Reikningsskilaráð ríkisins

Reikningsskilaráð ríkisins fyrir A-hluta er skipað í samræmi við ákvæði 63. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. ,Hlutverk reikningsskilaráðs er í aðalatriðum tvíþætt:

  1. Að taka ákvarðanir um innleiðingu reikningsskilastaðla og álitaefni sem þá varða og eru þær ákvarðanir endanlegar.
  2.  ,Að veita umsögn um önnur atriði sem hafa þýðingu fyrir reikningsskil ríkisins.

Ráðinu er ætlað að stuðla að samræmi í framsetningu fjárlaga og ríkisreiknings. Umsagnar og ráðgjafarhlutverk ráðsins er sérstaklega mikilvægt við innleiðingu nýrra reikningsskila. Ráðið ákveður hvort nýjir staðlar skuli innleiddir í heild eða hluta innan ramma laganna, sbr ákvæði 52. gr. laga um opinber fjármál. Gera má ráð fyrir því að ráðið fjalli um og veiti eftir atvikum umsagnir um alla meginþætti undirbúnings innleiðingar breyttra reikningsskila hjá ríkinu. Ráðið mun einnig veita umsögn um verkefni sem geta haft veruleg áhrif á niðurstöðu ríkisreiknings þegar á undirbúningsstigi viðkomandi verkefna.

Formaður reikningsskilaráðs er Gunnar H. Hall, fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Aðrir í ráðinu eru Ingþór Karl Eiríksson fjársýslustjóri, Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte og Margrét Björk Svavarsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, situr fundi ráðsins lögum samkvæmt.

Kristinn Hjörtur Jónasson, fjármála- og efnahagsráðuneytinu er starfsmaður ráðsins. ,

Tegund

Fastanefndir
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn