Hoppa yfir valmynd

B.08. Fjarvinnslustöðvar

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu
                      [email protected] 
                     Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun
                     [email protected]

Fréttir

02.05.2022 Styrkir veittir til fjögurra fjarvinnslustöðva

14.01.22 Opið fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva

27.01.22 Þrisvar hefur verið úthlutað styrkjum úr samkeppnis-potti, samtals að upphæð 158,6 m.kr. Sjö stofnanir fengu samtals níu styrki. Ein stofnun hlaut styrk án auglýsingar en með vísan í samþykkt ríkisstjórnar frá því í ágúst 2019.

29.03.20 133,6 milljónir í styrki til fjarvinnslustöðva

02.03.20 Samkomulag um að efla rafræna birtingu reglugerða

27.12.19 Fjarvinnslustöðvar fá 24 milljónir króna í verkefnastyrki

30.10.19 Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva 2019

27.11.18 Fjarvinnslustöðvar fá 30 milljónir króna í verkefnastyrki

14.09.18 Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva 2018

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að koma opinberum gögnum á stafrænt form og fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni. 

Komið verði á laggirnar starfsstöðvum á nánar tilgreindum svæðum sem fái það verkefni að koma opinberum gögnum stjórnvalda á stafrænt form. Ríkið styðji við þær stofnanir sem fara í slík átaksverkefni, t.d. með því að endurgreiða allt að 80% af kostnaði við hvert stöðugildi. Meðal stofnana sem geta nýtt sér þetta úrræði verði Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, sýslumenn, utanríkisráðuneytið og Þjóðminjasafn Íslands. Árangur af verkefninu verði mældur með fjölda fjarvinnslustöðva, fjölda stofnana sem nýta þjónustuna og fjölda stöðugilda. 

  •  Ábyrgð: Innviðaráðuneyti. 
  •  Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun. 
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Mennta- og menningarmálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti, önnur  ráðuneyti, stofnanir og sveitarfélög. 
  •  Tímabil: 2018–2024. 
  •  Tillaga að fjármögnun: 300 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Stafrænt Ísland
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum