Hoppa yfir valmynd

A.09. Verslun í strjálbýli

Aðgerðinni er lokið

Tengiliðir    Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í innviðaráðuneytinu
                    [email protected]
                    Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun
                    [email protected]

Fréttir

27.01.22 Samkeppnispottur. Frá árinu 2018 voru sextán styrkir veittir til þrettán verslana, auk þess sem þær fengu ráðgjöf. Heildarframlag til aðgerðarinnar hækkaði úr 55 m.kr. í 58,3 m.kr.

19.01.21 Tólf milljónum úthlutað til verslunar í strjálbýli

18.12.20 Umsóknarferli vegna úthlutunar fyrir árið 2021 stendur yfir og úthlutað verður allt að 12 m.kr. Heildarframlag til aðgerðarinnar hækkað úr 55 m.kr. í 58,3 m.kr.

28.10.20 Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslunar í strjálbýli

12.11.19 Tæplega fimmtán milljónum úthlutað til verslunar í strjálbýli

05.09.19 Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslunar í strjálbýli

24.06.19 Verzlunarfjelag Árneshrepps opnað á Ströndum

13.12.18 Tíu milljónum úthlutað til að efla verslun í strjálbýli árið 2018

15.10.18 Opnað fyrir umsóknir um framlög vegna verslunar í strjálbýli

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að styðja verslun í strjálbýli. 

Verslunarrekendum á tilteknum stöðum í strjálbýli verði boðið upp á sérhæfða ráðgjöf til að bæta rekstur verslana sinna og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu. Leitað verði fyrirmyndar í svokölluðu Merkur-verkefni í Noregi þar sem er víða boðið upp á aðra þjónustu, svo sem póstafgreiðslu, kaffihorn, sölu lottómiða, þjónustu við ferðafólk, upplýsingamiðstöð o.s.frv. Jafnframt verði stuðst við fyrirmynd í rekstri Blábankans á Þingeyri. 

  •  Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  •  Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun. 
  •  Dæmi um samstarfsaðila: Sveitarfélög og atvinnuráðgjöf landshluta. 
  •  Tímabil: 2019–2021. 
  •  Tillaga að fjármögnun: 55 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Atvinnuvegir
Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum