Hoppa yfir valmynd

C.09. Náttúruvernd og efling byggða

Aðgerðin er í vinnslu

Tengiliður    Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
                     [email protected]

Fréttir

27.01.22 UAR hefur gert samninga við fimm landshlutasamtök sveitarfélaga um greiningu tækifæra og áhrifa friðlýstra svæða. Verkefnunum er lokið á Austurlandi, Suðurlandi og Norðurlandi eystra. Gerður hefur verið samningur við Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi um greiningu tækifæra við Breiðafjörð og leggur UAR 15 m.kr. til viðbótar í það verkefni.

18.12.20 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gert samninga við þrenn landshlutasamtök sveitarfélaga um greiningu tækifæra og áhrifa friðlýstra svæða. Á Austurlandi og Suðurlandi eru verkefnin komin vel á veg og á Norðurlandi eystra hófst verkefnið árið 2020.

14.05.20 Skoða ávinning af friðlýsingu svæða á Norðurlandi eystra

29.11.19 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur gert samninga við tvö landshlutasamtök sveitarfélaga um greiningu tækifæri og áhrifum friðlýstra svæða. Valin hafa verið svæði til að vinna með í þessum landshlutum. Hagfræði­stofnun HÍ og Rannsókna­miðstöð HA hafa unnið greiningar­vinnu sem nýtist í verkefnum landshlutasamtaka.

17.05.19 Greining tækifæra og ávinnings af friðlýsingu svæða á Suðurlandi

04.04.19 Greining tækifæra og ávinnings af friðlýsingu svæða á Austurlandi

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að náttúruvernd stuðli að eflingu byggða.

Greind verði tækifæri og ávinningur í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu náttúruverndarsvæða, svo sem í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Hugað verði að því að verulegur ávinningur getur falist í friðlýsingu svæða og rekstri þeirra, svo sem með stofnun þjóðgarða eða jarðvanga. Árangur af verkefninu verði mældur í fjölda fyrirtækja í náttúrutengdri ferðaþjónustu innan landshluta.

  • Ábyrgð: Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti. 
  • Framkvæmdaraðili: Landshlutasamtök sveitarfélaga. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Markaðsstofur, háskólar, atvinnuráðgjöf landshluta, Umhverfisstofnun, Skógræktin og Landgræðslan. 
  • Tímabil: 2018–2022.
  • Tillaga að fjármögnun: 57 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Umhverfi og náttúruvernd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum