Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Samkvæmt 7. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, skal sérstök samráðsnefnd sem skipuð er fulltrúum eftirlitsskyldra aðila starfa í tengslum við Fjármálaeftirlitið.

Ráðherra skipar í samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila til þriggja ára í senn eftir tilnefningum eftirlitsskyldra aðila. Í nefndinni eiga sæti þrír menn tilnefndir af Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja, einn tilnefndur af Sambandi íslenskra sparisjóða, einn tilnefndur af Sambandi íslenskra tryggingafélaga, einn tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða og einn maður tilnefndur sameiginlega af félögum og einstaklingum sem stunda miðlun vátrygginga, Kvótaþingi Íslands, Verðbréfaþingi Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands.

 Í nefndinni sitja (skipuð 2021-2025): 

  • Ásgeir H. Reykfjörð Gylfason, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja
  • Helgi Bjarnason, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja
  • Íris Ösp Björnsdóttir, tilnefnd af hálfu annarra eftirlitsskyldra aðila
  • Jón Guðni Ómarsson, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja
  • Þórey Sigríður Þórðardóttir, tilnefnd af landssamtökum lífeyrissjóða
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum