felast í fólksfjölguninni, fæðingartíðni sé enn of há, en eins og nýlega kom fram í niðurstöðum manntals sem gert var í Malaví síðastliðið haust hafði íbúum í Malaví fjölgað um 35% á síðustu tíu árum. „Þessi þróun hefur áhrif á allt sem tengist lýðheilsu,“ segir héraðsyfirlæknirinn ungi sem er aðeins 28 ára að aldri.</p>

13.02.2019Nemendur frá þrettán löndum við nám í Jafnréttisskólanum

<span></span> <p>Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna tók á móti nemendum frá þróunarlöndum og átakasvæðum í tólfta sinn um miðjan janúar. Þetta árið eru nemendurnir 23 talsins, 7 karlar og 16 konur, og koma frá 13 löndum: Afganistan, Bosníu &amp; Hersegóvínu, Eþíópíu, Gana, Indlandi, Kenýa, Kosovo, Malaví, Mósambík, Nígeríu, Palestínu, Serbíu og Úganda. Nemendurnir eru sérfræðingar og háskólanemar sem starfa að jafnréttismálum í &nbsp;heimalandi sínu, meðal annars í ráðuneytum, félagasamtökum og lögreglunni.</p> <p>Markmið Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna með menntun, námskeiðum og rannsóknum í þróunarríkjum og á átakasvæðum. Hvert vormisseri rekur Jafnréttisskólinn 20 vikna diplómanám (30 ECTS) í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands þar sem sérstök áhersla er á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu. Þessa önn eru kennd 7 námskeið; 5 skyldunámskeið og 2 valnámskeið, sem öll miða að því að styrkja getu nemenda til að innleiða kynjasjónarmið í vinnu sína og rannsóknir. </p> <p>Námskeiðin eru: Alþjóðleg jafnréttisfræði: Kenningar og hugtök; Kyngervi, umhverfismál og sjálfbærni; Kyngervi, kyndbundið ofbeldi og öryggismál; Kyngervi, þróunarmál og hagnýt jafnréttisfræði; Kyngervi, vinnumarkaður og fólksflutningar; Kyngervi, menntun og heilsa. </p> <p>Nemendurnir vinna einnig að lokaverkefni yfir önnina sem þau munu kynna í lok annar, eða dagana 20. og 21. maí. Útskrift verður 24. maí 2019.</p> <p>Frekari upplýsingar um Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að finna á <a href="https://gest.unu.edu/en" target="_blank">vef</a>&nbsp;skólans.</p> <p>&nbsp;</p>

12.02.2019Á annað hundrað börn leyst undan hermennsku í Suður-Súdan í dag

<span></span> <p><span>Í dag, á alþjóðadegi gegn barnahermennsku, voru 119 börn leyst undan hermennsku í Yambio, Suður-Súdan, þar á meðal 48 stúlkur. Yngsta barnið var 10 ára.&nbsp; Alls hafa yfir 3,100 börn verið leyst úr haldi vígahópa síðan átök brutust út í landinu árið 2013.</span></p> <p><span>Á <a href="https://unicef.is/119-born-leyst-undan-hermennsku-sudur-sudan" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF á Íslandi segir að á sama tíma og þessar fréttir séu gleðilegar minnist UNICEF þeirra barna sem hafa fallið á vígvellinum sem barnahermenn. „Sýnum samstöðu með þeim börnum sem eru þvinguð til að taka þátt í vopnuðum átökum víða um heim og þrýstum á stríðandi fylkingar að sleppa tafarlaust öllum þeim börnum sem eru enn í haldi vígahópa,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>Á síðasta ári tók UNICEF þátt í að leysa 955 börn undan hermennsku í Suður-Súdan, þar á meðal 265 stúlkur. Alls hafa því yfir 3,100 börn í Suður-Súdan verið leyst undan hermennsku frá því að stríðið braust út árið 2013. Stefnt er á að leysa enn fleiri börn úr haldi á þessu ári. </span></p> <p><span>„Mörg börnin hafa barist í fjölda ára og enn fleiri hafa aldrei gengið í skóla. Ekki eru öll börnin látin bera vopn, sum eru notuð utan vígvallarins sem sendiboðar, njósnarar eða kokkar og stúlkur jafnt sem drengir eru beitt kynferðisofbeldi. Öll upplifa þau hrylling sem ekkert barn á að þurfa að þola.</span></p> <p><span>UNICEF vinnur með samstarfsaðilum að því að frelsa þessi börn og hjálpa þeim að sameinast fjölskyldum sínum og samfélögum á ný. Það er erfitt verkefni í landi þar sem fjölskyldur hafa hrakist á flótta innan landsins eða flúið átökin yfir til nágrannaríkjanna,“ segir í frétt UNICEF.</span></p> <p><span>Þar segir ennfremur að UNICEF veiti börnum sem hefur verið sleppt úr haldi heilsugæslu og sálrænan stuðning, auk nauðsynja á borð við mat, vatn og föt til undirbúa endurkomu þeirra til fjölskyldna sinna. Samfélögum og þorpsbúum í heimkynnum barnanna sé einnig veittur stuðningur og fræðsla til að koma í veg fyrir að þau verði fyrir aðkasti þegar þau koma til baka, en einnig til að draga úr líkum á að þau verði aftur tekin inn í vopnaða hópa. „Þegar börnin eru tilbúin eru þau studd til að hefja skólagöngu eða starfsþjálfun.</span> UNICEF leggur allt kapp við að hjálpa börnum sem hafa verið notuð sem hermenn til að aðlagast samfélögum sínum á nýjan leik. Á sama tíma þrýstir UNICEF alþjóðlega á stjórnvöld um allan heim að beita sér af enn meiri hörku í að útrýma notkun barna í hernað.“</p> <p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Funicefisland%2Fvideos%2F289043661745912%2F&amp;show_text=0&amp;width=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe>&nbsp;</p> <p> James var 14 ára þegar honum var rænt af vígasveitum og látinn berjast í stríðinu í Suður-Súdan. Hann var neyddur til að berjast gegn sínu eigin fólki og sá fjölda barna deyja. Það varð honum til lífs að hann sjálfur varð fyrir skoti. Hann var skotinn í fótlegginn og hermennirnir sem voru með honum skildu hann eftir. James var að blæða út þegar hann fannst og var komið á spítala í Juba, höfuðborg Suður-Súdan. Þegar búið var að finna út hver hann var hjálpaði UNICEF honum að sameinast móður sinni og sex systkinum á ný. </p> <p>Sem betur fer endar saga James vel, en enn eru að minnsta kosti 19 þúsund börn notuð sem hermenn í Suður-Súdan. Ástandið er einnig skelfilegt víða þar sem átök hafa geisað í lengri tíma, til dæmis í Sómalíu, Miðafríkulýðveldinu og Afganistan þar sem UNICEF áætlar að tugþúsundir barna séu notuð sem barnahermenn.</p>

11.02.2019Mikill árangur á skömmum tíma

<span></span> <p>Óvenju mikill árangur hefur náðst á skömmum tíma í Fjölskyldueflingarverkefni sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna í Eþíópíu, að því er fram kemur á <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8400/mikill-arangur-a-skommum-tima" target="_blank">vef</a>&nbsp;samtakanna. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi, voru í Eþíópíu dagana 1. til 6. febrúar og &nbsp;gerðu úttekt á þróun verkefnisins sem styrkt er af utanríkisráðuneytinu og SOS-fjölskylduvinum hér á landi.</p> <p>Verkefnið felst í að styðja 566 barnafjölskyldur í sárafátækt til sjálfbærni, meðal annars með mataraðstoð, bættri heilbrigðisþjónustu, stuðningi við menntun, uppeldisþjálfun, betra aðgengi að vatni, fjármálaráðgjöf og aðgengi að lánum á lágum vöxtum svo dæmi séu tekin. Lánin eru veitt fjölskyldunum til að efla eigin atvinnurekstur svo sem til kaupa á búnaði og hráefni til framleiðslu á matvöru til sölu. Þá er margt óupptalið.</p> <p>Verkefnið hófst 1. janúar 2018 og stendur yfir til 31. desember 2021. Umræddar fjölskyldur eru í smábænum Iteya og þorpinu Tero Moye sem er í 20 km fjarlægð. Verkefnið er kennt við eldfjallið Tullumoye sem þýðir „Fjallsgígur“ á íslensku og er í nágrenni Tero Moye.</p> <p><strong>Loksins auðvelt að fá vatn</strong></p> <p>Skólasókn barnanna hefur rokið upp, stofnaðir voru forskólar fyrir 4-6 ára börn, dregið hefur úr vannæringu barna, fjölskyldurnar eru mun meðvitaðri um mikilvægi menntunar, kynjajafnrétti og meðferð fjármuna svo dæmi séu tekin. Þá hefur verið byggður vatnstankur og vatnsleiðslur lagðar til þorpsins Teremoye. Þar þurfti fólk áður að leggja á sig margra klukkustunda göngu eftir vatni en nú tekur aðeins nokkrar mínútur að bera sig eftir vatninu sem rennur í fjórar vatnsstöðvar í þorpinu.</p> <p>„Það er ljóst að vel er haldið utan um verkefnið af stjórnanda þess á staðnum og þakklæti fólksins er ótvírætt. Við heimsóttum nokkrar af þessum fjölskyldum, ræddum við þær og kynntum okkur bágbornar aðstæður þeirrar. Það fór ekki á milli mála að fólkið er þakklátt okkur Íslendingum fyrir aðstoðina. Þessi heimsókn staðfesti fyrir okkur að hjálp okkar hefur borið mikinn árangur og eftir að gera áfram.“ segir Hans Steinar, upplýsingafulltrúi.</p>

08.02.2019Mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn

<span></span> <p><span></span>„Þetta hefur verið mikil upplifun og ánægjulegt að sjá árangurinn. Það sem gerir það að verkum að manni líður vel er að heimamenn koma og sýna okkur svart á hvítu þann góða árangur sem náðst hefur,” segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann er nýkominn heim úr vinnuferð til Malaví, en á þessu ári eru þrjátíu ár liðin frá því samstarf um þróunarsamvinnu hófst milli landanna tveggja.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Kh5oHuK1Z-c" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Íslendingar hafa á síðustu sjö árum unnið með héraðsstjórninni í Mangochi, einu fátækasta héraðinu í landinu, við að bæta grunnþjónustu sveitarfélagsins á þremur mikilvægustu sviðum samfélagsins, í lýðheilsu, menntun og vatni. <span></span>Á ferð sinni um verkefnasvæði Íslendinga í Mangochi héraði kynnti ráðherra sér starfið á vettvangi, hann heimsótti einn af skólum héraðsins sem nýtur stuðnings af samstarfinu, skoðaði nýja fæðingardeild við heilsugæslustöð í afskekktri sveit og nærliggjandi vatnsból, eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi sem tekið var í ferðinni.</p> <p>Þá var einn af hápunktum ferðarinnar formleg opnun glænýrrar fæðingardeildar í höfuðstað héraðsins, Mangochibænum. Auk utanríkisráðherra tók Atupele Muluzi heilbrigðisráðherra Malaví þátt í athöfninni en bygging fæðingardeildarinnar hefur verið veigamesti þátturinn í byggðaþróunarverkefni Íslendinga með héraðsstjórninni.</p> <p>Hvarvetna var ráðherranum afar vel tekið og hann beðinn fyrir þakklætiskveðjur til íslensku þjóðarinnar og stjórnvalda á Íslandi.</p>

08.02.2019Utanríkisráðherra kynnir sér verkefni Rauða krossins í Malaví

<span></span> <p>Í síðustu viku heimsótti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra höfuðstöðvar Rauða krossins í Malaví til að kynna sér langtímaþróunarsamstarf félagsins sem íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa stutt frá árinu 2012.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Verkefnið miðar að því að auka viðnámsþol 150 þúsund íbúa sem búa við sárafátækt á strjálbýlum svæðum í þremur héruðum í sunnanverðu landinu. Aðgengi að hreinu vatni, bætt heilbrigði og menntun barna er grunnstef verkefnisins, en auk þess leggur Rauði krossinn á Íslandi mikla áherslu á valdeflingu stúlkna og kvenna.</p> <p><span>&nbsp;</span>„Á meðan Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) yfir jafnrétti tíunda árið í röð, situr Malaví í 112. sæti af 149 löndum. Ungar stúlkur sem njóta stuðnings Rauða krossins til skólagöngu og hafa hætt skólagöngu vegna barneigna taka þátt í ungliðastarfi Rauða krossins á verkefnasvæðunum. Þar fá þær þjálfun í lífsleikni, fræðslu um kynheilbrigði, réttindi sín og mikilvægi hreinlætis á blæðingum. Þessar sárafátæku stúlkur hafa lítið sem ekkert aðgengi að dömubindum og því miður verður það oft til þess að þær treysta sér ekki til að fara í skólann þá daga sem blæðingarnar eru hvað mestar. Þær missa því allt að viku úr skóla í hverjum mánuði. Blæðingar eru afskaplega skammarlegt umræðuefni í Malaví og því eiga stúlkur mjög erfitt með að tjá sig um þessa hluti. Í ungliðastarfinu er túr ekki tabú og eitt þeirra verkefna sem ungmennin hafa þróað snýst um að kenna stúlkunum að sauma margnota dömubindi,“ segir í frétt á vef Rauða krossins.</p> <p>Guðný Nielsen, verkefnastjóri Rauða krossins var á staðnum og lýsir heimsókn ráðherra sem afskaplega ánægjulegri. „Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins í Malaví, sem þátt tóku í móttöku ráðherrans, voru í skýjunum. Það er mikill heiður að fá heimsókn svo háttsetts aðila og okkur þótti mjög vænt um að fá tækifæri til að kynna þetta einstaka þróunarsamstarf sem miðar að því að stórbæta líf 150 þúsund manns á strjálbýlum svæðum í þessu fátæka landi. Það skiptir miklu máli að geta veitt stjórnvöldum innsýn í þann árangur sem fæst fyrir tilstuðlan stuðnings þeirra.“</p>

07.02.2019"Einstakt traust sem okkur er sýnt af Íslands hálfu"

<p><span>Móses Chimphepo héraðsstjóri í Mangochi fór lofsamlegum orðum um stuðning íslenskra stjórnvalda við íbúa héraðsins á undanförnum árum á fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þegar hann heimsótti verkefnasvæði Íslands í Malaví í síðustu viku. Móses sagði það einstakt að njóta trausts á borð við það sem Íslendingar sýndu héraðsstjórninni, slíkt væri óþekkt meðal annarra veitenda þróunarfjár, stjórnunarkostnaður væri lítill, skilvirkni mikil og árangurinn meiriháttar.<br /> <br /> „Það hefur enginn komið með jafn mikla fjármuni inn í okkar samfélag og treyst okkur fyrir því fé. Við höfum sýnt eins og nýleg úttekt sannar að við erum verðug þessa trausts og skilum árangri,“ sagði Móses Chimphepo.</span></p> <p><span>Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við héraðsstjórann. Hann segir að samstarfið milli íslenska sendiráðsins og héraðsstjórnarinnar sé einstakt því það hafi sýnt og sannað að það komi sérstaklega fólki í sveitaþorpum í Mangochi héraðs til góðs. Hann segir að samstarfið byggi á þrenns konar stuðningi og nefnir fyrst menntamálin þar sem hann fagnar umbótum í byggingum á kennsluhúsnæði og kaupum á námsbókum. Hann nefnir síðan að skólasókn hafi aukist og að vísbendingar séu að koma fram um betri námsárangur.<br /> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/-O8FDY5GnXs" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe></span></p> <p><span>Þá nefnir hann stuðning Íslands í lýðheilsumálum, sérstaklega uppbygginguna sem gerð hefur verið á heilsugæslustöðvum. Úti í sveitunum hafi risið á síðustu árum fjölmargar fæðingardeildir ásamt biðskýlum fyrir verðandi mæður. Þetta sé mikil breyting því oft hafi barnshafandi konur þurft að ganga allt að hundrað kílómetra leið á næstu fæðingardeild. Nú fái þær þjónustu fagfólks í stað ómenntaðra yfirsetukvenna við ófullnægjandi aðstæður úti í sveitunum. Þessar breytingar stuðli af fækkun kvenna sem deyja af barnsförum auk þess sem ungbarnadauðinn minnkar.&nbsp;</span></p> <p><span>Móses segir líka sjúkrabíla sem keyptir hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé hafa breytt miklu til batnaðar í héraðinu. Þeir séu staðsettir í afskekktum sveitum og nýtist sérstaklega vel barnshafandi konum þegar stutt er í fæðingu.</span></p> <p><span>Loks nefnir héraðsstjórinn framfarirnar sem orðið hafa í vatnsmálum en Íslendingar hafa um langt árabil lagt áherslu á greiðan aðgang íbúa Mangochi að hreinu neysluvatni og Móses segir að nú sé svo komið að um 85% íbúanna hafi vatnsból í grennd við heimilin. Hann segir að hreinlætismálin hafa fengið aukið vægi, íbúar hafi verið hvattir til góðrar umhirðu um kamra, og gleðiefni sé að dregið hafi úr vatnsbornum sjúkdómum, til dæmis hafi ekki eitt einasta kólerusmit komið upp í fjögur ár. Kólera lagði áður tugi íbúa héraðsins að velli árlega.</span></p>

06.02.2019Herferð gegn limlestingum á kynfærum kvenna

<p><span>Ef ekkert verður að gert má áætla að um 68 milljónir stúlkna muni þurfa að þola limlestingar á kynfærum sínum fyrir árið 2030. Jafnvel þó að tíðni limlestinga á kynfærum kvenna hafi víðsvegar lækkað á undanförnum árum stefnir, vegna fólksfjölgunar, í að þeim fjölgar&nbsp;</span>þar sem þessi skaðlegi siður viðgengst. Um 200 milljón stúlkna og kvenna lifa í dag með afleiðingum limlestingar á kynfærum.&nbsp;</p> <p><span>Alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna er í dag. Af því tilefni hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, <a href="https://www.unfpa.org/born-complete" target="_blank">hrint af stað herferð </a>þar sem vakin er athygli á skaðsemi þeirra. Markmiðið er að binda alfarið enda á limlestingar á kynfærum kvenna fyrir árið 2030. Það er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem öll ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að framfylgja, en undirmarkmið 5.3 kveður á um að allar skaðlegar siðvenjur, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og limlesting kynfæra kvenna og stúlkna, verði aflagðar.</span></p> <p><span>Í febrúar 2018 <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/allar-frettir/frett/2018/02/20/Endurnyjun-a-samningi-i-barattunni-gegn-limlestingu-a-kynfaerum-kvenna-/" target="_blank">undirritaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra samstarfssamning</a>&nbsp;til fjögurra ára við UNFPA um stuðning til samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA um afnám limlestinga á kynfærum kvenna og stúlkna. Stuðningurinn hljóðar upp á 200 þúsund Bandaríkjadali á ári, jafnvirði 23 milljóna króna. Utanríkisráðuneytið hefur lagt áherslu á baráttuna gegn limlestingu á kynfærum kvenna og stutt verkefnið frá árinu 2011. </span></p> <p><span>Limlestingar á kynfærum kvenna ná til allra aðgerða sem fela í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð algerlega, eða að hluta til, eða þeir áverkar sem koma til sökum slíkra aðgerða. Menningarlegar ástæður og siðir liggja til grundvallar og styðja við þá hugmynd að limlestingar á kynfærum kvenna séu öllum stúlkum nauðsynlegar sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir hjónaband og fullorðinsár. Limlestingar á kynfærum kvenna er heilbrigðisvandamál, brot á mannréttindum og birtingarmynd á kynbundnu ójafnrétti og ofbeldi. Þá helst þessi siður oft í hendur við barnahjónabönd og veldur því að stúlkur hætta fyrr í skóla.&nbsp;</span></p> <p><span><strong>Vilja uppræta limlestingar á kynfærum kvenna fyrir 2030</strong></span></p> <p><span>Í sameiginlegri yfirlýsingu sem UNFPA, UN Women og UNICEF birta í dag staðfesta stofnanirnar ásetning sinn um að binda enda á limlestingar á kynfærum kvenna fyrir árið 2030 og koma þannig í veg fyrir að tugir milljóna kvenna upplifi þjáningarnar sem þeim fylgja.&nbsp;</span></p> <p><span>Samkvæmt yfirlýsingunni eru ríki hvött til þess að innleiða nýjar stefnur og taka upp löggjöf sem tryggir rétt stúlkna og kvenna til þess að lifa án ofbeldis og mismununar. Ríkisstjórnir í ríkjum þar sem limlestingar á kynfærum kvenna eru enn algengar þurfi að samþykkja og fjármagna aðgerðaáætlanir til að binda endi á þessa skaðlegu háttsemi. Þá þurfi trúarleiðtogar að árétta að limlestingar á kynfærum kvenna eigi sér ekki stoð í trúarbrögðum heldur sé það oftast menningarlegur og samfélagslegur þrýstingur sem verður til þess að einstaklingar og fjölskyldur fremji slíkt.&nbsp;<br /> </span></p> <div><em>Latty, 14 ára, segir frá því hvers vegna hún hefur barist gegn limlestingum á kynfærum kvenna í fjögur ár:</em></div> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/JPrj7mgKAm4" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

04.02.2019Fiskistofnar ná sér á strik í Úganda

<span>Aukinn afli vegna batnandi ástand fiskistofna í stöðuvötnum Úganda hefur haft í för með sér að fleiri fiskverkunarstöðvar eru nú starfræktar þar en mörg undanfarin ár. Þróunin er rakin til aðgerða stjórnvalda gegn veiðum með ólöglegum veiðarfærum.&nbsp;<br /> <br /> 21 fiskverkunarstöð var starfrækt í Úganda árið 2005. Aflasamdráttur varð hins vegar til þess að þeim var lokað einni af annarri. Árið 2017 voru aðeins sjö eftir og þær störfuðu ekki einu sinni á fullum afköstum. Stjórnvöld í landinu gripu í taumana, bönnuðu innflutning á ólöglegum veiðarfærategundum og hertu eftirlit með veiðum. Herinn sér meðal annars um að framfylgja reglum um möskvastærðir til að sporna við veiðum á undirmálsfiski.&nbsp;<br /> <br /> Aðgerðirnar virðast hafa skilað árangri því afli hefur aukist á ný. Aukið framboð þýðir að fleiri fiskverkunarstöðvar eru í rekstri. Að því er fram kemur í dagblaðinu New Vision eru þrettán fiskverkunarstöðvar nú starfræktar í landinu og vinna þær allar á fullum afköstum.&nbsp;<br /> <br /> Íslendingar byggðu upp úr aldamótum upp fiskgæðakerfi með Fiskimálastofnuninni í Úganda en það gerði þeim kleift að gefa út gæðavottorð sem höfðu til dæmis gildi á Evrópumarkaði. Einnig voru um tuttugu löndunarstaðir byggðir upp við Albertsvatn, Kyogavatn og við Viktoríuvatn í Kalangala, sem uppfylla skilyrði um móttöku á fiski inn á kröfuharða erlenda markaði.&nbsp;<br /> <br /> Miðað við uppganginn í veiðunum nú má leiða líkur að því að útflutningur á fiski á Evrópumarkað aukist á ný og þá er ljóst að uppbyggingin sem Íslendingar stóðu að á sínum tíma í samvinnu við heimamenn nýtist vel. Bættar hreinlætisaðstæður og hreint vatn í fiskiþorpum í Buikwe og Kalangala hafa einnig sitt að segja í þeim efnum.&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

01.02.2019Mannréttindamál efst á baugi á fundum með ráðamönnum í Malaví

<p><span>Mannréttindamál og tvíhliða þróunarsamvinna voru í brennidepli á fundum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra með forseta og utanríkisráðherra Malaví í dag. Utanríkisráðherra opnaði í gær nýja fæðingardeild í Mangochi-bæ sem gerbyltir fæðingarþjónustu í héraðinu.&nbsp;</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn í Malaví til að kynna sér árangur af áratugalangri þróunarsamvinnu við þarlend stjórnvöld og opna nýja fæðingardeild í Mangochi-bæ, höfuðstað samnefnds héraðs. </span></p> <p><span>Síðdegis fundaði Guðlaugur Þór með Peter Mutharika, forseta Malaví, og í morgun hitti hann Emmanuel Fabiano, utanríkisráðherra landsins.&nbsp;Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands og Malaví og mannréttindamál voru efst á baugi á fundunum tveimur. Utanríkisráðherra lagði í máli sínu sérstaka áherslu á kynjajafnrétti, málefni hinsegin fólks og réttindi barna. Þá ræddi Guðlaugur Þór um möguleika á því að efla viðskipti á milli Íslands og Malaví. Jafnframt var til umræðu framboð Íslands til Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.&nbsp;<br /> <br /> „Við höfum átt í farsælli þróunarsamvinnu við Malaví í þrjá áratugi og á fundunum kom fram bæði mikil ánægja með samstarfið og vilji til að þróa það áfram. Við höfum líka hug á aukinni samvinnu í gegnum alþjóðastofnanir í Malaví en í því sambandi má nefna samstarf Íslands, Malaví og Alþjóðabankans á sviði jarðvarma,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum. „Auk þess áttum við mikilvægar samræður um jafnréttismál þar sem ég gat áréttað ýmislegt sem Ísland hefur fram að færa á þeim vettvangi, eins og til dæmis Barbershop-ráðstefnurnar.“&nbsp;<br /> <br /> 35 sérfræðingar frá Malaví hafa stundað nám við Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og hitti utanríkisráðherra nokkra þeirra síðdegis. Auk þess hefur hann átt í dag fundi með sendiherrum erlendra ríkja og yfirmönnum stofnana Sameinuðu þjóðanna í Malaví. Þá heimsótti Guðlaugur Þór aðalskrifstofu Rauða krossins í Malaví en utanríkisráðuneytið hefur stutt starfsemi samtakanna til margra ára.&nbsp;<br /> <br /> Einn af hápunktum heimsóknar utanríkisráðherra til Malaví var formleg opnun fæðingardeildar í héraðshöfuðstaðnum Mangochi í gær. Vígsluathöfnin fór fram fyrir utan nýju húsakynnin með pompi og pragt þar sem Guðlaugur Þór <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/01/Avarp-vid-opnun-nyrrar-faedingadeildar-heradsspitalans-i-Mangochi-i-Malavi/">ávarpaði</a>&nbsp;gesti.&nbsp;<br /> <br /> “Formleg opnun fæðingardeildar ásamt ungbarna- og mæðraverndarstöð markar ekki einungis þáttaskil fyrir Mangochi-hérað heldur einnig íslenska þróunarsamvinnu,” sagði Guðlaugur Þór í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/02/01/Avarp-vid-opnun-nyrrar-faedingadeildar-heradsspitalans-i-Mangochi-i-Malavi/">ávarpinu</a>. „Búist er við að á þessu ári fæðist allt að þrjátíu þúsund börn á heilbrigðisstofnunum sem við höfum stutt við. Það er áttfaldur fjöldi þeirra barna sem fæðast árlega heima á Íslandi.“&nbsp;<br /> <br /> Bygging mæðradeildarinnar í Mangochi hefur verið stærsta einstaka verkefni í þróunarsamvinnu íslenskra stjórnvalda og héraðsstjórnarinnar í Mangochi á síðustu árum. Kostnaðurinn við bygginguna ásamt tækjabúnaði nemur 250 milljónum íslenskra króna en deildin leysir af hólmi hrörlega fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið. Á nýju deildinni verður veitt öll almenn fæðingarhjálp, þar verða meðal annars gerðir keisaraskurðir og sérstök deild er fyrir fyrirbura.&nbsp;<br /> <br /> Nýja deildin er þegar tekin til starfa því fyrstu börnin komu þar í heiminn síðastliðinn mánudag. Hún þjónar öllu héraðinu, tæplega 1,2 milljónum íbúa. Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld, í gegnum sendiráðið í Lilongwe, reist níu fæðingardeildir við heilsugæslustöðvar úti í sveitum héraðsins og einnig fjármagnað kaup á ellefu sjúkrabílum sem sinna ekki hvað síst barnshafandi konum sem þurfa að komast á fæðingardeild. Mæðradauði hefur minnkað verulega í Malaví á síðustu árum, eða um fjörutíu prósent frá árinu 2012.&nbsp;<br /> </span></p>

31.01.2019Utanríkisráðuneytið úthlutar 213 milljónum til verkefna félagasamtaka

<p><span>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að úthluta alls um 213 milljónum króna til verkefna félagasamtaka á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarverkefna. Forsagan er sú að í byrjun nóvember 2018 auglýsti ráðuneytið eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefna þar sem fram kom að allt að 350 milljónir króna væru til úthlutunar.&nbsp;</span></p> <p><span>„Ráðuneytið hefur leitast eftir því að fjölga samstarfsaðilum í þróunarsamvinnu og í mannúðarverkefnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Samstarf við félagasamtök er mikilvægt á þessu sviði enda búa félögin yfir mikilli þekkingu á málaflokknum og hafa víðtæk tengsl við grasrótarsamtök í viðtökuríkjunum.“</span></p> <p><span>Í auglýsingu vegna þróunarsamvinnuverkefna kom fram að veitt yrðu framlög til verkefna er koma til framkvæmda í lág- og lágmillitekjuríkjum, og að sérstaklega yrði litið til verkefna með skírskotun til mannréttinda og samstarfs við atvinnulífið. Vegna mannúðarverkefna var tekið fram að sérstaklega yrði litið til verkefna sem svara neyðarköllum og áætlunum Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins í Sýrlandi.</span></p> <p><span>Alls bárust 14 styrkumsóknir vegna þróunarsamvinnuverkefna frá níu samtökum að heildarupphæð 465.755.354 krónur, þar af 261.086.565 krónur til greiðslu árið 2019. Þrjár umsóknir voru vegna nýliðaverkefna, sjö vegna styttri þróunarsamvinnuverkefna og fjórar vegna langtímaverkefna. Jafnframt bárust sex umsóknir frá þremur félagasamtökum um styrki til mannúðarverkefna að heildarupphæð 119.002.997 krónur.</span></p> <p><span>Ráðuneytið hefur ákveðið að samþykkja sex styrkumsóknir til þróunarsamvinnuverkefna að heildarupphæð 93,8 m.kr. og allar sex styrkumsóknirnar vegna mannúðarverkefna.</span></p> <p><span>Verkefnin sem njóta stuðnings ráðuneytisins að þessu sinni eru eftirfarandi:</span></p> <ul> <li>Stómasamtök Íslands - Nýliðaverkefni til stuðnings við stómaþega í Simbabve - 1.600.000 kr.</li> <li>Women Power&nbsp; - Nýliðaverkefni til valdeflingar kvenna og nýsköpunar í Tansaníu - 4.000.000 kr.</li> <li>Barnaheill - Styttra verkefni til undirbúnings langtímaþróunarsamvinnuverkefnis í Úganda - 3.238.320 kr.</li> <li>Samband íslenskra kristniboðsfélaga - Styttra verkefni til lokafrágangs skrifstofubyggingar skólans í Propoi, Kenía - 8.805.600 kr.</li> <li>Rauði krossinn á Íslandi - Styttra verkefni, samfélagsdrifið heilbrigðisverkefni í Síerra Leóne - 30.712.611 kr.</li> <li>SOS Barnaþorpin á Íslandi - Langtímaverkefni til þriggja ára til fjölskyldueflingar á Filippseyjum - 45.460.656 kr.</li> <li>Barnaheill - Styrkur fyrir neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen - 19.570.000 kr.</li> <li>SOS Barnaþorpin á Íslandi - Aðstoð við flóttafólk frá Venesúela í Kólumbíu - 19.432.997 kr.</li> <li>Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna neyðar í Írak - 20.000.000 kr.</li> <li>Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna neyðar í Suður-Súdan - 20.000.000 kr.</li> <li>Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna átakanna í Sýrlandi - 20.000.000 kr.</li> <li>Hjálparstarf kirkjunnar - Mannúðaraðstoð vegna jarðskjálfta og flóðbylgju í Mið-Sulawesi héraði í Indónesíu - 20.000.000 kr.</li> </ul> <div>&nbsp;</div>

31.01.2019Utanríkisráðherra: „Við getum verið stolt af okkar starfi“

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór um verkefnasvæði íslenskrar þróunarsamvinnu í gær á öðrum degi heimsóknar sinnar til Malaví. „Það er einstök upplifun að sjá með eigin augum hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað. Ég hitti meðal annars skólabörn, mæður og nýbura sem hafa notið góðs af okkar stuðningi. Við getum verið stolt af okkar starfi,“ sagði utanríkisráðherra eftir að hafa séð árangur af þróunarsamvinnu Íslands á þremur sviðum grunnþjónustu við íbúa Mangochi héraðs, í menntun, lýðheilsu og vatns- og hreinlætismálum.&nbsp;</span></p> <p><span>Íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2012 einbeitt sér að stuðningi við eitt fátækasta héraðið í Malaví og lagt héraðsstjórninni til fjármagn til að sinna grunnþjónustu við íbúana, sem eru rúmlega þrefalt fleiri en allir Íslendingar, eða um 1,2 milljónir. Á síðasta ári nam stuðningurinn rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Til lýðheilsu og uppbyggingar fæðingar- og ungbarnaþjónustu veittu Íslendingar um 160 milljónir á síðasta ári til héraðsstjórnarinnar. Í héraðinu öllu fæðast rúmlega sex sinnum fleiri börn en á Íslandi, eða á bilinu 25 til 30 þúsund.&nbsp;</span></p> <p><span>Utanríkisráðherra heimsótti glænýja fæðingardeild í Kadongo, í afskekktri sveit þar sem líka er nýbyggt biðskýli fyrir verðandi mæður langt að komnar, og starfsmannahús. Fæðingardeildin í Kadongo er ein af níu slíkum fæðingardeildum í sveitum Mangochi sem hafa verið reistar á síðustu misserum, sex þeirra hafa þegar verið teknar í notkun en þrjár verða opnaðar síðar á árinu. Malaví er meðal þeirra þjóða í Afríku sem náð hefur einna lengst í lækkun mæðra- og ungbarnadauða og þáttur Íslendinga í þeim árangri er óumdeildur að mati heimamanna. Á fáeinum árum hefur til dæmis tekist að útrýma að mestu fæðingum úti í sveitunum með ómenntuðum yfirsetukonum og þorri barnshafandi kvenna sækir öruggari þjónustu á fæðingardeildirnar.&nbsp;</span></p> <p><span>Tólf grunnskólar njóta stuðnings Íslendinga í Mangochi, Milimba skólinn er einn þeirra og utanríkisráðherra var vel fagnað í gær við komu sína. Í þessum tólf skólum eru fleiri nemendur en í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Öllum börnum er kennt í kennslustofum með skólaborðum og stólum en í þessum skóla sat þorri nemenda á jörðinni flötum beinum í skugga trjánna fyrir fáeinum misserum. Í menntaverkefninu er líka lögð þung áhersla á þjálfun kennara og betri námsárangur. Í grennd við Milimba skólann skoðaði Guðlaugur Þór eitt af nokkur hundruð vatnsbólum sem reist hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé. Rúmlega 300 þúsund íbúar Malaví hafa fengið aðgang að hreinu neysluvatni í grennd við heimili sín frá því Íslendingar hófu þróunarsamvinnu í Malaví fyrir þremur áratugum. Við vatnsbólið var ráðherranum fagnað með söng og dansi eins og víðar í ferðinni.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

30.01.2019Fjórða hvert barn býr við stríð eða aðrar hörmungar

<p><span>Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum býr á svæði þar sem geisar stríð eða aðrar hörmungar. Milljónir barna skortir öryggi og vernd sem setur framtíð þeirra í mikla hættu. Þetta kemur fram í alþjóðlegri neyðaráætlun fyrir árið 2019 sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, <a href="https://unicef.is/unicef-althjodleg-neydaraaetlun-2019" target="_blank">sendi frá sér í gær</a>.</span></p> <p><span>„Börn eiga aldrei sök í stríð en það eru þau sem bera mestan skaða í átökum,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Árásir á börn og almenna borgara hafa haldið áfram án því er virðist nokkurrar iðrunar stríðandi aðila og milljónir barna þjást skelfilega vegna þess andlega og líkamlega ofbeldis sem þau hafa orðið fyrir.“&nbsp;</span></p> <p><span><a href="https://www.unicef.org/reports/humanitarian-action-children-2019-overview" target="_blank">Í neyðaráætlun UNICEF</a> kemur fram að 34 milljónir barna skortir aðgengi að barnavernd og annarri mikilvægri þjónustu og því hafa samtökin sett sér metnaðarfull markmið til að tryggja öryggi þeirra og vernd. „Þegar börn til dæmis hafa ekki örugga staði til að leika sér á, þegar börnum er rænt og þau þvinguð í hermennsku, þegar þau geta ekki sameinast fjölskyldum sínum eða þau eru hneppt í varðhald þá eru réttindi þeirra gróflega brotin. Ef þessi börn fá ekki sálræna aðstoð og annan stuðning til að geta unnið úr áföllum sínum munu sár þeirra seint gróa,“ segir Bergsteinn.&nbsp;</span></p> <p><strong>Afmæli Barnasáttmálans í skugga átaka og ofbeldis</strong></p> <p>Á þessu ári fagnar Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára afmæli sínu og 70 ár er síðan Genfarsáttmálinn tók gildi. Því sé sorglegt að segja frá því að á árinu 2019 eigi fleiri átök sér stað innan landa eða milli ríkja en á nokkrum öðrum tíma síðustu þrjá áratugi. Vaxandi ofbeldi og árásir hafi stóraukið þörfina á neyðararaðstoð og átök sem hafa varað í fleiri ár, eins og til dæmis í Jemen, Sýrlandi, Lýðveldinu Kongó, Nígeríu og Suður-Súdan, halda áfram að hafa djúpstæð áhrif á börn og ógna lífi þeirra á hverjum degi.&nbsp;</p> <p>Starf UNICEF og samstarfsaðila á sviði barnaverndar er gífurlega mikilvægt, sérstaklega í þessum aðstæðum, og neyðaráætlunin gerir ráð fyrir að ná til tugmilljóna barna. Verkefni UNICEF á sviði barnaverndar fela meðal annars í sér að koma í veg fyrir og bregðast við hvers kyns misnotkun, vanrækslu og ofbeldi gegn börnum. UNICEF vinnur einnig að því að styðja börn sem hafa verið leyst undan hermennsku, sameina börn fjölskyldum sínum og veita þeim og fjölskyldum sínum sálræna aðstoð.&nbsp;</p> <p>UNICEF ítrekar að alþjóðasamfélagið þurfi að taka þátt í þessari baráttu og skuldbinda sig af fullri alvöru til að vernda börn í neyð gegn ofbeldi og annarri misbeitingu. Nauðsynlegt sé að hjálparstofnanir hafi óheft aðgengi að þeim börnum sem þurfa hjálp og eru í hættu og að stríðandi aðilar virði alþjóðlega mannréttindasamninga, mannúðarlög og axli ábyrgð.</p> <p><span><strong>Neyðaráætlunin nær til 59 landa um allan heim</strong></span></p> <p><span>UNICEF vinnur á átaka- og hörmungasvæðum út um allan heim og sinnir neyðaraðstoð við oft mjög erfiðar aðstæður. Neyðaráætlun UNICEF fyrir 2019 gerir ráð fyrir að ná til 41 milljóna barna í 59 löndum, meðal annars með því að; ná til 10,1 milljón barna með formlegri eða óformlegri grunnmenntun, bólusetja 10,3 milljón börn gegn mislingum, tryggja 43 milljónum manns aðgengi að hreinu vatni, veita yfir fjórum milljónum barna sálrænan stuðning og meðhöndla 4,2 milljónir barna gegn alvarlegri bráðavannæringu.</span></p> <p><span>Samhliða neyðaráætluninni sendir UNICEF frá sér alþjóðlegt ákall eftir stórauknum fjárstuðningi til þess að hægt sé að ná til allra þeirra barna sem þurfa lífsnauðsynlega aðstoð. Þar bera hæst neyðaraðgerðir UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum, sem eru þær umfangsmestu sem samtökin hafa ráðist í, auk neyðaraðstoðar í Jemen, Lýðveldinu Kongó og Suður-Súdan.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

29.01.2019Utanríkisráðherra kynnir sér árangur þróunarsamvinnu í Malaví

<span>Þróunarsamvinna, mannréttindamál og efnahagsmál á breiðum grunni voru efst á baugi á fundum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra með embættismönnum í Malaví í dag. <br /> <br /> Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í vinnuheimsókn í Malaví til að kynna sér árangur af þróunarsamvinnu Íslands og Malaví, sem hófst fyrir þrjátíu árum. Þá tekur hann þátt í opnun nýrrar fæðingarálmu héraðssjúkrahússins í Manochi en íslensk stjórnvöld fjármögnuðu framkvæmdirnar.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Utanríkisráðherra varði stærstum hluta dagsins í Monkey Bay í Mangochi-héraði þar sem Íslendingar hófu þróunarstarf árið 1989, fyrir réttum þrjátíu árum. Þar fundaði hann með Moses Chimphepo héraðsstjóra og Twaha Salanje, forseta héraðsstjórnarinnar. Fundurinn fór fram í menningarmiðstöðinni í Monkey Bay en bygging hennar í upphafi aldarinnar var liður í þróunarsamvinnuverkefni íslenskra stjórnvalda.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> „Móttökurnar sem við höfum fengið hér í Monkey Bay eru einstakar og hafa heimamenn látið í ljós einskæra ánægju með árangursríkt samstarf í gegnum tíðina. Þótt sú uppbygging sem hér hefur átt sér stað komi mér ekki að öllu leyti á óvart þá er ómetanlegt að sjá hana með eigin augum og finna velvilja okkar góða samstarfsfólks á sviði þróunarsamvinnunnar,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum.<br /> <br /> Á fundinum í Monkey Bay vakti Guðlaugur Þór athygli á setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og áréttaði að áherslur Íslands snerust ekki hvað síst um valdeflingu kvenna, en einnig um réttindi barna og hinsegin fólks. Þá bauð ráðherra fram aðstoð Íslands við að draga úr kynbundnu ofbeldi í Malaví.<br /> <br /> Síðari viðkomustaður utanríkisráðherra í Monkey Bay var á sveitasjúkrahúsinu sem Íslendingar afhentu stjórnvöldum í Malaví árið 2012 eftir áralanga uppbyggingu. Á sínum tíma var sjúkrahúsið langstærsta einstaka verkefni í íslenskri þróunarsamvinnu. Það þjónar samfélögum rúmlega hundrað þúsund íbúa á svæðinu og á fæðingardeildinni koma að jafnaði tíu börn í heiminn dag hvern. Spítalinn hefur haft mikil áhrif til lækkunar á mæðra- og barnadauða, auk þess að bæta almenna lýðheilsu.<br /> <br /> „Samstarf okkar við malavísk stjórnvöld hefur borið góðan ávöxt eins og nýleg úttekt á verkefnum okkar hér staðfestir,” sagði Guðlaugur Þór. „Um hundrað þúsund manns hafa fengið aðgang að hreinu vatni og fæðingarhjálp hefur verið styrkt með byggingu fæðingardeildar í Mangochi-bæ þar sem yfir tuttugu þúsund börn koma árlega í heiminn. Þá styrkja íslensk stjórnvöld tólf grunnskóla sem sóttir eru af tvöfalt fleiri nemendum en eru í grunnskólum Reykjavíkur. Þessi dæmi sýna svart á hvítu hvernig þróunarsamvinna skilar árangri.“<br /> <br /> Í morgun átti Guðlaugur Þór fund með Goodall E. Gondwe fjármálaráðherra í höfuðborginni Lilongwe. Á fundinum voru efnahagsmál ofarlega á baugi og kom þar meðal annars fram að yfirborðsrannsóknir á hita í jörðu bentu til möguleika á jarðhitanýtingu á nokkrum stöðum í Malaví. Rannsóknirnar voru kostaðar af íslensku þróunarfé og framlagi Norræna þróunarsjóðsins. Guðlaugur Þór kom einnig inn á áherslur Íslands á mannréttindamál, meðal annars með sérstakri áherslu á mannréttindi í nýrri þróunarsamvinnustefnu.&nbsp;<br /> <br /> Á morgun kynnir utanríkisráðherra sér ýmis þróunarverkefni sem íslensk stjórnvöld hafa stutt við í héraðinu. Á fimmtudag opnar hann nýja fæðingarálmu héraðssjúkrahússins í Mangochi en framkvæmdirnar voru fjármagnaðar með íslensku þróunarfé.<br /> </span>

29.01.2019Ísland veitir yfir 20 milljónir í mannúðaraðstoð til flóttafólks frá Venesúela

<p><span>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með stuðningi utanríkisráðuneytisins ákveðið að aðstoða flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Ráðuneytið styrkir mannúðarverkefni SOS um tæpa 19 og hálfa milljón króna og er mótframlag SOS rúm ein milljón króna. Um þrjár milljónir Venesúelamanna hafa flúið heimalandið þar sem óstjórn ríkir og óðaverðbólga gerir það að verkum að fólk á ekki fyrir lífsnauðsynjum. Frá þessu er greint á <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8398/30-milljonir-i-adstod-fra-islandi-vegna-flottafolks-fra-venesuela" target="_blank">vefsíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi</a>.&nbsp;</span></p> <p><span>„Meingölluð hugmyndafræði og óstjórn hafa grafið undan lífskjörum fólksins í landinu og hafa yfir þrjár milljónir manna flúið til nágrannaríkjanna. Við höfum kallað eftir því að rödd fólksins fái að heyrast og lýðræði verði komið á aftur eins fljótt og verða má,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. „Þangað til er ljóst að fjöldi fólks þarf á aðstoð að halda og það er mikilvægt að við getum lagt af mörkum í samstarfi við SOS Barnaþorp.“<br /> <br /> Ísland er nú í hópi Evrópulanda á borð við Spán, Noreg, Danmörku og Lúxemborg sem veita mannúðaraðstoð í gegnum SOS Barnaþorp til flóttafólksins sem streymir til Kólumbíu, Brasilíu og annarra landa. Neyðarástand ríkir við landamærin í Kólumbíu og stýra SOS Barnaþorpin í Kólumbíu aðgerðum á svæðinu.</span></p> <p><span>Þetta tiltekna verkefni nær til yfir tíu þúsund manna í um 2.500 fjölskyldum á tíu mánaða tímabili. Í aðstoðinni felst meðal annars vernd, matvælaöryggi og uppsetning öruggra svæða fyrir fjölskyldur þar sem þær fá aðstoð og ráðgjöf, ásamt því sem börnin fá tækifæri til leikja og menntunar.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

28.01.2019Brottfall nemenda nánast horfið eftir stuðning Íslendinga

<p><span>Fyrir fáeinum árum voru aðeins fjórar nothæfar kennslustofur í Milimbo grunnskólanum í Mangochihéraði í Malaví og flestum nemendunum var kennt undir trjám á skólalóðinni. Nú eru aðstæðurnar aðrar og betri: Allir nemendur skólans eru komnir undir þak, átján kennslustofur komnar í gagnið, námsárangurinn er betri og brottfall nemenda hefur nánast horfið, hefur farið úr 20 prósent í tæplega tvö prósent.&nbsp;</span></p> <p>Skýringin á þessum umskiptum í Milimbo skólanum er stuðningur héraðsyfirvalda í Mangochi við skólann gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Menntun er einn lykilþátta í samstarfi Íslendinga og héraðsstjórnarinnar, tólf grunnskólar fá sérstakan stuðning og Milimbo skólinn er einn þeirra. </p> <p>Stuðningurinn nær ekki aðeins til ytri búnaðar eins og byggingu skólastofa, kaupa á skólaborðum og stólum og bæta salernisaðstöðu, heldur einnig til þjálfunar kennara og kaupa á námsbókum. Þá fá nemendur skólans máltíð á hverjum degi en Íslendingar hafa um langt árabil stutt Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna við að koma upp heimaræktuðum skólamáltíðum fyrir malavíska nemendur. Mæður barnanna sjá um þá þjónustu í sjálfboðaliðastarfi.&nbsp; &nbsp; </p> <p>Í tilefni af heimsókn formanns og annars varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis stigu fulltrúar foreldra og skólastjórnarinnar fram og þökkuðu af hjartans einlægni fyrir ómetanlega stuðning við æsku Malaví. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbroti lýstu báðir þingmennirnir yfir mikilli ánægju með framfarirnar í skólanum.</p> <p>&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Lp0LMBFHvP4" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe>

25.01.2019Fæðingardeild opnuð í Kadango: Mikið framfaraskref í afskekktu héraði í Malaví

<p><span>Átta börn fæddust á einum sólarhring skömmu eftir opnun fæðingardeildar í Kadango, einum afskekktasta hreppi Mangochi héraðs í Malaví. Eftir þessari þjónustu hefur lengi verið beðið en áður þurftu barnshafandi konur að ferðast þrjátíu og fimm kílómetra á næstu heilsugæslu með fæðingardeild. Nýja fæðingardeildin er fjármögnuð af íslenskum stjórnvöldum, hluti af stóru verkefni sendiráðsins í Lilongwe með héraðsyfirvöldum í Mangochi á sviði heilbrigðismála.</span></p> <p><span>Mæðrum og börnunum átta heilsaðist vel en á nýju fæðingardeildinni er hægt að taka á móti fjórum börnum samtímis og rúm eru fyrir tólf mæður. Á lóðinni er líka vel búið húsnæði fyrir verðandi mæður sem bíða þess að verða léttari og skýli fyrir vandamenn. Héraðslæknirinn og forstöðumaður heilsugæslunnar áttu tæpast orð til að lýsa ánægju sinni með þetta risastóra framfaraskref og sögðust þakklát Íslendingum. Þeir komu saman í tilefni af komu tveggja íslenskra þingmanna og fulltrúa í utanríkismálanefnd sem kynntu sér verkefni á sviði þróunarsamvinnu Íslands í Mangochi héraði.</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, segir íslenska þróunarsamvinnu hafa borið mikinn árangur í Malaví. „Það er mikilvægt að þingmenn hafi tækifæri til að kynna sér aðstæður og árangur þróunarsamvinnu í Malaví. Í einu fátækasta ríki heims hafa íslensk stjórnvöld meðal annars stuðlað að því að um 100 þúsund manns hafi nú aðgang að hreinu vatni og við eigum okkar þátt í því hversu vel hefur gengið að draga úr ungbarna- og mæðradauða í landinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann mun heimsækja Malaví í næstu viku til að kynna sér þróunarsamvinnuverkefni Íslands.</span></p> <p><span>„Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig áherslan okkar hefur birst eins og með að hafa fæðingardeildir við hliðina á heilsugæslum sem eru sérstaklega fyrir konur og börn, þannig að þar geti konur og börn náð sér í alla sína þjónustu,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar.</span></p> <p><span>„Daginn sem við komum voru átta fæðingar, kornungar mæður með falleg lítil börn. Það er auðvitað eitthvað sem fær hvern einasta einstakling til að vikna. Og það að verið sé að búa þeim meira öryggi,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar.</span></p> <p><span>Fæðingardeildin í Kadango þjónar rúmlega þrettán þúsund íbúum í nærliggjandi samfélögum en hún er hluti af heilsugæslustöð sem rekin er af héraðsyfirvöldum. Þar er meðal annars að finna ungbarnadeild, deild um fjölskylduáætlanir, deild þar sem meðferð gegn alnæmi og greiningar á þeim sjúkdómi fer fram, kynsjúkdómadeild, mæðraeftirlit auk þess sem unglingum er veitt ráðgjöf um getnaðarvarnir.&nbsp; &nbsp;</span></p> <p><span>Margar fátækar konur í samfélögunum í grennd við Kadango létust af barnsförum eða misstu börn sín þegar eini valkosturinn var að fæða hjá ómenntuðum yfirsetukonum við afar frumstæðar aðstæður. Þakklætinu til Íslendinga fyrir nýju fæðingardeildina er hér með komið til skila.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

24.01.2019Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn

<p>Meira en 145 þúsund börn Róhingja eru um þessar mundir að byrja í skóla í Bangladess. Börnin, sem flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar, geta nú byrjað nýtt skólaár í námsstöðvum á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í flóttamannabúðunum í Cox‘s Bazar. Mörg þeirra eru að fara í skóla í fyrsta sinn. Frá þessu er greint á <a href="http://unicef.is/145000-born-rohingja-i-skola" target="_blank">vefsíðu UNICEF á Íslandi</a>, á alþjóðadegi menntunar.&nbsp;</p> <p>Frá því í ágúst 2017 hafa yfir 730 þúsund Róhingjar frá Rakhine-héraði í Mjanmar flúið yfir til Bangladess, þar af um 60 prósent börn. Búið er að setja upp 1.600 námsmiðstöðvar í flóttamannabúðunum auk fjölda barnvænna svæða þar sem börn fá óformlega menntun, sálrænan stuðning og geta leikið sér í öruggu umhverfi.</p> <p>Það hefur verið mikil áskorun fyrir stjórnvöld í Bangladess, UNICEF og samstarfsaðila að tryggja öryggi þessa fjölda barna og tryggja að þau geti haldið áfram námi. </p> <p>„Sá mikli fjöldi Róhingja sem flúði frá Mjanmar yfir til Bangladess á stuttum tíma krafðist þess að við hefðum hraðar hendur. Við náðum að veita neyðarhjálp og bregðast við grunnþörfum,“ segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Bangladess. Aðgerðir sem voru settar í for­gang voru meðal ann­ars að setja upp vatnsdælur og hreinlætisaðstöðu, skima og meðhöndla vannærð börn, tryggja börn­um heilsu­gæslu, koma upp barn­væn­um svæðum og veita sál­ræn­a aðstoð. Fljótt var hafist handa við að setja upp námsmiðstöðvar í flóttamannabúðunum þannig að börnin gætu farið í skóla. „Nú erum við að auka aðstoð okkar enn frekar til þess að ná til fleiri barna en nokkru sinni fyrr, og einbeitum okkur um leið að því að bæta gæði þeirrar menntunar sem hvert barn fær.“</p> <p><span><strong>Mikilvægt að veita ungmennum tækifæri</strong><br /> <br /> <a href="https://www.unicef.org/child-alert/rohingya-refugee-children-futures-in-balance" target="_blank">Á síðasta ári varaði UNICEF</a> við því að heil kynslóð Róhingja væri í hættu vegna skorts á tækifærum til menntunar fyrir þau börn og ungmenni sem búa í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar og samfélögum þar í kring. Til að bregðast við því hafa UNICEF og samstarfsaðilar sett upp 1.600 námsmiðstöðvar sem veita börnum sem flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandinu, nauðsynlega menntun og öryggi.&nbsp;<br /> <br /> UNICEF stefnir að því að auka námsmiðstöðvarnar í 2.500&nbsp; til að ná til enn fleiri barna sem skortir aðgengi að menntun. Áhersla er einnig lögð á að ná til eldri barnanna og ungmenna með tækifærum til verkmenntunar. Þessi hópur er sérstaklega viðkvæmur og sá sem á hvað mesta hættu á að einangrast, verða fyrir ofbeldi og misbeytingu, vera seld í þrælkunarvinnu eða giftast barnung.<br /> <br /> UNICEF ítrekar hversu mikilvægt það er að huga að langtíma úrræðum og fjárfesta í menntun og tækifærum fyrir öll börn á svæðinu, bæta gæði kennslunnar og skapa tækifæri til að mæta þörfum stúlkna og unglinga.&nbsp;</span></p> <p><span>UNICEF er ein af fjórum lykilstofnunum stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þegar lögð eru saman opinber framlög og framlög landsnefndar UNICEF kemur á daginn að Ísland veitir fjórðu hæstu framlögin til stofnunnarinnar.</span></p> <div>&nbsp;</div>

22.01.2019Þörf á vetrarfatnaði í flóttamannabúðum í Líbanon

<span>Starfsfólk SOS Barnaþorpa dreifðu í síðustu viku hlýjum vetrarfatnaði til sýrlenskra flóttafjölskyldna í Bekaa-dalnum í Líbanon, en tíðarfar hefur verið óvenju slæmt á svæðinu undanfarnar vikur. Salman Dirani, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpsins í Ksarnaba í Líbanon segir mikla þörf á hlýjum skóm, yfirhöfnum, sokkum og öðrum vetrarfatnaði fyrir börn að 14 ára aldri. „Vetrarfatnaður er mjög sjaldgæfur hérna og það er lítið um að önnur hjálparsamtök dreifi slíkum fatnaði. Við áttum til hlý föt sem safnast höfðu fyrir framlög styrktaraðila og við náðum því að skaffa fólkinu fötin,“ er haft eftir Salman á <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8396/sos-kom-til-bjargar-i-vetrarhorkum-i-libanon " target="_blank">vefsíðu SOS Barnaþorpa á Íslandi</a>.&nbsp;<br /> <br /> SOS Barnaþorpin í Líbanon settu í mars árið 2017 á laggirnar neyðarverkefni í Bekaa-dalnum sem felur í sér að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum, alls 330 fjölskyldur. Nærri ein milljón Sýrlendinga hafa sótt um hæli í Líbanon frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. SOS Barnaþorpin á Íslandi taka reglulega þátt í að leggja fjármagn til neyðarverkefna af þessu tagi.&nbsp;<br /> <br /> <a href="https://www.unhcr.org/news/latest/2019/1/5c386d6d4/storm-flooding-brings-misery-syrian-refugees-lebanon.html " target="_blank">Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna</a> urðu að minnsta kosti 11 þúsund flóttamenn fyrir barðinu á slagviðrinu sem geysaði um Líbanon í byrjun mánaðar og vatn hefur flætt um meira en 15 flóttamannabúðir, sem hefur orðið til þess að um 600 flóttamanna hafa þurft að yfirgefa búðirnar í Bekaa-dalnum og koma sér fyrir á nýjum stað.&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

21.01.2019UN Women: Áhersla á götukynningar á 30 ára afmæli landsnefndarinnar

<span></span> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi fagnar 30 ára afmæli í ár. Af því tilefni mun öflugur hópur ungs fólks á vegum samtakanna setja sterkan svip á borgina á næstu vikum. Þau munu ganga í hús á höfuðborgarsvæðinu, kynna starfsemi UN Women fyrir landsmönnum og bjóða þeim að taka þátt í starfi landsnefndarinnar á þessum merku tímamótum.</p> <p>Á <a href="https://unwomen.is/takid-vel-a-moti-theim/" target="_blank">vef</a>&nbsp;UN Women á Íslandi segir að mánaðarleg framlög frá einstaklingum séuu dýrmætasta og árangursríkasta fjáröflunarleið landnefndarinnar og fjöldi þeirra sem leggja samtökunum lið með mánaðarlegum framlögum hafi aukist gríðarlega frá ári til árs. „Allt frá upphafi hafa götukynnar samtakanna gegnt lykilhlutverki við að afla mánaðarlegra styrkja til verkefna UN Women,“ segir í fréttinni.</p> <p>„Götukynningar eru frábær leið til að eiga innihaldsrík samtöl við landsmenn um kynjajafnrétti. Fólk hefur tekið þeim gífurlega vel og í gegnum tíðina hafa götukynningar verið árangursríkasta leið samtakanna til að safna fjármagni sem gera konum um allan heim kleift að öðlast tækifæri til að taka virkan þátt í leik og starfi án ótta við ofbeldi,“ segir Snædís Baldursdóttir, fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.</p>

18.01.2019„Getur aldrei verið pláss fyrir hatursfulla orðræðu, umburðarleysi og útlendingahatur“

<span></span><span></span> <p>„Grundvallargildi stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sæta árásum um heim allan,“ sagði Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann gerði grein fyrir helstu verkefnum nýhafins árs. Hann sagði í ræðunni að hugmyndafræðileg átök ættu sér stað og brýnt væri að ráðast að rótum ótta fólks í síbreytilegum heimi.</p> <p>„Það er uggvekjandi að heyra hatursfullt bergmál löngu liðinna tíma og að horfa upp á hryllilegar skoðanir verða hversdagslegar. Við skulum ekki gleyma lærdómum fjórða áratugarins. Það getur aldrei verið pláss fyrir hatursfulla orðræðu, umburðarleysi og útlendingahatur. Við munum berjast gegn því hvar sem er, hvenær sem er,” sagði aðalframkvæmdastjórinn.</p> <p>Að hans mati er þetta þó ekki nóg. </p> <p>“Við verðum að gera meira, að kafa dýpra. Ef okkur á að takast að verja gildi okkar þá verðum við að sýna að við höfum skilning á ótta fólks, angist og áhyggjum. Við verðum að höggva að rótum þess sem veldur því að fólki finnst það vera siglt í strand í síbreytilegum heimi.”</p> <p>Hann sagðist sannfærður um að heimurinn gæti haldið áfram vegferð sinni áhyggjulaust í átt til græns hagkerfis og gæti notið ávaxta fjórðu iðnbyltingarinnar, en bætti við að takast yrði á við skakkaföll á vinnumarkaði.</p> <p>“Ég er jafn sannfærður um að við verðum að fjárfesta í félagslegri samheldni, menntun og nýrri hæfni og öryggisneti fyrir þá sem eiga á hættu að sitja eftir. Við megum aldrei gleyma námumanninum, verkamanninum á færibandinu og öllum þeim um allan heim sem standa höllum fæti, eru fórnarlömb kreppu og óttast að vera skildir eftir.”</p> <p>Guterres hvatti til nýrrar herferðar í þágu grundvallargilda “mannréttinda og mannlegrar reisnar sem við höfum í hávegum og við verðum að sjá í framkvæmd í lífi allra.”</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn sagði að viðvörunarbjöllur hringdu vegna hættunnar af loftslagsbreytingum. Hann benti á að greint var frá því í síðustu viku að höfin væru að hlýna 40% hraðar en áður var talið.&nbsp;Hann hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til þess að kynna nýjar lausnir á leiðtogafundi samtakanna um loftslagsmál sem boðað hefur verið til á allsherjarþinginu í september.</p> <p> “Ég hvet ykkur til að sjá til þess að 19. september marki tímamót í baráttunni við ískyggilegar loftslagsbreytingar, í því að uppfylla Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og réttláta hnattvæðingu.”</p> <p>Byggt á <a href="https://unric.org/is/frettir/27356-guterreshugmyndafraeeileg-atoek-eiga-ser-stae" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna - UNRIC.</p>

17.01.2019Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda

<span></span> <p>Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi. Um er að ræða verkefni við skóla og heilsugæslustöðvar í héruðum þar sem eru blandaðar byggðir flóttafólks frá Suður-Súdan og heimamanna, í Arua og Yumbe.</p> <p>„Stuðningur við uppbyggingu í vatns- og hreinlætismálum, í samræmi við innlenda staðla fyrir heilsugæslustöðvar og skóla, mun stuðla að heilsusamlegri aðstöðu fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk, nemendur og kennara,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Úganda. „Við erum þess vegna ánægð með að framlag okkar Íslendinga nýtist til að draga úr barnadauða og koma í veg fyrir vatnsborna sjúkdóma á þessu svæði,“ bætir hún við.</p> <p>Nýleg úttekt leiddi í ljós að á 99 heilsugæslustöðum í þessum byggðarlögum voru 85% með takmarkaðan aðgang að vatni og ástandið í skólum var litlu betra.</p> <p>„Markmið UNICEF er að bæta salernisaðstöðu og tryggja sjálfbærni í vatns- og hreinlætismálum á svæðum sem njóta takmarkaðrar þjónustu, meðal annars í skólum og heilsugæslustöðvum. Fjárfesting í bættri þjónustu á þessum sviðum skapar betri aðstæður til náms og heilsusamlegri aðstæður fyrir konur og börn á heilsugæslustöðvum,“ segir Dr. Doreen Mulenga, fulltrúi UNICEF í Úganda. „Við erum þakklát fyrir stuðninginn frá ríkisstjórn Íslands sem kemur til með að draga úr vatnsbornum sjúkdómum meðal flóttabarna í þessum samfélögum,“ bætir hún við.</p>

16.01.2019Afríkubúar vilja helst góða atvinnu og hagvöxt

<span></span> <p>Áttunda Heimsmarkmiðið, góð atvinna og hagvöxtur, er efst á óskalista Afríkubúa þegar þeir eru spurðir álits á mikilvægustu Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Afrobarometer lagði spurninguna fyrir almenning í 34 Afríkuríkjum og langflestir tilgreina markmið átta: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Rúmlega 45 þúsund manns svöruðu könnuninni.</p> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru eins og kunnugt er sautján talsins og þau eiga að nást fyrir árið 2030. Alls nefndu 57% þátttakenda í könnun Afrobarometer áttunda markmiðið um góða atvinnu og hagvöxt sem mikilvægasta markmiðið. Í öðru sæti var annað markmiðið: ekkert hungur með 31% og í þriðja sæti þriðja markmiðið: heilsa og vellíðan.</p> <p>Markmiðið um jafnrétti kynjanna lenti í neðsta sæti í þessari könnun en aðeins 1% aðspurðra nefndi fimmta markmiðið um að tryggja jafnrétti kynjanna og efla völd kvenna og stúlkna. Fáir nefndu líka tíunda markmiðið um aukinn jöfnuð, eða aðeins 2%. Og 3% þeirra sem svöruðu könnuninni nefndu aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, þrettánda markmiðið.</p> <p>Nánar í <a href="http://blogs.worldbank.org/africacan/how-do-africans-priorities-align-with-the-sdgs-and-government-performance-new-results-from">umfjöllun</a>&nbsp;Alþjóðabankans</p>

15.01.2019Tæpar 120 milljónir króna til að bólusetja börn í Malaví

<span></span> <p>Hundruð þúsunda barna í Malaví verða bólusett gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum eftir að íslensk stjórnvöld ákváðu að styrkja GAVI samtökin, alþjóðasamtök um bólusetningar barna, um tæpar 120 milljónir króna eða um eina milljón Bandaríkjadala, til að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á næstu þremur árum, að því er segir í sameiginlegri <a href="https://www.gavi.org/library/news/statements/2019/iceland-pledges-usd1-million-to-immunise-children-in-malawi/" target="_blank">fréttatilkynningu</a>&nbsp;frá GAVI og utanríkisráðuneytinu.</p> <p><span></span>„Ég er ánægður að við getum stutt GAVI samtökin sem hafa með starfi sínu stórlega dregið úr barnadauða í fátækustu ríkjum heims, þar á meðal í Malaví,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Samningurinn við GAVI samræmist áherslum í þróunarsamstarfi Íslands í Malaví undanfarna þrjá áratugi. Það hefur meðal annars miðað sérstaklega að því að draga bæði úr mæðra- og barnadauða og á sinn þátt í því að Malaví meðal þeirra Afríkuríkja þar sem einna hraðast hefur tekist að draga úr ungbarnadauða,“ segir utanríkisráðherra.</p> <p><span></span>„Ég vil koma á framfæri innilegum þökkum til íslensku ríkistjórnarinnar og þjóðarinnar allrar fyrir<span>&nbsp; </span>framlagið,“ segir Dr. Seth Berkley framkvæmdastjóri GAVI. „Í Malaví hafa orðið ótrúlegar framfarir á síðustu átján árum með stuðningi GAVI. Núna fá níu af hverjum tíu börnum í landinu grunnbólusetningu. Fjárstuðningurinn frá Íslandi verður kærkominn til þess að ná tíunda barninu, en einnig erum við að bæta aðgengi fólks að nýjum bóluefnum, gegn banvænum kvensjúkdómum eins leghálskrabbameini, en einnig lungnabólgu og niðurgangspestum.“</p> <p>GAVI hyggst nýta framlag Íslands í þágu barna í Malaví þar sem grunnbólusetningar hafa aukist úr 64% árið 2004 upp í 88% á nýliðinu ári. Á sama tíma hefur orðið þreföld fækkun dauðsfalla barna yngri en fimm ára, úr 146 í 55 miðað við þúsund börn. Nú þegar eru börn í Malaví bólusett gegn tíu banvænum sjúkdómum: mislingum, mænusótt, leghálskrabbameini, rótaveiru, pneumokokka sjúkdómum, barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, lifrarbólga B, Haemophilus inflúensu af tegund B.</p> <p><span>Frá stofnun GAVI samtakanna árið 2000 hafa þau staðið að bólusetningu á rúmlega 700 milljónum barna og bjargað að minnsta kosti 10 milljónum mannslífa. Samtökin starfa í 68 fátækustu ríkjum heims og verja börn gegn mannskæðustu barnasjúkdómunum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/3M_7HBcTPxk" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Myndband með viðtali við Tormod Simensen framkvæmdastjóra Gavi sem tekið var í heimsókn hans til Íslands síðastliðið haust.</p> <p><a href="https://www.gavi.org/">Vefur GAVI</a></p>

15.01.2019Mannfjölgun í Malaví 35% á átta árum

<span></span> <p>Íbúum Malaví hefur fjölgað um 35% á síðustu átta árum. Í manntali sem tekið var síðastliðið haust kom í ljós að íbúafjöldinn stendur í rúmlega 17,5 milljónum en var rétt um 13 milljónir við síðasta manntal þar á undan, árið 2008. Til samanburðar fjölgaði Íslendingum á sama tíma um rúmlega 10%. Hagstofan í Malaví leiddi framkvæmd manntalsins í samstarfi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) með tæknilegum stuðningi Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna. </p> <p>Sjötta manntalið sem tekið er í Malaví fór fram í september á síðasta ári. Um var að ræða fyrsta stafræna manntalið þar sem spjaldtölvur með þar til gerðum hugbúnaði voru notaðar í stað pappírs og skriffæra og tölur sendar rafrænt gegnum netið. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) færði stjórnvöldum 15 þúsund spjaldtölvur að gjöf skömmu áður en manntalið fór fram síðastliðið haust en manntalsgerðin tók rúmar þrjár vikur.</p> <p>Langflestir íbúanna eru með búsetu í sveitum, en <span>&nbsp;</span>niðurstöður manntalsins sýna að 84% íbúanna eru í dreifbýli og 16% í þéttbýli. Konur eru talsvert fleiri en karlar, 51,5% á móti 48,5%. </p> <p>Líkt og meðal annarra þjóða í sunnanverðri Afríku er Malaví ung þjóð, meirihluti þjóðarinnar er yngri en átján ára, þar af ungmenni á aldrinum 10 til 19 ára 26%. Konur á barneignaaldri eru 47,2% þjóðarinnar og 4,4 einstaklingar að meðaltali á hverju heimili.</p> <p><strong>Stuðningur við manntalsgerðina og úrvinnslu gagna</strong></p> <p>Kostnaðaráætlun fyrir manntalið og úrvinnslu gagna nemur um 22,5 milljónum Bandaríkjadala. Ísland er meðal margra framlagsríkja og stofnana sem lögðust á árarnar til að þessi umfangsmikla aðgerð tækist sem best. Íslensk stjórnvöld leggja fram tæpar eitt hundrað milljónir króna og sá stuðningur mun einkum nýtast við úrvinnslu gagna og uppsetningu gagnamiðlunarkerfis. Aðrar þjóðir sem veittu fjárstuðning til manntalsgerðarinnar voru Bretland, Bandaríkin, Noregur, Írland, Kína og Þýskaland.</p>

14.01.2019Níu umsóknir bárust um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulífið

<span></span> <p>Níu umsóknir bárust um styrki úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum. Í samræmi við reglur sjóðsins tekur nú þriggja manna matshópur umsóknirnar til skoðunar en hópurinn er skipaður tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og fulltrúa ráðuneytisins. Stefnt er að því að utanríkisráðherra úthluti fyrstu styrkjum úr sjóðnum í næsta mánuði.</p> <p>Hlutverk Samstarfssjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum þróunarríkjum. Sjóðurinn hefur yfir að ráða allt að 100 milljónum króna en áskilið er að styrkt verkefni skuli vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti í fátækum ríkjum heims.</p> <p>Samkvæmt reglum sjóðsins getur hámarksfjárhæð til einstakra verkefna numið allt að 200 þúsund evrum, yfir þriggja ára tímabil. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis.&nbsp;</p>

11.01.2019Þrjátíu þúsund flóttamenn látnir á fimm árum

<span></span> <p>Rúmlega þrjátíu þúsund flóttamenn létust á árunum 2014 til 2018. Þeir ýmist hurfu eða drukknuðu, að því er fram kemur í yfirliti alþjóðlegrar stofnunar um farandfólk (IOM) sem heldur skrá utan um þá sem ekkert spyrst til. Talið er að rúmlega 19 þúsund dauðsföll eða mannshvörf megi rekja til drukknunar, ekki aðeins á Miðjarðarhafi, heldur víðar í heiminum.</p> <p>Verulega skortir á opinber gögn og upplýsingar um dauðsföll þeirra sem eru á faraldsfæti. Af þeim sökum slær stofnunin varnagla og segir að í besta falli megi líta á tölurnar sem lágmarksáætlun. </p> <p>Tæplega helmingur umræddra dauðsfalla varð á Miðjarðarhafi, á sjóðleiðinni milli Norður-Afríku og Ítalíu. Samkvæmt „Missing Migrants Project“ létust að minnsta kosti 17.644 í hafi á þremur hættulegustu siglingaleiðum flóttafólks á þessu á fimm ára tímabili sem yfirlitið nær til. Flótta- og farandfólk innan Afríku setur sig líka í miklu hættu ef marka má yfirlit IOM því frá 2014 eru skráð 6,529 dauðföll meðal þeirra, langflest í norðurhluta álfunnar. Líkast til eru dauðsföllin enn fleiri því ákaflega erfitt er að henda reiður á afdrif fólks í þessum heimshluta, segir í frétt frá stofnuninni.</p> <p>Í Asíu eru skráð 2,900 dauðsföll flóttafólks, rúmlega tvö þúsund í sunnanverðri Asíu og rúmlega fimm hundruð í Miðausturlöndum. Þá létust tæplega þrjú þúsund í Ameríku á sama tímabili, 60% á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ennfremur eru skráð rúmlega þúsund dauðsföll í rómönsku Ameríku og Karíbahafi en óttast er að raunveruleg tala sé mun hærri vegna skorts á gögnum.</p>

10.01.2019Umrót á alþjóðamörkuðum og spáð örlitlum samdrætti

<span></span> <p>Landsframleiðsla á heimsvísu kemur til með að aukast um 2,9% á þessu ári sem er örlítill samdráttur frá nýliðnu ári. Hlutfallið mun verða 2,8% næstu tvö árin. Þetta kemur fram í spá Alþjóðabankans sem gaf í gær út árlega <a href="http://www.worldbank.org/en/publication/global-economic-prospects" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;um efnahagshorfur í heiminum.</p> <p>Spá bankans er eilítið svartsýnni en áður og skiptir þar mestu að aukinnar svartsýni gætir varðandi hagvöxt í nýmarkaðsríkjum. Tölurnar segja þó ekki alla söguna, og markaðir hafa á síðustu mánuðum einkennst af aukinni óreiðu og alþjóðlegum viðskiptadeilum. Efnahagshorfur eru þessari óvissu háðar og því gerir bankinn þann vara á forspám að neikvæð áhrif þessara þátta geti verið umtalsverð á árinu. Horfur fyrir Afríku sunnan Sahara hafa versnað frá fyrri spám sem einkenndust af bjartsýni en nú er talið hæpið að umtalsverður árangur náist í baráttunni við fátækt á árinu. Umhverfisvá, átök innan landa, stjórnmálalegt umrót, og slæleg stjórnun opinberra fjármála er meðal þeirra áhættuþátta sem munu hafa hamlandi áhrif á þróun innan Afríku.</p> <p>Skýrslan fjallar einnig um gráa hagkerfið en stórt, óformlegt hagkerfi er að mati skýrsluhöfunda dragbítur fyrir almenna framleiðni og dregur jafnframt úr tekjum fyrir ríkiskassann. Það telst nú vera þriðjungur af landsframleiðslu í nýmarkaðsríkjum. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að bjartsýni gætir varðandi viðvarandi hagvöxt upp á allt að sex prósentustig meðal allra fátækustu landanna, þó jafnframt sé varað við aukinni skuldasöfnun þeirra á meðal. </p> <p><strong>Ísland í forystuhlutverki</strong></p> <p>Hlutverk Íslands innan bankans mun á næstunni vaxa verulega, en Ísland tekur virkan þátt í fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Kjördæmið og þar með ríkin átta, deila stjórnarsæti í bankanum. Um mitt ár tekur Ísland við forystuhlutverki og leiðir kjördæmisstarfið til tveggja ára. Í því felst annars vegar að Ísland mun eiga aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans, sem gegnir starfinu fyrir hönd kjördæmisins, og mun hins vegar leiða samræmingu málefnastarfs kjördæmisins.</p> <p><a href="http://www.worldbank.org/en/news/immersive-story/2019/01/08/storm-clouds-are-brewing-for-the-global-economy" target="_blank">Frétt Alþjóðabankans</a></p>

09.01.2019Mansal í heiminum fer vaxandi

<span></span> <p>Niðurstöður nýrrar skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum leiða í ljós að mansal fer vaxandi í heiminum og verður sífellt ógeðfelldara. Kynferðisleg misneyting fórnarlamba er sagður vera helsti drifkrafturinn. Börn eru 30% þeirra sem seld eru mannsali, stelpur miklu fleiri en strákar. Rannsóknin náði til 142 þjóðríkja.</p> <p>Að sögn Yury Fedotov framkvæmdastjóra fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) hefur mansal tekið á sig skelfilegar birtingarmyndir. Hann nefnir barnahermenn, vinnuþræla og kynlífsþræla og segir að vopnaðir hópar og hryðjuverkamenn noti mansal bæði til að vekja ótta og nýta fórnarlömbin sem agn fyrir nýráðningar hermanna.</p> <p>Í <a href="http://www.unodc.org/documents/data-and-analysis/glotip/2018/GLOTiP_2018_BOOK_web_small.pdf" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;segir að þótt meðalfjöldi tilkynntra fórnarlamba hafi sveiflast undanfarin ár sýni þau gögn sem UNODC hafi safnað um langt árabil að fjölgunin sé stöðug frá árinu 2010. Fjölgunin sé mest í Asíu og Ameríku en tekið er fram að óvissa ríki um það hvort fjölgunin skýrist af betri aðferðum til að greina og tilkynna um mansal eða hvort um raunverulega fjölgun fórnarlamba sé að ræða. </p> <p>Flest fórnarlömbin sem seld hafa verið mansali til útlanda koma frá Austur-Asíu og Afríku sunnan Sahara. Ennfremur kemur fram í skýrslunni að refsileysi viðgangist á mörgum svæðum í Asíu og Afríku og þar sem sakfellt sé á annað borð séu refsingar vægar.</p> <p>Kynlífsþrælkun er sú tegund mansals sem algengust er í Evrópulöndum en í sunnanverðri Afríku og Miðausturlöndum er vinnuþrælkun algengust.</p> <p>Baráttan gegn mansali er hluti af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í annarri grein fimmta markmiðsins segir: Hvers kyns ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðið og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið.&nbsp;&nbsp;</p>

08.01.2019Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla

<span></span> <p>„Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla. Hundrað árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar eru grundvallarmannréttindi og lög sem eiga að vernda börn gegn hörmulegum afleiðingum stríðsátaka stanslaust brotin og án nokkurra refsinga. Nú þegar nýtt ár gengur í garð verða ríkisstjórnir um allan heim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að binda endi á þetta óásættanlega ofbeldi og færa milljónum barna sem þjást vegna stríðsátaka von,“ segir Erna Reynisdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. </p> <p>Samtökin fagna nýarsávarpi páfa þar sem hann biður börnum sem búa við stríðsástand vægðar. Rifjað er upp að Eglantyne Jebb stofnandi Barnaheilla – Save the Children sagði fyrir hundrað árum: „Öll stríð, hvort sem þau eru réttmæt eða ekki, töpuð eða unnin, eru háð gegn börnum.“</p> <p>„Þessi orð eru jafn sönn nú og fyrir einni öld síðan. Að minnsta kosti eitt af hverjum sex börnum heims búa á svæðum þar sem átök geisa. Yfir 4,5 milljónir þeirra eru á barmi hungursneyðar. Í Jemen áætla samtökin að um 85 þúsund börn undir fimm ára aldri hafi dáið úr hungri frá 2015,“ segir í frétt á vef Barnaheilla.</p> <p>Erna segir afar mikilvægt er að vernda börn fyrir skaða, tryggja öryggi skóla og sjúkrahúsa og að hvert barn sem býr við stríðsástand og átök fái nauðsynlegan stuðning og hjálp til að endurreisa framtíð sína.</p> <p>Með fréttinni er birt mynd af þessari litlu átta mánaða stúlku. Hún býr með fjölskyldu sinni í Bait Al-Faqih hverfinu í Hodeidah í Jemen og er yngst fjögurra systkina. Stúlkan þjáist af alvarlegri vannæringu þar sem foreldrarnir hafa ekki lengur ráð á að kaupa mat handa fjölskyldunni vegna stríðsins. Móðir hennar tók á það ráð að fara með hana á heilsugæslustöð sem styrkt er af Barnaheillum – Save the Children. Þar fær hún sérstaka næringu og nú á batavegi. Ljósmynd: Mohammed Awadh / Save the Children</p> <p><a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/pafi-bidur-bornum-vaegdar-i-nyarsavarpi" target="_blank">Nánar</a></p>

08.01.2019Óvænt afsögn forseta Alþjóðabankans

<span></span> <p><span class="tweetable">Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans hefur sagt upp störfum. Hann kom stjórnarmönnum og starfsmönnum bankans verulega á óvart í gær þegar hann kallaði saman til fundar og tilkynnti afsögn sína, þremur árum áður en ráðningatímabili hans lýkur. </span></p> <p><span class="tweetable">Jim hyggst láta af störfum í lok þessa mánaðar og hefja störf hjá fjárfestingafyrirtæki. Hver tekur við starfi forseta Alþjóðabankans 1. febrúar er enn á huldu en taki ráðningarferlið lengri tíma mun Kristalina Georgieva stjórnarformaður bankans hlaupa í skarðið. Leit að eftirmanni er þegar hafin.</span></p> <p><span class="tweetable">Jim Young Kim var fyrst kjörinn forseti Alþjóðabankans árið 2012 til fimm ára. Árið 2017 hófst annað fimm ára ráðningartímabil sem hefði átt að ljúka árið í árslok 2021.</span></p> <p><span class="tweetable">"Það hefur verið mér mikil heiður að þjóna þessari merkilegu stofnun sem forseti hennar, stofnun sem er full af ástríðufullum einstaklingum reiðubúnum að einhenda sér í það verkefni að binda endi á fátækt á okkar æviskeiði,“ sagði Kim í yfirlýsingu í gær.</span></p>

07.01.2019Rauði krossinn og Sýn brúa stafræna bilið í Afríku

<span></span> <p>Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins, nánar tiltekið verkefnið&nbsp;„Brúun hins stafræna bils.“ Með verkefninu er landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum veitt aðstoð við að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni svo þau megi efla getu sína í hjálparstarfi.</p> <p>Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og felur í sér að Sýn lánar starfsmann með sérþekkingu í upplýsinga- og samskiptatækni til að sinna verkefnum sendifulltrúa í verkefninu. Í frétt frá Rauða krossinum segir að verkefnið sé eitt af langtímaþróunarverkefnum félagsins í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossinn og Rauða hálfmánann og það fái einnig stuðning frá utanríkisráðuneytinu, Íslandsbanka, Reiknistofu bankanna og fleiri íslenskum fyrirtækjum.</p> <p><span>&nbsp;</span>„Við hjá Sýn erum stolt af að geta stutt við mikilvægt hlutverk Rauða krossins með okkar þekkingu og fólki. Stuðningurinn er í takt við áherslur og stefnu okkar um samfélagslega ábyrgð og að gera það með snjöllum hætti með því að brúa mikilvægt stafrænt bil í ríkjum Afríku fellur mjög vel að okkar starfsemi,“ segir Kjartan Briem framkvæmdastjóri tækni og innviða hjá Sýn.</p> <p>„Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Í mörgum ríkjum Afríku búa Rauða kross félög við svo bágan kost að það er ekki nein nettenging í deildum þar sem sjálfboðaliðar sinna lífsbjargandi hjálparstarfi eða þá að hún er mjög óstöðug,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins og bætir við að verkefninu sé meðal annars ætlað að bæta úr þessu. „Það þarf að tryggja betur að hægt sé að senda mikilvægar upplýsingar sem varða hjálparstarf Rauða krossins svo hægt sé að tryggja betur að nauðsynleg hjálpargögn séu til staðar og að mannúðaraðstoð sé í samræmi við þarfir skjólstæðinga á vettvangi og berist eins skjótt og völ er á,“ segir Atli Viðar og bætir við að mikil ánægja sé hjá Rauða Krossinum með samstarfið við Sýn.</p>

07.01.2019Besta fjárfestingin að enda barnahjónabönd og tryggja menntun unglingsstúlkna

<span></span> <p>Að enda barnahjónabönd og ótímabærar barneignir sem þeim fylgja auk þess að tryggja menntun stúlkna til átján ára aldurs er að mati Ágústu Gísladóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongve besta fjárfestingin í Malaví í dag. Þetta kemur fram í pistli sem hún skrifar í Heimsljós.</p> <p>Hún segir það hafa verið kærkomna tilbreytingu í síðasta mánuði að fara á fund hjá Alþjóðabankanum í Lilongve og heyra hagfræðing bankans kynna athugun bankans á kostnaðinum sem fylgir barnahjónaböndum og ótímabærum barneignum sem þeim fylgja.<span>&nbsp; </span>Nýtt tölublað Malaví hagtíðinda frá Alþjóðabankanum hafi borið yfirskriftina “Að fjárfesta í menntun stúlkna” og þar sé meðal annars fjallað um efnahagslegar afleiðingar þess hversu tiltölulega fáar stúlkur ljúka framhaldsskóla í Malaví miðað við nágrannalöndin og afleiðingar<span>&nbsp; </span>barnahjónabanda og barneigna meðal stúlkna undir átján ára aldri. </p> <p><strong>Barnahjónabönd kynferðislegt ofbeldi gegn börnum</strong></p> <p>„Allt í einu var þetta „félagslega”, „mjúka” mál sem einkum jafnréttis- og kvennasamtök hafa fjallað um á fundum sínum, orðið grjóthart umræðuefni sem fyrrverandi seðlabankastjórar og hagfræðiprófessorar í salnum gátu lýst skoðun sinni og andúð á,“ skrifar Ágústa og bætir við: „Sem betur fer holar dropinn steininn og allar götur síðan stjórnarskránni var breytt árið 2017 og barnahjónabönd endanlega bönnuð hafa framámenn og konur barist ötullega gegn þessari þjóðarskömm. Það er til marks um breyttan tíðaranda í Malaví að í blaðagrein í nóvember á síðasta ári var fjallar um barnahjónabönd – og sagt að réttnefnið væri „kynferðisofbeldi gegn börnum.”“</p> <p>Ágústa segir að í skýrslu Alþjóðabankans sé sett fram athyglisvert orsakasamhengi milli barnahjónabanda, barneigna ungra stúlkna og skólagöngu þeirra. „Það er næsta víst að hvert ár sem unglingsstúlka gengur menntaveginn minnka líkurnar töluvert á því að hún giftist og eignist börn undir átján ára aldri.<span>&nbsp;</span>Barnahjónabönd ýta einnig undir barneignir. Mesti ávinningurinn er af því að koma í veg fyrir barneignir stúlkna undir átján ára aldri og lækka þar með fæðingartíðni í landinu og koma í veg fyrir ýmsan kostnað sem fylgir því að börn ala börn,“ segir Ágústa.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/01/04/Besta-fjarfestingin-i-Malavi/" target="_blank">Pistillinn í heild.</a></p>

04.01.2019Ótrúleg lífsreynsla að starfa í Cox Bazar

<span></span> <p>„Ótrúleg lífsreynsla,“ segir Ingibjörg Ösp Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur sem nýkomin er heim úr flóttamannabúðum Róhingja í Cox Bazar í Bangladess. Hún fór þangað í október á nýliðnu ári ásamt öðrum hjúkrunarfræðingi, Kolbrúnu Þorsteinsdóttur, en þær voru báðar að fara fyrstu ferðir sínar sem sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi. Alls hafa 26 sendifulltrúar á vegum Rauða krossins starfað við neyðartjaldsjúkrahús í kjölfar flótta rúmlega níu hundruð þúsund Róhingja frá Mjanmar til Bangladess.</p> <p>Í frétt frá Rauða krossinum er Ingibjörg Ösp spurð um það hvað sé henni eftirminnilegast úr ferðinni og hún svarar að níu ára stúlka sé henni ofarlega í huga. „Hún býr í flóttamannabúðunum í Cox Bazar og lenti í umferðarslysi þegar hún þurfti að fara yfir götu til þess að kaupa sér banana. Eftir slysið var brjóstkassi hennar illa farinn og var farið með hana á neyðartjaldsjúkrahús Rauða krossins sem er á þessu svæði. Við nánari skoðun kom í ljós að stúlkan var með nokkur brotin rifbein, skurði og mar. Starfsfólk Rauða krossins tók á móti henni, framkvæmdi á henni aðgerð og hlúði að meiðslum hennar. Hún lá á barnadeild í rúma viku og fór svo heim til sín aftur.“ </p> <p>Í fréttinni kemur fram að ákveðið hafi verið að sjúkrahúsið myndi starfa út árið 2018 vegna þess hve þörfin hafi verið mikil en almennt séu neyðartjaldsjúkrahús aðeins sett upp til afar skamms tíma. „Sjúkrahúsið hefur veitt rúmlega 52.000 einstaklingum aðstoð síðan í október 2017. Af þessu er ljóst að mikil þörf er á því að halda úti starfandi neyðarsjúkrahúsi á þessu svæði þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna er á þessu svæði sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Frá og með 1. janúar 2019 mun Rauð hálfmáninn taka við rekstri spítalans og verður honum breytt í almenna heilsugæslu til að halda þessari lífsnauðsynlegu aðstoð áfram,“ segir í frétt Rauða krossins.</p>

04.01.2019UN Women: Umræða um kynbundið ofbeldi bar hæst á árinu

<span></span> <p><span></span>„MeToo byltingin hefur svo sannarlega opnað umræðuna um kynbundið ofbeldi gegn konum og stendur óneitanlega upp úr þegar litið er til árangurs í jafnréttismálum á árinu,“ segir í áramótagrein UN Women á Íslandi. Þar segir að byltingin hafi átt sér stað um allan heim, hún fari til dæmis fram í Egyptalandi undir nafninu&nbsp;#AnaKaman og í Tyrklandi&nbsp;sem #SendeAnlat. „Hún hefur hleypt af stað háværri umræðu um kynferðislega misnotkun og ýtt valdamiklum körlum frá stjórnborðinu á sviði stjórnmála, skemmtanaiðnaðar og fjölmiðlunar. Umræðan þrýstir um leið á ríkisstjórnir heimsins og stjórnir stórfyrirtækja við að breyta stefnum, gildum og þeirri ómenningu sem fengið hefur að viðgangast hingað til,“ segir í greininni.</p> <p>Af markverðum sigrum í jafnréttisbaráttunni á árinu eru friðarverðlaun Nóbels nefnd til sögunnar en þau hlutu Jasídakonan&nbsp;Nadia Murad&nbsp;og læknirinn&nbsp;Denis Mukwege&nbsp;frá Lýðræðilega lýðveldinu Kongó. „Murad var handsömuð af liðsmönnum Íslamska ríkisins í ágúst 2014 og hneppt í kynlífsánauð í borginni Mosul. Denis Mukwege stofnaði 1999 Panzi sjúkrahúsið í austurhluta Kongó og starfrækir enn, þar sem þúsundir kvenna hafa leitað aðhlynningar eftir nauðganir vígamanna á svæðinu. Þau hafa bæði barist ötullega gegn nauðgunum og kynferðisofbeldi í stríði.“</p> <p>Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars, leiddi til fjölmargra byltinga á götum úti, segir í grein UN Women. Þar kemur fram að fimm milljónir spænskra femínista hafi flykkst út á götur Madridar og mótmæltu kynbundnu ofbeldi og eitraðri karlmennsku undir slagorðinu&nbsp;„Without Women the World Stops“. Mótmælagöngur hafi líka víða verið farnar í Bandaríkjunum, í Argentínu, Síle og Suður-Afríku þar sem marserað var undir formerkjum&nbsp;#TotalShutdown. Í Túnis var gengið og krafist jafns erfðaréttar karla og kvenna og í Tælandi fór netbyltingin&nbsp;#DontTellMeHowtoDress&nbsp;eins og eldur um sinu samfélagsmiðla.</p> <p>„Kona að nafni&nbsp;Stacey Cunningham&nbsp;mölbraut glerþak Kauphallarinnar í New York á árinu er hún varð fyrst kvenna til að gegna starfi forstjóra. Því ber að fagna þrátt fyrir að það hafi ekki tekið nema 226 ár.&nbsp;Holly Ridings&nbsp;var valin fyrst kvenna til að gegna stöðu forstjóra NASA auk þess sem hin kanadíska&nbsp;Donna Strickland&nbsp;hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrst kvenna í 55 ár en áður höfðu eingöngu Marie Curie (1903) og Maria Goeppert-Mayer (1963) hlotið Nóbel áður.</p> <p>Konur ruddu sér víða til rúms í stjórnmálum á árinu.&nbsp;Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, tók fæðingarorlof á árinu og varð jafnframt fyrsti þjóðarleiðtogi heims til að gera slíkt. Kynjahlutföll á þingi eru jöfnust í Rúanda, svo Kúbu, því næst Bólivíu svo Mexíkó sem komst óvænt á listann og tók fjórða sætið á árinu. Í Rúmeníu, Trinidad og Tobago, Barbados og Eþíópíu fögnuðu landsmenn einnig sínum fyrstu kvenþjóðarleiðtogum á árinu.</p> <p>Ýmsar lagabreytingar í átt að bættum heimi kvenna og stúlkna áttu sér einnig stað á árinu. Í&nbsp;Marokkó&nbsp;voru ný lög samþykkt sem kveða á um þyngri&nbsp;dóma á þeim sem beita ofbeldi gegn konum. Í&nbsp;Palestínu&nbsp;hafa lög verið afturkölluð sem koma í veg fyrir að nauðgarar verði dæmdir fyrir nauðgun ef þeir giftast þolendanum.&nbsp;Bæði&nbsp;sænska&nbsp;og&nbsp;spænska þingið&nbsp;samþykktu lög á árinu sem kveða á um að óheimilt er að stunda kynlíf með manneskju sem ekki hefur veitt skýrt samþykki. Ef skýrt samþykki liggur ekki fyrir er um nauðgun að ræða. Hæstiréttur&nbsp;Indlands&nbsp;úrskurðaði á árinu að kynlíf samkynhneigðra verði ekki lengur glæpsamlegt þar í landi og síðast en ekki síst leiddi&nbsp;Nýja Sjáland&nbsp;í lög sérstakt&nbsp;veikindaleyfi fyrir fólk sem hefur búið við heimilisofbeldi. Fólk fær tíu daga leyfi sem á að gera því kleift að fara frá maka sínum, finna sér nýtt heimili og til að vernda sig og börn sín.“</p> <p>Landsnefnd UN Women þakkar í lok greinarinnar landsmönnum innilega fyrir stuðninginn á árinu.</p>

03.01.2019Sárafátækir aldrei færri og aldrei fleiri nýtt hreina orku

<span></span> <p>Aldrei í sögunni hefur sárafátækt í heiminum mælst jafn lítil og síðasta ár. Flest bendir til þess að sárafátækir einskorðist í framtíðinni við einn heimshluta: sunnanverða Afríku. Aldrei hafa fleiri neyðst til að flýja heimili sín og samkvæmt skýrslu á árinu er staðfest að við erum komin í tímahrak með aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Á jákvæðu nótunum eru tækninýjungar og framþróun sem birtist meðal annars í því að milljónir hafa bæst í hóp þeirra sem nýta hreina endurnýjanlega orku og hundruð milljóna manna eru orðin hluti af fjármálakerfi. </p> <p>Þetta er meðal þess sem fulltrúar Alþjóðabankans, Donna Barne og Divyanshi Wadhwa, draga fram í dagsljósið í áramótauppgjöri þar sem birtar eru fjórtán grafískar myndir um þróunina í heiminum. </p> <p>Þær staldra fyrst við sárafátækt og benda á að þriðjungur jarðarbúa hafi árið 1990 haft tekjur undir fátæktarmörkum, borið minna úr býtum en sem nemur 226 krónur á dag (1,90 Bandaríkjadölum). Á síðustu þremur áratugum hafi hins vegar milljarðar manna lyft sér upp úr fátækt og hjá helmingi þjóða heims sé sárafátækt undir 3%. Þær segja að enn sé verk að vinna því 736 milljónir manna lifi í dag undir<span>&nbsp; </span>fátæktarmörkum og hægt hafi á þessari jákvæðu þróun. Þá benda þær á að sárafátækum fjölgi í Afríku sunnan Sahara og í þeim heimshluta sé að finna 27 af 28 fátækustu ríkjum heims. Allt bendi til þess að sárafátæka verði eingöngu að finna þar í framtíðinni.</p> <p>Fjöldi flóttamanna náði nýjum hæðum á nýliðnu ári, fólk sem þurfti að flýja ofsóknir, átök og ofbeldi, alls 68,5 milljónir. Í grein Alþjóðabankans segir að 40 milljónir séu á vergangi innan eigin lands en 25,4 milljónir flóttamanna séu utan lands. „Þvert ofan í það sem flestir halda eru 85% flóttamanna í heiminum hýstir af þróunarríkjum,“ segir í greininni. </p> <p>Í áramótauppgjörinu kemur fram að 91% íbúa jarðarinnar búi við lítil loftgæði. Vísað er í gögn frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) þar sem fram kemur að í 4300 borgum í 108 ríkjum andi íbúarnir að sér menguðu lofti. Verst er ástandið í löndum við austanvert Miðjarðarhaf og í sunnanverði Asíu. Talið er að 7 milljónir dauðsfalla á ári megi rekja til loftmengunar, innan húss og utan.</p> <p>Ennfremur kemur fram í þessu yfirliti Alþjóðabankans að vannæring barna og vaxtarhömlun tengist ófullnægjandi salernisaðstöðu, auk sem 1,6 milljón dauðsföll megi beinlínis rekja til skorts á þessari lífsnauðsynlegu aðstöðu.</p> <p><a href="https://www.worldbank.org/en/news/feature/2018/12/21/year-in-review-2018-in-14-charts" target="_blank">Greinin frá Alþjóðabankanum</a></p>

02.01.2019Nýársheit að tryggja öllum börnum rétt til að lifa

<span></span> <p>Tæplega 400 þúsund börn fæddust í gær, á nýársdag, í heiminum. Fjórðungur þeirra í sunnanverðri Asíu og helmingur þeirra í einungis átta ríkjum, Indlandi, Kína, Nígeríu, Pakistan, Indónesíu, Bandaríkjunum, Lýðræðislega lýðveldinu Kongó og Bangladess. Af börnunum sem fæddust í gær eru um 700 þegar látin – þau lifðu aðeins innan við sólarhring.</p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) bendir á að um leið og hverju nýfæddu barni er fagnað ættu allar þjóðir heims jafnframt að setja sér það nýársheit að tryggja rétt allra barna til að lifa og dafna. „Ég vil að allar þjóðir taki undir með nýársheiti UNICEF sem felur í sér að virða öll réttindi barna og byrja á réttindum þeirra að fá að lifa,“ segir Charlotte Petri Gornitzka framkvæmdastjóri UNICEF.</p> <p>Í frétt UNICEF segir að á árinu 2017 hafi um ein milljón barna dáið á fæðingardaginn. Tvær og hálf milljón barna til viðbótar hafi dáið fyrsta mánuðinn.</p> <p>Á síðustu þremur áratugum hafa sífellt fleiri ungbörn lifað. Tvöfalt færri börn deyja innan við fimm ára aldur í dag en fyrir þrjátíu árum. Hins vegar hafa framfarir verið miklu minni þegar kemur að nýburum. Af öllum dauðsföllum barna yngri en fimm ára verða 47% þeirra fyrsta mánuðinn.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/7Z73qi9Byrw" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Flest barnanna deyja af ástæðum sem unnt væri að afstýra eða eins og UNICEF orðar það í tilkynningu að sé „brot á grundvallarréttum barns til að lifa.“ Þar er fyrst og fremst átt við fyrirburafæðingar, ýmsa fylgikvilla í fæðingu og sýkingar eins og lungnabólgu. Að mati framkvæmdastjóra UNICEF væri hægt að bjarga milljónum barna með því að fjárfesta í tækjum og þjálfun fyrir heilbrigðisstarfsmenn.</p> <p>UNICEF er ein af fjórum lykilstofnunum stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þegar lögð eru saman opinber framlög og framlög landsnefndar UNICEF kemur á daginn að Ísland veitir fjórðu hæstu framlögin til stofnunnarinnar.</p>

31.12.2018Heimsljós 2018: Mest lesnu fréttirnar

<span></span> <p>Eitt hundrað milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til neyðaraðstoðar í Jemen var mest lesna fréttin í Heimsljósi á árinu sem er að líða. Fréttin birtist um miðjan nóvember. Þar sagði að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefði ákveðið að verja 100 milljónum til neyðaraðstoðar í Jemen og skipta framlaginu jafnt á milli Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).</p> <p>Önnur mest lesna frétt ársins var um leit ráðuneytisins að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. „Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, vera ófeiminn og áhugasamur um betri heim,“ sagði í fréttinni og rúmlega 80 umsóknir bárust. Fyrir valinu varð Elíza Gígja Ómarsdóttir, unglingsstúlka úr Fossvoginum í Reykjavík, sem fór til Úganda í tíu daga ferð. Frásögnin birtist í röð þriggja sjónvarpsþátta á aðventunni undir yfirskriftinni: Heimsmarkmið Elízu.</p> <p>Þriðja mest lesna frétt ársins í Heimsljósi var frétt um styrkveitingu, 55,5 milljónir vegna átakanna í Sýrlandi, sem utanríkisráðherra tilkynnti um í janúar. Um var að ræða framlag til Rauða krossins á Íslandi til þriggja verkefna í þágu sýrlenskra flóttamanna í Líbanon og Tyrklandi en einnig var hluta<span>&nbsp; </span>framlagsins varið til bágstaddra heimamanna í löndunum tveimur. </p> <p>Fjórða mest lesna fréttin var um stofnun ungmennaráðs Stjórnarráðsins vegna Heimsmarkmiðanna og fimmta mest lesna fréttin var hrós í garð utanríkisráðuneytisins frá UNICEF fyrir „rausnarlegan stuðning“ en sú frétt birtist í ársbyrjun.</p> <p><a href="/lisalib/getfile.aspx?itemid=f6a2dc87-0cdd-11e9-942f-005056bc4d74">Tíu mest lesnu fréttir Heimsljóss 2018.</a></p>

28.12.2018Heimurinn bregst börnum á átakasvæðum

<span></span><span></span> <p>Framtíð milljóna barna í stríðshrjáðum löndum er í hættu því vopnaðar sveitir skirrast ekki við að fremja alvarleg brot gegn börnum án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar, segir í fréttatilkynningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem birt var í morgun.</p> <p>„Börn á átakasvæðum um heim allan hafa haldið áfram að þjást vegna ógurlegs ofbeldis síðustu tólf mánuði og heimurinn heldur áfram að bregðast börnum,“ segir Manuel Fontaine, yfirmaður bráðaaðgerða hjá UNICEF. Hann segir að stríðsaðilar hafi alltof lengi komist upp með grimmdarverk, nánast því refsilaust, og ástandið versni stöðugt. „Miklu meira er hægt að gera og verður að gera til þess að vernda og styðja börn,“ segir hann. </p> <p>Börn í stríðshrjáðum löndum hafa lent í beinum árásum, þau hafa verið notuð sem mennskir skildir, þau hafa verið drepin, þeim nauðgað eða þau hafa verið neydd til að berjast. Nauðganir, þvingunarhjónabönd og brottnám hafa einkennt átökin í Sýrlandi, Jemen, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu, Suður-Súdan og Mjanmar. </p> <p>Í <a href="https://www.unicef.org/press-releases/world-has-failed-protect-children-conflict-2018-unicef" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;UNICEF er minnt á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna verði 30 ára á næsta ári og eins verði þá 70 ár liðin frá því skrifað var undir <a href="https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4780" target="_blank">Genfarsáttmálann</a>. „Þrátt fyrir þessa sáttmála eiga fleiri þjóðir en nokkru sinni fyrr á síðustu þremur áratugum í átökum innan lands eða utan. Börn sem búa við átök eru þeir einstaklingar sem síst njóta réttar. Árásum á börn verður að linna,“ segir Fontaine.</p> <p>Í fréttatilkynningunni er að finna yfirlit yfir helstu átakasvæði í heiminum. </p>

28.12.2018Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen

<span></span> <p><span style="font-size: 13.5pt; color: black;">Í gær&nbsp;lauk neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen. Frá þessu er sagt á&nbsp;<a></a><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-rauda-krossins-fyrir-jemen-lokid-47-5-milljonir-fara-til-lifsbjargandi-neydaradstodar" target="_blank"><span style="mso-bookmark:'';">vefsíðu Rauða krossins</span><span style="mso-bookmark:'';"></span></a><span style="mso-bookmark:'';"></span>.&nbsp;</span></p> <p style="font-variant-ligatures: normal;font-variant-caps: normal;orphans: 2; widows: 2;-webkit-text-stroke-width: 0px;text-decoration-style: initial; text-decoration-color: initial;word-spacing:0px;"><span style="font-size: 13.5pt; color: black;">„Við erum svo ótrúlega ánægð með framlag almennings sem sýnir að fólk á Íslandi lætur sig neyð fólks annars staðar svo sannarlega varða,“ er haft eftir Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. „Við höfum fengið framlög frá innlendum félögum, fólk hefur gefið í neyðarsöfnunina í stað þess að gefa jólagjafir, börn hafa safnað peningum með hlutaveltu og einstaklingar hafa gefið afrakstur vinnu sinnar til neyðarsöfnunarinnar eins og hún Magnea Sif Agnarsdóttir hárgreiðslukona á Skugga hárgreiðslustofu gerði þegar hún afhenti Rauða krossinum yfir 70 þúsund krónur. Ef þetta er ekki sannur jólaandi og samhugur í verki þá veit ég ekki hvað. Þá viljum við einnig þakka utanríkisráðuneytinu sérstaklega fyrir þeirra stuðning en framlag ráðuneytisins er í einu orði sagt frábært.“</span></p> <p style="font-variant-ligatures: normal;font-variant-caps: normal;orphans: 2; widows: 2;-webkit-text-stroke-width: 0px;text-decoration-style: initial; text-decoration-color: initial;word-spacing:0px;"><span style="font-size: 13.5pt; color: black;">Söfnunarféð samanstendur af framlagi almennings og Rauða kross deilda og nærsamfélaga þeirra um land allt samtals 15,5 milljónum, framlagi utanríkisráðuneytisins upp á 21 milljón og svo tíu milljóna framlagi Mannvina Rauða krossins á Íslandi.</span></p> <p style="font-variant-ligatures: normal;font-variant-caps: normal;orphans: 2; widows: 2;-webkit-text-stroke-width: 0px;text-decoration-style: initial; text-decoration-color: initial;word-spacing:0px;"><span style="font-size: 13.5pt; color: black;">Ákveðið var að framlengja neyðarsöfnun Rauða krossins fram yfir jól þar sem stríðandi fylkingar undirrituðu nýverið samning um vopnahlé sem gildir í hafnarborginni Hodeida. „Við bindum miklar vonir við að friður komist á og að raunverulegt uppbyggingarstarf geti hafist en áður en svo getur orðið þarf að bregðast við með lífsbjargandi mannúðaraðstoð og þess vegna kemur framlagið frá Íslandi á svo mikilvægum tíma“, segir Atli sem vonar að aðgengi hjálparsamtaka að þolendum átaka aukist nú frá því sem áður var. „Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru landsdekkandi og hefur aðstoðin ekki aðeins miðast við stærstu borgir og bæi líkt og algengt er því vegna sérstöðu sinnar hefur hreyfingin haft aðgengi að stöðum þar sem fá eða engin önnur alþjóðleg samtök og stofnanir hafa geta komið til móts við þolendur átaka og hungurs.“<br /> <br /> Hafnarborgin Hodeida gegnir lykilhlutverki við að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum til íbúa Jemen en átök í borginni hafa lengi lokað mikilvægustu flutningsleiðum inn í landið. Allt kapp verður nú lagt á að koma hjálpargögnum og nauðsynlegri aðstoð til íbúa Jemen sem þjást vegna langvarandi átaka, fæðuskorts, útbreiðslu sjúkdóma, lélegs aðgengi að heilsugæslu og hreinu vatni, og skorts á helstu nauðsynjavörum.<br /> <br /> Upphæðinni sem hefur safnast mun verða komið áleiðis til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem starfar á svæðinu í samstarfi við jemenska Rauða hálfmánann. Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi hafa starfað við hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen og þar af einn sem hefur farið til Jemen í þrígang og séð hvernig ástandið hefur farið versnandi eftir því sem á átökin leið.</span></p>

20.12.2018Vanræktasta neyðin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

<span></span> <p>Vanræktasta neyðin í heiminum er í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó (DCR). Þar geisar bæði stríð og ebólufaraldur. Fréttaveita Reuters leitar árlega álits mannúðarsamtaka á vanræktustu neyðinni og <a href="http://news.trust.org/item/20181219235550-shh2x/" target="_blank">birti</a>&nbsp;í morgun niðurstöðu könnunarinnar. Kongó er í efsta sæti listans annað árið í röð.</p> <p>„Ég heimsótti Kongó á þessu ári og hef sjaldan orðið vitni að jafn miklum mun á þörfinni annars vegar og aðstoðinni hins vegar,“ segir Jan Egeland yfirmaður Norska flóttamannaráðsins. „Grimmdin í átökunum er átakanleg en það er líka hryllilegt að horfa upp á afskiptaleysið, bæði innan lands og á alþjóðavísu,“ bætir hann við.</p> <p>Óvenju margar „gleymdar kreppur“ er að finna á lista ársins en auk Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó voru tilnefnd sjö önnur ríki, Miðafríkulýðveldið, Jemen, Afganistan, Suður-Súdan, Búrúndí, Nígería og Venesúela, auk svæðisins umhverfis Tjadvatnið í Mið-Afríku.</p> <p>Þrátt fyrir óskaplega neyð í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó rataði ástandið þar sjaldan í heimsfréttirnar, jafnvel ekki síðustu dagana í aðdaganda tímamótakosninga í landinu sem óttast er að leiði af sér aukin átök.</p> <p>Þrettán milljónir af rúmum áttatíu milljónum íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó eru hjálparþurfi. Sex af 21 mannúðarsamtökum sem tóku þátt í könnun Reuters töldu ástandið verst í Kongó, meðal annars Matvælaáætlun SÞ (WFP), Norska flóttamannaráðið, Oxam og Acton Aid. Fimm samtök töldu ástandið í Miðafríkuríkinu verst, meðal annars OCHA, UNICEF, MercyCorps og Plan International.</p>

19.12.2018Markmiðið er matur fyrir tuttugu þúsund börn í Jemen í heilan mánuð

<span></span> <p>Á föstudaginn lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Að sögn Teits Skúlasonar upplýsingafulltrúa Rauða krosssins hefur söfnunin gengið vel og þegar hefur safnast fjárhæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð. Hann segir að stefnan hafi verið sett enn hærra og nú sé stefnt að því að safna mat fyrir 20 þúsund börn sem jafngildir tæplega þriðjungi barna á Íslandi undir 14 ára aldri.</p> <p>Í síðustu viku var samþykkt vopnahlé stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Vopnahlé í borginni er sérstaklega mikilvægt því stærstur hluti matar og hjálpargagna fer þar í gegn. Vopnahlé tók gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag. „Eftir að vopnahlé tók gildi hefur dregið úr átökum á svæðinu og vonir eru bundnar við að hægt verði að koma bráðnauðsynlegum hjálpargögnum inn í landið en talið er um 20 milljónir Jemena þurfi á aðstoð að halda,“ segir Teitur.</p> <p>Hann nefnir að Rauði krossinn hafi ásamt öðrum hjálparsamtökum haft milligöngu um lausn Jemena sem haldið hefur verið í gíslingu vegna átakanna. Talið er að þúsundir Jemena sé haldið í gíslingu og hefur náðst samkomulag milli stríðandi fylkinga að sleppa gíslunum. „Þá tekur við brýnt starf hjálparstofnana við að sameina börn og fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á átakasvæðum líkt og fram kemur í myndbandi Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) sem Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið að þýða og birta,“ segir Teitur.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/p65bjs_GAzI" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.</p> <p>&nbsp;</p>

19.12.2018Um fjögur hundruð þúsund látin í Suður-Súdan í borgarastríðinu

<span></span> <p>Af þeim sjö árum sem liðin eru frá því Suður-Súdan fékk sjálfstæði hafa fimm ár í sögu þjóðarinnar verið lituð blóði. Borgarastyrjöldin í landinu hefur kostað 400 þúsund mannslíf, 4,5 milljónir manna eru á vergangi og 7 milljónir þurfa á matvælaaðstoð að halda, helmingur þjóðarinnar. Innviðir samfélagsins og hagkerfið eru í molum.</p> <p>Þetta yngsta ríki veraldar hefur átt í innbyrðis átökum frá því í brýnu slóst á milli Salva Kiir forseta og Riek Machar varaforseta árið 2013, tveimur árum eftir að Suður-Súdan fékk loksins langþráðan aðskilnað frá grönnum sínum í Súdan. Núna á aðventunni 2018 ríkir örlítið meiri von um frið því í september samþykktu stríðandi fylkingar vopnahléssamninga sem meðal annars ganga út frá því að Machar verði eitt fimm varaforsetaefna sem verða á kjörseðlum í almennum þingkosningum árið 2022. Í ljósi þess að nokkrum sinnum á undanförnum árum hafa verið gerðar misheppnaðar tilraunir til að koma á friði og semja um vopnahlé er friðarvonin áfram veik.</p> <p>IRIN, alþjóðleg fréttaveita um mannúðarmál, gerir Suður-Súdan skil í nokkrum fréttaskýringum á vef<span>&nbsp; </span>sínum. Þar kemur meðal annars fram að um 19 þúsund börn séu meðlimir vopnaðra sveita. Hvergi í heiminum sé heldur jafn hátt hlutfall barna utan skóla eins og í Suður-Súdan. Af þeim 400 þúsund íbúum sem látist hafa eftir að blóðugu átökin hófust hafi um 200 þúsund fallið í átökum, hinn helmingurinn vegna hungurs og sjúkdóma. Þá segir að 1,9 milljónir séu á vergangi innan lands en 2,4 milljónir hafi hrakist burt yfir landamæri til grannríkja, flestir til Úganda, Eþíópíu og Súdan. Þorri þeirra konur og börn.</p> <p>Samkvæmt tillögu um þróunarsamvinnustefnu Íslands fyrir næstu ár, sem lögð hefur verið fram á Alþingi, er ætlun íslenskra stjórnvalda að beita sér fyrir samhæfingu mannúðaraðstoðar, þróunarsamvinnu og friðaruppbyggingar. Þar segir líka að leitast verði við að styrkja markvisst tengslin milli mannúðarstarfs á vegum Íslands og þróunarsamvinnu. Í skoðun er samstarf milli sendiráðs Íslands í Kampala og fjölþjóðastofnana sem vinna á vettvangi í flóttamannasamfélögum í norðurhluta Úganda. Þar búa tæplega 800 þúsund flóttamenn frá Suður-Súdan.</p> <p><a href="https://www.irinnews.org/news-feature/2018/12/12/no-easy-road-out-south-sudan-marks-half-decade-war" target="_blank">No easy road out as South Sudan marks half a decade of war/ IRIN</a></p> <p><a href="https://www.irinnews.org/analysis/2018/12/14/south-sudan-peace-paper" target="_blank">South Sudan: Peace on paper/ IRIN</a></p> <p class="story-title" style="box-sizing: border-box; margin: 0px 0px 11px; line-height: 1.3; color: #333333; position: relative; background-color: #ffffff;"><a href="https://news.un.org/en/story/2018/12/1028921" target="_blank"><a href="https://news.un.org/en/story/2018/12/1028921"></a><a href="https://news.un.org/en/story/2018/12/1028921" target="_blank">‘Chance for peace’ in South Sudan finally within reach, declares UN Peacekeeping chief</a>/ UN News</a></p>

18.12.2018Fjögur þúsund börn í Nígeríu í skjól hjá SOS Barnaþorpunum

<span></span><span></span> <p>Hræðilegt ástand hefur ríkt í Bornohéraði í norðaustur hluta Nígeríu um langt skeið vegna stríðsátaka stjórnvalda við vígasamtökin Boko Haram. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa tilkynnt að þau séu að styrkja neyðaraðstoðarverkefni í héraðinu um 5 milljónir króna. „Börnum er reglulega rænt á þessu svæði, þau verða fyrir kynferðislegri misnotkun, missa fjölskyldumeðlimi og verða viðskila við foreldra sína,“ segir í <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8388/skelfilegt-astand-i-nigeriu-sos-hjalpar-4-thusund-bornu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;SOS.</p> <p>Þar segir ennfremur að nýjustu upplýsingar frá Borno séu þær að 2,3 milljónir manna séu á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafi flúið til nágrannalanda. „Ofbeldið kemur niður á grunnstoðum samfélagsins eins og menntun og heilbrigðisþjónustu og matarskortur og smitsjúkdómar setja börn í aukna hættu.“</p> <p>SOS Barnaþorpin hafa yfir þriggja áratuga reynslu af fjölskylduaðstoð á svæðinu og áætlanir eru um að ná til fjögur þúsund barna, verja þau gegn ofbeldinu og veita þeim alla nauðsynlega aðstoð. Meðal verkefna í forgangi eru uppsetning barnaverndarmiðstöðvar með sálfræði- og félagslegri aðstoð, aukið aðgengi að vatni, aðstoð fyrir fórnarlömb kynferðisglæpa og þjálfun starfsfólks.</p> <p>„Þetta er of stórt verkefni fyrir ein hjálparsamtök. Okkar takmark er að hjálpa fjögur þúsund börnum og útvega þeim ástrík heimili sem hafa misst foreldraumsjón. Þetta er bara byrjunin,“ segir Eghosa Erhumwunse, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Nígeríu í fréttinni.</p>

18.12.2018Ísland efst tíunda árið í röð

<span></span> <p>Tíunda árið í röð trónir Ísland á toppnum á <a href="http://reports.weforum.org/global-gender-gap-report-2018/" target="_blank">lista World Economic Forum</a>&nbsp;sem kom út í morgun yfir ríki þar sem mest kynjajafnrétti ríkir. Noregur, Svíþjóð og Finnland koma næst Íslandi á listanum. Framfarir í jafnréttismálum eru hægar á heimsvísu og niðurstaðan bendir til þess að það muni taka 108 ár að ná kynjajafnrétti í heiminum. </p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir gleðilegt að Ísland skuli áfram verma toppsætið á listanum en því fylgi jafnframt mikil ábyrgð. „Ísland hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnréttismál sem grundvallarmannréttindi og forsendu framfara og þróunar, líkt og við þekkjum úr okkar eigin samfélagi,“ segir Guðlaugur. „Við viljum vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar á þessu sviði jafnframt því að miðla af reynslu okkar og sérþekkingu. Því er mikilvægt að við höldum áfram að bæta stöðuna hér heima fyrir. Málflutningur Íslands á alþjóðavettvangi fær hljómgrunn vegna þessarar góðu stöðu og seta okkar í mannréttindaráðinu hefur gefið tilefni til að láta enn frekar til okkar taka.“</p> <p>Guðlaugur segir Ísland jafnframt vinna að valdeflingu og virðingu fyrir réttindum kvenna í <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=c9c12334-e407-11e8-942e-005056bc4d74">friðar- og öryggismálum</a>&nbsp;og í þróunarsamvinnu. Í <a href="https://www.althingi.is/altext/149/s/0416.html">tillögu til þingsályktunar</a>&nbsp;um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2019-2023, sem lögð var fram á Alþingi fyrir stuttu, eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun leiðarljós í þróunarsamvinnu. Í fyrsta skipti er kynjajafnrétti og valdefling kvenna þar sérstakt áherslusvið sem þýðir að frekari áhersla verður lögð á verkefni og aðgerðir sem hafa það að megin markmiði að stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna.</p> <p><strong>Hækkun framlaga til jafnréttisverkefna</strong></p> <p>Það sem af er þessu ári hefur um 12% af heildarframlagi Íslands til þróunarsamvinnu verið veitt til verkefna sem höfðu jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna sem meginmarkmið. Á næsta ári hækkar framlag til verkefna sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna um þriðjung. Aukin áhersla verður lögð á jafnréttismál „Við sjáum mikil tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á stöðu kvenna meðal annars í tvíhliða samstarfslöndum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, og munum leggja aukna áherslu á jafnréttisverkefni þar,“ segir Guðlaugur<span>&nbsp; </span></p> <p>Þá mun Ísland vinna að framgangi kynjajafnréttis með auknum stuðningi við Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women), en Ísland er stærsti stuðningsaðili stofnunarinnar miðað við íbúafjölda. Af öðrum sértækum aðgerðum má nefna stuðning við kyn- og frjósemisheilbrigði og –réttindi í gegnum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), og stuðning við uppbyggingu á getu og starfsþjálfun í þágu kynjajafnréttis í gegnum <a href="https://gest.unu.edu/">Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna</a>. </p>

17.12.2018„Orkumál eru stóra mál Heimsmarkmiðanna“

<span></span> <p>„Ég held að Íslendingarnir horfi á Heimsmarkmiðin og hugsi með sér að við fyrstu sýn þá eigi þetta aðallega við um önnur ríki, aðallega þróunarríki, en við nánari athugun gerir það sér ljóst að það eru mörg markmið sem eiga við um allt sem við erum að gera hér á landi í dag. Það sem brennur helst á okkur Íslendingum eru loftslagsmálin en svo eru líka mál sem við höfum forgangsraðað eins og kynjajafnréttismál, svo dæmi sé tekið.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Árna Snævarr sem ritstýrir norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.</p> <p><span>&nbsp;</span>„Ég lít á Heimsmarkmiðin sem eina heild og mér finnst það sem er að gerast er að meðvitund á Íslandi virðist vera tiltölulega mikil. Við höfum látið kanna hvort fólk hafi heyrt um Heimsmarkmiðin og það eru 60% sem hafa heyrt um þau. Við höfum fléttað þau meira og meira inn í stefnumyndun stjórnvalda, sem ég held að sé mjög spennandi af því þetta er svolítið framandi hugsun fyrir fólk en þetta er að breytast. Ég var að tala um Heimsmarkmiðin á fundi með atvinnulífinu um daginn og meira að segja fyrirtækin eru farin að hugsa um hvernig þau geta tekið Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna inn í sína stefnumótun.“</p> <p>Katrín segir að loftslagsmálin séu „stóra þungavigtarverkefnið“ í starfi íslenskra stjórnvalda um þessar mundir.“ Hún minnir á að ríkisstjórnin hafi sett sér tvö markmið. Annars vegar að undirgangast markmið Parísarsáttmálans fyrir 2030 og hins vegar „okkar eigin markmið sem er kolefnishlutleysi 2040.“ Hún bendir á að þótt fyrsta aðgerðaáætlunin til að ná þessum markmiðum hafi verið kynnt nú í haust, sé sá fyrirvari á að reiknað sé með að endurskoða hana árlega bæði til að vita hverju hún er að skila og til að bæta við aðgerðum.</p> <p>„Stóru málin í fyrstu aðgerðaáætluninni eru orskuskipti í samgöngum, það eru þá rafvæðing bílaflotans, að efla hlut almenningssamgangna og síðan kolefnisbinding; endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt til að vega upp á móti losun. Þetta eru flaggskipin. Við erum að setja fjármuni í rannsóknir vegna nýsköpunar á sviði loftslagsmála, því það er ljóst að þessar aðgerðir duga ekki til. Við viljum horfa í hvernig við getum unnið hraðara að þvi að ná fram orkuskiptum í öðrum geirum. Tökum skipaflotann sem dæmi. Þar hefur verið dregið mjög róttækt úr losun á síðustu árum og þá ekki síst með nýrri tækni. Getum við farið yfir í algjör orkuskipti? Þarna skortir rannsóknir og við ætlum að setja töluvert fé í það.“</p> <p><strong>Þurfum að horfa á Heimsmarkmiðin í heild</strong></p> <p><span>&nbsp;</span>„Það eru bæði markmið um enga fátækt og ekkert hungur. Ég segi að við þurfum að horfa á þetta í heild. Til að mynda markmiðin um heilsu og vellíðan og menntun fyrir alla eru leiðir til að vinna gegn fátækt. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sagt að jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé ein besta leiðin til að tryggja aukinn jöfnuð í heiminum, svo dæmi sé tekið. Menntun er annað tæki sem er gríðarlegt jöfnunartæki. Þetta tengist stórpólitískum málum á Íslandi samtímans, þar sem við erum einmitt að ræða hversu mikill á launajöfnuður að vera. Ísland er auðvitað framarlega í launajöfnuði á heimsvísu en þetta er samt mál sem við erum með til umræðu og við vitum það að hér eins og annars staðar eiga þeir sem lægstar hafa tekjurnar mjög erfitt með að ná endum saman og lifa af. Það á við um Ísland eins og önnur ríki í heiminum.“</p> <p>Katrín bendir á að skoða megi þróunaraðstoð í ljósi varnar- og öryggismála. „Eitt af því sem var rætt á síðasta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, þar sem sífellt er verið að gera kröfur um meiri framlög til varnarmála, var hvort framlög til&nbsp;þróunarsamvinnu væru betri leið til að styrkja varnir og öryggi í heiminum. Þarna er verið að líta til þess að stemma stigu við flóttamannastraumi, styðja við bakið á fólki til að það flosni ekki upp frá heimkynnum sínum. Við vorum að tala um loftslagsmálin, við gætum verið að tala um flóttamenn komi ekki aðeins frá ástakasvæðum heldur hreinlega loftslagsflóttamenn. Það er auðvitað stórmál.“</p> <p>Forsætisráðherra lýsir ánægju sinni með almenningur sé að vakna til vitundar um Heimsmarkmiðin, þótt umræðan mætti vera meiri. Hún bendir á að sveitarfélög á borð við Kópavog og Snæfellsnes séu&nbsp;farin vinna stefnumótun út frá Heimsmarkmiðunum og einnig sum fyrirtæki.&nbsp;</p> <p>„Mér finnst gaman að sjá að þau taki frumkvæði og flétta þetta inn í sinn rekstur og skólastarf og fleira.“</p> <p>Því er við að bæta að í gærkvöldi lauk þriggja þátta röð í Sjónvarpinu sem nefndist „Heimsmarkmið Elízu“ og fjölluðu um ferð Elízar Gígju Ómarsdóttur, fimmtán ára reykvískrar stúlku, til Úganda þar sem hún speglaði eigin tilveru í aðstæðum tveggja jafnaldra sinna í þessu samstarfslandi Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. </p> <p><a href="https://www.unric.org/is/frettir/27349-orkuskiptin-eru-stora-mal-heimsmarkmieanna" target="_blank">Viðtalið UNRIC við Katrínu Jakobsdóttir í heild</a></p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/heimsmarkmidin/">Vefur Heimsmarkmiðanna</a></p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=14565f37-7dd6-11e8-942c-005056bc530c">Stöðuskýrsla stjórnvalda um Heimsmarkmiðið</a></p> <p>&nbsp;</p>

14.12.2018Sálfræðingar frá Rauða krossinum að störfum í Malaví

<span></span> <p>Tveir íslenskir sálfræðingar, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu&nbsp;„Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“&nbsp;í þremur héruðum í sunnanverðu landinu. Verkefnið er unnið í samvinnu við systurfélög Rauða krossins í Danmörku, Finnlandi og Ítalíu með góðum stuðingi frá íslenska utanríkisráðuneytinu.</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/salfraedingar-a-vegum-rauda-krossins-a-islandi-vid-storf-i-malavi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Rauða krossins á Íslandi segir að tilgangur ferðarinnar hafi verið að halda leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi. Námskeiðið sé liður í að styrkja innviði malavíska landsfélagsins og gera sálrænan stuðning hluta af sem flestum verkefnum þess vítt og breitt um landið. Þörfin sé mikil enda búi milljónir íbúa landsins við mikla fátækt. </p> <p>Fram kemur í fréttinni að í lok námskeiðsins hafi þátttakendum verið skipt niður í litla hópa þar sem hver hópur fékk það verkefni að útbúa tæplega hálftíma ör-námskeið í sálrænum stuðningi. „Þessar&nbsp; kynningar heppnuðust vel og sýndu þátttakendur góða færni í að koma þessum fróðleik á framfæri. Þá var stóra hópnum skipt upp í tvennt og hvor hópur um sig útbjó áætlun um væntanlegt námskeiðahald þátttakenda í framhaldinu,“ segir í fréttinni en þáttakendum er nú ætlað að halda styttri og lengri námskeið um sálrænan stuðning fyrir starfsfólk, sjálfboðaliða og almenning í Malaví. </p> <p>Námskeiðið stóð yfir í fimm daga og var sótt af 19 starfsmönnum frá þremur svæðum í Malaví auk starfsfólks á landsskrifstofu Rauða krossins.</p>

13.12.2018Miðað við þróun síðustu ára tæki eina öld að útrýma barnahjónaböndum

<span></span> <p>Ný rannsókn Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) leiðir í ljós að barnahjónböndum fækkar hægt en samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eiga barnahjónabönd að heyra sögunni til árið 2030. Á þessu ári er talið að 16% unglingsstúlkna gangi í hjónaband fyrir átján ára aldur en árið 2012 var hlutfallið 19%. Miðað við það hversu hægt miðar má reikna með að hundrað ár taki að útrýma barnahjónaböndum. Tólf milljónir unglingsstúlkna giftast á hverju ári. </p> <p>Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri jafnréttisvísitölu – Social Institution and Gender Index (SIGI) – <span>&nbsp;</span>sem nær til fjögurra mælikvarða um kynjamismunun. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem náði til 180 þjóðríkja finna konur almennt í heiminum ekki enn fyrir raunverulegum breytingum til bóta þrátt fyrir þrátt fyrir umbætur hvað varðar pólitískar skuldbindingar og lagabreytingar. </p> <p>Í samantekt um rannsóknina segir engu að síður að mikill stuðningur hafi komið fram á síðustu árum. Um leið og viðurkennt sé að afgerandi skref hafi verið stigin fram á við sé jafnframt kominn tími til að breyta orðræðunni um jafnrétti kynjanna og styrkleika kvenna yfir í beinar aðgerðir. Hingað til virðist sem viðhorfin breytist hægt.</p> <p>Flestar nýjar lagabreytingar í heiminum til að sporna gegn mismunun kynjanna hafa á síðustu fjórum árum <span>&nbsp;</span>verið gerðar í Afríkuríkjum. Að sögn Bathylle Missika, yfirmanns jafnréttismála hjá OECD, hafa margar Afríkuþjóðir frá síðustu rannsókn árið 2014 sett inn lagaákvæði gegn kynjamisrétti og ofbeldi. Tíu Afríkuþjóðir hafi innleitt í lög ákvæði gegn heimilisofbeldi, meðal annarra Kenía, Angóla og Úganda, fimm þjóðir hafi hækkað ákvæði laga um hjúskaparaldur og fimm þjóðir lögbundið lágmarksfjölda kvenna á þingi. </p> <p>Hún bendir á að flest Afríkuríki hafi tryggt fæðingarorlof fyrir foreldra í föstu starfi, sem sé meira heldur en hægt sé að segja um Bandaríkin sem séu eina þjóðin innan OECD sem hafi ekki lögfest fæðingarorlof.</p> <p>Fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar að í 41 þjóðríki gilda enn þau lög að aðeins karlmaður geti verið „höfuð heimilisins“; í 27 ríkjum eiga konur samkvæmt lögum að hlýða eiginmanni; og í 24 ríkjum þurfa konur sérstaka heimild frá eiginmanni – eða lögráðamanni – ef þær ætla að vinna utan heimilis.</p> <p>Jafnrétti kynjanna hefur um langt árabil verið forgangsmál í þróunarsamvinnu á vegum Íslands og sérstakt markmið sem byggist á því að jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna sé forsenda fyrir framförum og þróun.</p> <p><a href="https://www.genderindex.org/" target="_blank">Vefur SIGI</a></p> <h5><strong><a href="https://www.genderindex.org/" target="_blank"></a></strong></h5>

12.12.2018Samstarfssjóður við atvinnulífið: Umsóknarfrestur framlengdur fram yfir áramót

<span></span> <p>„Við merkjum greinilegan áhuga í íslensku atvinnulífi á samstarfi um verkefni í þróunarríkjunum en til þess að gefa fyrirtækjum aukið svigrúm til að ganga frá umsóknum ákvað ráðuneytið að framlengja umsóknarfrestinn þangað til fram yfir hátíðarnar, eða fram til 4. janúar á nýju ári,“ segir Davíð Bjarnason deildarstjóri á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. </p> <p>Samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna var settur á laggirnar í ráðuneytinu fyrr á árinu og auglýst var í fyrsta sinn eftir umsóknum í síðasta mánuði um styrki með umsóknarfresti til 21. desember. Sá umsóknarfrestur hefur nú verið framlengdur til 4. janúar 2019. Samstarfssjóðurinn hefur til ráðstöfunar allt að eitt hundrað milljónir króna.</p> <p>Samstarfssjóðurinn er að sögn Davíðs ætlaður samstarfsverkefnum fyrirtækja í þróunarlöndum með sérstakri áherslu á að verkefni styðji við áttunda Heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu og sjálfbæran hagvöxt. „Þjóðir heims hafa lagt kapp á aukið samstarf við atvinnulífið í tengslum við starf í þróunarríkjunum á síðustu árum, enda öllum ljóst að án þátttöku atvinnulífsins náum við ekki Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Norðurlandaþjóðirnar hafa um langt árabil átt mikið samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu með áherslu á ný atvinnutækifæri og sjálfbæran hagvöxt. Við erum að stíga að sumu leyti fyrstu skrefin í þessu samstarfi en sækjum reynslu og þekkingu til nágrannaþjóða og trúum því að með Samstarfssjóðnum opnist ný tækifæri fyrir íslenska þekkingu og reynslu í þágu fátækra þjóða,“ segir hann.</p> <p>Þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar benti á það í svokallaðri jafningjarýni um þróunarsamvinnu Íslands á síðasta ári að utanríkisráðuneyti gæti aukið samstarf við atvinnulífið á þeim sviðum sem Ísland hefur sérþekkingu. Þar var bæði talað um jarðhita og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. „Við höfum margt fram að færa á öðrum sviðum en þessum tveimur, en vissulega blasir við að Íslendingar hafa verið leiðandi í jarðhitamálum og eftirspurn er eftir sérþekkingu okkar í sjávarútvegsmálum,“ segir Davíð.</p> <p>Veitt verða framlög til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmdar í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum en lista yfir gjaldgeng lönd er að finna á vef utanríkisráðuneytisins. &nbsp;Samkvæmt reglum um sjóðinn eiga styrkt verkefni að vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti.</p> <p>Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 4. janúar 2019 í netfangið&nbsp;<a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>. Fyrirspurnir á sama netfang þurfa að berast viku fyrr, eða fyrir 28. desember.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=fdc6fc48-8e1c-4fad-a0bc-8c699da7d907">Vefur</a> Samstarfssjóðsins</p>

11.12.2018Nóbelshafar baráttufólk gegn kynbundnu ofbeldi sem stríðsvopni

<span></span> <p><span>Baráttukonan Nadia Murad frá Írak og kongóski kvensjúkdómalæknirinn Denis Mukwege veittu í gær viðtöku friðarverðlaunum Nóbels fyrir baráttu sína til að binda enda á beitingu kynferðislegs ofbeldis sem vopns í átökum og hernaði.</span></p> <p><span>Denis Mukwege hefur varið stórum hluta lífs síns í að hjálpa fórnarlömbum nauðgana og kynferðislegs ofbeldis í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, þar sem langvinn borgarastyrjöld hefur kostað meira en sex milljónir mannslífa. Mukwege hefur ítrekað fordæmt refsileysi vegna nauðgana og gagnrýnt stjórnvöld um allan heim fyrir að gera ekki nóg til að stöðva beitingu kynferðislegs ofbeldis sem stríðsvopns og stefnu í stríðsrekstri.</span></p> <p><span>Nadia Murad er&nbsp;sjálf fórnarlamb slíks ofbeldis.&nbsp;</span></p> <p><span>“Rauði krossinn á Íslandi, með aðstoð utanríkisráðuneytisins, styður dyggilega við bakið á Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC), sem hefur skorið upp herör gegn nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi sem vopn í hernaði. Undanfarin ár hefur Rauði krossinn á Íslandi veitt fjármagni í þessa baráttu ICRC í Sýrlandi, Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó,” segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/fridarverdlaun-nobels-voru-veitt-i-gaer" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/g-e03qmFtm0" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Í meðfylgjandi myndbandi segir kongósk kona frá hræðilegum raunum sínum þegar vopnaðir menn brutust inn á heimili hennar og nauðguðu henni, rændu manninum hennar og myrtu. Hún leitaði til Alþjóðaráðs Rauða krossins í Suður Kivu þar sem hún hefur notið ráðgjafar og aðstoðar við að vinna sig úr áfallinu. &nbsp;</span></p> <p>Auk stuðnings við Rauða krossinn hafa íslensk stjórnvöld í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu stutt ötullega við bakið á UN Women í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og gegn kynferðislegu ofbeldi, meðal annars í Afganistan og Palestínu, auk mannúðarverkefnis í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Þessir málaflokkar hafa einnig verið rauður þráður í starfi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu skólanna (UNU-GEST) sem er hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi verið hefur verið framfylgt með sérstakri áætlun af Íslands hálfu og kappkostað að kynjasjónarmið séu samþætt í allar aðgerðir sem stuðla eiga að friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Þá fær Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Sýrlandi sérstakan stuðning frá Íslandi en framlög Íslendinga til sjóðsins voru þrefölduð á síðasta ári.</p>

11.12.2018Tífalda þyrfti framlög til menntunar flóttabarna

<strong><span></span></strong> <p>Börn flótta- og farandfólks gætu fyllt hálfa milljón skólastofa, segir í nýrri skýrslu frá Mennta- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Þar segir að álagið á menntakerfi ríkjanna sem hýsir flóttafólk sé gífurlegt en börnum flóttafólks á skólaaldri hefur fjölgað um 26% frá aldamótum. Um 89% þessara nemenda búa með foreldrum sínum í fátækum ríkjum sem áður áttu fullt í fangi með að ráða við nemendafjöldann.</p> <p>Í árlegri skýrslu sinni – <a href="http://gem-report-2019.unesco.org/" target="_blank">2019 Global Education Montoring Report</a>&nbsp;– er dregin upp dökk mynd af menntamálum flóttabarna og dregið í efa að menntakerfin í viðtökuríkjunum geti tryggt börnunum gæðamenntun. Jafnframt er minnt á skyldur alþjóðasamfélagsins að styðja við bakið á menntun barna á flótta.</p> <p>Í skýrslunni sem nefnist „Migration, Displacement and Education – Building Bridges, Non Walls“ er farið lofsorði um viðleitni margra þjóða til að tryggja rétt flóttabarna til menntunar en jafnframt bent á alvarlega misbresti. Fram kemur í skýrslunni að hrósa beri stjórnvöldum í Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon, þar sem þriðjungur flóttamanna í heiminum hefur fengið skjól, fyrir að aðgreina á engan hátt sýrlenska nemendur frá öðrum börnum. Hins vegar er varað við fjárskorti til menntamála og skorti á nægilega menntuðum kennurum sem þekkja til sérstakra þarfa flóttabarna. Í Tyrklandi þyrfti að fjölga kennurum um 80 þúsund, í Þýskalandi um 42 þúsund og 7 þúsund í Úganda.</p> <p>Í Úganda, þar sem stjórnvöldum eru oft hrósað fyrir flóttamannastefnu sína, hefur hver kennari í flóttamannasamfélögum 113 börn að jafnaði í bekk. </p> <p>Skýrslan sýnir að langtíma áætlanagerð í menntamálum er mikil áskorun, innanlands en sérstaklega þó í alþjóðlegu samhengi, þar sem brýn þörf sé á að brúa bilið milli mannúðar- og þróunaraðstoðar. „Til þess að mæta helstu grunnþörfum barna í kreppuaðstæðum þyrfti að tífalda framlög til menntunar flóttabarna,“ er niðurstaða skýrsluhöfunda.</p>

11.12.2018Þróunarsamvinnuskýrsla OECD: Samhent átak svo enginn sitji eftir

<span></span> <p>Enginn undanskilinn er eitt af leiðarljósum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og meginviðfangsefni þróunarsamvinnuskýrslu OECD fyrir árið 2018 sem kom út í morgun. „Samhent átak svo enginn sitji eftir,“ er yfirheiti skýrslunnar en í henni segir að mikilvægur þáttur Heimsmarkmiðanna sé skuldbindingin um að ná þeim fyrir alla, skilja engan eftir og leitast við að ná fyrst til þeirra sem verst standa. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að til að efna loforðið um að ná markmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir alla, þar sem enginn er skilinn eftir, og ná fyrst til þeirra sem verst standa, dugi ekki að halda áfram óbreyttri þróunarsamvinnu.</p> <p>„Þeir sem veita aðstoð þurfa að ráðast í nýtt, skipulegt, kerfisbundið og samræmt átak til þess að aðlaga orðræðu sína, stjórnarhætti og fjármögnun í því skyni að hámarka bæði eigin árangur og sameiginlegan árangur allra,“ segir í skýrslunni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/YCIgKXppjYk" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Bent er á að í alþjóðlegu samhengi sé þeim árangi sem náðst hefur í þróunarmálum stefnt í voða, meðal annars vegna vaxandi ójöfnuðar og tíðari veðurfarstengdra áfalla. „Sýnilegri og brýnni áhersluþættir, sem ógna árangrinum af þróunarstarfi og umhverfinu, hafa sett aukinn þrýsting á stjórnvöld, alþjóðasamfélagið og samstarfsaðila í þróunarstarfi að bregðast við og laga sig að breytingum. Þessir aðilar standa nýju frammi fyrir skýrari þörf á því að endurskoða áætlanir sínar og fjárfestingar í viðleitninni til þess að uppræta fátækt, draga úr ójöfnuði og takast á við þá þætti sem valda þessari ógn við sjálfbæra þróun, sem mun hafa afleiðingar fyrir heimsbyggðina alla.“</p> <p>Spurningunni um það hvað skuldbindingin um að skiljan engan eftir snúist um í raun er svarað á þennan hátt: „Í skýrslunni er viðurkennt að ekkert einhlítt svar sé til við þeirri spurningu en veitt alhliða yfirsýn yfir málið og vísað til þess að sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna beri ábyrgð á framkvæmd aðgerðaráætlunarinnar til 2030 og viðleitninni til þess að ná markmiðunum um sjálfbæra þróun.“ </p> <p>Þá er staðhæft að skuldbindingin um að skilja engan eftir feli í sér grundvallarbreytingu á allri umfjöllun um sjálfbæra þróun í öllum löndum, líta beri til þess fólks sem ekki nær að njóta góðs af framförum af ýmsum ástæðum, og ná til þess fólks með sanngjarnri og sjálfbærri þróun sem taki til allra í þróunarríkjunum.</p> <p>Úrdráttur skýrslunnar er birtur á íslensku á <a href="https://read.oecd-ilibrary.org/development/development-co-operation-report-2018/summary/icelandic_882a8e21-is#page1" target="_blank">vef</a>&nbsp;OECD.</p> <p> Í myndbandinu fjallar Ángel Gurría framkvæmdastjóri OECD um skýrsluna.</p>

10.12.2018Hátíðarfundur í tilefni sjötíu ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar SÞ

<span></span> <p>„Þörfin fyrir að tala fyrir mannréttindum eru engu minni nú en hún var fyrir sjötíu árum og við þurfum auðvitað að muna við hvaða aðstæður Mannréttindayfirlýsingin varð til - í kjölfar blóðugrar heimsstyrjaldar. Mannréttindi eru ekki afstæð. Þau eru algild. Með því að setja mannréttindi í forgang, frelsi og jafnrétti allra, erum við um leið að vinna friði og stöðugleika í heiminum gagn. Þann slag verðum við alltaf að vera tilbúin til að taka,“ sagði í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sem flutt var á hátíðarfundi um mannréttindi í morgun, á sjötíu ára afmæli Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hátíðafundinum er nýlokið í Veröld – húsi Vigdísar. Ráðstefna af sama tilefni stendur yfir í Háskólanum á Akureyri en þar flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti ávarpsorð og setti ráðstefnuna í morgun.</p> <p>Í ávarpi utanríkisráðherra í morgun sagði hann að Íslendingar hefðu mjög góða sögu að segja, staða mannréttinda væri góð hér á landi og við kæmum vel út í öllum samanburði við aðrar þjóðir. „Og fyrir vikið erum við að mínu mati vel í stakk búin til að láta gott af okkur leiða í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við tókum sæti fyrr á þessu ári. Þar leggjum við áherslu á jafnrétti kynjanna, réttindi hinsegin fólks, sem og réttindi barna. … Við hlökkum til að láta að okkur kveða í mannréttindaráðinu á komandi ári – en líka annars staðar þar sem rödd Íslands heyrist. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni leggjum ætíð áherslu á mannréttindi hvort sem það er á vettvangi alþjóðastofnana eða í tvíhliða samskiptum við önnur ríki,“ sagði í ávarpinu.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/dYHd6_MXKe0" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í upphafi hátíðarfundarins í morgun flutti Björg Thorarensen prófessor erindi sem nefndi „Mannréttindayfirlýsingin – Undirstaða mannaréttindaverndar í heiminum“. Þá var tæplega klukkustundarlöng pallborðsumræða um stöðu mannréttinda á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Á dagskránni var líka verðlaunaafhending í smásagnakeppni og dagskrárliðurinn „Mikilvægi mannréttinda fyrir komandi kynslóðir“ - Ritstjórn skuggaskýrslu barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna en í henni eru Jökull Ingi Þorvaldsson, Sunneva Björk Birgisdóttir og Einar Hrafn Árnason.</p> <p>Hátíðafundinum lauk með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.</p> <p><strong>Hreinsunardeildin</strong></p> <p>Í tilefni af 70 ára afmæli Mannréttindayfirlýsingarinnar bjóða Sameinuðu þjóðirnar til ókeypis sýningar á myndinni Hreinsunardeildin (The Cleaners), í kvöld kl. 20:00 í Bíó Paradís.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/iGCGhD8i-o4" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Myndin beinir sjónum að því hvernig Netið er hreinsað af “óæskilegu” efni. Í myndinni er varpað fram spurningum um hver stjórni netinu og því hvernig við hugsum. Að lokinni sýningu verða umræður um efni myndarinnar með Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur lögfræðingi hjá Fjölmiðlanefnd og Smára McCarthy alþingismanni.</p> <p>Í dag er líka síðasti dagur 16 daga átaksins, alþjóðlegs átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Slíkt ofbeldi og kynjamisrétti eru gróf mannréttindabrot og dagsetning átaksins var valin til að minnast mannréttindayfirlýsingarinnar.</p>

07.12.2018Mósambík: 60 þúsund nemendur fengið aðgang að vatni og salernisaðstöðu

<p><span>Á fimm árum hafa 67 þúsund manns í sex héruðum í Sambesíu-fylki í Mósambík fengið aðgang að hreinu vatni og 60 þúsund nemendur við 145 skóla aðgang að hreinu vatni og bættri salernisaðstöðu í gegnum íslenska þróunarsamvinnu. Þetta er meiri fjöldi nemenda en er í öllum grunnskólum á Íslandi.&nbsp;</span></p> <p>Frá 2014 hefur Ísland fjármagnað að stórum hluta vatns- og salernisverkefni í Mósambík en verkefninu er stýrt af UNICEF í samstarfi við yfirvöld í Sambesíu-fylki. Verkefni af þessu tagi eru afar mikilvægt heilbrigðismál en á hverju ári deyja um 37 þúsund manns í Mósambík vegna skorts á hreinu vatni og lélegri eða engri salernisaðstöðu.&nbsp;</p> <p><span>Sambesía er fátækasta fylkið í Mósambík en þar búa tæpar fimm milljónir manna. Einungis þriðjungur íbúa fylkisins hefur aðgang að hreinu vatni og tæp 90 prósent hafa ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu. Nær helmingur barna í Sambesíu eru með mikla vaxtarskerðingu vegna vannæringar og skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu.&nbsp;</span></p> <p><span>Þörfin er því mikil í Mósambík og Sambesíu sérstaklega. Í nýlegri eftirlitsferð utanríkisráðuneytisins um fylkið var tekið á móti starfsmönnum með söng og dansi. Með stuðningi Íslands verða meðal annars reistir nokkrir vatnspóstar í Pebane-héraði. Það þýðir að börn og konur, sem oftar en ekki sjá um vatnsöflun, þurfa ekki lengur að ganga tvo til þrjá kílómetra á hverjum degi til að sækja vatn í mengaða á. Það hefur afar jákvæð áhrif á heilsu allra í þorpinu, ekki síst barnanna. Íslandi var því þakkað kærlega fyrir vatnið.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

07.12.2018Rauði krossinn í samstarf við Jafnréttisskólann

<span></span> <p>„Við hjá Rauða krossinum erum þess fullviss að markvisst samstarf við Jafnréttisskólann eigi eftir að efla verkefni okkar. Það er mikilvægt að hafa aðgang að þeim mikla þekkingarbrunni sem Jafnréttisskólinn hefur yfir að búa og vonum að ávinningurinn verði gagnkvæmur“, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins en á dögunum skrifuðu fulltrúar Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og Rauða krossins á Íslandi undir samstarfssamning. </p> <p>Í samningnum felst viljayfirlýsing um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál og ennfremur að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi bæði hérlendis og erlendis. Rauði krossinn á Íslandi hefur á undanförnum árum lagt aukna áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna í alþjóðlegum verkefnum sínum.</p> <p>Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur á undanförnum árum tekið á móti yfir 20 erlendum nemendum á ári í 30 eininga diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands. Námið er ætlað sérfræðingum frá þróunarlöndum og átakasvæðum og lögð er áhersla á mótun verkefna og rannsókna sem taka á kynjajafnrétti og margþættri mismunun í heimalöndum þeirra. &nbsp;Skólinn hefur útskrifað 109 sérfræðinga frá stofnun skólans (2009) og þar af koma flestir frá Palestínu og Malaví þar sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur að fjölda verkefna. </p> <p>„Þetta samstarf er mikilvægt fyrir Jafnréttisskólann og opnar gátt fyrir nemendur okkar að koma að verkefnum Rauða krossins, bæði hér á Íslandi og erlendis. Við teljum að&nbsp; nemendur okkar geti með aðkomu sinni gert góð verkefni Rauða krossins enn betri,“ segir Irma Erlingsdóttir forstöðumaður Jafnréttisskólans.</p>

05.12.2018Úganda: Íslendingar tryggja aðgengi 50 þúsund manns að hreinu drykkjarvatni

<p><span>Allt að 50 þúsund manns verða komnir með aðgang að hreinu, ómenguðu neysluvatni þegar öðrum áfanga í vatnsverkefni Íslands í Buikwe héraði í Úganda lýkur á næsta ári. Framlag Íslands til vatnsverkefnisins hefur nú þegar skilað góðum árangri eins og úgandska <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/11/14/Islensk-framlog-komid-taeru-drykkjarvatni-til-tugthusunda/" target="_blank">blaðið Monitor greindi nýlega frá</a>.&nbsp;</span></p> <p><span>Nýverið undirritaði Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala, samning við Water Mission Uganda um áframhaldandi samstarf sem felur í sér uppsetningu á skömmtunarbúnaði við vatnspósta í fiskiþorpum í Buikwe-héraði og þjálfun íbúanna í notkun og rekstri þeirra. Í þessum áfanga verða boraðar tíu nýjar borholur, sólardrifin dæluhús ásamt forðatönkum byggðar við þær og dreifikerfi frá fjórum vatnsveitum úr fyrsta áfanga stækkaðar. Vatni verður síðan dreift í tuttugu fiskiþorp, þar sem íbúarnir fá greiðan aðganga að hreinu og hollu vatni.&nbsp;</span></p> <p><span>Þegar áfanganum lýkur munu alls 25 vatnsveitur hafa verið byggðar fyrir íslenskt þróunarfé sem dreifa vatni í rúmlega hundrað vatnspósta í tæplega fjörutíu fiskimannaþorpum við strendur Viktoríuvatns. Samhliða vatnsveitunum hafa verið byggðar um 150 salernisbyggingar til almenningsnota í sömu þorpum.&nbsp;</span></p> <p><span>Síðasti hluti vatnsverkefnisins í Buikwe héraði, sem þegar er hafinn, er að aðstoða heimamenn við að koma á skynsamlegu og sjálfbæru rekstrarkerfi fyrir vatnsveiturnar þannig að hægt verði að sinna eðlilegu viðhaldi á þeim. Þannig verður tryggt að vatnsveiturnar þjóni íbúum fiskimannaþorpanna um langa framtíð.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

04.12.2018Talið að 132 milljónir manna hafi þörf fyrir mannúðaraðstoð á næsta ári

<span></span> <p>Einn af hverjum sjötíu íbúum jarðarinnar býr við kreppu. Átök koma við sögu í flestum tilvikum og krepputíminn hefur lengst á síðustu árum. Á næsta ári er reiknað með að 132 milljónir manna víðs vegar um heiminn þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar áforma að veita 93,6 milljónum þeirra sem verst eru staddir mat, skjól, heilsugæslu, menntun, vernd og annan lífsnauðsynlegan stuðning. Þetta kemur fram í skýrslu Skrifstofu samræmingar fyrir mannúðarmál (OCHA) sem kynnt var í Genf í morgun.</p> <p>Talið er að fjárþörfin til þess að mæta mannúðaraðstoðinni á næsta ári komi til með að nema um 22 milljörðum bandarískra dala, en greining á þörfinni vegna Sýrlands hefur ekki enn verið birt og því er talið líklegt að hækka megi fyrrnefnda fjárhæð um þrjá milljaðra dala.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/2DSpwfMOR_g" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í skýrslu OCHA kemur fram að tímabil kreppu þar sem þörf er á samhæfðri mannúðaraðstoð á vegum Sameinuðu þjóðanna sé komið í níu ár, en var liðlega fimm ár 2014. Á þessu ári hafa tæplega tveir af hverjum þremur sem notið hafa mannúðaraðstoðar verið íbúar þjóða þar sem slík aðstoð hefur verið veitt í sjö ár eða lengur.</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';">„</span>Kerfi mannúðarmála er í dag skilvirkari en nokkru sinni fyrr," segir Mark Lowcock framkvæmdastjóri OCHA. <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';">„</span>Við skilgreinum betur en áður sértækar þarfir og veikleika mismunandi hópa og bregðumst fyrr við þegar hörmungar verða."</p> <p>Á þessu ári hafa fleiri en áður verið á hrakhólum vegna átaka. Á þremur árum hefur þeim sem neyðast til að yfirgefa heimili sín fjölgað úr 59,5 milljónum í 68,5 milljónir. Á síðustu tveimur árum hefur þeim sem búa við matarskort fjölgað úr 80 milljónum í 124 milljónir.</p> <p>Í þessu höfuðriti OCHA – <a href="https://www.unocha.org/sites/unocha/files/GHO2019.pdf" target="_blank">Global Humanitarian Overview</a>&nbsp;– koma fram upplýsingar um helstu ástæður mannúðaraðstoðar í heiminum en <span></span>auk vopnaðara átaka snerta náttúruhamfarir og afleiðingar loftslagsbreytinga um 350 milljónir manna árlega að ógleymdu gífurlegu eignatjóni.</p>

03.12.2018Megin markmiðið að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun

<span></span> <p>„Megin markmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu<span>&nbsp; </span>er að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun og viðvarandi sjálfbærum hagvexti í þróunarlöndum til að leggja grunn að aukinni velsæld. Aðkoma atvinnulífsins – sem býr yfir frumkvæði og margs konar sérþekkingu sem nýst getur við að leysa flókin verkefni – er mikilvægur þáttur í þessari uppbyggingu. Í nýrri stefnu er því lögð áhersla á að stofnanir<span>&nbsp; </span>og <span></span>atvinnulífið hér á landi styðji við sjálfbæra uppbyggingu í þróunarlöndum,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag á Alþingi þegar hann mælti fyrir stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, 2019-2023.</p> <p>Utanríkisráðherra sagði að umfjöllun Alþingis um fyrri áætlanir hafi sýnt að það ríki jákvæð samstaða um málaflokkinn og að þingheimur vilji vanda vel til verka þegar kemur að þróunarsamvinnu. „Það er fagnaðarefni, enda er þróunarsamvinna afar mikilvægur málaflokkur. Ekki einungis er um mikla fjármuni að ræða – heldur jafnframt starf sem skiptir sköpum fyrir fjölda fólks og getur jafnvel skilið milli lífs og dauða,“ sagði hann.<span>&nbsp; </span></p> <p>Þróunarsamvinnustefnan er leiðarljós íslenskra stjórnvalda á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Hún felur í sér skýra markmiðasetningu og forgangsröðun þar sem lögð er áhersla á að starf íslenskra stjórnvalda skili árangri á afmörkuðum sviðum. Hún byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að draga úr fátækt og hungri, og stuðla að velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Í stefnunni eru lögð fram tvö meginmarkmið sem miða annars vegar að uppbyggingu félagslegra innviða og starfi í þágu friðar, og hins vegar að verndun jarðarinnar og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.</p> <p>Sem fyrr er fjallað um málaflokkinn sem eina heild, hvort sem um er að ræða tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, svæðasamstarf, stuðning við áherslulönd og fjölþjóðlegar stofnanir eða verkefni á vegum félagasamtaka. </p> <p><strong>Mannréttindamiðuð stefna</strong></p> <p>Þróunarsamvinnustefnan er í fyrsta sinn með formlegum hætti mannréttindamiðuð sem felur í sér að unnið er að mannréttindum með málsvarastarfi, samþættingu og sértækum aðgerðum í þágu mannréttinda. Mannréttindi verða því höfð til hliðsjónar þegar verkefni eru mótuð, framkvæmd og metin. </p> <p>Jafnréttismálin hafa lengi verið áherslumál í þróunarsamvinnu Íslands. Í máli ráðherra kom fram að sú sé <span></span>ætlunin að draga þau mál sérstaklega fram svo og umhverfis- og loftslagsmál. „Líkt og fyrr leggur Ísland ríka áherslu á sjálfbæra orku, og þá sérstaklega jarðhita þar sem íslensk sérþekking hefur nýst í verkefnum undanfarin ár. Enn fremur er landgræðsla komin inn sem sérstakt áherslusvið undir sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda,“ sagði ráðherra.</p> <p>Framkvæmd þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar fer áfram fram í gegnum svæðasamstarf og samstarf við samstarfslönd, áherslulönd, fjölþjóðastofnanir og félagasamtök. </p> <p>Um tvíhliða samstarfslöndin í þróunarsamvinnu Íslands, Malaví og Úganda, sagði ráðherra að byggt væri á þeim góða árangri sem náðst hefur með langvinnu samstarfi. „Í tvíhliða samstarfi okkar leggjum við áfram áherslu á að stuðningurinn fari beint til fátæks fólks í Malaví og Úganda. Áhersla er á að bæta grunnþjónustu við fátæk samfélög í tilteknum héruðum í löndunum tveimur, sem felur í sér aðgang að vatni, bætta heilbrigðisþjónustu og aukin gæði menntunar yngstu barna,“ sagði hann.</p> <p>Í tillögunni að nýju stefnunni er vísað í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar um framlög Íslands til þróunarsamvinnu, en gert er ráð fyrir að framlögin aukist á næstu árum og nemi 0,35% af vergum þjóðartekjum árið 2022. <span></span>Heildarframlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu eru áætluð um 8 milljarðar króna 2019, eða um 0,28% af VÞT, og hækka því samtals um nálægt milljarð frá fjárlögum 2018.<span>&nbsp; </span></p>

03.12.2018Fyrstu Rakarastofuráðstefnurnar haldnar í Afríku

<span></span> <p>„Tími þöggunar er liðinn, nú þurfum við að beita okkur gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Konurnar sem verða fyrir ofbeldi eru eiginkonur okkar, systur, dætur og frænkur. Þess vegna þurfum við að standa saman og berjast gegn ofbeldinu,“ sagði Moses Chimphepo héraðsstjóri Mangochi í Malaví á Rakarastofuráðstefnu í síðustu viku. <span></span></p> <p>Sendiráð Íslands, UN Women í Malaví og landsnefnd UN Women á Íslandi stóðu að tveimur Rakarastofuráðstefnum, þeim fyrstu í Afríku. Sú fyrri var haldin í Mangochi, samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og sú síðari í höfuðborginni, Lilongve. Alls sóttu ráðstefnurnar um 140 manns, embættismenn, héraðs- og þorpshöfðingar, þingmenn og trúarleiðtogar.</p> <p>„Ræða Moses Chimphepo var sérstaklega áhrifamikil en hann hvatti karlmenn og stráka í héraðinu sérstaklega til að beita sér í jafnréttismálum og tók sérstaklega fram að á sama tíma og ráðstefnan færi fram væri sextán daga átak um allan heim gegn kynbundnu ofbeldi. Héraðsstjórinn endaði ræðu sína á að þakka íslenskum stjórnvöldum sérstaklega fyrir stuðninginn undanfarin þrjátíu ár,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Lilongve.</p> <p>Ágústa Gísladóttir forstöðukona sendiráðsins í Malaví setti ráðstefnuna í Lilongve og undirstrikaði mikilvægi kvenna í stjórnmálum. Einnig lýsti hún því hvernig kvennabaráttan hafi eflst á Íslandi með kjöri frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta árið 1980. </p> <p>Unnsteinn Manuel Stefánsson, verndari UN Women á Íslandi, tók &nbsp;þátt í ráðstefnunni, og sýndi brot úr sjónvarpsþætti sínum Hæpið sem fjallar um hlut karla og stráka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti við góðar undirtektir viðstaddra. Starfskonur landsnefndar UN Women á Íslandi, Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra og Marta Goðadóttir kynningar- herferðarstýra þjálfuðu umræðustjóra fyrir umræðuhópana. Fyrrverandi nemar Jafnréttisskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi voru meðal umræðustjóra.</p> <p>Þátttakendur beggja Rakarastofuviðburðanna (Barbershop) tóku virkan þátt í umræðum og karlmenn sem sóttu ráðstefnuna skuldbundu sig til að beita sér fyrir kynjajafnrétti.</p> <p>Frá því að fyrsta Barbershop-ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í janúar 2015 hafa hátt í 2500 manns tekið þátt í Rakarastofuviðburðum á vegum utanríkisráðuneytisins, þar af ríflega helmingur karlar. Slíkir viðburðir hafa meðal annars farið fram á vettvangi alþjóðastofnana, á Alþingi og meðal starfsmanna í utanríkisráðuneytinu. Fyrirhugað er að halda slíkan viðburð hjá Alþjóðabankanum á næsta ári.</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"></span>Verkfærakistu verkefnisins má nálgast <a href="https://www.heforshe.org/en/barbershop" target="_blank">hér</a>.&nbsp;</p>

30.11.2018Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum

<span></span> <p>Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þess verður gætt að þörfum kvenna og stúlkna frá átakasvæðum verði mætt í öllu mannúðar- og uppbyggingarstarfi, annars vegar á átakasvæðum og hins vegar á Íslandi.</p> <p>„Ísland trónir á toppi lista yfir lönd í heiminum þar sem mest kynjajafnrétti ríkir. Jafnframt er Ísland meðal öruggustu landa heims. Í þessum tveimur staðreyndum felst það tækifæri að íslensk stjórnvöld verði í senn öflugur og trúverðugur málsvari þeirra skilaboða sem felast í ályktun 1325: að kynjajafnrétti haldist í hendur við stöðugleika og frið í alþjóðasamfélaginu,“ segir í riti um áætlunina sem utanríkisráðuneytið gaf út á dögunum.</p> <p>Í ritinu segir að virk þátttaka kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingu samfélaga eftir átök sé nauðsynleg til að stuðla að varanlegum friði en á sama tíma þurfi konur sem fórnarlömb ofbeldis að njóta verndar, aðstoðar og endurhæfingar. „Áhrif átaka eru mismunandi fyrir konur og karla. Konur verða oftar fórnarlömb kynferðisofbeldis en karlar og er því sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum og eftir að átökum lýkur í ályktun 1325,“ segir þar.</p> <p>Tekið er undir loforð Íslands á leiðtogafundi um mannúðarmál, sem haldinn var vorið 2016, um að beina stuðningi sérstaklega til kvenna og stúlkna. Einnig verður hugað að aðgengi kvenna og stúlkna frá átakasvæðum sem komnar eru til Íslands að úrræðum sem þeim standa til boða hérlendis til endurhæfingar vegna kynferðis og/eða kynbundins ofbeldis. Þá er það einnig markmið áætlunarinnar að fylgjast með innleiðingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, hins svokallaða Istanbúlsamnings, og stefnt er að eftirliti með aðgerðaáætlun Íslands um aðgerðir gegn mansali.</p> <p>Aðgerðir samkvæmt landsáætluninni sem snúa að þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins eru þrjár, stuðningur við verkefni UN Women og UNICEF á átakasvæðum, að framlög Íslands til mannúðaraðstoðar, sem ætlað er að ná til samfélaga í heild sinni, taki mið af þörfum kvenna og stúlkna til jafns á við þarfir karla og drengja og að stuðningi Íslands við verkefnið um framkvæmd aðgerðaráætlunar stjórnvalda í Mósambík í tengslum við 1325 verði fram haldið. </p> <p>Meginábyrgð landsáætlunarinnar er í höndum utanríkisráðuneytisins og stýrihópi undir handleiðslu utanríkisráðuneytisins verður falin framfylgd áætlunarinnar.</p> <p>Þessa dagana stendur yfir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Það hófst 25. nóvember, &nbsp;á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi í garð kvenna og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=c9c12334-e407-11e8-942e-005056bc4d74">Landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018-2022</a></p>

29.11.2018Fækka þarf hungruðum um 185 þúsund á degi hverjum

<span></span> <p>Miðað við að 821 milljón manna lifi við hungurmörk í heiminum þarf að fækka hungruðum um 185 þúsund á hverjum degi næstu tólf árin til þess að ná öðru Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna: „Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði“. Þetta kom fram á ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO) á alþjóðlegri ráðstefnu um matvælaöryggi í heiminum sem haldin er í Bankok á Tælandi.</p> <p>„Við þurfum ekki aðeins að draga úr hungri heldur verðum við að fækka hungruðum miklu hraðar en áður,“ sagði Kostas Stamuoulis aðstoðarframkvæmdastjóri FAO á ráðstefnunni. Eins og áður hefur komið fram hefur hungruðum fjölgað á síðustu árum og samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna voru 821 milljón jarðarbúa í hópi hungraðra við síðustu áramót. Stamoulis sagði að þetta væru svipaðar tölur og fyrir tíu árum, „þannig að okkur miðar afturábak en ekki áfram,“ sagði hann.</p> <p>Á ráðstefnunni kom fram að sífellt væri erfiðara að tryggja öllum íbúum jarðarinnar nægan mat, ekki síst vegna loftslagsbreytinga, landeyðingar og annarrar hnignunar landgæða sem grafi undan fæðukerfum. </p> <p>Fimmta alþjóðlega skýrslan um stöðu næringarmála í heiminum – <a href="https://globalnutritionreport.org/reports/global-nutrition-report-2018/" target="_blank">Global Nutrition Report <span></span>2018</a>&nbsp;– kom út í dag. Þar er lýst alvarlegum áhyggjum af ástandi þeirra mála og sagt að vannæring <span></span>sé mikil og óásættanleg, en hún er dánarorsök 45% þeirra barna sem deyja fyrir fimm ára aldur. Einnig er fjallað í skýrslunni um heilbrigðisáhrif ofþyngdar og offitu sem dregur fjórar milljónir manna til dauða á ári hverju.</p> <p>Í skýrslunni er að finna ýmsar upplýsingar um framfarir á síðustu áratugum, til dæmis hafi dregið talsvert úr vaxtarhömlun barna undir fimm ára aldri. Árið 2000 voru 32,6% barna með vaxtarhömlun en sú tala var komin niður í 22,2% á síðasta ári. „Framfarir hafa einfaldlega hingað til ekki verið nægar,“ segir Corinna Hawkins annar ritstjóra skýrslunnar og framkvæmdastjóri The Centre for Food Policy. </p> <p>Í skýrslunni er bent á leiðir til þess að hraða framförum og þjóðir heims eru hvattar til þess að bregðast við og taka höndum saman um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030, í samræmi við Heimsmarkmiðin. </p>

28.11.2018Góðum árangri náð, segir í óháðri úttekt á héraðsverkefnum Íslendinga

<span></span> <p>Óháð úttekt á samstarfsverkefnum Íslendinga með héraðsstjórnum í Malaví og Úganda sýnir að svokölluð héraðsnálgun hefur reynst vel og skilað umtalsverðum árangri. „Við höfum farið þá leið í tvíhliða þróunarsamvinnu á síðustu árum að vinna beint með héraðsstjórnum. Við erum mjög sátt við jákvæðar niðurstöður fyrstu óháðu úttektarinnar á þessu verklagi. Í heildina er það mat úttektaraðila að góðum árangri hafi verið náð og vel hafi tekist til í báðum samstarfsríkjunum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Úttektin, sem unnin er af úttektarfyrirtækinu GOPA í Þýskalandi, náði til tveggja héraðsverkefna. Annað verkefnið var unnið í Mangochi héraði í Malaví á árunum 2012 til 2017 og hitt verkefnið var unnið í Kalangala héraði í Úganda á árunum 2006 til 2017. Í niðurstöðum GOPA segir að sú nálgun sem beitt hafi verið í báðum samstarfslöndunum, héraðsnálgun, hafi reynst vel. Þar sé tvinnað saman beinum fjárlagastuðningi til héraðanna og verkefnanálgun. „Skilgreindir eru sérstakir verkþættir sem héraðið sér um að framkvæma innan eigin þróunaráætlunar en með beinum stuðningi frá sendiráði Íslands í viðkomandi landi sem tekur þátt í gerð framkvæmdaáætlana, veitir sérfræðiráðgjöf, vaktar framgang og fylgir eftir framlögum Íslands,“ eins og segir í skýrslunni.</p> <p>Úttektaraðilar hrósa því að sérstaklega hafi verið stutt við eignarhald heimamanna, ekki síst með miklum tengslum milli verkefnanna og héraðsáætlana. Þetta nána samstarf hafi aukið möguleikana á að ná ætluðum árangri og styrkt samstarfið milli viðkomandi héraðsstjórnvalda og Íslands. Þá hafi verkefnin verið skipulögð til langs tíma sem geri árangur og sjálfbærni mun líklegri en ella.</p> <p>Fulltrúar GOPA benda á að breytingar í félagslegri hegðun taki langan tíma og krefjist oft vitundarvakningar sem einnig tengist því hvernig mál eru leyst tæknilega. Í Malaví beindist stuðningur Íslands einkum að heilbrigðismálum, grunnmenntun, vatni og hreinlætismálum en í Úganda aðallega að grunnmenntun og fiskimálum. Auk þessa var stutt við uppbyggingu færni í stjórnsýslu héraðanna. Fram kemur að mikilvægt sé að leitast alltaf við að velja lausnir sem henta innviðum viðkomandi samfélags sem best og forðast of flóknar lausnir. Vandamál þessu tengd hafi komið upp í verkefnunum en einnig hafi verið dæmi um ófullnægjandi gæði á byggingum og búnaði sem komið hafi verið upp. Þá er í niðurstöðunum hvatt til meiri þátttöku íbúanna sjálfra, til að festa enn betur í sessi eignarhald á aðgerðum.</p> <p>Skýrslurnar verða birtar innan tíðar á vef Stjórnarráðsins eins og aðrar úttektarskýrslur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p>

27.11.2018Fátækustu borgarbörnin verr sett en börn í sveitum

<span></span> <p>Milljónir fátækustu barnanna sem alast upp í borgum eru líklegri til að deyja ung borið saman við börn í dreifbýli. Fátækustu borgarbörnin eru líka verr sett þegar kemur að menntamálum og þau eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag.</p> <p>Í <a href="https://data.unicef.org/resources/urban-paradox-report/?design=DesignPageItems" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;er sjónum beint að því sem skýrsluhöfundar kalla þversögnina í þéttbýlinu. Hún felst í því að almennt er staða barna í borgarsamfélögum betri en staða barna til sveita vegna þess að þar eru<span>&nbsp; </span>hærri tekjur, betri grunnviðir og betri þjónusta, en þegar horft er sérstaklega á stöðu barna í fátækrahverfum stórborga blasir við önnur mynd og ljótari.</p> <p>Skýrslan byggir á greiningu í 77 lágtekju- og millitekjuríkjum með tíu mælikvörðum sem snúa að velferð barna. Niðurstaðan er sú að í flestum löndum vegnar borgarbörnum betur en börnum í strjálbýli – að jafnaði. En meðaltalið segir ekki alla söguna og dylur ótrúlegan ójöfnuð innan borgarsamfélagsins, segir í skýrslunni.</p> <p>„Fyrir foreldra í dreifbýli virðast ástæðurnar fyrir því að börnin flytji til borganna augljósar: þar eru fleiri atvinnutækifæri, betri heilsugæsla og meiri menntunarmöguleikar,“ segir Laurence Chandy yfirmaður rannsókna hjá UNICEF. „En borgarbörn njóta ekki öll kosta borgarinnar og við getum sýnt fram á að milljónir barna í borgum eru verr sett en jafnaldrar í sveitum.“</p> <p>Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar eru 4,3 milljónir barna í borgum líklegri til að deyja fyrir fimm ára aldur en jafnaldrar þeirra í dreifbýli. Einnig sýnir skýrslan að 13,4 milljónir barna í borgum eru ólíklegri til að ljúka grunnskólanámi en jafnaldrar þeirra til sveita.</p> <p>Talið er að allt að einn milljarður manna búi í fátækrahverfum, þar af hundruð milljóna barna. Stækkun borga er mest í Afríku og Asíu. Talið er að árið 2030 verði sjö af tíu stærstu borgum heims í þessum tveimur álfum. Þar fjölgar íbúum borga um 3,7% á ári.</p> <p>Íslensk stjórnvöld fjármagna að hluta verkefni á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í þremur fátækrahverfum Kampala, höfuðborgar Úganda. Þar hafa innlend félagasamtök, YUDEL, starfað um langt árabil með sárafátækum unglingum og rekið verkmenntamiðstöðvar á ýmsum sviðum, bæði til sjálfseflingar, en ekki síður til þess að ungmennin öðlist nægilega hæfni til að verða gjaldgeng á vinnumarkaði og geti séð sér farborða.</p> <p>UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í fjölþjóða þróunarsamvinnu. Framlög utanríkisráðuneytisins til UNICEF á síðasta ári námu rúmum 354 milljónum króna til fjölmargra verkefna eins og sjá má á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/barnahjalp-sth-unicef/" target="_blank">yfirliti</a>&nbsp;á vef ráðuneytisins.</p>

26.11.2018Ofbeldi gegn konum er heimsfaraldur

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi gegn konum sé hindrun í vegi jafnréttis, friðar og þróunar. Ofbeldi gegn konum er „heimsfaraldur” að hans mati. „Þetta er siðferðileg árás á allar konur og stúlkur, smánarblettur á öllum samfélögum heims og umtalsverður þrándur í götu réttlátrar og sjálfbærrar þróunar í þágu allra. Í eðli sínu er ofbeldi gegn konum djúpstætt virðingarleysi, og dæmi um að karlar viðurkenni ekki grundvallar jafnrétti og virðingu kvenna. Þetta er mál sem snýst um grundvallar mannréttindi,“ segir hann.</p> <p>Í gær, á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi hófst jafnframt 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi. Vígorð þessa árlega átaks er að þessu sinni&nbsp;<a href="http://www.unwomen.org/en/news/in-focus/end-violence-against-women">“Orange the World #HearMeToo”&nbsp;</a>og þar er vísað til appelsínugula litarins sem hefur verið einkenni baráttunnar. Á heimsvísu er talið að þriðja hver kona verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og ofbeldi gegn konum er ein útbreiddasta og skaðlegasta tegund mannréttindabrota í heiminum. Á Norðurlöndum er talið að fjórða hver kona verði <span></span>fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni.</p> <p><strong>Stuðningur Íslands</strong></p> <p>Ísland hefur lengi staðið vörð um mannréttindi kvenna og afnám alls ofbeldis gegn konum í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Af nýlegum verkefnum á því sviði má nefna að árið 2016 hófst<span>&nbsp; </span>vinna í Mósambík við gerð fyrstu landsáætlunar um konur, frið og öryggi. Utanríkisráðuneytið styður dyggilega við hana með fjármögnun á framkvæmdum fyrstu árin og hefur gert samninga við stjórnvöld í Mósambík og landsnefnd UN Women þar um stuðning til ársins 2020, ásamt sendiráði Noregs. </p> <p>Virk þátttaka kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingu samfélaga eftir átök er nauðsynleg til að stuðla að varanlegum friði en á sama tíma þurfa konur sem fórnarlömb ofbeldis að njóta verndar, aðstoðar og endurhæfingar. Um þetta snýst verkefnið í Mósambík en viðurkennt er að áhrif átaka eru mismunandi fyrir konur og karla. Konur verða oftar fórnarlömb kynferðisofbeldis en karlar og því er sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna og aðstoð við þær í átökum og eftir að átökum lýkur í ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur jafnframt tekið á móti nemendum frá Mósambík sem starfa hjá stjórnvöldum þar í landi, meðal annars lögreglu, her og háskólasamfélaginu en nám þeirra er liður í að styrkja við framkvæmd áætlunarinnar þegar heim er komið.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/nDHGwZCRZ34" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>Ljósagangan í gær</strong></p> <p>Ljósaganga UN Women fór fram í gær við upphaf alþjóðlega sextán daga átaksins sem miðar að því að útrýma ofbeldi gegn konum og stúlkum.&nbsp;Að mati fulltrúa UN Women sem stóðu fyrir göngunni er talið að um það bil tvö hundruð manns hafi tekið þátt í göngunni sem hófst við Arnarhól. Yfirskrift göngunnar í ár var #hearmetoo sem er tilvísun í byltingar á borð við #MeToo og #TimesUp en #HearMeToo er tileinkuð þeim konum sem búa ekki við frelsi til þess að tjá sig um það misrétti sem þær eru beittar.</p> <p><a href="http://www.unwomen.org/en/news/in-focus/end-violence-against-women" target="_blank">In Focus: Orange the World, #HearMeToo/ UN Women</a></p>

23.11.2018Spennandi samstarfsmöguleikar fyrir atvinnulíf í þróunarsamvinnu

<span></span> <p>„Samstarfssjóðnum er ætlað að skapa ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf með styrkjum í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnu. Þátttaka atvinnulífsins í uppbyggingu í þróunarríkjunum er lykilatriði ef við ætlum okkar að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en utanríkisráðuneytið auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr nýjum Samstarfssjóði við atvinnulíf um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum.</p> <p>Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til<span>&nbsp; </span>þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Til úthlutunar að þessu sinni eru allt að 100 milljónir króna.</p> <p>„Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna <span></span>um sjálfbæra þróun og á sama tíma sækjast eftir nýjum viðskiptatækifærum og aukinni samkeppnishæfni? Samstarfssjóðurinn skapar ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir í auglýsingu sem ráðuneytið birtir á morgun í Fréttablaðinu.</p> <p>Framlög verða veitt til samstarfsverkefna sem framkvæmd verða í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum, samkvæmt <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=307d0723-ee7a-11e8-942f-005056bc4d74" target="_blank">lista</a>&nbsp;Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC) um viðtökulönd opinberrar þróunaraðstoðar. Styrkt verkefni skulu vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti í fátækum ríkjum heims.</p> <p><strong>Umsóknir þurfa að vera frá skráðum fyrirtækjum</strong></p> <p>Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknum frá skráðum fyrirtækjum en fleiri samstarfsaðilar geta komið að verkefnum. Mat á umsóknum byggist<span>&nbsp; </span>á <a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=307d0724-ee7a-11e8-942f-005056bc4d74">gæðaviðmiðum</a>&nbsp;sem er að finna á vef ráðuneytisins. Eins og áður segir eru allt að 100 milljónir til úthlutunar úr sjóðnum en hámarksfjárhæð til einstakra verkefna er allt að 200 þúsund evrur yfir þriggja ára tímabil. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára og styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis. </p> <p>Umsóknir þurfa að berast fyrir kl. 16:00 21. desember 2018 í netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>. </p> <p>Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í lok janúar 2019. </p> <p>Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a>. Frestur til að senda inn fyrirspurnir er til og með 18. desember. Öllum spurningum verður svarað <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/" target="_blank">hér</a>.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Auk Samstarfssjóðsins við atvinnulífið leggur utanríkisráðuneytið áherslu á öflugt samstarf við <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/11/01/Allt-ad-350-milljonir-til-felagasamtaka-i-throunarsamvinnu-og-mannudarmalum/" target="_blank">félagasamtök</a>&nbsp;með aukinni áherslu á þá möguleika sem felast í samvinnu við félagasamtök sem tengjast atvinnulífinu og samstarfi félagasamtaka við fyrirtæki um tiltekin verkefni.</p>

22.11.2018„Skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr“

<span></span> <p>„Öfluga pólitíska viðleitni þarf til að enda stríðið í Jemen. Almenningur sem er fjarri þessum veruleika verður samdauna síendurteknum fréttum frá átakastöðum og hætta er á að þetta verði ekki fréttnæmt efni lengur. Það skiptir máli að gleyma ekki því fólki sem þjáist og deyr, sem er í sjálfheldu í þessum átökum og hefur enga möguleika á að komast í burtu,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi fyrir Alþjóðaráð Rauða krossins til margra ára.&nbsp;</p> <p>Hún segir að börn í Jemen séu í stöðugri hættu, án öryggis, matar, hafi ekki möguleika á skólagöngu og deyi úr sjúkdómum sem vel væri hægt að meðhöndla ef lyf væru við höndina. „Átökin lita allt daglegt líf almennra borgara í Jemen og óhætt er að segja að tíminn sé að renna út fyrir fólk sem lifir í aðstæðum sem það ræður ekkert við.“</p> <p>Elín var nýlega við störf í Jemen og þekkir því ástandið í landinu af fyrstu hendi. Hún var meðal annars við störf í hafnarborginni Hodeida, þar sem átökin og mannfallið hefur verið einna mest. Þar stóðu nýverið harðar loftárásir yfir og þúsundir hafa misst heimili sín. Elín segir þessar fjölskyldur lifa við hræðilegar aðstæður, „eiga ekkert, aðeins fötin sem þau eru í og lifa á hrísgrjónum eða hveitivatnsblöndu, ef þau þá finna einhvern mat,“ eins og hún segir.</p> <p>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/born-i-jemen-lifa-i-stodugri-haettu" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Rauða krossinum á Íslandi segir að sjúkrahús og heilbrigðiskerfi Jemen séu í lamasessi vegna átakanna í landinu. Fram kemur að þegar Elín vann í skurðteyminu í Jemen hafi hún gert margar skurðaðgerðir á fórnarlömbum átakanna, bæði börnum og fullorðnum, aðgerðir á kviðarholi, útlimum, höfði eða aflimun hand- og/eða fótleggja. Slík aflimun sé algeng á stöðum þar sem sprengjum er varpað og þá geti fætur sérstaklega skaðast illa. &nbsp;</p> <p>Alþjóðaráð Rauði Krossinn dreifir mat og drykkjarvatni til fólks, nauðsynlegum hlutum til heimilishalds og setur upp hreinlætisaðstöðu til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar, eins og kólera, blossi upp. Það sem af er ári hefur Rauða krossins veitt 500 þúsund manns mataraðstoð, tryggt yfir tveimur &nbsp;milljónum borgara aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Alþjóðaráð Rauða krossins styrkir starfsemi 15 sjúkrahúsa í Jemen þar sem yfir 14 þúsund særðra hafa fengið heilbrigðisaðstoð. </p> <p>Elín hvetur fólk til þess að leggja sitt af mörkum og senda sms-ið HJALP í 1900&nbsp; og styrkja mikilvægt starf Rauða krossins í Jemen. Neyðarsöfnun Rauða krossins stendur yfir vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen.</p> <p>Eins og áður hefur komið fram er talið að 80% þjóðarinnar, 22 milljónir manna af 27 milljónum, þurfi á aðstoð að halda og 60% skorti mat. Í frétt Rauða krossins segir að 100 börn deyi daglega úr sulti.</p> <p><strong>Hundrað milljónir frá utanríkisráðuneytinu</strong></p> <p>Utanríkisráðuneytið lagði fram 100 milljónir króna í vikunni vegna neyðarástandsins í Jemen. Framlaginu var skipt jafnt á milli tveggja alþjóðastofnana á vettvangi, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Barnahjálpar SÞ (UNICEF).</p>

21.11.2018Sviðsmyndir stríðsástands og mikil þörf fyrir mannúðaraðstoð

<span></span> <p>„Það voru settar voru upp flóknar sviðsmyndir sem byggja á raundæmum þar sem stríðsástand hefur ríkt og þörfin á mannúðaraðstoð er mikil. Þátttakendur spreyttu sig á að leysa sem best úr málum og áttu meðal annars að koma með tillögur að aðgerðum til Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (OCHA). Þetta voru ögrandi sviðsetningar og úrlausnirnar flóknar sem var mikill lærdómur fyrir þátttakendur að fara í gegnum,“ segir Anna Elísabet Ólafsdóttir fulltrúi í þróunarsamvinnunefnd og einn þátttakenda á námskeiði sem haldið var hér á landi á dögunum á vegum OCHA og utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Námskeiðið var fyrir einstaklinga sem skráðir eru á viðbragðslista þróunarsamvinnu og hafa boðið sig fram til mannúðarstarfa víðsvegar um heiminn. Þátttakendur og leiðbeinendur komu frá níu þjóðum en þrír Íslendingar, sem eru á viðbragðslistum utanríkisráðuneytisins, sátu námskeiðið.</p> <p>Dagskráin var fjölbreytt en einkenndist ekki síst af því að gefa þátttakendum góða innsýn inn í þær aðstæður sem búast má við á vettvangi. </p> <p>„Á námskeiðinu var jafnframt farið yfir gæði hópastarfs og mikilvægi góðrar liðsheildar þegar unnið er undir álagi, en góð samvinna er ein af forsendum árangurs. Farið var yfir mikilvægi góðrar greiningarvinnu, söfnun áreiðanlegra gagna á aðstæðum en ekki síður úrvinnslu gagnanna og framsetningu til að tryggja að ákvarðanatakan byggi á haldbærum upplýsingum og sé í samræmi við aðstæður og þarfir á vettvangi,“ segir Anna Elísabet.</p> <p>Áhugaverð yfirferð var að hennar sögn um samningatækni en í erfiðum aðstæðum, þar sem ágreiningur eða stríðsástand ríkir, er talið nauðsynlegt að búa yfir hæfni til að geta rætt ágreiningsmál af yfirvegun, „lagt sig fram um að skilja sjónarmið viðsemjandans, hafa skýra mynd af því sem maður sjálfur vill ná í gegn og ná sátt um málin með friðsömum hætti,“ eins og hún kemst að orði.</p> <p>Síðast en ekki síst var farið vel yfir siðareglur og mikilvægi þess að þær séu virtar og að öll brot á siðareglum séu tilkynnt til réttra aðila. Anna Elísabet segir nauðsynlegt að siðareglum sé ávallt fylgt í öllu mannúðarstarfi auk þess sem ströng eftirfylgni með þeim sé til staðar, m.a. til að viðhalda trausti og trúnaði hjálparsamtaka eða ríkja sem einstaklingur starfar fyrir á vettvangi.</p> <p>„Það var vel að námskeiðinu staðið og þátttakendur fóru með aukna þekkingu og ánægðir hver til síns heima að námskeiði loknu,“ segir Anna Elísabet að lokum.</p> <p>Sex friðargæsluliðar starfa nú á vegum Íslensku friðargæslunnar að mannúðarmálum í jafn mörgum löndum, Tyrklandi, Úganda, Mósambík, Palestínu, Líbanon og Jórdaníu.</p>

20.11.2018Börn fá orðið á alþjóðadegi barna

<span></span> <p>„Öll börn eiga að fá vernd gegn ofbeldi, öll börn eiga að ganga í skóla, öll börn eiga að fá hreint vatn og heimili, öll börn eiga að vera frjáls, eiga vini og fjölskyldu, og stelpur og strákar eiga jafn mikinn rétt til að tjá sig.“ Þetta voru meðal skilaboða sem börn í Flataskóla í Garðabæ skrifuðu til stjórnvalda á fallega skreyttan loftbelg sem Ævar Þór Benediktsson afhenti Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er í dag 20. nóvember.</p> <p>Á þessum degi minnir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna veitir öllum börnum um allan heim mikilvæg réttindi. Yfirskrift átaks UNICEF á Íslandi á alþjóðadegi degi barna er&nbsp;#börnfáorðið og því fór Ævar Þór ásamt fulltrúum frá UNICEF í stjórnarráðið með skilaboð sem börnin vonast til að ríkisstjórnin beri áfram til leiðtoga heimsins.</p> <p><span></span>„Þetta skiptir mjög miklu máli að fá að heyra hvað börnin hafa að segja,“ sagði forsætisráðherra, að því er fram kemur í frétt frá UNICEF. Fram kom að á næsta ári sé ætlunin að halda sérstakt barnaþing, í fyrsta skiptið á Íslandi, þar sem börn hvaðanæva af landinu geta sett málefni á dagskrá. Katrín sagði einnig að málefni barna væru eitt af forgangsmálum Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;„Það skiptir máli að passa uppá öll börn í heiminum,“ sagði hún.</p> <p>Markmið dagsins er að gefa börnum og ungmennum orðið, og skapa vettvang fyrir þau til að tjá skoðanir sínar opinberlega og í nærumhverfi sínu. UNICEF á Íslandi hvetur því fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið þennan dag, og alla aðra daga, þannig að börn fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum og annarra barna heima hjá sér, í skólanum og úti í samfélaginu.&nbsp;</p> <p>Hægt er að fylgjast með viðburðum og uppákomum hér á landi og um allan heim undir myllumerkjunum&nbsp;#börnfáorðið&nbsp;og&nbsp;#WorldChildrensDay</p> <p><strong>Mikill árangur í menntamálum vegna íslenskrar þróunarsamvinnu</strong></p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa um langt árabil lagt kapp á að styðja við börn í alþjóðlegu þróunarstarfi, ekki aðeins í löngu og árangursríku samstarfi við UNICEF hér heima og á alþjóðavísu, heldur einnig með beinum stuðningi í samstarfslöndum Íslendinga. Eins og sjá má á grafísku myndinni njóta tæplega 57 þúsund börn í Malaví og Úganda stuðnings Íslendinga í menntamálum, í grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem nýlega er hafinn í tilraunaskyni verkefnaþáttur í Malaví sem snýr að leikaskólastiginu. Athygli vekur að stúlkur eru í meirihluta í grunnskólunum sem njóta stuðnings frá Íslandi, bæði í Malaví og Úganda.</p> <p>Til marks um árangurinn af þessu starfi má nefna að fyrir þremur mánuðum kom í ljós í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, að þar luku 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla borið saman við 40% áður en íslenski stuðningurinn kom til. Í opinberri <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/08/30/Miklar-framfarir-i-menntamalum-i-Buikwe-thakkadar-islenskum-studningi/" target="_blank">könnun</a>&nbsp;sem gerð var kom ennfremur í ljós að nemendum hafði fjölgað, brottfall minnkað og áhugi foreldra aukist. „Við sjáum ótrúlegar framfarir bæði í bóklegu námi og íþróttum. Við erum afar þakklát héraðinu og ríkisstjórn Íslands fyrir stuðninginn,” var haft eftir Anthony Balagira skólastjóra eins grunnskólans.</p> <p>Auk stuðnings Íslendinga við menntun barna í þróunarsamvinnu hefur verið lögð gífurleg áhersla á lýðheilsu í samstarfsríkjum, einkum stuðning við mæður og ungbörn í Malaví. Úrbætur í vatns- og salernismálum sem er lykilþáttur í þróunarstarfi Íslendinga nýtist öllum samfélögunum, en ekki síst yngstu börnunum með veikasta ónæmiskerfið, sem eru í bráðustu hættu vegna vatnsborinna sjúkdóma. Rúmlega sex milljónir barna, langflest í þróunarríkjunum, létust á síðasta ári vegna sjúkdóma sem unnt hefði verið að lækna eða koma í veg fyrir.</p>

19.11.2018Alþjóða klósettdagurinn: Þegar náttúran kallar

<span></span> <p>Þegar náttúran kallar er yfirskrift alþjóðlega klósettdagsins, í dag 19. nóvember. Hálfur fimmti milljarður jarðarbúa hefur ekki viðunandi aðgang að salernisaðstöðu og tæplega einn milljarður hefur að engu klósetti að ganga þegar náttúran kallar – og verður að gera þarfir sínar undir berum himni. Skortur á salernisaðstöðu er mikið alvörumál sem sést á því að þetta aðstöðuleysi dregur rúmlega 2,7 milljónir manna til dauða árlega, í langflestum tilvikum börn yngri en fimm ára.</p> <p class="MsoNormal">Alþjóðlegi klósettdagurinn er nýttur til vitundarvakningar um þennan alvarleika. „Salernisaðstaða í heiminum gefur meira en flest annað til kynna þann reginmun á þjónustu þegar fólk gengur að öruggri salernisaðstöðu eða hefur enga,“ segir Cararina de Albuquerque sérlegur mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði. Sjötta Heimsmarkmiðið fjallar einmitt um að tryggja aðgengi allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu, með áherslu á að sérstaklega verði hugað að þörfum kvenna og stúlkna og þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu.&nbsp;&nbsp;</p> <p class="MsoNormal">Þar er til dæmis átt við það tímabil mánaðarins þegar konur eru á blæðingum. „Blæðingar kvenna stoppa ekki í hamförum,“ sagði í Fréttablaðinu í morgun í <a href="https://www.frettabladid.is/skodun/blaeingar-kvenna-stoppa-ekki-i-hamfoerum" target="_blank">grein</a>&nbsp;sem tveir fulltrúar Rauða krossins skrifa í tilefni dagsins. Þar segja þeir meðal annars að eitt mikilvægasta verkefni alþjóðlegrar þróunarsamvinnu sé að tryggja fólki á neyðarsvæðum hreinlæti, þ.e. bæði hreint vatn og salernisaðstöðu.</p> <p class="MsoNormal">„Fjöldi kvenna og stúlkna sem eru í flóttamannabúðum bíða í örvæntingu eftir sólsetri, til þess eins að komast á klósettið óséðar þegar þær eru á blæðingum, þar sem þeim þykir skömm að því að aðrir verði þess var að þær eru á blæðingum. Það er ekki alls staðar samfélagslega viðurkennt að ræða blæðingar kvenna á jafn opinskáan hátt og hér á landi. Ferðir á klósettið í myrkri auka einnig líkur á því að konur og stúlkur verði fyrir ofbeldi. Hreinlæti er einnig oft ábótavant svo þær eiga á hættu að smitast af banvænum sjúkdómum. Aðgengi að hreinu vatni og salernisaðstöðu, getur skilið á milli lífs og dauða,“ segir í greininni sem er skrifuð af <span lang="EN-US" style="mso-ascii-font-family:Calibri; mso-hansi-font-family:Calibri;mso-bidi-font-family:Calibri;mso-ansi-language: EN-US;">Atla Viðari Thorstensen, sviðsstjóra hjálpar- og mannúðarsviðs, og Sólrúnu Maríu Ólafsdóttur, verkefnastjóra í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og alþjóðastarfi.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/wqcknE_Ic_g" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p class="MsoNormal"><strong>Íslendingar leggja sitt af mörkum</strong></p> <p class="MsoNormal">Í þróunarsamvinnu Íslands eru úrbætur varðandi vatns- og salernisaðstöðu veigamiklir þættir í báðum samstarfslöndunum, Malaví og Úganda, auk þess sem annað tveggja verkefna sem enn er unnið að í Mósambík er svokallað WASH verkefni (Water and Sanitation, Hygiene) unnið af vegum UNICEF í fátækasta fylki landsins, Zambezíu. </p> <p class="MsoNormal">Nýlega birtist ánægjuleg frétt í Monitor, úgöndsku dagblaði, um aukin lífsgæði íbúa í Buikwe héraði þar sem Íslendingar hafa unnið með héraðsstjórninni meðal annars að því að koma hreinu neysluvatni til íbúanna og reisa 137 gjaldfrjáls almenningssalerni. Í Malaví hefur um langt árabil verið jafnt og þétt bætt við vatnspóstum í samstarfshéraðinu Mangochi með góðum árangri en umbætur í salernismálunum ganga hægar, eins og hvarvetna er reyndin.</p> <p class="MsoNormal">Því er við að bæta að miklar vonir eru bundnar við verkefni Bill Gates stofnunarinnar sem hófst árið 2011 um nýjar lausnir í klósettmálum en sex frumgerðir nýrra salerna voru kynntar nýlega eins og fram kemur í meðfylgjandi myndbandi. Þá er enn eitt árið hér heima vakin athygli á þeim</p>

18.11.2018Sómölsk YouTube-stjarna á Íslandi veitir stúlkum um allan heim innblástur

<span></span> <p>Najmo var aðeins 11 ára þegar hún slapp úr skelfilegum aðstæðum og frá þvinguðu hjónabandi í Sómalíu. Í dag býr hún til myndbönd á samfélagsmiðlum til að hvetja stúlkur um allan heim til dáða.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur birt á vef sínum á fjölmörgum tungumálum, þar á meðal íslensku, grein um ævintýralegt lífshlaup Najmo. Hún er tvítug, býr í Reykjavík og fósturforeldrar hennar hafa liðsinnt henni við að gera myndbönd. Greinin fer hér á eftir:</p> <p>Najmo situr við arininn á heimili fjölskyldu sinnar í sveitinni. Rétt fyrir utan gluggann blasir við fjalllendi sem er í senn fallegt og kuldalegt, en innandyra er hlýtt og notalegt.</p> <p>„Ég vildi að heimurinn væri meira eins og foreldrar mínir og fjölskylda okkar,“ segir Najmo. „Við erum ekki með sama litarhaft, við komum ekki frá sama landinu, við erum ekki einu sinni sömu trúar, en við erum samt fjölskylda, við hugsum hvert um annað og elskum hvert annað.“</p> <p>Najmo var 11 ára þegar faðir hennar lést. Sómalía var þegar mjög hættulegur staður á þeim tíma og frændi hennar ákvað að Najmo ætti að giftast frænda sínum sem var þrisvar sinnum eldri en hún. Najmo neitaði, en fjölskylda hennar neyddi hana til að flytja inn til mannsins, sem var mun eldri en hún. Nótt eina ákvað hún að flýja og tók rútu til höfuðborgarinnar.</p> <p>„Ég var aðeins 11 ára, en ég vissi að þetta var rangt. Ég var bara barn. Svo ég flúði.“ Najmo var 13 ára þegar hún fór frá Sómalíu. Hún var alein og hrædd en hún var ákveðin í að lifa af.</p> <p>„Fólk sagði: „Hvar eru foreldrar þínir? Af hverju leyfðu þau þér að fara?“ Og ég sagði, „það voru ekki foreldrar mínir sem „leyfðu mér að fara.“ Ég leyfði sjálfri mér að fara.“</p> <p>Najmo ferðaðist með ókunnugum yfir Sahara-eyðimörkina í stórum vörubíl þar sem hún horfði upp á fólk kramið til dauða. Ferðin í gegnum eyðimörkina tók 28 daga.</p> <p>„Ég horfði bara á sandinn og vissi að það væri ekkert sem ég gæti gert. Ef bíllinn hefði bilað hefði ekkert okkar lifað af,“ rifjar hún upp.</p> <p>Hún ferðaðist í gegnum Líbíu og því næst yfir Miðjarðarhafið á litlum bát. Eftir þriggja ára ferðalag sem einkenndist af stöðugum ótta fékk hún boð um aðstoð við að komast til Kanada, en íslensk yfirvöld stöðvuðu hana við millilendingu hér á landi og komu henni í hendur barnaverndaraðila.</p> <p>„Það fyrsta sem þau spurðu mig var hvað ég vildi gera og ég sagði strax að ég vildi læra,“ segir hún. „Ég var orðin 16 ára og hafði ekki verið í skóla síðan ég var 11 ára. Ég vissi að menntun væri fyrsta skrefið í átt til þess að hefja nýtt líf og auka möguleika mína í framtíðinni.“</p> <p>Najmo byrjaði að ganga í skóla og var strax komið fyrir hjá fósturfjölskyldu. Þegar hún var farin að fóta sig og búin að læra smá grunn í íslensku áttaði hún sig á því að hún byggi yfir &nbsp;mikilvægum skilaboðum sem hún vildi deila með heiminum sem fyrst.</p> <p>“Sómalskar stúlkur sem eru ekki í Sómalíu hafa fleiri tækifæri. Þær eiga betri möguleika á að verða konurnar sem þær geta orðið. Ég geri myndbönd til að hvetja ungt fólk til dáða, sérstaklega konur. Ég vil sýna stúlkum að þær geti gert meira við líf sitt.”</p> <p>Fósturforeldrar hennar hafa stutt við þennan draum með því að aðstoða hana við að eignast myndbandsupptökubúnað og nýi faðir hennar, Finnbogi, sem hefur áhuga á ljósmyndun, hjálpaði Najmo að setja upp lítið upptökuver í herberginu hennar með ljósum og endurkösturum sem þau smíðuðu saman. Facebook-síða og YouTube-rás Najmo urðu sífellt stærri og nú er hún með fleiri en 60 þúsund fylgjendur.</p> <p>„Samfélagsmiðlar hafa mikinn áhrifamátt og ég get komið skilaboðum mínum á framfæri alla leið út í sveit í Sómalíu. Einhver sem er að sinna úlföldum og kindum getur bara opnað Facebook, horft á mig og fengið hugmyndir. Ég vil hjálpa sómölskum konum og stúlkum. Ég vil hvetja þær til að mennta sig og berjast fyrir réttindum sínum.“</p> <p>Najmo talar um menntun, limlestingar á kynfærum kvenna, nauðungarhjónabönd og réttindi kvenna. Hún talar líka um samfélagsleg viðmið, trú, stjórnmál og ofbeldi gegn konum. Skoðanir hennar eru ekki alltaf vinsælar.</p> <p>„Margir eru reiðir við mig og skrifa andstyggilegar athugasemdir, af því að ég hyl ekki hárið mitt og er með sterkar skoðanir. En ef enginn segir neitt munu slæmir hlutir halda áfram að eiga sér stað. Við konur þurfum að bregðast við þessu. Fleiri konur þurfa að láta í sér heyra.“</p> <p>Najmo er nú 20 ára gömul og heldur áfram að berjast fyrir réttindum stúlkna. Hún ferðast um heiminn með ýmsum samtökum og æskulýðshreyfingum og fólk vill heyra það sem hún hefur að segja. Öryggið sem fylgir því að búa sem flóttamaður á Íslandi gerir henni kleift að tjá sig opinberlega án þess að stofna sér í hættu. Myndbönd hennar eru ætluð stúlkum og konum um allan heim, en vill einnig koma sérstökum skilaboðum á framfæri til sómalskra kvenna sem búa í Evrópu og öðrum heimshlutum.</p> <p>„Nú höfum við fleiri tækifæri. Við verðum að mennta okkur, vinna saman og láta í okkur heyra svo við konur getum einn daginn snúið aftur til friðsamrar Sómalíu og byggt landið upp saman.“</p>

16.11.2018Brugðist við neyðinni í Jemen með 100 milljóna króna framlagi

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákvað í dag að utanríkisráðuneytið myndi verja 100 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Að þessu sinni skiptist framlagið jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð, annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og hins vegar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).</p> <p>„Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli. Við bregðumst við með auknum stuðningi við stofnanir á vettvangi, annars vegar til að sporna gegn yfirvofandi hungursneyð og hins vegar að úrbótum í vatnsmálum til að verjast útbreiðslu smitsjúkdóma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Alvarlegt neyðarástand ríkir í Jemen og það hefur farið hríðversnandi á síðustu misserum. Styrjöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og átökin eru meginástæða neyðarástandsins. Talið er að um 75 prósent íbúa landsins, eða ríflega 22 milljónir manna hafi bráða þörf fyrir mannúðaraðstoð. Hungursneyð vofir yfir 8 til 12 milljónum manna, 3 milljónir eru á flótta innanlands og þorri þjóðarinnar býr við vannæringu. Þá hefur kólera og aðrir smitsjúkdómar brotist út í landinu.</p> <p>Efnahagur Jemen er hruninn og innviðir eru í molum. Þá hefur sigið á ógæfuhliðina eftir að höfnum var lokað en það hefur leitt til mikilla verðhækkana á matvöru. Um 80% af innflutningi til landsins fer um höfnina í Hodeidah þar sem bardagar hafa geisað. Aðeins helmingur heilbrigðisstofnana landsins er starfandi og 16 milljónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni og salernisaðstöðu sem aftur eykur líkurnar á útbreiðslu smitsjúkdóma.</p>

16.11.2018Vísbendingar um árangur í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum stúlkna

<span></span><span></span> <p>Á síðustu tveimur áratugum hefur limlestingum á kynfærum stúlkna fækkað verulega í Austur-Afríku, samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem birt er í breska læknatímaritinu, British Medical Journal. „Ef rétt reynist eru þetta miklar gleðifréttir, fyrst og fremst að sjálfsögðu fyrir stúlkur í þessum heimshluta, en einnig fyrir þjóð eins og Íslendinga sem hefur ásamt níu öðrum þjóðum stutt baráttuna gegn þessari hræðilegu hefð með árlegum framlögum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://gh.bmj.com/content/3/5/e000549" target="_blank">rannsókn BMJ</a>&nbsp;sem takmarkaðist við stúlkur fjórtán ára og yngri hefur stórlega dregið úr þessum verknaði, einkum í austurhluta Afríku. Árið 1995 máttu 71,4% stúlkna sæta limlestingum á kynfærum en árið 2016 var þetta hlutfall komið niður í 8%. Frá árinu 1990 til 2017 fækkaði tilvikum í norðurhluta álfunnar úr 57,7% niður í 14,1% og í vesturhluta Afríku eru tölur frá 1996 til 2017 sem sýna fækkun úr 73,6% niður í 25,4%.</p> <p>Fjölmörg félagasamtök og alþjóðastofnanir hafa unnið ötullega að því að uppræta þennan verkað í sautján Afríkuríkjum og niðurstaðan sem birtist í breska læknatímaritinu gefur til kynna að mikill árangur hafi náðst. Íslendingar hafa allt frá árinu 2008 stutt slíkt verkefni með árlegum framlögum en það er sameiginlega er unnið af Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í febrúar á þessu ári undirritaði utanríkisráðherra samstarfssamning um stuðning við verkefnið til næstu fjögurra ára.</p> <p>Fulltrúar ýmissa samtaka sem láta sig þennan málaflokk varða telja engu að síður of snemmt að fagna miklum árangri því aðrar rannsóknir bendi ekki í sömu átt. Nefnt er sérstaklega að rannsóknin nái ekki til stúlkna á aldrinum 15-19 ára sem eru neyddar í sumum samfélögum til að undirgangast slíka aðgerð og einnig að rannsóknin nái aðeins til tveggja ríkja Miðausturlanda þar sem þessi hefð er útbreidd. Aðferðafræðin hefur ennfremur verið gagnrýnd fyrir það að byggja aðeins á frásögnum mæðra. Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) varaði við því fyrr á árinu að limlestingar á kynfærum stúlkna og kvenna gætu aukist á næstu árum vegna mannfjöldaaukningar í þeim heimshlutum þar sem hefðin er sterk.</p> <p>Um 200 milljónir kvenna og stúlkna í heiminum eru taldar hafa þurft að líða fyrir þessa aðgerð sem hefur hrikaleg líkamleg og sálræn áhrif á konur alla ævi.</p>

15.11.2018Vannærð börnin hafa tæpast kraft til að anda

<span></span> <p>„Það þarf að koma á friði í Jemen,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) eftir þriggja daga heimsókn til landsins. Hvergi í heiminum er neyðin jafn mikil og þörfin fyrir mannúðaraðstoð jafn brýn.</p> <p>„Hjarta mitt er brostið eftir það sem ég sá á sjúkrahúsinu í Hodeidah,“ segir Beasley í frétt frá WFP. „Ég sá smábörn, svo vannærð að þau voru ekkert nema skinn og bein, þau lágu þarna og höfðu tæpast kraft til að anda. Í nafni mannúðar hvet ég stríðandi fylkingar að binda enda á þetta hræðilega stríð. Gefum börnunum líf og þjóðinni tækfæri til að skapa sér tilveru á ný,“ sagði hann.</p> <p>Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga búa sífellt fleiri við hungur í Jemen. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er reiðubúin að útvega mat og peningagjafir fyrir allt að tólf milljónir manna sem hafa orðið illa úti í átökunum. Nú þegar veitir stofnunin 7-8 milljónum íbúa Jemen mataraðstoð í hverjum mánuði.</p> <p>Beasley segir að friður sé eina svarið, fyrr verði ómögulegt að hefja endurreisn efnahagslífsins, koma gjaldmiðlinum í lag og hefja launagreiðslur til almennings svo þjóðin hafi auraráð til að kaupa mat og aðrar nauðsynjar.</p>

14.11.2018Íslensk framlög komið tæru drykkjarvatni til tugþúsunda

<span></span> <p>Úgandska dagblaðið Monitor fjallaði í gær um árangursríkt vatnsverkefni íslenskra stjórnvalda í fiskiþorpum í Buikwe-héraði í Úganda. „Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem fjallað er um þann góða árangur sem náðst hefur á svæðinu fyrir tilstilli íslenskrar þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Síðsumars fengum við ánægjulegar <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/08/30/Miklar-framfarir-i-menntamalum-i-Buikwe-thakkadar-islenskum-studningi/" target="_blank">fréttir</a>&nbsp;um framfarir í menntamálum og fjölgun útskrifaðra nemenda úr grunnskólum héraðsins og nú sjáum við að heilsufar íbúanna hefur stórbatnað með bættu aðgengi að hreinu drykkjarvatni,“ segir utanríkisráðherra.</p> <p>Íbúar héraðsins eru rúmlega 420 þúsund og 77% þeirra hafa nú greiðan aðgang að vatni, segir í frétt Monitor. Blaðið segir að fyrir aðeins tveimur árum hafi einungis 58% íbúanna haft slíkan aðgang og nú sé héraðið komið yfir viðurkennt opinbert viðmið sem er 70%. Arthur Kayaga veitustjóri í Buikwe segir að þegar hafi verið settar upp vatnsdælur fyrir almenning í nítján fiskiþorpum, alls 51 vatnspóstur, fjármagnaðar af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands (ICEIDA).</p> <p><strong>Héraðsnálgunin virkar</strong></p> <p>„Fréttirnar um árangurinn í menntamálum og í vatns- og hreinlætismálum í Buikwe héraði sýna ótvírætt að héraðsnálgun, sem Íslendingar beita í þróunarsamvinnu í Úganda, er að virka og góður árangur að nást á þeim afmörkuðu svæðum sem stuðningurinn nær til. Það&nbsp;er hvatning til okkar um að halda áfram á sömu braut, sníða stakk eftir vexti og afmarka áhrifasvæði íslenskrar aðstoðar í samræmi við umfang hennar, og stefna þar að sjáanlegum og mælanlegum árangri,“ segir Árni Helgason verkefnastjóri í sendiráði Íslands í Kampala.</p> <p>Einn meginþáttur í byggðaþróunarverkefni Íslendinga með sveitastjórninni í Buikwe felst í umbótum í vatns- og salernismálum en sá þáttur byggir á verkefnaskjali fyrir tímabilið 2015 til 2019. Arthur Kayaga segir í viðtalinu við Monitor að þegar verkefnið hófst hafi skortur á heilnæmu vatni í fiskiþorpunum verið mikilvægasta úrlausnarefnið. Því hafi verið forgangsmál að gera þar bragarbót á og vel hafi tekist til.</p> <p>Monitor segir að ánægðastir séu íbúar fiskiþorpanna nítján og vitnar í Josehine Namubiru, íbúa í Nkombwe, sem segir að vatn hafi áður verið sótt beint í Viktoríuvatn með tilheyrandi vatnsbornum sjúkdómum fyrir íbúana eins og niðurgangspestum, taugaveiki og iðrakreppu. </p> <p><strong>Tuttugu lítrar á 4 krónur</strong></p> <p>Með tilkomu tveggja<span>&nbsp; </span>vatnssjálfsala í þorpinu hefur ástandið gerbreyst og Elijah Lubanga bæjarstjóri í Senyi fiskimannaþorpinu segir að þótt íbúarnir greiði lítilræði fyrir vatnið sé það óverulegt miðað við kostnaðinn við meðhöndlun sjúkdómanna sem áður herjuðu á þá. Hver 20 lítra vatnsbrúsi kostar sem svarar 4 krónum íslenskum.</p> <p>„Buikwe er meðal héraða þar sem ICEIDA hefur varið umtalsverðum fjármunum til þess að bæta lífsgæði íbúanna með umbótum í menntun, heilsu og hreinu drykkjarvatni,“ segir í frétt Monitor. Þar kemur einnig fram að í verkefninu með Íslendingum hafi héraðið reist 137 byggingar með gjaldfrjálsum almenningssalernum sem hafi verulega dregið úr því ófremdarástandi að fólki gangi örna sinna á víðavangi.</p> <p>Núverandi stuðningur Íslands í Buikwe héraði beinist að öllum 39 fiskiþorpum í héraðinu með<span>&nbsp;</span>50-60 þúsund íbúa og um 25 þúsund nemendum í grunn- og framhaldsskólum.</p> <p><a href="https://www.monitor.co.ug/News/National/High-water-coverage-brings-smiles-Buikwe-residents/688334-4848456-exgia4z/index.html" target="_blank">Frétt Monitor</a></p>

13.11.2018Fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna skipta sköpum!

<span></span> <p><span></span>„Mikilvægasta líffæri ungbarna er heilinn. Hvernig heilinn er örvaður á fyrstu dögum og mánuðum í lífi barns hefur mikið að segja. Að fara á mis við jákvæða reynslu og upplifun á þessum tíma getur verið óafturkræfanlegt,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Það er mikið áhyggjuefni að hundruð milljóna barna um allan heim verða fyrir alvarlegum skaða vegna lélegrar næringar, vegna ofbeldis og mengunar og vegna skorts á örvun,“ bætir hann við. </p> <p>Skortur á örvun og snertingu, mengun, ofbeldi, léleg næring og áreiti frá snjallsímum og samfélagsmiðlum í lífi foreldra geta allt haft neikvæð áhrif á þroska heila barna á mikilvægustu dögum lífs þeirra – fyrstu 1000 dögunum. Því hefur UNICEF á Íslandi hefur tekið höndum saman með Embætti landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við útgáfu á veggspjaldi með ráðum um þroska og umönnun barna. Útgáfan er hluti af alþjóðlegu átaki UNICEF, #EarlyMomentsMatter. </p> <p>„Að skapa aðstæður fyrir heilbrigðan þroska á heila barns frá fyrstu augnablikum í lífi þess er eitt mikilvægasta verkefni samfélaga um allan heim, líka á Íslandi. Mæðra- og ungbarnavernd á Íslandi er með þeirri bestu í heimi og hjúkrunarfræðingar hér á landi hafa í mörg ár skimað fyrir andlegri vanlíðan hjá konum eftir fæðingu. Nú er einnig skimað fyrir kvíða og þunglyndi á meðgöngu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ekki má þó gleyma hversu veigamiklu hlutverki tengsl milli barns og aðstandenda eftir fæðingu gegna til að skapa heilsteyptan einstakling,“ segir í <a href="https://unicef.is/fyrstu-1000-dagarnir">frétt</a>&nbsp;á vef UNICEF.&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/1LevDXxEQTc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Veggspjöldin, sem verður dreift á allar heilsugæslustöðvar á landinu og víðar, gefa einföld ráð til foreldra um umönnun barna, allt frá fyrstu vikunni í lífi þess til tveggja ára og eldri. „Þetta eru ekki ráð sem kosta peninga heldur felast þau í samveru, leikjum, snertingu og samskiptum. Að tala við barn, syngja, knúsa og leika hljómar hversdagslega en það þjónar allt mikilvægu hlutverki við að þroska og styrkja taugatengingar í heila barnsins. Jákvæð örvun og samskipti skipta sköpum fyrir velferð barna og hafa áhrif á námsfærni, andlegan þroska, samskiptafærni, mál og minni. Að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar þegar kemur að umönnun barna er því mikilvæg fjárfesting fyrir framtíðina og samfélagið allt,“ segir í fréttinni.</p> <p>Fræðsluefni um fyrstu árin og tengsl foreldra og ungbarna má finna á <a href="https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/lidan/samskipti-og-tengsl/tengsl-foreldra-og-ungbarna/">Heilsuvera.is</a> </p> <p>#EarlyMomentsMatter fræðsluefni og myndbönd um þroska og örvun ungbarna frá UNICEF má finna <a href="https://www.unicef.org/early-moments">hér</a>.</p> <p>UNICEF er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu Íslands. Kjarnaframlög stjórnvalda til stofnunarinnar námu á síðasta ári rúmlega 130 milljónum króna. </p>

13.11.2018UN Women vinnur að auknu öryggi kvenna á mörkuðum á Fiji

<span></span> <p>„Alla mína ævi hef ég byggt sjálfsmynd mína á því að vera eiginkona og móðir. Ég var ekki alin upp í þeirri trú að ég gæti verið leiðtogi. Þetta er svo sannarlega ný áskorun fyrir mig að tala máli kvenna og berjast fyrir réttindum okkar. Ég er svo þakklát UN Women fyrir að veita mér þetta sjálfstraust og trú á eigin hæfileika og getu. Það er ómetanlegt að fá verkfæri til að bæta vinnuaðstæður og standa vörð um öryggi og hagsmuni sölukvennanna hér á mörkuðunum,“ segir Susanna, ein þeirra kvenna sem hafa notið góðs af verkefni UN Women á Fiji eyjum.</p> <p>UN Women er með verkefni sem nefnist&nbsp;„Markets 4 Change“ á Fiji, Salómonseyjum og Vanuatu í Suður-Kyrrahafi sem miðar að því að valdefla konur efnahagslega við störf sín á sölumörkuðum. Að sögn Stellu Samúelsdóttur framkvæmdastýru UN Women á Íslandi sem heimsótti Fiji á dögunum hefur verið stofnað markaðsráð þar sem konur eru í fararbroddi. </p> <p>„Þannig er konum veitt ákvörðunarvald um vinnustaðinn, þær greina þarfir sínar og UN Women tryggir að tekið sé mið af þeim þörfum. Í kjölfarið hefur öryggi kvenna verið bætt á mörkuðum með einföldum en áhrifaríkum lausnum eins og fjölga salernum kvenna, sölubásum er stillt þannig að konur snúi aldrei bak í viðskiptavini markaðanna auk þess sem útbúin hafa verið örugg svefnpláss fyrir sölukonur sem koma langt að sem kemur í veg fyrir ofbeldi og þjófnaði. Síðast en ekki síst veitir UN Women konum leiðtogaþjálfun og námskeið í fjármálalæsi, rekstri og stjórnun,“ segir Stella.</p> <p>Í Suður-Kyrrahafi mælist ofbeldi gegn konum og stúlkum með því hæsta í heiminum, að sögn Stellu, en 68% kvenna hafa verið beittar líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. „Í gegnum tíðina hafa fyrir fram mótaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna haldið aftur af konum við að taka virkan þátt á vinnumarkaði. Kynhlutverk og staða aftrar konum við að láta til sín taka utan heimilisins, þeim hefur reynst erfitt að fá hljómgrunn og hafa takmarkað vald til ákvarðanataka bæði innan heimilisins sem og utan þess,“ segir hún.</p> <p>Á bilinu 75-90% söluaðila á mörkuðum á Suður-Kyrrahafseyjum eru konur. Þær vinna að sögn Stellu langa daga og fá lág laun við slæmar vinnuaðstæður. Hún segir að þrátt fyrir að þær myndi meirihluta seljenda á mörkuðum sé þeim haldið utan við ákvarðanatökur og stjórnun markaðanna. </p> <p>„Suður-Kyrrahafseyjar eru 330 talsins og líkt og gefur að skilja eru samgöngur flóknar í ljósi fjölda eyjanna. Um 80% íbúa eyjanna búa í dreifbýli og hafa fyrst og fremst lífsviðurværi af landbúnaði, fiskveiði og ræktun.&nbsp; Ræktun og fiskveiði af landi er fyrst og fremst á herðum kvenna auk þess sem umönnunar- og heimilisstörf eru alfarið unnin af konum. Síðast en ekki síst eru konur í flestum tilfellum þær sem selja afurðir á mörkuðum í þéttbýli,“ segir Stella Samúelsdóttir.</p> <p>Því er við að bæta að UN Women er ein af lykilstofnunum í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands en eins og kunnugt er leggur&nbsp;Ísland mikla áherslu á jafnrétti kynjanna á heimsvísu og utanríkisráðuneytið styður því myndarlega við þessa áherslustofnun.</p>

12.11.2018Verkefni Íslendinga með UN Women í Mósambík fær stuðning Norðmanna

<span></span> <p>„Það má alveg líta á verkefnið sem frumkvöðlastarf, verkefni sem vísar veg og leggur línur til framtíðar um framkvæmd aðgerðaráætlunar ályktunar 1325 í Mósambík,“ segir Lilja Dóra Kolbeinsdóttir sem starfaði áður á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins í Mósambík og kom meðal annars að undirbúningi verkefnis sem Íslendingar settu á laggirnar með UN Women í Mósambík og stjórnvöldum. Verkefnið beinist að því að aðstoða stjórnvöld við að framkvæma fyrstu aðgerðaáætlun ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur frið og öryggi.<span>&nbsp;&nbsp; </span></p> <p>„Meginmarkmið verkefnisins er að tryggja að ferlar og áætlanir sem stuðla að friði, öryggi og endurreisn í mósambísku samfélagi leggi sitt að mörkum til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna, en oftar en ekki verða þær út undan í þess háttar ferlum og áætlunum,“ segir Lilja Dóra og bætir við að verkefnið hafi verið byggt þannig upp að auðvelt væri að stækka það og fjölga fylkjum og héruðum til að framkvæma verkþætti,<span>&nbsp; </span>ef viðbótarfjármagn fengist frá öðrum framlagsríkjum. Hún segir að nú hafi Norðmenn slegist í hópinn og bætt við 2 milljónum Bandaríkjadala við þær 2,3 milljónir Bandaríkjadala sem Ísland setur í verkefnið til fjögurra ára.<span>&nbsp; </span></p> <p>Á dögunum fór fram svokallaður “suður-suður” fundur þar sem fulltrúar kvenna frá Angóla, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Kólumbíu og Bandaríkjunum komu til Mósambík og áttu fund með konum frá öllum fylkjum landsins. „Markmið fundarins var að deila reynslu um uppbyggingu friðar, öryggis og efnahagslegrar valdeflingu kvenna á svæðum sem eru eða hafa verið í átökum. Konurnar ræddu það sem þeim fannst að bæta mætti við aðgerðaáætlun Mósambíkur með sérstakri áherslu á mikilvægi þess að konur endurheimti efnahaglega þátttöku í samfélögum eftir stríð og átök.“ </p> <p>Í október hófst kynning um allt land á aðgerðaráætluninni og lýkur ekki fyrr en í desember. Í síðasta mánuði voru líka fræðslufundir í sjö fylkjum með fulltrúum frá lögreglu, dómurum og starfsmönnum heilbrigðis- og félagsmála. Að sögn Lilju Dóru er hugmyndin að koma á laggirnar samþættri þjónustu við fórnarlömb<span>&nbsp; </span>kynferðisofbeldis á tímum átaka í þessum sjö fylkjum: Manica, Sofala, Tete, Zambéziu, Gaza, Inhambane og Cabo-Delegado.</p> <p>„Sárin eftir borgarstyrjöldina hafa ekki enn gróið,“ segir Lilja Dóra. Eftir sjálfstæði Mósambíkur frá Portúgölum árið 1974 hófst borgarastríð sem stóð yfir í sextán ár. Síðustu árin hafa íbúar í norðurhluta landsins orðið fyrir árásum annað veifið og nýjar ógnir bætast við með hryðjuverkahópum vegna nýfundinna náttúruauðlinda.</p>

12.11.2018Beðið eftir broskallinum: Hreinsitæki gefur til kynna drykkjarhæft vatn

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með tæplega 70 milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu afhent öllum fjölskyldum í verkefni í Eþíópíu sólarknúin vatnshreinsitæki með búnaði sem segir til um það hvenær vatn er orðið drykkjarhæft. Verkefnið er svokallað fjölskyldueflingarverkefni og nær til sárafátækra barnafjölskyldna á Tulu-Moye svæðinu. Um 1500 börn og fjölskyldur þeirra njóta góðs af verkefinu sem hófst í ársbyrjun og lýkur í árslok 2021.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8374/allar-fjolskyldurnar-komnar-med-vatnshreinsitaeki" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi fengu 567 sjálfboðaliðar þjálfun til að kenna fjölskyldunum á vatnshreinstækið. „Það nemur styrk UV sólargeislanna sem drepa sýkla og örverur og er þannig búið að á því getur bæði birst broskarl og fýlukarl. Ef plastflaska full af vatni er látin standa úti í sólinni og tækið við hliðina á, gefur broskarlinn til kynna að vatnið sé orðið drykkjarhæft. Svo lengi sem fýlukarlinn er á tækinu, er vatnið enn ódrykkjarhæft. Með þessu móti er hægt að sporna við sjúkdómum sem orsakast vegna skítugs drykkjarvatns,“ segir í fréttinni.</p> <p>Vitnað er í Gishu Tumsa, 35 ára einstæða þriggja barna móður sem segir vatnshreinsitækið hafa gjörbreytt öllu. „Það veitir mér mikla öryggiskennd að vita núna að við erum að drekka ómengað vatn. Það var líka vitundarvakning fólgin í kennslunni því nú sýni ég meiri varkárni með val á ílátum undir vatnið.“</p> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi vinna verkefnið í samvinnu við yfirvöld á Tulu-Moye svæðinu og heimafólk. Markmið þess er að auka hæfni og getu þessara fjölskyldna til að standa á eigin fótum og mæta þörfum barnanna svo velferð þeirra sé tryggð til framtíðar. Skjólstæðingar verkefnisins fá aðgang að heilsugæslu, mataraðstoð, menntun og fræðslu ásamt því að þeir geta fengið vaxtalaust örlán frá SOS Barnaþorpunum. Framlögum Fjölskylduvina SOS Barnaþorpanna á Íslandi er ráðstafað í verkefnið og annað sambærilegt í Perú.</p> <p>&nbsp;</p>

09.11.2018Hungursneyð yfirvofandi í Jemen: Ástandið versnar dag frá degi

<span></span> <p>„Matarskortur er hvergi jafn mikill í heiminum eins og í Jemen. Þar eru milljónir íbúa á barmi hungursneyðar og ástandið versnar dag frá degi,“ segir í frétt frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) en David Beasley framkvæmdastjóri stofnunarinnar sagði í gær að sinnuleysi um hungursneyð væri skömm mannkyns. </p> <p>Í fréttinni segir að WFP og önnur mannúðarsamtök hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur til að afstýra hungursneyð en margt bendi því miður til þess að meira þurfi til því víðtækur sultur blasi við. Beðið er eftir greiningu á ástandinu en bæði fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum og ríkisstjórn Jemen eru að taka saman gögn sem verða væntanlega kynnt á næstu vikum. Óttast er að þá komi í ljós að á sumum átakasvæðum sé nú þegar hungursneyð.</p> <p>Samkvæmt síðustu skýrslu frá marsmánuði á þessu ári bjuggu 6,8 milljónir í búa Jemen við „neyð“ en talið er að í væntanlegri skýrslu verði íbúafjöldinn kominn upp í 12-14 milljónir. „Það merkir að hartnær helmingur þjóðarinnar hefur svo lítið að borða að það jaðrar við sult,“ segir í frétt WFP en samtökin áforma að tvöfalda matvælaaðstoð við íbúa Jemen gangi þessar spár eftir. </p> <p>Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segja að barn deyi á tíu mínútna fresti í Jemen úr sjúkdómum sem auðvelt væri að lækna og að helmingur barna búi við langvarandi vannæringu. „Staða barna í Jemen er skelfileg og Jemen er í dag talinn einn versti staður á jörðinni til að vera barn. Margra ára átök hafa lagt landið í rúst. Á tíu mínútna fresti deyr barn í Jemen af orsökum sem hægt væri að fyrirbyggja. Meira en 11 milljónir barna í Jemen þurfa á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Það er nánast hvert einasta barn í landinu!,“ segja fulltrúar UNICEF á Íslandi en samtökin eru með <a href="https://unicef.is/neyd" target="_blank">neyðarsöfnun</a>&nbsp;í gangi fyrir börn í Jemen.</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hóf um síðustu helgi <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-fyrir-jemen" target="_blank">neyðarsöfnun</a>&nbsp;vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. „Íslensk stjórnvöld hafa verið í forystuhlutverki að benda á þá neyð sem vopnuð átök í Jemen &nbsp;valda almenningi þar í landi, sér í lagi börnum, eldra fólki og þeim sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda,“ sagði Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins þegar neyðarsöfnunin hófst.</p> <p>Íslensk stjórnvöld vörðu á síðasta ári rúmum hálfum milljarði króna til mannúðaraðstoðar í heiminum gegnum alþjóðasamtök, að stórum hluta framlög til WFP, auk þess sem íslensk félagasamtök ráðstöfuðu 300 milljónum frá utanríkisráðuneytinu til mannúðaraðstoðar.</p>

08.11.2018Næringarsnauð fæða dánarorsök í 20% tilvika

<span></span> <p>Fimmtung allra dauðsfalla í heiminum má rekja til lélegrar næringarsnauðrar fæðu, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir einnig að helmingur alls grænmetis og ávaxta fari til spillis og fjórðungur allrar kjötvöru. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) hvetur stjórnvöld um heim allan að draga úr matvælasóun og auðvelda borgurunum aðgang að næringarríkum og hollum matvælum. </p> <p>Í þessari nýju <a href="http://glopan.org/sites/default/files/Downloads/GlopanFoodLossWastePolicyBrief.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;FAO er sjónum beint að sóun matvæla og því hvernig næringargildið dvínar á leiðinni frá framleiðanda til neytenda. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að lýðheilsu sé meiri hætta búin af næringarsnauðri fæðu en sjúkdómum eins og malaríu, berklum og mislingum.</p> <p>“Til þess að vinna gegn hvers kyns vannæringu og auka neyslu næringarríkrar fæðu þurfum við í framleiðsluferlinu og við dreifingu matvæla að búa þannig um hnútana að hver einasti maður eigi kost á nærringarríkri fæðu á viðráðanlegu verði. Að grípa til sérstakra aðgerða til að draga úr sóun er lykilatriði í þessari vinnu,” er haft eftir José Graziano da Silva, forstjóri FAO í <a href="http://www.fao.org/news/story/en/item/1165001/icode/" target="_blank">frétt</a>.</p> <p>Andvirði matvæla sem aldrei komast til neytenda er talið nema einni billjón Bandaríkjadala og því hníga einnig þung efnahagsleg rök að mati FAO að gripið sé til róttækra aðgerða. Þá er ótalið hversu mikið vatn, land og orka sparast við að þurfa ekki að framleiða matvæli sem aldrei komast á disk neytandans.</p> <p>Tólfta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fjallar um að sjálfbær neyslu- og famleiðslumynstur verði tryggð. Þar segir meðal annars að hrundið verði í framkvæmd tíu ára rammaáætlunum um sjálfbæra neyslu og framleiðslu þar sem öll lönd, með hátekjuríkin í fararbroddi, grípi til aðgerða. Tekið verði tillit til þróunar og getu þróunarlandanna.&nbsp;„Eigi síðar en árið 2030 hafi sóun matvæla á smásölumarkaði og hjá neytendum minnkað um helming á hvern einstakling um heim allan. Nýting í matvælaframleiðslu og hjá birgðakeðjum verði bætt, þar með talið við uppskeru,“ segir í þriðja undirmarkmiðinu. </p> <p>Í stöðuskýrslu stjórnvalda um Heimsmarkmiðin frá því í sumar kemur fram að Ísland tekur virkan þátt í norrænu samstarfi á sviði ábyrgrar neyslu og framleiðslu, Ísland hafi til dæmis haft forgöngu um norrænt verkefni og mótun stefnu um lífhagkerfið. Þá tekur Ísland þátt í norrænu samstarfi þar sem unnið er að sameiginlegum verkefnum sem meðal annars felast í því að þróa, samræma og meta stjórntæki sem stuðla að sjálfbærri neyslu og framleiðslu.&nbsp;</p>

07.11.2018Söfnuðu rúmlega ellefu þúsund lítrum af næringarmjólk

<span></span> <p>Rúmlega ellefu þúsund lítrar af næringarmjólk fyrir rúmar 2,5 milljónir króna söfnuðust í átaki Landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fyrirtækisins Te &amp; kaffi sem lauk um nýliðin mánaðamót. Söfnunarátakinu var hrundið af stað til þess að bregðast við vannæringu meðal ungra barna víðs vegar í heiminum en UNICEF nýtir næringarmjólkina á sérstökum næringarmiðstöðvum til að meðhöndla börn sem eru orðin of veikburða til að innbyrða fasta fæðu.</p> <p>„Næringarmjólkin er orkurík og full af nauðsynlegum kolvetnum og fitu, auk þeirra vítamína og steinefna sem börn þurfa til að vaxa og dafna. Hún var sérstaklega þróuð til að meðhöndla allra veikustu börnin á næringarmiðstöðvum og sjúkrahúsum,“ segir í frétt á vef UNICEF á Íslandi. Í söfnunarátakinu gaf Te &amp; Kaffi andvirði 300 millilítra af næringarmjólk með hverjum seldum bolla á kaffihúsunum og viðskiptavinum var boðið að gera það sama með því að bæta 66 krónum við bollann.&nbsp;</p> <p><strong>Ólafur Darri og Sigríður Thorlacius heimsóttu næringarmiðstöðvar</strong></p> <p>„Vannæring getur hljómað eins og óyfirstíganlegt vandamál en með réttri meðhöndlun í tæka tíð ná langflest börn sér á einungis nokkrum vikum.&nbsp;UNICEF einsetur sér að veita börnum sem þjást af alvarlegri vannæringu viðeigandi meðferð, meðal annars með næringarmjólk og öðrum bætiefnum.&nbsp;Stuðningurinn er því mikilvægur og hefur raunveruleg áhrif á líf barna,“ segir í frétt UNICEF.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/FUbYtV55OYM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/45C53QiBEf8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í myndböndunum, sem tekin voru upp í Madagaskar og Bangladess, er hægt að sjá hvernig næringarmjólk er notuð til að bjarga lífi barna, en Ólafur Darri leikari og Sigríður Thorlacius söngkona, hafa bæði heimsótt næringarmiðstöðvar á vegum UNICEF. </p>

07.11.2018Margir sendifulltrúar Rauða krossins við störf á vettvangi

<span></span> <p>Fjórir sendifulltrúar Rauða krossins héldu af stað í verkefni í síðasta mánuði, október, og hefur sendifulltrúastarf félagsins sjaldan verið jafn fjölbreytt og öflugt, að sögn Teits Skúlasonar hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þrír sendifulltrúanna fóru til Afríkuríkja en einn til Úkraínu.</p> <p>Hólmfríður Garðarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, hélt af stað til Úkraínu í lok október, þar sem hún hefur næstu mánuði umsjón með heilbrigðisverkefnum á vegum Alþjóðaráðs Rauðar krossins (ICRC). Hólmfríður er margreyndur sendifulltrúi og hefur unnið fyrir Rauða krossinn í lengri og skemmri starfsferðum í rúm 20 ár. Hólmfríður hefur aðsetur í Donetsk í austurhluta Úkraínu, þar sem Rauði krossinn styður við heilsugæslu og sjúkrahús á svæðinu á fjölbreyttan máta en um 145 heilsugæslustöðvar og spítalar á svæðinu hafa notið góðs af aðstoð Alþjóðaráðsins. </p> <p><strong>Sendifulltrúastörf Rauða krossins í Afríku</strong> </p> <p>Þá héldu þrír aðrir sendifulltrúar til starfa fyrir Rauða krossinn í október. Róbert Þorsteinsson og Kristján R. Kristjánsson, fóru til Sómalíu og Úganda til að sinna fjármálaúttekt á verkefnum sem Rauði krossinn á Íslandi styður við í löndunum. Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við ýmis verkefni í Sómalíu síðan 2011, þar á meðal stutt við uppbyggingu heimilis fyrir munaðarlausa, færanlegrar heilsugæslustöðvar og veitt neyðaraðstoð vegna þurrka. Í Úganda framkvæma Róbert og Kristján úttekt á neyðaraðstoð til flóttafólks frá Suður-Súdan og flóttafólks frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í Úganda hefur Rauði krossinn á Íslandi stutt sérstaklega við sálrænan stuðning samhliða annarri neyðaraðstoð. Róbert hefur marga ára reynslu af sendifulltrúastörfum og sinnti meðal annars störfum í Sómalíu á síðasta ári og í Bangladess fyrr á þessu ári. </p> <p>Halldór Gíslason hélt til Mósambík og Tansaníu um miðjan október í sína fjórðu ferð fyrir Rauða krossinn í tengslum við upplýsingatækniverkefni sem Rauði krossinn á Íslandi vinnur í Afríku í samvinnu við Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánann (IFRC). Verkefnið leitast við að aðstoða Rauða kross landsfélög í Afríku að tölvu- og internetvæðast eða við að brúa hið stafræna bil eins og það er stundum kallað.</p> <p>Störf Halldórs og Kristjáns eru hluti af samstarfi Rauða krossins á Íslandi og Íslandsbanka, þar sem vinnuframlag þeirra er hluti af Hjálparhandaverkefni Íslandsbanka. Samstarfið byggir á því að sérfræðingar Íslandsbanka á ýmsum sviðum styðja við verkefni Rauða krossins með sérþekkingu sinni &nbsp;og aðstoð á vettvangi. </p>

06.11.2018Aðkoma atvinnulífs og félagasamtaka mikilvæg í uppbyggingu þróunarríkja

<span></span> <p>„Meginmarkmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu er að draga úr fátækt og stuðla að atvinnusköpun og viðvarandi sjálfbærum hagvexti í þróunarlöndum til að leggja grunn að aukinni velsæld. Aðkoma atvinnulífsins – sem býr yfir frumkvæði og margs konar sérþekkingu sem nýst getur við að leysa flókin verkefni – er mikilvægur þáttur í þessari uppbyggingu. Því höfum við nú útfært nýjar leiðir til samstarfs við atvinnulífið á sviði þróunarsamvinnu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fjölmennum opnum fundi í morgun, sem utanríkisráðuneytið stóð fyrir með áherslu á þátttöku fulltrúa atvinnulífsins og fulltrúa félagasamtaka.</p> <p>Guðlaugur benti á mikilvægi þess að fá félagasamtök inn í samstarfið því með samvinnu allra aðila sem kæmu með fjölbreytta þekkingu inn í verkefni væru líkurnar auknar á því að ná settum markmiðum. Við útfærslu nýrra samstarfsleiða hefði ráðuneytið sérstaklega litið til Danmerkur og Noregs, nágrannalanda með mikla reynslu og þekkingu af samstarfi við atvinnulífið á sviði þróunarsamvinnu. „Þar hafa samstarfsmöguleikar við atvinnulífið verið skilgreindir innan faglegra ramma, svo sem samkeppnissjóða, sem eru taldir vera heppilegt fyrirkomulag til að tryggja gagnsæi og jafnan aðgang atvinnulífsins og félagasamtaka að fjármögnun verkefna.“</p> <p>Leiðirnar tvær sem kynntar voru á fundinum eru annars vegar sérstakur samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hins vegar samstarf við félagasamtök með aukinni áherslu á þá möguleika sem felast í samvinnu við félagasamtök sem tengjast atvinnulífinu og samstarfi félagasamtaka við fyrirtæki um tiltekin verkefni. </p> <p>Fram kom í máli Ásdísar Bjarnadóttur sérfræðings á þróunarsamvinnuskrifstofu að samstarfssjóðurinn væri samkeppnissjóður, en umsækjendur þyrftu að keppa um fjármagn með því að senda inn umsóknir. Styrkfjárhæðin gæti numið að hámarki 200 þúsund evrum (28 milljónum kr.) yfir þriggja ára tímabil og mætti ekki fara umfram 50% af heildarkostnaði. Þá kom fram að áætluð framlög í sjóðinn yrðu allt að 400 milljónir króna á árunum 2018-2021.</p> <p>Ágúst Már Ágústsson sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu kynnti áralangt samstarf ráðuneytisins við frjáls félagasamtök og vakti athygli á því að framlög til þeirra hefðu aukist hratt á síðustu árum á sama tíma og fjöldi samstarfsaðila hefði staðið í stað. Hann sagði ráðuneytið standa fyrir vinnustofu í Veröld – húsi Vigdísar, síðdegis á fimmtudag, þar sem fulltrúum félagasamtaka, sem ekki hafa mikla reynslu af samstarfi við ráðuneytið, yrði boðin fræðsla um samstarfsmöguleika félagasamtaka við ráðuneytið, með áherslu á þróunarsamvinnu.</p> <p>Með þessum tveimur leiðum er vonast eftir aukinni þátttöku íslensks atvinnulífs og félagasamtaka og víðtækara samstarfi fleiri aðila í þróunarsamvinnu með það að markmiði að styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum.</p>

06.11.2018Mannréttindaráðið: Ísland gerir kröfu til Sádí-Arabíu að stöðva stríðið í Jemen

<span></span> <p>Fulltrúi Íslands bar upp sex tilmæli til stjórnvalda í Sádí-Arabíu í fyrirtöku vegna svokallaðrar allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála í landinu sem fram fór í Genf í gær, <span></span>meðal annars að stöðva stríðið í Jemen og að fram fari rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamhal Khashoggi. Allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála, eða jafningjarýni eins og hún er einnig kölluð, er meðal grundvallarstoða starfsemi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og þurfa öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að undirgangast hana með reglubundnum hætti. </p> <p>Alls fjórtán ríki eru til umfjöllunar í yfirstandandi lotu allsherjarúttektarinnar. Sádí-Arabía var fyrst á dagskrá en önnur ríki sem koma til skoðunar að þessu sinni eru Kína, Mexíkó, Nígería, Malta, Senegal, Máritíus, Jórdanía, Malasía, Mið-Afríkulýðveldið, Mónakó, Belize, Tsjad og Lýðræðislega Lýðveldið Kongó.</p> <p>Jafningjarýni Mannréttindaráðsins (Universal Periodic Review – UPR) felur í sér gerð allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála í sérhverju aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Slíkar úttektir eru gerðar á fimm ára fresti og af þeim loknum fer fram umræða í mannréttindaráðinu þar sem tækifæri gefst til að bera upp tilmæli til þeirra ríkja sem til skoðunar eru hverju sinni.</p> <p>Auk kröfunnar um stöðvun stríðsins í Jemen og rannsóknina á morðinu á Khashoggi bar fulltrúi Íslands upp þau tilmæli í gær til stjórnvalda í Sádí-Arabíu að sleppa úr haldi þeim sem hafa verið handteknir fyrir að nýta tjáningarrétt sinn, þá voru stjórnvöld voru hvött til að tryggja kynjajafnrétti á öllum sviðum og ennfremur að stöðva ofbeldi gegn konum.</p> <p>Jafningjarýnin er á dagskrá Mannréttindaráðsins þrisvar sinnum á ári og um fjórtán ríki eru tekin fyrir hverju sinni..</p> <p>Ísland undirgekkst síðast jafningjarýni Mannréttindaráðsins árið 2016 og verður næst tekið fyrir árið 2021.</p>

05.11.2018Vinnustofur í Veröld fyrir félagasamtök í þróunarsamvinnu

<span></span><span></span> <p>Tvær vinnustofur verða í Veröld - húsi Vigdísar í vikunni fyrir félagasamtök í þróunarsamvinnu, önnur á morgun, þriðjudag, og hin síðari fimmtudaginn 8. október. Báðar vinnustofunar verða opnar milli klukkan 17 og 19. Aðgangur er ókeypis og opið fyrir alla.</p> <p>Vinnustofurnar eru sértaklega miðaðar að félagasamtökum sem ekki hafa mikla reynslu af samstarfi við utanríkisráðunetið á sviði þróunarsamvinnu, en einnig starfsfólki reyndari samtaka sem hafa áhuga á að auka við þekkingu sína.&nbsp;Ráðuneytið hefur sem kunnugt er kallað eftir þátttöku fleiri samstarfsaðila á síðustu vikum, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið.</p> <p>Á vinnustofunni á morgun, þriðjudaginn 6. nóvember, verður farið yfir hvert markmið íslenskra stjórnvalda er með alþjóðlegri þróunarsamvinnu og hvaða virðisauki kann að vera af aðkomu félagasamtaka í málaflokknum. Jafnframt verða stefnumið ráðuneytisins og verklagsreglur í samstarfi við félagasamtök kynnt nánar.&nbsp;</p> <p>Á síðari vinnustofuni verður farið nánar í undirbúning, framkvæmd og eftirlit með verkefnum.</p> <p>Sjöfn Vilhelmsdóttr, forstöðumaður stofnunar stjórnsýslufræða við Háskóla Íslands, stýrir vinnustofnunum. Sjöfn hefur jafnframt starfað sem ráðgjafi við umfjallanir um umsóknir félagasamtaka um styrki til þróunarsamvinnuverkefna.</p> <p><strong>Samstarfstækifæri fyrir íslensk fyrirtæki við þróunarríki?</strong> </p> <p>Utanríkisráðuneytið minnir einnig á morgunverðarfund sem haldinn verður í fyrramálið, 6. nóvember, þar sem nýjar leiðir til til samstarfs á sviði þróunarsamvinnu verða kynntar. Fulltrúar fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og heyra nánar um þessa samstarfsmöguleika.&nbsp;Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar fundinn en María Erla Marelsdóttir skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins verður fundarstjóri. </p> <p><a href="https://www.facebook.com/events/349319768964831/19768964831/" target="_blank">Morgunfundurinn</a> hefst kl. 9:00 á Grandi hóteli í Reykjavík og stendur yfir í tvo klukkutíma.</p>

03.11.2018Neyðarsöfnun Rauða krossins hafin vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen

<span> </span> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">„Íslensk stjórnvöld hafa verið í forystuhlutverki að benda á þá neyð sem vopnuð átök í Jemen &nbsp;valda almenningi þar í landi, sér í lagi börnum, eldra fólki og þeim sem þurfa á heilbrigðisaðstoð að halda,“ segir Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á Íslandi sem hefur ákveðið að hefja neyðarsöfnun vegna vopnaðra átaka og yfirvofandi hungursneyðar í Jemen. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar&nbsp; og bregst við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar alvarlegu neyðar sem er í Jemen. Vegna vopnaðra átaka í landinu er viðvarandi fæðuskortur og vöntun á heilbrigðisaðstoð.</span></p> <p style="margin-top:0cm;margin-right:0cm;margin-bottom:13.5pt;margin-left: 0cm;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Sveinn tekur undir orð Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), sem fundaði m.a. íslenskum ráðamönnum í síðasta mánuði og ræddi mikilvægt hlutverk Íslands og smærri ríkja sem geta haft mikil áhrif í baráttu sem þessari. „Við vitum að ríki á borð við Ísland geta haft áhrif á alþjóðavettvangi og því hvetjum við íslensk stjórnvöld áfram til dáða í því mikilvæga starfi sem þau hafa þegar sinnt í þágu þolenda í Jemen og að fundin verði lausn á átökunum sem gagnist fólkinu í landinu. Nú þegar hefur Ísland vakið mikla athygli fyrir málflutning sinn hjá mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og það gerði utanríkisráðherra einnig í máli sínu á allsherjarþingi SÞ fyrr á árinu þar sem hann ræddi meðal annars um ástandið í Jemen. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda eru því mjög jákvæð og ákveðin“ segir Sveinn, en bætir við að&nbsp; ljóst sé að „þörf er á samstilltu átaki alþjóðasamfélagsins til leysa þau fjölþættu vandamál sem Jemen stendur frammi fyrir.“</span></p> <p style="margin-top:0cm;margin-right:0cm;margin-bottom:13.5pt;margin-left: 0cm;box-sizing: border-box;Segoe UI'Roboto,'Droid Sans' 'Helvetica Neue'Helvetica,Arial,sans-serif;orphans: 2;-webkit-text-stroke-width: 0px; word-spacing:0px;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Aðstæður í Jemen eru gríðarlega slæmar. Skortur á mat, hreinu vatni og eldsneyti hefur mikil áhrif á daglegt lífs fyrir borgara landsins og þarf því mikill meirihluti þjóðarinnar á neyðaraðstoð að halda. Með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900 er starf Rauða kross hreyfingarinnar í Jemen styrkt um 2900 kr. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">„Vandamál í Jemen eru gríðarleg og margslungin. Dauðsföll í landinu eru mikil vegna vopnaðra átaka, skorts á mat, heilbrigðiskerfið hefur eyðilagst í átökunum og innviðir og grunnstoðir landsins hafa lamast. Hafnbann einangrar landið og gerir flutning á matvælum og neyðarvistum nánast ómögulegan. Hjálparstarfsmenn á vettvangi hafa orðið fyrir árásum sem gerir það að verkum að allt hjálparstarf reynist erfitt og afar hættulegt,“ segir í frétt á vef Rauða krossins.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 10pt; font-family: Symbol; color: #2d2d2d;">·</span><span style="margin: 0px; font-size: 10px; color: #2d2d2d;">&nbsp; &nbsp; &nbsp;&nbsp;</span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">80% þjóðarinnar, eða um 22 milljónir af 27 milljónum Jemena, þurfa á aðstoð að halda</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px 24px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">15,7 milljónir hafa ekki greiðan aðgang að vatni</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px 24px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">14,8 milljónir Jemena hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum eða heilsugæslu</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px 24px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">2,9 milljónir Jemena hafa yfirgefið heimili sín og eru á flótta vegna átakanna í landinu</span></p> <p style="margin: 0px 0px 20px 24px; line-height: 22.5pt; text-indent: -18pt;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: 'Courier New'; color: #2d2d2d;">o<span style="font: 7pt 'Times New Roman'; margin: 0px;">&nbsp;&nbsp; </span></span><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Milljónir íbúa Jemen fá eina máltíð á dag og vita ekki hvaðan eða hvenær næsta máltíð kemur</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Áætlað er að 60% þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigiðiskerfi hefur hrunið. Gríðarlegur skortur er á bólusetningum barna og fjöldi vannærðra barna er mikill. Hefur þetta í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist. Fréttir benda til þess að útbreiðsla ýmissa sjúkdóma, svo sem mislinga og kóleru, hafi aukist mikið undanfarið.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Á vef Rauða krossins segir að almennir borgarar Jemen hafi blandast í átökin í landinu og óásættanlegt sé hvaða áhrif þau hafa haft á daglegt líf stærsta hluta borgara landsins. „Sem dæmi má nefna að rúmlega 2500 skólar hafa verið eyðilagðir í átökunum. Fjölskyldur í landinu leita skjóls hvar sem það er að finna þar sem heimili þeirra hafa verið lögð í rúst. Sprengjuárásir á hlutlaus skotmörk, íbúabyggðir og spítala eru sérstaklega til þess fallnar til að setja líf almennra borgara í hættu og koma daglegu lífi þeirra úr skorðum,“ segir í fréttinni.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Elín J. Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins, fór á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) til Jemen síðastliðinn vetur og vor og segir neyðina mikla. Þegar hún var á svæðinu var mikill skortur á ýmsum nauðsynjum og rafmagn t.d. mjög ótryggt. Aðstæður hafa síst batnað. Teymi á vegum Alþjóða Rauða krossins útvegaði lyf, rúm, dýnur, lök og ýmis tæki. Rauði krossinn sinnti ekki aðeins sjúklingum heldur einnig fólki sem missti heimili sín eða var orðið viðskila við fjölskyldur sínar.</span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;">Umfang þessara vandamála eru því gríðarleg og daglegt líf Jemena versnar með hverjum deginum. Ástandið mun ekki batna nema að alþjóðasamfélagið og almenningur bregðist við. </span></p> <p style="margin: 0px 0px 18px; line-height: normal;"><span style="margin: 0px; font-size: 13.5pt; font-family: '&amp;quot', serif; color: #2d2d2d;"><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-fyrir-jemen" target="_blank">Frétt Rauða krossins</a></span></p>

02.11.2018„Ánægja með verkefnið og ávinning landanna"

<span></span><span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hélt í vikunni rýnifund um jarðhitaverkefnið sem Ísland hefur rekið með Norræna Þróunarsjóðnum (NDF) síðastliðin sex ár. Fundurinn var haldinn í Kigali, höfuðborg Rúanda, en þar fer nú fram sjöunda jarðhitaráðstefnan undir merkjum ARGeo, African Rift Geothermal Conference.</p> <p>Íslendingar hafa á þessum sex árum leitt umfangsmikið samstarf um jarðhitarannsóknir í Austur-Afríku en verkefninu lauk formlega í lok síðasta ár. Framkvæmd nokkurra verkþátta sem ekki tókst að ljúka hefur verið fram haldið á þessu ári. </p> <p>Jarðhitaverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins var liður í samstarfi Íslands og Alþjóðabankans um aukna jarðhitanýtingu í Austur-Afríku. Verkefnið miðaði að því að aðstoða þjóðir í Sigdalnum mikla í austurhluta Afríku við frumrannsóknir á jarðhita til að fá úr því skorið hvort nýtanlegan jarðhita sé að finna. </p> <p>Að sögn Davíðs Bjarnason deildarstjóra á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins var á rýnifundinum farið yfir framgang verkefnisins og árangur, með fulltrúum samstarfslanda og stofnana.</p> <p>„Fulltrúar samstarfslandanna lýstu á fundinum ánægju með verkefnið og ávinning landanna af því, ásamt því sem óskir komu fram um áframhaldandi samstarf, meðal annars á sviði þjálfunar og beinnar nýtingar jarðhita,“ segir Davíð.</p> <p>Á síðasta ári var skrifað undir áframhaldandi samstarf við Umhverfisstofnun SÞ (UN Environment, UNEP) í Næróbí um jarðhitaþróun í Austur-Afríku undir ARGeo-verkefninu. Því er meðal annars ætlað að styðja Kenía og nágrannaríki að setja á stofn þjálfunarmiðstöð í jarðhita á svæðinu. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi kemur einnig að þjálfun og ráðgjöf í tengslum við það verkefni og reiknað er með að íslensk sérþekking nýtist vel í því starfi.</p> <p><a href="https://www.theargeo.org/" target="_blank">ARGeo</a></p>

01.11.2018Allt að 350 milljónir til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðarmálum

<span></span> <p><span class="inline-garnett-quote">Utanríkisráðuneytið ætlar að verja allt að 350 milljónum króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála í gegnum félagasamtök. Umsóknarfrestur til þessara verkefna er til 30. nóvember og niðurstöður um úthlutun fjár til verkefna ætti að liggja fyrir í janúar á næsta ári. Innan við tíu íslensk félagasamtök eru virk í alþjóðlegu starfi á þessum sviðum en utanríkisráðuneytið hefur kallað eftir þátttöku fleiri samstarfsaðila, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Til þróunarsamvinnuverkefna er heimilt að veita styrki til sama verkefnis að hámarki í fjögur ár og styrkupphæðir til slíkra verkefna geta numið allt að 80% heildarkostnaðar. Til mannúðarverkefna eru framlög veitt í samræmi við alþjóðleg neyðarköll og í þeim tilvikum getur styrkupphæð numið allt að 95% heildarkostnaðar.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Ítarlegar upplýsingar um framlögin, mat á umsóknum, styrkhæfni félagasamtaka og önnur atriði sem fram þurfa að koma þegar sótt um styrkina er að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-borgarasamtok/">vef</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins undir flokknum „Samstarf við borgarasamtök“.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem skipaður er tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar, eftir því sem við á, og einum fulltrúa utanríkisráðuneytisins.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote"><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-borgarasamtok/styrkumsoknir/?fbclid=IwAR2vthTNqDd6H1g0DHa9i2elRTQsFLWdBBhiDrgFcJHiD92dmAP0HW9Eo1o">Styrkumsóknir í nóvember 2018</a></span></p>

31.10.2018Markmiðið að stuðla að sjálfbærum hagvexti

<span></span> <p>Í utanríkisráðuneytinu hefur undanfarin misseri verið lögð aukin áhersla á samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu. <span>Sérstök áhersla er lögð á samstarfið í drögum að tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019 til 2023, sem verður lögð fram á Alþingi á næstunni.&nbsp;</span><br /> <br /> „Markmiðið með framlagi Íslands til þróunarsamvinnu er að stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum mannsæmandi atvinnutækifærum í þróunarríkjum til að leggja grunn að aukinni velsæld. Aðkoma atvinnulífsins er mikilvægur þáttur í þessari uppbyggingu og því skiptir samstarf okkar við atvinnulífið miklu máli,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.&nbsp;</p> <p>Utanríkisráðherra mun taka þátt í morgunfundi utanríkisráðuneytisins sem haldinn verður þriðjudaginn 6. nóvember á Grand hóteli í Reykjavík kl. 9:00 – 11:00 þar sem nýjar leiðir til samstarfs á sviði þróunarsamvinnu verða kynntar. Fulltrúar fyrirtækja, frjálsra félagasamtaka og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta og heyra nánar um þessa samstarfsmöguleika.&nbsp;</p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur útfært tvær meginleiðir um samstarf við atvinnulíf í þágu þróunarsamvinnu og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar er um að ræða nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um Heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu, með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum ríkjum.&nbsp;</p> <p>Hin leiðin fellur undir samstarf við félagasamtök með aukinni áherslu á þá möguleika í samvinnu við félagasamtök sem tengjast atvinnulífinu og samstarfi félagasamtaka við fyrirtæki um tiltekin verkefni. Þessi verkefni geta beinst að víðtækara sviði tengdum áherslum Íslands í þróunarsamvinnu og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.&nbsp;</p> <p>Morgunfundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

31.10.2018Borgarbúum fjölgar í viku hverri um 1,4 milljónir

<span></span> <p><span class="inline-garnett-quote">Í dag, á alþjóðadegi borga (World Cities Day), minna Sameinuðu þjóðirnar á þá staðreynd að í hverri viku fjölgi íbúum borga í heiminum um 1,4 milljónir. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þessi gífurlega fjölgun auki álag á þéttbýlissvæði og leiði til aukinnar hættu &nbsp;á hamförum, bæði af mannavöldum og náttúrunnar.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Í opinberu ávarpi í tilefni dagsins segir hann að „hættur þurfi ekki að leiða til hörmunga.“ Hann leggur áherslu á að svörin við þessum gífurlega fólksflutningum sé af hálfu borganna að byggja upp varnir – gegn ofviðri, flóðum, jarðskjálftum, eldsvoðum, faröldrum og efnahagskreppum. Guterres bætti við að borgir væru einmitt að bregðast við með þessum hætti og leita leiða til að auka viðnám og sjálfbærni.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">Alþjóðadagur borga var innleiddur af Sameinuðu þjóðunum árið 2013 til að efla áhuga alþjóðasamfélagsins á&nbsp; þéttbýlismyndun, stuðla að samstarfi milli þjóða um að takast á við tækifæri og áskoranir sem tengjast stækkun borgarsamfélaga og stuðla að sjálfbærri þéttbýlisþróun um heim allan. Yfirskrift dagsins er ævinlega: betri borgir, betra líf, en á hverju ári er valið eitthvert sérstakt áhersluatriði. Að þessu sinni er sjónum beint að sjálfbærni og viðnámi borga með vísan í þær hættur sem gætu verið yfirvofandi, til dæmis vegna loftslagsbreytinga. </span></p> <p><span class="inline-garnett-quote">„Það liggur fyrir mat á því hversu margir íbúar borga gætu lent í hópi fátækra, ef enginn viðbúnaður væri vegna loftslagsbreytinga og sú tala er 77 milljónir,“ segir Maimunah Mohd Sharif aðalframkvæmdastjóri Búsetustofnunar Sameinuðu þjóðanna (UN Habitat). Hún bendir á að loftslagsbreytingar séu aðeins einn margra áhættuþátta og því sé hyggilegt að fjárfesta í viðnámi borga.</span></p> <p><span class="inline-garnett-quote"><strong>94% Íslendinga búa í þéttbýli</strong></span></p> <p>Sjálfbærar borgir og samfélög er yfirskrift ellefta Heimsmarkmiðsins þar sem segir að gera eigi borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær. Í einu undirmarkmiðanna segir: „Eigi síðar en árið 2030 verði fjölgun í þéttbýli sjálfbær og íbúar alls staðar í heiminum taki meiri þátt í skipulagsmálum og samkomulagi um sjálfbærni.“</p> <p>Í stöðuskýrslu íslenskra stjórnvalda um Heimsmarkmiðið sem kom út á liðnu sumri segir meðal annars: „Markmiðið um sjálfbærar borgir og samfélög leggur því áherslu á að allir íbúar í þéttbýli hafi jafnan aðgang að grunnþjónustu, orku, húsnæði og samgöngum. Ísland er mjög dreifbýlt land en á hverjum ferkílómetra búa um það bil þrír einstaklingar. Þrátt fyrir það býr meirihluti Íslendinga, eða um 94%, í þéttbýli.“</p> <p>&nbsp;</p> <p><a href="http://www.un.org/en/events/citiesday/" target="_blank">Alþjóðadagur borga</a></p>

30.10.2018Kynntust aðstæðum jafnaldra í Úganda í fermingarfræðslunni

<span></span> <p>Um tvö þúsund börn í fermingarfræðslu þjóðkirkjunnar um land allt ganga þessa dagana í hús í hverfum sínum með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar og safna fyrir verkefnum stofnunarinnar í Úganda og Eþíópíu. Fyrr í þessum mánuði komu til landsins tveir ungir félagsráðgjafar, Douglas Talemwa Lubega og Gertrude Samari Nakkazi, frá verkefnasvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda og fluttu rúmlega fjörutíu fræðsluerindi um verkefnin, bæði í fermingarfræðslu og í félagsfræðiáföngum í framhaldsskólum.</p> <p>Douglas og Trudy lýstu aðstæðum jafnaldra sem Hjálparstarfið aðstoðar í sveitum Úganda, unglinga sem búa í hreysum og hafa lítinn aðgang að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu. Þau fræddust líka um aðstæður unglinga sem hafa flúið fátæktina í sveitinni og haldið til höfuðborgarinnar í leit að betra lífi. „Það sem er mest um vert er að Douglas og Trudy - unga fólkið sem talar við krakkana - segja frá sjálfu sér og aðstæðunum sem þau ólust upp við. Þau eru bæði frábærar fyrirmyndir sem sýna að með vilja, þrautseigju og dugnaði er hægt að öðlast farsælt líf,“ segir í nýútgefnu fréttablaði Hjálparstarfs kirkjunnar.</p> <p>Fjáröflun með aðstoð barna í fermingarfræðslu á þessu hausti er sú tuttugasta í röðinni en í fyrra lögðu fermingarbörnin sitt af mörkum með því að safna rúmlega átta milljónum króna.</p> <p>Á vef Hjálparstarfsins segir að Hjálparstarf kirkjunnar fari þess á leit við landsmenn að taka vel á móti börnunum þegar þau banka upp á með bauk í hönd. Börnin ganga tvö til þrjú saman og baukurinn sem þau eru með er merktur Hjálparstarfi kirkjunnar, númeraður og með innsigli.</p> <p>Á þessu ári styrkir utanríkisráðuneytið þrjú langtíma þróunarsamvinnuverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar með 42 milljóna króna framlagi. Tvö verkefnanna eru í Úganda, meðal annars &nbsp;verkefnið í Kampala þar sem unnið er að valdeflingu ungs fólks. Þriðja verkefnið er í Eþíópíu. Ennfremur styrkir utanríkisráðuneytið tvö mannúðarverkefni Hjálparstarfsins á þessu ári, í Eþíópíu og Palestínu, með 50 milljóna króna framlagi.</p> <p><a href="http://help.is/http://help.is/" target="_blank">Vefur Hjálparstarfsins</a></p>

29.10.2018Lýðheilsa á uppleið en menntun hnignar

<span></span> <p>Stjórnarfar meðal Afríkuþjóða fer hægt batnandi er meginniðurstaða Ibrahim vísitölunnar sem árlega er gefin út af Mo Ibrahim stofnuninni í London og mælir stjórnafar í Afríku. Vísitalan var kynnt í dag. Hagvöxtur í álfunni hefur hins vegar ekki ýtt undir verulegar framfarir og menntun fer hnignandi, segir í frétt frá stofnuninni. Vísitalan nær til 54 Afríkuríkja og mælir árlega fjóra meginþætti sem tengjast stjórnarfari: öryggi og réttarfar, þátttaka og mannréttindi, sjálfbær efnahagsleg tækifæri og mannauður.</p> <p>Samkvæmt Ibrahim vísitölunni 2018 er margt jákvætt að segja um þróun stjórnarfars í Afríku, einkum af lýðheilsu. Níu af hverjum tíu íbúum álfunnar búa meðal þjóða þar sem heilsufar hefur skánað síðasta áratuginn, ungbarnadauði hefur minnkað og meðferðarúrræði gegn alnæmi hafa batnað í öllum löndum. Einnig hafa grunnviðir samfélaganna batnað og dregið hefur jafnt og þétt úr kynjamisrétti.</p> <p>Hins vegar eru blikur á lofti í menntamálum. Gífurleg fólksfjölgun – um 26% á síðasta áratug sem þýðir að 60% íbúa álfunnar eru yngri en 25 ára – hefur leitt til þess að afturför er merkjanleg í menntamálum og þjóðir Afríku eru að mati skýrsluhöfunda hvorki að tryggja nemendum gæðamenntun né mæta þörfum hagkerfisins.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að nokkrar þjóðir Afríku standi sig ágætlega. Besta dæmið sé Fílabeinsströndin. Á öllum fjórtán undirmælikvörðum vísitölunnar hafi Fílabeinsströndin bætt sig frá fyrra ári. Margar aðrar þjóðir bæta sig á sumum sviðum en standa lakar á öðrum. Átján þjóðir sýni verri heildarniðurstöðu á sviði stjórnarfars en fyrir tíu árum.</p> <p>Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu með samstarfsþjóðunum í Afríku, Malaví og Úganda, stutt við bakið á héraðsstjórnum í viðleitni þeirra að bæta hag íbúanna hvað varðar bæði heilsufar og menntun. Á undanförnum árum hefur árangur Malaví í lækkun <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/02/27/Dregid-hefur-ur-ungbarnadauda-i-Malavi-um-taeplega-helming-fra-aldamotum/" target="_blank">ungbarnadauða</a>&nbsp;vakið mikla athygli en stuðningur við mæður og ungbörn eitt af þeim meginverkefnum þar sem íslenskt þróunarfé er nýtt í lýðheilsumálum. Þá hefur árangur barna í menntamálum, í samstarfshéraði okkar í Úganda, Buikwe, vakið mikla eftirtekt og verið <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2018/08/30/Miklar-framfarir-i-menntamalum-i-Buikwe-thakkadar-islenskum-studningi/" target="_blank">umfjöllunarefni</a>&nbsp;fjölmiðla.</p> <p><a href="http://mo.ibrahim.foundation/" target="_blank">Skýrsla Ibrahim stofnunarinnar</a></p>

29.10.2018Tólf þúsund Norðmenn í næturgöngu til að minna á Heimsmarkmiðin

<span></span> <p>Eftir að myrkur skall á í Osló, höfuðborg Noregs, síðastliðið laugardagskvöld þrömmuðu um tólf þúsund manns upp Ekebergásinn til þess að minna á sautján Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ekebergásinn er á að giska tvöföld Öskjuhlíð í Osló en Norðmenn hafa á síðustu árum farið í fjölmargar fjallagöngur að kvöldlagi með luktir á höfði til að halda á lofti Heimsmarkmiðunum. Þetta var í fyrsta sinn sem slík kvöldganga er farin í Osló.</p> <p>„Við höfum skipulagt næturgöngur um allan Noreg til að vekja Norðmenn til umhugsunar um mikilvægustu áætlun heimsins. Það er algerlega magnað að rúmlega tólf þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í Osló á kaldasta haustkvöldi ársins,“ segir Jon Lomøy framkvæmdastjóri NORAD, norskrar fræða- og eftirlitsstofnunar um þróunarsamvinnu.</p> <p>„Fólk safnaðist saman rétt fyrir klukkan sjö á laugardagskvöldið við ástarstíginn svokallaða sem liggur í bugðum upp hlíðina, upplýstur af sautján stórum tengingum með jafnmörgum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Gunnar Salvarsson sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu sem tók þátt í göngunni. „Þar sem sjálfri göngunni lauk var komið fyrir risastóru sviði og boðið upp á ávörp, kvikmyndabrot um Heimsmarkmiðin og tónleika með hipp-hopp listamönnunum Arif og Lars Vaular. Norðmenn drógu upp bakpokum sínum heitt vatn, berjadrykki og kex og héldu þannig á sér hita í næturhúminu þar sem hitastigið dansaði í kringum núll gráðurnar,“ bætir hann við.</p> <p>Norðmenn hafa notað þessa aðferð til að kynna Heimsmarkmiðin fyrir norsku þjóðinni en myndir af þúsundum upplýstum göngumönnnum á fjöllum í Noregi hafa vakið mikla athygli á síðustu árum. Næturgöngurnar hafa líka aukið vitneskju meðal norsku þjóðarinnar á Heimsmarkmiðunum og samkvæmt norsku Hagstofunni þekkir nú annar hver Norðmaður til markmiðanna en fyrir tveimur árum kváðust aðeins 35% þekkja til þeirra. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup hér heima, sem gerð var síðastliðið vor, kváðust 57,4% Íslendinga þekkja eða hafa heyrt um Heimsmarkmiðin.</p> <p>Alls hafa 37 þúsund manns tekið þátt í þessum viðburðum í Noregi og meðal fjalla sem hafa verið klifin eru Gaustatoppen, Keiservarden í Bodø og Aksla við Álasund. NORAD og borgarstjórn Osló stóðu að göngunni upp Ekebergásinn í samstarfi við eigendur svæðisins. Þá komu sjálfboðaliðar frá ýmiss konar frjálsum félagasamtökum að undirbúningi og skipulagningu þessa vel heppnaða viðburðar.</p>

25.10.2018„Ég dó úr hungri átta ára“

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) frumsýnir á næstu vikum í kvikmyndahúsum í 34 löndum nýja sextíu sekúndna auglýsingu til að sýna þann missi þegar barn deyr úr sulti. Auglýsingin er einnig til kynningar á smáforriti WFP, <a href="https://sharethemeal.org/en/index.html" target="_blank">Share the Meal</a>. Í upphafi auglýsingarinnar sést Miriam, ung kona, á fundi með fréttamönnum þar sem hún er í þann veginn að greina frá nýjum uppgötvunum í læknisfræði. </p> <p>En Miriam segir áhorfendum að engin tilkynning um læknisfræðilega uppgötvun verði kynnt því hún hafi ekki farið í læknanám eða fengið nokkra menntun. Með kuldalegri röddu sem breytist í rödd átta ára stúlkubarns segir Miriam: „Ég dó úr hungri átta ára.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/eqrZdUK5C_k" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Auglýsingin þykir líkleg til að vekja athygli. Í grein á fréttaveitu Devex skrifar Carine Umuhumuza aðstoðarritstjóri að með auglýsingunni að horfið sé frá staðalímyndum um hungur með myndum af litlum svörtum og brúnum börnum með útbelgda maga og hor í nös, svokölluðu fátæktarklámi. Kosturinn við auglýsingu WFP sé sá að raunveruleg afrísk kona sé í aðalhlutverki og það sé hennar rödd sem greini frá örlögum stúlkunnar. Hina ímynduðu Miram Akede leikur Gladys Kyotungire frá Úganda, sem að mati WFP hafði til að bera persónuleika sem almenningur getur séð sem ósvikinn boðbera.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein þriggja stofnana innan Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðuenytið styður í neyðar- og mannaúðaraðstoð en stofnunin starfar á öllum helstu neyðarsvæðum í heiminum.</p> <p><a href="https://insight.wfp.org/miriam-could-have-been-me-375c9e6e31ff" target="_blank">Miriam could have been&nbsp;me/ WFP</a></p> <p><a href="https://www.devex.com/news/on-message-a-new-kind-of-hunger-ad-93673" target="_blank">On Message: A new kind of hunger ad/ Devex</a></p>

24.10.2018Dagur Sameinuðu þjóðanna: Við gefumst aldrei upp!

<span></span><span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur alla starfsmenn samtakanna að gefast aldrei upp í viðleitni sinni til að hrinda hugsjónum samtakanna í framkvæmd. Guterres viðhefur þessi ummæli í ávarpi í tilefni dagsins, Degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október. Þann dag árið 1945 gekk sáttmáli samtakanna í gildi.</p> <p>Í ávarpi sínu segir Antónío Guterres:</p> <p>“Dagur Sameinuðu þjóðanna er haldinn á afmælisdegi stofnskrár okkar. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna er tímamótaskjal þar sem teknar eru saman vonir, draumar og óskir „okkar, hinna Sameinuðu þjóða.“</p> <p>Á hverjum degi leitast karlar og konur Sameinuðu þjóðanna við að gefa sáttmálanum áþreifanlegt inntak.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p> <p>Þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti, gefumst við aldrei upp.&nbsp;</p> <p>Sárasta fátækt er á undanhaldi en við horfum upp á vaxandi ójöfnuð.&nbsp;</p> <p>Samt gefumst við ekki upp, því við vitum að með því að minnka ójöfnuð glæðum við vonir og tækifæri og frið í heiminum.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/oUTUGUEQ03Q" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Loftslagsbreytingar gerast hraðar en svo að við náum að spyrna við fótum, en við gefumst ekki upp því við vitum að loftslagsaðgerðir eru eina færa leiðin.&nbsp;</p> <p>Mannréttindi eru víða brotin. En við gefumst ekki upp því við vitum að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn eru frumforsendur friðar.</p> <p>Átökum fjölgar – fólk líður þjáningar. En við gefumst ekki upp því við vitum að hver karl, kona og barn á skilið að lifa í friði.</p> <p>Við skulum endurnýja heit okkar á degi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Að endurheimta glatað traust. &nbsp;</p> <p>Að græða sár jarðar.</p> <p>Að skilja engan eftir.</p> <p>Að viðhalda virðingu allra, sem sameinaðar þjóðir.”</p> <p><sub>(þýðing: UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna)</sub></p> <p><a href=" https://news.un.org/en/story/2018/10/1023862 " target="_blank">‘Never give up’: UN chief urges all who serve, marking UN Day</a></p> <p><span></span></p>

23.10.2018UN Women styrkir fyrirtækjarekstur dreifbýliskvenna í Gvatemala

<span></span> <p>„Einu sinni var það þannig að konurnar unnu öll heimilisstörf og við vorum dauðþreyttar á því að bera einar ábyrgð á þeirri vinnu. Núna skiptum við heimilisverkunum á milli okkar og vinnuframlag beggja aðila er jafnt. Mennirnir sækja eldivið og hlúa að uppskerunni meðan við eldum og reiðum fram matinn, ræktum grænmeti og búum til sjampóið,“ segir Candelaria Pec, ein kvenna í Gvatemala sem hefur notið stuðnings UN Women. „Eiginmenn okkar skilja nú að við getum haft stjórn á eigin fjármálum og fært björg í bú. Við erum meðvitaðar um efnahagsleg réttindi okkar og þeir komast ekki lengur upp með ósanngirni í okkar garð,” segir hún.</p> <p>Candelaria er einn þátttakenda í verkefni á vegum UN Women sem miðar að því að auka fjárhagslegt sjálfstæði dreifbýliskvenna í Gvatemala. Hún tilheyrir hópi kvenna sem frá því í fyrra hefur markaðssett lífrænt sjampó sem þær búa til úr hráefnum á borð við kakó, lárperur og Aloe vera. Hráefnin rækta þær sjálfar á búgörðum sínum. UN Women fengu markaðsfyrirtæki til að hanna merki og umbúðir utan um sjampóið sem konurnar seldu á mörkuðum í bænum til að byrja með. Reksturinn hefur blómstrað mikið á stuttum tíma og er varan komin í dreifingu í nærliggjandi bæjum.</p> <p>Hópurinn hefur einnig hlotið fjármálafræðslu, sett upp sparnað og komið upp lánasjóði fyrir meðlimi samfélagsins sem kemur sér einstaklega vel. Til dæmis gat dóttir einna konunnar fengið hagstætt lán hjá sjóðnum fyrir námsgjöldum sem gerði henni kleift að stunda háskólanám. Þannig heldur vinna hópsins áfram að gefa til samfélagsins og styrkja það.</p> <p><span>&nbsp;</span>„Ég ákvað að taka þátt í verkefninu vegna þess að ég vissi að það myndi bæta hag heimilisins“ segir Candelaria Pec. „Með stuðningi frá UN Women getum við ræktað okkar eigin mat og bætt lífskjör okkar,“ segir hún en UN Women hefur stutt við bakið á rúmlega 1600 konum í sveitum Gvatemala. Af þeim hafa 135 stofnað eigið fyrirtæki. Stuðningur UN Women við dreifbýliskonur í Gvatemala gerir því hópi af konum í Polochic-dalnum kleift að færa björg í bú með eigin rekstri.</p> <p>Ísland leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna á heimsvísu og utanríkisráðuneytið telur í því samhengi mikilvægt að styðja við UN Women sem áherslustofnunar í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p> <p><a href="https://unwomen.is/" target="_blank">Vefur UN Women</a></p>

23.10.2018Suður-Súdan: Skref í rétta átt eftir friðarsamninga

<span></span> <p>Alþjóðráð Rauða krossins (ICRC) hefur staðfest að 24 einstaklingar sem voru í haldi vegna átakanna í Suður-Súdan hafi verið sleppt. Þetta eru fyrstu skrefin í rétta átt eftir að friðarsamningur var undirritaður milli stríðandi fylkinga í september. Rauði krossinn á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur stutt dyggilega við starf Alþjóðaráðsins í Suður-Súdan síðustu árin til að bregðast við fjölþættum mannúðarvanda sem geisar þar í landi.</p> <p>Teymi á vegum Alþjóðaráðsins hafði aðkomu að því þegar einstaklingunum var sleppt með því að gæta þess að það væri gert með öruggum hætti og veita þeim síðan læknisfræðilega aðstoð eftir að þeir voru frjálsir.</p> <p>Meðal helstu verkefna Rauða krossins í Suður-Súdan er að auka fæðuöryggi, sameina fjölskyldur sem hafa orðið viðskila við ættingja sína og veita lífsbjargandi aðstoð með því að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu. </p> <p>Á myndinni má sjá konu sem heimsækir verkefni Rauða krossins í Suður-Súdan ætlað þolendum kynferðisofbeldis. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari tók myndina í vettvangsferð með Rauða krossinum fyrr á þessu ári.</p> <h5 style="background: white;"><span style="color: #262626;">&nbsp;</span></h5>

22.10.2018Konur verða að styðja hver aðra

<span></span> <p>„Íslendingar hafa unnið þar í bráðum þrjátíu ár og við erum með stór verkefni í Mangochi héraði,“ svarar Ágústa Gísladóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Lilongve spurningu blaðamanns frá The Nation um það hvers vegna Íslendingar hafi valið að styðja við bakið á konum til sveitastjórnarstarfa í Mangochi. Heilsíðuviðtal var við Ágústu í helgarblaði The Nation, einu útbreiddasta dagblaði Malaví undir fyrirsögninni: „Konur verða að styðja hver aðra“.</p> <p>Sendiráðið Íslands í Lilongve er í samstarfi við við Action Aid samtökin í Malaví um að styrkja verkefni sem nefnist „Bjóðum konur velkomnar í sveitarstjórnir” (Hello female Councillor). Verkefnið er hluti stærri herferðar sem nefnist „50:50 Campaign” og miðar að því að auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og fjölga þannig konum sem komast á þing og í sveitarstjórnir í kosningum sem verða haldnar í maí á næsta ári. Þetta er í samræmi við áherslur Íslands í jafnréttismálum í íslenskri þróunarsamvinnu.</p> <p>„Ég sótti fund í sveitastjórninni og varð mjög undrandi að sjá að þar átti aðeins ein kona sæti. Ég hugsaði með mér að það væru margar hæfar konur í Mangochi og allt og sumt sem þyrfti væri að ýta aðeins við þeim. Konur halda sig oft til hlés. Þær bögglast með að láta rödd sína heyrast. Og um það snýst 50:50 herferðin, að gefa konum trú á það að þær geti vakið máls á málefnum því það er enginn skortur á hæfum konum í Mangochi,“ segir Ágústa í viðtalinu en á sínum tíma var hún sjálf í framboði fyrir Samtök um kvennalista hér heima.</p> <p>50:50 herferðinni er ætlað að auka vitund almennings og stjórnmálaflokka, í öllum héruðum Malaví, um mikilvægi kvenna í forystu og stjórnmálum, hvetja konur í framboð og gera atlögu að því brjóta niður hindranir sem eru í veginum fyrir framgangi þeirra í stjórnmálum.</p> <p>Í viðtalinu í The Nation er meðal annars fjallað um verkefni Íslendinga í Mangochi og Ágústa rifjar upp að Íslendingar hafi upphaflega stutt við fiskimál í héraðinu en síðan hafið stuðning við héraðsstjórnina um verkefni hennar í þágu íbúanna. Hún nefnir að fæðingardeild verði opnuð í næsta mánuði og ennfremur að fjölmörg vatnsból hafi verið reist fyrir íslenskt þróunarfé.</p> <p><a href="https://mwnation.com/women-must-support-one-another-envoy/" target="_blank">Viðtali í heild sinni</a></p>

22.10.2018Tólf milljónir frá utanríkisráðuneytinu vegna náttúruhamfara á Indónesíu

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að bregðast við náttúruhamförunum í Indónesíu með því að leggja fram 100 þúsund Bandaríkjadali, tæplega 12 milljónir króna. Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) ráðstafar framlaginu til að takast á við afleiðingar náttúruhamfaranna. </p> <p>Að sögn Þórdísar Sigurðardóttir deildarstjóra mannúðaraðstoðar í utanríkisráðuneytinu má búast við að langan tíma taki að reisa við þau samfélög sem verst urðu úti í þessum náttúruhamförum og ljóst sé að þau þurfi umtalsverðan stuðning á meðan. „Stuðningurinn er veittur í samstarfi við heimamenn og samkvæmt viðbragðsáætlun sem gerð hefur verið og á að endurskoða að þremur mánuðum liðnum,“ segir Þórdís. </p> <p>Jarðskjálftar, sá stærsti 7,5 á Richter, sem riðu yfir miðhluta Sulawesi í Indónesíu 28. september og flóðbylgjan sem skall á ströndinni í kjölfarið, hafa þegar kostað að minnsta kosti 2.100 mannslíf. Ríflega 4.600 eru alvarlega slasaðir og tæplega 700 enn týndir. Líklegt er talið að þessar tölur eigi eftir að hækka. Hátt í 80 þúsund manns eru enn án heimilis. </p> <p>Auk fjárstuðningsins við OCHA er Ísland jafnframt með rammasamning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), sem er sérstakur sjóður undir Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum. Sjóðurinn er ætlaður til að bregðast við skyndilegu neyðarástandi og ráðuneytið leggur til 50 milljónir króna árlega í þann sjóð.</p> <p><a href="https://www.unocha.org/asia-and-pacific-roap/indonesia" target="_blank">OCHA Indónesíu</a></p>

20.10.2018Íslendingar styðja ungmenni í Sómalíu í atvinnuleit

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur styrkt SOS Barnaþorpin á Íslandi um 51,5 milljónir króna til að fjármagna atvinnuleit ungs fólks í Sómalíu og Sómalílandi. Verkefnið nefnist „The Next Economy“ og nær bæði til Mogadishu og Hargeisa. Það snýst um að þjálfa ungt atvinnulaust fólk til atvinnuþátttöku, bæði þannig að það geti sótt um vinnu hjá öðrum og/eða stofnað sinn eigin atvinnurekstur.</p> <p>Styrkur ráðuneytisins nemur 80% af verkefniskostnaðinum en SOS Barnaþorpin á Íslandi greiða 20% eða tæplega 12,9 milljónir króna. Heildarkostnaður við annan hluta verkefnisins sem fjármagnaður er af Íslendingum er 64,4 milljónir króna. </p> <p><strong>Þriðjungur barna býr við sárafátækt</strong></p> <p>Á vef SOS Barnaþorpanna segir: „Þrátt fyrir uppgang í efnahag Afríku undanfarin 15 ár virðast atvinnutækifærin ekki rata í hendur stórs hluta 420 milljóna ungmenna álfunnar. Sómalíska þjóðin er enn að ná sér á strik eftir áratuga ófrið og óstöðugleika og helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Einn þriðji hluti barna í landinu býr við sárafátækt.“</p> <p><strong>Stuðningur Íslands&nbsp;til 2022</strong></p> <p>Upphaflega var stofnað til verkefnisins af SOS Barnaþorpunum í Hollandi og í Sómalíu árið 2016 með fjárhagsstuðningi Evrópusambandsins. Fyrsta hluta af þremur lýkur í lok þessa árs og þar með aðkomu Hollands og ESB. Þessi fyrsti hluti verkefnisins hefur gengið mjög vel og gefur það góðar væntingar til annars hluta sem fjármagnaður verður af SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Sá hluti hefst 1. janúar 2019 og stendur yfir í þrjú ár eða til 31. desember 2021. Árið 2022 tekur svo við þriðji og síðasti hluti verkefnisins.</p> <p>Stjórn SOS Barnaþorpanna í Sómalíu var leyst upp árið 1991 þegar borgarastyrjöld hófst í landinu. Síðan þá hafa samtökin hvorki haft eigin stjórn né eigin lög/samþykktir. SOS Barnaþorpin í Sómalíu heyra beint undir skrifstofu alþjóðaframkvæmdastjóra SOS í Innsbruck í Austurríki og gilda því lög/samþykktir alþjóðasamtakanna fyrir SOS í Sómalíu.</p>

19.10.2018Ísland styður yfirlýsingu um aðgerðir gegn kynferðislegri misnotkun í þróunarsamvinnu og mannúðarstarfi

<span></span> <p>Ísland og önnur framlagsríki skuldbundu sig á ráðstefnu í London í gær til að framfylgja nýjum alþjóðlegum viðmiðum til að fyrirbyggja kynferðislega misbeitingu og misnotkun á vettvangi í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Viðmiðin spanna allt frá siðferðilegum skyldum, að ráðningu starfsfólks og kæru- og úrlausnarmeðferðar mála.</p> <p>Rúmlega 500 manns sem starfa á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála komu saman í London í gær til að ræða og ná samkomulagi um aðgerðir gegn kynferðislegri misnotkun og misbeitingu á vettvangi. „Á fundinum voru þolendur kynferðisofbeldis í fyrirrúmi og fengu raddir þeirra meðal annars að heyrast í gegnum áhrifamikið myndskeið sem setti tóninn fyrir komandi umræður,“ segir Pálína Björk Matthíasdóttir sendifulltrúi sem sótti fundinn fyrir Íslands hönd.</p> <p>Hún segir brýnt að koma í veg fyrir að starfsfólk geti misnotað aðstöðu sína í starfi með viðkvæmum hópum fólks um allan heim, en ljóst sé að varnarlausar konur og börn á neyðarsvæðum eru í sérstakri hættu. „Dæmi eru um að kynlíf hafi verið notað sem gjaldmiðill gegn aðgengi að vistum og mataraðstoð,“ segir Pálína.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/z9D9kUNV9h8" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Þátttakendur fundarins sammæltust að sögn Pálínu um að taka þurfi á valdaófjafnvægi og breyta stofnanamenningu sem gerir það að verkum að kynferðisleg misnotkun og áreiti geti þrifist. Þá þurfi að efla fræðslu, tryggja að til staðar séu tilkynningakerfi sem vernda trúnað fórnalamba jafnt sem uppljóstrara, og efla kæru- og úrslaunarmeðferð ábendinga sem berast um óviðeigandi hegðun og mögulega misnotkun á vettvangi.</p> <p>„Málefnið hefur mikið verið rætt innan þróunargeirans í kjölfar Oxfam hneykslisins fyrr á þessu ári, enda ljóst að aðgerða væri þörf. Fjöldi alþjóðastofnana, framlagsríkja og frjálsra félagasamtaka hafa tekið höndum saman um að efla starf sitt á þessu sviði, bæði með því að koma í veg fyrir frekari misnotkun og misbeitingu á vettvangi og bregðast betur við þeim málum sem upp koma. Umræðan tengist #metoo vakningunni, en myllumerkið #aidtoo hefur verið notað þegar vakin er athygli á málefninu innan þróunargeirans,“ segir Pálína.</p> <a href="https://assets.publishing.service.gov.uk/government/uploads/system/uploads/attachment_data/file/749780/Safeguarding_Summit_2018_-_Host_s_Outcome_Summary.pdf" target="_blank">Yfirlýsing fundarins (pdf)</a>

19.10.2018Utanríkisráðuneytið vill fjölga samstarfsaðilum að þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð

<span></span> <p>„Ráðuneytið vonast til þess að fjölga samstarfsaðilum á þessu sviði, sérstaklega með skírskotun til áherslu á mannréttindi og samstarf við atvinnulífið,“ segir Vilhjálmur Wiium deildarstjóri tvíhliða þróunarsamvinnu í utanríkisráðuneytinu. </p> <p>Eins og flestum er kunnugt starfar utanríkisráðuneytið með íslenskum félagasamtökum að alþjóðlegri þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. „Ár hvert veitir utanríkisráðuneytið styrki til verkefna í þróunarríkjum sem annað hvort njóta stuðnings frá félagasamtökum eða eru framkvæmd af þeim. Á síðasta ári námu heildarframlög ráðuneytisins til slíkra verkefna tæplega 300 milljónum króna,“ segir Vilhjálmur og bendir á að yfirlit yfir þau verkefni sem styrkjum var úthlutað til á síðasta ári sé að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/borgarasamtok/" target="_blank">vef</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Að sögn Vilhjálms stendur núna yfir endurskoðun á úthlutunarreglum ráðuneytisins til slíkra verkefna í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðuneytisins um styrkveitingar ráðherra nr. 642/2018. </p> <p>Hafi samtök áhuga á að fá nánari upplýsingar um samstarfsmöguleika við ráðuneytið í málaflokknum eða styrkveitingar til félagasamtaka eru forráðamenn þeirra hvattir til að senda tölvupóst á netfangið <a href="mailto:[email protected]">[email protected]</a> með efnislínunni „Samstarf við félagasamtök“. </p> <p>Til stendur að auglýsa eftir umsóknum frá félagasamtökum um styrki til þróunarsamvinnu- og mannúðarverkefna á næstunni. </p>

18.10.2018Hundruð milljóna kvenna eignast stærri fjölskyldur en þær hefðu kosið

<span></span> <p>Ákvörðunarrétturinn til þess að velja fjölda barna, hvenær þau fæðast og hversu langt líður á milli barneigna gæti styrkt efnahagslega og félagslega þróun í heiminum, segir í nýrri árlegri skýrslu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Víðast hvar í heiminum er þróunin sú að börnum fækkar í fjölskyldum sem endurspeglar þann ákvörðunarrétt sem fólk hefur til að eiga fá börn eða mörg, allt eftir eigin vali. Þar sem fólk hefur ekki slíkt val geta börnin orðið of mörg eða of fá – og ekki í samræmi við óskir foreldranna, segir í skýrslunni „State of the World Population 2018“ sem var koma út.</p> <p>„Að hafa val getur breytt heiminum,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastýra UNPFA í inngangi skýrslunnar. „Það gæti með undraskjótum hætti bætt velferð kvenna og stúlkna, umbreytt fjölskyldum og flýtt fyrir alþjóðlegri þróun,“ segir hún.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að þegar konur hafa ákvörðunarrétt og þar með tækifæri til þess að afstýra því að verða barnshafandi eða seinka barneignum, svo dæmi sé tekið, hafi þær jafnframt meiri stjórn á eigin heilsu og geti valið um að fara út á vinnumarkaðinn eða vera þar lengur og nýtt efnahagslega getu til fulls.</p> <p>Engin þjóð í heiminum býr við fullkomin kyn- og frjósemisréttindi, að mati skýrsluhöfunda. Meirihluti hjóna ræður því ekki hversu mörg börn þau eignast, ýmist vegna þess að þau skortir fjárhagslegan eða félagslegan stuðning eða þau geta ekki stjórnað frjóseminni. „Þar sem ekki er komið til móts við þarfir fyrir nútíma getnaðarvarnir eignast hundruð milljóna kvenna stærri fjölskyldur en þær hefðu kosið,“ segir í skýrslunni.</p> <p><strong>Fæðingartíðni há meðal Afríkuþjóða</strong></p> <p>Af 43 heimshlutum þar sem konur eignast fjögur börn eða fleiri að meðaltali eru 38 í Afríku. Utan Afríku eiga konur aðeins í Afganistan, Írak, Palestína, Timor-Leste og Jemen fleiri en fjögur börn, allt ríki þar sem vopnuð átök hafa geisað á síðustu árum eða áratugum.</p> <p>Mikil frjósemi í Afríkuríkjum leiðir til þess að rúmlega helmingur fæddra barna fram til ársins 2050 fæðist í Afríku. Af 2,2 milljörðum barna sem fæðast fram að miðri öld fæðist 1,3 milljarður í Afríku. Hlutfall Afríkubúa í heiminum kemur til með að hækka á þessu tímabili úr 17% í 26%. Í skýrslu UNFPA er bent á að þessi háa fæðingartíðni þýði að enn fjölgi ungu fólki í Afríku sem muni gera yfirvöldum erfitt fyrir að tryggja aðgang að góðri menntun og lýðheilsu og jafnframt erfiðleika fyrir hagkerfin að skapa næg atvinnutækifæri fyrir ungt fólk.</p> <p>Í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda, og í áherslulöndunum, Mósambík, Palestínu og Afganistan, hefur Ísland m.a. stutt valdeflandi verkefni á sviði mæðra- og ungbarnaheilsu, menntamála, vatns- og hreinlætismála og friðar- og öryggismála. Árið 2017 þrefaldaði Ísland framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), í þágu kyn- og frjósemisréttinda og -heilbrigðis en meðal verkefna UNFPA er að tryggja réttindi mæðra og barna til heilsuverndar, tryggja ungbarnavernd, dreifingu getnaðarvarna og kynlífs- og fjölskyldufræðslu.</p> <p><a href="https://www.unfpa.org/press/state-world-population-2018" target="_blank">UNFPA State of the World Population 2018</a></p>

18.10.2018Tveir milljarðar jarðarbúa hafa enn ekki viðunandi aðgang að hreinu vatni

<span></span> <p>Um 29% íbúa heims hafa ekki aðgang að hreinu vatni, rúmlega tveir milljarðar jarðarbúa. Enn fleiri, eða 61% jarðarbúa, búa við ófullnægjandi salernisaðstöðu, eða 4,5 milljarðar manna. Skortur á hreinu vatni og viðunandi salernisaðstöðu er risavaxinn heilbrigðisvandi sem bitnar ekki hvað síst á konum og stúlkum. Samkvæmt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna höfum við tólf ár til þess að ráða bót á þessum vanda.</p> <p>Fyrsta Þúsaldarmarkmiðið sem náðist var markmiðið um að lækka um helming hlutfall jarðarbúa sem ekki hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. Það náðist árið 2010. Þá var talið að 91% jarðarbúa hefðu aðgang að þessum lífsnauðsynlega vökva. Með Heimsmarkmiðunum sem tóku við af Þúsaldarmarkmiðunum var breytt viðmiðunum um merkinguna „aðgengi“ að hreinu vatni í markmiði sex – og þá fjölgaði þeim á ný sem hafa ófullnægjandi aðgang að hreinu vatni upp í 29%. Nú þarf vatnið samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna að vera til staðar við heimili fólks. Það má ekki taka meira en hálftíma að sækja vatnið og bera það heim, að meðtöldum þeim tíma sem fer í bið við vatnsbólið. Vatn á alltaf að vera til reiðu, tært og ómengað.</p> <p>Kröfur um salernisaðstöðu eru svipaðar eins og þær eru skilgreindar í Heimsmarkmiðunum. Hvert heimili á að hafa eigið klósett eða kamar, það má ekki deila náðhúsum með öðrum heimilum, og það ber að farga úrgangi með þeim hætti að bakteríur dreifist ekki í umhverfinu. Samkvæmt þessari skilgreiningu er mjög langt í land að ná þessu Heimsmarkmiði því 61%, eða 4,5 milljarðar, búa ekki við viðundandi salernisaðstöðu.</p> <p><strong>Milljónir dauðsfalla árlega</strong></p> <p>Skortur á vatni og ófullnægjandi salernisaðstaða getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir heilsufar fólks og veldur dauða milljóna á hverju ári. Margir sjúkdómar, svo sem niðurgangspestir og kólera, stafa af menguðu vatni eða óþrifnaði. Ennfremur getur verið lífshættulegt að hafa ekki tök á því að þvo hendur með sápu og vatni.</p> <p>Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu um margra ára skeið unnið að því að bæta aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu í þróunarríkjum. Í Malaví var til að mynda nær 1000 vatnsveitum komið á laggirnar sem áætlað er að bætt hafi aðgengi að minnsta kosti 200 þúsund einstaklinga að hreinu vatni.&nbsp;Í nýju fjögurra ára verkefni, sem hófst í Malaví á síðasta ári, eru vatnsmál mikilvægur þáttur. &nbsp;</p> <p>Í Úganda hefur fræðsla um mikilvægi vatns, hreinlætis í skólum og orkusparandi eldunar í skólaeldhúsum farið fram í gegnum fjölbreytt menntaverkefni. Í Buikwe-héraði eru nú í byggingu vatnsveitur, fjármagnaðar af íslenskri þróunarsamvinnu, sem munu veita íbúum í öllum 39 fiskiþorpum héraðsins aðgang að hreinu vatni á viðráðanlegu verði. Í sömu þorpum og grunnskólum eru einnig byggðar salernis- og hreinlætisblokkir sem þjóna þessum byggðum. Samhliða uppbyggingunni er fólkið í þorpunum markvisst upplýst um mikilvægi hreins vatns og hreinlætis í heilbrigðu lífi. Um 18 til 20 þúsund nemendur í grunnskólum og 50 til 60 þúsund manns munu njóta góðs af þessum aðgerðum.</p> <p><a href="https://www.globalgoals.org/6-clean-water-and-sanitation" target="_blank">Heimsmarkmið 6</a></p> <p><a href="https://www.omvarlden.se/Branschnytt/nyheter-2018/tva-miljarder-manniskor-saknar-rent-vatten/?id=150526" target="_blank">Två miljarder människor saknar rent vatten/ Om Världen</a></p> <p><a href="https://theconversation.com/equitable-access-is-key-to-meeting-water-sanitation-and-hygiene-targets-66690" target="_blank">Equitable access is key to meeting water, sanitation and hygiene&nbsp;targets/ The Conversation</a></p>

17.10.2018Sárafátækir færri en nokkru sinni fyrr í sögunni

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hvetja framlagsríki til þess að auka samvinnu við sveitastjórnir í þróunarríkjum til þess að þær geti kynt undir hagvöxt og lyft milljónum íbúa upp úr fátækt. Í dag er alþjóðadagur baráttunnar um útrýmingu fátæktar – <a href="http://www.undp.org/content/undp/en/home/news-centre/speeches/2018/international-day-for-the-eradication-of-poverty.html" target="_blank">International Day for the Eradiction of Poverty</a>. Á síðasta aldarfjórðungi hefur einum milljarði jarðarbúa tekist að lyfta sér upp úr fátækt og sárafátækir eru færri en nokkru sinni áður í sögunni, samkvæmt gögnum Alþjóðabankans.</p> <p>Fyrsta Þúsaldarmarkmiðið fól í sér að fækka sárafátækum um helming fyrir árið 2015 og það takmark náðist talsvert löngu fyrir tímamörkin. Árið 1990 voru 36% jarðarbúa undir fátæktarmörkum en 10% í árslok 2015. Nú gera spár Alþjóðabankans ráð fyrir að sárafátækum hafi fækkað í árslok 2018 niður í 8,6%.</p> <p>Heimsmarkmiðin tóku við af Þúsaldarmarkmiðunum og samkvæmt fyrsta Heimsmarkmiðinu á að útrýma sárafátækt algerlega fyrir árið 2030. Fjölgun sárafátækra meðal þjóða sem búa við veikt stjórnarfar er helsta ógnin við það markmið. Samkvæmt breskri <a href="https://www.theigc.org/wp-content/uploads/2018/04/Escaping-the-fragility-trap.pdf" target="_blank">rannsókn</a>&nbsp;fyrr á árinu er líklegt að árið 2030 búi helmingur sárafátæktra í svokölluðum „óstöðugum ríkjum“ – þar sem vopnuð átök og spilling eru einkennandi.</p> <p>Tekjumörkin sem sárafátækt er miðuð við nema 225 krónum íslenskum í daglaun, eða 1,90 bandarískum dölum. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) bendir hins vegar á að lágar tekjur lýsi ekki nema að litlu leyti upplifun þeirra sem búa við sárafátækt. Fátækt sé margvíð og nái til margra annarra atriða en tekna, til dæmis hvort fólk hafi efni á því að setja börn á skólabekk, fara á heilsugæslustöð, hafa aðgang að hreinu vatni, salernisaðstöðu og rafmagni.</p> <p>Samkvæmt fátæktarvísitölu UNDP og háskólans í Oxford sem byggir á þessum mörgu þáttum og nefnist „<a href="http://hdr.undp.org/en/2018-MPI" target="_blank">Multidimensional Poverty Index</a>“(MPI) býr 1,3 milljarður jarðarbúa við fátækt, þar af er helmingur þeirra yngri en átján ára. Þorri fátækra samkvæmt þessari skilgreiningu býr í sunnanverðri Afríku (58%) og sunnanverðri Asíu, (31%).</p> <p>Í drögum að nýrri þróunarsamvinnustefnu sem byggir á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er lagt til að yfirmarkmið Íslands verði að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Í tvíhliða þróunarstarfi með samstarfsþjóðum okkar, Malaví og Úganda, hefur verið unnið um árabil með héraðsstjórnum að grunnþjónustu við íbúana sem rímar við tilmæli Sameinuðu þjóðanna í dag á Alþjóðlegum degi baráttunnar um útrýmingu fátæktar.</p>

16.10.2018Íbúar átakasvæða hafa ekki ráð á mat

<span></span> <p>Samkvæmt glænýjum rannsóknum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem birt er í tilefni Alþjóðlega matvæladagsins í dag, 16. október, dregur sífellt úr líkunum á því að íbúar á átakasvæðum hafi efni á næringarríkum máltíðum. Sama gildir um heimshluta þar sem ríkir pólitískur óstöðuleiki. Í fjölmörgum öðrum löndum leiðir hátt matvælaverð til þess að milljónir íbúa hafa ekki fjárráð til kaupa á hollri og næringarríkri fæðu.</p> <p>WFP gefur í dag út öðru sinni svokallaða „<a href="http://wfp.org/plateoffood" target="_blank">Baunavísitölu</a>“ um verð á einni máltíð í þróunarríkjum. Markmiðið er að draga upp fyrir neytendur í tekjuháum og iðnvæddum löndum mynd af því hversu stóran hluti daglauna þarf til þess að tryggja eina undirstöðumáltíð í fátækari ríkjum heims.</p> <p>Tekið er dæmi af fólki í New York sem myndi matbúa slíkan einfaldan rétt til að seðja magann og tryggja þriðjung af kaloríuþörf dagsins. Það gæti verið súpa, einfaldur plokkfiskur, nokkrar baunir eða linsubaunir, handfylli af hrísgrjónum eða brauði og maís, smávegis af tómatsósu. Slíkur réttur myndi kosta sáralítið fyrir íbúa bandarískrar stórborgar, eða 0,6% af daglaunum, um 150 krónur íslenskar, meðan slík máltíð gæti í sumum þróunarríkjum verið fjarstæðukenndur munaður, þrjú hundruð sinnum dýrari fyrir íbúa Suður-Súdan, fengist þar fyrir 45000 krónur. -Og hvernig hafa þá íbúar Suður-Súdan efni á slíkri máltíð?, spyr Matvælaáætlun SÞ. Svarið er: Þeir hafa ekki efni á henni.</p> <p>„Og það er þess vegna,“ segir WFP, „sem við og önnur mannúðarsamtök, erum þar. Á hverjum degi, í Suður-Súdan og mörgum öðrum löndum, höldum við lífi í fólki. Við ættum ekki að vera þar því hungur er siðferðislegt hneyksli og mannréttindabrot,“ segir í frétt frá Matvælaáætlun SÞ sem upplýsir jafnframt um tölu þeirra sem búa við sult: 821 milljón.</p> <p>Í dag á Alþjóða matvæladaginn er kastljósinu beint að öðru Heimsmarkmiðinu: Ekkert hungur. Í ávarpi frá Antóníó Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tilefni dagsins segir hann að flestir þeirra sem líða hungur séu konur. Síðan segir hann: „Um 155 milljónir barna þjást af langvinnri vannæringu og vaxtarhömlun mun marka þau fyrir lífstíð. Og hungur er orsök nærri helmings ungbarnadauða í heiminum. Þetta er óþolandi.“</p> <p>Matvælaáætlun SÞ (WFP) er ein mikilvægasta samstarfsstofnun utanríkisráðuneytisins í mannúðarmálum. Stofnunin sinnir neyðaraðstoð við flóttafólk og aðra sem eru í nauðum staddir, t.d. af völdum náttúruhamfara eða átaka. Helstu markmið WFP er að bjarga mannslífum og lina þjáningar, koma í veg fyrir hörmungar og vinna að endurreisn eftir að þær hafa dunið yfir, draga úr langvinnu hungri og vannæringu. </p> <p><a href="https://www.wfp.org/news/news-release/food-costs-should-cause-shock-and-outrage-countries-conflict-see-spiralling-prices" target="_blank">Food costs should cause 'shock and outrage' as countries in conflict see spiralling prices/ WFP</a></p> <p><a href="https://unric.org/is/frettir/27314-minna-kjoet-meiri-baunir" target="_blank">Minna (salt) kjöt, meiri baunir/ UNRIC</a></p>

16.10.2018„Kynferðislegt ofbeldi er notað í átökum til að tortíma manneskjunni“

<p>„Starf Rauða krossins hér heima og á alþjóðavettvangi er ómetanlegt og það var sérstaklega áhugavert á fá innsýn í stöðu mála á vettvangi í stríðshrjáðum ríkjum á borð við Sýrland og Jemen. Rauði krossinn er meðal helstu samstarfsaðila íslenskra stjórnvalda, til dæmis hvað varðar mannúðaraðstoð og móttöku flóttamanna, og við munum áfram styðja við bak samtakanna," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eftir fund sinn í gær með Yves Daccord framkvæmdastjóra Alþjóðaráðs Rauða krossins.</p> <p>Staða mála í Sýrlandi, Jemen og Úkraínu, auk samstarfs Íslands og Rauða krossins, voru til umræðu á fundinum. Einnig ræddu þeir áherslur Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, jafnréttismál og framlag Íslands til þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoðar.</p> <p>„Áskoranir í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á átakasvæðum“ var yfirheiti opins fundar og fyrirlestrar Yves Daccord í Háskóla Íslands í gær á vegum Rauða krossins á Íslandi, Alþjóðamálastofnunar og Höfða friðarseturs sem hann var í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. „Kynferðislegt ofbeldi á ekkert skylt við kynlíf, það er glæpur og notað sem valdatæki á átakasvæðum,“ sagði Daccord og benti meðal annars á Sýrland og Suður-Súdan. „Með kynferðislegu ofbeldi er reynt að granda fólki og sundra samfélögum, tortíma manneskjunni og svipta hana mennskunni,“ sagði hann.</p> <p>Daccord fjallaði um baráttu Rauða krossins gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum og sagði að hvarvetna á átakasvæðum væri að finna kynferðisofbeldi. „Það þarf ekki að leita sönnunargagna, þau eru þarna,“ sagði hann.</p> <p>Þegar Rauði Krossinn, Rauði Hálfmáninn og önnur hjálparsamtök fara á stríðssvæði geri þau ráð fyrir að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað, annað heyri til undantekninga.</p> <p>Að mati hans er stór hluti vandans sá að of fá ríki taki baráttuna gegn kynferðisofbeldi alvarlega. Einu ríkin sem áhuga hafa á þessum vanda séu vestræn ríki og þó einkum norrænu ríkin, Ísland, Noregur og Svíþjóð. Hann skoraði á íslensk stjórnvöld að freista þess að fá ríki Asíu, Afríku og múslima í meira mæli að borðinu.</p> <p>Ísland á sem kunnugt er í fyrsta sinn aðild að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Daccord sagði að rödd Íslands á sviði mannréttinda væri mikilvæg líkt og raddir annarra smærri ríkja sem hann taldi að ættu eftir að verða áberandi á þessu sviði næstu árin. „Smáríkjum er gjarnan betur treyst í mannúðarmálum enda stafar ekki mikil ógn af þeim,“ sagði Daccord og vísaði þar til málflutnings Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um málefni Sýrlands og Jemen fyrir manréttindaráðinu þar sem hann lýsti mikilvægi þess að allt verði gert til að stöðva þá sem ábyrgð bera á voðaverkunum í þeim átökum. </p> <p>Í erindi sínu í gær vakti Yves Daccord athygli á því að samstarfskona hans, Hauwa Liman ljósmóðir á þrítugsaldri, væri í haldi vígamanna Boko Haram í Nígeríu en henni var rænt ásamt tveimur öðrum starfskonum hjálparsamtaka 1. mars síðastliðinn. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að hún hafi verið tekin af lífi. Starfssystir hennar hjá Rauða krossinum var myrt í síðasta mánuði og því er aðeins ein kona eftir á lífi, starfskona UNICEF.</p>

15.10.2018Samstarfssjóður við atvinnulífið um Heimsmarkmiðin settur á laggirnar

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýjum reglum um styrkveitingar ráðuneytisins úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samstarfssjóðurinn er nýtt verkefni innan alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands þar sem aðilar úr atvinnulífinu geta sótt um styrki til samstarfsverkefna með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. </p> <p>Samkvæmt drögum að reglunum eiga verkefni ávallt vera til hagsbóta og skapa verðmæti í þróunarlöndum og hafa skýra tengingu við eitt eða fleiri þeirra Heimsmarkmiða SÞ sem Ísland leggur sérstaka áherslu á í þróunarsamvinnu. Samstarf við atvinnulíf á vettvangi þróunarsamvinnu er í samræmi við áherslur utanríkisráðuneytisins um að virkja í auknum mæli þátttöku, þekkingu og frumkvæði atvinnulífs í þróunarsamstarfi.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur lagt áherslu á samstarf við atvinnulífið í framkvæmd nýrrar þróunarsamvinnustefnu næstu árin. Hann hefur sagt mikilvægt að búa svo um hnútana að íslensk sérþekking og reynsla, til dæmis hvað varðar nýtingu á jarðvarma og sjálfbærum sjávarútvegi, geti nýst í þágu fátækra þjóða.</p> <p>Síðastliðið haust var sett á fót ný deild Svæðasamstarfs og samstarfs við atvinnulífið innan þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tengslum við aukið samstarf við atvinnulífið í þróunarsamvinnu var þá hafin skoðun og undirbúningur á Samstarfssjóði við atvinnulífið sem meðal annars er ætlað að virkja samstarf við einkageirann til þátttöku í verkefnum sem tengjast Heimsmarkmiðunum. Helstu verkefni deildarinnar eru umsjón með svæðasamstarfi og samstarfi við atvinnulífið og starfi skóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. </p> <p>Vinnuhópur hefur verið að störfum með það hlutverk að kortleggja möguleika Íslands og áhuga íslensks atvinnulífs hvað varðar sjálfbæra þróun og uppbyggingu í þróunarlöndum. Í vinnuhópnum eru fulltrúar þróunarsamvinnuskrifstofu, viðskiptaskrifstofu og Íslandsstofu.</p> <p><a href="https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1157" target="_blank">Samráðsgáttin</a></p>

14.10.2018Alþjóðabankinn hvetur til aukinnar fjárfestingar í menntun og heilsu

<p><span>Mikilvægi mannauðs, nýsköpunar og tækniframfara voru meginstef á nýafstöðnum ársfundi Alþjóðabankans sem fram fór á Balí, Indónesíu. Kynnti forseti bankans nýja vísitölu sem ætlað er að mæla framtíðarhorfur mannauðs í einstökum löndum. Vísitalan er liður í&nbsp;nýjum áherslum bankans sem ætlað er að hvetja til aukinna fjárfestinga á sviði heilbrigðismála og menntunar í þágu aukins jöfnuðar og hagvaxtar. </span></p> <p><span>Vísitalan nær til 157 ríkja og&nbsp;mælir þætti sem varða menntun, heilsu og næringu barna. Hverju ríki&nbsp;er gefið gildi sem fellur milli 0 og 1. Singapúr trónir á toppi listans með gildið 0,88 en Ísland er í 33. sæti með gildi upp á 0,74. Tvíhliða samstarfslönd Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, eru í 125. og 137. sæti listans.</span></p> <p>Er vísitölunni ætlað að segja til um framtíðarhorfur ríkja með því að horfa til framtíðarvinnuaflsins, barnanna. Fullt hús, þ.e. gildið 1, mundi þýða að barn sem fæddist í dag gæti búist við að verða heilbrigður einstaklingur&nbsp; og lifa að lágmarki til sextugs, og fengi fjórtán ára gæðamenntun. Samkvæmt bankanum þýðir vísitalan að í ríki sem fær gildið 0,7 í mannauðsvísitölunni, eru framtíðarmöguleikar barns sem fæðist í dag um 30% minni en ef að það fengi notið fullra tækifæra hvað varðar menntun og heilsu.</p> <div><span style="background-color: #ffffff;">Til að mæla þetta er m.a. horft til niðurstöðu PISA-kannana hvað varðar gæði náms, meðallengdar skólagöngu og tíðni vaxtarhömlunar fyrir fimm ára aldur. Vaxtarhömlun háir næstum fjórðungi barna í heiminum í dag og er tíðnin notuð sem mælikvarði á heilsu barna, hversu vel þau verða í stakk búin til að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði, og hvort þau hafi grunn til að læra lífið á enda.</span></div> <p>Frekar má kynna sér mannauðsvísitöluna <a href="http://www.worldbank.org/en/publication/human-capital">hér</a>.</p> <div style="position:relative;height:0;padding-bottom:48.25%;"><iframe src="https://www.youtube.com/embed/iCUIAQkOwKw?ecver=2" style="position:absolute;width:100%;height:100%;left:0;" width="746" height="360" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe></div>

12.10.2018Mannauður og ný tækni umfjöllunarefni á ársfundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

<span></span> <p>Þessa dagana standa yfir ársfundir Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Balí í Indónesíu, en þá hittist jafnframt sameiginleg Þróunarnefnd stofnananna.&nbsp;Eitt megin fundarefnið í ár er umfjöllun um það hvernig nýta megi mannauð og nýja tækni til framþróunar. Fundunum lýkur á sunnudagskvöld.</p> <p>„Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni,“ segir María Erla Marelsdóttir sendiherra og skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu sem sækir fundina fyrir Íslands hönd.</p> <p>Ísland tekur virkan þátt í fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna en ríkin átta deila stjórnarsæti í bankanum og samræma því málflutning sinn og afstöðu til málefna. Petteri Orpo fjármálaráðherra<span style="background: white;"> Finnlands situr nú í Þróunarnefndinni fyrir hönd kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og flytur sameiginlegt ávarp kjördæmisins. </span></p> <p><strong>Ísland í formennsku á næsta ári</strong></p> <p>Á næsta ári leiðir Ísland leiða kjördæmisstarfið til tveggja ára en í því felst annars vegar að Ísland mun eiga aðalfulltrúa í stjórn Alþjóðabankans, sem gegnir starfinu fyrir hönd kjördæmisins. Tilkynnt á dögunum að Geir H. Haarde sendiherra myndi taka það sæti. Deild fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu í þróunarsamvinnuskrifstofu leiðir einnig næstu tvö árin samræmingu á málefnastarfi kjördæmisins í höfuðborgum kjördæmislanda. Þá mun utanríkisráðherra mun eiga sæti í þróunarsamvinnunefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisins árið 2019. </p> <p>Stór hluti framlaga Íslands til Alþjóðabankasamsteypunnar fer til Alþjóðaframfarastofnunarinnar sem er sú stofnun bankans sem veitir fátækustu löndum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum, auk ráðgjafar. Þá veita íslensk stjórnvöld stuðning til sömu ríkja í gegnum áætlun Alþjóðaframfarastofnunarinnar um niðurfellingu á skuldum fátækustu ríkjanna.</p> <p>Á síðasta ári gerði Ísland samning til fimm ára (2017-2021) við sjóð Alþjóðabankans á sviði fiskimála, PROFISH sem settur var á laggirnar árið 2005, með það að markmiði að styrkja sjálfbæra fiskveiðistjórnun, stuðla að efnahagslegum og félagslegum framförum, byggja upp fiskistofna og auka afrakstur þeirra.&nbsp;</p> <p><a href="http://live.worldbank.org/annual-meetings-2018" target="_blank">Dagskrá</a> fundanna á Balí</p> <p><a href="https://www.devex.com/focus/world-bank" target="_blank">World Bank Meetings</a>/ Devex</p>

12.10.2018Ákvörðun stjórnvalda um móttöku flóttafólks á næsta ári

<p>Ríkisstjórnin tók í dag ákvörðun um móttöku allt að 75 flóttamanna á næsta ári, að stærstun hluta Sýrlendingum sem staddir eru í Líbanon en einnig hinsegin flóttamönnum og fjölskyldum þeirra sem nú eru í Kenía. Ákvörðunin byggist á tillögum flóttamannanefndar í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.<br /> <br /> Þetta er í fjórða sinn sem stjórnvöld taka á móti sýrlensku flóttafólki en fyrsti hópurinn kom hingað árið 2015 og í þriðja sinn sem tekið er á móti hinsegin flóttafólki. <br /> <br /> Sýrlendingar eru fjölmennastir í hópi fólks á flótta í heiminum sem er í þörf fyrir alþjóðlega vernd. Sýrlenskir flóttamenn í Líbanon telja yfir milljón manns, búa þar við þröngan kost og staða þeirra hefur farið síversnandi. Þess má geta að um 55% sýrlenskra barna á flótta sem stödd eru í Líbanon hafa ekki aðgang að formlegri menntun. <br /> <br /> Staða hinsegin flóttafólks í Afríku er viðkvæm vegna útbreiddra fordóma. Algengt er að hinsegin flóttafólk og fjölskyldur þess verði fórnarlömb ofbeldis í flóttamannabúðum. <br /> <br /> Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú alls 19,9 milljónir manna sem flóttafólk og áætlar stofnunin að af þeim séu 1,4 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól. Þótt ríkjum sem taki á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi fjölgað á liðnum áru, er samt tekið á móti færri einstaklingum en áður. Fækkunin milli áranna 2016 og 2017 nam 48% en árið 2017 voru þetta um 65.000 einstaklingar. </p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent þjóðum heims ákall um að taka á móti fleira flóttafólki á næsta ári. Skipulögð móttaka flóttafólks bjargar ekki aðeins mannslífum og kemur í veg fyrir að einstaklingar leggi af stað í lífshættuleg ferðalög, heldur léttir það einnig á þeim ríkjum sem bera hvað þyngstar byrðar þegar kemur að málefnum flóttafólks. Um 85% alls flóttafólks í heiminum dvelja nú í grannríkjum landa þar sem stríðsátök eiga sér stað. </p> <p>Næstu skref vegna áformaðrar móttöku flóttafólks hér á landi verða að upplýsa Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Stofnunin leggur í framhaldi af því fram upplýsingar um þá einstaklinga sem hún telur koma til greina að bjóða til Íslands og verður unnið úr þeim upplýsingum hér á landi, meðal annars með aðkomu Útlendingastofnunar. Þegar fyrir liggur hverjum verður tekið á móti og þar með upplýsingar um samsetningu hópsins, aldur, fjölskyldusamsetningu og fleira tengt aðstæðum þeirra og þörfum, semur velferðarráðuneytið við tiltekið sveitarfélag eða sveitarfélög um móttöku fólksins.</p>

11.10.2018Ríki heims verða að binda enda á mismunun í garð stúlkna

<span></span><span></span> <p>„Ríki heims verða að grípa til árangursríkra aðgerða til að binda enda á mismunun og kynbundið ofbeldi í garð stúlka,“ segir í yfirlýsingu mannréttindasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna í tilefni af alþjóðlegum degi stúlkubarnsins, sem er í dag, 11. október. Í sameiginlegri yfirlýsingu segja sérfræðingarnir að þörf sé skjótra aðgerða til þess að stelpur verði fullgildir þátttakendur á öllum sviðum samfélagsins.</p> <p>Í yfirlýsingunni segir að brýnt sé að verja þær framfarir sem orðið hafa á síðustu árum en jafnframt þurfi að halda áfram af fullum þunga í átt að algeru jafnrétti. „Skaðlegar staðalímyndir og fordómar sem tengjast aldri og kyni halda oft aftur af stelpum og setja þær í hættulegar aðstæður.“</p> <p>Fram kemur í yfirlýsingunni að alþjóðasamfélagið hafi með Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna skuldbundið sig til þess að skapa heim þar sem stelpum sé tryggð uppvaxtarskilyrði án mismununar og kynbundis ofbeldis – og þar sem hvorki kyn eða aldur tálmi leið þeirra að jöfnum tækifærum og valdeflingu á öllum sviðum. „Engu að síður eru þessar skuldbindingar enn ófullnægjandi og hætta er á afturför sem myndi leiða til þess að of margar stelpur verði útundan.“ </p> <p>Sérfræðingahópurinn vísar sérstaklega til fimm Heimsmarkmiða í þessu samhengi, markmiðsins um útrýmingu fátæktar (1), markmiðsins um mikilvægi menntunar (4), markmiðs um atvinnutækifæri og hagvöxt (8) og markmiðsins um frið og réttlæti (16).</p> <p>„Um heim allan er stúlkum neitað um jafnrétti til menntunar, heilsu, menningarlífs, ennfremur innan fjölskyldna og í samfélögum þeirra, með þeim hætti sem takmarkar val þeirra og kosti,“ segja sérfræðingarnir og vísa til gagna frá UNICEF sem sýni að læsi stúlkna er lakara en stráka, þær fái minni heilsugæslu og þær séu almennt fátækari en strákar.</p> <p>„Í of mörgum löndum er ríghaldið í lög sem mismuna stúlkum í málaflokkum eins og í erfðarétti og giftingaraldri. Í of mörgum fjölskyldum og samfélögum er viðhaldið skaðlegum hefðum eins og barnahjónaböndum, útilokun meðan á blæðingum stendur og limlestingum á kynfærum stelpna,“ segir í yfirlýsingunni.</p> <p>Í lok hennar segir að stelpur standi oft frammi fyrir tvöfaldri mismunum, bæði vegna kyns og aldurs, sem leitist við að þagga niður í þeim og sýna þær veikburða og máttlitlar. „En stelpur um allan heim eru sterkar, hugrakkar, gáfaðar og hæfileikamiklar. Við verðum að hlusta á hvað þær hafa að segja, gefa þeim tækifæri til að ná árangri. Og við verðum að virða, vernda og uppfylla öll mannréttindi þeirra.“</p> <p>Í íslenskri utanríkisstefnu er sem kunnug er lögð mikil áhersla á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna sem endurspeglast bæði í þróunarsamvinnu og í málsvarastarfi. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna er starfræktur á Íslandi, sem hluti af þróunarsamvinnu utanríkisráðuneytisins, sem með þverfaglegum rannsóknum, kennslu og miðlun stuðlar að kynjajafnrétti og félagslegu réttlæti í þróunarlöndum og á átakasvæðum.</p> <p>Alþjóðadagur stúlkubarnsins var fyrst haldinn árið 2012.</p> <p><a href="https://www.ohchr.org/EN/NewsEvents/Pages/DisplayNews.aspx?NewsID=23703&amp;LangID=E" target="_blank">Yfirlýsingin í heild</a>.</p>

11.10.2018Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins

<span></span> <p>Þrjú hundruð einstaklingar leituðu hælis á Íslandi fyrstu sex mánuði ársins, samkvæmt nýbirtum tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Allt síðasta ár voru hælisleitendur rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. </p> <p>Í skýrslunni er hægt fá svör við því hversu margir hælisleitendur&nbsp;hafa komið&nbsp;til Norður-Evrópu&nbsp;það sem er af þessu ári og hversu margir komu árið 2017? Hver þeir eru og hvaðan þeir koma. Einnig má sjá hversu margir&nbsp;eru&nbsp;komnir með&nbsp;dvalarleyfi&nbsp;eða fengu&nbsp;alþjóðlega vernd og&nbsp;hvað margir eru&nbsp;kvótaflóttamenn?</p> <p>Í þessu nýja tölfræðiriti UNHCR Norður-Evrópu – sem fjallar um Danmörku, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Litháen, Noreg og&nbsp;Svíþjóð&nbsp; – eru veittar upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta&nbsp;frá árinu 2017.&nbsp;Tölfræðin geymir upplýsingar um komur, kvótaflóttafólk, prósentur og svo heildarfjölda fólks sem hefur fengið alþjóðlega vernd í fyrrnefndum löndum síðustu fimm ár og fyrstu sex mánuði 2018.</p> <p>Flestir hælisleitenda á Íslandi koma frá Georgíu, Albaníu, Írak, Makedóníu og Pakistan en á hinum Norðurlöndunum eru flestir hælisleitenda frá Sýrlandi, Írak, Afganistan og Eritreu. Ísland sker sig einnig úr hvað varðar fjölda karlmanna meðal hælisleitenda, en þeir voru 67% þeirra sem leituðu hér hælis á síðasta ári. Líkurnar á því að fá vernd hér á landi er 18%, samkvæmt tölum UNHCR.</p> <p>Heildarframlög íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðstoðar, meðal annars til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, námu rúmum 530 milljónum króna á árinu 2017. Þá námu styrkir til mannúðarverkefna íslenskra borgarasamtaka 202 milljónum. </p> <p>Tölfræðigögnin má sækja <a href="https://data2.unhcr.org/en/documents/download/66034" target="_blank">hér</a>&nbsp;(á ensku).</p> <p><a href="http://www.unhcr.org/neu/is/9795-island-styrkir-flottamannastofnun-sameinudu-thjodanna-med-thriggja-ara-samkomulagi-um-studning-vid-flottamenn.html" target="_blank">Ísland styrkir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með þriggja ára samkomulagi um stuðning við flóttamenn</a></p>

10.10.2018Á bilinu 10-20% ungmenna í heiminum glíma við einhvers konar geðræna erfiðleika

<span></span> <p>Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við því að það geti haft alvarlegar afleiðingar síðar á ævinni ef ekki er tekið á geðrænum vanda á táningsaldri. „Hægt er að koma í veg fyrir eða lækna margs konar geðræna kvilla, sérstaklega ef fylgst er með andlegri heilsu frá blautu barnsbeini,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Um 16% þeirra sjúkdóma og meiðsla sem unglingar glíma við eru af geðrænum toga. Þeir eru hins vegar oft á tíðum ekki greindir og því ekki læknaðir. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (<a href="https://unric.org/is/frettir/27312-allt-ae-20-ungmenna-glima-vie-geeraenan-vanda" target="_blank">UNRIC</a>) greinir frá í tilefni af Alþjóðlega geðverndardeginum, sem er í dag, 10. október.</p> <p>Helsta markmið <a href="http://www.who.int/mental_health/world-mental-health-day/2018/en/" target="_blank">Alþjóðlega geðverndardagsins</a>&nbsp;er að vekja fólk til vitundar um sálræna kvilla og berjast gegn geðrænum vandamálum með það að markmiði að bæta andlega heilsu í heiminum. Þema dagsins að þessu sinni er „Ungt fólks og andleg heilsa í breyttum heimi.” Fram kemur hjá UNRIC að töluverður munur sé á ríkum og fátækum ríkjum hvað varðar andlega heilsu. Af þeim 14% jarðarbúa sem glíma við geðræna sjúkdóma, búi 75% í fátækum ríkjum þar sem meðferð við þeim er af skornum skammti.</p> <p>„Margir tengja unglingsárin og fyrstu fullorðinsárin við miklar breytingar. Ungt fólk þarf að horfast í augu við margs konar umbreytingar, nýja skóla, að fara að heiman, byrja í háskóla eða hasla sér völl á vinnumarkaði. Finnsku geðverndarsamtökin telja að helmingur allra geðrænna kvilla byrji fyrir 14 ára aldur og 75% fyrir 24 ára aldur. Af þessum sökum er brýnt að fólk leiti sér meðferðar sem fyrst til þess að forðast veikindi á fullorðinsaldri,“ segir í fréttinni.<br /> <br /> „Slæm andleg heilsa á unglingsaldri hefur áhrif á námsárangur og eykur líkur á hættu á áfengis- og fíkniefnamisnotkun, auk ofbeldishneigðar. Þá eru sjálfsvíg á meðal tíðustu dánarorsaka ungs fólks,“ segir Guterres í ávarpi á Alþjóðlega geðverndardaginn.</p> <p><a href="http://gedhjalp.is/dulin-ahrif/" target="_blank">Dulin áhrif erfiðrar reynslu í æsku á heilsufar á fullorðinsárum - Málþing</a></p>

09.10.2018„Friðarverðlaunin sigur fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi“

<span></span> <p>„Friðarverðlaun Nóbels í ár eru mikilvægur sigur fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Áratuga barátta gegn kynferðisafbrotum í stríði, þar sem líkamar kvenna og stúlkna eru oft á tíðum hluti af vígvellinum, er loksins að komast í kastljós alþjóðasamfélagsins. Vonandi verður barátta friðarverðlaunahafa Nóbels til þess að opna augu heimsins enn frekar fyrir þeim mannréttindabrotum sem eiga sér ennþá stað um allan heim og að alþjóðasamfélagið leiti leiða til að koma í veg fyrir að slíkt ofbeldi viðgangist,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women í samtali við Heimsljós.</p> <p>Tilkynnt var á dögunum að Denis Mukwege læknir frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Nadia Murad úr minnihlutahópi Jasída í Írak að hefðu hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Þau eru bæði þekkt fyrir baráttu gegn kynferðisofbeldi í stríði. </p> <p>&nbsp;„Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er ógnun við frið og blettur á mannkyninu. Engu að síður er það útbreidd plága. Við óskum samstarfsfólki okkar <a href="https://twitter.com/DenisMukwege">@DenisMukwege</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://twitter.com/NadiaMuradBasee">@NadiaMuradBasee</a>&nbsp;til hamingju með Nóbelsverðlaunin. Við munum halda áfram að styðja kjarkmikla viðleitni þeirra,” sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á Twitter eftir athöfnina þegar tilkynnt var um handahafa friðarverðlaunanna. Þar kom fram að Mukwege og Murad hefðu orðið fyrir valinu til að vekja athygli á því að konur&nbsp;þarfnist verndar í stríði, sérstaklega konur sem tilheyra minnihlutahópum, og ennfremur að draga verði brotamenn til ábyrgðar.&nbsp;</p> <p>Alessandra Vellucci framkvæmdastýra upplýsingamiðlunar hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf telur að ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Mukwege og Murad í sameiningu friðarverðlaunin í ár sé þungt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við að binda enda á kynferðislegt ofbeldi. Sjálf hefur Murad reynslu af slíku harðræði eftir að hún var handtekin af hálfu liðsmanna Íslamska ríkisins síðsumars 2014 og hneppt í kynlífsánauð í Mosul. Denis Mukwege er kvensjúkdómalæknir sem hefur vakið athygli á og barist gegn kynferðislegu ofbeldi í heimalandi sínu Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>„Það er erfitt að ímynda sér verðugri friðarverðlaunahafa Nóbels en Nadia Murad og Denis Mukwege,” sagði Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu. „Þetta er verðskulduð viðurkenning á starfi þessara tveggja hugrökku, þrautseigu og skilvirku baráttumanna gegn kynferðislegu ofbeldi og beitingu þess sem vopns í hernaði,“ er haft eftir henni í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum alþjóðalega þróunarsamvinnu stutt ötullega við bakið á UN Women í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og gegn kynferðislegu ofbeldi, meðal annars í Afganistan og Palestínu, auk mannúðarverkefnis í flóttamannabúðum í Jórdaníu. Þessir málaflokkar hafa einnig verið rauður þráður í starfi Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu skólanna (UNU-GEST) sem er hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi verið hefur verið framfylgt með sérstakri áætlun af Íslands hálfu og kappkostað að kynjasjónarmið séu samþætt í allar aðgerðir sem stuðla eiga að friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Þá fær Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Sýrlandi sérstakan stuðning frá Íslandi en framlög Íslendinga til sjóðsins voru þrefölduð á síðasta ári. </p>

09.10.2018Fertugasti árgangur Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaður

<span></span><span></span> <p><span>Í síðustu viku útskrifuðust 24 nemendur úr Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, níu konur og fimmtán karlar, frá fjórtán löndum. Þetta er í fertugasta sinn sem skólinn útskrifar nemendur úr sex mánaða námi á Íslandi, en skólinn hóf starfsemi árið 1979.</span></p> <p>Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu lagði ríka áherslu á mikilvægi jarðhitanýtingar fyrir framfarir og betri lífskjör í þróunarríkjum í ávarpi sínu við útskriftina. Hann greindi frá þeirri áherslu sem íslensk stjórnvöld hafa lagt á endurnýjanlega orku þegar kemur að sjálfbærri þróun, en nýting jarðhita er eitt af áherslusviðum íslenskrar þróunarsamvinnu. Þá undirstrikaði hann mikilvægi kynjajafnréttis í þróunarsamvinnu Íslands og samþættingu kynjasjónarmiða í verkefnum á sviði orkumála. </p> <p>Frá upphafi hafa alls 694 nemendur frá 61 landi útskrifast úr Jarðhitaskólanum. Um 39% nemenda hafa komið frá Afríku og 35% frá Asíu, 14% frá Rómönsku Ameríku, 11% frá Evrópu og 1% frá Eyjaálfu. Þá hafa 158 konur útskrifast frá upphafi eða rúmlega 22%, en undanfarin tíu ár hefur hlutfallið hækkað og verið um 31%.</p> <p>Á þessu ári hafa þar að auki sextán nemendur stundað meistaranám við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og fjórir nemendur stundað doktorsnám við HÍ á styrk frá Jarðhitaskólanum.</p> <p>Auk þjálfunar jarðhitasérfræðinga hér á landi hefur skólinn um árabil haldið styttri námskeið í Austur-Afríku, Rómönsku Ameríku og á Karíbahafseyjum þar sem fleiri sérfræðingum gefst færi á þjálfun. Námskeiðin hafa sterka tengingu við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. </p> <p>Lykillinn að góðum árangri starfsemi Jarðhitaskólans er sá sterki bakhjarl sem skólinn hefur notið í fjárlögum íslenska ríkisins en skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</p>

08.10.2018Um fimmtán þúsund börn hjálparþurfi í Palu að mati SOS Barnaþorpanna

<span></span> <p>„SOS Barnaþorpin í Indónesíu hafa sent hóp sérfræðinga til borgarinnar Palu þar sem áætlað er að um fimmtán þúsund börn séu á vergangi og hjálparþurfi eftir flóðbylgjuna sem skall á borginni í lok september. Yfir sjötíu þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og í fréttatilkynningu frá SOS í Indónesíu segir að áætlað sé að þriðjungur þeirra séu börn. </p> <p>„Hingað til hefur hjálparstarf aðallega verið í höndum yfirvalda en nú er tími til kominn að barnaverndarsamtök eins og við stigi inn og aðstoði yfirvöld. Þarna er stöðug neyð og hjálparstarfsfólk er loksins að komast að þeim svæðum sem verst urðu úti,“&nbsp; segir Gregor Hadi Nitihardjo framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Indónesíu.</p> <p>Nitihardjo býst við að það muni taka SOS-teymið minnst tvo daga að komast á svæðið. „Hjálparstarf okkar miðar að því að meta þörf barnanna fyrir sálfræðihjálp, að sameina þau foreldrum eða ættingjum og setja upp barnagæslu. Með barnagæslunni getum við veitt börnunum umönnun og vernd en börn eru sérstaklega berskjölduð við svona kringumstæður. Þau munu þurfa hjálp í marga mánuði í viðbót,“ segir Nitihardjo.</p> <p>Átta SOS barnaþorp eru í Indónesíu en ekkert þeirra er nálægt hamfarasvæðum. Alls eru 106 Íslendingar styrktarforeldrar barna í fimm af þessum þorpum.“</p>

08.10.2018Kópavogsbær verði barnvænt sveitarfélag UNICEF

<span></span> <p>Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirrituðu samstarfssamning á dögunum. Fram kemur á vef UNICEF að með samningnum hefji Kópavogsbær vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að bæjarfélagið stefni að því að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi. Með undirrituninni skuldbinda fulltrúar Kópavogsbæjar sig til þess að setja upp „barnaréttindagleraugun“ þegar verk- og ákvarðanaferli eru skoðuð og að forsendur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu sveitarfélagsins. </p> <p>„Þetta er mjög gleðilegt og jákvætt skref í að tryggja réttindi barna í daglegu lífi. Það hefur verið mikil eftirspurn frá sveitarfélögum landsins um stuðning við innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá UNICEF á Íslandi viljum gera það sem í okkar valdi stendur til að svara þeirri eftirspurn, “ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Kópavogsbær er framsækið og öflugt sveitarfélag og við bindum miklar vonir við að samstarf okkar leiði af sér ýmiskonar spennandi nýsköpun í gæðavinnu sem tengist réttindum barna. Þá vinnu munu önnur sveitarfélög geta nýtt sér ef þurfa þykir og þannig byggjum við saman barnvænna samfélag á Íslandi“, bætir hann við.</p> <p>„Ég er stoltur af því að innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé að hefjast í Kópavogi. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í innleiðingu Barnasáttmálans og við hjá Kópavogsbæ munum sinna verkefninu af metnaði. Innleiðing Barnasáttmálans fellur einnig afar vel að nýsamþykktum áformum bæjarins um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hjá bænum,“ segir Ármann.</p> <p><strong>Sveitarfélög&nbsp; órjúfanlegur þáttur í innleiðingu Barnasáttmálans</strong></p> <p>Hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga byggir á alþjóðlegu verkefni UNICEF,&nbsp;Child Friendly Cities, en það hefur verið innleitt í hundruðum sveitarfélaga um allan heim. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNICEF á Íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni á Barnasáttmálanum. Kópavogsbær verður annað sveitarfélagið til að nýta sér líkanið en Akureyrarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að taka þátt í verkefninu.&nbsp;</p> <p>Í kjölfar þess að Alþingi lögfesti Barnasáttmálann í febrúar 2013 hafa skapast umræður um hlutverk og ábyrgð íslenskra sveitarfélaga við innleiðingu sáttmálans.&nbsp; Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna og umboðsmaður barna hafa bent á að sveitarfélög séu órjúfanlegur þáttur í innleiðingu hans. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á að uppfylla Barnasáttmálann verður hann aldrei innleiddur nema í samstarfi við sveitarfélögin. Það eru sveitarfélögin sem annast stærstan hluta þeirrar þjónustu sem hefur bein áhrif á daglegt líf barna.</p> <p><strong>Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna</strong></p> <p>Að sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu og að forsendur hans gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu þess. Líkja má innleiðingunni við að starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins setji upp „barnaréttindagleraugu“ og rýni og skoði verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum. Barnasáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna. Ferlið við að gerast barnvænt sveitarfélag krefst pólitískrar skuldbindingar, sem er grundvöllurinn fyrir innleiðingu Barnasáttmálans í sveitarfélaginu, ásamt samræmdum aðgerðum þvert á öll svið sveitarfélagsins.</p> <p><strong>Innleiðingarlíkan og viðurkenning</strong></p> <p>Innleiðingarlíkanið&nbsp;barnvæn sveitarfélög&nbsp;er aðgengilegt á vefsíðunni&nbsp;<a href="http://www.barnvaensveitarfelog.is/">www.barnvaensveitarfelog.is</a>&nbsp;og geta áhugasamir einstaklingar, kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveitarfélaga nálgast þar allar nauðsynlegar upplýsingar um innleiðingu Barnasáttmálans. Sveitarfélög sem hafa áhuga á að hefja markvisst ferli við innleiðingu sáttmálans geta einnig skráð sig til þátttöku á vefsíðunni.&nbsp;<a href="http://barnvaensveitarfelog.is/barnvaen-samfelog/innleidingarferlid/">Innleiðingarferlið&nbsp;</a>tekur tvö ár og skiptist í 8 skref. Að því loknu geta sveitarfélögin sótt um viðurkenningu frá UNICEF sem barnvæn sveitarfélög. Viðurkenningin er háð því að starfsfólk UNICEF meti sem svo að innleiðingin hafi verið réttindum barna í sveitarfélaginu til framdráttar og unnið hafi verið eftir hugmyndafræði líkansins. Til að viðhalda viðurkenningunni þarf sveitarfélag að halda innleiðingunni áfram, setja sér ný markmið og óska eftir nýju mati að þremur árum liðnum.</p>

05.10.2018Rauði krossinn í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna í Indónesíu

<p>Rauða kross hreyfingin reynir ávallt að bregðast hratt og örugglega við náttúruhamförum alls staðar um heiminn. Að minnsta kosti 1200 eru látin í Indónesíu eftir jarðskjálfta og tsunami flóðbylgju í kjölfarið, a.m.k. 800 eru slasaðir og meira en 160.000 hafa misst heimili sín. Þetta kemur fram á vef Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Rauði krossinn á svæðinu er í kapphlaupi við tímann að koma aðstoð til þolenda, en það hefur reynst erfitt vegna m.a. vegna vegna skemmda á vegakerfi. Indónesíski Rauði krossinn hefur einbeitt sér að leit og björgun á þremur svæðum, Palu, Sigi og Doggala. Önnur svæði sem þurfa bráðnauðsynlega á aðstoð að halda eru norður Mamuju, Parrigi og Moutong. Færanleg heilsugæsla hefur verið sett upp í Sigi þar sem læknar huga að slösuðu fólki.</p> <p><img alt="" src="/lisalib/getfile.aspx?itemid=ea4af2f9-c896-11e8-942c-005056bc530c&amp;proc=600x315" /></p> <p>Vegna erfiðs aðgengis að svæðinu hefur indónesíski Rauði krossinn sent þrjú skip af stað sem munu sigla á svæðin sem verst urðu úti. Skipin eru hlaðin vörubílum fullum af vatni, eldhúsum sem auðvelt er að koma upp, moskítónetum, dýnum, hreinlætis- og barnapökkum, tjöldum auk líkpoka.</p> <p>Afleiðingarnar af þessum hamförum eiga enn eftir að koma að fullu í ljós en hreyfingin öll er í viðbragðsstöðu, m.a. vegna fjármagns sem senda þarf til að viðhalda björgunarstarfi.</p> <p><span><em>Ljósmyndir: Rauði krossinn.</em></span></p>

03.10.2018Nýtt borðspil um Heimsmarkmiðin

<p>Nýtt <a href="https://go-goals.org/" target="_blank">ókeypis borðspil</a>&nbsp;um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er nú komið á netið á íslensku. Nú er hægt að kynna sér markmiðin og fræða börn um sjálfbæra þróun á meðan spilað er skemmtilegt borðspil. Frá þessu er <a href="https://unric.org/is/frettir/27199-teningum-kastae-i-tagu-heimsmarkmieanna" target="_blank">greint á vefsíðu UNRIC</a>, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/u44CIidm2xA" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>„Það er mjög einfalt að byrja að spila og það kostar ekki neitt,“ segir Fabienne Pompey, umsjónarmaður spilsins, sem ber heitið Áfram Heimsmarkmiðin. „Allt sem þarf til er að hlaða því niður af netinu, prenta, klippa út og spila.“</p> <p>Spilið gefur innsýn í það hvernig hver og einn hefur hlutverki að gegna sem einstaklingur, hluti af liðsheild og ábyrgur borgari, við að móta framtíð jarðarinnar. Og það sem meira er, spilið gefur börnum hlutverk. Við þurfum á því að halda að unga kynslóðin leiki lykilhlutverk í að byggja upp bjarta framtíð.</p> <p>„Spilið gefur börnum tækifæri til að skilja heiminn betur og vera virk," segir Fabienne Pompey.</p> <p>Heimsmarkmiðaspilinu er ætlað að hvetja fólk til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að ná heimsmarkmiðunum og deila verkum sínum og benda á leiðir til þess að ná þeim á samskiptamiðlum með því að nota myllumerkið #SDGGame.</p> <p>Þátttakendur eru líka hvattir til þess að semja sínar eigin spurningar og deila þeim á samskiptamiðlum með sama myllumerki. „Við viljum hvetja fólk til að halda samtalinu áfram líka þegar spilinu lýkur,“ segir Pompey.</p> <p>Spilið er nú til á nokkrum tungumálum, svo sem ensku, frönsku, þýsku, spænsku, kínversku, hollensku og grísku, auk Norðurlandamálanna, þannig að fjölskyldur geta spilað spilið og æft sig í erlendum málum á sama tíma.</p> <p>Þá vitið þið hvað til þarf. <a href="https://go-goals.org/" target="_blank">Leikurinn er hér</a>&nbsp;og allt sem þarf er prentari, skæri, lím og þið getið byrjað. Svo verður teningunum kastað í þágu betri, sjálfbærari heims!</p>

30.09.2018Kynjajafnrétti lykill að sjálfbærri þróun

<p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í nýliðinni viku. Mannréttindamál, sjálfbær þróun og stríð í Sýrlandi og Jemen voru á meðal þess sem ráðherra fjallaði um í ræðu sinni.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar hafa gegnt stóru hlutverki við að stuðla að friði og framþróun. Flestir lífskjaravísar segja jákvæða sögu – söguna af okkar sameiginlega árangri. Það er saga sem við ættum að segja oftar,“ sagði Guðlaugur Þór í upphafi ræðunnar.</p> <p>Guðlaugur Þór fór í ræðunni yfir mikilvægi kynjajafnréttis sem væri lykillinn að sjálfbærri þróun. Íslendingar væru reiðubúnir að deila reynslu sinni á þessu sviði með öðrum þjóðum. Þá sagði hann mikilvægt að grípa strax til loftslagsaðgerða líkt og Ísland hyggst gera með nýkynntri loftslagsáætlun. Íslendingar yrðu vitni að örum breytingum á norðurslóðum og annars staðar ógnaði eyðimerkurmyndun lífsgæðum fólks.</p> <p>„Sjálfbær þróun og málefni hafsins voru reifuð í ræðunni og minnti utanríkisráðherra á formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, sem hefst á næsta ári og mun hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Þá kom Guðlaugur Þór inn á smitlausa sjúkdóma í ræðu sinni og lagði áherslu á að betur verði hugað að taugasjúkdómum, þá sérstaklega mænuskaða.</p> <p>Guðlaugur Þór sagðist stoltur af því að Ísland skuli hafa tekið sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna á hundrað ára afmæli fullveldisins og sjötíu ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Vaxandi virðing fyrir mannréttindum frá fullveldi hafi átt stóran þátt í aukinni velsæld þjóðarinnar og því væri það hverju ríki hagsmunamál að tryggja mannréttindi borgaranna. Reifaði Guðlaugur Þór helstu áherslumál Íslands í mannréttindaráðinu, sem lúta meðal annars jafnrétti kynjanna og réttindum barna, réttindum hinsegin fólks og umbótum á starfsháttum mannréttindaráðsins.</p> <p>Utanríkisráðherra kom inn á átökin í Sýrlandi og Jemen, stöðu mála í Venesúela og Mjanmar og vakti máls á flóttamannavandanum og stöðu barna í því samhengi. Að endingu gerði Guðlaugur Þór grundvallargildi Sameinuðu þjóðanna að umtalsefni og stöðu alþjóðakerfisins, og mikilvægi þess að standa vörð um það.<br /> <br /> „Meðal undirstaða okkar sjálfstæðis og velgengni eru reglur alþjóðakerfisins og gildi sem meðal annars lúta að opnum mörkuðum, fríverslun, öflugum alþjóðastofnunum, frjálslyndi og lýðræði og alþjóðlegri samvinnu. Þessari undirstöðu má aldrei taka sem sjálfsögðum hlut og það kemur í okkar hlut, aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, að sjá til þess að kynslóðir framtíðarinnar njóti þessara sömu fríðinda.</p> <p><strong>Sjá ræðuna á myndbandi hér: </strong><iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/uuQEaABo1hw" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> </p> <p><em>(frá Utanríkisráðuneytinu,mynd:UN Photo/Loey Felipe)</em></p> <p>Sjá ræðuna<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2018/09/28/Raeda-utanrikisradherra-a-allsherjarthingi-Sameinudu-thjodanna/">&nbsp;hér.</a></p> <p><em>Fréttin birtist áður á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.</em></p>

30.09.2018Mannréttindaráð SÞ: Hvatt til að ásökunum um þjóðarmorð verði vísað til dómstóla

<span>39. fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf lauk í vikunni sem leið. Ísland tók þátt sem aðildarríki ráðsins í fyrsta skipti eftir að hafa verið kosið í ráðið í sérstökum aukakosningum í New York í sumar.<br /> <br /> Mannréttindaráðið afgreiddi 23 ályktanir síðustu tvo dagana. Þar ber einna hæst sérstaka ályktun um mannréttindaástandið í Mjanmar. Í henni er kveðið á um áframhaldandi starf rannsóknarnefndar á vegum ráðsins og hvatt til að ásökunum um þjóðarmorð á Róhingjum verði vísað til dómstóla. Ráðið samþykkti einnig nýja ályktun um Venesúela, en yfir tvær milljónir hafa flúið ástandið þar undanfarna mánuði. Þá ályktaði ráðið meðal annars um stöðu mála í Jemen, þar sem þúsundir hafa látist vegna stríðsátaka og hungursneyð vofir yfir. Jafnframt voru samþykktar ályktanir um þverlæg málefni líkt og réttinn til vatns, öryggi blaðamanna og jafnan rétt til þátttöku í pólitísku lífi.&nbsp;<br /> <br /> „Það sýnir ákveðinn styrk ráðsins að geta tekist á við ólík og erfið mál með viðeigandi aðgerðum, líkt og í þessum ríkjum. Ályktanirnar undirstrika jafnframt að við sem alþjóðasamfélag getum ekki látið brot á mannréttindum viðgangast og þeir sem fremji slík brot verði dregnir til ábyrgðar. Við fundum það einnig í þessari lotu að horft er til Íslands, sérstaklega í jafnréttismálum. Í því felst viðurkenning en jafnframt ábyrgð og ánægjulegt að geta axlað hana,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.&nbsp;<br /> <br /> Fulltrúar Íslands fluttu alls fjórtán ávörp í umræðum í mannréttindaráðinu í þessari fundarlotu. Þar fyrir utan átti Ísland aðild að fjórum norrænum ræðum, fimm ræðum sem fluttar voru í nafni NB8-ríkjahópsins (Norðurlanda og Eystrasaltsríkja) og auk þess einni sem fjallahópurinn svokallaði (Kanada, Ástralía, Ísland, Liechtenstein, Nýja-Sjáland, Noregur og Sviss) flutti sameiginlega.&nbsp;<br /> <br /> Allar ræður Íslands <a href="https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/fastanefnd-islands-i-genf/" target="_blank">eru aðgengilegar á vef Stjórnarráðsins</a>. Mannréttindaráðið <a href="https://www.ohchr.org/EN/HRBodies/HRC/RegularSessions/Session39/Pages/ResDecStat.aspx" target="_blank">birtir yfirlit</a>&nbsp;um niðurstöðu atkvæðagreiðslna á vefsíðu sinni.&nbsp;<br /> <br /> Næst á dagskrá mannréttindaráðsins er sérstök umræða um styrkingu ráðsins og svo jafningarýni þess (UPR) þar sem fjallað verður um fjölda ríkja. Sem fyrr tekur Ísland virkan þátt í jafningarýninni.<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

28.09.2018Aldrei séð skattpeningum mínum jafn vel varið

<span><blockquote type="cite"> <p>Þessa dagana fara fram í Úganda tökur á heimildamynd um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þar sem Elíza Gígja Ómarsdóttir, fimmtán ára reykvísk stúlka, speglar eigin tilveru við aðstæður tveggja unglingsstelpna í Úganda. Önnur úgandska stúlkan býr í Muvo, litlu fiskimannaþorpi við Viktoríuvatn í samstarfshéraði Íslendinga í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Hin stúlkan býr í höfuðborginni Kampala við allt aðrar aðstæður. Hjördís Guðmundsdóttir, móðir Elízu Gígju, skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook um heimsóknina til Muvo.</p> <p>&nbsp;</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fpermalink.php%3Fstory_fbid%3D10216844462293517%26id%3D1522833638&amp;width=500" width="500" height="601" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allow="encrypted-media"></iframe> <p>Áslaug Karen Jóhannsdóttir upplýsingafulltrúi Heimsmarkmiðanna hitti unga verslunarkonu í Muvo og sagði frá á Facebook:</p> <p>&nbsp;</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Faslaugkaren%2Fposts%2F10217065662011699&amp;width=500" width="500" height="743" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allow="encrypted-media"></iframe> <p>Heimildamyndin verður sýnd á RÚV síðar á þessu ári.</p> </blockquote></span> <div> <p>&nbsp;</p> </div>

26.09.2018Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum

<p>Fundur kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum var haldinn dagana 24. og 25. september sl. í Reykjavík. Kjördæmið hittist reglulega í höfuðborgum ríkjanna til að samræma afstöðu og bera saman bækur í aðdraganda ársfunda og vorfunda Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en næsti ársfundur verður haldinn dagana 12.-14. október nk. </p> <p>Það sem ber hæst í nýjum áherslum í starfi Alþjóðabankans er hvernig nýta má mannauð og nýja tækni til framþróunar. Á sama tíma og kallað er eftir auknum fjárfestingum á sviði heilbrigðis og menntunar til að ná megi Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, er vaxandi skuldavandi fátækari þjóða heims áhyggjuefni.&nbsp; &nbsp;&nbsp;</p> <p>Alþjóðabankinn er ein af fjórum áherslustofnunum í þróunarsamvinnu Íslands. Ísland tekur virkan þátt í stefnumótun og fjölþjóðastarfi Alþjóðabankans í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og deila ríkin átta stjórnarsæti í bankanum og samræma málflutning sinn og afstöðu til einstakra málefna.</p> <p><em>Mynd: <a href="https://www.flickr.com/photos/worldbank/37200326420/in/album-72157671335765534/">"Word Bank Group Headquarters"</a>&nbsp;eftir&nbsp;World Bank / Simone D. McCourtie (<a href="https://creativecommons.org/licenses/by-nc-nd/2.0/">CC BY-NC-ND 2.0</a>)</em></p>

25.09.2018Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hafið

<p>Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett í dag í 73. sinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var viðstaddur setningu þingsins.</p> <p>„Sameinuðu þjóðirnar hafa um áratugaskeið verið sá vettvangur þar sem ríki heims starfa saman að alþjóðlegum málefnum sem varða frið og öryggi, mannréttindi og þjóðarétt. Undanfarin ár hefur enn ríkari áhersla verið lögð á samvinnu um sjálfbæra þróun og umhverfis- og loftslagsmál. Samstarf ríkja innan Sameinuðu þjóðanna er ekki fullkomið en áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir krefjast þess að aðildarríkin láti ekki þrönga þjóðarhagsmuni ráða för heldur horfi til sameiginlegra heildarhagsmuna," segir Guðlaugur Þór, sem ávarpar allsherjarþingið á föstudaginn.</p> <p><img alt="" src="/lisalib/getfile.aspx?itemid=c598ae98-c0df-11e8-942c-005056bc4d74&amp;proc=600x315" /><br /> <span><em style="box-sizing: border-box; font-size: 16px; line-height: 25px; color: #4a4a4a; font-family: 'Open Sans', sans-serif; background-color: #ffffff;"><span class="myndatexti">Frá setningu allsherjarþingsins í dag. Mynd: UN</span></em></span></p> <p>Í gær voru haldnir viðburðir tengdir allsherjarþinginu þar sem utanríkisráðherra var á meðal þátttakenda. Í málstofu um aðgerðir gegn mansali og nútíma þrælahaldi lagði Guðlaugur Þór áherslu á samvinnu og minnti þar sérstaklega á viðkvæma stöðu kvenna og barna, sem Ísland hefði meðal annars gert að umtalsefni í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir skemmstu. Utanríkisráðherra tók jafnframt þátt í fundi ríkja sem myndað hafa bandalag gegn viðskiptum með vörur og tækni sem nota mætti til pyntinga og dauðarefsinga. Þá var hundrað ára fæðingarafmælis Nelsons Mandela minnst í gær og flutti forsætisráðherra Noregs, Erna Solberg, samnorræna ræðu að því tilefni.</p> <p> Síðar í dag tekur Guðlaugur Þór þátt í umræðu um aðgerðir gegn plastmengun í hafi og sækir fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, sem Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, býður til.&nbsp;</p>

21.09.2018Ísland í mannréttindaráðinu: Umbætur koma innan frá

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist taka undir margt í gagnrýni Bandaríkjanna á mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna þótt Ísland hafi ákveðið að setjast í ráðið í þeirra stað.&nbsp;Ísland sótti fund í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 10. september eftir að hafa verið kosið til setu í ráðinu í fyrsta skipti. Á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er að finna eftirfarandi frétt.</p> <p>"Kringumstæður voru óvenjulega, því fylla þurfti skarð Bandaríkjanna, sem ákváðu að segja sig úr ráðinu 19.júní síðastliðinn. Bandarískir ráðamenn sökuðu mannréttindaráðið um rótgróna hlutdrægni þegar málefni Ísraels væru annars vegar, auk þess sem þeir gagnrýndu að ríki, sem sjálf þverbrytu mannréttindi, veldust til setu í ráðinu.&nbsp;<br /> <br /> <a href="https://unric.org/is/frettir/27256-island-i-mannrettindaraeie">Ísland var kosið í fyrsta skipti</a>&nbsp;til setu í mannréttindaráðinu 13. júlí síðastliðinn, frá þeim tíma og til loka næsta árs. Íslendingar eru eina Norðurlandaþjóðin í ráðinu þessa stundina.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sagði í viðtali við vefsíðu UNRIC að þótt Ísland kæmi í stað Bandaríkjanna, tæki íslenska ríkisstjórnin um margt undir gagnrýni þeirra. Hins vegar, teldi Ísland að breytingar kæmu innan frá, „þess vegna öxlum við þessa ábyrgð nú,” sagði hann.<br /> <br /> „Ísland, og Norðurlöndin, hafa verið sammála ýmsu því sem komið hefur fram í gagnrýni Bandaríkjanna og við munum beita okkur fyrir umbótum,” sagði Guðlaugur í viðtali við vefsíðuna. „Á hinn bóginn hörmum við brotthvarf Bandaríkjamanna. Leiðin til að bæta ráðið er að okkar mati fólgin í því að gera það innan frá; afla þessum sjónarmiðum stuðnings og ná breytingum fram.”</p> <p>Guðlaugur segist sammála Bandaríkjunum um óeðilega ofuráherslu ráðsins á Ísrael.</p> <p>“Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinst að því að ósamræmis gæti í umfjöllun ráðsins um málefni Ísraels til samanburðar við önnur ríki þar sem staða mannréttinda er sýnu verri. Sérstakur dagskrárliður er tileinkaður Ísrael í hverri fundalotu en umfjöllun um málefni annarra ríkja er óregluleg og fellur undir almenna dagskrárliði.</p> <p>Íslensk stjórnvöld gera ríka kröfu á að Ísrael virði mannréttindi í hvívetna. Við eigum í góðu og hreinskiptum samskiptum við Ísrael og höfum gagnrýnt framferði ísraelskra stjórnvalda bæði tvíhliða og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld eru samt sem áður sammála Bandaríkjunum og flestum vestrænum ríkjum um að breyta þurfi dagskrá ráðsins svo umfjöllun um málefni Ísraels verði sanngjarnari og um leið marktækari og árangursríkari”.</p> <p>Ísland sótti fyrsta fund sinn í mannréttindaráðinu á sama tíma og nýskipaður mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, fjallaði í fyrsta skipti um stöðu mannréttinda í heiminum. Gerði hún athugasemdir um stöðu mála í meira en 40 ríkjum, þar á meðal nokkrum þeirra sem eiga sæti í sjálfu mannréttindaráðinu. Guðlaugur bendir á að Ísland hafi gagnrýnt þetta.<br /> <br /> „Sjálfur hef ég í ræðum í mannréttindaráðinu bent á ábyrgð ríkja sem þar eiga sæti – líkt og Filippseyjar, Sádi-Arabía, Egyptaland og Venesúela… Auðvitað geta slík ríki dregið úr þrótti og trúverðugleika mannréttindaráðsins. Hinu hljótum við að gera ráð fyrir, að það hafi jákvæð áhrif í langflestum tilfellum að ríki eigi samtalið um mannréttindi við önnur ríki með þessum virka þætti.”</p> <p>Guðlaugur Þór er þó ekki sannfærður um að rétt sé að mannréttindaráðið sé einungis skipað ríkjum sem hafi hreinan skjöld í mannréttindamálum.&nbsp;<br /> <br /> „Það má leiða líkur að því að mannréttindaráð sem eingöngu væri skipað forysturíkjum á sviði mannréttinda mundi ekki fá mikinn hljómgrunn á alþjóðavísu. Samtal og samvinna meðal ólíkra ríkja er grundvöllurinn sem mannréttindaráðið er byggt á. Samt sem áður stingur í augu að þeir sem hvað verst standa sig skuli ítrekað sækjast eftir því að sitja í ráðinu.</p> <p>Engu að síður er ráðið afar mikilvægt og helsti vettvangur skoðanaskipta um stöðu mannréttindamála í heiminum og einstaka ríkjum. Það er svo ríkjanna sjálfra, þ.m.t. okkar, að freista þess að breyta hlutum til batnaðar. Við gerum það vitanlega ekki ein og erum raunsæ í okkar nálgun, en dropinn holar steininn og við getum sannarlega lagt okkar lóð á vogarskálarnar. “<br /> <br /> Mannréttindaráðið leysti mannréttindanefnd af hólmi fyrir rúmum tíu árum. Ein helsta breytingin var að tekin var upp reglubundin allsherjarúttekt á mannréttindamálum í einstökum ríkjum. Hefur þessi breyting skilað tilætluðum árangri?</p> <p>„Ég held að allsherjarúttektin eða jafningjarýnin svonefnda, sem þú nefnir, sé einmitt sú nýjung sem hvað mestu máli hefur skipt. Hún gefur tækifæri til yfirferðar á stöðu mannréttinda í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aldrei áður höfðu ríkin þurft að svara fyrir stöðuna heima fyrir með sambærilegum hætti. Almennt kemur um helmingur þeirra tilmæla sem er beint til ríkja í jafningjarýninni til framkvæmdar innan þriggja ára og skilar markvissum árangri.”</p> <p>Á þessu er þess minnst að 70 ár eru liðin frá samþykkt mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, hugsanlega mikilvægustu yfirlýsingu um mannréttindi í sögunni.&nbsp;Guðlaugur Þór segir að yfirlýsingin sé enn mikilvæg, sjö áratugum síðar.</p> <p>„Mannréttindayfirlýsingin markaði tímamót og hennar ber að minnast sem slíkrar. Þau gildi sem þar eru skjalfest eru sjálfsögð í eðli sínu – til dæmis að allar manneskjur sé fæddar frjálsar og jafnar öðrum að virðingu og réttindum eins og segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Því miður er reyndin önnur mjög víða og raunar mikið verk óunnið. Og einmitt þess vegna heldur mannréttindayfirlýsingin gildi sínu.”</p> <p>47 ríki sitja hverju sinni í mannréttindaráðinu og eru þau kosning til sjö ára í senn. 7 af þeim koma úr svokölluðum „hópi Vestur-Evrópu, og annarra ríkja. Ísland situr þar til loka 2019 og verða því tvö norræn ríki í ráðinu, nái Danmörk kjöri til ráðsins til setu 2019-2021."</p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/09/11/Fyrsta-fundarlota-Islands-i-mannrettindaradinu-hafin/">Fyrsta fundarlota Íslands í mannréttindaráðinu hafin/ Utanríkisráðuneytið</a></p>

21.09.2018Ebólufaraldur og vopnuð átök í Kongó kalla á stuðning frá Íslandi

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, hefur ákveðið að senda tæpar 106 milljónir króna til mannúðarverkefna vegna ebólufaraldurs og vopnaðra átaka í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í Afríku.</p> <p>Íbúar í Kongó standa frammi fyrir margþættum mannúðarvanda sem til er kominn vegna langvarandi vopnaðra átaka og ebólufaraldurs sem herjar á íbúa í nokkrum héruðum í landinu. Framlag Rauða krossins á Íslandi og utanríkisráðuneytisins er ætlað að styðja við neyðaraðgerðir Rauða kross hreyfingarinnar gegn viðvarandi ebólufaraldri með það að markmiði að ráða niðurlögum faraldursins og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á honum. Í átökunum í Kongó hafa konur og börn sætt miklu kynferðislegu ofbeldi og mun hluti af framlagi Íslands gera Rauða krossinum kleift að vinna enn frekar að því að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi með því að ræða við stríðandi fylkingar og fræða um alþjóðleg mannúðarlög sem skilyrðislaust banna hvers kyns kynferðislegt ofbeldi sem vopn í stríði. Síðast en ekki síst mun framlag Rauða krossins veita brýna mannúðaraðstoð til fólks sem hrakist hefur á flótta til nágrannaríkisins Úganda.</p> <p>„Undanfarin ár hafa íbúar Kongó orðið fyrir barðinu á ófriði þar sem alvarleg brot á alþjóðlegum mannúðarlögum eru nær daglegt brauð,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. <span>„</span>Þessi brot fela meðal annars í sér dráp, kynferðislegt ofbeldi, börn eru numin á brott af stríðandi fylkingum til að taka þátt í hernaði, ránum og fleira sem hefur valdið því að mikill fjöldi hefur orðið að flýja heimili sín og er annað hvort á flótta innan Kongó eða hefur leitað skjóls í nágrannaríkjum, þar á meðal í Úganda.“</p> <p>Ofan á langvarandi ófrið í landinu herjar nú ebólufaraldur á íbúa þessa sárafátæka og risastóra lands sem er tuttugu sinnum stærra en Ísland. „Við á Íslandi getum þó ýmislegt lagt á vogarskálarnar til aðstoðar í þessu landi,“ segir Atli, „og það ber að hafa það í huga að hver króna sem við leggjum í hjálparstarfið hefur margfalt virði í landi eins og Kongó. Við erum utanríkisráðuneytinu og ekki síst Mannvinum Rauða krossins ómetanlega þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning við þetta lífsbjargandi mannúðarverkefni sem um leið stuðlar að auknu öryggi allra. Það að stöðva útbreiðslu ebólu sjá allir að er forgangsatriði en það skiptir líka gríðarlega miklu máli að koma í veg fyrir brot á mannúðarlögum, og þar með kynferðislegu ofbeldi sem vopni í stríði, sem iðulega verða til þess að fólk leggur á flótta en við verðum að hafa það í huga að fólki vill ekki leggja á flótta.“</p> <p>Mannúðarástand í Lýðstjórnarlýðveldinu hefur hrakið mikinn fjölda fólks á flótta, frá ársbyrjun 2017 hafa að meðaltali átta þúsund einstaklingar hrakist á flótta frá landinu á dag. Talið er að um 3,8 milljónir einstaklinga séu á vergangi innan landamæra Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó sem eru fjölmennustu fólksflutningar innan Afríku í dag. Langflestir hafa leitað til nágrannaríkisins Úganda. Rauði krossinn á Íslandi hefur aðstoðað flóttafólk þar í landi um þónokkurt skeið, m.a. með því að tryggja aðgang að hreinu vatni í flóttamannabúðum og þjálfa sjálfboðaliða til að hlúa að sálrænum erfiðleikum flóttafólks á svæðinu.</p> <p>Heildarframlag Rauða krossins á Íslandi nemur alls tæpum 106 milljónum króna en alls koma um 70 milljónir af framlaginu af fjármagni rammasamnings við utanríkisráðuneytið um alþjóðlega mannúðaraðstoð 2018-2022. Tæplega 35 milljónir króna koma af eigin fjármagni Rauða krossins á Íslandi. Fyrir hönd alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans, þakkar félagið ráðuneytinu fyrir veittan stuðning.</p>

20.09.2018Fjölmennasti hópurinn til þessa útskrifast hjá Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Á dögunum voru útskrifaðir 17 sérfræðingar, 10 konur og sjö karlar, eftir sex mánaða nám í Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hópurinn er sá stærsti til þessa og nú hafa alls 118 sérfræðingar útskrifast frá skólanum, 56 konur og 62 karlar. Í hópnum í ár voru í fyrsta skipti nemar frá Tadsjikistan sem er nýtt samstarfsland Landgræðsluskólans og samstarfslöndin eru þá orðin fjögur í Mið-Asíu en auk Tadsjikistan eru það Kirgistan, Úsbekistan og Mongólía. Frá Afríku komu sérfræðingar í ár frá Eþíópíu, Gana, Malaví, Lesótó og Úganda.</p> <p>Við útskriftarathöfnina, sem fram fór að venju hjá Landbúnaðarháskóla Íslands í Reykjavík, ávarpaði Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins gesti útskriftarinnar. Auk hans tóku til máls Barron Joseph Orr frá Eyðimerkursamningi Sameinuðu þjóðanna (UNCCD), Árni Bragason Landgræðslustjóri og formaður stjórnar Landgræðsluskólans, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður skólans og Sæmundur Sveinsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, sem lauk athöfninni. Þar að auki fluttu tveir útskriftarnemar ræðu fyrir hönd nemendahópsins, þau Iddrisu Latif Nasare frá Gana og Robiya Nabieva frá Tadsjikistan. </p> <p>Í ár voru einnig 17 fyrrum nemar Landgræðsluskólans viðstaddir útskriftina. Einn þeirra er meistaranemi við Landbúnaðarháskóla Íslands en hinir 16 komu til landsins til að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu Evrópudeildar alþjóðlegu vistheimtarsamtakanna SER (Society for Ecological Restoration) 2018 (sjá <a href="http://www.sere2018.org/">www.sere2018.org</a>), sem haldin var í Reykjavík dagana 9.-13. september. Ein þessara fyrrum nema, Beatrice Dossah frá Gana, var ein af sjö aðalræðumönnum á ráðstefnunni, auk Hafdísar Hönnu Ægisdóttur forstöðumanns Landgræðsluskólans. </p> <p>Á ráðstefnunni var Landgræðsluskólinn jafnframt með málstofu um það hvernig nota megi þekkingu í landgræðslu til að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna þar sem þrír fyrrum nemar, frá Gana, Lesótó og Kirgistan, voru með innlegg auk Barrons Joseph Orr frá Eyðimerkursamningi SÞ og Berglindar Orradóttur aðstoðarforstöðumanns Landgræðsluskólans. Á ráðstefnunni fluttu auk þess þrír fyrrum nemar erindi í hinum ýmsu málstofum og 11 fyrrum nemar kynntu rannsóknir sínar á veggspjöldum. Auk alls þessa skipulagði Landgræðsluskólinn vinnusmiðju á ráðstefnunni, ásamt samstarfsaðilum, um það hvernig landgræðsla og endurheimt landgæða getur skapað atvinnu- og viðskiptatækifæri til framtíðar og bætt afkomu fólks og samfélaga.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/BePKiiCF-Fw" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>„Það var mjög ánægjulegt að sjá svo stóran hóp fyrrum og núverandi nema Landgræðsluskólans samankominn, bæði á ráðstefnunni en líka á útskriftinni þar sem fyrrum nemar gátu hist og tengst á milli landa og árganga,“ segir í frétt frá skólanum.</p> <p>Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við tvo nýtútskrifaða nemendur skólans, þær Setrida Mlamba frá Malaví og Dinnah Tumwebaze frá Úganda auk Malipholo Eleanor Hae frá Lesótó sem útskrifaðist frá skólanum árið 2016.</p>

20.09.2018Meirihluti sýrlenskra flóttakvenna í Tyrklandi lifir langt undir fátæktarmörkum

<span></span> <p>Til að hægt væri að mæta þörfum flóttakvenna frá Sýrlandi í Tyrklandi eftir fremsta megni var gerð úttekt á stöðu þeirra að frumkvæði Írisar Bjargar Kristjánsdóttur sem er sérfræðingur á sviði mannréttinda og starfar hjá UN Women í Tyrklandi á vegum utanríkisráðuneytisins. Stór hluti verkefna snýr að baráttunni fyrir betra lífi sýrlenskra flóttakvenna. </p> <p>Tekin voru viðtöl við 1230 konur og stúlkur þar sem fram kom að meirihluti þeirra lifir langt undir fátæktarmörkum, jafnvel við hungurmörk. Þær eru einangraðar frá samfélaginu, komast ekki inn á vinnumarkaðinn, ýmist vegna fjölskylduaðstæðna, tungumálaörðugleika eða skorts á starfsþjálfun. Aðeins 15% þeirra kvenna sem rætt var við hafa einhverjar tekjur. Í skýrslu sem gerð var eftir úttektina kom einnig fram að um 70% viðmælenda tala enga tyrknesku og geta því ekki nýtt sér sjálfsögð réttindi og þjónustu þar í landi.</p> <p>Í frétt á vef UN Women kemur fram að stríðið í Sýrlandi hefur valdið umfangsmesta flóttamannastraumi sögunnar og áætlað er að í Tyrklandi búi um 3,5 milljónir sýrlensks flóttafólks, þar af eru&nbsp;70% konur og börn. Konur sem verða undir í stríði og átökum eiga í mestri hættu á að þurfa að þola ofbeldi, búa við slæm lífsgæði og geta ekki séð fyrir sér og sínum í nýju landi. Vegna áframhaldandi átaka í Sýrlandi má búast við enn frekari fólksflutningum þangað á komandi mánuðum.</p> <p>Þegar húsnæðismál þeirra voru könnuð í fyrrnefndri úttekt kom í ljós að 36% mátu ástand sitt afar slæmt og 17% sögðust búa í óviðunandi húsnæði á borð við gluggalausar kjallaraholur eða ruslakofa. Plássleysi og troðningur er langvarandi vandamál í híbýlum flóttakvenna sem setur aukið álag á þær og eykur hættuna á því að þær verði fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þá kom fram að aðeins 23% stúlkna á aldrinum 15-17 ganga í skóla því margar þeirra hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og neyðast til að sinna heimili og fjölskyldu. Íris Björk segir í frétt UN Women að viðmælendur hafi oft lagt ofuráherslu á mikilvægi þess að fá tungumálakennslu og barnagæslu svo þær gætu menntað sig <span></span>og komist út á vinnumarkaðinn.</p> <p>„Margt hefur þegar áunnist í málefnum sýrlenskra flóttakvenna í Tyrklandi frá því að UN Women hófu að starfa í þeirra þágu árið 2016 í Tyrklandi. Til dæmis var SADA neyðarathvarfinu í Gaziantep komið á fót árið 2017 en þangað geta sýrlenskar flóttakonur sótt sér starfsþjálfun og félagslega aðstoð. Hægt er að lesa meira um árangur verkefnisins&nbsp;<a href="https://unwomen.is/bornin-min-eru-stolt-af-mer/">hér</a>,“ segir í fréttinni.</p> <p>„Við hjá UN Women höldum áfram að berjast fyrir bættum lífsgæðum flóttakvenna í Tyrklandi og leggjum áherslu á að valdefla stúlkur og konur. Við tryggjum þeim aðgang að þeim atvinnutækifærum, réttindum og þjónustu sem þær eiga rétt á samkvæmt alþjóðasamningum og landslögum. Þess má geta að Íris Björg og samstarfsfólk hennar hjá UN Women undirbúa nú opnun á sex öðrum neyðarathvörfum fyrir sýrlenskar konur á flótta í Tyrklandi.“</p>

19.09.2018Alþjóðabankinn: Sárafátækir hafa aldrei verið færri

<span></span> <p>Einn af hverjum tíu jarðarbúum býr við sárafátækt og hafa aldrei verið færri, samkvæmt nýjustu tölum Alþjóðabankans. Sárafátækum fækkar áfram en hægar en síðustu ár. Tölurnar eru miðaðar við árið 2015 en tveimur árum áður lifðu 11% jarðarbúa á tekjum undir 1,90 bandarískum dölum sem eru viðmið sárafátæktar. Milli áranna 2013 og 2015 fækkaði sárafátækum um 68 milljónir, niður í 736 milljónir.</p> <p>Alþjóðabankinn birti í dag tölur úr skýrslu sem kemur út í næsta mánuði á alþjóðadegi fátækar, 17. október. Skýrslan nefnist Poverty and Shared Prosperity Report 2018: Piecing Together the Puzzle. Í frétt Alþjóðbankans segir að sárafátækum fækki hægar en áður og það sé áhyggjuefni í ljósi fyrsta Heimsmarkmiðsins um að binda enda á fátækt fyrir árið 2030 – og vísbending um þörf á aukinni fjárfestingu í fátækum ríkjum.</p> <p>"Á undanförnum aldarfjórðungi hefur rúmlega milljarður manna lyft sér upp úr sárri fátækt og frá því skráning sárafátækra hófst hafa þeir aldrei verið færri,” segir Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans. “Ef við ætlum hins vegar að binda enda á alla fátækt fyrir árið 2030 þarf að fjárfesta miklu meira, einkum í mannauði til þess að auka vöxt sem nær til þeirra allra fátækustu. Þeirra vegna má okkur ekki mistakast,” bætir hann við. </p> <p>Fækkun sárafátækra á síðustu áratugum sýnir gífurlegar framfarir en Alþjóðabankinn bendir á að tölur frá lágtekjuríkjum og átakasvæðum haldi áfram að vera háar. Til marks um framfarirnar nefnir bankinn að á aldarfjórðungi, frá 1990 til 2015, hafi sárafátækum fækkað að jafnaði um eitt prósent á ári, eða úr 36% niður í 10%. Hins vegar aðeins um 1% á tveggja ára tímabili frá 2013 til 2015.</p> <p>Innan við 3% íbúa hjá helmingi þjóða heims er undir mörkum sárafátæktar en skýrsluhöfundar hafa áhyggjur af Afríku sunnan Sahara þar sem þeir óttast að sárafátækir verði í tveggja stafa tölu árið 2030.</p>

19.09.2018Fyrsti veitingastaður í eigu flóttamanna í Eistlandi opnar í Tallinn

<span></span> <p>Brazak, qurabiya, khafeh, baklava – þetta er einungis hluti af ljúfmetinu á matseðli Ali Baba, veitingastaðar sem sérhæfir sig í sýrlenskri og miðausturlenskri matargerð og bakstri sem nýlega opnaði í Tallinn í Eistlandi. - Frásögn af vef Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Konan á bak við starfsemina, Nermiin frá Sýrlandi, er hæstánægð. Í raun nær ást hennar á eldamennsku aftur til æsku. „Ég hef kunnað við að elda frá því ég var smástelpa og hjálpaði mömmu alltaf í eldhúsinu,” segir hún. „Ég er svo fegin að við gerðum þetta, við erum öll ánægð,“ bætir hún við og vísar til eiginmanns síns, Mohamads, og vinar þeirra og viðskiptafélaga Amers, sem er einnig frá Sýrlandi.</p> <p>Nermiin gekk til liðs við Mohamad í Eistlandi fyrir þremur árum. Stuttu eftir að þau komu byrjuðu þau að leita að stað til að opna kaffihús. Það var ekki auðvelt: enginn vildi leigja þeim. „Kannski er það vegna þess að ég er ekki eistneskur – ég er flóttamaður hér – eða kannski vegna tungumálaörðugleika. Ég er líka með annað litarhaft,“ segir Mohamad.</p> <p>Nermiin bætir við að það hafi líka verið erfitt að venjast lífi sínu í einu af veraldlegustu löndum heims: „Það var erfitt í byrjun, fólk leit á mig og sjá bara hijab – að ég er múslimi. En á einhverjum tímapunkti verður þú bara að venjast því.“</p> <p>Sem Palestínumenn sáu Mohamad og Nermiin ekkert líf fyrir sér í hinu stríðshrjáða Sýrlandi: „Það er engin vinna eða framtíð fyrir börnin mín þar. Ahmad sonur minn vill verða læknir, en hann gæti ekki opnað eigin læknastofu þarna – hann mætti aðeins vinna á sjúkrahúsi. En hér er allt í lagi fyrir hann. Hann getur lært. Ég kom ekki hingað fyrir mig heldur börnin mín.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/rqirOEzotUg" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Mohamad kom til Eistlands frá Rússlandi með því að synda yfir ána á landamærunum. „Ég fylgdi GPS tæki með vinum mínum,“ segir hann. „Þegar ég kom til Eistlands var ég fluttur til Harku-geymslubúðanna í tvo mánuði og síðan til Vao-flóttamannabúðanna í eitt ár áður en Nermiin kom með börnin. Síðan fundum við íbúð í Tallinn.“</p> <p>Í meira en tvö ár tók Nermiin matreiðslupantanir og eldaði úr eigin eldhúsi: „Það var mjög erfitt fyrir mig. En fólki líkaði maturinn okkar og það hvatti okkur til að opna veitingastað.“</p> <p>Loks fundu þau húsnæði inni í verslunarmiðstöð í stærsta úthverfi Tallinn. Reksturinn er í góðri mótun, en hver dagur reynist vera áskorun – suma daga fær veitingastaðurinn 30 viðskiptavini og stundum aðeins fáa. Á sumrin annast þau veitingar á götumatarhátíðum um allt Eistland og matreiðsla þeirra virðist vera að verða vinsælli.</p> <p>Þrátt fyrir áskoranirnar eru Mohamad og Nermiin vongóð – aðallega um framtíð barna sinna. Elsti sonur þeirra, hinn 13 ára gamli Ahmad, talar nú þegar reiprennandi eistnesku og er stoltur af árangri sínum í skóla. „Ég lauk með fyrstu einkunn. Ég myndi vilja fara í læknanám, en ég myndi líka vilja verða þýðandi – ég tala fjögur tungumál,“ segir hann.</p> <p>Amer, hinn 27 ára gamli viðskiptafélagi þeirra, sótti um hæli í Eistlandi þegar hann kom, þó að hann hefði fremur viljað búa í Svíþjóð þar sem frændi hans er. Eftir viðveru þar í tvo mánuði var hann sendur aftur til Eistlands. „Ég var vonsvikinn í fyrstu, en nú er þetta allt í lagi. Ég get heimsótt foreldra mína og tvo bræður sem búa í Danmörku, og faðir minn hefur líka heimsótt mig hingað.“</p> <p>Amer hefur nú, ásamt Nermiin, Mohamed og fjölskyldu þeirra, fundið sinn stað í Eistlandi. Honum er hugsað til allra þeirra flóttamanna sem hafa þurft að flýja Sýrland. „Margir hafa misst allt,“ segir hann. „Þeir hafa ekki neitt lengur. En hér í Eistlandi höfum við vinnu, við eigum okkar eigið fyrirtæki!“</p>

18.09.2018Börn í lágtekjuríkjum allt að sextíu sinnum líklegri til að deyja en börn í hátekjuríkjum

<span></span> <p>Talið er að 6,3 milljónir barna yngri en fimmtán ára hafi látist árið 2017, eða eitt barn á fimm sekúndna fresti. Í langflestum tilvikum var um dánarorsakir að ræða sem unnt hefði verið að lækna, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og fleiri alþjóðlegum stofnunum. Þar sem barnadauði er hæstur í heiminum eru börn allt að sextíu sinnum líklegri til að deyja á fyrstu fimm árum ævinnar borið saman við þjóðar með lægstu dánartíðni barna.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að meirihluti þeirra 6,3 milljóna dauðsfalla barna á síðasta ári hafi orðið áður en fimm ára aldri var náð, eða 5,4 milljónir dauðsfalla, þar af helmingurinn meðal nýbura. </p> <p>„Ef ekki verður gripið til úrræða í skyndi koma 56 milljónir barna til með að deyja fram til ársins 2030 <span>&nbsp;</span>- og helmingur þeirra nýburar,“ segir Laurence Shandy yfirmaður UNICEF á sviði tölfræði og rannsókna. „Við höfum náð ótrúlegum árangri í baráttunni að bjarga börnum frá árinu 1990, en milljónir barna deyja vegna þess hver þau eru og hvar þau fæðast,“ segir hann og bætir við að með einföldum lausnum eins og lyfjum, hreinu vatni, rafmagni og bóluefnum væri unnt að draga úr barnadauða.</p> <p>Meðal þjóðanna í sunnanverðri Afríku er barnadauðinn mestur, helmingur dauðsfallanna verður í þeim heimshluta. Þrjátíu prósent verða í sunnanverðri Asíu. Til marks um muninn milli ríkra þjóða og fátækra bendir skýrslan á að 1 af 13 börnum í Afríku sunnan Sahara deyr fyrir fimm ára aldur en aðeins 1 af hverjum 185 meðal hátekjuþjóða.</p> <p>Hvarvetna í heiminum er mesta áhættutímabilið í lífinu fyrsti mánuðurinn. Á síðasta ári létust 2,5 milljónir barna á fyrstu fjórum vikum ævinnar. Barn fætt í sunnanverðri Afríku og sunnanverði Asíu var níu sinnum líklegra en nýburði í hátekjuríki til að deyja á þessum fyrstu dögum eftir fæðingu. Fram kemur í skýrslunni að framfarir á þessu sviði hafi verið hægari en meðal annarra aldurshópa yngri en fimm ára.</p> <p><strong>Íslendingar í baráttunni gegn ungbarnadauða</strong></p> <p>Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu í öðru samstarfsríkinu, Malaví, lagt mikla áherslu á uppbygginu í lýðheilsu í Mangochi héraði. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að draga úr ungbarnadauða en á því sviði hefur árangurinn í Malaví vakið heimsathygli.&nbsp;Byggðar hafa verið átta fæðingardeildir og ellefu biðskýli fyrir verðandi mæður í dreifbýli á síðustu árum og ein héraðsfæðingadeild með biðskýli, ungbarnaeftirlits- og fjölskylduáætlunardeild. Allt er þetta gert til þess að auka aðgengi kvenna að heilbrigðisþjónustu sem miðar að mæðra- og ungbarnaeftirliti og fæðingarhjálp.&nbsp;</p> <p><a href="https://reliefweb.int/report/world/levels-trends-child-mortality-report-2018" target="_blank">Nánar</a></p>

17.09.2018Lífskjör í heiminum fara batnandi – Ísland í sjötta efsta sæti

<span></span> <p>Ísland er í sjötta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, sama sæti og fyrir tveimur árum þegar síðasti listi var birtur. Staða norrænu þjóðanna allra er óbreytt frá síðasta lista, Norðmenn í efsta sæti, Íslendingar í sjötta, Svíar í sjöunda, Danir í ellefta og Finnar í fimmtánda. Meginniðurstaða lífskjaralistans er sú að lífskjör í heiminum fara batnandi.</p> <p>Lífskjaralistinn er gefinn út af Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og mælir lífskjör eða „human development“ út frá ýmsum mælikvörðum, meðal annars þjóðartekjum, heilsufari og menntun. Þjóðirnar sem lífskjaralistinn nær til eru 189 talsins. Af þeim eru 59 þjóðir í hæsta flokki og 38 í lægsta flokki. Fyrir aðeins átta árum voru nánast jafn margar þjóðir í hvorum flokki, 46 í efri flokknum og 49 í þeim neðri. Nítján árum munar á meðalævilengd íbúa í flokkunum tveimur.</p> <p>Í tíu efstu sætunum eru eftirtaldar þjóðir:</p> <p>1. Noregur, 2. Sviss, <span>&nbsp;</span>3. Ástralía, 4. Írland, 5. Þýskaland, 6. Ísland, 7. Hong Kong, 7. Svíþjóð, 9. Singapúr og 10. Holland</p> <p>Þrjár þjóðir hafa hækkað hratt á síðustu árum, Írar hafa hækkað um þrettán sæti, og bæði íbúar Dómínaska lýðveldisins og Botsvana hafa hækkað um átta sæti. Lækkunin er mest hjá þjóðum í vopnuðum átökum, Sýrlendingar lækka um 27 sæti, Líbíumenn lækka 26 sæti og Jemenar hafa hrunið um 20 sæti.</p> <p>Hjá samstarfsþjóðum Íslandi eru breytingar litlar, Úgandabúar er í 163. sæti, sama og síðast, en Malavar falla niður um eitt sæti og eru í 171. sæti á nýja listanum. </p> <p><a href="http://www.hdr.undp.org/en/content/wide-inequalities-people%E2%80%99s-well-being-cast-shadow-sustained-human-development-progress" target="_blank">Wide inequalities in people’s well-being cast a shadow on sustained human development progress (UNDP)</a></p>

14.09.2018Alheimshreinsunardagur á morgun, laugardag

<span></span> <p>Á morgun, laugardaginn, 15. september,&nbsp;sameinast þjóðir heims í stærsta hreinsunarátaki&nbsp;sem um getur:&nbsp;<a href="https://www.worldcleanupday.org/">World Cleanup Day</a>. Fram kemur á vef Landverndar að Ísland láti sitt ekki eftir liggja,&nbsp;<a href="http://landvernd.is/">Landvernd</a>,&nbsp;<a href="http://blaiherinn.is/">Blái herinn</a>,&nbsp;<a href="http://jci.is/">JCI</a>,&nbsp;<a href="http://plastlausseptember.is/">Plastlaus september</a>,&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/groups/plokkaislandi/?fb_dtsg_ag=AdybiyO3RUXQhrJELjKXC0eGwbJ_5yJ_OOAclOX8MO4Hdg%3AAdwyY4PQGTzmTXlLfBwhZvZQp4t5nQm9zw2TU6e7iszpJg">plokkarar</a>&nbsp;og&nbsp;allir sem hafa áhuga á að búa í hreinum heimi, sameini krafta sína&nbsp;og hreinsi fjöll af rusli í tengslum við þennan&nbsp;alheimsviðburð.</p> <p>Á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að Alheimshreinsunardagurinn 15. september reki uppruna sinn til aðgerðasinna í Eistlandi sem skipulögðu fyrstu hreinsun sína fyrir tíu árum og virkjuðu 4% Eista. Nú hafa stjórnvöld í Eistlandi ákveðið að styðja&nbsp;Alheimshreinsunardaginn 2018 til þess að fagna 100 ára afmælis sjálfstæðis landsins. “Gjöf Eistlands til heimsins í tilefni afmælisins er Alþjóðahreinsunardagurinn 2018, gjöf sem felur í sér hreinni og heilbrigðari plánetu og betri framtíð fyrir alla,” segja Eistar.</p> <p>„Samtökin Kýlum á það heimur! (Let´s do it! World) standa að baki alheims-átakinu og er hugsunin sú að hver og einn einstaklingur geti lagt sitt af mörkum til þess að stuðla að jákvæðum breytingum. Ef aðeins ein manneskja ákveður að hreinsa til í götunni sinni og vinirnir fylgja í kjölfarið, hefur grettistaki verið lyft og jörðin er aðeins hreinni en áður,“ segir í frétt UNRIC. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/wW0JOx93Q5Y" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p>Hreinsunardagurinn, &nbsp;World Clean UP Day, snýst ekki um að hreinsa heiminn í einn dag. „World Clean UP Day er ætlað að vekja heiminn til vitundar,” segir Eva Truuverk, oddviti Kýlum á það, heimur – samtakanna. &nbsp;</p> <p>Markmiðið er að fimm af hundraði íbúa landanna 150, verði þátttakendur í átakinu. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Environment) styður átakið.</p> <p>Í frétt UNRIC segir að á hverju ári endi 8 milljónir tonna af plasti í heimshöfunum. Fyrr á þessu ári hvatti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsbyggðina til að skera upp herör til að „sigrast á plast-menguninni,” og benti á að „örplasteindir í hafinu (væru) fleiri en stjörnurnar í vetrabrautinni.”</p> <p><a href="https://unric.org/is/frettir/27289-afmaelisgjoef-eista-til-jarearbua-hreinni-heimur" target="_blank">Frétt UNRIC</a></p> <p><a href="https://landvernd.is/sidur/alheimshreinsun-thann-15-september-2018" target="_blank">Frétt Landverndar</a></p> <p><span style="background: white; font-size: 10.5pt; font-family: Helvetica, sans-serif; color: #1d2129;">&nbsp;</span></p>

13.09.2018Rúmar tvær milljónir í neyðaraðstoð til Laos

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent 2,1 milljón króna (20,000 Bandaríkjadali) til hjálpar börnum á flóðasvæðum í Laos í Suðaustur-Asíu. Þar brast stór stífla 23. júlí síðastliðinn með þeim afleiðingum að 36 létu lífið og 98 er enn saknað. Flóð vegna hamfaranna og monsún-rigninga flæddu yfir 13 þorp og höfðu áhrif á líf þrettán þúsunda. Um sjö þúsund manns í sex þorpum misstu heimili sín en hundruð heimila eyðilögðust á Sanamxay svæðinu.</p> <p>SOS Barnaþorpin voru ein fyrstu hjálparsamtökin í heiminum til að bregðast við neyðinni sem skapaðist af flóðunum. Samtökin eru enn að störfum á svæðinu nú nærri tveimur mánuðum eftir að hörmungarnar dundu yfir. Samtökin útvega mat og aðstoða hundruð barna sem eru á vergangi ásamt fjölskyldum sínum. Þrettán skólar eyðilögðust í hamförunum.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/MytfNtATQ7U" frameborder="0" allow="autoplay; encrypted-media"></iframe> <p><strong>Fleiri börn á hverjum degi</strong></p> <p>„Það koma alltaf fleiri og fleiri börn til okkar á hverjum degi. Yfir tvo hundruð börn koma daglega á umsjónarsvæðin okkar þar sem við höldum við uppi ýmissi starfsemi fyrir börnin eins og afþreyingu og kennslu. Við höfum verið að færa til kennara úr öðrum verkefnum okkar og koma á kennslu hérna,“ segir Soumata Dengchampa framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Laos. Hann bendir jafnframt á að yfir 30 ungmenni úr öðrum SOS barnaþorpum hafi boðið sig fram í sjálfboðavinnu til að hjálpa.</p> <p><strong>Dýrmæt sérþekking hjá SOS</strong></p> <p>Shubha Murthi aðgerðarstjóri SOS Barnaþorpanna segir að sérþekking innan SOS og snör viðbrögð hafi skipt miklu máli. „Við náðum að bregðast hratt við þessum hryllilega harmleik. Þarna munaði um sérþekkingu sem við öðluðumst vegna jarðskjálftanna í Nepal árið 2015. SOS Barnaþorpin þar í landi endurguldu nú aðstoð sem þeim barst fyrir þremur árum og sendu mannafla til okkar. Þetta undirstrikar að samtökin eru eitt stórt lið sem hjálpast að.“</p> <p><a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8358/rumar-tvaer-milljonir-i-neydaradstod-til-laos" target="_blank">Frétt SOS Barnaþorpanna</a></p>

12.09.2018Mannréttindi nýtt áherslusvið í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands

<span></span> <p>Samkvæmt drögum að nýrri stefnu í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands er að finna þau nýmæli að mannréttindi fá aukið vægi í stefnunni sem verður lögð fram á haustþingi og gildir frá árinu 2019 til 2023. Þar segir að Ísland leggi mannréttindi til grundvallar stefnu sinni með þá sýn að leiðarljósi að fátækt sé ekki aðeins skortur á efnislegum gæðum heldur einnig skortur á öryggi, valdi og stjórn yfir eigin aðstæðum. Utanríkisráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa um stefnuna og opið er fyrir innsendingu umsagna til miðnættis á morgun, 13. september.</p> <p>Í kaflanum um mannréttindi segir að jafnrétti kynjanna og réttindi barna verði í öndvegi og sérstök áhersla verði lögð á berskjaldaða hópa. „Þróunarsamvinna Íslands endurspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag hefur í heiðri; virðingu fyrir lýðræði, mannréttindum, fjölbreytileika og umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Ábyrgð, árangur og áreiðanleiki verði höfð að leiðarljósi í öllu starfi Íslands á þessu sviði.“</p> <p><strong>Þrjú leiðarljós</strong></p> <p>Í kafla um áherslur og markmið eru leiðarljósin í þróunarsamvinnu Íslands þrjú: mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun. Þar segir að íslensk stjórnvöld leggi sitt af mörkum í baráttunni gegn hungri og sárafátækt og beiti sér fyrir að aukin hagsæld samfélaga skili sér til þeirra fátækustu og leiði til aukins jafnaðar. Þá verði lögð áhersla á að styðja við óstöðug ríki og þau fátækustu og stuðla að friði á alþjóðavettvangi.</p> <p>„Í þróunarsamvinnu Íslands verði lögð áhersla á svið þar sem sérþekking Íslands getur nýst í baráttunni gegn fátækt og fyrir framgangi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í því samhengi verði unnið að einu yfirmarkmiði og tveimur meginmarkmiðum er láta að uppbyggingu félagslegra innviða og starfa í þágu friðar, og verndunar jarðarinnar og sjálfbærrar nýtingar auðlinda,“ segir í drögunum.</p> <p>Yfirmarkmið Íslands verði að draga úr fátækt og hungri og stuðla að almennri velferð á grundvelli mannréttinda, kynjajafnréttis og sjálfbærrar þróunar. Meginmarkmiðin tvö verði annars vegar uppbygging félagslegra innviða og störf í þágu friðar og hins vegar verndun jarðarinnar og sjálfbær nýting náttúruauðlinda. Í drögunum er nánari grein gerð fyrir meginmarkmiðunum báðum og tengingu þeirra við Heimsmarkmiðin.</p> <p><strong>Framlög hækkuð</strong></p> <p>Samkvæmt lögum um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands frá 2008 á utanríkisráðherra fimmta hvert ár leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fimm ára í senn. Í drögunum að nýrri stefnu stjórnvalda segir að Ísland styðji framtíðarsýn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og leitist við að uppfylla pólitískar, lagalegar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna með virkri þátttöku í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fram kemur ennfremur að stefnt sé að því að Ísland auki framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum og að þau verði 0,35% af þjóðartekjum árið 2022.&nbsp;</p> <p>Á gildistíma stefnunnar er áformað að fram fari greining á nýjum samstarfslöndum, áherslulöndum og svæðasamtarfi og mögulega verði tekið upp samstarf við eitthvert landanna og nýjum verkefnum sinnt á gildistímanum.</p>

12.09.2018Utanríkisráðuneytið styður alþjóðleg verkefni UNICEF – mikilvægur liður í þróunarsamvinnu Íslands

<span></span> <p>„Ómetanlegur stuðningur Íslands við börn í Jemen, Rúanda, Malí og Jórdaníu,“ er fyrirsögn á frétt á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi þar sem segir að árlega berist samtökum ánægjulegar fréttir um það hversu mikilvægur stuðningur frá Íslandi hefur verið fyrir börn um allan heim. &nbsp;„Árið 2017 studdi íslenska ríkið UNICEF alþjóðlega með kjarnaframlagi upp á rúmlega milljón Bandaríkjadala. Þökk sé þeim stuðningi náði UNICEF að styðja börn í Jemen, Rúanda, Malí og Jórdaníu meðal annars með bólusetningum gegn lífshættulegum sjúkdómum, bættri heilbrigðisþjónustu, vetrarfatnaði, endurbyggingu skóla og hreinu vatni,“ segir í fréttinni.</p> <p>Þar segir ennfremur að samstarf UNICEF og utanríkisráðuneytisins sé mikilvægur liður í þróunarsamvinnu Íslands og að íslensk stjórnvöld hafi veitt framlög til UNICEF alþjóðlega um árabil. „Mikilvægur hluti framlaganna frá íslenska ríkisinu&nbsp;til UNICEF á heimsvísu&nbsp;eru svokölluð kjarnaframlög (e.&nbsp;regular resources) sem ekki eru eyrnamerkt ákveðnum verkefnum.&nbsp;&nbsp;Kjarnaframlög gera UNICEF kleift að skipuleggja sig fram í tímann, bregðast strax við þegar neyðarástand brýst út og vera til staðar þar sem þörfin er mest hverju sinni.“&nbsp; </p> <p><strong>Milljónum barna veitt neyðaraðstoð</strong></p> <p>„Staða barna í Jemen í dag er skelfileg, og nánast hvert einasta barn í landinu þarf á lífsnauðsynlegri hjálp að halda. Til að bregðast við neyð barna í Jemen skiptu kjarnaframlög til UNICEF gríðarlegu máli. Íslenska ríkið hefur stutt dyggilega við neyðaraðgerðir UNICEF í landinu og gert samtökunum kleift að veita milljónum barna aðstoð við gífurlega erfiðar aðstæður. </p> <p>Á síðasta ári bólusetti UNICEF 4,8 milljónir barna undir 5 ára í Jemen gegn mænusótt, og meira en 640 þúsund börn gegn mislingum, þökk sé slíkum framlögum. Báðir sjúkdómarnir geta verið lífshættulegir börnum. Auk þess studdi Ísland endurbyggingu vatns- og hreinlætiskerfa og hjálpaði til við að meðhöndla 226 þúsund börn við alvarlegri bráðavannæringu og tryggja 1,3 milljónum barna menntun, svo nokkuð sé nefnt.</p> <p>Í Jórdaníu var yfir 100 þúsund börnum sem hafa flúið stríðið í Sýrlandi útvegaður hlýr fatnaður, skór og teppi til að verjast vetrarkuldanum í flóttamannabúðum. Leikskólar fyrir börn og nýsköpunarverkefni fyrir ungmenni nutu einnig stuðnings UNICEF og utanríkisráðuneytisins. „Ég kem núna á hverjum degi, og mun halda því áfram. Þetta hjálpar mér að sigrast á áskorunum, ég læri nýja hluti og kennslan hvetur mig áfram,“ segir Reem, 15 ára, sem kemur nú reglulega í nýsköpunarmiðstöð sem UNICEF hefur sett á laggirnar fyrir ungmenni í Jórdaníu.“</p> <p><strong>Framlög frá Íslandi björguðu lífi barna í Malí</strong> </p> <p>„Vanæring er ein helsta dánarorsök barna í Malí. Í Timbúktú, í norðurhluta landsins, þjást 15% barna vegna bráðavannæringar. Áframhaldandi átök og óstöðugleiki í landinu ógna lífi enn fleiri. Framlög frá Íslandi voru því mikilvæg til að bregðast við vannæringu meðal barna í landinu. Þau gerðu UNICEF kleift að meðhöndla yfir 6 þúsund börn við alvarlegri bráðavannæringu og útvega milljónum barna A-vítamín, bætiefni og aformunarlyf. Allt stuðlar þetta að bættri heilsu barna í landinu.</p> <p>Samvinna UNICEF og utanríkisráðuneytisins gerði UNICEF einnig kleift að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem njóta lítillar athygli fjölmiðla og umheimsins almennt og að ná til allra berskjölduðustu barnanna. Í Rúanda vann UNICEF meðal annars að því að bæta gæði mæðra- og ungbarnaverndar til að draga úr tíðni ungbarnadauða. Samstarf við menntamálaráðuneyti landsins&nbsp;&nbsp; lagði áherslu á jöfn tækifæri stúlkna og drengja til menntunar og auk þess aðstoðaði UNICEF ríkisstjórn Rúanda við að tryggja réttindi fatlaðra barna.</p> <p>Framlög frá Íslandi gegna því ómissandi hlutverki í að vernda og bæta líf barna um allan heim, óháð því hvort þörf þeirra hafi vakið athygli alþjóðasamfélagsins.&nbsp;Þökk sé slíkum stuðningi getur UNICEF barist fyrir réttindum allra barna á heimsvísu og stuðlað að varanlegum umbótum í heiminum,“ segir að lokum í frétt UNICEF.</p>

11.09.2018Loftslagsbreytingar auka á hungrið í heiminum

<span></span> <p>Að mati Sameinuðu þjóðanna sveltur 821 milljón jarðarbúa og 150 milljónir barna eru með vaxtarhömlun vegna vannæringar. Varað er við því að annað Heimsmarkmiðið, að útrýma hungri og vannæringu, sé í hættu. Loftslagsbreytingar eru ein helsta skýringin á auknum matarskorti í heiminum.</p> <p>Í nýrri stöðuskýrslu um fæðuöryggi og næringu í heiminum – <a href="http://www.fao.org/state-of-food-security-nutrition/en/">The State of Food Security and Nutrition in the World 2018</a>&nbsp;– sem kom út í morgun kemur fram að hungrið í heiminum heldur áfram að aukast. Á síðasta ári hafi 821 milljón manna búið við sult, eða einn af hverjum níu jarðarbúum. Skýrsluhöfundar segja lítið gert til þess að bregðast við ýmsum birtingarmyndum vannæringar, allt frá vaxtarhömlun barna til offitu fullorðinna, sem ógni heilsu hundruð milljóna manna.</p> <p>Í fjölmörg ár dró sífellt úr hungri í heiminum en á síðustu þremur árum hefur það aftur færst í aukana. Þessi öfugþróun felur í sér skýr aðvörunarmerki um að brýnna aðgerða sé þörf ef ætlunin sé að ná öðru Heimsmarkmiðinu um að útrýma hungri fyrir árið 2030.</p> <p>Ástandið hefur versnað í Suður-Ameríku og víðast hvar í Afríku. Hins vegar hefur dregið markvert úr langvarandi vannæringu sem einkenndi Asíuríki um áratugaskeið.</p> <p>Í skýrslunni eru skýringar á auknum matarskorti sagðar bæði að finna í loftslagsbreytingum, flóðum, þurrkum og ofsaveðri, en einnig í átökum og efnahagslægðum. </p> <p>Fimm stofnanir koma að gerð skýrslunnar, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Alþjóðasjóður um þróun landbúnaðar (IFAD), Matvælaáætlun SÞ (WFP), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO).</p>

10.09.2018Hálf milljón barna hungurmorða fyrir árslok?

<span></span> <p>Óttast er að rúmlega hálf milljón barna verði hungurmorða fyrir lok þessa árs, segir í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children. At mati samtakanna þurfa 4,5 milljónir barna yngri en fimm ára á lífsnauðsynlegri meðferð að halda gegn vannæringu fyrir áramót en þessi börn draga öll fram lífið á átakasvæðum. Frá árinu 2016 hefur börnum í lífshættu vegna vannæringar á átakasvæðum fjölgað um 20%, segir í frétt samtakanna.</p> <p>Save the Children dregur upp afar dökka mynd af ástandinu og segir af haldi fram sem horfi muni tvö af hverjum þremur alvarlega vannæðrum börnum ekki fá nauðsynlega meðferð. Samtökin óttast að 590 þúsund börn deyi vegna þess að þau fái ekki nauðsynlegan stuðning. </p> <p>„Það þýðir að um 1600 börn yngri en fimm ára deyja af völdum hungurs á hverjum degi, eða eitt barn á hverri mínútu,“ segir í fréttinni.</p> <p>Aðvörunarorð Save the Children koma á sama tíma og mannúðarsamtök glíma við alvarlegan fjárhagsvanda vegna skilgreindra neyðaraðstæðna í átakasvæðum. Jafnframt færist í aukana að stríðandi fylkingar hindri aðgang mannúðarsamtaka að svæðum þar sem börn eru í neyð. </p> <p>Eins og áður hefur komið fram hefur hungruðum fjölgað á nýjan leik á síðustu misserum eftir samfellda fækkun um tveggja áratuga skeið.</p> <p><a href="https://www.savethechildren.org.au/media/media-releases/extreme-hunger-could-kill-children-in-war-zone" target="_blank">Frétt Save the Children</a></p>

07.09.2018UNICEF: Hvetur ríkisstjórnir að bregðast við veðurvá í þágu barna

<span></span><span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hvetur stjórnvöld um heim allan til þess að bregðast strax við fjölgun tilvika „öfgaveðurs“ með öryggi barna að leiðarljósi. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á nýlega dæmi um gífurleg flóð í suðurhluta Indlands, skógarelda í vesturhluta Bandaríkjanna og hitatölur á norðurhveli jarðar sem hafa aldrei verið hærri. Að mati UNICEF setja þessi veðrabrigði börn í hættu bæði í bráð og lengd.</p> <p>„Þegar hætta steðjar að eru börn berskjölduðust og ofsaveður er þar engin undantekning,“ segir Ted Chaiban hjá UNICEF. „Á síðustu mánuðum höfum við séð með áberandi hætti hvernig veröld við erum að skapa fyrir komandi kynslóðir. Öfgar í veðurfari leiða til fjölgunar neyðartilvika og aukinnar mannúðaraðstoðar. Það eru börnin sem kaupa þá þróun dýrustu verði,“ bætir hann við.</p> <p>Í tilkynningu UNICEF kemur þó fram að þótt einstök dæmi um ofsafengin veður stafi ekki endilega af loftslagsbreytingum sé ekki hægt að horfa framhjá því að slíkum tilvikum fjölgi og þau verði ofsafengnari, en hvoru tveggja sé í samræmi við spár um mannleg áhrif á hnattrænt veðurfar. UNICEF bendir á að þessar aðstæður hafi margvísleg áhrif á börn. Þær stuðli meðal annars að útbreiðslu banvænna barnasjúkdóma eins og alvarlegrar vannæringar, malaríu og niðurgangspesta.</p> <p>UNICEF hvetur ríkisstjórnir og alþjóðasamfélagið til að taka ákveðin skref nú þegar til þess að tryggja öryggi barna og rétt þeirra. Aðgerða sé þörf nú þegar. Í nýútgefinni skýrslu samtakanna – <a href="https://www.unicef.org/publications/files/Unless_we_act_now_The_impact_of_climate_change_on_children.pdf">Unless we act now: The Impact of climate change on children</a>&nbsp;– er að finna ýmiss konar tilmæli til stjórnvalda um aðgerðir sem nauðsynlegar eru til bregðast við veðurvá í þágu barna.</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2018/08/1018132">Act now to save children from rise in climate-driven extreme weather – UNICEF</a></p>

06.09.2018Stafræn tækni við manntal í Malaví ​

<span></span> <p>Þessa dagana er tekið manntal í Malaví. Stafræn tækni er notuð við gerð manntalsins í fyrsta sinn og spjaldtölvur leysa af hólmi spurningalista á pappír. Þetta er í sjötta skipti sem manntal er tekið í Malaví en síðasta manntal var tekið árið 2008. Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) færði stjórnvöldum 15 þúsund spjaldtölvur að gjöf í síðustu viku en reiknað er með að manntalsgerðin taki þrjár vikur.</p> <p>Yfirskrift verkefnisins er „Be Counted – Leave No One Behind“ en manntalið felur ekki einvörðungu í sér skrá um alla þá einstaklinga sem búa í landinu heldur einnig söfnun ýmiss konar annarra tölfræðilegra gagna um íbúana sem gagnast stjórnvöldum við áætlanagerð.</p> <p> „Upplýsingarnar sem safnað er saman við manntalsgerðina hafa mikið gildi fyrir alla þróun,“ segir Young Hong, fulltrúi UNFPA í Malaví. „Án nákvæmra upplýsinga um fólksfjölda, hvernig hann dreifist og hver lífsskilyrði íbúanna eru, gætu stjórnmálamenn ómögulega vitað hvar þyrfti að fjárfesta í skólum, sjúkrahúsum og samgöngum. Án manntalsins gætu þeir sem þarfnast mestrar hjálpar verið ósýnilegir áfram,“ segir hann.</p> <p>Ágústu Gísladóttur forstöðumanni íslenska sendiráðsins í Lilongve var boðið, af hálfu UNFPA, að fylgjast með manntalsgerðinni í gær í sveitunum fyrir utan höfuðborgina. Ágústa tók þessar meðfylgjandi myndir á vettvangi.</p> <p>Í fyrsta manntalinu sem tekið var árið 1966 voru íbúar Malaví 4 milljónir. Talið er að íbúar Malaví séu núna rétt tæplega 20 milljónir.</p> <p>&nbsp;</p> <p><a href="http://malawi.unfpa.org/en/news/malawi-launches-first-ever-digital-census" target="_blank"><sup>Malawi launches first-ever digital census/ UNFPA</sup></a></p> <p><a href="http://malawi.unfpa.org/en/news/15000-tablets-handed-over-2018-malawi-census" target="_blank"><sup>15000 tablets handed over for 2018 Malawi Census/ UNFPA</sup></a></p>

06.09.2018Betri heimur fyrir alla: viðburður á Lýsu 2018 um Heimsmarkmiðin og innleiðingu þeirra á Íslandi

<span></span> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Allir þurfa að taka þátt og stjórnvöld og sveitarfélög skipta þar gríðarlega miklu máli. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið þau&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=10adb4fe-7989-11e8-942c-005056bc530c">undirmarkmið</a>&nbsp;sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum. Á málstofunni Betri heimur fyrir alla, sem haldin verður sem hluti af&nbsp;&nbsp;<a href="http://www.lysa.is/">Lýsu</a>&nbsp;2018, gefst tækifæri til þess að kynnast áætlunum ríkisstjórnarinnar við innleiðingu Heimsmarkmiðanna sem og hvernig markviss innleiðing þeirra á vettvangi ríkis og sveitarfélaga getur stuðlað að betri heilsu og vellíðan íbúa á öllum æviskeiðum.</p> <p>Fanney Karlsdóttir, forsætisráðuneyti kynnir áætlun ríkisstjórnarinnar, Áslaug Karen Jóhannsdóttir, upplýsingafulltrúi Heimsmarkmiðana kynnir verkefni og aðgerðir utanríkisráðuneytisins, Páll Magnússon kynnir hugmyndir Kópavogs og Gígja Gunnarsdóttir hjá Embætti landlæknis fjallar um Heilsueflandi samfélag og tengingu nálgunarinnar við Heimsmarkmiðin.</p> <p>Fundarstjóri verður Harpa Júlíusdóttir frá Félagi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Málstofan fer fram í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, laugardaginn 8. september 2018 frá kl: 15:00-16:15 (vekjum athygli á breyttum tíma, áður auglýst kl: 13:15). Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.</p>

05.09.2018Ísland tekur þátt í svæðaverkefni í vesturhluta Afríku

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið og Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna héldu ekki alls fyrir löngu námskeið í notkun og greiningu gagna úr skipaeftirlitskerfum fyrir lykilstarfsmenn sjávarútvegsráðuneyta í Síerra Leone, Líberíu og Gana. Námskeiðið er þáttur í svæðasamstarfi í Vestur-Afríku sem utanríkisráðuneytið tekur þátt í og kallast West Africa Regional Fisheries Program (WARFP). Alþjóðabankinn leiðir samstarfið.</p> <p>Að sögn Péturs Waldorff, sérfræðings í deild svæðasamstarfs og atvinnnulífs á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisin, var tilgangur námskeiðsins að styrkja samstarfslöndin í vöktun fiskveiðilögsögu sinnar. Hann segir að tæknin sé nátengd hafrétti og mikilvægt tæki í baráttunni gegn ólöglegum veiðum innan lögsögu ríkjanna.</p> <p>„Námskeiðið, sem haldið var í Sierra Leone, var hið fyrsta sinnar tegundar, en áætlað er að halda framhaldsnámskeið fyrir sama hóp síðar á árinu og aftur á næsta ári til þess að undirbúa hópinn enn betur í vinnslu gagna úr skipaeftirlitskerfum sínum og túlkun á skilvirkan og áhrifaríkan hátt,“ segir Pétur. „Áhersla er til dæmis lögð á að gögn séu tekin saman og sýnd á myndrænan hátt á korti, en þannig má glögglega greina þegar að skip eru að veiðum innan lögsögu landanna. Með þessum hætti verða gögnin einnig læsileg og nothæf fyrir samstarfsaðila og yfirmenn sem ekki eru sérfræðingar í skipaeftirlitskerfunum og nýtast við eftirfylgni mála og ákvarðanatöku.“ </p> <p>Íslensk reynsla og sérfræðiþekking á sviði skipavöktunar kemur við sögu í þessu verkefni en kennarar námskeiðsins voru þeir Einar Hjörleifsson og Julian Burgos hjá Hafrannsóknarstofnun og Alex Senechal hjá Macalister Elliot and Partnes LTD í Bretlandi. Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna sá um skipulag og utanumhald námskeiðsins. </p> <p>&nbsp;</p>

04.09.2018Samstarf utanríkisráðuneytisins við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina

<span></span> <p>Skrifað hefur verið undir viðbragðssamning milli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Samningurinn er til fimm ára og tilgreinir verkferla við þátttöku Íslands í viðbragðsteymum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar með útsendum íslenskum sérfræðingum. </p> <p>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem sinna verkefnum í neyðar- og hættuástandi og einstök samstarfslönd þeirra hafa komið sér upp samstarfsneti um viðbragðsteymi sem hægt er að senda tímabundið á vettvang með skömmum fyrirvara. Hugmyndin á bak við það er að auka viðbragðsgetu stofnana Sameinuðu þjóðanna á stuttum tíma með sérhæfðu og reyndu fólki til að vinna í slíkum aðstæðum. </p> <p>Ísland er í hópi þeirra landa sem heldur úti viðbragðslista sérfræðinga og hefur þegar samstarf við nokkrar aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna um að hafa fólk til taks en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin bætist nú í þann hóp. Það er í samræmi við áherslu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu á heilbrigðismál og aukið vægi samþættingar mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lykilhlutverki að gegna í alþjóðlegu samhengi við að koma í veg fyrir, undirbúa sig fyrir og bregðast við hættu sem steðjar að heilsu manna og ná aftur jafnvægi þegar hættuástand er um garð gengið. Hún fer með yfirumsjón heilbrigðismála innan vébanda stofnana Sameinuðu þjóðanna og leiðir samhæfingu í alþjóðaheilbrigðismálum, vinnur að stefnumótum og veitir aðildarríkjum sínum tæknilega ráðgjöf, auk þess að hafa umsjón með aðgerðum þegar heilsuvá eins og farsóttir dynja yfir. </p>

03.09.2018Skóli í Aleppó opnaður á ný eftir aðstoð Íslendinga

<span></span> <p>Á vef SOS Barnaþorpanna á Íslandi segir að þær gleðifréttir hafi borist í síðustu viku að búið væri að opna á ný Al Thawra grunnskólann í Aleppó í Sýrlandi sem endurbyggður var fyrir fjármagn frá íslenskum styrktaraðilum. Kostnaður við endurbygginguna var um 12 milljónir króna og var hann fjármagnaður af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með dyggum stuðningi einstaklinga hér á landi sem lögðu verkefninu lið með frjálsum framlögum.</p> <p>Skólinn er í hverfinu Alsukkari en þangað hafa barnafjölskyldur flutt aftur eftir langan tíma á flótta í því hörmungarástandi sem þar hefur verið. Yfir 500 börn eru nú að hefja nám í skólanum sem er öllum börnum opinn, burtséð frá uppruna þeirra, trú eða afstöðu foreldra í stríðinu. Talið er að 50% barna á aldrinum 5-18 ára í austurhluta Aleppó hafi ekki stundað skólagöngu vegna stríðsástandsins. </p> <p>Al Thawra skólinn er einn af mörgum sem hafa verið notaðir sem fangelsi eða skýli og sumir eru hreinlega orðnir að rústum. Ástandið er orðið stöðugra á sumum svæðum í Sýrlandi og yfirvöld vilja byggja samfélagið upp á ný.</p> <p>Meðal einstaklinga á Íslandi sem studdu við verkefnið var ónefndur einstaklingur sem gaf eina milljón króna og framlag upp á hálfa milljón króna kom úr minningarsjóði Sigurðar Jónssonar sem lést árið 2015, aðeins 43 ára að aldri. Sigurði þótti afar vænt um börn og sérstaklega þau sem áttu erfitt uppdráttar og því vildu aðstandendur hans leggja þessu verkefni lið.</p>

31.08.2018Kallað eftir umsóknum til mannúðarverkefna í Sýrlandi

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið kallar eftir umsóknum um styrki til mannúðarverkefna borgarasamtaka til að bregðast við neyðarástandi vegna átakanna í Sýrlandi. Verkefnum er ætlað að falla annað hvort að <a href="https://reliefweb.int/report/syrian-arab-republic/2018-humanitarian-needs-overview-syrian-arab-republic-enar">neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum</a> (OCHA) eða <a href="http://www.3rpsyriacrisis.org/">viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna</a> (UNHCR) vegna neyðarinnar í Sýrlandi. </p> <p>Allt að 45 milljónir króna eru til úthlutunar að þessu sinni og umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 30. september næstkomandi. Gert er ráð fyrir að umsóknum verði svarað skriflega eigi síðar en mánudaginn 22. október 2018.</p> <p>Til að teljast styrkhæf þurfa borgarasamtök að uppfylla eftirfarandi skilyrði:</p> <ul> <li>Vera löglega skráð á Íslandi.</li> <li>Vera ekki rekin í hagnaðarskyni.</li> <li>Hafa sett sér lög, hafi stjórn og stjórnarformann.</li> <li>Hafa lagt fram ársreikninga áritaða annað hvort af opinberri endurskoðunarstofnun, sem er aðili að INTOSAI eða endurskoðunarfyrirtæki, sem starfar skv. alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum (IFAC) sl. tvö ár.</li> <li>Að félagsmenn eða styrktaraðilar séu minnst 30 talsins.</li> <li>Starfa náið með samtökum, alþjóðlegum eða innlendum, sem hafa reynslu af neyðar- og mannúðarstörfum.</li> <li>Hafa í eigin starfi og samstarfsaðila á vettvangi lýðræði, mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi og halda í heiðri grundvallarreglur ummannúðaraðstoð.</li> <li>Hafa mótað sér stefnu sem ekki gengur gegn yfirmarkmiðum íslenskrar þróunarsamvinnu.</li> </ul> <p><span>Umsækjendum er bent á umsóknareyðublað, verklagsreglur utanríkisráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök vegna mannúðaraðstoðar og aðrar leiðbeiningar á&nbsp;<a href="/default.aspx?PageID=1875681c-a4ee-11e6-940f-005056bc530c">vef&nbsp;ráðuneytisins&nbsp;</a>&nbsp;</span></p> <p>Skila skal eftirfarandi fylgigögnum vegna umsókna:</p> <p>Útfylltu umsóknarblaði, sem finna má á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.</p> <ul> <li>Upplýsingum um umsækjanda og samstarfsaðila.</li> <li>Lýsingu á þeirri neyð sem sótt er um styrk til.</li> <li>Ársskýrslu síðasta starfsárs.</li> <li>Lýsingu á þeirri neyð sem sótt er um styrk til með eftirfarandi efnisþáttum:</li> <li>Tilvísun í það alþjóðlega neyðarkall sem verið er að svara.</li> <li>Fjárhagsáætlun vegna verkþátta á vettvangi og vegna verkþátta er lúta að umsýslu, eftirliti og úttekt (árangursmati).</li> <li>Greinargerð um starfshætti og verklag samtakanna í verkefninu, þar á meðal upplýsingum um undirbúning, framkvæmd og eftirlit.</li> <li>Ársskýrslu síðasta starfsárs.</li> <li>Ársreikningi síðasta starfsárs með áritun löggilts endurskoðanda, sbr. lið 2.2.</li> </ul> <p>Jafnframt ber að skila, eða staðfesta að skil hafi áður farið fram á eftirfarandi gögnum:</p> <ul> <li>Nafnalista yfir skipan stjórnar samtakanna.</li> <li>Upplýsingum um löglega skráningu samtakanna.</li> <li>Afriti af lögum samtakanna.</li> <li>Afriti af stefnu samtakanna.</li> <li>Yfirliti um verkefni og áherslur samtakanna, í hvaða löndum þau starfa og umfang starfseminnar.</li> </ul> <p>Umsækjendur skulu lýsa með greinargóðum hætti markmiðum verkefnis, áætlun um framkvæmd og kostnað verkefnis, tímaáætlun þess, auk annarra upplýsinga sem metnar eru nauðsynlegar. Njóti umsækjandi annarra styrkja eða framlaga vegna verkefnisins skal hann gera grein fyrir slíkum framlögum eða styrkjum. </p> <p>Úthlutun styrkja fer eftir þeim skilmálum sem fram koma í verklagsreglum ráðuneytisins og leiðbeiningum Ríkisendurskoðunar, sem finna má á ofangreindum vef.&nbsp;</p> <p>Umsóknir sem ekki uppfylla skilyrði auglýsingar og úthlutunarskilmála verða ekki teknar til greina.</p> <p>Um styrkveitingar til verkefna borgarasamtaka í málaflokknum gilda lög um opinber fjármál nr. 123/2015 og reglugerð nr. 642/2018 um styrkveitingar ráðherra.</p>

30.08.2018Miklar framfarir í menntamálum í Buikwe þakkaðar íslenskum stuðningi

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri könnun í Buikwe héraði, samstarfshéraði Íslendinga í þróunarsamvinnu í Úganda, hafa orðið meiriháttar framfarir í menntamálum héraðsins á síðustu árum eftir að Íslendingar hófu stuðning við héraðsstjórnina í þessum málaflokki. Á síðasta ári luku 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla samanborið við 40% árið 2011. Brottfall úr skóla hefur einnig minnkað umtalsvert.</p> <p><span>“Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi fyrir okkur, því stuðningur okkar við fiskisamfélögin í Buikwe beinist einmitt að því að bæta gæði grunnmenntunar, og þessi góð árangur er örugglega að hluta til kominn vegna þess,” segir Árni Helgason verkefnastjóri þróunarsamvinnu í sendiráði Íslands í Kampala.</span></p> <p><span>Árni segir að nú þegar hafi vandaðar skólastofur verið byggðar við 25 grunnskóla í Buikwe héraði, ásamt aðstöðu fyrir skólastjórnendur, kennaraíbúðir, skólaeldhús og hreinlætisblokkir fyrir bæði nemendur og kennara. “Við sjáum það þegar við heimsækjum skólana hvað börnin eru glaðari og áhugasamari í þeim skólum við þar sem við Íslendingar höfum aðstoðað við uppbygginguna. Og nú sjáum við það svart á hvítu í þeim tölum sem héraðið birtir um árangur. Mjög ánægjulegt, og hvetur okkur væntanlega til að halda áfram á sömu braut,” segir Árni.</span></p> <p><span>Dagblaðið Daily Monitor í Úganda birti í morgun grein um árangurinn með fyrirsögninni:&nbsp;75% ljúka grunnskólaprófi í Buikwe. Þar er haft eftir Mathias Kigongo héraðsstjóra í Buikwe að námsumhverfi skólanna hafi verið bætt í fjölmörgum skólum og hann segir nemendur ekki lengur þurfa að sitja undir trjám eins og tíðkaðist fyrir þremur árum. Hann segir þennan árangur ekki hafa náðst nema vegna stuðningsins frá Íslandi.</span></p> <p><span>„Héraðið hafði ekkert fjárhagslegt bolmagn til þess að bæta ástandið í skólunum. En með stuðningnum frá Íslandi hefur okkur tekist að stíga framfaraskref,” segir Kigongo í samtali við Daily Monitor.</span></p> <p><span>Í fréttinni er bent á fjölgun nemenda í mörgum skólum, minna brottfall og aukinn áhuga foreldra á samstarfi við skóla. Nefnt er sem dæmi að foreldrar hafi tekið að sér skólamötueyti og fylgist spenntir með skólastarfinu. Þá er haft eftir Anthony Balagira skólastjóra að auk nýrra skólastofa og kennaraíbúða hafi Íslendingar einnig fært nemendum kennslubækur og íþróttavörur. „Við sjáum ótrúlegar framfarir bæði í bóklegu námi og íþróttum. Við erum afar þakklát héraðinu og ríkisstjórn Íslands fyrir stuðninginn,” segir hann.</span></p> <p><span><a href="http://www.monitor.co.ug/News/National/Buikwe-attains-75-per-cent-completion-rate-in-schools-/688334-4734888-bsmyvi/index.html" target="_blank">Fréttin</a> í Daily Monitor</span></p>

29.08.2018 Börnin mín eru stolt af mér

<span></span> <p><span>Menal Suleyman er þriggja barna móðir sem þurfti að flýja heimaland sitt, Sýrland. Í dag heldur hún til í Tyrklandi en um 1,8 milljónir sýrlenskra kvenna hafa flúið stríðið og halda þar til. Í Tyrklandi heldur flest sýrlenskt flóttafólk til eða um 3,5 milljónir eru skráðir inn í landið. Menal segir sögu sína á vef UN Women á Íslandi.</span></p> <p><span>„Eftir að stríðið braust út vissi ég að það kæmi að þeim tímapunkti að ég þyrfti að leita skjóls annars staðar. Eiginmaður minn var myrtur og heimbær minn, Latakia, logaði í átökum. Þá ákvað ég að flýja með börnin mín þrjú. Ég hélt til Tyrklands í þeirri von að komast á bát áfram til Grikklands og þaðan til Frakklands.“</span></p> <p><span>Eftir lífshættulegan flótta gekk Menal fyrir tilviljun fram á kvennaathvarf á vegum UN Women í borginni Gaziantep í Tyrklandi. Eftir lífshættulegan flótta gekk Menal fyrir tilviljun fram á kvennaathvarf á vegum UN Women í borginni Gaziantep í Tyrklandi. Þar gefst konum á flótta kostur á hagnýtu námi og aðstoð við að komast á vinnumarkað í Tyrklandi. Nú stundar Menal nám í sjúkraskráningu og lærir tyrknesku. Á meðan dvelur yngsti sonur hennar í barnagæslu athvarfsins</span></p> <p><span>„Einn daginn labbaði ég framhjá at