Fagráð um siglingamál

Hlutverk fagráðsins er að vera ráðherra til ráðuneytis um siglinga- og vitamál. Fagráðið er skipað í samræmi við ákvæði , 2. mgr. 3. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála nr. 119/2012.

Helstu verkefni fagráðs um siglingamál eru að fjalla um og eftir atvikum að veita umsögn um:

 • lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða siglinga- og vitamál,
 • tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun sbr. lög um samgönguáætlun,
 • öryggismál skipa og sjófarenda, svo og meiriháttar endurbætur og breytingar vitakerfisins,
 • stefnumótun í siglinga- og vitamálum,
 • önnur þau mál sem ráðherra eða einstaka fulltrúar fagráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar,
 • mál sem eru í vinnslu í ESB og til að kynna innleiðingu vegna EES-gerða.

Fagráð um siglingamál er þannig skipað:
 • Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, hagfræðingur og jafnframt formaður, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
 • Björn Freyr Björnsson, lögfræðingur og varaformaður, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra,
 • G. Birna Ragnarsdóttir, tilnefnd af Samtökum verslunar og þjónustu,
 • Guðbergur Grétar Birkisson, tilnefndur af Snarfara, félag skemmtibátaeigenda,
 • Guðfinnur G. Johnsen, véltæknifræðingur, tilnefndur af Landssambandi íslenskra útvegsmanna,
 • Guðlaugur Vignir Sigursveinsson, rekstrarstjóri, tilnefndur af Samtökum ferðaþjónustunnar,
 • Guðmundur Þ. Ragnarsson, vélfræðingur, tilnefndur af Félagi vélstjóra og málmtæknimanna,
 • Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, tilnefndur af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands,
 • Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, tilnefndur af Slysavarnafélaginu Landsbjörg,
 • Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands,
 • Úlfur H. Hróbjartsson, formaður Siglingasambands Íslands, tilnefndur af Siglingasambandi Íslands,
 • Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda,
Skipunartími er frá og með 24. mars 2014 til tveggja ára.

Tegund

Ráð og stjórnir
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn