Hoppa yfir valmynd

Nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga 2018-2021, sbr. lög nr. 41/2015

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Sérstök þriggja manna nefnd skipuð af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, skv. 11. gr. laga nr. 41/2015 um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi, fer yfir umsóknir um ívilnun sbr. 4. gr. og gerir tillögu til ráðherra um afgreiðslu. Nefndin leggur mat á umsóknir og kallar eftir þeim gögnum sem nauðsynleg eru. Nefndin skal hafa samráð við sveitarfélög í tengslum við aðkomu þeirra að fyrirhuguðum fjárfestingarverkefnum sem staðsett eru innan umdæma þeirra.

Fyrirspurnir til nefndarinnar skal senda ritara nefndarinnar, Ásu Maríu H. Guðmundsdóttur, á netfangið: [email protected]

Nánar um ívilnanir http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/idnadar-og-vidskiptamal/verkefni/malaflokkar/ ivilnanir/

Í nefndinni eiga sæti:

  • Baldur Arnar Sigmundsson, skipaður formaður án tilnefningar
  • Sigríður Valgeirsdóttir, skipuð án tilnefningar
  • Linda Garðarsdóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira