Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

A.01. Ísland ljóstengt

Aðgerðinni er lokið

Tengiliður    Hólmfríður Sveinsdóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu [email protected] 

Fréttir

27.01.22 Byggðastyrkir styðja við áætlun fjarskiptasjóðs. Aðgerðin hófst árið 2017 og það ár var 100 m.kr. úthlutað í byggðastyrki. Þannig hefur samtals 400 m.kr. verið veitt til 30 sveitarfélaga á tímabilinu 2017-2021.

18.12.20 24 sveitarfélög hafa fengið styrk. Áætlað er að verkefninu verði lokið fyrir árslok 2021.

12.06.20 Stjórnvöld hraða ljósleiðaravæðingu í dreifbýli

29.11.19 Allir byggðakjarnar landsins með ljósleiðara eftir tenginu til Mjóafjarðar

22.03.19 Samið við 23 sveitarfélög um styrki til ljóðleiðaravæðingar í dreifbýli

18.02.19 Úthlutun úr Fjarskiptasjóði vegna ljósleiðaravæðingar

08.02.19 Ísland ljóstengt - úthlutað eftir viku

20.11.18 Ísland ljóstengt: Svör við spurningum um umsóknarferli A-hluta 2019

05.11.18 Opnað fyrir umsóknir um styrki í verkefninu Ísland ljóstengt

Verkefnið

Verkefnismarkmið: Að öll lögheimili og fyrirtæki með heilsársbúsetu eða starfsemi í dreifbýli eigi kost á ljósleiðaratengingu. 

Veittir verði byggðastyrkir til tiltekinna strjálbýlla sveitarfélaga og þeim gert hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Byggðarlög sem búa við veikan fjárhag, mjög dreifða byggð, neikvæða byggðaþróun og lágt hlutfall háhraðanettenginga njóti forgangs. Við lok verkefnis árið 2020 eigi 99,9% lögheimila/fyrirtækja með heilsársbúsetu/starfsemi í dreifbýli kost á minnst 100 Mb/s þráðbundinni nettengingu. 

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Sveitarfélögin. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Fjarskiptasjóður. 
  • Tímabil: 2018–2020. 
  • Tillaga að fjármögnun: 300 millj. kr. úr byggðaáætlun. 

Stafrænt Ísland
Sveitarstjórnir og byggðamál
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum