Hoppa yfir valmynd

Viðburðir

 • 16.nóv

  Dagur íslenskrar tungu

  Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórn Íslands, haustið 1995, að 16. nóvember ár hvert, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, yrði dagur íslenskrar tungu. Í framhaldi af því hefur menntamála- og menningarmálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og helgað þennan dag rækt við það. Með því móti beinist athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu.
 • 18.nóv

  Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

  Fórnarlamba umferðarslysa á Íslandi verður minnst á alþjóðlegum minningardegi sunnudaginn 18. nóvember. Minningarathöfn verður haldin við þyrlupallinn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi en þetta verður í sjöunda sinn sem minningardagurinn er haldinn hér á landi. Allir eru velkomnir að taka þátt í minningarathöfninni sem hefst kl. 16:00. Boðað verður til einnar mínutu þagnar kl. 16:15 en allir sem eiga þess kost eru hvattir til að taka þátt í þeirri minningarstund. Á þessum degi er vert að leiða hugann að minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni og íhuga þá ábyrgð sem hver og einn ber.
 • 01.des

  Fullveldishátíð

  Ríkisstjórn Íslands efnir til fullveldishátíðar í tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan Ísland öðlaðist fullveldi.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira