Hoppa yfir valmynd

Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs 2016-2018

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Hlutverk tækninefndar er að undirbúa stefnu ríkisstjórnarinnar er lýtur að tækniþróun og nýsköpun í samræmi við markmið laga um Vísinda- og tækniráð, nr. 2/2003 og laga um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins, nr. 4/2003. Nefndin skal hafa náið samráð við vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs um efnistök og samræmingu á tillögum sínum fyrir ráðið.

Nefndin er þannig skipuð:

Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Marel, skipuð formaður án tilnefningar
                til vara Sveinn Þorgrímsson, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Eyrún Valsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar ASÍ, tilnefnd af Alþýðusambandi Íslands
                til vara Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar

Erik Figueras Torras, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, skipaður varaformaður
                til vara Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla

Guðni Axelsson, sviðsstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum, tilnefndur af umhverfis- og auðlindaráðherra
                til vara Ingvar Kristinsson, þróunarstjóri Veðurstofu Íslands

Gunnar Haraldsson, doktor í hagfræði, skipaður án tilnefningar
                til vara Kristján Leósson, framkvæmdastjóri efnis-, líf- og orkutæknideildar NMÍ

Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, tilnefndur af Alþýðusambandi Íslands
                til vara Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands

Svana Helen Björnsdóttir, starfandi stjórnarformaður og stofnandi Stikla ehf., tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins
                til vara Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármála og fasteignareksturs HR

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
                til vara Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Arion banka

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor og forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra
                til vara Stefán Baldursson, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu

Ari Kristinn Jónsson, rektor við Háskólann í Reykjavík, tilnefndur af Samstarfsnefnd háskólastigsins
                til vara Þórarinn Guðjónsson, dósent við HÍ.

Berglind Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, verður ritari nefndarinnar.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira