Hoppa yfir valmynd

Samstarfsnefnd um lánsfjármál ríkissjóðs

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nefndin skal vera vettvangur skoðanaskipta um stöðu og horfur á fjármagnsmörkuðum og um lánamál og lántökuáform ríkissjóðs innanlands og erlendis. Nefndinni er einnig ætlað að stuðla að umbótum á innlendum lánamarkaði eftir því sem hún telur tilefni til. Nefndin starfar samkvæmt 6. kafla samnings milli fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Íslands um lánaumsýslu ríkissjóðs frá 18.10.2010. Nefndin gerir tillögu til fjármála- og efnahagsráðuneytis um fjármögnunar- og skuldastýringastefnu til millilangs tíma (e. medium-term debt management strategy). Fjármögnunar- og skuldastýringarstefna skal liggja fyrir á hverjum tíma og útdráttur úr stefnunni kynntur fyrir markaðsaðilum. Nefndin gerir tillögu til fjármálaráðuneytis um form og tilhögun einstakra verðbréfaflokka, tímalengd, stærð, tilhögun viðskiptavaktar og útboðsfyrirkomulags. Þá leggur nefndin fram tillögur um viðmið til áhættustýringar á skuldasafni ríkissjóðs á innlendum og erlendum mörkuðum. Nefndin tekur til umfjöllunar og afgreiðslu tillögur að útgáfuáætlun ríkissjóð á innlendum og erlendum mörkuðum og aðgerðir ríkissjóðs á lánamörkuðum. Áætlunin tiltekur útgáfumagn tiltekins tímabils, útgáfudaga og fyrirhugaðar aðgerðir í lánamálum á því tímabili sem áætlunin nær til. Áætlunin skal staðfest af fjármálaráðuneytinu og síðan kynnt markaðsaðilum.

Í nefndinni sitja (ótímabundinn skipunartími):

  • Jón Gunnar Vilhelmsson, formaður, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Björgvin S Sighvatsson, tilnefndur af Seðlabanka Íslands
  • Esther Finnbogadóttir, tilnefnd af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Högni Haraldsson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Magnús Freyr Hrafnsson, tilnefndur af Seðlabanka Íslands
  • Sigurður Sturla Pálsson, tilnefndur af Seðlabanka Íslands
Fastanefndir
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum