Vinnuhópur um virka og gegnsæja samráðsferla á netinu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  1. Auka möguleika almennings og hagsmunaaðila til að koma að stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku opinberra aðila og koma með ábendingar um það sem betur má fara í löggjöf og/eða stjórnsýsluframkvæmd.
  2. Auka gegnsæi í laga- og reglusetningarferlinu þannig að hagsmunaaðilar geti áttað sig á hvað er í vændum og komið sínum sjónarmiðum að á öllum stigum. ,
  3. Bæta vinnubrögð við undirbúning laga- og reglusetningar og við stefnumótun þannig að stjórnvöld fari í gegnum tiltekin skref sem stuðla að vandaðri vinnubrögðum.

Hópnum ber að viðhafa samráð við viðeigandi hagsmunaaðila.

Í vinnuhópnum eiga sæti:

  • Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
  • Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu
  • Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
  • Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu

Með hópnum starfar Arnar Pálsson, ráðgjafi hjá Capacent.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn