Hoppa yfir valmynd

Fréttir


Dags.TitillEfni
22.09.2020Mikill árangur af starfi Íslands í Malaví

<span></span> <p>Heilbrigðisskrifstofa Mangochi héraðs, samstarfshéraðs Íslands í Malaví, hefur verið útnefnd besta skrifstofa heilbrigðismála í landinu og héraðsstjórnin, samstarfsaðili Íslands í þróunarsamvinnu, er talin tíunda besta héraðsstjórnin, en var í næst neðsta sæti þegar samstarfverkefnið hófst fyrir átta árum. </p> <p>„Það er afskaplega ánægjulegt að sjá úttektir staðfesta ótvíræðan árangur af okkar góða starfi í landinu. Ég hef séð þessar framfarir með eigin augum og heyrt heilbrigðisstarfsfólk lýsa því hvað verkefni okkar í heilbrigðismálum, ekki síst þeim sem snúa að mæðrum, nýburum og fæðingarþjónustu, hafi verið til mikilla heilla og bjargað mörgum börnum og mæðrum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Hann heimsótti Malaví fyrir hálfu öðru ári og opnaði þá meðal annars nýtt og glæsilegt héraðssjúkrahús í höfuðstað héraðsins.</p> <p>Sveitarstjórnarráðuneytið í Malaví gerir árlegar úttektir á gæðum heilbrigðismála í landinu. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu úttektarinnar fá heilbrigðisyfirvöld í Mangochi þessa viðurkenningu fyrir að hafa bætt heilbrigðisvísa á síðustu misserum, meðal annars aðgengi að mæðraeftirliti og fæðingarþjónustu, fjölgun menntaðra heilbrigðisstarfsmanna, skilvirkara upplýsingakerfi, aðgengi að getnaðarvörnum og síðast en ekki síst bætta innviði, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og fæðingardeildir. Allir þessir þættir tengjast samstarfsverkefni Íslands og héraðsstjórnarinnar í Mangochi um bætta grunnþjónustu við íbúa héraðsins. Þeir telja rúmlega eina milljón.</p> <p>„Héraðsþróunarverkefnið á mjög stóran hlut í þessum árangri,“ segir Kristjana Sigurbjörnsdóttir verkefnastjóri sendiráðs Íslands í Lilongve. „Stór fæðingardeild var tekin í notkun við héraðssjúkrahúsið í fyrra, auk þess sem teknar voru í notkun nokkrar fæðingarstofur í sveitum Mangochi sem bættu aðgengi að fæðingarþjónustu og mæðra og ungbarnavernd til muna. Það skilaði sér fljótt í betri heilsu þar sem konur höfðu aðgang að þjónustu sem veitt var af menntuðu starfsfólki og heilbrigðistölfræði héraðsins sýnir lækkaða dánartíðni mæðra og auknar lífslíkur nýbura,“ segir hún.</p> <p>Héraðsstjórnin í Mangochi er auk þess einn af „hástökkvurum ársins“ eins og Kristjana orðar það en samkvæmt mati á gæðum héraðsstjórna í Malaví er héraðsstjórnin í Mangochi komin upp í tíunda sæti. Héraðsstjórnin hefur bætt sig á flestum þáttum gæðamatsins eftir að hafa verið í næstneðsta sæti allra héraðsstjórna, áður en samstarfið við Ísland hófst.</p> <p>„Ég túlka þennan árangur héraðsins þannig að svonefnd héraðsnálgun Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu sé að skila virkilega góðum árangri sem aftur skilar sér í bættri og skilvirkari grunnþjónustu fyrir íbúa Mangochi-héraðs,“ segir Kristjana.</p>

21.09.2020Afmæliskönnun Sameinuðu þjóðanna: Mikill stuðningur við alþjóðlega samvinnu

<span></span> <p>Heimsbyggðin hefur þessa stundina mestar áhyggjur af aðgangi að heilsugæslu, hreinu drykkjarvatni, hreinlætisaðstöðu og menntun, ef marka má niðurstöður umfangsmikillar könnunar Sameinuðu þjóðanna á afstöðu til heimsmála í tilefni af 75 ára afmæli samtakanna. </p> <p>Rúmlega ein milljón manna um allan heim svaraði spurningum í könnun sem var öllum opin heimsbúum. „Þegar spurt var um brýnustu málefni líðandi stundar drógu svörin dám af heimsfaraldrinum sem nú herjar á veröldina. Auk ofangreindra atriða, voru oftast nefnd þörf á aukinni alþjóðlegri samstöðu, stuðningur við þá sem harðast hafa orðið úti og aukinn jöfnuður,“ segir Árni Snævarr upplýsingafulltrúi UNRIC, upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>„Þegar litið er til framtíðar höfðu langsamlega flestir svarenda áhyggjur af loftslagsmálum og spjöllum á náttúrulegu umhverfi okkar. Á meðal annara forgangsatriða sem nefnd voru, má nefna að tryggja aukna virðingu fyrir mannréttindum, að leysa deilur, berjast gegn fátækt og uppræta spillingu.“</p> <p><strong>Ímynd Sameinuðu þjóðanna</strong></p> <p>Rúmlega 87% svarenda töldu&nbsp;samvinnu á heimsvísu þýðingarmikla við lausn aðkallandi vanda og að heimsfaraldurinn auki enn þörfina á alþjóðlegri samvinnu.&nbsp; </p> <p>Sjötíu og fimm árum eftir stofnun samtakanna töldu sex af hverjum tíu að Sameinuðu þjóðirnar hefðu stuðlað að því að gera heiminn betri en ella. Ef litið er til framtíðar töldu 74% að Sameinuðu þjóðirnar væru „þýðingarmiklar” við lausn núverandi áskorana.</p> <p>Hins vegar töldu svarendur að Sameinuðu þjóðirnar yrðu að breytast og endurnýjast. Þær þyrftu að hleypa fleirum að ákvarðanatöku og taka tillit til fjölbreytni 21. aldar auk þess að auka gagnsæi, ábyrgð og skilvirkni. </p> <p>„Við höfum á þessu afmælisári efnt til hnattrænnar samræðu og niðurstöðurnar eru sláandi,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Fólk hugsar stórt og lætur í ljós ákafa þörf fyrir alþjóðlega samvinnu og samstöðu á heimsvísu.&nbsp; Á 75 ára afmælinu stöndum við í svipuðum sporum og árið 1945. Við verðum að taka þau skref sem þarf að taka. Okkur ber að sýna samstöðu sem aldrei fyrr til þess að glíma við núverandi neyðarástand, koma hjólum heimsins á hreyfingu að nýju og halda fast í hugsjónir stofnskrár samtakanna.“</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar hófu samráð við heimsbyggðina í janúar 2020 í tilefni af 75. starfsárinu. Árni Snævarr segir að könnun á væntingum fólks og skoðunum á alþjóðamálum hafi verið hryggjarstykkið í samræðu á heimsvísu.&nbsp; Rúmlega ein milljón manna hefur þegar svarað könnuninni en hún er <a href="https://un75.online/?lang=isl" target="_blank">opin</a>&nbsp;til áramóta. <span></span></p>

18.09.2020Heimurinn á barmi hungurfaraldurs

<span></span> <p>Hungur í heiminum vegna stríðsátaka, að viðbættum matarskorti vegna COVID-19, er að komast á mjög hættulegt stig, að mati David Beasley framkvæmdastjóra Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Hann greindi öryggisráði SÞ frá því í gær að án aukinna framlaga væri ástæða til að óttast hungursneyð meðal þjóða sem hafi búið við óstöðugleika árum saman.</p> <p>WFP hefur aldrei í sögunni veitt fleirum matvælaaðstoð en á þessu ári. Ætlunin er að ná til 138 milljóna einstaklinga en þegar hafa um 85 milljónir manna notið matvælaaðstoðar stofnunarinnar. Beasley lagði þunga áherslu á að án aukinna framlaga væri heimurinn á barmi hungurfaraldurs.</p> <p>Einkum eru það þjóðir í Afríku og Miðausturlöndum sem eru á barmi hungursneyðar. Stríðsátök í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó færast í aukana með tilheyrandi matvælaóöryggi sem nær nú til 22 milljóna einstaklinga. Svipaður fjöldi sveltur í Jemen. Hungruðum fjölgar einnig í norðausturhluta Nígeríu og Burkina Fasó.</p> <p>Fyrir COVID-19 farsóttina höfðu 135 milljónir manna vart til hnífs og skeiðar en spár Alþjóðabankans gera ráð fyrir að tvöfalt fleiri verði í þeirri hræðilegu stöðu á þessu ári, eða um 270 milljónir manna. Sárafátækum kemur til með að fjölga í fyrsta sinn frá því seint á síðasta áratug, að mati bankans.</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2020/09/1072712" target="_blank">Frétt Sameinuðu þjóðanna</a></p>

17.09.2020Fyrsti alþjóðlegi jafnlaunadagurinn á morgun – frumkvæði frá Íslandi

<span></span> <p><span>Að óbreyttu tekur það rúmlega 250 ár að jafna launamun kynjanna í heiminum. Samkvæmt skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins frá síðasta ári koma karlar og konur ekki til með að fá sömu laun fyrir sömu vinnu fyrr en árið 2277. Að frumkvæði Íslands samþykkti mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktun í fyrra um árlegan alþjóðlegan jafnlaunadag sem haldinn verður í fyrsta sinn á morgun, 18. september.</span></p> <p><span>Í tilefni jafnlaunadagsins 2020 er boðið til rafræns málþings á morgun með yfirskriftinni&nbsp;<strong>Ákall til aðgerða</strong>&nbsp;(Call to Action) en dagurinn er haldinn af alþjóðasamtökum um launajafnrétti (EPIC) sem Ísland á aðild að. Markmiðið með deginum verður að vekja athygli á aðgerðum sem stuðla að launajafnrétti. Dagurinn á einnig að vera „hvatning til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ eins og segir í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/11/Althjodlegi-jafnlaunadagurinn-18.-september-/">frétt</a>&nbsp;frá forsætis- og utnríkisráðuneytum.</span></p> <p><span>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að ekkert ríki hafi enn náð að brúa launabilið milli karla og kvenna – og bendir einnig á að ýmislegt bendi til þess að COVID-19 farsóttin hægi á þróuninni. Jöfn laun verði ekki tryggð fyrr en eftir tvær og hálfa öld. „Til að setja það í samhengi þurfum við að fara aftur til ársins 1753 ef við förum jafn langan tíma aftur í tíma – vel fyrir amerísku og frönsku byltingarnar,“ segir í <a href="https://unric.org/is/257-ar-til-ad-brua-launabil-kynjanna/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC.</span></p> <p><span>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að nýi alþjóðlegi dagurinn sé gott tækifæri til að beina athyglinni að því kerfi sem hindrar að laun kynjanna séu jöfn. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvers vegna láglaunastörf séu hlutskipti kvenna, hvers vegna lægri laun eru greidd i þeim starfsgreinum þar sem konur eru fjölmennastar, þar á meðal umönnunarstörfum. Af hverju konur vinna svo oft hlutastörf og hvers vegna tekjur kvenna lækka þegar þær eignast börn en laun feðranna hækka oft að sama skapi. Og hvers vegna konur rekist á þak í hátekjustörfum,“ segir Guterres í</span><a href="https://www.un.org/en/observances/equal-pay-day/messages"><span>&nbsp;ávarpi</span></a><span>&nbsp;í tilefni jafnlaunadagsins.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/tUDGK_wLi1w" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Aldarfjórðungur er liðinn frá því þjóðir heims skuldbundu sig til þess að tryggja „sömu laun fyrir sömu vinnu“ en það gerðist á fjórða kvennaþingi Sameinuðu þjóðanna í Peking með samþykkt svokallaðrar Peking yfirlýsingar og aðgerðaáætlunar.</span></p> <p><span>Málþingið á morgun hefst á sameiginlegu ávarpi þjóðarleiðtoga þeirra þjóða sem eiga aðild að EPIC, þar á meðal frá Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og forystufólki alþjóðlegra samtaka sem koma að EPIC, svo sem Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO), Alþjóða efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), Alþjóðasamtökum atvinnurekenda (IOE), Alþjóðasamtökum verkalýðshreyfinga (ITUC) og UN Women.<br /> <br /> Að loknum ávörpum fara fram pallborðsumræður með þátttakendum úr röðum fræðasamfélagsins, verkalýðssamtaka, atvinnurekenda, stjórnvalda og aðgerðasinna. Fulltrúi Íslands í pallborði verður Þorsteinn Víglundsson, forstjóri og fyrrverandi alþingismaður og félags- og jafnréttismálaráðherra.</span></p> <p><span>Málþingið hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma. Nánari upplýsingar og skráning <a href="https://www.equalpayinternationalcoalition.org/whats_new/international-equal-pay-day-2020-building-back-a-better-future-of-work-by-ensuring-pay-equity/">hér</a>.</span></p>

16.09.2020Alþjóðadagur til verndar ósonlaginu

<span></span> <p>Í dag, á degi íslenskrar náttúru, er jafnframt alþjóðadagur til verndar ósonlaginu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins að samningar um ósonlagið séu upplífgandi dæmi sem sýni að þar sem pólitískur vilji sé fyrir hendi, séu því lítil takmörk sett hverju þjóðir geti áorkað þegar um sameiginleg markmið er að ræða.</p> <p>Mikilvægasti samningurinn til verndar ósonlaginu er kenndur við Montreal. Skrifað var undir hann 16. september 1987 og samningurinn felur í sér ákvæði um takmörkun á notkun efna sem eyða ósonlaginu. Því var ákveðið af hálfu Sameinuðu þjóðanna árið 1994 að velja þennan dag sem alþjóðlegan dag til verndar ósonlaginu. Jafnframt er alþjóðadagurinn nýttur til þess að vekja athygli á þeirri ógn sem felst í þynningu ósonlagsins.</p> <p>„Það er brýnt að við leggjum okkur fram og fjárfestum í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum til verndar náttúrunni og vistkerfunum,“ segir Guterres í ávarpi í tilefni dagsins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/WNGH1cILTPE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; clipboard-write; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Ósonlagið hindrar að megnið af skaðlegum útfjólubláum geislum sólar (UV-B) nái til jarðar. Meiri geislun leiðir til aukinnar tíðni húðkrabbameins og augnsjúkdóma og getur hugsanlega leitt til útrýmingar á svifþörungum sem eru grunnurinn að lífkeðju hafsins og skaðar landbúnaðarframleiðslu. Helstu efnin sem valda þynningunni eru klórflúorkolefni (CFC), sem er meðal annars notuð í kælikerfum, úðabrúsum og sem hreinsiefni, og halónar í slökkvitækjum. Vetnisklórflúorkolefni (HCFC) eiga einnig þátt í ósoneyðingunni.</p> <p>Slagorð alþjóðadagsins er „óson fyrir líf“ og Sameinuðu þjóðirnar segja það vera áminningu um að óson sé ekki aðeins lykilatriði fyrir líf á jörðinni heldur áskorun um að halda verði áfram að vernda ósonlagið fyrir komandi kynslóðir.</p>

15.09.2020Ellefu þúsund flóttamenn bíða þess að komast í skjól á Lesbos

<span></span> <p>Talið er að ellefu þúsund hælisleitendur á grísku eyjunni Lesbos hafist við undir beru lofti eftir að Moria flóttamannabúðirnar brunnu til grunna í síðustu viku. Starfsfólk Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vinnur að því hörðum höndum að bregðast við neyðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ákvað í gær að leggja til 20 milljóna króna framlag til neyðaraðstoðar frá íslenskum stjórnvöldum. Flóttamannastofnun SÞ ráðstafar þeim fjármunum.</p> <p>Ábyrgð á mannúðaraðstoðinni, á framkvæmd og samhæfingu viðbraðgsaðila, er í höndum grískra stjórnvalda. Að sögn Philippe Leclerc, fulltrúa UNHCR á Lesbos, hafa stjórnvöld tilgreint hvaða svæði eyjarinnar verði nýtt til að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir þá veikburðustu í hópi flóttamanna. Það svæði er skammt frá þorpinu Mytilene. </p> <p>Að beiðni þarlendra stjórnvalda veitir starfsfólk Flóttamannastofnunar aðstoð og sérfræðiráðgjöf við uppbyggingu nýju bráðabirgðaskýlanna. Starfið er þegar hafið og til þessa hefur UNHCR útvegað 600 fjölskyldutjöld og samkvæmt frétt stofnunarinnar voru 700 einstaklingar komnir í skjól í gærkvöldi. Einnig hefur stofnunin útvegað efnasalerni og handþvottastöðvar, og hefur lýst sig reiðubúna að bæta við frekari hreinlætisbúnaði ef þess verður óskað.</p> <p>Til að koma í veg fyrir og draga úr útbreiðslu COVID-19 fara allir hælisleitendur í skimun áður en þeir fara inn í nýju stöðina. UNHCR styður einnig heilbrigðisyfirvöld á landsvísu við að koma upp heilsugæslu á nýja staðnum, í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), stofnunin útvegar meðal annars tjöld og tryggir svæði fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Þegar eru 20 einstaklingar með staðfest COVID-19 smit í sóttkví á þessu svæði. <span></span></p> <p>Gríski herinn hefur séð um matvæladreifingu og vatn fyrir hælisleitendur en Flóttamannastofnun hefur sent meira en sex þúsund matarpakka til Lesbos, auk þess að dreifa í samstarfi við hjálparsveitir ýmiss konar búnaði eins og teppum, svefnpokum, plastdúkum og hreinlætisvörum.</p>

15.09.2020Fjörutíu milljóna króna framlag vegna neyðarinnar í Lesbos og Líbanon

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum króna varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma.&nbsp;<br /> <br /> Ófremdarástand ríkir á Lesbos eftir að eldur olli mikilli eyðileggingu á Moria-móttökusvæðinu fyrir skemmstu. Vistarverur hátt í tólf þúsund hælisleitenda, þar af fjögur þúsund barna, brunnu til kaldra kola og margir eiga því ekki í nein hús að venda. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur því ákveðið að tuttugu milljónum króna verði veitt til neyðaraðstoðar til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> „Ástandið á Lesbos er grafalvarlegt þar sem þúsundir sem fyrir bjuggu við harðan kost hafa nú misst allt sitt. Það er mat mannúðarstofnana á vettvangi að bregðast verði við þeirri neyð sem þarna ríkir og því höfum við ákveðið að veita þessum fjármunum til að aðstoða bágstadda án tafar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.&nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Þá verður tuttugu milljónum króna varið til Lebanon Humanitarian Fund, svæðasjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) í Líbanon vegna áframhaldandi neyðarástands í Beirút í kjölfar sprenginganna þar 4. ágúst síðastliðnn. Þessir fjármunir koma til viðbótar við&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/08/10/20-milljonir-krona-til-matvaeladstodar-i-Libanon/">tuttugu milljóna króna framlag</a>&nbsp;til matvælaaðstoðar í Líbanon sem íslensk stjórnvöld ákváðu skömmu eftir sprengingarnar.&nbsp;<br /> <br /> „Ríki heims brugðust hratt við hörmungunum í líbönsku höfuðborginni en betur má ef duga skal. Neyðin er enn mikil og bætist við þann vanda sem þjóðin átti við að etja, þar með talið efnahags- og stjórnarkreppu, auk mikils álags vegna flóttamanna frá grannríkjunum. Bregðast verður við, ekki síst til að sporna við enn meiri óstöðugleika í þessum viðkvæma heimshluta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.&nbsp;&nbsp;</p>

11.09.2020Alvarlegar afleiðingar heimsfaraldurs fyrir börn

<span></span><span></span><span></span> <p>Samkvæmt nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children hefur kórónuveirufaraldurinn haft slæm áhrif á menntun barna, sérstaklega þeirra sem búa við fátækt. Faraldurinn hefur einnig aukið bilið á milli ríkra og fátækra barna. Á sex mánuðum heimsfaraldursins hafa fátækustu börnin haft skert aðgengi að menntun, heilbrigðisþjónustu, mat, hreinu vatni og hreinlætisvörum.</p> <p>Í skýrslunni <span></span>- <em>Verndum heila kynslóð (<a href="https://www.barnaheill.is/static/files/verndum-heila-kynslo-d.pdf" target="_blank">Protect a Generation</a>)</em> kemur fram að:</p> <ul> <li>66 prósent barna höfðu ekki aðgang að námsefni eða kennurum meðan skólar voru lokaðir. Skólar eru enn lokaðir víðsvegar um heim.</li> <li>80% barna sögðust hafa lært lítið sem ekkert meðan skólinn var lokaður.</li> <li>Færri en 1 prósent barna frá fátækum heimilum hafa aðgang að netinu til að sinna námi.</li> <li>93 prósent heimila sem misstu meira en helming tekna höfðu skertan aðgang að heilbrigðisþjónustu.</li> <li>Heimilisofbeldi jókst um meira en helming meðan lokun skóla stóð yfir.</li> <li>Tekjulitlar fjölskyldur hafa orðið fyrir meiri tekjuskerðingu en aðrar fjölskyldur.</li> </ul> <p>Samkvæmt gögnum Barnaheilla hafa börn sem koma frá fátækum fjölskyldum ekki aðeins takmarkaðri aðgengi að menntun, heldur einnig að mat, hreinlætisvörum og heilbrigðisþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Níu af hverjum tíu heimilum sem misstu yfir helming tekna sinna vegna heimsfaraldursins greindu frá erfiðleikum við að sækja heilbrigðisþjónustu. 45 prósent aðspurðra, frá fátækum heimilum, sögðust eiga í vandræðum með að greiða fyrir læknisþjónustu.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://www.barnaheill.is/is/fraedsla/frettir/verndum-heila-kynslod-ny-skyrsla-barnaheilla-1" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Barnaheillum ríkir neyðarástand þegar kemur að menntun barna og samtökin telja að um 9,7 milljónir barna muni ekki snúa aftur í skóla. Stúlkur verða fyrir meiri áhrifum en strákar vegna faraldursins en 63% stúlkna sögðust vinna meiri heimilisstörf en áður, samanborið við 52% drengja. Hætta er á að fjöldi barna leiðist út í barnaþrælkun eða barnahjónabönd vegna ástandsins.</p> <p>Heimsfaraldurinn hefur einnig haft áhrif á andlega líðan barna samkvæmt skýrslunni en 83% barna segja að andleg líðan hafi versnað. </p> <p>Barnaheill hvetja stjórnvöld úti um allan heim til að tryggja að börn utan skóla hafi aðgang að fjarnámsefni og geti haldið áfram að mennta sig þrátt fyrir lokanir á skólum. Samkvæmt 28. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á grunnmenntun og ber aðildarríkjum skylda til að koma á skólaskyldu, gera ráðstafanir sem stuðla að reglulegri skólasókn og draga úr brottfalli nemenda.</p> <p>Þátttakendur í rannsókninni voru 25 þúsund börn og foreldrar þeirra frá 37 löndum.&nbsp;</p>

10.09.2020UNICEF krefst mannúðlegra lausna fyrir börn á flótta í Grikklandi

<strong><span></span></strong> <p>„Staðan sem upp er komin á Lesbos, þar sem þúsundir barna á flótta eru nú heimilislaus eftir eldsvoðann í Moria-flóttamannabúðunum, undirstrikar enn og aftur hversu brýnt það er að finna tafarlaust mannúðlegar lausnir í málefnum barna á flótta í Evrópu þar sem réttindi barna eru virt,“ segir í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Samtökin kalla eftir því að börn og aðrir viðkvæmir hópar fólks á flótta verði tafarlaust flutt í öruggt og viðeigandi húsaskjól á meginlandi Grikklands sem hluti af viðbragðsáætlun landsins við útbreiðslu COVID-19.</p> <p>UNICEF segir að flóttamannabúðirnar á eyjunni Lesbos hafi verið yfirfullar fyrir eldsvoðann og erfitt að verjast kórónaveirusmitum. „Nú þegar búðirnar, sem voru heimili yfir 12 þúsund manns, eru brunnar er enn erfiðara að halda uppi smitvörnum og&nbsp; því mikil hætta á að veiran geti breiðst hratt út.“&nbsp;</p> <p>Fyrstu viðbrögð eftir brunann af hálfu UNICEF hafa verið þau að koma upp neyðarskýli fyrir meðal annars 150 fylgdarlaus börn en samtökin árétta nauðsyn þess að finna varanleg úrræði fyrir öll þau börn sem eru nú í enn viðkvæmari stöðu en áður.&nbsp;&nbsp;</p> <p>UNICEF hefur unnið með fylgdarlausum börnum og barnafjölskyldum á Lesbos um margra ára skeið og sinnir meðal annars barnavernd, fjölskyldusameiningu, forvörnum og viðbrögðum gegn ofbeldi. Auk þess veitir UNICEF börnum aðgang að menntun utan skólakerfisins.&nbsp;„Eftir eldsvoðann er brýn þörf á að útvega fleiri neyðartjöld, hreint vatn og hreinlætisvörur og hjálpa íbúum að verja&nbsp; sig gegn kórónaveirusmitum,“ segir í frétt UNICEF.</p>

10.09.2020Íslenskt tilraunaverkefni í Kamerún um umhverfisvænan áburð

<span></span> <p>Tilraunaverkefni er að hefjast í Kamerún á vegum íslenska fyrirtækisins Atmonia og innlends samstarfsaðila um framleiðslu á nituráburði með umhverfisvænum hætti. Fyrirtækið fékk á dögunum tveggja milljóna króna forkönnunarstyrk frá utanríkisráðuneytinu til að kanna sjálfbæra framleiðslu á nituráburði en það hefur verið að þróa tækni sem býr til slíkan áburð úr vatni, lofti og rafmagni. Núverandi framleiðslutækni nýtir jarðgas eða kol til framleiðslunnar í stórum verksmiðjum á fáum stöðum í heiminum.</p> <p>„Sú tækni sem við erum að þróa felur í sér þann möguleika að hvert svæði eða land geti framleitt áburð á staðnum úr staðbundnum hráefnum og þar með bundið enda á dýran innflutning áburðar úr óumhverfisvænni framleiðslu,“ segir Hákon Örn Birgisson hjá Atmonia.&nbsp;</p> <p>Mörg Afríkuríki hafa að hans sögn ekki aðgang að nituráburði af ýmsum ástæðum, til dæmis vegna innflutningshafta, fátæktar eða erfiðra flutningsleiða frá höfnum til sveita. „Með því að bera nituráburð á ræktunarland sem ekki hefur áður fengið slíkan áburð er hægt að auka uppskeruna um allt að 50 prósent. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund þau gríðarlega jákvæðu áhrif sem það hefði fyrir bændur og landbúnað í fátækjum ríkjum Afríku að&nbsp;hafa aðgang að nituráburði á viðráðanlegu verði,“ segir Hákon Örn. </p> <p>Hann segir tækni Atmonia gera áburðarframleiðslu mögulega nær hvar sem er, jafnvel á afskekktustu stöðum. Tilraunaverkefnið hefur þann tilgang að staðfesta notkunarmöguleika þeirrar tækni sem Atmonia er að þróa til að bæta hag bænda á svæðinu. </p> <p>„Kamerún er 26 milljón manna þjóð sem notar um 30 sinnum minni nituráburð á höfðatölu en Evrópuþjóðir, þrátt fyrir að 56 prósent vinnuafls Kamerún séu bændur en einungis 7 prósent í Frakklandi, svo dæmi sé tekið til samanburðar. </p> <p>„Ef tilraunaverkefnið sýnir greinilega gagnsemi tækni Atmonia í afrísku umhverfi komum við til með að sækjast eftir samstarfsaðilum til að koma slíkum tækjum til lykilsvæða í Afríku á næstu árum og draga þar með&nbsp;úr matarskorti á viðkomandi svæðum,“ segir Hákon Örn.</p> <p>Atmonia hefur meðal annars fengið stuðning frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Háskóla Íslands og Tækniþróunarsjóði við þróun á tækninni.&nbsp;&nbsp;</p>

09.09.2020Áhyggjur af fjölgun dauðsfalla ungra barna á tíma heimsfaraldurs

<span></span> <p>Ein af óbeinum afleiðingum heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fjölgun dauðsfalla ungra barna yngri en fimm ára. Á síðasta ári var ungbarnadauði í heiminum sá minnsti um áratugaskeið en þá létust 5,2 milljónir barna, borið saman við 12,5 milljónir árið 1990. Á þessu ári bendir allt til þess að þrjátíu ára samfelld saga fækkunar dauðsfalla ungra barna hafi runnið sitt skeið á enda. Kannanir gerðar af Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) sýna að ungbarnadauði eykst á nýjan leik.</p> <p>Ástæður fyrir þessari óheillaþróun eru raktar til heimsfaraldursins. Heilbrigðisþjónusta hefur víða farið úr skorðum vegna kórónuveirunnar og mæður og börn líða fyrir skerta þjónustu.</p> <p>„Alþjóðasamfélagið hefur náð of góðum árangri í baráttunni gegn barnadauða að við getum sætt okkur við að leyfa heimsfaraldri COVID-19 að verða þröskuldur á þeim vegi,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Þegar börnum er meinaður aðgangur að heilbrigðisþjónustu vegna þess að kerfið ræður ekki við eftirspurn og þegar konur hræðast að fæða á sjúkrahúsi af ótta við að smitast, verða konur og börn einnig að fórnarlömbum COVID-19. Brýnt er því að auka fjármagn til heilbrigðiskerfa því ella gætu milljónir barna barna yngri en fimm ára, sérstaklega nýburar, dáið."&nbsp;</p> <p>"Sú staðreynd að fleiri börn lifa fyrsta afmælisdaginn sinn en nokkru sinni í sögunni er sannkallað merki um þann árangur sem hægt er að ná þegar heimurinn setur heilsu og vellíðan í öndvegi," segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO. „Við megum ekki láta heimsfaraldur COVID-19 snúa við ótrúlegum framförum fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir. Það er kominn tími til að nota það sem við vitum að virkar til að bjarga lífi barna og halda áfram að fjárfesta í sterkara heilbrigðiskerfi. “</p> <p>Í vor sýndi spálíkan John Hopkins háskólans að reikna mætti með sex þúsund fleiri dauðsföllum ungra barna á þessu ári vegna COVID-19.</p>

07.09.2020Óloft dregur sjö milljónir til dauða árlega

<span></span> <p>Níu af hverjum tíu íbúum jarðarinnar anda að sér ólofti, menguðu lofti, þeirri umhverfisvá sem ógnar mest heilsu fólks. Loftmengun á þátt í hjartasjúkdómum, heilablóðföllum, lungnakrabbameini og öðrum öndurfærasjúkdómum. Í dag, 7. september, er í fyrsta sinn sérstakur Alþjóðadagur hreins lofts í þágu bláa himinsins, eins og hann er nefndur af hálfu Sameinuðu þjóðanna (International Day of Clean Air for Blue Skies).</p> <p>Sjö milljónir manna látast ár hvert af völdum loftmengunar, fleiri en samanlagður fjöldi íbúa Íslands og Danmerkur, eins og Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á í frétt með fyrirsögninni: Ósýnilegi raðmorðinginn sem drepur 7 milljónir á ári.</p> <p>Þema dagsins er „hreint loft fyrir alla.“</p> <p>„Í dag 7. september höldum við í fyrsta skipti upp á Alþjóðlegan dag hreina loftsins. Við skulum taka saman höndum til að byggja betri framtíð með hreinu lofti fyrir alla,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi. „Nú þegar við byggjum upp að nýju andspænis skaðvænlegum afleiðingum COVID-19, ber okkur að veita loftmengun mun meiri athygli, en þar að auki eykur hún á þá hættu sem stafar af COVID-19, segir Guterres.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Svx1mNyaVmc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Mengað andrúmsloft hefur skaðleg áhrif á loftslagið, fjölbreytni lífríkisins og vistkerfi, auk lífsgæða almennt. Það hefur því jákvæð áhrif á heilsufar, þróun og umhverfið að bæta loftgæði. Heilbrigði umhverfisins og mannsins eru bundin órjúfanlegum böndum,“ segir í frétt UNRIC þar sem fram kemur að Sameinuðu þjóðirnar hvetji alla, ríkisstjórnir, fyrirtæki, borgaraleg samtök og einstaklinga, til að grípa til aðgerða til að draga úr loftmengun og breyta lífsstíl okkar til hins betra.</p>

04.09.2020Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi

<span></span> <p>Að mati UN Women eru konur og stúlkur í Líbanon sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút fyrir mánuði, COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna.&nbsp;„Konur og stúlkur á vergangi og eða á flótta eru afar berskjaldaðar fyrir ofbeldi, neyðarskýli eru yfirfull, þær fá sjaldnast ró og næði og þær hafa takmarkað aðgengi að salernis- og hreinlætisaðstöðu auk þess sem skortur er á kynjaskiptingu á salernum og í sturtum sem ýtir undir óöryggi kvenna,“ segir í <a href="https://unwomen.is/kynbundid-ofbeldi-eykst-i-libanon/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women.</p> <p>Bent er á að fyrir hafi staðan verið alvarleg. Miklar efnahagsþrengingar og spillt stjórnarfar ógni stöðu líbönsku þjóðarinnar auk þess sem heilbrigðiskerfið sé undir miklu álagi vegna COVID-19 faraldursins. Síðast en ekki síst sé staða kvenna almennt slæm – en Líbanon mælist nr. 139 af 153 ríkjum í mælingu Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF).</p> <p>„Sprengingarnar í Beirút lögðu borgina í rúst og kölluðu hörmungar yfir landið. Yfir 200 hafa látist, rúmlega 5000 eru særðir og yfir 300 þúsund hafa misst heimili sín. COVID-19 smitum fjölgar ört en fimm dögum eftir sprengingarnar mældist hæsta hlutfall nýrra smita á einum degi frá upphafi faraldursins í Líbanon.“</p> <p>Að sögn UN Women er búist við að eftirköst sprenginganna ýti enn frekar undir efnahagslega neyð þjóðarinnar og þar með stöðu kvenna. „Ljóst er að heimilisofbeldi hefur aukist í Líbanon, líkt og víða um heim. Áætlað er að atvinnuþátttaka kvenna muni dragast saman um 14-19% og fátækar konur eru mun líklegri til að búa við fæðuóöryggi, atvinnuleysi, hafa síður aðgang að félagslegri vernd og eiga í aukinni hættu á að vera beittar ofbeldi,“ segir UN Women.</p> <p>Í gær hófst hjá UN Women sala á „Fokk ofbeldi“ bolnum. Allur ágóði rennur til verkefna UN Women til upprætingar á ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líbanon. Framan á bolnum er ljósmynd eftir&nbsp;Önnu Maggý&nbsp;sem sýnir FO á táknmáli, túlkað af&nbsp;Aldísi A. Hamilton. Aftan á er frumsamið ljóð eftir&nbsp;GDRN&nbsp;um baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi.</p>

04.09.2020UNICEF kallar eftir stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir auknum stuðningi við neyðaraðgerðir í Beirút, höfuðborg Líbanon, til þess að tryggja að öll þau börn sem ættu að hefja nýtt skólaár síðar í mánuðinum geti notið réttinda sinna til menntunar. Nú er mánuður liðinn frá mannskæðu sprengingunum í borginni sem meðal annars eyðilögðu 183 skólabyggingar.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unicef.is/menntun-i-beirut" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF gjöreyðilagðist fjöldi heimila í sprengingunum, fjölskyldur hafa neyðst til að flytja í tímabundin úrræði og börnin hafa þar með takmarkaðan aðgang að sjónvarpi, útvarpi eða nettengingu fyrir fjarkennslu. „Fjölskyldur sem misstu heimili sín og lífsviðurværi standa einnig frammi fyrir fjárhagslegum hindrunum til styðja við menntun barna sinna. Ofan á það bætist útbreiðsla kórónaveirunnar sem veikir enn frekar tækifæri barna til náms, nema brugðist sé við,“ segir í fréttinni.</p> <p>Að tryggja menntun barna er forgangsatriði hjá UNICEF. Skólinn er ekki eingöngu staður til að læra. Skólinn getur til að mynda veitt börnum stöðugleika og daglega rútínu og hjálpað börnum að vinna úr sálrænum áföllum sem þau hafa orðið fyrir, líkt og er raunin meðal fjölda barna í Beirút eftir sprengingarnar. Um 600 þúsund börn búa innan við 20 kílómetra radíus frá svæðinu þar sem sprengingarnar urðu og mörg þeirra sýna greinileg einkenni áfallastreitu og kvíða.</p> <p><strong>Stórauka þarf stuðning til menntamála</strong></p> <p>UNICEF sendi í dag frá sér <a href="https://www.unicef.org/lebanon/media/5166/file" target="_blank">stöðuskýrslu</a>&nbsp;um áhrif sprenginganna á börn og fjölskyldur og neyðaraðgerðir samtakanna í kjölfarið. Með skýrslunni biðlar UNICEF til alþjóðasamfélagsins að stórauka stuðning sinn til menntamála til þess að tryggja að börn í Beirút geti hafið nýtt skólaár.</p> <p>UNICEF og samstarfsaðilar vinna nú að því að endurbyggja skólabyggingar og búa þær nýjum tækjum og húsgögnum, þjálfa kennara í að veita sálrænan stuðning, útdeila námsgögnum og hjálpa við að tryggja sóttvarnir. UNICEF vinnur einnig að því að finna nýstárlegar lausnir fyrir fjarkennslu með auknu aðgengi að raftækjum og nettengingu.</p> <p>UNICEF á Íslandi hefur staðið fyrir neyðarsöfnun til að bregðast við hörmungunum í Beirút og almenningur á Íslandi brást strax við. „UNICEF vill þakka þeim fjölmörgu einstaklingum sem hafa lagt söfnuninni lið, sem og heimsforeldrum, fyrir að taka þátt í að bæta líf barna með okkur á hverjum degi!,“ segir í fréttinni.</p>

03.09.2020Tvö hundruð þúsund fylgdarlaus flóttabörn í Evrópu

<span></span> <p>Samkvæmt gögnum sem tekin voru saman af Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat), Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Barnaheillum – Save the Children eru um 200 þúsund fylgdarlaus börn í Evrópu. Þau koma flest frá Afganhistan, Sýrlandi og Erítreu og dvelja flest í Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu og Svíþjóð. Sjóferðir flóttamanna yfir Miðjarðarhafið tvöfölduðust milli áranna 2018 og 2019. </p> <p>Á síðustu fimm árum hafa að minnsta kosti 700 börn á flótta drukknað í Miðjarðarhafinu. Að mati Barnaheilla – Save the Children er líklegt að sú tala sé vanmetin. „Það er erfitt að ímynda sér hvað flóttabörn ganga í gegnum. Mörg þeirra hafa aldrei séð sjóinn áður, kvíða sjóferðinni og örlögum sínum í Evrópu. Flest barnanna hafa drauma um betra líf þegar þau flýja átök og ofbeldi yfir til Evrópu,“ segir í frétt frá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.</p> <p>Í gær voru fimm ár liðin frá því að andlát Alan Kurdi, þriggja ára sýrlensks flóttabarns, rataði í heimsfréttirnar. Alan flúði ásamt fjölskyldu sinni átökin í Sýrlandi, á yfirfullum báti yfir Miðjarðarhafið frá Tyrklandi, en báturinn sökk stuttu eftir brottför. Foreldrar hans höfðu greitt sem samsvarar rúmlega 800 þúsund íslenskum krónum fyrir fjögur pláss á bátnum sem hvolfdi. „Dauði Alan Kurdis er hörmuleg áminning um þau óteljandi börn sem enn reyna að leita öryggis í Evrópu,“ segir í frétt Barnaheilla.</p> <p><strong>Tíu þúsund börn föst í Grikklandi</strong></p> <p>„Sérhvert flóttabarn á sér sögu en flest þeirra eru að flýja grimmilegt ofbeldi og misnotkun. Mörg koma frá Sýrlandi þar sem helmingur allra barna í landinu þekkir ekkert annað en stríð. Önnur koma frá Afghanistan þar sem þriðjungur allra þeirra er láta lífið eru börn,“ segir í fréttinni með tilvísun í nýja skýrslu samtakanna:&nbsp;<a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/library/protection-beyond-reach-state-play-refugee-and-migrant-childrens-rights-europe">Protection Beyond Reach: State of play of refugee and migrant children´s rights in Europe</a><a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/library/protection-beyond-reach-state-play-refugee-and-migrant-childrens-rights-europe">,&nbsp;</a>en þar er skoðað hvernig aðstæður flóttabarna hafa breyst síðustu fimm ár.</p> <p>Barnaheill – Save the Children segja að í skýrslunni sé dregin upp skelfileg mynd. „Mörg barnanna sem reyna að flýja átök og stríð komast aldrei til Evrópu en það er vegna samkomulags sem Evópusambandið hefur gert við Tyrkland og Líbíu og verða börnin því strandaglópar í Tyrklandi á leið sinni til Evrópu. Ef börn komast þaðan og til Evrópu þurfa þau oft að þola hræðilegar aðstæður á grískum eyjum þar sem að meðaltali tíu þúsund börn eru föst á hverjum degi, þar af eru flest börn yngri eru 12 ára. Flest þessara barna skortir grunnþarfir á borð við góða næringu og menntun.“</p> <p>Sjá ítarlega <a href="https://www.barnaheill.is/is/fraedsla/frettir" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.</p>

03.09.2020Sárafátækt eykst meira meðal kvenna en karla vegna heimsfaraldurs

<span></span> <p>Talið er að konum í hópi sárafátækra fjölgi um 47 milljónum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og afleiðinga hans. Að sögn Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) snýr þetta við áratugalangri þróun við að uppræta sárustu fátækt samkvæmt skýrslu frá UN Women og UNDP, Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu fjölgar konum í sárafátæk um 9,1 prósent en fyrri spár, gerðar áður en heimsfaraldurinn hófst, gerðu ráð fyrir að hlutfall kvenna myndi lækka um 2,7% frá árinu 2019 til 2021. Vakin er sérstök athygli á því að þótt faraldurinn auki almennt fátækt í heiminum verði konur hlutfallslega harðar úti en karlar, einkum konur á barneignaaldri.</p> <p>„Frá og með 2021 er því spáð að fyrir hverja 100 karla á aldrinum 25 til 34 ára sem búa við örbirgð (lifa á 1.90 Bandaríkjadal á dag eða minna) verði 118 konur. Búist er við að þetta bil breikki enn og 121 kona verði á hverja 100 karla árið 2030,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Skýrslan nefnist – <a href="https://www.unwomen.org/-/media/headquarters/attachments/sections/library/publications/2020/gender-equality-in-the-wake-of-covid-19-en.pdf?la=en&%3bvs=5142" target="_blank">From Insight to Action: Gender Equality in the wake of COVID-19</a>. Þar er bent á að 96 milljónir einstaklinga falli niður í hóp sárafátækra fyrir árið 2021, þar af 47 milljónir kvenna og stúlkna.</p> <p><strong>Heimsmarkmiðin í hættu</strong></p> <p>Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastýra UN Women telur að fjölgun kvenna í fátækasta hópnum sé <span>„</span>til marks um djúpstæðann vanda” við uppbyggingu samfélags okkar og hagkerfis. „Við vitum að konur axla mesta ábyrgð við sinna fjölskyldunni; þær hafa lægri tekjur, leggja minna til hliðar og gegna óöruggustu störfunum. Konur eiga 19 prósent meira á hættu að missa vinnu en karlar,“ segir hún.</p> <p>Í frétt UNRIC segir að heimsfaraldurinn stefni í hættu fyrirætlunum um upprætingu sárustu fátæktar sem stefnt sé að í Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun fyrir 2030. „Ástæða er til að óttast að í raun verði ástandið enn verra því í þessari nýju spá er eingöngu gengið út frá þróun þjóðarframleiðslu en aðrir þættir ekki teknir með í reikninginn, eins og að konur neyðist til að yfirgefa vinnumarkaðinn til að taka að sér umsjón barna,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Achim Steiner forstjóri Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) telur að 100 milljónir kvenna geti brotið af sér hlekki fátæktar ef ríkisstjórnir auka aðgang þeirra að menntun og fjölskyldustýringu, og sanngjörnum og jöfnum launum.</p> <p>„Konur bera þyngstu byrðarnar af völdum COVID-19 því meiri líkur eru á að þær missi lífsviðurværi sit og minni líkur á að þær njóti félagslegrar verndar,“ segir Steiner.</p> <p>„Fjárfestingar í jafnrétti kynjanna er ekki aðeins skynsamar og viðráðanlegur heldur brýnn valkostur ríkisstjórna ef þær vilja snúa við áhrifum faraldursins á baráttuna gegn fátækt.“</p>

02.09.2020Óttast um líf barna í sunnanverði Afríku vegna matarskorts

<span></span> <p>Óttast er að 67 þúsund börn í löndum Afríku sunnan Sahara svelti í hel fyrir árslok, að mati Barnaheilla – Save the Children. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur leitt til aukins matarskorts og ástandið var bágborið fyrir. Samkvæmt greiningu sem birtist í breska læknaritinu The Lancet er talin hætta á því að 426 börn kunni að deyja af sulti dag hvern verði ekki þegar gripið til aðgerða.</p> <p>Margvísleg hremmingar hafa gengið yfir þennan heimshluta á árinu sem valdið hafa matarskorti, meðal annars ægileg flóð og engisprettufaraldrar, ásamt hækkun á verði nauðsynja. COVID-19 bætti gráu ofan á svart með því að ræna fólk lifibrauðinu og hafa lamandi áhrif á efnahag ríkja, auk þess sem grunnþjónustu eins og heilbrigðisþjónustu ræður engan veginn við vandann.</p> <p>Fyrr á árinu var talið að fátækt í sunnanverðri Afríku myndi aukast um 23% og samkvæmt spám fram til ársins 2030 er talið að 433 milljónir íbúar í Afríku allri búi þá við næringarskort.</p> <p>„Lífið var erfitt fyrir mig og fjölskyldu mína en ég vann mikið og við komumst af. Með kórónuveirunni hafa aðstæðurnar versnað. Nú gríp ég í störf endrum og eins. Áður en við fengum stuðning borðuðum við aðeins eina máltíð á dag, morgunverð. Ég hef horft upp á börnin mína fara svöng í svefn. Það er versta tilfinning móður þegar hún getur ekki gefið börnunum sínum að borða,“ segir Ubah, móðir sex barna í Sómalíu í <a href="https://www.savethechildren.net/news/sub-saharan-africa-426-children-day-risk-death-hunger-following-impact-covid-19" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Save the Children.</p> <p>Samtökin hafa brugðist við fæðuskortinum með því að dreifa mat eða reiðufé til fátækra fjölskyldna, tryggja þeim aðgang að hreinu vatn og styðja við þjónustu á sviði næringar- og heilbrigðismála í samræmi við sóttvarnartilmæli á tímum kórónuveiru. Save the Children hefur hins vegar ekki úr miklum fjármunum að spila og kallar eftir auknum framlögum í þágu fátækustu barnanna í heiminum.</p> <p><a href="https://www.barnaheill.is/" target="_blank">Vefur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi</a></p>

01.09.2020Meirihluti grunnskólanema í heiminum áfram utan skóla

<span></span> <p>Talsvert innan við helmingur allra grunnskólanema í heiminum snýr aftur í skólastofurnar þessa dagana. Meirihlutinn á þess ekki kost að setjast aftur á skólabekk og stór hluti fær heldur ekki notið fjarkennslu eða heimakennslu. Sameinuðu þjóðirnar greina frá því að 900 milljónir nemenda eigi að hefja nám á haustmánuðum, frá ágúst til október. Hins vegar geti innan við helmingur þeirra, 433 milljónir nemenda í 155 þjóðríkjum, raunverulega snúið aftur í skóla.</p> <p>Þetta þýðir að rúmlega 450 milljónum barna hefja skólaárið án þess að fara í skólann og aðeins hluti þeirra verður í fjarkennslu. Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) bendir á það ójöfnuð sem birtist á þessu sviði þar sem fjarkennsla sé ekki í boði hjá í fátækari samfélögum heims.</p> <p>„Kreppan sem menntun stendur frammi fyrir heldur áfram að vera mikil,“ segir Audrey Azoulay framkvæmdastjóri UNCESCO. „Lokun skóla blasir við nokkrum kynslóðum sem snertir hundruð milljóna nemenda og hefur staðið yfir mánuðum saman. Það er neyðarástand í menntamálum í heiminum,“ segir hún.</p> <p><a href="https://en.unesco.org/news/new-academic-year-begins-unesco-warns-only-one-third-students-will-return-school" target="_blank">UNESCO</a> bendir á brýna nauðsyn þess að yfirvöld menntamála vinni að því að tryggja börnum skólavist sem fyrst en gæti engu að síður að heilbrigði og öryggi nemenda og starfsfólks. Áhrifin af langvarandi lokun skóla hafi margvíslegar neikvæðar félagslegar og efnhagslegar afleiðingar og auki líkur á brottfalli. </p> <p>Einnig vekur UNESCO sérstaka athygli á stöðu stúkna utan skóla og segir þær í sérstökum áhættuhópi, til dæmis gagnvart ofbeldi. Þeim sé einnig hætt við því að verða barnshafandi, og hætt við því að vera þvingaðar í snemmbúið hjónaband. </p> <p>Í þágu stúlkna hleypti UNESCO af stokkunum í gær átakinu <a href="https://en.unesco.org/covid19/educationresponse/globalcoalition" target="_blank">#LearningNeverStops</a>&nbsp;með hvatningu til ríkisstjórna og menntayfirvalda í heiminum að tryggja stúlkum menntun þótt skólar loki.</p>

31.08.2020Lífslíkur hækka með því að hætta notkun jarðefnaeldsneytis

<span></span> <p>Lífslíkur jarðarbúa gætu hækkað að meðaltali um tuttugu mánuði verði notkun jarðefnaeldsneytis hætt. Það samsvarar því að lífi 5,5 milljóna jarðarbúa yrði bjargað á ári hverju, að mati Sameinuðu þjóðanna. António Guterres framkvæmdastjóri samtakanna sagði í síðustu viku að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu.</p> <p>„Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og vond hagfræði,” sagði Guterres.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/bjarga-maetti-5-5-milljonum-mannslifa-arlega/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) flutti aðalframkvæmdastjórinn rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu.</p> <p>„Fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin,” sagði Guterres. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.”</p> <p>Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.”</p> <p>Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn.</p> <p>„Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og það sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres.</p>

28.08.2020Stuðningur við skólastúlkur á blæðingum dregur úr brottfalli

<span></span> <p>Íslendingar hafa um árabil stutt við bakið á stelpum í skólum í samstarfshéraðinu Buikwe í Úganda, í samstarfi við frjálsu félagasamtökin WoMena, sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, sérstaklega í tengslum við blæðingar. Samstarfið hefur leitt til þess að dregið hefur verulega úr brottfalli unglingsstúlkna úr skólum í héraðinu en skortur á tíðavörum og þekkingarleysi um blæðingar leiddi áður til þess að margar stúlkur hættu námi. Stuðningurinn nær til 1200 stúlkna í 21 skóla.</p> <p><span>Samningurinn við <a href="https://womena.dk/" target="_blank">WoMena</a>&nbsp;var endurnýjaður til eins árs á dögunum í sendiráði Íslands í Kampala. „Ísland leggur mikla áherslu á fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samstarfið við WoMena fellur ákaflega vel að því alþjóðlegum markmiðum um að tryggja öllum konum heilbrigðisþjónustu á sviði kynheilbrigðis og frjósemisheilsu,“ sagði Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins við undirritun samningsins.</span></p> <p><span>Thao Ngoc Do framkvæmdastjóri WoMena skrifaði undir samninginn fyrir hönd samtakanna og kvaðst hlakka til samstarfsins við Íslendinga og héraðsstjórn Buikwe um þennan mikilvæga málaflokk. </span></p>

27.08.2020Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við heimsfaraldrinum í Afríku

<span></span> <p>Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í Afríku voru í brennidepli á fjarfundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlanda með ráðherrum sjö Afríkuríkja í gær, yfirmönnum sex stofnana Sameinuðu þjóðanna og öðrum samstarfsaðilum.<br /> Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í fundinum þar sem kynntar voru niðurstöður samráðs Norðurlandanna um uppbyggingu í Afríku eftir COVID-19.</p> <p>Þrjú málefnasvið bera þar hæst, heilbrigðiskerfi, græn og loftslagsaðlöguð uppbygging og jafnrétti kynjanna. Ísland leiddi samstarf Norðurlandanna um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna og stúlkna í tengslum við COVID-19. Fulltrúar Íslands þökkuðu á fundinum&nbsp;fyrir gott og árangursríkt samstarf og lýstu yfir ánægju með að fá tækifæri til að kynna niðurstöður norrænu samvinnunnar fyrir stofnunum Sameinuðu þjóðanna og samstarfsríkjum í Afríku.<br /> &nbsp;<br /> „Farsóttin hefur þegar breytt heimsmyndinni og haft djúpstæð áhrif á samfélagsgerð um allan heim. Þótt við vitum ekki til fulls hver langtímaáhrifin verða er ljóst að þau verða ólík á konur og karla, stúlkur og drengi og eiga eftir að koma harðast niður á þeim sem standa höllustum fæti. Í því sambandi er mikið áhyggjuefni að kynbundið ofbeldi hefur aukist um allan heim og þess vegna ætlum við að setja aukinn þunga í að sporna við því samfélagsmeini með aðgerðum okkar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.<br /> <br /> Norðurlöndin hafa undanfarna mánuði átt í náinni samvinnu undir yfirskriftinni „Build Back Better and Greener“ um viðbrögð við heimsfaraldrinum og hvernig styðja megi Afríkuríki til að byggja upp betri og grænni samfélög að honum loknum. Áhersla hefur verið lögð á kolefnishlutleysi, aukið viðnám við loftslagsbreytingum og jafnari, réttlátari og sjálfbærari samfélög. Vonast er til að samvinnan nýtist til að styðja alþjóðastofnanir og samstarfsríki í þróunarsamvinnu.<br /> &nbsp;<br /> Nýverið birtu þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlandanna&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/08/18/Aftur-i-skolann-i-midjum-heimsfaraldri-Menntun-fyrir-alla-alltaf-og-alls-stadar/">blaðagrein um mikilvægi menntunar</a>, ekki síst á tímum COVID-19.</p>

27.08.2020„Heil kynslóð gæti misst af skólagöngu“

<span></span> <p>„Heimurinn stendur frammi fyrir fordæmalausum aðstæðum sem geta grafið undan margra áratuga árangri í menntamálum og aukið ójöfnuð til muna. Það dylst engum hversu neikvæð áhrif langvarandi lokun skóla getur haft á börn og ungmenni og því lengur sem skólar eru lokaðir og engin önnur tækifæri bjóðast til menntunar, því meiri hætta er á að börn flosni upp úr námi,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Í dag kom út <a href="https://weshare.unicef.org/CS.aspx?VP3=SearchResult&%3bLBID=2AM4EBTU8SY&%3bIT=Thumb_FixedHeight_M_Details_ToolTip" target="_blank">skýrsla</a>&nbsp;á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um menntun barna á tímum COVID-19 sem sýnir hversu gífurleg áhrif heimsfaraldurinn hefur haft og mun hafa á tækifæri barna til náms. Þar segir að neyðarástand ríki í menntamálum um allan heim og bent á að þegar skólum var lokað í vor til að hefta útbreiðslu COVID-19 hafi það haft áhrif á menntun 1,5 milljarða barna í 190 löndum.&nbsp;</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að þriðjungur skólabarna gat ekki stundað fjarnám - í gegnum sjónvarp, útvarp, síma eða tölvu - <span>&nbsp;</span>þegar skólar þeirra lokuðu, eða um 463 milljónir barna. „Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu,“ segir í frétt frá UNICEF.</p> <p>Skýrslan varpar ljósi á mikla misskiptingu milli heimshluta þegar kemur að tækifærum barna til menntunar. Hún sýnir einnig að lokun skóla bitnar hvað verst á þremur hópum barna: þeim yngstu, sem undir venjulegum kringumstæðum væru að hefja skólagöngu sína, þeim fátækustu og þeim sem búa á afskekktustu svæðunum.</p> <p>„Þetta er eitt stærsta verkefni á sviði menntamála sem UNICEF hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Aðstæður eru erfiðar og hindranirnar margar en allt kapp er lagt á að finna lausnir. Heil kynslóð gæti misst af skólagöngu og því brýnt að bregðast við,“ segir Birna.</p> <p>„Að tryggja menntun barna um allan heim er forgangsatriði hjá UNICEF. Skólinn er ekki eingöngu staður til að læra. Skólinn getur til að mynda veitt börnum stöðugleika og daglega rútínu, getur hjálpað börnum að komast yfir sálræn áföll og kvíða og komið í veg fyrir að stúlkur séu gefnar barnungar í hjónaband. Auk þess eru skólamáltíðarnar oft eina heita máltíðin sem börn fá yfir daginn og þar fá börn einnig mikilvægar bólusetningar,“ segir meðal annars í <a href="https://unicef.is/er-skoli-i-dag" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</p> <p>Þar segir ennfremur að UNICEF sendi ákall til ríkisstjórna heimsins að efla leiðir til fjarkennslu fyrir hundruð milljóna barna sem hafa ekki þau tól og tæki sem þarf til að læra heima hjá sér.</p>

26.08.2020Þrjú ár liðin frá flótta Róhingja frá Mjanmar

<span></span> <p>Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að grafast fyrir um rætur átakanna sem leiddu til þess að hundruð þúsunda Róhingja neyddust til að flýja ofbeldi og útskúfun í Mjanmar. Í gær voru þrú ár liðin frá því flóttamannastraumurinn hófst. Flestir flóttamanna fengu inni í <span></span>Cox Bazar flóttamannabúðunum í Bangladess þar sem þeir hafa búið við þröngan kost og nýjar áskoranir á tímum kórónuveirunnar. Guterres kallar eftir því að staða Róhingja fái meiri athygli.</p> <p>„Róhingjar hafa sýnt ótrúlega seiglu í útlegðinni í Bangladess,“ segir Jean Geogh svæðisstjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í Suður-Asíu. „Þrátt fyrir ólýsanlega erfiðar aðstæður, sem hafa versnað vegna monsúnrigninga og heimfaraldurs, halda þessar fjölskyldur áfram að kenna okkur hvað styrkur, hugrekki og þrautseigja merkja.“ </p> <p>UNICEF vekur athygli á því að COVID-19 raski lífi rúmlega 460 þúsund Rohingya flóttabarna sem búa flóttamannabúðunum. Skólum hefur verið lokað frá því í mars eins og hvarvetna í Bangladess. Af hálfu UNICEF og fleiri samtaka hefur verið reynt að styðja við heimanám eins og kostur er með hvatningu til foreldra og forráðamanna, auk þess sem náms- og vinnubókum er dreift til barna. </p> <p>Nýleg skoðanakönnun leiddi í ljós að 77% barna höfðu fengið einhverja kennslu heima. Þá hafa sjálfboðaliðar, kennarar úr hópi Róhingja, gegnt aðalhlutverki í sóttvarnafræðslu til íbúa í Cox Bazar.</p> <p>Um 900 þúsund Róhingjar búa í yfirfullum búðunum í Bangladess, án ríkisfangs, án menntunar, án ferðafrelsis og mjög takmarkaðrar heilbrigðisþjónustu.</p>

25.08.2020Nítján grunnskólar byggðir í Buikwe fyrir íslenskt þróunarfé

<span></span> <p>Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nítján grunnskóla í Buikwe héraði, samstarfshéraði Íslands í þróunarsamvinnu í Úganda. Rúmlega tuttugu þúsund börn á grunnskólaaldri koma til með að fá góðar aðstæður til náms í nýju skólunum en byggingarnar eru fjármagnaðar fyrir íslenskt þróunarfé á vegum sendiráðs Íslands í Kampala.</p> <p>Fulltrúar héraðsyfirvalda, ásamt fulltrúum tæknideildar héraðsins og verktökunum sem valdir voru að undangengnu útboði, voru viðstaddir athöfn í Buikwe í gær til marks um upphaf verkefnisins. Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins flutti við það tækifæri ávarp og fór nokkrum orðum um verkefnið og stuðning Íslands við menntamál í Úganda á grundvelli heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og þróunaráætlunar stjórnvalda í Úganda. Sú áætlun felur í sér markmið um að landið verði komið í hóp millitekjuríkja árið 2040.</p> <p>„Við teljum að upplýstur almenningur sé fyrsta skrefið að sjálfbærri þróun, ásamt stuðningi við mannréttindi og virðingu í garð allra, en þessi gildi eru lykilatriði í stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu,“ sagði Finnbogi Rútur og minnti verktaka á að fjármögnun skólabygginganna væri komin frá íslensku þjóðinni.</p> <p>Í hverjum og einum skóla verða byggðar skólastofur, skrifstofuaðstaða fyrir stjórnendur, eldhús, kennarahús og salerni.</p> <p><span>Byggingaframkvæmdum á að vera lokið fyrir árslok.</span></p>

21.08.2020Auglýst eftir ráðgjöfum í alþjóðlegt þróunarsamstarf

<span></span> <p><span style="color: #4a4a4a; background: white; font-family: 'Fira Sans', serif;">Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir ráðgjöfum, jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum, til að sinna verkefnum á sviði fiskimála, jafnréttismála, landgræðslu og sjálfbærrar orku í alþjóðlegu þróunarsamstarfi. Þessir málaflokkar eru áherslusvið í íslenskri þróunarsamvinnu og tæknileg aðstoð á þessum sviðum er hluti af þróunarframlagi Íslands.</span><span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans', serif;"><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">Ekki er um skilgreind verkefni að ræða á þessu stigi heldur er um ráðgjafalista og mun umfang og eðli verkefna ráðast af eftirspurn frá samstarfsaðilum, svo sem alþjóðastofnunum. Ríkiskaup hefur umsjón með skráningu á ráðgjafalistana og nú eru fimm auglýsingar fyrir ráðgjafaskráningu aðgengilegar á&nbsp;</span></span><a href="http://utbodsvefur.is/?design" style="text-align: start;"><span style="color: #5a5e61; background: white; font-family: 'Fira Sans', serif;">http://utbodsvefur.is/</span></a><span style="color: #4a4a4a; background: white; font-family: 'Fira Sans', serif; text-align: start;">.</span><span style="color: #4a4a4a; font-family: 'Fira Sans', serif;"><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">Þau sérfræðisvið sem sérstaklega er óskað eftir, mótast af framboði og eftirspurn frá samstarfsaðilum. Einungis er óskað eftir sérfræðingum sem uppfylla skilyrði A og B ráðgjafa:</span><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">A: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 20 ára reynslu í faginu.</span><br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">B: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 10 ára reynslu í faginu.</span><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">Verkefnin verða unnin samkvæmt skilgreindum beiðnum og verklýsingum frá samstarfsaðilum, svo sem verkefnisteymum Alþjóðabankans eða öðrum alþjóðlegum samstarfsstofnunum. Verk geta verið af öllum stærðargráðum en búist er við að algengt verði að verkefni verði á bilinu 50-200 tímar. Utanríkisráðuneytið heldur utan um skrá áhugasamra ráðgjafa og fyrirtækja og gerir staðlaðan samning um verkefni beint við viðkomandi fyrirtæki/einstakling.</span><br style="text-align: start;" /> <br style="text-align: start;" /> <span style="background: white; text-align: start;">Skráning á listann tryggir ekki að viðkomandi fyrirtæki/ráðgjafi fái verkefni.</span></span></p>

20.08.2020Styrkur til Aurora velgerðarsjóðs vegna leirkeraverkstæðis í Sierra Leone

<span></span> <p>Aurora velgerðarsjóður hefur á síðustu misserum byggt upp ásamt samstarfsaðilum leirkeraverkstæði rétt fyrir utan Freetown, höfuðborg Síerra Leone, í þeim tilgangi að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu leirmuna. Þar hefur einnig verið settur á laggirnar skóli þar sem nemendur læra að verða leirkerasmiðir. Utanríkisráðuneytið skrifaði á dögunum undir samning við sjóðinn um samfjármögnun til frekari uppbyggingar á verkstæðinu, Lettie Stuart Pottery (LSP).</p> <p>Verkefnið kallast&nbsp;Handleiðsla og felur í sér fyrstu skrefin í sjálfbærum rekstri leirkeraverkstæðisins. „Með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu fær Aurora liðsinni tveggja frábærra leirkerasmiða, Guðbjörgu Káradóttur og Péter Korompai, sem koma til með að dvelja á verkstæðinu samanlagt í þrjá mánuði við handleiðslu og rannsóknir,“ segir Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri sjóðsins. Hún segir að þau hafi bæði áður unnið fyrir Auroru, veitt mikilvægan stuðning við að koma verkstæðinu á laggirnar og aðstoðað við keramikskólann.</p> <p>„Að gera LSP að sjálfbæru verkstæði til framtíðar, sem getur haldið áfram að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu leirmuna er lóð á vogarskálina á móti gífurlegu atvinnuleysi sem er landlægt í Sierra Leone. Hráefni til framleiðslu og eftirspurn eru til staðar og svigrúm fyrir mun fleiri starfandi leirkerasmiði í landinu. Með því að styrkja stoðir LSP eykst fjölbreytni í iðnaði og handverki og tækifæri skapast fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum og sjá sér farborða til framtíðar. Með þessu verkefni er komið inn á fjölmörg heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, einkum markmið 4, 8 og 9 um menntun fyrir alla, góða atvinnu og hagvöxt og nýsköpun og uppbyggingu,“ segir Regína.</p> <p>Leirkeraverkstæðið er að sögn hennar mjög einstakt og ekki mörg verkstæði í Afríku sem státa af getu til hábrennslu og þekkingu heimamanna til að búa til góða keramikvöru. „Þetta verkefni er því ekki einungis atvinnuskapandi og áhugavert að því leyti heldur er einnig verið að ýta undir að varðveita handverk og þekkingu í landinu og taka hana á næsta stig. Vörur eru handunnar í Sierra Leone úr hráefni frá nærumhverfinu og eiga því mikið markaðstækifæri á heimsvísu núna þegar kröfur um sjálfbærni og uppruna handverks verða stöðugt háværari. Því er við að bæta að <span>hægt er að kaupa vörur framleiddar á verkstæðinu á Íslandi. Hönnunin er íslensk en munirnir alfarið framleiddir í Sierra Leone.</span>“</p> <p>Sierra Leone Adult Education Association (SLADEA) er samstarfsaðili Auroru í Sierra Leone og rekur verkstæðið.</p> <p>Verkefnið er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og var umsóknarfrestur var til 31. mars. Nánar má lesa um samstarfið á&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/uthlutunarreglur-og-umsoknir/">vef</a>&nbsp;stjórnarráðsins.</p>

19.08.2020Mikil fjölgun árása á fólk í mannúðarstörfum – 125 létust í fyrra

<span></span> <p>Í dag, á alþjóðlega mannúðardaginn, heiðrar heimurinn alla þá fjölmörgu sem sinna mannúðarmálum og telja ekki eftir sér að leggja tíma sinn og krafta af mörkum til liðsinnis við þá sem þurfa á stuðningi að halda. Í dag á þetta ekki hvað síst við um þá sem bjóða fram aðstoð sína í yfirstandandi heimsfaraldri kórónaveirunnar.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar samþykktu á allsherjarþinginu árið 2009 að helga sérstakan dag ár hvert ósérhlífnu framlagi þeirra sem starfa að mannúðarmálum en 19. ágúst árið 2003 var varpað sprengjum á byggingu Sameinuðu þjóðanna í Bagdad með þeim afleiðingum að 22 létu lífið. Frá þeim tíma hafa hartnær fimm þúsund einstaklingar við mannúðarstörf ýmist týnt lífi, verið særðir eða brottnumdir. Á síðustu tíu árum hefur orðið 117 prósent fjölgun árása miðað við áratuginn á undan.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/9ZAwmEtS_6I" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Síðasta ár var það ofbeldisfyllsta í sögunni, þá var ráðist að starfsfólki í mannúðarstörfum í 483 árásum þar sem 125 létust, 234 særðust og 124 voru numdir á brott. Aukningin er 18 prósent milli ára.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar vekja athygli á því að þeir fyrstu sem gefa sig fram í mannúðarstörf eru oft á tíðum sjálfir í nauð, flóttafólk, félagar í frjálsum félagasamtökum og heilbrigðisstarfsfólk á viðkomandi svæði. Þeir komi færandi hendi með mat, veiti skjól, heilbrigðisþjónustu, vernd og von, til annarra í átökum, á flótta, í hörmungum og veikindum. Þeir hætti oft lífi sínu til að bjarga lífi annarra.</p> <p><a href="https://www.worldhumanitarianday.org/http://" target="_blank">Vefur alþjóðadagsins – World Humanitarian Day</a></p>

19.08.2020Sparnaðaraðgerðir í mæðravernd ávísun á mæðradauða í stórum stíl

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar áætla að sparnaðaraðgerðir í mæðravernd sem fátækari ríki hafa gripið til í þeim tilgangi að stemma stigu við kostnaði vegna COVID-19 komi til með að kosta allt að 113 þúsund konur lífið. Þetta kemur á <a href="https://unwomen.is/i-faraldri-skerdist-adgengi-kvenna-ad-heilbrigdisthjonustu/" target="_blank">vef</a>&nbsp;UN Women sem vekur athygli á því að reynsla af áhrifum faraldra sýni að þeir leggjast af meiri þunga á konur og jaðarsetta hópa en karla. </p> <p>Nýlegar úttektir og rannsóknir sýna, segir UN Women, að á tímum útgöngubanns hafi heimilisofbeldi aukist gríðarlega, barnshafandi konum hafi verið vísað frá fæðingardeildum sjúkrahúsa vegna skorts á rými eða starfsfólki, konur sem starfi við heimilishjálp hafi orðið útundan í efnahagslegum aðgerðaráætlunum ríkisstjórna, og með langvarandi lokunum skóla hafi vinnuframlag kvenna tvöfaldast í faraldrinum. Þá séu konur líklegri til að missa atvinnuna en karlmenn.</p> <p>„Skæðir veirufaraldrar á borð við COVID-19, zika og ebólu ógna ekki aðeins heilsu fólks, heldur hafa þeir neikvæð áhrif á stöðu og réttindi kvenna og jaðarsettra hópa. Strax í vor vöktu ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna athygli á skuggafaraldri sem geisaði samhliða COVID-19. Umræddur skuggafaraldur var heimilisofbeldi sem jókst til muna meðan á samkomutakmörkunum stóð en hafði þá lítið verið rætt um,“ segir í frétt UN Women.</p> <p>Þar segir enn fremur að þegar ebólufaraldur geisaði í Sierra Leone árið 2014 hafi strax mátt greina neikvæð áhrif faraldursins á líf kvenna. „Eftir því sem smitum fjölgaði í landinu, varð tíðni mæðra- og ungbarnadauða hærri. Sjúkrahús lokuðu fæðingardeildum sínum í þeim tilgangi að sinna smituðum og því neyddust margar konur til þess að fæða án aðstoðar fagfólks. Í lok faraldursins höfðu 3.589 látist af ebólu, en um 3.500-4.900 fleiri konur og börn létust við barnsburð en á árunum fyrir 2014.“</p> <p>„Það er gríðarlega mikilvægt að raddir allra fái að heyrast þegar tekist er á við veirufaraldur. Viðbragðsáætlanir sem taka einungis mið af þörfum afmarkaðra hópa auka aðeins á mismunun og ójöfnuð í samfélögum,“ segir í frétt UN Women.</p>

18.08.2020Óttast að tíu milljónir barna hætti alveg í skóla fyrir árslok

<span></span> <p>„Yfirvofandi efnahagssamdráttur á heimsvísu og aukin fátækt vegna heimsfaraldursins gætu leitt til þess að nærri tíu milljónir barna neyðist til að hætta alveg í skóla fyrir árslok og milljónir munu verða eftir á í námi,“ segir í yfirlýsingu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Norðurlandanna sem birtist víða í dagblöðum í morgun, meðal annars Fréttablaðinu. „Með því að fara ekki í skólann tapast líka skólamáltíðir; nærri 350 milljónir barna missa einu heitu máltíðina sem þau fá daglega. Truflun á námi hefur alvarlegar langtímaafleiðingar, einkum fyrir viðkvæmustu hópana, t.d. stúlkur, flóttafólk, vegalaus börn og farandbörn og þá sem lifa með fötlun. Fyrir þessa hópa er menntun oft líflína,“ segir í yfirlýsingunni.</p> <p>Þar segir í upphafi að tilhlökkun fylgi fyrsta skóladegi nýs skólaárs, yfirleitt blönduð kvíða og eftirvæntingu vegna ársins sem fram undan er. „Vegna COVID-19 heimsfaraldursins var skólum lokað í skyndi og því hefur það sérstaka þýðingu „að fara aftur í skólann“ þetta haustið. Norrænir nemendur eru lánsamir enda þótt ekki sé víst að þeir kunni að meta það að vera dregnir á fætur til að koma sér í skólann. Ráðstafanir til að hefta framrás COVID-19 leiddu til þess í apríl að skólum var lokað fyrir 1,6 milljörðum barna og ungmenna eða um 90% af heildarfjölda nemenda í heiminum öllum. Þessi fjöldi bætist við þær 250 milljónir barna sem voru ekki í skóla áður en heimsfaraldurinn hóf innreið sína.“</p> <p>Norrænu ráðherrarnir segja að á þessum erfiðu tímum sé mikilvægt að standa vörð um fjárframlög til menntunar á meðan COVID-19 krísan standi yfir og auka, þar sem hægt sé, opinber framlög til menntunar til að tryggja að öll börn hafi ókeypis aðgang að góðri menntun eigi síðar en 2030, í samræmi við heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. „Við á Norðurlöndunum skuldbindum okkur áfram til að leggja fjármagn til menntunar í gegnum þróunarsamvinnu okkar,“ segir í yfirlýsingunni sem lesa má <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/08/18/Aftur-i-skolann-i-midjum-heimsfaraldri-Menntun-fyrir-alla-alltaf-og-alls-stadar/">hér</a>&nbsp;í heild.</p> <p>Undir yfirlýsinguna skrifa Peter Eriksson ráðherra alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í Svíþjóð, Rasmus Prehn ráðherra þróunarsamvinnu í Danmörku, <span></span>Ville Skinnari ráðherra þróunarsamvinnu og utanríkisviðskipta í Finnlandi, Dag-Inge Ulstein ráðherra alþjóðlegra þróunarmála í Noregi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. </p>

18.08.2020Börn myrt í tugatali í árásum á skóla og heilsugæslustöðvar

<span></span> <p>Árásir á skóla og heilbrigðisstofnanir hafa aukist frá því í vor í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Gerðar voru meðal annars árásir á tvær heilsugæslustöðvar sem reknar eru af Barnaheillum – Save the Children. Samkvæmt <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/gleymda-stridid-80-born-myrt-i-kongo" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef íslensku samtakanna hafa 83 börn verið myrt af árásarhópum frá því í apríl. Þá hefur kynferðisofbeldi gegn börnum einnig aukist mikið á svæðinu.</p> <p>Í fréttinni segir að átökin í landinu hafi staðið yfir í fjölda ára en hafi í maí náð hámarki í Ituri héraði, í austurhluta landsins. „Meira en 300 þúsund manns, börn í meirihluta, hafa flúið átökin í Ituri á þessu ári, sem er eitt fátækasta og óöruggasta svæði landsins. Fólksflutningar þessir hafa sett mikið álag á starf Barnaheilla á svæðinu en erfitt hefur reynst að koma aðstoð og birgðum til flóttafólks,“ segir í fréttinni. </p> <p>„Vegna átakanna getum við ekki fylgst almennilega með veikum og vannærðum börnum. Börn eru því að deyja úr hungri,” segir Dr. Macky Manseka, verkefnastjóri mannúðaraðstoðar Save the Children í Kongó.</p> <p>Meirihluti flóttafólks hefur að sögn Barnaheilla – Save the Children ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni eða hreinlætisvörum, en mesta útbreiðsla farsótta er í Ituri héraði. Heilbrigðisþjónusta í Ituri héraði er mjög takmörkuð og hafa um 22 heilbrigðisstofnanir verið eyðilagðar í átökunum og þar með hafa stórar birgðir af bóluefni skemmst. Að auki hafa um 160 skólar verið sprengdir upp og eyðilagðir.</p> <p>Skortur á aðgengi að húsnæði, næringu, heilbrigðisþjónustu og menntun, gerir börn berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun. ,,Aðstæður barna eru að versna með hverjum deginum. Við verðum að tryggja að þessi börn geti snúið aftur í skólann og að fjölskyldur þeirra geti fengið heilbrigðisþjónustu," segir Malik Allaouna, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Kongó. </p> <p>Átökin í Kongó hafa oft verið kölluð&nbsp;„gleymda stríðið“&nbsp;vegna þess hversu takmarkaða fjölmiðlaathygli átökin hafa fengið en í landinu eru rúmlega fimm milljónir manna á flótta innan landamæranna og 15,6 milljónir manna búa við sult. Barnaheill hafa starfað í landinu frá árinu 1994 og hafa aðstoðað hundruð þúsunda barna.</p>

06.08.2020COVID-19: Afleiðingarnar alvarlegri en sjúkdómurinn fyrir börn

<span></span> <p>Þótt börn séu ekki mörg meðal þeirra rúmlega 700 þúsund einstaklinga sem látist hafa af völdum COVID-19 deyja þúsundir barna vegna óbeinna afleiðinga faraldursins og milljónir barna eru í lífshættu, einkum vegna vannæringar í fátækjum ríkjum. Alvarlegur misbrestur hefur einnig orðið á lífsnauðsynlegum bólusetningum barna meðal margra þjóða með veikburða heilbrigðiskerfi. Skólaganga er víða í molum og öryggi barna og vellíðan er ógnað. Óttast er að tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla.</p> <p>„Mörg börn finna fyrir auknum kvíða og þau verða fyrir ofbeldi í vaxandi mæli bæði innan heimilis og í samfélögum þeirra. Lokun skóla hefur margvísleg neikvæð áhrif, ekki aðeins menntunarlega séð, heldur einnig sálfélagsleg áhrif á viðkvæmu mótunarskeiði. Börnin sem áður bjuggu við erfiðar og hættulegar aðstæður búa nú við enn verri kjör,“ segir í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna World Vision – <a href="https://www.wvi.org/sites/default/files/2020-08/World%20Vision%20COVID-19%20Emergency%20Response%20100%20Days%20On_fnl.pdf" target="_blank">100 Days On, COVID-19 Emergency Response</a>.</p> <p>Greiningar samtakanna í 24 ríkjum Afríku sunnan Sahara, Asíu og Suður-Ameríku sýna að aðstæður barna versna hratt, tugir milljóna heimila hafa takmarkaðar eða engar matarbirgðir, börn eru neydd til að vinna eða betla og stúlkur eru í vaxandi mæli seldar í hjónabönd, svo dæmi séu nefnd.</p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, óttast að 6,7 milljónir barna yngri en fimm ára bætist í hóp hættulegra vannræðra barna á þessu ári vegna félagslegra og efnahagslegra áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins. Samkvæmt greiningu sem birt var í læknatímaritinu The Lancet á dögunum eru 80 prósent þessara barna frá Afríku sunnan Sahara og Suður-Asíu.</p> <p>„Liðnir eru sjö mánuðir frá því fyrstu COVID-19 tilvikin voru tilkynnt og það verður æ ljósara að afleiðingar heimsfaraldursins valda börnum meiri skaða en sjúkdómurinn sjálfur,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. Hún nefnir að fátækt heimila og fæðuóöryggi hafi aukist, matvælaverð hafi hækkað mikið og hollustu í fæði barna hafi hrakað með tilheyrandi fjölgun vannærðra barna.</p> <p>Áður en kórónaveirufaraldurinn gaus upp voru 47 milljónir barna í heiminum greind með vaxtarhömlun en að óbreyttu gætu þeim börnum fjölgað upp í 54 milljónir á þessu ári, sem yrði metfjöldi á þessari öld. Í greiningunni í Lancet kemur fram að algengi vaxtarhömlunar meðal barna yngri en fimm ára gæti aukist um 14,3 prósent í lág- og millitekjuríkjum á þessu ári vegna COVID-19. „Slík aukning á vannæringu barna gæti þýtt yfir tíu þúsund dauðsföll til viðbótar á hverjum mánuði og helmingur þeirra yrði í Afríku sunnan Sahara,“ segir UNICEF.</p> <p>Samkvæmt greiningunni gæti dauðsföllum barna yngri en fimm ára fjölgað um 128.605 á árinu vegna óbeinna afleiðinga farsóttarinnar.</p>

05.08.2020Rauði krossinn: Neyðarsöfnun fyrir Beirút

<span></span><span></span> <p><span>Rauði krossinn á Íslandi tekur þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna hamfarasprenginga í Beirút, höfuðborg Líbanon og hefur hafið neyðarsöfnun eftir sprengingarnar á hafnarsvæði borgarinnar í gær. Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-fyrir-beirut" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins á Íslandi segir að staðfest sé að yfir eitt hundrað séu látin og yfir fjögur þúsund særð en óttast sé að tölur um fjölda látinna og særðra hækki, því enn sé margra saknað.</span></p> <p><span>„Talið er að allt að þrjú hundruð þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunum og ljóst er að þörfin fyrir aðstoð er gríðarleg. Þá ber að hafa í&nbsp;huga að Líbanon er það ríki sem hýsir hæsta hlutfall flóttafólks í heimi miðað við höfðatölu. Um fjórðungur íbúa er flóttafólk og þar af er rúm 1,5 milljón manns frá Sýrlandi. Þessar hamfarir koma að auki ofan í COVID-19 faraldurinn og óttast er að sú ringulreið sem skapast hefur í kjölfar sprengingarinnar kunni að valda aukningu í smitum, m.a. vegna þess hve illa gengur að sinna persónulegu hreinlæti og viðhafa fjarlægðartakmörk," segir í fréttinni.&nbsp;</span></p> <p><span>Sprengingarnar ollu gríðarlegum skemmdum á höfninni og stóru svæði allt frá miðborg Beirút í úthverfi borgarinnar. Sprengingarnar samsvöruðu 4,5 stiga jarðskjálfta á Richter og var a.m.k. önnur sprengingin það öflug að hljóðbylgjan barst til Kýpur í 240 km fjarlægð frá Beirút. Miklar skemmdir eru á byggingum og innviðum og samgöngur í borginni eru erfiðar þar sem glerbrot og byggingarbrak teppa götur.</span></p> <p><span>Rauði krossinn í Líbanon virkjaði strax neyðarkerfi sitt og er í framlínu aðgerða á vettvangi. Félagið vinnur í kappi við tímann við að bjarga mannslífum, en hefur ekki undan að flytja látna, særða og slasaða af vettvangi auk þess sem sjúkrahús eru yfirfull.</span></p> <p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur unnið að því undanfarin ár að efla neyðarheilbrigðisþjónustu Rauða krossins í Líbanon með stuðningi utanríkisráðuneytisins. Sú þjónusta nýtist vel á stundum sem þessum og tryggir betri og samfelldari aðhlynningu, m.a. með rafrænu skráningarkerfi fyrir sjúklinga. Starfsfólk sjúkrabíla Rauða krossins eru að mestum hluta sjálfboðaliðar.</span></p> <p><span>Hægt er að styrkja hjálparstarf Rauða krossins um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.</span></p> <p><span>Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.</span></p>

05.08.2020Sjúkrahús yfirfull í Beirút og slösuðum börnum vísað frá

<span></span> <p><span>Talið er að um helmingur bygginga í borginni hafi eyðilagst og um 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunum í Beirút í gær. Sjúkrahús í borginni eru strax orðin yfirfull og hafa ekki bolmagn til að veita öllum þá læknisaðstoð sem þeir þurfa á að halda. Herinn hefur brugðist við og sent lækna inn á svæðið og sinnt slösuðum á götum borgarinnar.</span></p> <p><span>Í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/sjukrahus-yfirfull-i-beirut-og-slosudum-bornum-visad-fra" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Barnaheillum – Save the Children segir að svæðisskrifstofa samtakanna í Beirút sé &nbsp;í aðeins fimm kílómetra fjarlægð frá upptökum sprenginganna og að skrifstofan hafi orðið fyrir miklum skemmdum. „Viðbragðsteymi Save the Children brást skjótt við og vinnur nú hörðum höndum að því að veita aðstoð við að koma fólki upp úr rústunum,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>Einn af starfsmönnum Save the Children, Nour Wahid, býr í 10 mínútna fjarlægð frá höfninni þar sem sprengingarnar voru. Hann var staddur heima við ásamt fimm frænkum og frændum sem voru að leika sér úti á svölum þegar sprengingin varð. „Öll börnin öskruðu og hlupu inn þegar byggingin fór að titra og rúður brotnuðu. Allir slösuðust. Við fórum á spítalann, sem var yfirfullur af fólki. Við vorum send heim, því það þurfti að forgangsraða meiðslum,“ sagði hann.</span></p> <p><span>Margir eru alvarlega slasaðir og í dag hafa yfir 100 dauðsföll verið staðfest, en framkvæmdastjóri Save the Children í Líbanon, Jad Sakr, segir að raunveruleg tala látinna mun ekki koma í ljós fyrr en eftir nokkra daga.</span></p> <p><span>„Við munum ekki vita hversu margir hafi látist fyrr en eftir nokkra daga. Við vitum að þetta ástand hefur gríðarleg áhrif á börn, þar sem mörg þeirra eru í áfalli, hafa særst eða jafnvel verið skilin að frá foreldrum sínum. Við munum vinna með hagsmuni barnanna að leiðarljósi og styðja við stjórnvöld í þessum hörmungum. Það er nauðsynlegt að börn og fjölskyldur þeirra fái aðgang að læknis- og sálfræðiaðstoð,“ segir hann.</span></p> <p><span>Sprengingin í Beirút bætir gráu ofan á svart varðandi það slæma ástand sem er í landinu. Samfélagið þjáist af áhrifum Covid-19, efnahagsörðuleikum og pólitískum óróleika. Einnig hefur höfnin í Beirút verið mikilvæg fyrir samfélagið því meirihluti matvæla og eldsneytis hafa komið inn í landið í gegnum hana. Fjölskyldur munu strax finna fyrir skorti á nauðsynjum vegna þessa hörmunga,“ segir Jad Sakr.</span></p>

04.08.2020Ísland aðstoðar Malaví í baráttunni við kórónuveiruna

<span>Kórónaveiran geisar nú í Malaví þar sem 3600 manns hafa smitast af COVID-19 og nær hundrað manns látist á síðustu mánuðum. Íslensk stjórnvöld hafa veitt sérstakan stuðning við uppbyggingu heilbrigðisinnviða og forvarnir í samstarfshéraðinu Mangochi þar sem um hundrað tilfelli kórónuveirusýkingar hafa nú verið greind.<br /> &nbsp;<br /> Íslensk stjórnvöld hafa unnið að þróunarverkefnum með stjórnvöldum í Malaví í yfir þrjá áratugi. Íslensk stjórnvöld styðja við grunnþjónustu héraðsyfirvalda í Mangochi-héraði á sviði heilbrigðismála, menntamála og vatns- og hreinlætis. Mangochi er annað fjölmennasta hérað Malaví, með rúmlega eina milljón íbúa og hafa rúmlega 100 tilfelli kórónuveirusýkingar verið staðfest þar. Mangochi liggur við landamæri Mósambík og hafa margir farandverkamenn úr héraðinu sem stunda vinnu í Suður-Afríku snúið aftur heim, stór hluti smitaður af kórónuveirunni.<br /> &nbsp;<br /> Frá því í aprílbyrjun hefur sendiráð Íslands í Lilongwe stutt við aðgerðaáætlun héraðsyfirvalda við að undirbúa heilbrigðisinnviði og efla forvarnir gegn COVID-19 í héraðinu um 13 milljónir króna, sem er stærsta einstaka framlag til COVID-viðbragða héraðsins. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa til að mynda nýtt stuðning Íslands til að styrkja upplýsingaflæði til héraðs- og sveitarstjórnaryfirvalda, til kaupa á ýmiskonar öryggis- og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem og prófunarbúnaði fyrir héraðssjúkrahúsið. Hátt í þúsund heilbrigðisstarfsmenn á sextíu heilsugæslustöðvum í héraðinu hafa enn fremur fengið reglulegar upplýsingar, þjálfun og kennslu um hvernig bregðast skuli við COVID-19 auk nauðsynlegs hlífðarbúnaðar.<br /> &nbsp;&nbsp;<br /> „Við erum Íslandi afar þakklát fyrir bæði fjárhagslegan stuðning og ráðgjöf við undirbúning COVID-viðbragsáætlunar héraðsins“, sagði Dr. Kondwani Mamba yfirmaður lýðheilsumála í Mangochi héraði um þetta samstarf. „Með stuðningi Íslands hefur héraðið okkar geta brugðist vel og tímanlega við og sett í gang mikilvægar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar“.<br /> &nbsp;<br /> Ísland hefur enn fremur aðstoðað heilbrigðisyfirvöld í Mangochi við að koma réttum og uppfærðum upplýsingum til heilbrigðisnefnda í þorpum með því að gefa þrjú hundruð útvarpstæki sem dreift var til 99 heilbrigðisnefnda. Útvörpin, sem eru knúin sólarorku og virka einnig sem lampar. Þeim er ætlað að styðja við upplýsingagjöf til íbúa í sveitunum um hvernig best sé að forðast smit. Þetta framlag Íslands er hluti af stuðningi íslenskra stjórnvalda við EnDev Malaví, sem er verkefnastoð þýsku þróunarsamvinnustofnunarinnar GiZ, sem rekur þriggja ára verkefni um aukna notkun endurnýjanlegrar orku í Mangochi-héraði.&nbsp;&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

27.07.2020Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir ráðgjöfum á lista

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir ráðgjöfum, jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum, til að sinna verkefnum á sviði fiskimála, jafnréttismála, landgræðslu og sjálfbærrar orku í alþjóðlegu þróunarsamstarfi. Þessir málaflokkar eru áherslusvið í íslenskri þróunarsamvinnu og er tæknileg aðstoð á þessum sviðum hluti af þróunarframlagi Íslands. <br /> <br /> Ekki er um skilgreind verkefni að ræða á þessu stigi heldur er um ráðgjafalista og mun umfang og eðli verkefna ráðast af eftirspurn frá samstarfsaðilum s.s. alþjóðastofnunum. Ríkiskaup hefur umsjón með skráningu á ráðgjafalistana og eru nú fimm auglýsingar fyrir ráðgjafaskráningu aðgengilegar á <a href="http://utbodsvefur.is/">http://utbodsvefur.is/</a>.<br /> <br /> Þau sérfræðisvið sem sérstaklega er óskað eftir, mótast af framboði og eftirspurn frá samstarfsaðilum. Einungis er óskað eftir sérfræðingum sem uppfylla skilyrði A og B ráðgjafa:<br /> <br /> A: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 20 ára reynslu í faginu. <br /> B: Ráðgjafi með háskólapróf í viðeigandi grein skv. sérfræðisviði og meira en 10 ára reynslu í faginu.<br /> <br /> Verkefnin verða unnin samkvæmt skilgreindum beiðnum og verklýsingum frá samstarfsaðilum s.s. verkefnisteymum Alþjóðabankans eða öðrum alþjóðlegum samstarfsstofnunum. Verk geta verið af öllum stærðargráðum en búist er við að algengt verði að verkefni verði á bilinu 50-200 tímar. Utanríkisráðuneytið mun halda utan um skrá áhugasamra ráðgjafa og fyrirtækja og gera staðlaðan samning um verkefni beint við viðkomandi fyrirtæki/einstakling.<br /> <br /> Skráning á listann tryggir ekki að viðkomandi fyrirtæki/ráðgjafi fái verkefni.<br /> &nbsp; &nbsp;<br /> <br /> <br /> <br /> <br />

17.07.2020Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. Ný skýrsla greinir frá því að rúmlega eitt prósent mannkyns standi nú frammi fyrir nauðungarflutningum, eða 1 af hverjum 97 einstaklingum, og sífellt færri af þeim sem flýja heimili sín geti snúið þangað aftur.</p> <p>Árleg skýrsla&nbsp;Flóttamannastofnunarinnar&nbsp;um&nbsp;<a href="https://www.unhcr.org/globaltrends2019/">Þróun á heimsvísu</a> greinir frá því að við lok 2019 hafi fordæmalaus fjöldi einstaklinga verið á flótta, eða 79,5 milljónir. Þetta er hærri tala en Flóttamannastofnunin hefur nokkurn tíma áður séð.</p> <p>Í skýrslunni er einnig bent á minnkandi líkur flóttafólks til að komast úr erfiðum aðstæðum. Á tíunda áratug síðustu aldar sneru að meðaltali 1,5 milljónir flóttamanna heim á ári hverju. Undanfarinn áratug hefur þeim fækkað niður í um það bil&nbsp;385 þúsund. <span></span></p> <p>„Við stöndum nú frammi fyrir breyttum aðstæðum þar sem nauðungarflutningar eru ekki aðeins algengari, heldur eru þeir ekki lengur aðeins&nbsp;skammvinnir&nbsp;eða tímabundið ástand,“ segir&nbsp;Filippo&nbsp;Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Ekki er hægt að ætlast til þess að fólk búi við óvissu um árabil og hafi hvorki möguleika á að fara heim til sín né von um að skapa sér líf á nýjum stað. Í grundvallaratriðum þurfum við að tileinka okkur nýtt og opnara viðhorf gagnvart öllum sem eru á flótta ásamt því að leggja aukinn kraft í að leysa átök sem standa yfir árum saman og eru orsök mikilla þjáninga.“</p> <p><strong>Átta staðreyndir um nauðungarflutninga</strong></p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Að minnsta kosti&nbsp;100 milljónir einstaklinga&nbsp;neyddust til að flýja heimili sín undanfarinn áratug og leita hælis annað hvort innan eða utan heimalandsins. Þetta eru fleiri en nemur öllum íbúafjöldi Egyptalands sem er fjórtánda fjölmennasta land heims.</li> <li>Nauðungaflutningar hafa næstum tvöfaldast&nbsp;frá 2010 (41 milljón þá, 79,5 milljónir nú).</li> <li>80 prósent&nbsp;af vegalausum einstaklingum eru í löndum eða á svæðum sem glíma við mikið fæðuóöryggi og næringarskort – mörg þessara landa standa frammi fyrir hættuástandi vegna loftslagsáhættu eða náttúruhamfara.</li> <li>Rúmlega þrír fjórðu&nbsp;af flóttafólki í heiminum (77 prósent) flýja aðstæður sem hafa staðið yfir í langan tíma, til dæmis aðstæður í Afganistan sem hafa nú verið til staðar í næstum fimmtíu ár.</li> <li>Rúmlega átta af hverjum tíu flóttamönnum (85 prósent) eru í þróunarríkjum, yfirleitt nágrannalandi landsins sem þeir flúðu.</li> <li>Tveir þriðju hlutar einstaklinga sem flúðu yfir landamæri koma frá fimm löndum: Sýrlandi, Venesúela, Afganistan, Suður-Súdan og Mjanmar.</li> <li>Skýrslan um þróun á heimsvísu&nbsp;greinir frá&nbsp;helstu þjóðum þar sem einstaklingar eru vegalausir og á flótta, þar á meðal 5,6 milljónum palestínskra flóttamanna sem fá aðstoð frá Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna.</li> <li>Ein grunnstoð heimsmarkmiðanna fyrir 2030, „Skiljum engin eftir“ („Leave no one behind“), nær nú einnig til flóttafólks, þökk sé&nbsp;nýju undirmarkmiði um flóttafólk&nbsp;sem hagtölunefnd Sameinuðu þjóðanna samþykkti í mars á þessu ári.</li> </ul>

16.07.2020COVID-19: Ísland færir héraðsstjórn Buikwe búnað í baráttunni gegn sjúkdómnum

<span></span> <p>Heilsugæslustöðvar í samstarfshéraði Íslands í Úganda, Buikwe, hafa fengið í hendur margvíslegan búnað að gjöf frá Íslandi í baráttunni gegn útbreiðslu kórónaveirunnar. Í héraðinu hafa greinst 42 tilvik COVID-19 og samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Úganda er Buikwe meðal þeirra héraða í landinu öllu þar sem flestir hafa greinst með sjúkdóminn. </p> <p>Jenefrances Kagay fulltrúi forseta Úganda í héraðinu lýsti yfir miklu þakklæti til ríkisstjórnar Íslands fyrir „þennan stuðning við að bjarga mannslífum í héraðinu“ og hún þakkaði einnig fyrir stuðning Íslands við þróunarverkefni í héraðinu á sviði menntunar, vatns- og hreinlætismála, og valdeflingar kvenna.</p> <p>Búnaðurinn er að andvirði um 14 milljóna íslenskra króna og felur einkum í sér hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk, meðal annars grímur, hanska, svuntur og stígvél en einnig hitamæla, hreinsiefni og fleira. Mikill skortur hefur verið í Buikwe á slíkum sérhæfðum búnaði og hann dregur meðal annars úr ótta heilbrigðisstarfsfólks við umönnun þeirra sem hafa veikst af COVID-19, eins og Jeanfrances Kagay sagði í ávarpi þegar hún tók á móti gjöfinni frá fulltrúum íslenska sendiráðsins í Kampala.</p>

15.07.2020Sex íslensk félagasamtök fá styrk til þróunarsamvinnuverkefna

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sex íslenskra félagasamtaka til átta verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Öll verkefnin koma til framkvæmda í Afríkuríkjum. Hæstu styrkjunum verður að þessu sinni varið til þriggja langtímaverkefna, tveggja á vegum Rauða krossins á Íslandi og eins á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Auk þeirra fá ABC barnahjálp, Aurora velgerðarsjóður, Samband íslenskra kristniboðsfélaga og Stómasamtök Íslands styrki til skammtímaverkefna í Búrkína Fasó, Eþíópíu, Kenía, Sambíu og Síerra Leóne. </p> <p>Rauði krossinn á Íslandi fær styrk til fjögurra ára vegna áframhaldandi verkefnis í Malaví sem miðar að því að auka viðnámsþrótt nærsamfélaga. Verkefnið miðar að því að stuðla að uppbyggingu og valdeflingu á fimm áherslusviðum: heilbrigði, vatn og hreinlæti, félagslegri aðild og valdeflingu, neyðarvörnum og að lokum uppbyggingu öflugra landsfélags Rauða krossins í Malaví. Einnig hlaut Rauði krossinn á Íslandi styrk til langtíma verkefnis sem snýr að uppbyggingu getu landsfélaga hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Verkefnið nær til landsfélaga Rauða krossins í Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan. </p> <p>Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar koma til framkvæmdar í Kebribeyah héraði í Sómalíufylki í Eþíópíu og hefst á næsta ári. Um er að ræða framhald verkefnis sem styrkt var á árunum 2018-2020 með áherslu á viðnámsþrótt gegn loftlagsbreytingum og bætt lífviðurværi íbúa í héraðinu. </p> <p>Af skammtímaverkefnunum eru tvö unnin í Kenía, annars vegar verkefni á vegum ABC barnahjálpar sem snýr að bættri aðstöðu við skóla ABC í Naíróbí og hins vegar verkefni Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um styrkingu innviða í framhaldsskólum á vegum samtakanna. Aurora velgerðarsjóður hlýtur nýliðastyrk til verkefnis í Síerra Leóne sem snýr að endurreisn leirkeraverkstæðisins Lettie Stuart Pottery með áherslu á sjálfbæran rekstur verkstæðisins og stöðuga atvinnu nemenda. Einnig hljóta Stómasamtökin á Íslandi styrk vegna verkefnis sem snýr að stómaþegum í Sambíu og felur í sér að auka skilning stómaþega sjálfra, heilbrigðisyfirvalda og heilbrigðisstarfsfólks á því hvaða þjónustu stómaþegar þurfa að fá og geta vænst innan heilbrigðiskerfa. </p> <p>Íslensk félagasamtök eru mikilvægir samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu og samstarf við ráðuneytið hefur aukist undanfarin ár. Fjölbreytt flóra samtaka er til staðar á Íslandi og félagasamtök gegna oft lykilhlutverki í baráttunni fyrir auknum réttindum og bættum aðbúnaði þeirra sem búa við fátækt og hvers kyns mismunun.</p> <p>Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Sjá nánar á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/">vef</a>&nbsp;stjórnarráðsins. </p> <p>&nbsp;</p>

14.07.2020Líklegt að hungruðum fjölgi um hundrað milljónir á árinu

<span></span> <p>Talið er að 83 til 132 milljónir manna bætist í hóp hungraðra á árinu vegna beinna og óbeinna afleiðinga kórónaveirunnar. Á síðasta ári drógu 690 milljónir jarðarbúa fram lífið við hungurmörk en þeim fjölgar óumflýjanlega á þessu ári og þar með fjarlægist annað heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu hungurs fyrir árið 2030. Frá þessu greinir í nýrri alþjóðlegri árlegri skýrslu um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum – <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/SOFI2020_EN_web.pdf" target="_blank">The State of Food Security and Nutrition in the World.</a></p> <p>Hungraðir eru flestir í Asíuríkjum en fjölgar hins vegar mest í Afríku. „Í árslok 2020 er líklegt að&nbsp;<span></span>COVID-19 heimsfaraldurinn hafi leitt til þess að yfir 100 milljónir manna hafi bæst í hóp hungraðra. Hátt verð og auraleysi hefur líka í för með sér að milljarðar manna á þess ekki kost að neyta heilsusamlegrar næringarríkrar fæðu,“ segir í skýrslunni.</p> <p><span>Skilgreining á sárafátækt miðast við að daglaun séu ekki hærri en 265 krónur íslenskar, eða 1,90 bandarískir dalir. Í skýrslunni eru færðar sönnur fyrir því að heilsusamleg fæða kosti meira en nemur fyrrnefndum viðmiðunarmörkum. Þar segir að þrír milljaðrar manna, eða fleiri, hafi ekki ráð á heilsusamlegu fæði. „Í Afríku sunnan Sahara og í sunnanverðri Asíu gildir þetta um 57% íbúanna – en enginn heimshluti er undanskilinn, hvorki Norður-Ameríka eða Evrópa.“</span></p> <p><span>Skýrslan er gefin út af fimm alþjóðastofnunum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO).</span></p>

13.07.2020Óttast að tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla

<strong><span></span></strong> <p>Samtökin Save the Children óttast að niðurskurður á framlögum til menntamála og aukin fátækt vegna COVID-19 farsóttarinnar komi til með að hafa þær afleiðingar að 9,7 milljónir barna missi af allri formlegri skólagöngu og enn fleiri dragist aftur úr í námi. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna sem birt var í dag.</p> <p>Samkvæmt skýrslunni – <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/node/17871/pdf/save_our_education_0.pdf" target="_blank">Save Our Education</a>&nbsp;– er sérstaklega óttast að stúlkur hverfi frá námi og margir þeirra verði neyddar í hjónaband á unga aldri. Einnig er óttast að börn verði vegna fátæktar tekin úr skóla og skipað að fara út á vinnumarkaðinn.</p> <p>Í skýrslunni skora samtökin Save the Children á ríkisstjórnir og framlagsríki að bregðast við þeirri neyð sem menntun í heiminum býr við, með því að fjárfesta í menntun nú þegar skólar opna hver á fætur öðrum eftir að þeim var lokað vegna heimsfaraldursins.</p> <p>„Líkur eru á því að um tíu milljónir barna snúi aldrei aftur í skóla,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children og bendir á að rannsóknir samtakanna sýni að í tólf löndum, einkum í Vestur- og Mið-Afríku, en einnig í Jemen og Afganistan, sé ástæða til að óttast að börn snúi ekki aftur í skóla, sérstaklega stúlkur.</p> <p>Í öðrum 28 löndum er óttast að einhver hluti barna hverfi algjörlega frá námi. Áður en farsóttin braust út voru 258 milljónir barna og unglinga í skyldunámi þegar utan skóla.</p>

13.07.2020Rauði krossinn hlýtur styrk til þriggja mannúðar- og þróunarsamvinnuverkefna

<span></span> <p>Fulltrúar utanríkisráðuneytisins og Rauða krossins á Íslandi hafa skrifað undir samninga vegna þriggja verkefna, tveggja langtíma þróunarsamvinnuverkefna í Afríkuríkjum og verkefnis sem snýr að mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi. </p> <p>Verkefnin eru hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/uthlutunarreglur-og-umsoknir/">vef</a> stjórnarráðsins. </p> <p><strong>Þróunarsamvinnuverkefni í Malaví og víðar í Afríku</strong></p> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi styrki til tveggja þróunarsamvinnuverkefna, annars vegar í Malaví og hins vegar til verkefnis sem nær til fjögurra landsfélaga Rauða krossins í Afríku. Bæði verkefnin eru til fjögurra ára. </p> <p>Fyrra verkefnið kemur til framkvæmdar í Malaví. Um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefni sem miðar að því að auka viðnámsþrótt nærsamfélaga þar í landi. Verkefnið einblínir á það að stuðla að uppbyggingu og valdeflingu, vatn og hreinlæti, félagsleg valdefling kvenna, barna og ungmenna, neyðarvarnir og að lokum uppbygging öflugra landsfélaga Rauða krossins í Malaví. Verkefnið bætir aðgengi berskjaldaðs fólks dreifbýlum svæðum að heilbrigðisþjónustu sem m.a. felur í sér aukna mæðra- og ungbarnavernd og bólusetningar fyrir börn undir fimm ára aldri. Þá er aðgengi að öruggu drykkjarvatni stóraukið, fræðsla um mikilvægi hreinlætis efld og við skóla verður komið upp salernum með aðstöðu fyrir stúlkur á blæðingum til að sinna sínum þörfum. Þá hljóta ungmenni í samfélögunum ýmsa fræðslu og þjálfun í lífsleikni og til þess þau geti stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélögum sínum. Einnig verður lögð áhersla á neyðarvarnir á verkefnasvæðunum en þau verða fyrir tíðum hamförum af völdum loftlagsbreytinga. </p> <p>Seinna verkefnið nefnist „ Brúun hins stafræna bils“ og kemur til framkvæmda í fjórum löndum: Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan. Fjölmörg landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans víða um heim glíma við miklar hindranir á sviði upplýsinga og samskiptatækni. Áreiðanleg upplýsinga- og samskiptatækni skiptir sköpum þegar kemur að hjálparstarfi og nú sem aldrei fyrr erum við minnt á mikilvægi tækninnar þegar hjálparsamtök um heim allan þurfa að reiða sig á tækni til þess að miðla upplýsingum um COVID-19 til berskjaldaðra samfélaga og samræma aðgerðir innan samtaka og við aðrar hjálparstofnanir með fjarfundarbúnaði og á samskiptaforritum. Markmið verkefnisins er að gera landsfélögum Rauða krossins í Gana, Malaví, Síerra Leóne og Suður-Súdan kleift að stórefla þróunar- og mannúðaraðstoð sína með því að búa yfir og nýta viðeigandi, virka og nútímalega upplýsinga- og samskiptatækni. Íslensk fyrirtæki koma að verkefninu með því að lána sérfræðinga sína í upplýsinga- og samskiptatækni til vinnu í verkefninu að kostnaðarlausu. </p> <p><strong>Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi</strong></p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hlaut á dögunum 27 milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar í Sýrlandi. </p> <p>Átökin í Sýrlandi hafa varað í rúm níu ár. Eyðilegging í landinu er gríðarleg og hafa átökin haft í för með sér einn mesta mannúðarvanda síðari tíma þar sem hundruð þúsunda almennra borgara hafa týnt lífi eða særst. Einnig hafa milljónir einstaklinga þurft að þola endurtekinn og langvarandi flótta innan eigin lands. </p> <p>Með styrknum mun Rauði krossinn á Íslandi styðja við starf Alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans (ICRC) í Sýrlandi og miðar stuðningurinn að því að vinna gegn stigvaxandi mannúðarvanda íbúa landsins. Leitast er við að tryggja almennum borgurum þá vernd og virðingu sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum, veita öruggan aðgang að grunnþjónustu og gera fólki kleift að endurheimta&nbsp; lífsviðurværi sitt.</p>

30.06.2020Framlag íslenskra stjórnvalda tilkynnt á áheitaráðstefnu vegna átakanna í Sýrlandi

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um rúmlega 277 milljón króna framlag íslenskra stjórnvalda vegna átakanna í Sýrlandi á áheitaráðstefnu þann 30. júní. <br /> <br /> "Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í hátt í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að lina þjáningar fórnarlamba átakanna og við munum áfram leggja okkar af mörkum. Við höfum lagt áherslu á að friðsamlegar lausnir og öryggi sýrlensks almennings enda er mikilvægt að tryggja að flóttafólki gefist kostur á að snúa til fyrri heimkynna með sem öruggustum hætti," sagði Guðlaugur Þór. <br /> <br /> Með áheitunum sem tilkynnt voru í dag skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að leggja fram að lágmarki 277 miljónir króna á næstu þremur árum til nokkurra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa í Sýrlandi og með sýrlenskum flóttamönnum í nágrannaríkjum Sýrlands, þ.e. UNFPA, UN Women, WFP og svæðasjóðs OCHA í Líbanon og Sýrlandi.

26.06.2020Læknanemum vel tekið í hinu hlýja hjarta Afríku

<p><span>Þrír ungir læknanemar dvöldu í Malaví yfir fjögurra vikna tímabil á fyrri hluta þessa árs við rannsóknir og gagnaöflun fyrir þriðja árs verkefni sín við læknadeild Háskóla Íslands. Þær Eygló Dögg Ólafsdóttir, Ingunn Haraldsdóttir og Snædís Ólafsdóttir héldu kynningu á lokaverkefnum sínum á dögunum í utanríkisráðuneytinu sem öll sneru að því að skoða gæði ferla og heilbrigðisþjónustu á fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi, samstarfshéraði Íslands í Malaví.</span></p> <p><span>Læknanemunum þremur var vel tekið í hinu hlýja hjarta Afríku eins og íbúar Malaví kalla land sitt gjarnan. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður voru þær Eygló, Ingunn og Snædís nokkuð fljótar að aðlagast. Á hverjum degi vöknuðu þær klukkan tuttugu mínútur yfir fimm, við sólarupprás, líkt og heimafólk, fóru út að skokka, á eina tímanum sem það var bærilegt fyrir ungar íslenskar konur, áður en þær röltu af stað á héraðssjúkrahúsið sem þjónar 1,2 milljónum íbúa þess.&nbsp;</span></p> <h2>Áhugi kviknaði í aukaáfanga í Háskóla Íslands</h2> <p><span>Áhugi læknanemana þriggja á viðfangsefninu, að skilja betur þjónustu við fæðandi konur, nýbura og ungbörn í lágtekjuríki eins og Malaví, kviknaði í áfanga hjá Geir Gunnlaugssyni, prófessor í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands. Þann áfanga tóku þær aukalega meðfram skylduáföngum í læknisfræði.</span></p> <p><span><img alt="" src="/library/Heimsljos/myndg.jpg?amp%3bproc=LargeImage" /></span></p> <p><span class="myndatexti">Fyrir utan fæðingardeildina við héraðsspítalann í Mangochi.</span></p> <p><span>Í kjölfarið var haft samband við sendiráð Íslands í Lilongve um möguleikann á því að læknanemarnir fengju að gera rannsókn í Mangochi á sviði mæðra og ungbarnaheilsu í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í héraðinu. Vísað var til fyrra samstarfs Háskóla Íslands og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem voru með samstarfssamning um rannsóknarverkefni læknanema í Malaví um árabil. Stærsta verkefni Íslendinga í þróunarsamvinnu í Malaví er verkefnastoð sem Ísland fjármagnar en framkvæmd er af héraðsyfirvöldum í Mangochi-héraði (Mangochi Basic Services Programme II) þar sem markmiðið er að bæta grunnþjónustu við íbúa héraðsins. Innan þess er til að mynda áhersla á uppbyggingu mæðra-og ungbarnaverndar og heilsu og var stórum áfanga náð með opnun nýrrar fæðingardeildar í höfuðstað héraðsins, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra opnaði í janúar 2019. Það þótti því áhugavert að láta reyna á hvernig rannsóknarverkefni þriðja árs læknanema myndi nýtast núverandi nálgun Íslands í þróunarsamvinnu í Malaví</span></p> <p><span>Heilbrigðisyfirvöld í Mangochi héraði tóku vel í aðkomu nemanna þar sem ljóst var að gagnaöflun og rannsóknir á þessu sviði gætu nýst heilbrigðisyfirvöldum til að auka&nbsp; skilvirkni og bæta gæði heilbrigðisþjónustu sem veitt er á fæðingardeildinni og í ungbarnaverndinni. Auk þess féllu rannsóknartillögur læknanemanna&nbsp; vel að rannsóknaráætlun héraðsins og við starf heilbrigðisyfirvalda á þessu sviði en&nbsp; samstarfið lagði upp með að öll rannsóknarvinna myndi vera á forsendum heilbrigðisyfirvalda og nýtast þeim. Sendiráðið gat auðveldað aðgang að heilbrigðisyfirvöldum héraðsins og fengu læknanemarnir&nbsp; meðleiðbeinendur þar og aðgang að sjúkraskrám og öðrum gögnum eftir að vísindasiðanefnd héraðssjúkrahússins hafði veitt rannsóknunum leyfi. Það hafði aftur á móti ekki gengið þrautalaust fyrir sig.</span></p> <h2>Það hafði enginn hugmynd&nbsp;um hvað við værum að fara að gera</h2> <p><span>„Við vorum í sambandi við spítalann í marga mánuði, vorum búnar að senda lýsinguna á verkefnum okkar og segja hvað við ætluðum að gera. Síðan þegar við erum mættar á svæðið kemur aðili frá rannsóknarnefndinni og spyr: Hvað heitið þið og hvað eruð þið að gera hérna? Það hafði enginn hugmynd um hvað við værum að fara að gera,“ segir Snædís í samtali við Heimsljós.</span></p> <p><span><img src="/library/Heimsljos/fgh.jpg?amp%3bproc=LargeImage" alt="Frá útpósti." /></span></p> <p><span class="myndatexti">Útpóstar eru mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfinu í Malaví</span></p> <p><span>Spurðar hvort þær hefðu ekki verið stressaðar um að metnaðarfull lokaverkefni sín væru í uppnámi á þessum tímapunkti svara þær allar í kór: „Jú“ og hlægja saman.<br /> „Fyrst héldum við að við værum ekki að fara gera neitt. En svo small þetta saman mjög skyndilega og við vorum beðnar um að mæta á staðinn,“ segir Ingunn.</span></p> <h2>Getur verið upp á líf og dauða</h2> <p><span>Verkefnin þrjú styðja vel hvert við annað og ljóst er að áætlun læknanemana var þaulhugsuð.</span></p> <p><span>Eygló rannsakaði fæðingarþjónustuna á héraðssjúkrahúsinu sem gegnir lykilhlutverki í fæðingarþjónustu héraðsins. Fjórðungur barna héraðsins sem fæðast á heilbrigðisstofnunum almennt fæðist á spítalanum sem framkvæmir einnig tvo þriðju hluta allra keisaraaðgerða í héraðinu en jafnan fæðast um 27 börn á hverjum degi á spítalanum. Niðurstöður rannsóknar Eyglóar benda til þess að það þyrfti að bæta aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu og að miðlægur spítali eins og þessi þyrfti að hafa betri birgðakeðju, betri mönnun og aðra skurðstofu enda eru þar framkvæmdar sex aðgerðir á dag þrátt fyrir að þörfin sé meiri.&nbsp;</span></p> <p><span>„Skurðstofan var oft upptekin þegar þörf var á sem getur oft verið upp á líf og dauða hjá konunum,“ segir Eygló.</span></p> <p>Ingunn rannsakaði nýburaþjónustu spítalans. Skortur á gögnum var það sem helsta sem stakk hana, hún komst ekki í nein gögn á tölvutæku formi og virðist sem nýburaþjónustan hafi setið eftir í nýjum tækniuppfærslum spítalans. Segir Ingunn deildina þjóna mörgum og nýtast vel en að hún viti ekki um afdrif allt of margra barna sem þangað koma. Starfsfólkið hafi kvartað undan miklu vinnuálagi, lélegri mönnum og skorti á tækjum til þess að takast á við flókin fyrirburavandamál og að birgðastaða lyfja og aðgengi að tólum og tækjum væri einnig vandamál. Segir Ingunn að 20% barna hafi látist á deildinni á tímabilinu, sem sé allt of hátt hlutfall, oft af völdum fósturköfnunar. Ljóst væri að bætt mönnun og bættur tækjakostur myndi auka gæði þjónustunnar.</p> <p><span><img alt="" src="/library/Heimsljos/image00005%20-%20Copy%20(1).jpg?amp%3bproc=LargeImage" /></span></p> <p><span class="myndatexti">Konur og börn bíða ungbarnaþjónustu við útpóst í þorpi í Mangochi.&nbsp;</span></p> <p><span>„En það er mikil viðleitni hjá starfsfólkinu að nýta það sem það hefur og aðdáunarvert að sjá,“ segir Ingunn.</span></p> <p><span>Snædís rannsakaði ungbarnavernd og fyrirbyggjandi þjónustu fyrir börn, með áherslu á bólusetningar. Segir hún hátt hlutfall barna í Mangochi vera bólusett, aðgengi að þjónustu vera gott og að bólusetningar séu samþykktar af samfélaginu. Þó væru alltaf einhver börn sem ekki væru bólusett eða kláruðu ekki áætlaðar bólusetningar. Kom hún auga á mikilvægi útpósta, er heilbrigðisstarfsmenn fara út í þorpin, í þessum anga heilbrigðiskerfisins, enda væri með þeim verið að ná til þeirra barna sem búa lengra frá spítalanum. Þar færi einnig fræðsla fram fyrir mæður. Vissulega mætti þó bæta aðstæður inni á deildum sem og aðgengi að útpóstum.</span></p> <p><span>„Það mætti til dæmis bæta vegakerfið og útvega starfsmönnum hjól svo þeir komist út í þorpin,“ segir Snædís.</span></p> Læknanemarnir þrír sjá ekki eftir þessu ævintýri sínu og mæla eindregið með því að aðrir láti slag standa. <p><span>„Við munum búa að þessari reynslu mjög lengi. Þetta opnar fyrir okkar nýjan heim,“ segir Ingunn.</span></p> <p><span>„Þetta er mögnuð reynsla að hafa í farteskinu. Ég held að þetta muni einnig nýtast rosalega vel úti og einnig verða til þess að samskiptin á milli Íslands og Malaví styrkjast á hvaða hátt sem er,“ segir Eygló.</span></p> <h2>Vonandi auðveldara að koma málum í farveg</h2> <p><span>Ingunn tekur fram að þær hafi fundið vel fyrir því hversu mikilvægt það var fólkinu í Malaví að það sem þær voru að gera myndi skila sér á einhvern hátt til baka til samfélagsins. Sér í lagi er þær tóku viðtöl. Og það er margt sem mun nýtast úr rannsóknum læknanemana þriggja. </span></p> <p><span>„Það að við höfðum tíma til þess að vinna úr alls konar gögnum sem starfsmenn þarna gefa sér almennt ekki tíma í að skoða mun nýtast. Við unnum upp úr gögnum sem eru til staðar sem vanalega er ekki gert,“ segir Snædís áður en Eygló tekur við.</span></p> <p><span> „Við erum líka búnar að bera kennsl á vandamálin sem fyrir eru og nú er kannski líklegra að eitthvað verði gert í þegar búið er að gefa þetta út, prenta og ræða opinberlega, frekar heldur en að þeir sem stjórna peningunum á spítalanum ákveði að gera eitthvað bara af því að tveir starfsmenn eru búnir að segja ákveðna hluti við stjórnendur á einhverjum tímapunkti. Nú erum við búnar að heyra um margt það sem betur má fara í nokkrum viðtölum, sem auðveldar kannski að koma þessum áherslum okkar í farveg.“<br /> </span></p>

25.06.2020Nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur gert nýtt samkomulag við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem unnið hefur verið að í samstarfi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Helstu áherslur samkomulagsins eru áframhaldandi samvinna og samhæfing á sviði jarðhitaverkefna í austurhluta Afríku auk nýrra samstarfsverkefna á sviði landgræðslu, sjálfbærrar landnýtingar og jafnréttismála í Afríku.</p> <p>Samkomulagið byggir á öðru meginmarkmiða þróunarsamvinnustefnu Íslands um verndun jarðarinnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og er í beinu framhaldi af samstarfi utanríkisráðuneytisins og UNEP á sviði jarðhita síðan 2012 og undirritun viljayfirlýsingar UNEP og umhverfis- og auðlindaráðherra í september 2019.&nbsp;&nbsp;</p> <p>Í nýja samkomulaginu verður lögð áhersla á að nýta íslenska sérþekkingu í þróunarsamvinnu og sérfræðinga á áherslusviðum samkomulagsins, m.a. með samstarfi við Jafnréttisskóla, Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.</p> <p>„<span>Umhverfismál og sjálfbærni eru leiðarljós í allri okkar þróunarsamvinnu. Við höfum um árabil miðlað af íslenskri sérþekkingu í þágu sjálfbærrar uppbyggingar í þróunarríkjunum og samningurinn við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er liður í því að efla það samstarf enn frekar</span>," segir&nbsp;<span>Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</span></p> <p>Að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, er ánægjulegt að sjá að landgræðsla komi nú inn í samkomulag stjórnvalda við UNEP.</p> <p>„Eyðing skóga og búsvæða í Afríku ógnar vistkerfum og loftslagi og þess vegna eru náttúrulegar lausnir sem felast í endurheimt tapaðra landgæða og sjálfbærri landnýtingu mikilvægur þáttur í að bæta lífsafkomu fólks og draga úr hnattrænum umhverfisbreytingum.“</p>

23.06.2020Áhrif heimsfaraldurs á opinbera þróunaraðstoð

<p>Ætlað er að 100 til 500 milljónir manna muni nú, beint eða óbeint af völdum COVID-19 heimsfaraldursins, falla undir mörk sárafátæktar samkvæmt alþjóðlegum fátæktarstöðlum og telja sérfræðingar Matvælaaðstoðar SÞ að sá fjöldi fólks sem lifir við hungur muni tvöfaldast. Þetta kom fram á fundi Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) þann 19. júní síðastliðinn.</p> <p>Á fundinum var leitast við að svara þeim spurningum sem brenna á alþjóðasamfélaginu í tengslum við áhrif heimsfaraldursins á opinbera þróunaraðstoð og hvernig auðugri þjóðir heims muni bregðast við auknu ákalli um stuðning.</p> <p>Ljóst er að hagvöxtur á heimsvísu mun dragast verulega saman vegna heimsfaraldursins og hafa lönd innan OECD nú þegar hafið gífurlega umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til að örva hagvöxt heima fyrir. En samfara þessu eykst þörfin á þróunaraðstoð verulega, sér í lagi í fátækustu ríkjunum.</p> <p>Sagan hefur sýnt að pólitískur vilji og alþjóðlegar skuldbindingar hafa vegið þyngra en vergar þjóðartekjur þegar kemur að umfangi opinberrar þróunaraðstoðar. Á <a href="https://www.oecd-ilibrary.org/sites/2dcf1367-en/1/3/1/1/index.html?itemId=%2fcontent%2fpublication%2f2dcf1367-en&%3b_csp_=177392f5df53d89c9678d0628e39a2c2&%3bitemIGO=oecd&%3bitemContentType=book&%3bfbclid=IwAR0k-4UpW-jq6LBRi2_jcjMvJL7b3znbgzd-chKivZaXMzh75NU5Z6rDVJQ">fundi nefndarinnar</a> kom fram að á 60 ára tímabili hafi opinber þróunaraðstoð raunar aukist þrátt fyrir alvarlegar fjármálakreppur sem hrjáð hafa heimsbyggðina.</p> <p>Ísland hefur þegar brugðist við með 276 milljóna króna stuðningi við þróunarlönd vegna COVID-19 með því að bregðast við mannúðaráköllum, samstarfi við alþjóðastofnanir, samstarfslönd og aðila atvinnulífsins. Þá hafa stjórnvöld veitt 250 milljónum til bólusetninga barna, auk þess að veita 250 milljónum til þróunar bóluefnis gegn COVID-19.</p> <h2><strong>Nýsköpun í þróunarsamvinnu til að fást við afleiðingar COVID-19</strong></h2> <p>OECD gaf í dag út <a href="https://www.oecd-ilibrary.org/docserver/a9be77b3-en.pdf?expires=1592922128&%3bid=id&%3baccname=guest&%3bchecksum=A8B13A4FBCEB0CAC877B12B57DBA0326">skýrslu um nýsköpun í þróunarsamvinnu</a>&nbsp;og hélt af því tilefni vinnufund um þær leiðir sem framlagslönd nýta til að virkja nýsköpunarhugsun til að bregðast við afleiðingum COVID-19 faraldursins í þróunarlöndum. Undanfarið hefur umfangsmikil vinna farið fram í þessum málaflokki og tók Ísland, ásamt Hollandi og Kanada þátt í jafningjarýni á nýsköpunartengdri þróunarsamvinnu í Svíþjóð í lok síðasta árs. Samhliða því fór fram rýni á starfi Bretlands, Frakklands og Ástralíu, þar sem markmiðið var að kortleggja helstu nálganir og leggja grunninn að heppilegri aðferðafræði fyrir framlagslönd til að virkja nýsköpun með markvissum hætti til að auka hag hinna fátækustu í veröldinni.</p> <p>Margþætt starf fer fram innan ólíkra landa og mörg dæmi um farsæl nýsköpunarverkefni sem hafa bætt hag milljóna manna. Þó er kallað eftir markvissari vinnu til að skapa umgjörð þar sem nýsköpun er gert hátt undir höfði og að samstarf sé ræktað við aðila af ólíku tagi. Þá er aukin áhersla lögð á að læra af nýsköpun og útfæra í ólíku samhengi.</p> <p>Sett hefur verið á laggirnar rafræn nýsköpunarmiðstöð, <a href="https://covid19innovationhub.org/">COVID-19 Innovation Hub</a>, þar sem aðilar deila lausnum og jafnframt er hægt að styrkja einstök nýsköpunarverkefni sem innleidd eru sem hluti af COVID-19 viðbrögðum í þróunarlöndum. Miðstöðin gefur fyrirtækjum, rannsakendum og öðrum aðilum tækifæri til að koma nýsköpunarlausnum á framfæri og fá þær fjármagnaðar til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að vinna gegn afleiðingum COVID-19 faraldursins.</p>

16.06.2020Ísland styður mæðra- og ungbarnavernd í Síerra Leone á tímum COVID-19

<span></span> <p>Vegna nýrra áskorana sem fylgja COVID-19 hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Síerra Leone, með stuðningi frá Íslandi, sett á laggirnar sérstakt verkefni í þágu nýbakaðara mæðra. Verkefnið felst í því að færa þeim sérstakan „mæðrapoka“ með ýmsum nauðsynlegum vörum fyrir þær og börnin, ásamt ýmsum gagnlegum upplýsingum um kórónaveiruna og varnir gegn henni. </p> <p>„Þetta verkefni er gott dæmi um að breyttar aðstæðum á tímum COVID-19 <span></span>sem kalla á breyttar áherslur í þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Verkefnið snýr að því að aðstoða mæður eftir fæðingu við að verja sig og ungbörn sín gegn farsóttinni og um leið að hvetja verðandi mæður að nýta sér fæðingarþjónustu og mæðra- og ungbarnavernd í landi sem hefur einhverja hæstu dánartíðni mæðra í heiminum,“ segir hann.</p> <p>Ein af hverjum sautján konum deyr af barnsförum í Síerra Leone samkvæmt gögnum frá Sameinuðu þjóðunum. Af hverjum hundrað þúsund börnum sem fæðast deyja 1,165 mæður.</p> <p>„Við hjá UNFPA í Síerra Leone erum afar þakklát stjórnvöldum á Íslandi og íslenska utanríkisráðuneytinu sem brugðust skjótt við ósk okkar um stuðning við að breyta áherslum í verkefnum okkar vegna nýrra áskorana á tímum kórónaveirunnar. Þessir fallegu „mæðrapokar“ koma örugglega til með að laða konur að heilsugæslustöðum til að fæða,“ segir Kim Eva Dickson læknir hjá UNFPA.</p> <p>Meðal þess sem er að finna í „mæðrapokunum“ eru sápur, handklæði, nærföt, andlitsgrímur, dömubindi, þurrkur og bleyjur.</p> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein fjögurra áherslustofnana Íslands í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu. Ísland hefur síðustu árin unnið með UNFPA í Síerra Leone að forvörnum og lækningu við fæðingarfistli.</p>

15.06.2020Óttast aukinn barnadauða vegna áhrifa farsóttarinnar á heilbrigðisþjónustu

<span></span> <p>„Aukist vannæring meðal barna og dragist yfirstandandi truflanir á lífsnauðsynlegri heilbrigðis- og næringarþjónustu á&nbsp;langinn&nbsp;áætlum við að 51 þúsund börn undir fimm ára aldri gætu látið lífið fyrir árslok 2020,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem felur í sér svarta spá um grunnheilbrigðisþjónustu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.</p> <p>&nbsp;„Heimsfaraldur&nbsp;COVID-19 er að setja fordæmalaust álag á heilbrigðiskerfi á svæðinu. Grunnheilbrigðisþjónusta hefur dregist saman eða raskast verulega í fjölmörgum löndum,“ segja&nbsp;Ted&nbsp;Chaiban yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í&nbsp;Miðausturlöndum og&nbsp;N-Afríku og Dr.&nbsp;Ahmed&nbsp;Al-Mandhari svæðisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í þessum heimshluta í yfirlýsingu sem birtist í morgun. Þeir segja að þrátt fyrir að ekki hafi greinst mörg tilfelli af&nbsp;COVID-19 í börnum á svæðinu sé augljóst mál að heimsfaraldurinn hafi veruleg bein áhrif á börn í þessum heimshluta.</p> <p>Fyrir spár gerðu ráð fyrir að 133 þúsund börn undir fimm ára aldri létust á svæðinu á næstu sex mánuðum. Með þessari aukningu gætu dauðsföllin því orðið alls 184 þúsund og þýða gríðarlega afturför í þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn barnadauða á svæðinu síðustu tvo áratugi.</p> <p>UNICEF segir í <a href="https://unicef.is/who-unicef-51-thusund-born-gaetu-latid-lifid" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að nokkrir samverkandi þættir geti leitt til þessarar skelfilegu niðurstöðu, að mati Chaiban&nbsp;og&nbsp;Mandhari, þar á meðal mannekla, gríðarlegt álag á heilbrigðisstarfsmönnum og skortur á gögnum, tækjum og tólum. Lokanir, ferðatakmarkanir og efnahagshömlur dragi einnig úr aðgengi íbúa að heilsugæslu. Ótti við smit sem geri það að verkum að mæður og börn eigi á hættu að verða af mikilvægri þjónustu á borð við bólusetningar, meðhöndlun á sýkingum í nýburum og ýmsum barnasjúkdómum, meðgönguvernd, sængurleguþjónustu og næringaraðstoð.</p> <p>„En við getum afstýrt þessari skelfilegu sviðsmynd og hjálpað tugþúsundum barna að fagna fimm ára afmæli sínu með ástvinum og fjölskyldu,“ segir í fréttinni þar sem birtur er aðgerðalisti um breytingar sem WHO og UNICEF kalla eftir: <span></span></p> <ul> <li>Bólusetningar- og næringarverkefni verði örugglega komið á að fullu með tilheyrandi&nbsp;varúðarráðstöfunum&nbsp;gagnvart smithættu og viðeigandi sóttvörnum.</li> <li>Forgangsraða og hafa milligöngu um aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn, sérstaklega þau sem verst standa og eru berskjölduð. Til þess þarf mannskap og hjálpargögn.</li> <li>Útvega þarf neyðarteymum í það minnsta lágmarksbúnað&nbsp;til smitvarna, eins og hlífðarfatnað og hreinlætisvörur.</li> <li>Fjárfesta þarf í skilvirkri opinberri upplýsingagjöf til samfélaganna til að auka traust á heilbrigðiskerfið og hvetja fjölskyldur til að leita sér aðstoðar ef eitthvað kemur upp á.&nbsp;</li> </ul>

12.06.2020Tæplega 800 milljónir til UNICEF á síðasta ári

<span></span><span></span> <p>Framlög utanríkisráðuneytisins til verkefna Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) námu 787 milljónum króna á síðasta ári en UNICEF er skilgreind sem ein af fjórum lykilstofnunum í marghliða þróunarsamvinnu Íslands ásamt Alþjóðabankanum, UN Women og Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). „Íslenska ríkið er álitið fyrirmyndar styktaraðili UNICEF vegna hárra kjarnaframlaga og mjög mikils stuðnings miðað við höfðatölu,“ segir í nýrri ársskýrslu landsnefndar UNICEF.</p> <p>Kjarnaframlögin námu tæplega 130 milljónum króna en slík framlög eru ekki eyrnamerkt ákveðnum verkefnum og hjálpa UNCEF að sinna þróunar- og hjálparstarfi á svæðum sem eru ekki í kastljósi fjölmiðla og umheimsins. „Við færum íslenskum yfirvöldum hugheilar þakkir fyrir hönd þeirra ótal barna sem njóta góðs af stuðningnum,“ segir í ársskýrslu UNICEF.</p> <p>„Fyrir utan hin mikilvægu kjarnaframlög, styður Ísland ýmis verkefni UNICEF víða um heim. Íslenska ríkið styður rausnarlega við mikilvæg vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í Síerra Leóne og Líberíu. Verkefnin snúa bæði að stórum hluta að því að auka verðmæti og gæði fiskafurða og bæta lífsviðurværi þeirra sem í starfa í fiskverkun, en konur eru þar í miklum meirihluta. Styrkur til Síerra Leóne nam rúmum 258 milljónum og til Líberíu um 116 milljónum króna. UNICEF og UNFPA eru í framlínu þeirra sem bregðast við COVID-19 faraldrinum og mun UNICEF leggja fram beiðni um að nýta hluta framlagsins í COVID-19 tengd verkefni,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Utanríkisráðuneytið studdi einnig við þróunar- og mannúðarverkefni í flóttamannabyggðum UNICEF í Úganda um tæpar 95 milljónir króna. Verkefnið nær til yfir 12 þúsund íbúa, bæði flóttamanna og heimamanna og snýr að uppbyggingu vatns- og salernismála. Ráðuneytið studdi einnig við verkefni í Síerra Leóne um rúmar 37 milljónir sem snýr að því að sporna við brottfalli stúlkna úr skólum og bæta hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á blæðingum. Þá styrkti ráðuneytið einnig við verkefni UNICEF í Palestínu á sviði heilbrigðismála um 20 milljónir króna og verkefni UNICEF í Sýrlandi um tæplega 27 milljónir króna. </p> <p>„Til viðbótar við ofantalinn fjárstuðning hafa íslenskt stjórnvöld verið drjúgur bandamaður UNICEF við réttindavörslu barna og þátttöku barna á alþjóðavettvangi og er það afar þakkarvert,“ segir í ársskýrslu UNICEF.</p>

11.06.2020Ísland einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu

<span></span> <p>Íslendingar eru líkt og áður meðal stærstu styrktaraðila Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á heimsvísu miðað við höfðatölu þegar litið er til heildarframlaga frá ríki, almenningi og fyrirtækjum. Þetta kom fram á ársfundi UNICEF á Íslandi í gær,</p> <p>Á fundinum kynnti Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, helstu niðurstöður úr&nbsp;<a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/final_arsskyrsla_2019_web1_0.pdf">ársskýrslu</a>&nbsp;félagsins sem gefin hefur verið út. Þar má sjá að söfnunarfé UNICEF á Íslandi nam rúmum 727 milljónum króna í fyrra. Eins og undanfarin ár var framlag Heimsforeldra stærsti liðurinn í tekjum landsnefndarinnar, tæp 83%. „Engin önnur landsnefnd UNICEF safnar hlutfallslega hærri framlögum og er það ómetanlegum stuðningi heimsforeldra okkar að þakka,“ segir í <a href="https://unicef.is/island-medal-staerstu-styrktaradila-unicef" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá samtökunum.</p> <p>Stærstum hluta var varið til almenns hjálparstarfs UNICEF í þeim löndum þar sem þörfin er mest, rúmum 493 milljónum króna. Heildarframlög til neyðar á árinu 2019 námu tæpum 13 milljónum króna. Árið 2019 jukust framlög til innanlandsverkefna um tæp 44% og sýnir þessi aukning aukið vægi UNICEF í réttindagæslu og verkefnum tengd börnum á Íslandi.</p> <p>Í ársskýrslunni má einnig lesa að 77% af öllu því fé sem landsnefnd UNICEF á Íslandi safnaði á síðasta ári fór til baráttu UNICEF fyrir réttindum og lífi barna um allan heim. Kostnaður við fjáröflun, kynningarmál, stjórnun og rekstur skrifstofu nam 23 prósentum af söfnunarfé. Það þýðir að af hverjum 100 krónum sem gefnar voru til UNICEF á Íslandi á árinu 2019 fór 1 króna í stjórnun, rúmar 3 krónur í kynningarmál og tæpar 19 krónur í að safna næstu 100 krónum og hjálpa enn fleiri börnum.</p> <p>Íslensk fyrirtæki studdu dyggilega við verkefni UNICEF á árinu. Kvika, Lindex og Te &amp; Kaffi voru fremst í flokki samstarfsfyrirtækja árið 2019, en fjöldi fyrirtækja studdi einnig við starf UNICEF með kaupum á Sönnum gjöfum yfir árið.</p> <p>Þegar allt er talið saman, söfnunarfé frá landsnefnd UNICEF á Íslandi auk stuðningi íslenska ríkisins við UNICEF og verkefni stofnunarinnar víða um heim, er Ísland sem heild enn á ný einn stærsti styrktaraðili UNICEF á heimsvísu miðað við höfðatölu.</p> <p style="padding: 0cm; border: none;">„UNICEF á Íslandi sannaði styrk sinn enn eitt árið. Rúmlega hálfur milljarður króna var sendur utan í hjálparstarf UNICEF, á staði þar sem þörfin er mest,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p>

10.06.2020Kamerún vanræktasta neyðarsvæðið í veröldinni

<span></span> <p class="MsoNormal">Níu af tíu vanræktustu neyðarsvæðum veraldar eru í Afríku, samkvæmt árlegum lista norska flóttamannaráðsins (NRC) sem birtur var í dag. Átakasvæðin sem fá minnstan stuðning og minnstu athyglina eru í Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Burkina Faso. Að mati NRC er óttast að ástandið versni á árinu vegna kórónaveirufaraldursins.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/BRvgXwdj8MA" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p class="MsoNormal">Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins segir að fyrrnefnd átakasvæði í Afríku þar sem milljónir íbúa neyðist til að hrekjast burt af heimilum sínum, séu enn og aftur þau neyðarsvæði í heiminum sem fá minnst fjármagn og minnstu athygli fjölmiðla. „Þrátt fyrir óskaplega neyð og alþjóðleg neyðarköll er enginn að hlusta,“ segir Jan Egland.</p> <p class="MsoNormal"><a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/1260983.pdf" target="_blank">Listinn</a> yfir vanræktustu neyðarsvæðin byggir á greiningu á 40 heimshlutum þar sem fólk neyðist til að flýja vegna átaka. Þrjú viðmið eru lögð til grundvallar: skortur á fjármagni, skortur á athygli fjölmiðla, og pólitískt og diplómatískt áhugaleysi. </p> <p class="MsoNormal">Venesúela er eina landið utan Afríku á listanum en tíu efstu löndin eru þessi: Kamerún, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Búrkína Fasó, Búrúndi, Venesúela, Malí, Suður-Súdan, Nígería, Miðafríkulýðveldið og Níger.</p>

09.06.2020Kvennahreyfingar krefjast vopnahlés

<span></span> <p>Kvenréttindafélög og -samtök sem starfrækt eru í ýmsum Arabaríkjum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau taka undir ákall António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um vopnahlé og samstöðu á svæðinu á tímum COVID-19. Í <a href="https://unwomen.is/kvennahreyfing-arabarikja-fer-fram-a-vopnahle/" target="_blank">frétt </a>frá UN Women segir að yfir sextíu samtök hafi skrifað undir yfirlýsinguna, þar á meðal fjölmörg sem starfrækt eru í Sýrlandi, þar sem stríð hefur geisað linnulaust frá árinu 2011.</p> <p>Yfirlýsingin er ákall eftir tafarlausu vopnahléi svo hægt sé að tryggja greiðan aðgang neyðaraðstoðar og lyfja til íbúa á átakasvæðum í Írak, Sýrlandi, Líbíu, Palestínu og Jemen. Stríðsátök hafa lagt innviði þessara landa í rúst og heilbrigðisstofnanir hafa ítrekað verið gerðar að skotmarki í hernaðarlegum tilgangi.</p> <p>„Þetta svæði heimsins hefur gengið í gegnum ótal átök og stríð, sem og yfirstandandi, áratuga langt hernám Ísraela. Átökin hafa hrakið fjölda fólks á flótta og ótal manns hafa látið lífið. Áralöng stríð og mannréttindabrot hafa grafið undan hagkerfum okkar, hrifsað burt lifibrauð okkar og fólkið okkar er umframkomið.&nbsp;Þjáningar kvenna og stúlkna eru um margt verri en karla, því ofan á ótryggt ástand hafa þær þurft að þola aukna mismunun, ofbeldi, þar með talið kynferðislegt ofbeldi, hryðjuverk, mansal og þrældóm, svo fátt eitt sé nefnt. Mannréttindasamtök hafa jafnframt átt undir högg að sækja í þessu ástandi,“&nbsp;segir meðal annars í yfirlýsingunni.</p> <p>Frá því að fréttir af faraldrinum fóru fyrst að berast, hafa ýmis samtök sem starfrækt eru í þessum ríkjum tekið að sér það verkefni að sporna við útbreiðslu COVID-19 með því að koma upp traustu neti sjálfboðaliða sem vinnur að því að miðla upplýsingum um forvarnir til fólks.</p> <p>Óttast er að án vopnahlés muni COVID-19 ýta undir frekari átök á svæðinu og um leið eyða þeim litlu innviðum sem eftir standa. Fái veiran að dreifast óáreitt um svæðin, mun það hafa skelfilegar afleiðingar á íbúa þeirra, en þó sérstaklega viðkvæmustu hópana, þar á meðal börn og eldra fólk.</p> <p>„Vopnahlé og tafarlaus innleiðing gildandi alþjóðlegra sáttmála eru fyrstu skrefin sem stíga þarf í baráttunni gegn COVID-19. Þetta mun ekki aðeins gefa okkur tækifæri til að ná andanum eftir áralöng átök og gefa mannúðarsamtökum færi á að veita þeim sem þurfa neyðaraðstoð og heilbrigðisþjónustu, heldur mun líka opna fyrir möguleikann á samtali. Í stað þess að leggja til aukið fé til áframhaldandi stríðsreksturs, væri hægt að beina fjármunum í forvarnir og uppbyggingu … Faraldurinn hefur ýtt enn frekar undir þörfina fyrir að við, karlar OG konur, setjumst að samningaborðinu og hefjum friðarsamræður strax.“</p>

08.06.2020Nýsköpun fyrir sjálfbært haf yfirskrift dagsins

<span></span> <p><span>Í dag, á alþjóðlegum degi hafsins, er sjónum beint að sjálfbærni hafsins. Yfirskrift dagsins af hálfu Sameinuðu þjóðanna er „Nýsköpun fyrir sjálfbært haf“ og felur í sér áskorun til að styðja frumkvöðla og aðra að setja fram nýjar hugmyndir sem geta leitt til þess að auka sjálfbærni hafsins. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 2008 til að heiðra hafið, minna á mikilvægi þess og verndun.</span></p> <p><span>Efna átti til alþjóðlegrar hafráðstefnu í þessum mánuði í Lissabon en þeirri ráðstefnu var frestað vegna kórónaverufaraldursins. Þar átti að leggja áherslu á alþjóðlegt vísindasamstarf og nýsköpun.</span></p> <p><span>Málefni hafsins eru mikilvægt hagsmunamál Íslands innan Sameinuðu þjóðanna</span><span>. Á síðustu misserum hefur verið unnið að nýjum alþjóðasamningi um vernd og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni í úthafinu. Á vettvangi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur áhersla verið lögð á baráttuna gegn ólöglegum og óskráðum fiskveiðum með sérstakri áherslu á að aðstoða þróunarstrandríki og smáeyríki við innleiðingu alþjóðasamnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Þá hófst á síðasta ári formlegt samstarf við IFAD sjóðinn um sérfræðiaðstoð Íslands við verkefni sjóðsins en hann styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. Fulltrúar sjóðsins ásamt fulltrúum nokkurra strandríkja komu hingað til lands á síðasta ári til að kynna sér bláa hagkerfið og ýmiss konar starfsemi hér á landi sem tengist auðlindum hafsins.</span></p> <p><span>Ísland tekur virkan þátt í starfi&nbsp;ProBlue&nbsp;sjóðs Alþjóðabankans sem vinnur að málefnum hafsins og þróun bláa hagkerfisins en mengun í hafi er sérstakt áherslusvið sjóðsins. Ísland leggur meðal annars til fjármagn í verkefni sem snúa að fiskimálum og plastmengun í hafi. Einnig er vert að nefna að í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu er lögð sérstök áhersla á málefni hafsins.</span></p> <p><span><strong>Græni hópurinn</strong></span></p> <p><span>Íslendingar taka þátt í starfi „græna hópsins“ innan Sameinuðu þjóðanna ásamt fulltrúum Grænhöfðaeyja, Singapúr, Slóveníu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hópurinn undirstrikaði í yfirlýsingu í tilefni dagsins skuldbindingar sínar til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi hafsins og skuldbindingar um að grípa til aðgerða til að varðveita sjálfbærni hafanna.</span></p> <p><span>Í yfirlýsingunni er bent á að hafið nái yfir 70 prósent af yfirborði jarðar með 2,2 milljónum ólíkra tegunda, margra hverra í útrýmingarhættu. Enn fremur segir þar að í yfirstandandi COVID-19 faraldri verði hlutverk hafanna við verndun fæðuöryggis og efnahagslegrar velferðar mikilvægara en nokkru sinni fyrr.</span></p> <p><span>Græni hópurinn vekur athygli á <a href="https://www.heimsmarkmidin.is/forsida/hagnytt-efni/merki/?itemid=0b2bf75f-3f2a-11e9-9436-005056bc530c">fjórtánda Heimsmarkmiðinu</a>&nbsp;um líf í vatni sem tekur til verndunar og nýtingar hafsins og auðlinda þess með sjálfbærum hætti í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Þar er meðal annars bent á að undir markmiðinu séu tíu undirmarkmið um hafið, þar af fjögur sem eiga að vera uppfyllt í árslok á þessu ári.</span></p>

05.06.2020Hálfur milljarður króna frá Íslandi í þróun bóluefnis

<span></span> <p><span>Alls söfnuðust 8,8 milljarðar Bandaríkjadala á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í gær en markmiðið var að safna 7,4 milljörðum. </span>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti um 500 milljóna króna framlag Íslands á ráðstefnunni.</p> <p><span>Um er að ræða framlag til </span>til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana<span> sem miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við COVID-19. Það var stofnað fyrir rúmum mánuði og markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag.</span></p> <p><span>Framlag Íslands skiptist í tvennt, 250 milljónir króna fara til Gavi og sama upphæð til CEPI (Coalition for Epidemic Preparedness Innovation) sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.</span></p> <p><span>Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) standa að aðgerðabandalaginu og fjöldi ríkja hefur tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess. Þannig hafa Norðmenn heitið milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland heitið hundruð milljóna Bandaríkjadala.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/4Zcoz_c8dYc" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Forsætisráðherra lagði í ræðu sinni áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu: „Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einn mikilvægasti þáttur heilbrigðismála og tryggir grunnmannréttindi; réttinn til lífs. Bólusetning færir öllum kynslóðum tækifæri til heilbrigðrar og innihaldsríkrar ævi,“&nbsp;sagði forsætisráðherra í upphafsávarpi sínu. Katrín sat jafnframt fyrir svörum á fjölmiðlafundi í lok ráðstefnunnar.&nbsp;</span></p> <p><span>Auk forsætisráðherra Íslands ávörpuðu margir þjóðarleiðtogar fjarráðstefnuna sem boðað var til af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var jafnframt einn ræðumanna en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala til baráttunnar gegn COVID-19.</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/06/05/Hvad-er-bolusetningabandalagid-Gavi/">Hvað er bólusetningarbandalagið Gavi?</a> Pistill í Heimsljósi.</span></p>

04.06.2020Heilbrigðismál, græn uppbygging og jafnrétti áherslumál Norðurlandaþjóða í þróunarríkjum

<span></span> <p><span>Norrænir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherrar ræddu á fjarfundi í dag um sameiginlega sýn þjóðanna til enduruppbyggingar í þróunarríkjunum þegar COVID-19 heimsfaraldrinum linnir. Ráðherrarnir voru sammála um að leggja áherslu á þrennt, heilbrigðismál og styrkingu heilbrigðiskerfa, á græna og loftslagsvæna uppbygginu, og á varðveislu framfara í jafnrétti kynjanna, undir yfirskriftinni „Build Back Better and Greener.“</span></p> <p><span>Ráðherrarnir ákváðu að Ísland leiði frekari málefnavinnu Norðurlandanna um jafnrétti kynjanna, Svíþjóð leiði málefnavinnu vegna heilbrigðismála og Danmörk vegna grænnar og loftslagsvænnar uppbyggingar. Danmörk, fyrir hönd Norðurlandanna, er að skipuleggja hringborðsfund háttsettra fulltrúa, valinna Afríkuríkja, yfirmanna þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem málið varðar og Norðurlandanna um „Build Back Better and Greener“. Stefnt er að því að fundurinn verði haldinn fyrir lok þessa mánaðar.</span></p> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra stjórnaði fundinum en ráðherrarnir hittust í fimmta sinn frá lokum marsmánaðar til að ræða sameiginleg viðbrögð við COVID-19 faraldrinum. Norðurlöndin hafa haft náið samráð um viðbrögð við faraldrinum, meðal annars vegna áhrifa hans á tvíhliða samstarfsríki Norðurlandanna í þróunarsamvinnu, sem eru í tilviki Íslands, Úganda og Malaví.</span></p> <p><span>Ráðherrarnir tóku fram að aðaláherslan í viðbrögðum ætti áfram að vera á þá ógn við heilbrigði sem í faraldrinum felst en benda jafnframt á að uppbygging í kjölfar faraldursins þurfi að byggjast á samstarfi og stuðningi við einkageirann, á sterku alþjóðasamstarfi, og á áherslu á mannréttindi, lýðræði og lög og reglu. Enn fremur að sérstakt tillit verði tekið til ungs fólks um aðgang að menntun, atvinnutækifærum og heilbrigðisþjónustu. </span></p> <p><span>Ráðherrarnir bentu á Norðurlandaþjóðir hafi sterka rödd á alþjóðavettvangi og hlustað sé á áherslur þeirra þegar þau tala einum rómi við alþjóðlegu þróunarbankana og stofnanir Sameinuðu þjóðanna, svo dæmi séu tekin.</span></p> <p><span>Ráðherrarnir lýstu yfir eindregnum stuðningi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) en tóku jafnframt fram að nauðsynlegt væri þegar um hægist að skoða viðbrögð stofnunarinnar með gagnrýnum augum.</span></p>

03.06.2020Þrjátíu milljóna króna viðbótarframlag til Jemen

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið tilkynnti á áheitaráðstefnu um Jemen í gær um 30 milljóna króna viðbótarframlag til verkefnis sem Ísland hefur stutt á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Verkefnið snýr að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen.</p> <p>Í gær var haldin sérstök áheitaráðstefna á vegum Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) með það markmið að safna áheitum um framlög til að fjármagna lífsbjargandi mannúðaraðgerðir í landinu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ávarpaði ráðstefnuna og sagði að það væri mikilvægt að vinna að því að binda enda á stríðið í Jemen, þörfin fyrir mannúðaraðstoð væri gríðarleg í landinu.</p> <p>Stefnt var að því að safna 2,4 milljörðum Bandaríkjadala á ráðstefnunni en aðeins tókst að fá vilyrði fyrir 1,35 milljarði.</p> <p>Neyðarástand ríkir í Jemen og þörfin fyrir aðstoð við íbúa er gríðarleg. Rúmlega 24 milljónir manna þarfnast aðstoðar eða um 80 prósent þjóðarinnar. Átökin hafa haft gríðarleg neikvæð efnahagsleg áhrif í landinu og öll grunnþjónusta við almenning er í molum. Um 13 milljónir einstaklinga fá mannúðaraðstoð í hverjum mánuði. </p> <p>COVID-19 faraldurinn kyndir undir neyðina sem var ærin fyrir, en í Jemen eru stærstu mannúðaraðgerðir í heiminum með þátttöku rúmlega 200 mannúðarsamtaka og stofnana. Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) er ein þeirra stofnana og veitti um það bil einni milljón kvenna og stúlkna heilbrigðis- og neyðarþjónustu á síðasta ári í öllum fylkjum landsins.</p> <iframe src="https://drive.google.com/file/d/1sEeXFSLSPLZk-m6RR-5LgUpxLKp_HeOO/preview" width="640" height="480"></iframe> <p>Ísland hefur stutt við verkefni á vegum UNFPA sem snúa að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna í Jemen og utanríkisráðuneytið lagði til 650 þúsund Bandaríkjadali, eða um 78 milljónir íslenskra króna, til verkefnisins árið 2019. </p> <p>UNFPA er ein af áherslustofnunum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p>

03.06.2020Skrifað undir tvo nýja samninga um neyðar- og mannúðaraðstoð

<span></span> <p>Af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur verið skrifað undir tvo nýja fjögurra ára samninga um stuðning Íslands við mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögð. Samningarnir voru undirritaðir í Genf en um er að ræða samning við Samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA), um rúmlega 62 milljóna króna árlegt framlag, og samning við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF), um 50 milljóna króna árlegt framlag.</p> <p>„Þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð fer því miður sívaxandi í heiminum, ekki síst núna á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Íslensk stjórnvöld vilja bregðast við þessu alvarlega ástandi með stuðningi við lykilstofnanir á þessu sviði. Aukin og fyrirsjáanleg framlög til mannúðaraðstoðar eru í samræmi við þá stefnu sem við höfum markað okkur,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Að sögn ráðherra sótti Ísland síðastliðið haust um aðild að ráðgjafanefnd OCHA og verður formlega veitt aðild að nefndinni í sumar. Nefndin leggur meðal annars mat á stefnumörkun og stjórnun og gerir fjárhagsáætlanir. „Aðild okkar er því mikilvægur liður í eftirfylgni með framlögum Íslands,“ segir Guðlaugur Þór.</p> <p><strong>Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA)</strong></p> <p>OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og hún er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. Höfuðstöðvar OCHA eru á tveimur stöðum, New York og Genf. Einnig eru starfræktar fimm svæðaskrifstofur og 30 landaskrifstofur. OCHA annast einnig umsýslu á sérstökum svæðasjóðum (<a href="https://www.unocha.org/our-work/humanitarian-financing/country-based-pooled-funds-cbpf" target="_BLANK">Country Based Pooled Funds</a>, CBPF) sem gera framlagsríkjum kleift að sameinast í stórum óeyrnamerktum sjóðum til neyðar- og mannúðarverkefna. Svæðasjóðirnir auka viðbragðsflýti mannúðar- og neyðaraðstoðar og færa aðstoðina nær fólki í neyð. </p> <p>OCHA heldur einnig utan um sérstakan viðbragðslista vegna náttúruhamfara (United Nations Disaster Assessment and Coordination, UNDAC). Útvaldir sérfræðingar eru fengnir til að&nbsp; meta aðstæður og samhæfa neyðaraðgerðir á vettvangi. Ísland tekur þátt í þessu verkefni í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg sem heldur einnig utan um íslensku alþjóðarústabjörgunarsveitina en sveitin er hluti af alþjóðlegu tengslaneti rústabjörgunarsveita sem OCHA hýsir.</p> <p><strong>Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna (CERF)</strong></p> <p>CERF er vistaður undir OCHA og hefur það hlutverk að veita tímanlega og áreiðanlega mannúðar- og neyðaraðstoð til fórnarlamba átaka jafnt sem náttúruhamfara. CERF leggur áherslu á snemmtækar og skilvirkar aðgerðir til að draga úr manntjóni&nbsp; og neyð og grípur inn í þar sem kreppa er viðvarandi og fjármagn af skornum skammti. Frá stofnun hefur sjóðurinn veitt yfir 5,5. milljarða Bandaríkjadala í formi lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar í yfir 100 löndum og svæðum. Á hverju ári er áætlað að CERF aðstoði við að fjármagna bráðaheilsugæslu fyrir 13 milljónir manna, hreint vatn og salernisaðstöðu fyrir 10 milljónir manna, og matvælaaðstoð fyrir 7 milljónir manna. </p> <p>Á árinu 2019 veitti CERF ríflega 64 milljörðum króna í neyðaraðstoð til milljóna einstaklinga í 44 löndum. Rúmlega 26 milljörðum króna var veitt til 21 undirfjármagnaðra hamfarasvæða, meðal annars í Afganistan, Tsjad og Bangladess. </p>

02.06.2020Áhersla verði lögð á jafnréttismál og aðkomu einkageirans í viðbrögðum Alþjóðabankans við COVID-19

<p>Viðbrögð og aðgerðir Alþjóðabankans við COVID-19 faraldrinum voru til umfjöllunar á fundi ráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkja með David Malpass forseta Alþjóðabankans í dag. </p> <p>„Það er mikilvægt að hagsmunir kvenna gleymist ekki í félagslegri og efnahagslegri uppbyggingu samfélaga eftir COVID-19 faraldurinn. Auk þess er aðkoma einkageirans ákaflega mikilvæg í allri uppbyggingu, með áherslu á nýsköpun og grænar lausnir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra á fundinum.</p> <p>Jafnframt minnti ráðherra á málefni hafsins og mikilvægi þess að vernda auðlindir hafsins til að auka viðnámsþrótt og fæðuöryggi samfélaga til lengri tíma.</p> <p>Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málaefnasviðum. Ísland er í forsæti ríkjanna í stjórn bankans um þessar mundir.</p> <p>Samráðsfundir kjördæmisins með forseta bankans eru haldnir árlega. Síðasti fundur var haldinn í Reykjavík í mars 2019. Svíar áttu upphaflega að halda fundinn í dag í Stokkhólmi en sökum COVID-19 ástandsins var fundurinn nú haldinn í fyrsta sinn í gegnum fjarbúnað. Þetta er einnig fyrsti tvíhliða fundur kjördæmisins með David Malpass, núverandi forseta bankans, en hann tók formlega við stöðunni í apríl 2019. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svía, var gestgjafi fundarins og flutti opnunarávarp fundarins en fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans. </p> <p>Ísland hefur beitt sér fyrir jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna bæði í málefnastarfi í gegnum kjördæmi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og í samningaviðræðum vegna endurfjármögnunar Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA). Ísland styður einnig við jafnréttissjóð bankans (Umbrella Facility for Gender Equality), en hann gegnir mikilvægu hlutverki í stefnumótun bankans. Sjóðurinn hefur jafnframt stuðlað að aukinni innleiðingu kynjasjónarmiða í starfi bankans almennt, í verkefnum hans og hjá undirstofnunum.</p> <p>Að mati Alþjóðabankans gæti heimsfaraldurinn og áhrif hans á hagkerfi landa leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um 60 milljónir einstaklinga. Bankinn samþykkti í mars síðastliðnum verkefnaramma fyrir 14 milljarða Bandaríkjadala til að aðstoða þróunarríki við að bregðast við faraldrinum og í bígerð er aðstoð upp á allt að 160 milljarða Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum.</p> <p>Neyðaðgerðir á vegum bankans ná til alls 100 landa, þar af eru 39 í Afríku sunnan Sahara.</p> <br />

29.05.2020Konur í friðargæslu eru lykill að friði

<span></span> <p>Alþjóðadagur friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna er í dag, 29. maí. <a href="https://unric.org/is/konur-efla-fridargaeslu-sameinudu-thjodanna/" target="_blank">Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;vekur athygli á því að aðstæður sem friðargæsluliðar samtakanna starfa við séu óvenju krefjandi, nú þegar COVID-19 heimsfaraldurinn bætist við í þeim stríðshrjáðu ríkjum sem þeir þjóna. „Konur í friðargæslu: Lykill að friði“ er þema alþjóðadagsins í ár en hlutur kvenna í friðargæslu hefur aldrei veri meiri en einmitt núna á tímum kórónaveirunnar.</p> <p>„Það eru margar konur hér í Malí sem tala ekki við karlmenn,“ útskýrir Lisbeth Pedersen danskur friðargæsluliði sem starfar hjá MINUSMA í Malí. „Það þýðir að ef það væru engar konur í friðargæsluliðinu gætum við ekki átt orðastað við konur og börn. Þar með væri helmingur íbúanna útilokaður frá friðargæsluferlinu.“</p> <p>„Við höfum möguleika á að safna upplýsingum sem karlar geta ekki,“ segir norski friðargæsluliðinn Katrine Seland sem starfar sem lögreglukona hjá UNMISS-sveit Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/cbvzNyUOlvE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Kastljósinu er í dag beint að miðlægu hlutverki kvenna í friðargæslusveitum Sameinuðu þjóðanna í tilefni af 20 ára afmæli&nbsp;<a href="https://undocs.org/S/RES/1325(2000)">ályktunar</a>&nbsp;Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1325 um konur, frið og öryggi.</p> <p>„Konur í friðargæslu eru í framvarðasveit í viðbrögðunum við COVID-19 á svæðum sem þegar áttu undir högg að sækja. Þær nota staðbundið útvarp til að dreifa upplýsingum um lýðheilsu, koma nauðsynlegum forvarnarbúnaði til einstakra samfélaga og styðja starf við friðaruppbyggingu,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins.</p> <p><strong>„Ekkert erfiðara fyrir okkur”&nbsp; &nbsp;</strong>&nbsp;</p> <p>Konur eru ekki nema 6 prósent friðargæsluliða en voru aðeins 1 prósent árið 1993. Markmiðið er að konur verði 15 prósent herliðs og 20 prósent lögregluliðs árið 2028.</p> <p>Sænski friðargæsluliðinn Lotta Sjunesson hvetur konur til að ganga til liðs við friðargæsluna.&nbsp;„Það er ekkert sem gerir þetta erfiðara fyrir okkur konur,“ segir Sjunnesson sem er í friðargæslunni i Suður-Súdan. „Engin skyldi halda að færri möguleikar standi konum til boða.“</p> <p>Almennt er konum í friðargæslu vel tekið í þeim ríkjum þar sem þær starfa. „Fólk sem við hittum á förnum vegi á eftirlitsferðum brosir og veifar okkur,” segrir Katariina Lausto frá Finnlandi sem starfar í Líbanon. „Fólk er ánægt að sjá að það séu líka konur í friðargæslunni.“</p> <p><strong>Mikilvægt framlag Norðurlanda</strong></p> <p>Svíþjóð&nbsp;leggur Sameinuðu þjóðunum til flesta friðargæsluliða af Norðurlöndunum eða 288. Konur eru líka flestar þaðan eða 56 talsins. Flestir Svíanna eru í þjónustu MINUSMA í Malí (191 karl/37 konur). Tuttugu Svíar eru í Suður-Súdan og ellefu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. </p> <p>Finnland&nbsp;hefur löngum verið rausnarlegt í friðargæslu. 231 Finni þjóna hjá “Bláu hjálmunum“ (Blue helmets) eins og friðargæsla SÞ er oft kölluð, þar af 18 konur. Finnar eru í 8 mismunandi friðargæslusveitum, en langflestir eru í UNFIL sveitinni í Líbanon. 198 eru þar í elstu friðargæslusveit samtakanna, þar á meðal 12 konur.</p> <p>61&nbsp;Norðmaður&nbsp;er í friðargæslu samtakanna, þar af 13 konur. Flestir þeirra eru í UNMISS í Suður-Súdan 26 (21/5) og MINUSMA í Malí 20 (14/6) og svo tólf hjá UNTSO (11/1), 1 í Líbanon og ein kona í Kólombíu.</p> <p>Enginn&nbsp;Íslendingur&nbsp;er í friðargæslu Sameinuðu þjóðanna á vegum heimalands síns, en margir hafa verið ráðnir beint af samtökunum í áranna rás. 95 þúsund hermenn, lögreglumenn og borgaralegt starfslið skipar Friðargæslu samtakanna og starfa í 13&nbsp;<a href="https://peacekeeping.un.org/en/where-we-operate">verkefnum.</a></p> <p>Rúmlega ein milljón karla og kvenna hafa þjónað friðargæslunni frá stofnun hennar 1948. Um 3900 hafa látist við skyldustörf á vegum hennar, þar af 102 á síðasta ár.</p>

28.05.2020Börnum í sárri fátækt gæti fjölgað um 86 milljónir

<span></span> <p>Bein efnahagsleg áhrif COVID-19 faraldursins gætu leitt til fjölgunar barna í sárri fátækt um 86 milljónir fyrir árslok, samkvæmt greiningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Barnaheilla – Save the Children sem byggja á gögnum frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.</p> <p>Samkvæmt greiningu samtakanna gætu 672 milljónir barna í lág- og meðaltekjuríkjum fallið niður fyrir mörk sárrar fátæktar áður en árið er á enda, langflest meðal þjóða í Afríku sunnan Sahara og Suður-Asíu. Aðeins með skjótum aðgerðum til verndar fjölskyldum vegna efnahagsþrenginga verður unnt að afstýra þessum afleiðingum heimsfaraldursins, segir í frétt frá UNICEF og Save the Children.</p> <p>Samtökin benda á að áhrifin séu tvíþætt, annars vegar skyndilegt tekjutap fjölskyldna sem hefur í för með sér að fólk hefur ekki efni á nauðsynjum eins og mat og vatni, og hins vegar tekjutap hins opinbera sem leiðir til þess að dregið er út nauðsynlegri grunnþjónustu við íbúa. </p> <p>„Heimsfaraldurinn leiðir til fordæmalausrar félagslegrar- og efnahagslegrar kreppu sem bitnar á fjölskyldum um heim allan,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. Hún segir að fjárhagslegir erfiðleikar fjölskyldna ógni margra ára framförum og samstillt átak þurfi til að forða því að fátækt fari á stig sem hafi ekki sést um áratugaskeið.</p> <p>„Börn verða hastarlega fyrir barðinu á efnahagslegum áhrifum COVID-19, þau eru mjög viðkvæm fyrir skammtíma hungri og vannæringu sem getur haft áhrif á þau ævilangt. Ef við bregðumst skjótt við er unnt að afstýra þeirri ógn sem faraldurinn gæti haft á fátækustu þjóðir heims þar sem börn eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Inger Ashing framkvæmdastjóri Save the Children.</p>

26.05.2020Tuttugu nemendur útskrifaðir úr Jafnréttisskólanum

<span></span> <p>„Þið hafið ekki aðeins tekist á við krefjandi námsumhverfi heldur hafið þið sýnt mikla seiglu og styrk eins og útskrift ykkar í dag staðfestir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ræðu sinni við brautskráningu tuttugu nemenda með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Alþjóðlegum jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands á föstudaginn. </p> <p>Þetta er í fyrsta sinn sem brautskráð er frá skólanum eftir að hann varð hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu sem starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Skólinn er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</p> <p>Í útskriftarhópnum í ár voru fulltrúar frá tíu löndum: Úganda, Malaví, Mósambík, Gana, Nígeríu, Suður-Afríku, Palestínu, Srí Lanka, Rússlandi og Kamerún. </p> <p>Námsmisseri útskriftarhópsins var óvenjulegt og nemendur þurftu ekki aðeins að aðlagast nýjum aðstæðum í nýju landi heldur einnig að takast á við áhrif COVID-19 faraldursins. Þar reyndi sannarlega á seiglu hópsins sem hélt góðu sambandi og sótti kennslustundir á netinu á meðan faraldurinn gekk yfir. Þegar Háskólinn var opnaður&nbsp;aftur í maí gafst kærkomið tækifæri fyrir hópinn til að hittast &nbsp;og ljúka því verki sem lagt var upp með í upphafi annar. </p> <p>Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, færði nemendunum innilegar hamingjuóskir frá Háskóla Íslands með áfangann og hvatti hópinn til góðra verka og að taka þeim áskorunum sem biðu þeirra með opnum örmum. &nbsp;Allen Asiimwe flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og í ræðu sinni benti hún m.a. á að brautskráningin markaði nýtt upphaf fyrir hópinn sem nú myndi snúa til síns heima sterkari og ákveðnari í því að stuðla að breytingum í nærsamfélögum sínum. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður GRÓ-GEST, minnti á að það þarf mikinn kjark og baráttuhug til að leiða jafnréttisstarf og að starfsfólk skólans treysti útskriftarhópnum til að hafa áhrif með störfum sínum í framtíðinni. &nbsp;</p> <p><strong>Tvö lokaverkefni fengu viðurkenningu</strong></p> <p>Í fyrsta sinn voru veitt verðlaun í tveimur flokkum, öðrum á sviði hagnýtra verkefna sem nýst geta til breytinga í heimalandi viðkomandi og hinum fyrir framúrarandi grein eða rannsókn sem felur í sér nýja þekkingu á sviði jafnréttisfræða eða getur orðið grunnur að doktorsverkefni.</p> <p>Í fyrrnefnda flokknum hlaut Brenda Apeta frá Úganda verðlaun fyrir verkefni sem snýr að kynjasamþættingu í kennslu í Imvepi-flóttamannabúðunum í heimalandi hennar. &nbsp;Þá hlaut Nadhiya Najab frá Srí Lanka verðlaun í síðarnefnda flokknum fyrir skarpa greiningu á smábönkum og kynjuðum félagslegum og efnahagslegum áhrifum vaxandi skuldsetningar í Srí Lanka. Verðlaunin eru kennd við Vigdísi Finnbogadóttur og það kom í hennar hlut að afhenda þeim Brendu Apeta og Nadhiya Najab viðurkenningu fyrri vel unnið verk.&nbsp;</p> <p>Við þetta má bæta að GRÓ-GEST heldur úti sínu eigin hlaðvarpi þar sem m.a. má finna viðtöl við nokkra af nemendum skólans.&nbsp;<a href="https://soundcloud.com/gestpodcast" target="_blank">Það má nálgast hér.</a>&nbsp;</p> <p>Jafnréttisskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og markmið hans er að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum, átakasvæðum og fyrrverandi átakasvæðum þjálfun á sínu sérsviði og gera þeim betur kleift að vinna að jafnri stöðu karla og kvenna í heimalöndum sínum. Skólinn hefur útskrifað rúmlega 150 manns frá 25 löndum.&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

25.05.2020Milljónir barna í hættu vegna skorts á bólusetningum

<span></span> <p>Hefðbundnar bólusetningar barna hafa raskast víðs vegar um heiminn í yfirstandandi heimsfaraldri, bæði meðal ríkra þjóða og fátækra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur ásamt UNICEF og alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI kallað eftir átaki til að koma nauðsynlegum bólusetningum aftur í réttan farveg. Ákallið kemur í aðdraganda alþjóðlegrar ráðstefnu um bólusetningar, Global Vaccine Summit, sem haldin verður í byrjun næsta mánaðar með þátttöku margra þjóðarleiðtoga.</p> <p>Samkvæmt gögnum sem&nbsp;WHO,&nbsp;UNICEF,&nbsp;Gavi&nbsp;og&nbsp;Sabin&nbsp;Vaccine&nbsp;Institute&nbsp;tóku saman hafa hefðbundnar bólusetningar barna dregist verulega saman í að minnsta kosti 68 ríkjum vegna heimsfaraldursins. Óttast er að 80 milljónir barna á fyrsta ári hafi misst af bólusetningu.</p> <span></span> <p>„Rask á bólusetningarverkefnum vegna&nbsp;COVID-19 heimsfaraldursins ógnar framförum og vinnu síðustu áratuga við að vinna á sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, í sameiginlegri&nbsp; tilkynningu stofnananna. Seth Berkley forstjóri Gavi segir að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið varin gegn sjúkdómum en nú. Hins vegar sé þessi árangur í hættu. „Við horfum fram á hættuna að mislingar og mænusótt brjótist út að nýju. Með því að viðhalda bólusetningaráformum fyrirbyggjum við ekki aðeins slíkan faraldra heldur tryggjum jafnframt þá innviði sem við þurfum á að halda þegar&nbsp;bóluefni&nbsp;við&nbsp;COVID-19 verður tilbúið.“</p> <p>„Við megum ekki láta baráttu okkar við einn sjúkdóm koma niður á langtímabaráttu okkar við aðra,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Aðstæður hafa kallað á hlé á aðgerðum en við verðum að hefja þær að nýju eins fljótt og auðið er ef við viljum ekki að annar faraldur taki við af þessum og þannig koll af kolli,“ segir&nbsp;Fore.</p> <p>Í næstu viku gefur&nbsp;WHO&nbsp;út ráðleggingar um hvernig koma megi á nauðsynlegri þjónustu á ný meðan heimsfaraldurinn geisar, þar á meðal öryggisráðleggingar um hvernig megi taka upp bólusetningar á nýjan leik.</p>

22.05.2020Sauma grímur til verndar fólki á vergangi

<span></span> <p>Tæplega tvö hundruð kórónaveirusmit hafa greinst í Jemen og þar er keppst við að draga úr útbreiðslu veirunnar. Stríðsátök síðustu fimm ára hafa leitt til þess að grunnþjónusta eins og heilbrigðisþjónusta er í molum og ljóst að hún ræður ekki við skæðan veirusjúkdóm eins og COVID-19. Íslendingar eru í hópi þjóða sem leggja til fjármagn gegnum Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) til þess að halda úti þjónustu fyrir verðandi mæður og kornabörn.</p> <p>UNFPA segir í <a href="https://www.unfpa.org/news/yemens-health-system-approaching-breaking-point-displaced-women-sew-face-masks-protect" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að aðeins um 20 prósent heilbrigðiskerfisins geti nú veitt þjónustu á sviði fæðingarhjálpar og ungbarnaverndar og án fjárhagsstuðnings komi hundruð heilsugæslustöðva loka. „Ég óttast mest að hér séu ekki næg bjargráð til þess að berjast við veiruna,“ segir Deena, kona í Raymah, sem er á vergangi vegna stríðsátakanna. Þrátt fyrir að hafa ekki mörg úrræði til að berjast gegn vágestinum gerir hún allt sem hún getur.</p> <p>„Ég hef staðið fyrir vitundarvakningu meðal fjölskyldu og vina, og eins hef ég verið að sauma grímur til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Ég veit að með þeim hætti hjálpa ég öðru fólki á hrakhólum sem geta lítið annað gert til að vernda sig gegn veirunni,“ segir hún.</p> <p>Samkvæmt fréttinni bera konur og stúlkur þungar byrðar vegna ástandsins. Efnahagslegar þrengingar að viðbættum heimsfaraldri setja þær í hættulegri stöðu gagnvart kynbundnu ofbeldi og neikvæðum úrræðum á borð við barnabrúðkaup og mansal. Á sama tíma eru konur og stúlkur í leiðandi hlutverki við að hefta útbreiðslu veikinnar.</p> <p>Á svonefndum „öruggum stöðum“ sem UNFPA styður með fjárframlagi frá Íslandi, Japan, Hollandi, Noregi, Svíþjóð og Sviss, hafa verið saumaðar rúmlega fimmtán þúsund grímur og dreift meðal fólks á hrakhólum og viðtakendur fá fræðslu um notkun þeirra. Á þessum stöðum fer líka fram valdefling kvenna, þjónusta vegna kynbundins ofbeldis, atvinnuráðgjöf og almenn ráðgjöf.</p> <p>Mannfjöldasjóðurinn þarf á 59 milljóna dala framlagi að halda til að halda úti mannúðarverkefnum í Jemen. Náist ekki að fjármagna starfseminua gæti þjónustu við 320 þúsund verðandi mæður verið hætt og 48 þúsund börn látist vegna fylgikvilla við fæðingu. Ennfremur óttast UNFPA að stöðva þurfi rekstur „öruggu staðanna“ á næstu mánuðum sökum fjárskorts.</p> <p>Fjáröflunarfjarfundur verður haldinn 2. júní af á vegum Sameinuðu þjóðanna og konungsdæmis Sádi-Arabíu.</p>

22.05.2020Óttast að alvarlega vannærðum börnum fjölgi um tíu milljónir

<span></span> <p>Kórónaveiran gæti leitt til þess að alvarlega vannærðum börnum fjölgi um tíu milljónir eða um fimmtung frá því sem nú er. Þetta kemur fram í nýju mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem segir veiruna hafa hræðilegar afleiðingar fyrir börn sem þegar fá ekki fullnægjandi næringu.</p> <p>Stofnunin bendir á að faraldurinn bitni mjög hastarlega á fjölskyldum í fátækjum ríkjum sem reiða sig á daglaun eða fjárframlög frá ættingjum erlendis. Takmarkanir á ferðafrelsi og útgöngubann dragi úr lífsgæðum fjölskyldna sem hafa úr litlu að spila, auk þess sem ástandið auki líkur á átökum og veiki heilbrigðisþjónustu enn frekar.</p> <p>„Verði ekki brugðist við í snatri komum við til með að sjá lakara heilsufar hjá komandi kynslóðum og minni framleiðni, fyrir utan skelfileg dauðsföll. Kappsmál er að tryggja næringu í dag til þess að forðast þær afleiðingar af COVID-19 að börn líði fyrir sjúkdóminn í marga mánuði, jafnvel ár eða áratugi,“ segir Lauren Landis, yfirmaður næringarmála hjá WFP.</p> <p>Vannærð börn, einkum þau sem eru yngri en fimm ára, eru talin í mestri hættu í yfirstandandi faraldri. Á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna fá 22 milljónir barna og barnshafandi kvenna sérstakt næringaríkt fæði og stofnunin vinnur í samstarfi við ríkisstjórnir fjölmargra ríkja að því að koma næringarríkum mat til þurfandi þjóðfélagshópa. Fulltrúi WPF segir stofnunina tilbúna að auka við matargjafir til að forða fólki frá alvarlegri vannæringu en til þess að svo megi verða þurfi WFP 300 milljónir dala í fjárframlög.</p>

20.05.2020Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir alþjóðlegri samstöðu við Afríkuríki

<span></span> <p>Milljónir íbúa Afríkuríkja gætu vegna COVID heimsfaraldursins lent í sárri fátækt, sagði í <a href="https://news.un.org/en/story/2020/05/1064472" target="_blank">yfirlýsingu</a>&nbsp;frá António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann kallaði eftir alþjóðlegri samstöðu um stuðning við ríki álfunnar.</p> <p>"Heimsfaraldurinn ógnar framförum í Afríku. Hættan er sú að hann auki á langvarandi misrétti og hungur, vannæringu og varnarleysi gagnvart sjúkdómum," sagði Guterres. </p> <p>Hann tók jafnframt fram að hann óskaði Afríku til hamingju með skjót viðbrögð við heimsfaraldrinum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur enn sem komið er ekki verið í þeim mæli sem spár gerðu ráð fyrir og tölur um smit „lægri en óttast var,“ eins og Guterres orðaði það. Rúmlega 2500 hafa látist í álfunni af völdum COVID-19.</p> <p>„Afríkuríki ættu einnig að fá skjótan, jafnan og hagkvæman aðgang að hvers konar bóluefni og meðferðum,“ sagði hann og bætti við að heimsfaraldurinn væri enn á byrjunarstigi í Afríku og gæti stigmagnast hratt. </p> <p>Þá hvatti hann til alþjóðlegra aðgerða til að styrkja heilbrigðiskerfi í álfunni, viðhalda fæðubirgðum og forðast fjármálakreppur, styðja menntun, vernda störf og halda heimilum og fyrirtækjum á floti gegn tekjumissi.</p>

19.05.2020Stuðningur Alþjóðabankans vegna COVID nær til hundrað þjóðríkja

<span></span> <p>Alþjóðabankinn tilkynnti í dag að neyðaraðgerðir af hálfu bankans í baráttunni gegn COVID-19 hefðu náð til hundrað þjóðríkja, þar sem sjö af hverjum tíu íbúum jarðarinnar búa. Alþjóðabankinn, stærsta þróunarsamvinnustofnun í heiminum, hefur frá því í mars skipulega stutt við bakið á millitekju- og lágtekjuríkum í viðleitni þeirra við að sporna við útbreiðslu veirunnar með því vernda fátæka og viðkvæma, styrkja heilbrigðiskerfi, og viðhalda atvinnu og efnahag. Aldrei áður í sögu bankans hefur á jafn skömmum tíma verið brugðist við óvæntri kreppu af meiri myndarskap.</p> <p>Alþjóðabankinn brást þegar við í marsmánuði með fyrirheiti um 160 milljarða dala styrk. Jafnframt var veitt vilyrði um&nbsp; fjárhagslegan stuðning yfir fimmtán mánaða tímabil til að leggjast á árar með þróunarríkjum í aðgerðum þeirra á sviði heilbrigðis- og félagsmála, auk stuðnings við efnahagsleg áhrif kórónaveirunnar.</p> <p>„Heimsfaraldurinn og áhrif hans á hagkerfi gæti leitt til fjölgunar í hópi sárafátækra um sextíu milljónir einstaklinga, og þannig þurrkað út framfarir síðustu ára í baráttunni gegn fátækt,“ segir David Malpass, forseti Alþjóðabankans. „Alþjóðabankinn hefur með hraði og á afgerandi hátt stutt neyðarviðbragðsaðgerðir í 100 löndum með fyrirkomulagi sem gerir öðrum framlagsríkjum kleift að bæta við fjármagni.“</p> <p>Af fyrrnefndum eitt hundrað ríkjum eru 39 í Afríku sunnan Sahara. Um þriðjungi er ráðstafað til óstöðugra ríkja og ríkja þar sem átök geisa, eins og Afganistan, Tjad, Haítí og Níger. Ennfremur hefur bankinn gegnum samstarfsstofnanir stutt við bakið á einkafyrirtækjum í þróunarríkjum til að viðhalda störfum og lífsviðurværi fjölda fólks.</p>

18.05.2020Heimsfaraldurinn eykur varnarleysi hinsegin fólks

<span></span> <p>„Meðal margra alvarlegra áhrifa COVID-19 heimsfaraldursins er aukið varnarleysi hinsegin fólks,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær á alþjóðadegi gegn hómó-, tvíkynhneigð og transfóbíu. Hann benti á að hinsegin fólk sæti þegar mismunun og verði fyrir árásum, sé jafnvel myrt, fyrir það eitt að standa með sjálfu sér og þeim sem það elskar. </p> <p>Í síðustu viku gerðist Ísland formlega aðili að kjarnahópi ríkja um málefni hinsegin fólks (UN LGBTI Core Group) á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmið hópsins er að vinna að réttindum hinsegin fólks í málefnastarfi samtakanna, tryggja virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi, með áherslu á vernd gegn mismunun og ofbeldi.</p> <p>Íslensk stjórnvöld hafa á síðustu árum beitt sér af auknum þunga í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á alþjóðavettvangi. Þátttaka Íslands í hópnum er hluti af þeirri stefnu sem mörkuð er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í síðustu viku var tilkynnt að Ísland hefði hækkað um fjögur sæti á milli ára á Regnbogakortinu, úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Ísland er nú í 14. sæti.</p> <p>Ísland er einnig hluti stýrihóps&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/04/03/Island-adili-ad-Equal-Rights-Coalition-/">Equal Rights Coalition (ERC)</a>&nbsp;sem er bandalag ríkja sem vinna saman að því að tryggja að hinsegin fólk hvarvetna fái notið allra mannréttinda. Þá hefur Ísland skrifaði undir&nbsp;<a href="https://www.gov.uk/government/publications/coronavirus-and-the-human-rights-of-lgbti-people-equal-rights-coalition-statement/equal-rights-coalitions-erc-statement-on-coronavirus-covid-19-and-the-human-rights-of-lgbti-persons">yfirlýsingu bandalagsins</a>&nbsp;sem birtist á dögunum. Í henni eru stjórnvöld um heim allan hvött til að tryggja að áhrif COVID-19 heimsfaraldursins bitni ekki harðar á hinsegin fólki (LGBTI) og bent á mikilvægi þess að standa vörð um réttindi þeirra í faraldrinum.</p> <p>Á undanförnum árum hafa mannréttindamál fengið aukið vægi í utanríkisstefnunni og Ísland hefur í vaxandi mæli tekið virkan þátt í málsvarastarfi á erlendum vettvangi í þágu mannréttinda. Þannig voru málefni hinsegin fólks á meðal áherslumála Íslands í mannréttindaráðinu á tímabilinu 2018-2019.</p> <p><strong>Viðburðir á vegum Alþjóðabankans</strong></p> <p>Alþjóðabankinn, í samvinnu við aðra þróunarbanka, hélt í fyrsta sinn í gær upp á alþjóðlegan dag gegn hómó-, tvíkynhneigð og transfóbíu með því að standa fyrir <a href="https://may17.org/events-announced-on-all-continents-for-may-17-idahotb-idahobit-2020/" target="_blank">viðburðum</a>&nbsp;víðs vegar um heiminn. Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna gerðu slíkt hið sama til að vekja athygli á mismunun og árásum sem hinsegin fólk verður fyrir.</p> <p>Ísland styður mannréttindasjóð Alþjóðabankans (e. Human Rights and Development Trust Fund, HRDTF) en hlutverk hans er að stuðla að öflun þekkingar, fræðslu og verkefnainnleiðingar á sviði mannréttinda þar sem áhersla er lögð á tengsl málaflokksins við starfsemi og rekstur bankans. Bankinn hefur til dæmis hafið vinnu sem tengist samþættingu málefna hinsegin fólks í þróunarríkjum og stuðning við málefnavinnu þeirra <span style="color: black;">með sérstökum stuðningi frá mannréttindasjóðnum. </span></p>

15.05.2020Nemendur Jafnréttisskólans taka á móti forsetahjónunum

<span></span> <p>Í stað árlegrar heimsóknar nemenda Jafnréttisskólans á Bessastaði tóku nemendur skólans á móti forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elízu Reid, í Háskóla Íslands á dögunum. Tuttugu sérfræðingar frá þróunarríkjunum og átakasvæðum eru í skólanum á þessu ári og þeir útskrifast eftir rúma viku. Jafnréttisskóli GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og starfar undir merkjum UNESCO, Menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Enginn nemenda fór heim þegar kórónaveirufaraldurinn fór að láta að sér kveða og þess er vænst að allir komist til síns heima þegar náminu lýkur í næstu viku. Fyrir hönd nemenda töluðu tveir fulltrúar í heimsókn forsetahjónanna, þær Kinita Shenoy frá Indlandi/Sri Lanka og Shaimim Nampijja frá Úganda.</p> <p>Shaimim lýsti fyrir forsetahjónunum hvernig faraldurinn markaði námið í Jafnréttisskólanum, hvernig nemendur skemmtu sér meðal annars að því að fylgjast með virtum prófessorum og kennurum reyna að átta sig á netfundaforritum með tuttugu starfandi andlit á skjánum. „En það voru ekki aðeins kennararnir sem þurftu að aðlaga sig og læra. Við þurfum öll að aðlaga okkur breyttu umhverfi, flytja kynningar á netinu, taka þátt í umræðum eða sitja netfundi,“ sagði hún.</p> <p>Kinita Shenoy fjallaði einnig um áhrif COVID-19 og benti á að þrátt fyrir að sjúkdómurinn sjálfur leggist verr á karlmenn séu áhrif hans alvarlegri á líf kvenna. „Efnahagsleg áhrif sjúkdómsins koma sérstaklega illa við fátækt og jaðarsett fólk, víða um heim. Konur sem vinna ólaunuð störf á heimilum sitja nú fastar í fullri vinnu allan sólarhringinn og frásagnir af aukni heimilisofbeldi berast víða að. En heimsfaraldurinn gefur einnig tækifæri til að staldra við og skoða hvernig ráðandi samfélagsmynstur leiðir af sér óréttlæti. Nú verða til tækifæri til að skoða betur hvað veldur óréttlæti og hvernig megi uppræta það til að auka&nbsp; bæði&nbsp; efnahagslegt- og kynjajafnrétti,“ sagði Kinita.</p>

14.05.2020Sameinuðu þjóðirnar hvetja til átaks í geðheilbrigðismálum

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja að áratuga vanræksla og vanfjármögnum í geðheilbrigðismálum hafi komið fram í dagsljósið á tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Samtökin birtu í dag ákall til þjóða heims um að grípa til metnaðarfullra leiða til að takast á við sjúkdóma af sálrænum toga, meðal annars í ljósi hættunnar á því að sjálfsvígum fjölgi og fíkniefnaneysla færist í aukana.</p> <p>Í aðdraganda <a href="https://www.who.int/about/governance/world-health-assembly" target="_blank">Alþjóðaheilbrigðisþingsins</a>&nbsp;sem haldið verður með fjarfundabúnaði í næstu viku hvatti António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna alþjóðsamfélagið til að gera miklu betur til að vernda þá sem standa frammi fyrir andlegu álagi. Guterres kynnti í morgun <a href="https://www.un.org/en/coronavirus/mental-health-services-are-essential-part-all-government-responses-covid-19" target="_blank">yfirlýsingu samtakanna um nauðsyn aðgerða í þágu geðheilbrigðismála</a>. Hann sagði að þeir þjóðfélagshópar sem væru í mestri hættu nú á tímum væru heilbrigðisstarfsfólk í framlínunni, unglingar og ungt fólk, þeir sem hafi áður átt í geðheilbrigðisvanda og þeir sem búi við átök og kreppur. „Við verður að styðja þessa einstaklinga og standa með þeim,“ sagði Guterres.</p> <p>Fulltrúi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) tekur undir orð hans og segir reynsluna af fyrri efnhagskreppum vera þá að fólki með geðrænan vanda hafi fjölgað og sjálfsvígum sömuleiðis, vegna andlegrar heilsu þeirra og vímuefna.</p> <div style="display: block; position: relative; max-width: 480px; max-height: 270px;"> <div style="padding-top: 56.25%;"><iframe style="width: 100%; height: 100%; position: absolute; top: 0px; bottom: 0px; right: 0px; left: 0px;" src="https://www.un.org/webcast/1362235914001/B1J3DDQJf_default/index.html?videoId=6156174714001" frameborder="0"></iframe></div> </div> <p>Þunglyndi hrjáir um 264 milljónir manna í heiminum og Sameinuðu þjóðirnar segja að helmingur allra andlegra sjúkdóma hefjist eftir fjórtán ára aldur. Í meðfylgjandi myndbandi lýsir António Guterres meðal annars persónulegri reynslu fjölskyldu sinnar af þunglyndi og kvíða.</p>

13.05.2020Styrkur til að kanna hagkvæmni veiða á sæbjúgum í Gíneu

<span></span> <p>Aurora Seafood, íslenskt frumkvöðlafyrirtæki í sjávarútvegi, hefur fengið forkönnunarstyrk frá utanríkisráðuneytinu, úr samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. „Við ætlum að skoða hvort til séu heimildir um að sæbjúgu hafi fundist á ákveðnum svæðum í Gíneu með það fyrir augum að kanna möguleikann á atvinnuveiðum,“ segir Davíð Freyr Jónsson framkvæmdastjóri Aurora Seafood.</p> <p>Með forkönnunarstyrknum ætlar fyrirtækið kanna sjálfbæra nýtingu á sæbjúgum eða öðrum vannýttum auðlindum úr sjó í Gíneu með veiðarfærum sem hafa verið þróuð á Íslandi. Aurora Seafood sérhæfir sig í sjálfbærri nýtingu botnlægra dýra og markmið verkefnisins er að greina hvort tækifæri séu til nýtingar á&nbsp; sæbjúgum eða öðrum hryggleysingjum sem ekki er verið að nýta í dag.</p> <p>“Við komum til með að afla gagna frá vísindamönnum og sjómönnum. Stefnt var að því að eiga fundi með fulltrúum þessara hópa ásamt samstarfsaðila okkar í Gíneu, en vegna COVID-19 verður um fjarfund að ræða,” segir Davíð Freyr og bætir við að niðurstöður forathugunar eigi að liggja fyrir um næstu áramót.</p> <p>Styrkurinn til Aurora Seafood er fjórði styrkurinn sem utanríkisráðuneytið veitir úr <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/">samstarfssjóðnum</a>. Á síðasta ári fengu Marel og Thorigs styrk og fyrr á þessu ári var veittur styrkur til Creditinfo Group hf. til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé.</p>

13.05.2020Óttast mikla aukningu í barna- og mæðradauða í þróunarríkjum

<span></span> <p>Óttast er að börnum yngri en fimm ára sem deyja dag hvern fjölgi um sex þúsund næsta hálfa árið vegna áhrifa kórónaveirunnar. Þetta kemur fram í grein í læknatímaritinu The Lancet og byggir á greiningu fræðimanna á áhrifum heimsfaraldursins í þróunarríkjum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) kallar eftir 1,6 milljörðum bandarískra dala til að bregðast strax við og bjarga lífi barna áður en það er um seinan.</p> <p>Fjölgun dauðsfalla barna um sex þúsund á hverjum degi er versta sviðsmyndin af þremur sem fræðimenn teiknuðu upp eftir greiningu á 118 meðaltekju- og lágtekjuríkjum. Veik heilbrigðiskerfi þróunarríkja ráða ekki við að sinna börnum eins og áður meðan faraldurinn geisar og sama gildir um þjónustu við fæðandi konur. Óttast er að allt að þriðjungi fleiri konur látist af barnsförum næsta hálfa árið.</p> <p>Henryetta Fore framkvæmdastjóri UNICEF segir að gangi spár eftir verði þetta í fyrsta sinn í áratugi sem dauðsföllum barna fjölgi. „Við megum ekki láta það henda að baráttan gegn veirunni bitni harðast á börnum og mæðrum. Og við getum látið áratuga framfarir í fækkun dauðsfalla barna og mæðra glatast í einni svipan,“ segir hún.</p> <p>Samkvæmt greiningunni eru börn og mæður í tíu ríkjum í mestri áhættu, í Bangla­dess, Bras­il­íu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Ind­landi, Indó­nesíu, Níg­er­íu, Pak­ist­an, Úganda og Tans­an­íu.&nbsp;</p>

12.05.2020Níundi hver jarðarbúi býr við sult

<span></span> <p>Vannæring og ofnæring eru helstu ástæður vanheilsu og dauðsfalla í heiminum, segir í árlegri skýrslu um næringarmál sem gefin var út í dag. Einn af hverjum níu íbúum jarðarinnar býr við sult, eða 820 milljónir manna, og þriðji hver jarðarbúi er of þungur eða of feitur.</p> <p>Stokka þarf upp fæðu- og heilbrigðiskerfi í heiminum til að mæta vandanum, segja skýrsluhöfundar <a href="https://globalnutritionreport.org/reports/2020-global-nutrition-report/" target="_blank">The Global Nutrion Report 2020</a>. Skýrslan leiðir í ljós að flestir hafa ýmist ekki aðgang að, eða ekki efni á, heilsusamlegu fæði vegna landbúnaðarkerfa sem setja kaloríur ofar næringu, og bjóða neytendum lágt verð á unnum kjötvörum. Sífellt fleiri þjóðir bætast í hóp þeirra sem glíma við tvöfalda byrði, offitu og aðra fæðutengda sjúkdóma, eins og sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein.</p> <p>Skýrslan er unnin áður en kórónaveirufaraldurinn kom til sögunnar en David Nabarro, sérlegur fulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á sviði næringarmála, segir í formála að mikil hætta sé á því að árangur í baráttunni gegn hungri og vannæringu glatist nú þegar þjóðir einbeita sér að því að forðast útbreiðslu faraldursins. Hann bendir líka á að vannærðir séu í meiri hættu að fá COVID-19 vegna þess að ónæmiskerfi þeirra sé veikt.</p> <p>Í síðasta mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar við því að heimsfaraldurinn gæti leitt til þess að tvöfalt fleiri yrðu hungraðir í heiminum.</p>

11.05.2020Sjöfn Vilhelmsdóttir nýr forstöðumaður Landgræðsluskólans

<span></span> <p><span>Dr. Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Landgræðsluskólans sem er einn fjögurra skóla sem reknir eru undir merkjum <a href="https://www.grocentre.is/">GRÓ – þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu</a>&nbsp;í samstarfi við Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Hlutverk skólans er að þjálfa sérfræðinga frá þróunarríkjum sem glíma við land- og jarðvegseyðingu og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. </span></p> <p><span>Frá stofnun skólans árið 2007 hafa 139 sérfræðingar útskrifast úr námi Landgræðsluskólans hér á landi, en jafnframt hafa 124 sérfræðingar tekið þátt í og útskrifast úr námskeiðum sem haldin hafa verið á vettvangi í samstarfslöndum skólans í Afríku og Asíu.</span></p> <p><span>Sjöfn Vilhelmsdóttir hefur víðtæka starfsreynslu á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Hún hefur bæði starfað í Afríkuríkjum og á Íslandi og unnið fyrir stjórnvöld og félagasamtök. </span></p> <p><span>Hún starfaði sem forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands á árunum 2015 til 2020. Hún er með doktorspróf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, MA í alþjóðlegum fræðum frá Háskólanum í Denver og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.</span></p> <p><span>Sjöfn hefur kennt og leiðbeint fjölda nemenda við Landgræðsluskólann frá árinu 2008 og verið fulltrúi í fagráði skólans frá árinu 2016. Hún tekur við starfinu af dr. Hafdísi Hönnu Ægisdóttur sem gegndi starfi forstöðumanns frá 2008. </span></p>

11.05.2020Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ungmennaráð heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>Opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á&nbsp;vef heimsmarkmiðanna. Óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára hvaðanæva af landinu. Tíu nýir fulltrúar verða valdir í ráðið auk tveggja fulltrúa sem halda sæti sínu frá fyrra starfsári. Nýskipað ungmennaráð kemur saman í september og starfar út næstkomandi skólaár. Umsóknarfrestur er til og með 24. maí næstkomandi.</p> <p>Ungmennaráð heimsmarkmiðanna tók fyrst til starfa í apríl 2018. Hlutverk þess er að fræðast og fjalla um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ásamt því að koma áherslumálum sínum á framfæri og miðla upplýsingum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir stjórnvöldum einnig ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna ásamt því að eiga árlegan fund með ríkisstjórn.</p> <p>Ein af megináherslum heimsmarkmiðanna er samvinna á milli ólíkra hagsmunaaðila um markmiðin, þar á meðal ungmenna. Ráðinu er þannig ætlað að vera lifandi vettvangur þar sem heimsmarkmiðin eru höfð að leiðarljósi og rædd með gagnrýnum og lausnamiðuðum hætti. Þá er starfsemi ungmennaráðsins í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið er á um að framfylgja skuli ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, meðal annars um aukin áhrif barna í samfélaginu.</p> <p>Áformað er að skipuð verði valnefnd með ungmennafulltrúum til að yfirfara umsóknirnar og velja úr þeim fulltrúa í ráðið. Það er gert til að auka gagnsæi við úrvinnslu umsókna og styrkja umboð fulltrúa í ungmennaráðinu.</p> <p><a href="https://www.heimsmarkmidin.is/umsokn">Umsóknarform fyrir ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna</a></p> <p>Nánari upplýsingar um heimsmarkmiðin má finna á&nbsp;<a href="https://heimsmarkmidin.is/">heimsmarkmidin.is&nbsp;</a>og á Facebook síðum&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/heimsmarkmidin" target="_blank">heimsmarkmiðanna</a>&nbsp;og&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/Ungmennar%C3%A1%C3%B0-Heimsmarkmi%C3%B0a-Sameinu%C3%B0u-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0anna-138997356796527/">ungmennaráðsins</a>.</p>

08.05.2020COVID-19: Álag á heilbrigðiskerfi ógn við barnshafandi konur og kornabörn

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) beinir kastljósinu að barnshafandi konum og kornabörnum í tilefni mæðradagsins næstkomandi sunnudag, 10. maí. UNICEF segir að áætlað sé að 116 milljónir barna komi í heiminn í skugga COVID-19 heimsfaraldursins. Ástæða sé til þess að óttast gríðarlegt álag á sjúkrahús og heilsugæslur víðs vegar um heiminn og álagið ógni öryggi þungaðra kvenna og nýfæddra barna. UNICEF segir að þess séu dæmi að heilbrigðisstarfsfólk, eins og ljósmæður, hafi verið sett í önnur störf sem tengjast umönnun COVID-19 sjúklinga.</p> <p>UNICEF vekur athygli á því að verðandi mæður veigri sér við því að leita til heilbrigðiskerfisins af ótta við smit, þær fari á mis við nauðsynlega bráðaþjónustu af því álagið sé svo mikið og einnig að reglur um lokanir séu strangar. UNICEF&nbsp;segir að þótt engar&nbsp;vísbendingar&nbsp;séu um að barnshafandi konum stafi meiri hætta af&nbsp;COVID-19 en öðrum verði þjóðir samt sem áður að tryggja aðgengi þeirra að mæðravernd, fæðingaþjónustu og ungbarnavernd.</p> <p>Um 130 þjóðir halda sérstaklega upp á mæðradaginn á sunnudaginn og samkvæmt frétt UNICEF eru í hópi þeirra þjóðir þar sem barnsfæðingar eru flestar frá því COVID-19 varð að heimsfaraldri í mars. Þannig er til dæmis áætlað að 20 milljónir barna fæðist á Indlandi, 13,5 milljónir í Kína, 6,4 milljónir í Nígeríu, 5 milljónir í Pakistan og 4 milljónir í Indónesíu.</p> <p>„Flestar þessara þjóða voru fyrir faraldurinn með háa tíðni nýburadauða og óttast er að hún kunni nú að hækka vegna hans. Meira að segja ríkari þjóðir fara ekki varhluta af þessu ástandi. Í Bandaríkjunum er áætlað að 3,3 milljónir barna fæðist á tímabilinu 11. mars til 16. desember og í&nbsp;New&nbsp;York&nbsp;eru yfirvöld að leita leiða til að útbúa fæðingamiðstöðvar þar sem mörgum konum hugnast ekki að koma á sjúkrahús í ástandinu,“ segir í frétt UNICEF.</p> <p>„Mæðradagurinn í ár er sérstaklega átakanlegur fyrir marga þar sem margar fjölskyldur hafa ekki getað hist mjög lengi vegna&nbsp;kórónaveirunnar,“ segir&nbsp;Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „En þetta er líka tími samstöðu. Við getum hjálpað til við að bjarga lífum með því að tryggja að hver einasta barnshafandi kona fái þann stuðning og þjónustu sem hún þarf til að fæða barn í öryggi á komandi mánuðum.“</p> <p><a href="https://sannargjafir.is/is/product/maedradagsgjofin" target="_blank">Mæðradagsgjöf UNICEF</a></p>

07.05.2020Styrkir til mannúðaraðstoðar á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar

<strong><span></span></strong> <p>Utanríkisráðuneytið hefur veitt Hjálparstarfi kirkjunnar styrki til mannúðaraðstoðar, annars vegar vegna átakanna í Sýrlandi og hins vegar í Írak, samtals 30 milljónir króna. Verkefnin sem um ræðir eru unnin á vegum Lútherska heimssambandsins í þágu fólks á vergangi eða flótta. „Í þessum heimshluta er þörfin fyrir mannúðaraðstoð gífurleg. Mikil neyð almennings er viðvarandi meðan ekki tekst að leysa ágreiningsmál sem valda stríðsátökum,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins. Styrkirnir eru veittir á grunni neyðarbeiðna frá alþjóðasamtökum kirkjutengdra hjálparstofnana (ACT Alliance).</p> <p>Tuttugu milljóna króna styrkur er veittur vegna átakanna í Sýrlandi en þau hafa staðið yfir hátt í áratug. Áætlað er að tæplega tólf milljónir manna þurfi á aðstoð að halda, þar eru rúmlega sex milljónir á vergangi innan Sýrlands. Að sögn Bjarna eru um fimm milljónir flóttamanna í nágrannalöndunum Tyrklandi, Líbanon og Jórdaníu. </p> <p>„Langflestir lifa undir fátæktarmörkum og eiga í erfiðleikum með að mæta brýnustu þörfum fyrir mat og skjól. Það er mikil þörf fyrir menntun, starfsþjálfun og úrræði til að auka tekjumöguleika fjölskyldna,“ segir hann.</p> <p>Verkefni Lútherska heimssambandsins eru bæði í Sýrlandi og Jórdaníu og ná samtals til rúmlega 2.300 einstaklinga.</p> <p>Í grannríkinu Írak ríkir neyðarástand vegna átaka og utanríkisráðuneytið veitir Hjálparstarfi kirkjunnar tíu milljóna króna styrk til mannúðaraðstoðar. Þar er Lútherska heimssambandið með verkefni til stuðnings rúmlega 22 þúsundum einstaklinga.</p> <p>„Þetta er að stórum hluta fólk á vergangi en líka fólk sem hefur snúið heim eftir að hafa flosnað upp og þarf stuðning til að koma undir sig fótunum aftur. Verkefnið snýst meðal annars um að hjálpa til við endurbætur á húsnæði, gera við brunna, kamra og aðra hreinlætisaðstöðu. Einnig felst í verkefninu ýmiss konar fræðsla um hreinlæti, kynbundið ofbeldi, jafnrétti og mannréttindi, að ógleymdum námskeiðum sem tengjast því að fjölga tekjumöguleikum,“ segir Bjarni.</p> <p>Utanríkisráðuneytið auglýsti í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. </p>

06.05.2020Utanríkisráðuneytið leggur fram 276 milljónir króna til þróunarríkja vegna heimsfaraldursins​

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja 276 milljónum króna til þróunarríkja vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Framlagið deilist á milli stofnana Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, Alþjóðaráðs Rauða krossins,&nbsp;Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins&nbsp;og samstarfsþjóða Íslands í tvíhliða þróunarsamvinnu.</p> <p><span style="background: white;">„Viðbúið<span style="background-image: initial; background-position: initial; background-size: initial; background-repeat: initial; background-attachment: initial; background-origin: initial; background-clip: initial;">&nbsp;er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð s</span>em nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. </span>Það ríkir mikil samstaða um það, ekki síst meðal norrænu þjóðanna, að styðja fátækustu ríkin á þessum erfiðu tímum. Ísland lætur að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja og framlögum okkar verður að mestu leyti ráðstafað af alþjóðastofnunum og mannúðarsamtökum til þjóða þar sem þörfin er mest,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Brugðist er við COVID-19 mannúðarákalli Sameinuðu þjóðanna með því að fela þremur stofnunum samtakanna að ráðstafa 70 milljónum króna. Af þeim fara 30 milljónir&nbsp; til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), 20 milljónir til Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) og 20 milljónir til Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA). Að auki fer 25 milljóna króna framlag til Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA).</p> <p>Til nýstofnaðs COVID-19 þróunarsjóðs SÞ (COVID-19 UN Response and Recovery Fund) verður 20 milljónum króna varið og 25 milljónum króna verður ráðstafað til orkusviðs Alþjóðabankans í því skyni að knýja heilsugæslustöðvar í sunnanverðri Afríku áfram með endurnýjanlegri sólarorku. Alþjóðaráði Rauða krossins er falið að ráðstafa 20 milljónum króna og <span>Alþjóðasamband landsfélaga Rauða krossins</span> fær 28 milljónir vegna COVID-19 neyðarkalls, en hluti af framlaginu kemur til vegna rammasamnings ráðuneytisins við Rauða krossinn á Íslandi.</p> <p>Til samstarfsþjóðanna fara 66 milljónir til skólamáltíða fyrir nemendur í fiskimannasamfélögum í Buikwe í Úganda sem er samstarfshérað Íslands, og 15 milljónir vegna COVID-19 viðbragðsáætlunar fyrir sjúkrahús og heilsugæslur í sama héraði. Til Malaví er 7 milljónum króna varið til viðbragðsáætlunar yfirvalda í Mangochi, samstarfshéraði Íslands. </p> <p>Viðbúið er að bregðast þurfi við með frekari aðgerðum á næstu vikum og misserum.</p>

05.05.2020Nítján milljónir barna á vergangi í heimalandi sínu vegna átaka

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)&nbsp;áætlar að 19 milljónir barna hafi verið á vergangi innan heimalandsins á síðasta ári eftir að hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og ofbeldis. Börn á vergangi hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna sem birt var í dag.</p> <p>Skýrslan, sem ber yfirskriftina „<a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/lost_at_home.pdf" target="_blank">Lost at&nbsp;Home</a>“, skoðar hættur og&nbsp;áskoranir&nbsp;sem börn á vergangi standa frammi fyrir og þær nauðsynlegu aðgerðir sem ráðast þarf í til að vernda þau. „Nú, í heimsfaldri&nbsp;COVID-19, eru þessi börn berskjölduð fyrir afleiðingum hans, beinum og óbeinum,“ segir í frétt UNICEF.</p> <p>„Milljónir barna um allan heim eru nú þegar án viðeigandi verndar og umönnunar,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Þegar ný krísa kemur upp, eins og&nbsp;COVID-19 heimsfaraldurinn, er þessi hópur sérstaklega viðkvæmur. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld og mannúðarsamtök vinni saman að því að tryggja öryggi þeirra, heilsu og menntun.“</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að börn á flótta innan heimalands síns skorti grunnþjónustu og eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi, misnotkun eða mansali. Þá aukast líkurnar á að þau verði hneppt í barnaþrælkun, barnahjónabönd eða verði viðskila við fjölskyldur sínar sem augljóslega stofni velferð þeirra, heilsu og öryggi í hættu. Börn á vergangi búi oft í yfirfullum búðum og nýbyggðum þar sem verulega skortir á hreinlæti og hreinlætisaðstöðu og smitleiðir því mýmargar.</p> <p>Samkvæmt skýrslu&nbsp;UNICEF&nbsp;þurftu 12 milljónir barna að flýja heimili sín innan heimalandsins í fyrra, 3,8 milljónir vegna átaka og ofbeldis. En 8,2 milljónir vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibylji.</p>

04.05.2020Hæsta framlagið fjórða árið í röð frá UN Women á Íslandi

<span></span> <p>Landsnefnd UN Women á Íslandi sendi á síðasta ári rúmlega 127 milljónir króna til alþjóðlegra verkefna UN Women sem er hæsta fjárframlag allra landsnefnda til verkefna UN Women á árinu óháð höfðatölu. Þetta er fjórða árið í röð sem landsnefndin nær þessum fráæra árangri.</p> <p>Í nýrri <a href="https://d5hu1uk9q8r1p.cloudfront.net/unwomen.is/skrar/images/unw-arsskyrsla-2019.pdf" target="_blank">ársskýrslu</a>&nbsp;landnefndarinnar kemur fram að aldrei hafi á einu ári jafnmargir styrktaraðilar gengið til liðs við samtökin, en tæplega 3.000 nýir ljósberar bættust í hópinn á síðasta ári. Ljósberar voru orðnir rúmlega 9.200 í lok árs. „Ljósberar eru fólk á öllum aldri og búa í öllum landshlutum. Mjög bættist í hóp styrktaraðila utan höfuðborgarsvæðisins á árinu, en 34% nýrra ljósbera eru búsettir utan þess, og hefur hlutfallið aldrei verið svo hátt. Tveir þriðju nýskráðra voru konur,“ segir í skýrslunni.</p> <p>Á síðasta ári, þrítugasta starfsári UN Women á Íslandi, var ákveðið að beina kastljósinu að baráttunni gegn þvinguðum barnahjónaböndum og málefnið var í forgrunni í fyrsta fræðslu- og söfnunarþætti landsnefndarinnar í sjónvarpi. Þátturinn „Stúlka – ekki brúður“ var sýndur í beinni útsendingu á RÚV 1. nóvember þar sem sjónum var beint að Malaví og þeim verkefnum UN Women sem miða að því að uppræta þvinguð barnahjónabönd í því landi, en tíðni þvingaðra barnahjónabanda í Malaví er með því hærra sem gerist í heiminum. Um 20% íslensku þjóðarinnar horfði á þáttinn og fræddist um leið um verkefni UN Women. Þá lagði fjöldi fólks málefninu lið með því að hringja inn og gerast mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi.</p> <p>„Sterk staða Íslands á sviði jafnréttismála veitir okkur hljómgrunn á alþjóðavettvangi og við tökum ábyrgðarhlutverki okkar alvarlega. Jafnrétti kynjanna er hornsteinn íslenskrar utanríkisstefnu og hefur verið leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands um árabil. Þessi áhersla var staðfest á dögunum þegar niðurstöður árlegrar könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar á þróunarsamvinnu sýndi að yfir 80% af þróunarsamvinnu Íslands er á marktækan hátt ætlað að stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna,“ segir meðal annars í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. </p> <p>Á aðalfundi UN Women í síðustu viku urðu þær breytingar á stjórn samtakanna að Kristján Hjálmarsson, Ólafur Elínarson og Ólafur Þ. Stephensen voru kosnir í stjórn til tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Arna Grímsdóttir, formaður, Fanney Karlsdóttir, varaformaður, Kristín Ögmundsdóttir, gjaldkeri, Bergur Ebbi Benediktsson, Soffía Sigurgeirsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir.</p>

29.04.2020Kvenleiðtogar sameinast í baráttunni gegn COVID-19

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar með kvenleiðtoga í fylkingarbrjósti hafa hleypt af stokkunum átakinu „<a href="https://www.un.org/en/coronavirus/women-rise-for-all" target="_blank">Rise for All</a>“ um félagslega og efnahagslega endurreisn vegna kórónafaraldursins. Átakið er til stuðnings nýstofnuðum sjóði Sameinuðu þjóðanna, UN Response and Recovery Fund.</p> <p style="text-align: start;">„Við erum í miðri meiriháttar kreppu,“ segir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs í ávarpi á myndbandi. „Kórónaveiran þekkir engin landamæri. Í alheimsþorpi okkar er samstaða eini kosturinn. Alþjóðlegar stofnanir og ríkistjórnir verða að vinna saman.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qbTXkU4j6SM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p style="text-align: start;">Amina Mohammed&nbsp;varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði þegar hún fylgdi átakinu úr hlaði í New York að COVID-19 hefði greitt þróunarríkjum „sérstaklega þungt högg“, ekki síst þjóðum sem glíma þegar við hamfarir eða styrjaldarátök.</p> <p style="text-align: start;">„Andspænis víðtækri ógn af sögulegri stærðargráðu, verður sameiginlegt andsvar okkar að vera jafn brýnt og sögulegt,“ sagði Mohammed.</p> <p style="text-align: start;">Konur hafa orðið harðast úti í faraldrinum en jafnframt verið í fararbroddi við að bjarga mannslífum á sjúkrahúsum og við að finna lausnir í nýsköpun og uppfinningum, að ógleymdum pólitískum kvenleiðtogum.</p> <p style="text-align: start;">Stefnt er að því að safna einum milljarði Bandaríkjadala í fyrrnefndan sjóð á vegum aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á fyrstu níu mánuðum ársins og tveimur milljörðum í allt.</p> <p style="text-align: start;">„Við megum engan tíma missa,“ sagði Mohammad, venjulegir tímafrestir sem Sameinuðu þjóðirnar og framlagsríki vinna eftir duga ekki í þessu tilviki.</p>

27.04.2020COVID-19: Stuðningur Íslands við flóttamannabyggðir í Úganda

<span></span> <p>Stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Úganda hafa í samstarfi við tuttugu samstarfsstofnanir birt ákall um 47 milljarða króna stuðning til að draga úr áhrifum COVID-19 farsóttarinnar á þá þjóðfélagshópa sem verst er staddir, næsta hálfa árið. Í þeim hópi eru meðal annars íbúar í norðurhluta landsins sem ýmist eru heimamenn eða flóttafólk frá Suður-Súdan, 80 prósent sem lifa undir mörkum sárafátæktar. Íslendingar ákváðu á síðasta ári að veita 475 milljóna króna stuðningi á fjórum árum við vatns-, salernis- og hreinlætisverkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á þessu svæði.</p> <p>„Framlag okkur skiptir verulegu máli og styður fullkomlega aðgerðir sem nú er kallað eftir til varnar útbreiðslu kórónaveirunnar. Verkefnin snúa að hreinu vatni, handþvotti og hreinlæti,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Úganda en fyrsta framlagið, ein milljón bandarískra dala, var lagt fram á síðasta ári og 750 þúsund dalir bætast við á þessu ári.</p> <p>Hluti af neyðarkallinu frá Sameinuðu þjóða stofnunum í Úganda var einmitt frá UNICEF vegna bágrar aðstöðu íbúa í flóttamannabyggðunum sem eru auk heimamanna um ein milljón flóttamanna, flestir þeirra frá Suður-Súdan. Stjórnvöld í Úganda telja að 12,8 milljónir landsmanna búi við lökust kjör og því fólki þurfa sérstaklega að sinna á sama tíma og brugðist er til varna við að hefta útbreiðslu faraldursins. </p> <p>Rúmlega 340 smit af COVID-19 eru staðfest í Úganda en í gildi eru miklar takmarkanir á ferðafrelsi fólks og ljóst að efnahagslegt tjón vegna faraldursins verður mikið, líkt og annars staðar. Rúmlega 30% þjóðarinnar býr við sárafátækt.</p> <p>Úganda er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p>

24.04.2020Annað neyðarástand má ekki gleymast á tímum faraldursins

<span></span> <p>Heimsfaraldurinn sem nú geisar af völdum kórónaveirunnar er viðbót við annað neyðarástand víðs vegar um heiminn sem má ekki gleymast né draga úr stuðningi við, sögðu fulltrúar stofnana Sameinuðu þjóðanna á fjarfundi í vikunni þar sem undirstrikað var mikilvægi samhæfingar í yfirstandandi faraldri og samstarf við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO). Jafnframt var kallað eftir auknum aðgerðum í þágu kvenna, mikilvægi skólamáltíða og fæðuöryggis.</p> <p>Á fjarfundinum voru fulltrúar UN Women, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) ásamt framkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). </p> <p>Að mati framkvæmdastjóra WHO þarf að leggja áherslu á að koma hlífðarbúnaði til þeirra ríkja sem á þurfa að halda, með áherslu á Afríkuþjóðir, útvega grímur, hlífðargleraugu og annan nauðsynlegan búnað. Óháð hlutverki einstakra stofnana Sameinuðu þjóðanna opinberaðist á fundinum að allir stofnanirnar vinna að öflun hlífðarbúnaðar. Fram kom að sýnatökubúnaður verður sendur til þróunarríkja og WHO stendur fyrir þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Þegar hafa 1,5 milljónir tekið þátt í slíkri þjálfun og margir við bætast á næstu vikum.</p> <p>Fulltrúi UNDP lagði áherslu á mikilvægi þess að horfa til þeirra þjóðfélagshópa sem væru í viðkvæmustu stöðunni, tölur um verga landsframleiðslu gæfu ekki endilega rétta mynd af ástandinu og taka yrði tillit til félagslegra þátta og stöðu heilbrigðiskerfa. Fulltrúi UN Women lét í ljós þá skoðun að faraldurinn gæti stuðlað að skrefi aftur á bak í jafnréttismálum, ýmiss konar neikvæð faraldursins hafi komið fram gagnvart konum og stúlkum, meðal annars aukið kynbundið ofbeldi. Minnt var á að konur væru 70 prósent starfsfólks í heilbrigðisgeiranum og 85 prósent hjúkrunarfræðinga í framlínunni.</p> <p>Á fundinum kom fram að þörf er á að bæta aðgengi að vatni, áskoranir varðandi skólamáltíðir blasi við og tækifæri séu til að þróa fjarkennslu, svo dæmi séu nefnd. Einnig er unnið sérstaklega að því að finna þá einstaklinga sem verða út undan og aðstoða þá.</p> <blockquote class="twitter-tweet"> <p lang="en" dir="ltr">Joint town hall of <a href="https://twitter.com/UNICEF?ref_src=twsrc%5etfw">@UNICEF</a>, <a href="https://twitter.com/UN_Women?ref_src=twsrc%5etfw">@UN_Women</a>, <a href="https://twitter.com/UNFPA?ref_src=twsrc%5etfw">@UNFPA</a>, <a href="https://twitter.com/UNDP?ref_src=twsrc%5etfw">@UNDP</a>, <a href="https://twitter.com/UNOPS?ref_src=twsrc%5etfw">@UNOPS</a> &amp; <a href="https://twitter.com/WFP?ref_src=twsrc%5etfw">@WFP</a> on <a href="https://twitter.com/hashtag/COVID19?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#COVID19</a>. <a href="https://twitter.com/WHO?ref_src=twsrc%5etfw">@WHO</a> presented its important work.<br /> <br /> ➡️We need to tackle challenges related to <a href="https://twitter.com/hashtag/health?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#health</a>, <a href="https://twitter.com/hashtag/genderequality?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#genderequality</a>, <a href="https://twitter.com/hashtag/education?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#education</a> &amp; <a href="https://twitter.com/hashtag/foodsecurity?src=hash&%3bref_src=twsrc%5etfw">#foodsecurity</a><br /> ✅This is a test for <a href="https://twitter.com/UN?ref_src=twsrc%5etfw">@UN</a> reforms<br /> <br /> 🙏<a href="https://twitter.com/jukka_salovaara?ref_src=twsrc%5etfw">@jukka_salovaara</a> for chairing <a href="https://t.co/Dqh2jQ846q">pic.twitter.com/Dqh2jQ846q</a></p> — Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) <a href="https://twitter.com/IcelandUN/status/1252672422215651332?ref_src=twsrc%5etfw">April 21, 2020</a></blockquote> <script async src="https://platform.twitter.com/widgets.js" charset="utf-8"></script>

22.04.2020Konur verði þungamiðja viðbragðsáætlana vegna faraldursins

<span></span> <p>Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fjarfund kvenleiðtoga í vikunni þar sem ítrekað var mikilvægi þess að konur og stúlkur verði þungamiðja viðbragðsáætlana og aðgerðaáætlana í bataferli heimsbyggðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. </p> <p>Markmið fundarins var að stilla saman strengi og samþætta kynjasjónarmið í aðgerða- og viðbragðsáætlunum sem ber að tryggja réttindi og stöðu kvenna og stúlkna eftir heimsfaraldurinn. Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women ásamt Gabrielu Ramos, fyrir hönd OECD boðuðu helstu kvenleiðtoga heims til fundar til að ræða þau miklu neikvæðu áhrif sem heimsfaraldurinn Covid-19 hefur á stöðu kvenna og stúlkna.</p> <p>Samkvæmt <a href="https://unwomen.is/read/2020-04-22/kvenleidtogar-funda-vegna-stodu-kvenna-i-covid-19/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women á Ísland voru umræður fundarins kröftugar „og staðfestu að nú sé þörf, meiri en nokkru sinni áður, á kvenleiðtogum svo að ríki heimsins geti unnið sig farsællega út úr þessum erfiðaleikatímum,“ eins og þar segir. Jafnframt væri nauðsynlegt að tryggja jafnrétti og réttindi kvenna til að komast í gegnum þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir stórfellda afturför á réttindum, öryggi og velferð kvenna um allan heim. Til að sporna við þeirri afturför var rætt um að leggja áherslu á fjóra þætti sem ógna mest stöðu kvenna í heimsfaraldrinum Covid-19:</p> <ul> <li>Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu.&nbsp;Þær sinna lægst launuðustu störfum stéttarinnar og eru undir miklu álagi. Skapa þarf heilbrigðisstarfsfólki viðunandi vinnuaðstæður, sanngjörn laun og tryggja þarf hvíldartíma milli vakta.</li> <li>Efnahagsleg áhrif.&nbsp;Konur sem starfa við takmarkað atvinnuöryggi, svo sem á tímakaupi, í þjónustustörfum og sem heimilishjálpir verða illa úti fjárhagslega sem veldur því að þær geta ekki framfleytt fjölskyldum sínum á þessum erfiðu tímum. Taka þarf mið af konum og störfum kvenna í efnahagsaðgerðum ríkja.</li> <li>Ofbeldi gegn konum og stúlkum.&nbsp;Ákveðin lönd hafa séð allt upp í 30% aukningu á tilkynningum um heimilisofbeldi. Tryggja fjármagn til forvarnaraðgerða sem og til neyðarlína og kvennaathvarfa fyrir þolendur ofbeldis.</li> <li>Kvenmiðuð neyðaraðstoð í fátækari löndum heims.&nbsp;Tryggja þarf að tekið sé mið af röddum kvenna við veitingu mannúðaraðstoðar, tryggja kynjamiðaða grunnþjónustu fyrir jaðarsetta hópa og veita mannúðaraðstoð með það að markmiði að uppræta mansal, kynferðilega misnotkun og kynferðislega áreitni.</li> </ul> <p>Auk forsætisráðherra Íslands tóku kvenleiðtogar úr öllum áttum þátt; forsetar, forsætisráðherrar, frumkvöðlar og aktívistar kvennahreyfingar auk ungliðahreyfinga, þeirra á meðal Jaha Dukureh, velgjörðarsendiherra UN Women fyrir Afríku og Tarana Burke, upphafskona #MeToo.</p>

21.04.2020Óttast að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði í dag við gífurlegri fjölgun hungraðra í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar. Verði ekki þegar gripið til aðgerða segir stofnunin að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok frá því sem nú er. Þeim geti fjölgað milli ára úr 135 milljónum í 265 milljónir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá WFP og 15 samstarfsstofnunum um fæðuóöryggi í heiminum sem birt var í dag.</p> <p> „Fyrir þær milljónir manna, sem fyrir áttu vart til hnífs og skeiðar, er COVID-19 faraldurinn skelfilegur og rothögg fyrir aðrar milljónir manna sem þurfa tekjur til þess að eiga fyrir mat. Í mörgum tilvikum þarf aðeins eitt áfall til viðbótar – eins og COVID-19 – til þess að ýta fólki fram af bjargbrúninni,“ segir Arif Husain yfirhagfræðingur WFP og bætir við að takmarkanir á ferðum fólks og efnahagslegur samdráttur hafi þegar haft alvarlegar afleiðingar.</p> <p>Í nýju skýrslunni - <a href="https://www.wfp.org/publications/2020-global-report-food-crises" target="_blank">Global Report on Food Crises</a>&nbsp;– kemur fram að á síðasta ári hafi flestir þeirra sem lifðu við hungurmörk búið á átakasvæðum, 77 milljónir. Loftslagsbreytingar áttu mestan þátt í matvælaskorti hjá 34 milljónum og 24 milljónir liðu matarskort vegna efnahagsþrenginga.</p> <p>Þær tíu þjóðir sem matarskortur var mestur á síðasta ári voru Jemen, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður-Súdan, Sýrland, Súdan, Nígería og Haítí.</p> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í neyðar- og mannúðarmálum.</p>

20.04.2020Heimsfaraldur drepsóttar var það síðasta sem börnin þurftu

<span></span> <p>„Heimsfaraldur drepsóttar var það síðasta sem börn í þessum heimshlutum þurftu,“ segir UNICEF í <a href="https://unicef.is/covid-19-eykur-enn-a-neyd-barna" target="_blank">frétt</a>&nbsp;um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku þar sem hvergi í heiminum eru fleiri börn í neyð vegna stríðsátaka. Kórónaveirufaraldurinn barst tiltölulega seint í þessa heimshluta en staðfest smit er nú rúmlega 105 þúsund og dauðsföllin 5.700, flest í Íran.</p> <p>Haft er eftir Ted Chaiban svæðisstjóra UNICEF í þessum löndum að hvergi sé atvinnuleysi meira meðal ungs fólks og helmingur barna búi við margvíslegan skort og fátækt. Þau njóti ekki grunnþjónustu á borð við menntun, húsnæði, næringu, heilbrigðisþjónustu, hafi ekki aðgang að hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu eða að upplýsingum.</p> <p>„Þetta samspil skorts á grunnþjónustu, áralangra átaka, fátæktar og nú COVID-19 leggst þyngst á viðkvæmustu börnin. Það gerir erfið líf þeirra óbærileg. Því lengur sem þetta varir því djúpstæðari verða áhrifin, einkum á börnin,“ segir Chaiban.</p> <p>Á þessu svæði búa 25 milljónir barna í neyð, þar á meðal börn á flótta og á vergangi. Meirihluti þessara barna var rifinn upp með rótum vegna stríðsátaka í Sýrlandi, Jemen, Súdan, Palestínu, Írak og Líbíu. Áætlað er að 1,7 milljón störf glatist á þessu ári vegna afleiðinga COVID-19 á efnahags- og atvinnulíf þjóða. Búist er við að þetta fjölgi fólki sem býr við fátækt á svæðinu um 8 milljónir. UNICEF áætlar að helmingur þeirra, eða fjórar milljónir, séu börn. </p> <p>„Afleiðingar þessa, án viðunandi inngrips og öryggisnets, eru þekktar. Fjölskyldur munu í neyð sinni þurfa að senda börn sín í erfiðisvinnu og þrælkun, gefa dætur sínar í hjónaband og draga börn sín úr skóla,“ segir í frétt UNICEF. „Það er mikil gæfa að tilfelli COVID-19 meðal barna eru ekki mörg en á sama tíma er augljóst að þessi heimsfaraldur hefur beinar og alvarlegar afleiðingar í för með sér á líf þeirra engu að síður. Margar fjölskyldur eru að sökkva í fen fátæktar og fyrirvinna heimilisins missa atvinnuna.“</p> <p>UNICEF vinnur með samstarfsaðilum í öllum löndum þessa svæðis í baráttunni gegn COVID-19 og afleiðingum hennar. UNICEF stendur í umfangsmestu mannúðaraðgerðum veraldar í Sýrlandi og Jemen.</p> <p>UNICEF starfar með stjórnvöldum og öðrum frjálsum félagasamtökum við að ná til barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra með nýjar upplýsingar og fræðslu um það hvernig hægt sé að draga úr smithættu og viðhalda líkamlegri og andlegri velferð allra á þessum erfiðu tímum. Á undanförnum vikum hefur UNICEF náð til 22 milljóna manna í gegnum sjónvarp, útvarp og dagblöð auk þess sem náð hefur verið í 7 milljónir manna með stafrænum hætti.</p> <p>Þrátt fyrir lokun landamæra og lamaðar flugsamgöngur hefur UNICEF samt sem áður afhent 1,6 milljónir eininga af margvíslegum hjálpargögnum innan svæðisins, meðal annars með því að útvega þau hjá innlendum fyrirtækjum, stórum og smáum til að styðja efnahags viðkomandi þjóða. Þá er meðtalinn stuðningur við heilbrigðisráðuneyti, heilbrigðisstarfsmenn og framlínustarfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem fengið hafa nauðsynleg hjálpargögn á borð við andlitsgrímur, hanska, hlífðarsloppa og gleraugu, COVID-19 prufur, hreinlætisvörur, hitamæla og fræðslu fyrir starfsfólk um meðhöndlun veirunnar og smitvarnir.</p> <p><a href="https://unicef.is/stakur-styrkur" target="_blank">UNICEF – hjálpum börnum í neyð</a></p>

17.04.2020Áhrif COVID faraldursins á fátæk ríki helsta umræðuefnið

<span></span> <p><span>Áskoranir í tengslum við COVID-19 faraldurinn og áhrif hans á fátækari ríki heims voru efst á baugi á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr í dag. Ljóst er að mörg þróunarríki eru verr í stakk búin en aðrar þjóðir til að takast á við heilsufars-, efnahags- og félagslegar afleiðingar faraldursins þar sem heilbrigðis- og efnahagskerfi þeirra eru veikburða. David Malpass forseti Alþjóðabankans lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að bankinn veitti fátækustu ríkjunum aðstoð og fagnaði því að brugðist hafi verið við ákalli Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að tvíhliða lánveitendur veiti þróunarríkjum tímabundinn gjaldfrest á skuldum til að gefa þeim meira svigrúm til að bregðast við faraldrinum. </span></p> <p><span>Á fundinum flutti Dag Inge Ulstein, norski þróunarsamvinnuráðherrann, ávarp fyrir hönd </span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/althjodabankinn-the-world-bank-group/"><span style="color: #0563c1;">kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem Ísland leiðir</span></a><span> um þessar mundir. Geir H. Haarde aðalfulltrúi kjördæmisins tók einnig þátt í fundinum sem var að þessu sinni fjarfundur vegna COVID-19 ástandsins. </span></p> <p><span>Í </span><a href="https://www.devcommittee.org/sites/www.devcommittee.org/files/download/Statements/2020-04/DCS2020-0031-Norway.pdf"><span style="color: #0563c1;">yfirlýsingu</span></a><span>&nbsp;fagnaði kjördæmið skjótum viðbrögðum Alþjóðabankans. Bankinn hefur nú þegar samþykkt </span><a href="https://www.worldbank.org/en/news/feature/2020/04/02/the-world-bank-group-moves-quickly-to-help-countries-respond-to-covid-19"><span style="color: #0563c1;">verkefnaramma fyrir 14 milljarða Bandaríkjadala til að aðstoða þróunarríki</span></a><span> og hyggst veita allt að 160 milljörðum Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum í frekari aðstoð. Kjördæmið lagði áherslu á að þrátt fyrir mikilvægi aðgerða vegna COVID-19 mætti ekki missa sjónar á langtímaþróunarmarkmiðum, sérstaklega heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna&nbsp;og baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sem er ein stærsta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. </span></p> <p><span>Þá talaði kjördæmið fyrir mikilvægi þess að samþætta jafnréttissjónarmið í COVID-viðbragðsaðgerðum, en efnahagsleg og félagsleg áhrif koma oft hvað verst niður á viðkvæmum hópum, ekki síst konum og stúlkum. Í þessu samhengi má nefna að jafnréttisteymi bankans vinnur nú sérstaklega að því að stuðla að slíkri samþættingu. Að lokum lagði kjördæmið áherslu á mikilvægi þess að stuðningur Alþjóðabankans til þróunarríkja hefði að leiðarljósi „græna endurreisn“ til að tryggja að uppbygging samfélaga yrði með sjálfbærum hætti.</span></p> <p><span>Þróunarnefndin er sameiginleg ráðherranefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sinnir pólitískri stefnumörkun í alþjóðlegri þróunarsamvinnu gagnvart stofnununum tveimur. Nefndin er skipuð 25 ráðherrum frá aðildarríkjum stofnananna, þ.e. einum ráðherra frá hverju kjördæmi í stjórn, ásamt formanni sem kosinn er af þróunarnefndinni. Hún hittist tvisvar á ári í tengslum við vorfundi og ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland átti sæti í þróunarnefndinni á árinu 2019 og flutti þá utanríkisráðherra Íslands ávarp fyrir hönd kjördæmisins.</span></p>

17.04.2020Verndum börnin okkar, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p><span>Efnahagslegar afleiðingar vegna kórónaveirunnar gætu leitt til dauðsfalla hundruð þúsunda barna. Samdrátturinn í efnahagslífi í heiminum gæti leitt til þess að allur sá árangur sem náðst hefur á síðustu árum að draga úr barnadauða gæti horfið eins og dögg fyrir sólu, að því er segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. </span></p> <p><span>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til brýnna aðgerða til að styðja börn andspænis kreppunni. „Þótt börn hafi að mestu sloppið við alvarlegustu einkenni veikinnar hefur lífi þeirra verið umturnað,“ segir hann og hvetur fjölskyldur um heim allan og leiðtoga á öllum sviðum að slá skjaldborg um börn.</span></p> <div style="display: block; position: relative; max-width: 480px; max-height: 270px;"> <div style="padding-top: 56.25%;"><iframe style="width: 100%; height: 100%; position: absolute; top: 0px; bottom: 0px; right: 0px; left: 0px;" src="https://www.un.org/webcast/1362235914001/B1J3DDQJf_default/index.html?videoId=6150054061001" frameborder="0"></iframe></div> </div> <p><span>Skólum víða um heim hefur verið lokað og Sameinuðu þjóðirnar telja að um 1,5 milljarður barna í hartnær 190 ríkjum fái nú enga formlega menntun. En það er ekki aðeins menntunin sem börnin fara á mis við því 310 milljónir barna verða af daglegum skólamáltíðum. Ástæða sé því til að hafa áhyggjur af næringu barna meðan skólar eru lokaðir. Guterres minnir á að áður en farsóttin skall á hafi vannæring og vaxtarhömlun verið óviðunandi.</span></p> <p><span>Í skýrslunni er jafnframt sögð vera ástæða til að vera á varðbergi vegna notkunar barna á netinu. Sífellt fleiri börn séu á netinu meðan á tímum farsóttarinnar. Félagslíf margra barna snúist nú algjörlega um skjáinn. Þau séu berskjaldaðri en áður fyrir kynferðislegri misnotkun, áreiti, ofbeldi og einelti.</span></p>

15.04.2020Börn berskjölduð gagnvart skuggahliðum netsins í heimsfaraldri COVID-19

<span></span><span></span> <p>Milljónir barna um allan heim eru í aukinni hættu á að verða fyrir netofbeldi nú þegar daglegt líf þeirra hefur í auknum mæli færst yfir í netheima vegna&nbsp;COVID-19 heimsfaraldursins. Við þessu vara UNICEF&nbsp;og samstarfsstofnanir í tilkynningu í dag.</p> <p style="text-align: start;">„Skjátími hefur aldrei í sögunni verið meiri en nú,“ segir&nbsp;Howard&nbsp;Taylor, forsvarsmaður alþjóðasamtaka um að binda enda á ofbeldi,&nbsp;Global&nbsp;Partnership&nbsp;to&nbsp;End&nbsp;Violence. „Skólalokanir og samkomubönn gera það að verkum að fjölskyldur treysta nú á tæknina og stafrænar lausnir til að halda börnum við efnið í námi, afþreyingu og til að halda sambandi við umheiminn. En börn skortir oft nauðsynlega kunnáttu, þekkingu og þroska til að varast hinar ýmsu hættur sem að þeim steðja í netheimum.“</p> <p style="text-align: start;">Mikil tölvu- og netnotkun barna gerir þau eðlilega berskjölduð gagnvart þessum hættum. Ofbeldi, kynferðisleg misnotkun og einelti eru aðeins nokkrar af þessum hættum sem af netníðingum stafa. Þá óttast hópurinn að skortur á samskiptum milli fólks, augliti til&nbsp;auglits&nbsp;kunni að leiða til þess að pör og vinir taki aukna áhættu&nbsp;eins og með að senda myndefni sín á milli eða&nbsp;og að aukinn tími barna eftirlitslaus á netinu geri þau berskjölduð fyrir skaðlegu efni og neteinelti.</p> <p style="text-align: start;">UNICEF hefur í&nbsp;samstarfi við margar alþjóðastofnanir gefið út leiðbeiningar og tilmæli þar sem stjórnvöld, fjarskiptafyrirtæki, skólastarfsmenn og foreldrar eru hvött til að vera á varðbergi, gera nauðsynlegar ráðstafanir og tryggja öryggi barna meðan á aðgerðum vegna&nbsp;COVID-19 stendur.</p> <p style="text-align: start;">„Í skugga&nbsp;COVID-19 hefur líf milljóna barna skroppið saman og einskorðast nú við heimili þeirra og skjái. Við verðum að vísa þeim veginn í þessum nýja veruleika,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF, í tilkynningu. „Við hvetjum stjórnvöld og fyrirtæki til að taka höndum saman og tryggja öryggi barna og unglinga á netinu með auknum öryggisráðstöfunum og nýjum verkfærum sem hjálpa foreldrum og kennurum að mennta börnin í að nota&nbsp;netið&nbsp;á öruggan hátt.“</p> <p>Bráðabirgðaaðgerðir sem lagðar eru til af hópnum&nbsp;<a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/covid-19_and_its_implications_for_protecting_children_online_technical_note.pdf"><span style="color: windowtext; text-decoration: none;">má lesa í heild sinni hér.</span></a></p>

14.04.2020Mannúðaraðstoð af hálfu stjórnvalda nýtur stuðnings 90% þjóðarinnar

<span></span> <p>Stuðningur við mannúðaraðstoð af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur aukist um rúmlega sex prósentustig milli ára. Samkvæmt nýrri könnun fyrir utanríkisráðuneytið telja rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum (90,3%) mjög eða fremur mikilvægt að íslensk stjórnvöld veiti mannúðaraðstoð. Innan við tvö prósent (1,6%) telja það alls ekki mikilvægt. Könnunin leiðir í ljós að sex af hverjum tíu Íslendingum (59%) leggja fram fjármagn úr eigin vasa til góðgerðarsamtaka.</p> <p>Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands nýtur sem fyrr mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og niðurstöður könnunar Maskínu sýna að 70 til 84 prósent svarenda eru jákvæð um flesta þætti hennar. Tæplega 80 prósent (77,8%) telja mikilvægt að íslensk stjórnvöld veiti þróunarríkjum og íbúum þeirra aðstoð. Enn fleiri (83,6%) telja að þróunarsamvinna eigi markvisst að stuðla að aukinni virðingu fyrir mannréttindum í þróunarríkjum. </p> <p>Þeim sem telja að þróunarsamvinna eigi markvisst að stuðla að jafnrétti kynjanna í þróunarmálum fjölgar milli ára, úr 74,6% í fyrra upp í 77,2%. Þá telja langflestir (75,8%) að þróunarsamvinna leiði til frekari friðsældar og sanngirni, og litlu færri (73,9%) telja að hún sé árangurrík leið til að draga úr fátækt í þróunarríkjum, svipaður fjöldi (72,5%) telja þróunarsamvinnu stuðla að minnkandi straumi flóttafólks og (70,4%) telja að hún eigi markvisst að stuðla að umbótum í umhverfis- og loftslagsmálum.</p> <p>Af öðrum áhugaverðum spurningum í könnuninni má nefna að nokkru fleiri (64,5%) en í fyrra (60,2%) telja að aukin hagsæld í þróunarríkjunum hafi jákvæð áhrif fyrir Íslendinga og rúmlega sex af hverjum tíu eru áfram þeirrar skoðunar að það þjóni hagsmunum Íslands – til dæmis með fjölgun viðskiptatækifæra og opnun nýrra markaða – að draga úr fátækt í þróunarríkjum.</p> <p>Könnunin leiðir í ljós að þekking á Sameinuðu þjóðunum er fremur lítil, aðeins liðlega tæplega þriðjungur telur sig þekkja fremur vel eða mjög vel til stofnunarinnar. Hins vegar er mikill stuðningur við Sameinuðu þjóðirnar og 77,3% eru jákvæð gagnvart aðild okkar. Mjög fáir þekkja til alþjóðlegu skólanna fjögurra á sviði jarðhita, sjávarútvegs, landgræðslu og jafnréttis sem reknir eru hér á landi, núna undir merkjum UNESCO, en aðeins 11% segjast þekkja fremur vel eða mjög vel til þeirra. Enn færri þekkja til Alþjóðabankans í Washington, aðeins um 8 prósent, og stuðningurinn endurspeglar litla þekkingu, en ríflega 30% segjast jákvæðir gagnvart þátttöku Íslands í störfum Alþjóðabankans, sem er stærsta stofnunin á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu í heiminum.</p> <p>Markmið könnunarinnar er að bæta upplýsingamiðlun til almennings um störf og stefnu utanríkisþjónustunnar. Svarendur úr Þjóðgátt Maskínu voru 925.</p> <p>Helstu niðurstöður könnunarinnar má finna&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/Skjol---Frettatengt/konnun2020.pdf">hér</a>.</p>

07.04.2020COVID-19: Óttast að þrjár milljónir láti lífið í þróunarríkjunum

<p>Barnaheill<span style="letter-spacing: -0.75pt;"> </span>–<span style="letter-spacing: -0.75pt;"> </span>Save<span style="letter-spacing: -0.75pt;"> </span>the<span style="letter-spacing: -0.7pt;"> </span>Children<span style="letter-spacing: -0.75pt;"> </span>hefur hrundið af stað umfangsmesta fjáröflunarátaki í hundrað ára sögu samtakanna. Stefnt er að því að safna 14,6 milljörðum íslenskra króna – hundrað milljónum bandarískra dala – <span style="letter-spacing: -0.1pt;"></span>til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í COVID-19<span style="letter-spacing: -0.1pt;"> </span>heimsfaraldrinum. Samtökin vara við því að nú þegar kórónaveiran breiðist út í þróunarlöndum sé hætta á því að um þrjár milljónir manna láti lífið, verði ekki strax brugðist við útbreiðslu hennar.</p> <p>Frá því að faraldurinn hófst hafa Barnaheill – Save the Children brugðist við þörfum barna á svæðum þar sem smit hafa komið upp, eins og í Kína, Bandaríkjunum og um alla Evrópu, að því er fram kemur í frétt Barnaheilla.</p> <p>Inger<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>Ashing,<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>framkvæmdastjóri<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>alþjóðasamtakanna<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>hefur<span style="letter-spacing: -0.5pt;"> </span>miklar áhyggjur af þróunarríkjum og segir börn nú þegar farin að líða fyrir<span style="letter-spacing: 1.15pt;"> </span>óviðunandi heilbrigðiskerfi. ,,Við höfum öll séð hvernig Covid-19 hefur umturnað lífi fólks út um allan heim. Faraldurinn dreifist nú um í fátækustu ríkjum heims þar sem heilbrigðiskerfi eru veik fyrir. Börn hafa nú þegar<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>fundið<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>fyrir<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>afleiðingum<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>þess<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>og<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>fá<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>ekki<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>viðeigandi<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>meðferð<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>við<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>malaríu,<span style="letter-spacing: -0.35pt;"> </span>lungnabólgu<span style="letter-spacing: -0.3pt;"> </span>og vannæringu. Það er nauðsynlegt að við grípum til skjótra<span style="letter-spacing: -0.05pt;"> </span>aðgerða.“</p> <p>Með þeim fjármunum sem safnast munu Barnaheill – Save the Children styrkja núverandi starfsemi sína svo hægt sé að takast á við áhrif kórónaveirunnar. Það verður gert með því að vernda og styðja við börn á þeim svæðum sem verða hvað verst úti og búa við fátækt, eru á flótta eða búa á átakasvæðum. Það felur einnig í sér að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita fjárhagsstuðning til fjölskyldna sem missa tekjur vegna ástandsins, styðja við fylgdarlaus börn og tryggja börnum áframhaldandi aðgang að menntun.</p> <p>Fram kemur í frétt Barnaheilla að alþjóðasamtökin hafi vaxandi áhyggjur af útbreiðslu veirunnar í flóttamannabúðum víða um heim og í Sýrlandi og Jemen þar sem stríð ríkir og innviðir eru veikir. „Heilbrigðiskerfin í þessum löndum eru gífurlega brotin og ekki í stakk búin til þess að takast á við faraldurinn,“ segir í fréttinni.</p> <p><span><a href="http://www.barnaheill.is/neydarkall_covid19" target="_blank">Fjáröflunarsíða Barnaheilla</a></span></p>

06.04.2020Heimilisofbeldi: Hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallar eftir leiðum til að bregðast við gífurlegri fjölgun tilvika heimilisofbeldis gegn konum og stúlkum, í ljósi takmarkana á ferðum fólks og útgöngubanni víða um heim vegna COVID-19 farsóttarinnar. Guterres hvatti í síðustu viku til vopnahlés á heimsvísu en segir að ofbeldi sé ekki bundið vígvellinum og „fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest: á heimilum þeirra.“</p> <p>Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum segir að sambland efnahagslegs og félagsleg álags á tímum farsóttarinnar, ásamt hvatningu til fólks um að halda sér heima, hafi leitt til þess að heimilisofbeldi hafi aukist. Fyrir tíma faraldursins hafi tölur sýnt að þriðjungur kvenna um allan heim hafði sætt einhvers konar ofbeldi á ævinni. </p> <p>„Saman getum við og verðum við að afstýra ofbeldi alls staðar, bæði á átakasvæðum og á heimilum fólks, á samt tíma og við berjumst gegn COVID-19,“ segir António Guterrs.</p> <p><strong>Konur berskjaldaðri segir UN Women</strong></p> <p>UN Women á Íslandi segir það staðreynd að i neyð sem þessari séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi og því miður fari tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgandi með hverjum deginum.</p> <p>„Konur sinna 70% starfa í framlínu heilbrigðis- og félagsþjónustu&nbsp;ásamt því að eyða þrefalt meiri tíma í ólaunuð umönnunarstörf&nbsp;en karlmenn, á heimsvísu. Reynslan af fyrri farsóttum (ebóla&nbsp;og zika) sýnir að þau sem sinna þessum störfum eru í meiri sýkingarhættu en önnur.“ </p> <p>UN Women greinir þarfir kvenna og tryggir að viðbragðsaðilar komi til móts við þarfirnar á þeirra eigin forsendum með því að:</p> <ul> <li>Veita konum sem beittar eru heimilisofbeldi aðgang að; viðeigandi þjónustu, lögreglu, neyðarmóttöku og viðeigandi athvörfum.</li> <li>Þrýsta á og auka réttindi kvenna á vinnumarkaði svo sem sveigjanlegan vinnutíma vegna veikinda í fjölskyldu, takmarka tekjuskerðingu til dæmis vegna lokana og útgöngubanns.</li> <li>Tryggja jaðarsettum hópum kvenna aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um faraldurinn, líkt og konum sem búa við fötlun, í dreifbýli og við fátækt.</li> </ul>

03.04.2020Ellefu ríki hafa þegar fallist á vopnhlé

<span></span> <p>Ellefu ríki sem eiga aðild að stríðsátökum hafa fallist á að leggja niður vopn samkvæmt tilmælum Sameinuðu þjóðanna. Þjóðirnar sem um ræðir eru Filipsseyjar, Jemen, Kamerún, Kólombía, Líbía, Mjanmar, Mið-Afríkulýðveldið, Suður-Súdan, Súdan, Sýrland og Úkraína. Sjötíu ríki hafa lýst yfir stuðningi við vopnahlé á heimsvísu.</p> <p>António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ítrekaði í dag hvatningu sína um að „vopnaðar fylkingar” um allan heim leggi niður vopn til að greiða fyrir baráttunni gegn COVID-19. Hann birti ákall sitt um alheimsvopnahlé 23. mars og sagði í dag að nú þegar hafi verið brugðist jákvætt við hvatningu hans. Hann hefur lýst yfir því að COVID-19 sé mesta þolraun sem heimurinn hafi staðið frammi fyrir frá því Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 75 árum.</p> <p><span></span>„Það er breitt bil á milli orða og athafna,” sagði Guterres. „Það getur verið langt á milli þess að tala um frið og að það skili sér í betra lífi fyrir fólkið sem á í hlut.” Hann sagði að með því að stöðva átök „væri hægt að skapa aðstæður til þess að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til skila.“ Guterres kvaðst óttast að COVID-19 gæti orðið olía á eld pólitískrar spennu og ofbeldis.</p> <p>„Okkur ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að friði og þeirri einingu sem er heiminum nauðsyn til að berjast gegn COVID-19,“ sagði António Guterres.</p>

02.04.2020UNICEF óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Kongó

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óttast að COVID-19 verði til þess að heilbrigðiskerfi Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó hrynji. Laskað heilbrigðiskerfi þurfi verulegan stuðning til að halda uppi vörnum gegn yfirstandandi faraldri mislinga og kóleru sem hafi þegar orðið þúsundum barna að aldurtila. „Nú bætist við ógnin af&nbsp;COVID-19 sem gæti veitt heilbrigðiskerfi Afríkuríkisins náðarhögg,“ segir í frétt UNICEF sem byggir á nýbirtri skýrslu stofnunarinnar.</p> <p>Í <a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/uni315361.pdf" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;kemur fram að átakið við að hemja&nbsp;ebólu-faraldurinn, sem geisaði í austurhluta landsins á síðustu misserum, hafi tekið bróðurpart bolmagns heilbrigðiskerfisins. Á meðan hafi baráttan við aðra banvæna faraldra setið á hakanum.</p> <p>UNICEF segir að frá ársbyrjun 2019 hafi mislingafaraldur, sá versti í heiminum, kostað 5.300 börn undir fimm ára aldri lífið. Þá hafi 31 þúsund tilfelli af kóleru greinst. Nú fjölgi tilfellum kórónaveirunnar hratt og fyrirfram hafi verið vitað að Kóngó yrði eitt verst setta Afríkuríkið til að takast á við faraldurinn.</p> <p>„Margar opinberar heilbrigðisstofnanir eru illa búnar, illa mannaðar og illa fjármagnaðar. Þar er jafnvel skortur á aðgengi að hreinu vatni og hreinlæti mjög bágborið. Hlutfall bólusetninga, sem fyrir var lágt, hefur lækkað verulega í mörgum héruðum síðastliðið ár. 3,3 milljónir barna í landinu fá ekki þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa á að halda. Rúmlega 9 milljónir barna, eitt af hverjum fimm börnum undir 18 ára aldri, þarfnast mannúðaraðstoðar af einhverju tagi,“ segir í <a href="https://unicef.is/i-kongo-er-covid-adeins-ein-af-morgum-drepsottum-sem-ogna-bornum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</p> <p>Þar segir enn fremur að mörg viðkvæmustu börnin búi í þremur héruðum í austurhluta landsins þar sem átök og&nbsp;ebólafaraldur&nbsp;hafi komið illa niður á samfélögum og skipulagðar árásir uppreisnarhermanna á heilbrigðisstofnanir hafa gert illt verra. „Nærri milljón manns þurftu að flýja heimili sín á síðasta ári,“ segir UNICEF.</p>

01.04.2020Ísland styður ákall um vopnahlé á heimsvísu

<p>Ísland tekur undir <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/30/Statement-on-behalf-of-53-countries-Call-for-an-immediate-global-ceasefire/">yfirlýsingu</a>&nbsp;53 ríkja sem lýsa stuðningi við ákall António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á heimsvísu. Hvatt er til þess að þjóðir heims beini spjótum sínum gegn heimsfaraldri kórónaveiru.</p> <p>Ríkin lýsa sérstaklega yfir áhyggjum af stöðu kvenna og barna, auk þess sem áhersla er lögð á jaðarsetta hópa, fátækari ríki og flóttafólk. Einnig er lýst yfir stuðningi við aðgerðir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og annarra stofnana SÞ til að tryggja vernd borgara í ríkjum þar sem átök geisa. Að lokum er þökkum komið á framfæri til mannúðar- og heilbrigðisstarfsfólk í framlínu heimsfaraldursins.</p> <p><strong>Óttast stríðsátök</strong></p> <p>Að mati António Guterres er heimsfaraldurinn vegna kórónaveirunnar mesta ógn sem steðjað hefur að mannkyni frá lokum síðari heimstyrjaldar. Hann sagði faraldinn ógn við alla íbúa jarðarinnar og efnahagslegan skell geta leitt til kreppu sem ætti sér ekki hliðstæðu á síðari tímum. Hann kvaðst einnig óttast að faraldurinn verði kveikja að stríðsátökum.</p> <p>Guterres telur eina varnarleikinn í stöðunni felast í alþjóðlegri samstöðu og samvinnu, „að allir sýni samstöðu og gleymi pólitískum leikjum og átti sig á því að mannkynið er í húfi,“ eins og hann orðaði það.</p> <p> Guterres kveðst jafnframt heilshugar styðja heilshugar tillögu forseta Frakklands, Rússlands og Þýskalandskanslara, sem lögð var fram á fundi G20 ríkjanna í síðustu viku, að þau ríki tækju höndum saman um sérstakan stuðning við ríki Afríku.</p> <p><a href="http://www.un.org/sites/un2.un.org/files/sg_report_socio-economic_impact_of_covid19.pdf" target="_blank">Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um félagsleg- og efnahagsleg áhrif COVID-19</a></p>

31.03.2020Stafræn fjáröflunarherferð Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) hefur hrundið af stað <a href="https://donate.unfpa.org/us-en/covid-19-3?_ga=2.34774113.1735095748.1585436087-1857838421.1554131004" target="_blank">stafrænni fjáröflunarherferð</a>&nbsp;til stuðnings þeim sem þjást af ósýnilegum afleiðingum COVID-19 faraldursins, þar á meðal konum og stúlkum sem ganga ekki lengur að öruggum stuðningi á meðgöngu og við fæðingu. Sjóðurinn leggur áherslu á að öryggi barnshafandi kvenna á meðgöngu og við fæðingu kalli á strangar varúðarráðstafanir til að draga úr smitleiðum kórónaveirunnar.</p> <p>Meginverkefni UNFPA eru á sviði kyn- og frjósemisréttinda og Natalia Kanem framkvæmastýra sjóðsins varar við því að konur, stúlkur og heilbrigisstarfsmenn megi ekki gleymast nú þegar heimurinn bregst við alvarlegustu heilsuvá síðustu hundrað ára. Hún segir að faraldurinn reyni mjög á heilbrigðiskerfi þjóða um allan heim.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/c2_unfpa_covid19%20(004).png?amp%3bproc=SmallImage" style="float: left;" />Natalia bendir á að jafnan á krepputímum verði truflun á brýnni heilbrigðisþjónustu á sviði kyn- og frjósemisréttinda og geta yfirvalda til að bregðast til dæmis við kynbundnu ofbeldi kunni að minnka, á sama tíma og konur og stúlkur þurfi mest á þeirri þjónustu að halda.</p> <p>„Nú er tími samstöðu, einbeitingar og óeigingirni. Við megum ekki gleyma því að til er fólk sem ber ekki mikið á en er í mikilli hættu vegna afleiðinga faraldursins,“ segir Kanem og vísar þar meðal annars til barnshafandi kvenna, sem þurfi umönnun á meðgöngu en vita ekki fyrir víst hvort óhætt sé að fara á heilsugæslustöðina, og kvenna í ofbeldissamböndum sem óttast um líf sitt en komast ekki út af heimilinu. </p> <p>Mannfjöldasjóðurinn vinnur með stjórnvöldum ríkja að því að forgangsraða þörfum kvenna og stúlkna í samræmi við markmið sjóðsins um að tryggja gerð fjölskylduáætlana, vinna að forvörnum gegn mæðradauða, kynbundnu ofbeldi og skaðlegum siðum, fyrir árið 2030, samkvæmt heimsmarkmiðunum.</p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu í síðustu viku þar sem hann hvatti til allsherjarvopnahlés í heiminum að konur og börn væru meðal þeirra þjóðfélagshópa<span>&nbsp; </span>sem væru hvað viðkvæmastir á átakasvæðum og væru í hvað mestri hættu að verða fyrir tjóni í faraldrinum sem nú geisar.</p> <p><a href="https://unfpa.org" target="_blank">Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA)</a> er ein fjögurra lykilstofnana sem Ísland styður í fjölþjóða þróunarsamvinnu.</p>

30.03.2020Óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins í Afríku

<span></span><strong><span></span></strong> <p><span>&nbsp;</span>„Afríka fer verst út úr þessum faraldri,“ segir Senait Bayessa, svæðisstýra SOS Barnaþorpanna fyrir Austur- og Suður-Afríku. „Heilbrigðiskerfi margra afrískra landa eru nú þegar sprungin af völdum annarra sjúkdóma og eru ekki í stakk búin að taka á faraldri af þessari stærðargráðu.“ Fulltrúar SOS Barnaþorpanna óttast hræðilegar afleiðingar faraldursins þegar hann leggst að fullum þunga á álfuna.</p> <p style="text-align: start;">„Fjöldi veirupinna, aðstaða til að mæla stóra hópa fólks, innleiðsla forvarna og úrræði fyrir meðhöndlun sýktra einstaklinga er stórlega ábótavant í Afríku,“ segir í frétt SOS Barnaþorpanna á Ísalndi.&nbsp;„Þá eru möguleikar á vitundavakningu um það hvernig forðast beri smit óullnægjandi og viðbúið er að spítalar yfirfyllist með þeim afleiðingum að dánartölur verði háar. Þetta mun svo enn frekar lama efnahag Afríku sem fyrir er mjög brothættur.“</p> <p><span>&nbsp;</span>„Flestar fjölskyldur í Afríku búa við fátækt og daglega baráttu við að útvega sér mat. Bara það mun gera fólki enn erfiðara fyrir með að forðast nálægð við annað fólk og smit,“ segir Bayessa. Hún segir að faraldurinn muni koma sérstaklega illa niður á börnum í Afríku. Hún bendir á að vegna HIV/AIDS hafi mörg börn misst foreldra sína og rannsóknir frá fimm Afríkjuríkjum sýni að helmingur allra barna búi hjá ömmu sinni og afa. Þar sem eldra fólk sé berskjaldaðra fyrir Covid-19 veirunni sé viðbúið að mörg börn sem höfðu áður misst foreldra sína, missi nú líka ömmu sína og afa.</p> <p>Dr. Deqa Dimbil, læknir í Mogadishu í Sómalíu, tekur undir þessar áhyggjur Bayessa. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er versnandi efnahagsástand. Hér verður hungursneyð og við munum ekki geta séð fyrir okkur. Sá tímapunktur kemur að dauðsföll af völdum veirunnar verða minnsta áhyggjuefnið. Við þurfum að búa okkur undir þá staðreynd að börn munu missa foreldra.“</p> <p><strong>Neyðarsöfnun SOS</strong></p> <p style="text-align: start;">SOS Barnaþorpin víðsvegar um Afríku gera nú ráðstafanir til að mæta ógninni sem er framundan og barnaþorpin sjálf eru vel í stakk búin til að minnka líkur á smiti innan þeirra. Mikið álag hefur verið á SOS Barnaþorpunum um heim allan.</p> <p style="text-align: start;">„Kostnaður samtakanna úti í heimi eykst hratt á meðan framlögum fer fækkandi. Þess vegna hefur verið blásið til söfnunar um heim allan til að bregðast við ástandinu. SOS Barnaþorpin á Íslandi settu af stað söfnun í byrjun vikunnar og hafa nú þegar safnast um tvær milljónir króna,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi.</p> <p style="text-align: start;">Ákall hefur komið um aðstoð frá SOS Barnaþorpunum á Ítalíu og viðbúið er að SOS í fleiri löndum þurfi á aðstoð að halda, sérstaklega í Afríku. „Við munum senda þá fjármuni sem safnast til SOS í því landi þar sem þörfin er talin mest hverju sinni,“ segir Hans.</p> <p style="text-align: start;"><a href="https://neyd.sos.is/" target="_blank">Neyðarsöfnun SOS</a></p>

26.03.2020Smitum fjölgar með ógnarhraða í Afríku

<span></span> <p>Tilfellum Covid-19 fjölgar hratt í Afríku og setur gríðarlegt álag á heilbrigðisstofnanir í álfunni. Að mati Barnaheilla – Save the Children eru flestar þeirra ekki í stakk búnar til að takast á við það aukna álag sem sjúkdómnum fylgir. „Nú hafa alls 2,412 tilfelli verið staðfest í 43 löndum í Afríku – en það er 500% aukning frá 17. mars. Suður-Afríka hefur flest staðfest smit af Covid-19 og Burkina Faso þar á eftir,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/covid-19-tilfellum-fjolgar-i-afriku-um-meira-en-500-a-einni-viku" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla.</p> <p>„Útbreiðsla veirunnar vekur upp miklar áhyggjur þar sem veiran getur yfirtekið heilbrigðiskerfið í allri álfunni ef smittíðni heldur áfram að hækka. Ef veiran heldur áfram að breiðast út með þessum hraða eru þúsundir barna í hættu en aukin smittíðni getur valdið röskun á næringu barna, bólusetningum og annarri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsmenn eiga á hættu að veikjast sem getur valdið miklum usla í heilbrigðiskerfinu,“ segir Barnaheill.</p> <p>Samtökin benda á að börn víða um álfuna þjáist af vannæringu og deyi úr banvænum sjúkdómum á borð við malaríu, lungnabólgu og niðurgangi og því sé hætta á að Covid-19 dragi úr aðgerðum gegn þessum banvænu sjúkdómum. Hætta sé á því að fjöldi heilbrigðisstofnana standist ekki álagið sem fylgir Covid-19 og þurfi að forgangsraða aðgerðum.</p> <p>„Til þess að styðja við börn og fjölskyldur þeirra í Afríku og annars staðar í heiminum, þar sem þörfin er mikil vegna Covid-19, kalla Barnaheill - Save the Children eftir aukinni aðstoð til þess að vernda börn í löndum sem verða fyrir barðinu á Covid-19. Það verður gert með því að auka stuðning við heilbrigðiskerfi, veita börnum andlegan stuðning og styðja við börn sem missa foreldra sína úr Covid-19.“</p> <p>Stjórnvöld víðs vegar um Afríku hafa nú þegar brugðist við Covid-19 með því að koma á útgöngubanni, draga úr flugsamgöngum og standa fyrir hreinlætisherferðum fyrir almenning. En í ljósi þess hve hröð útbreiðsla veirunnar hefur verið undanfarna daga telja Barnaheill - Save the Children þörf á hertari aðgerðum. Þau hvetja alþjóðasamfélagið til þess að auka fjármagn til stuðnings við ríkisstjórnir í Afríku. </p>

26.03.2020Sameinuðu þjóðirnar: Alþjóðleg aðgerðaráætlun vegna kórónaveirunnar

<span></span> <p><span>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fór í gær fram á 268 milljarða króna fjárhagsaðstoð til að standa straum af mannúðaraðstoð við þau ríki sem höllustum fæti standa gagnvart kórónafaraldrinum. Veiran hefur nú skotið rótum í öllum heimshornum og náð til ríkja sem þegar eiga undir högg að sækja vegna vopnaðra átaka, náttúruhamfara og loftslagsbreytinga. „COVID-19 er ógn við gjörvallt mannkyn og því verður mannkynið allt að hefja gagnsókn. Við verðum að koma þeim til aðstoðar sem eru sérstaklega berskjaldaðir,” segir Guterres.</span></p> <p><strong><span>„</span></strong><span>Sameinuðu þjóðirnar biðja um mannúðaraðstoð til að verja milljónir manna og koma í veg fyrir að kórónaveiran nái að fara annan hring í kringum hnöttinn,“ segir í frétt frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, UNRIC. Þar segir að aðgerðaráætluninni verði hrundið í framkvæmd af stofnunum Sameinuðu þjóðanna og beinni þátttöku almannasamtaka.</span></p> <p><span>Markmiðin séu að koma til skila búnaði til að greina veiruna og til að sinna sjúklingum, koma upp handþvottaaðstöðu í flóttamannabúðum og á almannafæri þar sem þörf krefur, skipuleggja upplýsingaherferð um það hvernig almenningur getur varið sig og aðra fyrir veirunni – og að koma upp loftbrú og miðstöðvum um alla Afríku, Asíu og Suður-Ameríku til þess að flytja hjálparstarfsfólk og birgðir þangað sem þörfin er mest.</span></p> <p>Til að koma aðgerðaáætluninni af stað hefur þegar verið veitt&nbsp;60 milljónum bandarískra dala úr Neyðarsjóði Sameinuðu þjóðanna (CERF) til viðbótar við þær 15 milljónir sem sjóðurinn hafði áður lagt fram vegna heimsfaraldursins. Framlagið fer meðal annars til þess að styðja Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) til að viðhalda samfellu í birgðakeðju, flutningi starfsfólks og hjálpargagna, styðja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) í aðgerðum sem miða að því að stöðva útbreiðslu&nbsp;heimsfaraldursins, og til að styðja aðrar stofnanir sem veita mannúðaraðstoð og þeim vernd sem verst hafa orðið fyrir barðinu á heimsfaraldrinum, þar á meðal stúlkum, konum, flóttafólki og fólki á vergangi.</p> <p><span>Mark Lowcock mannúðarstjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það væri grimmilegt og óskynsamlegt að snúa baki við fátækustu og berskjölduðust þjóðunum. „Ef kórónaveiran fær að breiðast út óáreitt verða líf milljóna manna í hættu, heilu heimshlutarnir kynnu að verða glundroða að bráð og veiran gæti farið annan hring um plánetuna.”</span></p> <p>Rúmlega 21 þúsund manns hafa látið lífið á heimsvísu vegna&nbsp;COVID-19 og fjöldi staðfestra tilfella er rúmlega 473 þúsund.</p> <p>Sjá nánar frétt <a href="https://unric.org/is/sth-bidja-um-adstod-handa-fataekum-rikjum-vegna-covid-19/" target="_blank">UNRIC</a>: <span style="background: white; color: black;">SÞ biðja um aðstoð handa fátækum ríkjum vegna COVID-19</span></p> <p>Sjá nánar frétt <a href="https://unicef.is/althjodleg-aetlun-sameinudu-thjodanna-vegna-covid19" target="_blank">UNICEF</a>: Sameinuðu þjóðirnar hrinda í framkvæmd alþjóðlegri aðgerðaáætlun vegna COVID-19</p>

24.03.2020Kórónaveiran veikir stöðu kvenna

<span></span> <p>„Neyð ýtir alltaf undir kynjamismunun,“&nbsp;segir Maria Holtsberg, sérfræðingur í mannréttindum og neyð hjá UN Women í Asíu og Kyrrahafseyjum. Hún segir jafnframt að kórónaveirufaraldurinn hafi&nbsp;ólík áhrif á konur og karla í Asíu og veiki stöðu kvenna á mörgum vígstöðvum.</p> <p>Fulltrúar UN Women í Asíu segja það staðreynd að í neyðaraðstæðum séu konur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. Á meðan helsta verkefni lögreglu hafi verið að halda faraldrinum í skefjum hafa tilkynningar og fyrirspurnir þolenda vegna heimilisofbeldis til hjálparsamtaka í Peking þrefaldast eftir að sóttkví hófst.&nbsp;„Skerðing á þjónustu við konur, svo sem almennar heilsufarsskoðanir og þjónusta við konur sem verða fyrir ofbeldi, er okkur mikið áhyggjuefni“, segir Holtsberg.</p> <p>Samkvæmt UN Women í Asíu hefur faraldurinn hvað mest efnahagsleg áhrif á konur.&nbsp;Víða í Austur-Asíu bera konur þyngstu byrði ólaunaðra&nbsp;umönnunarstarfa og eftir að skólar lokuðu hefur það haft viðamikil áhrif á stöðu kvenna á atvinnumarkaði, sem komast&nbsp;síður til vinnu en makar þeirra.&nbsp;Konur frá Filipseyjum eru meirihluti þeirra sem vinna þjónustustörf en á meðan neytendur halda að sér höndum geta þær ekki unnið og þar af leiðandi ekki sent tekjur til fjölskyldna sinna. Þá verða konur á tímakaupi, eigendur smárra fyrirtækja og konur sem starfa í þeim verksmiðjum sem reiða sig á hráefni frá Kína einnig fyrir miklu tekjutapi.</p> <p>Um 400 þúsund konur frá Filipseyjum og Indónesíu starfa við heimilisstörf í Hong Kong.&nbsp;Staða þeirra gagnvart vinnuveitanda er mjög veik. Þær eru hvattar af yfirvöldum til að halda sig innandyra á frídögum sínum vegna smithættu og lenda því oft í að vinna ógreidda vinnu fyrir vinnuveitandann, eða er hótað uppsögn vinni þær ekki þá daga. Heilsu þeirra er einnig ógnað ef vinnuveitendur þeirra gefa þeim ekki handspritt og andlitsgrímur, en verð á þessum vörum hefur farið upp úr öllu valdi og ekki á færi þeirra að kaupa þær sjálfar.&nbsp;Síðast en ekki síst eru konur 70% þeirra sem starfa í framlínunni í Kína um þessar mundir bæði innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar.</p> <p><strong>Neyð hefur ólík áhrif á líf kvenna og karlmanna</strong></p> <p>Mikilvægt er að þær stofnanir og aðilar sem veita mannúðaraðstoð starfi eftir kynjamiðuðum ferlum og átti sig á að neyðarástandið hefur ólík áhrif á líf kvenna og karlmanna. „Það er mikilvægt að mismunandi þarfir kvenna og karla verði hafðar í huga í komandi bataferli,“&nbsp;segir Mohammad Naciri, svæðisstjóri UN Women í Asíu og í Kyrrahafseyjum en konum er oftar en ekki haldið utan við ákvarðanatökur í neyð.&nbsp;</p> <p>Kórónaveiran ýtir undir kynjamismunun í Asíu, heimilisofbeldi eykst í sóttkvíum og tekjumöguleikar kvenna skerðast frekar en karla.&nbsp;Eitt af mikilvægustu verkefnum UN Women er að&nbsp;tryggja að raddir kvenna í neyð heyrist, taka mið af þörfum þeirra og kvenmiða neyðaraðstoð.</p> <p><a href="https://unwomen.is/">Vefur UN Women á Ísland</a>i</p>

23.03.2020Tímabundið dregið úr starfsemi sendiráða Íslands í Afríku

Sendiráð Íslands í Úganda og Malaví munu draga úr starfsemi sinni næstu vikur vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Útsendir starfsmenn munu snúa heim tímabundið. Er það gert í ljósi ferðatakmarkana sem settar hafa verið á í þessum ríkjum og þeirrar óvissu sem framundan er um útbreiðslu veirunnar og flugframboð í heiminum. <br /> <br /> Sendiráðin hafa umsjón með tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands í Malaví og Úganda. Flest verkefna eru unnin með héraðsyfirvöldum og alþjóðastofnunum í ríkjunum og er stýrt af þarlendu starfsfólki. Svo lengi sem aðstæður leyfa verður þessum verkefnum haldið áfram. Umdæmi sendiráðsins í Kampala í Úganda nær að auki til Kenía, Eþíópíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Namibíu og Afríkusambandsins í Addis Ababa og sinnir sendiráðið jafnframt fastanefnd Íslands hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) í Næróbí. <br /> <br /> Á meðan starfsemi er í lágmarki verða skrifstofur sendiráðanna lokaðar en hægt er að hafa samband við sendiráðið í Kampala í gegnum netfangið [email protected] og í síma +256 312 531 100 eða +354 545 7455 og sendiráðið í Lilongwe í gegnum netfangið [email protected] í síma +265 888 960 464/999 960 464. <br /> <br /> Viðbúið er að faraldurinn geti aukið enn frekar á þá neyð sem nú þegar er fyrir hendi á svæðum þar sem sárafátækt ríkir og jafnvel skapað óróa. Ísland hyggst leggja þeim svæðum lið í samstarfi við alþjóðastofnanir og mannúðarsamtök.<br />

23.03.2020COVID 19: Aukin hætta á að börn sæti ofbeldi

<span></span> <p>UNICEF&nbsp;hvetur stjórnvöld um allan heim til að tryggja öryggi og velferð barna í því félags- og efnahagslega ástandi sem skapast hefur vegna&nbsp;Covid-19 heimsfaraldursins. Miðað við fyrri reynslu má áætla að hundruð milljóna barna um allan heim séu í aukinni hættu á að sæta vanrækslu, kynbundnu ofbeldi, misnotkun og félagslegri útilokun vegna þeirra aðgerða sem grípa hefur þurft til.</p> <p>UNICEF&nbsp;ásamt samstarfsaðilum sínum gefið út leiðbeiningar fyrir stofnanir og stjórnvöld til að styðjast við í þessum efnum.</p> <p>Á nokkrum vikum hefur&nbsp;Covid-19 raskað lífi barna og fjölskyldna um allan heim verulega. Sóttvarnaraðgerðir á borð við skólalokanir og útgöngubann hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað verulega hefðbundnu daglegu lífi og stuðningskerfi barna. Þá setja aðgerðirnar aukið álag á foreldra og forráðamenn sem missa úr vinnu á erfiðum og efnahagslega viðkvæmum tímum.</p> <p>Í tilkynningu frá&nbsp;UNICEF&nbsp;segir að fregnir hermi að í Kína hafi aukning orðið á heimilisofbeldi gegn stúlkum og konum í kjölfar faraldursins þar. „Þessi sjúkdómur er á margan hátt að ná til barna og fjölskyldna langt umfram þá sem sýkst hafa,“ segir&nbsp;Cornelius&nbsp;Williams, yfirmaður barnaverndar hjá&nbsp;UNICEF. „Skólum hefur verið lokað, foreldrar eiga erfitt með að hugsa um börnin og láta enda ná saman. Hættumerkin eru víða sé litið til barnaverndar. Þessar leiðbeiningar veita stjórnvöldum grunn af hagnýtum atriðum til að byggja á til að tryggja öryggi barna á þessum óvissutímum,“ bætir Williams við.</p> <p>UNICEF segir í <a href="https://unicef.is/aukin-haetta-a-ad-born-saeti-ofbeldi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef sínum að í gegnum tíðina hafi það sýnt sig að tilfellum ofbeldis og misnotkunar gegn börnum hafi fjölgað í kringum faraldra og mikla heilbrigðisneyð. „Svo dæmi sé tekið urðu skólalokanir í&nbsp;ebólafaraldrinum&nbsp;í Vestur-Afríku frá 2014 til 2016 til þess að veruleg aukning varð á barnaþrælkun, vanrækslu, kynferðislegri misnotkun og þungunum hjá unglingsstúlkum. Til dæmis tvöfaldaðist fjöldi þungana hjá unglingsstúlkum í Síerra Leone&nbsp;í 14 þúsund í faraldrinum.“&nbsp;&nbsp;</p> <p>Mælt er með því að stjórnvöld í hverju landi gæti þess að barnavernd verði hluti allrar áætlanagerðar um&nbsp;Covid-19 forvarnar og meðhöndlunarúrræði.&nbsp;</p> <p>Hlaða má skjalinu niður <a href="https://www.unicef.org/documents/technical-note-protection-children-coronavirus-disease-2019-covid-19-pandemic" target="_blank">hér</a>.</p>

20.03.2020Við eigum í stríði við veiru

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í gær þjóðir heims til að sameinast í baráttunni gegn kórónaveirunni og COVID-19. „Heimur okkar stendur andspænis sameiginlegum óvini. Við erum í stríði við veiru,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn á blaðamannafundi sem fram fór með fjarfundabúnaði frá höfuðstöðvum samtakanna í New York.</p> <p>Hann varaði við því að núverandi viðspyrna hvers lands fyrir sig væri ekki nóg til að takast á við hnattrænt umfang hennar. Hamfarirnar væru margslungnar og baráttan gegn veirunni krefðist fjölþjóðlegs átaks. Guterres hvatti til samstöðu ríkja en fjölmörg ríki, þar á meðal Evrópusambandsríkin, hafa lokað landamærum.</p> <p>„Það er skiljanlegt að lagðar séu hömlur á ferðalög til þess að hindra útbreiðslu veikinnar. En á sama tíma er mjög þýðingarmikið að fólk finni fyrir þörf á samstöðu. Það er mikilvægt að berjast gegn falsfréttum og herferðum á samfélagsmiðlum sem miða að því að skapa ótta og sundrungu.“</p> <p>Viðnám á heilbrigðissviði er einn af helstu vígvöllum í stríðinu gegn veirunni, að&nbsp; mati Guterres. Hann kvaðst hafa áhyggjur af því að sum ríki hefðu ekki einu sinni bolmagn til að fást við frekar mildar birtingarmyndir og hefðu ekkert svar til að bregðast við miklum þörfum aldraðra.</p> <p>„Jafnvel í auðugum ríkjum höfum við horft upp á heilbrigðiskerfi bogna undan álaginu. Þörf er á að verja meira fé til heilsugæslu til að koma til móts við brýnar þarfir og svara aukinni eftirspurn,“ sagði hann og hvatti til auknum greiningum, bættri aðstöðu, meiri stuðning við heilbrigðisstarfsmenn og að nauðsynlegar birgðir verði útvegaðar.</p> <p><strong>Efnahagsleg viðspyrna&nbsp;</strong></p> <p>Þróuðum ríkjum ber að rétta ríkjum hjálparhönd sem eru verr í stakk búin að glíma við neyðarástandið, sagði aðalframkvæmdastjórinn. „Ríkar þjóðir mega ekki halda að það dugi að finna úrræði fyrir sína eigin ríkisborgara. Það er hagur allra að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni á heimsvísu,“ sagði hann og varaði við því að veiran myndi leggja að velli milljónir manna ef henni yrði leyft að breiðast út eins og eldur í sinu.</p> <p>Þá hvatti aðalframkvæmdastjórinn ríki til að byggja á Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun og Parísarsamningnum um loftslagbreytingar í viðbrögðum sínum við hamförunum.</p> <p>„Okkur ber að standa við loforð okkar í þágu fólksins og jarðarinnar. Við þurfum meira á samstöðu, von og pólitískum vilja að halda en nokkru sinni fyrr til þess að vinna sameiginlega&nbsp; sigur á þessari vá,“ sagði hann að lokum.</p>

18.03.2020Brýnt að halda áfram lífsbjargandi aðgerðum

<span></span> <p>Kórónaveiran hefur nú breiðst út til rúmlega 140 landa. Sumar þjóðanna sem glíma við veiruna áttu fyrir í harðri lífsbaráttu vegna vopnaðra átaka, náttúruhamfara og afleiðinga loftslagsbreytinga. Jens Laerke, talsmaður skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um samræmdar aðgerðir í mannúðarmálum (OCHA) <a href="https://news.un.org/en/story/2020/03/1059612" target="_blank">segir</a>&nbsp;brýnt að haldið verði áfram lífsbjargandi aðgerðum í löndum sem nú fá kórónaveiruna í fangið ofan á annað.</p> <p>Jens segir gífurlega mikilvægt að haldið verði áfram að sinna mannúðarstörfum í heiminum, að enginn verði skilinn útundan og allir taki höndum saman, í samræmi við ákall Sameinuðu þjóðanna, um alþjóðlega samstöðu. Rúmlega eitt hundrað milljónir manna reiða sig á mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna og talsmaður OCHA segir í forgangi að tryggja áframhaldandi stuðning samhliða því að bregðast við útbreiðslu kórónaveirunnar.</p> <p>Starfsfólk OCHA í Genf vinnur að samhæfingu á aðgerðum mannúðaraðstoðar, meðal annars upplýsingagjöf í þeim tilgangi að styrkja þær þjóðir þróunarríkja sem þegar eru farnar að glíma við COVID-19 eða eiga það eftir, ef að líkum lætur.</p> <p>Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir fjárstuðningi, 675 milljónum bandarískra dala, vegna viðbragða við kórónaveirunni. OCHA vinnur náið með WHO og öðrum mannúðarsamtökum að samræmdri fjáröflun vegna aðgerða sem þarf að grípa til vegna COVID-19.</p> <p><a href="https://www.unocha.org/covid19" target="_blank">Frétt OCHA</a></p>

17.03.2020Áhersla lögð á að bæta aðstöðu og öryggi stúlkna

<span></span> <p>„Rannsóknir sýna að bættur aðbúnaður í skólum, bæði fyrir nemendur og kennara, bætir námsárangur og er mikilvægur hvati fyrir hvorn hóp fyrir sig. Aðgangur þessara stúlkna að framhaldsskólum og háskólanámi í framhaldi kemur ekki einungis þeim til góða heldur líka fjölskyldum þeirra og samfélaginu. Það á jafnt við um nærsamfélagið og stórsamfélagið,“ segir Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) um verkefni sambandsins í Kenya sem fá myndarlegan styrk frá utanríkisráðuneytinu.</p> <p>Ragnar segir að frá upphafi starfs Kristniboðssambandsins í Pókothéraði í Kenya hafi mikil áhersla verið á menntun og uppbyggingu skóla. Kveikjan sé yfirleitt ósk heimamanna um að fá skóla fyrir börn sín. „Á seinni árum hefur eftirspurn eftir námi í framhaldsskóla stóraukist og margir þeirra eru með heimavist. Vegna fjarlægðar frá Næróbí og ákveðins afskiptaleysi framan af má segja að héraðið hafi orðið út undan í uppbyggingu skólakerfisins. Einkum bitnaði það á stúlkum. En nú er víða unnið að bótum í því efni,“ segir hann. </p> <p>Í verkefnum Kristniboðssambandsins hefur verið lögð áhersla á að byggja skóla til að bæta aðstöðu og öryggi stúlkna. Ragnar segir að menntun sé lykill að sjálfstæði einstaklingsins og grundvöllur lýðræðis og jafnréttis. Menntun dragi einnig verulega úr limlestingum á kynfærum stúlkna og sömuleiðis á ótímabærum þungunum og þvinguðum hjónaböndum. </p> <p><strong>Heimavistarskólar enn besta lausnin</strong></p> <p>„Heimavistaskólar eru enn sem komið er besta lausnin fyrir stúlkur af þessum ástæðum,“ segir Ragnar. „Auk þess eru aðstæður til heimanáms ekki góðar vegna þröngs húsakosts og lélegrar lýsingar. Á heimavistarskólum er umhverfið hvetjandi og vel haldið utan um nám og velferð nemenda. Viðbúið er að þessi áhersla á heimavistaskóla verði áfram næstu tvo ártugi.“ </p> <p>Á árinu 2019 vann samstarfsaðili Kristniboðssambandsins að bættum aðbúnaði við tvo framhaldsskóla í Pókothéraði. Báðir skólarnir eru heimavistarskólar fyrir stúlkur, annars vegar Kamununo í norðurhluta héraðsins sem er á þriðja starfsári og hins vegar Propoi í suðurhluta þess, nálægt Chepareria, en sá skóli hefur starfað frá árinu 2007. Í Kamununo var byggð heimavist fyrir 64 stúlkur, tvær kennslustofur og skrifstofubygging. Í Propoi var byggt ofan á skrifstofubyggingu, sem fyrir utan skrifstofur og kennarastofu, geymir brátt bókasafn og fjórar kennslustofur. </p> <p>Fjölmargar stúlkur njóta góðs af bættir aðstöðu þessara skóla. Nemendur í Kamununo eru 102 talsins, 46 í fyrsta bekk, 33 í öðrum bekk og 23 í þriðja bekk. Eftir fimm ár má búast við að þeir verði tvö hundruð talsins. Nemendur í Propoi eru um 550, sem skiptast niður á fjóra árganga, þrjá bekki í hverjum þeirra. </p> <p>„Það eru því tæplega 700 nemendur sem njóta góðs af verkefninu á líðandi stundu en eftir 20 ár má reikna með því að 4000 nemendur hafi útskrifast úr þessum skólum og viðbúið að stúlkum sem fara í háskólanám eftir framhaldsskóla fjölgi með hverju árinu sem líður. Menntunin opnar þeim leið að atvinnutækifærum og til áhrifa. Það hefur þegar sýnt sig. Fjármunum til þessara verkefna er því vel varið enda kostar hver fermetri aðeins brot af því sem gerist hér á landi og kröfur ekki þær sömu,“ segir Ragnar Gunnarsson og minnir að lokum á þakklæti heimamanna fyrir ómetanlegan stuðning.</p>

16.03.2020Úganda: Stækkaður fiskmarkaður og endurbætt vatnsveita

<span></span> <p>Stækkaður fiskmarkaður og endurbætt vatnsveita voru tekin í notkun við Albertsvatn í Úganda í vikunni. Blásið var til hátíðadagskrár af hálfu héraðsins en utanríkisráðuneytið, í gegnum sendiráðið í Kampala, fjármagnaði framkvæmdir. Íslendingar hófu uppbygginu á þessu svæði árið 2013 og þá var byggður fyrsti nútímalegi fiskmarkaðurinn í þorpinu Panyimur og vatnsveita reist fyrir fjögur þúsund íbúa í þorpinu Dei, við landamæri Úganda og Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. </p> <p>Fiskmarkaðurinn í Panyimur er helsta tekjulind héraðsins og þúsundir eiga viðskipti á markaðsdögunum tveimur í hverri viku, sunnudegi og mánudegi. Sölumenn geta verið þrjú til fimm þúsund talsins, konur í miklum meirihluta, og markaðsvaran er að mestu leyti fiskur úr Albertsvatni, ferskur, saltaður, þurrkaður og reyktur. Fiskurinn er seldur um alla álfuna en mest til nágrannaríkja eins og Kongó, Súdan, Miðafríkulýðveldisins og Kamerún. Til hliðar við Panyimur markaðinn er annar lítill markaður fyrir heimamenn í Úganda.</p> <p>Vinsældir Panyimur markaðarins urðu fljótt slíkar að þar var þröng á þingi og tekjumissir vegna þrengslanna. Héraðsyfirvöld leituðu því á náðir sendiráðs Íslands um stuðning við stækkun markaðarins fyrir tveimur árum. Fyrir stækkun markaðarins þjónaði hann 10 þúsund manns en þjónar nú 20 þúsundum. Ásamt því að stækka markaðinn mikið var <span>almenningssalernum&nbsp;</span>fjölgað.</p> <p><strong>Kólera horfin</strong></p> <p>Vatnsveitan í Dei var á sínum tíma mikil samfélagsleg lyftistöng fyrir íbúa þorpsins, sérstaklega í heilsufarslegu tilliti. Kólera var viðvarandi meðan íbúarnir urðu að notast við mengað vatn úr Albertsvatni. Sjúkdómurinn dró árlega allmarga til dauða, til dæmis fimmtán árið 2012, ári áður en vatnsveitan var tekin í notkun. Síðan þá hefur kólera ekki látið kræla á sér og þorpsbúum hefur fjölgað ár frá ári. Því var orðið tímabært að stækka vatnsveituna og tryggja öllum íbúum hreint vatn.</p> <p>Héraðsstjórinn í Pakwach héraði, borgarstjóri Dei og fleiri fyrirmenn sóttu hátíðadagskrána. Margar ræður voru fluttar og barnakórar sungu. Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi í sendiráði Íslands í Kampala var fulltrúi Íslands, í fjarveru sendiherra.</p>

13.03.2020Falsfréttum um kórónaveiruna dreift í nafni alþjóðastofnana

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) fordæmir dreifingu á falsfréttum og röngum upplýsingum um viðbrögð og varnir við Covid-19 veirunni. Þess eru dæmi að slíkum rangupplýsingum hafi verið dreift í nafni UNICEF og annarra alþjóðastofnana, segir í yfirlýsingu frá stofnuninni.</p> <p><span>„Við höfum aðeins eitt að segja við þá sem dreifa slíkum upplýsingum á tímum sem þessum: Hættið þessu! Að dreifa ónákvæmum upplýsingum og reyna að gera þær trúverðugar í nafni annarra sem njóta trausts er rangt og beinlínis hættulegt,“ segir í yfirlýsingunni.</span></p> <p><span>UNICEF&nbsp;ítrekar að almenningur eigi ávallt að leita upplýsinga hjá traustum aðilum, stofnunum og yfirvöldum hverju sinni, en ekki skima fyrirsagnir á samfélagsmiðlum og&nbsp;netmiðlum&nbsp;sem byggi á óljósum heimildum.</span></p> <p>Þá vekur UNICEF athygli á því að sú <span>staðreynd að&nbsp;Covid-19&nbsp;kórónaveiran&nbsp;sé nú skilgreind sem heimsfaraldur þýði ekki að hún sé nú orðin banvænni eða hættulegri en áður. Þessi skilgreining sé fremur viðurkenning á útbreiðslu veirunnar. </span></p> <p><span>„UNICEF&nbsp;hefur unnið að undirbúningi og viðbragði við&nbsp;Covid-19 um allan heim, vitandi að veiran getur borist til barna og fjölskyldna í öllum löndum. Við munum halda áfram að vinna með stjórnvöldum og samstarfstarfsaðilum við að stöðva smitleiðir og halda börnum og fjölskyldum þeirra öruggum. Á sama tíma lýsum við yfir áhyggjum af óbeinum áhrifum faraldursins og þeim aðgerðum sem verið er að grípa til og áhrifum þeirra á börn. Eins og skólalokanir, álag sem þær setja á grundvallarþjónustu í heilbrigðiskerfinu og efnahagsleg áhrif á fjölskyldur.“</span></p> <p><span>UNICEF telur að ótti við veiruna ali líka á fordómum og mismunun gagnvart hópum í viðkvæmri stöðu, eins og flóttafólki og hælisleitendum. Það sé algjörlega óásættanlegt. „Við munu halda áfram að vinna á vettvangi við að lágmarka óbein áhrif faraldursins á börn og spyrna við fordómum og tilraunum til að brennimerkja fólk,“ segir í <a href="https://unicef.is/yfirlysing-unicef-vegna-heimsfaraldurs" target="_blank">yfirlýsingu</a>&nbsp;UNICEF.</span></p>

12.03.2020Ári eftir Idai fellibylinn eiga margir enn um sárt að binda

<span></span> <p>Alþjóðlegar hjálparstofnanir, Save the Children, CARE international og Oxfam, telja að án fjármögnunar og aðgerða í loftslagsmálum sé ómögulegt að takmarka áhrif loftslagsbreytinga sem hafa sérstaklega slæm áhrif á þau ríki sem eru viðkæmust fyrir. Að mati þeirra virðast áhrif loftslagsbreytinga vera að aukast og því sé nauðsynlegt að koma á metnaðarfullum aðgerðum. </p> <p>Í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/sunnanverd-afrika-enn-i-rust-ari-eftir-ad-fellibylurinn-idai-reid-yfir" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Barnaheilla – Save the Children segir að hitastig í sunnanverðri Afríku hafi farið hækkandi og hækkunin sé tvöfalt meiri en meðaltalið í heiminum. Fjöldi ríkja í sunnanverðri álfunni hafi orðið fyrir alvarlegum náttúruhamförum á síðastliðnu ári og um 16,7 milljónir manna búi við verulegt fæðuóöryggi. Áætlað sé að í Mósambík séu um tvær milljónir manna án aðgangs að mat til að mæta viðunandi matarþörf, en ástandið versnaði til muna eftir að fellibylurinn skall á landinu fyrir ári, 14. Mars 2019.</p> <p>Þá hófst um leið alþjóðlegt átak til þess að bregðast við afleiðingum fellibylsins. „Þrátt fyrir sterkan hljómgrunn innan alþjóðasamfélagsins náðist einungis að fjármagna innan við helming viðbragðsáætlunarinnar og þurftu hjálparsamtök því að forgangsraða brýnustu þörfum samfélagsins eða gera langtímaáætlanir til þess að koma í veg fyrir að slíkar hamfarir hefðu jafn slæm áhrif í framtíðinni. Fleiri náttúruhamfarir á borð við miklar rigningar og flóð hafa haft slæm áhrif á líf fjölda fólks og til að mynda skemmdust 4.176 bráðabirgðaskýli vegna flóða í desember síðastliðnum. Nærri 700.000 hektarar af ræktunarlandi skemmdust í fellibylnum, þar sem ræktaður var maís, baunir og hrísgrjón og er áætlað að fellibylurinn hafi kostað Mósambík 141 milljónir dala í landbúnaðartapi. Erfitt hefur reynst að byggja upp sum svæði og ekki hefur enn verið hægt að endurrækta landbúnaðarsvæði vegna flóða og rigninga,“ segir í frétt Barnaheilla.</p> <p>Þar kemur fram að álagið á konur og börn hafi aukist gífurlega eftir fellibylinn og dagleg störf hafi aukist. „Vegalendir til þess að sækja vatn og eldivið urðu lengri og meiri þörf var á að sinna öldruðum og veikum fjölskyldumeðlimum. Einnig var fjöldi barna aðskilin frá fjölskyldum sínum og urðu þau útsettari fyrir misnotkun.“</p> <p>Chance Briggs, verkefnastjóri Barnaheilla - Save the Children í Mósambík segir að ástandið sé alvarlegt og að börn séu að líða fyrir eitthvað sem þau áttu engan þátt í.</p> <p>„Loftslagsbreytingar eru kreppa milli kynslóða sem hefur áhrif á börn í dag og í framtíðinni. Það eru börnin sem minnst hafa haft áhrif á hvernig loftslagsmálum er háttað í dag, en samt eru þau að borga hæsta verðið. Við köllum eftir auknu fjármagni til að draga úr alvarlegum áhrifum loftlagsbreytinga og til að tryggja líf og framtíð barnanna.“</p>

11.03.2020COVID-19: Tæplega 28 milljónir til að draga úr útbreiðslu í Afríku og Miðausturlöndum

<span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi ákvað í dag, með rausnarlegum stuðningi utanríkisráðuneytisins, að veita tæpum 28 milljónum til aðgerða Alþjóða Rauða krossins í baráttunni við COVID-19 vírusinn í Afríku og Miðausturlöndum.&nbsp;„Það sem skiptir máli er að ná að hægja á og koma í veg fyrir frekari útbreiðslu á heimsvísu,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>„Á Íslandi hafa almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld stigið mjög ákveðið fram og unnið gott starf svo eftir því er tekið annars staðar. En á sama tíma og við gerum okkar besta hér á landi verðum við að rétta systrum okkar og bræðrum annars staðar hjálparhönd svo &nbsp;heimurinn geti kveðið niður COVID-19. Með samhentu átaki og með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins leggjum við okkar af mörkum,“ segir Kristín.</p> <p>Aðgerðir Alþjóða Rauða krossins miða að því að draga úr áhrifum COVID-19 faraldursins á heilsufar og velferð, ásamt því að draga úr þeim neikvæðu félagslegu áhrifum sem faraldurinn getur haft á einstaklinga og samfélög.Í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í hverju landi einblínir Rauða kross hreyfingin á fjölþættar aðgerðir sem draga úr útbreiðslu og efla viðbrögð stjórnvalda og almennings þar sem staðfest smit hafa komið upp.&nbsp;</p> <p>Kristín segir að aðgerðir Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafi mikið að segja við að ná tökum á útbreiðslu COVID-19. Hér á Íslandi gegni Rauði krossinn veigamiklu hlutverki og sömu sögu megi segja um fjölmörg önnur Rauða kross félög sem hafa jafnvel enn veigameira hlutverki að gegna, ekki síst í allra fátækustu ríkjunum. Þar sé almenn heilbrigðisþjónusta af mjög skornum skammti og innviðir almennt veikir. Kristín bendir á að hver og einn hafi hlutverki að gegna við að hefta útbreiðslu sem felist ekki í síst í því að huga að eigin öryggi með því að fylgja ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda, svo sem með auknum og vönduðum handþvotti.</p> <p>„Á tímum sem þessum eru ýmsar sögusagnir og rangar upplýsingar sem fara um eins og eldur í sinu. Hluti af aðgerðum Rauða krossins hérlendis og erlendis er að kveða slíkar sögusagnir í kútinn sem oft stuðla að fordómum gagnvart tilteknum hópum samfélaga. Hér á Íslandi sem og annars staðar skiptir höfuðmáli að almenningur sé meðvitaður og taki virkan þátt i aðgerðum yfirvalda til að sporna við útbreiðslu. Margir eru kvíðnir og jafnvel óttaslegnir en með samstilltu átaki, markvissum aðgerðum og sálrænum stuðningi má draga úr áhyggjum og virkja fólk í baráttunni gegn veirunni,” segir hún.</p>

11.03.2020Síðasta áratugur sá hlýjasti í sögunni

<span></span> <p>„Við erum fjarri því að vera á leiðinni að ná því takmarki að hækkun hitastigs verði innan við 1,5 gráður eða 2 gráður eins og stefnt var að Parísarsamkomulaginu,“ skrifar António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsinu í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmála. Skýrslan staðfestir að síðustu tíu ár eru þau hlýjustu í sögunni.</p> <p><span>Í skýrslunni eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. Síðustu fimm ár, 2015-2019, voru þau hlýjustu í sögunni og frá byrjun níunda áratugarins hefur hver áratugur verið hlýrri en sá sem á undan kom. Á síðasta ári var hitastigið 1,1°C hærra en fyrir iðnbyltingu og var næstheitasta ár sögunnar. Aðeins árið 2016 var hlýrra en þá gætti áhrifa El Niño hafstraumsins sem þá var óvenju öflugur.</span></p> <p><span>„Þar sem losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast heldur hitastig áfram að hækka. Spá fyrir næsta áratug bendir til að líklegt sé að met yfir heitustu ár falli á næstu fimm árum. Það er aðeins tímaspursmál,“ segir Petteri Taalas forstjóri Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar í frétt á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).</span></p> <p><span>„Síðastliðinn janúar var sá hlýjasti frá byrjun mælinga. Veturinn hefur verið óvenjulega mildur víða á norðurhveli. Reykur og mengun frá eldunum í Ástralíu hafa borist um heiminn og valdið aukningu í losun CO2. Methita á Suðurskautslandinu hefur fylgt mikil bráðnun íss og uppbrot jökuls þar mun hafa áhrif á hækkun yfirborðs sjávar,“ segir Taalas.</span></p> <p><span>Skýrslan nefnist <a href="https://library.wmo.int/doc_num.php?explnum_id=10211">„Yfirlýsing Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um ástand loftslags í heiminum 2019“</a>. Þar eru dregnar saman upplýsingar frá veðurstofum einstakra landa í heiminum, vatnamælingum, helstu alþjóðlegu sérfræðingum og stofnunum Sameinuðu þjóðanna.</span></p>

11.03.2020Sérfræðingar frá Perú og Kólumbíu væntanlegir í Jarðhitaskólann

<span></span> <p>„Perú hefur töluverðan fjölda af jarðhitasvæðum og góða möguleika á nýtingu jarðhita til húshitunar og orkuframleiðslu. Þörfin er einnig mikil og þá sérstaklega í háfjallaþorpum í Andesfjöllunum þar sem um 200 manns deyja árlega úr kulda,“ segir Málfríður Ómarsdóttir umhverfisfræðingur Jarðhitaskóla GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Hún segir líklegt að sérfræðingar frá Perú eigi eftir að koma til Íslands í þjálfun hjá Jarðhitaskólanum á næsta ári eða í náinni framtíð. Sérfræðingar frá Perú hafa ekki verið í nemendahópi skólans sem hefur verið starfræktur í fjörutíu ár.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/H1IWR_tI8Qg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Málfríður er nýkomin heim úr vettvangsferð til núverandi samstarfsstofnana í Mið- og Suður-Ameríku og hún kannaði einnig möguleika á því að taka upp samstarf við nýjar stofnanir í nýjum löndum. „Tilgangurinn var að taka viðtöl við kandídata fyrir sex mánaða þjálfunina á Íslandi, athuga samtarfsmöguleika og skoða bakland jarðhitaþróunar í nýjum samstarfslöndum,“ segir hún.</p> <p>Um Perú segir Málfríður að helsti tálminn fyrir nýtingu jarðhita þar í landi sé skortur á fjármagni, þekking og þjálfun heimafólks. Í höfuðborginni Lima ræddi Málfríður við forsvarsmenn helstu jarðhitafyrirtækja landsins og kynnti fyrir þeim starfsemi og tilgang Jarðhitaskólans. „Þau tóku mjög vel í þessa aðstoð Íslands að þjálfa sérfræðinga frá Perú og gera fólkinu í landinu kleift að nýta þessa innlendu og umhverfisvænu orkuauðlind sem liggur undir jarðskorpunni,“ segir Málfríður.</p> <p>Kólumbía hefur heldur ekki áður sent sérfræðinga í Jarðhitaskólann. Málfríður heimsótti nokkrar stofnanir sem sinna jarðhitakönnunum, umhverfismati og jarðhitavinnslu í Bogotá, Manizales og Medellín og hitti forsvarsmenn þeirra og starfsmenn.<span>&nbsp; </span>Viðtöl voru tekin við nokkra starfsmenn og fyrsti neminn kemur til Íslands í vor. Að sögn Málfríðar hefur Kólumbía sett sér það markmið að árið 2022 verði 10 prósent af orku landsins frá endurnýjanlegum orkuauðlindum og orkufyrirtækið EPM hafði áætlanir um að bora fimm holur á Nevado del Ruiz jarðhitasvæðinu.<span>&nbsp; </span></p> <p>Málfríður segir að þær áætlanir hafi hins vegar verið settar á hilluna í bili þar sem bilun í stórri vatnsorkuvirkjun olli miklum skemmdum og vatnsflóði og því sé nú áhersla á að laga þær skemmdir áður en haldið verður áfram með aðrar áætlanir í orkumálum.<span>&nbsp; </span></p> <p>Ítarlegri <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2020/03/11/Jardhitaskolinn-Vettvangsferd-til-Mid-og-Sudur-Ameriku/" target="_blank">frásögn</a>&nbsp;af ferð Málfríðar er að finna í Heimsljósi á vef Stjórnarráðsins.</p>

10.03.2020Pekingsáttmálinn ítrekaður og staðfestur á ný

<span></span> <p>Árlegur fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York er fámennur að þessu sinni vegna kórónaveirunnar. Aðeins fastanefndir ríkjanna ásamt kvennasamtökum í New York taka þátt í fundinum í ár. Engu að síður hófst fundurinn í gær og samþykkt var <a href="https://www.unwomen.org/-/media/headquarters/attachments/sections/news%20and%20events/stories/2020/csw64-politicaldeclaration.pdf?la=en&%3bvs=1220" target="_blank">yfirlýsing</a>&nbsp;þar sem Pekingsáttmálinn frá 1995 var ítrekaður og staðfestur á ný.</p> <p>Þema fundarins í ár – 64. fundar Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW64) – er stöðumat á réttindum kvenna 25 árum eftir samþykkt Pekingsáttmálans.&nbsp;Samkvæmt <a href="https://unwomen.is/read/2020-03-09/peking-sattmalinn-itrekadur-og-stadfestur-a-ny" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women á Íslandi er yfirleitt gefin út pólitísk yfirlýsing í lok fundar en í ár liggur fyrir samkvæmt úttektum og stöðumati á stöðu kvenna og stúlkna gagnvart Pekingsáttmálanum, að markmiðum sáttmálans hafi ekki verið náð. „Auk þess virðist sem heimsmarkmiðum SÞ verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna helst óbreyttur,“ segir í fréttinni.</p> <p>UN Women segir að um leið og leiðtogar aðildarríkja SÞ endurstaðfesti og ítreki pólitískan vilja til breytinga, viðurkenni þeir um leið nýjar áskoranir við að jafna stöðu kvenna og stúlkna sem krefjast öflugra aðgerða og samstillts átaks ríkjanna, sérstaklega þegar kemur að eftirfarandi atriðum:</p> <ul> <li>Gera öllum stúlkum og konum kleift að mennta sig, með sérstöku tilliti til iðn- og tæknigreina</li> <li>Tryggja konum og stúlkum jafna og raunverulega þátttöku til áhrifa og valda á öllum stigum og sviðum samfélagsins</li> <li>Tryggja konum efnahagslega valdeflingu, t.a.m. jöfn atvinnutækifæri, jöfn laun, félagslegt öryggi og lánshæfi.</li> <li>Takast raunverulega á við misskiptingu á ólaunuðum umönnunar- og heimilisstörfum sem konur og stúlkur sinna í mun meiri mæli</li> <li>Takast raunverulega á þeim misskiptu áhrifum sem loftslagsbreytingar og náttúruhamfarir hafa á konur og stúlkur</li> <li>Afnema skaðlega siði og ofbeldi gegn konum og stúlkum</li> <li>Vernda konur og stúlkur í vopnuðum átökum og tryggja aðkomu kvenna í friðarviðræðum og málamiðlunum.</li> <li>Viðurkenna rétt kvenna og stúlkna til að hljóta heilbrigðisþjónustu</li> <li>Takast á við hungur og vannæringu kvenna og stúlkna.</li> </ul> <p>Í frétt UN Women segir að þar að auki hafi ríkin lýst yfir vilja til að útrýma lögum sem mismuna konum og stúlkum með einhverjum hætti, brjóta niður kerfislægar hindranir sem konur verða fyrir innan kerfa og félagsleg norm sem mismuna konum og stúlkum á einhvern hátt, auk þess að berjast gegn stöðluðum ímyndum kynjanna sem hindra framgang kvenna og stúlkna, meðal annars í fjölmiðlum.</p>

09.03.2020Nýtt heimsátak í jafnréttisbaráttunni: Jafnréttiskynslóðin

<span></span> <p>UN Women hefur hleypt af stokkunum nýju heimsátaki með yfirskriftinni: Jafnréttiskynslóðin&nbsp;(Generation Equality). Markmið átaksins er að leiða saman ríkisstjórnir, einkageirann og frjáls félagasamtök í sex aðgerðabandalög (Action Coalitions) sem meti hvað hefur áunnist frá því að Pekingáætlunin var samþykkt meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og finna leiðir sem koma í veg fyrir að konum og stúlkum sé mismunað á grundvelli kyns.</p> <p>Samkvæmt nýútkominni skýrslu UN Women, sem gefin er út í tilefni af því að aldarfjórðungur er liðinn frá Pekingsáttmálunum, segir að vissulega hafi orðið framfarir á réttindum kvenna og stúlkna á þessu tímabili, til dæmis hafi tilfellum mæðradauða fækkað um 38% á síðustu tuttugu árum. Alls hafi 131 þjóð&nbsp;gert lagalegar umbætur til að stuðla frekar að kynjajafnrétti. „Í dag eru lög varðandi heimililsofbeldi til staðar í yfir 75% ríkja heimsins. Fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr og fjöldi þingkvenna á heimsvísu hefur tvöfaldast,“ segir í <a href="https://unwomen.is/read/2020-03-06/32-milljonir-stulkna-ganga-ekki-i-skola/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UN Women á Íslandi um skýrsluna.</p> <p>UN Women segir að hins vegar hafi framfarir á réttindum kvenna verið alltof hægar og þau réttindi sem hart hefur verið barist fyrir séu í bráðri hættu.&nbsp;Öll lönd heims standi frammi fyrir miklum áskorunum.</p> <p>Skýrslan&nbsp;– „Stöðumat á réttindum kvenna 25 árum eftir Peking“&nbsp;(Women's&nbsp;Rights in Review 25 years after Beijing) – er yfirgripsmikil úttekt á framkvæmdaáætlun Peking sáttmálans sem samþykktur var á kvennaráðstefnu SÞ í Peking 1995, tólf liða aðgerðaáætlun til að bæta stöðu kvenna í heiminum. </p> <p>„Enn er Peking sáttmálinn framsæknasta áætlun okkar tíma um hvernig beri að koma á raunverulegu jafnrétti og rétta stöðu kvenna.&nbsp; Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að markmiðum sáttmálans hefur ekki verið náð og svo virðist sem heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna verði ekki náð ef hraði framfara í þágu kynjajafnréttis og réttinda kvenna helst óbreyttur. UN Women biðlar því til stjórnvalda, almennings og einkageirans að endurvekja hina framsýnu áætlun Peking-sáttmálans og finna umbyltandi lausnir í þágu kvenna, stúlkna og okkar allra.,“ segir í fréttinni.</p> <span></span> <p>„Í ár eru 25 ár liðin síðan Peking-sáttmálinn var samþykktur og þar með opnuðust augu heimsbyggðarinnar fyrir bágri stöðu og réttindum kvenna og stúlkna um allan heim. Í dag, meira en tveimur áratugum eftir að þessi framsýni sáttmáli um valdeflingu kvenna og stúlkna var samþykktur, skorar UN Women, á stjórnvöld, samfélög og valdhafa þvert á aldur og kyn, að standa við þau loforð sem Peking-sáttmálinn kveður á um með alheimsátakinu, Jafnréttiskynslóðin&nbsp;(Genderation Equality),“ segir Phumzile Mlambo Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women.</p> <p><a href="https://unric.org/is/8-mars-kastljos-a-jafnrettiskynslod/" target="_blank">Sjá einnig frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna um Jafnréttiskynslóðina.</a></p>

06.03.2020Tæplega ein milljón flúið í Sýrlandi á síðustu þremur mánuðum

<span></span> <p>Tæplega ein milljón manna hefur neyðst til að flýja heimili sín í Sýrlandi frá byrjun desember á síðasta ári, á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Save the Children um greiningu á stríðinu í Sýrlandi. Þar er fullyrt að ástandið í norðvesturhluta landsins hafi aldrei verið verra en einmitt nú. Börn eru 60 prósent flóttafólks, þau eru helstu fórnarlömb átakanna og á fyrstu tveimur mánuðum ársins féllu 77 börn á átakasvæðum.</p> <p>Um miðjan þennan mánuð, 15. mars, eru níu ár liðin frá því stríðið í Sýrlandi hófst. „Margar milljónir flóttafólks hafa neyðst til þess að flýja heimili sín í stríðinu, og þar af helmingur börn, til yfirfullra flóttamannabúða þar sem það býr við ómannúðlegar aðstæður. Börn skortir grunnstoðir í flóttamannabúðum þar sem skortur er á hreinu vatni, næringarríkum mat og menntun. Eins er kalt í búðunum þar sem oftast er ekki hægt að hita upp tjöldin,“ segir í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/nyjar-gervihnattamyndir-syna-umfang-eydileggingar-i-syrlandi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Children.</p> <p>Nýja skýrslan – <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/CH1421924.pdf" target="_blank">Displacement &amp; Destruction: Analysis of Idlib, Syra 2017-2020</a>&nbsp;– er gefin út í samstarfi við Harvard Humanitarian Initiative og World Vision. Í skýrslunni er að finna nýjar gervihnattarmyndir sem sýna að svæði í suður- og austurhluta Idlib hafa orðið fyrir gríðarlega miklum skemmdum. Höfundar skýrslunnar telja að þriðjungur húsa sé ýmist verulega skemmdur eða ónýtur. Aðrar gervihnattamyndir frá norðurhluta Idlib sýna að flóttamnnabúðir hafa stækkað gífurlega á undanförnum árum og teygja sig nú yfir svæði sem áður var blómlegt landbúnaðarsvæði. Talið er að flóttamenn séu þar nú tvöfalt fleiri en árið 2017.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/NyZiWsSmxGI" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Save the Children og World Vision hvetja alla málsaðila að átökunum til að virða alþjóðleg mannúðar- og mannréttindalög. Nauðsynlegt sé að vernda skóla, sjúkrahús og aðra innviði frá árásunum. Sérstaklega þurfi að vernda börn sem eru afar viðkvæm gagnvart árásum en átökin hafi gríðarleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu barna. „Milljónir barna í Sýrlandi þekkja ekkert annað en stríðsástand og þær ómannúðlegu aðstæður sem því fylgja, það brýtur gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Barnaheill – Save the Children í fréttinni.</p>

05.03.2020Þörf á að breyta viðhorfi og hegðun gagnvart stúlkum

<span></span> <p>Framfarir í menntun, og sú staðreynd að fleiri stelpur en nokkru sinni fyrr ljúka grunnskóla og halda áfram námi, hefur ekki marktækt breytt því að stelpur búa enn við ójöfnuð og ofbeldi. Þetta er niðurstaða skýrslu sem UNICEF, Plan International og UN Women hafa gefið út í aðdraganda 64. þings kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna. Í skýrslunni er rýnt í árangur jafnréttisbaráttunnar á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá kvennaráðstefnunni í Peking.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að dregið hefur verulega úr brottfalli stelpna úr skólum á síðustu tveimur áratugum, eða sem nemur 79 milljónum. Og það gerðist í fyrsta sinn á síðasta áratug að stelpur voru líklegri en strákar til þess að halda áfram námi að loknum grunnskóla.</p> <p>Kynbundið ofbeldi er hins vegar enn algengt, segir í skýrslunni. Tölur frá 2016 sýna til dæmis að í mansalsmálum voru konur og stúlkur sjö af hverjum tíu, í flestum tilvikum vegna kynferðislegs ofbeldis. Þá segir í skýrslunni að það veki undrun að hartnær ein af hverjum tuttugu stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára – eða um þrettán milljónir – hafi verið nauðgað.</p> <p>Skýrslan sem nefnist –<a href="https://data.unicef.org/resources/a-new-era-for-girls-taking-stock-of-25-years-of-progress/" target="_blank"></a><a href="https://data.unicef.org/resources/a-new-era-for-girls-taking-stock-of-25-years-of-progress/">A New Era for Girls: Taking Stock on 25 Years of Progres</a><a href="https://data.unicef.org/resources/a-new-era-for-girls-taking-stock-of-25-years-of-progress/">s</a>&nbsp;– kemur ekki aðeins út í tengslum við þing kvennanefndarinnar heldur einnig sem hluti af jafnréttisherferðinni „<a href="https://www.unwomen.org/en/get-involved/beijing-plus-25/generation-equality-forumhttp://" target="_blank">Generation Equality</a>.“ Heiti skýrslunnar vísar ennfremur í kvennaráðstefnuna í Peking fyrir aldarfjórðungi sem markaði tímamót með undirritun Pekingsáttmálans, sögulegu framfaraspori í réttindamálum kvenna og stúlkna.</p> <p>„Fyrirheitin gagnvart konum og stúlkum sem stjórnvöld í heiminum skuldbundu sig til að efna fyrir aldarfjórðungi hafa ekki verið uppfyllt nema að hluta til. Þótt pólitísk samstaða hafi náðst um mikilvægi þess að stúlkur sitji á skólabekk hafa þær ekki fengið stuðning til að öðlast þá færni sem þær þurfa, ekki aðeins til að móta eigin örlög, heldur til að lifa með reisn í öryggi,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastjóri UNICEF. „Aðgengi að menntun er ekki nóg - við verðum líka að breyta hegðun og viðhorfi fólks til stúlkna. Raunverulegt jafnrétti verður aðeins þegar allar stúlkur eru öruggar og þurfa ekki að óttast ofbeldi, og frjálsar til að nýta réttindi sín og njóta jafnra tækifæra í lífinu.“</p>

04.03.2020„Vill hefja kartöflurækt en á ekki fyrir útsæði“

<span></span> <p>„Í þróunarríkjum eru smáfyrirtæki oft í þeirri stöðu að fá ekki lánagreiðslu hjá bönkum vegna þess að mat á lánshæfi þeirra byggir á öðrum upplýsingum en notaðar eru við mat á lánshæfi stórra fyrirtækja, svo sem ársreikningum, og einnig vegna skorts á þekkingu bankanna til að meta lánshæfið á grunnvelli annarra gagna. Án aðgengis að lánsfé er ljóst að margir geta ekki hafið atvinnurekstur, til dæmis konan sem vill hefja kartöflurækt en á ekki fjármagn til að kaupa útsæði,“ segir Hákon Stefánsson stjórnarmaður Creditinfo. </p> <p>Utanríkisráðuneytið veitti á dögunum Creditinfo Group hf. tæplega 23 milljóna króna styrk til verkefnis í Vestur-Afríku sem snýst um að vinna lánshæfisgreiningar fyrir smáfyrirtæki og einyrkja í því skyni að bæta aðgengi eigenda þeirra að lánsfé. Verkefnið stendur yfir í tvö ár og verður í upphafi framkvæmt í tveimur löndum, Fílabeinsströndinni og Senegal. Styrkurinn er veittur úr samstarfssjóði atvinnulífsins um heimsmarkmiðin en hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til &nbsp;þróunarsamvinnu. </p> <p>Samkvæmt áliti matshóps fellur verkefnið vel að markmiðum sjóðsins og áttunda heimsmarkmiðinu um góða atvinnu og hagvöxt, þ.e. stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. Enn fremur segir í álitinu að í verkefninu felist einnig tækninýjungar og nýsköpun sem sé í takt við vaxandi áherslur á fjármálatækni í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og áherslur sjóðsins um frumkvöðlastarf. Einnig er bent á að einyrkjar og eigendur smáfyrirtækja séu í mörgum tilvikum konur. </p> <p>Hákon bendir á að Alþjóðabankinn og margar fleiri fjármálastofnanir hafi ítrekað bent á að bæta þurfi aðgengi smáfyrirtækja að lánsfé í þróunarríkjum enda séu þau talin drifkraftur hagvaxtar. „Lykilþáttur í bættu aðgengi að lánsfé eru fjárhagsupplýsingar lántakanda eins og skuldsetning og greiðslusaga en þær eru til þess fallnar að draga úr áhættu í lánsviðskiptum. Kjarnastarfsemi Creditinfo er einmitt rekstur fjárhagsupplýsinga fyrirtækja og með því að innleiða þjónustuna, sem auðveldar lánveitendum að lánshæfismeta lítil fyrirtæki, teljum við að aðgengi þeirra að lánsfé aukist og lánakjör batni sem er líklegt til að skila sér í vaxtatækifærum,“ segir Hákon. &nbsp; </p> <p>Ef vel gengur verður verkefnið innleitt í öðrum sex löndum í vesturhluta Afríku, Benín, Búrkina Fasó, Guinea Bissá, Malí, Níger og Tógó. </p>

04.03.2020Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19

<span></span> <p>Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. Fjárstuðningurinn á að styðja við bakið á fátækum þjóðum til að þær geti brugðist við vandanum og dregið þannig úr því tjóni sem faraldurinn gæti haft í för með sér. Áhersla er lögð á að freista þess að draga úr útbreiðslu veikinnar.</p> <p>„Við viljum bregðast við með skjótum og sveigjanlegum hætti með þarfir þróunarríkja í huga til að takast á við útbreiðslu COVID-19. Þetta felur í sér neyðarfjármögnun, stefnumótun og tækiaðstoð,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans.</p> <p>Stuðningur Alþjóðabankans verður veittur í formi lána á hagkvæmum vöxtum, styrkja og tæknilegs stuðnings og gefur þróunarríkjum kost á því að styrkja heilbrigðiskerfi og veita almenningi betri þjónustu. Með því móti er þess vænst að þróunarríkin geti betur varið fólk gegn þessari vá, aukið eftirlit með faraaldrinum og gripið til sérstakra aðgerða, auk þess sem bankinn leggur áherslu á samstarf við einkageirann um lausnir til að draga úr efnahagslegum áhrifum af völdum faraldursins.</p> <p>Alþjóðabankinn bendir á að þróunarríki eru langt frá því jafnsett þegar kemur að COVID-19, þau þurfi mismikinn stuðning. Fátækustu ríkin þar sem hættan er mest verða í forgangi, segir í <a href="hhttps://www.worldbank.org/en/news/press-release/2020/03/03/world-bank-group-announces-up-to-12-billion-immediate-support-for-covid-19-country-response" target="_blank">frétt</a>&nbsp;bankans, og stuðningurinn aðlagaður sífellt breyttum aðstæðum eftir útbreiðslu veikinnar.</p> <p>Alþjóðabankinn er meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu í heiminum. Hlutverk bankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar. Ísland á víðtækt samráð við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin um stefnumótun innan Alþjóðabankans. Þessi lönd mynda eitt kjördæmi bankans og Ísland fer fyrir kjördæminu um þessar mundir. </p> <p><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/althjodabankinn-the-world-bank-group/">Alþjóðabankasíða á vef Stjórnarráðsins</a><br /> <span></span></p>

03.03.2020Tímabært að tryggja börnum öruggt aðgengi að hæli og alþjóðlegri vernd

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir ástandið við landamæri Tyrklands og Grikklands vera við suðupunkt. „Ekkert eitt ríki getur annað flóttamannastraumnum frá Sýrlandi og öll Evrópa þarf að standa við bakið á Grikkjum og Tyrkjum sem undanfarin ár hafa tekið móti gríðarmiklum fjölda fjölskyldna á flótta. Ekkert barn ætti að þurfa að stefna lífi sínu í voða í leit að öryggi,“ er haft eftir Afshan&nbsp;Khan, yfirmanni UNICEF&nbsp;í Evrópu og Mið-Asíu og flóttamannahjálparinnar í Evrópu vegna þeirrar skelfilegrar stöðu sem upp er komin við landamæri Tyrklands og Grikklands. </p> <p>„Tyrkir ákváðu á dögunum að hætta að verja landamæri og hleypa sýrlensku flóttafólki áfram í gegn til Evrópu.&nbsp;Erdogan&nbsp;Tyrklandsforseti sagði Evrópuþjóðir verða að axla sinn hluta flóttamannabyrðarinnar.&nbsp;Þúsundir flóttafólks og hælisleitenda hafa síðan lagt á sig hættulegt ferðalag og er áætlað að 13 þúsund séu nú við landamæri Grikklands. Í gær drukknaði drengur þegar bát sem hann og tugir flóttamanna voru í hvolfdi undan ströndum grísku eyjarinnar&nbsp;Lesbos,“ segir í <a href="https://unicef.is/nu-er-timinn-til-ad-tryggja-bornum-oruggt-adgengi-ad-vernd" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNICEF.</p> <p>„Þessar fregnir eru sorgleg áminning um það hættulega ferðalag sem yngstu flóttamennirnir og hælisleitendurnir eru að leggja á sig í leit að öryggi í Evrópu,“ segir&nbsp;Khan. „Hvort sem er á sjó, við landamæri eða átakasvæðunum sem þau eru að flýja, þá eru börnin alltaf fyrstu fórnarlömbin. Á síðustu vikum hafa 575 þúsund börn mátt flýja&nbsp;harðnandi&nbsp;átök í norðvesturhluta Sýrlands. Af þeim þúsundum sem nú halda til nærri Edirne og meðfram <span></span>landamærum Tyrklands og Grikklands er áætlað að 40 prósent séu konur og börn. Ríki verða að tryggja öryggi hinna saklausu,“ bætir&nbsp;Khan&nbsp;við í yfirlýsingu sinni vegna ástandsins.</p> <p>Hún bendir á að&nbsp;UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar séu á vettvangi að bregðast við bráðavanda og neyð barna með því að útvega þeim skjól, vatn, hreinlætisvörur, teppi og önnur hjálpargögn.</p> <p>„Við erum líka að aðstoða fólkið sem nú er strandað við landamæri Tyrklands og Búlgaríu þar sem fregnir berast af hörðum móttökum.“&nbsp;</p> <p>Börn og fjölskyldur sem flúið hafa heimili sín líta til þjóðarleiðtoga eftir sameiginlegri lausn að sögn&nbsp;Khan. Hún segir að til þurfi fjárhagslegan og pólitískan stuðning við ríki sem taki á móti fólki í neyð og raunverulegt átak þurfi til að flytja viðkvæmasta hópinn í öryggi.</p> <p>&nbsp;„Nú er stundin fyrir allar þjóðir sem að málum koma að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og verja börnin, sama hvaðan þau koma. Líf þeirra er að veði. Nú er tími til kominn að tryggja þeim öruggt aðgengi að hæli og alþjóðlegri vernd, í stað þess að grípa til aðgerða og yfirlýsinga sem ala á fordómum og útlendingaandúð,“ segir&nbsp;Khan&nbsp;harðorð.&nbsp;</p> <p>„Nú er líka tími til kominn að Evrópu sýni Grikklandi og Tyrklandi samstöðu. Þessar þjóðir hafa tekið móti mjög stórum hópum barna og fjölskyldna. En ekkert eitt ríki nær utan um þetta verkefni óstutt. Öll ríki njóta góðs af samvinnu til að vernda börn og fjölskyldur. Börn eru viðkvæm fyrir en börn á flótta þurfa nauðsynlega á vernd að helda. Ekkert barn ætti að þurfa að hætta lífi sínu og framtíð í leit að öryggi.“</p> <p><span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"><a href="https://unicef.is/hjalp" target="_blank">Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi</a></span></p>

03.03.2020„Fylgjumst náið með innleiðingu stefnunnar“

<span></span><span></span> <p>Að óbreyttu verða íbúar stríðshrjáðra ríkja tveir af hverjum þremur sárafátækum eftir tíu ár, segir í nýrri stefnu Alþjóðabankans um óstöðugleika, átök og ofbeldi. Að mati bankans nást heimsmarkmiðin ekki fyrir lok ársins 2030 nema því aðeins að skjótt verði gripið til umfangsmikilla aðgerða gagnvart þessum vanda. Í skýrslunni er bent á þá staðreynd að því sem næst tvöfalt fleiri búa nú á eða í grennd við átakasvæði borið saman við árið 2007.</p> <p>Tvennt einkennir búsetu flestra þeirra jarðarbúa sem búa í sárafátækt, segir í skýrslunni. Þeir búa ýmist í löndum í sunnanverðri Afríku eða í löndum sem eiga í vopnuðum átökum. Um er að ræða alls 43 lönd. Til þess að binda enda á sárafátækt og stuðla að aukinni hagsæld og velmegun fyrir þá fátækustu, í samræmi við heimsmarkmiðin, þarf að mati bankans að ráðast í samræmdar aðgerðir gegn óstöðugleika og átökum.</p> <p><a href="https://openknowledge.worldbank.org/bitstream/handle/10986/33324/9781464815409.pdf" target="_blank">Skýrsla Alþjóðabankans</a> um óstöðugleika, átök og ofbeldi er að sögn bankans svar við alþjóðlegu ákalli um aðgerðir. Á vegum hans hefur verið unnið að stefnumótun á þessum sviðum á síðustu misserum með víðtæku samráði við aðildarríki bankans, alþjóðleg og innlend félagasamtök og fulltrúa einkageirans. </p> <p>Fulltrúar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem saman mynda kjördæmi og deila sæti í stjórn Alþjóðabankans, hafa tekið virkan þátt í mótun stefnunnar. Ísland leiðir sem kunnugt er starf kjördæmisins um þessar mundir. Að sögn Geirs H. Haarde, fulltrúa kjördæmisins í stjórn bankans, er baráttan gegn óstöðugleika, átökum og ofbeldi eitt af helstu áherslumálum kjördæmisins. „Við styðjum við stefnumótun bankans og munum fylgjast náið með innleiðingu stefnunnar,“ segir hann.</p> <p>Kjördæmið beitti sér meðal annars fyrir því að stefnan legði aukna áherslu á jafnrétti kynjanna í friðar- og uppbyggingarstarfi, ásamt því að koma í veg fyrir átök og áhrif loftslagsbreytinga, gildi mannréttinda og mikilvægi samstarfs við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og félagasamtök á átakasvæðum. </p> <p>Markmið stefnunnar er að auka skilvirkni bankans og gera hann betur í stakk búinn til að til að styðja þjóðir sem takast á við orsakir og áhrif óstöðugleika, átaka og ofbeldis, ásamt því að styðja við þjóðir í þeirri viðleitni að auka viðnámsþrótt samfélaga, sérstaklega hjá viðkvæmustu og mest jaðarsettu hópunum. </p>

02.03.2020Konur eru ekki frávik frá reglu karlmanna

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur heitið því að beita persónulegum áhrifum sínum í þágu jafnréttis kynjanna, þar á meðal til höfuðs lögbundinni kynferðislegri mismunun, fyrir þátttöku kvenna í friðarviðleitni og að tekið verði tillit til ólaunaðra starfa á heimilum í reikningi þjóðarframleiðslu.</p> <p>Að sögn upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) flutti aðalframkvæmdastjórinn ræðu um þemað „Konur og vald” í háskóla í New York. António Guterres, sem á tvö ár eftir í embætti, kvaðst nota þann tíma til að „dýpka persónulega skuldbindingu mína til þess að vekja athygli á og vinna í þágu jafnréttis kynjanna í öllu okkar starfi.”</p> <p>Guterres kvaðst persónulega ætla að hafa samband við ríkisstjórnir sem bera ábyrgð á lagasetningu, sem felur í sér mismunun, til að tala máli breytinga.</p> <p>Einnig kvaðst hann munu beita áhrifum Sameinuðu þjóðanna í því skyni að konur hafi jafn marga fulltrúa og karlar í friðarferlum.</p> <p>„Þá mun ég beita mér fyrir því að þjóðarframleiðsla taki tillit til velfarnaðar og sjálfbærni og að ólaunuð heimilisstörf verði metin að verðleikum,” sagði Guterres. „Ég er staðráðinn í að binda enda á þá hugsun að karlmaðurinn sé skapalón alls innan Sameinuðu þjóðanna. Við erum samtök sem byggjum mjög á tölfræði og það er þýðingarmikið að gengið sé út frá því að karlar séu ekki reglan og konur frávik.”</p> <p>Guterres lauk ræðu sinni með því að segja: „Jafnrétti kynjanna snýst um völd; völd sem karlar hafa notið einir um árþúsundir. 21. öldin á að vera öld jafnréttis kvenna. Við skulum öll leggja okkar lóð á vogarskálarnar.“</p>

28.02.2020Nýtt verkefni til skoðunar í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu

<span></span> <p><span>Til skoðunar er að setja á fót nýtt þróunarsamvinnuverkefni á sviði landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar. Um yrði að ræða samstarfsverkefni Íslands og Norræna þróunarsjóðsins (NDF) í samvinnu við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), byggt á grunni samstarfs þessara aðila sem skilað hefur miklum árangri í jarðhitaverkefni í austanverðri Afríku á síðustu árum. </span></p> <p><span>Fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Landgræðsluskólanum hafa í vikunni átt fundi með fulltrúum Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí, í höfuðstöðvum UNEP, til að fylgja eftir jarðhitaverkefninu sem utanríkisráðuneytið og NDF hafa stutt við á síðastliðnum átta árum. Mikill árangur og góð reynsla af samstarfi utanríkisráðuneytisins, NDF og UNEP í jarðhitaverkefninu leiða til þess verið er að skoða ýmsa nýja fleti á samstarfi, meðal annars í landgræðslu og sjálfbærri landnýtingu. Viðræðum verður haldið áfram síðar á árinu.</span></p> <p><span>Að sögn Ágústu Gísladóttur á alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins sem fer fyrir íslensku sendinefndinni var meðal annars farið í heimsókn á jarðhitasvæði í Menengai þar sem verið er að byggja jarðvarmavirkjun. Í Menengai var á síðasta ári settur upp þurrkofn með styrk frá Íslandi sem getur þurrkað sex tonn af korni á fjórum til fimm klukkutímum með grænni orku.</span></p> <p><span><strong>Margir fyrrverandi nemendur Jarðhitaskólans</strong></span></p> <p><span>Martha Mburu er verkstjóri í Menengai en hún er fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans hér á landi. Einnig hittu íslensku fulltrúarnir Silvia Malmo efnafræðing sem starfar á rannsóknastofu sem efnagreinir jarðhitavökva en hún er einnig fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans. Silvia kennir jafnframt í Öndvegissetri jarðhitauppbyggingar en setrið hefur notið stuðnings frá Íslandi. Setrið er byggt upp í samstarfi við UNEP og verkefnastjórinn er líka fyrrverandi nemandi Jarðhitaskólans, Meseret Teklemariam Zemedkun.</span></p>

28.02.2020„Leggið ykkur fram um að sýna frumkvæði og hafa áhrif“

<span></span> <p>„Þegar heim kemur vona ég að þið leggið ykkur fram um að kynna vinnuna ykkar á Íslandi, taka þátt í umræðum, sýna frumkvæði og hafa áhrif,“ sagði Þór H. Ásgeirsson forstöðumaður Sjávarútvegsskólans við athöfn í vikunni þegar 24 nemendur útskrifuðust frá skólanum eftir sex mánaða nám á Íslandi. Tólf konur og tólf karlar voru í útskriftarhópnum að þessu sinni, frá tólf löndum í Asíu, Afríku og Karíbahafi.</p> <p>Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vakti í ávarpi athygli á gildi þess að styðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, meðal annars fjórtánda markmiðið þar sem hafið er sett í öndvegi og kallað eftir aðgerðum til að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu á auðlindum þess. Kristján lýsti yfir þeirri von að sú þekking og reynsla sem útskriftarnemar hefðu öðlast á þeim sex mánuðum sem þeir dvöldust á Íslandi myndi nýtast þeim vel í starfi og stuðla að þróun sjávarútvegs heima fyrir.</p> <p>Nemendahópurinn sem útskrifaðist er tuttugasti og annar árangurinn sem útskrifast frá Sjávarútvegsskólanum en alls hafa 414 nemendur frá 60 þjóðríkjum lokið námi við skólann. Að þessu sinni sérhæfðu sjö nemendur sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar, sex á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórnunar, sex á sviði sjálfbærs fiskeldis og fimm á sviði stofnmats og veiðarfæratækni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/FvXC-Q7pL3A" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/uWVnthMIX9g" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/aBdhmiawsRE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Við útskriftina gerði Bryndís Kjartansdóttir forstöðumaður GRÓ grein fyrir þeim skipulagsbreytingum sem tóku gildi um áramót í starfi skólanna fjögurra þegar GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu tók yfir samstarfið af háskóla Sameinuðu þjóðanna. GRÓ starfar undir merkjum UNESCO, mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna en skólarnir eru reknir, á sama hátt og áður, sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands gegnum utanríkisráðuneytið.</p> <p>James John Banda frá Malaví hafði orð fyrir útskriftarnemendunum og þakkaði starfsfólki Sjávarútvegsskólans og leiðbeinendum, fyrirlesurum og öðrum þeim sem komu að þjálfunarnáminu í vetur fyrir stuðninginn meðan á Íslandsdvölinni stóð.</p> <p>„Við fengum tækifæri til að auka færni okkar bæði persónulega og faglega,“ sagði hann.</p> <p>Í meðfylgjandi kvikmyndabrotum eru viðtöl við þrjá útskriftarnemendur um lokaverkefni þeirra og upplifun þeirra af landi og þjóð.</p>

27.02.2020Salah skipaður velgjörðarsendiherra Flóttamannastofnunar SÞ

<span></span> <p>Mohamed Salah framherji Liverpool er fyrsti velgjörðarsendiherra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í skólaverkefni sem hefur þann tilgang að tryggja börnum í flóttamannabúðum í Afríku gæðamenntun. Verkefnið – Instant Network Schools – spannar næstu fimm árin og á að ná til til hálfrar milljónar nemenda. Meðal nýrra skóla í verkefninu eru tuttugu í Egyptalandi, heimalandi Salah.</p> <p>Verkefnið gengur út á að tengja saman nemendur í flóttamannasamfélögum og nemendur í viðkomandi gistiríki með áherslu á stafræna gæðamenntun. Verkefninu var upphaflega hleypt af stokkunum árið 2014 sem samstarfsverkefni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Vodafone Foundation. Markmiðið er að gefa ungu flóttafólki í flóttamannabúðum í fátækjum Afríkuríkjum kost á betri menntun og tengja það við jafnaldra og kennara í gistiríkinu gegnum stafrænt námsefni.</p> <p>Fram til þessa hafa rúmlega 86 þúsund námsmenn og eitt þúsund kennarar notið góðs af verkefninu, skólarnir í verkefninu eru 36 talsins og starfa í átta flóttamannabúðum í Kenya, Tansaníu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Suður-Súdan. Á næstu fimm árum er ætlunin að færa út kvíarnar og ná til hálfrar milljónar nemenda og tíu þúsund kennara.</p> <p>Hlutaverk Mohameds Salah sem velgjörðarsendiherra UNHCR verður að styðja vitundarvakningu um mikilvægi gæðamenntunar fyrir flóttabörn og vekja athygli á þörfinni fyrir auknar fjárfestingar í stafrænni tækni sem nýtist í menntamálum. Salah kveðst stoltur taka þátt í þessu samstarfi til að brúa bilið í menntun flóttabarna og annarra barna í gistiríkjum. „Instant Network Schools er mikilvægt frumkvæði og ég tek stoltur þátt í því að umbreyta námi kynslóðar ungs fólks víðs vegar í sunnanverðri Afríku og innan tíðar í heimlandi mínu, Egyptalandi,“ er haft eftir Salah í frétt frá UNHCR.</p> <p>Samkvæmt fréttinni eru börn rúmlega helmingur þeirra 70,7 milljóna sem teljast til flótta- og farandfólks. Mörg þeirra verja öllum skólaárunum í flóttamannabúðum þar sem gæði kennslunnar eru ekki á háu stigi. „Mohamed Salah deilir með okkur ástríðunni um mikilvægi menntunar sem grunngildis fyrir persónulegan og félagslegan þroska og hann kemur til með að hjálpa okkur við að kynna og stækka þetta verkefni,“ segir Andrew Dunnett fulltrúi Vodafone.</p> <p>Dominique Hyde fulltrúi UNHCR segir að Salah sé jákvæð og hvetjandi fyrirmynd ungmenna innan sem utan vallar. „Bjartsýni hans og ástríða samræmist fullkomlega verkefninu og glæðir von meðal barna í hópi flóttafólks, ásamt því að veita þeim innblástur og hvatningu um tækifæri um betri framtíð.“</p> <p>Tímaritið Time útnefndi Salah einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2019.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í mannúðarmálum.</p>

27.02.2020Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib

<span></span> <p>Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. „Enn eina ferðina erum við slegin yfir þessu miskunnarlausa ofbeldi sem gengur hér yfir og varð til þess að níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásunum í gær,“ segir Chaiban í yfirlýsingu.</p> <p>Að minnsta kosti fjórir þessarar skóla nutu stuðnings samstarfsaðila UNICEF. Samkvæmt upplýsingum á <a href="https://unicef.is/born-og-kennarar-letust-i-arasum-a-skola-i-idlib?fbclid=IwAR0rHAoQETt5SO45nkUqo2JA-XgcRuyMOrZq0R9jOmLzLIqMcaxVLYVJCaU" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF særðust hátt í 40 konur og börn í þessum árásunum.</p> <p>„Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín síðan 1. desember síðastliðinn. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú í tjöldum og undir berum himni nú þegar vetrartíð með snjó og slæmu veðri er gengið í garð. Átökin í norðurhéruðum hafa versnað undanfarið, en<a href="https://unicef.is/veturinn-er-kominn-i-syrlandi">&nbsp;líkt og greint var frá á dögunum</a>&nbsp;er staðfest að 77 börn hafi látið lífið eða særst í átökum í norðvesturhluta Sýrlands það sem af er árinu. Og eru þá þau börn sem létust og særðust núna undanskilin,“ segir í frétt UNICEF.</p> <p>„Við fordæmum harkalega morð og limlestingar á börnum. Skólar og aðrar menntastofnanir njóta friðhelgi og eiga að vera öruggir staðir fyrir börn. Árásir á þær er gríðarlega alvarlegt brot á réttindum barna. Stríðandi fylkingum í Sýrlandi ber að vernda börn og ber að láta af árásum á stofnanir og mikilvæga innviði,“ segir Chaiban að lokum.</p> <p>UNICEF minnir á áframhaldandi <a href="https://unicef.is/hjalp">neyðarsöfnun</a>&nbsp;fyrir börn í Sýrlandi. </p>

26.02.2020Óttast um líf barna í Simbabve

<span></span> <p>Lífsbarátta almennings í Simbabve er komin á það stig að samtökin Barnaheill – Save the Children óttast um líf barna. Samtökin segja að mikill matarskortur í landinu hafi leitt til þess að börn fái almennt einungis eina máltíð á dag og mörg þeirra þurfi að ganga klukkustundum saman til að sækja drykkjarvatn. „Án meiriháttar alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar komum við til með að horfa upp á börn deyja eftir því sem fjölskyldur þurfa að leggja harðar að sér til að þrauka,“ segir í <a href="https://www.savethechildren.net/news/zimbabwe-children-frontline-climate-and-economic-crises-collide#" target="_blank">tilkynningu</a>&nbsp;frá samtökunum.</p> <p>Að minnsta kosti 7,7 milljónir íbúa landsins, jafnt til bæja og sveita, búa við alvarlegan matarskort, þar af eru 3,8 milljónir sveltandi barna sem þurfi skjótan stuðning. Samkvæmt frétt Save the Children ræða foreldar um að taka börn úr skóla til að vinna eða vegna þess að skólagjöldin eru þeim ofviða. Einnig er rætt um að gefa dætur í hjónaband til efnaðri fjölskyldna. Þá hafa margar fjölskyldur fækkað máltíðum, selt búpeninginn eða aðrar eignir, og sumar hafa tekið sig upp og haldið út í óvissuna til annarra landa.</p> <p>Af hálfu Save the Children er unnið að greiningu á aðstæðum í landinu til að fá enn greinarbetri mynd af stöðunni. Ljóst er þó að vandinn er víðtækur og sá alvarlegasti frá árinu 2008. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, mikill fjárskortur ríkisins, ógnvekjandi skuldir, mikið atvinnuleysi og sífellt hækkandi verð á vörum og þjónustu. Þá er verðbólga hvergi í heiminum hærri en í Simbabve.</p> <p>Save the Children hvetja framlagsríki og alþjóðasamfélagið til þess að bregðast strax við bágum aðstæðum íbúa Simbabve áður en þær breytast í neyðarástand.</p> <p><a href="http://www.barnaheill.is" target="_blank">Vefur Barnaheilla</a></p>

25.02.2020Til skoðunar að hefja samstarf við nýtt hérað í Úganda

<span></span> <p>Til skoðunar er að hefja undirbúning að verkefnum í nýju samstarfshéraði í Úganda. Nýja héraðið, Namayingo, er í austurhluta landsins, og nær bæði til eyja úti á Viktoríuvatni og samfélaga uppi á landi. „Ísland er reiðubúið að halda áfram stuðningi við fiskimannasamfélög í Úganda í því skyni að bæta lífskjör fólks og stuðla að þróun,“ hefur úgandska dagblaðið New Vision eftir Unni Orradóttur Ramette sendherra í blaðinu í gær.</p> <p>Fram kemur í fréttinni að þorp í Namayingo myndu fá stuðning á ýmsum sviðum, meðal annars hvað varðar aðgengi að hreinu neysluvatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu og skólamálum. Íslendingar hafa um árabil unnið með nágrannasveitarfélagi, Buikwe, að úrbótum á þessum sviðum. Einnig hefur Ísland stutt Kalangala hérað við uppbyggingu innviða og menntun.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/Namayingo-district-structure-1024x721.png?amp%3bproc=MediumImage" /></p> <p>Unnur Orradóttir Ramette sendiherra heimsótti Namayingo á<span>&nbsp; </span>dögunum ásamt Smára McCarthy þingmanni sem var í ferð í Úganda í boði GAVI, alþjóða bólusetningarsjóðsins. Samkvæmt frétt New Vision lýsti Unnur verkefnahugmyndum á fundi í grunnskólanum Isinde í Buhemba hreppi. Hún sagði ástand margra skólanna afar bágborið og sagði í skoðun að veita þorpum í Namayingo stuðning.</p> <p>„Við viljum sjá sérhvert barn í skóla og <span></span>við viljum sjá það ljúka grunnskólagöngu,“ segir Unnur. </p> <p>Vincent Makali fræðslustjóri í héraðinu kvaðst finna fyrir feginleika að heyra af stuðningi Íslendinga og sagði ótvírætt að jákvæð þróun fylgdi betra aðgengi að menntun, ekki síst fyrir þau svæði í héraðinu sem stæðu lakast. Meðal atriða í menntamálum sem hann tiltók sérstaklega var skortur á hreinu drykkjarvatni, kennarabústöðum, námsgögnum og viðunandi skólastofum. „Buchumbi grunnskólinn er með 728 nemendur en aðeins sex skólastofur,“ sagði fræðslustjórinn.</p> <p>Haft er eftir Ronald Sanya héraðsstjóra í blaðinu að stuðningu komi til með að bæta skólasókn í fiskimannaþorpum sem ekki væri vanþörf á því börn í þorpum við vatnið hættu mörg hver í skóla til þess að vinna í fiski eða afla tekna með öðrum hætti. Þessi hugsunarháttur ætti þátt í miklu ólæsi í héraðinu.</p> <p>Haft er eftir Smára McCarty þingmanni að hann styðji fullkomlega þá vitleitni að bæta grunnþjónustuna í héraðinu. Blaðið hefur eftir honum að hann hafi orðið vitni að óboðlegum aðstæðum og brýnni þörf íbúa fyrir aðgengi að hreinu vatni.</p>

24.02.2020Guðlaugur Þór ræddi mannréttindi við utanríkisráðherra Sádi-Arabíu

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra skoraði á utanríkisráðherra Sádi-Arabíu að láta baráttufólk fyrir mannréttindum tafarlaust úr haldi á fundi þeirra í Genf nú síðdegis. Guðlaugur Þór tekur þátt í 43. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag. Hann átti einnig fundi með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og annarra ríkja.</span></p> <p><span>U</span>anríkis- og þróunarsamvinnuráðherra var í morgun viðstaddur opnun 43. lotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Er þetta í fjórða sinn sem Guðlaugur Þór tekur þátt í ráðherralotu ráðsins en hann var fyrsti íslenski ráðherrann til þess. Um eitt hundrað leiðtogar og ráðherrar eru viðstaddir fundi ráðsins í vikunni.</p> <p>Guðlaugur átti einnig fundi með fulltrúum Sameinuðu þjóðanna og annarra ríkja. Á fundi með Faisal Bin Farhan Alsaud, utanríkisráðherra Sádí-Arabíu, ræddi hann sérstaklega stöðu mannréttindamála þar í landi. „Ísland leiddi gagnrýni 36 ríkja á sádiarabísk stjórnvöld fyrir um ári síðan, sem vakti athygli víða um heim.&nbsp;Mér fannst mikilvægt að fá tækifæri til að halda þeim sjónarmiðum á lofti með beinum hætti enda er mikilvægt að geta rætt málin jafnvel þótt mikið beri á milli,“ sagði Guðlaugur Þór að fundi loknum. „Ég hvatti ráðherrann til að halda áfram úrbótum á stöðu kvenna í ríkinu og sleppa umsvifalaust baráttufólki fyrir mannréttindum sem situr í fangelsi.“</p> <p>Guðlaugur Þór átti einnig fundi með Katrin Eggenberger, utanríkisráðherra Liechtenstein, þar sem þau ræddu stöðu fríverslunarviðræðna EFTA, mikilvægi EES-samstarfsins og mögulega samvinnu í tengslum við framtíðarsamning við Bretland. Þá hittust þeir&nbsp;<span>Vadym Prystaiko,&nbsp;</span>utanríkisráðherra Úkraínu, og lýsti Guðlaugur Þór yfir áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda við málstað Úkraínu á fundi þeirra.</p> <p>Síðdegis undirrituðu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Filippo Grandi, framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), samkomulag um áframhaldandi kjarnaframlög Íslands til stofnunarinnar. Samkomulagið gildir út árið 2023 og felur í sér samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 255 milljónir króna í kjarnaframlag á fjögurra ára tímabili. Framlög til einstakra verkefna koma til viðbótar við kjarnaframlag og undanfarin fimm ár hefur Ísland lagt stofnuninni til 648 milljónir króna í heildina. UNHCR vinnur að velferð flóttamanna í 134 ríkjum en um þessar mundir hafa um 75 milljónir manna flúið heimili sín, flestir vegna átaka. UNHCR er einnig helsta samstarfsstofnun Íslands við móttöku kvótaflóttamanna sem voru 75 talsins árið 2019 og verða 85 á þessu ári.&nbsp;</p> <p>Þá opnaði Guðlaugur Þór sýningu íslenskra listamanna í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna í Genf sem endurspeglar tengsl mannréttinda og listar. Sýningarstjóri er Ásthildur Jónsdóttir og auk hennar eiga verk á sýningunni þau Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Anna Líndal, Guðmundur Elías Knudsen, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Kristín Gunnlaugsdóttir.</p> <p>Guðlaugur Þór tók einnig þátt í fundi bandalags stuðningsríkja fjölþjóðasamvinnu þar sem fjallað var um mikilvægi mannúðarlaga og baráttuna gegn refsileysi.&nbsp;Utanríkisráðherrar Þýskalands og Frakklands stóðu fyrir fundinum.</p>

24.02.2020 Sýnir sterkan vilja stjórnvalda að beita sér fyrir jafnrétti á heimsvísu

<strong><span></span></strong> <p>„Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að ríkisstjórnin hafi ákveðið á fundi síðastliðinn föstudag að íslensk stjórnvöld óski formlega eftir að vera meðal forysturíkja átaksverkefnis UN Women:&nbsp;Jafnréttiskynslóðin (Generation Equality)&nbsp;til næstu fimm ára,“ segir á vef UN Women. „Beiðni stjórnvalda um að leiða verkefnið sýnir sterkan vilja stjórnvalda hér á landi til að beita sér fyrir jafnrétti á heimsvísu.“</p> <p>Átakið er stærsta verkefni UN Women til þessa og verður ýtt úr vör á ráðstefnu í París í júlí með þátttöku leiðtoga ríkisstjórna og þjóðarleiðtoga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir ráðstefnuna fyrir Íslands hönd.</p> <p>UN Women minnir á að á þessu ári er aldarfjórðungur liðinn frá fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni í Peking árið 1995. Á ráðstefnunni var samþykkt pólitísk yfirlýsing og framkvæmdaáætlun um réttindi kvenna (Pekingáætlunin), sem meðal annars byggist á ákvæðum Kvennasáttmála SÞ frá árinu 1979, um afnám allrar mismununar gegn konum.</p> <p>„Markmið átaks UN Women&nbsp;Jafnréttiskynslóðin, er að leiða saman ríkisstjórnir, einkageirann og frjáls félagasamtök í sex aðgerðabandalög sem meti hvað hefur áunnist frá því að Pekingáætlunin var samþykkt á meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og finna leiðir sem koma í veg fyrir að konum og stúlkum sé mismunað á grundvelli kyns síns,“ segir í frétt UN Women.&nbsp;</p> <p>Þar segir ennfremur að nú þegar fimm ár eru liðin frá því að ríki heims komu sér saman um sautján heimsmarkmið „er ljóst að heimsmarkmið fimm, um kynjajafnrétti, er það markmið sem aðildarríki SÞ eiga lengst í land með, enda gengur það þvert á öll hin markmiðin. Ef því fimmta verður ekki náð, nást aldrei hin sautján.“</p> <p>Í <a href="https://unwomen.is/read/2020-02-24/islensk-stjornvold-vilja-leida-jafnrettiskynslodina/?fbclid=IwAR0PC4MRpQO4S2vVCykKAoNJOpdchrytxiLHDJgb9ls3S-FHF0sB_RYkCPg" target="_blank">fréttinni</a>&nbsp;kemur fram að öll Norðurlöndin hafi látið í ljós áhuga á forystuhlutverki í verkefninu og óskað eftir að leiða eitt af sex aðgerðabandalögum átaksins, líkt og íslensk stjórnvöld. </p>

21.02.2020Suður-Súdan: Rúmlega helmingur þjóðarinnar við hungurmörk

<span></span> <p>Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna vekja athygli á alvarlegum matarskorti í Suður-Súdan og segja í yfirlýsingu að rúmlega helmingur þjóðarinnar, ríflega 6,5 milljónir manna, eigi á hættu að draga fram lífið við hungurmörk á vormánuðum. Nú þegar búa rúmlega 20 þúsund íbúar við sáran sult, íbúar héraða þar sem úrkoma var gífurleg á síðasta ári, og þeir þurfa nú þegar á mannúðaraðstoð að halda. Rúmlega ein milljón barna í landinu er vannærð.</p> <p>Aðstæður eru sérstaklega erfiðar í þeim héruðum sem urðu illa úti í miklum flóðum á síðasta ári og þar er matvælaöryggið minnst vegna uppskerubrests, segir í skýrslu stjórnvalda í Suður-Súdan sem gefin er út sameiginlega með Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), en þær eru allar samstarfsstofnanir utanríkisráðuneytisins í þróunarsamvinnu og mannúðarmálum.</p> <p>Óttast er að matarskortur eigi eftir að aukast á næstu vikum og mánuðum, fram í byrjun júlímánaðar. Verst er ástandið í þeim fjölmörgum héruðum sem urðu harðast úti á flóðatímanum í fyrra. Að óbreyttu er reiknað með að rúmlega 1,7 milljónir íbúa verði við hungurmörk fyrri hluta ársins. Samkvæmt skýrslunni áttu um 5,3 milljónir íbúa Suður-Súdan í síðasta mánuði í erfiðleikum með að fá nóg að borða og framundan eru mánuðir þar sem matvæli verða af enn skornari skammti. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/1io2WaeqIuQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Meshack Malo fulltrúi FAO í Suður-Súdan segir að þrátt fyrir nokkrar umbætur í matvælaframleiðslu séu enn alltof margir hungraðir og þeim fari fjölgandi. Þá geti engisprettufaraldur í þessum heimshluta gert ástandið enn verra. „Það er mjög mikilvægt að okkur takist að auka stuðning við íbúa Suður-Súdan svo þeir geti haldið áfram að bæta lífsviðurværi sitt og einnig þurfum við að styðja stjórnvöld í viðleitni þeirra að bregðast við engisprettufaraldrinum,“ segir hann.</p> <p>Eftir langvarandi vopnuð átök ríkir nú sæmilegur friður og stöðugleiki í Suður-Súdan. Fulltrúar fyrrnefndra þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna láta í ljós vonir um að nýta megi það ástand til að bæta matvælaframleiðslu og raunar sjáist þess merki nú þegar, meðal annars hafi kornframleiðsla milli ára aukist um tíu af hundraði.</p> <p>&nbsp;</p>

21.02.2020Viljayfirlýsing um aukið samstarf Háskóla Íslands og Makerere háskólans í Úganda

<span></span> <p>Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf milli Háskóla Íslands og Makerere háskólans í Kampala, Úganda. Samstarfið kemur til með að ná til nemendaskipta, samvinnu um rannsóknir og útgáfu fræðigreina, skipulagningu málþinga, stuttra námskeiða og ráðstefna, svo dæmi séu tekin.</p> <p>Jafnréttisskólinn <span style="color: black;">(GEST)</span>, sem er hluti af GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, og kvenna- og kynjafræðideild Makerere háskólans í Kampala, hafa um langt árabil átt í samstarfi. Nokkrir meistaranemar frá Úganda hafa komið til Íslands og lokið diplómanámi hjá Jafnréttisskólanum sem hluta af meistaranámi sínu við kvenna- og kynjafræðideildina í Makarere. </p> <p>Jafnréttisskólinn og Makarere háskólinn unnu einnig saman að þróun námskeiðs um konur og loftslagsbreytingar sem haldin hafa verið í Úganda á síðustu árum. Þá tilkynnti Jafnréttisskólinn í síðasta mánuði um styrk sem veittur verður doktorsnema frá Úganda til náms við Háskóla Íslands, en mun fela í sér rannsóknir í Úganda. Sérfræðingar frá bæði Háskóla Íslands og Makerere háskóla munu koma að doktorsnáminu.</p> <p style="background: white;"><span style="color: black;">Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í Kampala, skrifaði undir viljayfirlýsinguna fyrir hönd Jóns Atla Benediktssonar rektors Háskóla Íslands og Irmu Erlingsdóttur framkvæmdastýru Jafnréttisskólans. Af hálfu Makerere háskólans skrifuðu undir yfirlýsinguna þau Barnabas Nawagnwe aðstoðarrektor og Sarah Ssali deildarstjóri kvenna- og kynjafræðideildarinnar.</span></p> <p style="background: white;"><span style="color: black;">Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem reknir eru á Íslandi undir merkjum UNESCO en hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Þeir eru allir hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. </span></p>

20.02.2020Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF

<span></span> <p>Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. „Harkaleg vetrartíð með frosti, snjó og slæmu veðri bítur nú börnin litlu í Sýrlandi og áframhaldandi átök og sprengjuregn kostar þau enn líf og limi. Frá byrjun árs 2020 er staðfest að 77 börn hafi látið lífið eða særst í átökum á svæðinu. Ástandið er ömurlegt á alla mælikvarða, meira að segja Sýrlands,“ segir framkvæmdastjóri Henrietta Fore framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).</p> <p>„Við vorum á göngu í þrjá daga og núna búum við í tjaldi. Allar eigur okkar eru gegnsósa af rigningu og drullu,“ segir móðir sem neyddist nýlega til að flýja heimili sitt í&nbsp;Sarageb&nbsp;í&nbsp;Idlib&nbsp;og býr nú á&nbsp;Aleppo-svæðinu. „Ég er með afar veikt barn með mér sem þarf nauðsynlega að komast í skurðaðgerð en ég hef ekki efni á því. Ef barnið mitt deyr er það eina sem ég get gert að grafa það.“</p> <p>Í frétt á <a href="https://unicef.is/veturinn-er-kominn-i-syrlandi" target="_blank">vef UNICEF</a>&nbsp;er haft eftir framkvæmdastjóranum&nbsp;að ástandið í norðvesturhluta Sýrlands sé verra en nokkru sinni fyrr. „Það er sótt að börnum og fjölskyldum úr öllum áttum. Þau þurfa að eiga við stríðsástandið, nístandi kulda, fæðuskort og erfið búsetuskilyrði. Við getum ekki leyft svona grímulausu skeytingarleysi gagnvart velferð, öryggi og heilsu barna og fjölskyldna að halda áfram,“ segir&nbsp;Fore.</p> <p>Ásamt&nbsp;samstarfsaðilum&nbsp;er&nbsp;UNICEF&nbsp;á vettvangi í Sýrlandi sem endranær og vinnur það gríðarlega mikilvægt neyðarstarf við afar erfiðar aðstæður í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Þar skiptir stuðningur þinn sköpum í að hjálpa okkur að útvega&nbsp;hreinlætisaðstöðu, hreint drykkjarvatn, hlýjan fatnað fyrir veturinn, aðstoð við að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast, meðhöndla vannærð börn, mennta börn og veita félags- og sálfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt.</p> <p>„Blóðbaðið í norðvesturhluta Sýrlands heldur áfram að taka hræðilegan toll á börnum,“ segir&nbsp;Fore. „Nú er mál að byssurnar þagni og átökin hætti í eitt skipti fyrir öll. Stríðandi fylkingum ber að verja börnin og nauðsynlega innviði fyrir sprengjuregni og kúlnahríð og leyfa mannúðarstarfi að eiga sér stað því þörfin er gríðarleg.“</p> <p>UNICEF minnir á áframhaldandi <a href="https://unicef.is/hjalp" target="_blank">neyðarsöfnun</a>&nbsp;á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi. </p>

19.02.2020Allar þjóðir bregðast börnum – nýjar ógnir steðja að

<span></span> <p>„Samkvæmt öllum hefðbundnum mælikvörðum er gott að vera barn á Íslandi eins og niðurstöður skýrslunnar sýna. Börn hafa hér öll tækifæri til að blómstra og dafna. Þar sem við erum hins vegar að bregðast börnum, líkt og hinar ríku þjóðirnar, er hversu mikið við mengum miðað við höfðatölu. Þar þurfum við að grípa til tafarlausra aðgerða og gera meira, enda eigum við langt með að ná þeim losunarmarkmiðum sem sett hafa verið fyrir árið 2030,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.</p> <p>Tilefnið er útkoma nýrrar sérfræðingaskýrslu – <a href="http://www.thelancet-press.com/embargo/childhealth.pdf" target="_blank">A future for the World´s Children</a>&nbsp;– sem er sú fyrsta sinnar tegundar þar sem heilsa og velferð barna meðal þjóða heims er skoðuð, meðal annars með tilliti til loftslagsbreytinga og annarra utanaðkomandi þátta sem nútímabörnum stafar ógn af. „Í þessari skýrslu er litið lengra en bara til stöðunnar eins og hún er í dag. Hér er stóra myndin skoðuð og tekið með í reikninginn sjálfbærni okkar og framtíð plánetunnar fyrir komandi kynslóðir. Við þurfum að skuldbinda okkur til að skapa framtíð sem hæfir börnum og þar höfum við Íslendingar öll tækifæri til að vera í fararbroddi,“ segir Bergsteinn.</p> <p>Engin þjóð í heiminum er með fullnægjandi hætti að verja heilsu, umhverfi og framtíð barna samkvæmt skýrslunni en nefnd 40 sérfræðinga í málefnum barna og unglinga um allan heim er skrifuð fyrir skýrslunni. Nefndin var sett á laggirnar af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO),&nbsp;UNICEF&nbsp;og hinu virta læknariti&nbsp;The&nbsp;Lancet. <span>&nbsp;</span>Skýrslan er afrakstur tveggja ára vinnu.</p> <p>Að mati UNICEF er skýrslan býsna svört. Þar segir að heilsu og framtíð allra barna og ungmenna sé ógnað af vistfræðilegri ósjálfbærni,&nbsp;loftslagsbreytingum&nbsp;og óheiðarlegri markaðssetningu stórfyrirtækja sem halda óhollu skyndibitafæði, sykruðum drykkjum, áfengi og tóbaki að börnum heimsins.</p> <p>„Þrátt fyrir framfarir í heilsuvernd barna og unglinga síðustu 20 ára þá er okkur hætt að miða áfram í þessum efnum og erum komin í bakkgír,“ segir Helen&nbsp;Clark, fyrrverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands og annar formanna nefndarinnar.</p> <p>„Áætlað hefur verið að um 250 milljónir barna undir fimm ára aldri í lág- og millitekjuþjóðum nái ekki viðunandi þroskamarkmiðum miðað við mælikvarða okkar á vaxtarröskun og fátækt. En það sem verra er, þá standa öll börn heimsins nú frammi fyrir hreinni ógn við tilvist sína&nbsp;vegna&nbsp;loftslagsbreytinga&nbsp;og skaðlegra áhrifa frá markaðsöflum. Þjóðir heimsins þurfa að endurhugsa algjörlega nálgun sína í heilsuvernd barna og ungmenna til að tryggja að við gætum ekki aðeins upp á börnin í dag heldur einnig komandi kynslóðir.“</p> <p><strong>Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna</strong></p> <p>Í skýrslunni, sem er umfangsmikil, er að finna nýja alþjóðlega vísitölu 180 þjóða þar sem bornir eru saman mælikvarðar á hvernig börn dafna út frá lífslíkum, velferð, heilsu, menntun, næringu, sjálfbærni og yfirliti yfir losun gróðurhúsalofttegunda í viðkomandi landi og misskiptingu.&nbsp;</p> <p>Þegar einungis er litið til hefðbundinna velferðarviðmiða eins og heilsu, menntunar, næringar og barnadauða trónir Noregur í efsta sæti, Suður Kórea í öðru og Holland í þriðja. Ísland er í níunda sæti. Verst er staðan hjá Mið-Afríkulýðveldinu, Tsjad, Sómalía, Níger og Malí.</p> <p>Sjá nánar ítarlega frétt á <a href="https://unicef.is/thurfum-ad-skapa-framtid-sem-haefir-bornum" target="_blank">vef UNICEF</a>&nbsp;á Íslandi</p>

14.02.2020Áratugur aðgerða í þágu heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum stórátaki á dögunum sem hefur þann tilgang að herða baráttuna um heimsmarkmiðin, nú þegar áratugur er til stefnu þar til þau eiga að vera komin í höfn. Átakið nefnist “Áratugur aðgerða” (Decade of Action) og felur í sér hvatningu til allra þjóða heims um aðgerðir til að uppfylla heimsmarkmiðin sautján fyrir lok þessa áratugar.</p> <p>Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku við af þúsaldarmarkmiðunum og tóku formlega gildi í ársbyrjun 2016. Þessum metnaðarfulllu markmiðum um betri heim á að vera náð í árslok 2030, eða á réttum fimmtán árum. Á þeim rúmu fjórum árum sem liðin eru hefur árangur náðst á mörgum sviðum en á heildina litið telja Sameinuðu þjóðirnar að hraða þurfi aðgerðum og því sé nauðsynlegt að kynda undir baráttuna fyrir árangri með sérstöku átaki.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/0_Ceg0YhEd6xVDOPS-.png?amp%3bproc=SmallImage" style="float: right;" />„Áratugur aðgerða miðar að því að tryggja réttlátari hnattvæðingu, efla hagvöxt og koma í veg fyrir átök,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að með áratug aðgerða sé hvatt til að greiða fyrir sjálfbærum lausnum á helstu vandamálum heimsins. „Á þessum áratugi aðgerða ber okkur að fjárfesta í upprætingu fátæktar, félagslegri vernd, heilsugæslu og baráttu gegn farsóttum, menntun, orku og hreinlæti, sjálfbærum samgöngum og innviðum og aðgengi að netinu,“ segir hann.</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/391349175" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>Guterres telur þrennt skipta höfuðmáli í öllum samfélögum þegar kemur að því að koma heimsmarkmiðunum í höfn. Í fyrsta lagi sé á alheimsvísu þörf á einbeittari forystu, auknum fjárframlögum og snjallari lausnum í þágu heimsmarkiðanna. Hvarvetna þurfi að huga að umskiptum í stefnumótun, fjárlögum, stofnunum og regluverki ríkisstjórna, borga og sveitastjórna. Loks þurfi að fylkja liði almennings, þar á meðal ungmenna, fjölmiðla, einkageirans, verkalýðsfélaga, fræðasamfélagsins og annara sem vilja skapa betri heim til að skapa óstöðvandi hreyfiafl til að ýta á eftir nauðsynlegum umbótum.</p> <p>„Við verðum að bæta stjórnunarhætti, berjast gegn ólöglegu fjárstreymi, uppræta spillingu og þróa skilvirkt, auðskilið og réttlátt skattakerfi. Við verðum að byggja upp efnahagslíf fyrir framtíðina og tryggja öllum sómasamleg störf, sérstaklega ungu fólki. Og við verðum að einbeita okkur sérstaklega að konum og stúlkum því það er okkur öllum í hag,” sagði Guterres í ræðu á alllsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem áratugur aðgerða var kynntur.</p> <p><a href="https://www.heimsmarkmidin.is/">Vefur heimsmarkmiðanna á íslensku</a>.</p>

13.02.2020Rúmlega 400 milljónir barna búa á átakasvæðum

<span></span> <p>Stríðs- og átakasvæði verða sífellt hættulegri fyrir börn, segir í árlegri skýrslu sem Barnaheill - Save the Children sendi frá sér á dögunum. Samkvæmt skýrslunni hefur ofbeldi gegn börnum á átakasvæðum aldrei verið meira frá því skráningar hófust. Um 415 milljónir barna búa á átakasvæðum, þar af 149 milljónir þar sem mikil átök eiga sér stað. Líkurnar á því að börn sem búa á átakasvæðum verði drepin, limlest eða kynferðislega misnotuð, hefur aldrei verið meiri, að mati samtakanna.</p> <p>Skýrslan – <a href="https://resourcecentre.savethechildren.net/library/stop-war-children-2020-gender-matters" target="_blank">War on Children 2020: Gender Matters</a>&nbsp;– var birt í tengslum við <a href="https://securityconference.org/" target="_blank">öryggisráðstefnu</a>&nbsp;sem haldin er í Munchen um næstu helgi, dagana 14. til 19. febrúar, þar sem leiðtogar heims koma saman til að ræða alþjóðleg öryggismál. Skýrslan inniheldur meðal annars kerfisbundna greiningu á því hvernig alvarlegt ofbeldi á börnum á átakasvæðum hefur ólík áhrif á stúlkur og drengi.</p> <p>Stúlkur verða fyrir töluvert meira kynferðisofbeldi á átakasvæðum en drengir, en níu af hverjum tíu börnum sem beitt eru kynferðisofbeldi eru stúlkur, en aðeins 1,5% drengir. Í 11% tilvika var kyn ekki skráð. Sómalía og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eru hættulegustu svæðin fyrir stúlkur. „Fjöldi barna sem eru drepin eða særð á átakasvæðum hækkar með hverju árinu. Drengir eru mun líklegri til þess að verða drepnir eða limlestir en af<span>&nbsp; </span>öllum staðfestum tilvikum um dráp og limlestingar voru drengir í 44% tilfella, stúlkur í 17% tilfella en í 39% tilfella var kyn ekki skráð,“ segir í frétt Barnaheilla.</p> <p>Samtökin telja að eina leiðin til að stöðva stríð gegn börnum sé að ríkisstjórnir og aðrir aðilar hrindi í framkvæmd aðgerðaáætlunum til að takast á við þjáningar barna. Einnig telja samtökin nauðsynlegt að framlög verði aukin en Inger Ashing framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Save the Children segir nauðsynlegt að auka fjárframlög til þess að binda enda á þjáningar barna. </p> <p>,,Það er ótrúlegt að heimurinn standi hjá meðan börnum er ógnað. Síðan 2005 hafa að minnsta kosti 95,000 börn verið drepin, tugþúsundum barna rænt og milljónum barna verið neitað um aðgengi að menntun eða heilbrigðisþjónustu. Greining okkar sýnir að drengir og stúlkur á átakasvæðum þjást með ólíkum hætti og til að<span>&nbsp; </span>mæta sérstökum þörfum þeirra er nauðsynlegt að auka fjárframlög til þess að veita þeim hjálp og endurreisa framtíð þeirra,“ segir Inger Ashing.</p>

12.02.2020Fjárskortur hamlar stuðningi við fyrrverandi barnahermenn

<span></span><span></span><span></span> <p>Í dag, á alþjóðlegum degi gegn því að nota börn í hernaði, gefur Barnahjálp Sameinuðu (UNICEF) þjóðanna út viðvörun um fjárskortur hamli mikilvægri starfsemi stofnunarinnar í Suður-Súdan, verkefni sem snýr að stuðningi við börn eftir að þau hafa verið leyst undan þrældómi hermennsku.</p> <p>Alþjóðadagurinn gegn því að nota börn í hernaði nefnist „Red Hand Day“ (Dagur rauðu handarinnar) en áreiðanlegar tölur eru ekki til um fjölda barna sem taka þátt í vopnuðum átökum. Þó er talið að þau séu líkast til rúmlega 100 þúsund og berjist á að minnsta kosti átján átakasvæðum.</p> <p>UNICEF í Suður-Súdan er með 900 börn á skrá sem verða leyst undan hermennsku innan tíðar, eins og segir í frétt samtakanna í tilefni dagsins. „UNICEF&nbsp; skortir hins vegar fjármagn&nbsp;til að mæta þeim og aðstoða við að aðlagast lífinu utan átakasvæða,“ segir í fréttinni.</p> <p>Um er að ræða þriggja ára björgunar– og endurkomudagskrá sem kostar um 250 þúsund krónur á hvert barn.&nbsp;Í henni felst félags- og sálfræðistuðningur, vinna með félagsráðgjafa, vinna við að hafa uppi á fjölskyldu barnanna og eftir atvikum sameina fjölskylduna, auka menntunar&nbsp;og annarrar nauðsynlegrar aðstoðar og þjónustu til að hjálpa börnum að endurheimta líf sitt <span></span>og lifa við eðlilegar aðstæður.</p> <p>„Orðið vonbrigði kemst ekki nærri því að ná utan um hvernig mér líður yfir þessari stöðu,“ segir&nbsp;Mohamed&nbsp;Ag&nbsp;Ayoya, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Suður-Súdan. „Börn eru skráð, staðfest og tilbúin til að vera útskrifuð,&nbsp;UNICEF&nbsp;býr yfir þrautreyndu og árangursríku prógrammi en samt sem áður skortir okkur fjármagn til að halda áfram þessari gríðarmikilvægu vinnu. Ég er afar sár fyrir hönd þeirra barna sem eru reiðubúin að hefja nýtt líf og endurheimta barnæskuna sem þau voru svipt.“</p> <p>Í frétt UNICEF segir að vonir standi til að hægt verði að mynda sameinaða ríkisstjórn í Suður-Súdan síðar í þessum mánuði og því fylgi viðvarandi friður.&nbsp;„UNICEF&nbsp;bindur því sömuleiðis vonir við að samhliða því verði fleiri börn leyst undan hermennsku í landinu sem þá munu þurfi nauðsynlega á stuðningi, aðstoð og þjónustu að halda.“</p> <p>Frá árinu 2015 hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;komið að því að bjarga 3.677 börnum úr hermennsku og unnið að því að koma þeim aftur inn í samfélagið eftir að þau höfðu verið notuð í átökum stríðandi fylkinga í Suður-Súdan. UNICEF&nbsp;í Suður-Súdan áætlar að þurfa 4,2 milljónir Bandaríkjadala á þessu ári, eða sem nemur rúmlega 500 milljónum íslenskra króna til að standa undir verkefninu.</p> <p>„Ég skora á alþjóðasamfélagið að stíga upp og hjálpa&nbsp;UNICEF&nbsp;að fjármagna björgunar- og endurkomuprógrammið fyrir barnahermenn og ekki síst til að viðhalda sáttmálum og alþjóðalögum sem reynir virkilega á um þessar mundir,“ segir&nbsp;Ayoya.</p> <p>Á myndinni er „James“ sem numinn var á brott sem barn og notaður í vopnuð átök. Eftir að hafa særst var hann skilinn eftir til að deyja. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fundu hann og komu honum á sjúkrahús. Með aðstoð UNICEF var hann sameinaður fjölskyldu sinni og samfélagi.</p>

11.02.2020Konur innan við þriðjungur þeirra sem stunda vísindarannsóknir

<span></span> <p>Konur eru aðeins 30% þeirra sem stunda vísindarannsóknir í heiminum og hlutfall kvenna í raungreinanámi í háskólum er svipað, eða innan við þriðjungur allra háskólanema í raungreinum. Í dag, 11. febrúar, er <a href="https://www.un.org/en/observances/women-and-girls-in-science-day">alþjóðlegur dagur helgaður konum og stúlkum í vísindum.&nbsp;</a> Undanfarinn áratug hefur náðst mikill árangur í menntun stúlkna í heiminum, en þó hallar enn mjög á konur í svokölluðum STEM-greinum eða í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði.</p> <p>Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) benda rannsóknir til þess að hefðir og staðalímyndir séu ljón í vegi stúlkna. Helga Bragadóttir prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrunarstjórnun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala segir í samtali við UNRIC að nokkrar ástæður liggi að baki því að færri konur en karlar hafi farið í raungreinar og vísindi.</p> <p><span class="left"><img alt="" src="/library/Heimsljos/FN-B%c3%86REKRAFTSM%c3%85L-5-2-410x1024.png?amp%3bproc=infoBox" /></span>„Ein þeirra er saga kynjanna og hlutverk konunnar í barneignum og barnauppeldi,” segir Helga. „Öll tækniþekking og í raun öll þekking felur í sér völd. Að halda þekkingu fyrir sig, þ.e. veita ekki öðrum hlutdeild í henni og eða kenna ekki öðrum að skilja og nýta þekkingu sjálfstætt, er valdaaðferð sem hefur verið beitt á konur og aðra hópa.”</p> <p><strong>Stelpudót og strákadót</strong></p> <p>Katrín Lilja Sigurðardóttir kennir efnafræði við Háskóla Íslands og hefur kynnt töfra efnafræði og vísinda fyrir börnum, bæði með Sprengjugengi Háskóla Íslands og í sjónvarpinu með Ævari vísindamanni bendir á rótgrónar staðalímyndir.</p> <p>„Ég trúi því að rót vandans sé sú að staðalímynd vísindamannsins er karlkyns – og að byrjað er að skapa þessa staðalímynd á unga aldri. „Stelpudót“ og „strákadót“ þekkjum við öll en sem betur fer er fólk almennt orðið nokkuð meðvitað um mikilvægi þess að vísinda- og tæknileikföng séu markaðssett fyrir bæði stúlkur og drengi,” segir hún í viðtali við UNRIC.</p> <p>„Það eru sterkar vísbendingar um að uppeldisaðferðir og skilaboð til barna hafi mikil áhrif. Ef skilaboðin og kröfurnar eru að það sé kvenlegt að vera lítt að sér í vísindum og tækni og almennt minna menntaður, hefur það mikil áhrif,” segir Helga Bragadóttir.</p> <p>Rannsóknir benda til að lítill hlutur kvenna í vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði megi rekja til afstöðu samfélagsins og fjölskyldna. Drengir séu oft og tíðum hvattir meira til að læra raungreinar á unga aldri og stúlkum talin trú um að þessar greinar séu ókvenlegar.<br /> Ekki sé heldur gengið á hólm við staðalímyndir samfélagsins innan skólans.</p> <p><strong>96% líkur á að fá ekki Nóbel</strong></p> <p>UNRIC vitnar í danskan <a href="https://videnskab.dk/kultur-samfund/sandsynlighedsregning-kvinder-burde-faa-mange-flere-nobelpriser" target="_blank">vísindavef</a><a href="https://videnskab.dk/kultur-samfund/sandsynlighedsregning-kvinder-burde-faa-mange-flere-nobelpriser">&nbsp;</a>sem sagði frá athugun vísindamanna á Nils Bohr-stofnuninni. „Þegar konur voru óvenjusigursælar við veitingu Nóbelsverðlauna 2018 könnuðu þeir fylgni fjölda Nóbela við fjölgun kvenna í æðri rannsóknarstöðum við bandaríska háskóla. Á daginn kom að konum fjölgaði lítið við verðlaunaveitingar þrátt fyrir fjölgun þeirra í þessum eftirsóknarverðu stöðum á meðan starfsbræður þeirra sóttu með reglulegu millibili Nóbela til Stokkhólms. Svo rammt kvað að þessu að niðurstaðan var sú að 96% líkur væru á því að bestu konur vísindaheimsins fengju&nbsp;ekki&nbsp;Nóbel!,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Antóníó Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í tilefni dagsins að til þess að takast á við áskoranir 21. aldarinnar verði að leysa úr læðingi alla hæfileika. „Til þess að svo megi verða, ber að kasta fyrir róða kynjuðum staðalímyndum. Sverjum þess eiða á þessum alþjóðadegi kvenna og stúlkna í vísindum að binda endi á kynjahallann í vísindum.“</p> <p><strong>Innri tónlistarkonan- innri vísindakonan</strong></p> <p>UNRIC minnir á að við Íslendingar höfum státað af fjölmörgum framúrskarandi vísindakonum og nefnir í því sambandi Margréti Guðnadóttur veirufræðing (1929-2018). „Sonardóttir hennar Hildur Guðnadóttir hlaut einmitt Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatónlist á sunnudag og skoraði í þakkarræðu sinni á „stúlkur, konur, mæður, dætur, sem finndu tónlistina ólga inn í sér að leysa hana úr læðingi,” segir í frétt UNRIC sem lýkur á þeim orðum að mörgum áratugum áður hafi amma Hildar á sama hátt hvatt stúlkur til að gefa sinni innri vísindakonu lausan tauminn.</p> <div style="padding: 0cm 0cm 1pt; border-top: none; border-right: none; border-bottom-width: 1pt; border-bottom-style: solid; border-left: none;"> <p style="padding: 0cm; border: none;"><a href="https://unric.org/is/ad-leysa-ur-laedingi-hina-innri-visindakonu/" target="_blank">Frétt UNRIC</a> er með lengri viðtölum við Helgu Bragadóttur og Katrínu Lilju Sigurðardóttur.</p> </div>

10.02.2020Afríka: Börn í hermennsku tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum

<span></span> <p>Á átakasvæðum í Afríku hefur ekki orðið mikil fækkun á alvarlegum brotum gegn börnum á undanförnum árum, þvert á skuldbindingar leiðtoga Afríkuríkja um að binda endi á öll vopnuð átök í álfunni, fyrir árið 2020. Skráð tilvik um alvarleg brot gegn börnum eru 55,882 <a href="https://www.savethechildren.net/news/over-55000-grave-crimes-committed-against-children-african-conflict-zones-five-years-alone" target="_blank">samkvæmt</a>&nbsp;tölum Barnaheilla – Save the Children, á árunum 2014 til 2018. </p> <p>Samantektin sýnir að brotið hefur verið alvarlega á tæplega 56 þúsundum barna, þau myrt, særð, misnotuð kynferðislega eða þröngvuð til hermennsku. Á síðustu fimm árum hefur sérstaklega borið á fjölgun barna í hermennsku en þau eru nú tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum.<span></span></p> <p>Á árinu 2013 bundust þjóðarleiðtogar Afríkuríkja fastmælum um að stemma stigu við skálmöld í álfunni með það markmið að við upphaf árs 2020 yrðu engin vopnuð átök í Afríku, eins og fram kom í herferðinni: <a href="https://www.un.org/africarenewal/magazine/december-2019-march-2020/silencing-guns-africa-2020">Silence the Guns</a>. Það hefur ekki gengið eftir og börn verða fyrir barðinu á óöldinni í miklum mæli. Save the Children hefur unnið samantekt uppúr ársskýrslum Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök – <a href="https://childrenandarmedconflict.un.org/document-type/annual-reports/" target="_blank">UN Children and Armed Conflict Annual Reports</a>&nbsp;– og komist að þeirri niðurstöðu að árangurinn sé takmarkaður.</p> <p>Á umræddu fimm ára tímabili hafa 11 þúsund börn verið myrt eða særð í átökum; rúmlega 24 þúsund börn hafa verið neydd í herþjónustu af vígasveitum og 4.600 börn, stúlkur í miklum meirihluta, hafa verið kynferðislega misnotuð. Þá eru fjölmargar árásir á skóla og sjúkrahús, alls 3.500 talsins.</p> <p>Ný skýrsla Save the Children um alvarleg brot gegn börnum í átökum innan Afríku er lögð fram á 33. þingi Afríkusambandsins sem stendur yfir þessa dagana í Addis Ababa. Samtökin gáfu <span>á síðasta ári&nbsp;</span>út vandaða skýrslu um sama efni undir heitinu: <a href="https://www.savethechildren.org.uk/content/dam/gb/reports/stop_the_war_on_children_report_2019.pdf" target="_blank">Stop the War on Children</a>.</p>

07.02.2020Ákall um aðstoð við 48 milljónir kvenna og stúlkna

<span></span> <p>Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) birti í gær ákall til alþjóðasamfélagsins um þörf fyrir rúmlega 87 milljarða króna framlag til að bregðast við brýnni neyð í tengslum við kyn- og frjósemisréttindi 48 milljóna kvenna, stúlkna og ungmenna. Í þeim hópi eru 4 milljónir barnshafandi kvenna á hamfarasvæðum í 57 þjóðríkjum, ýmist vegna vopnaðra átaka eða náttúruhamfara.</p> <p>Í ákallinu – sem kallast <a href="https://www.unfpa.org/humanitarian-action-2020-overview" target="_blank">UNFPA´s Humanitarian Action Overview</a>&nbsp;– er því lýst hvernig konur og stúlkur glíma við einstæðan vanda á hamfarasvæðum, ekki síst með tilliti til fylgikvilla á meðgöngu og við fæðingu sem geta orðið banvænir, og aukinnar hættu á að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Mannfjöldasjóðurinn segir í skýrslunni að á heimsvísu deyi margar konur á hamfarasvæðum í tengslum við meðgöngu og fæðingu, eða um helmingur allra kvenna sem látast af barnsförum. UNFPA hyggst í framhaldi af ákallinu veita lífsbjargandi þjónustu á sviði kyn- og frjósemisréttinda, berjast gegn kynbundnu ofbeldi og veita sálfélagslegan og andlegan stuðning þar sem neyðin er mest.</p> <p>„Það er dýrkeypt fyrir konur og stelpur að vera í miðju átaka sem þær áttu engan þátt í að valda. Tímabært er að forgangsraða með því að setja réttindi þeirra, öryggi og virðingu í öndvegi í öllum mannúðaraðgerðum. Konur hætta ekki að verða barshafandi og eignast börn þótt hamfarir verði og við verðum að veita þeim þá þjónustu og þann stuðning sem þær þurfa,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA.</p> <p>Á þessu ári stendur heimurinn frammi fyrir gífurlegum áskorunum í mannúðarmálum: einn af hverjum 45 jarðarbúum býr á hamfarasvæðum. Talið er á þessari stundu þurfi rúmlega 168 milljónir manna á mannúðaraðstoð að halda. Mannfjöldasjóðurinn er meðal annars að störfum í Bangladess, Venesúela, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Suður-Súdan. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 19 milljónum einstaklinga aðstoð í 64 þjóðríkjum.</p> <p>Utanríkisráðuneytið styrkir starfsemi UNFPA, meðal annars með framlagi til verkefna í Sýrlandi, Jemen og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, auk þess sem íslensk stjórnvöld hafa um árabil veitt framlög til sameiginlegs verkefnis sjóðsins og UNICEF í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna.</p>

06.02.2020Óttast að fjórar milljónir stúlkubarna sæti limlestingu á kynfærum í ár

<span></span> <p>Tvö hundruð milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum í dag hafa sætt limlestingu á kynfærum með tilheyrandi líkamlegu og sálrænu áfalli sem slíkri misþyrmingu fylgir. Að óbreyttu bætast 68 milljónir kvenna í þennan hóp fyrir árið 2030. Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn limlestingum á kynfærum kvenna – <a href="https://www.un.org/en/observances/female-genital-mutilation-day" target="_blank">International Day of Zero Tolerance for Female Genital Mutilation</a>&nbsp;– hvetja Sameinuðu þjóðirnar til þess að herða baráttuna gegn þessum verknaði en samkvæmt heimsmarkmiðunum á að vera búið að uppræta slíkar misþyrmingar árið 2030.</p> <p>„Nú er tíminn til að fjárfesta og umbreyta pólitískum&nbsp;skuldbindingum&nbsp;í áþreifanlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að gera meira og gera það betur og hraðar til að binda loks enda á þennan verknað í eitt skipti fyrir öll. Nú er tíminn til að efna loforð okkar til allra stúlka og ná markmiðum okkar um að uppræta limlestingar á kynfærum stúlkna fyrir árið 2030,“ segir í sameiginlegu yfirlýsingu framkvæmdastjóra UNICEF, UN Women og WHO. </p> <p>Limlestingar á kynfærum stúlkna og kvenna tíðkast í þrjátíu ríkjum í Afríku, Miðausturlöndum og Asíu. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum frá frumbernsku til fimmtán ára.</p> <p>Þrátt fyrir að stuðningur við þennan grimmdarlega verknað fari dvínandi víða þýðir mannfjölgun í þeim löndum, þar sem slíkar limlestingar tíðkast, að tilfellum fjölgi að líkindum næsta áratuginn. Fram kemur á <a href="https://unicef.is/vilja-bjarga-68-milljonum-stulkna-fra-umskurdi" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF að einungis í ár eigi rúmlega fjórar milljónir stúkna á hættu að kynfæri þeirra verði limlest. Að mati UNICEF er jafnrétti kynjanna ein besta leiðin til að uppræta þessa hefð því verknaðurinn og hefðin eigi djúpstæðar rætur í kynjamisrétti.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/u-QkD-l7ByQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir í <a href="https://unric.org/is/4810-2/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að limlestingar á kynfærum kvenna geti haft í för með sér skaðvænlegar afleiðingar til bæði lengri og skemmri tíma. „Fylgifiskar geta verið stöðugir verkir, sýkingar, hætta á HIV-smiti, kvíði og þunglyndi, erfiðar fæðingar, ófrjósemi og jafnvel dauði,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Auk skaða fyrir andlega og líkamlega heilsu bendir UNRIC á að verknaðurinn feli einnig í sér gróft brot á réttindum kvenna og stúlkna. Aukinheldur felist í athæfinu pyntingar, grimmileg-, niðrandi- og ómannúðleg meðferð, brot á réttindum barna og mörg önnur mannréttindabrot. Þá er minnt á þá mikilvægu staðreynd að limlestar á kynfærum kvenna eru ekki trúarleg hefð, slíkur verknaður tíðkist hjá múslimum, kristnum mönnum og gyðingum.</p> <p>„Kerfisbundins átaks er þörf til þess að binda enda á þetta athæfi. Virkja ber heilu samfélögin til að horfast í augu við mannréttinda og jafnréttishliðar vandans,“ segir í frétt UNRIC.</p> <p>Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa verið í fararbroddi í baráttunni gegn limlestingum á kynfærum kvenna og stúlkna og þær beina sjónum sínum nú að 17 ríkjum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Ísland hefur um árabil stutt það verkefni með fjárframlagi og samningur um það var endurnýjaður árið 2018 til fimm ára.</p> <p>Myndbandið hér að ofan er hluti af baráttuherferð Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA)</p>

05.02.2020Leitað að ungleiðtogum fyrir heimsmarkmiðin

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar leita að ungum leiðtogum í þágu heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Skrifstofa erindreka ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum leitar nú að 17 framúrskarandi einstaklingum til að skipa hóp ungra leiðtoga heimsmarmiða samtakanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að markmiðið sé að viðurkenna og virkja ungt fólk sem hefur tekið af skarið í baráttunni gegn fátækt, loftslagsbreytingum og ójöfnuði, svo eitthvað sé nefnt af heimsmarkmiðunum 17.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/8lv43RpLur8" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Valið á ungleiðtogunum er til marks um þá fullvissu að ungt fólk sé hreyfiafl til góðs í heiminum og hafi hugmyndaflug, kjark og hugvit til þess að finna varanlegar lausnir til að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun,“ segir í fréttinni.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/YoungLeaders_Gif5-Copy.jpg?amp%3bproc=SmallImage" style="float: left;" />Ungu leiðtogarnir eru valdir á tveggja ára fresti og hafa fram að þessu verið valdir úr ýmsum greinum, frá matvælaframleiðslu til tískuiðnaðar. Þeim er ætlað að starfa með Sameinuðu þjóðunum að virkja ungt fólk í þágu heimsmarkmiðanna. </p> <p>Edda Hamar, ung íslensk kona búsett í Ástralíu, var í hópi fyrstu ungleiðtoganna sem valdir voru.</p> <p>Ungleiðtogarnir munu starfa með Sameinuðu þjóðunum sem hópur en einnig halda áfram á þeim vettvangi sem þeir hafa unnið að fram að þessu í þágu heimsmarkmiðanna.</p> <p>Við val hópsins eru eftirtalin atriðið tekin með í reikninginn:</p> <p>• Árangur – Áþreifanlegur árangur í að vinna að framgangi þýðingarmestu heimsmarkmiðanna.<br /> • Áhrif – Persónuleg áhrif á sínu sviði og viðkomandi sé kunn(ur) fyrir skapandi forystu án mismununar.<br /> • Ráðvendni – Að hafa sýnt af sér heiðarleika og trúfestu við heimsmarkmiðin og gildi Sameinuðu þjóðanna. </p> <p>Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2020.</p> <p>Sækið um&nbsp;<a href="https://un.submittable.com/submit">hér!</a></p>

04.02.2020Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum

<span></span> <p><span>Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – <a href="https://www.uicc.org/events/world-cancer-day-2020" target="_blank">World Cancer Day</a>&nbsp;– er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. Krabbamein er næstalgengasta dánarorsök í heiminum í dag og dregur um 9,6 milljónir einstaklinga til dauða ár hvert, um 70% þeirra í þróunarríkjum.</span></p> <p><span><img alt="" src="/library/Heimsljos/Copy-of-4-f%c3%a9vrier-Journ%c3%89e-mondiale-du-cancer-410x1024.png?amp%3bproc=infoBox" /></span></p> <p><span>Upplýsingaskrifstofa</span>&nbsp;Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á að samkvæmt heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun eigi að fækka ótímabærum dauðsföllum af völdum krabbameins og annarra krónískra sjúkdóma fyrir 2030. Þar segir að árið 2017 hafi Alþjóða heilbrigðisþingið samþykkt ályktun með hvatningu til ríkisstjórna og Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) að hraðað verði aðgerðum til að ná þeim árangri sem stefnt er að heimsmarkmiðunum.</p> <p>Á Íslandi létust árið 2018 alls 585 einstaklingar úr krabbameini, 299 karl og 286 konur. Að meðaltali fimm árin á undan, 2014-2018, létust að meðaltali 616 á hverju ári. Á sama tímabili greindust árlega að meðaltali 832 ný mein hjá körlum og 815 hjá konum, samkvæmt upplýsingum Krabbameinsfélags Íslands.</p> <p><strong>Auknar lífslíkur</strong></p> <p>Í frétt UNRIC segir að líkur krabbameinssjúklinga á að lifa af hafi aukist verulega í ríkjum sem státa af góðu heilbrigðiskerfum, þökk sé snemmbærri greiningu, hágæða meðferð og góðri eftirfylgni. „Í lág- og meðaltekjuríkjum getur fjöldinn allur af krabbameinssjúklingum ekki treyst á snemmbæra greiningu, læknisþjónustu á viðráðanlegu verði eða fullnægjandi læknismeðferð. Um það bil 70% þeirra sem látast úr krabbameini í heminum koma frá lág- eða meðaltekjuríkjum,“ segir í fréttinni.</p> <p>Meðfylgjandi skýringarmynd fylgir <a href="https://unric.org/is/draga-ma-ur-haettu-a-krabbameini-um-helming/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;UNRIC</p>

03.02.2020„Mikilvægt að efla viðbragðsgetu samfélagsins“

<span></span> <p>Undir lok síðasta árs sendi Hjálparstarf kirkjunnar með fjárstuðningi frá utanríkisráðuneytinu 7,4 milljónir króna til Malaví þar sem evangelíska-lútherska kirkjan (ELDS) hefur veitt aðstoð þúsundum sem hafa átt um sárt að binda eftir fellibylinn Idai. Mósambík varð verst úti í fellibylnum en í Simbabve og Malaví varð einnig manntjón og mikil eyðilegging.</p> <p>Fellibylurinn reið yfir í mars á síðasta ári og flóð í kjölfarið leiddu til meðal annars til þess að 56 fórust í Malaví og rúmlega tæplega 83 þúsund íbúar misstu heimili sín. Að mati Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (OCHA) hafði fellibylurinn neikvæð áhrif á lífsafkomu rúmlega 930 þúsund íbúa í landinu.</p> <p>ELDS er meðal fjölda hjálparstofnana sem hafa veitt neyðaraðstoð á vettvangi hamfaranna frá fyrstu stundu en verkefnið sem Ísland styður lýkur í september á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum frá Hjálparstarfi kirkjunnar setti ELDS sér það markmið í upphafi að aðstoða þá 8.800 íbúa í héruðunum Phalombe og Chikwawa sem verst urðu úti með því að útvega þeim næringarríka fæðu og tryggja þeim aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu. </p> <p>„Sérstök áhersla hefur verið lögð á að börn yngri en fimm ára fái næga næringu og að íbúarnir og þá sérstaklega börnin njóti sálfélagslegs stuðnings til að takast á við streitu í kjölfar hamfaranna. Þá hefur verið unnið að því að styrkja viðbragðsgetu samfélagsins við hamförum og bændur fengið aðstoð við að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað,“ segir Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins.</p> <p>Hún segir að fjármögnun verkefnisins hafi gengið hægar en vonast var til og það hafi haft áhrif á framgang þess. „Á fyrstu mánuðum þess tókst þannig að útvega 50% markhópsins, 4.400 íbúum næringarríka fæðupakka sem samanstanda af maís, baunum og matarolíu, og<span>&nbsp; </span>400 börn yngri en fimm ára, 92% markhópsins, fengu sérstaka næringarpakka. Betur hefur gengið með að tryggja aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu en 98% markhópsins fengu hreinsitöflur, áhöld og fræðslu um mikilvægi hreinlætis. Viðgerð er nú lokið á brunnum og vatnsdælustöðvum og bændur hafa fengið korn og verkfæri til ræktunar,“ segir Kristín.</p> <p>Dickens Mtonga, verkefnisstjóri neyðaraðstoðar ELDS, segir einn mikilvægasta þáttinn í verkefninu vera samvinnuna við fólkið sjálft og sveitarstjórnir um að efla viðbragðsgetu þegar náttúruhamfarir verða. „Fimmtíu almannavarnafulltrúar hafa nú fengið fræðslu og þjálfun í gerð viðbragðsáætlana og við höfum gefið út handbók á máli heimamanna um varnir og viðbrögð við náttúruvá. Hún er fyrir allt samfélagið því þar er svo mikilvægt að allir viti hvernig best er að búa sig undir hamfarir svo við bregðumst sem best við þeim þegar þær verða,“ segir Dickens.<span>&nbsp;&nbsp; </span></p>

31.01.2020Fimm milljónir barna á Sahel-svæðinu þurfa neyðaraðstoð

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur að hartnær fimm milljónir barna á Mið-Sahel svæðinu í Afríku þurfi á neyðaraðstoð að halda á árinu, vegna fjölgunar árása. „Konur og börn bera þungann af harðnandi átökum á Mið-Sahel&nbsp;svæðinu svokallaða í&nbsp;Búrkína Fasó, Malí og Níger,“ segir UNICEF í <a href="https://unicef.is/fimm-milljonir-barna-thurfa-neydaradstod-a-arinu" target="_blank">frétt</a>.</p> <p>Sahel-svæðið er landsvæði í Vestur-Afríku, sunnan&nbsp;Sahara&nbsp;og norðan Savannabeltisins&nbsp;og nær frá&nbsp;S-Máritaníu,&nbsp;N-Senegal,&nbsp;S-Malí,&nbsp;Búrkína&nbsp;Fasó,&nbsp;S-Níger, NA-Nígeríu&nbsp;og&nbsp;S-Tsjad. Að mati UNICEF er vaxandi þörf á mannúðaraðstoð í þessum heimshluta vegna þess að árásum fjölgar sem beinast gegn börnum og almennum borgurum. Mannrán hafa einnig færst í aukana og jafnframt skráning barna í heri stríðandi fylkinga.</p> <p>„Þegar&nbsp;við&nbsp;lítum á ástandið í Mið-Sahel&nbsp;þá er umfang ofbeldis gegn börnum þar sláandi. Það er verið að myrða þau, örkumla, misnota og nauðga og hundruð þúsunda barna hafa upplifað skelfileg áföll,“ segir Marie-Pierre&nbsp;Poirier, yfirmaður&nbsp;UNICEF&nbsp;í Vestur- og Mið-Afríku.</p> <p>Frá ársbyrjun 2019 hafa rúmlega 670 þúsund börn á svæðinu neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka og erfiðs ástands.</p> <p>„Börn sem lenda í skotlínu átaka og ofbeldisverka á Mið-Sahel&nbsp;svæðinu þurfa nauðsynlega á vernd og stuðningi að halda,“ bætir&nbsp;Poirier&nbsp;við. „UNICEF&nbsp;krefst þess að stjórnvöld, stríðandi fylkingar, vopnaðir skæruliðar og allir aðrir hætti að ráðast á börn á heimilum þeirra, skólum eða heilbrigðisstofnunum. Við förum fram á öruggan aðgang að þessum börnum til að veita þeim nauðsynlega mannúðaraðstoð og að almennir borgarar hafi óhindraðan aðgang að nauðsynlegum stofnunum og þjónustu.“</p> <p>Skálmöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar á rétt barna til menntunar. Á síðasta ári þurfti að loka rúmlega 3.300 skólum í þremur löndum vegna þess að þeir voru óstarfhæfir vegna átaka. Átökin hafa því áhrif á menntun 650 þúsund barna og&nbsp;störf&nbsp;16 þúsund kennara.</p> <p>Matvælaöryggi er einnig afar bágborið og stórir hópar í afar viðkvæmri stöðu.&nbsp;UNICEF&nbsp;áætlar að á Mið-Sahel&nbsp;svæðinu þurfi ríflega 700 þúsund börn undir fimm ára aldri, sem þjást af alvarlegri vannæringu, meðhöndlun á árinu. Aðgangur&nbsp;fólks&nbsp;að hreinu vatni á einnig undir högg að sækja. Í&nbsp;Búrkína&nbsp;Fasó&nbsp;minnkaði hlutfall íbúa með aðgang að hreinu og öruggu vatni um 10 prósent milli áranna 2018 og 2019.</p> <p>UNICEF&nbsp;er á vettvangi í&nbsp;Búrkína&nbsp;Fasó, Malí og Níger, ásamt samstarfsaðilum til að veita börnum lífsnauðsynlega aðstoð, þjónustu og vernd, menntun, heilbrigðisþjónustu, næringu, vatn og hreinlætisaðstöðu. Stofnunin áætlar að fjárþörfin til að mæta verkefnum ársins 2020 á svæðinu sé 208 milljónir bandarískra dala, eða tæplega 26 milljarðar króna.</p>

31.01.2020„Ég geri allt til að halda börnum mínum í skóla“

<span></span> <p>Valdeflandi námskeið UN Women víða um heim miða að því að gera konur sjálfbærar í rekstri og viðskiptum. Námskeiðin taka mið af svæðisbundnum veruleika og tækifærum. Á vef UN Women er sögð saga Mereng Alima Bessela, fimmtugrar konu í Kamerún, sem er „frumkvöðull fram í fingurgóma,“ eins og segir í <a href="https://unwomen.is/read/2020-01-28/%E2%80%9Eeg-geri-allt-til-ad-halda-bornum-minum-i-skola%E2%80%9C/" target="_blank">greininni</a>.</p> <p>„Hún er einstæð fimm barna móðir og býr í Kamerún. Nýverið hellti hún sér út í karllægan geira, kakóræktun. Bessela er þó ekki með öll eggin í sömu körfunni því meðfram kakóræktinni rekur hún veitingastað og stundar fiskeldi. Bessela skorti ekki hugvitið þegar hún reið á vaðið og gerðist kakóbóndi, helstu hindranirnar sem hún mætti þó voru skortur á fjármagni og rekstrar- og viðskiptakunnáttu.</p> <p>„Barnsfaðir minn hélt framhjá mér, svo ég skildi við hann. Ég geri allt til að halda börnum mínum í skóla. Mikilvægast af öllu er að þau ljúki öll námi og fái góða vinnu,“ segir Bessela og heldur áfram. „Reksturinn gengur vel, á veitingastaðnum mínum kokka ég hefðbundinn kamerúnskan mat sem fólk kann að meta. Árið 2017 fékk ég þá hugmynd að hefja fiskeldi. Ég eyddi í fyrstu miklum peningum í að byggja tjarnir fyrir fiskeldið en upp komu ýmis vandamál. Til dæmis ef það var trjárót í tjörninni, drakk hún allt í sig. Í fyrstu byggði ég einnig frárennslið úr leðju en svo þegar rigndi gaf það sig og fiskarnir runnu úr tjörninni. Fleiri svona vandamál blöstu við mér í ferlinu. En þegar ég fór á námskeið á vegum UN Women fékk ég hagnýtar lausnir á þessum vandamálum.“</p> <p>Bessela segist hafa lært að smíða fiskeldisker sem virka á námskeiðunum, hún hafi lært að útbúa fiskafóður með því að nota afurðir úr heimahaga, sem eru bæði ódýr og umhverfisvæn, auk þess sem hún hafi hlotið þjálfun í rekstri og viðskiptafræði sem hafi hjálpað henni að stækka fyrirtækið sitt.“</p> <p>Eftir námskeiðin fékk Bessela nýja hugmynd. „Eftir skilnaðinn, náði ég að kaupa landareign, ræktaði landið upp og setti á laggirnar kakórækt. Draumur minn er að byggja mitt eigið hús. Þá get ég hætt að kokka, lifað af fiskeldi og kakóræktun og búið í mínu eigin húsi.“</p> <p>Saga Besselu er gott dæmi um hvernig UN Women styður við konur og útvegar þeim réttu tólin til að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum með valdeflingu og sjálfbærni að leiðarljósi.</p>

30.01.2020Ísland í formlegt samstarf við þróunarsjóð í landbúnaði

<span></span> <p>Skrifað hefur verið undir formlega samstarfsyfirlýsingu milli Íslands og Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) um sérfræðiaðstoð Íslendinga við verkefni sjóðsins. Í samkomulaginu sem skrifað var undir í vikunni er IFAD boðið að leita eftir sérfræðiaðstoð á ýmsum sviðum þar sem Ísland stendur sterkt að vígi.&nbsp; </p> <p>Að sögn Stefáns Jóns Hafstein sendiherra við stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Róm er frekara samstarf í skoðun á sviði sjávarútvegs- og fiskveiði, landgræðslu og kynjajafnréttismála. IFAD styrkir fimmtíu sjávarútvegsverkefni víða um heim. </p> <p>Samstarfið á sér rætur í <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/15/Fulltruar-IFAD-kynntu-ser-fjolbreytileika-blaa-hagkerfisins-a-Islandi/">vel heppnaðri vinnustofu</a>&nbsp;um „bláan hagvöxt“ sem Ísland gekkst fyrir hér á landi í nóvember á síðasta ári með þátttöku fulltrúa IFAD í verkefnum víðs vegar um heiminn. Í framhaldinu hafi komið fram mjög ákveðnar óskir af hálfu IFAD um tæknilega aðstoð frá Íslandi í náinni framtíð. &nbsp;<br /> <br /> ,,Þetta samstarf felur ekki í sér tækjakaup eða greiðslur fyrir verkefni," segir Stefán Jón. ,,Aðkoma okkar verður fyrst og fremst að bæta í eyður þar sem skortir þekkingu og sérfræðiþjónustu. Samstarfið er á jafnréttisgrundvelli, IFAD getur óskað eftir aðstoð við hæfi, og við heitum að reyna að koma til móts við slíkar óskir séu þekking og fjármunir til reiðu hverju sinni," segir Stefán Jón Hafstein.</p>

30.01.2020Vilja stórátak gegn banvænasta barnasjúkdómnum: lungnabólgu

<span></span> <p>Lungnabólga dregur flest börn til dauða í heiminum. Á síðasta ári létust 800 þúsund börn af völdum lungnabólgu, eða eitt barn á 39 sekúndna fresti. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum samtakanna Save the Children gætu að óbreyttu allt að níu milljónir barna látist úr lungnabólgu á næstu tíu árum. Leiðandi samtök í málefnum barna halda þessa dagana alþjóðlega ráðstefnu um aðgerðir gegn sjúkdómnum hjá börnum.</p> <p><a href="https://www.isglobal.org/en/-/fighting-for-breath-the-global-forum-on-childhood-pneumonia" target="_blank">The Global Forum on Childhood Pneumonia</a> ráðstefnan hófst í Barcelóna í gær með yfirskriftinni: Berjast við að ná andanum (Fighting for Breath). Markmið ráðstefnunnar, sem er sú fyrsta um börn og lungnabólgu, er að herða baráttuna gegn þessum skæða sjúkdómi sem í flestum tilvikum er auðlæknanlegur.</p> <p>Samkvæmt frétt Barnaheilla – Save the Children er í fyrrnefndri rannsókn, sem unnin var með John Hopkins háskólanum, komist að þeirri niðurstöðu að 6,3 milljónir barna yngri en fimm ára gætu látist af völdum lungnabólgu fram til ársins 2030, að óbreyttu. Aukin meðferð við lungnabólgu og forvarnir gætu leitt til þess að 3,2 milljónum barna yrði bjargað og gáruáhrif gætu komið í veg fyrir að 5,7 milljónir barna látist af völdum annarra banvænna barnasjúkdóma eins og niðurgangspesta, blóðsýkinga eða mislinga. Aðgerðir gætu því samtals bjargað 8,9 milljónum barna.</p> <p>Í <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/9-milljon-barna-gaetu-daid-ur-lungnabolgu-naestu-10-arin-ef-ekki-er-brugdist-vid" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Barnaheillum – Save the Children segir að þróunaraðstoð sem miði að því að bæta næringu barna, veita sýklalyf, fjölga bólusetningum og stuðla að aukinni brjóstagjöf mæðra séu lykilaðgerðir sem gætu dregið úr barnadauða vegna lungnabólgu, en gætu einnig komið í veg fyrir barnadauða af völdum annarra sjúkdóma. Auknar bólusetningar barna gætu einar og sér haft mikil áhrif.</p> <p>,,Fjöldi barna sem hægt væri að bjarga er hugsanlega mun meiri en niðurstöður rannsóknarinnar sýna, þar sem ekki var tekið tillit til þátta eins og loftmengunar sem er einn helsti áhættuþáttur lungnabólgu. Þessar niðurstöður sýna hvað er mögulegt. Það er siðferðislega rangt að standa aðgerðalaus og leyfa milljónum barna að deyja vegna þess að þau fá ekki bóluefni, sýklalyf eða súrefnismeðferð,“ er haft eftir Kevin Watkins, framkvæmdastjóri Save the Children í Bretlandi.</p> <p>Í annarri rannsókn, frá Institute for Health Metrics and Evaluation, er bent á að mengun eigi stóran þátt í dauðsföllum barna af völdum lungnabólgu. Mengun utandyra valdi 17,5 prósenta dauðsfalla barna en mengun innandyra 29,4 prósentum.</p> <p><strong>Íslenskur stuðningur</strong></p> <p>Fyrir réttu ári var greint frá því að hundruð þúsunda barna í Malaví verði bólusett gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum eftir að íslensk stjórnvöld ákváðu að veita GAVI samtökunum, alþjóðasamtökum um bólusetningar barna, tæpar 120 milljónir króna eða um eina milljón Bandaríkjadala, til að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið á að nýta á árunum 2019-2021.</p>

29.01.2020UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar

<span></span> <p>„Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi.</p> <p>Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu.</p> <p>Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum.</p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

29.01.2020Lítill ójöfnuður færir Ísland upp í 2. sæti á lífskjaralista

<span></span> <p>Að teknu tilliti til þess hversu lítill ójöfnuður er hér á landi telst Ísland vera í öðru sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna á eftir Noregi. Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) birti fyrir nokkru lífskjaralista fyrir árið 2019 – í skýrslunni <a href="http://report.hdr.undp.org/" target="_blank">Human Development Report</a>&nbsp;– en ójöfnuður er þema skýrslunnar. Á lífskjaralistanum er Ísland í 6. sæti – og hækkar úr 12. sæti frá árinu áður – en samkvæmt sérstökum lista þar sem áhrif ójöfnuðar á lífskjör er reiknaður út færist Ísland upp í annað sætið. Það sýnir að ójöfnuður er minni í íslensku samfélagi en flestum öðrum.</p> <p><span style="color: black;">Þessa dagana er verið að kynna skýrslu UNDP um þróun lífskjara í borgum víða um heim. Í þessari viðamiklu skýrslu er að finna gífurlegt magn tölfræðilegra gagna, ekki síst um áhrif ójafnaðar á þróun, mannréttindi og lífskjör einstaklinga í nærri öllum ríkjum heims. Því er birtur nýr mælikvarði um þróun lífskjara með hliðsjón af mældum ójöfnuði í fyrsta sinn.</span></p> <p><span style="color: black;">Þrátt fyrir góðan árangur við að minnka sárafátækt á alþjóðavísu er sá árangur mjög misjafn, ekki síst vegna ójafnaðar. Mismunandi ástæður skýra þennan ójöfnuð, svo sem tækifæri til menntunar, kynjamisrétti og aðgangur að heilbrigðisþjónustu. Niðurstaðan er hins vegar oft sú sama, að einstaklingar festist í fátækt og skorti tækifæri til að bæta lífskjör sín.</span></p> <p><span style="color: black;">Skýrslan mikilvægt innlegg í umræðu um mikilvægi þess að minnka ójöfnuð um allan heim en Sameinuðu þjóðirnar hafa í auknum mæli verið að benda á neikvæð áhrif ójafnaðar á möguleika einstaklinga og samfélaga um allan heim og þannig á möguleika okkar að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.</span></p> <p><span style="color: black;">Íbúar Níger, Miðafríkulýðveldisins, Tjad og Suður-Súdans búa við verstu lílfskjörin á jörðinni.</span></p>

28.01.2020Óttast faraldur beinbrunasóttar í Jemen

<span></span> <p>Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children óttast að beinbrunasótt í Jemen geti verið upphaf faraldurs en rúmlega 52 þúsund tilfelli hafa verið skráð í landinu og staðfest eru 192 dauðsföll af völdum sóttarinnar. Af þeim sem hafa látist eru 78 börn.</p> <p>Beinbrunasótt (dengue) er veirusjúkdómur sem smitast með moskítóflugum og smit hafa verið skráð í flestum landshlutum Jemen á síðustu mánuðum. Flest tilfellin, eða um 60 prósent, hafa verið skráð í borgunum Hodeidah og Adan. „Ef ekki er gripið til ráðstafana, til þess að styðja við heilbrigðiskerfið og efla aðstöðu til þess að greina smit snemma, er hætta á að tala dauðsfalla hækki verulega,“ segir Guðrún Helga Jóhannsdóttir verkefnastjóri kynningarmála og erlendra verkefna.</p> <p>Að sögn hennar hafa átök í landinu og mikil úrkoma raskað vatnsbirgðum og vegna þessara truflana hefur fólk sjálft þurft að safna regnvatni. „Það hefur meðal annars stuðlað að útbreiðslu moskítóflugna á viðkomandi svæðum og leitt til aukinnar smithættu á beinbrunasótt,“ segir Guðrún Helga.</p> <p>Barnaheill – Save the Children hafa dreift sjúkrabirgðum á starfssvæði sín til þess að bregðast við beinbrunasóttinni og einnig er unnið markvisst að því að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu moskítóflugna og miðla þekkingu til heilbrigðisstarfsmanna um það hvernig bregðast eigi við beinbrunasóttinni.</p> <p>Guðrún Helga segir að vegna stöðugra átaka í Jemen síðastliðin fimm ár sé erfitt að bregðast skjótt við. Friður í landinu gæti tryggt enduruppbyggingu heilbrigðiskerfisins en það stendur frammi fyrir hruni þar sem meira en helmingi heilbrigðisstofnananna hefur verið lokað, meðal annars vegna þess að sjúkrahús hafa orðið fyrir loftárásum eða vegna þess að skortur er á nauðsynlegum lyfjum og hæfu starfsfólki.</p> <p><a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/breinbrunasott-barnaheill-save-the-children" target="_blank">Nánar á vef Barnaheilla</a></p>

28.01.2020Íslendingar stuðla að atvinnuþáttöku ungs fólks í Sómalíu og Sómalílandi

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með styrk frá utanríkisráðuneytinu staðið að verkefni í Sómalíu og Sómalílandi á síðustu misserum í þeim tilgangi að efla atvinnuþátttöku ungs fólks. Fyrstu ungmennin luku á dögunum þjálfun á fyrsta ári í verkefninu og árangurinn er góður.</p> <p>„Þetta eru 116 ungmenni sem tóku þátt í þjálfuninni og þau streyma núna út á atvinnumarkaðinn, 59 stúlkur og 57 piltar,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS barnþorpanna. „Þátttakendur sækja bæði um störf á almennum vinnumarkaði að þjálfun lokinni og hjá samstarfsfyrirtækjum sem veita lærlingsstöður. Það gengur vel að fá fyrirtæki til samstarfs, bæði opinber fyrirtæki og einkafyrirtæki, til dæmis hafa 40 fyrirtæki bæst við síðan við komum að verkefninu fyrir réttu ári,“ segir hann.</p> <p>Verkefnið kallast The Next Economy og SOS á Íslandi og utanríkisiráðuneytið fjármagna annan hluta þess sem hófst 1. janúar í fyrra og lýkur í árslok 2021. Þjálfunin fer fram í höfuðborgunum Hargeisa í Sómalílandi og Mogadishu í Sómalíu.</p> <p>„Þrátt fyrir uppgang í efnahag margra Afríkuríkja undanfarin ár virðast atvinnutækifærin ekki rata í hendur stórs hluta 420 milljóna ungmenna álfunnar. Það hefur meðal annars haft þær afleiðingar að ungmenni leiðast út á glæpabraut og tilgangur SOS með verkefninu er að leggja sitt af mörkum til að bæta þar úr,“ segir Hans Steinar.</p> <p>Heildarkostnaður við annan hluta verkefnisins sem fjármagnaður er af Íslendingum nemur rúmlega 64 milljónum króna. Heildarframlag utanríkisráðuneytisins er rúmlega 51 milljón króna og heildarframlag SOS Barnaþorpanna á Íslandi tæpar 13 milljónir.</p> <p><a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/nanar/9499/ungmenni-streyma-a-vinnumarkadinn-i-somaliu-og-somalilandi" target="_blank">Nánar á vef SOS</a></p>

24.01.2020Menntun óþrjótandi auðlind og grundvallarréttur

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar segja í dag, á alþjóðlegum degi menntunar, að réttur barna og ungmenna til menntunar sé víða þverbrotinn. Það sjáist á því að 265 milljónir barna gangi ekki í skóla og að 617 milljónir barna kunni hvorki að lesa né reikna. Sameinuðu þjóðirnar vekja einnig athygli á því að menntun gegni lykilhlutverki við að tryggja velferð manna og sjálfbæra þróun. Menntun sé óþrjótandi auðlind og grundvallarréttur og ráði miklu um það hvernig mannkyninu gangi að ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.</p> <p>„Menntun er mannréttindi og lykill að framgangi sjálfbærrar þróunar,“ segir í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). „Hins vegar er ljóst, nú þegar&nbsp;<a href="https://www.un.org/en/observances/education-day">Alþjóðlega menntadagsins</a>&nbsp;er minnst, að mörg ljón eru á vegi þeirrar viðleitni að öll börn í heiminum njóti menntunar. Svo mikilvæg er menntun að skortur á almennri skólagöngu stendur mörgum ríkjum heims fyrir þrifum hvað varðar jafnrétti kynjanna og sárafátækt með þeim afleiðingum að milljónir barna, ungmenna og fullorðinna sitja eftir.“</p> <p>Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember 2018 samhljóða að 24. janúar skyldi vera alþjóðlegur menntadagur til marks um mikilvægi þess að tryggja jafnan rétt allra til góðrar menntunar og tækifæri alla ævina til að læra. Réttur til menntunar er tryggður í 26. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, en þar er hvatt til ókeypis skyldunáms. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leggur einnig ríkjum á herðar að gera öllum kleift að njóta æðri menntunar. Þar að auki er aðgangur allra að góðri ódýrri menntun talinn forsenda fyrir því að sautján Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun nái fram að ganga. Sérstaklega á þetta við um Heimsmarkmið 4 sem kveður á um að “tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi,” fyrir árið 2030.</p> <p><strong>Menntun í öndvegi í samstarfsríkjum</strong></p> <p>Í báðum samstarfsríkjum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda, er menntun einn megin málaflokkurinn í stuðningi við héraðsstjórnir. Í Malaví hefur um árabil verið víðtækur stuðningur við 12 skóla með um 25 þúsund nemendur, byggðar hafa verið tugir skólastofa og húsnæðis fyrir stjórnendur. Góður árangur hefur verið af þessu starfi, brottfall<span></span>barna úr grunnskólunum hefur dregist saman um 60% og sífellt fleiri börn ná góðum árangri á lokaprófum.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/skyrsla-radherra-19-menntamal-i-mangochi-2013-2019.png?amp%3bproc=AlbumMyndStor" /></p> <p>&nbsp;</p> <p>Í Buikwe&nbsp;<span></span>í Úganda hafa orðið miklar framfarir í menntamálum&nbsp;<span></span>á síðustu árum eftir að Íslendingar hófu stuðning við héraðsstjórnina. Árið 2017 luku til dæmis 75,5% nemenda lokaprófi úr grunnskóla samanborið við 40% sex árum áður. Brottfall&nbsp;<span></span>úr skóla minnkaði einnig umtalsvert eftir að stuðningur hófst. Náms­umhverfi hefur verið bætt í fjölmörgum skólum og nemendur þurfa ekki lengur að sitja utandyra, undir trjám, eins og áður tíðkaðist. Nemendum hefur fjölgað í mörgum skólum og foreldrar hafa sýnt aukinn áhuga á samstarfi við skóla barna sinna.</p> <p>Eins og greint var frá í <a href="https://www.visir.is/g/2020200129497/thrjatiu-milljonir-fra-islandi-i-skolamaltidir-barna-i-austanverdri-afriku">frétt</a>&nbsp;í gær hefur Ísland ákveðið að styrkja sérstaklega nýtt skólamáltíðaverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) um 30 milljónir á þessu ári. Framlagið fer beint til metnaðarfulls verkefnis í Austur-Afríku þar sem svæðisskrifstofa WFP væntir þess að ná að lokum til 12 milljóna barna í þessum heimshluta. Íslendingar hafa einnig sérstaklega lagt til fjármagn vegna skólamáltíðaverkefnis WFP í Malaví.&nbsp;<br /> <br /> </p>

23.01.2020Þrjátíu milljónir frá Íslandi í skólamáltíðir barna í austanverðri Afríku

<span></span> <p>Ísland hefur ákveðið að styrkja sérstaklega nýtt skólamáltíðaverkefni Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) um 30 milljónir á þessu ári. Framlagið byggir á því að WFP hefur undanfarin misseri unnið nýja og mjög metnaðarfulla áætlun um skólamáltíðir sem ætlunin er að hrinda í framkvæmd á árinu. Framlag Íslands fer beint til þessa verkefnis í Austur-Afríku þar sem svæðisskrifstofa WFP mun innleiða stefnuna í níu ríkjum og þess er vænst að hún nái að lokum til tólf milljóna barna í þessum heimshluta. &nbsp;<br /> <br /> „Í heild er markmið stefnunar að ná til 73 milljóna mjög þurfandi barna á næstu tíu árum. Í dag nær WFP aðeins til 18 milljóna barna árlega, svo um mikla sókn er að ræða,“ segir Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands í Róm sem tekið hefur þátt í mati á stefnunni og segir hann vandaða og metnaðarfulla. ,,Ég þekki það af störfum mínum í Afríku að skólamáltíðir fyrir fátækustu börnin geta haft úrslitaáhrif um gagnsemi skólagöngu þeirra. Soltið barn er ekki fært um að læra í skóla." &nbsp;&nbsp;<br /> <br /> Ávinningurinn af hverri krónu sem varið er í skólamáltíðir er margfaldur, að sögn Stefáns Jóns. Hann bendir á að ný könnun Harvard háskóla og Alþjóðabankans sýni að ábatinn geti orðið allt að tuttugufaldur. „Börnin læra betur, vitsmunaleg geta þeirra er mælanlega betri, þau haldast lengur í skóla og máltíðir gagnast báðum kynjum vel, sem er mikilvægt þar sem hallar á stúlkur. Hver einstaklingur sem fær skólamáltíð nýtur ábatans markvert síðar á lífsleiðinni, en hagvöxtur fátækra ríkja batnar líka, eins og margendurteknar rannsóknir sýna,“ segir hann.<br /> <br /> Hver skólamáltíð í fátækum ríkjum kostar um 30-40 krónur íslenskar. Mikil áhersla er lögð á að fá aðföng til máltíða í nærliggjandi sveitum og efla þar með viðskipti á svæðinu. Þá er reynt að efla skólagarða þar sem því er við komið.<br /> <br /> Framlag Íslands mun rennur beint til svæðisskrifstofu WFP í Næróbí til þess að hrinda stefnunni í framkvæmd þegar á þessu ári í samráði við ríkisstjórnir, héraðsstjórnir og félagasamtök samstarfsríkja. ,,Gildi þess að taka þátt í þessari framkvæmd frá upphafi er að sýna öðrum framlagsríkjum gott fordæmi og hvetja til þátttöku, auk þess sem nokkur af fátækustu ríkjum heims komast strax af stað við innleiðingu, sem hefur góð áhrif á næstu árum þegar leita þarf eftir auknum framlögum," segir Stefán Jón.</p> <span style="font-size: 10pt; font-family: Arial, sans-serif;"><br /> <br /> <br /> </span>

22.01.2020Aukinn ójöfnuður víðast hvar í heiminum

<span></span> <p>Ójöfnuður fer vaxandi í samfélögum rúmlega 70% jarðarbúa. Sameinuðu þjóðirnar segja í nýrri skýrslu að ójöfnuður geti kynt undir ósætti og hann hamli efnahagslegri og félagslegri þróun. „Ójöfnuður er hins vegar langt því frá óhjákvæmilegur og hægt er að takast á við hann á landsvísu og á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni: The World Social Report 2020 frá efnahags- og félagsmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN DESA).</p> <p>Skýrslan sýnir að tekjuójöfnuður hefur aukist í flestum þróuðum ríkjum og nokkrum meðaltekjuríkjum, meðal annars í Kína, sem er það hagkerfi sem vex hraðast.</p> <p>Undirliggjandi rannsóknir skýrslunnar sýna að auðugasta fólkið í heiminum, eitt prósent jarðarbúa, telst vera stóru sigurvegararnir í breyttu hagkerfi heimsins. Hlutdeild þess í tekjum jókst á tímabilinu frá 1990 til 2015 á sama tíma og 40 prósent fátækasta fólksins tóká sig tekjuskerðingu.</p> <p>&nbsp;</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/K1q6If7pyZU" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í skýrslunni segir að ein af afleiðingum ójöfnuðar innan samfélaga sé hægari hagvöxtur. „Í samfélögum ójöfnuðar þar sem mikill munur er til dæmis á menntun og heilbrigðisþjónustu er mikil hætta á áð fólk festist í fátækt kynslóð fram af kynslóð,“ segir í skýrslunni. Þar kemur enn fremur fram að munurinn á meðaltekjum milli þjóða fari minnkandi en engu að síður sé himinn og haf á milli ríkustu og fátækustu heimshlutanna. Þannig séu til dæmis meðaltekjur í Norður-Ameríku sextán sinnum hærri en íbúa í sunnanverðri Afríku. Þá kemur fram í skýrslunni að hagvöxtur sé mestur í Kina og í öðrum ríkjum Asíu.</p> <p>Í annarri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, frá skrifstofu um ástand og horfur í efnahagsmálum (WESP), segir að hagvöxtur í heiminum hafði aðeins verið 2,3 prósent á nýliðnu ári, sá minnsti í áratug.</p> <p>„Áframhaldandi þróttleysi í efnahagsmálum í heiminum gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfbæra þróun, þar á meðal heimsmarkmiðin og stefnumið um að uppræta fátækt og skapa sómasamleg störf fyrir alla. Á sama tíma er ójöfnuður víðast hvar og loftslagsbreytingar olía á eld óóánægju í mörgum heimshlutum,“ segir í skýrslunni.</p> <p><a href="https://www.un.org/development/desa/dspd/world-social-report/2020-2.html" target="_blank">Skýrsla DESA</a></p> <p><a href="https://www.un.org/development/desa/dpad/publication/world-economic-situation-and-prospects-2020/" target="_blank">Skýrsla WESP</a></p> <p><a href="https://unric.org/is/vidskiptadeilur-hamla-hagvexti/" target="_blank">Frétt UNRIC</a></p>

21.01.2020Hvetur Ísland til að leiða áfram jafnréttisbaráttuna

<span></span> <p>„Ísland hefur sannarlega verið í forystuhlutverki á sviði jafnréttisbaráttu og ég hvet ykkur til að halda áfram að vera leiðandi á því sviði, öðrum framlagsríkjum til eftirbreytni,“ sagði Susanna Moorehead formaður þróunarsamvinnunefndar OECD, DAC. Hún er stödd hér á landi og flutti erindi á málþingi í Reykjavík í gærkvöld um framtíð þróunarsamvinnu.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra kom líka inn á jafnréttismálin í<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikis-og-throunarsamvinnuradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2020/01/20/Opnunaravarp-radherra-a-malfundi-um-framtid-throunarsamvinnu/"> ávarpsorðum sínum</a>. „Jafnrétti kynjanna og valdefling kvenna styður og viðheldur efnahagslegri og félagslegri þróun. Því miður beinist stór hluti opinberra framlaga til þróunarmála í heiminum alls ekki að jafnrétti kynjanna og þeirri þróun þarf að snúa við,“ sagði ráðherra. Hann nefndi enn fremur að jafnrétti kynjanna, umhverfismál og mannréttindi hafi fengið enn meiri þunga en áður í nýlegri fimm ára stefnu Íslands í þróunarsamvinnu. <span></span></p> <p>„Við höfum líka aukið áherslu okkar á þátttöku einkageirans í þróunarsamvinnu og svarað kalli framlagsríkja og þróunarríkja um að fjármögnun heimsmarkmiðanna gerist ekki án þátttöku einkageirans,“ sagði Guðlaugur Þór.</p> <p>Susanna Moorehead hefur mikla reynslu og þekkingu á þróunarmálum. Auk þess að vera sendiherra Bretlands í Eþíópíu og fastafulltrúi Breta hjá Afríkubandalaginu um þriggja ára skeið, var hún fyrr á starfsferlinum deildarstjóri í þróunarsamvinnuráðuneyti Breta, DfID og sat í stjórn Alþjóðabankans fyrir hönd Bretlands. Moorehead hefur starfað sem formaður DAC í rúmt eitt ár en Ísland gerðist aðili að nefndinni árið 2013. Hlutverk nefndarinnar er að efla samhæfingu og nýsköpun til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í þróunarríkjum, að auka fjármögnun og setja alþjóðlega staðla fyrir starfshætti í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.</p> <p>Í máli hennar kom fram að þróunarsamvinna standi frammi fyrir fimm megináskorunum: nýjum leiðum til fjármögnunar, áhrifum loftslagsbreytinga, kynjajafnrétti, vinnu með nýjum framlagsríkjum og vönduðum vinnubrögðum til að tryggja skilvirka þróunarsamvinnu.</p> <p>Að loknu framsöguerindi Susanna Moorehead fóru fram líflegar pallborðsumræður en ásamt henni sátu í pallborðinu þau Engilbert Guðmundsson, ráðgjafi utanríkisráðuneytisins í þróunarmálum og fyrrverandi framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, Khwimani Isabel Mwasinga, nemandi við Jafnréttisskóla GRÓ - þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS barnaþorpanna á Íslandi.</p>

20.01.2020Fátækustu stúlkurnar í heiminum fá ekki formlega menntun

<span></span> <p>Þriðjungur stúlkna á unglingsaldri frá fátækustu heimilunum hefur aldrei setið á skólabekk. Skólaganga tengist með mjög ójöfnum hætti efnameiri heimilum. Þetta kemur fram í nýrri <a href="https://www.unicef.org/media/63896/file/Addressing-the-learning-crisis-advocacy-brief-2020.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem gefin er út fyrir fund Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss.</p> <p>Fulltrúar UNICEF hvöttu í morgun þjóðarleiðtoga til þess að bregðast við „skammarlegu“ misræmi í opinberum framlögum til menntamála. Í skýrslunni segir að með því að útiloka fátækustu börnin frá menntun sé fátækt viðhaldið. UNICEF <a href="https://www.unicef.org/press-releases/1-3-adolescent-girls-poorest-households-has-never-been-school" target="_blank">segir</a>&nbsp;þessum börnum mismunað með margvíslegum hætti, vegna kyns, fötlunar, þjóðabrota og lélegra innviða. UNICEF bætir við að börn sem komast í skóla eigi reyndar á hættu að lenda í alltof fjölmennum bekkjum með illa menntuðum kennurum, skorti á námsgögnum og lélegum skólabyggingum.</p> <p>Vísað er til skýrslu Alþjóðabankans sem sýndi að rúmlega helmingur allra barna í lágtekju- og millitekjuríkjum geti ekki lesið eða skilið einfalda frásögn við lok grunnskólanáms.</p> <p>Oxfam samtökin birtu einnig <a href="https://www.oxfam.org/en/research/time-care" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;í morgun um efnahagslegan ójöfnuð í heiminum og dró upp þá mynd að fátækar konur og stúlkur séu verst staddar. Þær vinni daglega 12,5 milljarða ógreiddra vinnustunda, virði 11 þúsund milljarða í bandarískum dölum.<span>&nbsp;</span>Oxfam bendir til dæmis á að 22 ríkustu menn heims eigi meiri auð en allar afrískar konur sem eru 326 milljónir talsins.</p> <p>Þá segir Oxfam að milljarðamæringar séu tvöfalt fleiri en fyrir áratug en auður fátækasta fólksins hafi rýrnað.</p>

17.01.2020Mikil söluaukning í „Sönnum gjöfum“ UNICEF

<span></span> <p>„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þann hlýhug sem Íslendingar hafa sýnt okkur og þeim börnum í neyð sem njóta góðs af Sönnum gjöfum. Sala Sannra gjafa hefur aukist mjög mikið á milli ára og við finnum fyrir miklum meðbyr með þessum gjöfum. Þetta eru gjafir sem gera fólki ekki eingöngu kleift að láta gott af sér leiða heldur eru líka góðar við umhverfið og skapa ekki óþarfa sóun eða mengun. Allt í takt við aukna umhverfisverndarvitund fólks. Það var því ótrúlega gleðilegt hvað salan gekk vel fyrir jólin og magnað að litla Ísland geti lagt svo mikið að mörkum fyrir börn í neyð,“ segir Esther Hallsdóttir verkefnisstýra Sannra gjafa hjá UNICEF.</p> <p>Vatnshreinsitöflur voru vinsæl gjöf á síðasta en ein slík tafla getur breytt fimm lítrum af óhreinu og sýktu vatni í hreint og drykkjarhæft vatn á aðeins nokkrum mínútum. Með kaupum á Sönnum gjöfum sendu Íslendingar rúmlega 6 milljónir slíkar töflur út þangað sem þörfin og neyðin er mest. Fyrir þann fjölda vatnshreinsitafla má hreinsa rúmlega 30 milljónir lítra af vatni sem jafngildir vatnsmagninu sem þarf til að fylla Laugardalslaug rúmlega ellefu sinnum. Í gegnum sannar gjafir keyptir 105 þúsund skammtar af bóluefni gegn mislingum, mænusótt og stífkrampa og 146 þúsund skammtar af jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. Að mati UNICEF tryggðu Íslendingar 2.324 vannærðum börnum fullan bata með kaupum á jarðhnetumauki, miðað við að hvert barn þurfi þrjá poka af jarðhnetumauki.</p> <p>UNICEF segir í <a href="https://unicef.is/islendingar-tryggdu-30-milljonir-litra-af-hreinu-vatni" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að þetta sé aðeins brot af þeim neyðargögnum sem Íslendingar keyptu í gegnum Sannar gjafir á síðasta ári. Ótalin séu tæplega þrjú þúsund hlý teppi og rúmlega 1.600 sett af hlýjum vetrarfatnaði fyrir börn.</p> <p>„Ljóst er að sífellt fleiri horfa til þessara umhverfisvænu og umhyggjusömu tækifærisgjafa enda jókst salan um 20 prósent milli ára,“ segir í frétt UNICEF</p> <p><a href="https://sannargjafir.is/" target="_blank">Vefur Sannra gjafa&nbsp;</a></p>

16.01.2020Matarskortur aldrei meiri en nú í sunnanverðri Afríku

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hvetur þjóðir heims til þess að bregðast við útbreiddum matvælaskorti í sunnanverðri Afríku. Í sextán þjóðríkjum í þessum heimshluta búa 45 milljónir manna, einkum konur og börn, við alvarlegan matvælaskort, ýmist vegna þurrka, flóða eða annarra ytri aðstæðna. „Við höfum ekki fyrr orðið vitni að jafn miklum hungurvanda og þessum og því miður bendir allt til þess að ástandið eigi aðeins eftir að versna,“ segir Lola Castro svæðisfulltrúi WFP fyrir sunnanverða Afríku.</p> <p>Á þessum tíma árs er svokallað „magurt“ tímabil í Afríku sunnan Sahara meðan beðið er eftir að uppskerutíminn hefjist eftir tvo til þrjá mánuði. Þetta er jafnframt sá tími sem ofsaveður valda oft miklu tjóni. Skemmst er að minnast tveggja fellibylja sem skullu á Mósambík um þetta leyti í fyrra með hrikalegum afleiðingum fyrir íbúa á hamfarasvæðunum, ekki aðeins í Mósambík, heldur líka í Simbabve og Malaví.</p> <p>„Þær milljónir íbúa sem þurfa stuðning nú þegar eru í forgangi en það er ekki síður brýnt að byggja upp viðnámsþrótt fyrir enn fleiri sem búa við sífellt meiri ógn um fleiri og hættulegri ofsaveður,“ segir Lola. Hún bætir við að alþjóðasamfélagið þurfi að auka neyðarstuðning við þær milljónir sem eru við hungurmörk en einnig þurfi að huga að langtímastuðningi við uppbyggingu til þess að samfélög geti brugðist við síversnandi aðstæðum vegna loftslagsbreytinga.</p> <p>Hitastig í þessum heimshluta hefur á síðustu árum hækkað tvöfalt á við það sem gerist jafnaðarlega. Í ljósi þess að matvælaframleiðsla kemur að mestu leyti frá sjálfsþurftarbændum sem reiða sig á sífellt óáreiðanlegri úrkomu – og aðeins eitt uppskerutímabil á ári - hefur Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna áætlanir um stuðning við 8,3 milljónir íbúa átta ríkja sem eru matarlitlar eða matarlausar. Þær þjóðir eru Simbabve, Sambía, Mósambík, Madagaskar, Namibía, Lesótó, Eswatini og Malaví.</p> <p>Verst er ástandið í Simbabve þar sem helmingur þjóðarinnar býr við hungurmörk. Fimmtugur íbúa Sambíu og Lesótó eru í sömu stöðu.</p> <p>Að mati WFP þarf 489 milljónir bandarískra dala til þess að bregðast við neyð fyrrnefndra íbúa en samtökin hafa aðeins tryggt sér innan við helming þess fjár. „Ef við fáum ekki nauðsynlegt fjármagn er okkur nauðugur sá kostur að aðstoða færri og minnka matarskammta,“ segir Lola Castro.</p> <p>Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein lykilstofnana í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar.</p> <p>&nbsp;</p>

16.01.2020Lína langsokkur fyrirmynd stúlkna á flótta

<span></span> <p>Alþjóðlegt átak til stuðnings stúlkum á flótta er nýhafið af hálfu samtakanna Save the Children – Barnaheill með tilvísun í Línu langsokk og ber yfirskriftina „Pippi of Today.“ Á þessu ári eru 75 ár liðin frá því fyrsta bókin um Línu langsokk kom út og af því tilefni taka fjölmörg fyrirtæki hvarvetna í heiminum þátt í átakinu, í samstarfi við Astrid Lindgren Company, og safna fyrir verkefnum Barnaheilla – Save the Children í þágu stúlkna á flótta.</p> <p>Stúlkur á flótta hafa ekki verið fleiri frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. „Stúlkur eru sérlega berskjaldaður hópur flóttamanna, þær áskoranir sem þær standa frammi fyrir vilja oft gleymast. Stúlkur á flótta eiga á meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi og misnotkun, svo sem kynferðislegu ofbeldi og verða hnepptar í barnahjónaband, í flestum tilfellum flosna þær einnig upp úr námi,“ segir í frétt á <a href="https://www.barnaheill.is/is/um-okkur/frettir/fjoldi-stulkna-a-flotta-hefur-aldrei-verid-meiri-lina-langsokkur-stydur-vid-berskjaldadan-en-hugrakkan-hop?fbclid=IwAR2R9bwHyeQZ09crPmSUgDBxLt9BqNL1X5bQfK6uvWFN0WejlG8AVAk3rS0" target="_blank">vef</a>&nbsp;Barnaheilla – Save the Children.</p> <p>„Í heimi með sífellt sterkari straumum af þjóðernishyggju og útlendingahatri, viljum við leggja áherslu á sameiginlega ábyrgð okkar á að veita öllum börnum tækifæri til að sýna styrk sinn og hvað í þeim býr. Með hjálp Línu, viljum við styðja við stúlkur sem þarfnast þess einna mest, og á sama tíma láta rödd þeirra heyrast. Verkefni Barnaheilla – Save the Children styðja við þessar stúlkur en hlutverk Línu er að vera hvetjandi fyrirmynd sem veitir þeim styrk og von,“ segir Olle Nyman framkvæmdastjóri Astrid Lindgren Company og barnabarn Astrid Lindgren.</p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/pippi-and-horse.jpg?amp%3bproc=MediumImage" /></p> <span></span> <p><span></span>„Fyrir 75 árum kom sterkasta stelpa í heimi – Lína Langsokkur – ein í nýjan bæ. Í dag neyðast milljónir stúlkna til að yfirgefa heimili sín og flytja, ekki aðeins í nýjar borgir heldur líka til nýrra landa. Stúlkur á flótta þurfa að taka á öllum þeim styrk, hugrekki og von sem þær hafa yfir að búa til að takast á við þær áskoranir sem verða á vegi þeirra að bjartari framtíð. Þær eru Línur dagsins í dag!,“ segir í frétt Barnaheilla – Save the Children.</p> <p>Átakið fer meðal annars fram á Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Hollandi og Sviss. Með sölu á „Línu“-vörum og skipulagningu á ýmsum viðburðum, taka fyrirtæki þátt í að safna fé til verkefna Barnaheilla – Save the Children og styðja við stúlkur á flótta.</p>

15.01.2020Konur og atvinnulíf: Ísland með fullt hús stiga

<span></span> <span></span> <p>Ísland er í hópi átta ríkja sem fá hæstu einkunn, 100 stig, í nýrri skýrslu Alþjóðabankans um konur og atvinnulíf. Skýrslan sýnir að þrátt fyrir umbætur á síðustu árum hafa konur enn að jafnaði aðeins þrjá fjórðu hluta lagalegrar stöðu á við karla í heiminum þegar kemur að vinnumarkaði og viðskiptum.</p> <p>Í skýrslunni – <a href="https://openknowledge.worldbank.org/bitstream/handle/10986/32639/9781464815324.pdf" target="_blank">Women, Business and the Law 2020</a>&nbsp;– eru tekin til skoðunar 190 hagkerfi. Rýnt er í lagaumhverfi og regluverk sem tengist vinnumarkaðsrétti kvenna. Niðurstaðan er sú að konum er enn mismunað á margvíslegan hátt og aðeins átta þjóðir fá fullt hús stiga.</p> <p>Í skýrslunni eru sérstaklega teknar til skoðunar umbætur á lagaumhverfi og regluverki á átta sviðum á síðustu rúmum tveimur árum í þágu kvenna, frá júní 2017 til september 2019. Í ljós kemur að í 40 löndum hafa tekið gildi á 62 umbætur sem koma til með „að styðja við bakið á konum – helmingi mannkyns – að nýta hæfileika sína og stuðla að hagvexti og þróun,“ eins og segir í frétt frá Alþjóðabankanum í tilefni skýrslunnar. </p> <p><img alt="" src="/library/Heimsljos/konur-og-atvinnulif-2020%20(2).png?amp%3bproc=720Mynd" /></p> <p>Skýrslan sýnir engu að síður að staða kvenna er ákaflega misjöfn og meðal sumra þjóða hafa konur aðeins lítið brot af lagalegum rétti karla. Fram kemur í skýrslunni að flestar lagabætur hafa verið gerðar sem tengjast réttindum foreldra. Sextán þjóðir samþykktu að mati Alþjóðabankans jákvæðar breytingar á því sviði, meðal annars um fæðingarorlof og bann við uppsögnum barnshafandi kvenna. Þá hafa átta þjóðir í fyrsta sinn samþykkt lög um heimilisofbeldi, meðal sjö þjóða hafa ný lög verið sett gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og tólf þjóðir hafa fært í lög umbætur í launamálum.</p> <p>David Malpass forseti Alþjóðabankans telur bæði rétt og jákvætt frá efnahagslegu sjónarmiði að bæta lagaleg réttindi kvenna. Með auknu frelsi og vinnu utan heimilis taki konur þátt á vinnumarkaði og styrki hagkerfi þjóða sinna.</p> <p>Auk Íslands fengu sjö aðrar þjóðir fullt hús í skýrslu Alþjóðabankans, Kanada, Belgía, Danmörk, Frakkland, Lettland, Lúxemborg og Svíþjóð.</p>

14.01.2020Flóttamönnum heitið langtímaaðstoð við aðlögun

<span></span> <p>Á alþjóðlegri þriggja daga ráðstefnu um málefni flóttamanna í síðasta mánuði var þeim meðal annars heitið langtímaaðstoð við að aðlagast betur þeim samfélögum sem þeir dvelja í víðs vegar um heiminn. Í <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/33275-loford-um-storf-og-menntun-fyrir-flottamenn-a-sogulegri-radstefnu.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) kemur fram að rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á vergangi í heiminum, þeirra á meðal 25,9 milljónir flóttamanna.</p> <p>Markmið ráðstefnunnar, sem haldin var í Genf, var að bregðast við aðstæðum þeirra millljóna sem hafa flúið stríð og ofsóknir. Jafnframt að bregðast við nýjum aðstæðum í þeim samfélögum sem veita flóttafólki skjól, en þau eru aðallega í þróunarríkjum. Alls sóttu ráðstefnuna – <a href="https://www.unhcr.org/global-refugee-forum.html" target="_blank">Global Refugee Forum</a>&nbsp;– um þrjú þúsund þátttakendur, þjóðarleiðtogar, leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, forráðamenn alþjóðlegra stofnana, leiðtogar úr viðskiptaheiminum og fulltrúar félagasamtaka.</p> <p>Ragnhildur Arnljótsdótir verðandi fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópuráðinu flutti ávarp fyrir Íslands hönd á fundinum eins og áður hefur verið sagt frá í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/19/Ragnhildur-avarpadi-leidtogafund-UNHCR-/">frétt</a>&nbsp;utanríkisráðuneytisins.</p> <p>Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna lauk lofsorði á þau verkefni sem unnið er að í ýmsum löndum og þann víðtæka stuðning sem flóttamönnum var heitið á fundinum. Fyrirheit um stuðning af ýmsu tagi voru orðin alls 770 í lok ráðstefnunnar.</p> <p>„Hér er árangur í smíðum. Það er skylda okkar að láta þetta ganga upp,“ sagði Grandi.</p> <p>Fyrirheitin voru meðal annars um störf, skólapláss fyrir börn flóttamanna, nýjar stefnur stjórnvalda, lausnir eins og búsetukjör, hrein orka, innviðir og betri stuðningur við gistisamfélög og -þjóðir. Frekari fyrirheit eru væntanleg, segir í frétt UNHCR.</p> <p>Ísland veitir fjárstuðning til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og nýr rammasamningur hefur verið gerður til fjögurra ára fyrir tímabilið 2020 til 2023. Flóttamannastofnun SÞ er áherslustofnum í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu og gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum á heimsvísu. Í samstarfi við UNHCR eru 85 flóttamenn <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/11/12/Rikisstjornin-samthykkir-ad-taka-a-moti-85-flottamonnum/" target="_blank">væntanlegir</a>&nbsp;til Íslands á árinu.</p>

13.01.2020Hundruð barna hverfa sporlaust úr búðum Róhingja

<span></span> <p>„Ljóst er að ekkert gott bíður þeirra barna sem lenda í klóm þessara glæpamanna sem selja þau áfram í hagnaðarvon til annarra glæpamanna í nærliggjandi löndum,“ segir í frétt frá UNICEF þar sem fjallað er um fjölgun tilkynninga um týnd börn og stafest tilvik mannráns í flóttamannabúðum Róhingja í Cox´s Bazar í Bangladess. UNICEF segir að mannshvörfin tengist í mörgum tilvikum mansalshringjum og flóttamannasmyglurum.</p> <p>UNICEF&nbsp;fær reglulega upplýsingar í gegnum samstarfsaðila um stöðu þessara mála. Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs var tilkynnt um 281&nbsp;mansalsmál&nbsp;þar sem börn áttu í hlut, 156 stúlkur og 125 drengir. Á tveimur árum, frá ágúst 2017 til 1. september 2019, voru skráð 1.100 mál þar sem grunur var um mansal á börnum.</p> <p>Landsnefnd UNICEF birtir á <a href="https://unicef.is/born-hverfa-i-budum-rohingja" target="_blank">vef</a>&nbsp;sínum átakanlegar sögur nokkurra foreldra barna sem hafa horfið úr flóttamannabúðunum á síðustu misserum. „Oft er þó erfitt að sanna&nbsp;ásakanir&nbsp;í þessum málum og erfitt að staðfesta raunverulegt umfang vandans þar sem ekki öll tilfelli eru tilkynnt og það getur tekið langan tíma að gera það. Sérstaklega þegar börn og&nbsp;ungmenn&nbsp;hverfa algjörlega sporlaust,“ segir í fréttinni.</p> <p>UNICEF segir að fátækt og algjör skortur á tækifærum til að vinna fyrir sér í búðunum sé talin helsti drifkraftur glæpastarfseminnar. „Flóttamönnum er bannað að vinna fyrir sér sem gerir til dæmis þær hundruð þúsunda sem búa í flóttamannabúðum&nbsp;Róhingja&nbsp;í Bangladess algjörlega háðar mannúðaraðstoð. Aðstæður sem þessar ala á örvæntingu, áhættusækni og auka hættuna á misnotkun ýmiskonar.&nbsp;Örvæntingarfullar&nbsp;fjölskyldur senda oft börnin sín í hættuleg störf utan búðanna því það er engin önnur leið til að vinna fyrir sér innan þeirra. Gylliboð glæpamanna um betra líf annars staðar geta síðan verið lokkandi fyrir þennan gríðarlega viðkvæma hóp.&nbsp;Mansalsfórnarlömb&nbsp;enda oft annars staðar í Bangladess, eða í Malasíu, Taílandi, Indlandi og Evrópu og átta sig ekki á þeim hættulegu aðstæðum sem þau eru í fyrr en það er um seinan.“</p> <p>UNICEF&nbsp;vinnur öflugt starf við að upplýsa fólk um hættur mansals, aðstoða og vernda börn og ungmenni í þessum búðum ásamt samstarfsfélögum. Að mati UNICEF þarf þó meira að gera innan þessara búða eins og að auka tækifæri kvenna, stúlkna, drengja og unglinga innan þeirra til að bæta líf sitt svo gylliboð glæpamanna heilli ekki lengur.</p> <p>UNICEF&nbsp;á Íslandi stóð fyrir neyðarsöfnun fyrir&nbsp;Róhingja&nbsp;á flótta í lok árs 2017 og framlög frá almenningi hér á landi nýttust í að veita börnum sem voru nýkomin í flóttamannabúðirnar lífsnauðsynlega hjálp. Framlög&nbsp;<a href="https://unicef.is/heimsforeldrar">heimsforeldra</a>&nbsp;hafa einnig runnið til neyðaraðgerða&nbsp;UNICEF&nbsp;fyrir börn á flótta frá Mjanmar.</p>

10.01.2020Afhending trúnaðarbréfs í Malaví

<span></span> <p>Unnur Orradóttir Ramette afhenti í gær Arthur Peter Mutharika forseta Malaví trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Malaví, með aðsetur í Úganda. Malaví er elsta samstarfsþjóð Íslands í þróunarsamvinnu en á nýliðinu ár voru liðin þrjátíu ár liðin frá því samstarfið hófst. </p> <p>Malaví er meðal allra fátækustu ríkja heims. Þar búa nú um 18 milljónir íbúa og fjölgar ört, eins og í mörgum öðrum Afríkuríkjum. Ísland leggur ríka áherslu á að<span>&nbsp; </span>efla grunnþjónustu og getu héraðsstjórnvalda í Mangochi til að veita heilsugæslu, menntun og aðgang að hæfu drykkjarvatni til rúmlega milljón<span>&nbsp; </span>íbúa héraðsins. </p> <p>Verkefnið hefur leitt til þess að dregið hefur úr mæðra- og barnadauða og vatnsbornum sjúkdómum í héraðinu og skólasókn barna hefur aukist.<span>&nbsp; </span>Mannréttindi og kynjajafnrétti eru í heiðri höfð í þróunarsamvinnuverkefnum Íslands í Malaví, rétt eins og í allri utanríkisstefnu Íslands. Sendiherra vakti sérstaka athygli á þessum áherslum, þar með talið réttindum hinsegin fólks í ræðu sinni til forsetans. Fyrir tæpu ári fór Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til Malaví og hér er innslag frá þeirri heimsókn.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Kh5oHuK1Z-c" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Umdæmi sendiráðs Íslands í Kampala, Úganda nær einnig til Kenya, Eþíópíu, Namibíu, Djíbútí, Suður-Afríku, Afríkusambandsins í Addis Ababa og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Næróbí. </p> <p>Lilja Dóra Kolbeinsdóttir er staðgengill sendiherra Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví og Kristjana Sigurbjörnsdóttir er verkefnisstjóri þróunarsamvinnu Íslands.</p> <p><a href="/library/Heimsljos/Statement%20Iceland%20credentials%20in%20Malawi.pdf">Ræða sendiherra</a></p>

10.01.2020Tæplega 190 milljónir í boði fyrir félagasamtök ​

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hyggst úthluta 186,5 milljónum króna til félagasamtaka á þessu ári vegna verkefna á sviði þróunarsamvinnu og mannúðarmála. Af þessari fjárhæð á að ráðstafa 121 milljón króna til mannúðarverkefna og 62,5 milljónum til þróunarsamvinnuverkefna. Opið er fyrir umsóknir allt árið til mannúðarverkefna, með fyrirvara um að fjárheimildir kunni að vera fullnýttar áður en árið er liðið, en umsóknarfrestur um styrki til þróunarsamvinnuverkefna er til mánudagsins 16. mars.</p> <p>Stór hluti framlaga til mannúðarverkefna er eyrnamerktur verkefnum vegna neyðarinnar í Sýrlandi, eða 76,5 milljónir. Slík verkefni þurfa að vera í samræmi við neyðaráætlun Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) eða viðbragðsáætlun Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Styrkupphæðir geta numið allt að 95% af heildarkostnaði mannúðarverkefna og ráðuneytið mun leitast við að svara umsóknum innan þriggja vikna frá móttöku.</p> <p>Framlög til þróunarsamvinnuverkefna nema 62,5 milljónum að þessu sinni. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að fjögurra ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkupphæð þróunarsamvinnuverkefna getur numið allt að 80% af heildarkostnaði við verkefnið. Umsóknir til framlaga til þróunarsamvinnuverkefna þurfa að berast fyrir miðnætti mánudagsins 16. mars. Áætlað er að niðurstöður ráðherra um þessa styrki liggi fyrir í maí.</p> <p>Athygli er vakin á því að félagasamtök þurfa að vera skráð í almannaheillafélagaskrá til þess að vera styrkhæf.</p> <p>Leiðbeiningar og nánari upplýsingar varðandi umsóknir er að finna á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-frjals-felagasamtok/uthlutunarreglur-og-umsoknir/">vef stjórnarráðsins</a>. <span></span></p>

09.01.2020Rauði krossinn á Íslandi: Yfir 40 milljónir til Sýrlands í lok árs

<span></span><span></span> <p>Rauði krossinn á Íslandi varði rúmum 42 milljónum króna undir lok síðasta árs í þágu þolenda átakanna í Sýrlandi. Með framlögum frá almenningi, utanríkisráðuneytinu og af sjálfsaflafé Rauða krossins gat Rauði krossinn á Íslandi safnað fjármagni til þess að leggja mannúðarstarfi Alþjóðaráðs Rauða krossins lið og sent fimm sendifulltrúa til starfa á vettvangssjúkrahús Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Al Hol flóttamannabúðunum sem hafa mikið verið til umfjöllunar undanfarna mánuði.</p> <p>„Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu söfnun Rauða krossins, sem lauk 1. desember síðastliðinn, lið. Fjármagnið sem safnaðist verður notað til að halda áfram að tryggja grunnþarfir fólks í Sýrlandi sem hefur þurft að líða mikinn skort undanfarin ár þegar kemur að aðgangi að mat og hreinu drykkjarvatni, ásamt læknisaðstoð og lyfjum. Til þess að setja þessar tölur í samhengi er hægt að útvega 14.500 börnum mat í mánuð fyrir 42 milljónir króna og er aðstoðin og hver króna því mjög mikilvæg,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Með hjálp Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi undanfarið stutt við mannúðaraðgerðir sýrlenska Rauða hálfmánans og Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í Sýrlandi, meðal annars í Al Hol búðunum í norðaustur Sýrlandi, en þar búa meira en 70 þúsund einstaklingar sem flúið hafa heimili sín vegna átaka, en um það bil helmingur íbúanna eru börn.</p> <p>Sýrlenski Rauði hálfmáninn sinnir umfangsmiklu hjálparstarfi í Sýrlandi og stýrir lykilhlutverki í samhæfingu alþjóðlegs hjálparstarfs í landinu og kemur stórum hluta hjálpargagna frá Sameinuðu þjóðunum í hendur þolenda átaka. Starfsfólk og sjálfboðaliðar sýrlenska Rauða hálfmánans eru 9.400 talsins og dreifast milli 59 deilda um allt Sýrland.</p> <p>Fimm íslenskir sendifulltrúar hafa farið til starfa á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hol búðunum í norðaustur Sýrlandi, en Elín Oddsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur og margreyndur sendifulltrúi er þar við störf á vegum Alþjóðaráðsins næstu vikurnar. Grípa hefur þurft til neyðaraðgerða í búðunum vegna verulegs skorts á vatni. Komið hefur verið upp matareldhúsi í búðunum svo íbúar hafi aðgang að heitri máltíð daglega.</p> <p>„Það er mjög brýnt að halda áfram að veita mannúðaraðstoð til þolenda átakanna í Sýrlandi,“ segir Atli. „Þarfirnar þar eru enn miklar og ekki sér fyrir enda átakanna í landinu. Síðan um miðjan desember hafa um 300.000 börn, konur og karlar orðið að flýja heimili sín í Idlib héraði Sýrland. Það eru skelfilegar tölur og samsvara nærri því íbúafjölda Íslands. Vonandi kemst friður á sem fyrst, en þangað til verður Rauði krossinn að standa vaktina því oft eru sjálfboðaliðar og starfsmenn hreyfingarinnar þeir einu sem komast með lífsbjargandi aðstoð síðasta kílómetrann til þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda.”</p> <p>Rauði krossinn hvetur deiluaðila til að virða líf almennra borgara, ásamt innviðum samfélaga og veita aðgang að mannúðaraðstoð í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög,“ segir í frétt frá samtökunum.</p>

09.01.2020Haítí: Áratugur í skugga skjálftans

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)&nbsp;hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum bandarískra dala, tæplega 2,4 milljörðum íslenskra króna, fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020. Næstkomandi sunnudag, 12. janúar, verða tíu ár liðin frá því jarðskjálfti af stærðinni 7 á Richter kvarða lagði stóra hluta Haítí í rúst og gereyðilagði mikið af viðkvæmum innviðum þjóðarinnar. </p> <p>Skjálftinn átti upptök sín um 25 kílómetra frá Port-au&nbsp;Prince&nbsp;og fylgdu margir eftirskjálftar, sumir allt að 5,9 að styrk. Enn liggur ekki fyrir nákvæmlega hversu margir létu lífið í náttúruhamförunum en talið er að nærri hundrað þúsund manns hafi farist, þó mun hærri tölur hafi verið nefndar.&nbsp;</p> <p>Í frétt UNICEF á Íslandi segir að tíu árum síðar sé Haítí enn eyríki í skugga&nbsp;skjálftans&nbsp;og áskoranir þar ótalmargar. „Strax eftir skjálftann stóra, þökk sé nær fordæmalausum stuðningi, gat&nbsp;UNICEF&nbsp;brugðist skjótt við og sent starfsfólk sitt á hamfarasvæðin til að bregðast við, bjarga lífum, veita neyðaraðstoð, hreint vatn, hreinlætisaðstöðu, mat, skjól og heilbrigðisþjónustu. Þá var eitt stærsta verkefni&nbsp;UNICEF&nbsp;að annast og styðja börn sem orðið höfðu viðskila við foreldra sína eða forráðamenn.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur, ásamt samstarfsaðilum, haldið áfram mikilvægu starfi í þágu barna á Haítí allar götur síðan,“ segir í fréttinni.</p> <p>Að mati UNICEF eiga börn og fjölskyldur á Haítí þó enn í vök að verjast. Haítí sé eitt allra fátækasta ríki veraldar. Af 11 milljónum íbúa lifi 6 milljónir undir fátæktarmörkum, 2,5 milljónir búi við&nbsp;sára fátækt,&nbsp;og UNICEF&nbsp;telji að 4,6 milljónir manna, þar af 1,9 milljónir barna, þurfi á mannúðaraðstoð að halda.</p> <p>„Árið 2019 var íbúum Haítí afar erfitt. Viðkvæmt og óstöðugt efnahags- og stjórnmálaumhverfi, innanlandsátök, versnandi fæðuöryggi, vannæring og smitsjúkdómafaraldrar hafa gert lítið til að hjálpa til við að endurreisa samfélögin."</p> <p> UNICEF segist ekki ætla að gefast upp í baráttu sinni fyrir öryggi, velferð og lífi barna og ætli sér að starfa með stjórnvöldum og samstarfsaðilum til að ná til barna í viðkvæmri stöðu sem þurfa á aðstoð að halda. „UNICEF&nbsp;hefur sett sér það markmið að safna tæplega 19 milljónum dala fyrir starfsemi sína á Haítí í þágu barna og fjölskyldna á árinu 2020,“ segir í fréttinni.</p>

08.01.2020Valdefling kvenna – frasi eða framfarir?

<span></span> <p><span style="background: white; color: black;">Hjálparstarf kirkjunnar fagnar fimmtíu ára starfsafmæli á þessu ári en formleg ákvörðun um hjálparstofnun á vegum íslensku þjóðkirkjunnar var tekin á fundi kirkjuráðs 9. janúar 1970. Málþing um hjálparstarf í tilefni afmælisins verður haldið á morgun á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík milli klukkan 16:3o og 18:30 með yfirskriftinni: Valdefling kvenna – frasi eða framfarir?</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Hjálparstarfið hefur frá stofnun haft það hlutverk að veita fólki sem býr við sára fátækt neyðaraðstoð, hver svo sem orsök neyðarinnar er. Aðstoðin er veitt þannig að hún sé valdeflandi, - að hún sé raunveruleg hjálp til sjálfshjálpar.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Markhópar Hjálparstarfsins, hvort sem er í verkefnum hér á Íslandi, á átaka- eða náttúruhamfarasvæðum eða í þróunarsamvinnuverkefnum í einna fátækustu samfélögum heims, er fólkið sem býr við erfiðustu aðstæðurnar og getur síst veitt sér björg upp á eigin spýtur.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">„Á málþinginu á afmælisdaginn ætlum við að fjalla um valdeflingu kvenna og leitast við að svara því hvort sú aðferð sé aðeins frasi í hjálparstarfi eða hvort hún leiði til raunverulegra framfara í samfélögum þar sem henni er beitt,“ segir Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins.</span></p> <p><span style="background: white; color: black;">Frú Eliza Jean Reid, forsetafrú, og Magnús Árni Skjöld Magnússon, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst, flytja erindi en þau eru bæði virk í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Þá segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, frá þróunarsamvinnu í Eþíópíu og Úganda og félagsráðgjafarnir Sædís Arnardóttir og Vilborg Oddsdóttir fjalla um virkniverkefni Hjálparstarfsins hér heima á Íslandi. Þá fjalla þátttakendur í verkefnum um reynslu sína af þeim. Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og verndari stofnunarinnar, flytur ávarp í upphafi málþings. </span></p> <p><span style="background: white; color: black;"><a href="https://www.facebook.com/events/425676288308639/" target="_blank">Viðburðurinn á Facebook</a></span></p>

07.01.2020Ísland styður við aukið aðgengi að orku í Malaví

<span></span> <p>Stefnt er að því að veita 24 þúsund einstaklingum í Malaví aðgang að rafmagni frá sólarrafhlöðum á næstu þremur árum í nýju samstarfsverkefni Íslendinga og Þjóðverja um að auka aðgengi að orku í Mangochi héraði. </p> <p>„Aðgengi að orku og rafmagni sérstaklega er grundvallaratriði í sjálfbærri þróun samfélaga og það er mjög ánægjulegt fyrir Ísland að leggja lóð sitt á vogarskálarnar í því að auka aðgengi að orku í Malaví. Á síðasta ári var 30 ára samstarfsafmæli þróunarsamvinnu Íslands og Malaví. Á þeim tíma hefur Ísland unnið á sviði fiskveiða, heilsugæslu og bættri lýðheilsu, grunnmenntun og aukið aðgang að hreinu vatni og salernisaðstöðu í Mangochi héraði – og nú bætist aðgangur að orku í þessa flóru þróunarverkefna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.</p> <p>Í þeirri viðleitni til að auka aðgang að orku, efla skilvirkni orku og auka notkun endurnýjanlegrar orku í Mangochi-héraði var af hálfu sendiráðs Íslands í Lilongwe nýverið skrifað undir þriggja ára samstarfssamning við Energising Development (EnDev), verkefnastoð þýsku þróunarsamvinnustofnunarinnar (GIZ). </p> <p>Að sögn Lilju Dóru Kolbeinsdóttur forstöðukonu í sendiráðinu verða 98 milljónir íslenskra króna lagðar í verkefnið. „Það á að auka eftirspurn og notkun á orkusparandi eldstæðum og auka útbreiðslu og notkun á sólarrafhlöðum til rafmagnsframleiðslu, bæði til einkanotkunar og notkunar í skólum, heilsugæslustöðvum og fyrirtækjum í héraðinu,“ segir hún. </p> <p>Aldrei hafa jafn margir jarðarbúar haft aðgang að rafmagni eins og nú. Enn skortir þó einum af hverjum fimm jarðabúum aðgang að nútímalegu og áreiðanlegu orkuneti og þjónustu og þrír milljarðar manna reiða sig á við, kol, viðarkol eða tað til að elda og hita heimili sín. Í sjöunda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna felst að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði fyrir árið 2030. Til að það markmið náist þarf enn að ná til um milljarðs manna, en níu af hverjum tíu þeirra búa í ríkjum í sunnanverðri Afríku. </p> <p>Malaví er eitt fátækasta ríki heims og elsta núverandi samstarfsland Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þar búa tæplega 18 milljónir manna og fjölgar ört í landi sem er að flatarmáli litlu stærra en Ísland. </p> <p>„Fáar þjóðir eru jafn illa staddar og Malavar hvað varðar aðgang að orku til rafmagnsframleiðslu. Rúmlega ellefu prósent landsmanna hafa aðgang að rafmagni og flestir þeirra búa í borgum landsins. Raforkan er fengin úr einu vatnsaflsvirkjun landsins sem framleiðir um 384 megavött á ári eða sem nemur hálfri Kárahnjúkavirkjun. Virkjun sólarorku til rafmagnsframleiðslu hefur hins vegar tvöfaldast í landinu á síðastliðnum áratug og þar liggur helsti vaxtarbroddurinn í orkuframleiðslu. Dagsdaglega þarf hinn almenni Malavi að nýta við, kol, viðarkol eða tað til að elda og hita húsnæði sitt en kolin eru framleidd úr trjám á einkar ósjálfbæran hátt. Afleiðingar þess að margar milljónir manna eru háðar því að nota jarðefni til að reka heimili hefur stuðlað að miklu niðurbroti skóga og skógareyðingu, sem er um 2,6% á ári. Eldiviður er auk þess aðallega notaður á opnum steinhlöðnum eldstæðum sem notaðar eru jafnt í sveitum sem og þéttbýli og borgum. Fyrir utan að vera óhagkvæmur hitagjafi sem stuðlar að eyðingu mikilvægra skógarauðlinda, þá gefur brennandi viður á opnum eldstóðum frá sér mikinn og heilsuspillandi reyk sem fer illa með öndunarfæri þeirra sem elda mest og eru oftast við eldhúsin – aðallega konur og börn,“ segir Lilja Dóra.</p>

06.01.202075 ára afmælisár Sameinuðu þjóðanna hafið með hnattrænni samræðu

<span></span> <p>Sameinuðu þjóðirnar hleyptu af stokkunum um áramótin umfangsmestu samræðu sem um getur um alheimssamvinnu með það fyrir augum að móta betri framtíð í þágu allra. Allt árið 2020 efna Sameinuðu þjóðirnar til samræðna á ýmsum vettvangi um allan heim.</p> <p>Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) verða nýttar fjórar mismunandi aðferðir til að kanna vilja heimsbúa og þær lausnir sem fólk sér fyrir sér í því skyni að glíma við alheimsvanda.</p> <p>Auk samræðnanna undir merki SÞ75, verður kannaður hugur fólks um allan heim á stafrænan hátt.&nbsp;<a href="https://un75.online/">“Einnar mínútu könnun</a>” geta allir svarað, en einnig verða gerðar skoðanakannanir í fimmtíu ríkjum. Síðan verður gervigreind beitt til þess að rannsaka þær skoðanir sem birtast í bæði hefðbundnum fjölmiðlum og samskiptamiðlum í sjötíu ríkjum. Með þessu móti verður safnað upplýsingum á fjóra mismunandi stafræna vegu til að kanna afstöðu fólksins til málefna sem brenna á allri heimsbyggðinni. Þessu verður síðan safnað saman sem innleggi í umræðu um stefnumótun heimafyrir og á alþjóðavettvangi.</p> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þátttöku í þessu frumkvæði.</p> <p>„Ekkert ríki, ekkert samfélag getur tekist á við margslungin vandamál heimsins eitt og sér. Við þurfum að fylkja liði, ekki aðeins til að tala heldur einnig til að hlusta. Það er þýðingarmikið að hvert og eitt ykkar taki þátt í samræðunni. Við þurfum á skoðunum ykkar, úrræðum og hugmyndum að halda til þess að vera betur í stakk búin til að þjóna þeim sem við eigum að þjóna, fólkinu í heiminum.“</p> <p>Sérstök áhersla er lögð á að ná til ungs fólk og hópa sem ekki koma að öllu jöfnu nærri starfi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun afhenda oddvitum ríkja og ríkisstjórna og hátt settum embættismönnum samtakanna þær hugmyndir og skoðanir sem safnað hefur verið á leiðtogafundi til að minnast 75 ára afmælisins 21. september 2020.</p> <p>Þeim sem vilja taka þátt í umræðunni er bent á eftirfarandi vef: www.un.org/UN75.</p>

23.12.201982 milljarðar dala í baráttuna gegn sárafátækt

<p>Ríki heims hafa heitið Alþjóðaframfarastofnuninni jafnvirði tíu þúsund milljarða króna til að berjast gegn sárafátækt í heiminum. Framlaginu er ætlað til að styrkja grunnviði, auka hagvöxt og efla getuna til að bregðast við áföllum vegna náttúruhamfara og loftslagsbreytinga. Ísland leggur sitt af mörkum.&nbsp;<br /> <br /> Samningaviðræðum um endurfjármögnun Alþjóðaframfarastofnunarinnar (e.&nbsp;International Development Association, IDA) er nýlokið með stuðningi 52 gjafaríkja en umfangið nemur alls 82 milljörðum Bandaríkjadala sem rennur til&nbsp;74 fátækustu landa heims. Er þetta umfangsmesti stuðningurinn til þessa og sagði David Malpass, forseti Alþjóðabankans, við þetta tækifæri að þetta væri „mjög góður dagur fyrir baráttuna í þágu þeirra fátækustu í veröldinni.“</p> <p>IDA er sú stofnun innan Alþjóðabankans&nbsp;sem aðstoðar fátækustu þróunarríkin með styrkjum, hagstæðum lánum og ábyrgðum til þróunarverkefna, auk ráðgjafar. Ísland gerðist aðili að stofnuninni árið 1961, á fyrsta ári starfseminnar.</p> <p>Í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar um aukin framlög tilkynnti Ísland um 489 milljóna króna árlegan stuðning næstu þrjú árin. Með þessu leggur Ísland sín lóð á vogarskálarnar til að vinna að bættum heimi, en árangur stofnunarinnar þykir vera framúrskarandi. <br /> <br /> „Alþjóðaframfarastofnunin er lykilstofnun í þróunarsamvinnu Íslands og mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að taka höndum saman með öðrum þjóðum á þennan máta til að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p> Stuðningurinn nýtist þeim sem eiga um sárt að binda, en tveir af hverjum þremur íbúum jarðar sem nú lifa við sárafátækt búa í þeim ríkjum sem njóta stuðnings stofnunarinnar, alls um 500 milljónir manna. Stofnunin styður við uppbyggingu innviða, t.d. við að bæta aðgengi og gæði grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og grunnmenntun auk þess að vinna að úrbótum í stjórnarháttum, auka hagvöxt og skapa atvinnutækifæri þar sem jöfnuður og jafnrétti eru höfð að leiðarljósi. Jafnframt virkjar stofnunin atvinnulífið í fátækustu og viðkvæmustu ríkjunum og gerir fjárfestingar þar að vænlegri kosti. Þá gegnir hún lykilhlutverki við að sporna gegn loftslagsbreytingum og gera stjórnvöldum betur kleift að bregðast við áhrifum af þeim.</p> <p> Af heildarstuðningnum við IDA verða 2,5 milljarðar Bandaríkjadala nýttir til að bregðast við hættuástandi og 1,7 milljarðar renna til smáríkja, auk þess sem rík áhersla er lögð á að bregðast við flóttamannavandanum í þróunarríkjunum sjálfum til að koma í veg fyrir að fólk fari á vergang. Samkvæmt áætlunum stofnunarinnar stendur til að bæta grunnþjónustu fyrir 370 milljónir manna á þessum þremur árum, fæðingarþjónustu fyrir 80 milljónir kvenna, bólusetningu 140 milljónir barna og framleiðslu á 10 gígavöttum af endurnýjanlegri orku.</p>

18.12.2019Ísland styður við kyn- og frjósemisheilbrigði stúlkna og kvenna í Malaví

<p>Þann 18. desember var undirritaður samstarfssamningur milli Sendiráðs Íslands í Lilongwe fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í Malaví. Samningurinn snýr að þriggja ára verkefni um að efla kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi unglingsstúlkna og kvenna í Mangochi héraði (e.&nbsp;Advancing Adolescent Girls and Women´s Sexual and Reproductive Health and Rights in Mangochi) og hljóðar samningurinn upp á 1,2 milljónir Bandaríkjadala eða um það bil 148 milljónir króna. Er verkefnið bæði hannað og framkvæmt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í Mangochi héraði.</p> <p>Verkefnið er þríþætt, í fyrsta lagi mun það stuðla að aukinni þekkingu á og þjónustu í kringum fjölskylduáætlanir í samfélögum í Mangochi og vinna að því að draga úr ótímabærum þungunum unglingsstúlkna, notkun getnaðarvarna og auka tíma á milli barnsfæðinga. Markvisst verður unnið með öllu samfélaginu, þar með töldum trúarleiðtogum, höfðingjum, kvennahópum, skólayfirvöldum og körlum, konum, drengjum og stúlkum.</p> <p>Í öðru lagi, verður heilbrigðisþjónusta við konur bætt vegna fæðingarfistils (e. obstetric fistula) en sett verður upp sértök skurðstofa á héraðssjúkrahúsinu í Mangochi þar sem boðið er upp á meðferð gegn fistli. Oftast er um einfalda læknisaðgerð að ræða sem gerbreytir lífi kvennanna. Auk þess verður boðið upp á félags-sálfræðilegan stuðning við konur eftir aðgerð og aukin fræðsla í samfélaginu um einkenni, orsakir og afleiðingar fæðingarfistils.</p> <p>Þriðji hluti verkefnisins snýr að ofbeldi gegn konum og stúlkum í héraðinu og þá aðalega heimilis- og kynferðisofbeldi. Mun verkefnið styrkja&nbsp;miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis með það að markmiði að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé ekki liðið í samfélögunum. </p> <p>Svona víðtækt verkefni sem leiða á til mikilla samfélagsbreytinga er tilraun til að beita nýjum aðferðum í&nbsp; kyn- og frjósemisheilbrigði og réttindi unglings stúlkna og kvenna í Malaví, og ef vel tekst til munu stjórnvöld í landinu ásamt UNFPA margfalda verkefnið víðar um land. Sendiráðið í Lilongwe er því einstaklega stolt af því að taka þátt í verkefninu sem beinist að bættum lífskjörum og réttindum íbúa Mangochi héraðs, og sérstaklega ungra kvenna. </p> <p>Íslensk þróunarsamvinna á 30 ára samstarfsafmæli í Malaví í ár þar sem helstu samstarfsverkefni eru í Mangochi-héraði.</p>

17.12.2019Ísland áfram í efsta sæti á lista Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti

<p>Ísland situr&nbsp;ellefta árið í röð&nbsp;í efsta sæti á&nbsp;kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum.&nbsp;Samkvæmt nýútkominni skýrslu ráðsins mun það taka tæpa öld að ná fram fullkomnu kynjajafnrétti í heiminum ef fram fer sem horfir.</p> <p>Þetta er í fjórtánda sinn sem Alþjóðaefnahagsráðið gefur út skýrsluna <em>Global Gender Gap Report. </em>Hún tekur til 153&nbsp;ríkja og þar er metin frammistaða þeirra við að ná fram kynjajafnrétti á fjórum meginsviðum: Stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði.&nbsp;</p> <p>Í skýrslunni fá ríkin einkunn þar sem 100 stig tákna fullkomið jafnrétti.&nbsp;Ellefta árið í röð situr Ísland í efsta sæti listans&nbsp;með 87,7 stig og bætir sig um 0,02 stig frá fyrra ári. Þar á eftir koma&nbsp;Noregur,&nbsp;Finnland og Svíþjóð. Í fimmta sæti er svo Mið-Ameríkuríkið Níkaragva.&nbsp;Í Pakistan, Írak og Jemen búa konur við mest misrétti.</p> <p>Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Ísland hefur um nokkurt skeið komið vel út í alþjóðlegum samanburði hvað varðar jafnrétti kynjanna. Slíkar viðurkenningar eru mikilvægar enda varpa þær ljósi á þann árangur sem náðst hefur hér á landi. Þann árangur má ekki síst þakka öflugri kvennahreyfingu en einnig kerfisbundnum aðgerðum stjórnvalda á borð við almenna leikskóla, fæðingarorlof beggja foreldra og öfluga jafnréttislöggjöf. En við vitum líka að við eigum langt í land og það birtist ekki síst í tölulegum upplýsingum um kynbundið ofbeldi, sem er bæði orsök og afleiðing misréttis kynjanna. Þetta er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar og ég legg áherslu á það bæði hér heima og erlendis að þótt Ísland hafi náð góðum árangri þá er hér enn verk að vinna. Markmið okkar á að vera að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna sem allra fyrst og með samhentu átaki er það mögulegt.“</p> <p>„Úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins sýnir að Ísland er í fararbroddi í heiminum þegar kemur að jafnrétti kynjanna enda eru jafnréttismál skilgreind sem&nbsp;grundvallarmannréttindi og forsenda&nbsp;framfara og þróunar&nbsp;í utanríkistefnu okkar. Jafnréttismál eru leiðarljós í þróunarsamvinnu Íslands,&nbsp;ein birtingarmynd þess er&nbsp;Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur hefur verið á Íslandi um árabil,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra en í gær undirrituðu þau Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO,<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/16/Island-og-UNESCO-gera-samkomulag-um-Thekkingarmidstod-throunarsamvinnu/"> samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu</a> sem Jafnréttisskólinn heyrir undir.</p> <p><a href="https://www.weforum.org/reports/gender-gap-2020-report-100-years-pay-equality?fbclid=IwAR0Y_6miIpjZLPPjdCHRN73MzuiF8aRz8rhJHFXsv_WayHZHSVLQcc-lwRY">Skýrsla Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti.</a></p>

16.12.2019Ísland og UNESCO gera samkomulag um Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO, undirrituðu í dag samkomulag um að Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfi undir merkjum UNESCO sem sjálfstæð stofnun. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi.<br /> <br /> Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu (e. <em>International Centre for Capacity Development, Sustainability and Societal Change</em>), einnig nefnd GRÓ, verður fyrsta þverfaglega stofnun sinnar tegundar undir hatti UNESCO. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem hafa fram til þessa verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi: Jafnréttisskólinn, Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, undirrituðu samkomulag þess efnis í höfuðstöðvum UNESCO í París nú síðdegis. Skólarnir verða áfram fjármagnaðir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu.<br /> <br /> „Með Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu leggjum við áfram okkar af mörkum á þeim sviðum sem Ísland hefur mikið fram að færa, þ.e. á sviðum jarðvarma, jafnréttis, sjávarútvegs og landgræðslu. Aukið samstarf Íslands og UNESCO býður upp á ýmsa möguleika og við hlökkum til að þróa það enn frekar. Um leið erum við stolt af því að geta haldið áfram að deila þekkingu okkar á þessum mikilvægu málefnum sem eru jafnframt í samræmi við megináherslur UNESCO,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.<br /> <br /> Hlutverk Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu verður sem fyrr að styðja við getu þróunarríkja í Afríku, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku á þeim fjórum sviðum sem starfsemin tekur til og auka þar með möguleika þeirra á að ná alþjóðlegum markmiðum sínum í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.<br /> &nbsp;<br /> Á hverju ári koma hópar sérfræðinga frá þróunarríkjum til nokkurra mánaða sérhæfðrar námsdvalar á Íslandi, auk þess sem haldin eru styttri námskeið í þróunarríkjum á vegum skólanna. Þar að auki gefst útskrifuðum nemendum frá öllum skólunum kostur á að sækja um styrki til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi. Breytingunum er ætlað að styðja enn frekar við hlutverk skólanna en raska ekki grunnstarfsemi þeirra. Þeir munu áfram auka getu einstaklinga og stofnana í þróunarríkjum, hver á sínu sérsviði, og verða áfram hýstir í samstarfi við viðkomandi fagstofnanir, Orkustofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands.</span></p>

16.12.2019Rúmlega 53 milljónum ráðstafað til alþjóðlegra mannúðarverkefna

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur falið þremur frjálsum félagasamtökum að ráðstafa rúmlega 53 milljónum króna til þriggja mannúðarverkefna, í Sýrlandi, Jemen og meðal þjóðanna sem urðu verst úti í fellibylnum Idai fyrr á árinu. Félagsamtökin sem fá styrkina eru Rauði krossinn á Íslandi, Barnaheill – Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar.</p> <p>Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi fær hæsta styrkinn á þessu sinni, rúmlega 31 milljón króna, en verkefnið er unnið af Rauða krossinum og hefur það meginmarkmið að lina þjáningar óbreytta borgara, særðra og sjúkra í Sýrlandi. Verkefnið beinist sérstaklega að því að vinna að því að tryggja stríðshrjáðum einstaklingum í Sýrlandi þá virðingu og vernd sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum. </p> <p>Barnaheill – Save the Children fær 15 milljóna króna styrk í neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen. Markmið verkefnisins er að lina þjáningar fórnarlamba átaka í landinu en helstu verkefnaþættir snúa að fæðuöryggi, barnavernd og réttindum barna, heilsu, hreinlætisaðstöðu, næringu og menntun. Verkefnið verður unnið gegnum alþjóðasamtökin Save the Children.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar fær 7 milljóna króna styrk í mannúðaraðstoð vegna fellibylsins Idai sem reið yfir Mósambík, Malaví og Simbabve fyrr á árinu. Markmiðið með verkefninu, sem verður unnið er á grundvelli neyðarbeiðni ACT Alliance – alþjóðasamtaka kirkjulegra hjálparstofnana – er að draga úr varnarleysi og þjáningu þeirra sem hafa orðið illa úti vegna hamfaranna.</p>

13.12.2019Neyðarsöfnun vegna þurrka í Namibíu

<span></span> <p>Talið er að tæplega 290 þúsund íbúar Namibíu þurfi á mataraðstoð að halda vegna gífurlegra þurrka. Söfnun er hafin á vegum Rauða krossins á Íslandi til að bregðast við neyðinni. </p> <p>„Íslendingar eru um 350 þúsund talsins. Ef hvert mannsbarn leggur til 300 krónur getum við á svip stundu safnað um 100 milljónum króna sem myndu renna beint til þurfandi í Namibíu. Þannig myndum við bjarga mörgum mannslífum hjá þessari vinaþjóð okkar. Öll getum við séð af þeirri upphæð og jafnvel meiru til,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar á vef Rauða krossins á Íslandi.</p> <p>Þar segir að vegna mikilla þurrka sem rekja megi til loftlagsbreytinga sé fæðuöryggi ógnað hjá allt að 11 milljón íbúum í sunnanverðri Afríku. „Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) hefur sent frá sér neyðarbeiðni til alþjóðasamfélagsins auk landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um að bregðast við og aðstoða við fjármögnun á mataraðstoð og landbúnaðaraðstoð á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst út. Rauða kross hreyfingin undirbýr nú aðgerðir í Namibíu, Mósambík, Sambíu og fleiri löndum í sunnanverðri Afríku,“ segir í fréttinni.</p> <p>Í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi er blásið til söfnunar meðal Íslendinga til að safna fé fyrir neyðaraðstoð í Namibíu. Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en Rauði krossinn einbeitir sér að um 15 þúsund manns sem mest þurfa á aðstoð að halda.</p> <p>Hægt er að styðja neyðarsöfnunina um 900 kr. með því að senda&nbsp;SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900. Eins er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Rauða krossins&nbsp;nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649, nota&nbsp;Kass&nbsp;eða&nbsp;Aur númerið 123 570 4000.</p>

12.12.2019Ósýnilegu börnin: Eitt af hverjum fjórum ekki skráð við fæðingu

<span></span> <p>Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í fæðingaskráningu barna um allan heim og skráning aukist um 20 prósent á einum áratug telur UNICEF að 166 milljónir barna undir fimm ára aldri séu óskráð. Að mati UNICEF eru óskráð börn berskjaldaðri fyrir margvíslegum hættum, ánauð og misnotkun. Því sé það óásættanlegt að fjórðungur barna yngri en fimm ára sé án fæðingarvottorðs. </p> <p>Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu&nbsp;Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)&nbsp;en eitt af undirmarkmiðum heimsmarkmiðanna felst í því að sérhvert barn sé skráð við fæðingu fyrir árið 2030. Úttektin nefnist&nbsp;„<a href="https://data.unicef.org/resources/birth-registration-for-every-child-by-2030/" target="_blank">Birth&nbsp;Registration&nbsp;for&nbsp;Every&nbsp;Child&nbsp;by&nbsp;2030:&nbsp;Are&nbsp;we&nbsp;on&nbsp;track?</a>“ og í henni eru greind gögn frá 174 löndum. </p> <p>„Þrátt fyrir að mikilsverður árangur hafi náðst eru enn of mörg börn sem lenda milli skips og bryggju,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Barn sem ekki er skráð við fæðingu er ósýnilegt. Það er ekki til í augum hins opinbera og laganna. Án fæðingarvottorðs geta börn farið á mis við menntun, heilbrigðisþjónustu og aðra nauðsynlega aðstoð. Þá eru þau&nbsp;berskjaldaðri&nbsp;gagnvart hvers kyns misnotkun eða ánauð,“ segir&nbsp;Fore.</p> <p>Rekja má stærstan hluta þess árangurs sem náðst hefur í skráningu barna síðustu ár til Suður-Asíu, sérstaklega til&nbsp;Bangladesh, Indlands og Nepal. Í Indlandi jókst hlutfall skráðra barna úr aðeins 41 prósenti árin 2005-2006 upp í 80 prósent árin 2015-2016.&nbsp;UNICEF&nbsp;hefur unnið með stjórnvöldum þar að því að setja skráningu barna í algjöran forgang um allt land með augljósum árangri.</p> <p>Hvergi eru færri börn skráð en í Afríkuríkjunum Eþíópíu (3 prósent),&nbsp;Sambíu, (11 prósent) og&nbsp;Tjad&nbsp;(12 prósent).</p> <p>Fram kemur í skýrslunni að þriðjungur allra þjóða þurfi að taka sig verulega á ef markmið um skráningu allra fæddra barna eiga að nást á næsta áratug. Ýmislegt stendur í vegi í viðkomandi löndum og helst ber að nefna skort á kunnáttu til að skrá fæðingu barns, slík skráning og fæðingarvottorð eru of dýr, sektargreiðslur tíðkast víða við því að skrá börn of seint og því sleppa foreldrar því oft, vegalengdir að næstu&nbsp;skráningarskrifstofu&nbsp;eru of miklar og loks spila hefðir og venjur í viðkomandi löndum vitanlega sinn þátt.</p> <p>Í skýrslunni er að finna ákall&nbsp;UNICEF&nbsp;um úrbætur og tillögur til að bæta öryggi allra barna. </p> <p>Þær eru:</p> <ul> <li>Útvega öllum börnum fæðingarvottorð við fæðingu en 237 milljónir barna undir fimm ára aldri fá aldrei formlegt fæðingarvottorð.</li> <li>Valdefla þarf alla foreldra til að skrá börn sín við fæðingu.</li> <li>Tengja fæðingaskráningu við önnur kerfi viðkomandi þjóðar til að tryggja aðgang barna að grundvallarréttindum sínum.</li> <li>Fjárfesta þarf í traustum tæknilausnum til að auðvelda og flýta fyrir fæðingaskráningu barna.</li> <li>Virkja þarf samfélög til að krefjast fæðingaskráningar af stjórnvöldum sínum.</li> </ul> <p>„Hvert einasta barn á rétt á nafni, þjóðerni, ríkisfangi og persónuauðkennum. Árangurinn sem náðst hefur eru vissulega góðar fréttir en við erum nýbúin að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og við megum ekki hætta fyrr en hvert einasta barn er talið með og skráð,“ segir&nbsp;Fore&nbsp;að lokum.&nbsp;</p>

11.12.2019Þróunarsamvinna: Sjö íslenskum félagasamtökum falið að ráðstafa rúmum 200 milljónum

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sjö íslenskra félagasamtaka um ráðstöfun rúmlega 210 milljóna króna til verkefna á sviði þróunarsamvinnu. Flest verkefnanna eru langtímaverkefni sem fá árlegar greiðslur frá ráðuneytinu. Hæstu styrkjunum verður varið til verkefna í þremur Afríkuríkjum, Síerra Leóne, Úganda og Tógó.</p> <p>Frjáls félagasamtök gegna veigamiklu hlutverki í íslenskri þróunarsamvinnu og samstarf ráðuneytisins við þau hefur farið vaxandi á síðustu árum. Hæstu styrkirnir fara að þessu sinni til langtímaverkefna Rauða krossins, Hjálparstarfs kirkjunnar og SOS Barnaþorpa en auk þeirra fær Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Styrktarfélagið Broskallar, Vinir Indlands og ABC barnahjálp styrki til skammtímaverkefna í Kenya, á Indlandi og í Búrkína Fasó.</p> <p>Þriggja ára verkefni á vegum Rauða kross Íslands í Síerra Leóne miðar að því að bæta heilbrigði og vellíðan berskjaldaðra samfélaga í samræmi við þriðja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun um að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. Verkefnið kallast „Bridge“ og hefst á næsta ári. Það byggir á verkefni sem hefur verið í gangi á þessu ári og fær rúmlega 30 milljóna króna styrk frá ráðuneytinu fyrrnefnd þrjú ár.</p> <p>Hjálparstarf kirkjunnar hefur á síðustu árum stutt við bakið á ungu fólki í fátækrahverfum í Kampala, höfuðborg Úganda, með því að gefa þeim kost á starfsnámi í mismunandi starfsgreinum, efla hæfileika þeirra og getu til starfa á vinnumarkaði, auk ýmiss konar fræðslustarfs. Verkefnaáætlunin nær til fjögurra ára og styrkur ráðuneytisins nemur tæpum 13 milljónum króna á ári. </p> <p>Verkefni SOS Barnaþorpanna nær einnig til þriggja ára og verður unnið í Tógó. Markmið þess er að berjast gegn ofbeldi og kynferðislegri misnotkun á börnum, einkum stúlkum. SOS Barnaþorpin fá árlega rúmar 12 milljónir til verkefnisins.</p> <p>Tvö af skammtímaverkefnunum verða unnin í Kenya. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga um endurbætur á framhaldsskólum með það fyrir augum að hvetja ungt fólk til mennta, einkum stúkur. Hinu verkefninu, sem kallast „Menntun í ferðatösku“ og er á vegum styrktarfélagsins Broskalla, er ætlað að styrkja sárafátæk börn á völdum svæðum í Kenya á menntabrautinni, einkum í stærðfræði. Vinir Indlands fá styrk til að aðstoða jaðarhópa til sjálfbjargar með veitingu hagstæðra örlána og ABC barnahjálp fær stuðning við hvatningarverkefni um frumkvæði og skapandi hugsun í Búrkína Fasó.</p> <p><span style="background-color: #ffffff; font-family: 'Fira Sans'; font-size: 16px;">Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Sjá nánar á <a href="https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=1875681c-a4ee-11e6-940f-005056bc530c">vef</a>&nbsp;stjórnarráðsins.</span></p>

10.12.2019Ungt fólk í brenndepli á degi mannréttinda

<span></span> <p>Í dag, á alþjóðlegum degi mannréttinda, heiðra Sameinuðu þjóðirnar ungt fólk með átaki sem hefur yfirskriftina „Ungt fólk rís upp í þágu mannréttinda.“ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í yfirlýsingu að samtökin fagni mikilvægu hlutverki ungs fólks við að gæða mannréttindi nýju lífi.</p> <p>„Ungt fólk um allan heim gengur fylktu liði, skipuleggur sig og lætur í sér heyra um réttinn til heilbrigðs umhverfis, um réttindi kvenna og stúlkna, um réttinn til að taka þátt í ákvörðunum og fyrir tjáningarfrelsi. Það fylkir liði um réttinn til að lifa í friði, fyrir réttlæti og fyrir jöfnum tækifærum,” segir Guterres.</p> <p>Samkvæmt frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) verður í dag kastljósi beint að ungu fólki sem jákvæðu breytingaafli og leitast verður við að láta raddir þeirra heyrast og virkja sem flesta í þágu verndar réttinda. Átakinu er ætlað að efla og hvetja ungt fólk og sýna hvernig ungt fólk um allan heim hefur risið upp í þágu réttinda og barist gegn kynþáttahatri, hatursorðræðu, einelti, mismunun og loftslagsbreytingum, svo dæmi séu nefnd. </p> <p>Á næstu tveimur vikum beinir átakið, sem er á vegum embættis Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, kastljósinu að forystuhlutverki unga fólksins til að gefa röddum þeirra meira vægi og sýna hvernig það starfar í þágu mannréttinda.</p> <p>„Það er mjög viðeigandi að við skulum halda upp á mannréttindaginn <span></span>meðan loftslagsráðstefnan í Madríd ræðir réttlæti í loftslagsmálum,” segir Michelle Bachelet Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við eigum milljónum barna, unglinga og ungmenna skuld að gjalda. Þau hafa risið upp og látið sífellt meira í sér heyra um þá vá sem jörðin stendur frammi fyrir. Þetta unga fólk er réttilega að benda á að það er framtíð þeirra sjálfra sem er í veði og framtíð ófæddra kynslóða.”</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/377264084" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna eru 1,2 milljarðar jarðarbúa á aldrinum 15-24 ára eða sjötti hver einstaklingur. Fleiri unglingar og ungmenni eru nú á lífi en nokkru sinni fyrr í sögu mannsins. Í frétt UNRIC segir að unga fólkið sé almennt betur menntuð og heilbrigðara en nokkru sinni og það hafi betri aðgang að tækni og upplýsingum – sem nýta megi í þágu mannréttinda.</p>

09.12.2019Íslendingar í sjötta sæti á nýjum lífskjaralista SÞ

<span></span> <p>Þrátt fyrir framfarir á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum er ójöfnuður víða í heiminum sem setur til dæmis mark sitt á aðstæður ungu kynslóðarinnar, segir í nýrri skýrslu um lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna (HDI) sem birt var í morgun. Íslendingar eru í sjötta sæti skýrslunnar í ár, hafa hækkað um eitt sæti milli ára. Norðmenn eru í efsta sæti, þá Svisslendingar, Írar, Þjóðverjar og íbúar Hong Kong eru jafnir í fjórða sæti og Íslendingar og Ástralar í því sjötta.</p> <p><a href="http://hdr.undp.org/sites/default/files/hdr2019.pdf" target="_blank">Human Development Report</a> (HDI) skýrsla Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sýnir lífskjör eða lífsgæði íbúa heimsins. Í ár er sérstakri athygli beint að ójöfnuði í heiminum. Í skýrslunni segir að þótt munurinn í lífskjörum hafi minnkað hafi ójöfnuður tengdur menntun, tækni og loftslagsbreytingum leitt til mótmæla víðs vegar í heiminum.</p> <p>Verði ekki brugðist við ójöfnuði gæti hann leitt til meiri sundrungar en þekkst hefur frá dögum iðnbyltingarinnar, segir í skýrslunni.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/lSUrjANKmgE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Þessi skýrsla um þróun lífskjara sýnir hvernig kerfislegt misrétti skaðar samfélög okkar á djúpstæðan hátt og hvers vegna,“ sagði Achim Steiner framkvæmdastjóri UNDP þegar hann kynnti skýrsluna. „Ójöfnuður snýst ekki einungis um það hversu mikið einhver þénar í samanburði við aðra, heldur um ójafna dreifingu auðs og valds.“</p> <p>Achim Steiner bætti við að ólíkar birtingarmyndir ójöfnuðar hefðu leitt til mótmæla á götum úti, hækkun farmiðaverða í lestir, verð á eldsneyti, kröfur um pólitískt frelsi, leit að sanngirni og réttlæti. „Þetta er hin nýja ásjóna ójöfnuðar,“ sagði hann.</p> <p>Í botnsætum listans eru Níger, Miðafríkulýðveldið, Tjad, Suður-Súdan, Búrúndi, Malí, Eritrea, Búrkina Fasó, Síerra Leóne, Mósambík og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó.</p>

06.12.2019Malaría: Mest um vert að ná til barnshafandi kvenna og barna

<span></span><span></span> <p>Þótt sífellt fleiri barnshafandi konur og börn séu varin gegn malaríu er nauðsynlegt að hraða þeirri þróun og setja meira fjármagn í baráttuna gegn sjúkdómnum, segir í nýrri stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna: <a href="file:///C:/Users/gunnars/Downloads/9789241565721-eng.pdf" target="_blank">World Malaria Report 2019</a>. Á síðasta ári sýktust 228 milljónir einstaklinga af malaríu, þar af létust rúmlega 400 þúsund, flestir í Afríku sunnan Sahara.</p> <p>Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að uppörvandi teikn séu á lofti en þjáning og dauðsföll af völdum malaríu séu óásættanleg vegna þess að í flestum tilvikum þurfi ekki til slíks að koma.</p> <p>Í skýrslu WHO kemur fram að umtalsverð aukning hafi orðið á malaríutilvikum hjá barnshafandi konum og börnum meðal þjóða Afríku sunnan Sahara, þrátt fyrir að viðkomandi sofi undir malaríunetum og noti fyrirbyggjandi lyf. Þá segir í skýrslunni að framfarir hafi stöðvast í þeim löndum þar sem dauðsföll af völdum sjúkdómsins eru flest.</p> <p>Á árinu 2019 sýktust um ellefu milljónir barnshafandi kvenna af malaríu í sunnanverðri Afríku sem leiddi til þess að börn þeirra fæddust undir eðlilegri þyngd, alls um 900 þúsund börn. Í skýrslunni segir að þungun dragi úr mótstöðu líkamans gegn smiti og því séu barnshafandi konur líklegri til að fá alvarlega sýkingu og blóðleysi sem geti leitt til dauða. Malaría á meðgöngu hafi einnig áhrif á vöxt fóstur í móðurkviði, auki hættuna á að ala fyrirbura og undirmálsbörn, sem eru tvær meginástæður ungbarnadauða.</p> <p>„Barnshafandi konur og börn eru viðkvæmasti hópurinn þegar kemur að malaríu og tómt mál að tala um framfarir ef við einblínum ekki á þessa tvo hópa,“ segir framkvæmdastjóri WHO.</p>

05.12.2019UNICEF ætlar að mæta þörfum 59 milljóna barna á næsta ári

<span></span> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur metið neyðarþörf fyrir árið 2020. Stofnunin kveðst þurfa rúmlega 520 milljarða íslenskra króna til að mæta brýnum þörfum 59 milljóna barna í 64 þjóðríkjum víðs vegar um veröldina. UNICEF hefur aldrei birt ákall um jafnmikla fjárhæð en hún er rúmlega þrisvar sinnum hærri en ákallið árið 2010.</p> <p>„Í dag horfum við upp á metfjölda barna víðs vegar um heiminn sem þarf á neyðaraðstoð að halda, mesta fjölda frá því við hófum slíka skráningu. Fjórða hvert barn býr í landi þar sem ýmist geisar stríð eða hamfarir,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra UNICEF. „Þessi börn eru nauðug rifin upp með rótum af heimilum sínum og þurfa tafarlausa vernd og stuðning. Átök eru megin ástæðan en hungur, smitsjúkdómar og öfgaveður tengt loftslagsbreytingum neyða milljónir annarra til að leita eftir lífsbjargandi aðstoð,“ bætir hún við.</p> <p>UNICEF veitir börnum á átaka- og hamfarasvæðum margháttaða aðstoð eins og hreint neysluvatn, aðgengi að salernum, menntun, heilbrigðis- og öryggisþjónustu. Ef fullorðnum sem njóta stuðnings UNICEF er bætt við barnafjöldann nær ákallið til 95 milljóna manna.</p> <p style="padding: 0cm; border: none;">Af einstökum heimshlutum er þörfin mest í grannríkjum Sýrlands þar sem þorri sýrlenskra flóttamanna býr, í Egyptalandi, Jórdaníu, Líbanon, Írak og Tyrklandi. Næst mest er þörfin í Jemen, þá í Sýrlandi, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og Suður-Súdan.</p>

04.12.2019Mannúðarþörf í heiminum aldrei meiri og fer vaxandi

<span></span> <p>Á næsta ári þurfa 168 milljónir manna að reiða sig á mannúðaraðstoð og vernd, einn af hverjum 45 jarðarbúum. Það eru fleiri einstaklingar en dæmi eru um á síðustu áratugum. Ástandið heldur áfram að versna ef ekki tekst að grípa til aðgerða sem sporna gegn loftslagsbreytingum og ráðast að rótum stríðsátaka. Þetta segir í glænýrri árlegri yfirlitsskýrslu Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) sem kynnt var í dag.</p> <p>Í skýrslunni – <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/GHO-2020_EN.pdf" target="_blank">Global Humanitarian Overview 2020</a>&nbsp;– segir að þörfin fyrir mannúðaraðstoð komi til með að aukast, að óbreyttu, á næstu árum. Áætlanir sýni að 200 milljónir manna gætu þurft á slíkri aðstoð að halda árið 2022.</p> <p>Að mati OCHA hefur skipulag mannúðarmála í heiminum breyst til batnaðar á síðustu árum, orðið árangursríkara með betri forgangsröðun og nýjungum. Þannig hafi mannúðarsamtök náð til 64% þeirra sem þurftu á aðstoð að halda á fyrstu níu mánuðum yfirstandandi árs.</p> <p>Í upphafi þessa árs voru vannærðir 821 milljón talsins, þar af 113 milljónir við hungurmörk. Í skýrslu OCHA segir að átök séu meginástæða hungurs. Í ársbyrjun hafi átök hrakið 71 milljón manna brott af heimilum sínum. Verst sé ástandið í Jemen. Þar sé reiknað með að á næsta ári verði svipaður fjöldi Jemena í þörf fyrir mannúðaraðstoð, 24 milljónir, eða um 80 prósent þjóðarinnar. </p> <p>Flóttamenn koma flestir frá Sýrlandi, 5,6 milljónir eru á hrakhólum í þeim heimshluta og 6 milljónir til viðbótar annars staðar í heiminum. Þá ríkir áfram mikil þörf fyrir mannúðaraðstoð á átakasvæðum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Sómalíu og Suður-Súdan.</p> <p>Í skýrslu OCHA segir að mun fleiri hafi þurft á mannúðaraðstoð að halda á þessu ári miðað við spár. Þar ráði mestu vopnuð átök og öfgar í veðurfari. OCHA segir enn fremur að virðing fyrir alþjóðalögum fari þverrandi. Aldrei fyrr hafi jafn mörg börn látist eða þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Konur og stúlkur hafi aldrei verið í jafn mikilli hættu á að verða fyrir kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Þá segir að fimmti hver sem býr á átakasvæði glími við geðrænan vanda.</p> <p>Eins og fyrr segir eru stríðsátök og loftslagsbreytingar undirrót í flestum tilvikum þar sem þörf er á mannúðaraðstoð. Í skýrslu OCHA er bent á að loftslagsbreytingar setji fólk í viðkvæmari stöðu en áður og staðhæft að átta umfangsmestu aðgerðir á árinu vegna matvælaskorts hafi allar tengst bæði átökum og loftslagsbreytingum. Um stríðsátök segir í skýrslunni að þau valdi viðamiklu hungri, leiði til þess að fólk lendi á vergangi, að ógleymdu mannfalli og eignatjóni. „Átök bitna harkalega á óbreyttum borgurum, sem eru níu af hverjum tíu sem farast þegar sprengjuvopn eru notuð í byggð,“ segir í skýrslu OCHA.</p>

03.12.2019Loftslagsvandinn: 20 milljónir hrekjast burt af heimilum sínum árlega

<span></span> <p>Ofsaveður og skógareldar hröktu að jafnaði rúmlega tuttugu milljónir manna burt af heimilum sínum ár hvert síðastliðinn áratug. Þessi vandi á aðeins eftir að aukast nema því aðeins að þjóðarleiðtogar bregðist skjótt við ógninni sem felst í loftslagsbreytingum, að mati góðgerðarsamtakanna Oxfam sem birtu í gær skýrslu á upphafsdegi loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP25) í Madrid. Skýrslan nefnist: Hrakin að heiman (<a href="https://oxfam.app.box.com/s/c30zanzbscwgvmt0qdwg789oe5dwri97" target="_blank">Forced from Home</a>).</p> <p>Á næstu tveimur vikum koma fulltrúar tæplega tvö hundruð ríkja til með að freista þess að sammælast um frekari aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. António Guterres aðalframkvæmastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði tæpitungulaust við setningu fundarins: „Við höfum verkfærin, við þekkjum vísindin, við höfum úrræðin. Sýnum að við höfum líka pólitíska viljann sem fólkið krefst af okkur. Allt annað væru svik við mannkyn og komandi kynslóðir.“</p> <p>Íslensk sendinefnd sækir fundinn á Spáni. Samkvæmt frétt umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er meginverkefni fundarins að ljúka við regluverk um innleiðingu Parísarsamningsins, en þar ber hæst reglur varðandi 6. grein Parísarsamningsins um samvinnu ríkja um losunarmarkmið, auk tæknilegrar vinnu varðandi bókhald og skýrslugjöf. Jafnframt verður á fundinum fjallað um málefni frumbyggja í samhengi við loftslagsbreytingar og aðlögun að loftslagsbreytingum, auk sem málefni hafsins verða einnig ofarlega á blaði.</p> <p>Í nýrri skýrslu samtakanna The Universal Ecological Fund – Sannleikurinn á bak við loftslagsloforðin (<a href="https://feu-us.org/behind-the-climate-pledges/" target="_blank">The Truth Behind the Climate Pledges</a>)&nbsp;– er farið yfir stöðu ríkja og þar segir að einungis 36 af 184 áætlunum ríkja um skuldbindandi aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við Parísarsamkomulagið séu fullnægjandi. Auk ríkja Evrópusambandsins eru aðeins Ísland, Liechtenstein, Mónakó, Noregur, Sviss og Úkraína sögð hafa skuldbundið sig með fullnægjandi hætti.</p> <p>Nánar:&nbsp;<span></span></p> <p><a href="https://library.wmo.int/doc_num.php?explnum_id=10108" target="_blank">WMO Provisional Statement on the State of the Global Climate in 2019</a></p>

03.12.2019Stuðningur við sameiningu fjölskyldna í Gíneu

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis samtakanna í Kankan, stærstu borgar Vestur-Afríkuríkisins Gíneu. Styrknum er ætlað að sameina fjölskyldur á nýjanleik en mörg börn í fátækum ríkjum eins og Gíneu alast upp utan fjölskyldunnar vegna örbirgðar.</p> <p>„Það er mjög algengt í lágtekjuríkjum eins og Gíneu að foreldrar geti ekki séð börnum sínum farborða,“ segir Hans Steinar Bjarnason hjá SOS Barnaþorpunum. „SOS Barnaþorpin fá til sín árlega mörg börn í þeirri stöðu, að eiga líffræðilega foreldra á lífi, sem sjá enga leið til að annast uppeldi þeirra eða mæta grunnþörfum þeirra. Í slíkum tilvikum koma SOS Barnaþorpin til bjargar.“</p> <p>Hans Steinar segir að styrkurinn sé veittur í þeim tilgangi að gefa ungmennum í Kankan sem hafa alist upp hjá SOS tækifæri til að sameinast fjölskyldum sínum á ný. „Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að sameina ungmennin foreldrum sínum eða skyldmönnum og hins vegar að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð,“ segir hann.</p> <p>Styrkurinn, að upphæð 1,2 milljónir króna, verður meðal annars nýttur í námskeiðahald fyrir foreldra hjá SOS í uppeldisfræðum og til náms- og starfsþjálfunar fyrir ungmennin.</p>

02.12.2019Stjórnvöld í Albaníu kalla eftir alþjóðlegum stuðningi

<span></span> <p>„Hér gengur vinnan bara vel, hópurinn er samstilltur og starfinu miðar vel áfram,“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur sem hefur síðustu daga unnið ásamt hópi sérfræðinga að samhæfingu björgunaraðgerða í Albaníu eftir stóra jarðskjálftann í síðustu viku þar sem 51 týndi lífi, þar af sjö börn. Leitar- og björgunaraðgerðum lauk á laugardagskvöld. Flestir fórust í smábænum Thumane, 26 einstaklingar, í hafnarborginni Durres fórust 24 og einn fannst látinn í borginni Kurbin.</p> <p>„Ákveðið var síðla dags á laugardag að rústabjörgunarfasa væri lokið því búið væri að finna alla þá sem saknað var,“ segir Sólveig sem fór á vettvang á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg, sem hún er félagi í. </p> <p>Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, hefur óskað eftir fjárhagslegri aðstoð alþjóðasamfélagsins og aðstoð sérfræðinga í kjölfar landskjálftans. Hann kvaðst um helgina meðal annars hafa skrifað Donald Trump forseta Bandaríkjanna og beðið um aðstoð. Um fimm þúsund manns misstu heimili sín í skjálftunum en talið er að um tólf hundruð byggingar hafi hrunið. Þá eru rúmlega 50 skólar það mikið skemmdir að kennsla liggur niðri.</p> <p>Sólveig segir að búið sé að opna miðstöð til að meta eignatjón í jarðskjálftanum og verið sé að samhæfa störf verkfræðinga til að meta skemmdir húsa, meðal annars með tilliti til þess hvort fólk geti snúið aftur til síns heima. Sólveig segir þetta starf vera unnið í nánu samstarfi við heimamenn. Hún segir einnig unnið að almennri neyðaraðstoð við þá sem eru heimilislausir.</p> <p>&nbsp;</p>

02.12.2019Mislingar í Kongó: 5 þúsund látin þar af 4.500 börn

<span></span> <p>Það sem af er ári hafa rúmlega fimm þúsund manns, þar af 4.500 börn yngri en fimm ára, látið lífið af völdum&nbsp;mislinga&nbsp;í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Í austurhluta landsins hefur á árinu geisað&nbsp;<a href="https://unicef.is/eb%C3%B3lufaraldur-heimt-l%C3%ADf-600-barna">ebólufaraldur</a>&nbsp;sem hefur leitt til rúmlega tvö þúsund dauðsfalla og fengið mikla alþjóðlega athygli. Mislingar valda hins vegar tvöfalt meira manntjóni en hafa fengið sáralitla athygli.</p> <p><span></span>„Átök og öryggisleysi, skortur á aðgengi að heilsugæslu og skortur á bóluefni á verst settu svæðunum gera það að verkum að börn fara á mis við bólusetningar með banvænum afleiðingum,“ segir&nbsp;Edouard&nbsp;Beigbeder, fulltrúi&nbsp;UNICEF&nbsp;í Kongó. Þá séu ýmsar menningar- og trúarlegar hindranir í vegi þegar kemur að bólusetningum og meðhöndlun smitaðra sem þurfi að takast á við.</p> <p>Beigbeder&nbsp;segir að þrátt fyrir þessar áskoranir þá sé lausnin til staðar, í formi bólusetningar, lykillinn sé bara að komast að hverju barni burtséð frá staðsetningu.</p> <p>„UNICEF&nbsp;og&nbsp;samstarfsfélagar&nbsp;eru að bólusetja gegn&nbsp;mislingum&nbsp;á þessum verst settu svæðum auk þess að sjá&nbsp;heilsugæslustöðvum&nbsp;fyrir hjálpargögnum til meðhöndlunar á sjúkum. Það sem af er höfum við getað dreift 1.317 svokölluðum mislingapökkum sem innihalda meðal annars sýklalyf, vítamín og önnur lyf á þessum svæðum,“ segir&nbsp;Beigbeder&nbsp;en bendir á að þessar aðgerðir séu aðeins skammtímalausn sem stendur.</p> <p>„Fjárfestingar er þörf í bólusetningarátaki Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og heilbrigðiskerfinu almennt til að tryggja heilsu og velferð barna landsins.“</p> <p><a href="https://unicef.is/4500-born-dain-af-voldum-mislinga-i-kongo" target="_blank">Nánar í frétt á vef UNICEF á Íslandi</a></p>

28.11.2019Farandfólk sendir heim gríðarlega fjármuni

<span></span> <p>Um 270 milljónir einstaklinga falla undir hugtakið farandfólk í heiminum, samkvæmt nýjustu tölum frá alþjóðasamtökum Sameinuðu þjóðanna um farandfólk (IOM). Samtökin sendu frá sér yfirlitsskýrslu í gær, <a href="https://publications.iom.int/system/files/pdf/wmr_2020_en_chapter1_004.pdf" target="_blank">Global Report 2020</a>. Þar kemur fram að stærsti hluti farandfólks hafi sem fyrr búsetu í Bandaríkjunum, eða ríflega 50 milljónir manna. </p> <p>Lítilsháttar fjölgun hefur orðið á farandfólki frá síðustu tölum í skýrslu IOM fyrir tveimur árum, eða sem nemur 0,1 prósenti. „Farandfólk er áfram mjög lítið hlutfall jarðarbúa, um 3,5 prósent, sem þýðir að þorri fólks á heimsvísu eða 96,5 prósent, býr í landinu þar sem það fæddist,“ segir í skýrslunni. Þar kemur fram að rúmlega helmingur alls farandfólks dveljist ýmist í Norður-Ameríku eða Evrópu, 141 milljón einstaklinga. Karlar eru í meirihluta, 52%, og tveir af hverjum þremur er í atvinnuleit, eða 164 milljónir. </p> <p>Flestir í hópi farandfólks koma frá Indlandi, Mexíkó og Kína. Indverjar búsettir erlendis eru 17,5 milljónir, Mexíkóar 11,8 milljónir og Kínverjar 10,7 milljónir. Þá sýnir skýrslan að farandfólki hefur fækkað lítillega í hátekjuríkjum, úr 112,3 milljónum í 111,2 milljónir. Mest varð hins vegar fjölgunin í millitekjuríkum þar sem farandfólki fjölgaði úr 17,5 milljónum í 30,5 milljónir.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/S8H17inUlWg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><strong>689 milljarðar dala</strong></p> <p>Í skýrslu IOM er líka að finna athyglisverðar upplýsingar um heimsent fé frá farandfólki en þeir fjármunir námu á síðasta ári 689 milljörðum bandarískra dala, hæstu greiðslurnar frá Indverjum, Kínverjum, Mexíkóum og Filippseyingum. Flestar greiðslurnar bárust frá Bandaríkjunum, 68 milljarðar dala, frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, 44,4 milljarðar dala, og Sádí Arabíu, 36,1 milljarður.</p> <p>Í skýrslunni kemur fram að tímabundið farandverkafólk er flest í ríkjunum við Persaflóa. Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru hátt í níu af hverjum tíu íbúum útlent farandverkafólk.</p> <p><strong>Á flótta undan stríði og átökum</strong></p> <p>Stríðsátök í Miðafríkulýðveldinu, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Mjanmar, Sýrlandi og Jemen hafa leitt til þess að fjölmargar fjölskyldur hafa neyðst til að flýja heimili sín og fara vergang innan eigin lands. Í lok síðasta árs höfðu 41,3 miljónir einstaklingar neyðst til að yfirgefa heimila sín sem er hærri tala en áður hefur sést frá 1998 þegar IOM hóf eftirlit með fólki á flótta. Flestir á vergangi koma frá Sýrlandi, 6,1 milljón.</p>

27.11.2019Íslendingur til Albaníu að samræma björgunaraðgerðir

<span></span> <p>Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur er komin til Albaníu á veg­um Sam­einuðu þjóðanna, þar sem hún tek­ur þátt í því að skipu­leggja og sam­ræma björg­un­araðgerðir vegna jarðskjálftans aðfaranótt þriðjudags. Hún er send á vettvang á grundvelli samninga utanríkisráðuneytisins við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) og við Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem hún er félagi í.</p> <p>Tæplega fimmtíu manns hefur verið bjargað úr rústum húsa eftir jarðskjálftann sem mældist 6,4 á Richterskala og olli mestu tjóni í strandbænum Durres og þorpinu Thumane þar sem lýst hefur verið yfir þrjátíu daga neyðarástandi.</p> <p>Edi Rama frosætisráðherra lýsti yfir eins dags þjóðarsorg í morgun í Albaníu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur 48 einstaklingum verið bjargað úr rústum húsa en 28 hafa fundist látnir. Mörg hundruð íbúar eru slasaðir og sveitir frá her, lögreglu og hjálparsamtökum berjast í kapp við tímann að finna fleira fólk á lífi í húsarústum. Alls eru um 200 sérfræðingar komnir til Albaníu til að taka þátt í björgunarstarfi og leita með aðstoð hunda daga og nætur.</p> <p>Þúsundir íbúa dvöldu næturlangt í tjöldum eða á bersvæði á fótboltaleikvangi Durres þar sem 27 hús hrundu að mestu leyti í skjálftanum. Margir óttast að snúa heim því eftirskjálftar hafa verið um þrjú hundruð talsins og hafa fundist víða á Balkanskaganum. Hátíðahöldum vegna þjóðhátíðadags Albaníu á morgun, 28. nóvember, hefur verið aflýst.</p> <p>Sólveig Þorvaldsdóttir hefur langa reynslu af því að starfa á neyðarvettvangi og í rústabjörgunarsveitum á Íslandi og erlendis. Hún er annar tveggja sérfræðinga sem óskað var eftir að færi af hálfu UNDAC til hamfarasvæðanna í Albaníu. UNDAC er alþjóðlegt viðbragðsteymi vegna neyðarástands á vegum OCHA sem er ein af lykilstofnunum utanríkisráðuneytisins í mannúðarmálum. </p>

26.11.2019Sjónvarpsþættir í tilefni afmælis Barnasáttmálans

<span></span> <p>„Starf UNICEF í Afríku sunnan Sahara er í sífelldri þróun og við hlökkum til að geta kynnt fjölbreytt verkefni sem bjarga lífum, auka réttindi og velferð barna og stuðla að varanlegum samfélagsbreytingum. Mikil þörf er á stuðningi við verkefni UNICEF á vettvangi og RÚV er besti samstarfsaðili sem völ er á til að koma þeim verkefnum á framfæri við almenning,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi. RÚV og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samkomulag sín á milli um samstarf við framleiðslu á þáttaröð í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Þættirnir, sem verða sex talsins, verða að stærstum hluta teknir upp í Afríku. Ekki verður um að ræða hið hefðbundna form af fræðslu- og söfnunarþætti, heldur skemmtilega nýjung þar sem skemmtidagskrá með þjóðþekktum Íslendingum og barátta UNICEF fyrir réttindum barna fléttast saman.</p> <p>Lokaþátturinn verður síðan söfnunarþáttur í beinni útsendingu þar sem áhorfendur fá tækifæri og hvatningu til að styðja við starf UNICEF.</p> <p><span></span>„Þetta verður stórt og viðamikið verkefni sem verður mjög upplýsandi og þýðingarmikið og vonandi í leiðinni alveg stórskemmtileg sjónvarpsupplifun. Við höfum fulla trú á að úr geti orðið ferskt og frumlegt dagskrárefni en það sem hvetur okkur fyrst og fremst út í þetta samstarf er að fá þetta kærkomna tækifæri til að leggja ríflega af mörkum til að styðja við hið öfluga starf UNICEF út um allan heim,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.</p> <p>Undirbúningur og þróun verkefnisins er nú þegar hafin. Framleiðsla á þáttunum hefst næsta sumar og stefnt er að sýningu þeirra haustið 2020.</p>

26.11.2019Bæta upplýsinga- og samskiptatækni Rauða kross félaga í Afríku

<span></span> <p>Sendifulltrúarnir Halldór Gíslason starfsmaður Íslandsbanka og Egill Már Ólafson starfsmaður RB–Reiknisstofu bankanna hafa síðustu vikurnar verið í Sierra Leóne og sinnt verkefni Rauða krossins á Íslandi og Alþjóðasambands Rauða krossins (IFRC)&nbsp; sem nefnist:&nbsp;Brúun hins stafræna bils. Það&nbsp;snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu hjá allt að fimmtán afrískum landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans. </p> <p>&nbsp;„Við skipulagningu hjálparstarfs skiptir öllu máli að tölvu- og upplýsingatækni sé til staðar, bæði til að hafa aðgengi að upplýsingum, geta miðlað þeim og samhæft hjálparstarf, hvort sem um er ræða aðgerðir í kjölfar hamfara eða þróunarverkefni,“ segir Halldór Gíslason sem hefur farið fjölmargar ferðir fyrir Rauða krossinn.</p> <p>„Þetta verkefni snýst um að aðstoða fátæk landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans við að koma upp áreiðanlegu interneti, tengja höfuðstöðvar við deildir með netsambandi svo ekki þurfi til dæmis að senda gögn með bíl eða rútu og á þann hátt gera allt hjálparstarf skilvirkara og áreiðanlegra. Við hjálpum til við að finna staðbundnar lausnir og reynum alltaf að kaupa þann búnað sem þarf á staðnum og tryggjum þjálfun allra sem koma að verkefninu til að tryggja sjálfbærni verkefnisins. Það hljómar kannski ótrúlega, en tölvuverkefni skipta svo miklu máli, að mörg líf velta á því að vel takist til,“ segir Halldór.</p> <p>Rauði krossinn og fjögur íslensk fyrirtæki hafa undirritað samstarfssamning um verkefnið sem felur í sér að fyrirtækin lána Rauða krossinum starfsfólk, auk þess sem þau styðja verkefnið fjárhagslega. Utanríkisráðuneytið styður einnig dyggilega við verkefnið. </p> <p>Halldór hefur verið hluti af verkefninu frá febrúar 2017 og þetta var sjöunda starfsferð hans fyrir Rauða krossinn. Egill var hins vegar að fara í fyrstu sendifulltrúaferð sína.&nbsp;</p>

25.11.2019Íslendingar jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki

<span></span> <p>Umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólk hefur aukist nánast í öllum heimshlutum á síðasta áratug, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt var í dag. Íslendingar eru jákvæðastir þjóða gagnvart hinsegin fólki en könnunin náði til 167 þjóða og var unnin af fræðastofnuninni Legatum Institute í Bretlandi. Tadsíkistan er í neðsta sæti listans.</p> <p>Niðurstöðurnar eru hluti af viðamikilli könnun um framfarir í heiminum – <a href="https://www.prosperity.com/feed/executive-summaryhttp://" target="_blank">The Legatum Prosperity Index</a>&nbsp;- þar sem mældir eru margvíslegir þættir sem tengjast velferð og vellíðan, allt frá umhverfi fjárfesta til einstaklingsfrelsis. Ísland hafnar í tíunda sæti listans í heild en Danir í efsta sæti.</p> <p>Umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum eykst meðal 111 þjóða af 167 á síðustu tíu árum hvarvetna í heiminum að Austur-Evrópuþjóðum og þjóðum sunnan Sahara í Afríku undanskildum. Eftir því var tekið hve mikið umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki hefur aukist, fyrir tíu árum var um fjórðungur jákvæður í garð þeirra en samkvæmt nýju könnunin tæplega þriðjungur.</p> <p>Þjóðirnar sem næstar Íslendingum koma eru Hollendingar og Norðmenn. Kanadamenn og Danir eru í fjórða og fimmta sæti.</p> <p>Meðal margra þjóðanna sem sýna minnst umburðarlyndi er samkynhneigð enn glæpsamleg og refsingar ná allt til dauðadóms fyrir karlmenn í Máritaníu og Sómalíu, en báðar þjóðirnar eru í einu af neðstu fimm sætum listans. Á það er hins vegar bent að þótt lögum hafi verið breytt og samkynhneigð verið afglæpavædd merki það ekki endilega ríkara umburðarlyndi í samfélaginu. Tadsíkistan er slíkt dæmi, þjóð sem mælist með minnst umburðarlyndi gagnvart hinsegin fólki en breytti lögum árið 1998 og afglæpavæddi samband samkynhneigðra.</p> <p>Ísland hefur á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda látið réttindi hinsegin fólks til sín taka, meðal annars í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og í starfi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE).</p>

25.11.2019Kynbundið ofbeldi á vinnustöðum í brennidepli

<span></span> <p>Ljósaganga UN Women hefst klukkan 17 í dag við styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Ljósagangan markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundu ofbeldi en því lýkur á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember.</p> <p>Þriðjungur allra kvenna og stúlkna í heiminum verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Sameinuðu þjóðirnar segja að ofbeldi gegn konum og stúlkum sé meðal útbreiddustu mannréttindabrota í heiminum. Stór hluti brotanna er ekki tilkynntur vegna þess að í mörgum samfélögum er brotin ekki refsiverð og eins vegna þess að þau fela í sér skömm sem margir veigra sér við að bera á torg. Sameinuðu þjóðirnar segja einnig í frétt að í helmingi tilvika þar sem konur falla fyrir morðingjahendi sé gerandinn eiginmaður, sambýlismaður eða einstaklingur innan fjölskyldunnar.</p> <p>„Kynferðislegt ofbeldi gegn konum og stúkum á rætur sínar í aldagömlum yfirráðum karla,“ segir António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. Hann bendir jafnframt á að gerandinn sé í flestum tilvikum nálægur, fjölskyldumeðlimur, samstarfsmaður eða vinur. </p> <p>Að sögn UN Women á Íslandi hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir tekið af skarið í kjölfar MeToo hreyfingarinnar og lýst því yfir að kynbundið ofbeldi verði ekki liðið innan sinna veggja. „Það er gríðarlega mikilvægt að vel unnin aðgerðaráætlun fylgi slíkum yfirlýsingum, svo ekki standi eftir orðin tóm. Skilvirk aðgerðaráætlun þarf að innihalda eftirfarandi atriði: algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi, þolenda-miðaða úrvinnslu í slíkum málum, þjálfun, sameiginleg markmið starfsfólks og öruggar tilkynningaleiðir. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana verða að tryggja að algjört umburðarleysi gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni verði að vinnustaðamenningu sem allt starfsfólk tileinkar sér,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.</p> <p>Drífa Snædal forseti Alþýðusambandins leiðir Ljósagönguna í ár. Frá Arnarhóli verður gengið suður Lækj­ar­götu, upp Amt­manns­stíg að Bríet­ar­torgi. Harpa verður lýst upp í app­el­sínu­gulum lit, sem er tákn­rænn lit­ur fyr­ir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án of­beldis. Á Bríetartorgi verður boðið upp á heitt kakó og Skólakór Kársness flytur nokkur lög. </p> <p>Í kvöld verða haldnir styrktartónleikar í Hannesarholti fyrir UN Women þar sem tónlistarmaðurinn Auður kemur fram.</p> <p><a href="https://unric.org/is/segjum-nei-vid-naudgunum-i-appelsinugulu/http://" target="_blank">Frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC): Segjum nei við nauðgunum – í appelsínugulu</a></p>

22.11.2019Metnaðarfullt verkefni gegn kynferðislegri misneytingu barna í Tógó að hefjast

<span></span> <p>Utanríkisráðuneytið styrkir SOS Barnaþorpin á Íslandi um 36 milljónir króna til að fullfjármagna metnaðarfullt verkefni sem ber yfirskriftina&nbsp;„Gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.“ Mótframlag SOS á Íslandi nemur 9 milljónum króna en verkefnið hefst formlega í janúar á næsta ári og stendur yfir í þrjú ár.</p> <p>Að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi tekur verkefnið á gríðarlega stóru vandamáli á verkefnasvæðinu, þ.e. kynferðislegri misneytingu á börnum, einkum stúlkum. &nbsp;„Við erum mjög stolt af þessu verkefni sem verður ánægjulegt að geta ráðist í. Þarna munum við stuðla að sterkari vörnum í samfélaginu fyrir börn, einkum stúlkur. Væntingar okkar eru um sterkari fjölskyldur og að foreldrar þekki betur hætturnar og hvernig ber að vernda börnin,“ segir hann.</p> <p>Verkefnissvæðið er Ogou-hérað norður af Lomé, höfuðborg Tógó. Þjóðbrautin til höfuðborgarinnar liggur þar í gegn með tilheyrandi vöruflutningum frá nágrannaríkjunum. Hans Steinar segir að skuggahliðar þessara aðstæðna séu mansal og að ungar stúlkur á svæðinu leiðist út í vændi. Að auki gera hefðir og samfélagleg gildi það að verkum, að kynferðisleg misneyting á börnum, giftingar barnungra stúlkna og brottfall unglingsstúlkna úr grunnskólum vegna þungunar, eru aðkallandi vandamál í Tógó.</p> <p>„Íbúar fá fræðslu og fjölskyldur stúlkna fá handleiðslu og stuðning til fjárhagslegs sjálfstæðis svo hvatinn til kynferðislegrar misneytingar á stúlkum minnki. Foreldrar verða fræddir um réttindi barna og skyldur foreldra, og komið verður á fræðslu fyrir grunnskólakennara, æskulýðsfulltrúa og héraðsyfirvöld um velferð og réttindi barna. Einnig er áhersla á skipulagt tómstundastarf með fræðslu og lífsleikniþjálfun fyrir unglinga, þá sérstaklega unglingsstúlkur. Þá verður komið upp 32 þjónustustöðvum fyrir vaxtalaus smálán með það að markmiði að auka tekjumöguleika fátækra fjölskyldna á svæðinu,“ segir Hans Steinar.</p> <p>Alls eru 56% stúlkna í Tógó fórnarlömb kynferðislegrar misneytingar. Rúmlega 17% stúlkna verða barnshafandi fyrir átján ára aldur og 29% stúlkna eru giftar fyrir átján ára aldur.</p> <p><a href="https://www.sos.is/" target="_blank">Vefur SOS Barnaþorpanna á Íslandi</a></p> <span><br style="color: #282828; font-family: Georgia, Times, 'Times New Roman', serif; font-size: 20px; background-color: #ffffff;" /> </span>

22.11.2019Líkamlegar refsingar hafa alltaf alvarlegar afleiðingar

<span></span> <p>Flengingar barna, eða aðrar líkamlegar refsingar, tíðkast enn víða í veröldinni þrjátíu árum eftir að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós. Aðeins átta Afríkuríki af rúmlega fimmtíu hafa lögbundið bann við líkamlegum refsingum barna en slík háttsemi er enn lögleg í öllum ríkjum Bandaríkjanna, að New Jersey og Iowa undanskildum. Pólland var fyrsta landið í heiminum til að banna líkamlegar refsingar í skólum, árið 1783.</p> <p>Á alþjóðadegi barna í vikunni var sjónum beint að ýmsum réttindamálum barna, meðal annars útbreiddum líkamlegum refsingum sem börn sæta í skólum eða á heimilum vegna óþekktar eða annarrar óæskilegrar hegðunar. Í Suður-Afríku voru nýlega samþykkt lög þess efnis að það bryti í bága við stjórnarskrána að beita börn harðræði. Bæði í Búrúndi og Búrkina Fasó má enn beita börn líkamlegum refsingum á heimilum.</p> <p>Hvarvetna í Evrópu er bann við líkamlegum refsingum í skólum, slík ákvæði eru í lögum í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og flestum rík í Suður-Ameríku og Austur-Asíu. Alls er óheimilt að beita börn líkamlegum refsingum í skólum í um það bil 130 ríkjum heims en 70 ríki hafa ekki lögbundið slík ákvæði. </p> <p>Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er þó skýr hvað þetta varðar því í 19. grein hans felst að aldrei sé heimilt að beita líkamlegu afli til þess að aga börn, óháð því hvort slíkt hafi sýnilegar afleiðingar eða ekki. Í íslenskum barnaverndarlögum er enn fremur ákvæði þar sem segir að það varði fangelsi allt að þremur árum eða sektum að beita barn refsingum, hótunum eða ógnunum, ef ætla má að það skaði barnið andlega eða líkamlega.</p> <p>Í <a href="https://www.dw.com/en/the-reluctant-farewell-to-corporal-punishment/a-51319149" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Deutsche Welle er frásögn um að barn hafi látist í Burkina Fasó eftir barsmíðar af hálfu kennara. Þótt slíkar hræðilegar afleiðingar heyri til undantekninga er haft eftir Goro Palenfo hjá Barnaverndarstofu landsins að þegar líkamlegum refsingum er beitt í uppeldi barna hafi þær alltaf alvarlegar afleiðingar fyrir barnið, andlega og líkamlega. Hann segir þessa háttsemi ekki bundna við skóla. Umburðarlyndi gagnvart líkamlegum refsingum ríki í samfélaginu og heima fyrir fái börn að kenna á prikinu eða fái högg.</p> <p>Að mati Sonia Vohito hjá alþjóðasamtökum gegn líkamlegum refsingum í garð barna þarf meira en hugarfarsbreytingu til þess að uppræta slíka hegðun. Hún segir fyrsta skrefið vera að gera refsingarnar ólöglegar, þannig yrði barnið að minnsta kosti verndað af lagabókstafnum. </p>

21.11.2019Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn

<span></span><span></span> <p>Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (<a href="*http://www.internal-displacement.org/" target="_blank">IDMC</a>) sem gefin var út í dag. Úttektin er gerð í tilefni af Alþjóðadegi barna í gær. Af þessum átján milljónum barna voru rúmlega fimm milljónir þeirra yngri en fimm ára.</p> <p><a href="http://www.internal-displacement.org/sites/default/files/publications/documents/201911-twice-invisible-internally-displaced-children.pdf" target="_blank">Skýrslan</a> er sú fyrsta þar sem reynt er að meta fjölda barna á hrakhólum í heiminum sem flýja átök og ofbeldi. Hún leiðir í ljós að helmingur barnanna býr í Afríku sunnan Sahara, eða 8,2 milljónir. Í átta þjóðríkjum eru börn á hrakhólum fleiri en ein milljón, flest í Sýrlandi, 2,2 milljónir, en hinar þjóðirnar eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Kólumbía, Sómalía, Afganistan, Nígería og Jemen.</p> <p>„Að því gefnu að liðlega 40 prósent allra einstaklinga á vergangi vegna átaka og ofbeldis eru yngri en átján ára, sýnir að allar aðgerðir til þess að afstýra eða bregðast við stöðu þessa hóps, ættu að beinast að börnum. Engu að síður kemur á daginn að börn eru að mestu leyti ósýnileg í tölfræðigögnum og gleymast oftast í umræðu um stefnumótun þegar fjallað er um þá sem eru á hrakhólum í eigin landi,“ segir Alexandra Bilak, framkvæmdastjóri IDMC.</p> <p>Til viðbótar við tölur um aldur og staðsetningu barna á vergangi eru dregnir fram í skýrslunni fjölmargir skaðlegir þættir sem geta verið fylgifiskar þeirrar stöðu, meðal annars hvað varðar öryggi barnanna, heilsu og menntun. Í frétt frá IDMC er nefnt sem dæmi að í könnun miðstöðvarinnar í Eþíópíu árið 2019 hafi komið fram skýr einkenni um sálræna vanlíðan hjá börnum. Kennarar í búðum flóttafólks hafi greint frá því að nemendur kæmust auðveldlega í uppnám og brygðust oft við aðstæðum á býsna árásargjarnan hátt, auk þess sem yfirlið vegna streitu væru þekkt meðal barna.</p> <p>„Börn á flótta eru í sérstaklega mikilli hættu þegar kemur að misnotkun, vanrækslu, veikindum og fátækt,“ segir Alexandra Bilak. </p> <p>Í skýrslunni er að finna upplýsingar um stefnumótun einstakra ríkja um börn á vergangi ásamt tillögum um það hvernig best færi á því að veita þeim stuðning og vernd. Skýrslan nær til 53 ríkja í öllum heimsálfunum fimm. Hún nær hins vegar ekki til milljóna annarra sem eru á hrakhólum vegna náttúruhamfara, loftslagsbreytinga eða af öðrum ástæðum.</p>

20.11.2019Stór hluti þróunarsamvinnuverkefna í þágu barna

<span></span> <p><span>Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands fer stór hluti beint og óbeint í verkefni sem tengjast börnum og réttindum þeirra. Alþjóðadagur barna er í dag, 20. nóvember, og þess er jafnframt minnst að þrjátíu ár eru liðin frá samþykkt Barnasáttmálans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Víða á Íslandi eru hátíðahöld í tilefni dagsins og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hvetur fjölmiðla, skóla, foreldra og ráðamenn til að gefa börnum orðið þennan dag, sem og alla aðra daga, þannig að þau fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar og tala fyrir réttindum sínum.</span></p> <p><span>„Flest verkefni sem Ísland styður í tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfsríkjunum tveimur, Malaví og Úganda, hafa að markmiði að bæta stöðu barna á einn eða annan hátt. Í báðum löndunum er unnið með héraðsstjórnum að umbótum í grunnþjónustu við íbúana, að draga úr mæðra- og barnadauða, auka gæði menntunar, bæta aðgengi að drykkjarhæfu vatni og koma upp viðunandi salernisaðstöðu. Öll þessi verkefni og mörg önnur hafa lífsbætandi áhrif á börn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Í Malaví hefur verið unnið um árabil að því að auka lífslíkur barna við fæðingu með betri aðbúnaði á fæðingardeildum, bæði í þorpum og sveitum, ungbarna- og mæðravernd hefur verið aukin. Árangur Malaví í lækkun barnadauða er einhver sá mesti í heiminum á síðustu árum og sömu sögu má segja af dauðsföllum vegna barnsburðar sem fækkaði um 40 prósent á fimm ára tímabili. Í héraðsþróunarverkefni Íslendinga í Mangochi hefur einnig verið unnið að umbótum í skólastarfi og árangurinn birtist meðal annars í minna brottfalli nemenda og hærri einkunnum. Þá styrkti utanríkisráðuneytið GAVI bólusetningarsjóðinn fyrr &nbsp;árinu í þeim tilgangi að bólusetja hundruð þúsunda barna í Malaví gegn öllum helstu banvænum sjúkdómum á þriggja ára tímabili.</span></p> <p><span>Í Úganda hefur mikið áunnist í menntamálum fyrir tilstuðlan Íslendinga í þeim tveimur héruðum sem við störfum, Kalangala og Buikwe. Til marks um árangurinn má nefna að í Buikwe luku árið 2017 yfir 75 prósent nemenda grunnsólaprófi samanborið við 40 prósent árið 2011. Brottfall hefur einnig minnkað verulega með betri aðbúnaði og námsgögnum. Bætt hefur verið við skólahúsnæði, einkum kennslustofum, og þúsundir barna fá nú kennslu innandyra í stað þess að sitja undir trjám á skólalóðinni. Þá hafa vatns- og salernismál tekið stakkaskiptum, bæði í skólum og þorpum, og þannig hefur dregið úr niðurgangspestum og öðrum vatnsbornum sjúkdómum öllum til heilla. Í norðurhluta Úganda er unnið með UNICEF að verkefnum fyrir íslenskt þróunarfé í þágu flóttafólks og heimamanna en þorri íbúa á svæðinu eru konur og börn.</span></p> <p><span>UNICEF er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og kjaranframlög frá Íslandi ná til milljóna barna víðs vegar um heiminn. Einnig er i gildi samningur við UNICEF í Mósambík um bætta vatns-, salernis- og hreinlætisaðstöðu í fátækasta fylkinu, Zambezíu, þar sem áherslan er meðal annars á börn og skólaumhverfi. Ísland styður líka samstarfsverkefni með UNICEF og UNFPA (Mannfjöldasjóð SÞ) um upprætingu limlestinga á kynfærum stúlkna og kvenna í sautján Afríkuríkjum og mörg verkefna UN Women sem Ísland styður nær til barna og ungmenna.</span></p> <p><span>Þörfin fyrir neyðar- og mannúðaraðstoð hefur farið vaxandi á undanförnum árum og stuðningur íslenskra stjórnvalda gegnum frjáls félagasamtök beinist ekki hvað síst í slíkri aðstoð að þeim berskjölduðustu, yngstu kynslóðinni.</span></p>

20.11.2019Sameinuðu þjóðirnar beina sjónum að börnum án foreldra

<span></span> <p><span>Í vikunni var samþykkt <a href="https://undocs.org/en/A/74/231" target="_blank">ályktun</a>&nbsp;hjá Sameinuðu þjóðunum um réttindi foreldralausra barna. Ályktunin felur í sér að aðildarríkin, Ísland þar með talið, skuldbinda sig til þess að styðja þennan „berskjaldaða þjóðfélagshóp“ eins og segir í frétt frá SOS Barnaþorpunum. Starf samtakanna felst einmitt í því að liðsinna börnum sem njóta ekki forsjár foreldra. </span></p> <p>„SOS Barnaþorpin vilja lýsa yfir ánægju með þessa alþjóðlegu viðurkenningu á að fjölþætt hætta er ríkjandi í heiminum á aðskilnaði barna og foreldra. Það er einnig sérstakt ánægjuefni að einblínt sé á svo stórt alþjóðlegt vandamál á 70 ára afmælisári SOS Barnaþorpanna. Samtökin hafa á þessum tíma útvegað fjórum milljónum umkomulausra barna SOS-foreldra, -heimili og menntun og mætt grunnþörfum þeirra,“ segir í fréttinni.</p> <p>Í ályktuninni lýsa aðildarríki Sameinuðu þjóðanna yfir áhyggjum af varnarleysi milljóna barna um heim allan vegna skorts á fullnægjandi stuðningi við börn sem hafa misst foreldraumsjá og illa staddar barnafjölskyldur þar sem hætta er á aðskilnaði barna og foreldra. Að mati SOS er áætlað að um 220 milljónir barna alist upp ein, eða eitt af hverjum tíu börnum í heiminum. „Það er langt frá því að vera sjálfgefið að börn eigi foreldra.“</p> <p><span></span>„Við fögnum þessari ályktun Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna sem sögulegum tímamótum fyrir fóstursamfélagið,“ segir Siddhartha Kaul, forseti alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna. „Börn í þessum hópi verða oft útundan. Bernska margra barna er rofin vegna skorts á vernd og umönnun. Innleiðsla þessarar ályktunar er bráðnauðsynleg svo yfirvöld í heiminum standi vörð um réttindi barna.“</p> <p>SOS segir að með ályktuninni skuldbindi aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sig til að innleiða lykilþætti í starfi sem lýtur að umönnun munaðarlausra barna svo sem þjálfun og söfnun gagna. Einnig viðurkenni þjóðirnar að nauðsynlegt sé að útvega fjölbreytta og einstaklingsmiðaða umönnun og forðast stofnanavæðingu.</p>

19.11.2019Klósett er munaður þeirra efnameiri í heiminum

<p><span></span>Hreint neysluvatn, viðunandi salernisaðstaða og hreinlæti eru samofnir þættir í verkefnum sem unnin eru fyrir ísenskt þróunarfé í samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda. Í Mósambík hafa Íslendingar verið í samstarfi við UNICEF um stórt verkefni á þessu sviði í Zimbezíu fylki og unnið er að öðru stóru verkefni í vatns- og salernismálum með UNICEF í Tombo, Síerra Leóne. Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn, <a href="https://www.worldtoiletday.info/" target="_blank">World Toilet Day</a>, og Sameinuðu þjóðirnar segja skýrt og greinilega: aðgangur að salerni getur bjargað hundruð milljóna mannlífa ár hvert.</p> <p>Upplýsingaveita Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) <a href="http://">segir</a>&nbsp;að á alþjóðlega salernisdeginum 19. nóvember sé ástæða til að minna á vanda sem margir hafi tilhneigingu til að leiða hjá sér. Í dag lifi 4,2 milljarðar manna án þess að hafa aðgang að lágmarks öruggri salernisaðstöðu. Af þeim þurfi 673 milljónir að ganga örna sinna undir beru lofti og þrjár milljónir njóti ekki aðstöðu til að þvo sér um hendur.</p> <p>Sjötta heimsmarkmiðið felst í því að tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu allra á hreinu vatni og salernisaðstöðu. UNRIC segir örugg hreinlætisaðstaða þýði að hver og einn þurfi ekki að deila salernis- og hreinlætisaðstöðu með öðrum heimilum og tryggt sé að fólk komist ekki í snertingu við saur. Í fréttinni segir einnig að ófullnægjandi salernisaðstaða hafi í för með sér að sjúkdómar berast úr óunnum mannlegum úrgangi í vatnsból og inn í fæðukeðjuna og þar með til milljarða manna. Talið sé að tveir milljarðar manna á heimsvísu verði að sætta sig við drykkjarvatn sem mengað er mannasauri vegna skorts á salernum og hreinlæti. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Zm3f5n_fF8k" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Salernisskortur er talinn valda 432 þúsund dauðsföllum úr niðurgangspestum á ári og hann er stór orsakavaldur í útbreiðslu innvortis orma, egypsks augnkvefs og blóðögðuveiki. Talið er að 297 þúsund börn undir fimm ára aldri látist af völdum niðurgangspesta sem rætur eiga að rekja til óheilnæms drykkjarvatns og skorts á salernis- og hreinlætisaðstöðu. Fátækt fólk og aðrir sem höllum fæti standa, eru mun líklegri til að fylla þann flokk sem ekki hefur aðgang að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu,“ segir í fréttinni.</p> <p>Myndbandið er tekið í Buikwe, samstarfshéraði Íslendinga í Úganda.</p>

18.11.2019Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir

<span></span> <p>Þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga við að bæta aðstæður barna er enn þörf á brýnum umbótum ef fátækustu börnin eiga að finna fyrir betri hag. Þannig er komist að orði í inngangi að glænýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>UNICEF hvetur til þess að þjóðir heims endurnýi fyrirheit sín gagnvart Barnasáttmálanum.</p> <p>Haft er eftir Henriettu Fore, framkvæmdastjóra UNICEF, í <a href="https://news.un.org/en/story/2019/11/1051541http://" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna að þótt sífellt fleiri börn lifi betra og heilbrigðara lífi blasi andstæðurnar við hjá fátækustu og berskjölduðustu börnum. </p> <p>„Til viðbótar við viðvarandi áskoranir daglegs lífs eins og heilbrigði, næringu og menntun, glíma börn í dag við nýjar ógnir eins og loftslagsbreytingar og ofbeldi og einelti á netinu,“ segir hún. Henrietta bætir við að aðeins með nýsköpun, nýrri tækni, pólitískum vilja og fleiri bjargráðum komi Barnasáttmálinn til þess að verða raunverulegur fyrir öll börn í heiminum.</p> <p>Af alþjóðasamningum hefur Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fengið útbreiddustu viðurkenninguna en hann hefur verið staðfestur í rúmlega 190 ríkjum. Til þess er einnig tekið að hann öðlaðist viðurkenningu á methraða, miðað við aðra alþjóðlega sáttmála.</p> <p>Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn séu hópur sem þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu og að réttinda þeirra hafi ekki verið nægilega gætt í fyrri mannréttindasamningum. Jafnframt felst í honum viðurkenning á því að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi, þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna. Þar er viðurkennt að barnæskan, sem stendur til átján ára aldurs, sé sérstakur tími þar sem börn eigi að fá að vaxa, læra, leika, þroskast og dafna með reisn.</p> <p>UNICEF greinir frá því í skýrslunni að frá því Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989 hafi dánartíðni barna undir fimm ára dregist saman um 60 prósent og hlutfall vannærðra barna sé tvöfalt minna en fyrir þrjátíu árum.</p> <p>Barnasáttmálinn var undirritaður fyrir Íslands hönd 26. janúar 1989. Hann var fullgiltur árið 1992 og lögfestur árið 2013. Samningurinn hefur haft áhrif á fjölmargar stjórnarskrár, lög og stefnur sem endurspegla leiðarljós hans, jafnræði, rétt til verndar og starfa í þágu barna.</p>

15.11.2019Alþjóðlegur jafnlaunadagur að frumkvæði Íslands

<p>Ályktun um alþjóðlegan jafnlaunadag, sem Ísland var í forystu fyrir, var í dag samþykkt einróma í mannréttindanefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York. Auk Íslands stóðu sjö ríki að ályktuninni, Ástralía, Kanada, Nýja Sjáland, Panama, Suður-Afríka, Sviss og Þýskaland. Um hundrað ríki til viðbótar voru meðflytjendur að ályktuninni sem sýnir mjög breiðan stuðning við málefnið.</p> <p>„Íslensk stjórnvöld hafa beitt sér fyrir jafnlaunastefnu á alþjóðavettvangi í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er stór áfangi að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákveði að vekja athygli á mikilvægi launajafnréttis með þessum hætti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherrar. „Alþjóðadagar sem þessir hafa reynst vel til þess að vekja athygli almennings og stjórnvalda á mikilvægum málefnum og við vonumst auðvitað til þess að svo verði einnig með þennan dag.“</p> <p>Um er að ræða nýja ályktun, en öll ríkin sem stóðu að ályktunni eru einnig hluti af alþjóðlegum samtökum ríkja um að tryggja jöfn laun (<em>e.&nbsp;</em>Equal Pay International Coalition). Ályktunin tilgreinir 18. september sem alþjóðlegan jafnlaunadag sem haldinn verður árlega. Markmið alþjóðadagsins verður að vekja athygli á aðgerðum sem ráðist hefur verið í og stuðla að jöfnum launum, og hvetja til frekari aðgerða til að ná markmiði um jöfn laun kvenna og karla fyrir jafna vinnu sem áttunda Heimsmarkmið SÞ tekur sérstaklega til.&nbsp;</p> <p>Ályktunin rekur upphaf sitt til mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf&nbsp;sem, fyrir tilstilli Íslands og fleiri ríkja, samþykkti í júlí sl. einróma ályktun um jöfn laun til handa konum og körlum. </p> <p><a href="https://www.government.is/diplomatic-missions/embassy-article/2019/11/15/Statement-to-the-Third-Committee-by-Helen-S.-von-Ernst-Second-Secretary-/">Ræða Helenar Ingu Von Ernst, sendiráðsritara.</a></p> <div id="gtx-trans" style="position: absolute; left: -10px; top: 421.609px;"> <div class="gtx-trans-icon">&nbsp;</div> </div>

15.11.2019Fulltrúar IFAD kynntu sér fjölbreytileika bláa hagkerfisins á Íslandi

<span></span> <p>Síðustu daga hafa verið hér á landi fulltrúar Alþjóðasjóðs um þróun landbúnaðar (IFAD) ásamt fulltrúum nokkurra strandríkja til að kynna sér bláa hagkerfið, rannsóknastarf, þróun og tækni sem tengjast endurnýjanlegum auðlindum hafsins. Heimsóknin er liður í samkomulagi milli ríkisstjórnarinnar og IFAD um miðlun þekkingar Íslendinga á þessu sviði til að efla verkefni fjármögnuð af IFAD víðs vegar um heiminn.</p> <p><span>Að sögn Árna Helgasonar sendiráðunautar á þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins sem skipulagði Íslandsferðina fjármagnar IFAD ýmiss konar verkefni í þágu fólks til sveita, meðal annars hvað varðar fæðuöryggi og næringu en nokkur slík verkefni tengjast hafi og fiski, eða bláa hagkerfinu. </span></p> <p><span>Fulltrúar IFAD höfðu að sögn Árna mikinn áhuga á fjölbreytileikanum í bláa hagkerfinu á Íslandi þar sem öflug og frjó atvinnu- og frumkvöðlastarfsemi hefur byggst upp í kringum íslenskan sjávarútveg, sem stuðlar að hagkvæmni í greininni.</span></p> <p><span>„Þeir sýndu til dæmis mikinn áhuga á innleiðingu vistvænna lausna og sókn í átt að 100 prósent nýtingu á afla úr sjó með nýstárlegri nýtingu á þeim hluta fiskafla sem áður taldist úrgangur en felur nú í sér verðmætar afurðir, nýttar í heilsuvörur og lyf. Einnig þótti þátttakendum athyglisvert að sjá hversu öfluga starfsemi á þessum sviðum mátti finna í litlum samfélögum á landsbyggðinni, og fullyrtu að margt af því sem Ísland hefur upp á að bjóða á þessu sviði getur orðið leiðarljós í þróunarverkefnum sem studd eru af IFAD í fátækum löndum heims,“ segir Árni.</span></p> <p><span>Auk fulltrúa frá höfuðstöðvum IFAD í Róm komu hingað til lands fulltrúar frá Indónesíu, Indlandi, Brasilíu, Mósambík og Saó Tóme. Dagskráin samanstóð af kynningarfundum með fulltrúum opinberra stofnana á vettvangi sjávarútvegs á Íslandi, heimsókn í fyrirtæki tengdum sjávarútvegi á Siglufirði, Dalvík og á Akureyri og fundum með nýsköpunar-og tæknifyrirtækjum í Reykjavík og á landsbyggðinni, sem tengjast eð þjóna sjávarútveginum.</span></p> <p><span>IFAD er ein af þremur alþjóðstofnunum í Róm sem Ísland á í samvinnu við á sviði þróunarsamvinnu en hinar tvær stofnanirnar eru Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP). Fastafulltrúi Íslands gagnvart þessum þremur stofnunum er Stefán Jón Hafstein.</span></p>

14.11.2019Ísland ítrekar skuldbindingar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðismála

<span></span> <p><span>Fulltrúar Íslands áréttuðu áform ríkisstjórnarinnar um auknar aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis á alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun í Naíróbí í Kenya. Á fundum þeirra samhliða ráðstefnunni voru jafnréttis- og heilbrigðismál í brennidepli.&nbsp;</span></p> <p><span>Alþjóðaráðstefnu um mannfjölda og þróun (Nairobi Summit on ICPD25) lauk í dag í Naíróbí í Kenya. Fulltrúar yfir 130 ríkja tóku þátt í ráðstefnunni í Nairobi, auk fulltrúa fjölmargra samtaka og fyrirtækja. Þátttaka háttsettra afrískra ráðamanna á ráðstefnunni þykir sýna aukinn stuðning við þetta málefni sem hefur þótt umdeilt á alþjóðavettvangi.&nbsp;</span></p> <p><span>Á ráðstefnunni var fylgt eftir áætlun sem samþykkt var á ráðstefnu Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem fram fór í Kaíró fyrir 25 árum. Sú ráðstefna markaði tímamót því þar voru kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi sett í forgrunn í tengslum við vinnu vegna mannfjöldaþróunar í heiminum. Ísland hefur á undanförnum árum aukið mjög stuðning við UNFPA en hún er ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu samkvæmt þróunarsamvinnustefnu sem Alþingi samþykkti fyrr á þessu ári.&nbsp;</span></p> <p><span>Kristín Árnadóttir, sendiherra jafnréttismála, flutti á ráðstefnunni yfirlýsingu fyrir hönd Íslands þar sem kynnt voru áform ríkisstjórnarinnar um frekari aðgerðir á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Í yfirlýsingunni kom fram að Ísland stendur fast við fyrri yfirlýsingar og skuldbindingar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis, bæði alþjóðlega og heima fyrir. Þá gerði Kristín grein fyrir aðgerðum Ísland í Malaví og Sýrlandi og auknum framlögum til Malaví.</span></p> <p><span>Kristín tók auk þess þátt í pallborðsumræðu á ráðstefnunni, <a href="http://www.nairobisummiticpd.org/speaker/ss15krist%C3%ADn-a%C3%B0albj%C3%B6rg-%C3%A1rnad%C3%B3ttir">A Feminist Approach to Humanitarian Action</a>. þar sem hún greindi meðal annars frá áherslum Íslands í mannúðarmálum&nbsp; og verkefni sem Ísland styrkir í Tyrklandi um valdeflingu sýrlenskra flóttakvenna. Umrætt verkefni hlaut nýlega friðarverðlaunin Paris Peace Forum.&nbsp;</span></p> <p><span>Í tengslum við ráðstefnuna áttu fulltrúar Íslands fund með Meseret Teklemariam Zemedkun, forstöðukonu í orku- og jafnfréttismálum hjá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) þar sem samstarfsverkfni Íslands og UNEP á sviði jarðhita og jafnréttis voru meðal annars til umræðu. Þá funduðu fulltrúarnir með Nafissatou J. Diop, verkefnisstjóra hjá UNFPA, en Ísland hefur til margra ára styrkt verkefni stofnunarinnar sem miðar að því að uppræta limlestingu á kynfærum kvenna. Fulltrúarnir áttu jafnframt fund með Peter Kumpalume heilbrigðisráðherra Malaví og malavískum fulltrúum UNFPA þar sem þeir ræddu samvinnu íslenskra stjórnvalda og Malaví og aukin framlög Íslands til verkefna þar á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Ísland hefur átt í farsælu samstarfi á sviði tvíhliða samskipta og þróunarsamvinnu við Malaví frá árinu 1989.</span></p> <p><span>Loks funduðu fulltrúarnir með dr. Kim Dickson, forstöðukonu UNFPA í Síerra Leóne, og Vicky the Poet, ellefu ára gamalli baráttukonu og ljóðskáldi frá Síerra Leóne. Á fundinum ræddu þau stöðu jafnréttismála í landinu og möguleika á þróunarsamvinnu við Ísland en auk þess flutti Vicky frumsamið ljóð um barnahjónabönd.&nbsp;<br /> <br /> </span></p> <div> <div id="_com_1" language="JavaScript">&nbsp;</div> </div> <p> </p>

14.11.2019Yfirvofandi vatnsskortur í norðaustur Sýrlandi

<span></span> <p>Óvirk vatnsdælustöð fyrir 400 þúsund íbúa í Sýrlandi veldur Alþjóðaráði Rauða krossins (ICRC) þungum áhyggjum. „Það er brýnt að við finnum lausn á yfirvofandi vatnsskorti. Vatnsdælustöð sem þjónar 400 þúsund manns er mikilvægur hluti innviða sem þarf að vera í lagi. Þetta er annað dæmi um óbreytta borgara, sem taka ekki þátt í átökunum, en þjást vegna þeirra,“ segir Fabrizio Carboni, svæðisstjóri ICRC í þessum heimshluta. </p> <p>Rauði krossinn á Íslandi segir í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/astandid-i-syrlandi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;að þrátt fyrir að sviðsljós heimsins á átökin í Sýrlandi hafi aftur dvínað sitji fólk enn eftir í erfiðum aðstæðum. „Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála í norðaustur Sýrlandi en ein mikilvægasta vatnsdælustöðin í nágrenni Hasakeh hefur verið lokað. Vanalega þjónar dælustöðin um 400 þúsund manns en hefur nú ekki verið virk síðan 30. október síðastliðinn. Alþjóðaráðið og sýrlenski Rauði hálfmáninn (SARC) hafa gripið til neyðaraðgerða til að finna aðra vatnsveitu fyrir fólk á svæðinu, en aðgerðir þeirra í Sýrlandi eru þær umfangsmestu í öllum heiminum í dag,“ segir í fréttinni.</p> <p>Rauði krossinn áréttar að <span style="color: #7030a0;">a</span><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/althjodarad-rauda-krossins-minnir-a-althjodleg-mannudarlog">lþjóðleg mannúðarlög eiga að tryggja grunnþarfir óbreyttra borgara, jafnvel á tímum átaka.</a>&nbsp;Í norðaustur Sýrlandi eru innviðirnir, til dæmis vatnsstöðvar og stíflur, fyrir vatnsveitukerfi staðsett nálægt átakasvæðum og mikilvægt að þeir séu verndaðir.</p> <p>Fram kemur í fréttinni að Rauði krossinn fylgist með ástandinu og hafi brugðist við til að áhrifin af vatnsskorti verði sem minnst. Í byrjun nóvember dreifði Rauði krossinn samtals 460 þúsund lítrum af drykkjarvatni og studdi við Al Hol búðirnar, Areesha búðirnar, miðstöðvar fyrir flóttafólk í Hasekah-borg og fangelsi. „Rauði krossinn hvetur alla deiluaðila til að virða líf borgara og taka til allra mögulegra ráðstafana til að vernda og virða borgara og innviði samfélaga og leyfa fólki að komast í skjól sem vill flýja átakasvæðin.“</p> <p>Rauði krossinn á Íslandi hefur stutt við aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans í Sýrlandi með stuðningi Mannvina Rauða krossins og utanríkisráðuneytisins, meðal annars&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-til-vidbotar-hafa-verid-starfandi-i-syrlandi-sidan-i-juli">með störfum sendifulltrúa</a>,&nbsp;auk fjármagns. Elín Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur sem er margreyndur sendifulltrúi er að störfum í Sýrlandi fyrir Alþjóðaráðið og verður næstu þrjá mánuði á vettvangssjúkrahúsi Rauða krossins í Al Hol búðunum.</p> <p>Neyðarsöfnun Rauða krossins vegna Sýrlands lýkur 1. desember næstkomandi.</p>

13.11.2019Verkefnið leiddi til augljósra framfara á sviði jarðhitaþróunar

<span></span> <p>„Verkefnið leiddi augljóslega til framfara viðtökuríkjanna á sviði jarðhitaþróunar og getu þeirra til að taka ákvörðun um næstu skref,“ segir meðal annars í niðurstöðum óháðrar <a href="/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/Final_Report_GOPA-GEP_v02.pdf">lokaúttektar</a>&nbsp;á svæðaverkefni sem Ísland leiddi í jarðhitamálum í Austur-Afríku. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru þær að verkefnið hafi fallið vel að þörfum þeirra landa sem fengu aðstoð, það hafi verið í takt við stefnu Íslands og áherslur í þróunarsamvinnu og hafi fallið að forgangsröðun Norræna Þróunarsjóðsins (NDF) í loftslagsmálum. NDF var helsti samstarfsaðili Íslands í verkefninu en einnig hafði Alþjóðabankinn aðkomu að verkefninu. </p> <p>Verkefnið náði til þrettán ríkja í sigdalnum í Austur-Afríku á árunum 2013 til 2018<span>&nbsp; </span>og fólst einkum í að styðja ríkin við frumjarðhitarannsóknir til að fá úr því skorið hvort nýtanlegan jarðhita væri að finna.&nbsp;Verkefnið náði til Djibútí, Eritreu, Eþíópíu, Kenya, Malaví, Rúanda og Tansaníu. Þá var einnig stutt við annað verkefni, undirbúning að stofnun öndvegisseturs í jarðhitamálum fyrir Afríku í Kenya og tæknileg aðstoð var veitt til Afríkusambandsins. Tveimur verkþáttum er enn ólokið. Annars vegar uppsetningu á jarðvarmaþurrkara fyrir matvæli í Kenya sem sérfræðingar frá Matís fylgja eftir og hins vegar yfirborðsrannsóknum í Eritreu sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) í Naíróbí fylgir eftir. </p> <p>Úttektin var gerð af óháðum aðila, GOPA, sem er með aðsetur í Þýskalandi. Hún var unnin á tímabilinu október 2018 til apríl 2019. Um skilvirkni verkefnisins segir GOPA að verkefnið hafi verið hagkvæmt og að aðföng hafi verið vel nýtt, til dæmis með því að nota alþjóðleg útboð fyrir ákveðna verkþætti. Fram kemur í lokaúttektinni skýr ábending frá GOPA að þörf sé á frekari stuðningi í jarðhitamálum á þessu svæði og birtar fjölmargar ábendingar um það með hvaða hætti sá stuðningur geti verið. </p> <p><span style="color: black; background: white;">Síðar á þessu ári stendur til að skoða ítarlega hvernig veita má áframhaldandi stuðning til jarðhitaþróunar í Austur-Afríku. Tillögur úr úttekt á jarðhitaverkefni Íslands og NDF koma til með að nýtast í þeirri vinnu.</span></p>

12.11.2019Ríkisstjórnin samþykkir að taka á móti 85 flóttamönnum

<span></span> <p>Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum tillögu flóttamannanefndar þess efnis að tekið verði á móti 85 einstaklingum í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Um er að ræða fjölmennustu móttöku flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við UNHCR. Samkvæmt <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/11/12/Mottaka-flottafolks-arid-2020/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá félagsmálaráðuneytinu er þetta í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flóttafólki.</p> <p>Í samræmi við tillögur Flóttamannastofnunar SÞ var ákveðið að tekið yrði á móti einstaklingum frá þremur svæðum:</p> <ul> <li>Tekið verði á móti&nbsp;<em>sýrlensku</em> flóttafólki&nbsp;sem er í Líbanon en Sýrlendingar eru enn fjölmennasta þjóðin sem hefur þörf fyrir vernd. Staða Sýrlendinga í Líbanon fer síversnandi. Má þar nefna&nbsp;að um&nbsp;55% barna hafa ekki aðgang að formlegri menntun. Þar af hafa 40% engan aðgang að menntun&nbsp;og&nbsp;innan við 5% barna á aldrinum 15–18 ára hafa möguleika á menntun.</li> <li>Tekið verði á móti&nbsp;flóttafólki&nbsp;sem er í Kenya. Flóttamannastofnun áætlar að 45 þúsund manns séu í brýnni þörf&nbsp;fyrir&nbsp;að komast sem kvótaflóttafólk frá Kenya á þessu ári. Stofnunin hefur skilgreint fjóra hópa sem eru sérlega viðkvæmir. Það eru&nbsp;hinsegin flóttafólk, flóttafólk frá Suður-Súdan, flóttafólk sem hefur tekið þátt í stjórnmálum, mannréttindabaráttu og blaðamennsku og flóttafólk frá Sómalíu sem hefur sértækar þarfir.</li> <li>Tekið verði á móti&nbsp;afgönsku flóttafólki&nbsp;sem er í Íran. Áætlað er að 2,6 miljónir flóttafólks séu Afganar en átök í Afganistan hafa staðið yfir í langan tíma og því hafa margir dvalið langtímum saman í flóttamannabúðum. Afganskar konur og stúlkur eru í sérlega viðkvæmri stöðu vegna kynbundins ofbeldis, þvingaðra hjónabanda og annarra hefða sem tengjast uppruna þeirra, kyni og stöðu.</li> </ul> <p>Íslensk stjórnvöld hafa eflt móttöku flóttafólks markvisst frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 einstaklingum. Frá árinu 2015 hafa&nbsp;fimmtán&nbsp;sveitarfélög tekið á móti hópum og þar af voru sjö sveitarfélög að taka á móti kvótaflóttafólki í fyrsta sinn. Meiri hlutinn kom frá Sýrlandi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamerún.</p> <p>Móttaka flóttafólks á Íslandi hefur þótt takast vel að mati Flóttamannastofnunar. Sá&nbsp;undirbúningur sem flóttafólkið fær áður en það ferðast til Íslands og móttaka hérlendis þykir til fyrirmyndar.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú 19,9 milljónir einstaklinga sem flóttafólk og áætlar að af þeim séu 1,44 milljónir í brýnni þörf fyrir að komast í öruggt skjól sem kvótaflóttafólk.&nbsp;Eingöngu 4% af þeim einstaklingum komust í öruggt skjól á síðasta ári.</p>

12.11.2019Norrænar þjóðir vilja styðja uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Eþíópíu

<span></span> <span></span> <span></span> <p>Nýting norrænna lausna á sviði endurnýjanlegrar orku í þágu íbúa Eþíópíu var umræðuefni nýafstaðinnar ráðstefnu í Addis Ababa þar sem Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Kampala flutti opnunarræðuna. Fulltrúar allra norrænu þjóðanna lýstu sig reiðubúna að aðstoða stjórnvöld í Eþíópíu við að auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum, en norrænu þjóðirnar búa allar yfir mikilli reynslu á því sviði.</p> <p>Unnur nefndi í erindi sínu að aðeins 35% íbúa Afríku hefðu aðgengi að rafmagni og ljóst væri að þjóðir Afríku stæðu frammi fyrir miklum áskorunum að auka rafvæðingu í álfunni. Hún minnti á að forsætisráðherrar Norðurlandanna hefðu sett á laggirnar verkefnið „Norrænar orkulausnir" (Nordic Energy Solutions) einmitt í þeim tilgangi að deila með öðrum þjóðum tækniþekkingu norrænu þjóðanna á sviði endurnýjanlegrar orku til þeirra þjóða sem kalla eftir slíkri þekkingu. </p> <p>Norrænar orkulausnir eru hluti af enn stærra verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum&nbsp;(<a href="https://www.norden.org/en/nordic-solutions-global-challenges" target="_blank">Nordic Solutions to Global Challenges</a>)&nbsp;eru kynntar til leiks. Um er að ræða sameiginlegt norrænt átak til að styðja ríki utan Norðurlanda að ná heimsmarkmiðunum.&nbsp;Unnur sagði enn fremur að margar fjárfestingastofnanir væru starfandi á Norðurlöndunum sem gætu komið að orkuverkefnum eins og Norræni þróunarbankinn (NDF), Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) og Norræni fjárfestingabankinn (NIB). „Norræn fyrirtæki sækjast eftir því að flytja út tækniþekkingu sína og lausnir en áhættan er oft stóra hindrunin og hún getur bæði verið af pólitískum og efnahagslegum toga," sagði Unnur.</p> <p>Íslendingar hafa, líkt og íslenski sendiherrann benti á, verið umsvifamiklir í Eþíópíu við innleiðingu á jarðvarma til raforkuframleiðslu en íslenska fyrirtækið <a href="http://www.rg.is/" target="_blank">Reykjavík Geothermal</a>&nbsp;hefur um árabil verið með samninga við stjórnvöld í landinu um byggingu jarðvarmavirkjana með stuðningi alþjóðlegra fjárfesta. </p> <p>Jón Örn Jónsson, umdæmisstjóri Reykjavík Geothermal, tók þátt í pallborðsumræðum og hann lagði áherslu á fjölbreytta nýtingarmöguleika og stöðugleika jarðvarmans sem orkugjafa. "Í Eþíópíu er mikil fátækt og það skiptir máli að geta skapað störf. Bein nýting jarðhita er nánast óþekkt í Austur Afríku en er engu að síður eitthvað sem við á Íslandi höfum skapað okkur ákveðna sérþekkingu í. Þessa sérþekkingu eigum við að leggja áherslu á að miðla."</p> <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"> </span> <p>Frehiwot Woldehanna, ráðherra orkumála í Eþíópíu, sagði í ræðu sinni að Reykjavik Geothermal hefði verið fyrsta einkafyrirtækið í orkugeiranum sem hefði eþíópísk stjórnvöld hefðu gert samning við. Tvær jarðvarmavirkjanir væru í smíðum á vegum þeirra, <a href="http://www.rg.is/static/files/about-us/rg-corbettigeothermalpower.pdf">Corbetti</a>&nbsp;og Tulu Moye, hvor um sig með framleiðslugetu upp á 500 MW.</p> <p> „Við erum sem þjóð sammála því að grundvallar breytingar eru nauðsynlegar til þess að tryggja sjálfbærari heim. Endurnýjanleg orka er nauðsynleg til að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og tryggja aðgengi að hagkvæmri, áreiðanlegri, sjálfbærri og nútímalegri orku fyrir alla," sagði ráðherrann.</p> <p> Hann bætti við að samkvæmt áætlun stjórnvalda ættu allir íbúar Eþíópíu að vera komnir með rafmagn árið 2025. Aðeins 33% þjóðarinnar eru sem stendur með rafmagn á landsneti. Auk jarðvarma eru miklir möguleikar á orkusviðinu í sól, vatni, vindi og lífmassa.<br /> <br /> </p> <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';">&nbsp;<br /> </span>

11.11.2019Sendifulltrúi Rauða krossins til starfa á Bahamas í kjölfar fellibylsins Dorian

<span></span> <p>Ívar Schram sérfræðingur á alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi hélt í gær til hjálparstarfa sem sendifulltrúi á Bahamas í kjölfar fellibylsins Dorian sem gekk fyrir eyjarnar í byrjun september og olli gríðarlegri eyðileggingu. Í kjölfar hamfarana gaf Rauði krossinn út neyðarbeiðni upp á 17,3 milljónir svissneskra franka – rúmlega 2,2 milljarða íslenskra króna – til að aðstoða sjö þúsund fjölskyldur sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum. </p> <p>Samkvæmt frétt á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/sendifulltrui-til-starfa-a-bahamas" target="_blank">vef</a>&nbsp;Rauða krossins eru helstu verkefni samtakanna að aðstoða þolendur með því að koma upp bráðabirgðahúsnæði, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, vernd, tryggja matvælaöryggi og uppbyggingu í kjölfar hamfaranna. </p> <p>Ívar kemur til með aðstoða Rauða krossinn á Bahamas í að tryggja að hjálparstarf Rauða krossins sé í samræmi við þarfir þolenda og að það sé tryggt að þolendur og viðtakendur hjálpargagna og hjálparstarfsins séu hafðir með í ráðum þegar kemur að dreifingu hjálpargagna, aðgengi að þjónustu og í uppbyggingu í kjölfar hamfaranna.</p> <p>Ívar hefur starfað með Rauða krossinum í tæpan áratug. Fyrst sem sjálfboðaliði, síðar sem starfsmaður Reykjavíkurdeildar Rauða krossins og síðustu ár sem sérfræðingur í neyðarvörnum og alþjóðlegu hjálparstarfi. Ívar er jafnframt viðurkenndur leiðbeinandi í samfélagslegri nálgun og áreiðanleika sem verður jafnframt meginverkefni hans á Bahamas. Fyrr í vikunni lauk Ívar við tveggja daga námskeið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi sem sinnir verkefnum í þágu flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. </p> <p>Ívar kveðst vera spenntur fyrir verkefnum næstu viku sem hann veit jafnframt að verða mjög krefjandi. „Ég er hins vegar mjög vel undirbúinn og fengið mjög góða þjálfun hjá Rauða krossinum og er spenntur að taka þátt í lífsbjargandi hjálparstarfi. Sérstaða Rauða krossins nýtist vel í þessum verkefnum sem og öðrum því það eru sjálfboðaliðar sem bera hjálparstarfið uppi, ég verð þarna til að aðstoða við skipulagningu og þeim til halds og trausts. Í því liggur styrkur Rauða krossins að við vorum þarna áður en hamfarirnar dundu yfir, verðum þarna á meðan verið er að koma hlutum í samt horf og verðum þarna þegar uppbygging hefst og þegar henni lýkur“, segir Ívar.</p> <p>Áætlað er að Ívar sinni sendifulltrúastörfum í einn mánuð á Bahamas. </p>

08.11.2019Íslendingar veita sérfræðiþekkingu í þangræktun á Filippseyjum

<span></span> <p>Ræktun á þangi er ein af þeim leiðum sem Alþjóðabankinn og fleiri hafa til skoðunar til þess að auka heimsframleiðslu á próteini. Matís tók fyrir hönd utanríkisráðuneytisins þátt í verkefni fyrir skömmu á Filippseyjum sem er hluti af samstarfsverkefni ráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita aðgang að sérfræðiþekkingu Íslendinga, meðal annars um uppbyggingu á eldi í sjó, með sérstaka áherslu á ræktun á þangi.</p> <p>Gunnar Þórðarson viðskiptafræðingur hjá Matís segir í <a href="http://www.bb.is/2019/11/samstarf-matis-og-utanrikisraduneytisins-i-filipseyjum/" target="_blank">grein</a>&nbsp;í vestfirska vefmiðlinum Bæjarins besta að fram hafi komið í <a href="http://documents.worldbank.org/curated/en/947831469090666344/pdf/107147-WP-REVISED-Seaweed-Aquaculture-Web.pdf" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;Alþjóðabankans að fram til ársins 2050 þurfi að auka heimsframleiðslu á próteini um 50–70 prósent til að fullnægja fæðuþörf jarðarbúa. „Það verður varla gert með hefðbundnum landbúnaði sem er í dag ein helsta uppspretta gróðurhúsaloftegunda og neikvæðra umhverfisáhrifa og hreinlega ekkert pláss til ræktunar. Mikil tækifæri liggja hins vegar í ræktun í sjó sem jafnframt hefði jákvæð áhrif á lífríki jarðar,“ segir Gunnar.</p> <p>Matís hefur þegar komið að tugum rannsókna á nýtingu þörunga og Gunnar segir mikinn áhuga meðal erlendra rannsóknaraðila. „Efna- og plastframleiðendur hafa sýnt því áhuga að nota hluta af þangi til framleiðslu sinnar. En hvað þarf til að koma svona hugmyndum á rekspöl? Tæknilega verða engar óyfirstíganlegar hindranir, sem hugvit og frumkvæði geta ekki leyst. Allt mun þetta snúast um mannlega þáttinn, að koma á breytingum og endurskapa núverandi menningu,“ segir hann.</p> <p><strong>Ræktun á þangi á Filipseyjum</strong></p> <p>Fram kemur í greininni að Filippseyjar eru þriðju mestu ræktendur á þangi í heiminum, næstir á eftir Kína og Indónesíu, með um 1,5 milljónir tonna á ári. Megin hluti þessarar ræktunar er notað sem hráefni í karragenín framleiðslu, sem fer síðan í útflutning og er meðal annars notað til framleiðslu á matvælum. </p> <p>„Ræktun á þangi er mikilvæg fyrir efnahag landsins og afkomu fólks, en um ein milljón manna hafa lifibrauð af atvinnugreininni. En ræktunin er frumstæð og bændur búa við mikla fátækt og óvissu. Hver fjölskylda ræktar þara á svæði sem er um hálfur til einn hektari, og fer ræktunin aðallega fram á grunnsævi til að bændur getið athafnað sig án þess að nota báta. Það eru margskonar ógnir sem bændur búa við, stormar geta lagt ræktunina í rúst og breytingar á hitastigi sjávar eða seltustigi geta valdið sjúkdómum sem eyðileggja uppskeruna. Bændur hafa ekkert borð fyrir báru, og þó að þeir geti náð 4-6 uppskerum á ári, þarf ekki marga bresti til að þeir hafi ekki efni á að kaupa nýjan búnað eða græðlinga og þá er ræktunin sjálfstopp og fjölskyldan án lífsviðurværis.“</p> <p><strong>Nýta kaupfélagsformið</strong></p> <p>Gunnar segir eina hugmyndina vera þá að auka framleiðsluna með því að stofna kaupfélög um ræktunina, með um 100 bændum, og til hliðar við það væri tryggður rekstur um ræktun og framleiðslu á græðlingum. „Fjármagn væri útvegað til að nútímavæða ræktunina þar sem hún væri færð á meira dýpi og búnaðurinn væri strengdur niður, ekki ósvipað og við þekkjum með laxeldiskvíar hér á landi.“ </p> <p>Gunnar segir að með því að færa ræktunina á meira dýpi losni bændur við sveiflu í hita og seltustigi sem valdi sjúkdómum og sé ein mesta ógnunin í dag. Við fjöruborðið geti selta og hiti breyst mikið við rigningar, sem geti stundum dunið á vikum saman í hitabeltinu. </p> <p>„Þannig gætu þessar hugmyndir breytt miklu fyrir íbúa svæða þar sem ræktunin fer fram, sem eru mjög fátækir og lifa fyrir hvern dag fyrir sig í algeru öryggisleysi. Með 500 milljón tonna framleiðslu myndu skapast 50 milljón bein störf við ræktun í hitabeltinu, sem gætu með óbeinum störfum orðið um 100 milljón og skilað 500 milljörðum dollara í verðmætum,“ skrifar Gunnar Þórðarson í grein sinni.</p>

07.11.2019Móttaka fyrir flóttamenn í Mosfellsbæ

<span></span> <p>Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var í gær viðstaddur formlega móttöku flóttafólks frá Kenía í Mosfellsbæ. Fólkið er hluti af 25 manna hópi sem kom til landsins 12. september síðastliðinn. Hluti hópsins settist að í Garðabæ og á Seltjarnarnesi og hluti í Mosfellsbæ. Þetta er í annað sinn sem Mosfellsbær tekur á móti kvótaflóttafólki.</p> <p>„Ég vona að þið séuð hægt og rólega að venjast lífinu hér í Mosfellsbæ, þó ég viti að það taki talsvert lengri tíma að aðlagast að fullu,“ sagði Ásmundur Einar við móttökuna. „Það krefst hugrekkis að flytja til lands sem sum ykkar höfðuð jafnvel ekki heyrt um. Það er því vonandi gott til þess að vita að vel hefur gengið hjá hópnum sem settist hér að í fyrra og vona ég að hið sama muni gilda um ykkur. Ég vil jafnframt nota tækifærið og þakka Mosfellsbæ og örðum sem að verkefninu koma fyrir sitt góða framlag.“</p> <p>Hinn 12. október 2018 samþykkti ríkisstjórnin að tekið yrði á móti allt að 75 flóttamönnum árið 2019. Fyrri hópurinn kom til landsins í apríl en þá var tekið á móti 50 einstaklingum frá Sýrlandi og eru þeir nú búsettir á Hvammstanga, á Blönduósi og í Árborg. Ekki hefur verið tekið á móti fleiri flóttafólk frá árinu 1999 þegar tekið var á móti 75 einstaklingum frá Kosovo.&nbsp;&nbsp;&nbsp;&nbsp;</p>

06.11.2019Íslandi gert hátt undir höfði í nýrri HeForShe skýrslu

<span></span> <p>Íslandi er gert hátt undir höfði í nýrri ársskýrslu <a href="https://heforshe.is/" target="_blank">HeForShe</a>&nbsp;hreyfingar UN Women. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er meðal tíu þjóðarleiðtoga sem eru sérstakir forsvarsmenn HeForShe. Í skýrslunni segir Guðni meðal annars að kynjajafnrétti sé ekki aðeins grundvallar mannréttindi heldur undirstaða þess að byggja upp betra samfélag. „Samfélag sem leitast ekki við að ná kynjajafnrétti er óréttlátt, ófullkomið og óskilvirkt. Á Íslandi höfum við komist að því að kynjajafnrétti kemur ekki fyrirhafnarlaust. Samstilltar aðgerðir eru nauðsynlegar, aðgerðir allra, ekki síst karla og stráka,“ segir forsetinn.</p> <p>Í kaflanum um Ísland er meðal annars viðtal við Kristinn Óla Haraldsson, öðru nafni Króla, nítján ára hip-hop tónlistaramann sem var einn tólf íslenskra karla sem tóku þátt í áhrifamiklu verkefni UN Women á Íslandi á síðasta ári þar sem þeir óundirbúnir lásu sanna frásögn af kynbundnu ofbeldi – en vissu ekki að konan sem rétti þeim handritið var konan sem brotið var á (sjá myndband).</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/nDHGwZCRZ34" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í ársskýrslunni „<a href="https://www.heforshe.org/sites/default/files/2019-09/HeForShe%202019%20IMPACT%20Report_Full.pdf" target="_blank">2019 Impact Report</a>“ er að finna yfirlit yfir árangur herferðarinnar sem hefur það að leiðarljósi að virkja karlmenn í baráttunni fyrir kynjajafnrétti í heiminum. Rúmlega þrjátíu leiðtogar á alþjóðavísu eru í forsvari fyrir HeForShe, meðal annars þjóðhöfðingar, forstjórar stórfyrirtækja og forystumenn í fræðasamfélaginu.</p> <p>„Jafnrétti og réttindi kvenna eru grundvallaratriði þegar horft er til framþróunar í heiminum. Undanfarna áratugi höfum við séð ótrúlegar framfarir varðandi réttindi og forystu kvenna á ýmsum sviðum en þessi ávinningur er fjarri því að vera stöðugur og raunar fjölgar þeim tilvikum, að þeir sem telja forréttindum sínum ógnað, bregðist við með neikvæðum hætti,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála ársskýrslunnar.</p> <p>Hann segir ástæðuna vera þá að kynjajafnrétti sé í grunninn spurning um völd. „Þegar við gerum okkur fulla grein fyrir því að við búum í heimi þar sem karlar ráða ferðinni í karllægri menningu og sjáum kvenréttindi sem leið til breytinga öllum til heilla, þá fyrst munum við sjá hraðari framþróun,“ segir Guterres.</p>

05.11.2019Blásið til herferðar gegn örplasti í snyrtivörum

<span></span> <p>Hvað er í baðherberginu hjá þér? spyr Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og hvetur fólk til að skoða snyrtivörur á baðherbergjum. Markmiðið er að auka vitund almennings um þann skaða sem örplast í þeim vörum getur valdið.</p> <p>Blásið er til herferðarinnar í framhaldi af nýlegri <a href="https://www.unenvironment.org/resources/report/plastics-cosmetics-are-we-polluting-environment-through-our-personal-care" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;sem leiddi í ljós að snyrtivörur geta innihaldið örplast sem endar í hafinu og flyst með sjávarlífverum yfir í fæðukeðju mannsins með fiskneyslu. Örplast er skilgreint sem plast undir fimm millimetrum að stærð.</p> <p>Vísindamenn segja að snyrtivörur geti innihaldið allt að 360 þúsund örperlur. Þeim sé skolað niður um frárennsli, þær síast ekki frá með hreinsibúnaði og berast því auðveldlega út í heimshöfin. Þær líti út eins og matur og því séu þær étnar af fiskum og komist þannig inn í fæðukeðjuna.</p> <p>Talið er að á ári hverju endi um átta milljónir tonna af plasti í hafi. Það jafngildir því að á hverri mínútu tæmi einn sorpbíll rusl í hafið. Það er áhyggjuefni að mati UNEP að á síðustu tveimur áratugum hefur útbreiðsla á örplasti og einnota plasti gert þennan vanda enn meiri. Í fréttinni segir að flestir tengi plastmengun í hafi við það að sjá plastúrgang í fjörum eða fljótandi á yfirborði sjávar. Hins vegar sé örplastið falin hætta því það sé ósýnilegt og þar af leiðandi lítill gaumur gefinn.</p> <p>Milli sextíu og níutíu prósent af því rusli sem safnast saman við strendur, á yfirburði sjávar og á sjávarbotni, er plast. Algengustu hlutirnir eru sígarettustubbar, pokar og umbúðir utan um matvæli og drykki. Af þessu leiðir að sorp í hafinu skaðar 800 sjávarlífverur, þar af 15 sem eru í útrýmingarhættu.</p> <p>UNEP segir að flestir tengi plastmengun í hafi við plastagnir meðfram strandlengjum eða því plasti sem flýtur á yfirborði sjávar. Örplast og örperlur séu hins vegar falin áskorun því ósýnileikinn geri það að verkum að fæstir leiða hugann að þeim. Auk þess að stofna lífríki sjávar í hættu eru heilsufarslegar afleiðingar örplasts á fólk ekki að fullu þekkt.</p> <p>Hvað er í baðherberginu þínu? er önnur herferð UNEP gegn plastmengun í hafi. Fyrri herferðin hófst 2017 og nefndist „Hrein höf“ (<a href="https://www.cleanseas.org/">Clean Seas</a>) og beindist sérstaklega að óhóflegri notkun á einnota plasti og örplasti.</p> <p>Í næstunni býður UNEP öllum að skoða vörur á baðherbergjum sínum og sækja upplýsingar á Instagram-reikningi stofnunarinnar um það hvernig taka megi þátt í átakinu.</p>

05.11.2019Ungmennafulltrúi valinn á sviði loftslagsmála

<span></span> <p>Aðalbjörg Egilsdóttir var í gærkvöldi kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Kjörið fór fram á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga í Hinu húsinu. Aðalbjörg kemur til með að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd annan til þrettánda desember næstkomandi og taka þátt í störfum ráðstefnunnar í umboði íslenskra ungmenna. </p> <p>Aðalbjörg er menntaður líffræðingur og starfar hjá Náttúrustofu Vesturlands. Þá situr Aðalbjörg í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er forseti Umhverfis- og samgöngunefndar ráðsins.<br /> <br /> Í framboðsræðu sinni talaði Aðalbjörg fyrir mikilvægi endurheimtar vistkerfa og að ungu fólki sé hleypt að ákvarðanatöku um loftslagsmál.<br /> <br /> „Ég er þakklát fyrir að fá vettvang til að nýta þekkingu mína á umhverfismálum í þágu ungs fólks og legg áherslu á að rödd okkar ungmenna verði áberandi á ráðstefnunni. Ég átta mig vel á þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir árangri á sviði loftslagsmála og að mörgu leyti hvaða leiðir standa til boða í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnir heimsins hafa sett sér þarf kúvendingu í loftslagsmálum og mun ég berjast fyrir því að hagsmunir alls ungs fólks verði í fyrirrúmi,” er haft eftir Aðalbjörgu í tilkynningu frá Landssambandi ungmennafélaga.<br /> <br /> Þetta er í annað sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa, en Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda í ágúst síðastliðnum.</p>

04.11.2019Yfir tíu milljónir söfnuðust í landssöfnun UN Women

<span></span> <p>Landssöfnun UN Women á Íslandi í beinni útsendingu á RÚV skilaði yfir tíu milljónum króna og 1330 einstaklingar gerðust „Ljósberar“ UN Women. „Við hjá UN Women á Íslandi erum í skýjunum yfir árangrinum og stolt af þeim stuðningi sem landsmenn sýna þessum útbreidda heimsfaraldri sem fáir beina sjónum sínum að,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.</p> <p>„Stúlka, ekki brúður“ var yfirskrift þáttarins sem var á dagskrá RÚV síðastliðið föstudagskvöld. Þátturinn var unnin af UN Women á Íslandi í samstarfi við RÚV og sjónum var beint að einni útbreiddri birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguðum barnahjónaböndum. Fram kom í þættinum að rúmlega tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverju ári, sem þýðir að 23 barnugnar stúlkur eru þvingaðar í hjónabnd á hverri mínútu.</p> <p><span>Fulltrúar UN Women á Íslandi heimsóttu Malaví nýverið ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur leikkonu og rithöfundi. Þar kynntu þau sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas kynntist og tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og voru sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi frumsýndar í þættinum.</span></p> <p><span>Allt söfnunarfé rennur beint til UN Women í Malaví og miðar að því að styrkja stúlkur aftur til náms eftir að hafa verið leystar úr ólöglegum hjónaböndum. Söfnunarfé verður einnig notað til aukinnar fræðslu á öllum stigum samfélagsins um skaðlegar afleiðingar þess að þvinga barnungar stúlkur í hjónabönd.</span></p> <p><span>„Það að fólk styðji við þennan berskjaldaða hóp, stúlkur sem beittar eru kynbundnu ofbeldi og eru þvingaðar í hjónabönd á barnsaldri, sýnir einstakan samtakamátt sem ekki er sjálfsagður. Við viljum því koma á framfæri innilegu þakklæti til allra okkar Ljósbera og styrktaraðila,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.</span></p>

01.11.2019Ísland skipar ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála

<span></span> <p>Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála verður valinn í næstu viku. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa í málaflokknum en hann verður skipaður í eitt ár og kemur til með að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember í umboði íslenskra ungmenna.</p> <p><span> Landsamband ungmennafélaga (LUF) kallar á <a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-loftslagsmala/" target="_blank">vef</a>&nbsp;sínum eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðunni. Aðildarfélög sambandsins geta tilnefnt fulltrúa sem verður lýðræðislega kjörinn á fundi fulltrúaráðs LUF&nbsp;4. nóvember næstkomandi. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfis- og auðlindaráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Sendinefndin verður því til að byrja með skipuð af ungmennafulltrúanum á sviði mannréttinda, sem <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/08/15/Esther-kjorin-ungmennafulltrui-Islands/" target="_blank">skipaður</a>&nbsp;var í sumar í samstarfi við utanríkisráðuneytið, og væntanlegum ungmennafulltrúa á sviði loftslagsmála. Sendinefndin verður síðan fullskipuð með fulltrúum sjálfbærrar þróunar og menntamála.</span></p> <p><span>Skipun ungmennafulltrúa Íslands á sviði mannréttinda, og þátttaka hans í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, gaf afskaplega góða raun, að mati Sigurðar Helga Birgissonar, verkefnastjóra hjá LUF. „Við mótun verkefnisins á Íslandi var litið til reynslu ríkja sem hafa skipað ungmennafulltrúa um áratugaskeið og byggt á þeirri þekkingu. Algengast er að val&nbsp;og skipun ungmennafulltrúa sé í höndum landssambands ungmennafélaga í hverju ríki og á vef LUF er að finna upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og framboðsfrest,“ segir hann.</span></p> <p><span></span>Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks.&nbsp;Gert ráð fyrir þátttöku ungmennafulltrúa á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna og því er markmið LUF&nbsp;að tryggja aðkomu íslenskra ungmenna að öllum stærstu viðburðum Sameinuðu þjóðanna á grundvelli lýðræðislegs umboðs ungs fólks, í samstarfi við viðeigandi ráðuneyti.</p> <p><span> Nánar á <a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-loftslagsmala/" target="_blank">vef</a>&nbsp;LUF.</span></p>

01.11.2019Hungur blasir við 45 milljónum íbúa í sunnanverðri Afríku

<span></span> <p>Horfur eru á alvarlegum matarskorti meðal íbúa í sunnanverðri Afríku á næstu sex mánuðum. Að mati þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna er óttast að allt að 45 milljónir íbúa í þessum heimshluta hafi lítið til hnífs og skeiðar á næstu mánuðum, fleiri en nokkru sinni fyrr. Miklir þurrkar hafa verið á stórum hluta þessa svæðis, þeir verstu í 35 ár. Þegar draga rúmlega 11 milljónir íbúa níu þjóða fram lífið við hungurmörk.</p> <p><span>Þrjár stofnanir Sameinuðu þjóðanna með aðalstöðvar í Róm, Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Alþjóðasjóður um þróun landbúnaðar (IFAD) og Matvælaáætlun SÞ (WFP) hafa sent frá sér sameiginlega viðvörun um ástandið í sunnanverðri Afríku. Þær kalla eftir fjárframlögum til að afstýra hungursneyð og fráfestingu til langs tíma í því skyni að berjast gegn áhrifum loftslagsbreytinga og efla viðnámsþrótt samfélaga.</span></p> <p><span>Þjóðirnar níu þar sem matvælaástandið er alvarlegast eru Angóla, Simbabve, Mósambík, Sambía, Madagaskar, Malaví, Namibía, Eswatini og Lesótó. </span></p> <p><span>„Við þurfum bæði að bregðast við neyðinni, þörf milljóna íbúa fyrir næringu, og eins að byggja upp viðnámsþrótt samfélaganna gegn sívaxandi ógn af alvarlegum þurrkum, flóðum og óveðri,“ segir Margaret Malu, starfandi framkvæmdastjóri WFP í sunnanverðri Afríku. Hún bendir á að öfgar í veðurfari valdi eyðileggingu á uppskeru smábænda sem reiða sig á rigningu til að sjá fjölskyldum farborða, auk þess sem skepnur horfalla í stórum stíl.</span></p> <p><span>Matvælaskorturinn nær einnig til þéttbýlis því matvælaverð hefur hækkað og atvinnuleysi er mikið í borgum.</span></p>

31.10.2019Við megum aldrei hætta að hlusta, segir UNICEF

<span></span> <p><span>Fjölmargir Íslendingar hafa fengið inn um bréfalúguna, eða fundið á fjölförnum stöðum, dularfullt umslag með áskoruninni um að hringja í símanúmerið 562-6262. Uppátækið er liður í því að Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi hefur blásið nýju lífi í neyðarsöfnun sína fyrir börn í Sýrlandi með óhefðbundnum hætti. Að sögn samtakanna hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. „Íslendingar sýna að börnin í Sýrlandi eru ekki gleymd,“ segir í frétt á vef UNICEF.</span></p> <p><span>Með þessari herferð er UNICEF á Íslandi að senda Íslendingum áskorun um að hlusta á börn í Sýrlandi með því að hringja í fyrrnefnt símanúmer. „Á hinum enda línunnar heyrir þú sögu af raunverulegum atburðum og aðstæðum barna í Sýrlandi en sagan hefur vakið mikla athygli og fjölmarga til umhugsunar. Þorir þú að hlusta?“</span></p> <p><span>„Við völdum að fara þessa óhefðbundnu leið því undanfarin ár hafa allir miðlar verið uppfullir af fréttum af „ástandinu í Sýrlandi“ og við skiljum að fólk getur upplifað eins konar neyðardoða þegar neyðin hefur staðið svona lengi yfir,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Við vildum með þessu virkja fólk til að sýna hluttekningu með börnum í Sýrlandi með því að stíga eitt aukaskref og sækja sér söguna sjálft. Með því að hringja í símanúmerið og hlusta á söguna erum við að sýna börnum í Sýrlandi að við erum ekki hætt að hlusta og að sögur þeirra og upplifun skiptir okkur máli,“ segir Bergsteinn.</span></p> <p><span>UNICEF hefur staðið vaktina í Sýrlandi frá því átök hófust þar árið 2011. Eftir að Tyrklandsher réðst inn á landsvæði Kúrda fyrr í mánuðinum hefur á nýjanleik skapast alvarleg neyð.&nbsp;&nbsp;Um 80 þúsund börn&nbsp;lentu á vergangi vegna þessa þegar þau flúðu heimili sín. „Sá fjöldi er eins og öll börn á Íslandi, 17 ára og yngri.&nbsp;Neyð þessara barna er mikil þó árásum hafi linnt. Skortur á hreinu vatni, nauðsynjum, mat og lyfjum setur tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra í hættu. Hvert látið og slasað barn er einu of mikið,“ segir UNICEF og hvetur Íslendinga til að hlusta.</span></p>

30.10.2019Nýir samningar um betri lífsgæði í hverri viku

<span></span> <p><span>Ríkisstjórn Bangladess skrifaði í morgun undir 1,3 milljarða króna samning við Alþjóðabankann um fjármögnun á nýrri vatnsveitu fyrir þrjátíu sveitarfélög í landinu sem kemur til með að bæta lífsgæði 600 þúsund íbúa. Fyrr í vikunni samþykktu stjórnendur Alþjóðabankans 2 milljarða króna fjárstuðning til ríkisstjórnar Gana um menntaverkefni sem nær til tveggja milljóna barna og í síðustu viku var afgreitt 500 milljóna króna lán til Mósambíkur í þágu íbúa sem urðu illa úti í fellibyljum fyrr á árinu.</span></p> <p><span>Þetta eru aðeins þrjú dæmi af mörgum um fjárstuðning og framlög Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA), þeirrar stofnunar Alþjóðabankans, sem styður fátækustu þróunarríkin. IDA leggur fram ár hvert um 2.500 milljarða íslenskra króna til hagstæðra lána og nýrra verkefna í fátækum ríkum þar sem búa tveir af hverjum þremur sárafátækustu íbúum heimsins. Fjármunum frá IDA er meðal annars varið í bætt aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu og grunnmenntunar í þróunarríkjum. IDA er einnig lykilstofnun í fjármögnun aðgerða í loftslagsmálum og hefur lagt aukna áherslu á að skapa og styðja við markaði í fátækustu ríkjunum til að fá hjól atvinnulífsins til að snúast.</span></p> <p><span>Árangurinn af verkefnum IDA á síðustu árum er meðal annars sá að 330 milljónir barna hafa verið bólusettar gegn skæðum sjúkdómum, 96 milljónir manna hafa fengið aðgang að heilnæmu vatni og 769 milljónir hafa fengið aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu. IDA á einnig stóran þátt í því að draga úr sárafátækt í heiminum en frá árinu 1990 til 2008 fækkaði sárafátækum í heiminum úr 36 prósentum niður í 8,6 prósent. Lífsgæði hundruð milljóna manna hafa einnig aukist á sama tíma.</span></p> <p><span>Margt er þó enn ógert. Samkvæmt gögnum Alþjóðabankans hafa tveir af hverjum þremur jarðarbúum ekki aðgang að rafmagni, einn af hverjum þremur hefur ekki aðgang að hreinu neysluvatni og einn af hverjum fimm býr við vannæringu.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/yLKRzoPZ0pE" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Íslendingar hafa um tæplega sextíu ára skeið lagt fram fjármuni í þróunarsamstarf IDA og sem framlagsríki kemur Ísland að mótun stefnu og forgangsmála. Ísland situr sem kunnugt er næstu tvö árin í stjórn bankans fyrir hönd kjördæmis Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna. </span></p>

29.10.2019UNICEF setur upp barnvæn svæði í flóttamannabúðum

<span></span> <p><span style="color: black;">Sjö þúsund sýrlenskir flóttamenn, helmingurinn börn, hafa flúið átökin í landinu og haldið yfir í suðurhluta Íraks þar sem Kúrdar eru fjölmennir. Langflestir komu fótgangandi, þjakaðir af líkamlegum og andlegum raunum, eins og segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Samtökin</span><span> hafa sett upp barnvæn&nbsp;svæði flóttamannabúðum, veita sálrænan stuðning og tímabundin kennslusvæði svo börn geti haldið áfram að nýta rétt sinn til menntunar.</span></p> <p><span>„Það féll sprengja við húsið okkar og sú upplifun ásækir fjögurra ára son minn. Hann man allt sem gerðist, hljóðið í sprengjuvörpunum og sprengingarnar,“ segir&nbsp;Awaz&nbsp;Subhi, þriggja barna móðir sem flúði bæinn&nbsp;Kobani&nbsp;í norðausturhluta Sýrlands þegar Tyrkir gerðu innrás þann 9. október síðastliðinn.</span></p> <p><span>„Meira að segja þegar börnin leika sér þá eru þau að endurgera og endurupplifa árásirnar. Þessi minning mun alltaf elta okkur,“ segir&nbsp;Awaz&nbsp;sorgmædd.</span></p> <p><span>Í <a href="https://unicef.is/bornin-muna-sprengjurnar">frétt</a>&nbsp;UNICEF segir að þeta sé ekki í fyrsta skipti sem ung fjölskylda hennar þverar landamærin milli Sýrlands og Írak sem flóttafólk. Þau hafi fyrst komið til Íraks árið 2014 þegar þau flúðu&nbsp;ISIS&nbsp;og héldu þá til í&nbsp;Erbil, höfuðborg kúrdíska héraðsins í Írak, í ellefu mánuði. Þau sneru aftur heim eftir það. Nú hafi þau enn á ný verið rifin upp með rótum í skugga stríðsátaka.</span></p> <p><span>„Ég vil frið og öryggi fyrir börnin mín. En það er erfitt að ímynda sér að lífið verði nokkru sinni aftur eðlilegt,“ segir&nbsp;Awaz&nbsp;í samtali við fulltrúa&nbsp;UNICEF&nbsp;í Írak. Í orðum hennar er ekki uppgjöf en það er merkjanleg þreyta. Þreyta þess sem upplifað hefur og séð allt of mikið af stríðsátökum um ævina.</span></p> <p><span>„Við náum vart andanum. Líf okkar hafa verið eyðilögð.“&nbsp;</span></p> <p><span>UNICEF&nbsp;og samstarfsaðilar veita neyðaraðstoð og bjarga lífum viðkvæmra hópa við landamæri Sýrlands og Írak á hverjum degi.&nbsp;UNICEF&nbsp;dreifir vatni og nauðsynjum til flóttafólks áður en það er flutt í búðir þar sem í boði er skjól, matur, vatn og aðrar nauðsynjar, auk heilsufarsskoðunar.</span></p> <p><span>Í frétt UNICEF kemur fram að samtökin hafi það sem af er fundið níu fylgdarlaus börn nærri&nbsp;Duhok&nbsp;og&nbsp;Ninawa. Sex þeirra hafa þegar verið sameinuð fjölskyldum sínum, haft hefur verið upp á fjölskyldu tveggja til viðbótar sem bíða þess að vera sameinuð á ný. Enn á eftir að finna fjölskyldu eins barnanna.</span></p> <p><span>Skólaárið var nýhafið hjá flestum þegar innrás Tyrkja í Sýrland var gerð. Til að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;einnig&nbsp;unnið að því að bólusetja öll börn undir fimmtán ára aldri fyrir&nbsp;mænusótt&nbsp;og&nbsp;mislingum.</span></p> <p><span>Neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi stendur yfir. Hægt er að senda SMS-ið STOPP í númerið 1900. (1.900 kr.) og tekið er á móti frjálsum framlögum inn á reikning 701-26-102040 og kt. 481203-2950.</span></p>

28.10.2019Stúlka ekki brúður – landssöfnun UN Women á föstudagskvöld

<span></span> <p>Yfir tólf milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband ár hvert. Það þýðir að 23 barnungar stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverri mínútu. Þessi útbreidda birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguð barnahjónabönd, verður í brennidepli á föstudaginn kemur, 1. nóvember, þegar landsnefnd UN Women á Íslandi efnir til landssöfnunar í beinni útsendingu á RÚV, strax að loknum fréttum klukkan 19:45. </p> <p>Stúlka ekki brúður – er yfirskrift landssöfnunarinnar þar sem grínistar, sérfræðingar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarfólk koma fram í fræðslu- og skemmtiþætti, þeim fyrsta sem UN Women, bæði á Íslandi og heimsvísu, efnir til. Almenningur verður jafnframt hvattur til að gerast <a href="https://unwomen.is/taktu-thatt/manadarlegur-styrkur/">Ljósberar UN Women</a>. </p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2funwomenIsland%2fvideos%2f1217286711813065%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Fulltrúar UN Women á Íslandi, ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur, heimsóttu nýverið Malaví og kynnti sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi verða frumsýndar í þættinum. </p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2funwomenIsland%2fvideos%2f2444120935909276%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Kynnar á RÚV eru Eva María Jónsdóttir og Guðmundur Pálsson ásamt Björgu Magnúsdóttur og Atla Má Steinarssyni, sem stýra útsendingu í símaveri Símans.</p> <p>Ilmur Kristjánsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru handritshöfundar grínsins sem Dögg Mósesdóttir leikstýrir. Af tónlistarfólki verður Páll Óskar gestur þáttarins ásamt GDRN, Lay Low, Ragga Bjarna og Emilíönu Torrini.</p> <p>Eliza Reid, Unnsteinn Manúel, Íris Björg Stefánsdóttir sérfræðingur UN Women í Tyrklandi eru meðal þeirra sem fram koma í þættinum ásamt Bergi Ebba, Sveppa, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og fjölda annarra.</p>

25.10.2019Íslensk stuðningur bætir lífsgæði í útgerðarbænum Tombo

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vígði á dögunum nýtt reykofnaskýli í fiskimannabænum Tombo í Síerra Leóne sem er hluti af samstarfsverkefni Íslands með þarlendum stjórnvöldum. Ráðherra fór einnig í vettvangsskoðun og kynnti sér metnaðarfullt samstarfsverkefni með UNICEF í vatns-, salernis- og hreinlætismálum, en með verkefninu á bæði að veita hreinu vatni til fjörutíu þúsund íbúa á svæðinu, auk þess sem vatnið nýtist til verðmætaaukningar við fiskvinnslu.</p> <p>Á hátíðarstundum í Síerra Leóne, líkt og annars staðar í Afríku, flytja háttsettir gestir ræður og boðið er upp á menningarleg dansatriði og hljóðfæraslátt, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Við vígsluna í Tombo voru meðal annars viðstaddir þrír innlendir ráðherrar, auk íslenska utanríkisráðherrans, og á fremsta bekk sátu höfðingjar, bæði frá borg og héraði.</p> <p>„Já, þetta var stór dagur, mikil hátíðahöld, margir ráðherrar og leiðtogar af svæðinu, auk kvennanna sem sjá um fiskvinnsluna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Það er auðvitað byltingarkennt að hér séu að koma reykofnar með okkar stuðningi sem gera það að verkum að konurnar þurfa ekki lengur að vinna við skelfilegar aðstæður, oft með börnin sín. Konurnar nota miklu minni orku og gæði fisksins eru miklu meiri. Grunnurinn að þessu er líka annað verkefni, sem við höfum komið að, sem er meira að segja á okkar mælikvarða frekar stórt, en það er vatnsveita fyrir fjörutíu þúsund íbúa, fleiri en í Kópavogi. Það er ánægjulegt að sjá þakklætið en ekki síður að sjá að okkar verkefni með alþjóðlegum stofnunum skiptir virkilega máli og mun gera líf fólksins miklu betra,“ sagði ráðherra.</p> <p>Guðlaugur Þór klippti á borða í nýbyggingu reykofnaskýlis og opnaði þar með formlega nýja reykofna á hafnarsvæðinu í Tombo. Íslensk sérþekking og hugvit eru leiðandi í uppbyggingu og framkvæmd verkefna sem Íslendingar styðja í þessum útgerðarbæ. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna sá um að byggja upp getu og þjálfa starfsfólk en Matís sá um hönnun á nýrri reykofnatækni. Tæknin leiðir til þess að hægt er að framleiða fiskafurðir í betri gæðum og auka bæði verðmæti aflans og nýtingu. Annar kostur þessarar tækni felst í því að einungis um 20 prósent er notað af þeim eldiviði sem áður þurfti við reykingu á fiski í Síerra Leóne, auk þess sem tæknin er umhverfisvænni. Þá er ótalinn einn mikilvægasti kosturinn sem lýtur að heilsu kvennanna sem reykja fiskinn: þær þurfa nú ekki lengur að standa í reyknum, oft með börn á bakinu, og anda honum að sér, með afleitum áhrifum á öndunarfæri og augu.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/cW5OjCRnphY" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Skortur á rafmagni í Síerra Leóne er meginástæða þess að fiskur er fyrst og fremst reyktur í landinu, en talið er að 80 til 90 prósent af öllu sjávarfangi sé reykt. Innleiðing nýrrar, umhverfisvænnar og heilsusamlegrar fiskireykingatækni er því mikið framfaraskref, auk þess sem hvorki var að finna hreint vatn né salernisaðstöðu á þessum löndunarstað áður en íslenska verkefnið hófst.</p> <p>Í verkefninu felst einnig þjálfun og uppbygging á getu ráðuneyta og stofnana til að auka skilvirkni og sjálfbærni í stjórnun fiskveiða. Þá er hluti af verkefninu að bæta aðgengi að fjármagni fyrir konur í sjávarútvegi og framlög eru veitt í baráttuna gegn mengun í hafi og hreinsun strandlengjunnar kringum löndunarstöðvar.</p> <p>Utanríkisráðuneytið hóf að styðja þetta þróunarsamvinnuverkefni í Síerra Leóne á síðasta ári sem sérstaklega er tengt heimsmarkmiði númer fjórtán um sjálfbæra nýtingu auðlinda og verndun hafsins. Verkefnið var undirbúið í náinni samvinnu við Alþjóðabankann og stjórnvöld og byggist á samstarfi Íslands við Alþjóðabankann í fiskimálum. Talið er að Síerra Leóne hafi umtalsverða möguleika á að byggja upp atvinnulíf og störf tengd fiskveiðum, enda góð fiskimið undan ströndum landsins. Töluverður hluti aflans er þó óskráður og/eða veiddur með ólöglegum hætti af erlendum fiskiskipum.</p>

24.10.2019Utanríkisráðherra beiti sér í baráttunni um að stöðva stríð gegn börnum

<span></span> <p>Fulltrúar Barnaheilla – Save the Children – afhentu Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra áskorun í gær um að stöðva stríð gegn börnum. Jafnframt var biðlað til hans að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að stöðva stríð gegn börnum og sjá til þess að Ísland verði í fararbroddi í slíkri vinnu. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qGZ-9FPGS4o" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Börn voru í meirihluta á fundinum í utanríkisráðuneytinu í gær og skilaboð þeirra til ráðherra voru skýr: að tryggja börnum vernd gegn drápum, limlestingum og hvers kyns ofbeldi; að tryggja börnum vernd gegn því að ganga til liðs við stríðandi fylkingar; að tryggja að engu barni sé neitað um mannúðaraðstoð þegar stríð geisar; að tryggja að skólar og heilsugæslustöðvar séu friðarsvæði og njóti verndar; að tryggja að fylgst sé grannt með brotum gegn réttindum barna í stríði, skýrt sé frá þeim og brugðist við; að tryggja að þeir sem fremja eða bera ábyrgð á ofbeldi gegn börnum, séu látnir svara til saka.</p> <p>Alexander Amodou afhenti utanríkisráðherra áskorunina en önnur börn sem tóku til máls á fundinum voru Orri Eliasen, Axel Ingi, Ýr, Anja Sæberg, Elsa Margrét, Sigríður Erla, Ingibjörg Elka og Jóhann Már.</p> <p>Í þessum mánuði stendur yfir 100 ára afmælisátak Barnaheilla, Save the Children, með áskorun um að stöðva stríð gegn börnum.</p>

23.10.2019Uppbygging neyðarvarna á áhættusvæðum í Malaví

<span></span> <p>Malaví hefur ekki farið varhluta af náttúruhamförum síðustu árin en flóð, þurrkar og fellibyljir hafa kostað ófá mannslíf og mikið tjón. Einn helsti áhersluþáttur samstarfs Rauða kross félaganna á Íslandi og í Malaví um þessar mundir er uppbygging sterkra neyðarvarna á helstu áhættusvæðum í Malaví en Rauði krossinn á Íslandi hefur í áraraðir sinnt langtíma þróunarsamstarfi ásamt systurfélagi sínu í Malaví.</p> <p><span>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/media/hjalpin/Hjalpin-dragged-.pdf" target="_blank">Hjálpinni</a>, tímariti Rauða krossins, segir að náin samvinna Rauða krossins við veðurfræðistofnanir og stjórnvöld í Malaví sé mikilvæg undirstaða neyðarvarna og gefi Rauða krossinum tækifæri til að virkja viðbragðsteymi sín í tæka tíð. Bætt samskiptatækni og sífellt nákvæmari loftslags- og veðurspár geri Rauða krossinum kleift að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum til viðbótar við þær neyðaraðgerðir sem þurfi að framkvæma í kjölfar hamfara. „Það segir sig sjálft að mun betra er að veita fjármagni og hjálpargögnum á hamfarasvæði fyrirfram og vera tilbúin að veita fólki stuðning þegar hamfarirnar skella á, heldur en að koma því á svæðin eftir að neyðin kemur upp,“ segir í Hjálpinni.</span></p> <p><span>„Fellibylurinn Idai gerði boð á undan sér með miklu rigningarveðri og sterkum vindhviðum 5. mars, tíu dögum áður en hann reið yfir Malaví. Þá var strax ákveðið að veita fjármagni úr neyðarsjóðum til viðbragðsteyma Rauða krossins á líklegum flóðasvæðum. Vel þjálfaðir sjálfboðaliðar fengu boð um að fara í viðbragðsstöðu. Vopnuð mælistikum, farsímum, trommum og flautum fylgdust þau grannt með aðstæðum. Þegar vatnshæð áa náði upp að hættumörkum gáfu þau viðvörunarmerki og sáu til þess að þorpsbúar náðu að taka mikilvægustu eigur sínar og flýja á rýmingarsvæði.</span></p> <p><span>Rauði krossinn var búinn að koma upp neyðarskýlum, mat, salernum og hreinlætisaðstöðu á rýmingarsvæðum áður en fólkið rýmdi þorpin. Þá voru leitar- og björgunarsveitir félagsins virkjaðar til að hjálpa fólki, sem eftir varð, að komast í öryggi.</span></p> <p><span>Chikwawa-hérað í sunnanverðu Malaví er eitt fátækasta hérað landsins og eitt þeirra héraða sem hvað verst fór út úr flóðunum. Chimwemwe Dibwa, 44 ára sjálfboðaliði í Chickwawa, hlaut þjálfun neyðarvörnum í fyrra og gekk í í kjölfarið til liðs við viðbragðsteymi Rauða krossins í þorpinu sínu. Þegar rigningarveðrið hóf að magnast í upphafi marsmánaðar fékk hún skilaboð um að fylgjast með vatnshæð Shire-árinnar, sem hún býr við. “Við setjum mælistiku í vatnið og notum litakóða – grænt, gult og rautt. Ef vatnið nær gula litnum vitum við að þá er kominn tími til að vara fólk við,‘‘ segir Chimwemwe.</span></p> <p><span>Eins og á Íslandi, felst styrkleiki Rauða krossins í Malaví í starfi deilda á vettvangi, þar sem fólk úr sjálfum þorpunum á verkefnasvæðunum eru sjálfboðaliðar sem koma beint að framkvæmd verkefna í sínu nærumhverfi,“ segir í greininni. </span></p>

22.10.2019Lögð áhersla á atvinnusköpun í lágtekjuríkjum og aðkomu einkageirans

<span></span> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sótti um nýliðna helgi ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC. Ráðherra tók meðal annars þátt í fundum þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins&nbsp;&nbsp;fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna en Ísland&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/althjodabankinn-the-world-bank-group/">leiðir kjördæmið&nbsp;</a>um þessar mundir.</span></p> <p><span>„Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin vinna þétt saman á þessum vettvangi eins og víða annars staðar. Sem formennskuríki berum við ábyrgð á að samræma áherslur ríkjanna og koma þeim á framfæri í stjórninni. Aukin atvinnusköpun í lágtekjuríkjum og aðkoma einkageirans er á meðal þess sem við leggjum mesta áherslu á, enda skiptir þetta höfuðmáli ef við eigum að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og sporna gegn loftslagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Auk þess hafi Ísland lagt&nbsp;sérstaka áherslu á fiskimál og málefni hafsins, jafnrétti kynjanna, mannréttindi og endurnýjanlega orku.</span></p> <p><span>Í&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/utanrikisradherra/stok-raeda-utanrikisradherra/2019/10/20/Avarp-utanrikisradherra-i-throunarnefndar-Althjodabankans-og-Althjodagjaldeyrissjodsins-fyrir-hond-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikja/">ávarpi sínu í þróunarnefndinni</a>&nbsp;lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi opinna alþjóðaviðskipta og fjölþjóðlegs samstarfs. Þá áréttaði hann&nbsp;&nbsp;þörfina á aukinni atvinnusköpun í lágtekjuríkjum, sérstaklega í einkageiranum, og umskipti í grænna hagkerfi. Ráðherra undirstrikaði einnig mikilvægi aukinna og árangursríkari fjárfestinga í heilbrigðis- og menntamálum, jafnréttismál og hlutverk Alþjóðaframfarastofnunarinnar IDA í baráttunni við að útrýma sárafátækt og stuðla að framþróun.</span></p> <p><span>Í lok ávarpsins ræddi utanríkisráðherra baráttuna gegn hlýnun jarðar og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í því samhengi, ekki síst&nbsp;einstaka stöðu Alþjóðabankans í því sambandi: „Allt þetta er til einskis nema að við bregðumst við þeirri fjölþættu ógn sem stafar af loftslagsbreytingum. Bankinn verður að halda áfram að sinna leiðtogahlutverki sínu svo að við getum í sameiningu náð þeim markmiðum sem við settum okkur með Parísarsamningnum,“ sagði hann í ávarpinu.</span></p> <p><span>Utanríkisráðherra fundaði jafnframt með Annette Dixon, framkvæmdastjóra Alþjóðabankans á sviði mannauðsuppbyggingar, þar sem starf bankans á sviði jafnréttismála, þ.m.t. kyn- og frjósemiheilbrigði, sem og fjárfestingar í mannauði í þróunarlöndum, voru á meðal umræðuefna. Þá átti ráðherra&nbsp;&nbsp;fund með&nbsp;Jacob Jusu Saffa,&nbsp;fjármálaráðherra Síerra Leóne, um samstarf landanna á sviði þróunarsamvinnu. Ísland hefur í samstarfi við Alþjóðabankann stutt við fiskisamfélög og verkefni á sviði fiskimála í Síerra Leóne og&nbsp;<a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/10/09/Utanrikisradherra-heimsaekir-Sierra-Leone/">heimsótti utanríkisráðherra landið</a>&nbsp;fyrir skemmstu.</span></p> <p><span>Utanríkisráðherra undirritaði einnig viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf við samtökin Conservation International á sviði fiskimála í Kyrrahafsríkjum. Þau eru ein stærstu félagasamtök heims sem sinna þróunarverkefnum í Kyrrahafinu og&nbsp;veita um 160 milljónum Bandaríkjadala á ári til þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar um heiminn. Síðastliðin þrjú ár hefur utanríkisráðuneytið, í samstarfi við Hringborð&nbsp;norðurslóða, unnið með samtökunum. Samkomulagið snýr að möguleika á samstarfi um upplýsingatækni sem styður við fiskveiðistjórnun, aukið virði fiskafurða, þjálfun sérfræðinga og aukin tengsl milli fyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi og í Kyrrahafinu.</span></p> <p><span><a href="https://www.devcommittee.org/statements">Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna</a>&nbsp;á fundi þróunarnefndar</span></p> <p><span><a href="https://www.devcommittee.org/communiques">Niðurstöðuskjal þróunarnefndarinna</a>r</span></p>

17.10.2019Ísland styður baráttuna gegn fæðingarfistli

<span></span> <p><span style="color: black;">Örkuml og útskúfun er oft örlög kvenna, sérstaklega ungra kvenna, í fátækum ríkjum sem fá fæðingarfistil. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hlustaði á dögunum á reynslusögur nokkurra kvenna í Síerra Leóne, en Íslendingar styðja verkefni á vegum Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) í landinu þar sem boðið er upp á meðferð gegn fistli. Oftast er um einfalda læknisaðgerð að ræða sem gerbreytir lífi þeirra. Ráðherra upplýsti við mikinn fögnuð viðstaddra um tæplega 20 milljóna króna fjárstyrk frá Íslandi við verkefnið.</span></p> <p><span style="color: black;">Fæðingarfistli (obstetric fistula) hefur verið lýst sem örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn, en þær rifna illa með þeim afleiðingum að fistill myndast, til dæmis milli ristils og legganga, og þær geta þá ekki lengur haft stjórn á þvaglátum og/eða hægðum með tilheyrandi ólykt. Stúlkur og ungar konur sem fá fæðingarfistil upplifa mikla skömm og víða er þeim hreinlega útskúfað af fjölskyldum sínum og nærsamfélagi með átakanlegri einangrun og vansæld. Flestar ungar konur í þessum hópi fá fistil við að fæða börn, en þess eru dæmi að barnungar stúlkur fái fistil við kynferðislegt ofbeldi. Í heimsókn á kvennamiðstöðina Aberdeen Women´s Centre í höfuðborginni Freetown hitti íslenska sendinefndin meðal annars tvær stúlkur, sex ára og átta ára, sem voru í meðferð vegna fistils.</span></p> <p><span style="color: black;">Íslendingar hafa um árabil stutt verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) víðs vegar í heiminum gegn fæðingarfistli, meðal annars í verkefni í öðru samstarfslandanna, Malaví. Nýlega var ákveðið að styðja verkefni í Síerra Leóne sem tekur á þessum útbreidda vanda.</span></p> <p><span style="color: black;">Fæðingarfistill er nánast óþekktur í samfélögum á Vesturlöndum vegna þess að með keisaraskurði í fæðingu er hægt forðast hann og lækna í 93% tilvika með skurðaðgerðum. Í fátækari ríkjum eins og Síerra Leóne er heilbrigðisþjónustu hins vegar ábótavant og fistillinn því yfirleitt ekki meðhöndlaður og jafnvel ekki þekkt að til sé lækning. Ekki eru til áreiðanlegar tölur um tíðni fæðingarfistils í Síerra Leóne en talið er að um 7.500 konur þjáist af fæðingarfistli þar, margar þeirra í felum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/SfuOlIvL59c" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span style="color: black;">Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna styður meðferðamiðstöðina Aberdeen Women´s Centre í Freetown þar sem boðið er upp á ókeypis skurðaðgerðir til að lækna fistilinn, sinna eftirmeðferð, og síðast en ekki síst að gefa konunum kost á því að öðlast virðingu á ný. </span></p> <p><span style="color: black;">Einnig starfar sjóðurinn með félagasamtökunum Haikal í öllum héruðum landsins, í aðgerðum til þess að fræða fólk um fæðingarfistil, hafa uppi á fórnarlömbunum og koma þeim undir læknishendur. Kostnaður við meðferðina er að jafnaði milli 80 og 90 þúsund íslenskra króna á hvern einstakling. Frá því Aberdeen Women‘s Centre hóf störf í mars 2005 hafa 4.683 fórnarlömb fistils farið í aðgerð hjá miðstöðinni.</span></p> <p><span style="color: black;">Ísland hefur stutt við starf Mannfjöldasjóðsins um árabil með kjarnaframlögum. UNFPA hefur frá árinu 2017 verið ein af áherslustofnunum í íslenskri þróunarsamvinnu. Megináhersla og hlutverk UNFPA er að virða réttindi fólks og veita fólki, einkum ungmennum, betra aðgengi að þjónustu og upplýsingum á sviði kyn- og frjósemisheilbrigðis. Mikilvægir þættir starfseminnar eru réttindi verðandi mæðra, nýbura og ungbarna til heilsuverndar, ungbarnavernd, dreifing getnaðarvarna, auk kynlífs- og fjölskyldufræðslu. </span></p>

17.10.2019Neyðarsöfnun fyrir Sýrland hafin af hálfu Rauða krossins á Íslandi

<span></span> <p><span>Talið er að 11,7 milljónir manna þurfi á mannúðaraðstoð að halda í Sýrlandi vegna harðnandi átaka, segir í &nbsp;frétt Rauða krossins á Íslandi, sem hefur hafið neyðarsöfnun fyrir stríðshrjáða í Sýrlandi. Samtökin segja að almennir borgara líði mest fyrir átökin, helmingur íbúa hafi þurft að yfirgefa heimili sín og ýmist flúið innan Sýrlands eða til annarra landa í leit að öryggi.</span></p> <p><span>„Í borginni Hasskeh í norðaustur Sýrlandi verður vatni og hjálpargögnum áfram dreift og vettvangssjúkrahús Rauða krossins við Al Hol flóttamannabúðirnar heldur starfsemi sinni áfram, þrátt fyrir harðnandi átök undanfarna sólarhringa. Alls hafa&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-til-vidbotar-hafa-verid-starfandi-i-syrlandi-sidan-i-juli">fimm sendifulltrúar Rauða krossins</a>&nbsp;á Íslandi starfað á vettvangssjúkrahúsinu síðastliðna mánuði og sinnt heilbrigðisaðstoð við flóttafólk, komið að rekstri þess,&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-fra-islandi-taka-thatt-i-ad-reisa-vettvangssjukrahus-i-al-hol-flottamannabudunum-i-syrlandi">uppsetningu og skipulagi</a>. Í Al Hol búðunum hafast tæplega 70 þúsund manns við, tveir þriðju af þeim eru börn,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>Að sögn Rauða krossins er vatnsskortur mikið áhyggjuefni, sérstaklega í fyrrnefndri Hassakeh borg en þangað streymir flóttafólk frá borgum og bæjum nálægt landamærunum að Tyrklandi. Rauði krossinn kappkostar að tryggja öllum aðgang að hreinu vatni, en megin vatnsveita fyrir svæðið eyðilagðist í átökunum. Talið er að um 300 þúsund manns sem búa í nágrenni Hassakeh og Raqqa hafi lagt á flótta eða flýi á næstu dögum vegna átakanna. „Þessi fjöldi samsvarar því að nærri öll íslenska þjóðin væri á flótta,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span>„Sýrlenski Rauði hálfmáninn sinnir umfangsmiklu hjálparstarfi í Sýrlandi og stýrir lykilhlutverki í samhæfingu alþjóðlegs hjálparstarfs í landinu og kemur stórum hluta hjálpargagna frá Sameinuðu þjóðanna í hendur þolenda átaka. Starfsfólk og sjálfboðaliðar sýrlenska Rauða hálfmánans eru 9400 talsins og dreifast milli 59 deilda um allt Sýrland. Við hlið sýrlenska Rauða hálfmánans starfar Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) sem hefur sinnt hjálparstarfi í landinu síðan 1967. Rauði krossinn hefur aðgengi að svæðum sem engir aðrir hafa aðgang að í krafti hlutleysis síns og óhlutdrægni auk þess hlutverks sem Alþjóðaráðinu er falið samkvæmt Genfarsamningunum. Á þeim svæðum er m.a. nauðsynlegum hjálpargögnum komið til fólks og heilbrigðisþjónustu sinnt eftir fremsta megni.&nbsp;<a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/althjodarad-rauda-krossins-minnir-a-althjodleg-mannudarlog">Mikil áhersla er lögð á</a>&nbsp;að ræða við stríðandi fylkingar og kynna þeim Genfarsamningana sem eiga að vernda alla þá sem ekki taka þátt í átökunum. Með aukinni fræðslu má koma í veg fyrir að saklausir borgarar verði að flýja heimili sín og jafnvel heimaland,“ segir í frétt Rauða krossins.</span></p>

16.10.2019UNICEF: Vannæring og ofnæring draga úr þroska barna

<span></span> <p><span>Þriðjungur barna í heiminum yngri en fimm ára – alls um 200 milljónir barna – eru ýmist vannærð eða ofnærð en hvoru tveggja dregur úr möguleikum þeirra til að ná fullum þroska, segir í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um stöðu barna. „Þrátt fyrir margvíslegar framfarir á síðustu áratugum höfum við misst sjónar af þeirri einföldu staðreynd að borði börn lélegt fæði lifa þau ekki góðu lífi,“ sagði Henriette Fore framkvæmdastjóri UNICEF þegar skýrslan var kynnt.</span></p> <p><span>Fram kemur í <a href="https://www.unicef.org/media/60806/file/SOWC-2019.pdf" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;að hartnær tvö börn af hverjum þremur á aldrinum frá sex mánaða til tveggja ára fái ekki þá næringu sem þau þurfi á þessu mikilvæga vaxtarskeiði. Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir hollt og næringarríkt mataræði vera hluta af rétti barna til lífs og þroska. Hann segir fullorðna fólkið hunsa þennan rétt of víða og þar með grafa undan styrkum stoðum samfélaga framtíðarinnar. „Niðurstöður skýrslunnar sýna að allir þurfa að leggjast á eitt við að snúa þessari þróun við, hvort sem um ræðir vannæringu, ofnæringu eða vítamínskort. Velferð komandi kynslóða er í húfi,“ segir Bergsteinn um niðurstöður skýrslunnar.</span></p> <p><span>Þær eru:</span></p> <ul> <li><span>149 milljónir barna þjást af vaxtarröskun eða eru of lágvaxin miðað við aldur.</span></li> <li><span>50 milljónir barna þjást af rýrnun eða eru of grannvaxin miðað við hæð.</span></li> <li><span>340 milljónir barna, eða annað hvert barn, þjást af skorti nauðsynlegra vítamína og næringarefna á borð við&nbsp;A-vítamín og járn.&nbsp;</span></li> <li><span>40 milljónir barna eru of þung.</span></li> </ul> <p>Til að bregðast við þessum vaxandi vanda á heimsvísu skorar&nbsp;UNICEF&nbsp;á stjórnvöld um allan heim, einkageirann, foreldra, fjölskyldur og fyrirtæki að hjálpa börnum að vaxa heilbrigð úr grasi með því meðal annars að:</p> <ul> <li><span>Valdefla fjölskyldur, börn og ungt fólk til að krefjast næringarríkar fæðu, auka næringarfræðslu og nota þaulreynda löggjöf – á borð við sykurskatta – til að draga úr framboði á óhollri fæðu.</span></li> <li><span>Hvetja&nbsp;matarbirgja&nbsp;til að styðja við börn með því að&nbsp;útvega hollan, einfaldan og ekki of dýran mat.</span></li> <li><span>Skapa heilbrigt fæðuumhverfi fyrir börn og ungmenni með leiðum sem vitað er að skila árangri eins og með bættum innihaldslýsingum og merkingum og sterkari aðhaldi við markaðssetningu á óhollum mat.</span></li> </ul>

15.10.2019Íslendingar styrkja verkefni í Síerra Leóne til að tryggja skólagöngu stúlkna

<span></span> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tilkynnti í vinnuheimsókn til Síerra Leóne á dögunum um tæplega 20 milljóna króna framlag Íslendinga til verkefnis á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem hefur það meginmarkmið að halda unglingsstúlkum í skóla og bæta aðstæður þeirra þegar þær eru á blæðingum.</p> <p><span>Samfélagsleg gildi, þöggun og fátækt leiða til þess að stelpur í Síerra Leóne hafa fengið litla kynfræðslu þegar þær byrja á blæðingum. Það er líka sá tími sem sumir foreldrar telja tímabært að gifta dæturnar. Vegna fákunnáttu og fordóma verða stelpur oft fyrir aðkasti þegar þær eru á blæðingum. Stríðni skólafélaga og aðstöðuleysi leiðir síðan til þess að stelpurnar hætta að sækja skóla þennan tíma mánaðarins og smám saman dragast þær aftur úr í námi sem verður til þess að margar þeirra hætta skólagöngu.</span></p> <p><span>Fyrsta verkefnið sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti sér í Síerra Leóne á dögunum tekur á þessum vanda sem ungar stelpur standa frammi fyrir þegar þær eru orðnar kynþroska. Íslendingar styðja við verkefni á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í grunnskólum í Síerra Leóne, og fyrsti viðkomustaður utanríkisráðherra var Maranatha grunnskólinn í fátækum hluta höfuðborgarsvæðisins, Freetown. Verkefnið snýr meðal annars að því að auðvelda aðgengi unglingsstúlkna að tíðavörum og kenna þeim að búa sér til margnota dömubindi úr fataefni. Salernisaðstaða stúlkna hefur líka verið stórbætt með þarfir þeirra í huga, auk þess sem í verkefninu felst kynfræðsla og forvarnarstarf gegn ótímabærum þungunum. Þær eru ein helsta ástæða brottfalls stúlkna úr skólum í Síerra Leóne en lögum samkvæmt lögum má barnshafandi stúlka ekki ganga í skóla.</span></p> <p><span>Að loknum ávörpum stigu nokkrar skólastúlkur fram og lýstu aðstæðum sínum og raunum þegar þær eru á blæðingum. Þær sýndu einnig hvernig þær fara að því að sníða til dömubindi úr fataefni, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/7mdj2GaYmvM" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þakkaði fyrir kynninguna á verkefninu, sagði UNICEF vera eina af fjórum áherslustofnunum Íslands í fjölþjóða þróunarsamvinnu og tilkynnti um 20 milljóna króna framlag Íslands til verkefnisins. „Það er gott að sjá frá fyrstu hendi hvaða áhrif þetta hefur. Ég verð að segja að kynning stúlknanna á verkefinu er eitthvað sem mun ekki gleymast. Mér líður vel að vinna með UNICEF að þessum mikilvægu verkefnum. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og margir hlutir sem okkur finnst vera alveg sjálfsagðir eru það svo sannarlega ekki. Verkefnið sem við erum að vinna með UNICEF og fólkinu hér í Síerra Leóne er að skila því að stúlkur detta ekki jafn mikið úr skóla og áður, og geta miklu betur nýtt þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Við getum því verið afskaplega stolt af þátttöku okkar í þessu verkefni,“ sagði Guðlaugur Þór.</span></p> <p><span>Staða kvenna og stúlkna í Síerra Leóne er með þeim verstu í heiminum eins og sést best á kynjamisréttisvísitölu Sameinuðu þjóðanna þar sem landið er samkvæmt nýjustu tölum í sjötta neðsta sæti af 189 þjóðum. Þar ræður miklu að rúmlega níu af hverjum tíu stelpum sæta limlestingu á kynfærum á unga aldri, barnahjónabönd eru algeng og margar stúlkur verða barnshafandi á unglingsárum. Samkvæmt gögnum UNICEF frá árinu 2017 eru 39 prósent stúlkna í Síerra Leóne giftar fyrir átján ára aldur – og 13 prósent áður en þær ná fimmtán ára aldri. Einnig hefur verið sýnt fram á skýr tengsl milli barnahjónabanda og þungunar á unglingsárum, en 28 prósent stúlkna á aldrinum 15–19 ára höfðu orðið barnshafandi.</span></p> <p><span>Brottfall úr skóla er algengt í Síerra Leóne. Einungis um 64 prósent barna ljúka grunnskóla og enn færri, eða 44 prósent, ljúka gagnfræðaskóla. Verulega hallar á stelpur í þessum tölum, en barnahjónabönd, ótímabærar þunganir, óöruggt umhverfi og neikvætt viðhorf samfélagsins til menntunar stúlkna valda því að þær eru í meirihluta þeirra nemenda sem hverfa frá námi.</span></p>

15.10.2019Aldarafmæli Barnaheilla – Save the Children – helgað börnum á átakasvæðum

<span></span> <p><span>Alþjóðasamtökin Barnaheill – Save the Children – eru 100 ára á þessu ári. Í tilefni af afmælinu blása samtökin til <a href="https://www.stodvumstridgegnbornum.is/" target="_blank">alþjóðlegs átaks</a>&nbsp;undir yfirskriftinni „Stöðvum stríð gegn börnum“ en rúmlega 420 milljónir barna búa við stríðsástand, eða fimmta hvert barn í heiminum.</span></p> <p><span>„Á átakasvæðum úti um allan heim upplifa börn að ólýsanlegar hörmungar með hrikalegum afleiðingum, líkamlegum og andlegum, sem hafa áhrif á þau fyrir lífstíð,“ segir í frétt frá samtökunum sem staðhæfa að aldrei á síðustu tuttugu árum hafi börn verið í meiri hættu að verða fyrir skaða. „Börn eru sprengd, skotin, svelt og þeim nauðgað.“</span></p> <p><span>Áætlað er að í það minnsta 550 þúsund kornabörn hafi látið lífið vegna stríðsátaka á árunum 2013 til 2017 í þeim tíu löndum þar sem hvað mest átök hafa geisað samkvæmt greiningu Barnaheilla – Save the Children. Það gera að meðaltali yfir 100 þúsund börn á ári. Kornabörnin létust vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka, svo sem hungurs, laskaðra innviða og óstarfhæfra sjúkrahúsa, skorts á aðgengi að heilsugæslu og hreinlæti og vegna þess að þeim var neitað um hjálp.</span></p> <p><span>Heildartala látinna barna vegna óbeinna afleiðinga stríðsátaka er 870 þúsund þegar öll börn fimm ára og yngri eru talin með. Þessar áætlanir eru varlegar að sögn samtakanna. Þau áætla að á þessu fimm ára tímabili hafi nærri 175 þúsund hermenn fallið í átökunum sem þýðir að einn hermaður lætur lífið í átökum á móti fimm börnum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Js7marSzSbg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>„Skólar eiga að vera griðastaður þar sem börn eru örugg frá stríði. Það er því miður ekki raunin. Börn verða fyrir árásum á hverjum degi og eru skólar í auknum mæli orðnir skotmörk. Árið 2017 áttu sér stað 1432 staðfestar árásir á skóla,“ segir í frétt Barnaheilla. „Stríð gegn börnum munu einungis taka enda þegar við öll – almenningur og yfirvöld, herforingjar og þjóðhöfðingjar – virða að börnum sé haldið utan við stríð. Stjórnvöld verða að taka afstöðu með og fylgja eftir alþjóðasamþykktum sem kveða á um að ólöglegt sé að sprengja upp börn. Þau verða að draga þá sem brjóta gegn börnum til ábyrgðar og veita börnum sem hafa mátt þola þjáningar stuðning.“</span></p> <p><span>Breska baráttukonan Eglantyne Jebb, stofnandi Save the Children, sagði að á sínum tíma að barnsgrátur væri eina alþjóðlega tungumálið í heiminum. Hún hóf baráttu fyrir því að bjarga þjáðum börnum í stríðshrjáðri Evrópu árið 1919 og allar götur síðan hafa samtökin verndað og stutt við hundruð milljónir barna. </span></p> <p><span>Hundrað ára afmælisátak Barnaheilla – Save the Children – hófst formlega í Smáralind 4. október og allur ágóði af átakinu rennur til verkefna samtakanna í þágu barna í Sýrlandi og Jemen.</span></p>

14.10.2019Stúlkur geta allt - líka breytt heiminum

<span></span><span></span> <p>„Við þurfum að verja þá áfanga sem náðst hafa í jafnrétti kynjanna og láta raddir stúlkna heyrast og leyfa þeim að hafa áhrif innan fjölskyldna okkar, samfélaga og þjóða. Stúlkur geta verið afl breytinga og ekkert ætti að hindra þær í því að taka af fullum krafti þátt á öllum sviðum samfélagsins,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Dagur stúlkubarnsins var víða haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag, 11. október.</p> <p><span>Að þessu sinni var þema dagsins: <strong>Kraftur stelpna – óskrifaður og óstöðvandi.</strong></span></p> <p><span>Í <a href="https://unric.org/is/frettir/27473-stulkur-geta-gert-allt-lika-breytt-heiminum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna er minnt á að nærri aldarfjórðungur sé liðinn frá því þrjátíu þúsund konur og karlar frá hartnær 200 þjóðum hafi safnast saman í Beijing, höfuðborg Kína, á fjórðu alþjóðlegu kvennaráðstefnuna, „staðráðin í því að réttindi kvenna og stúlkna skyldu viðurkennd sem mannréttindi,“ eins og segir í fréttinni. Ráðstefnunni lauk með samþykkt Beijing yfirlýsingarinnar og aðgerðaáætlunar <a href="https://beijing20.unwomen.org/~/media/headquarters/attachments/sections/csw/pfa_e_final_web.pdf">Beijing Declaration and Platform for Action</a>: heildstæðustu stefnumótunar um valdeflingu kvenna.</span></p> <p><span>„Frá samþykkt yfirlýsingarinnar hafa konur og stúlkur barist fyrir því að þoka réttindamálum sínum áfram á mörgum sviðum svo sem varðandi kynheilbrigði og réttinum til jafnra launa. Fleiri stúlkur stunda skóla í dag og ljúka námi en áður, færri giftast og eignast afkvæmi á barnsaldri og fleiri öðlast þá færni sem nauðsynleg er til að njóta sín á vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Þá segir að sjónum hafi á síðustu árum verið beint að ýmsum málefnum eins og barnabrúðkaupum, menntun, ójafnrétti, kynbundnu ofbeldi og loftslagsbreytingum.</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/ZyCj6g0vOxA" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>António Guterres segir að til þess að allar stúlkur fái notið hæfileika sinna sé þörf á samhæfðu átaki og fjárfestingum á sviði heilsugæslu, öryggis og því sem hann kallar 21. aldar kunnáttu. „Með hverju viðbótarári sem stúlka situr á skólabekk eftir grunnnám aukast tekjumöguleikar hennar um 25%. Ef allar stúlkur og drengir fara í framhaldsnám geta 420 milljónir manna brotist út úr fátækt“.</span></p> <p><span>UN Women lét útbúa myndband í tilefni dagsins.</span></p>

11.10.2019Sýrland: Óttast að óbreyttum borgurum og börnum sé ekki hlíft

<span></span> <p><span>Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum, þar með talið föngum og öllum þeim sem flýja átökin. UNICEF&nbsp;ítrekar kröfu um að börnum – og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda – verði hlíft í samræmi við alþjóðalög.</span></p> <p><span>„Öll svæði ættu að vera örugg fyrir óbreytta borgara og alla aðra sem ekki taka beinan þátt í átökunum. Þetta er grundvallaratriði alþjóðlegra mannúðarlaga,“ segir Fabrizio Carboni, yfirmaður Alþjóðaráðs Rauði krossins í Austurlöndum nær og fjær.</span></p> <p><span>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir átök í norðurhluta Sýrlands stigmagnast og tala látinna hækki sífellt. Þegar hafi borist fregnir af börnum sem fallið hafa fyrir sprengjuregni innrásarhers Tyrkja. Þar á meðal sé eitt níu mánaða gamalt barn. „Frásagnir íbúa, blóðugar myndir og hrollvekjandi myndskeið fara sem eldur í sinu um netheima. Þúsundir barna eru í mikilli lífshættu á átakasvæðum og hefur&nbsp;UNICEF&nbsp;ítrekað kröfu sína um að börnum og þeim innviðum sem þau þurfa á að halda verði hlíft í samræmi við alþjóðalög,“ segir í <a href="https://unicef.is/born-eru-ad-deyja-i-syrlandi" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UNICEF á Íslandi.</span></p> <p><span>Þar kemur fram að erfitt hafi reynst að segja með vissu hversu margir hafa neyðst til að flýja heimili sín en áætlað sé að tugir þúsunda séu nú enn á ný á flótta undan sprengjuregni og kúlnahríð. „Átökin hafa skiljanlega veruleg áhrif á neyðar- og mannúðaraðstoð á þeim svæðum þar sem þau geisa.&nbsp;UNICEF&nbsp;er hins vegar á staðnum og til staðar fyrir það fólk sem nú enn á ný neyðist til að flýja undan skálmöldinni í Sýrlandi. UNICEF á Íslandi segir að nóg sé komið af blóðbaði í Sýrlandi.“</span></p> <p><span>Í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/althjodarad-rauda-krossins-minnir-a-althjodleg-mannudarlog" target="_blank">frétt</a>&nbsp;Rauða krossins á Íslandi segir að í norðausturhluta Sýrlands, á svæðunum í kringum Hassakeh, Raqqa og Deir Ezzor, hafi rúmlega hundrað þúsund manns hrakist frá heimilum sínum. „Yfir 68.000 manns hafast við í flóttamannabúðunum í Al Hol, þar af tveir þriðju hlutar barna, þar sem Alþjóðaráð Rauða krossins rekur sameiginlegt vettvangssjúkrahús ásamt Rauða hálfmánanum í Sýrlandi með stuðningi Rauða krossins í Noregi,“ segir í fréttinni.</span></p> <p><span><a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-fra-islandi-taka-thatt-i-ad-reisa-vettvangssjukrahus-i-al-hol-flottamannabudunum-i-syrlandi">Sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi</a>&nbsp;hafa starfað á vettvangssjúkrahúsinu síðastliðna mánuði og sinnt heilbrigðisaðstoð við flóttafólk, komið að rekstri þess, uppsetningu og skipulagi.</span></p> <p><span>„Við höfum lengi haft áhyggjur af stöðu mannúðarmála í Sýrlandi og lagt okkar af mörkum til að koma til móts við þarfir þolenda átakanna,“ segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. „Með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins höfum við stutt vel við mannúðarstörf Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans og munum gera það áfram. Við verðum að hafa í huga að almennir borgara og hvað þá börn eiga enga sök á þeim átökum sem þau búa við. Við verðum að gera allt sem við getum til að tryggja þeim þá aðstoð sem þau þurfa hverju sinni, styðja um leið innviði í landinu og hvetja alla aðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög. En mikilvægast er að friður komist á sem allra fyrst.”</span></p>

11.10.2019Rauði krossinn vinnur gegn blæðingaskömm í Malaví

<span></span> <p><span>Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Í frétt á vef samtakanna segir að mikil áhersla sé lögð á hreinlæti í tengslum við blæðingar og heilbrigði kvenna ásamt því að vinna gegn blæðingaskömm, sem hamli stúlkum á marga vegu og brjóti meðal annars upp skólagöngu. </span></p> <p><span>"Aðgengi að dömubindum er mjög takmarkað á fjölda dreifbýlla svæða í landinu og ótalmargar stúlkur missa viku úr skóla í hverjum mánuði," segir í fréttinni. Fram kemur að í skólum séu salernisaðstæður oft ófullnægjandi og að stúlkur verði fyrir aðkasti ef aðrir verða þess varir að þær eru á blæðingum. "Ekki góðar aðstæður til að fara á blæðingar án dömubinda!"</span></p> <p>"Við höfum opnað þetta mikilvæga samtal við íbúa á verkefnasvæðum okkar og vinnum nú með hópum unglingsstúlkna að málefninu. Einn þáttur þess felst í því að kenna þeim að sauma sér margnota dömubindi," segir í frétt Rauða krossins.</p>

02.10.2019Jemen: Tæplega 300 föngum sleppt úr haldi

<span></span> <p>Í vikunni var 290 einstaklingum sleppt úr haldi í Jemen. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Sameinuðu þjóðirnar leiddu aðgerðina eftir beiðni frá landsnefnd um málefni fanga í Jemen. Rauði krossinn á Íslandi með dyggum stuðningi frá utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins hefur stutt aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen síðastliðin ár.</p> <p>„Við erum alltaf reiðubúin til að starfa sem hlutlaus aðili þegar við fáum beiðni frá stríðandi fylkingum um að sleppa föngum og við vonum að þessi aðgerð leiði til þess að fleiri föngum verði sleppt úr haldi og verði fjölskyldum, sem bíða eftir að sameinast ástvinum sínum, til huggunar,“ segir Franz Rauchenstein, yfirmaður sendinefndar Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen.</p> <p>Hlutverk Alþjóðaráðs Rauða krossins í aðgerðinni var í fyrsta lagi að staðfesta deili á föngunum og kanna hvort þeir vildu ferðast beint frá höfuðborginni Sanaa til síns heima eða hvort þeir vildu vera færðir á svæði undir stjórn gagnaðila. Rauði krossinn veitti einnig fjárhagsaðstoð vegna heimferðarinnar og hafði samband við fjölskyldur ólögráða barna til að tryggja að skyldmennum væri tilkynnt um að börnin væru laus úr haldi og kæmu til að taka á móti þeim.</p> <p>„Við áttum trúnaðarsamtöl við alla fanga til að heyra áhyggjur þeirra, tryggja að þeir hefðu verið í sambandi við fjölskyldur sínar og fengum nauðsynlegar upplýsingar til að fylgja málum þeirra eftir ef þess væri þörf,“ segir Robert Zimmerman, yfirmaður verndarmála Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen.</p> <p>Í frétt frá Rauða krossinum segir að eins og við allar aðgerðir af þessu tagi meti heilbrigðisstarfsmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins heilsufar fanga áður en þeim er sleppt, gengið sé úr skugga um að þeir séu hæfir til að ferðast og að tillögur berist til yfirvalda fyrir þá sem þurfa á sérstökum ráðstöfunum á að halda.</p> <p>Alþjóða Rauði krossinn lítur á lausn fanganna sem jákvætt skref, það muni vonandi endurvekja Stokkhólmssamkomulagið, sem fylkingarnar undirrituðu í desember 2018, um lausn fanga, flutninga og heimsendingu (e. repatriation) fanga tengdum átökunum.</p> <p>Frá apríl til ágúst í ár kom Alþjóðaráð Rauða krossins sem hlutlaus milligönguaðili að flutningi á 31 barni sem var í haldi í Sádi Arabíu og flutt til Jemen þar sem þau voru sameinuð fjölskyldum sínum að nýju.</p> <p><span></span>„Í lok síðasta árs stóð Rauði krossinn á Íslandi fyrir neyðarsöfnun vegna ástandsins í Jemen þar sem 47 milljónir króna söfnuðust, en það jafngildir mat fyrir 49 þúsund börn í mánuð. Það er afskaplega mikilvægt að styðja við fólk í Jemen þar sem aðstæður eru hreint út sagt skelfilegar. Alþjóðaráð Rauða krossins vinnur ómetanlegt starf á svæðinu og það sést á þessum fréttum sem voru að berast frá Sanaa,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.</p>

02.10.2019Mikilvægt að rödd ungu kynslóðarinnar heyrist

<span></span> <p>Esther Hallsdóttir, fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að hún hefði orðið vitni að auknum pólitískum vilja um þátttöku ungmenna á síðustu árum, mikilvægt væri að rödd ungu kynslóðarinnar heyrðist, og þeir sem taka ákvarðanir væru loksins að átta sig á mikilvægi þátttöku unglinga, sérþekkingu þeirra og samráði við þá.</p> <p>Esther er fyrsti kjörni ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og hún tekur þessa vikuna þátt í nefndarstörfum allsherjarþingsins, einkum á sviði mannréttinda. Hún flutti ræðu sína í gær á fundi félags,- mannúðar- og menningarnefndar allsherjarþingsins, þar sem rætt var um félagslega þróun, þar með talin réttindi ungmenna.</p> <p>„Ungt fólk skorar á þjóðarleiðtoga til að skuldbinda sig til alþjóðlegrar samvinnu, velja víðsýni umfram einangrun, sýna samstöðu og gleyma ekki mikilvægi þess að gefa ungmennum kost á þátttöku,“ sagði Esther meðal annars í ræðu sinni. Hún sagði að þátttaka ungmenna væri of oft einungis táknræn. „Raddir okkar heyrast ekki raunverulega og okkur er ekki gefinn kostur á að koma skoðunum okkar á framfæri.“</p> <p>Esther fjallaði um jafnréttismál, #MeToo og kynbundið ofbeldi, og lagði áherslu á nauðsyn þess að standa vörð um kyn – og frjósemisréttindi kvenna og stúlkna. Þá hvatti hún þjóðarleiðtoga að sýna frekari samstöðu í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. „Á Íslandi hafa börn og unglingar gengið til liðs við milljónir annarra um allan heim og tekið þátt í skólaverkföllum vegna loftslagsins alla föstudaga síðustu mánuði. Samstaða unga fólksins sendir skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga og loftslagsvandann leysa hvorki einstaklingar né einstaka þjóðir heldur verðum við öll að axla ábyrgð,“ sagði Esther.</p> <p><a href="https://www.government.is/diplomatic-missions/embassy-article/2019/10/01/Statement-by-Esther-Hallsdottir-Icelands-Youth-Delegate-to-the-United-Nations/" target="_blank">Ræðan í heild</a></p>

01.10.2019Viðbótarfjármagn frá SOS Barnaþorpunum til flóttafólks frá Venesúela

<span></span> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa lagt fram tæpar sjö milljónir króna í viðbótarframlag til aðstoðar við flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Að mati samtakanna hefur ástandið stigversnað undanfarna mánuði en systursamtök þeirra í Kólumbíu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að takmarka þau slæmu áhrif sem ástandið hefur á börn, að því er fram kemur í <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/nanar/8461/vidbotarstyrkur-til-neydaradstodar-i-kolumbiu" target="_blank">frétt</a>.</p> <p>„Það er mjög brýnt að flóttabörnin fái athygli. Í umsjá okkar fá þau sumt af því sem þau þurftu að skilja eftir heima; leikföng og vini en umfram allt ástríkt heimili,“ segir Angela Rosales, framkvæmdastjóri SOS í Kólumbíu</p> <p>Yfir fjórar milljónir Venesúelamanna hafa flúið landið undanfarin fimm ár í leit að öryggi og búist er við að flóttafólk verði fimm og hálf milljón fyrir árslok. Stór hluti þessa fólks eru börn og unglingar sem hafa orðið viðskila við foreldra sína, og barnshafandi konur. SOS Barnaþorpin telja að þessi hópur sé sérstaklega berskjaldaður fyrir hættum af ýmsu tagi. Glæpagengi hneppi konur og stúlkur í kynlífsánauð og fólkið lifi í stöðugum ótta við mansal og mannrán, eða að verða vísað úr landi.</p> <p>„SOS Barnaþorpin í Kólumbíu vinna markvisst að því að forða fólki frá þessum hættum og hafa sett upp svokölluð fjölskyldu- og barnvæn svæði. Þar fá fjölskyldur faglega ráðgjöf, aðstoð við að þekkja hætturnar og eflingu til sjálfshjálpar. SOS sér barnafjölskyldum í neyð einnig fyrir tímabundnum vistarverum, mat, vatni, hreinlæti og sálfræðiaðstoð ásamt fleiru,“ segir í fréttinni.</p> <p>SOS Barnaþorpin á Íslandi <a href="https://www.sos.is/sos-a-islandi/frettir/nanar/8398/yfir-20-milljonir-i-adstod-fra-islandi-vegna-flottafolks-fra-venesuela" target="_blank">styrktu þessa neyðaraðstoð um rúma eina milljón króna fyrr á þessu ári</a> sem mótframlag við 19,5 milljóna króna styrk utanríkisráðuneytisins. Í ljósi aukinnar neyðar hefur stjórn SOS á Íslandi nú ákveðið að bæta tæpum sjö milljónum króna við þessa þörfu aðstoð.</p>

01.10.2019Óttast að tólf milljónir íbúa í sunnanverðri Afríku þurfi matvælaaðstoð

<span></span> <p>Loftslagsbreytingar hafa þegar afdrifaríkar afleiðingar í sunnanverðri Afríku en víðs vegar í þeim heimshluta hefur úrkoma ekki verið minni frá árinu 1981. Á öðrum svæðum glíma íbúar við fellibylji, plágur og sjúkdóma. Að mati Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (UN-OCHA) búa rúmlega 9,2 milljónir íbúa í Afríku sunnan Sahara við alvarlegan matarskort og óttast er að allt að 12 milljónir íbúa verði í þeim sporum á næstu mánuðum, fram að uppskerutímanum í mars á næsta ári.</p> <p>Alvarlegur matarskortur nær til níu þjóða í sunnanverði álfunni, Simbabve, Eswatini, Lesótó, Namibíu, Sambíu, Mósambík, Malaví, Angóla og Madagaskar.</p> <p>Í Simbabve eru margar ástæður fyrir matarskorti, á sumum svæðum flóð, á öðrum stöðum þurrkar, auk þess sem efnahagur landsins er afar bágborinn og verðbólga mælist um 176%. Verð á matvælum og annarri neysluvöru hefur rokið upp <span>&nbsp;</span>Bæði í smáríkjunum Eswatini og Lesótó er óttast að fólk til sveita hafi lítið til hnífs og skeiðar á „mögru“ mánuðunum sem í hönd fara. Svipaða sögu er að segja frá Sambíu, þar verða 2,3 milljónir íbúa matarlitlir næstu mánuðina. </p> <p>Hörmungarnar í Mósambík eru af ýmsu tagi, tveir fellibyljir fóru yfir landið norðanvert fyrr á árinu, þurrkar hafa fylgt í kjölfarið með tilheyrandi uppskerubresti auk þess sem skærur í norðurhéruðum gera illt verra. Tvær milljónir íbúa þurfa matvælaaðstoð, að mati OCHA. Í Namibíu hefur úrkoma ekki mælst minni í 35 ár og óttast er að 300 þúsund manns í norðurhluta landsins séu við hungurmörk. Þá hafa um 90 þúsund skepnur horfallið.</p> <p>Samkvæmt frétt frá OCHA er sívaxandi þörf fyrir mannúðaraðstoð mikið áhyggjuefni, einkum gagnvart konum og börnum, auk þess sem stofnunin telur aukna hættu á HIV-smiti við þessar aðstæður. OCHA vekur athygli á því að brýnt sé að grípa til lífsbjargandi aðgerða því ella gætu framfarir síðustu ára í þessum heimshluta orðið að engu. Framlagsríkjum er bent á að þótt lönd eins og Namibía, Simbabve, Sambía, Eswatini, Lesótó og Angóla séu opinberlega flokkuð sem millitekjuríki sé mikill ójöfnuður innan landanna og það séu þeir fátæku sem beri hitann og þungann af matvælaskorti. </p> <p>&nbsp;</p> <p>&nbsp;</p>

30.09.2019Tvær milljónir barna utan skóla í Jemen

<p>Tvær milljónir barna í Jemen ganga ekki í skóla vegna stríðsátakanna í landinu og enn fleiri eru líkleg til þess að flosna upp úr námi, að mati Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Nú þegar skólaárið á að vera að hefjast hjá öllum börnum í Jemen þá gera áframhaldandi átök í landinu það að verkum að tveimur milljónum barna er neitað um þau grundvallarréttindi sín að ganga menntaveginn. UNICEF í Jemen áætlar að 3,7 milljónir barna til viðbótar eigi á hættu að flosna upp úr námi.&nbsp;Kennarar hafa ekki fengið greidd laun í rúm tvö ár,“ segir í frétt UNICEF á Íslandi sem stendur fyrir neyðarsöfnun á Íslandi.</p> <p>„Átök og fátækt hafa svipt milljónir barna í Jemen rétti sínum til menntunar og von um bjartari framtíð. Ofbeldi, árásir á skóla og sú staðreynd að börn hafa verið neydd til að flytja sig um set eru meðal ástæðna. Kennarar hafa ekki fengið greidd laun í rúm tvö ár svo gæði menntunar er hér líka í húfi,“ segir Sara Beysolow Nyanti, yfirmaður UNICEF í Jemen.</p> <p>Fjögur ár eru liðin frá því yfirstandandi átök í Jemen fóru úr böndum. UNICEF segir að Jemen sé einn versti staður í heiminum fyrir börn, átökin hafi lagt menntakerfið nær algjörlega í rúst sem hafi verið viðkvæmt&nbsp;fyrir. Einn af hverjum fimm skólum í Jemen sé óstarfhæfur vegna átakanna.</p> <p>„Á þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er fullkomlega óásættanlegt að menntun og önnur grundvallarréttindi&nbsp;séu jemenskum börnum utan seilingar. Allt vegna mannanna verka,“ segir Nyanti og bendir á að börn sem ekki eru í skóla&nbsp;standi frammi fyrir margvíslegum hættum.</p> <p>„Það stóreykur líkurnar á misnotkun af öllu tagi. Þau eru líklegri til að vera neydd til að berjast, neydd í þrælkun eða hjónaband. Þau verða af tækifærinu að vaxa og þroskast í umhyggjusömu og áhyggjulausu umhverfi og festast þess í stað í fátæktargildrum og erfiðleikum.“</p> <p>UNICEF og samstarfsaðilar leggja nótt við dag til&nbsp;að tryggja að börn í Jemen geti sótt rétt sinn til menntunar. Á síðasta skólaári greiddi UNICEF 127.400 kennurum og skólastarfsmönnum,&nbsp;sem ekki höfðu fengið greidd laun í tvö ár, þóknanir til að hjálpa þeim að standa undir kostnaði við ferðir til og frá skóla og önnur útgjöld. UNICEF hefur frá árinu 2015 gert&nbsp;1.300 skóla starfhæfa á ný&nbsp;og heldur áfram baráttu sinni til að koma námsgögnum til barna við erfiðar aðstæður, segir í frétt UNICEF.</p>

27.09.2019Verkefni vetrarins rædd á fundi nýskipaðs ungmennaráðs heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundaði í utanríkisráðuneytinu í gær. Um var að ræða fyrsta fund nýskipaðs ungmennaráðs en þetta er í annað sinn sem skipað er í ráðið. Á þessum fyrsta fundi fengu nýir fulltrúar meðal annars kynningu frá Félagi Sameinuðu þjóðanna og frá formanni verkefnastjórnar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna auk þess sem þau ræddu verklag og verkefni ráðsins í vetur.</p> <p>Á síðasta starfsári tók ungmennaráð heimsmarkmiðanna meðal annars þátt í hátíðardagskrá 1. desember, flutti ávarp á heimsþingi kvenleiðtoga og þá tóku tveir fulltrúar þátt í kynningu Íslands á innleiðingu heimsmarkmiðanna hér á landi á ráðherrafundi í New York í júlí síðastliðnum.&nbsp;<br /> Ungmennaráðið samanstendur af tólf fulltrúum, víðs vegar að af landinu, á aldursbilinu 13-18 ára. </p> <p>Það fundar sex sinnum á ári og þar á meðal árlega með ríkisstjórn. Hlutverk ráðsins er að fræðast og fjalla um heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir jafnframt stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna.</p> <p>Hægt er að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á&nbsp;<a href="https://www.facebook.com/Ungmennar%C3%A1%C3%B0-Heimsmarkmi%C3%B0a-Sameinu%C3%B0u-%C3%BEj%C3%B3%C3%B0anna-138997356796527/" target="_blank">Facebook síðu þess</a>&nbsp;og þá er hægt að hafa samband við ráðið í gegnum&nbsp;<a href="mailto:[email protected]" target="_blank">[email protected]</a>.</p> <p>(Frétt á vef forsætisráðuneytisins)</p>

26.09.2019Styðjum börnin og tökum slaginn með þeim

<span></span> <p><span></span>„Nú þegar við fögnum 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skulum við ekki einungis skuldbinda okkur til að hlusta á börn og ungt fólk heldur styðja þau, taka slaginn með þeim og fylgja þeirra fordæmi,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í athöfn tileinkaðri 30 ára afmæli Barnasáttmálans í&nbsp;New&nbsp;York&nbsp;í gær.</p> <p>Fore sagði að fyrir þremur áratugum hafi heimurinn verið í miklu breytingaferli. Þá hafi Berlínarmúrinn verið að falla, aðskilnaðarstefnan verið á undanhaldi og veraldarvefurinn orðið til. Það hafi verið í því andrúmslofti sem þjóðarleiðtogar hafi komið saman og gefið öllum börnum heimsins loforð. Að þau ættu rétt á heilbrigðisþjónustu, menntun og vernd. Rétt til að láta rödd sína heyrast. Rétt á framtíð.</p> <p>Fore&nbsp;talaði um að mikill árangur hafi náðst en minnti einnig á hvaða áskoranir börn standi frammi fyrir í dag, árið 2019. Hún rifjaði upp ýmislegt sem hún hafði skrifað í sérstöku bréfi&nbsp;til barna heimsins á dögunum í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans eins og að æska barna væri að breytast og börn stæðu frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum. Börn og ungmenni væru hins vegar að gera frábæra hluti á borð við loftslagsverkföll, mótmæli, kröfugöngur og baráttu fyrir friði sem hinum fullorðnum bæri ekki aðeins að taka eftir, heldur styðja í orði og verki.</p> <p>UNICEF er ein af lykilstofnunum Sameinuðu þjóðanna í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Í gildi er rammasamningur milli íslenskra stjórnvalda og UNICEF um kjarnaframlög og margvísleg verkefni víða um heim í þágu barna.</p>

25.09.2019Háskólar Sameinuðu þjóðanna verði Þekkingarmiðstöð þróunarlanda

<p>Þekkingarmiðstöð þróunarlanda (International Centre for Capacity Development) verður nýtt yfirheiti skólanna fjögurra sem hafa um langt árabil verið starfræktir sem skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Frá og með næstu áramótum bendir allt til þess að skólarnir starfi undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) en samningaviðræður milli UNESCO og utanríkisráðuneytisins eru á lokastigi. &nbsp;Áformað er að setja á laggirnar miðstöð á vegum ráðuneytisins sem eigi í samstarfi við og starfi undir merkjum UNESCO líkt og Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar.</p> <p>Skólarnir verða áfram reknir af utanríkisráðuneytinu sem hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands.</p> <p>„Bæði ráðuneytið og skólarnir sjá spennandi tækifæri í þessu nýja samstarfi við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Fyrir er mikil þekking fyrir hjá UNESCO á þessum fjórum sérsviðum sem skólarnir sinna, auk þess sem samstarfið býður upp á margvísleg tækifæri í samskiptum við stofnunina um að efla skólana í þágu heimsmarkmiðanna og sjálfbærrar þróunar. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur verið lyftistöng fyrir málvísindi bæði hér heima og erlendis og ég vænti þess að svo verði einnig með þessa nýju stofnun í þágu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Vistaskiptin koma ekki til með að hafa áhrif á hlutverk skólanna og raskar ekki starfsemi þeirra. Skólarnir fjórir, Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn, Landgræðsluskólinn og Jafnréttisskólinn, eiga áfram að auka getu einstaklinga og stofnana í þróunarríkjum, hver á sínu sérsviði. Þeir verða einnig áfram hýstir í samstarfi við viðkomandi fagstofnanir, Orkustofnun, Hafrannsóknarstofnun, Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Háskóla Íslands.</p> <p>Eins og kunnugt er koma á hverju ári hópar sérfræðinga frá þróunarríkjum til fimm eða sex mánaða sérhæfðrar námsdvalar á Íslandi, auk þess sem haldin eru styttri námskeið í þróunarríkjum á vegum skólanna. Þar að auki gefst útskrifuðum nemendum frá öllum skólunum kostur á að sækja um styrki til meistara- eða doktorsnáms á Íslandi.</p> <p>Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var fyrstur skólanna settur á laggirnar, hafa rúmlega 1330 sérfræðingar frá ríflega 100 þróunarríkjum útskrifast frá skólunum og á þriðja þúsund hafa sótt námskeið á vegum þeirra í samstarfsríkjum. Eftir margra ára árangursríkt samstarf var það engu að síður niðurstaða fulltrúa Háskóla Sameinuðu þjóðanna, stjórnenda skólanna og utanríkisráðuneytisins fyrir hönd stjórnvalda, að starfseminni væri betur fyrir komið undir regnhlíf Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) með sambærilegum hætti og Vigdísarstofnun.</p> <p>Reiknað er með að nýja fyrirkomulagið taki gildi frá og með 1. janúar 2020.</p>

25.09.2019Brýnt að hraða framgangi Heimsmarkmiðanna

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þrátt fyrir lofsverðan árangur sé mikið verk óunnið við að hrinda heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í framkvæmd. „Við verðum að herða á viðleitni okkar. Núna.” Fyrsti leiðtogafundur um heimsmarkmiðin hófst í gær en þau eru vegvísir um leiðina til heilbrigðari plánetu og réttlátari heims.</p> <p>Fundurinn stendur yfir í tvo daga og hann er einn fimm leiðtogafunda á fyrstu viku 74. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að á fundinum skilgreini leiðtogar ríkisstjórna, atvinnulífs og fleiri sérstakar aðgerðir á leiðinni til 2030, en þá á markmiðunum að hafa verið náð. „Við þurfum meiri fjárfestingu, öflugri pólitískar aðgerðir og að sanngjarnari hnattvæðing sé sett ofar í forgangsröðina,“ sagði Guterres í viðtali, þegar hann var spurður um hvers hann vænti af leiðtogafundinum.</p> <p>Guterres minnti á helstu viðfangsefni fundarins, að binda endi á sárustu fátækt og sult, að koma á fót kolefnasnauðu hagkerfi, friðsömum og réttlátum samfélögum þar sem allir njóta mannréttinda. Þá fagnaði hann þeim árangri sem náðst hefur á heimsvísu, ekki síst að ríkisstjórnir hafa ofið heimsmarkmiðin inn í áætlanir sínar og stefnumið á landsvísu.</p> <p>Hann varaði engu að síður við því að langt væri til lands. Að óbreyttu yrði markmiðunum ekki náð á tíma. Hann benti sérstaklega á blóðug átök víða um heim, loftslagsvána, kynbundið ofbeldi og þrálátan ójöfnuð.&nbsp;</p> <p>„Helmingur auðs í heiminum tilheyrir svo fáum að auðmennirnir kæmust fyrir við eitt fundarborð,“ sagði Guterres í ræðu sinni við upphaf umræðunnar í gær. „Og á núverandi hraða munu 500 milljónir manna enn búa við sárafátækt árið 2030.“</p> <p>Sex samræður munu fara fram á leiðtogafundinum. UNRIC segir að reiknað sé með að fundinum ljúki með pólitískri yfirlýsingu oddvita ríkja og ríkisstjórna. Sú yfirlýsing komi til með að verða vegvísir um það hvernig herða beri viðleitnina til að Heimsmarkmiðunum í framkvæmd og hvernig unnt sé að hraða aðgerðum í þágu markmiðanna. </p>

24.09.2019Greta Thunberg gagnrýndi þjóðaleiðtoga á loftslagsfundinum

<span></span> <p>Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefjast í dag að loknum loftslagsfundi samtakanna í gær þar sem „öll augu hvíldu á Greta Thunberg baráttukonunni sextán ára sem dró ekkert af sér í gagnrýni sinni á leiðtogana,“ eins og segir í frétt á vef UNRIC, upplýsingaskrifstofu SÞ fyrir Vestur-Evrópu.</p> <p>„Þið hafið brugðist okkur, en unga fólkið er farið að skilja svik ykkar. Augu komandi kynslóða stara á ykkur og ef þið kjósið að bregðast okkur, munum við aldrei fyrirgefa ykkur.”</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/kZxyujMW50o" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Thunberg lét þessi orð falla þar sem hún stóð augliti til auglitis við þjóðarleiðtoga, forstjóra stórfyrirtækja og aðra sem tóku þátt í fundinum um loftslagsaðgerðir í New York í gær.</p> <p>Samkvæmt frétt UNRIC voru fulltrúar Norðurlandana fimm í hópi fulltrúa þeirra ríkja sem valdir voru til að ávarpa fundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði frá því að hún hefði í síðasta mánuði tekið þátt í minningarathöfn um jökulinn Ok, fyrstan íslenskra jökla til að verða hlýnun jarðar að bráð. „Boðskapur jökulsins horfna er að vandinn er brýnn, en okkur beri ekki að örvænta. Mannkynið getur sent mann til tunglsins, ef við viljum. Við getum líka bjargað jörðinni, ef við viljum,“ sagði Katrín.</p> <p>Í ræðu sinni á fundinum fagnaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þeim aðgerðum sem lofað hefði verið á fundinum en sagði að betur mætti ef duga skyldi. „Náttúran er reið og við höfum blekkt okkur sjálf ef við höldum að við getum blekkt náttúruna, því hún svarar fyrir sig. Við horfum upp á það um allan heim að náttúran er ævareið og í hefndarhug,“ sagði Guterres.</p> <p>Árlegar almennar umræður þjóðarleiðtoga hefjast í dag á allsherjarþinginu. Umræðurnar byrja klukkan þrjú að íslenskum tíma og má fylgjast með þeim í <a href="http://webtv.un.org/live/" target="_blank">beinni útsendingu</a>.&nbsp;</p>

23.09.2019Leiðtogafundur um loftslagsmál á allsherjarþinginu í dag

<span></span> <p>Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir í dag leiðtogafund um loftslagsmál á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir þessa dagana í New York. Forsætisráðherra sækir einnig leiðtogafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna síðar í vikunni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar allsherjarþingið síðdegis á föstudag.</p> <p><span>Loftslagsfundurinn er haldinn að frumkvæði Antónío Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann kallar eftir afgerandi forystu leiðtoga heims á vettvangi loftslagsbreytinga og hvetur ríki til þess að grípa til róttækra aðgerða til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsvárinnar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.&nbsp;</span></p> <p><span>Leiðtogafundurinn kemur til með að samþykkja sérstaka yfirlýsingu þar sem áréttaðar eru þær skuldbindingar sem ríki hafa samþykkt með heimsmarkmiðunum um að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir, fátækt og hungri verði útrýmt, komið verði á jafnrétti kynjanna, gæði menntunar verði aukin og ríki virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum, svo fátt eitt sé talið.</span>&nbsp;</p> <p><span>Í septembermánuði ár hvert hittast fulltrúar aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna á allsherjarþinginu til að ræða brýnustu málefni heimsbyggðarinnar. Þar ber hæst að efla aðgerðir gegn loftslagsvánni og hraða framgangi sjálfbærrar þróunar í samræmi við </span><a href="https://www.un.is/heimsmarkmidin/"><span>heimsmarkmiðin</span></a><span>&nbsp;um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Fundahrinan hefst í dag með <a href="https://www.un.org/en/climatechange/" target="_blank">fundi</a>&nbsp;um loftslagsaðgerðir.</span></p> <p><span>„Allt alþjóðasamfélagið verður að ráðast til atlögu við loftslagsvána af meiri metnaði og öflugri aðgerðum til að hrinda&nbsp;</span><a href="https://unfccc.int/process-and-meetings/the-paris-agreement/the-paris-agreement"><span>Parísarsamkomulaginu&nbsp;</span></a><span>um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í framkvæmd,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;&nbsp;„Við höfum tækifæri næstu ellefu ár til að koma í veg fyrir óafturkræfar loftslagsbreytingar. Við verðum að minnka losun koltvísýrings um 45 prósent fyrir 2030 og ná kolefnisjafnvægi fyrir 2050. Af þessum ástæðum hef ég beðið þjóðarleiðtoga að koma með áætlanir, ekki ræður,“ segir hann.</span></p> <p><span>Fundurinn í dag er vettvangur ríkja, einkageirans og borgaralegs samfélags til að kynna lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og efla viðnám við loftslagsbreytingum og aðlögun.</span></p> <p><span><a href="https://www.un.org/en/climatechange/youth-summit.shtml" target="_blank">Ungmennaráðstefna</a> um sama efni </span><span>var haldin á laugardaginn og þar gafst leiðtogum unga fólksins kostur á að koma með lausnir og eiga orðaskipti við þá sem taka ákvarðanir. Fulltrúi Íslands var Esther Hallsdóttir sem var skipaður fyrsti ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum fyrr á árinu.</span></p>

20.09.2019Landgræðsluskólinn útskrifar á þriðja tug sérfræðinga

<span></span> <p>Í vikunni útskrifaðist 21 sérfræðingur, 11 konur og 10 karlar, úr árlegu sex mánaða námi Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Útskriftarhópurinn í ár er sá fjölmennasti til þessa og nú hafa alls 139 sérfræðingar útskrifast frá skólanum, 67 konur og 72 karlar. Í hópnum í ár voru sérfræðingar frá Mongólíu, Kirgistan, Tadsjikistan og Úsbekistan í Mið-Asíu og frá Eþíópíu, Gana, Malaví, Lesótó og Úganda í Afríku. Sérfræðingarnir fara nú aftur til starfa í heimalöndum sínum og miðla þar af reynslu sinni og þekkingu.</p> <p>Við útskriftarathöfnina ávarpaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gesti. Hann lagði meðal annars áherslu á mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar til að tryggja að okkur takist að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og skapa sjálfbær samfélög.</p> <p>Auk umhverfisráðherra tóku til máls Árni Bragason Landgræðslustjóri og formaður stjórnar Landgræðsluskólans, Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðumaður skólans og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar að auki fluttu tveir útskriftarnemar ræðu fyrir hönd útskriftarhópsins, þau Annett Mlenga frá Malaví og Haqrizo Nurmamadov frá Tadsjikistan. Jón Erlingur Jónasson skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins afhenti nemunum útskriftarskírteini ásamt forstöðumanni skólans.</p> <p>Meginmarkmið Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að aðstoða þróunarlönd sem glíma við landhnignun að stuðla að sjálfbærri landnýtingu og græða upp illa farið land. Það er meðal annars gert með því að bjóða hingað til lands sérfræðingum frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans á sex mánaða námskeið í landgræðslu, sjálfbærri landnýtingu og endurheimt vistkerfa. Námið eflir þekkingu innan viðkomandi stofnana og landa með þjálfun starfsfólksins sem hingað kemur.</p> <p>Landgræðsluskólinn hefur starfað frá árinu 2007 og standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan að rekstri skólans. Landgræðsluskólinn er fjármagnaður af íslenska ríkinu sem hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</p>

20.09.2019Barnadauði helmingi minni en í upphafi aldar

<span></span> <p>Í nýrri skýrslu um barnadauða í heiminum kemur fram að fleiri börn og konur lifa af núna en nokkru sinni fyrr. Þar kemur fram að frá árinu 2000 hafi barnadauði dregist saman um næstum helming og mæðradauði um þriðjung. Bætt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er meginskýringin á þessum árangri. En þrátt fyrir miklar framfarir á þessu sviði segir tölfræðin að eitt barn eða ein móðir láti lífið á ellefu sekúndna fresti. </p> <p>Talið er að 6,2 milljónir barna undir 15 ára aldri hafi látist í fyrra og ríflega 290 þúsund konur hafi látist á meðgöngu eða vegna vandkvæða tengdum fæðingu árið 2017. Af þeim 6,2 milljónum barna sem létust á síðasta ári dóu 5,3 milljónir á fyrstu fimm árum ævinnar, þar af helmingur á fyrsta mánuðinum.</p> <p>Í <a href="http://documents.worldbank.org/curated/en/105841568905930695/pdf/Levels-and-Trends-in-Child-Mortality-Report-2019.pdf" target="_blank">skýrslunni</a>&nbsp;<span></span>- sem gefin er út af UNICEF, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, Alþjóðabankanum og Sameinuðu þjóðunum - segir að konur og nýfædd börn séu eðlilega viðkvæmari fyrir hvers kyns vandkvæðum í og strax eftir fæðingu. „Um allan heim er fæðing barns hamingjustund. Engu að síður, á ellefu sekúndna fresti, breytist fæðing í fjölskylduharmleik,“ segir Henrietta&nbsp;Fore, framkvæmdastjóri&nbsp;UNICEF. „Hæfar hendur til að hjálpa móður og barni í fæðingu, hreint vatn, fullnægjandi næring, lyf og bólusetningar geta skilið milli lífs og dauða. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma á heilbrigðiskerfi fyrir alla til að bjarga þessum dýrmætu lífum.“</p> <p>Skýrslan sýnir einnig mikinn mun eftir heimshlutum. Í löndum sunnan&nbsp;Sahara í Afríku eru lífslíkur miklu minni en annars staðar. Mæðradauði er fimmtíu sinnum&nbsp;meiri hjá konum í þeim heimshluta og börn þeirra eru tíu sinnum líklegri til að látast á fyrsta mánuði ævi sinnar en í efnameiri samfélögum. Á síðasta ári lést eitt af hverju þrettán barni í sunnanverðri Afríku fyrir fimm ára afmælisdaginn. Það er fimmtán sinnum hærri dánartíðni en í Evrópu þar sem eitt af hverjum 196 börnum láta lífið yngri en fimm ára.</p> <p>Íslendingar hafa í tvíhliða þróunarsamvinnu í Malaví lagt mikla áherslu á bætta heilbrigðisþjónustu fyrir mæður og börn. Ný fæðingardeild ásamt miðstöð ungbarnaeftirlits var tekin í notkun í upphafi árs í höfuðstað Mongochi héraðs og margar minni fæðingardeildir hafa verið reistar í sveitum á síðustu árum. Malaví er eitt þeirra landa í heiminum sem hefur náð mestum árangri í lækkun barna- og mæðradauða frá aldamótum. </p> <p>Nánar á <a href="https://unicef.is/barn-eda-modir-deyr-a-ellefu-sekundna-fresti" target="_blank">vef</a>&nbsp;UNICEF</p>

19.09.2019„Verður heimurinn betri?“ komin út í þriðja sinn

<span></span> <p>Nýkomin er út í þriðja sinn kennslubókin „Verður heimurinn betri?“ ásamt þýddum og staðfærðum kennsluleiðbeiningum sem sniðnar eru að nemendum í 8.-10. bekk grunnskóla og nemendum í framhaldsskólum. Bókin fjallar um þróunina í heiminum og hefur að leiðarljósi að efla ungt fólk til umræðu um alþjóðasamvinnu og þróunarmál með hvatningu til þeirra um að taka virkan þátt í að móta framtíð heimsins.</p> <p>Félag Sameinuðu þjóðanna, með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu, stendur að útgáfu bókarinnar, og hefur dreift henni í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. „Í bókinni er heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sjálfbæra þróun lýst, en þau marka leiðina að sjálfbærri framtíð bæði fyrir fólk og jörðina fram til ársins 2030,“ segir Harpa Júlíusdóttir hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Hún segir að þátttaka ungu kynslóðarinnar í framkvæmd heimsmarkmiðanna skipti sköpum og fræðsla í skólum sé fyrsta skrefið. „Í bókinni er leitað svara við spurningum eins og: Hvað er þróun? Hvernig er hún mæld? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Hvað er fátækt og hvernig hafa loftslagsbreytingar áhrif á hana? Af hverju höldum við að heimurinn sé verr staddur en hann er í raun og veru? Og síðast en ekki síst: Verður heimurinn betri? Í bókinn er fjallað um þróun í veröldinni á auðskiljanlegan, upplýsandi og jákvæðan hátt, velt upp spurningum og umræðum og vísað í staðreyndir og nýja tölfræði,“ segir Harpa.</p> <p>Bókin er þýdd úr sænsku og kom fyrst út á vegum Norðurlandaskrifstofu Þróunaráætlunar Sameinuðu Þjóðanna (UNDP) árið 2005. Þetta er sjöunda útgáfa bókarinnar, uppfærð og endurskoðuð. Nálgast má bæði bókina og kennsluleiðbeiningarnar á skólavef Félags Sameinuðu þjóðanna og bókina má einnig sækja á vef Menntamálastofnunar. Óski skólar eftir aðstoð við að innleiða efni bókarinnar í kennslu og/eða óskar eftir að fá eintak af bókinni má senda beiðni á Félag Sameinuðu þjóðanna. </p>

18.09.2019Lífið víðast hvar erfiðara fyrir stelpur en stráka

<span></span> <p>Fæðingarstaður er enn besti vísirinn um framtíð barns. Það gildir einu hvar barn er fætt, ef barnið er stúlka er lífið erfiðara fyrir hana en stráka. Þetta er ein af mörgum niðurstöðum í nýrri árlegri skýrslu Gates samtakanna, <a href="https://www.gatesfoundation.org/goalkeepers/report/2019-report/#ExaminingInequality" target="_blank">Goalkeepers Report</a>, sem hefur það markmið að varpa ljósi á framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.</p> <p>Þrátt fyrir framfarir í menntun stúlkna eru möguleikar kvenna takmarkaðir vegna félagslegra viðhorfa, lagasetningar sem mismunar kynjunum, og kynbundins ofbeldis, segir í skýrslunni.</p> <p>Bill og Melinda Gates hafa gegnum samtökin Gates Foundation lengi verið leiðandi stuðningsaðilar í verkefnum sem tengjast þróun og lýðheilsu. Samkvæmt nýju skýrslunni – sem er eins og margar aðrar birtar í aðdraganda allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna – hefur um það bil hálfur milljarður jarðarbúa ekki aðgang að grunnmenntun eða heilbrigðisþjónustu. Á báðum sviðum hallar mjög á stelpur.</p> <p>Skýrsluhöfundar segja ljóst að fjárfestingar í þróun séu ekki að ná til allra. Þannig sé mikið bil milli þjóða, milli svæða, og milli stúlkna og pilta. „Háskinn er bæði kyn- og svæðabundinn,“ segir Sue Desmond-Hellmann framkvæmdastjóri Gates Foundation.</p> <p>Hún vitnar í gögn í skýrslunni sem sýna til dæmis að fleiri börn deyja í Tjad á degi hverjum en í Finnlandi árlega. Að meðaltali ljúki Finnar námi á háskólastigi en í Tjad ljuki börn að meðaltali ekki námi í grunnskóla. „Höfum í huga að ef þú ert stúlkubarn sem fæðist í einu af fátækustu svæðum Afríku er ekki aðeins kynið þér í óhag heldur líka landfræðilega. Það er einfaldlega ekki í lagi að barn í Tjad sé 55 sinnum líklegra til að deyja en í barn í Finnlandi,“ segir hún.</p> <p>Í skýrslunni er ekki dregin dul á framfarir á mörgum sviðum þróunar víða um heim, svo sem varðandi lífslíkur, heilsu og velmegun, en undirstrikað er að „viðvarandi gjá“ sé milli margra sem merki að ýmsir lendi utangarðs. </p> <p>Eitt meginstef heimsmarkmiðanna er að skilja engan útundan. Í skýrslunni er því kallað eftir nýjum nálgunum til að brúa bilin, beina sjónum að fátækasta fólkinu, auka stafræna tækni og styðja bændur í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.</p>

17.09.2019Tólf milljónir barna setjast aldrei á skólabekk

<span></span> <p>Samkvæmt nýrri tölfræðilegri úttekt Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) koma að óbreyttu um tólf milljónir barna aldrei til með að setjast á skólabekk, þar af níu milljónir stelpna.</p> <p>„Samkvæmt okkar útreikningum koma níu milljónir stelpna á grunnskólaaldri aldrei til með að stíga fæti inn í skólastofu, borið saman við þrjár milljónir stráka,“ segir Audrey Azouley framkvæmdastjóri UNESCO. Stofnunin hefur um árabil tekið saman yfirlit um börn utan skóla og samkvæmt tölfræðilegum gögnum hafa litlar sem engar framfarir mælst á rúmum áratug.</p> <p>Fjórar milljónir af þeim níu milljónum stelpna sem eru utan skóla búa í löndum sunnan Sahara í Afríku. „Það sýnir að við verðum áfram að einbeita okkur að menntun stúlkna og kvenna, það verður að vera forgangsmál,“ segir Azouley.</p> <p>Á síðasta ári voru um það bil 258 milljónir barna og ungmenna utan skóla, á aldrinum frá sex til sautján ára.</p> <p>Þessi gögn sýna að langt er í land með að ná heimsmarkmiði fjögur en þar segir að eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega menntun.&nbsp;</p> <p>Að óbreyttu verður eitt barn af hverjum sex utan grunnskóla árið 2030 og þá benda þessir útreikningar til þess að einungis sex af hverjum tíu ungmennum ljúki námi sem er sambærilegt íslensku grunnskólaprófi.</p> <p>Gögn UNESCO sýna gífurlegan mun milli ríkra og fátækra þjóða. Samkvæmt tölfræðinni eru 19 prósent barna á aldrinum sex til ellefu ár í lágtekjuríkjum utan skóla en aðeins 2 prósent meðal þeirra efnameiri. Og þegar horft er á ungmenni á aldreinum 15 til 17 ára verður munurinn enn meiri, þá er 61 prósent ungmenna lágtekjuríkja utan skóla en 8 prósent meðal hátekjuríkja. </p> <p>„Við höfum aðeins ellefu ár til þess að standa við fyrirheitin um að sérhvert barn eigi kost á því að ganga í skóla og mennta sig,“ segir Silvia Montoya yfirmaður hagdeildar UNESCO í <a href="https://news.un.org/en/story/2019/09/1046272" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Menntun barna og ungmenna er eitt af áherslusviðum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Í báðum samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda, er myndarlega stutt við bakið á héraðsstjórnum í skólamálum með stuðningi um úrbætur varðandi menntun barna og ungmenna.</p> <p><a href="http://uis.unesco.org/sites/default/files/documents/new-methodology-shows-258-million-children-adolescents-and-youth-are-out-school.pdf" target="_blank">Skýrsla UNESCO</a></p>

16.09.2019Íslensk sérþekking á sjóeldi í nýju Alþjóðabankaverkefni í Indónesíu

<span></span> <p>Íslendingar taka þátt í nýju verkefni með Alþjóðabankanum í Indónesíu sem hefur það markmið að aðstoða þarlend yfirvöld við sjálfbæra fiskveiðistjórnun og tillögugerð um fiskeldi í sjó. Með verkefninu á bæði að tryggja matvælaöryggi og auka verðmætasköpun og útflutning á eldisafurðum frá Indónesíu. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans um að veita bankanum aðgang að sérfræðiþekkingu á Íslandi.</p> <p>Gunnar Þórðarson svæðisstjóri Matís á Vestfjörðum var í Indónesíu á dögunum ásamt fulltrúum Alþjóðabankans. Fundir voru haldnir með starfsmönnum ráðuneyta til að undirbúa verkefnið og leggja línurnar til að auka fiskeldi og matvælaframleiðslu þjóðarinnar. „Ljóst er að&nbsp; Matís hefur margt fram að færa til að bæta úr og koma öflugu fiskeldi í sjó á rekspöl í Indónesíu. Með þekkingu sem byggð hefur verið upp við laxeldi væri hægt að koma miklu til leiðar við framleiðslu á eldisfiski, sem myndi koma Indónesíu, Asíu og reyndar öllum þjóðum heims til góða,“ segir Gunnar í aðsendri <a href="http://www.bb.is/2019/09/ad-faeda-heiminn-til-framtidar-samstarfsverkefni-matis-utanrikisraduneytisins-og-althjodabankans/">grein</a>&nbsp;sem birtist á dögunum í blaðinu Bæjarins bestu á Ísafirði.</p> <p>Eldi í sjó og vatni er umfangsmikið í Indónesíu og aðeins í Kína er framleiðslan meiri. Fram kemur í grein Gunnars að ræktun á þangi nemi rúmlega 99 prósentum af framleiðslunni og því sé álitið að tækifæri í fiskeldi séu mikil. „Sjóeldi er ein umhverfisvænasta prótein framleiðsla sem þekkist, með umtalsvert minna sótspor en landbúnaður,“ segir Gunnar og bætir við síðar í greininni. „Í dag kemur um helmingur af öllu fiskmeti úr eldi, enda takmörk fyrir því hvað hægt er að veiða af villtum fiski. Fiskeldi er einnig með sérlega lágt kolefnisspor og því leynast umtalsverð tækifæri eldinu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.“</p> <p>Gunnar bendir á að vandamál sjóeldis í Indónesíu felist meðal annars í mikilli sóun á fóðri sem er stór hluti kostnaðarins. Hann segir að með nútíma eldisaðferðum, eins og þekkist á kaldari svæðum, megi lyfta grettistaki með því að nota hátækni og þekkingu til að framleiða holla fæðu fyrir fjölmennasta svæði veraldar. „Í dag er lax alinn á norðlægum slóðum og fluttur ferskur með flugi til borga í Asíu, með ærnum fjárhagslegum og umhverfislegum kostnaði. Það liggja því mikil tækifæri í að setja upp eldi til að sinna þessum markaði, en í kringum Indónesíu eru mörg fjölmennustu ríki heimsins, enda býr þar nærri helmingur jarðarbúa. Áætlað er að auka þurfi matvælaframleiðslu um 70 milljón tonn til ársins 2050, þegar íbúar jarðar verða rúmar níu milljarðar talsins.“</p> <p>Gunnar segir að Matís hafi burði til að aðstoða aðrar þjóðir til að bæta lífsgæði sín og nágranna sinna. „Þó þessi þekking sé ekki öll innan veggja Matís getur fyrirtækið nálgast hana í gegnum sitt tengslanet og samstarfsaðila. Svona verkefni koma öllum til góða og er dæmi um þekkingu sem Íslendingar eiga að flytja út,“ skrifar hann í Bæjarins bestu og bætir við að Matís hafi einnig tekið að sér verkefni á Filippseyjum með utanríkisráðuneytinu og Alþjóðabankanum sem lýtur að ræktun á þangi. </p>

16.09.2019Alvarleg vannæring ógnar lífi barna í Mósambík

<span></span> <p>Tæplega ein milljón íbúa Mósambíkur býr við vannæringu og matarskort, þar af 160 þúsund börn yngri en fimm ára, segir í tilkynningu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem álítur að ástandið eigi eftir að versna á komandi mánuðum. Þetta hörmungarástand er bein afleiðing fellibyljanna Idai og Kenneth sem herjuðu á Mósambík og grannríki í mars og apríl á þessu ári. </p> <p>Fellibyljirnir skildu eftir sig slóð eyðileggingar í miðríkjum og norðurhluta landsins, flóð eyðilögðu akra á 780 þúsund hektara svæði og tugir þúsunda íbúa þurftu að flýja heimili sín. Að mati fulltrúa UNICEF eru miklar líkur á því að börnum sem búi við alvarlega vannæringu fjölgi á þessum slóðum og að þau verði allt að 200 þúsund í febrúar á næsta ári. Um 38 þúsund börn gætu orðið svo alvarlega vannærð að þau gætu dáið, segir í frétt UNICEF.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/i-t-s2QiwWQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Að sögn Marcoluigi Corsi fulltrúa UNICEF í Mósambík hafa afleiðingar flóðanna, sem fylgdu í kjölfar fellibyljanna, á landbúnað leitt til þess að börn fá ekki nægilega næringarríkan mat til þess að þroskast á heilbrigðan hátt. Að nokkrum mánuðum liðnum verði ástandið orðið enn alvarlegra og því sé bráðnauðsynlegt að fá stuðning við áframhaldandi mannúðaraðastoð.</p> <p>Hann bendir jafnframt á að á tímum matarskorts sé hætta á að öryggi barna sé ógnað. Stighækkandi verð á matvælum geti leitt til þess að fjölskyldur grípi til óyndisúrræða eins og að gifta dætur sínar barnungar eða senda börnin í nauðungarvinnu. Corsi segir að nýleg könnun bendi til þess að barnabrúðkaupum sé að fjölga og dæmi séu um að stúlkur yngri en 13-14 ára séu komnar í hjónaband.</p> <p><a href="https://reliefweb.int/report/mozambique/appeal-launched-humanitarian-response-cyclone-devastation-mozambique" target="_blank">Neyðarkall mannúðarsamtaka vegna barna í Mósambík</a></p>

13.09.2019Fjárfestingar vegna loftslagsbreytinga skila sér margfalt til baka

<span></span> <p>Fjárfestingar sem tengjast aðlögun að loftslagsbreytingum skila sér margfalt til baka, að mati alþjóðlegs ráðgjafahóps undir forsæti Ban Ki-moon, fyrrverandi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði í vikunni í kynningu á nýútkominni skýrslu hópsins að tæplega 260 milljarða króna fjárfestingar á fimm lykilsviðum gætu skilað rúmlega 900 milljarða króna hagnaði.</p> <p>Meginskilaboð skýrslunnar eru þau að brýnt sé að draga úr losun skaðlegra lofttegunda og á sama tíma verði að hefja aðlögun að loftslagsbreytingum með kröftugu viðnámi. „Að draga úr losun og hefja aðlögun fer einkar vel saman enda tvær jafn mikilvægar undirstöður Parísarsamkomulagsins. Aðlögun er ekki aðeins rétt leið heldur líka snjöll leið til að auka hagvöxt og skapa heim sem bregst við loftslagsvandanum,“ sagði Ban Ki-moon en ásamt honum eru þau Bill Gates, stofnandi Microsoft, og Kristina Georgieva, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, í framkvæmdastjórn Global Commission for Adoption.</p> <p>Í skýrslunni <span></span>- <a href="https://gca.org/global-commission-on-adaptation/adapt-our-world">Adapt Now: A Gobal Call for Leadership on Climate Resilience</a> - eru færð rök fyrir því að aðlögun tengd loftslagsbreytingum geti skilað „þreföldum arði“ með því að takmarka tjón í framtíðinni, skila jákvæðum efnahagslegum ábata með nýsköpun, og skila nýjum félagslegum og umhverfislegum ávinningi.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/mbHIzuFTAAg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Ein þeirra fjárfestinga sem ráðgjafahópurinn bendir á er viðvörunarkerfi sem myndi gera fólki viðvart um öfgafull veðurfyrirbæri eins og hitabylgjur, flóð, fellibylji eða aðrar náttúrhamfarir. Slíkt viðvörunarkerfi gæti á skömmum tíma dregið verulega úr tjóni. Aðrar ábendingar hópsins um arðvænlegar fjárfestingar snúa meðal annars að sterkari innviðum, umbótum í landbúnaði, vernd leiriviðar (tré&nbsp;sem vaxa við sjávarstrendur, þau einu sem eru fær um að vaxa í söltu vatni) og lokum vernd&nbsp;vatnsbóla.</p> <p>Í skýrslunni er bent á að loftslagsbreytingar hafi áhrif á alla jarðarbúa en þó mest á þá sem síst skyldi, þær fátæku þjóðir sem eiga minnstan þátt í að skapa vandann en líða mest fyrir breytingarnar. Milljónir manna verði enn fátækari og hætta aukist á átökum og óstöðuleika. „Fólk upplifir alls staðar hrikaleg áhrif loftslagsbreytinga,“ segir Bill Gates. „Þau bitna mest á milljónum smábænda og fjölskyldum þeirra í þróunarríkjunum sem glíma við fátækt og hungur vegna lítillar uppskeru og vegna mikilla breytinga á hitastigi og úrkomu.“</p>

12.09.2019Vísindamenn draga upp dökka mynd af framtíðinni

<span></span> <p>Aukinn ójöfnuður og loftslagsbreytingar koma ekki aðeins til með að draga úr framförum í átt að heimsmarkmiðunum um sjálfbærni heldur ógna sjálfri tilvist mannsins á jörðinni. Þetta er meðal niðurstaðna fimmtán vísindamanna sem eru höfundar nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og framgang heimsmarkmiðanna.</p> <p>Skýrslan - <a href="https://sustainabledevelopment.un.org/globalsdreport/2019" target="_blank">“The Future is Now: Science for Achieving Sustainable Development”</a>&nbsp;– er birt í aðdraganda leiðtogafundar um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum og verður aðal umfjöllunarefni fundarins. Að mati skýrsluhöfunda er heimurinn ekki á réttri leið með heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru af öllum aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og eiga að vera í höfn árið 2030. Þeim er lýst í frétt frá Reuters sem einskonar „verkefnalista“ til að takast á við átök, hungur, landhnignun, jafnrétti kynjanna og loftslagsbreytingar.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/szdVa7pLKww" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Vísindamennirnir kalla eftir skjótum og hnitmiðuðum aðgerðum til að forða því að framfarir síðustu ára verði að engu. „Við höfðum ekki gert okkur grein fyrir því hversu brýnt er að bregðast við strax,“ sögðu þeir á fundi með fréttamönnum þegar skýrslan var kynnt í gær.</p> <p>Í skýrslunni segir að enn sé unnt að tryggja velsæld og útrýma fátækt á jörðinni fyrir árið 2030 – sem þá telur um 8,5 milljarða íbúa – en til þess að svo megi verða þurfi skjótt að breyta sambandi manns og náttúru og draga úr félagslegum og kynbundum ójöfnuði.</p>

11.09.2019Skólatöskugrafreitur fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna

<span></span> <p>„Þessar myndir láta engan ósnortinn og sýna svo ekki verður um villst að gera þarf meira til að vernda börnin. Börn eiga aldrei sök á stríði,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. &nbsp;Fulltrúar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, stilltu upp í vikunni, við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York, 3.758 skólatöskum sem litu út eins og legsteinar. Hver taska táknaði eitt barn sem lést á átakasvæðum á síðasta ári.</p> <p>Með þessum táknræna skólatöskugrafreit sendir UNICEF skýr skilaboð til þjóðarleiðtoga sem sækja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á næstunni, nú þegar skólar eru víða nýhafnir eða að hefjast. Samkvæmt frétt UNICEF fer enginn bakpokanna til spillis því þeim verður síðan komið áfram til barna til að styðja við menntun þeirra.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/5DNz0yUY3FQ" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Bakpokar UNICEF hafa alltaf verið tákn um von og möguleika æskunnar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Eftir hálfan mánuð munu þjóðarleiðtogar koma hér saman á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að fagna 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Þessi sýning ætti að minna þá á hvað er í húfi.“</p> <p>Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um stöðu barna á stríðssvæðum létu tólf þúsund börn lífið eða slösuðust alvarlega á átakasvæðum í fyrra. Þau hafa aldrei verið fleiri frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu að fylgjast með og greina frá þessum alvarlegu brotum. UNICEF segir að þetta séu aðeins staðfestu tilfellin, rauntölur séu að líkindum miklu hærri. </p>

11.09.2019Samfélagsleg skylda okkar að gera heiminn betri

<span></span> <p>Samstarfsátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ náði hápunkti í gærmorgun þegar fram fór málstofan „Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu.“ Átakið er samstarfsverkefni allra helstu íslensku félagasamtakanna í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu auk utanríkisráðuneytisins en að þessu sinni er markmið þess að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, til samstarf og til að leggja lóð sín á vogarskálar alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.</p> <p>Samstarf sem þetta má nefna Te og kaffi og&nbsp;UNICEF&nbsp;sem hefur varað í yfir áratug. Fyrirtækið styður baráttu&nbsp;UNICEF&nbsp;gegn mænusótt,&nbsp;ebólu&nbsp;og vannæringu barna með ýmsum leiðum, meðal annars með hlutfalli af hverjum seldum kaffibolla á ákveðnu tímabili, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur viðskiptavina fyrirtækisins.&nbsp;</p> <p>Málstofan heppnaðist vel og á henni voru flutt mörg fræðandi erindi um ávinning og tækifæri fyrirtækja í því að styðja þróunarsamvinnu.</p> <p>Á mælendaskrá voru auk Sturlu Sigurjónssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sem flutti opnunarávarp, þau Hrund&nbsp;Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu–miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, Viktoría Valdimarsdóttir, sérfræðingur hjá Ábyrgum lausnum, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN&nbsp;Women, Sigurlilja Albertsdóttir, sérfræðingur hjá&nbsp;utanríkisráðuneytinu,&nbsp;auk þess sem fyrirtækin Marel,&nbsp;Íslandsbanki og&nbsp;Áveitan sögðu stuttar reynslusögur af sinni þátttöku í þróunarsamvinnu. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og Kaffi, fór yfir tíu ára samstarf fyrirtækisins við&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi.</p> <p><strong>Rétt að vera í samstarfi við UNICEF á Íslandi</strong></p> <p>Í erindi sínu fór Guðmundur meðal annars yfir það í hvað peningarnir hafa farið sem safnast hafa í því samstarfi frá árinu 2008.</p> <p>„Framlögin sem hafa safnast hafa farið í réttindabaráttu fyrir börn um allan heim, baráttuna gegn mænusótt, baráttu gegn&nbsp;ebólu&nbsp;og menntaverkefni fyrir börn í Kólumbíu,“ sagði Guðmundur og benti á að síðastnefnda verkefnið væri í héraði þaðan sem kaffi sem fyrirtækið selur í fyrirtækjasölu sé ræktað.</p> <p>Um ávinning samstarfs við&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi sagði Guðmundur að frá árinu 2008 hafi samstarfið verið hryggjarstykkið í stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð.</p> <p>„Við eigum í samstarfi við&nbsp;UNICEF&nbsp;því okkur finnst rétt að gera það. Við eigum í þessu samstarfi því okkur ber samfélagsleg skylda til að gera heiminn betri.“</p> <p>Að&nbsp;vitundarvakningunni&nbsp;Þróunarsamvinna ber ávöxt standa auk&nbsp;UNICEF&nbsp;á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Rauði Krossinn, UN&nbsp;Women, SOS barnaþorpin, Barnaheill,&nbsp;ABC&nbsp;barnahjálp, Kristniboðssambandið, Hjálparstarf kirkjunnar, Sól í Tógó og utanríkisráðuneytið.</p> <p><a href="https://unicef.is/samfelagsleg-skylda-okkar-ad-gera-heiminn-betri" target="_blank">Frétt frá UNICEF á Íslandi</a></p>

10.09.2019Allt að 200 milljónir til ráðstöfunar til fyrirtækja í þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Allt að tvö hundruð milljónir króna verða til ráðstöfunar úr Samstarfssjóði við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á þessu ári. Utanríkisráðuneytið auglýsti á dögunum öðru sinni eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tvö íslensk fyrirtæki, Marel og Thoregs, hlutu styrki úr sjóðnum fyrr á árinu þegar úthlutað var úr honum í fyrsta sinn.<br /> &nbsp;<br /> Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til &nbsp;þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnustefnu íslenskra stjórnvalda.</p> <p>Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna er allt að 200 þúsund evrur yfir þriggja ára tímabil. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50% af heildarkostnaði verkefnis.<br /> &nbsp;<br /> Veitt verða framlög til samstarfsverkefna sem koma til framkvæmdar í lágtekju- og lágmillitekjurríkjum en listi yfir gjaldgeng lönd er að finna á vef ráðuneytisins. &nbsp;Styrkt verkefni eiga að vera til hagsbóta í viðkomandi landi og stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum vexti. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á frumkvöðlastarf, atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif.<br /> &nbsp;<br /> Að þessu sinni verður líka boðið upp á að sækja um forkönnunarstyrki, sem geta numið allt að tveimur milljónum króna. Styrkirnir verða fimm talsins og þeim er ætlað að styðja við hugmyndir eða verkefni á frumstigi sem geta leitt af sér stærra þróunarverkefni, líkt og „Fræ“ sem er fyrirtækjastyrkur hjá tækniþróunarsjóði Rannís. <br /> &nbsp;<br /> Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 15. október 2019. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður tveimur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu og fulltrúa utanríkisráðuneytisins. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í desember á þessu ári.<br /> &nbsp;<br /> Nánar á <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/samstarfssjodur/?fbclid=IwAR0lRgp6wEgAyM2Z6TxOPnr0iqp1J4y1AKl9PgItPqf6Al0ueGr2F-0KLqQ">vef</a>&nbsp;Samstarfssjóðsins.</p>

09.09.2019Hægt að útrýma malaríu fyrir miðja öldina

<span></span> <p>Að mati fræðimanna ætti að vera unnt að útrýma malaríu eða mýrarköldu um miðja þessa öld. Malaría er einn skæðasti og banvænasti sjúkdómur sem mannkynið hefur glímt við um aldir. Hópur rúmlega fjörutíu fræðimanna birti grein í gær í læknatímaritinu The Lancet þar sem þeir staðhæfa með vísan í faraldsfræðilegar og fjárhagslegar greiningar að fyrir árið 2050 sé mögulega unnt að útrýma malaríu „með réttum tækjum, réttum aðferðum og nægu fjármagni,“ eins og þeir segja í grein sinni.</p> <p>„Útrýming malaríu hefur alltof lengi verið fjarlægur draumur, en nú höfum við sannanir fyrir því að unnt sé að uppræta malaríu fyrir árið 2050,“ segir Richard Feachem sem stýrir alþjóðlegum lýðheilsuhóp við Kaliforníuháskóla í San Francisco.</p> <p>Á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir í baráttunni gegn malaríu. Malaríutilvikum hefur fækkað um 36% og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fækkað um 60%. Í greininni í The Lancet er hins vegar varað við því að árangri tveggja síðustu áratuga sé teflt í tvísýnu vegna skorts á fjármagni og þeirrar staðreyndar að í 55 þjóðríkjum í Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku fjölgi malaríutilvikum. Þau eru langflest í Afríkuríkjum og rúmlega þriðjungur tilvika í aðeins tveimur löndum: Nígeríu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>Á síðasta ári greindust 219 milljónir manna með malaríu og þar af létust 435 þúsund, mikill meirihluti börn og sérstaklega kornabörn. Samkvæmt tölfræðinni deyr barn af völdum malaríu aðra hverja mínútu.</p>

09.09.2019Málstofa á morgun um þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu

<p>Á morgun verður haldin málstofa um þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. Málstofan er hluti af vitundarvakningunni Þróunarsamvinna ber ávöxt sem öll helstu íslensku félagasamtökin í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Átakið hófst í morgun og stendur út alla vikuna. Markmið málstofunnar í fyrramálið er að kynna fyrir fyrirtækjum, stórum sem smáum, tækifæri og ávinning þess að styðja við alþjóðlega þróunarsamvinna.</p> <p>Málstofan fer fram á Nauthóli á morgun, 10. september, frá kl. 9:00-11:30. Fyrirtæki á borð við Marel, Íslandsbanka, Te og kaffi og Áveituna á Akureyri koma til með segja frá reynslu sinni af þátttöku í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Á málstofunni verður jafnframt myndband frumsýnt sem fjallar um ýmis samstarfstækifæri fyrirtækja og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2fthrounarsamvinna.ber.avoxt%2fvideos%2f383716912327035%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Að mati forsvarsmanna Þróunarsamvinnu ber ávöxt geta íslensk fyrirtæki lagt þung lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu. „Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er gert skýrt ákall eftir þátttöku fyrirtækja í brýnustu verkefnum á heimsvísu, sem eru meðal annars loftlagsaðgerðir ásamt útrýmingu hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum. Með því að leggja til þekkingu, búnað, vinnuafl eða fjármuni hafa mörg fyrirtæki breytt lífskjörum fjölda fólks, víðs vegar um heiminn,“ segir í kynningartexta um málstofuna.</p> <p>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flytur opnunarávarp en fyrsta erindið er flutt af Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Festu og kallast „Ásetningur fyrirtækja að gera heiminn a betri stað.“ Þá ræðir Viktoría Valdimarsdóttir sérfræðingur hjá ábyrgum lausnum um ávinning fyrirtækja af þróunarsamvinnu. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women segir frá samstarfstækifærum fyrirtækja og félagasamtaka í þróunarsamvinnu og Sigurlilja Albertsdóttir sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu kynnir samstarfssjóð við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þá verða sagðar reyslusögur fyrirtækja af þátttöku í þróunarsamvinnu.</p> <p>Fundarstjóri er Logi Bergmann Eiðsson.</p> <p>Að átakinu standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Rauði Krossinn, UN Women, UNICEF, SOS barnaþorpin, Barnaheill, ABC barnahjálp, Kristniboðssambandið, Hjálparstarf kirkjunnar, Sól í Tógó, ásamt utanríkisráðuneytinu.</p>

05.09.2019UNICEF: Þriðjungur ungmenna orðið fyrir einelti á netinu

<span></span> <p>Um það bil þriðjungur ungmenna í þrjátíu ríkjum segist hafa orðið fyrir einelti á netinu og fimmtungur segist hafa sleppt því að mæta í skólann af þeim sökum. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun sem birt var í gær af hálfu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og skrifstofu sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum.</p> <p>Ungmennin svöruðu spurningum í könnuninni nafnlaust í gegnum samskiptagáttina <a href="https://ureport.in/" target="_blank">U-Report</a>. <span></span>Af svörum þriðjungs þeirra að dæma eru samfélagsmiðlar helsti vettvangur eineltis á netinu, svo sem Facebook, Instagram, Snapchat og Twitter. Alls náði könnunin til 170 þúsund ungmenna, 13 til 24 ára.</p> <p><span>&nbsp;Að mati þriðjungs unga fólksins ættu stjórnvöld í hverju landi að koma í veg fyrir einelti á netinu, rúmlega 30 prósent svarenda taldi ábyrgðina liggja hjá unga fólkinu sjálfu og tæplega 30 prósent skelltu skuldinni á internetfyrirtæki.</span></p> <p>„Hvarvetna í heiminum, meðal ríkra og fátækra þjóða, eru ungmenni að segja okkur að það verði fyrir einelti á netinu, það hafi áhrif á menntun þeirra og þau vilja að þessu linni,“ segir Henriette Fore framkvæmdastýra UNICEF sem kynnti niðurstöður könnunarinnar í gær. </p> <p>Hún minnir á að senn verði fagnað þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það verði að tryggja rétt barna varðandi stafrænt öryggi með öllum tiltækum leiðum.</p>

04.09.2019Sex hundruð börn látin í ebólufaraldrinum í Kongó

<span></span> <p>Tæplega 600 börn hafa látið lífið af völdum ebólufaraldurs í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Alls hafa 850 börn smitast af þessari banvænu veiru frá því faraldurinn braust út í ágúst 2018 og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. „Sú staðreynd ætti að vekja alla til vitundar um mikilvægi þess að ráða niðurlögum þessa skelfilega smitsjúkdóms,“ segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Kongó.</p> <p>Samkvæmt frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vinnur stofnunin náið með samstarfsaðilum á svæðinu að því markmiði að ráða niðurlögum ebólufaraldursins. Það gerir UNICEF með því að:</p> <ul> <li>Upplýsa, vernda og virkja samfélögin. UNICEF vinnur náið með áhrifafólki, trúarleiðtogum, íbúum og fjölmiðlum á svæðinu til að fræða fólk um einkenni, forvarnir og meðhöndlun á sjúkdómnum.</li> <li>Draga úr útbreiðslu með smitvörnum. UNICEF hefur komið upp handlaugum í meira en 2.500 heilsugæslustöðvum, 2.300 skólum og rúmlega 7 þúsund mikilvægum samgöngustöðum. Þá hefur Unicef séð um dreifingu á hitamælum og klór til að meðhöndla vatn og gert rúmlega tveimur milljónum manns kleift að nálgast hreint og öruggt drykkjarvatn.</li> <li>Senda átta næringarsérfræðinga til að veita börnum jafnt sem fullorðnum aðstoð í meðhöndlunarmiðstöðvum fyrir ebólasjúklinga. Þetta er í fyrsta skipti sem slík sérfræðiaðstoð er nýtt til að bregðast við ebólufaraldri og hún hefur mælst vel fyrir.</li> <li>Starfa í yfir 6.509 skólum vítt og breitt um svæðið og svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði og byggja þannig upp verndað umhverfi fyrir börn. Þetta felur í sér að dreifa vatni og hreinlætisvörum. Þá hafa rúmlega 32 þúsund kennarar og skólastjórar og hátt í milljón nemendur fengið fræðslu um ebólaveiruna.</li> </ul> <p>„Nú þegar tilfellum fjölgar er mikilvægt að muna að hvert þeirra er ekki bara tölfræði á blaði heldur sonur einhvers, dóttir, móðir, faðir, bróðir eða systir einhvers. Hvert dauðsfall skilur eftir syrgjandi fjölskyldu í sárum og sívaxandi ótta,“ segir Beigbeder. Hann segir lykilatriði í því að ráða niðurlögum faraldursins sé að koma í veg fyrir smit meðal barna enda séu þau hlutfallslega í meirihluta þeirra sem smitast. UNICEF sé að vinna með samstarfsaðilum sínum að því að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra bæði í bráð og lengd með ofangreindum leiðum. En betur má ef duga skal, segir Beigbeder.</p> <p>„Raunveruleikinn er sá að við þurfum miklu meiri alþjóðlegan stuðning. Ebólufaraldrar þurfa einstaklega mikla fjárfestingu samanborið við aðra faraldra því það er nauðsynlegt að meðhöndla 100 prósent tilfella með tilheyrandi eftirliti og eftirfylgni. UNICEF þarf 126 milljónir bandarískra dala til að mæta þörfum barna og samfélaga hér núna og í nánustu framtíð. Eins og er hefur UNICEF aðeins fjármagnað 31 prósent af þeirri upphæð.“</p> <p><a href="https://unicef.is/heimsforeldrar" target="_blank">Heimsforeldrar</a> taka virkan þátt í baráttu UNICEF um allan heim, meðal annars í baráttunni við ebólufaraldurinn. Á Íslandi eru yfir 27 þúsund heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF í verkefnum sínum.</p>

03.09.2019Herferðir gegn plastmengun í september

<span></span> <p>Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu (UNRIC) tekur ásamt Evrópusambandinu og fleirum þátt í strandhreinsunarátakinu #EUBeachCleanUp. Í frétt á vef skrifstofunnar segir að gott sé að hreinsa strendur af plasti, enn betra sé að höggva að rótum vandans. „Plast er orðinn svo snar þáttur í lífi okkar að við tökum varla eftir því lengur. Það er ódýrt, þægilegt og alls staðar.“</p> <p>Markmiðið er að efla vitund almennings og hvetja til aðgerða. Fram kemur í fréttinni að ekki sé víst að allir átti sig á því að á 70% plasts sé ekki endurunnið og mikið af því fjúki á haf út eða í á og læki, eins og plastmengunin á ströndum sé til marks um. Talið er að fimm milljón milljónir stórra og smárra plasteininga séu á floti í hafinu</p> <p>Blái herinn hefur verið samstarfsaðili þeirra sem að átakinu standa á Íslandi.&nbsp;<a href="https://unric.org/is/frettir/27448-strie-a-hendur-plasti-i-september">Marglytturnar, hópur áhugakvenna um útivist og náttúruvernd</a>&nbsp;ætlar að synda yfir Ermasunds á næstu dögum til stuðnings Bláa hernum og til að vekja athygli á plastmengun í sjónum. Strendur verða hreinsaðar í rúmlega 80 löndum frá Belgíu til Grænhöfðaeyja í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, skóla og æskulýðssamtök.&nbsp;Ungmennafulltrúi Sameinuðu þjóðanna tekur líka þátt í átakinu, en í hverjum mánuði beitir hann sér fyrir 31 dags herferð ungs fólks í tengslum við&nbsp;<a href="https://www.un.org/en/climatechange/youth-summit.shtml">Loftslagsráðstefnu unga fólksin</a>s í New York.</p> <p>Minna má á að hér heima er í gangi herferðin „<a href="https://plastlausseptember.is/um_atakid/" target="_blank">Plastlaus september</a>“ sem er árvekniátak til að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega, ásamt því að leita leiða til að minnka notkunina.</p>

02.09.2019Menntun flóttabarna í miklum ólestri

<span></span> <p>„Við verðum að fjárfesta í menntun flóttafólks eða greiða ella það gjald sem fylgir því að heilli kynslóð hefur verið meinað að vaxa úr grasi og verða sjálfstæðir einstaklingar, sem finna sér störf og leggja til samfélagsins,“ sagði Filippo Grandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna þegar hann kynnti nýja skýrslu stofnunarinnar um skólamál flóttabarna. Innan við helmingur barna á skólaaldri sem er á flótta fær formlega menntun, segir í skýrslunni: <a href="https://www.unhcr.org/steppingup/" target="_blank">Stepping Up, Refugees Education in Crisis.</a></p> <p>Tæplega 26 milljónir flóttamanna eru einstaklingar yngri en átján ára. Það þýðir að annar hver flóttamaður í heiminum er barn. Samkvæmt skýrslunni eru 3,7 milljónir barna á flótta utan skóla, af 7,1 milljón ungmenna sem telst vera á flótta. Hlutfallið er langhæst meðal háskólanema þar sem einungis 3% ungs fólks á flótta hefur tækifæri til að sækja sér háskólamenntun. Í framhaldsskólum eru aðeins 24% unglinga á flótta á skólabekk en í grunnskólum fer hlutfallið upp í 63%.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hvetur ríkisstjórnir og framlagsríki til að taka frumkvæði og byggja skóla, mennta kennara og greiða skólagjöld ungmenna á flótta. Með því að grípa ekki til aðgerða sé flóttabörnum neitað um tækifæri til að byggja upp hæfni fyrir framtíðina auk þess sem líkurnar á því að þau snúi á óheillabraut verði meiri. </p> <p>Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember verður stuðningur við eflingu menntunar flóttabarna á gagnfræða- og menntaskólaaldri helsta umræðuefniö. Grandi segir skóla vera helstu von flóttamanna um annað tækifæri í heiminum.</p> <p>Ísland er öflugur bakhjarl Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þriggja ára samningur um föst framlög utanríkisráðuneytisins til hennar er í gildi en hann var undirritaður árið 2017. Einnig hafa verið veitt framlög þegar alvarleg áföll dynja á eða aðstæður versna verulega á tilteknum svæðum, líkt og gerðist á síðasta ári í Venesúela, svo dæmi sé tekið.</p>

30.08.2019Hvatt til aðgerða vegna horfinna flóttamanna

<span></span> <p>Í dag, á alþjóðadegi fórnarlamba mannshvarfa, hvetja Sameinuðu þjóðirnar ríki heims til að grípa til aðgerða vegna horfinna flóttamanna, að þau bregðist skjótt við í leit að horfnum einstaklingum og rannsaki afdrif þeirra. Í tilkynningu frá samtökunum í tilefni dagsins er bent á þá þróun að sífellt hvíli meiri leynd yfir flótta fólks og það fari í lengri og hættulegri ferðir. Þessi þróun auki hættuna á mannréttindabrotum, þar á meðal „þvinguðum“ mannshvörfum.</p> <p>„Ég heiti Maria Elana Lorios. Ég er að leita að syni mínum, Heriberto Antonio Gonzales Larios. Hann var átján ára þegar hann fór, svo hann er 27 ára í dag. Ég kvaddi hann þegar hann fór og síðan hef ég engar fregnir af honum. Nokkrum mánuðum áður en hann hvarf sagði hann mér að hann hygðist fara, en ég reyndi að telja hann ofan af því vegna þess að hann ætti engan ákvörðunarstað vísan. Ég sagði honum það væri ekki góð hugmynd af fara í burtu þar sem aðstæður væru hættulegar á leiðinni.“</p> <p>„Saga Maríu Elenu er ein af þúsundum frásagna um mannlegan harmleik sem hefur áhrif á þúsundir fjölskyldna flótta- og farandfólks sem hefur horfið,“ segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna. Þeir benda jafnframt sérstaklega á að mannshvörfin tengist oft stöðum þar sem farandfólki er komið fyrir og sé oft afleiðing smygls eða mansals. Því þurfi að leggja áherslu á að auka forvarnir, vernd, leit og rannsóknir á þessum mannshvörfum. </p>

29.08.2019Börn í Afríku verða í meirihluta sárafátækra í heiminum árið 2030

<span></span> <p>Fátækt meðal barna í Afríku kemur til með að aukast á næstu árum, að mati fræðimanna hjá Overseas Development Institute (ODI) í Bretlandi. Í nýrri grein er bent á að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun geri ráð fyrir að útrýma fátækt í heiminum fyrir árið 2030. Það markmið fjarlægist fyrir einn aldurshóp í einni heimsálfu: börn í Afríku, segir í greininni.</p> <p>Framtíðarspár ODI miðað við núverandi ástand gera ráð fyrir að hartnær 305 milljónir barna í Afríku – tvö börn af hverjum fimm – komi til með að búa við sára fátækt árið 2030, eða helmingur allra jarðarbúa í sárri fátækt. Að meðaltali fæðist 87 milljónir barna inn í sára fátækt allan næsta áratug, segja fræðimenn ODI, þau Kevin Watkins og Maria Quat.</p> <p>„Birtingarmynd fátæktar í heiminum breytist hratt,“ segja þau.<span>&nbsp; </span>„Í þessari <a href="https://www.odi.org/sites/odi.org.uk/files/resource-documents/12863.pdf" target="_blank">grein</a>&nbsp;skoðum við eina erfiðustu en jafnframt minnst rannsökuðu hlið á þessum breytingum: augljósa hlutfallslega fjölgun afrískra barna í heildarmyndinni um sárafátækt í heiminum. Heimsmarkmiðin fela í sér fyrirheit þjóða heims að útrýma sárri fátækt fyrir árið 2030 „í allri sinni mynd alls staðar“ en eins og staðan er núna verður ekki staðið við þau fyrirheit gagnvart börnum í Afríku. Samkvæmt uppfærðum spám teljum við að 304,7 milljónir barna í Afríku sunnan Sahara komi til með að búa við sárafátækt árið 2030. Hlutfall þessara barna í heildarfjölda sárafátækra í heiminum verður þá 55%, borið saman við 43% árið 2018 – og þrisvar sinnum hærra hlutfall en árið 2000,“ segir í greininni.</p> <p>Að mati ODI hefði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Heimsmarkmiðin á mörgum sviðum ef ekki tekst að ráða fram úr fátækt barna í Afríku. „Fylgifiskur fátæktar barna er aukin hætta á heilsuleysi og fjölgun dauðsfalla, vannæring og takmarkaðri námstækifæri,“ segir í greininni. Þá segir að grípa þurfi til skjótra og markvissra aðgerða. „Það er tímabært að ríkisstjórnir í Afríku, framlagsríki, alþjóðlegar stofnanir og frjáls félagasamtök taki höndum saman um að þróa heildstæð viðbrögð í baráttunni gegn fátækt barna. Trúverðugleiki Heimsmarkmiðanna veltur á því og það sem mikilvægara er: framtíð barna í þessum heimshluta.“</p>

28.08.2019Skortur á hreinu vatni hættulegri börnum en byssukúla

<span></span> <p>„Það hefur aldrei verið brýnna að tryggja rétt barna að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu,“ segir fulltrúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í tilefni af nýrri skýrslu um þann vanda sem steðjar af börnum víðs vegar um heiminn vegna skorts á aðgengi að hreinu neysluvatni.</p> <p>Í fyrsta bindi nýrrar skýrslu, Water on Fire, kemur fram að aðgengi að ómenguðu drykkjarvatni séu réttindi sem skipti sköpum um líf barna. Engu að síður búi 210 milljónir barna við skert aðgengi að hreinu vatni og tvöfalt fleiri, eða 420 milljónir barna, hafi ekki aðgang að viðunandi salernisaðstöðu.</p> <p>Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur víða sérhæft sig í WASH verkefnum, meðal annars í stóru verkefni í Mósambík með íslenska utanríkisráðuneytinu, en skammstöfunin stendur fyrir vatn, salernisaðstöðu og hreinlæti. „Ástandið er víða hræðilegt fyrir börn eins og í Cox Bazar, Úkraínu og Jemen, og álíka viðkvæmum svæðum,“ segir Kelly Ann Naylor aðstoðarframkvæmdastjóri UNICEF í WASH verkefnum. Hún bendir á fjölgun átakasvæða í heiminum, segir átök dragast á langinn og skaða sífellt fleira fólk.</p> <p>UNICEF hóf fyrr á árinu átak undir heitinu „Water Under Fire“ með vísun í að skortur á hreinu vatni geti verið jafn hættulegur og byssukúla því fleiri börn látist af vatnsbornum sjúkdómum en í beinum átökum, þrjátíu sinnum fleiri yngrir en fimm ára og þrisvar sinnum fleiri yngri en 15 ára. Skýrslan sem kom út í gær er liður í átakinu og áminning um þann mikilvæga rétt barna að hafa greiðan aðgang að hreinu vatni og öruggri salernisaðstöðu.</p> <p><a href="https://news.un.org/en/story/2019/08/1045051" target="_blank">Byggt á frétt frá Sameinuðu þjóðunum.</a></p>

27.08.2019Parísarsamkomulagið dugar of skammt

<span></span> <p>António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Parísarsamkomulagið um aðgerðir í loftslagsmálum dugi of skammt og hvetur ríki heims til að gera betur. „Það er afar brýnt að ríki skuldbindi sig til að bæta við fyrirheitin í París, því þau duga of skammt,“ sagði Guterres að loknum leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims (G7) í Biarritz í Frakklandi.</p> <p>Guterres telur að þörf sé á meiri metnaði í aðgerðum gegn hamfarahlýnun jarðar og öflugri skuldbindingu. Hann bendir jafnframt á að aðgerðum í samræmi við Parísarsamkomulagið hafi ekki öllum verið hrint í framkvæmd.</p> <p>Á fundi með fréttamönnum sagði Guterres að hann hafi sótt leiðtogafund G7 sem gestur í því skyni vekja athygli á leiðtogafundi um loftslagsaðgerðir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Hann sagði G7 fundinn fela í sér gott tækifæri til að kalla eftir öflugum aðgerðum alþjóðasamfélagsins.</p> <p>„Við höfum séð almenna borgara fylkja liði, ungt fólk fylkja liði og við vonumst til að fulltrúar ríkja heims komi til New York til að skuldbinda sig til að ná kolefnisjöfnuði fyrir árið 2050,“ sagði Guterres. „Til þess þarf að endurskoða landsáætlanir um loftslagsaðgerðir sem endurnýja ber eftir 2020. Og við verðum að hafa hugfast að skattleggja ber kolefni ekki fólk. Binda ber enda á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og hætta að byggja kolaorkuver eftir 2020.“</p> <p>„Ung fólk hefur verið í fararbroddi og við munum byrja fundinn með leiðtogafundi ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum, en við þurfum á góðum fordæmum að halda, ekki síst af hálfu þeirra sem tilheyra G7 ríkjunum,” sagði aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Eins og áður hefur komið fram var Esther Hallsdóttir á dögunum kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa. Esther kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í næsta mánuði.&nbsp;</p> <h6>Byggt á frétt UNRIC - Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.</h6>

26.08.2019Ákall eftir þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Öll helstu íslensku félagasamtökin í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu hafa tekið höndum saman og ætla í næsta mánuði, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, að endurvekja átakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ og leggja að þessu sinni áherslu á þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. </p> <p>Vitundarvakningin&nbsp;fer fram dagana 9.-13. september og einn helsti viðburðurinn verður málstofa um þátttöku fyrirtækja í þróunarsamvinnu. „Íslensk fyrirtæki geta lagt þung lóð á vogarskálar þróunarsamvinnu. Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er gert skýrt ákall eftir þátttöku fyrirtækja í brýnustu verkefnum á heimsvísu, sem eru meðal annars loftlagsaðgerðir ásamt útrýmingu hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum. Með því að leggja til þekkingu, búnað, vinnuafl eða fjármuni hafa mörg fyrirtæki, stór og smá, breytt lífskjörum fjölda fólks, víðsvegar um heiminn. Markmið málstofunnar er að kynna afrakstur slíkra verkefna og ávinninginn sem þau geta haft fyrir fyrirtæki,“ segir í tilkynningu á Fésbókarsíðu átaksins.</p> <p>Þar segir enn fremur að starfsfólk, viðskiptavinir og fjárfestar geri æ meiri kröfur til fyrirtækja um samfélagslega ábyrga hegðun. Með þátttöku í þróunarsamvinnu geti fyrirtæki aukið stolt starfsmanna sinna og gefið viðskiptavinum og fjárfestum skýran og ábyrgan valkost.</p> <iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3a%2f%2fwww.facebook.com%2fthrounarsamvinna.ber.avoxt%2fvideos%2f383716912327035%2f&%3bshow_text=0&%3bwidth=560" width="560" height="315" style="border:none;overflow:hidden;" scrolling="no" frameborder="0" allowtransparency="true" allowfullscreen="true"></iframe> <p>Á málstofunni, sem haldin verður á veitingahúsinu Nauthóli 10. september frá klukkan 9:00 til 11:30, verður einnig bent á hagnýtar leiðir til þess að vinna að framgangi heimsmarkmiðanna og tengjast alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Málstofan er gjaldfrjáls og öllum opin.</p> <p><a href="https://www.facebook.com/throunarsamvinna.ber.avoxt/" target="_blank">Fésbókarsíða Þróunarsamvinnu ber ávöxt</a></p>

21.08.2019Alþjóðabankinn varar við hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða

<p><span>Heimurinn stendur frammi fyrir hættuástandi vegna versnandi vatnsgæða víða um heim. Mengað vatn ógnar velferð manna og umhverfis og skerðir efnahagslega möguleika þessara svæða. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í <a href="https://www.worldbank.org/en/news/feature/2019/08/20/quality-unknown" target="_blank">nýrri skýrslu Alþjóðabankans</a>&nbsp;um vatnsgæði í heiminum.&nbsp;</span></p> <p><span>Á sumum svæðum eru ár og vötn svo menguð að það bókstaflega kviknar í þeim. Dæmi um slíkt er <a href="https://www.nationalgeographic.com/news/2018/02/bangalore-india-lake-bellandur-catches-fire-pollution/" target="_blank">Bellandur-vatnið á Indlandi</a>, sem hefur ítrekað verið þakið eldi og reyk undanfarin ár. Mörg önnur vatnssvæði eru svo menguð af bakteríum, skólpi, úrgangsefnum og plasti, að allt súrefni er horfið úr vatninu sem gerir það eitrað. Skýrsluhöfundar fullyrða að án brýnna aðgerða muni vatnsgæði halda áfram að versna í heiminum sem muni hafa umtalsverð áhrif á heilsu manna, draga stórlega úr matvælaframleiðslu og, þar af leiðandi, hægja á efnahagslegum framförum víða um heim.&nbsp;</span></p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Zm4UoafYCMs" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p><span>Notkun köfnunarefnis í áburð í landbúnaði er einkum vandmeðfarin þegar kemur að því að viðhalda vatnsgæðum. Köfnunarefni umbreytist í nítrat þegar það berst í ár og vötn, en nítratmengað vatn er óhæft til neyslu. Efnið er einkum skaðlegt ungum börnum og hefur áhrif á vöxt þeirra og þroska. Þá hefur aukin selta í vatni, ein afleiðing aukinna þurrka, mikil áhrif á landbúnað. Áætlað er að á hverju ári tapist matur sem myndi nægja til að fæða um 170 milljónir manna, sem jafngildir íbúum Bangladess, vegna aukinnar seltu vatns.&nbsp;</span></p> <p><span>Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að aðgerðum sem ríki geta gripið til í þeim tilgangi að bæta vatnsgæði, svo sem að taka upp betri umhverfisstefnur og staðla, efla eftirlit með mengandi starfsemi og bæta upplýsingagjöf.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

15.08.2019Esther kjörin ungmennafulltrúi Íslands

<span>Esther Hallsdóttir hefur verið kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.&nbsp;<br /> <br /> Fulltrúaráð Landssambands ungmennafélaga, LUF, kaus Esther á fundi sínum í gær en 28 aðildarfélög sambandsins gátu boðið fram sinn fulltrúa. Esther er mannfræðingur og hefur starfað hjá UNICEF á Íslandi síðan hún lauk námi.&nbsp;<br /> <br /> „Þetta er auðvitað bara ótrúlega skemmtilegt og mikill heiður að vera valin úr öllum þessum flottu framboðum. Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir öll ungmenni á Íslandi að fá loksins þennan ungmennafulltrúa á sviði mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum,“ sagði Esther í samtali við RÚV&nbsp;í gær.&nbsp;<br /> <br /> Í síðasta mánuði greindi <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/26/Island-skipar-i-fyrsta-sinn-ungmennafulltrua-hja-Sameinudu-thjodunum/">Heimsljós </a>frá því að til stæði að kjósa íslenskan ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrsta sinn. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum.&nbsp;<br /> <br /> Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna.&nbsp;</span>

12.08.2019Genfarsamningar í sjötíu ár

<p><span>Sjötíu ár eru í dag liðin frá samþykkt Genfarsamninganna fjögurra. Þessir samningar, sem byggðir eru á fyrri Genfarsamningum og Haagsamningnum, marka þáttaskil í þróun alþjóðlegra mannúðarlaga. Með þeim er lögfest mun ríkari vernd en áður þekktist fyrir fórnarlömb stríðsátaka.&nbsp;</span></p> <p><span>Í tilefni þessara tímamóta er fjallað ítarlega um Genfarsamninganna í <a href="https://www.frettabladid.is/timamot/med-mannud-ad-leidarljosi/">Fréttablaðinu</a>&nbsp;í dag og er þar meðal annars rætt við Guðlaug Þór Þórðarsson utanríkisráðherra um þýðingu þeirra. „Við þurfum sífellt að minna á þá og auka þekkingu almennt á alþjóðlegum mannúðarlögum, bæði meðal herja og almennings um þá vernd sem honum ber. Jafnframt þarf að halda áfram að draga til ábyrgðar fyrir glæpi í vopnuðum átökum,“ segir Guðlaugur Þór í grein Fréttablaðsins.&nbsp;</span></p> <p><span>Genfarsamningarnir eiga að tryggja fólki lágmarksmannréttindi á ófriðartímum. Þeim er sérstaklega ætlað að vernda réttindi þeirra sem ekki taka þátt í átökunum: óbreyttra borgara, stríðsfanga, særðra hermanna og einnig lækna og hjúkrunarfólks sem sinna þeim sem særst hafa á átakasvæðum. Árið 1977 voru gerðar tvær bókanir við samningana sem takmarka enn frekar þær aðferðir sem leyfilegt er að beita í stríði. Sú fyrri varðar alþjóðleg átök en seinni bókunin tekur sérstaklega til innanlandsófriðar. Er litið svo á að margar af þeim reglum, sem eru í samningunum og bókununum við þá séu orðnar þjóðréttarvenja og þar með reglur sem öll ríki heims eru bundin af.&nbsp;</span></p> <p><span>Á vefsíðu Rauða kross Íslands er að finna <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/mannudarlog/genfarsamningar/">margvíslegan fróðleik</a>&nbsp;um Genfarsamningana en Alþjóðaráð Rauða krossins hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast með að samningarnir séu virtir af þeim ríkisstjórnum sem hafa undirritað þá og eiga þátt í átökum. Það eru því einkum særðir og sjúkir hermenn, stríðsfangar og almennir borgarar sem njóta verndar á grundvelli samninganna.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

09.08.2019Tveir íslenskir sendifulltrúar til Sýrlands á vegum Rauða krossins

<p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur tilkynnt að tveir íslenskir sendifulltrúar hefðu í nýliðnum mánuði farið til Sýrlands þar sem þeir starfa í neyðartjaldssjúkrahúsi í Al-Hol flóttamannabúðunum.&nbsp;<br /> <br /> Al-Hol flóttamannabúðirnar eru í norðurhluta Sýrlands en neyðartjaldssjúkrahúsið hefur verið starfrækt þar frá því í maí síðastliðnum. 70 þúsund manns dvelja í búðunum, þorri þeirra eru konur og börn sem flúið hafa stríðsátök og ofbeldi í Sýrlandi undanfarna mánuði. Veitir sjúkrahúsið þeim nauðsynlega þjónustu.&nbsp;<br /> <br /> Að því er fram kemur í <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/tveir-sendifulltruar-til-vidbotar-hafa-verid-starfandi-i-syrlandi-sidan-i-juli">fréttatilkynningu Rauða krossins</a>&nbsp;starfa sendifulltrúarnir tveir, þau Jón Eggert Víðisson og Lilja Óskarsdóttir, á sjúkrahúsinu fram á haustið. Jón Eggert sinnir fjármálastjórnun og almennum umsýslurekstri spítalans á næstu mánuðum en Lilja starfar sem deildarhjúkrunarfræðingur til loka ágúst. Lilja hefur verið sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi til fjölda ára og hefur m.a. starfað í neyðartjaldsjúkrahúsum í Bangladess, Filippseyjum, Nepal, Haítí og víðar. Jón Eggert er í sinni fyrstu starfsferð fyrir Rauða krossinn á erlendum vettvangi en hann hefur áður sinnt störfum í Afríku og Asíu fyrir samtökin Læknar án landamæra.<br /> <br /> Í byrjun árs 2018 gerðu Rauði krossinn á Íslandi og utanríkisráðuneytið með sér rammasamning um alþjóðlega mannúðaraðstoð og gildir hann til loka árs 2020. Samningurinn nær til allra óbundinna framlaga ráðuneytisins til mannúðaraðstoðar RKÍ, þar á meðal til verkefna í Sýrlandi, og er ætlað að auka viðbragðsflýti og skilvirkni í mannúðaraðstoð. Áhersla á Sýrland er í samræmi við viljayfirlýsingu utanríkisráðherra frá því fyrra um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi og nágrannaríkjum þess sem miða að því að veita sýrlensku flóttafólki nauðsynlega aðstoð.</span></p>

08.08.2019WFP áætlar að 40 milljarða þurfi í matvælaaðstoð í Zimbabwe

<p><span>Þriðjungur íbúa Zimbabwe, um 5,5 milljónir manna, býr við fæðuskort og þarf á matvælaaðstoð að halda. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) telur að jafnvirði 40 milljarða króna þurfi til að aðstoða bágstadda í Zimbabwe.&nbsp;<br /> <br /> Zimbabwe hefur löngum verið talin ein helsta matarkista Afríku en á undanförnum árum hefur þar mjög syrt í álinn. Til viðbótar við efnahagslegan og stjórnmálalegan óstöðugleika hafa náttúrulegar aðstæður farið stigversnandi. Að því er fram kemur í <a href="https://www.bbc.com/news/world-africa-49259678">frétt á vefsíðu BBC</a>&nbsp;hafa miklir þurrkar valdið uppskerubresti með tilheyrandi hækkunum á matarverði. <br /> </span></p> <p><span>Þurrkarnir hafa líka valdið því að vatnsaflsvirkjanir skila ekki nægilegu afli og því er orkuskortur víða. Til að bæta gráu ofan á svart olli fellibylurinn Idai mikilli eyðileggingu þegar hann fór yfir suðaustanverða Afríku fyrr á árinu. Talið er að 570.000 íbúar Zimbabwe hafi misst heimili sín í óveðrinu.&nbsp;</span></p> <p><span>WFP hefur nú kynnt <a href="https://reliefweb.int/report/zimbabwe/government-un-launch-revised-humanitarian-appeal">endurskoðaða áætlun</a>&nbsp;fyrir Zimbabwe fyrir tímabilið frá janúar 2019 til apríl 2020. Þar kemur fram að 5,5 milljónir íbúa, um það bil þriðji hver landsmaður, þurfi á matvælaaðstoð að halda. 2,5 milljónir líða sérstaklega sáran skort og eru við hungurmörk. BBC hefur eftir David Beasley, yfirmanni WFP, að margir þeirra búi við neyðarástand og rambi á barmi hungursneyðar.</span></p> <p><span>Ástandið er sagt sérstaklega alvarlegt til sveita en þar er talið að yfir þrjár milljónir, um 38 prósent þeirra sem búsettir eru í dreifbýli, séu í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Tvær milljónir íbúa í þéttbýli búa ekki við fæðuöryggi.&nbsp;&nbsp;</span></p> <p><span>WFP áætlar að 331 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 40 milljarða króna, þurfi til að mæta þörfum þessa hóps. Þegar hefur tekist að tryggja rétt tæpan helming fjárhæðarinnar, um 133 milljónir dala. Frá því í janúar hafa tvær milljónir hlotið lífsbjargandi neyðaraðstoð, þar af hafa 1,2 milljónir fengið matvælaaðstoð, 400.000 aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, 600.000 grunnþjónustu á sviði heilsugæslu og 16.000 stúlkur og drengir barnaverndarþjónustu.&nbsp;</span></p> <p><span>Matvælaáætlunin gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna og er WFP ein af áherslustofnunum Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Núverandi rammasamningur við stofnunina gildir fyrir tímabilið 2017-2021 og hljóðar upp á 50 milljón króna árlegt framlag.&nbsp;&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

02.08.2019Malaví grípur til aðgerða vegna plastmengunar

<p><span>Malaví hefur bæst í hóp Afríkuríkja sem tekið hafa upp bann við plastpokum og öðrum hlutum úr þunnum plastefnum. Hæstiréttur landsins felldi í gær dóm þar sem plastbannið var staðfest.&nbsp;</span></p> <p><span>Stjórnvöld í Malaví lögðu árið 2015 bann við dreifingu næfurþunnra plastefna en plastframleiðendur í landinu höfðuðu mál í kjölfarið. Að því er fram kemur í umfjöllun breska blaðsins The Guardian var banninu hnekkt á lægri dómsstigum en í gær komst hæstiréttur landsins að þeirri niðurstöðu að bannið stæðist lög. Fyrirtæki sem ekki hlíta dóminum eiga yfir höfði sér fjársektir og jafnvel lokanir.</span></p> <p><span>Malaví hefur þar með bæst í hóp Afríkjuríkja sem reyna að sporna við plastmengun með lagasetningu. Tansanía, Rúanda og Kenía eru þar á meðal og eru lögin sýnu ströngust í síðastnefnda ríkinu þar sem fangelsisdómar og háar fjársektir liggja við brotum. 62 lönd í heiminum hafa sett lög til að draga úr plastmengun, Ísland er þar á meðal.&nbsp;</span></p> <p><span>Í Malaví eru framleidd 75.000 tonn af plasti árlega, þar af er aðeins fimmtungur hæfur til endurvinnslu. The Guardian hefur eftir Tiwonge Mzumara-Gawa, formanni umhverfissamtakanna Wildlife and Environmental Society of Malawi að plastefnabannið sé nauðsynlegt vegna þess að það sé „eina leiðin til að til að draga úr magni plasts sem endar í okkar dýrmætu stöðuvötnum.“&nbsp;</span></p> <p><span>Þar munar mestu um Malavívatn, ellefta stærsta stöðuvatn heims og það þriðja stærsta í Afríku en fiskurinn úr vatninu sér íbúum landsins fyrir stórum hluta alls dýraprótíns. Í nýlegri skýrslu stjórnvalda og Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna UNDP segir að verði ekkert gert til að stemma stigu við örplastmengun gætu fiskisstofnar í Malavívatni orðið útdauðir fyrir árið 2050. „Örplast sem kemst í fiskinn varðar þannig fæðuöryggi, lífsafkomu og heilsu fólks,“ segir Mzumara-Gawa og bætir við að þótt endurvinnsla og hreinsunarátök séu góðra gjalda verð dugi þau skammt.</span></p> <p><span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/tvihlida-samvinna-/malavi/">Malaví </a>er annað tveggja samstarfslanda Íslands á sviði tvíhliða þróunarsamvinnu, hitt er Úganda. Íbúar Mangochi-héraðs, þar sem þróunarsamvinnan í Malaví fer fram, byggja afkomu sína að stórum hluta á veiðum og vinnslu fisks úr Malavívatni. Á sínum tíma voru þróunarsamvinnuverkefni Íslands í Malaví einkum á sviði fiskveiða. Þá má nefna að Ísland er stofnaðili að nýjum <a href="https://www.worldbank.org/en/news/press-release/2018/09/26/world-bank-announces-new-global-fund-for-healthy-oceans">ProBlue-sjóði Alþjóðabankans</a>&nbsp;sem fjallar um málefni hafsins í víðu samhengi. Mengunarmál í hafi verða sérstök áherslusvið í þessum sjóði og framlag Íslands til hans eru einkum til verkefna á sviði fiskimála og plastmengunar í hafi.&nbsp;<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

31.07.2019Tólf þúsund börn myrt eða alvarlega særð í átökum á síðasta ári

<span></span> <p>Aldrei í sögunni hafa fleiri börn tekið þátt í vopnuðum átökum eins og á síðasta ári og aldrei fyrr hafa jafn mörg börn fallið eða verið alvarlega særð í átökum frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu skráningu á slíkum ofbeldisverkum. Samkvæmt nýrri skýrslu voru rúmlega 12 þúsund börn ýmist myrt og lífshættulega særð á síðasta ári.</p> <p>Árleg <a href="https://www.un.org/sg/sites/www.un.org.sg/files/atoms/files/26-07-2019_SG_CAAC_report_advance_copy_0.pdf" target="_blank">skýrsla</a>&nbsp;aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök kom út í gær og nær til tuttugu átakasvæða í heiminum. António Guterres segir gróf ofbeldisverk gagnvart börnum vera svívirðileg. </p> <p>Í skýrslunni kemur fram að börnum sé áfram beitt í bardögum, einkanlega í Sómalíu, Nígeríu og Sýrlandi. Alls voru um sjö þúsund börn sett í fremstu víglínu átaka í heiminum á síðasta ári. Börnum var einnig rænt og þau beitt kynferðisofbeldi. Langflest tilvik um misnotkun eru frá Sómalíu, um 2.500. Tilkynnt var um 933 tilvik kynferðislegs ofbeldis gagnvart drengjum og stúlkum, en skýrsluhöfundar telja að tölurnar séu til muna hærri því margir veigri sér við að tilkynna slíka glæpi af ótta við hefndaraðgerðir.</p> <p>Fram kemur í skýrslunni á árásum á skóla og sjúkrahús hafi fækkað en þó aukist á ákveðnum átakasvæðum eins og í Afganistan og Sýrlandi. </p>

30.07.2019Heimurinn dofinn gagnvart blóðbaðinu í Sýrlandi

<span></span> <p>Michelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna veltir því fyrir sér hvort heimurinn sé orðinn algerlega dofinn gagnvart linnulausum árásum í Sýrlandi. Hún segir að nýlegum mannskæðum loftárásum sé mætt með almennu tómlæti og gagnrýnir sérstaklega valdamestu þjóðir heims. </p> <p>„Þrátt fyrir ítrekað ákall Sameinuðu þjóðanna um þá meginreglu að fyllstu varúðar sé gætt í ófriði hefur þessi síðasta hrina loftárása af hálfu ríkisstjórnarinnar og bandamanna hennar dunið á sjúkrahúsum, skólum, mörkuðum og öðrum borgaralegum stofnunum,“ segir Michelle Bachelet og bætir við að afar ólíklegt sé að skotmörkin séu tilviljunum háð.</p> <p>Rúmlega 400 þúsund manns hafa lent á vergangi vegna loftárása í norðvesturhluta Sýrlands á síðustu þremur mánuðum og hermt er að 740 óbreyttir borgarar hafi fallið. „Loftárásir drepa þó nokkurn fjölda óbreyttra borgara í hverri viku og viðbrögðin einkennast af tómlæti,“ segir hún. Fulltrúar alþjóðlegra hjálparsamtaka í Sýrlandi hafa lýst síðasta blóðuga kaflanum í átta ára stríði sem algerri martröð.</p> <p>„Skipulagðar árásir gegn óbreyttum borgurum eru stríðsglæpir og þeir sem fyrirskipa þá og framkvæma eru ábyrgir,“ segir Michelle Bachelet. Á síðustu tíu dögum hefur mannfall í átta árásum á Idlib og tveimur í Aleppi <span></span>kostaði 103 lífið, þar af um 26 börn. Mannréttindastjórinn óttast að blóðbaðið í Sýrlandi sé horfið af alþjóðlegu ratsjánni.</p> <p>„Það er bráðnauðsynlegt að hætta öllum hernaðaraðgerðir til að gefa pólitískum samningaviðræðum andrými. Hinn kosturinn er áframhald á tilgangslausum dauða og tortímingu í stríði án endis,“ segir hún.</p> <p>Utanríkisráðuneytið veitir stofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem starfa í Sýrlandi og nágrannalöndum, mannúðaraðstoð. Framlögin nema á þessu ári 225 milljónum króna og verða 250 milljónir á næsta ári.</p>

29.07.2019WFP tvöfaldar dreifingu matvæla í Kongó

<span></span> <p>Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hyggst tvöfalda dreifingu á matvælum til íbúa í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem smitast hafa af ebólu og vandamanna þeirra, alls um 440 þúsund manns. Verkefnið stendur yfir næstu sex mánuði en eins og kunnugt er af fréttum hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýst yfir neyð á heimsvísu vegna faraldursins sem stigmagnast í Kongó og hefur borist til landamæraborgarinnar Goma, auk nokkurra tilvika í grannríkinu Úganda.</p> <p>Með yfirlýsingu WHO fyrir tveimur vikum fólust skilaboð til alþjóðasamfélagsins um að herða baráttuna gegn faraldrinum og <a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/neydar-og-mannudaradstod/wfp/">Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna</a>&nbsp;– ein lykilstofnana í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands í mannúðarmálum – setti þegar af stað áætlun til að bregðast við aukinni neyð á svæðinu.</p> <p>Fulltrúar WFP segja að matvælaaðstoðin miði að því að veita nauðsynlega næringu til þeirra þúsunda einstaklinga sem þegar eru smitaðir af ebólu veirunni. Viðtakendur fá mat í 28 daga, viku lengur en meðgöngutímabil veirunnar er, en frá því sýking verður líða þrjár vikur þar til einkenni koma fram. Verkefnið gerir einnig stjórnvöldum og heilbrigðisstofnunum sem berjast gegn útbreiðslu sjúkdómsins kleift að fylgjast betur með heilsufari fólksins því það þarf að sækja matinn á heilsugæslustöðvar og þarf í leiðinni að undirgangast heilsufarsskoðun.</p> <p>Herve Verhoosel talsmaður WFP segir að þeir einstaklingar sem hafi læknast af faraldrinum fái matvælaaðstoð í eitt ár. Þá ætlar stofnunin að fjórfalda matvælaaðstoð til skóla á ebólusvæðum með næringarríkum heitum hádegismat en börn á þessum stríðshrjáðu svæðum eru flest alvarlega vannærð. Sjötíu þúsund börn koma til með að fá heita máltíð dag hvern í stað sautján þúsunda áður.</p>

26.07.2019Ísland skipar í fyrsta sinn ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum

<span></span> <p>Íslenskur ungmennafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda verður valinn í næsta mánuði. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september.</p> <p>Landsamband ungmennafélaga (LUF) kallar á <a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-mannrettinda/" target="_blank">vef</a>&nbsp;sínum eftir framboðum ungmenna á aldrinum 18-25 ára til að gegna stöðunni. Aðildarfélög sambandsins geta tilnefnt fulltrúa sem verður lýðræðislega kjörinn á fundi fulltrúaráðs LUF 14. ágúst næstkomandi. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum.</p> <p>Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ísland hefur ekki tekið þátt í þessu starfi fyrr en sækir reynslu í umsóknarferlinu til ríkja sem hafa skipað ungmennafulltrúa um áratugaskeið. Algengast er að val þeirra og skipun sé í höndum landssambands ungmennafélaga í hverju ríki og á vef LUF er að finna upplýsingar um umsóknarferlið, hæfniskröfur og framboðsfrest.</p> <p><a href="https://luf.is/oskad-eftir-frambodum-til-ungmennafulltrua-islands-hja-sameinudu-thjodunum-a-svidi-mannrettinda/" target="_blank">Nánar á vef LUF</a></p>

26.07.2019„Lítil áhersla lögð á að græða félagsleg sár af völdum ebólunnar“

<span></span> <p>„Mestur þungi aðgerða á sviði endurhæfingar hefur verið lagður í efnahagslega endurreisn landsins og almennt hefur lítil áhersla verið lögð á að græða félagsleg sár sem ebóluveiran skildi eftir sig innan berskjaldaðra samfélaga í landinu,“ segir Ívar Schram verkefnastjóri Rauða krossins í Síerra Leone. Hann stýrir þróunarverkefni á vegum Rauða krossins á Íslandi sem hófst á síðasta ári og nýtur stuðnings utanríkisráðuneytisins. Markmið þess er að stuðla að samfélagslegri endurhæfingu vegna afleiðinga ebólufaraldursins en verkefnið á að bæta lífskjör 150 þúsund íbúa Síerra Leone.</p> <p>Ebólufaraldurinn, sá útbreiddasti til þessa, geisaði í Síerra Leone, Gíneu og Líberíu á árunum 2013 til 2016 og varð rúmlega 11 þúsund manns að aldurtila. Nú, þremur árum eftir að faraldurinn var upprættur, glíma íbúar Síerra Leone við afleiðingarnar sem Ívar lýstir í viðtali á vef Rauða krossins sem „sviðinni jörð“ í sárafátæku landi sem er í fimmta neðsta sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ívar segir verulega hafa skort á fræðslu til almennings. ,,Í fyrsta lagi er það uppruni veirunnar og hvernig hún berst til manna. Í öðru lagi eru það svo smitleiðir veirunnar og hvernig hún verður að svokölluðum faraldri eða farsótt. Varðandi uppruna veirunnar er talið að ebóla smitist frá tilteknum dýrum í menn, en í löndum eins og Síerra Leóne er til dæmis algengt að fólk veiði sér villt dýr á borð við apa og leðurblökur til matar. Það var einmitt eitt af því sem verkefnið okkar beindi sjónum sínum að, þ.e. að fræða almenning um uppruna ebóluveirunnar til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.“</p> <p>Í viðtalinu segir Ívar meðal annars að ellefu ára borgarastyrjöld í Síerra Leone frá 1991 til 2002 hafi grafið verulega undan trausti almennings í garð yfirvalda og opinberra stofnana. “Af því leiddi að opinberar upplýsingar frá yfirvöldum voru gjarnan dregnar í efa og fólk reiddi sig fremur á óformlegar boðleiðir upplýsinga sem oft og tíðum byggðu á fölskum grunni og orðrómi einum. Sem dæmi flaug sú fiskisaga víða um Síerra Leóne að ebóluveiran væri pólitísks eðlis og alfarið á valdi stjórnvalda í landinu. Við upptök ebólufaraldursins áttu áreiðanlegar upplýsingar frá yfirvöldum því ekki greiða leið til almennings, sem varð til þess að fólk fylltist hræðslu og einangraði sig í stað þess að leita til læknis þegar upp komu einkenni ebóluveirunnar. Þetta varð til þess að smitaðir reyndust oft og tíðum of langt komnir á meðgöngutíma sjúkdómsins þegar tilfelli rötuðu loks undir hendur lækna, sem enn fremur vakti upp hræðslu og ótta gagnvart heilsugæslustöðvum og læknisaðstoð á svæðinu.“</p> <p>Sjá <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/throunarsamvinna-a-vegum-rauda-kross-islands-hefur-baett-lifskjor-um-150.000-manna-i-sierra-leone" target="_blank">viðtalið</a>&nbsp;í heild á vef Rauða krossins á Íslandi.</p>

25.07.2019Neyðarkall: Fimmtán milljónir á barmi hungursneyðar

<span></span> <p>Rúmlega fimmtán milljónir íbúa á Horni Afríku þurfa á neyðaraðstoð að halda vegna langvarandi þurrka, að sögn hjálparsamtakanna Oxfam. Fulltrúar samtakanna hvöttu framlagsríki í morgun til að bregðast við vandanum. Löndin í þessum heimshluta sem hafa orðið verst úti í yfirstandandi þurrkum eru Eþíópía, Kenya og Sómalía.</p> <p>Í frétt frá Oxfam segir að aðeins hafi tekist að afla fjár fyrir þriðjungi þeirrar neyðaraðstoðar sem metin var nauðsynleg til að bjarga mannslífum. Ekki sé með núverandi fjármagni hægt að hjálpa öllum og viðbótarfjármagn dragi úr hættunni á enn frekari neyðarástandi. </p> <p>Óveruleg úrkoma að undanförnu hefur leitt til uppskerubrests og skortur á öðrum bjargráðum til tekjuöflunar hefur leitt til þess að 7,6 milljónir manna í löndunum þremur eru við hungurmörk. Vandinn er enn verri vegna þess að milljónir manna á þessu svæði hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átaka, auk þess sem þurrkarnir hafa flæmt fólk á vergang.</p> <p>Hungursneyð í þessum heimshluta árið 2011 leiddi til þess að rúmlega 260 þúsund manns vesluðust upp og dóu. Svipað ástand skapaðist árið 2017 en þá var hungursneyð afstýrt með framlögum sem söfnuðust í skyndi og umfangsmiklu hjálparstarfi. Milljónir manna eru þó enn að koma undir sig fótunum eftir þá þurrkatíð og eru því enn í viðkvæmari stöðu, að mati Oxfam.</p> <p><span></span>„Við getum ekki beðið eftir því að myndir af vannærðu fólki og dauðum skepnum fylli sjónvarpsskjáina. Við þurfum að bregðast við strax til að forðast hörmungarástand,“ segir Lydia Zigomo, svæðisstjóri Oxfam.</p>

24.07.2019Heimsmarkmiðin: Of lítil framfaraskref

<span></span> <p>Of lítil framfaraskref. Það er niðurstaða árlegs ráðherrafundar um framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, sem lauk á dögunum í New York. Ísland var meðal þjóða sem <a href="https://www.stjornarradid.is/raduneyti/utanrikisraduneytid/heimsljos/frettir/stok-frett/2019/07/17/Island-kynnti-landsryni-sina-a-heimsmarkmidunum/">kynnti</a>&nbsp;landarýni um innleiðingu markmiðanna. Tæp fjögur ár eru liðin frá því þjóðarleiðtogar sammæltust um sautján heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Ljóst er eftir fundinn í New York að þjóðir heims þurfa að herða róðurinn til þess að uppfylla heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030.</p> <p>Heimsmarkmiðin sautján eru samþætt og órjúfanleg og fela í sér fimm meginþemu: mannkyn, jörð, hagsæld, frið og samstarf. Aðalinntak markmiðanna er jafnframt að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir.&nbsp;Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem kom út á ráðherrafundinum segir að þrátt fyrir árangur á ákveðnum sviðum, meðal annars hvað varðar að draga úr fátækt og bæta heilsu, þurfi þjóðir heims að bregðast við með skilvirkari og hraðari hætti en hingað til.</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/qHyAZX95k8A" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>„Við förum okkur of hægt í viðleitni okkar að binda enda á mannlega þjáningu og skapa öllum tækifæri,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. „Við verðum að tryggja að enginn sé undanskilinn og að innanlandsaðgerðir hafi stuðning alþjóðlegrar samvinnu.“ </p> <p>Í skýrslunni er bent á loftslagsbreytingar og ójöfnuð sem tvö brýnustu úrlausnarefnin. Þar segir að hamfarir vegna loftslagsbreytinga hafi gífurleg áhrif í lágtekjuríkjum og auki fátækt, hungur og sjúkdóma þeirra fátækustu og viðkvæmustu í heiminum.</p> <iframe title="vimeo-player" src="https://player.vimeo.com/video/348480548" width="640" height="360" frameborder="0"></iframe> <p>Að mati Oli Henmans, samræmingarstjóra heimsmarkmiðanna, má rekja hægar framfarir til nokkurra þátta. Hann segir í samtali við <a href="http://www.ipsnews.net/2019/07/will-global-fund-help-deliver-uns-development-agenda/" target="_blank">IPS</a>&nbsp;fréttaveituna að í fyrsta lagi búti margar þjóðir heimsmarkmiðin niður, hafi takmarkaðar landsáætlanir, einbeiti sér aðeins að fáum markmiðum og horfi þar af leiðandi framhjá flestum þeirra. Í öðru lagi virðist að hans dómi ekki vera nægilegur pólitískur vilji í nokkrum lykilríkjum sem gætu verið í broddi fylkingar. Hann segir að í mörgum löndum á norðurhveli jarðar aukist meira að segja ójöfnuður og útlendingahatur. Og í þriðja lagi hafi framlög til þróunarsamvinnu ekki aukist til stuðnings þeirri umbyltingu sem heimsmarkmiðin feli í sér.</p>

23.07.2019UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra

<span></span> <p><span class="caps">Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Ntaganda var stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og var sakfelldur í þrettán liðum fyrir stríðsglæpi og í fimm liðum fyrir glæpi gegn mannkyni sem framdir voru á árunum 2002 til 2003.</span></p> <p><span class="caps">Í&nbsp;<a href="http://www.unwomen.org/en/news/stories/2019/7/statement-ed-conviction-of-bosco-ntaganda-by-the-international-criminal-court"><span style="text-decoration: none; color: windowtext;">yfirlýsingu</span></a>&nbsp;frá Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóra UN Women, segir að sakfellingin sé gríðarlega þýðingarmikil. Verði hún staðfest sé það í fyrsta sinn sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sakfellir í kynferðisglæpamáli. Niðurstaða dómstólsins þykir jafnframt merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn sakfellir Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fyrir kynlífsánauð og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem sakborningur er dæmdur fyrir að beita eigin hermenn kynferðislegu ofbeldi.</span></p> <p><span class="caps">Í yfirlýsingu UN Women kemur fram að þótt kynferðisglæpir séu ekki nýnæmi, heyri það til undantekninga að sakfellt sé í slíkum málum. Þar segir einnig að UN Women hafi sent sérfræðing í kynferðis- og kynbundnum ofbeldisglæpum til að aðstoða saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins við úrvinnslu gagna í málinu og til að tryggja að sönnunargögn í málinu spillist ekki. </span></p> <p><span class="caps">Í <a href="https://unwomen.is/un-women-fagnar-nidurstodu-althjodlega-sakamaladomstolsins-i-mali-stridsherra/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá UN Women segir að stofnunin vinni áfram náið með sakamáladómstólnum svo hægt sé að draga stríðsglæpamenn til saka, samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá þakkar UN Women þolendum sem báru vitni í málinu gegn Ntaganda fyrir hugrekki. Stofnunin hvetur til þess að þeim og öðrum fórnarlömbum stríðsins í Kongó verði veittur viðeigandi stuðningur og aðstoð svo þau megi endurreisa líf sitt og geti unnið að því að koma á kynjajafnrétti í nærsamfélagi sínu.</span></p>

22.07.2019Eitt barn sveltur en annað ekki – í sömu fjölskyldu

<span></span> <p>Fátækt dreifist með mjög misjöfnum hætti innan þjóða og jafnvel innan fjölskyldna. Þetta sýnir ný skýrsla frá Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Í Pakistan eru þess dæmi að sum börn svelta en önnur ekki, í einni og sömu fjölskyldu.</p> <p>Vísindamenn hafa á síðustu árum beitt nýjum og nákvæmari aðferðum til að varpa ljósi á ólíkar birtingarmyndir fátæktar. UNDP hefur á síðustu árum í samstarfi við rannsóknarteymi frá háskólanum í Oxford þróað svokallallaða MPI vísitölu, sem hefur ekki tekjuviðmið, heldur byggist á næringu, barnadauða, skólagöngu, orkugjöfum til eldunar, neysluvatni, salernisaðstöðu, aðgengi að rafmagni og húsnæði. Samkvæmt nýjustu MPI vísitölunni sem birt var í síðustu viku býr 1,3 milljarður jarðarbúa við fátækt. Það fólk býr í lágtekju-, meðaltekju- og hátekjuríkum. Tveir af hverjum þremur búa í meðaltekjuríkjum.</p> <p>„Of margir lifa í fátækt,“ segir Achim Steiner, yfirmaður UNDP. Hann telur að draga megi þann lærdóm af skýrslunni, sem ber yfirskriftina „<a href="http://hdr.undp.org/sites/default/files/mpi_2019_publication.pdf?utm_source=nl_landingpage&%3butm_medium=web&%3butm_campaign=timestop10_daily_newsletter" target="_blank">Illuminate Inequalities</a>“ (Birtingarmyndir ójöfnuðar) að þjóðir séu ekki fyrst og fremst „ríkar“ eða „fátækar“ því innan þjóða sé munurinn gífurlegur. Í skýrslunni er bent á að í skugga tölfræðilegra meðaltalsútreikninga leynist fátækt meðal ríkra þjóða. Þó sé munurinn mestur þar sem fátæktin er mest.</p> <p>Í skýrslunni er Úganda, annað tveggja samstarfslanda Íslands í þróunarsamvinnu, tekið sem dæmi um það hvað meðaltöl segja takmarkaða sögu. Samkvæmt MPI vísitölunni búa 55% þjóðarinnar við fátækt en sé frekar rýnt í tölurnar kemur í ljós mikill munur milli landshluta. Í höfuðborginni Kampala eru til dæmis um 6% íbúanna fátækir meðan 96% falla í þann flokk í fátækasta héraði Úganda, Karamoja. </p> <p>„Til þess að útrýma fátækt þurfum við fyrst að vita hvar fátækir búa. Þeir dreifast hvorki jafnt yfir þjóðir eða heimili,“ segir Achim Steiner og telur að skýrslan í ár veiti mikilsverðar upplýsingar fyrir ráðamenn sem vilja grípa til ráðstafana í baráttunni gegn fátækt.&nbsp;</p> <p><strong>Börn líða mest fyrir fátækt</strong></p> <p>Ein helsta niðurstaða skýrslunnar er sú að fátækt bitnar harðar á börnum en fullorðnum. Af þeim 1,3 milljörðum jarðarbúa sem skilgreindar eru fátækir eru 663 milljónir barna undir átján ára aldri, flest yngri en tíu ára. Um 85% þessara fátæku barna búa í sunnanverðri Asíu og í Afríku sunnan Sahara. Verst er ástandið í Afríkuríkjunum Burkina Faso, Tjad, Eþíópíu, Níger og Suður-Súdan þar sem níu af hverjum tíu börnum yngri en tíu ára eru skilgreind fátæk samkvæmt MPI vísitölunni.</p> <p>Munurinn innan fjölskyldna er mestur í Suður-Asíu. Þar er víða að finna heimili þar sem gert er upp á milli barna, eitt barn sækir skóla, annað ekki, eitt barn fær minni mat en annað, eða jafnvel eitt barn sveltur meðan annað fær mat, eins og <span></span>Í Pakistan. Bæði þar og í Afganistan er kynjamunurinn sláandi, þar bitnar fátækt miklu meira á stelpum en strákum. Dæmið snýst við í Bangladess.</p> <p>MPI vísitalan náði 101 þjóðar, lágtekjuríkin voru 31, meðaltekjuríkin 68, og hátekjuríkin 2. Áformað er að rannnsaka betur á næstu árum fátækt innan hátekjuríkja.</p>

19.07.2019Margfalda þarf framlög til mæðraverndar

<span></span> <p>Fjármagn til að koma í veg fyrir að konur látist af barnsförum þarf að sexfaldast ef horft er til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, segir í frétt frá Mannfjöldasjóði Sameinuðu þjóðanna (UNFPA). Sjóðurinn hefur látið reikna út fjármagnsþörf til að draga úr mæðradauða í samræmi við heimsmarkmiðin sem eiga að vera í höfn árið 2030. Heimsmarkmiðin kveða á um að ekki fleiri en 70 mæður látist af barnsförum miðað við hundrað þúsund fædd börn.</p> <p>Bein árleg útgjöld, til þess að standa straum af kostnaði vegna heilbrigðisstarfsfólks, lyfja og búnaðar sem tengist fæðingu, þyrftu að vera 7,8 milljaðrar bandarískra dala, en til samanburðar var fjármagn til málaflokksins einungis 1,4 milljarðar á síðasta ári. Þetta er mat vísindamanna frá UNFPA og Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum.</p> <p>Framlagsríki hafa dregið úr framlögum á þessu sviði á síðustu árum. Á árunum 2013 til 2017 minnkuðu framlög úr 4,4 milljörðum bandarískra dala niður í 3,9 milljaðra. Þar munar mestu um þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að stöðva fjárveitingar til UNFPA sem stjórnvöld telja að taki þátt í þvinguðu þungunarrofi eða ófrjósemisaðgerðum. Sjóðurinn hefur ítrekað gefið út yfirlýsingar um að hann styðji hvorugan verknaðinn.</p> <p>Samkvæmt nýjustu tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni (WHO) létust 216 konur af barnsförum árið 2015 miðað við hundruð þúsund fædd börn. Í fátækustu ríkjum heims hækkar hlutfallið í 436 konur. Nýjar tölur eru væntanlegar síðar á árinu.</p> <p>Í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands hefur verið lögð mikið áhersla á lýðheilsu og sérstaka að draga úr mæðra- og ungbarnadauða. Í öðru samstarfsríkinu, Malaví, var snemma á þessu ári opnuð ný glæsileg fæðingardeild við héraðssjúkrahúsið í Mangochi-bænum. Á sömu lóð er rekin miðstöð ungbarnaeftirlits og mæðraverndar. Á síðasta ári voru enn fremur teknar í notkun sex fæðingardeildir og jafnmörg biðskýli fyrir verðandi mæður í strjálbýli Mangochi héraðs, auk þess sem héraðsstjórnin fékk fimm sjúkrabifreiðar sem nýtast meðal annars konum í barnsnauð.</p> <p>Á árunum 2012 til 2017 fækkaði konum í héraðinu sem deyja af barnsförum um 40%.</p>

18.07.2019WHO: Neyðarástandi ekki lýst yfir til fjáröflunar

<span></span> <p>„Að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu er ekki til fjáröflunar heldur viðleitni til þess að afstýra útbreiðslu sjúkdómsins. WHO veit ekki til þess að nokkurt framlagsríki hafi haldið að sér höndum vegna þess að ekki var búið að lýsa yfir neyðarástandi. En hafi það verið afsökun gildir hún ekki lengur,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem lýsti í gær yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó.</p> <p>Faraldurinn er orðinn sá annar skæðasti í sögunni. Óttast er að sjúkdómurinn eigi eftir að breiðast út, en hans hefur þegar orðið vart utan landamæra Kongó, í Úganda. Með yfirlýsingunni í gær væntir WHO þess að þjóðir bregðist við og að aukinn kraftur verði settur í að hefta útbreiðslu ebólunnar. Alvarleiki faraldursins komst á nýtt stig þegar sýktur einstaklingur greindist í landamæraborginni Goma í grennd við Rúanda. Fimmtán þúsund manns fara yfir landamærin til Rúanda dag hvern.</p> <p>„Nú þegar tæpt ár er liðið frá faraldurinn kom upp, í því ótrausta ástandi sem ríkir austurhluta landsins, er tímabært að þjóðir heims taki höndum saman með stjórnvöldum í Kongó, kveði niður sjúkdóminn og byggi upp betra heilbrigðiskerfi,“ segir Ghebreyesus.</p> <p>Alls hafa verið greind 2,522 sjúkdómstilvik ebólu í Kongó frá 1. ágúst á síðasta ári þegar lýst var yfir að faraldur geisaði í landinu. Tæplega 1700 einstaklingar hafa látist, 717 eru á batavegi og tæplega 165 þúsund einstaklingar hafa verið bólusettir. Langflestir látinna hafa verið íbúar héraðanna Ituri og norður Kivu þar sem skálmöld hefur ríkt um langt skeið.</p> <p>Lítil hætta er sögð á því að sjúkdómurinn breiðist út á heimsvísu. Talsmenn WHO segja hins vegar mikla hættu á útbreiðslu í nágrannaríkjum Kongó og hátt viðbúnaðarstig þurfi að vera í Úganda, Rúanda, Búrúndi og Suður-Súdan.</p>

17.07.2019Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni

<span></span> <p>Ísland og Malaví stóðu að sameiginlegri málstofu um ungmenni, menntun og atvinnutækifæri á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í Sameinuðu þjóðunum í New York í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnaði málstofuna og lagði meðal annars áherslu á mikilvægi þess að öll börn hefðu aðgengi að viðeigandi menntun. </p> <p>Aðrir sem fluttu ávörp voru Susanna Moorehead, formaður OECD/DAC, Judith Msusa, deildarstjóri í málefnum ungmenna í ungmenna,- íþrótta-, og menningarmálaráðuneyti Malaví, Neven Mimica, framkvæmdastjóri ESB á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, og Gilbert Happy Lwetutte, Ungmennafulltrúi Úganda hjá Sameinuðu þjóðunum. Robert Jenkins, forstjóri menntasviðs UNICEF, stýrði fundinum.</p> <p>Um 1,8 milljarðar einstaklinga í heiminum eru á aldrinum 15-29 ára. Þar af búa um 87 prósent í þróunarríkjum, flest í Suður-Asíu og Afríku. Með réttri menntun, færni og valdeflingu kemur þetta unga fólk til með að umbreyta samfélögum sínum og hagkerfum. En sívaxandi heimshagkerfi krefst sérhæfðari hæfni á tímum þegar mörg menntakerfi eiga undir högg að sækja. Þá var einnig vakin athygli á þeirri staðreynd að þótt svo að ungmenni hljóti menntun séu atvinnutækifæri af skornum skammti í mörgum þróunarríkjum. Tíu af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fjalla beint um ungmenni og eflingu þeirra, en á málstofunni var þeirri spurningu meðal annars velt upp hvernig tryggja megi þátttöku og tækifæri ungs fólks í þróunarríkjum við innleiðingu markmiðanna. </p> <p>Á málstofunni var einnig sýnt <a href="https://drive.google.com/file/d/1QUTh7BCwcOTRR4e1uV-tw-4qu7OfiGQE/view?ts=5d2967ba" target="_blank">myndband</a>&nbsp;með viðtölum við ungmenni í Malaví sem hlotið höfðu sérhæfða menntun sem nýtist þeim í starfi.</p> <p><a href="http://webtv.un.org/watch/-the-big-push-for-africa-bridging-youths-education-and-employment/6059978188001/" target="_blank">Viðburðurinn í heild</a></p> <p>&nbsp;</p>

17.07.2019Ísland kynnti landsrýni sína á heimsmarkmiðunum

<span></span><span></span> <p>Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti&nbsp;<a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/kynning%20%c3%8dslands%20%c3%a1%20innlei%c3%b0ingu%20heimsmarkmi%c3%b0anna2.pdf">stöðu innleiðingar Ísland</a>s&nbsp;á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kynnir landsrýni sína á framkvæmd heimsmarkmiðanna á vettvangi SÞ en landsrýniskýrsla Íslands var gefin út í júní síðastliðnum.&nbsp;<br /> <br /> Í kynningunni fór forsætisráðherra yfir helstu áskoranir og árangur í innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi, með sérstakri áherslu á loftslagsmálin en aðgerðir ríkja í loftslagsmálum munu hafa áhrif á framgang allra heimsmarkmiðanna. Hún sagði loftslagsbreytingar hafa áhrif á landið okkar, vistkerfi, hagkerfið og samfélagið allt. Brýnt væri að innleiða sjálfbærnihugsun í alla opinbera stefnumótun. Auk forsætisráðherra tóku þátt í kynningunni fyrir Íslands hönd tveir fulltrúar Ungmennaráðs heimsmarkmiðanna, Kristbjörg Mekkín Helgadóttur og Sigurði Einarssyni Mäntylä, auk Eddu Sif Pind Aradóttur, fulltrúa CarbFix.<br /> <br /> „Til að ná árangri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þurfum við að leiðrétta ójafnvægi milli kynslóða og það efnahagslega ójafnrétti sem innbyggt er í vandann. Við þurfum á félagslegu réttlæti að halda, við þurfum á friði að halda og við þurfum að ná jafnrétti kynjanna. Stjórnvöld, nærsamfélög, atvinnulífið, félagasamtök, menntakerfið og almenningur þurfa öll að vinna saman. Og við þurfum á alþjóða samvinnu að halda meira en nokkru sinni fyrr,” segir forsætisráðherra á <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/16/Forsaetisradherra-kynnir-innleidingu-Islands-a-heimsmarkmidum-Sameinudu-thjodanna-a-radherrafundi-STh-i-New-York/">vef</a>&nbsp;Stjórnarráðsins.<br /> <br /> Árlegur fundur Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (High Level Political Forum, HLPF) stendur nú yfir í New York dagana 9.–18. júlí. Meginþema fundarins er: Empowering people and ensuring inclusiveness and equality. Áherslumarkmiðin 2019 eru menntun fyrir alla (SDG 4), góð atvinna og hagvöxtur (SDG), aukinn jöfnuður (SDG 10), aðgerðir í loftslagsmálum (SDG 13), friður og réttlæti (SDG 16) og samvinna um markmiðin (SDG 17), það síðastnefnda er til umfjöllunar á hverju ári.&nbsp;<br /> <br /> Í tengslum við ráðherrafundinn tekur forsætisráðherra einnig taka þátt í þremur mismunandi hliðarviðburðum sem Ísland stendur að í samvinnu við; Norrænu ráðherranefndina; Malaví; og Efnahagssamvinnustofnun Evrópu (OECD) og Rúmeníu. Þá átti forsætisráðherra í gær tvíhliðafundi með Helen Clark, framkvæmdastjóra Þróunarstofnunar SÞ (UNDP) og Luis Alfonso de Alba, sérstaks erindreka framkvæmdastjóra SÞ fyrir leiðtogafund um loftslagsmál sem fram fer í New York í september næstkomandi í tengslum við Allsherjarþing SÞ.</p> <p><a href="/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/kynning%20%c3%8dslands%20%c3%a1%20innlei%c3%b0ingu%20heimsmarkmi%c3%b0anna2.pdf">Kynning um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðunum</a></p>

16.07.2019Tæplega 20 milljónir barna óbólusettar

<span></span> <p>Rúmlega eitt af hverjum tíu börnum í heiminum eða tæplega 20 milljónir barna voru ekki bólusett á síðasta ári gegn lífshættulegum sjúkdómum. Ástæðurnar eru af ýmsum toga, meðal annars svæðisbundin átök, kostnaður og andúð á bólusetningum. Þetta kemur fram í sameiginlegri rannsókn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF.</p> <p>Flest óbólusettu barnanna búa í tíu þjóðríkjum, eða 11,7 milljónir þeirra 19,4 milljóna sem voru ekki bólusett. Flest barnanna eru í Nígeríu, Indlandi og Pakistan. Rannsóknin leiðir enn fremur í ljós að bólusetningar á heimsvísu gegn fjórum skaðlegustu sjúkdómunum hefur ekkert breyst frá árinu 2010 og stendur í stað í 86 prósentum. Um er að ræða sjúkdóma í hálsi og öndunarvegi (difteríu), stífkrampa, kíghósta og mislinga.</p> <p>Að mati fulltrúa fyrrnefndra stofnana er brýnt að auka bólusetningar gegn sjúkdómum þar sem bóluefni er á annað borð til og koma þannig í veg fyrir faraldra. Alls tókst 118 þjóðum að ná 90 prósenta hlutfalli bólusettra barna í árslok 2018 en sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja æskilegast að hlutfallið sé 95 prósent í heiminum öllum. „Bólusetningar eru eitt mikilvægasta verkfæri okkar til að koma í veg fyrir útbreiðslu og halda heiminum öruggum," er haft eftir Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, á fréttaveitu Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Mörg óbólusettu barnanna eru í hvað mestri hættu á fá sjúkdóma, segir í fréttinni, eins og börn á átakasvæðum og börn fátækra foreldra. Mesta þekjun bólusetninga var í Evrópu á síðasta ári, rúmlega 90 prósent, 18 prósentustigum ofar en Afríka, sem er sú heimsálfa þar sem fæst börn eru bólusett.</p> <p>Utanríkisráðuneytið lagði alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI til 120 milljónir króna í ársbyrjun í þeim tilgangi að herða á bólusetningum malavískra barna. Framlagið verður nýtt á þriggja ára tímabili en þekjun bólusetninga í Malaví er enn innan við 90 prósent. </p>

15.07.2019Enn fjölgar fólki sem lifir við hungurmörk

<span></span> <p>Þriðja árið röð fjölgar fólki í heiminum sem lifir við hungurmörk. Einn af hverjum níu jarðarbúum býr nú við sult. Alvarlega vannærðum fjölgaði um tíu milljónir milli ára, voru 811 milljónir 2017 en 821 milljón í lok síðasta árs, að því er fram kemur í árlegri stöðuskýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um matvælaöryggi og næringu - <a href="http://www.fao.org/3/ca5162en/ca5162en.pdf">The State of Food Security and Nutrition in the World (SOFI).</a></p> <div class="infogram-embed" data-id="cb8da3aa-149a-460e-925f-279ce8347a1f" data-type="interactive" data-title="FAO - vannærðir í heiminum 2005-2018">&nbsp;</div> <script>!function(e,t,s,i){var n="InfogramEmbeds",o=e.getElementsByTagName("script")[0],d=/^http:/.test(e.location)?"http:":"https:";if(/^\/{2}/.test(i)&&(i=d+i),window[n]&&window[n].initialized)window[n].process&&window[n].process();else if(!e.getElementById(s)){var r=e.createElement("script");r.async=1,r.id=s,r.src=i,o.parentNode.insertBefore(r,o)}}(document,0,"infogram-async","https://e.infogram.com/js/dist/embed-loader-min.js");</script> <p>Þeir sem búa við sult eru á nýjanleik orðnir álíka margir og fyrir áratug en í fjölda ára fækkaði hungruðum ár frá ári. Auk þeirra sem búa við alvarlegan fæðuskort búa milljónir manna við fæðuóöryggi. Samtals lifa því að mati FAO um tveir milljarðar manna í óvissu í fæðumálum. Vaxtarhömlun hrjáir 149 milljónir barna.</p> <p>Skýrsluhöfundar benda á að staðan í dag sýni þá stóru áskorun sem felst í heimsmarkmiði númer tvö, að útrýma hungri fyrir árið 2030. Þróunin sé illu heilli ekki í samræmi við það markmið að útrýma hungri og tryggja öllum jarðarbúum nægan mat.</p> <p>Hlutfallslega flestir hungraðir í heiminum búa í Afríku, þar er hlutfallið einn á móti hverjum fimm. Hungur færist líka í aukana í vestanverðri Asíu. Vopnuð átök og loftslagsbreytingar ráða mestu um aukið hungur í heiminum.</p> <p>Í skýrslunni í ár eru sjónum sérstaklega beint áhrifum efnahagslegra niðursveifla. Hungur færist í aukana í mörgum löndum þar sem efnahagsástand hefur verið á niðurleið, einkum í meðaltekjuríkjum. Í skýrslunni er bent á að ógnin sé mest þar sem sameinaðir kraftar eru að verki, eins og átök, loftslagsbreytingar og niðursveifla í efnahagslífinu.</p> <p>FAO gaf skýrsluna út í dag í sam­starfi við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna (WFP), Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­ina (WHO) og Alþjóðasjóð um þróun land­búnaðar&nbsp;(IFAD).&nbsp;</p>

15.07.2019Ungmenni í forgrunni á fundi um heimsmarkmiðin

<span></span> <p>Ísland kynnir á morgun stöðu innleiðingar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi í New York. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur þá ávarp fyrir Íslands hönd, en auk þess ávarpa tveir fulltrúar úr ungmennaráði heimsmarkmiðanna fundinn, þau Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä. </p> <p>„Svo lengi sem það er einhver tilbúinn að hlusta af alvöru tel ég að rödd okkar geti alltaf haft áhrif,“ segir Kristbjörg. „Það er samt svo mikilvægt að halda áfram að nýta rödd sína þó manni finnist maður á tímum vera að kalla inn í tómið. Við vonumst til þess að með þessu erindi okkar munum við koma röddum ungmenna á Íslandi eins vel til skila og við getum, það er svo bara að krossa putta að einhver sé tilbúinn að hlusta.“</p> <p>Sigurður tekur í sama streng. „Af hverju ættum við ungmennin ekki að fá að taka þátt í þeim ákvörðunum sem teknar eru í dag og munu fyrst og fremst hafa áhrif á okkar framtíð?“ spyr hann. „Valdhafar þurfa að eiga samráð við öll ungmenni, líka þau sem hafa ekkert endilega áhuga á stjórnmálum og loftslagsbreytingum því aðeins þá getum við tryggt sanna samvinnu.“</p> <p><strong>Tveir hliðarviðburðir um ungmenni</strong></p> <p>Ísland skipuleggur þar að auki tvo hliðarviðburði sem fara fram á morgun og fjalla þeir báðir um ungmenni. Sá fyrri er skipulagður í samstarfi við Malaví, samstarfsland Íslands í þróunarsamvinnu, og fjallar um menntun og atvinnuþátttöku ungs fólks í Afríku. Sá seinni er unninn í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þar sem Ísland gegnir nú formennsku, og fjallar um ungmenni, loftslagsaðgerðir og lýðræði. </p> <p>Í dag er alþjóðadagur kunnáttu ungmenna, en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli á því að ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára eru þrisvar sinnum líklegri til þess að vera atvinnulaus en þau sem eldri eru og þá er þessi vaxandi hópur einnig ólíklegri til þess að finna vinnu við hæfi að loknu námi. Þátttaka ungmenna er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum og því nauðsynlegt að tryggja þeim gott aðgengi að menntun og atvinnutækifærum við hæfi.<span></span></p> <p>Hægt verður að fylgjast með fulltrúum ungmennaráðsins á Instagram <a href="https://www.instagram.com/ungruv.is/" target="_blank">síðu UngRÚV</a>.</p>

12.07.2019Aðeins 0,5% af framlögum til mannúðarmála til barnaverndar

<span></span> <p>Börn á stríðshrjáðum svæðum voru á síðasta ári um 50 milljónir talsins, eða tvöfalt fleiri en árið 1990, og síðustu níu árin hefur þreföldun orðið á tilkynningum um alvarleg brot gegn börnum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er sáralitlu fé varið í sértækar aðgerðir til verndar börnum á átakasvæðum, að því er fram kemur í skýrslu alþjóðasamtakanna Save the Children sem kom út í dag. Aðeins um 0,5% af mannúðarfé er sérstaklega eyrnamerkt slíkum aðgerðum í þágu barna.</p> <p>Að mati Save the Children sýnir skýrslan að börn á átakasvæðum eru berskjölduð gagnvart ofbeldi, misnotkun, vanrækslu og mansali. Skýrslan er unnin í aðdraganda leiðtogafundar í New York í dag – í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna - <span></span>þar sem fjallað er um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan ber yfirskriftina: <a href="https://reliefweb.int/sites/reliefweb.int/files/resources/Upload_20190630-182416.pdf" target="_blank">Unprotected: Crisis in Humanitarian Funding for Child Protection</a>. Í henni er rýnt í framlög til barnaverndar á milli áranna 2010 og 2018 með ítarlegri greiningu á þrettán átakasvæðum, þar á meðal í Sýrlandi, Jemen, Írak og Afganistan.</p> <p>Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að framlög almennt til mannúðaraðstoðar hafi aukist á síðustu tíu árum, þar á meðal framlög til verndar börnum, hafi þörfin fyrir aukin fjárframlög til barnaverndar aukist margfalt meira. Þannig hafi einungis 18% af fjárþörfinni verið mætt í Afganistan og 25% í Miðafríkulýðveldinu.</p> <p>Í skýrslunni er því haldið fram að sameining barna við fjölskyldur þeirra sé gott dæmi um árangursríka leið í barnavernd og aðgerðir í Suður-Súdan teknar sem dæmi. Þar tókst að sameina þúsundir barna og fjölskyldur þeirra sem höfðu tvístrast í borgarstyrjöldinni sem enn geisar í landinu. „Bæði mannúðarsamtök og framlagsríki verða að bæta sig gagnvart þeim sem standa höllum fæti eins og börnum sem skilin eru eftir óvernduð frammi fyrir margvíslegum ógnum. Mannúð okkar verður á endanum mæld út frá því hvernig við komum fram við börn, þau viðkvæmustu okkar á meðal. Í dag býr fimmta hvert barn á átakasvæðum og þau reiða sig á okkur, að við grípum til sameiginlegra og skjótra aðgerða þeim til verndar,“ er haft eftir Gunvor Knag Fylkesnes framkvæmdastýru Save the Children í Noregi í frétt á <a href="https://reliefweb.int/report/world/unprotected-crisis-humanitarian-funding-child-protection" target="_blank">vef</a>&nbsp;samtakanna.</p>

12.07.2019SOS: Stuðningur við sex hundruð barnafjölskyldur á Filippseyjum

<span></span> <p class="MsoNormal">SOS Barnaþorpin á Ísland hófu í apríl síðastliðnum undirbúning verkefnis til stuðnings 600 barnafjölskyldum í nágrenni tveggja SOS barnaþorpa í Calbayog og Tocloban. Starfið hefur gengið samkvæmt áætlun og í gær var lokið við að velja þær fjölskyldur sem samtökin ætla að styðja næstu þrjú árin. Alls er um 57 milljónum króna varið til verkefnisins en það er fjármagnað af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með styrk frá utanríkisráðuneytinu.</p> <p class="MsoNormal">Markmiðið með verkefninu er að gera fjölskyldurnar fjárhagslega sjálfstæðar til þess að þær geti mætt grunnþörfum barnanna en í þessum 600 barnafjölskyldum eru um 1800 börn og ungmenni. <span style="mso-spacerun:yes;"></span>„Fyrstu mánuðirnir hafa farið í starfsmannaráðningar, uppsetningu á skrifstofum, mati á aðstæðum fólksins á svæðinu og viðtölum við fjölskyldurnar sem þurfa á hjálp okkar að halda. Nú í júlí verður lokið við að útvega skólagögn fyrir 1500 börn,“ segir í frétt á <a href="https://www.sos.is/fjolskylduefling-sos/nanar/8442/buid-ad-velja-fjolskyldurnar-a-filippseyjum" target="_blank">vef</a>&nbsp;SOS Barnaþorpanna.</p> <p class="MsoNormal">Í fréttinni segir að eitt af hverjum 20 börnum á Filippseyjum hafi ýmist verið yfirgefið, sé munaðarlaust eða vanrækt. „Nærri 13 milljónir af 38 milljónum barna á Filippseyjum eru í fjölskyldum sem lifa undir fátæktarmörkum. Þetta er yfir 30% barnafjölskyldna. Fátæktin gerir börn sérstaklega berskjölduð fyrir ógnum af ýmsu tagi og til að mynda er áætlað að um 300 þúsund börn séu fórnarlömb mansals.“</p> <p class="MsoNormal">Verkefnið á Filippseyjum er fjórða fjölskyldueflingarverkefnið sem SOS á Íslandi fjármagnar. Það fyrsta var í Gíneu Bissá og nú eru þrjú yfirstandandi verkefni, á Filippseyjum, í Eþíópíu og Perú.</p> <p class="MsoNormal"><span></span>&nbsp;</p>

11.07.2019Reiknað með tvöföldun íbúafjölda í Afríku fram til 2050

<span></span> <p>Fyrir rúmum þrjátíu árum voru íbúar jarðarinnar fimm milljarðar. Það hafði tekið mannkynið þúsundir ára að ná þeirri stærð. Á síðustu þremur áratugum hefur fjölgað um þrjá milljarða. Jarðarbúar eru núna hartnær átta milljarðar – og heldur áfram að fjölga. Mismikið þó eftir heimshlutum og hvergi jafn mikið og í Afríkuríkjum. Í dag er alþjóðlegi mannfjöldadagurinn.</p> <p>Sameinuðu þjóðirnar kynntu þennan alþjóðadag til sögunnar árið 1989 í þeim tilgangi að beina sjónum að þeim vandamálum sem fylgja fjölgun mannkyns. Jarðarbúar eru núna 7,7 milljarðar og samkvæmt mannfjöldaspám fjölgar íbúum jarðar um tvo milljarða fram til ársins 2050. Sú fjölgun verður langmest í Afríku og þar er reiknað með að íbúafjöldinn tvöfaldist, fari úr 1,3 milljörðum í 2,5 milljarða árið 2050. </p> <p>Innan Afríku verður mannfjölgun mest í Níger. Þar þrefaldast íbúatalan fram til 2050. Þess sjást reyndar greinileg merki að hægt hefur á barnsfæðingum í Afríku. Meðaltalið 4,7 börn á hverja konu í Níger þykir há tala en hefði ekki þótt það fyrir fáeinum árum. Í 25 þjóðríkjum hefur meðaltalið lækkað ár frá ári, um heilt prósentustig frá árinu 2010. Þar munar miklu um færri fæðingar í Kína og Japan. Á árinu 1990 áttu konur í heiminum að meðaltali 3,2 börn en í dag stendur þessi tala í 2,5 og spáð er frekari fækkun barnsfæðinga.</p> <p>Lífslíkur fólks hafa aukist hratt á síðustu árum, mismikið þó eftir heimshlutum. Spáð er áframhaldandi hækkun meðalaldurs og reiknað með að hann hafi hækkað úr 72,6 árum í 77,1 ár árið 2050. Í fátækustu ríkjunum er meðaltalið 7,4 árum lægra, að langmestu leyti vegna þess að barna- og mæðradauði er útbreiddur í lágtekjuríkjum og eins taka vopnuð átök sinn toll í löndum þar sem ófriður ríkir.</p> <p>Meðalaldur jarðarbúa hækkar nánast hvarvetna í heiminum, þó mest í Afríkuríkjum. Og á síðasta ári gerðist það í fyrsta sinn að fólk eldra en 65 ára varð fjölmennara en börn yngri en fimm ára. Með öðrum orðum: lengra líf, færri börn. Þeirri þróun fylgja nýjar efnahagslegar og félagslegar áskoranir. </p>

11.07.2019Sjö milljónir íbúa Suður-Súdan við hungurmörk

<span></span> <p>Alvarlegur matarskortur hrjáir tæplega sjö milljónir íbúa Suður-Súdan, eða 61% þjóðarinnar, fleiri en nokkru sinni fyrr í sögu yngstu þjóðarinnar í heiminum. Í vikunni voru átta ár liðin frá sjálfstæði Suður-Súdan en nánast allan þann tíma hefur verið ófriður í landinu. Rúmlega 2,3 milljónir íbúa hafa flúið yfir landmæri til grannþjóða og hafast þar við sem flóttamenn. Innan lands eru 1,9 milljónir íbúa á vergangi.</p> <p>Að mati hjálparsamtakanna Save the Children hefur íbúum á barmi hungursneyðar fjölgað um eina milljón frá undirritun friðarsamninga í september á síðasta ári. Þrátt fyrir þá hafa byssurnar ekki þagnað og þúsundir fjölskyldna misst eigur sínar og lífsviðurværi vegna átakanna. </p> <p>Salva Kir, forseti Suður-Súdan, ávarpaði þjóð sína á þjóðhátíðardaginn og baðst afsökunar á mistökum ríkisstjórnarinnar, meðal annars þeim að hafa ekki tekist að greiða ríkisstarfsmönnum laun vegna efnahagskreppunnar í landinu. Kir hefur verið forseti frá upphafi sjálfstæðis landsins 2011 og sama ár sakaði hann varaforsetann, Riek Marchar, um tilraun til valdaráns.</p> <p>Í þessum heimshluta er matvælaskortur útbreiddur en að mati Save the Children hefur Suður-Súdan þá sérstöðu að matvælaskorturinn er fyrst og fremst til kominn vegna átakanna en ekki þurrka eins og í Eþíópíu, Kenya og Sómalíu.</p> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) telur fjárþörfina vegna flóttafólks frá Suður-Súdan vera 1,4 milljarða dala en aðeins hefur tekist að afla fimmtungs þess fjár. Í norðurhluta Úganda&nbsp;eru um 1,3 milljónir flóttamanna, flestir frá Suður-Súdan. Þorri þeirra eru konur og börn. Í desember á síðasta ári var skrifað undir samning við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)&nbsp;um uppsetningu sólardrifinna vatnsveitna fyrir heilsugæslustöðvar og skóla á einu svæði flóttamanna. Um er að ræða nýmæli því að verkefnið samþættir aðstoð við flóttafólk&nbsp;og heimafólk. Þótt alþjóðasamfélagið leggi áherslu á samþættingu þróunarsamvinnu&nbsp;og mannúðaraðstoðar eru þess háttar verkefni fátíð. Eftir eitt ár verður metið hvernig til hefur tekist og hvort halda eigi stuðningi áfram.</p> <span style="font-size: 11pt; font-family: 'Times New Roman';"> </span> <p>Ragnheiður Kolsöe sérfræðingur á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytis hefur dvalið langdvölum í Suður-Súdan og sagði hlustendum <a href="https://podcasts.apple.com/gb/podcast/um-h%C3%A1lf-millj%C3%B3n-%C3%B6rnefna-%C3%A1-%C3%ADslandi/id1210680958?i=1000444024674">Rásar 2</a>&nbsp;í vikunni af landi og þjóð.&nbsp;</p>

10.07.2019Jafnréttisskólinn með námskeið um kynjajafnrétti í Malaví og Úganda

<span></span> <p>Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna við Háskóla Íslands (UNU-GEST) hefur staðið fyrir tveimur fimm daga námskeiðum í samstarfslöndum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu það sem af er árinu. Námskeiðið „Teaching Gender to Youth“ var haldið í Malaví í apríl og í síðustu viku lauk námskeiðinu „Gender and Climate Change“ í Úganda.</p> <p>Námskeiðið um fræðslu til ungs fólks um kynjafræði var haldið í Mangochi héraði í Malaví í samstarfi við sendiráð Íslands í Lilongwe. Þátttakendur voru 56 og í hópnum voru kennaranemar, kennarar og skólastjórnendur. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Kristín Ragnarsdóttir, kennari við Lækjarskóla, og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Kristín og Þórður hafa reynslu af kynjafræði- og jafnréttiskennslu á grunn- og menntaskólastigi. </p> <p>Námskeiðið var haldið undir merkjum samstarfsverkefna íslenskra stjórnvalda með héraðsstjórninni í Mangochi héraði og markmið þess var að innleiða kynjafræði í námskrá sem styður við framgang kvenna og jafnrétti kynjanna í Malaví.<span>&nbsp; </span></p> <p>Námskeiðið í Úganda fjallaði um kynjafræði og loftslagsbreytingar. Það var haldið í borginni Mbale þar sem sérfræðingum frá Karamoja héraði var boðið að taka þátt. Námskeiðið var byggt á fyrra námskeiði sama efnis sem haldið var í Úganda árin 2012-2013. Námskeiðið í ár var unnið í samstarfi við kvenna- og kynjafræðideild Makerere háskóla, umhverfisráðuneyti Úganda og jafnréttisráðuneyti Úganda með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru sömu og árið 2013, Beatrice Mukasa, Maria Nandago, Lawrence Aribo og Bob Natifu. </p> <p>Þátttakendur námskeiðsins voru 35 talsins og<span>&nbsp; </span>komu bæði úr opinbera og einkageiranum, meðal annars starfsmenn héraðsstjórna, félagasamtaka og fjölmiðla. Með námskeiðinu „Gender and Climate Change“ er lögð áhersla á að hugað sé að kynjajafnrétti í aðgerðum gegn loftslagshamförum. Námskeiðið tengir aðila sem vinna að loftslagsmálum og við stefnumótun á ólíkum svæðum Úganda.</p> <p>Bæði námskeiðin eru til marks um mikilvægi samstarfs Jafnréttisskólans við Malaví og Úganda. Skólinn stefnir að því að bjóða upp á samskonar námskeið í fleiri löndum.</p>

09.07.2019Fundur um heimsmarkmiðin hafinn í New York

<span></span> <p>Í gær hófst í New York árlegur <a href="https://sustainabledevelopment.un.org/hlpf/2019/" target="_blank">ráðherrafundur</a>&nbsp;um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland er þar meðal 47 þjóða sem kynna landrýniskýrslur. Í <a href="http://heimsmarkmidin.is/library/Heimsmarkmid/VNR_skyrsla_web">skýrslunni</a>&nbsp;er að finna umfjöllun um helstu áskoranir Íslands við innleiðingu markmiðanna sem dregnar eru fram í þeim tilgangi að koma auga á jaðarsetta hópa og kortleggja næstu skref í innleiðingunni. Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á börn – kynslóðina sem tekur við eftir að gildistími heimsmarkmiðanna hefur runnið sitt skeið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir skýrsluna í New York í næstu viku.</p> <p>Fundurinn í New York er svokallaður fundur háttsettra fulltrúa, High Level Political Forum (HLPF), þar sem ráðherrar taka þátt í umræðum í þrjá daga, 16. til 18. júlí. Þema fundarins er „Valdefling fólks, þátttaka allra og jafnrétti.“</p> <p>Heimsmarkmiðin voru samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna haustið 2015. Þau tóku gildi í ársbyrjun 2016 og eiga að nást fyrir árslok 2030. Heimsmarkmiðin fylgdu í kjölfar þúsaldarmarkmiðanna sem giltu frá 2000 til 2015. Þau tóku til þróunarríkja en heimsmarkmiðin eru algild og ná til allrar heimsbyggðarinnar. Á síðasta ári gáfu íslensk stjórnvöld út stöðuskýrslu um framgang heimsmarkmiðanna og landrýniskýrslan byggir að verulegu leyti á henni. Mælst er til þess að ríki skili að minnsta kosti þrisvar sinnum til Sameinuðu þjóðanna landrýniskýrslum á gildistíma heimsmarkmiðanna.</p> <p>Samkvæmt nýrri evrópskri <a href="https://ec.europa.eu/eurostat/web/products-statistical-books/-/KS-02-19-165" target="_blank">skýrslu</a>&nbsp;um framgang heimsmarkmiðanna hafa Evrópusambandsríkin náð mestum árangri í því að ná þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan. Árangurinn er líka góður í ákveðnum þáttum fyrsta heimsmarkmiðsins um að draga úr fátækt auk þess sem vel miðar með ellefta heimsmarkmiðið um sjálfbærar borgir og samfélög. Þá hefur bætt efnahagsástand innan ESB einnig haft jákvæð áhrif á áttunda heimsmarkmiðið um góða atvinnu og hagvöxt.</p> <p>Í skýrslunni – frá Hagstofu Evrópusambandsins – segir að ríki Evrópu þokist almennt nokkuð áfram í því að ná heimsmarkmiðunum en árangurinn sé mismikill. Skýrslan sýnir meðal annars að velmegun mæld í hagvexti hafi aukist en sá vöxtur hafi orðið á kostnað umhverfisins.</p>

09.07.2019Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið

<span></span> <p>Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðuneytið kynnti á síðasta ári nýjan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmiðin sem ætlaður er samstarfsverkefnum fyrirtækja. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífs til þróunarsamvinnu, með það að markmiði að stuðla að atvinnusköpun og sjálfbærum hagvexti í fátækum ríkjum.&nbsp;Þetta eru fyrstu styrkirnir sem veittir eru úr sjóðnum.</p> <p>Bæði verkefnin styðja við heimsmarkmið nr. 8 um mannsæmandi atvinnutækifæri og sjálfbæran hagvöxt, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á fjölmörg önnur heimsmarkmið. </p> <p>Styrkþegar eru fyrirtækin Marel og Thoregs.</p> <p>Marel hlaut rúmlega sjö milljóna króna styrk fyrir verkefni sem snýst um að efla mannauð í víetnömskum fiskvinnslum í meðhöndlun og vinnslu á tilteknum fiskafurðum með það að markmiði að bæta gæði og auka söluverðmæti afurða. Verkefnið kemur til með að hafa bein áhrif á uppbyggingu atvinnumöguleika og stuðla að sjálfbærum hagvexti í Víetnam. </p> <p>Thoregs slf. hlaut fimm milljóna króna styrk vegna verkefnis sem unnið er í samstarfi íslenskra og indverskra aðila. Markmið verkefnisins er tækniyfirfærsla í mjólkur- og matvælavinnslu, með sérstakri áherslu á próteinríkar vörur. Byggðir verða upp klasar sjálfstæðra framleiðslueininga á Indlandi sem starfa á staðbundinn og sjálfbæran hátt.&nbsp;</p> <p>Alls bárust níu umsóknir í sjóðinn. </p> <p><span></span><a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/samstarf-vid-atvinnulifid/">Upplýsingar um samstarf við atvinnulífið á sviði þróunarsamvinnu</a></p>

08.07.2019Þór H. Ásgeirsson ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskólans

<span></span> <p>Þór Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og tekur við starfinu um næstu mánaðamót.</p> <p>Þór hefur gengt stöðu aðstoðarforstöðumanns skólans frá árinu 1999 og komið að stjórnun skólans, þróun hans og námskeiðahaldi um tuttugu ára skeið. Hann var einnig starfandi forstöðumaður árin 2008 og 2009 í fjarveru Tuma Tómassonar sem þá gegndi starfi umdæmisstjóra þróunarsamvinnu á Srí Lanka. Þór hefur því yfirgripsmikla þekkingu á allri starfsemi skólans, þar með talið stjórnun, skipulagningu náms, fjármálum og starfsmannahaldi og hefur séð um gerð kennslu- þjónustu- og samstarfssamninga bæði innanlands og utan. </p> <p>Þór er með tvöfalda meistaragráðu, M.Ed. í raungreinakennslu frá Boston University og M.Sc. í sjávarvistfræði frá University of Massachusetts.</p> <p>Alls voru 11 umsækjendur um starfið. Valnefnd samþykkti einróma að leggja til að Þór yrði boðið starfið og tillaga þess efnis var samþykkt einróma af stjórn skólans í síðustu viku.</p>

05.07.2019Ofbeldi innan fjölskyldna oft lífshættulegt konum

<span></span> <p>Í nítján löndum eru konur enn lagalega skyldar til að hlýða eiginmönnum og þrír milljarðar kvenna búa í löndum þar sem nauðgun í hjónabandi er ekki refsiverð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri árlegri skýrslu UN Women um framgang jafnréttismála en skýrslan í ár er helguð fjölskyldunni í breytilegum heimi. Í skýrslunni segir að þótt réttindabarátta kvenna hafi þokast áfram síðastliðna áratugi eigi kynjamismunun sér enn stað og grundvallarmannréttindabrot séu framin innan veggja heimilisins.</p> <p>Samkvæmt skýrslunni er ofbeldi innan fjölskyldna oft á tíðum lífshættulegt en 137 konur eru myrtar daglega af ásettu ráði af fjölskyldumeðlimi. Í fimmta hverju landi hafa konur ekki jafnan erfðarétt á við karla og þriðja hver gifta kona hefur ekkert ákvörðunarvald yfir eigin heilsu og ákvörðunum tengdum eigin heilsufari í lágtekjulöndum. </p> <p>Í skýrslunnni – <a href="http://www.unwomen.org/-/media/headquarters/attachments/sections/library/publications/2019/progress-of-the-worlds-women-2019-2020-en.pdf?la=en&%3bvs=3512" target="_blank">Progress of the World´s Women 2019-2020</a>&nbsp;– benda höfundar á að ábyrgð stjórnvalda sé mikil og nauðsynlegt sé að þau móti stefnu til stuðnings fjölskyldum og konum. Með öðrum hætti sé ekki unnt að tryggja jafnan rétt kvenna í samfélögum. Margbreytileiki fjölskylduformsins er sérstaklega skoðaður í skýrslunni út frá stöðu kvenna í dag í tengslum við miklar efnahagslegar, lýðfræðilegar, pólitískar og félagslegar breytingar. Í skýrslunni er að finna tölulegar staðreyndir um fjölskyldur út frá heimsálfum, landssvæðum og einstökum ríkjum. Fjölskyldulög, réttindi kvenna, atvinnaþátttaka, ólaunuð umsjá barna og heimilisstörf, ofbeldi gegn konum og stúlkum eru meðal efnisatriða í skýrslunni. </p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/PAaocGuGHpY" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Í frétt frá UN Women á Íslandi segir að meðalgiftingaraldur hafi hækkað um allan heim, fæðingartíðni lækkað og heilt yfir hafi konur aukið efnahagslegt sjálfstæði. Konur taki aukin þátt á vinnumarkaði, en hjónabönd og móðurhlutverkið dragi fyrst og fremst úr þátttöku kvenna á vinnumarkaði.</p> <p>„Hins vegar vinna konur þrisvar sinnum meiri ólaunuð heimilisstörf, ásamt því að annast börnin og fjölskyldumeðlimi, heldur en karlmenn. Þessi kynjahalli ýtir mest undir slakari þátttöku kvenna á vinnumarkaði en karlmanna. Samkvæmt skýrslunni eru feðraorlofskvótar og bætt dagvistunarkerfi taldir helst líklegir til að draga úr þeim kynjahalla og ýta undir aukna atvinnuþátttöku kvenna. Með því að búa okkur fjölskylduvænt samfélag sköpum við umhverfi þar sem einstaklingurinn þrífst og dafnar, en stuðlum einnig að hagsæld og friði,“ segir í fréttinni.</p> <p>Skýrsluhöfundar ráðleggja eftirfarandi:</p> <ul style="list-style-type: disc;"> <li>Bæta og endurmóta fjölskyldulög sem tryggja konum val um hvort, hvenær og hverjum þær giftast og tryggja konum jafnt aðgengi að fjölskylduauði.</li> <li>Viðurkenna og samþykkja fjölbreytt fjölskylduform, sem og hinsegin sambönd og hjónabönd.</li> <li>Fjárfesta í opinberri þjónustu, sérstaklega meðgöngu- og fæðingarþjónustu.</li> <li>Þrýsta á myndun kerfa sem tryggja félagslega vernd, líkt og fæðingarorlof, barnavernd og þjónustu við aldraða.</li> <li>Tryggja öryggi kvenna með því að setja í framkvæmd lög um útrýmingu ofbeldis gegn konum og stúlkum og tryggja þolendum ofbeldis réttláta meðferð fyrir lögum og viðunandi stuðning og þjónustu.</li> <li>Fjárfesta í kynjuðum tölum og gögnum um fjölskyldur og heimilishald sem munu auðvelda stjórnvöldum að móta opinbera stefnu sem styður við fjölskyldur og þannig við kynjajafnrétti.</li> </ul>

04.07.2019Alþjóðlegt flóttamannaráð sett á laggirnar

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hefur ákveðið að setja á laggirnar alþjóðlegt flóttamannaráð (<a href="https://www.unhcr.org/global-refugee-forum.html">Global Refugee Forum</a>) og boðar jafnframt til fyrsta fundar ráðsins um miðjan desember í Genf í Sviss.</p> <p>Ríkisstjórn Sviss verður ásamt UNHCR gestgjafi viðburðarins, sem verður á ráðherrastigi, en einnig er boðað til hans í nafni Tyrklands, Þýskalands, Eþíópíu og Kostaríka. Verið er að leita til fleiri landa um aðkomu að viðburðinum og verður það tilkynnt síðar. Reiknað er með að Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sæki viðburðinn.</p> <p>„Nú þegar tugir milljóna einstaklinga glíma við afleiðingar stríðs, átaka og ofsókna, verður hnattrænn umræðuvettvangur um málefni flóttafólks tækifæri fyrir lönd til að meta núverandi stöðu og efla viðbragðsaðgerðir á heimsvísu. Hann er til kominn í kjölfar nýs sáttmála um málefni flóttamanna sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember síðastliðnum og er hluti af innleiðingu hans,“ segir í <a href="https://www.unhcr.org/neu/is/27395-flottamannastofnun-sameinudu-thjodanna-stofnar-til-hnattraens-umraeduvettvangs-um-malefni-flottafolks.html" target="_blank">frétt</a>&nbsp;á vef Flóttamannastofnunar.</p> <p>Þar segir enn fremur að sáttmáli um málefni flóttafólks, í samræmi við meginregluna um sanngjarnt álag og deilingu ábyrgðar, leitist við að bæta viðbragðsaðgerðir vegna málefna flóttafólks á heimsvísu með því að veita löndum og samfélögum sem taka á móti flóttafólki aukinn stuðning á sama tíma og flóttafólki eru veitt úrræði til að verða meira sjálfbjarga. „Hann miðar einnig að því að fjölga stöðum sem flóttafólk í viðkvæmri stöðu getur sest að á og öðrum lagalegum leiðum til að komast til öruggra þriðju landa, og bæta aðstæður í upprunalöndum flóttafólksins.“</p> <p>Í fréttinni segir að alþjóðlega flóttamannaráðið sé einstakt tækifæri fyrir ríki og aðra til að koma saman og finna áræðnar, nýjar leiðir til að minnka álag á móttökulöndin, efla sjálfstæði flóttafólks og leita lausna. Flóttamannaráðið leiði saman stjórnvöld, alþjóðleg samtök, sveitarfélög, félagasamtök, einkageirann, íbúa móttökusamfélaga og flóttafólkið sjálft. </p> <p>Á fyrsta fundi ráðsins í desember verður einblínt á sex þætti: úrræði vegna álags og deilingu ábyrgðar, menntun, störf og lífsviðurværi, orku og innviði, lausnir og getu til verndar.</p>

04.07.2019Nemendafjöldinn tvöfaldaðist meðan á námskeiðinu stóð

<span></span> <p>Efnalitlar konur í Bashay þorpi í norður Tansaníu luku nýlega valdeflingarnámskeiði á vegum Women Power samtakanna sem fékk styrk frá utanríkisráðuneytinu og fjölmörgum öðrum bakhjörlum til verkefnisins. Að sögn Önnu Elísabetar Ólafsdóttur formanns samstakanna er fátækt nokkuð útbreidd í Tansaníu og sérstaklega í smærri þorpum á landsbyggðinni.</p> <p>„Á námskeiðinu, sem haldið var í fjórða sinn í síðasta mánuði, var lögð áhersla á sjálfsstyrkingu, skapandi hugsun og gerð einfaldra viðskiptaáætlana. Aðsókn að námskeiðinu var góð, en á fyrsta degi sóttu rúmlega 30 konur námskeiðið. Svo góður rómur var gerður af námskeiðinu að nemandafjöldinn tvöfaldaðist meðan á námskeiðinu stóð,“ segir Anna Elísabet.</p> <p>Women Power samtökin fengu einnig styrk til að halda tveggja daga vinnustofu byggða á aðferðafræði <span></span>sem UN Women hefur þróað og kennd er við rakarastofu (Barbershop). Um 20 konum og 20 körlum var boðið að sitja vinnustofuna en umræðuefni fyrri dagsins var jafnrétti kynjanna en seinni daginn var rætt um kynbundið ofbeldi. „Um 40 prósent tansanískra kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafa einhvern tíma á ævinni upplifað ofbeldi,“ segir Anna Elísabet. „Barbershop vinnustofan var unnin í samstarfi við heimamenn sem hafa reynslu af að fjalla um kynjamisrétti en fundirnir gengu með eindæmum vel. Bæði konur og karlar tóku virkan þátt í samræðum um mál sem gjarnan er viðkvæmt að ræða um í þessum menningarheimi. Það er alveg ljóst að stórt skref var tekið í að efla mátt kvenna og auka skilning karla á mikilvægi þess að efla jafnrétti kynjanna og draga úr kynbundnu ofbeldi,“ segir hún.</p> <p>Félagasamtökin Women Power voru stofnuð á alþjóðadegi kvenna 2015. Tilgangur félagsins er að bæta velferð íbúa fátækra ríkja með sérstakri aðstoð við efnalitlar konur. Engin félagsgjöld eru í félaginu en félagsmönnum er frjálst að leggja verkefnum samtakanna lið með frjálsum framlögum í takt við þeirra áhuga og getu. Félagið hefur lagt megin áherslu á frumkvöðlaþjálfun meðal kvenna. Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur verið formaður Women Power samtakanna frá upphafi en hún hefur síðastliðin ellefu ár byggt upp góð tengsl við íbúa og leiðtoga í þorpinu Bashay í norður Tanzaníu í gegnum ýmis verkefni á eigin vegum og á vegum samtakanna.</p> <p><a href="http://www.tanzanice.net/" target="_blank">Nánar</a></p>

03.07.2019Sendifulltrúi Rauða krossins til Úganda vegna ebólu

<span></span> <p>Magna Björk Ólafsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, er nýfarin til Úganda þar sem hún tekur þátt í forvarnarstarfi vegna ebólu. Rauði krossinn í Úganda hefur þjálfað hundruð sjálfboðaliða að undanförnu, með stuðningi frá Alþjóðaráði Rauða krossins, en sú þjálfun er liður í forvarnarstarfi gegn sjúkdómnum sem geisað hefur í grannríkinu Kongó undanfarna mánuði. Það kemur í hlut íslenska sendifulltrúans að veita aðstoð og ráðgjöf um sjúkdóminn og varnir gegn honum. Eitt tilvik ebólu var staðfest í síðasta mánuði í Úganda.</p> <p>Fimm ára drengur sem ferðaðist með fjölskyldu sinni frá Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó greindist þá með sjúkdóminn og síðar tveir aðrir í fjölskyldu hans. Drengurinn lést og amma hans einnig. Rauði krossinn í Úganda hefur undanfarið unnið náið með stjórnvöldum og öðrum hluteigandi aðilum til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu ebólu í landinu. </p> <p>Í frétt frá Rauða krossinum á Íslandi segir að styrkur Rauða krossins á svæðinu felist í því að njóta trausts og starfa í nærsamfélögum fólks. „Það skiptir öllu máli að hefta frekari útbreiðslu ebólu,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, en samtökin hafa stutt aðgerðir Alþjóða Rauða krossins í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. „Við erum sérlega þakklát utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins fyrir þann stuðning. Hann er ómetanlegur og það er mikilvægt að muna það að framlag Íslands skiptir sannarlega máli, hvert einasta framlag skiptir máli.“</p> <p><strong>Reyndur sendifulltrúi</strong></p> <p>Magna Björk Ólafsdóttir kemur til með að starfa í Úganda um mánaðarskeið. <span></span>Hún er reyndur bráðahjúkrunarfræðingur sem hefur farið fjölmargar ferðir til neyðarsvæða á vegum Rauða krossins á Íslandi, meðal annars til Haití, Filippseyja, Írak, Kenya, Suður-Súdan, Bangladess og Síerra Leóne. </p> <p>Magna er hluti af viðbragðmatsteymi Alþjóða Rauða krossins, FACT (Field Assessment Coordination Team) sem kallað var til í kjölfar staðfestingar á ebólu tilviki í Úganda. Magna er sérhæfður lýðheilsusérfræðingur og hlutverk hennar er að liðsinna Rauða krossinum í Úganda við vinnslu forvarna og viðbragsáætlana vegna áhættumats í tengslum við sjúkdóminn. Hún tekur meðal annars þátt í gerð heildarstefnumótunar, samhæfinga með öðrum heilbrigðisaðilum og verður í viðbragðstöðu til að veita stuðning í neyðartilvikum varðandi útbreiðslu sjúkdómsins.</p>

03.07.2019Heimsmarkmiðagátt opnuð

<span></span> <p>Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hefur opnað <a href="http://heimsmarkmidin.is/">Heimsmarkmiðagátt</a>&nbsp;þar sem fólki gefst kostur á að koma verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á framfæri. </p> <p>Tilgangurinn með gáttinni er að virkja samfélagið í heild sinni við innleiðingu heimsmarkmiðanna og tryggja góða upplýsingamiðlun milli stjórnvalda og hagsmunaaðila um markmiðin. </p> <p>Innsendingu verkefna í gáttina er ætlað að vera hvetjandi fyrir ýmsa aðila til að auka sjálfbærni í daglegri starfsemi. Þá getur innsending verkefna verið góð leið til þess að vekja athygli á hagnýtum og nýstárlegum verkefnum á sviði sjálfbærrar þróunar. Gáttin getur einnig nýst til þess að leita sér innblásturs og jafnvel til þess að finna mögulega samstarfsaðila að verkefnum.</p> <p>Heimsmarkmiðagáttin byggir á erlendum fyrirmyndum, meðal annars frá Finnlandi. Öllum er frjálst að senda inn verkefni í Heimsmarkmiðagáttina og skulu verkefnin uppfylla þau skilyrði að þau feli í sér mælanleg markmið sem stuðli að sjálfbærri þróun og þar með framgangi heimsmarkmiðanna. Þá skal sett fram tímasett áætlun og tiltekið hvenær áætlað er að markmiðum verði náð.&nbsp;</p>

02.07.2019Tekið á móti 75 flóttamönnum á þessu ári

<span></span> <p>Á þessu ári verður tekið á móti 75 flóttamönnum af hálfu íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), innlend sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi. Rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á flótta í heiminum og hafa aldrei verið jafn margir í sjötíu ára sögu Flóttamannastofnunar. Flóttafólkið sem Íslendingar taka á móti eru annars vegar Sýrlendingar sem hafa dvalist í Líbanon og hins vegar fólk af afrísku bergi brotið sem hefur dvalist í flóttamannabúðum í Kenya.</p> <p>Á dögunum gerði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, samning við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn frá Sýrlandi. Fólkið kom til landsins í maí síðastliðnum ásamt 42 öðrum flóttamönnum sem settust að á Hvammstanga og á Blönduósi. Þetta er í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld.</p> <p>„Móttaka flóttafólks hér á landi hefur gengið vel og er um að ræða farsælt samstarf á milli sveitarfélaga, ríkis og Rauða krossins á Íslandi. Ég bind vonir við að svo verði áfram,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í <a href="https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/07/01/Felags-og-barnamalaradherra-gerir-samning-vid-Arborg-um-mottoku-flottafolks/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá ráðuneytinu.</p>

02.07.2019Dvalarheimili á Indlandi fjármagnað með íslenskri erfðagjöf

<span></span> <p>Byggingu dvalarheimilis fyrir SOS mæður á eftirlaunum í Hojai á Indlandi er nú lokið. Framkvæmdirnar voru að stórum hluta fjármagnaðar með erfðagjöf frá íslenskri konu, <a href="https://www.sos.is/um-sos/frettir/nanar/8436/15-milljona-krona-arfi-til-sos-hefur-verid-radstafad" target="_blank">Önnu Kristínu Ragnarsdóttur</a>.&nbsp;Húsið var formlega afhent SOS Barnaþorpunum og opnað síðastliðinn sunnudag.&nbsp;</p> <p>Anna Kristín lést árið 2010 en hafði 17 árum áður gert erfðaskrá sem kvað á um að eigur hennar skyldu renna til SOS Barnaþorpanna. Erfðagjöfinni, 15 milljónum króna, hefur nú allri verið ráðstafað samkvæmt óskum Önnu í þremur úthlutunum.</p> <p>Framlag SOS á Íslandi, í nafni Önnur Kristínar til byggingar dvalarheimilisins, nam 10 milljónum króna en heildarkostnaður framkvæmdanna nam 27 milljónum króna.</p> <p><strong>Tíu fyrrverandi SOS mæður fá heimili</strong></p> <p>Með framlaginu vill SOS á Íslandi stuðla að velferð þeirra fyrrverandi SOS mæðra sem fá þar heimili á efri árum sínum. Jafnframt vilja samtökin sýna mæðrum sem starfa við uppeldi barna í barnaþorpinu að þær þurfi ekki að hafa áhyggjur af húsnæðismálum eftir að þær hætta að vinna.</p> <p>Á þessu nýja heimili fá tíu konur herbergi ásamt sameiginlegu eldhúsi og setustofu. Hvert herbergi er 30 fermetrar og sameinleg aðstaða 90 fermetrar.</p> <p><strong>Flestir Íslendingar styrkja á Indlandi</strong></p> <p>Á Indlandi eru 32 SOS barnaþorp og þar búa 4.500 munaðarlaus og yfirgefin börn. Fjölmargir Íslendingar styrkja börn í þessum þorpum en Indland er það land sem langflestir Íslendingar styrkja í gegnum SOS Barnaþorpin.</p>

01.07.2019Ísland tekur í dag sæti í stjórn Alþjóðabankans

<span></span> <p>Geir H. Haarde, fyrrverandi sendiherra Íslands í Washington, tók í dag við stöðu aðalfulltrúa kjördæmis Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna hjá Alþjóðabankanum. Hann kemur til með að stýra skrifstofu kjördæmisins í höfuðstöðvum bankans í Washington um tveggja ára skeið og situr í 25 manna stjórn bankans fyrir hönd kjördæmisins. Ísland er fámennasta aðildarríki bankans sem skipar í stöðu aðalfulltrúa í stjórn hans.&nbsp; </p> <p><span></span>„<a href="https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/fjolthjodleg-samvinna/althjodabankinn-the-world-bank-group/">Alþjóðabankinn</a> er stærsta þróunarsamvinnustofnun í heiminum og aðalfulltrúinn gegnir umfangsmiklu samræmingarstarfi kjördæmisins,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Alþjóðabankinn hefur lengi verið ein helsta samstarfsstofnun okkar í þróunarmálum og á síðustu árum hefur okkur tekist að koma íslenskri sérþekkingu á framfæri í verkefnum bankans, einkum á sviði jarðhita, fiskimála og jafnréttis- og mannréttindamála,“ segir Guðlaugur Þór, sem tók jafnframt sæti í þróunarsamvinnunefnd&nbsp;bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmisins.</p> <p>Næstu tvö árin kemur í hlut Íslands að halda utan um samstarf kjördæmislandanna og samskipti við skrifstofu kjördæmisins og höfuðborgir landanna, en sérstök deild innan þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins sinnir verkefninu með sjónarmið allra þjóðanna átta að leiðarljósi. </p> <p>Af þeim fimm stofnunum sem Alþjóðabankinn samanstendur af, fer stór hluti íslenskra framlaga til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) sem veitir fátækustu ríkjum heims styrki og lán á hagstæðum kjörum. Að sögn Þórarinnu Söebech, fulltrúa Íslands á skrifstofu Alþjóðabankans, er <a href="http://ida.worldbank.org/replenishments/ida19-replenishment" target="_blank">endurfjármögnun</a>&nbsp;IDA mikilvægasta verkefnið sem bankinn fæst við um þessar mundir. Af öðrum stórum verkefnum nefnir hún Mannauðsverkefnið, <a href="http://pubdocs.worldbank.org/en/228051531311025044/HCI-Sept-2018-website.pdf" target="_blank">Human Capital Project</a>, sem bankinn kynnti í lok síðasta árs og lýtur að fjárfestingu í mannauði komandi kynslóða.</p> <p>Milli kjördæmislandanna ríkir samkomulag um að Norðurlöndin fimm útnefni til skiptis aðalfulltrúa í stjórn bankans og leiði á sama tíma samræmingarstarf kjördæmisins. Samræmingarhlutverkið krefst þess að fulltrúar Íslands fylgjast náið með allri starfsemi bankans, geti sett sig efnislega inn í öll helstu mál og myndað ígrundaða afstöðu til þeirra mála sem eru á dagskrá hverju sinni og leitt samræmingu á afstöðu kjördæmisins í málefnum bankans.</p> <p>Til marks um gífurleg umsvif Alþjóðabankans má nefna að árið 2017 samþykkti bankinn lán og fjárveitingar til verkefna að upphæð 67 milljarða Bandaríkjadala. Verkefni á vegum bankans eru samtals 13.730 í 174 þjóðríkjum.</p>

28.06.2019Á hverjum degi deyr eitt barn á flótta

<span></span> <p>Á síðustu fjórum árum hefur eitt barn á flótta látið lífið á degi hverjum, segir í frétt frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Frá því stofnunin hóf gagnasöfnun um afdrif flóttafólks árið 2014 hafa 32 þúsund einstaklingar látist á flótta í leit að betra lífi, þar af 1600 börn. Fyrr í vikunni vakti ljósmynd af líkum tvítugus föður og tveggja ára dóttur hans á árbakka Rio Grande árinnar mikinn óhugnað en þau voru á flótta frá Mexíkó yfir til Bandaríkjanna. <span></span></p> <p>Samkvæmt nýlegri skýrslu UNHCR – <a href="https://www.unhcr.org/statistics/unhcrstats/5d08d7ee7/unhcr-global-trends-2018.html">Þróun á heimsvísu (Global Trends)</a>&nbsp;– hafa að minnsta kosti 70,8 milljónir einstaklinga verið þvingaðir á flótta, eða tvöfalt fleiri en fyrir 20 árum og 2,2 milljónum fleiri en fyrir ári. Talan 70,8 milljónir er reyndar varlega áætluð, sérstaklega þar sem neyðarástandið í Venesúela endurspeglast einungis að hluta í henni. Alls hafa um fjórar milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið land sitt, samkvæmt gögnum frá yfirvöldum í þeim löndum sem tekið hafa við þeim, sem gerir þetta meðal stærsta nýlega flóttamannavanda veraldar. Þótt meirihluti þeirra þurfi á alþjóðlegri flóttamannavernd að halda hefur aðeins um hálf milljón tekið það skref að óska formlega eftir hæli.</p> <p>„Það sem við sjáum í þessum tölum er enn frekari staðfesting á langtíma fjölgun þeirra sem þurfa öryggi frá stríði, átökum og ofsóknum. Þótt orðræða um flóttafólk og farandfólk sé oft umdeild sjáum við líka mikið af örlæti og samkennd, sérstaklega í samfélögum sem hýsa mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Filippo Grandi flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Við þurfum að byggja á þessum jákvæðu dæmum og efla enn frekar samkennd okkar með þeim þúsundum saklausra einstaklinga sem á hverjum degi eru þvingaðir á flótta frá heimilum sínum.“</p> <p>Þrír meginhópar eru innan þessara 70,8 milljóna sem talað er um í skýrslunni um Þróun á heimsvísu. Sá fyrsti er&nbsp;flóttafólk,&nbsp;en með því er átt við fólk sem hefur neyðst til að flýja land sitt vegna átaka, stríðs eða ofsókna. Árið 2018 var fjöldi flóttamanna á heimsvísu 25,9 milljónir, 500 þúsund fleiri en árið 2017. Innan þessarar tölu eru 5,5 milljónir flóttamanna frá Palestínu sem eru undir vernd Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNWRA).</p> <p>Annar hópurinn er&nbsp;hælisleitendur&nbsp;– fólk sem er utan heimalands síns og nýtur alþjóðlegar verndar en bíður niðurstöðu umsóknar sinnar um stöðu flóttamanns. Í lok árs 2018 voru 3,5 milljónir hælisleitenda í heiminum.</p> <p>Þriðji og stærsti hópurinn, 41,3 milljónir, er fólk sem er á vergangi á öðrum svæðum&nbsp;innan eigin heimalands, vegalaust fólk eins og oft er sagt eða IDP (Internally Displaced People).</p> <p>Fólki á flótta og á vergangi heldur áfram að fjölga hraðar en lausnir finnast fyrir þá sem lenda á vergangi. Í skýrslu Flóttamannastofnunar segir að besta lausnin fyrir flóttafólk sé að geta snúið aftur heim sjálfviljugt, í öryggi og með reisn. Aðrar lausnir væru að verða hluti af samfélagi móttökulandsins eða setjast að í þriðja landi. Þrátt fyrir það settust aðeins 92.400 flóttamenn að í þriðja landi árið 2018, innan við 7 prósent þeirra sem biðu eftir því. Um 593.800 flóttamenn gátu snúið aftur heim, og 62.600 fengu ríkisborgararétt.</p> <p>„Í hverjum flóttamannavanda, hvar sem hann á sér stað og hve lengi sem hann hefur staðið, verður að vera stöðug áhersla á lausnir og að fjarlægja hindranir í vegi þess að fólk geti snúið aftur heim,“ sagði Grandi. „Þetta er flókið verk sem UNHCR er stöðugt að vinna að en sem kallar líka á að öll lönd taki höndum saman með hagsmuni allra í huga. Þetta er ein mesta áskorun okkar tíma.“</p>

27.06.2019Samningur Íslands og FAO ræddur á ársfundi stofnunarinnar

<span></span> <p>Nýgerður samningur milli Íslands og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) kom til umræðu á ársfundi stofnunarinnar í vikunni. Stefán Jón Hafstein fastafulltrúi Íslands hjá FAO tók til máls á fundinum undir umræðum um fiskveiðimál og gerði þinginu grein frá <span></span>samningnum sem snýr að áformum í baráttunni gegn ólöglegum og stjórnlausum fiskveiðum og rusli í hafi. </p> <p>Þá minnti hann á að á næsta ári verður fagnað 25 ára afmæli sáttmála um stjórn fiskveiða, Code of Conduct, en ætlunin er að aðildarþjóðirnar sameinist um nýja og stefnumarkandi yfirlýsingu. Stefán Jón hvatti ríkin til að taka fullan þátt í gerð þeirrar yfirlýsingar, en hún verður meðal annars á borði framkvæmdaráðs fiskveiðinefndarinnar þar sem Ísland situr fyrir hönd Evrópuríkja.</p> <p>Á ársfundinum í Róm var Qu Dongyu frá Kína var kjörinn nýr framkvæmdastjóri FAO eftir spennandi kosningabaráttu. Hann fékk yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í fyrstu umferð, 108, gegn 71 atkvæði Catherine&nbsp;Geslain-Lanéelle, franska frambjóðandans, sem borinn var fram af Evrópusambandinu og 12 atkvæðum Davit Kirvalidze, Georgíumanns, sem Bandaríkin studdu opinberlega. </p> <p>Qu Dongyu tekur við starfinu af Jose Graziano da Silva frá Brasilíu.</p>

27.06.2019Hækkun framlaga stjórnvalda til UNICEF 160% milli ára

<span></span> <p>Framlög íslenskra stjórnvalda, almennings og fyrirtækja á Íslandi til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hafa aldrei verið hærri en á síðasta ári. Á ársfundi landsnefndar UNICEF í gær kom fram að vöxturinn milli ára hafi verið 10,2% og hækkun framlaga frá íslenskum stjórnvöldum á milli áranna 2017 og 2018 hafi sjaldan verið meiri, eða tæp 160%. Árið 2018 komu næst hæstu framlögin til UNICEF frá Íslandi miðað við höfðatölu, aðeins hlutur Norðmanna var hærri. </p> <p>„Þetta er alveg frábær árangur og við erum almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum innilega þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning. Það er auðvitað mjög gleðilegt að sjá þessi auknu framlög frá ríkinu til baráttu UNICEF alþjóðlega, og þessi aukning gerir UNICEF kleift að ná til enn fleiri barna um allan heim,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. </p> <p><strong>Metár hjá UNICEF á Íslandi</strong></p> <p>Á fundinum í dag kynnti Bergsteinn helstu niðurstöður ársins 2018. Þar bar einna hæst að söfnunarfé UNICEF á Íslandi var rúmar 730 milljónir króna árið 2018, sem er 10,2% vöxtur milli ára. Alls kom 81% af söfnunarfé frá <a href="file:///O:/THSS/11.%20Fr%C3%A6%C3%B0slu-,%20kynningar-%20og%20uppl%C3%BDsingam%C3%A1l%20-%20%C3%BEr%C3%B3unarsamvinna/Veft%C3%ADmarit/Wordskj%C3%B6l/unicef.is/heimsforeldrar">heimsforeldrum</a>, mánaðarlegum stuðningsaðilum sem styðja baráttu UNICEF um allan heim. Auk þess studdi almenningur dyggilega við börn í Jemen á árinu, en rétt tæplega 30 milljónir söfnuðust fyrir neyðarhjálp UNICEF í Jemen. Metsala var síðan á sölum „Sannra gjafa“ fyrir jólin, en landsmenn keyptu hjálpargögn á borð við bóluefni, teppi, hlý föt og vatnsdælur fyrir rúmlega 30 milljónir króna á árinu. </p> <p><strong>Nýr formaður stjórnar</strong></p> <p>Á aðalfundi UNICEF tók Kjartan Örn Ólafsson við sem nýr stjórnarformaður af Ernu Kristínu Blöndal sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. Erna Kristín, sem gegnir nú stöðu skrifstofustjóra barna- og fjölskyldumála í&nbsp; félagsmálaráðuneytinu, situr áfram í stjórn. Aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Hálfdánardóttir, varaformaður, Guðrún Nordal, Svafa Grönfeldt, Sigríður Thorlacius og Styrmir Gunnarsson. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir og Jökull Ingi Þorvaldsson eru fulltrúar ungmennaráðs.</p> <p><a href="https://unicef.is/sites/unicef.is/files/atoms/files/unicef_arssk_2018_low_pr2.pdf" target="_blank">Ársskýrsla UNICEF á Íslandi</a> </p>

26.06.2019FAO veitir þremur milljónum íbúa Eþíópíu neyðaraðstoð

<span></span> <p>Úrkoma undir meðallagi í febrúar fram í maí og miklir þurrkar síðustu árin leiða til þess að tæplega níu milljónir íbúa Eþíópíu þurfa á mannúðar- og matvælaaðstoð að halda. Til að bæta gráu ofan á svart hafa átök hrakið fólk á vergang í þúsundavís. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) ætlar af þessum sökum að grípa til neyðaraðstoðar sem beinist að þeim þremur milljónum íbúa sem búa við mestu þrengingar.</p> <p>Fatouma Seid, fulltrúi FAO í Eþíópíu, segir að bændur og hirðingjar verði harðast úti í þurrkunum, neyðin sé mikil og brýnt að bregðast við áður en þurrkatímabilið dregst á langinn. Veðurútlit næstu mánaðanna gefur til kynna að úrkoma verði áfram undir meðallagi, einkum í suðausturhluta landsins. Spár gera einnig ráð fyrir uppskerubresti og meðfylgjandi matvælaskorti. Þá er óttast að skortur verði á fóðri og vatni fyrir búpening, auk þess sem hætta er talin á útbreiðslu dýrasjúkdóma.</p> <p>Samkvæmt viðbragðsáætlun stjórnvalda í Eþíópíu um mannúðaraðstoð þurfa rúmlega þrjár milljónir heimila á aðstoð að halda. FAO hyggst grípa til aðgerða þar sem þörfin er mest, að stórum hluta meðal þeirra sem hafa hvað minnst að bíta og brenna. Í <a href="http://www.fao.org/ethiopia/news/detail-events/en/c/1199250/" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá FAO kemur fram að fjárþörfin vegna aðstoðarinnar nemi 36 milljónum bandarískra dala.</p> <p><strong>Ísland og FAO</strong></p> <p>Á síðustu misserum hefur verið unnið að því að efla samstarf við FAO&nbsp;<span></span>á sviði þróunarsamvinnu&nbsp;<span></span>með sérstaka áherslu á að aðstoða þróunarstrandríki og smáeyríki við innleiðingu alþjóðasamnings hafnríkja um aðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Skrifað var undir samning við FAO um fjárstuðning til verkefnisins fyrr á þessu ári. Fastafulltrúi Íslands í Róm situr margvíslega fundi um matvælaástandið í heiminum og tekur þátt í stefnumótandi aðgerðum. Þá situr Ísland í stýrinefnd fyrir undirnefnd í fiskveiðimálum fyrir hönd Evrópuríkja árin 2018–2020.</p>

25.06.2019Námskeið í Mongólíu um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga

<span></span> <p>Fyrir skömmu lauk í Mongólíu sjö daga námskeiði á vegum Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra nýtingu beitilanda á tímum loftslagsbreytinga. Markmið námskeiðsins var að þjálfa heimamenn í miðlun og nýtingu þekkingar á vöktun beitilanda með það fyrir augum að styrkja skilvirka stefnumótun um sjálfbæra landnýtingu.</p> <p>Þetta er í annað sinn sem Landgræðsluskólinn efnir til slíks námskeiðs í Mongólíu en í þetta sinn var það var haldið í grennd við höfuðborgina Ulaanbaatar. Meirihluti þeirra 25 þátttakenda sem sóttu námskeiðið voru umhverfis- og landbúnaðarsérfræðingar frá héraðsstjórnum í Mongólíu en einnig sóttu námskeiðið sérfræðingar frá ríkisstofnunum og háskólum. </p> <p>Námskeiðið samanstóð af fyrirlestrum, vettvangsferð og verkefnavinnu í vinnuhópum. Allir þættir námskeiðsins miðuðu að því að auka hæfni þátttakenda til að greina á milli áhrifa landnýtingar og loftslagsbreytinga á vistkerfi, greina á milli vandaðra og óvandaðra gagna og upplýsinga, og nýta vönduð gögn og upplýsingar í stefnumótun er varða nýtingu vistkerfa. Í Mongólíu er gróður- og jarðvegsauðlind landsins metin reglulega samkvæmt matskerfi sem hefur verið þróað og aðlagað að aðstæðum þar og var stuðst við það að hluta í kennslu á námskeiðinu.</p> <p>Að námskeiðinu stóðu, auk Landgræðsluskólans, Landbúnaðarháskólinn í Mongólíu (Mongolian University of Life Sciences), mongólsk frjáls félagasamtök sem vinna með hirðingjum að því að bæta landnýtingu og afkomu þeirra (National Federation of Pasture User Groups of Herders), og Veður-, vatna- og umhverfisstofnun Mongólíu (Information and Research Institute of Meteorology, Hydrology and Environment). Sex kennarar frá samstarfsstofnunum Landgræðsluskólans sáu um kennslu, auk þriggja kennara frá Íslandi sem starfa við Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðsluna og Landgræðsluskólann. Jafnframt aðstoðuðu fjórir fyrrverandi nemar Landgræðsluskólans við útikennslu og ýmsa hagnýta hluta námskeiðsins.</p> <div style="padding: 0cm 0cm 1pt; border-top: none; border-right: none; border-bottom-width: 1pt; border-bottom-style: solid; border-left: none;"> <p style="padding: 0cm; border: none;">Auk námskeiðahalds hér á Íslandi stendur Landgræðsluskólinn meðal annars að þjálfun sérfræðinga í þróunarlöndum til að efla færni þeirra í málefnum sem tengjast vistheimt og sjálfbærri landnýtingu. </p> </div>

24.06.2019Ísland leggur fram fyrstu ályktanirnar í mannréttindaráðinu

<span></span> <p>Ísland kemur til með að halda áfram frumkvæði í gagnrýni á Filippseyjar og Sádí-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, flutti yfirlitsræðu í morgun um stöðu mannréttinda í heiminum við upphaf fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna en þessi lota er sú þriðja sem Ísland sækir sem kjörinn meðlimur ráðsins.</p> <p>Í ræðu sinni í morgun gagnrýndi Bachelet stjórnvöld í Sádí-Arabíu fyrir viðbrögð þeirra við skýrslu sem liggur fyrir mannréttindaráðinu og fjallar um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hún gagnrýndi einnig aftökur 37 manna í landinu í apríl og aftökur tveggja drengja undir átján ára aldri í Íran í sama mánuði. </p> <p>Skýrslan um morðið á blaðamanninum Khashoggi hefur þegar verið rædd nokkuð ítarlega í alþjóðlegum fjölmiðlum, en þess er skemmst að minnast að Ísland flutti sameiginlegt ávarp fyrir hönd 36 ríkja um mannréttindaástand í Sádí-Arabíu í mars-lotu mannréttindaráðsins. „Sádar höfðu aldrei áður sætt slíkri samstilltri gagnrýni í ráðinu og ljóst er að íslensk stjórnvöld ætla áfram fylgjast grannt með stöðu mannréttindamála í landinu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</p> <p>Jafnréttismál eru í forgrunni þessarar 41. fundarlotu ráðsins. Af því tilefni, og á grundvelli setu Íslands í ráðinu, ávarpar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mannréttindaráðið næstkomandi fimmtudag. Hún tekur einnig þátt í sérstakri umræðu um jafnréttismál en meðal annarra þátttakenda verða Michelle Bachelet, mannréttindafulltrúi, og Coly Seck, forseti mannréttindaráðsins.</p> <p>Bachelet kom víða við í yfirlitsræðu sinni í morgun og vék sérstaklega að ástandi mannréttindamála á Filippseyjum. Hún sagði meðal annars að jafnvel þótt tala þeirra sem drepnir hafa verið án dóms og laga í svokölluðu stríði stjórnvalda gegn eiturlyfjum væri 5.425 samkvæmt opinberum tölum en ekki 27.000 eins og haldið er fram, þá væri það nægilega alvarlegt til að valda miklum áhyggjum. Hún fagnaði ákalli fjölda sérstakra skýrslugjafa á vegum mannréttindaráðsins til aðildarríkja ráðsins að leggja fram ályktun um mannréttindaástandið í landinu. Ísland hefur ákveðið að beita sér fyrir því, að ráðið verði við þessu ákalli í fundarlotunni sem nú fer í hönd, og það byggir á frumkvæði sem Ísland hefur áður sýnt í málefnum Filippseyja á vettvangi ráðsins.</p> <p>Ísland hyggst einnig leggja fram aðra ályktun í mannréttindaráðinu sem víkur að jöfnum launum karla og kvenna. Ísland hefur ekki áður lagt fram ályktun í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Ísland var kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí í fyrra og situr þar út árið 2019. Alls eiga 47 ríki sæti í ráðinu en það á fundi þrisvar sinnum á ári í þriggja vikna löngum lotum.</p>

23.06.2019Þrettán milljónum varið til verkefnis SÞ til stuðnings hinsegin réttindum

<p><span>Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrettán milljónum króna til UN Free &amp; Equal, sérstaks verkefnis sem skrifstofa mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) heldur utan um til að vinna að útbreiðslu réttinda hinsegin fólks (LGBTI) hvarvetna í heiminum.&nbsp;</span>Framlagið er í samræmi við áherslur Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en ráðið kemur til síns 41. reglulega fundar á morgun í Genf í Sviss.&nbsp;</p> <p><span>Réttindi hinsegin fólks hafa verið meðal helstu áhersluþátta Íslands í mannréttindaráði SÞ en Ísland var fyrir réttu ári kjörið til setu í mannréttindaráðinu. Þannig bar til dæmis Ísland upp fleiri tilmæli en nokkuð annað ríki er snertu LGBTI-réttindi í allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála í fjórtán aðildarríkjum SÞ í maí sl. Auk þess er réttindum hinsegin fólks iðulega haldið til haga í málatilbúnaði Íslands í ræðum og yfirlýsingum.<br /> </span></p> <p><span>„Hinsegin sambönd teljast enn glæpur í meira en þriðjungi ríkja heims. Með fjárframlaginu og áframhaldandi áherslu á réttindi hinsegin fólks í mannréttindaráðinu og þróunarsamvinnu leggjum við okkar lóð á vogarskálar í þeirri viðleitni að breyta þessu. Við kunnum að vera ólík, en öll eigum við að njóta sömu mannréttinda,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.</span></p> <p><span>Fjárframlagið er sömuleiðis í samræmi við nýja stefnu Íslands í þróunarsamvinnu fyrir árin 2019-2023, sem Alþingi samþykkti í maí sl., og nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins þar sem mörkuð er sú nálgun að allt starf Íslands í þróunarsamvinnu sé mannréttindamiðað. Ísland fylgist því sérstaklega grannt með stöðu mála hvað varðar réttindi hinsegin fólks í samstarfsríkjum og áhersluríkjum í þróunarsamvinnu.<br /> <br /> Jafnréttismál eru efst á dagskrá í komandi fundarlotu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Sérstakur skýrslugjafi ráðsins um réttindi hinsegin fólks tekur þátt í umræðum og fyrir liggur ályktunartillaga um framlengingu starfsumboðs hans, en það þótti tíðindum sæta þegar embættið var sett á með ályktun frá mannréttindaráðinu árið 2016.<br /> <br /> <br /> </span></p>

21.06.2019Mikilvægt að kynjasjónarmið séu höfð að leiðarljósi í jarðhitaverkefnum

<span>Jafnréttismálin hafa löngum átt undir högg að sækja innan orkugeirans, þar á meðal í jarðhitaverkefnum. Stórfelld innviðauppbygging getur haft víðtæk efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg áhrif á nærsamfélög og geta haft ólík áhrif á fólk eftir kyni. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þegar kynjasjónarmið eru höfð að leiðarljósi eru verkefnin líklegri til þess að bera árangur og bæta orkuöryggi. Þá eru verkefnin einnig líklegri til þess að stuðla að félagslegum framförum og efnahagslegum tækifærum fyrir bæði konur og karla. Hluti af vandamálinu er skortur á kyngreindum gögnum og heimildum um árangursríkar aðferðir.<br /> <br /> <a href="http://www.worldbank.org/en/news/feature/2019/06/12/promoting-gender-equality-in-the-geothermal-sector" target="_blank">Í nýrri skýrslu orkusjóðs Alþjóðabankans</a> (e. Energy Sector Management Assistance Programme, ESMAP) um jafnréttismál og jarðhita er sett fram aðferðafræði sem mun nýtast beint við hönnun og framkvæmd jarðhitaverkefna Alþjóðabankans og styrkja árangursmælingar í tengslum við jafnréttismál í jarðhitaverkefnum. Skýrslan varpar meðal annars ljósi á hvernig jarðhitaverkefni geta haft áhrif á umhverfið, heilsu fólks og atvinnutækifæri – og hvernig þessi áhrif bitna með ólíkum hætti á konum og körlum.&nbsp;<br /> <br /> Ísland hefur um árabil veitt framlög í orkusjóð Alþjóðabankans og hefur einnig fjármagnað stöðu jarðhitasérfræðings hjá bankanum. Í þessu samstarfi hefur Ísland lagt áherslu á að koma jarðhitanýtingu á dagskrá bankans sem og á jafnréttismál almennt í orkugeiranum. Ísland studdi meðal annars við gerð áðurnefndrar skýrslu, en henni er ætlað að veita hagnýtar upplýsingar til þeirra sem starfa í jarðhitaþróun hjá bankanum og öðrum stofnunum og fyrirtækjum, um hvernig best verði unnið að jafnréttismálum og valdeflingu kvenna í jarðhitaverkefnum. Í tengslum við þetta samstarf tók fulltrúi utanríkisráðuneytisins einnig þátt í vinnufundi bankans um jafnréttismál og jarðhita í smáeyþróunarríkjum sem haldinn var í Guadalupe í mars.&nbsp;<br /> </span> <div>&nbsp;</div>

18.06.2019Rauði krossinn á Íslandi veitir 25 milljónir í neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs

<p><span>Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Afríku með 25 milljóna króna framlagi. Framlag Rauða krossins á Íslandi er hluti af stuðningi utanríkisráðuneytisins vegna alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar sem ætlað er að gera félaginu kleift að bregðast skjótt við hamförum á borð við þessar með skilvirkum hætti. Stuðningurinn kemur til viðbótar framlagi að upphæð 46 milljónum króna sem félagið ráðstafaði til sömu neyðaraðgerða árið 2018. Alls mun Rauði krossinn á Íslandi því verja rúmlega 70 milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna ebólufaraldursins í Austur-Afríku með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins. Frá þessu er greint á <a href="https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/mestu-mali-skiptir-ad-stodva-frekari-utbreidslu-faraldursins-raudi-krossinn-bregst-skjott-vid-aukinni-utbreidslu-ebolu-i" target="_blank">vef Rauða krossins á Íslandi</a>.</span></p> <p><span>Ebóluveiran hefur herjað á fólk í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó frá því að sjúkdómurinn gerði vart við sig á ný í maí 2018. Síðan þá hefur faraldurinn gengið yfir landið og orðið um 1300 manns að bana af þeim um það bil 2000 tilfellum sem hafa verið greind. Þann 11. júní síðastliðinn tilkynntu heilbrigðisyfirvöld í Úganda að veiran hafi borist til landsins með fólki sem ferðast yfir landamærin við austurhluta Kongó. Ísland á sem kunnugt er í nánu samstarfi við stjórnvöld í Úganda, en í gegnum sendiráð Íslands í Kampala styður Ísland bæði stjórnvöld og félagasamtök í þróunar- og hjálparstarfi þar í landi.&nbsp;</span></p> <p><span>Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir mestu máli skipta að stöðva enn frekari útbreiðslu faraldursins. „Með framlagi okkar leggjum við okkar af mörkum til að ráða niðurlögum ebólu í Austur-Afríku,“ segir hann. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið með umfangsmikið hjálparstarf til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem leitað hefur skjóls í Úganda vegna vopnaðra átaka í&nbsp; heimalandi sínu. Úganda hefur skotið skjólshúsi yfir vel á aðra milljón flóttamanna og þurft á stuðningi alþjóðasamfélagsins að halda við það, þar á meðal frá Íslandi. „Nú þegar ljóst er að ebóla hefur stungið sér niður innan landamæra Úganda er ljóst að enn meiri stuðning þarf og það er allra hagur að það takist að hefta frekari útbreiðslu ebólu því við viljum ekki að hún breiðist út til annarra nágrannaríkja eða jafnvel á milli heimsálfa“ segir Atli ennfremur.&nbsp;</span></p> <p><span>Ebóla getur breiðst hratt út ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í samstarfi við WHO (World Health Organization) eru stjórnvöld í Úganda að hefja bólusetningar á svæðum þar sem óttast er að veiran breiðist út. Allt starf Rauða krossins er í fullu samræmi við áherslur stjórnvalda við að hefta útbreiðslu og ráða niðurlögum ebólu, þar er þáttur sjálfboðaliða Rauða krossins mjög mikilvægur.<br /> </span></p> <div>&nbsp;</div>

06.06.2019Flóttamannastofnun býr til samráðsvettvang um réttindi LGBTI flóttafólks ​

<span></span> <p>Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) hleypti á dögunum af stokkunum samráðsvettvangi til að kanna leiðir til að tryggja að LGBTI flóttafólk hljóti betri vernd og geti leitað réttlætis og stuðnings þegar það verður fyrir ofbeldi og mismunun. „Fólk getur óskað eftir stöðu flóttamanns, og gerir það, á grundvelli ótta við ofsóknir vegna kynhneigðar og/eða kynvitundar. Það á skilið sömu mannréttindi og allir aðrir. Það skal koma fram við alla lesbíska, samkynhneigða, tvíkynhneigða, trans og intersex (LGBTI) einstaklinga á flótta, vegalaust fólk í eigin landi og ríkisfangslausa einstaklinga sem jafningja að virðingu og réttindum,“ segir í grein á vef UNHCR.</p> <p>Þar segir að í mörgum löndum séu sambönd fólks af sama kyni refsiverð, jafnvel að viðurlagðri dauðarefsingu. LGBTI flóttafólk sé varnarlaust á ferð sinni í leit að öryggi í heimalöndum sínum og meðan það er vegalaust.</p> <p>Fram kemur í greininni að Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vinni að því að halda LGBTI flóttafólki öruggu með verkefnum sem eru örugg og mismuna ekki, í samvinnu við utanaðkomandi aðila til að veita stuðning, örugg rými og finna lausnir. „Á tímum þegar hatursorðræða um flóttafólk er í sögulegu hámarki verðum við að taka harða afstöðu gegn hvers kyns andúð, þar á meðal hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ segir í greinni.</p> <p>Fyrsta samráðið við LGBTI-samtök og -baráttufólk fór fram í Genf um miðjan maí og þar endurómaði þema ársins sem valið var fyrir alþjóðlegan dag gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu (IDAHOT), „réttlæti og vernd fyrir alla“. Frekara samráð mun eiga sér stað víða um heim á næstu mánuðum.</p> <p>„UNHCR hefur unnið af krafti að því að tryggja að LGBTI hælisleitendur og flóttafólk sé verndað hvar sem það er, en við þurfum að vera virkari. Þess vegna er svo mikilvægt að heyra frá og vinna með einstaklingum og samtökum sem hafa sérþekkingu á þessum málum,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna.</p> <p>Á meðan sambönd fólks af sama kyni eru enn refsiverð í yfir 70 löndum um allan heim verður enn margt LGBTI fólk fyrir alvarlegum mannréttindabrotum og ofsóknum í heimalöndum sínum. Þessir einstaklingar eru þvingaðir til að leita öryggis og verndar erlendis og standa oft frammi fyrir svipaðri eða jafnvel meiri hættu við komu til nágrannalandanna.</p> <p>„Það er mikilvægt að við búum til öruggt rými fyrir LGBTI hælisleitendur og flóttafólk svo það finni sig ekki knúið til að fela kynhneigð sína og kynvitund í sjálfsvörn,“ sagði Grandi og benti á að UNHCR hefði á undanförnum árum fjárfest í leiðbeiningum, verkfærum og þjálfun um LGBTI málefni fyrir starfsfólk sitt og samstarfsaðila.</p> <p>Flóttamannafulltrúinn sagði að á undanförnum árum hafi margt gott verið gert, svo sem samstarf með LGBTI leiðtogum í Afríku til að ná til fólks og fjölga þeim sem nýta sér þjónustu, uppbygging á tengslaneti við atvinnurekendur til að skapa&nbsp; atvinnutækifæri&nbsp; fyrir LGBTI flóttafólk í Ameríkuríkjum og stofnun LGBTI stuðningshópa fyrir ungmenni í Mið-Austurlöndum.</p> <p>„Baráttan fyrir LGBTI réttindum er um okkur öll. Hún snýst um fjölbreytileika okkar og manngæsku. Við ættum öll að vera virk í baráttunni gegn hómófóbíu, transfóbíu og bífóbíu,“ sagði hann.</p> <p><a href="https://www.unhcr.org/neu/is/26325-idahot-unhcr-hefur-samrad-um-rettindi-lgbti-flottafolks.html" target="_blank">Grein UNHCR</a></p>

06.06.2019Fæðingarkostnaður mörgum fjölskyldum ofviða

<span></span> <p>Barnshafandi konur setja líf sitt og barna sinna í hættu vegna „skelfilegs“ og óhóflegs kostnaðar á heilsugæslustöðvum, fyrir fæðingu, meðan á fæðingu stendur, og eftir fæðingu. Þetta er mat fulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í nýrri <a href="https://data.unicef.org/resources/healthy-mothers-healthy-babies/" target="_blank">samantekt</a>&nbsp;er sjónum beint að skorti á menntuðu heilbrigðisstarfsfólki sem samtökin segja blasa við fátækustu barnshafandi konum í heiminum – á þeim tíma þegar þær þurfa mest á læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að halda.</p> <p>Á hverjum degi látast 800 konur af barnsförum eða vegna fylgikvilla sem tengjast meðgöngu og fæðingu. Á hverjum degi fæðast 7 þúsund andvana börn, helmingur þeirra er á lífi við upphaf fæðingar, og önnur 7 þúsund börn deyja áður en mánuður er liðinn frá fæðingu.</p> <p>„Fyrir alltof margar fjölskyldur geta útgjöld vegna barnsfæðinga verið skelfileg. Og fyrir fjölskyldur sem hafa ekki tök á því að greiða þann kostnað geta afleiðingarnar verið banvænar,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastýra UNICEF. „Þegar fjölskyldur freista þess að skera niður útgjöld í tengslum við fæðingar eru það mæðurnar og börnin sem þjást,“ bætir hún við.</p> <p>Ef matarútgjöld heimila eru dregin frá verja fimm milljónir fjölskyldna að minnsta kosti 40 prósentum á ári í útgjöld sem tengjast fæðingum, segir í skýrslu UNICEF. Þessar fjölskyldur eru flestar í Asíu, tæplega þrjár milljónir og tæplega tvær milljónir í Afríku. Í flestum þróuðum ríkjum er menntað heilbrigðisstarfsfólk viðstatt fæðingar en víða meðal fátækari þjóða er ekki sjálfgefið að sérmenntað starfsfólk sé til aðstoðar við barnsfæðingu, til dæmis aðeins í 9,4 prósent tilvika í Sómalíu. Þá er einnig mikill munur innan þjóða og nefnt sem dæmi að efnameiri fjölskyldur fá fjórum sinnum fleiri vitjanir hjúkrunarfræðings eða ljósmóður vegna nýfæddra barna en efnaminni fjölskyldur.</p> <p>UNICEF vekur athygli á því að þótt pottur sé víða brotinn í þessum efnum í heiminum hafi miklar framfarir orðið á síðustu árum. Konum og stúlkum sem láta lífið í tengslum við þungun eða fæðingu hefur fækkað stórlega fækkað eða um rúmlega 40 prósent á árunum 1990 til 2015, úr 532 þúsundum niður í 303 þúsund.</p> <p>Íslendingar hafa í alþjóðlegri þróunarsamvinnu lagt mikla áherslu á ungbarna- og mæðravernd, einkum í tvíhliða samstarfinu í Malaví. Þar var fyrr á þessu ári tekin í notkun ný glæsileg fæðingardeild og miðstöð ungbarna- og mæðraverndar við héraðssjúkrahúsið í Mangochi. Aðrar sex fæðingardeildir og biðskýli fyrir verðandi mæður voru reist fyrir íslenskt þróunarfé í sveitum héraðsins, ásamt því að afhentir voru fimm sjúkrabílar. Konum sem deyja af barnsförum í héraðinu hefur fækkað gríðarlega eftir að samstarfið hófst, eða um 40 prósent á árabilinu 2012-2017. </p>

05.06.2019Dauðaþögn um neyðina í Kamerún

<span></span> <p>Kamerún er efst á lista norska flóttamannaráðsins á árlegum lista yfir það neyðarástand sem er hvað mest vanrækt í heiminum um þessar mundir. „Alþjóðasamfélagið sefur við stýrið þegar kemur að neyðinni í Kamerún. Óhugnanleg morð, brennd þorp og hundruð þúsunda íbúa á hrakhólum – öllu þessu hefur verið mætt með dauðaþögn,“ sagði Jan Egeland framkvæmdastjóri norska flóttamannaráðsins þegar listinn var kunngerður í gær.</p> <p>Átök hafa leitt til þess að hálf milljón íbúa í suðvestur og norðvestur Kamrún eru á vergangi, hundruð þorpa hafa verið brennd, ráðist hefur verið á sjúkrahús, heilbrigðisstarfsfólk verið numið á brott eða myrt og skólum tæplega 800 þúsund barna hefur verið lokað. „Þúsundir íbúa eru í felum í kjarrlendi og fá enga mannúðaraðstoð. Enn hefur engin raunveruleg tilraun verið gerð til að semja um frið, engar meiriháttar áætlanir um að draga úr þjáningu íbúanna, lágmarks umfjöllun í fjölmiðlum og of lítill þrýstingur á vígasveitir að hætta árásum á óbreytta borgara,“ segir norska flóttamannaráðið.</p> <p>Þessi árlegi <a href="https://www.nrc.no/news/2019/june/cameroon-tops-list-of-most-neglected-crises/" target="_blank">listi</a>&nbsp;byggir á þremur meginforsendum: skorti á fjármagni til mannúðar, skorti á umfjöllun fjölmiðla og pólitískri vanrækslu.</p> <p>Aðrar þjóðir á listanum eru Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Miðafríkulýðveldið, Búrúndí, Úkraína, Venesúela, Malí, Líbía, Eþíópía og Palestína.</p>

04.06.2019„Við þurfum grænt hagkerfi, ekki grátt“

<span></span> <p>Loftmengun veldur einu af hverjum níu dauðsföllum í heiminum, alls sjö milljónum ótímabærra dauðsfalla á ári hverju. Í þeim hópi eru 600 þúsund börn. „Það er kominn tími til að grípa til róttækra aðgerða. Skilaboð mín til ríkisstjórna heimsins eru skýr: leggið skatt á mengun, hættið að niðurgreiða jarðefnaeldsneyti og hættið að byggja ný kolaorkuver. Við þurfum grænt hagkerfi, ekki grátt,“ segir Antonío Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni af Alþjóðlega umhverfisdeginum sem er á morgun, 5. júní.</p> <p>„Sigrumst á loftmengun“ er yfirskrift Alþjóða umhverfisdagsins í ár. Fulltrúar Kína, gestgjafa umhverfisdagsins að þessu sinni, völdu þemað. Samkvæmt <a href="https://unric.org/is/frettir/27420-skattleggjum-mengun-og-haettum-nieurgreieslum" target="_blank">frétt</a>&nbsp;frá Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) er almenningur hvattur til að leggja sitt af mörkum í daglegu lífi til þess að draga úr loftmengun af mannavöldum og draga jafnframt úr hlýnun jarðar.</p> <p>„Talið er að sjö milljónir manna látist ár hvert af völdum loftmengunar. Hún veldur líka langtíma heilbrigðisvandamálum á borð við astma og dregur úr andlegum þroska barna. Að mati Alþjóðabankans kostar loftmengun heiminn fimm trilljónir Bandaríkjadala á ári auk þess að stuðla að hlýnun jarðar,“ segir í fréttinni.&nbsp;<br /> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/vbrjGPledsg" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <br /> Í ávarpi António Guterres fyrir Alþjóðlega umhverfisdaginn beinir hann spjótum sínum að svokölluðu svörtu kolefni. „Það er afurð díselvéla, bruna á rusli og mengandi eldstæða og veldur miklum skaða við innöndun. Með því að draga úr losun slíkrar mengunar bætum við ekki aðeins lýðheilsu, heldur getum við dregið úr hlýnun jarðar um hálfa gráðu á celsíus á næstu áratugum,“ segir aðalframkvæmdastjórinn.</p> <p>„Það felst tvöfalt tækifæri í því að draga úr loftmengun. Margar aðgerðir draga í senn úr loftmengun og minnka losun gróðurhúsalofttegunda, eins og að taka úr notkun orkuver sem brenna kolum og efla mengunarsnauðan iðnað, samgöngur og orkugjafa heimila.“</p> <iframe width="560" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Ld1EMdIIl6c" frameborder="0" allow="accelerometer; autoplay; encrypted-media; gyroscope; picture-in-picture"></iframe> <p>Bílar hafa á síðustu áratugum leyst reiðhjólið af hólmi í Kína sem helsta farartækið í takt við aukna velsæld og stækkun borga. Aukin loftmengun í borgum Kína er alvarleg afleiðing þeirrar þróunar og sums staðar er hún yfir viðmiðunarmörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Á síðustu árum hefur reiðhjólum hins vegar á nýjanleik fjölgað í Kína til að auka loftgæði, meðal annars vegna stafrænnar tækni og smáforrits sem hvetur fólk til að hjóla og safna „grænum orkupunktum“ sem nýttir eru til að planta trjám. Gegnum „Ant Forest“ appið hefur nú þegar 13 milljónum trjáa verið plantað en notendurnir eru um 300 milljónir (sjá myndband).</p> <p>Nánar: <a href="https://www.downtoearth.org.in/news/pollution/poor-air-quality-can-affect-pregnancy-raise-death-risk-64899" target="_blank">Poor air quality can affect pregnancy, raise death risk/ Down To Earth</a></p>

04.06.2019Starfshópur skilar skýrslu um mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu

<span></span> <p>Öll verkefni og aðgerðir í tvíhliða þróunarsamvinnu eiga að vera