Hoppa yfir valmynd

Samstarfsnefnd um bætta umgengni um auðlindir sjávar

Matvælaráðuneytið

Hlutverk nefndarinnar er að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Nefndin skal þannig huga að þáttum er stuðlað geta að betri umgengni um auðlindir sjávar, s.s. áhrifum veiða eða veiðarfæra á lífríkið.

Í þessu skyni er nefndinni falið að meta að hvaða leyti núverandi aðferðir við veiðar leiði til óæskilegs aukaafla og með hvaða hætti megi bæta nýtingu hans. Nefndin skal einnig leggja mat á brottkast sjávarafla á hverjum tíma og viðeigandi úrræði vegna slíkra brota. Nefndin skal jafnframt kynna sér veiðarfæratilraunir og þróun veiðarfæra og gera tillögur um með hvaða hætti megi breyta reglum til að auka kjörhæfni þeirra. Þá er nefndinni falið að kanna hvernig unnt sé að auka virkni veiðieftirlits með framangreindum þáttum.

Í nefndinni eiga sæti:

  • Skúli Kristinn Skúlason, skipaður formaður
  • Árni Sverrison, tilnefndur af Félagi skipstjórnarmanna
  • Lísa Anne Libungan, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi 
  • Elín Björg Ragnarsdóttir, tilnefnd af Fiskistofu
  • Guðmundur Helgi Þórarinsson, tilnefndur af VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna
  • Arthur Örn Bogason, tilnefndur af Landssambandi smábátaeigenda
  • Valmundur Valmundsson, tilnefndur af Sjómannasambandi Íslands
  • Klara Björg Jakobsdóttir, tilnefnd af Hafrannsóknastofnun
  • Örvar Marteinsson, tilnefndur af Samtökum smærri útgerða
Tímabundnar nefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum