Samstarfsnefnd um ný lyf

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar sl. tillögu um að fela fjármála- og efnahagsráðherra í samráði við heilbrigðisráðherra að tryggja aukið fjármagn til lyfjamála til innleiðingar nýrra lyfja á þessu ári og verður verkefni þeirra m.a. að leggja mat á fjárþörfina og umfang vandans. Til að fylgja málinu eftir og tryggja nauðsynlegt fjármagn til innleiðingar nýrra lyfja hjá lyfjagreiðslunefnd hafa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra ákveðið að skipa samstarfsnefnd ráðuneytanna til eins árs þar sem í eigi sæti aðstoðarmenn ráðherranna ásamt embættismönnum sem að þessum málum koma.

Samstarfsnefndina skipa

  • Sigrún Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, formaður
  • Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra
  • Einar Magnússon, fulltrúi heilbrigðisráðherra
  • Margrét Björk Svavarsdóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra
  • Steinunn Sigvaldadóttir, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra
  • Unnur Ágústsdóttir, fulltrúi heilbrigðisráðherra

Skipuð af heilbrigðisráðherra 3. júlí 2017 til eins árs.

Tegund

Tímabundnar nefndir
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn