Hoppa yfir valmynd

Starfshópur sem hefur það hlutverk að endurskoða lög um slysatryggingar almannatrygginga nr. 45/2015 og móta tillögur að nýju frumvarpi til laga um slysatryggingar almannatrygginga

Heilbrigðisráðuneytið

Helstu verkefni hópsins eru:

  • endurskoðun slysahugtaks laganna
  • endurskoðun tilvísana laganna í önnur lög
  • endurskoðun á ákvæðum er varða bótarétt vegna slysa við ferðir til og frá vinnu, afmörkun hugtaka og atvinnusjúkdóma
  • endurskoðun á ákvæðum er varða örorkumat varanlegrar örorku slysatrygginga almannatrygginga.

Starfshópinn skipa

  • Berglind Ýr Karlsdóttir, tiln. af Sjúkratryggingum Íslands, formaður
  • Anna Birgit Ómarsdóttir, fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins
  • Ágúst Þór Sigurðsson, fulltrúi félagsmálaráðuneytisins
  • Björn Þ. Rögnvaldsson, tiln. af Vinnueftirliti ríkisins
  • Ragna Haraldsdóttir, tiln. af Tryggingastofnun ríkisins

Starfshópurinn er skipaður af heilbrigðisráðherra 9. september 2019. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum fyrir 1. janúar 2020.

Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum