Hoppa yfir valmynd

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs

Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skipuð 5. mars 2020
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er skipuð skv. 4. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð til fjögurra ára í senn. Í stjórninni sitja sjö fulltrúar: fjórir formenn svæðisráða þjóðgarðsins, einn fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum og tveir fulltrúar, formaður og varaformaður, skipaðir af umhverfisráðherra án tilnefningar. Útivistarsamtök tilnefna einn fulltrúa og ferðamálasamtök einn sem eiga áheyrnaraðild á fundum stjórnarinnar. Varamenn eru skipaðir á sama hátt.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skal funda eftir því sem ástæða þykir til en þó eigi sjaldnar en á þriggja mánaða fresti og skulu ákvarðanir hennar samkvæmt ákvæðum laga þessara teknar á fundum hennar. Svæðisráð getur, ef það telur nauðsynlegt að leita eftir afstöðu eða ákvörðun stjórnar um tiltekið málefni, óskað eftir því að haldinn sé fundur í stjórn þjóðgarðsins. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á fundum stjórnar. Um ákvarðanir stjórnar gilda stjórnsýslulög. Stjórn þjóðgarðsins er heimilt að ráða sér framkvæmdastjóra eða gera samning við aðra opinbera stofnun eða fyrirtæki um að annast daglegan rekstur og umsýslu stjórnar.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði og eru helstu verkefni hennar eftirfarandi:

  • Stefnumótun í málefnum þjóðgarðsins í samræmi við markmið laga þessara.
  • Yfirumsjón með gerð tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun og reglugerðar fyrir þjóðgarðinn.
  • Að samþykkja fjárhagsáætlun um rekstur þjóðgarðsins, að ráðstafa fé til rekstrarsvæða og samþykkja  rekstraráætlun hvers svæðis.
  • Samræming á starfsemi rekstrarsvæða þjóðgarðsins.
  • Eftirlit með framkvæmd reglna þjóðgarðsins og stjórnunar- og verndaráætlunar.
  • Samstarf við stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila um málefni þjóðgarðsins.
  • Yfirumsjón með gerð atvinnustefnu, þ.m.t. að móta skilyrði fyrir því að aðilar megi stunda atvinnu innan þjóðgarðsins, og samninga þar um. 
  • Að setja framkvæmdastjóra og þjóðgarðsvörðum starfslýsingar.

 

Jón Helgi Björnsson, formaður
Vilhjálmur Árnasons, varamaður

Anna Dóra Sæþórsdóttir, varaformaður
Hákon Ásgeirsson, varamaður

Frá svæðisráði norðursvæðis
Soffía Gísladóttir
Árni Pétur Hilmarsson, varamaður

Frá svæðisráði vestursvæðis
Elín Heiða Valsdóttir
Þráinn Ingólfsson, varamaður

Frá svæðisráði austursvæðis
Vilhjálmur Jónsson
Urður Gunnarsdóttir, 
varamaður

Frá svæðisráði suðursvæðis
Sigurjón Andrésson
Friðrik Jónas Friðriksson, varamaður

Samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka
Sævar Þór Halldórsson
Páll Ásgeir Ásgeirsdóttir, varamaður

Áheyrnarfulltrúi tilnefndur af Samtökum útivistarfélaga
Snorri Ingimarsson
Skúli Haukur Skúlason, til vara

Áheyrnarfulltrúi tilnefndur af ferðamálasamtökum á svæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Ágúst Elvarsson
Arnheiður Jóhannsdóttir, til vara

Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs er vatnajokulsthjodgardur.is

Ráð og stjórnir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum